KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
2
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
Hermann Björn Erlingsson, Magnús Gunnarsson, Hjalti Jóhannsson og Þóroddur Steinn Skaptason.
KIRKJUGARÐSSTJÓRN HAFNARFJARÐAR
K
irkjugarður Hafnarfjarðar hefur þjónustað Hafnfirðinga og nærsveitunga í hundrað ár. Það er vel við hæfi á þessum tímamótum að varpa ljósi á það góða starf sem unnið er í kirkjugarðinum. Stjórn og starfsmenn eru einhuga að gera kirkjugarðinn að stað þar sem ástvinum þykir gott að vitja sinna í fallegu og vel hirtu umhverfi. Í blaðinu er sögunni gefið rúm, starfsemin kynnt og sagt frá lífinu í kirkjugarðinum. Þakkar stjórn öllum sem komið hafa að útgáfu blaðsins, sérstakar þakkir fá Olga Björt Þórðardóttir ritstjóri og starfsmenn garðsins sem unnið hafa að efnisöflun og höfundar ljósmynda sem leyfðu notkun þeirra.
ar og kirkjugarðurinn þekktur fyrir snyrtimennsku og góða þjónustu. Var því ánægjulegt þegar Hafnarfjarðarbær veitti Kirkjugarðinum Snyrtileikann árið 2019, fyrir góða umhirðu í garðinum. Kirkjugarðurinn hefur tekið virkan þátt í starfsemi Kirkjugarðasambands Íslands sem starfað hefur frá 1995. Markmið sambandsins er að efla samstarf starfsmanna og stjórna kirkjugarða landsins. Kirkjugarðasambandið gætir hagsmuna kirkjugarða gagnvart stjórnvöldum og miðlar upplýsingum um starf kirkjugarðanna. Geta má þess að rekstur garðsins hefur gengið vel og fjárhagur er traustur. Allt frá upphafi samstarfið við Hafnarfjarðarbæ verið gott og gengið vel. Bærinn hefur verið styðjandi, tekið virkan þátt í stækkun garðsins og þannig uppfyllt með því lagaskyldur sínar. Árið 1930 kusu söfnuðir Hafnarfjarðarkirkju og Fríkirkju fyrstu stjórn kirkjugarðsins. Í stjórninni sátu Jón Þorleifsson kirkjugarðsvörður og var hann kjörinn fyrsti formaður stjórnar, meðstjórnendur Friðfinnur V. Stefánsson, Sigurgeir Gíslason, Finnbogi J. Arndal og Guðmundur Einarsson. Núverandi stjórnarmenn eru Hjalti Jóhannsson formaður, frá Fríkirkjusöfnuðinum, Hermann Björn Erlingsson ritari, frá Ástjarnarsókn, Magnús Gunnarsson gjaldkeri, frá Hafnarfjarðarkirkju og Þóroddur Steinn Skaptason meðstjórnandi, frá Víðistaðasókn.
Stjórn Kirkjugarðs Hafnarfjarðar starfar samkvæmt lögum um kirkjugarða og er skipuð fulltrúum sóknarnefnda í Hafnarfirði. Allt frá upphafi hefur stjórnin lagt metnað sinn í að umhirða í garðinum verði sem best. Mikilvægt er taka á móti gestum garðsins með snyrtilegu umhverfi og vandaðri umgengni. Það veitir fólki ánægju að vitja ástvina sinna í snyrtilegum kirkjugarði og hvetur fólk til góðrar umhirðu leiða. Þá hefur stjórnin lagt áherslu á að ásýnd garðsins verði sem best og byggt vönduð og glæsileg hús fyrir starfsemina með áherslur á góðan aðbúnað fyrir starfsmenn. Stjórnin hefur ráðið kirkjugarðsvörð og starfsmenn til að annast daglegan rekstur og umhirðu. Hafa þeirra störf verið til fyrirmynd-
Útgefandi: Kirkjugarður Hafnarfjarðar - Ritstjórn og myndataka: Olga Björt Þórðardóttir Ábyrgðarmenn: Stjórn Kirkjugarðs Hafnarfjarðar - Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson - Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
3
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
K
100 ÁRA
SAGAN
irkjugarðurinn að Görðum á Álftanesi var kirkjurgarður Hafnfirðinga til ársins 1921 en sú staðsetning þótti ekki henta þar sem um langan og torfæran veg var að fara. Árin á undan hafði nokkur umræða verið í bænum að finna þyrfti stað fyrir kirkjugarð. Nokkrir staðir voru í umræðunni en þóttu flestir óhentugir fyrir kirkjugarð. Að lokum þóttu tvö svæði helst koma til greina Hamarskotstúnið við Flensborgarskóla og Öldur fyrir ofan bæinn sem var svo valið fyrir kirkjugarð.
vegu var steyptur 1934-35 og stækkaður 1945. Þá var einnig reist skýli fyrir kirkjugarðsvörð, en árið 1954 var annað skýli reist með klukknaporti og við jarðarfarir var klukkunni hringt sem þar er. Kirkjugarður Hafnarfjarðar var í fyrsta sinn raflýstur fyrir jólin 1956 með raflögnum sem lágu ofan jarðar. Fram að því höfðu margir aðstandendur raflýst leiði ástvina sinna og notast við rafgeyma. Með því að leggja raflagnir um garðinn gafst fleirum tækifæri að lýsa upp leiði. Árið 1997 voru raflagnir lagðar í jörðu og ljósastaurar settir garðinn, bætti það mjög öryggi.
Haustið 1919 var fimm manna nefnd frá Fríkirkjusöfnuðinum og Hafnarfjarðarkirkju falið að undirbúa grafreit á Öldum. Svæði var áður nefnt Hvíldarbörð en þar hvíldu bændur í kaupstaðaferð og aðrir ferðamenn sig áður en þeir fóru Selvogsgötuna sem liggur þar um.
Umræður um stækkun kirkjugarðsins hófust árið 1965 og voru ræddar og útfærðar næstu árin. Árið 1977 hófust svo framkvæmdir við stækkun garðsins og byggingu þjónustuhúss. Var fyrsti hluti nýja garðsins tekinn í notkun sumarið 1982 eða 60 árum eftir að garðunn var tekinn í notkun.
Framkvæmdir gengu vel og var kirkjugarðurinn vígður 3. mars 1921 að viðstöddu fjölmenni. Séra Árni Björnsson prófastur flutti vígsluræðuna og lík Einars Jóhannessonar Hansen var jarðsett. Hann telst því vera vökumaður garðsins. Þjóðtrúin segir að sá sem fyrstur er grafinn í kirkjugarði eigi að vaka yfir garðinum og taka á móti þeim sem eru greftraðir þar á eftir honum.
Næstu 40 árin á eftir var kirkjugarðurinn enn stækkaður í nokkrum áföngum, síðast 2016, er stækkun norðan Kaldárselsvegar var tekin í notkun. Kirkjugarðurinn er 10 hektarar beggja vegna Kaldárselsvegar með um 10 þúsund grafarstæði og 1.950 duftreiti. Garðinum er nú skipt í grafarsvæði merkt A til Y með tveimur svæðum fyrir duftker. Árið 1998 var tekin í notkun minningarreitur um horfna, drukknaða og látna ástvini í fjarlægð.
Vegur var lagður frá Lækjargötu upp að kirkjugarðinum sama sumar og hann var vígður. Hann fékk síðar nafnið Öldugata. Fyrstu árin voru hestvagnar notaðir til að flytja líkkistur, en árið 1938 festi Haukur Jónsson trésmíðameistari kaup á líkvagni af Ford-gerð sem var í notkun í 30 ár og er nú í vörslu Byggðasafns Hafnarfjarðar.
Kirkjugarður Hafnarfjarðar á í góðu og mikilvægu samstarfi við fjölmargar útfararþjónustur, trú- og lífskoðunarfélög. Vinnu við að færa handskrifaða legstaðaskrá kirkjugarðsins á tölvutækt form lauk vorið 2001 og gerð aðgengileg almenningi á heimasíðu Kirkjugarðasamands Íslands, www.gardur. is.
Árið 1932 voru sett lög um eignarhald kirkjugarða, ábyrgð og umsjónarskyldur sóknarnefnda og sveitarfélaga. Hver garður varð sjálfseignarstofnun í umsjón og ábyrgð söfnuða sem völdu kirkjugarðsstjórn. Fyrsta stjórn kirkjugarðsins var kosin árið 1930, þrír stjórnarmenn frá Hafnarfjarðarkirkju og tveir stjórnarmenn frá Fríkirkjusöfnuðinum
Þúsundir ástvina þeirra sem hvíla í garðinum sækja hann allan ársins hring til að dytta að leiðum eða eiga þar kyrrðarstund, auk annarra gesta sem einnig sækja í kyrrðina, gróðursældina og hlýjuna sem einkenna þennan fallega kirkjugarð.
Kirkjugarðurinn var í upphafi girtur af með tréstólpum, langböndum og vírneti og sáluhliði. Steinveggurinn sem umlykur gamla garðinn á tvo
4
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
FORMENN KIRKJUGARÐSSTJÓRNAR FRÁ UPPHAFI:
Jón Þorleifsson, 1930-1953
Jón Gestur Vigfússon, 1953-1965
Jón Pálmason, 1965-1974
Eggert Ísaksson, 1975-1996
Jónatan Garðarsson, 1996-2008
Hjalti Jóhannsson, frá 2008
KIRKJUGARÐSVERÐIR FRÁ 1921-2021:
Jón Þorleifsson, 1921-1955
Gestur M. Gamalíelsson, 1955-1982
Sigurður Arnórsson, 1982-1997
5
Arnór Sigurðsson, frá 1997
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
HEIÐURSGARÐURINN OKKAR ER 100 ÁRA!
K
irkjugarður Hafnarfjarðar var vígður þann 3. mars 1921 og fagnar því aldar afmæli í ár. Á þessum 100 árum hefur garðurinn stækkað jafnt og þétt og er nú Hafnarfirði ekki einungis til mikils sóma heldur er hann einnig orðinn ákveðið kennileiti. Garðurinn er mikilvægur vettvangur minninga og huggunar þeirra sem eiga ástvini sem nú hvíla í garðinum. Aðstaða og umgjörð Kirkjugarðs Hafnarfjarðar er og hefur lengi verið til fyrirmyndar. Sú tilfinning er nærandi sem vaknar þegar gengið er um upplýstan og vel skipulagðan garðinn þegar vitjað er að leiðum ástvina. Á aðventunni leikur Kirkjugarður Hafnarfjarðar afar fallegt hlutverk í því að setja ákveðinn hátíðarblæ á bæinn. Þannig eru leiði lýst upp með fallegum ljósum yfir jólahátíðina og vekja verðskuldaða virðingu og eftirtekt bæði íbúa og þeirra sem eiga leið um bæinn. Fyrir þessa fegurð og faglegan frágang um margra ára skeið hlaut Kirkjugarður Hafnarfjarðar verðskuldaða viðurkenningu Hafnarfjarðarbæjar 2019; Heiðursskjöld Snyrtileikans. Bærinn okkar Hafnarfjörður er fallegur bær með einstakan staðaranda og menningu sem hefur eflst, dafnað og mótast með hverju árinu og það í takti við tíðaranda hverju sinni og fólkið sem bæinn byggir. Í Kirkjugarði Hafnarfjarðar hvílir hópur einstaklinga sem hafa sett sitt mark á bæjarlífið í hundrað ár og tekið þannig virkan þátt í mótun samfélagsinsins. Blessuð sé minning þeirra. Á þessum merku tímamótum er vert að þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komið hafa að uppbyggingu, hönnun og mótun Kirkjugarðs Hafnarfjarðar. Þakka þeim sem hafa starfað hjá görðunum um árin og einnig þeim fjölmörgu sem sinna af alúð leiðum ástvina sinna og bera hag garðsins fyrir brjósti. Fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar færi ég ykkur öllum hamingjuóskir og þakka innilega fyrir faglegt samstarf og framlag til kirkjugarðsins okkar þessi hundrað ár. Kirkjugarður Hafnarfjarðar er og verður ávallt mikilvæg sameign okkar allra. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar
6
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
STARFSFÓLKIÐ F rá upphafi hefur starfað kirkjugarðsvörður sem er forstöðumaður garðsins og ábyrgur fyrir daglegum rekstri kirkjugarðsins. Fjórir hafa gegnt stöðu kirkjugarðasvarðar við Kirkjugarð Hafnarfjarðar frá upphafi, Jón Þorleifsson árin 1921-54, Gestur Gamalíelsson árin 1955-1982, Sigurður Arnórsson árin 1982-1997 og Arnór Sigurðsson frá 1997.
Arnór var afar kunnugur staðháttum þegar hann tók við starfinu því hann hafði í fjögur ár fram að því starfað sem aðstoðarmaður í kirkjugarðinum. Arnór segir starfið gott og henta ágætlega. „Þetta er fast og öruggt starf. Ég hafði verið verkstjóri og fleira í jarðvinnuverkefnum í tíu ár. Á þeim tíma var starfsöryggið lítið í bransanum svo að ég sagði upp, kom hingað og er búinn að vera hér síðan.“ Hlutverk starfsfólks kirkjugarðsins er fyrst og fremst að sjá um grafartöku og frágang grafa ásamt slætti og annarri snyrtingu í garðinum. „Það er algjör undantekning ef fólk talar við mig beint vegna jarðsetninga og þá helst ef það þekkir mig vel. Fólk hringir stundum til að spyrja um leiði, en núna er hægt að fletta öllu slíku upp í snjallsímum og tölvum á vefsíðunni gardur.is.“ Spurður um hvort þurfi að brynja sig sérstaklega til að starfa svona nálægt sorginni ssegir Arnór það ónauðsynlegt, þetta sé bara þeirra starf. “Við gerum bara það sem gera þarf. Allt sem hér er gert er hér er á vegum starfsfólks kirkjugarðsins fyrir utan að Gróðrastöðin Þöll hefur stundum séð um að velja gróður og koma með hingað og fyrirtækið Jólaljósin sér um að setja ljós á leiðin í desember.” Fastir starfsmenn kirkjugarðsins eru fjórir; Arnór, Jóhanna Arnórsdóttir hefur umsjón með vélum og tækjabúnaði, Guðbjörg Arnórsdóttir starfar á skrifstofu og Sigurður Eðvarð Ólafsson. Á sumrin kemur sumarstarfsfólkið sem annast umhirðu garðsins, um 12 manns. Garðurinn vel tækjum búinn Hjá Kirkjugarði Hafnarfjarðar færi engin starfsemi fram án tækja og véla. Í bland við meðvitaða nýtni miða hagkvæmnisjónarmið við að fjárfesta í búnaði sem einfaldar verkin á hverjum tíma. Tækjakostur 100 ára gamals 10 hektara kirkjugarðs er þessi helstur: Einn pallbíll og ein meðfærileg traktorsgrafa sem aka má um allt svæðið. Tvær kerrur til að ferja önnur tæki milli staða. Tvær beltavélar, önnur 18 ára og hin nýrri í nýja garðinum. Mótorhjólbörur, saltdreifarar, venjulegar hjólbörur, sláttuvélar, orf og belti til að hengja orfin í. Skóflur til skiptanna fyrir allar gröfurnar.
7
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
Minningarreitur
Legsteinn Einars Jóhannessonar Hansen, vökumanns kirkjugarðsins, og eiginkonu hans, Jensínu Ólínu Árnadóttur.
Legsteinn Kristínar Þorleifsdóttur.
8
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
Altarið í kapellunni.
Líkgeymslan í kapelluhúsinu.
Kapellan í Kapellushúinu.
Þjónustu-/vélahúsið á nýja svæðinu norðan við Kaldárselsveg.
Eldra þjónustuhúsið með krossinn við aðkomu. 9
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
10
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
ÞRÓUN OG STÆKKUN GARÐSINS
F
rá árinu 2007 hefur Þráinn Hauksson landslagsarkitekt komið að skipulagi á stækkun kirkjugarðsins á Elíasartúni, norðan Kaldárselsvegar. Eftir skipulagsbreytingar vegna færslu Reykjanesbrautar varð garðshlutinn rúmir 2,5 hektarar í stað 4,5. Deiliskipulag var loks samþykkt 2014 og í framhaldinu undirritað samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Kirkjugarðs Hafnarfjarðar um stækkunina í þremur áföngum. Grafarsvæði Kirkjugarðs Hafnarfjarðar er því nokkurn veginn þríhyrningslaga, eins og sjá má á miðopnu á síðum 12 og 13.
Snúa þurfti aðkomunni vegna mislægra gatnamóta Upphaflega var aðkoman að garðinum frá Kaldárselsvegi, þar sem P-greftrunarsvæðið er. Sú aðkoma lokaðist með tilkomu mislægu gatnamótanna og snúa þurfti aðkomunni við og tengja hana við Hvammabraut og færa þjónustubygginguna þangað, en hún var upphaflega hugsuð sem hluti af kapellu-byggingunni. Ýmsar forsendur hafa breyst eins og gerist í skipulagi. Ég vann með Reyni Vilhjálmssyni forvera mínum á Landslagi til að byrja með en tók smám saman við keflinu af honum.“
Þráinn kom að skipulagsvinnu og hönnun garðsins þegar verið var að hanna kapelluna, um það leyti sem hann kom heim úr námi 1984. Hann þekkir því söguna vel, er rótgróinn Hafnfirðingur og forfeður jarðaðir í garðinum. „Við erum búin að fara með svæðið í gegnum nokkrar deiliskipulagsbreytingar, þegar kirkjugarðurinn var stækkaður í skrefum eins og landrýmið leyfði, þótt gert hafi verið ráð fyrir stækkunum garðsins í aðalskipulagi. Á þeim tíma voru áform um færslu og breikkun Reykjanesbrautar ekki komin og því þrengdi hún að. Núna er aftur farið að þrengja að kirkjugarðinum og svæðin fyrir grafir óðum fullnýtt. Þó hjálpar að duftkerin séu að verða æ vinsælli og eru stundum jarðsett hvert ofan á annað; hálfgerð fjölbýli!“
Spurður segir Þráinn að honum hafi fundist skemmtilegast við vinnuna hér að metnaður hafi ávallt verið til staðar til vandaðra verka í hönnun og framkvæmd og góðir handverksmenn fengnir í alla vinnu. „Grjóthleðslur voru til dæmis unnar af færustu skrúðgarðyrkjumeisturum. Svæðið fyrir horfna ástvini fannst mér mjög gefandi að vinna“. Þráinn nefnir sérstaklega að elsti hluti garðsins sé mjög heillandi í umgjörð steypta veggjarins og undir laufþaki trjánna. „Nú má ekki planta trjám á leiði og því munu nýrri svæðin ekki þróast á sama hátt og þau gömlu. Því er mikilvægt að fylgja vel eftir áformum um að gróðursetja trjábelti á milli hólfa og á jöðrum garðsins til skjóls og yndisauka.“
11
Y
RE
UT
A BR
S
NE
A KJ
KALDÁRSELSVEGU
R
P
U
A
S
B Y
V
T
R Þjónustuhús
H
7%
SKIPTING GRAFA Í KIRKJUGARÐINUM 1.230 óúthlutaðar kistugrafir 900 óúthlutaðir duftreitir 9.135 einstaklingar grafnir 1.721 fráteknar grafir
10% 13%
70%
RE
YK
Kapella ag. hús Vél nustu Þjó
JAN
ES
BR
2
AU
T
I
1
K
J
Minningarreitir Duftreitur
C
E
D
M
L H Þjó nus
G
O
ús
tuh
F
N
HVAMMABRAUT
JARÐSETNINGAR UNDANFARIN 10 ÁR
200 150 100
Alls 1642 428 duftker
50 0
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
2019
2020
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
FJÖGUR HÚS Í 100 ÁRA SÖGU
F
yrir vígslu Kirkjugarðs Hafnarfjarðar var svæðið umgirt einfaldri vírgirðingu og byggt þar sáluhlið og klukkuport með koparklukku (1920). Síðar bættust við smíð L-laga steinsteyptrar girðingar (fullsmíðuð 1949) og lagning vatnsleiðslu (1934). Verkfæraskýlið eða gamla garðhúsið, þekktasta kennileiti kirkjugarðins, var reist 1954, 23,8 fm að grunnfleti, en stórbætt aðstaða fyrir kirkjugarðsvörð. Bygging 300 fm kapellu og þjónustuhúss hófst 1977 og var húsið vígt 1982 þar er einnig líkhús og aðstaða kirkjugarðsvarðar. Húsið hönnuðu arkitektarnir Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson í samstarfi við Reyni Vilhjálmsson skrúðgarðaarkitekt. Húsið bætti úr brýnni þörf við kistulagningar og leysti af hólmi aðstöðu sem Hafnfirðingar höfðu notið hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur í Fossvogi. Veglegur útikross var hannaður og smíðaður af Leifi Breiðfjörð og settur á flötina fyrir framan garðhússið 1985 og flóðlýstur 1987. Tækjageymslu var svo bætt við garðhúsið árið 1990. Þjónustuog starfsmannahús kirkjugarðsins var tekið í notkun sumarið 2006 hannaði Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu arkitektum og einnig vélahúsið á nýja svæði kirkjugarðsins sem tekið var í notkun 2017.
14
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
HANNAÐI TVÖ NÝJUSTU HÚSIN K apellu- og þjónustubygginguna, sem tekin var í notkun 1981, hönnuðu arkitektarnir Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson í samstarfi við Reyni Vilhjálmsson skrúðgarðaarkitekt. Húsið samanstendur af tveimur álmum og stefnir önnur þeirra í vestur, en hin í norðaustur vegna 120° sveigju sem er á húsinu. Hönnunin þótti nýstárleg og hlaut bæði lof og menningarverðlaun fyrir að vera frumleg, látlaus og falla vel að umhverfinu. Þjónustu- og starfsmannahúsið sem tekið var í notkun 2006 hannaði Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu arkitektum. Hann hannaði einnig vélahúsið á nýja svæði kirkjugarðsins.
Ekki kastað til hendinni með neitt Rýmin í húsunum fyrir starfsemina hafi svo verið mótuð smátt og smátt í ferlinu og lögð áhersla á íslenskan húsbúnað. „Við vorum með salerni fyrir fatlaða að framanverðu í þjónustubyggingunni fyrir fólk sem heimsótti garðinn en það var því miður alltaf skemmt. Stórt anddyri átti einnig að þjóna því hlutverki að fólk gæti verið þar inni og komist í tölvu til að fletta upp leiðum. Því miður var margbrotist inn og ekki hægt að hafa slíka aðstöðu“ segir Sigurður. Þegar það hús var byggt voru LED ljós stutt á veg komin og því fremur dauft ljós í krossinum við þjónustuhúsið en lýsingin í krossinum við vélahúsið á Elíasartúni er mun skærara og sést lengra að. Í grunninn er hönnun húsnæðis eins og þessara tveggja ekki frábrugðin annarri starfsemi þar sem ýmis aðstaða er og viss fjöldi starfsfólks, að sögn Sigurðar. Hönnunarferlið í heild sinni tók í hvort sinn frá hálfu ári og upp í átta til níu mánuði. „Leikurinn hjá Þráni Haukssyni landslagsarkitekt hjá Landslagi með hellulögninni fyrir framan er líka skemmtilegur. Við Þráinn erum búnir að þekkjast lengi og vorum í námi á sama tíma í Kaupmannahöfn, hann í landslagsarkitektúr og ég arkitektúr og við höfum unnið fjölmörg verkefni saman. Þetta mynstur bindur húsið skemmtilega við þessa staðsetningu. Verkefnið var mjög skemmtilegt, enda verkkaupinn vandaður. Ekki kastað til hendinni með neitt. Svo byggði vandaður verktaki bæði húsin og það skiptir líka máli.“
Sigurður segir að aðkomustaðurinn fyrir þjónustu- og starfsmannahúsið hafi átt að bera einkenni heilagleika og var því gerður kross með lýsingu inni í. „Mér var strítt á því að húsið væri eins og bensínstöð, en það er bara skemmtilegt. Það var mikill metnaður í þessari vinnu allri við efnisval, frágang og slíkt. Við vildum halda aðeins áfram með timbrið sem einkennir kapelluhúsið en setja einnig zink því það er mjög viðhaldsgrannt og varanlegt.“ Markmiðið hafi verið að hafa húsnæðið opið að garðinum og suðrinu og með aðstöðu bæði inni og fyrir utan. „Svo kom af sjálfu sér að hafa stórt og myndarlegt þak sem hangir út fyrir anddyrinu og krossinum sem hlífir húsinu. Við drógum þakklæðninguna á vélahúsinu niður á tvo útveggina og látum sunnan- og austanáttina dynja á zinkinu en ekki viðnum. Við settum rimla á úthorn vélahússins til að brjóta vindinn. Vind- og veðurpælingar skipta máli í svona hönnun. Þannig fáum við meiri skjólsæld við inngangana.“
15
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
KRÝSUVÍKURKIRKJUGARÐUR K
irkjugarður Hafnarfjarðar sér um umhirðu Krýsuvíkurkirkjugarðs og fer starfsfólk garðsins tvær til þrjár ferðir á ári til umhirðu. Þykja þær ferðir skemmtilegt uppbrot á vinnu starfsmanna. Alltaf gaman að fara í smá vinnuferðalag. Síðast var jarðsett í Krýsuvíkurkirkjugarði árið 1997. Þá var Sveinn Björnsson listmálari grafinn í garðinum, en þá hafði ekki verið jarðsett í garðinum í 80 ár. Í lögum um kirkjugarða segir m.a. „Niðurlagðir kirkjugarðar eru friðhelgir og skulu taldir til fornleifa, sbr. þjóðminjalög. Heimilt er að þinglýsa ákvörðun um niðurlagningu kirkjugarðs. Skylt er að halda við girðingu um niðurlagðan kirkjugarð á kostnað sóknarkirkjugarðsins svo og að hirða hann sómasamlega“. Kirkjugarður Hafnarfjarðar hefur stutt við lagfæringar á Krýsuvíkurkirkjugarði, m.a. við framkvæmdir við vegghleðslu á austur- og suðurhlið Krýsuvíkurkirkjugarðs. Þar var endurhlaðinn og 24,5 metra grjótveggur með torfstreng. Krýsuvíkurkirkjugarður er nú í góðu standi með vel hlöðnum grjótvegg og fallegri endurbyggðri Krýsuvíkurkirkju. Ný kirkja kom í stað þeirrar eldri sem brann árið 2010.
16
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
MIKILVÆGA SUMARSTARFSFÓLKIÐ
Á
hverju sumri kemur ungt fólk til starfa í kirkjugarðinum. Verkefnin eru sannarlega mörg og fjölbreytt því garðurinn er stór. Í fyrrasumar störfuðu alls tólf í kirkjugarðinum. Mætti því segja að heilmikið líf sé í garðinum á þessum árstíma, því auk starfsfólksins eru Hafnfirðingar og aðrir mjög duglegir að dytta að leiðum ástvina sinna víða á afar snyrtilegan og fallegan hátt.
Einn þeirra, Jón Arnór Styrmisson, sem er fæddur 2003 og sumarið 2020 var fjórða sumar hans hjá kirkjugarðinum. „Þetta er mjög góð vinna, mikil rútína og allt vel skipulagt,“ segir Jón Arnór og spurður bætir hann við að skemmtilegast sé að tyrfa yfir leiði og að hann hugsi lítið út í að fyrir neðan sé jarðsett fólk. „Ég er að bara að sinna starfinu mínu. Það er tyrft tvisvar á sumrin, stundum oftar. Það er svo gaman að sjá hvað allt verður fallegra og snyrtilegra að dagsverki loknu.“ Hann á þar ekki einungis við tyrfinguna, heldur einnig allt annað sem gert er í garðinum til að halda honum fallegum.
Hver vinnudagur hefst klukkan hálf átta að morgni með mætingu og svo er unnið frá klukkan 8 til 17. Jóhanna Arnórsdóttir er verkefnastjóri og að hennar sögn er unga fólkið duglegt og vandvirkt.
Þráinn Örn Jónsson, Jón Arnór Styrmisson, Jökull Mar Hjálmarsson, Ísak Jansson Andreassen, Sigurður Jóhann Styrmisson, Bjarki Rúnar Sigurðsson, Jóna Björk Einarsdóttir, Berglind Þrastardóttir, Lára Ósk Albertsdóttir og Jóhanna Arnórsdóttir.
17
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
M
100 ÁRA
GRAFTAKA
eðal verka starfsfólks kirkjugarðsins er að taka gröf, sama morgun og útfarir fara fram. Þetta er þá alltaf fyrsta verk hvers dags. Á sumrin tekur hálftíma til 40 mínútur að taka gröf, en hefur farið allt upp í þrjár klukkustundir eða meira, þegar grjót er staðsett í jarðveginum. Jarðvegurinn er víðast hvar uppfyllingar vegna jarðvegsskipta og samanstendur af gróðri, sigtaðri mold og einstaka grjóti. Á miklum frostdögum á veturna þarf stundum að brjóta leið í gegnum allt að 60-80 sm klaka á yfirborði þeirra reita sem merktir eru K, L, M, N, O, R og S eru. Það getur tekið allt að þrjár klukkustundir með fleyg, en þegar eingöngu er um er að ræða fönn þá getur hún einangrað vel og jafnvel komið í veg fyrir klakamyndun.
Í lögum er kveðið á um að grafstæði fyrir kistur skulu vera 2,50 sinnum 1,20 metrar og 0,75 sinnum 0,75 metrar fyrir duftker. Dýpt grafa á að vera metri frá kistuloki á grafarbarm. Kirkjugarðsstjórn sér um að greftri sé hagað skipulega og samkvæmt uppdrætti, enda er óheimilt að taka gröf annars staðar en þar sem stjórn eða umboðsmaður hennar leyfir. Á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru um miðjan júlí 2020, taka Jóhanna Arnórsdóttir og Bjarki Rúnar Sigurðsson gröf á K-reitnum. Beltagrafa með skóflu er notuð til verksins og jarðvegurinn settur á krossviðarplötur á göngustígnum. Dýptin er mæld og verkið metið. Því næst er ramma komið fyrir kringum gröfina og dúkur negldur á rammann sem er látinn hanga niður í gröfina. Eftir jarðsetningu kistu eru ramminn og dúkurinn fjarlægðir, jarðveginum aftur mokað ofan í gröfina og blóm og kransar lagðir á.
18
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
FJÖLGUN BÁLFARA LENGIR LÍF KIRKJUGARÐA
G
uðmundur Rafn Sigurðsson landslagsarkitekt hefur í tæp 30 ár gegnt starfi umsjónarmanns kirkjugarða og er nú framkvæmdastjóri Kirkjugarðsráðs. Hann þekkir lög og venjur minningamörk og minnismerki á gröfum. Minningamörk eru grafirnar og minnismerkin á þeim með nöfnum hinna látnu. Minnismerki eru ýmist trékrossar, granítsteinar, marmari eða stuðlaberg.
Guðmundur segir bálfarir hafa aukist verulega áratugi. „Á landsvísu voru þær 11% árið 2000, 22% árið 2010 og 41% árið 2020. Á höfuðborgarsvæðinu eru þær orðnar vel yfir 50%. Duftkerin taka minna pláss og hægt að nýta eldri leiði betur og um leið garðana lengur. Fólk má sækja um legstað hvar sem er á landinu og það er virðist vinsælt að panta slíkan hér í garðinum.“ Sagt hefur verið að fleiri lifendur en látnir komi í kirkjugarða. Kirkjugarðar eru óháðir trúarbrögðum og lífsskoðunum og allir eru velkomnir en það gilda ákveðnar reglur um friðhelgi og annað. „Það er hægt að ganga hálfan daginn á stígunum í stórum görðum. Kirkjugarðar eru víða ferðamannastaðir og mér finnst ásýnd þjóðarinnar m.a. endurspeglast í umhirðu kirkjugarðanna, þar sem forfeðurnir hvíla. Garðarnir eru líka græn svæði í sveitarfélögunum og ekki byggt á þeim á meðan þeim er vel við haldið. Á Íslandi er gróður fjölbreytilegur og oft mikið fuglalíf.“
„Það verður að sjá til þess að minnismerki séu ekki of stór en traust og fari vel. Það má t.d. ekki lengur setja girðingar úr steini, málmi, timbri eða plasti um einstök leiði eða fjölskyldugrafreiti. Víða erlendis eru mjög strangar reglur um þetta. Það er mikill fjölbreytileiki í íslenskum kirkjugörðum miðað við annars staðar.“ Við jarðsetningu skal alltaf merkja leiði og þá er oftast settur trékross en svo er algengt að skipta um. Mælt er með að ár líði milli skiptanna til að jarðvegurinn nái að jafna sig. „Varðandi tákn og annað sem sett eru á leiði, þá gilda reglur um stærðir og annað og það þarf að sækja um leyfi fyrir táknum hjá kirkjugarðssóknum sem passa að tákn séu ekki stuðandi eða óviðeigandi á einhvern hátt. Steinsmiðjurnar þekkja reglurnar líka. Tilvitnanir og skírskotanir til persóna eru algengar á minnismerkjum og allur gangur er á tóninum þar.“
Guðmundur segist ætíð hafa átt gott samstarf við stjórnendur Kirkjugarðs Hafnarfjarðar og kirkjugarðsverðina þar. „Það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingunni þessi ár og sjá hversu mikill metnaður hefur verið lagður í hönnun garðs og bygginga. Í framkvæmdum hefur verið kappkostað að fá vandvirka fagmenn og með góðri umhirðu verður útkoman góð eins og sjá má þegar gengið er um garðinn. Hafnfirðingar mega vera stoltir af kirkjugarðinum sínum og ég óska þeim innilega til hamingju með 100 ára afmæli hans.“
Frátekin leyfi eru merkt leyfishafa sem halda þeim í 50 ár. Stundum er kannað hvort leyfishafinn sé kannski látinn og jarðaður annars staðar. Æ algengara er að duftker séu sett ofan í leiði, jafnvel heilu fjölskyldureitirnir.
19
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
20
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
21
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
Mynd/höf. Guðmundur Rafn Sigurðsson
GANGA DAGLEGA TVO HRINGI UM GARÐINN TIL HEILSUBÓTAR
H
jónin Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir búa við Skerseyrarveg í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar og eru dugleg að ganga um bæinn, í öllum veðrum. Þau höfðu lengi vel gengið Strandstíginn, en þegar Covid skall á fannst þeim orðið heldur margt um manninn á þeirri leið og of fáir sem sýndu tillitssemi varðandi fjarlægðamörk svo þau færðu gönguleið sína upp í kirkjugarðinn. „Við höldum bara áfram daglegri göngu hér, tvo hringi umhverfis garðinn og tökum með okkur tínu og ruslapoka til að tína rusl sem við sjáum á leiðinni,“ segir Þorvaldur. Þau eru búin að mæla vegalengdina umhverfis garðinn og segja tvo hringi vera 3 km. Þau nýta gjarnan tækifærið í leiðinni og líta við hjá leiði sonar síns, Sigurbjörns Fanndal Þorvaldssonar, sem lést langt fyrir aldur fram árið 2000.
22
KIRKJUGARÐUR HAFNARFJARÐAR
100 ÁRA
ÁSTVINIR HLÚA AÐ OG SKREYTA
LEIÐI FYRIR JÓLIN
H
jónin Birna Bertha Guðmundsdóttir og Pétur Joensen kynntust á Snæfellsjökli fyrir bráðum 55 árum. Frá árinu 1984 hafa þau séð um leiði forfeðra og -mæðra Birnu, sem flest létust áður en Pétur kom til sögunnar sem tengdasonur.
„Við tókum að hugsa um þetta leiði eftir að Hrefna frænka mín lést, en hún hafði alltaf séð um þetta og er meðal þeirra sem hvíla hér núna. Við komum hingað um eittleytið á aðfangadag, áður en jólaundirbúningi er haldið áfram og setjum þrjár luktir og kerti í þau. Svo hefur dóttir okkar sett ný kerti í luktirnar um áramót því þá erum við yfirleitt í sumarbústaðnum okkar,“ segir Birna. Þessi hefð er orðin fastur og mikilvægur liður í undirbúningi jólanna hjá þeim hjónum, en þau hlúa einnig að grafreitnum á sumrin. Pétur flutti frá Færeyjum til Íslands 13 ára og eini látni ættingi hans á Íslandi er móðir hans sem er jörðuð í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík.
G
uðmundur Rúnar Ólafsson (Rúnar) hefur í 40 ár skreytt grenigreinar til að setja á leiði ættingja sinna í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Lengst af var um að ræða leiði systur hans, Sigrúnar, sem lést sem ungabarn árið 1973. Árið 2018 lést Birgir Snær, ungur sonur Rúnars og eiginkonu hans, Lindu Bjarkar Magnúsdóttir sem nú hvílir við hlið ömmu sinnar og afa, Ólafs Kristbergs Guðmundssonar (Óla löggu) sem lést seinna sama ár og Sigurlaugar Jónínu Jónsdóttur (Gógóar), sem lést 2019. Bæði Óli og Gógó voru þekktir ökukennarar fjölmargra Hafnfirðinga. „Pabbi tók frá þessa reiti þegar Sigrún systir dó 1973. Í þá daga var hægt að taka frá leiði gegn því að borga eitthvert gjald fyrir hvern reit. Reiturinn er fyrir fjóra og í þá daga tíðkaðist ekki að brenna fólk, svo það þurfti mikið pláss fyrir hvern og einn,“ rifjar Rúnar upp. Á leiðinu er afskaplega fallegt og vel snyrt tré sem vekur gjarnan athygli þeirra sem garðinn sækja. Rúnar segir að tréð hafa líklega verið gróðursett árið 1974 og hafi þá bara verið pínulítil planta, kannski 30 cm. Hann muni vel eftir því. „Ég hef skreytt þessar greinar um 40 ár, bara svona aðallega fyrir mig sjálfan. Þetta er góð árleg núvitundarstund sem ég á fyrir mig en legg reyndar undir mig borðstofuborðið meðan á því stendur,“ segir Rúnar brosandi og bætir við: „Hins vegar hef ég séð um, ásamt Óla bróður mínum sem er skógaverkfræðingur, fyrir hönd fjölskyldunnar, að láta klippa tréð, eða gert það sjálfir, fyrir um 15 árum síðan.“
23