ARSSKYRSLA 2013

Page 1

Sjálfseignarstofnunin

Ársskýrsla

2013

BÓL, Kristbjörg Guðmundsdóttir

HANDVERK OG HÖNNUN

Ársskýrsla

2013


Markmið HANDVERKS OG HÖNNUNAR sjálfseignarstofnunar sem voru samþykkt á stofnfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í janúar 2007 eru eftirfarandi:

 Að stuðla að eflingu handverks, hönnunar og listiðnaðar og auka gæðavitund á þessu sviði.  Að auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi.  Að koma til móts við þarfir þessara greina fyrir þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar.  Að halda áfram uppbyggingu gagnagrunns á þessu sviði.  Að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem starfa að handverki, hönnun og listiðnaði.

Stjórn og starfsmenn Í stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru: Birta Flókadóttir formaður, Halla Bogadóttir, varaformaður, Signý Ormarsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Vilmundur Jósefsson meðstjórnendur. Varamenn eru Árni Snæbjörnsson og Þórey S. Jónsdóttir. Fastir starfsmenn eru Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri og Fjóla Guðmundsdóttir sérfræðingur. Þær eru báðar í 100 % starfi. Um færslu á bókhaldi sér Sveinbjörn Bjarnason bókari og Þorvaldur Þorvaldsson löggiltur endurskoðandi sér um endurskoðun. HANDVERK OG HÖNNUN er með skrifstofur í Aðalstræti 10.

Skrifstofur HANDVERKS OG HÖNNUNAR, Aðalstræti 10

Fjármagn Þegar fjárlög 2013 komu fram haustið 2012 var ljóst að framlag ríkisins árið 2013 yrði 12 M samkvæmt samningi. Reynt var að fá þetta framlag hækkað en það tókst ekki. 12 M hafa ekki dugað fyrir föstum kostnaði undanfarin ár og allt eigið fé var uppurið, en það hefur verið notað til að mæta taprekstri síðustu ára. Reksturinn var því í miklum vanda og samdráttur og veruleg breyting á starfseminni undirbúin. Þá urðu þáttaskil að nýju, því í árslok 2012 gerði mennta- og menningarmálaráðuneytið viðbótarsamning við HANDVERK OG HÖNNUN. Þessi viðbótar samningur breytti öllu. Þá skapaðist svigrúm til nýrra verkefna og hægt var að gera átak í verkefnum sem setið höfðu á hakanum nokkur undanfarin ár. Það hefur verið markmið stjórnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR frá upphafi að hafa þátttökugjöld í hinum ýmsu verkefnum hófleg en vegna þröngrar fjárhagsstöðu síðustu ára hafa þau hækkað

3


umtalsvert. Þessi þróun hefur örugglega haft þau áhrif að þeir sem eru að byrja feril sinn á þessu sviði og fólk sem býr utan Reykjavíkur hefur ekki séð sér fært að taka þátt í mörgum verkefnum vegna kostnaðar. Þessi viðbótarsamningur gaf okkur svigrúm til að endurskoða að einhverju leyti þessa þróun og gaf einnig svigrúm til nýrra og löngu tímabærra verkefna á árinu 2013.

Stjórnarfundir Haldnir voru tveir formlegir stjórnarfundir á árinu 2013, þann 1. febrúar og 10. september. Stjórnarformaður og stjórnarmenn eru þó í reglulegu sambandi við skrifstofuna utan þessara formlegu funda. Stjórn þiggur ekki laun fyrir stjórnarstörf.

Ráðgjafafundir Í stofnskrá HANDVERKS OG HÖNNUNAR er gert ráð fyrir tíu manna ráðgjafahópi sem á að vera stjórn og starfsmönnum stuðningur við að skipuleggja framtíðarverkefni. Ráðgjafafundirnir hafa verið mikilvægur vettvangur sem tengir starfsfólk og stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR við grasrótina. Nú eru önnur tæki aðgengileg sem nota má á virkari hátt í þessu skyni. Viðhorfakannanir sem kosta mjög lítið eru aðgengilegar á alnetinu og þannig má ná til allra okkar skjólstæðinga ekki bara tíu aðila. Kannanir af þessu tagi eru betri og ódýrari leið til að vera í virku sambandi við grasrótina. Niðurstöður allra kannananna og skýrslur sem gerðar hafa verið af eða fyrir HANDVERK OG HÖNNUN eru birtar á heimasíðunni. www.handverkoghonnun.is/islenska/um-handverk-og-honnun/skyrslur/

Helstu verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2013 sem áætluð voru:               

Fréttabréf: 5-6 fréttabréf í mánuði Ráðgjöf og fyrirlestrar - sérstakt átak úti á landi Þjónusta við gerð kynningaefnis. Sýningar á skörinni Þemasýning Jólasýning HANDVERKS OG HÖNNUNAR Fræðsla: Vinnsla horna og beina - kennsluefni undirbúið fyrir vefsíðu Ráðhúsið 2013 - sýning/kynning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur í maí og nóvember 2013 Skúlaverðlaun 2013 (styrkur frá Samtökum iðnaðarins) Sérstakar kynningar í Ráðhúsinu Erlend markaðssetning á sýningunum í Ráðhúsi Reykjavíkur Ráðhús Reykjavíkur Spírur 2013 (styrkur frá Reykjavíkurborg) Heimasíða HANDVERKS OG HÖNNUNAR, endurskoðun Undirbúningur á samkeppni vegna Landsmóts hestamanna 2014 Möguleg verkefni hugmyndir á frumstigi: Þátttaka íslendinga í sýningu/kynningu í Kaupmannhöfn í samvinnu við danska listiðnaðarmenn og erlend gestasýning - Prosjekt SIC

4


Fréttabréf Fréttir eru sendar í tölvupósti 5-6 sinnum í mánuði til rúmlega 1200 manns. Í fréttabréfinu eru öll verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR vandlega kynnt. Þar vekjum við einnig athygli á námskeiðum, sýningum, fyrirlestrum og ýmsu öðru sem við teljum áhugavert fyrir okkar umbjóðendur. HANDVERK OG HÖNNUN heldur einnig úti fésbókarsíðu og fylgjendur hennar eru nú 2.316.

Ráðgjöf og fyrirlestrar – sérstakt átak úti á landi HANDVERK OG HÖNNUN á nú eftir langt starf mikið myndefni og þar hefur einnig safnast mikil þekking. Átak var gert á árinu 2013 og safnað var kerfisbundið upplýsingum um handverk og listiðnað um allt land. Þetta átak var unnið í samstarfi við menningarfulltrúa, nýsköpunarmiðstöðvar, þróunarfélög, klasasamstarf og atvinnuráðgjafa. Vegna þröngrar fjárhagsstöðu undanfarin ár eða frá 2010 hefur svigrúm okkar verið nánast ekkert. Þeir sem hafa haft áhuga á að fá okkur í heimsókn hafa hafa þurft að standa straum af ferðakostaði og uppihaldi fyrir okkur. Ákveðið var þar sem viðbótarfjármunir fengust að standa fyrir átaki og bjóða upp á fundi og ráðgjöf úti á landi. Eftirfarandi fundir, heimsóknir og ráðstefnur voru skipulagðar á árinu 2013 utan Reykjavíkur: 27. febrúar - Reykjanesbær 9. apríl - Reykjanesbær 12. apríl - Búðardalur 7. maí - Reykjanesbær 23. maí - Akranes 3. júní - Akranes 15. júlí - Djúpavogur/Breiðdalsvík/Reyðarfjörður/Stöðvarfjörður 17. september - Kiðafell, Kjós 19. október - Kiðagil, Bárðardal 1. nóvember - Laugabakki /Hvammstangi/Varmahlíð 27. nóvember - Breiðablik, Snæfellsnesi

19. mars - Reykjanesbær 11. apríl - Búðardalur 13. apríl - Búðardalur 9. maí - Ullarselið 30. maí - Ullarselið 11. júní - Ljómalind Borgarnesi 16. júlí - Egilsstaðir/Borgarfjörður eystri 23. september - Kiðafell, Kjós 23. október - Kiðafell, Kjós 2. nóvember - Blönduós

Þjónusta við gerð kynningarefnis HANDVERK OG HÖNNUN hefur undanfarin ár aðstoðað fólk við gerð kynningarefnis. Töluverð aukning varð á þessari þjónustu árið 2013. Á árinu 2013 voru sett upp og prentuð samtals 106 þúsund kynningarkort fyrir tæplega sextíu starfandi handverks- og listiðnaðarmenn og hönnuði. Það fæst töluverð hagræðing með þessu móti og kynningarkortin eru mun ódýrari þegar mikið magn er prentað saman.

5


Sýningar á skörinni 2013 Á skörinni er lítill sýningarsalur í Aðalstræti 10. Skipulagðar voru sex sýningar á skörinni. 3víddarkort 14. – 24. mars, Hönnunarmars 2013, María Manda, Skúlaverðlaunahafi 2012 Hemminn gleðigjafi 13. – 30. apríl, List án landamæra 2013, Þorgerður Björg Þórðardóttir Blómabreiður Sissu 3. - 22. maí 2013, Sesselju Valtýsdóttur Náttúran er yrkisefnið – Iceland is the motive 23. maí – 11. júní 2013, Birna Kristín Friðriksdóttir og Helena Óladóttir Refoundery 22. júní – 18. ágúst 2013, George Hollanders og Sarka Mrnkova Hannað í tré 18. ágúst – 6. október 2013, Lára Gunnarsdóttir

Þemasýningar HANDVERK OG HÖNNUN hefur haldið fjölmargar sýningar undanfarin ár. Sýningarnar frá upphafi eru tæplega áttatíu og sýnendur/þátttakendur eru tæplega sjö hundruð, víðs vegar af landinu.

Net á þurru landi 5.- 27. október 2013 HANDVERK OG HÖNNUN stóð fyrir sýningunni: Net á þurru landi í Sjóminjasafninu Grandagarði í október 2013. Auglýst var eftir þátttakendum og verkin á sýningunni þurftu að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Vera nytjahlutur, að tengjast veiðarfærinu neti/nót á einhvern hátt eins og nafn sýningarinnar ber með sér. Umsækjendur áttu að nota form, áferð og/eða gerð netsins (snæri, flotkúlur, sökkur og ýmislegt fl.) sem innblástur að verkum sínum og/eða setja það í nýtt samhengi. Verkin urðu að vera ný/nýleg (2013) og ekki verið til sýnis og/eða sölu á opinberum vettvangi fyrir sýninguna. Sérstök áhersla var á að hvetja þátttakendur til endurnýtingar, endurvinnslu, endurgerðar, það var þó ekki skilyrði. Sýningin var öllum opin en valið var úr innsendum verkum/tillögum á sýninguna. Sýningarstjóri var Anna Leoniak arkitekt og vöruhönnuður. Sýningin vaki mikla athygli og fékk mikla aðsókn. Sýnendur voru: Anna María Lind Geirsdóttir, Bjargey Ingólfsdóttir, DLD – Dagný Bjarnadóttir, Elín Haraldsdóttir, GLÓ-EY (Eygló Gunnarsdóttir), Guðný Hafsteinsdóttir, Halla Ásgeirsdóttir, Helga Björg Jónasardóttir, Ingibjörg Hjálmarsdóttir Hólm, Kristbjörg Guðmundsdóttir, MÓT (Baldur Helgi Snorrason, Guðrún Harðardóttir og Katla Maríudóttir), Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, SHADOW CREATURES (Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir og Sólveig Ragna Guðmundsdóttir).

6


Jólasýning: Sælla er að gefa en þiggja... 1. des. 2013 – 6. jan. 2014 Jólasýning HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2013 var haldin á skörinni. Valdir voru 20 ólíkir aðilar til að taka þátt. Hver þátttakandi skilaði inn 2-6 pökkum. Hugmyndin var að sýna hvernig skapandi fólk pakkar inn jólagjöfum. Sýningin var mjög fjölbreytt og vakti mikla athygli. Þátttakendur voru: Anna Leoniak, Anna Þórunn Hauksdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Björg í bú, Deqqor María Manda, gerist... Friðgerður Guðmundsdóttir og Kristín Birna Bjarnadóttir, Helga Mogensen, Himneskir herskarar, Hugrún Ívarsdóttir, Inga Sól Ingibjargardóttir, Ingibjörg Hanna, Ingiríður Óðinsdóttir, Íris rós Söring, Katý - Katrín Jóhannesdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, María Rut Dýrfjörð, Steinunn Vala Sigfúsdóttir, Volki - Elísabet Jónsdóttir og Olga Hrafnsdóttir og Þórdís Jónsdóttir.

7


Íslensk jól í Fælleshuset í Berlín - 2013 HANDVERK OG HÖNNUN aðstoðaði sendiráðið í Berlín við að útvega íslenskar vörur sem voru hafðar til skrauts og notkunar um jólin 2013. Þetta var gert í samvinnu við A. Eddu Jökulsdóttur og Ruth Bobrich starfsmenn í íslenska sendiráðinu í Berlín.

Fræðsla: Vinnsla horna og beina Vinnsla á horni og beinum á sér langa sögu á Íslandi. Alþekkt er gerð á tóbakspontum og spónum. Síðustu fimmtán árin hefur orðið mikil þróun í vinnslu horna og beina hjá nokkrum handverksmönnum. Þeir hafa sérhæft sig í fjölbreyttri vinnslu á þessu frábæra hráefni. Hreindýrahorn, sauðahorn og nautshorn eru mest notuð. Geitahorn eru sjaldgæf en notkun á þeim fer vaxandi. Hjá þessum einstaklingum hefur þróast mikil þekking á þessu hráefni og fjölbreyttar vinnsluaðferðir. Þessi þekking er hvergi skráð. Það er að okkar mati mjög mikilvægt að skrá þessa þekkingu niður og miðla henni. Horn og bein er hráefni sem fellur til í náttúru Íslands og mikilvægt að vinnsla á því geti skapað verðmæti. Kennsluefni um vinnslu horna og beina verður birt á heimasíðu HANDVERK OG HÖNNUNAR. Þessi vinna fór í gang á árinu 2013 og verður kláruð 2014

Sýningar/ kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur 2013 Sýningar/kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR í Ráðhúsi Reykjavíkur sem haldnar hafa verið síðan 2006 hafa heppnast mjög vel. Áhugi á þeim hefur verið mjög mikil frá upphafi. Þetta stefnumót handverksfólks og hönnuða við áhugafólk um hönnun og handverk er að mati þeirra sem taka þátt mjög mikilvægt. Þessi fullyrðing er byggð á viðhorfakönnun sem HANDVERK OG HÖNNUN hefur gert á hverju ári í kjölfar sýninganna. Gerðar eru miklar gæðakröfur til þeirra sem sýna og fagleg valnefnd hefur alltaf valið úr fjölda umsókna fyrir hverja sýningu. Ráðhúsi Reykjavíkur, 16. - 20. maí 2013 Kynningarferlið fór í gang í lok janúar. Eftir starf valnefndar voru 44 þátttakendur valdir til þátttöku. Sýningin í Ráðhúsinu tókst ágætlega og allir fengu gott pláss og uppsetning var mjög auðveld. Aðsókn var ágæt og almenn ánægja með sýninguna. Gerð var viðhorfakönnun hjá þátttakendum og er hún birt á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR og úrdráttur úr henni fylgir þessari skýrslu (bls. 18-24).

Frá sýningunni í Ráðhúsinu í maí

8


Ráðhúsi Reykjavíkur, 7. - 17. nóvember 2013 Umsóknir um haustsýninguna voru fjölmargar að venju. Þó var ákveðið í kjölfar sýningarinnar í vor að fækka sýnendum svolítið. Sýningin í nóvember var sú tíunda í röðinni. Eftir starf valnefndar kom upp sú óvenjulega staða að um 80 aðilar stóðust fyllilega þær gæðakröfur sem valnefnd setti. Þetta eru miklu fleiri en vanalegt er. Á sýningunni í Ráðhúsinu er pláss fyrir um 50 sýnendur. Mjög erfitt er að gera upp á milli þessara umsókna og samræmist það í raun ekki markmiðum HANDVERKS OG HÖNNUNAR að vísa frá svo mörgum hæfum umsækjendum. Markmið HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru fyrst og fremst að þjóna þeim stóra hópi fólks sem hefur hag af þeirri miklu kynningu sem fæst með þátttöku í þessari sýningu. Því var leitað til hússtjórnar Ráðhúss Reykjavíkur og athugað hvort hugsanlegt væri að fá framlengingu á leigu aðstöðunnar til sýningarhalds í nóvember. Hugmyndin var að sýningin yrði tvískipt, annars vegar 7. - 11. nóv. og hins vegar 13. - 17. nóv. 2013. Hússtjórn féllst á þessa hugmynd. Samtals kynntu þá 88 aðilar verk sín í Ráðhúsinu haustið 2013. Þessi ráðstöfun var sett upp sem tilraunaverkefni. Þetta gekk í raun og veru mjög vel og mikil aðsókn var báðar helgarnar. Gerð var viðhorfakönnun hjá þátttakendum og er hún birt á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR og úrdráttur úr henni fylgir þessari skýrslu (bls. 25-31). Heimasíða sýningarinnar var endurskoðuð og breytt í grundvallaratriðum og nú er hún hönnuð til þess að opnast á réttan hátt í hvaða skjástærð sem er. Mikil umferð er á heimsíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR í tengslum við sýningarnar í Ráðhúsi Reykjavíkur (sjá bls. 31).

Helgi Björnsson

Helga Pálína Brynjólfsdóttir

Skúlaverðlaunin 2013 Verðlaun fyrir besta nýja hlutinn Eins og undanfarin ár var efnt til verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn meðal þátttakenda í sýningunni í nóvember. Þeir sem valdir voru til þátttöku í Ráðhúsinu gátu tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR nýja vöru í samkeppni um besta nýja hlutinn. Hlutirnir máttu hvorki hafa verið sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsinu. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík. Fagleg valnefnd sem Guðbjörg Gissurardóttir, grafískur hönnuður og Eva Vilhelmsdóttir, fatahönnuður skipuðu valdi verðlaunahafa. Skúlaverðlaunin 2013 hlaut Helga Ósk Einarsdóttir gullsmiður og skartgripahönnuður fyrir silfurskartgripinn „Jafnvægi“. Sérstaka viðurkenningu hlaut Kristín Sigfríður Garðarsdóttir fyrir verkið „Doppur“. Þessi samkeppni er gerð til þess að hvetja þátttakendur til nýsköpunar og framþróunar. Verðlaunin hafa verið styrkt frá upphafi af Samtökum iðnaðarins og framkvæmdastjóri samtakanna Orri Hauksson afhenti þau fimmtudaginn 7. nóvember.

9


Orri Hauksson, Helga Ósk Einarsdóttir, Skúlaverðlaunahafi og Kristín Sigfríður Garðarsdóttir

Sérstakar kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur Myndlistaskólanum í Reykjavík var boðið af HANDVERKI OG HÖNNUN að kynna starfsemi sín á sýningunni í maí. Í skólanum eru nú starfræktar þrjár námsbrautir á diplómastigi í samvinnu við Tækniskólann - skóla atvinnulífsins. MÓTUN - leir og tengd efni - TEIKNING - TEXTÍLL. Heimilisiðnaðarfélagið hélt upp hundrað ára afmæli á árinu og kynnti félagið starfsemi sína á sýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember í boði HANDVERKS OG HÖNNUNAR.

Myndlistaskólinn í Reykjavík kynnir starfsemi sína í maí 2013

Heimilisiðnaðarfélag Íslands kynnir starfsemi sína í nóvember 2013

10


Erlend markaðssetning á sýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur Unnið var sérstakt kynningarefni á ensku til að koma sýningunum framfæri á netinu og kynningarkort prentað. Kynningarkortinu var dreift á allar upplýsingamiðstöðvar og öll hótel í Reykjavík. Stofnuð var sérstök heimasíða um sýninguna. Kynning á sýningunum var send sérstaklega til allra norrænna ferðaskrifstofa sem skipuleggja ferðir til Íslands. Listi yfir þessar ferðaskrifstofur er á vef Íslandsstofu. Samkvæmt könnun sem gerð var hjá þátttakendum á sýningunum 2013 urðu 93% sýnenda varir við erlenda gesti á sýningunum og 74% þátttakenda seldu vörur til erlendra ferðamanna. Þetta átak mun halda áfram 2014. Hér ekki verið að kaupa dýrar auglýsingar einungis verið að nota miðla sem eru ókeypis og prenta kynningarkort til dreifingar.

Welcome to the Design and Craft Fair in reykjavik City Hall

Welcome to the Design and Craft Fair in Reykjavik City Hall 16. May – 20. May 2013

07.11 11.11

Crafts and Design Handverk og Hönnun

17.11 2013 & 13.11

Crafts and Design HanDverk og Hönnun

Reykjavik City Hall • Iceland

reykjavik City Hall | Iceland

Spírur 2013 Sérstakur styrkur fékkst frá Reykjavíkurborg til að bjóða ungum/upprennandi handverks- og listiðnaðarmönnum tækifæri á að kynna sig á sýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur endurgjaldslaust. Leitað var eftir tillögum frá atvinnuráðgjöfum og menningarfulltrúum um allt land. Valnefnd sem valdi þátttakendur í sýninguna valdi þátttakendur í þetta verkefni. Tíu einstaklingar fengu tækifæri vegna þessa styrks á árinu 2013. Spírur 2013 voru: Anna Þórunn Hauksdóttir er vöruhönnuður, búsett í Hafnarfirði. Anna Þórunn hefur vakið athygli fyrir skemmtilega hönnun.

11


Guðmundur Ísfeld er handverksmaður og bóndi í Hrútafirði. Hann vinnur fjölbreytta muni úr hornum og beinum.

Hafþór Ragnar Þórhallsson er handverksmaður á Eyrarbakka. Hafþór tálgar fugla úr íslensku birki sem hann málar svo.

Katrín Jóhannesdóttir (Katý) er textílhönnuður búsett á Hallormsstað. Hún leggur aðaláherslu á prjónaðar flíkur og fylgihluti úr léttu og fínlegu efni, þá helst ull.

Sonja Björk Ragnarsdóttir (So by Sonja) er innanhúss- og vöruhönnuður, búsett í Reykjavík. Hún kynnti álkertastjakann 5 á sýningunni.

Berglind Birgisdóttir (Blúnda – BB design) er klæðskeri búsett í Reykjavík. Hún hannar barnakjóla og leggur áherslu á að vinna nýtt úr notuðu. Hún lætur efniviðinn (gömul sængurver, dúka, gardínur o.fl.) gjarnan ráða útkomunni á flíkinni.

IIIF er hönnunarteymi tveggja íslenskra fatahönnuða og fransks vöruhönnuðar (Agla Stefánsdóttir, Sigrún Halla Unnarsdóttir og Thibaut Allgayer), staðsett á Egilsstöðum. Þau vinna með hreindýraafurðir í samvinnu við austfirska framleiðendur.

12


Inga R. Bachmann (Hringa) er skartgripahönnuður í Reykjavík. Inga notar eingöngu endurunna málma í skartgripina sem hún hannar.

Inga Sól Ingibjargardóttir (IngaSol Design) er vöruhönnuður í Reykjavík. Hún hefur unnið mest með endurvinnslu og endurnýtingu, notar t.d. mjólkurumbúðir og gamla rennilása sem efnivið.

Rósa Valtingojer er ung leirlistakona búsett á Stöðvarfirði. Rósa býr til íslenska fugla úr leir.

Heimasíða HANDVERKS OG HÖNNUNAR Heimasíðan: www.handverkoghonnun.is er í stöðugri þróun, hún var fyrst opnuð árið 2000 og endurskoðuð frá grunni 2009. Á heimasíðunni eru mjög fjölbreyttar upplýsingar og umfangsmikið myndefni. Virk vefmæling hefur verið gerð á síðunni í nokkur ár og umferð á síðuna er mikil. Rúmlega tólfhundruð einstaklingar eru skráðir á póstlista heimasíðunnar og fá fréttir 4-6 sinnum í mánuði. Reynt er að kynna alla viðburði sem tengjast þessu sviði í fréttabréfunum, s.s. sýningar, fyrirlestra, námskeið og ýmislegt annað. Verkefni og viðburðir og sýningar á vegum HANDVERKS OG HÖNNUNAR og eru kynntir sérstaklega á heimasíðunni á myndrænan hátt. Í gagnabanka eru kynntir einstaklingar sem stunda handverk, listiðnað og hönnun. Listamaður mánaðarins er kynntur sérstaklega á forsíðu. Allir sem valdir hafa verið á sýningar/kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR hafa rétt á skráningu í gagnagrunninn. Aðrir áhugasamir verða sækja sérstaklega um skráningu og valnefnd metur þær umsóknir. HANDVERK OG HÖNNUN safnar kerfisbundið upplýsingum um nám og námskeið í handverki, hönnun og listiðnaði. Á heimasíðunni eru umfangsmiklar upplýsingar um styrki, skóla, nám og ýmsa viðburði sem tengjast þessum málaflokki, hérlendis og erlendis. Heimasíðan er á íslensku og ensku og er starfseminni mjög mikilvæg. Síðan var tekin til endurskoðunar og endurbætt að hluta til á árinu 2013. Endurskoðuninni verður lokið á næsta ári.

13


Samkeppni / kynning HANDVERK OG HÖNNUN ákvað kanna möguleika á að kynna handverk og listiðnað á Landsmóti hestamanna Íslandi 30. júní – 6. júlí 2014. Á þessi mót koma margir erlendir gestir. HANDVERK OG HÖNNUN gerði ráð fyrir að standa fyrir hugmyndasamkeppni og auglýsa eftir nýjum vörum í þessu skyni. Keppnin átti verða öllum opin. Hugmyndin var að munirnir yrðu að uppfylla að minnsta kosti eitt eftirfarandi skilyrða: Að vera unnir úr hestaafurðum - Að vera notaðir við hestamennsku - Að vera minjagripir og /eða listmunir sem tengjast íslenska hestinum. Þessi sérstaka kynning á landsmóti 2014 átti að vera hluti af 20 ára afmælisdagskrá HANDVERKS OG HÖNNUNAR (1994 – 2014). Á árinu 2013 var kannaður hugur ýmissa sem til þekkja á þessum mótum og komu fram miklar efasemdir um þessa hugmynd. Þeir sem hafa tekið þátt og verið með eitthvað til sölu á þessum mótum voru ekki spenntir fyrir þessari hugmynd. Ákveðið var að bíða með undirbúning á þessu verkefni og skoða betur. Þetta er stórt og dýrt verkefni og um það verður að vera góð sátt og mikill áhugi ef vel á að takast til. Þar að auki er fjárveiting til HANDVERKS OG HÖNNUNAR á næsta ári í mikilli óvissu talið var rétt að bíða niðurstöðu fjárlaga 2014.

Möguleg verkefni - Hugmyndir á frumstigi Þátttaka Íslendinga í sýningu/kynningu í Kaupmannahöfn í samvinnu við danska listiðnaðarmenn, við Frúarkirkjuna í Kaupmannahöfn í ágúst 2013. Dönsku samtökin sóttu um norrænan styrk vegna þessa. Hætt var við þetta verkefni þar sem ekki fengust styrkir.

Norsk gestasýning Signý Ormarsdóttir sem situr í stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR lagði fram formlega ósk um að HANDVERK OG HÖNNUN tæki á móti norskri farandsýningu. Sýningaraðstaða fékkst í Ráðhúsi Reykjavíkur í ársbyrjun 2014. Unnið var að undirbúningi sýningarinnar í desember 2013. Þetta er samsýning þriggja norskra handverkslistamanna sem hefur fengið nafnið Approach. Sýnendur eru Solveig Ovanger, Ingrid Larssen og Cecilie Haaland. Sýningin var fyrst opnuð í Pétursborg í Rússlandi í júní 2013 og þar á eftir í október 2013 í Arkhangelsk og kemur að lokum til Reykjavíkur í ársbyrjun 2014.

Erlent samstarf Vegna þröngrar fjárhagsstöðu undanfarin ár hefur ekki verið möguleiki á að taka þátt í erlendu samstarfi nema með símtölum og tölvusambandi. Nú vegna betri fjárhagsstöðu skapaðist nokkur svigrúm til að fylgjast með. Farið var á nokkrar sýningar, ráðstefnur og fundi. Það er mjög nauðsynlegt að fylgjast með straumum og stefnum og vera í norrænu samstarfi. Í undirbúningi er samnorræn þátttaka í handverks og listiðnaðarsýningu í París haustið 2015 í Palais-Royal.

HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2013 Stofnfélagar sjálfseignarstofnunarinnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru: Fastir starfsmenn eru: Fyrirlestrar og kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR utan Reykjavíkur: Sýningar á skörinni Reykjavík : Samsýningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR: Fjöldi sýningardaga HANDVERKS OG HÖNNUNAR á árinu: Fjöldi þátttakenda í sýningum HANDVERKS OG HÖNNUNAR: Fjöldi sýningargesta á árinu: 14

203 2 21 6 2 60 40 4.000*


Heimsóknir á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR að meðaltali á mánuði: Fjöldi einstaklinga sem eru skráðir á póstlista: Fjöldi fréttabréfa HANDVERKS OG HÖNNUNAR á árinu: Vinir á Fésbók : Sýningar/kynningar á árinu í Ráðhúsi Reykjavíkur: Fjöldi þátttakenda í sýningum/kynningum í Ráðhúsi Reykjavíkur: Fjöldi kynningardaga í Ráðhúsi Reykjavíkur: Fjöldi gesta á kynningum

3.770 1204 72 2.315 2 134 15 35.000*

* Áætlaðar tölur

Helstu áætluðu verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2014:  Kynningar/sýniningar · Ráðhúsið 2014 - sýning/kynning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 15. – 19. maí 2014, um 50 sýnendur. · Ráðhúsið 2014 - sýning/kynning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur, 6. – 10. nóvember 2014, um 60 sýnendur. · Sérstök kynning verður á Þorpinu á Austurlandi og kynning á nýju austfirsku vörusafni á sýningunni í Ráðhúsinu í maí. · Spírur 2014 - Sérstakur styrkur fékkst frá Reykjavíkurborg annað árið í röð til að bjóða ungum/upprennandi handverks- og listiðnaðarmönnum tækifæri á að kynna sig á sýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur endurgjaldslaust. Hugmyndin er að hverjum einstaklingi sé aðeins boðið einu sinni. Fagaðilar munu sjá um að velja þátttakendur. · Erlend markaðssetning á sýningunum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Unnið verður sérstakt kynningarefni á ensku til að koma sýningunum framfæri á netinu. Byrjað var á þessu verkefni 2013. Samkvæmt könnun sem gerð var hjá þátttakendum á sýningunum 2013 urðu 93% sýnenda varir við erlenda gesti á sýningunum og 74% þátttakenda seldu vörur til erlendra ferðamanna. · Skúlaverðlaun 2014 – hvatning til vöruþróunar styrkt af Samtökum iðnaðarins. · Fréttabréf – 5-6 fréttabréf á mánuði til rúmlega 1200 aðila. · Þjónusta við gerð kynningaefnis.  Heimasíða HANDVERKS OG HÖNNUNAR: Heimasíðan www.handverkoghonnun.is er í stöðugri þróun og er hún starfseminni mjög mikilvæg. Síðan var opnuð árið 2000 og endurskoðuð frá grunni 2009. Nú er verið að endurskoða /endurbæta heimasíðuna. Á þessu verki var byrjað 2013 og verður klárað 2014.  Ráðgjöf og fræðsla – sérstakt átak úti á landi: Átak sem var gert á árinu 2013 mun halda áfram 2014. Ráðgjöf/Viðtöl - Fyrirlestrar - Samvinnuverkefni – Kynningar. Unnið í samvinnu við menningarfulltrúa, nýsköpunarmiðstöðvar, þróunarfélög, klasasamstarf og atvinnuráðgjafa.  Sýningar: Sýningar á Skörinni Aðalstræti 10, áætlaðar eru 4-6 sýningar 2014. Sýningin „Approach“ Nálgun í Ráðhúsi Reykjavíkur 10.01 – 5.02 2014. Samsýning þriggja norskra listakvenna þeirra Ingrid Larssen, Solveig Ovanger og Cecilie Haaland. Sýning í Kringlunni á Hönnunarmars 2014– samvinna við markaðsdeild Kringlunnar. 15


 Fræðsla: Kennsluefni útbúið á vefsíðu - Vinnsla horna og beina. Vinnsla á horni og beinum á sér langa sögu á Íslandi. Þessi þekking er hvergi skráð. Að okkar mati er mjög mikilvægt að skrá þessa þekkingu niður og miðla henni. Horn og bein er hráefni sem fellur til í náttúru Íslands og mikilvægt að vinnsla á því geti skapað verðmæti. Byrjað var á þessu verki 2013 og unnið verður áfram 2014.

Afmælisár HANDVERKS OG HÖNNUNAR: 1994 - 2014 20 ára starf. 

Afmælisveisla: Haldið verði stórt opið boð fyrir alla sem komið hafa að starfi HANDVERKS OG HÖNNUNAR undanfarin ár með sérstakri áherslu á alla sýnendur. Boðið verður upp á myndasýningu af sýningum og hlutum sem sem HANDVERK OG HÖNNUN hefur staðið fyrir að láta mynda í gegnum tíðina. Önnur dagskrá er í mótun. Áætlað var að halda þessa afmælisveislu 29. mars þar sem fyrsta fundargerð stjórnar Handverks var haldinn þann dag árið 1994. Þar sem þessi dagsetning fellur inn á dagsetningar Hönnunarmars þá var ákveðið að bíða og finna betri dagsetningu síðar á árinu.

Sýning í tengslum við afmælisárið. Sýningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru tæplega sjötíu frá 1999 - 2014 og nokkrar sýningar voru haldnar 1994-1999. Sýndir verða vel valdir hlutir sem voru sérstaklega gerðir fyrir sýningarnar og eru ennþá framleiddir og seldir. Skoða hver áhrif þessara sýninga hefur verið á þróun og vöruframboð á handverki og listiðnaði. Eftir stuttlega skoðun þá eru þetta margir og góðir hlutir.  Umfjöllun um verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR undanfarin 20 ár : 4-6 greinar sem birtast í blöðum bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu og á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR um starfsemina undanfarin ár. Ráðinn yrði ritfær einstaklingur/blaðamaður til að vinna greinar með starfsfólki HANDVERKS OG HÖNNUNAR og nokkrum öðrum.

Verkefni í athugun:  Afmælisrit: Það hafa komið ábendingar og áhugi frá okkar umbjóðendum um að gefa út veglegt afmælisrit – bæði prentað og rafrænt. Þetta er töluvert kostnaðarsamt og mun ekki gerast án sérstaks styrks.

16


Lokaorð Ánægjuleg þáttaskil urðu í rekstri sjálfeignarstofnunarinnar í lok árs 2011 þegar skrifað var undir samning til þriggja ára við mennta– og menningarmálaráðuneytið, en með honum var fjárframlag til starfseminnar tryggt næstu þrjú árin. Þetta var mjög mikilvægur áfangi, þar sem HANDVERK OG HÖNNUN sjálfseignarstofnun hafði árlega þurft að búa við algert óöryggi varðandi fjárframlög. Því miður var framlagið samkvæmt samningi aðeins 12 M sem er 35% lægra en árið 2009. Þessi niðurstaða kallaði á sársaukafullar ráðstafanir eins og fram hefur komið í ársskýrslum fyrri ára. Þá urðu þáttaskil að nýju, því í árslok 2012 gerði mennta- og menningarmálaráðuneytið viðbótarsamning við HANDVERK OG HÖNNUN fyrir árið 2013. Þessi viðbótarsamningur breytti öllu. Þá skapaðist svigrúm til nýrra verkefna og hægt var að gera átak í verkefnum sem höfðu setið á hakanum í nokkur undanfarin ár. En þessi viðbótar fjárveiting féll niður með nýjum fjárlögum fyrir árið 2014. Nú er samningur sem gerður var til þriggja ára í árslok 2011 að renna sitt skeið og mun ljúka í lok árs 2014. Framtíð starfseminnar því aftur komin í algera óvissu. Bréf hefur verið skrifað til ráðherra og óskað eftir samningaviðræðum um áframhald eftir að gildistími samningsins rennur út í lok árs 2014. Það er mat stjórnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR að mikilvægt sé að viðræður hefjist sem fyrst þar sem starfið er skipulagt til nokkurra ára í senn. HANDVERK OG HÖNNUN er í ýmsum skuldbindandi verkefnum bæði innanlands og erlendis og mikilvægt að óvissu um framtíð starfseminnar verði eytt sem fyrst.

Reykjavík, 18. mars 2014

____________________________ Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri HANDVERKS OG HÖNNUNAR

17


SKOÐANAKÖNNUN Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal þátttakenda í sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR sem haldin var dagana 16. til 20. maí 2013. Könnunin var framkvæmd dagana 24. maí – 4. júní 2013. Notast var við vefsíðuna www.surveymonkey.com til að gera hana. Svörun var góð eða 83% en alls svöruðu 34 af 41 þátttakenda.

1)

Hver er ávinningur þinn af þátttöku í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur?

2)

Mikil áhersla var lögð á að þátttakendur hefðu frumkvæði að því að kynna sýninguna. Hvað gerðir þú til að kynna þig og sýninguna? (hægt var að merkja við fleiri en einn svarmöguleika)

18


3)

HANDVERK OG HÖNNUN hefur kynnt sýninguna á ákveðinn hátt undanfarin ár, þ.e. með kynningarbæklingi sem dreift er í 87.000 eintökum með pósti. Finnst þér koma til greina að breyta þessu?

4)

Kynningarbæklingnum var dreift af nýjum aðila að þessu sinni. Varðst þú var/vör við einhverja breytingu á dreifingunni miðað við fyrri sýningar?

19


5)

Þetta var í níunda sinn sem sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur er haldin. Hvernig fannst þér sýningin takast að þessu sinni?

6) Hefur þú áhuga á að sækja aftur um að taka þátt?

20


7)

7)

Þetta var í annað sinn sem sýningin er haldin í maí. Finnst þér þörf á að hafa tvær svona sýningar á ári?

Virðisaukaskattur

21


10)

Hefur þú á tilfinningunni að það sé annar hópur fólks sem kemur á sýninguna að vori en að hausti? Þessi spurning var ætluð þeim sem tekið hafa þátt í sýningunni BÆÐI í nóvember og maí (20 svöruðu).

11)

Til stendur að markaðssetja næstu sýningar fyrir erlenda ferðamenn. Nú í maí voru í fyrsta sinn prentuð auglýsingaspjöld á ensku sem dreift var í upplýsingamiðstöðvar og á hótel í Reykjavík. Varðst þú var/vör við erlenda ferðamenn á sýningunni?

22


12)

Voru erlendir ferðamenn meðal viðskiptavina þinna á sýningunni?

Af þeim 26 sem sögðust hafa selt til erlendra ferðamanna gáfu 19 aðilar upp hve hátt hlutfall af heildarsölunni það hefði verið.

Hlutfall af heilarsölu í prósentum

>40%

31-40%

21-30%

11-20%

5-10%

<5%

0

1

2

3

4

23

5

6

7

8

9


13)

Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? Af þeim 34 þátttakendum sem svöruðu könnuninni voru aðeins 14 aðilar sem kusu að koma með athugasemdir hér. -

Spurning um að velta fyrir sér hvernig hægt sé að ná til fólks sem ekki er vant að sækja sýninguna. Mjög vel uppsett sýning. Spurning hvort sé nóg að opna kl.11 eða 12 í stað kl.10 einnig mættu vera mátunarklefar fyrir þá sem eru að sýna fatnað. Spurning með tímasetninguna, bæði seint í mánuðinum og um hvítasunnuhelgi. Allavega töluvert minna af fólki og minni sala en á vorsýningunni í fyrra. Þakka fyrir mig. Varð vör við einhverja erlenda ferðamenn, en ekki marga. Takk fyrir góða helgi ;-) Þakka gott framtak af ykkar hálfu og framúrskarandi vinnubrögð. Flytja þarf sýninguna í stærra húsnæði Of langur opnunartími, nóg að opna kl 12 eins og á Hrafnagili Takk kærlega fyrir mig Afar gaman að sjá aukningu í erlendum ferðamönnum að sýningunni og frábær tækifæri til að kynna vöruna nýjum markhópi. Takk fyrir glæsilega sýningu Mér fannst margir tala um að tímasetningin væri ekki góð þar sem sýningin var á Hvítasunnuhelgi. Tímasetning sýningarinnar hefði mátt vera betri. Nær mánaðarmótum og ekki þegar Eurovision / hvítasunna er. Reyndar kom mánudagurinn mjög vel út. Frábært í alla staði

24


Niðurstöður könnunar í nóvember 2013 Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal þátttakenda í sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR sem haldin var dagana 7. til 17. nóvember 2013. Könnunin var framkvæmd dagana 26. nóv. – 9. des. 2013. Svörun var mjög góð eða 78% en alls svaraði 69 af 88 þátttakendum að þessu sinni.

Sýningin var nú haldin í tíunda sinn. Hve oft hefur þú tekið þátt? 0% 14.49% 28.99%

56.52%

Var að taka þátt í fyrsta sinn. (28.99%) Hef tekið þátt oftar en 5 sinnum (14.49%)

Hef tekið þátt 2 til 5 sinnum (56.52%) Vil ekki svara (0%)

Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur var tvískipt í fyrsta sinn. 4.35%

49.28% 46.38%

Ég tók þátt í fyrri hluta sýningarinnar (49.28%) Ég tók þátt í seinni hluta sýningarinnar (46.38%)

Vil ekki svara (4.35%)

25


Búseta. Responses

Percentage

5

7.25%

16

23.19%

48

69.57%

Responses

Percentage

48

15.24%

63

20%

49

15.56%

60

19.05%

48

15.24%

42

13.33%

1

0.32%

4

1.27%

Vil ekki svara Ég bý á landsbyggðinni Ég bý á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Kjósarhreppur)

Nú var sýningin tvískipt. Hvernig fannst þér það fyrirkomulag? 24.64%

44.93%

30.43%

Gott (44.93%)

Ekki gott (30.43%)

Hef ekki skoðun (24.64%)

Hver er ávinningur þinn af þátttöku í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur? Að geta kynnt vinnu- og verkferli sitt fyrir gestum. Að fá viðbrögð við vörum sínum beint frá viðskiptavinum. Að afhenda kynningarefni sem skilar sér til lengri tíma litið. Gott sölutækifæri. Að kynnast öðrum þátttakendum á sýningunni. Möguleiki á nýjum sölustöðum í kjölfar sýningarinnar. Annað? Ef annað, þá hvað:

Annað: Góð ódýr markaðsetning Bara svo rosalega gaman Nauðsynleg og góð kynning og gott að heyra í viðskiptavininum. Kanna áhuga fyrir nýrri vöru.

26


Ég finn fyrir auknum áhuga á vörum mínum í kjölfar sýningarinnar. 0% 20.29%

4.35%

75.36%

Já (75.36%)

Nei (4.35%)

Veit ekki (20.29%)

Vil ekki svara (0%)

Mikil áhersla var lögð á að þátttakendur hefðu frumkvæði að því að kynna sýninguna. Hvað gerðir þú til að kynna þig og sýninguna? Responses

Percentage

42

26.58%

59

37.34%

2

1.27%

9

5.7%

1

0.63%

32

20.25%

4

2.53%

9

5.7%

Sendi boðskort/kynningarbækling í tölvupósti á vini og vandamenn. Auglýsti sýninguna á Facebook. Nýtti mér tilboð um útvarpsauglýsingar Hafði samband við einn eða fleiri prentmiðla. Hafði samband við einn eða fleiri ljósvakamiðla. Dreifði kynningarbæklingi fyrir sýninguna Annað. Ef annað, þá hvað:

Annað: Ég verð að játa á mig leti, ég gerði fátt keypti auglýsingar á facebook Auglýsti munnlega Sagði öllum sem ég hitti að koma með gesti bað fólk um að deila facebookauglýsingu og koma þessu á framfæri sagði frá öllum frá sem ég hitti dags daglega Sendum boðskort/kynningarbækling til verslana. Sendi email og annað. fékk vini og kunningja til að dreifa bækling.

Kynningarmál. Hvað þér finnst skipt a mest u máli þegar sýningin er kynnt ?

27


a.: Boðskort, dreift í hvert hús á stóru svæði Responses

b.: Bæklingur, dreift í hvert hús á stóru svæði

Percentage

mjög mikilvægt

Responses

Percentage

40

57.97%

15

21.74%

5

7.25%

6

8.7%

3

4.35%

Responses

Percentage

47

68.12%

15

21.74%

6

8.7%

1

1.45%

0

0%

mjög mikilvægt 21

30.43%

mikilvægt

mikilvægt 17

24.64%

hlutlaus

hlutlaus 13

18.84%

ekki mikilvægt

ekki mikilvægt 13

18.84%

alls ekki mikilvægt

alls ekki mikilvægt 5

7.25%

c.: Bæklingi dreift fyrir og á sýningu Responses

d.: Heimasíða sýningarinnar Percentage

mjög mikilvægt

mjög mikilvægt 30

43.48%

mikilvægt

mikilvægt 18

26.09%

hlutlaus

hlutlaus 12

17.39%

ekki mikilvægt

ekki mikilvægt 9

13.04%

alls ekki mikilvægt

alls ekki mikilvægt 0

0%

Responses

Percentage

52

75.36%

11

15.94%

5

7.25%

1

1.45%

0

0%

e.: Kynning á Facebook mjög mikilvægt mikilvægt hlutlaus ekki mikilvægt alls ekki mikilvægt

g.: Auglýsingar í útvarpi

f.: Umfjöllun í fjölmiðlum (útvarp, sjónvarp, prent- og netmiðlar)

Responses

Percentage

38

55.07%

mjög mikilvægt

21

30.43%

mikilvægt

8

11.59%

hlutlaus

1

1.45%

ekki mikilvægt

1

1.45%

alls ekki mikilvægt

mjög mikilvægt mikilvægt hlutlaus ekki mikilvægt alls ekki mikilvægt

28

Responses

Percentage

57

82.61%

11

15.94%

1

1.45%

0

0%

0

0%


Varðst þú var/vör við erlenda ferðamenn á sýningunni? 8.70%

91.30%

Já (91.3%)

Nei (8.7%)

Voru erlendir ferðmenn meðal viðskiptavina þina?

27.54%

72.46%

Já (72.46%)

Nei (27.54%)

Þeir sem seldu vörur til erlendra ferðamanna svöruðu því hve hátt hlutfallið þeirrar sölu var af heildarveltu. Salan skiptist svona: Innan við 5% af heildarveltu - 31% Á bilinu 5-10% af heildarveltu - 54% Á bilinu 11-20% af heildarveltu - 9% Á bilinu 21-30% af heildarveltu - 0% Á bilinu 31-40% af heildarveltu - 4% Yfir 40% af heildarveltu - 2%

29


Hefur þú áhuga á að sækja aftur um á sýningunni?

30.43%

1.45% 68.12%

Já (68.12%)

Nei (1.45%)

Veit ekki (30.43%)

Finnst þér Skúlaverðlaunin vera góð viðbót við sýninguna?

28.99%

1.45%

69.57%

Já (69.57%)

Nei (1.45%)

Hef ekki skoðun (28.99%)

Hvernig var salan samanborið við fyrri skipti? Responses

Percentage

20

28.99%

13

18.84%

13

18.84%

23

33.33%

Var að taka þátt í fyrsta sinn og hef því ekki samanburð Seldi betur en áður Seldi svipað og áður Seldi minna en áður

30


Virðisaukaskattur. Responses

Percentage

31

44.93%

5

7.25%

19

27.54%

9

13.04%

5

7.25%

Ég borga virðisaukaskatt af öllum mínum vörum. Ég borga virðisaukaskatt af hluta af mínum vörum. Ég er undir viðmiðunarmörkum skattayfirvalda og þarf því ekki að borga virðisaukaskatt. Ég borga ekki virðisaukaskatt þar sem vörurnar mínar eru ekki virðisaukaskattskyldar. Vil ekki svara.

Heimsóknir á heimasíðuna www.handverkoghonnun.is á mánuði árið 2013

Innlit á mánuði des nóv okt sept ágúst júlí júní maí apríl mars feb jan 0

1.000

2.000

3.000

4.000

5.000

6.000

7.000

8.000

9.000

Flettingar á mánuði des nóv okt sept ágúst júlí júní maí apríl mars feb jan 0

10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 70.000 80.000 90.000

31Sjálfseignarstofnunin

Ársskýrsla

2013

BÓL, Kristbjörg Guðmundsdóttir

HANDVERK OG HÖNNUN

Ársskýrsla

2013


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.