10 bekkur lysingar 18 19

Page 43

Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2018-2019

Tómstunda- og félagsmálafræði Tómstunda- og félagsmálafræði er valgrein þar sem lögð er áhersla á að styrkja félags- og samskiptafærni og rýna í málefni sem brenna á unglingum í gegnum leiki, umræður, fræðsla og viðburðastjórnun. Umsjón með námskeiðinu er í höndum starfsfólks félagsmiðstöðvarinnar Frosta. Meðal annars munu nemendur kynnast ýmsum leikjum, fá þjálfun í að skipuleggja, auglýsa og setja upp viðburði auk þess að fá fjölbreytt fræðsla, bæði frá starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar og frá utanaðkomandi aðilum. Markmið • Að byggja upp jákvætt sjálfsmat nemenda og virkja styrkleika þeirra. • Að nemendur læri að vinna með öðrum og virða ólík sjónarmið. • Að nemendur öðlist jákvæða leiðtogafærni. • Að nemendur öðlist færni í að nota frítíma sinn á jákvæðan og uppbyggjandi hátt með það að markmiði að auka lífsgæði. • Að nemendur læri árangursríkar leiðir til að hrinda verkefnum í framkvæmd. • Að nemendur læri að nota hópefli til að virkja einstaklinga og hópa. • Að nemendur læri hvernig hægt er að hafa áhrif og láta gott af sér leiða. Námsmat Námsmat byggir á virkni og þátttöku nemenda í tímum og verkefnaskilum. Tímasókn er ekki alltaf samkvæmt stundaskrá þar sem námskeiðið byggir að hluta til á stjórnun viðburða og þátttöku í fræðslu sem gætu átt sér stað utan hefðbundins skólatíma. Tímar í viku Ein kennslustund á viku hálft skólaárið. Kennarar Andrea Marel Eva Halldóra Guðmundsdóttir Kristín Björk Smáradóttir Stefán Gunnar Sigurðsson

43


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.