60 ára afmælisblað Öldutúnsskóla

Page 22

60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

TVEGGJA FYRRUM STARFSMANNA MINNST

Rannveig Þorvaldsdóttir kennari lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 20. febrúar 2021 eftir rúmlega tveggja ára baráttu við krabbamein. Rannveig hóf störf í Öldutúnsskóla í ágúst 2004. Hún fór í veikindaleyfi í september 2018 og hófst þá erfið barátta við krabbameinið. Á síðasta skólaári mætti hún svo brött til vinnu um mitt skólaár, bjartsýn á að framundan væru betri tímar. En því miður varð það ekki raunin. Stærðfræði var hennar aðalkennslugrein og kenndi hún hana á unglingastigi. Rannveig var ekki bara góður stærðfræðikennari, hún var einnig frábær umsjónarkennari. Lagði sig fram um að kynnast umsjónarnemendum sínum og fylgjast vel með líðan þeirra. Var alltaf til taks ef nemendur vildu ræða við hana. Þeim þótti afar vænt um Rannveigu þar sem þeir fengu frá henni hlýju og væntumþykju. Nemendur sjá á eftir frábærum kennara og starfsmenn sjá á eftir yndislegum samstarfsfélaga og vini. Blessuð sé minning Rannveigar Þorvaldsdóttur.

Haukur Helgason, fyrrverandi skólastjóri Öldutúnsskóla, lést 22. Janúar 2021. Hann var fyrsti skólastjóri Öldutúnsskóla, ráðinn haustið 1961. Hann var skólastjóri til 1997 eða í 37 ár. Haukur þótti framsækinn skólastjóri og lagði mikla áherslu á samvinnunám. Kór Öldutúnsskóla var stofnaður á upphafsárum skólans. Öldutúnsskóli varð fljótt þekktur á Íslandi fyrir framsækið skólastarf hvort sem þar var á sviði samvinnunáms, tónlistar og list- og verkgreina og átti Haukur mikinn þátt í því. Starfsmenn, nemendur og skólasamfélagið allt sendi fjölskyldu Hauks innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hauks Helgasonar.

22


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.