Page 1

valgreinakynning – 9. bekkur fyrir veturinn 2018-2019


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Efnisyfirlit Vikustundir í 9. bekk veturinn 2017-2018 ...................................................................................................................... 4 Hvernig fer valið fram? ................................................................................................................................................... 4 Annað val ................................................................................................................................................................... 5 Fjármálafræðsla ......................................................................................................................................................... 6 Forritun I .................................................................................................................................................................... 7 Góðgerðarmál ............................................................................................................................................................ 8 Heimanám .................................................................................................................................................................. 9 Heimilisfræði - matur menning og hollusta ............................................................................................................. 10 Heimspeki I............................................................................................................................................................... 12 Heimur leikhússins ................................................................................................................................................... 13 Heimurinn okkar, lönd og staðir .............................................................................................................................. 14 Hjólreiðar - hjólakraftur ........................................................................................................................................... 15 Hönnun og smíði ...................................................................................................................................................... 16 Jóga og núvitund ...................................................................................................................................................... 17 Klassískar kvikmyndir ............................................................................................................................................... 18 Konur í samfélaginu ................................................................................................................................................. 19 Leiklist ...................................................................................................................................................................... 20 Leir og list ................................................................................................................................................................. 21 Leshringur ................................................................................................................................................................ 22 Ljósmyndun og grafísk hönnun ................................................................................................................................ 23 Myndmennt ............................................................................................................................................................. 24 2


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019 ORÐ: Í TakT & tÍmA .................................................................................................................................................. 25 The Rocky Horror Picture Show ............................................................................................................................... 26 Skapandi skrif ........................................................................................................................................................... 27 Spænska ................................................................................................................................................................... 28 Stuðningur í íslensku ................................................................................................................................................ 30 Stuðningur í stærðfræði ........................................................................................................................................... 31 Söngleikur – bak við tjöldin ...................................................................................................................................... 32 Teiknimyndagerð ..................................................................................................................................................... 33 Textílmennt .............................................................................................................................................................. 34 Textílmennt fyrir stráka............................................................................................................................................ 35 Tómstunda- og félagsmálafræði .............................................................................................................................. 36

3


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Vikustundir í 9. bekk veturinn 2017-2018 9. BEKKUR

EININGAR (klukkustundir)

FJÖLDI 40 MÍNÚTNA KENNSLUSTUNDA

ÍSLENSKA STÆRÐFRÆÐI ENSKA DANSKA SAMFÉLAGSFRÆÐI NÁTTÚRUFRÆÐI BEKKJARTÍMI ÍÞRÓTTIR/SUND LESSTUND VAL

4 4 3 2 2 2 0,67 2 1 4

6 6 4,5 3 3 3 1 3 1,5 6

Samtals

37 stundir

Hvernig fer valið fram? www.hagaskoli.is Nemendur í Hagaskóla óska eftir valgreinum fyrir næsta skólaár á vef Hagaskóla, www.hagaskoli.is. Valgreinar eru kenndar hálft árið, ýmist 1 eða 2 klukkustundir á viku (1,5 eða 3 kennslustundir) nema framhaldsskólaáfangarnir sem kenndir eru 2 stundir allan veturinn. Nemendur í 8. og 9. bekk eiga að velja 8 valgreinar. Nemendur eiga að velja að minnsta kosti eina list- eða verkgrein sem er svokallað bundið val í 9. eða 10 bekk. Nemendur sem eru nú í 8. bekk geta ákveðið hvort þeir taki list- eða verkgrein í 9. eða 10. bekk. Að sjálfsögðu er hér um lágmark að ræða en nemendur verið í eins mörgum list- og verkgreinum og þeir vilja. Opnað verður fyrir val þriðjudaginn 20. mars. Nemendur þurfa að ljúka vali í síðasta lagi mánudaginn 26. mars. Þegar lokað verður fyrir val nemenda verður farið yfir vallista og gengið frá vali fyrir þá nemendur sem þá hafa ekki fyllt val sitt. 4


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Annað val Samkvæmt grunnskólalögum (26. grein nr. 91 frá 12. júní 2008) er heimilt að meta skipulagt nám sem stundað er utan grunnskóla, t.d. við tónlistarskóla, sem hluta af grunnskólanámi samkvæmt nánari útfærslu í aðalnámskrá grunnskóla. Stundi nemandi slíkt nám er viðkomandi sveitarstjórn ekki skylt að standa straum af kostnaði sem af því leiðir þótt námið njóti viðurkenningar í stað skyldunáms. Jafnframt er heimilt að meta tímabundna þátttöku í atvinnulífi, félagslífi, íþróttum eða skipulögðu sjálfboðastarfi sem nám, enda falli það að markmiðum skólastarfs. Nemandi getur að hámarki fengið 6 af 8 valtímum skólaársins metna sem annað val. Nemandi sem velur þessa leið þarf að skila staðfestingu á náminu, íþróttaiðkun eða öðru tvisvar á ári, í september og janúar. –

Fyrirvari Tekið skal fram að allar upplýsingar um val eru settar fram með fyrirvara um breytingar og villur. Gera verður ráð fyrir lágmarks- og hámarksþátttöku í öllum valgreinum og því er ekki víst að allir komist að í þeirri valgrein sem þeir velja. Þess vegna eru nemendur beðnir um að velja fleiri en 8 greinar til öryggis. Staðfestingartölvupóstur sem nemendur fá eftir að hafa skráð sig í valgrein er því ekki endanleg staðfesting á því að nemandinn geti verið í þeirri grein næsta vetur.

5


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Fjármálafræðsla Tilgangurinn með námskeiðinu er að nemendur átti sig á nauðsyn ábyrgðar í fjármálum og að sumar fjármálaákvarðanir fylgja þeim út lífið. Markmið Að nemandinn: • Fræðist um fjármálahugtök. • Sparnaður og sparnaðarleiðir • Kynnist heimabönkum og möguleikum þeirra. • Geri sér grein fyrir hver útgjöld meðalfjölskyldu eru og hvernig þau eru samsett. • Geti gert kostnaðaráætlun og haldið bókhald. • Kynnist launum sem eru í boðið fyrir mismunandi störf. • Kynnist því hvernig ríkið er rekið og þekki mun á beinum og óbeinum sköttum. • Kynnist lánum, sparnaði, vöxtum og verðbótum. • Kostnaður og rekstur heimila. • Kostnaður og rekstur bíla. • Kynnist skattskýrslugerð. • Þekki launamiða, launatengd gjöld og skattaútreikninga. Leiðir Umræður - Fyrirlestrar - Hópverkefni - Upplýsingaleit Námsmat 100% vinnueinkunn Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Edda Kristín Hauksdóttir

6


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Forritun I Markmið Farið verður í grunnatriði forritunar og nemendur fá innsýn í heim tækninnar og möguleika forritunar. Nemendur velta fyrir sér spurningum og atriðum eins og: • Hvað er forrit? • Hvað er forritun? • Hver eru grunnatriði forritunar? • Forritun og skapandi hugsun Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Karólína Margrét Jónsdóttir

7


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Góðgerðarmál Hagaskóli hefur um árabil lagt mikla áherslu á þátttöku nemenda sinna í góðgerðarmálum og eru dagar eins og Gott mál afrakstur þeirra vinnu. Hér gefst nemendum tækifæri til að kynna sér mannúðarstörf enn frekar og skipuleggja og framkvæma verkefni sem skipta þau og samfélagið máli. Markmið • Að opna huga nemendanna fyrir mikilvægi þess að vera virkur samfélagsþegn og gefa til baka til samfélagsins. • Að nemandinn fái tækifæri til að upplifa samkennd og ábyrgð í samskiptum sínum við aðra. • Að nemandinn sinni sjálfboðaliðastörfum. • Að nemandinn skipuleggi og framkvæmi hugmynd að eigin frumkvæði tengt góðgerðarstörfum. Leiðir • • •

Fræðsla og verkefnavinna varðandi mannúðarstörf af fjölbreyttum toga. Heimsókn í mannúðarsamtök. Nemendur skipuleggja sitt eigið sjálfboðaliðastarf sem getur verið af ýmsum toga. Miðað er við að hver einstaklingur sinni sjálfboðavinnu utan skólatíma. Getur verið unnið í hóp eða sem einstaklingsverkefni.

Námsmat • Áhugi og þátttaka í góðgerðarstörfum. • Kynning á góðgerðarverkefni sem nemandi hefur skipulagt og framkvæmt. • Að nemandi geti sett sér raunhæf markmið um frammistöðu og framvindu eigin náms. • Að nemendur skipuleggi og beri ábyrgð á eigin námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Í byrjun annar er tímasókn þar sem fer fram fræðsla og undirbúningur fyrir góðgerðarvinnu sem nemendur sinna utan skólatíma hluta annarinnar. Kennari Sigríður Eyþórsdóttir iðjuþjálfi

8


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Heimanám Aðstoð við heimanám, þar sem lögð verður áhersla á gagnlegar lesskilningsaðferðir og námstækni um leið og heimanámi er sinnt. Aðstoð verður veitt í öllum bóklegum greinum. Þrír kennarar sjá um þessa aðstoð. Kennarar með reynslu í stærðfræði, tungumálum og lesgreinum sjá um aðstoðina. Námsmat Próflaus valgrein en nemendur fá umsögn. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennarar Ýmsir

9


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Heimilisfræði - matur menning og hollusta Heimilisfræði fjallar um manninn, líf hans og lífsskilyrði, líkamlegar og andlegar þarfir. Greininni er ætlað að stuðla að góðu heilsufari og hagsýni. Stefnt er að því að auðvelda nemendum að takast á við daglegt líf og efla vitund þeirra í neytendamálum. Nemendur fá þjálfun í undirstöðuþáttum heimilisstarfa svo að drengir og stúlkur geti tekið þátt í störfum heima fyrir og orðið sjálfbjarga um heimilisrekstur. Markmið Matreiðsla Að nemandinn þjálfist í að matreiða fjölbreyttan, girnilegan og góðan mat samkvæmt manneldismarkmiðum. öðlist færni í að beita fjölbreyttum matreiðsluaðferð Matvælafræði Að nemandinn geti lagt mat á gæði helstu matvæla sem eru á markaðnum. Hreinlæti Að nemandinn þjálfist í að beita kunnáttu til að varast tjón af völdum örvera (matareitranir). tileinki sér hreinlæti í verki við heimilisstörf.. öðlist færni í að þvo upp í höndum og uppþvottavél og halda hreinum tækjum og áhöldum í umhverfi sínu. sýni samábyrgð og hæfni til að vinna með öðrum. Kennsluhættir Kennsla fer fram í sérútbúnu kennslueldhúsi í hópkennslu. Áhersla er lögð á að nemendur nái færni í að vinna eftir uppskriftum. Ætlast er til að nemandinn vinni vel og skipulega. Námsefni Uppskriftir unnar af kennara. Námsmat Markmið námsins eru grundvöllur námsmats í heimilisfræði. Verkleg þjálfun sem er stór hluti heimilisfræðinnar er nauðsynleg og fer fram símat á framförum nemenda. Verklegt próf er í lok annarinnar. 10


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Tímar á viku Tvær klukkustundir á viku, hálft skólaárið. Kennari Guðrún Þóra Hjaltadóttir

11


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Heimspeki I Í þessum áfanga verða nemendur leiddir inn í hugsunarhátt heimspekingsins og þjálfaðir í heimspekilegri rökræðu. Farið verður fram á mikla þátttöku nemenda í kennslustundum á formi almennra umræða, hópvinnu- eða einstaklingsverkefna. Eins og fram kemur hér fyrir neðan þá verður farið víða til að ná settum markmiðum en grundvallar viðfangsefnið verður Hvernig færi ég rök fyrir máli mínu? Til þess að nálgast svar við þessari spurningu verða nemendur ýmist að reyna á rökfærni sína og kynna sér hvernig aðrir heimspekingar bera sig að í þessum efnum. Námstilhögun Fyrstu heimspekingarnir. Stilkað á stóru í kenningum grísku frumherjanna í heimspeki. Hverjir voru þetta og hvað voru þeir að hugsa? Frummyndakenning Platós Lesnir verða brot úr frumtextum eftir Plató; Ríkið, Hellislíkingin og Gorgías Farið verður m.a. í spurningarnar • Hvað er heimspeki? • Hvernig myndast skoðun? • Hvað eru góð rök? • Hvað er siðfræði? • Hvað er list og fegruð? Farið verður í lögmál gagnrýninnar hugsunar. Heimspeki í bíómyndum Horft verður á valdar kvikmyndir og unnin verkefni. Námsefni Lesefni frá kennara, ljósmyndir, bíómyndir, ljósrit af frumtexta, önnur tilfallandi kennslugögn Námsmat Verkefnavinna 50% - ástundun og þátttaka í kennslustund 50% Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Benedikt Páll Jónsson 12


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Heimur leikhússins Markmið Lesa og horfa á leikrit- sögur skrifa leikdóma –(upplifun á verkinu – hvað er gott –slæmt – af hverju – rökstuðningur) Leiðir fara á leiksýningar hjá atvinnuleikhúsum og áhugamannaleikhúsum kynnast heimi leikhússins með heimsóknum Námsmat Námsmat byggir á frammistöðu nemenda í tímum og verkefnaskilum. Tímasókn er ekki alltaf samkvæmt stundaskrá því námskeiðið byggir á að kynnast heimi leikhússins með heimsóknum sem eru fyrir utan hefðbundinn skólatíma. Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið Kennari Ágústa Ragnars

13


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Heimurinn okkar, lönd og staðir Námskeiðið er fyrir nemendur sem vilja auka þekkingu sína í landafræði. Í upphafi er fjallað um heimsálfurnar og það helsta sem tengist þeim. Nemendur vinna síðan sjálfstætt að þeim verkefnum sem þeir hafa áhuga á. Hægt er að taka fyrir heimsálfur, lönd, borgir, náttúruperlur, gróðurfar, þjóðir og menningu, tungumál og margt fleira allt eftir áhugasviði nemenda. Námsmat Nemendur vinna að ýmsum verkefnum bæði í einstaklings- og hópavinnu og kynna fyrir samnemendum sínum. Hægt er að kynna verkefnin á ýmsan hátt og fá nemendur nokkuð frjálst val um hvernig þeir vilja gera það. T.d. á plakötum, búa til mynd, leikþátt, vefsíðu, bækling allt eftir því hvað nemendur treysta sér til eða hafa áhuga á að gera. Námsefni Heimildavinna á netinu, tímarit.is, viðtöl við fólk, myndir tengdar efninu, bækur á bókasafni, safnaferðir, Um víða veröld (kennslubók í landafræði) Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Margrét Adolfsdóttir

14


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Hjólreiðar - hjólakraftur Markmið Hjólreiðar verða sífellt vinsælli ferðamáti. Í valgreininni hjólreiðar er unnið í samstarfi við Hjólakraft sem hefur undanfarin ár verið virkur þátttakandi í WOW Cyclothon og margir unglingahópar tekið þátt í þeirra nafni. Farið verður í reglulegar hjólaferðir og á valtíma en einnig verða skipulagðar lengri ferðir. Áhersla er lögð á hreyfingu, úthald og fá innsýn í hjólreiðamenningu. Ef ástæða er til að fella niður hjólaæfingu verður innanhúss hreyfing í boði. Þátttakendur í hjólreiðavali þurfa að koma með sitt eigið hjól eða hafa hjól til notkunar. Námsmat byggist á þátttöku og ástundun. Tímar á viku Ein kennslustund á vikur, hálft skólaárið Kennari Sigríður Ásta Eyþórsdóttir og Valdi frá Hjólakrafti

15


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Hönnun og smíði Handverk af ýmsu tagi er undirstaða umhverfis okkar. Handverk kemur við sögu hvar og hvenær sem er, t.d. við skurðlækningar, hjá tannlæknum, í iðnmenntun, starfsþjálfun af ýmsu tagi og víðar. Markmið Að nemandinn • geti ,,teiknað” eigið hugverk og unnið verkefnið eftir teikningu. • geti unnið eftir teikningum sem gerðar eru í ákveðnum mælikvarða • geti hagnýtt sér tækni og hugmyndaleit sem gefst á hverjum tíma. • þekki þau verkfæri sem hann þarf að nota og geti metið ástand þeirra. • hafi öryggismál og hollustuhætti ofarlega í huga og að rétt líkamsbeiting sé höfð í huga við vinnu. • geti unnið með einföld rafmagnsverkfæri t.d. stingsög, borvél, tifsög og í einhverjum tilfellum rennibekk. • hafi nokkra kunnáttu við beitingu og notkun á algengustu handverkfærum. • geti gert sér grein fyrir vönduðum eða slökum vinnubrögðum á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. • læri að hlusta á skoðanir og hugmyndir annarra og virða þær. • hafi nokkra þekkingu á þeim efnum sem borin eru á tilbúin verk t.d. lakk, olíu, vax, bæs og fleira. Leiðir Helsta kennsluaðferðin er einstaklingsmiðuð verkefnavinna þar sem hver og einn vinnur að sínu verkefni undir leiðsögn kennarans Nemendur vinna nokkur vönduð verkefni, að jafnaði tvö sem kennari setur fram en önnur geta þeir valið sjálfir Námsmat Ástundun í tíma og verklagni nemandans. Tímar á viku Tvær klukkustundir á viku, hálft skólaárið. Kennari Finnur Jens Númason

16


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Jóga og núvitund Jóga og núvitund er valgrein þar sem nemendur læra undirstöðuatriðin í jóga og núvitund. Í hraða nútímasamfélags eru sífellt fleiri sem nýta sér jóga og núvitund eða hugleiðslu til að ná tengingu við líkama og sál og ná tökum á streitu. Markmið • Að kynnast hugleiðslu og áhrifum hennar. • Að læra grunnstöður jóga. • Að læra um heimspeki jóga. • Að átta sig betur á tengingu líkama og sálar. • Að læra einfaldar aðferðir til að mæta kvíða og stressi í dagsins önn með hugleiðslu, öndun og æfingum. Leiðir • • •

Æfingar í tímum í jóga, hugleiðslu og öndun. Samtalsæfingar. Æfingar í að túlka líðan okkar og tilfinningar.

Námsmat: Námsmat mun byggja á þátttöku í tímum og litlum tilfallandi verkefnum. Tímar á viku: Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið Kennari Þórunn Rakel Gylfadóttir

17


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Klassískar kvikmyndir Í þessum áfanga skoðum við sögu kvikmyndanna frá fimmta áratug til nútímans. Áhersla verður lögð á kvikmyndina sem listform og fer því fram greining á kvikmyndum, einstökum atriðum ásamt menningarlegu og sögulegu samhengi kvikmynda. Í áfanganum verður lögð áhersla á að nemendur þrói hæfni í að þekkja, greina og ræða helstu aðferðir og stíla sem þekkjast úr kvikmyndasögunni. Dæmi um kvikmyndir sem horft verður á: Casablanca, 12 Angry Men, Annie Hall, Blade Runner. Farið verður í vettvangsferð í Bíó Paradís. Námsmat miðast við þátttöku í tímum, verkefni, ritgerðir og kynningu og greiningu á atriði úr kvikmynd. Tímar á viku Ein klukkustund í viku, hálft skólaárið Kennari Vignir Andri Guðmundsson

18


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Konur í samfélaginu Konur fengu kosningarétt á Íslandi árið 1915 og hefur margt breyst síðan þá. Námskeiðið fjallar um aukin réttindi og breytt hlutverk kvenna á 20. öld. Í upphafi námskeiðsins er farið yfir aukin réttindi kvenna og hvaða samfélagsbreytingar og atburðir höfðu þau áhrif að konur fengu meiri réttindi. Leiðir Nemendur vinna sjálfstætt að verkefnum sem tengjast þeirra áhugasviði en þemað er konur. Verkefnin geta bæði verið einstaklingsverkefni eða hópaverkefni. Verkefnin eru mjög opin og geta tengst sögu kvenna almennt í nútíð og fortíð. Hægt er að taka viðtöl við konur t.d. við langömmu,ömmu, mömmu, frænku o.s.frv. , hægt að taka viðtöl við konur sem eru þekktar eða óþekktar. Hægt að kynna sér konur úr sögunni eða konur sem ættu að fá meiri athygli í sögunni, bæði á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Námskeiðið er fyrir nemendur sem hafa áhuga á sögu og samfélagsfræði en eins og áður sagði eiga verkefnin að tengjast konum. Námskeiðið er fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og bæði fyrir stráka og stelpur. Námsmat Nemendur vinna að ýmsum verkefnum bæði í einstaklings- og hópavinnu og kynna fyrir samnemendum sínum. Hægt er að kynna verkefnin á ýmsan hátt og fá nemendur nokkuð frjálst val um hvernig þeir vilja gera það. T.d. á plakötum, búa til mynd, leikþátt, vefsíðu, bækling allt eftir því hvað nemendur treysta sér til eða hafa áhuga á að gera. Námsefni Heimildavinna á netinu, tímarit.is, viðtöl við fólk, myndir tengdar efninu, bækur á bókasafni, safnaferðir, bækur á bókasafni, Lýðræði og Tækni (bók í sama bókaflokk og Styrjaldir og Kreppa) Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Margrét Adolfsdóttir

19


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Leiklist Helstu markmið • að virkja nemendur í skapandi ferli í hóp • að þjálfa nemendur í framsögn og leiktúlkun • að þjálfa nemendur í spunaleikhúsi • að þjálfa nemendur í að tjá tilfinningar í gegnum leik • að styrkja sjálfsmynd og öryggi nemenda. Leiðir Í leiklist er unnið með spuna og ýmiss konar leiki og gert ráð fyrir að nemendur standi upp, hreyfi sig og taki þátt í öllum tímum. Einnig er unnið með texta, raddbeitingu og líkamstjáningu gegnum leik og spuna. Það er alls ekki skilyrði að hafa leikið eða komið fram áður, en leiklistin er góð leið til þess að yfirbuga feimni og styrkja sjálfsmynd. Námsmat Nemendur í leiklist verða metnir út frá mætingu, þátttöku í tímum, frumleika og framförum yfir veturinn. Gefin verður einkunn í lok annar. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Sigríður Birna Valsdóttir

20


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Leir og list Í ,,Leir og list” munum við skoða leirlist síðustu alda. Kynnast aðeins leirlistinni, aðferð í mótun, brennslu og glerung og gerða tilraunir og vinna bæði að gerð nytjahluta og hluta okkur til ánægju og skemmtunar. Áhugavert væri að skyggnast í heim leirlistarinnar og skoða hvort tengsl séu á milli listgreina, bókmennta, myndlistar, tónlistar og kvikmyndar tildæmis? Markmið: Að nemandinn • kynnist mismunandi leir og meðhöndlun hans í mismunandi aðferðum. • kynnist aðeins sögu leirlistar/keramiks frá fornöld til nútímans. • öðlist hæfni til að túlka og dæma leirverk á upplýstan og greinargóðan hátt • verði fær um að útfæra og vinna frá hugmynd að fullmótuðu verki. Leiðir: Skoðum á vefnum mótun og sögu listaverka og kynnumst listamönnum þeirra. Heimsækjum jafnvel listasöfn, gallerí og/eða listamenn. Almennar umræður í hóp um viðfangsefnið hverju sinni. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið kennari: Gunnhildur Ólafsdóttir

21


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Leshringur Nemendur og kennari ákveða í sameiningu hvaða bækur verða lesnar. Miðað er við að lesa u.þ.b. eina bók á mánuði. Markmið • Að nemandinn njóti þess að lesa áhugaverðar bækur • Að nemandinn taki þátt í umræðum um bækurnar • Að nemandinn efli eigið læsi Kennslutilhögun: Nemendur og kennari ákveða í sameiningu hvað bækur verða lesnar og miðað er við að lesa u.þ.b. eina bók á mánuði. Í kennslustundum er spjallað um bækurnar og lesið, stundum upphátt og stundum í hljóði. Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið Kennari Elva Traustadóttir

22


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Ljósmyndun og grafísk hönnun Viðfangsefni Í þessari valgrein tökum við stafrænar ljósmyndir og æfum okkur í að nota hugtök ljósmyndatækninnar. Nemendur fá einnig þjálfun í myndvinnslu í Photoshop og Indesign. Markmið Að nemandinn • læri að þekkja grunntæknihugtök ljósmyndunar. • fái innsýn í myndbyggingu og myndvinnslu. • fái innsýn í ólíka tegund lýsingar. • fái yfirsýn yfir ólíka möguleika myndavélarinnar. • fái tækifæri til þess að æfa sig í ljósmyndun, myndvinnslu og grafískri hönnun. • fái tækifæri til þess að kynnast ljósmyndun sem atvinnugrein. Leiðir Námskeiðið byggir annars vegar á fyrirlestrum kennara um tæknileg atriði ljósmyndunar og hins vegar verklegum æfingum þar sem nemendur beita þeim aðferðum sem kennari hefur fjallað um. Valgreinin Námsmat Ekkert lokapróf er í valgreininni og matið byggir eingöngu á þátttöku nemenda í umræðum og skilum á ljósmyndum og öðrum grafískum verkefnum. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Halldór Sanchez

23


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Myndmennt Nemendur vinna á hefðbundinn hátt í myndlistarnámi með áherslu á hugmyndavinnu, ítarlegri skissugerð, verklegri útfærslu, frágangi og skilum. Umræða og rýni eins og kostur er. Hæfniviðmið Að nemandinn • þekki til vestrænnar nútímalistar m.t.t. hugmyndavinnu og fjölbreyttrar tækniútfærslu. • þekki a.m.k. tvo til þrjá erlenda og íslenska myndlistarmenn, lífshlaup þeirra , verk, sögu og tækni. • velji verkefni með tilliti til efnis og útfærslu í samráði við kennara. • sæki söfn, sýningar, skoði vefsíður og vefsýningar tengdar myndlist. • geti gengið frá myndverki til sýningar. Verkefni og kennslutilhögun tengd þessum hæfniviðmiðum: • Teikning utandyra í nánasta umhverfi, m.t.t. myndbyggingar, forma og ljóss/skugga viðfangsefnis. • Notkun blýanta, krítarog kola fyrir mismunandi áferð og mismunandi pappír. • Listasaga - safnaheimsókn og veraldarvefur nýttur – vinna í anda heimsóknará safn. • kynnast verkefnum tveggja erlendra og íslenskra listamanna m.t.t. stefnu og hugmyndavinnu. • Hugmyndavinna, skissugerð, litaval og úrvinnsla. • Málun akrýllitir, þekjulitir, þrykk og mótun þrívíddarverka úr t.d. pappír, leir eða öðru. • Listagagnrýni eigin verka og annarra. Námsmat Í myndlist eru myndverk og ástundun metin m.t.t. frumkvæðis, hugmynda, útfærslu verka og frammistöðu nemenda. Tímar á viku Tvær klukkustundir á viku, hálft skólaárið. Kennari Gunnhildur Ólafsdóttir

24


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

ORÐ: Í TakT & tÍmA Í þessum áfanga skoðum við sögu rappsins og áhrif tónlistarstefnunnar á samfélag, list, tísku, stjórnmál og fleira. Nemendur skoða hvernig ljóðlist og tónlist tóku að flækjast saman og rýna í stefnur og strauma. Áhersla verður lögð á tímabilið 1979 til dagsins í dag auk þess sem saga og þróun listformsins hér á landi verður skoðuð. Rýnt verður í rímur og sagnahefð t.d. Áfanginn verður kenndur í formi fyrirlestra frá kennara, hópavinnu, heimildarvinnu, skriflegra verkefna auk þess sem unnið unnið verður eftir lagalista á Spotify. Stefnt er á að fara á tónleika á einum tímapunkti og að fá heimsókn í tíma. Námsmat Námsmat miðast við þátttöku í tímum, skil á smáverkefnum, samvinnu auk þess sem nemendur vinna heimildarritgerð í lok áfangans. Mega nemendur þá taka til eitthvað sem vakti áhuga þeirra í áfanganum og skoða það nánar. Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið Kennari Daníel Hjálmtýsson

25


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

The Rocky Horror Picture Show Í þessu valfagi munu nemendur horfa á kvikmyndina The Rocky Horror Picture Show (1975) eftir Richard O‘Brien og læra um cult heiminn sem myndast hefur í kringum myndina. Ef tími gefst munum við einnig horfa á aðrar cult myndir, eða hluta úr þeim, og þannig reyna að átta okkur á hvort það sé eitthvað ákveðið sem gefur kvikmyndum þennan cult status. Markmið • Að nemendur læri um og kynnist söguþræði The Rocky Horror Picture Show og þekki einkenni kvikmyndarinnar. • Að nemendur átti sig á því hvaða samfélag er til í kringum kvikmyndina og hvernig það hófst. • Að nemendur þekki hugtakið cult kvikmynd og viti hvað það felur í sér. • Að nemendur þekki til annarra cult kvikmynda. • Að efla áhuga nemenda á cult kvikmyndum. Námsmat Ætlast er til af nemendum að þeir taki þátt í umræðum í kennslustundum og segi sínar skoðanir. Þátttaka nemenda í tímum verður metin. Verkefni: Undirbúa kynningu um Rocky Horror og kynna fyrir hópnum. Lokaverkefni: Nemendur velja sér cult kvikmynd til að horfa á heima og skrifa um hana ritgerð. Í námskrá stendur um valfög „Einnig eiga nemendur að geta valið um viðfangsefni sem einkum miða að því að víkka sjóndeildarhring þeirra, stuðla að aukinni lífsfyllingu eða dýpka þekkingu, leikni og hæfni sína á tilteknum sviðum í samræmi við áhuga þeirra.“, en valfag eins og þetta uppfyllir þær kröfur. Athugið: Allar kvikmyndir sem teknar verða fyrir verða á ensku svo reynt verður á kunnáttu nemenda í tungumálinu. Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið Kennari Hildur Ásgeirsdóttir

26


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Skapandi skrif Megináhersla verður lögð á frjálsa ritun og aðferðir til að kveikja hugmyndir að ritsmíðum. Markmið • Að nemandinn njóti þess að skrifa. • Að nemandinn kynnist mismunandi textum og geti notað þá sem kveikju að nýrri ritsmíð. • Að nemandinn læri að nota annars konar kveikjur að ritsmíð s.s. hluti úr umhverfinu, ljósmyndir, tónlist eða málverk. • Að nemandinn læri að gagnrýna og endurskoða eigin texta. Námstilhögun Nemendur skoða ýmsa texta og velta fyrir sér hvað einkennir góða ritun. Stundum skrifa þeir verkefni skv. fyrirmælum en mest áhersla verður lögð á frjálsa ritun. Stefnt er að því að birta úrval af ritsmíðum nemenda en það verður eingöngu gert í samráði við nemendur. Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið Kennari Elva Traustadóttir

27


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Spænska Helstu viðfangsefni Orðaforði sem er byggður upp úr nánasta umhverfi og athöfnum daglegs lífs, blönduð málfræðikennsla. Viðfangsefni sem eru kennt í fyrsta áfanga í spænsku í framhaldskólum, t.d þjálfun í að tala, hlusta og einföld ritun setninga. Markmið Að styrkja áfram áhuga nemenda á spænskunni og spænskumælandi löndum og menningu. Undirbúningur fyrir frekara spænskunám í framhaldsskólum. Áfram lögð áhersla á að kynna menningu spænskumælandi landa. Meðal þess sem farið verður yfir í námskeiðinu er: Byrjað verður á góðri og ítarlegri upprifjun frá fyrri námskeiðum, bæði fyrir þá sem sóttu námskeiðin og svo fyrir aðra sem gerðu það ekki, til að ná hinum í grunnatriðunum. Ítarlega um að kynna sig og fleira: Sögnin llamarse. Sagnirnar ser og estar og tengd málfræði. Ýmis konar orðaforði tengt þjóðerni, störfum og fleiru. Karlkyn og kvenkyn. Reglulegar og óreglulegar sagnir & nútíð og þátíð. Sögnin gustar. Staðsetningar: aquí, ahí, allí, en, sobre, encimade, entre. & orðaforði um áfangastaði Lýsingarorð. Spurningar og svör, fornöfn. Íþróttir og afþreying. Heimilið og heimilislífið. Núliðin tíð. Partý- og skemmtimenning Suður-Ameríku og Spánar. Afturbeygðar sagnir. Spænskumælandi kvikmyndir. Svo verða tveir tímar teknir í blöndum af námi og skemmtun: Eldum aftur suður-amerískan mat og borðum saman☺ Dönsum saman suður-ameríska dansa☺ Kennsluaðferðir 28


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019 Bein kennsla, hlustunaræfingar, lesæfingar, sjálfstæð vinnubrögð, hópavinna, talæfingar og leikir. Námsgögn Efni frá kennara, spænsk tónlist og kvikmyndir, námsleikir, Mundos Nuevos 1 lesbók og vinnubók. Tímar á viku Tvær kennslustundir á viku, hálft skólaárið Kennari Sandra Y. Castillo Calle Nemendum er eindregið ráðið frá því að velja þriðja tungumál standi þeir ekki mjög vel að vígi í námi almennt og þá sérstaklega í íslensku, ensku og dönsku (gott er að miða við lágmarkseinkunn B í öllum þremur málunum). Kennslan er miðuð við þá nemendur sem hafa tamið sér góð vinnubrögð og leggja sig alla fram. Reynslan er sú að valfrjálst nám í spænsku hefur reynst ofviða flestum nemendum sem sýna námsárangur undir meðallagi. Athygli skal einnig vakin á því að kennslan miðast við byrjendur og hentar því ekki þeim nemendum sem kunna spænsku og hafa t.d. búið í spænskumælandi landi.

29


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Stuðningur í íslensku Markmið Valgreinin er ætluð þeim nemendum sem vilja styrkja stöðu sína í íslensku. Lögð verður áhersla á verkefni sem eru til þess fallin að styrkja undirstöður í málfræði og stafsetningu ásamt því að efla lesskilning. Þessi valgrein er ekki heimanám en ef nemendur telja sig þurfa frekari þjálfun í ákveðnum atriðum tengd námsefninu fá þeir stuðning og verkefni við hæfi. Námsmat Vinna og ástundun í tímum verður metin Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið Kennari Íslenskukennarar í Hagaskóla

30


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Stuðningur í stærðfræði Markmið Að nemandinn nái valdi á ýmsum aðferðum í stærðfræði og geti tileinkað sér þær. Námsefni Hver nemandi fær mat á stöðu sinni í upphafi annar. Í kjölfar þess fylgir einstaklingsáætlun og námsefni tengt henni. Námsmat Nemendur taka stöðupróf jafnt og þétt svo hægt sé að endurmeta tiltekna einstaklingsáætlun og námsefni tengt henni. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, allt skólaárið. Kennari Stærðfræðikennarar Hagaskóla

31


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Söngleikur – bak við tjöldin Um er að ræða nýja valgrein þar sem nemendur kynnast því hvað gerist bak við tjöldin í leikhúsinu og taka þátt í því að setja upp söngleik í Hagaskóla. Farið verður í gegnum það hvernig leikmynd verður til, hvernig verða búningar til, hvernig fer förðun fram og hvernig skal kynna leikverkið. Mögulega verður líka farið í gegnum tæknilega hlið leikhússins eða hljóð og ljós. Farið verður í vettvangsheimsóknir þar sem heimur leikhússins verður skoðaður til hins ýtrasta. Markmið Að nemandinn • Kynnist heimi leikhússins bak við tjöldin • Læri um það hvað býr að baki söngleik • Læri um uppsetningu og undirbúning söngleikja • Komi að uppsetningu söngleiks í Hagaskóla skólaárið 2018-2019: o geri leikmynd (smíði og málun) o geri búninga (textílmennt) o læri leihúsförðun o geri kynningarefni – leikskrá og auglýsingar o sjá um hljóð og ljós Námsmat Allir þættir námskeiðs gilda jafnt í námsmati sem og mæting, þátttaka og frumkvæði Tímar á viku Ein kennslustund á viku, allt skólaárið. Kennarar Finnur Jens Númason Gunnhildur Ólafsdóttir Gunnhildur Stefánsdóttir Halldór Sanchez O.fl 32


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Teiknimyndagerð Í þessari valgrein verður kennd gerð teiknimynda og myndskreytinga. Nemendur læra að búa til sínar eigin smáteiknimyndasögur, myndskreyta texta og annað. Þessi valgrein er ekki sérstaklega ætluð þeim sem kunna að teikna heldur er hún opin fyrir alls konar tækni (t.d. málun, collage eða ljósmyndun), grafískri hönnun og sköpun. Þannig að allir sem hafa áhuga á teiknimyndagerð og eru skapandi í hugsun geta tekið þátt. Námsmat Ýmis verkefni sem verða unnin Tímar í viku Einn tími á viku, hálft skólaárið Kennari Halldór Sanchez

33


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Textílmennt Nemendur læra aðferðir við textílþrykk og taulitun sem og hönnun og aðferðir til að gera eigin flík. Nemendur hanna flík, sauma hana, lita efnið eða þrykkja á það, nýta má hinar ýmsu aðferðir innan textílmenntar, sauma jafnt sem prjóna/hekla. Þá verður farið í endurnýtingu, vinna nýtt upp úr gömlu.

Markmið Að nemandinn • Læri hvernig flík verður til – lærir að hanna og sauma eigin flík • Læri ýmsar þrykkaðferðir • Vinni úr eigin hugmyndum/teikningum • Vinni áfram með eigið munstur • Þrykki á fatnað eða annan efnivið • Kynnist ýmsum aðferðum í taulitun og geri ýmsar tilraunir • Nýti sér hinar ýmsu aðferðir textílmenntar • Hugi að endurnýtingu, hvernig er hægt að vinna nýtt upp úr gömlu

Leiðir Nemendur kynnast ýmsum þrykkaðferðum á eigin munstrum á ýmis konar efnivið. Nemandi getur þrykkt á fatnað sem hann kemur með að heiman eða saumað sinn eigin fatnað á námskeiðinu til að vinna með. Hver og einn vinnur sjálfstætt að sínu verki. Kennari leggur inn hugmyndir og sýnir aðferðir sem nemendur vinna með. Sama gildir með taulitun.

Námsmat Allir þættir námskeiðs gilda jafnt í námsmati sem og mæting, þáttaka og frumkvæði

Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið.

Kennari Gunnhildur Stefánsdóttir

34


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Textílmennt fyrir stráka Nemendur læra aðferðir við textílþrykk og taulitun sem og hönnun og aðferðir til að gera eigin flík. Nemendur hanna flík, sauma hana, lita efnið eða þrykkja á það, nýta má hinar ýmsu aðferðir innan textílmenntar, sauma jafnt sem prjóna/hekla. Þá verður farið í endurnýtingu, vinna nýtt upp úr gömlu. Markmið Að nemandinn • Læri hvernig flík verður til – lærir að hanna og sauma eigin flík • Læri ýmsar þrykkaðferðir • Vinni úr eigin hugmyndum/teikningum • Vinni áfram með eigið munstur • Þrykki á fatnað eða annan efnivið • Kynnist ýmsum aðferðum í taulitun og geri ýmsar tilraunir • Nýti sér hinar ýmsu aðferðir textílmenntar • Hugi að endurnýtingu, hvernig er hægt að vinna nýtt upp úr gömlu Leiðir Nemendur kynnast ýmsum þrykkaðferðum á eigin munstrum á ýmis konar efnivið. Nemandi getur þrykkt á fatnað sem hann kemur með að heiman eða saumað sinn eigin fatnað á námskeiðinu til að vinna með. Hver og einn vinnur sjálfstætt að sínu verki. Kennari leggur inn hugmyndir og sýnir aðferðir sem nemendur vinna með. Sama gildir með taulitun. Námsmat Allir þættir námskeiðs gilda jafnt í námsmati sem og mæting, þátttaka og frumkvæði Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Gunnhildur Stefánsdóttir

35


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Tómstunda- og félagsmálafræði Tómstunda- og félagsmálafræði er valgrein þar sem lögð er áhersla á að styrkja félags- og samskiptafærni og rýna í málefni sem brenna á unglingum í gegnum leiki, umræður, fræðsla og viðburðastjórnun. Umsjón með námskeiðinu er í höndum starfsfólks félagsmiðstöðvarinnar Frosta. Meðal annars munu nemendur kynnast ýmsum leikjum, fá þjálfun í að skipuleggja, auglýsa og setja upp viðburði auk þess að fá fjölbreytt fræðsla, bæði frá starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar og frá utanaðkomandi aðilum. Markmið • Að byggja upp jákvætt sjálfsmat nemenda og virkja styrkleika þeirra. • Að nemendur læri að vinna með öðrum og virða ólík sjónarmið. • Að nemendur öðlist jákvæða leiðtogafærni. • Að nemendur öðlist færni í að nota frítíma sinn á jákvæðan og uppbyggjandi hátt með það að markmiði að auka lífsgæði. • Að nemendur læri árangursríkar leiðir til að hrinda verkefnum í framkvæmd. • Að nemendur læri að nota hópefli til að virkja einstaklinga og hópa. • Að nemendur læri hvernig hægt er að hafa áhrif og láta gott af sér leiða. Námsmat Námsmat byggir á virkni og þátttöku nemenda í tímum og verkefnaskilum. Tímasókn er ekki alltaf samkvæmt stundaskrá þar sem námskeiðið byggir að hluta til á stjórnun viðburða og þátttöku í fræðslu sem gætu átt sér stað utan hefðbundins skólatíma. Tímar í viku Ein kennslustund á viku hálft skólaárið. Kennarar Andrea Marel Eva Halldóra Guðmundsdóttir Kristín Björk Smáradóttir Stefán Gunnar Sigurðsson 107 Reykjavík 36


Hagaskóli | valgreinakynning – 9. bekkur fyrir 2018-2019

Fornhaga 1 – 107 Reykjavík Sími í skóla: 535 6500 Íþróttahús: 552 5677 Netfang: hagaskoli@rvkskolar.is Skrifstofa skólans er opin alla daga vikunnar milli kl. 8:00 – 15:00 37

9 bekkur lysingar 18 19  
9 bekkur lysingar 18 19  
Advertisement