60 ára afmælisblað Öldutúnsskóla

Page 1

ÖLDUTÚNSSKÓLI 60 ÁRA AFMÆLISBLAÐ


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

60 ára afmælisrit Öldutúnsskóla Ábyrgðarmaður Valdimar Víðisson

Prentun Prentmet Oddi

Efnisöflun og ritstjórn Olga Björt Þórðardóttir

Útgefið í júní 2022

Myndir Gunnar Leifur Jónasson Olga Björt Þórðardóttir Þóra Jónsdóttir Starfsfólk Öldutúnsskóla Aðsendar Umbrot Þorsteinn Kristinsson

Forsíðumynd/OBÞ Einn fulltrúi úr hverjum árgangi veturinn 202-2022, í stafrófsröð: Andri Már, Dagur, Elma Dís, Heiða, Kamilla Þyri, Karítas Katla, Kári Björn, Óðinn Leó, Óttar Uni og Sigrún Hildur.

STARFSFÓLK SKÓLANS 2020 - 2021

2-3 ÁVARP SKÓLASTJÓRA - STARFSFÓLK

14 SIGURÐUR BEN UMSJÓNARMAÐUR

SKÓLANS VETURINN 2020-2021

FASTEIGNA

4 HELSTU NÝJUNGAR Í SKÓLASTARFINU

16 SKÚLI PÁLSSON UMSJÓNARKENNARI Í NÁMSVERI

6 MYNDIR FRÁ AFMÆLISHÁTÍÐ

18 KÓR ÖLDUTÚNSSKÓLA - BRYNHILDUR AUÐBJARGARDÓTTIR

10 ÞÓRA JÓNSDÓTTIR OG BÓKASAFNIÐ

20 ÓMAR FREYR RAFNSSON

12 RÓSA SVEINBERGSDÓTTIR RIFJAR UPP

ÍÞRÓTTAKENNARI

MINNINGAR

22 TVEGGJA STARFSMANNA MINNST

2


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

ÖLDUTÚNSSKÓLI - GRUNNSKÓLI Í FREMSTU RÖÐ Ég hóf störf í Öldutúnsskóla árið 2008. Fyrst sem aðstoðarskólastjóri en tók við sem skólastjóri árið 2013. Ég fann það um leið og ég byrjaði að það var gott að starfa í Öldutúnsskóla. Allan þennan tíma hef ég unnið með frábærum nemendum, faglegu starfsfólki og öflugum foreldrum. Öldutúnsskóli er 60 ára á þessum starfsári. Saga skólans hófst í október 1959 þegar bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að hefja byggingu smábarnaskóla upp á Öldum. Eftir að byggingarframkvæmdir við skólann hófust, liðu tvö ár þar til að hægt var að hefja þar kennslu sem var í tveimur kennslustofum þann 20. október 1961. Tvær stofur bættust síðan við nokkru fyrir jól. Alls voru 203 sjö og átta ára nemendur í átta bekkjardeildum. Haukur Helgason, skólastjóri, ásamt fjórum kennurum hófu þá störf við skólann. Haukur Helgason var einstaklega framsækinn skólastjóri. Hann lagði m.a.

mikla áherslu á samvinnunám og list- og verkgreinar. Það var eitthvað sem ekki var þekkt á þeim tíma. Kór Öldutúnsskóla var stofnaður stuttu seinna og er sá frábæri kór enn starfandi í dag, elsti starfandi barnakór landsins. Háskólinn horfði til Öldutúnsskóla þegar kom að kennaramenntun.

Við höfum haldið þessu við. Það er lögð mikil áhersla á samvinnu starfsmanna og nemenda. Þegar mælingar á starfi skólans eru skoðaðar kemur í ljós að við erum sífellt að hækka þegar kemur að ánægju nemenda, foreldra og starfsmanna með skólann sinn. Í mörgum þáttum erum við hæst á landinu. Öldutúnsskóli var og er grunnskóli í fremstu röð og þannig viljum við hafa það. Það er gott að vera í Öldutúnsskóla. Ég er ákaflega stoltur af því starfi sem fer hér fram. Auðvitað getum við gert betur í ýmsum þáttum. Skólastarf þarf að vera í sífelldri endurskoðun. En með samvinnu allra aðila þá tekst okkur oftast að vinna í þeim málum sem þarf að laga. Öldutúnsskóli er 60 ára og á sér merkilega sögu. Við öll erum hluti af þessu skólasamfélagi og þurfum að standa vörð um skólann okkar. Valdimar Víðisson

3


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA Deildarstjórarnir Erna Friðriksdóttir (unglingastig), Linda Sjöfn Sigurðardóttir (stoðþjónusta), Arnór Heiðarsson (miðstig) og Lena Karen Sveinsdóttir ( yngsta stig).

NÝJUNGAR Í SKÓLASTARFI Á UNDANFÖRNUM ÁRUM Skólastarf er síkvikt og er því eðlilegt að áherslur breytist með aukinni tækni eða jafnvel inngripum til að draga úr tækninotkun sem truflar. Hér eru helstu nýjungar taldar upp, útskýrðar og áhrif þeirra á skólastarfið. Innleiðing lærdómssamfélags og innleiðing teymisvinnu og teymiskennslu Gjörbreytti vinnuháttum í teymum frá því að vinna einn og einn og í lítilli samvinnu yfir í að vinna í nánu samstarfi með samkennurum. Fjölbreyttari og skemmtilegri verkefni urðu til ásamt því sem það var skemmtilegra í vinnunni. Eins var lögð meiri áhersla á úrvinnslu á innra mati og skólinn stöðugt að finna hvað má gera betur og gagnrýnt horft á starfið. Alltaf verið að vinna að því að gera betur en síðast. Mjög jákvætt starf. Öldumixið Þróunarverkefni við unglingadeild Öldutúnsskóla þar sem áhersla er lögð á samþættingu námsgreina og teymiskennslu. Þróunarverkefnið hefur einkum verið lagt fyrir 9. árgang. Öldumix er annað heiti yfir verkefnalotur eða þemu sem nemendur vinna allt frá 2 vikum upp í 4 vikur í senn þar sem ensku, dönsku, samfélagsfræði og

upplýsingatækni er blandað saman. Þau geta með þessu móti dýpkað þekkingu og færni í hverju fagi fyrir sig. Nemendur fá með þessu aukið tækifæri til þess að velja hvaða verkefni þau leysa og með hverjum þau vinna hverju sinni. Einnig hafa þau oft leyfi til þess að skila af sér verkefnunum á mjög fjölbreyttan hátt. Með þessu fyrirkomulagi hafa nemendur öðlast aukna færni í skipulagninu náms, sjálfstæðum vinnubrögðum og lært að taka ábyrgð á eigin námi. Farsímabannið Breytti mikið bekkjarbrag inni í kennslustofum. Áður var algengt að símar trufluðu mikið en kennarar vildu ekki missa þá því nemendur notuðu símann í verkefnavinnu og við upplýsingaleit. Eftir að spjöldin komu hvarf þörfin á símunum og þeir eingöngu til trafala. Að losna við þá gerði alla agastjórnun einfaldari og krakkarnir sjálfir urðu einbeittari í tímum þegar búið var að taka helsta orsakavald truflunar. Innleiðing á notkun spjaldtölva Spjaldtölvurnar hafa gjörbreytt öllu skólastarfi. Núna eru nemendur látnir skrifa og skila flóknum verkefnum í tímum. Þau eru með heiminn í höndum

4

sér. Öll upplýsingaleit er einfaldari og hægt er að hjálpa þeim á staðnum. Að skrifa ritgerð og verkefni heima getur verið flókið og ekki á allra nemenda færi að gera það. Núna vinna þau þessi verkefni í skólanum með kennarann sér við hlið. Á yngri stigum er í boði að vinna mun fjölbreyttari verkefni þar sem börn læra í gegnum skemmtilega leiki. Notkun á hæfnikorti í stað lokamats Þetta verkefni er ennþá í svolítilli þróun. Þarna er verið að vinna að því að nemendur fái að vita og sjá með reglubundnum hætti hvar þeir standa og hvernig þeir geta bætt sig. Þetta í stað þess að gefa bara eina einkunn í lok annar er líklegra til að gefa nemendum færi á að bæta sig jafn óðum. Hafa sérkennara í árgangateymum Eftir að sérkennarar voru settir í árgangateymi jókst ánægja með hvernig komið er til móts við nemendur með námserfiðleika til muna. Ljóst er að skólinn er að ná að grípa betur þessa nemendur og koma betur til móts við þá. Eins eru umsjónarkennarar og sérkennarar ánægðari með þetta fyrirkomulag, sérkennarar upplifa núna að þeir tilheyri teymi sem var ekki áður.


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

5


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

AFMÆLISHÁTÍÐ ÖLDUTÚNSSKÓLA

6


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

7


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

8


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

9


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

GERIR MIKLU MEIRA EN AÐ SAFNA BÓKUM Þóra Jónsdóttir hefur verið safnstjóri skólabókasafns Öldutúnsskóla frá haustinu 2004. Hún segir að mesta áskorun hennar í starfi sé að virkja áhuga nemenda á lestri og það er einnig mikið áhugamál hennar. Lestur sé grunnurinn að því að börn geti leitað sér upplýsinga, aukið orðaforða, máltilfinningu og skilning. Þóra útskrifaðist úr bókasafns- og upplýsingafræði á árinu 1993 frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á öllum tegundum skólasafna á Íslandi; Háskólann á Akureyri, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og svo hér. Auk þess bjó hún í fimm ár í Danmörku þar sem hún stundaði meistaranám í Bibliotek skolen. Þegar Þóra var ráðin í starfið sitt var nýbúið að koma tölvukerfinu af stað og þurfti að skrá allt í samstarfi við Bókasafn Hafnarfjarðar. „Fyrir um fimm árum komu svo tölvurnar inn á safnið

Þóra Jónsdóttir

og þá tók ég allt safnið í gegn, grisjaði til og endurraðaði. Fyrir mér er hlutverk bókasafns ekki til að safna bókum heldur eiga hér bækur fyrir fyrir börn hvers tíma fyrir sig. Við erum ekki varðveislusafn. Það á að vera þægilegt fyrir krakkana að velja. Það sem hefur breyst á 18 árum

10

er miklu meiri útgáfa af barnabókum. Hafnarfjarðarbær hefur líka bætt við í fjárframlögum til barnabóka og við erum í samstarfi við önnur grunnskólasöfn, lánum á milli og þurfum ekki að kaupa erlendar bækur. Einnig sé til bókasafn sem heitir Bókasafn móðurmáls, til að


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA fá lánaðar bækur á ýmsum tungumálum. Þóra leggi þó langmesta áherslu á íslenskar bækur. Margir af hafnfirskum barnabókahöfundum hafi gert mjög mikið fyrir lestur og lestrarhvatningu. Margar gerðir bókasafna Spurð um hvað í hennar starfi komi fólki gjarnan á óvart segir Þóra vera umfangið sem það sé að sjá um bókasafn. Velja inn efni, skrá það, ganga frá og koma því til lánþega. Einnig að gera safnið aðlaðandi. „Fólk sér ekki ekki vinnuna að baki og á hversu fjölbreyttum vinnustöðum við bókasafns- og upplýsingafræðingar getum unnið. Til að mynda á almenningssöfnum, skólasöfnum á ýmsum stigum, við skjalastjórnun hjá fyrirtækjum, á sérfræðibókasöfnum á stofnunum, t.d. erlendum gagnagrunnum og rannsóknum.“ Sérhæfð söfn séu t.d. hjá stofnunum eins og Landsvirkjun. „Sum okkar kjósa að vinna baka til við að gera efni aðgengilegt og önnur frammi í upplýsingaráðgjöf. Þetta er mjög fjölbreytt starf.“ Mesta áhugamáli og jafnframt stærsta áskorun Þóru í starfi segir hún vera að fá nemendur til að hafa áhuga á að lesa og að þeir hafi innri hvöt og til að lesa meira. „Hafnarfjarðarbær hefur gert margt gott með Lestur er lífsins leikur. Mitt hlutverk er að kynnast nemendum, þekkja þau með nafni og láta þau finnast þau velkomin og að safnið sé fallegt og allt í röð og reglu. Svo reyni ég að leiðbeina þeim. Þau þurfa t.a.m. að lesa 30 blaðsíður í bók til þess að segja mér hvort hún er skemmtileg eða ekki.“ Þá spyrji hún þau gjarnan um áhugasvið og hvað þau lásu síðast. Börn séu dugleg að segja hvað þeim líkar. Skemmtilegt að lesa fyrir nemendur Fyrir nemendur að kynnast bókasafninu segir Þóra að vikuleg sögustund hjá 1. og 2. bekk skipta miklu máli. „Þá kynnast þau mér og hvað það er að setjast niður með bók í ró og næði, tefla eða eitthvað annað; að bókasafnið sé góður staður að vera á. Útlánatími er á morgnana og þá hittist allur aldur og þá er einmitt gott að hafa komið í sögustund og þekkja til.“ Þóra tekur sérstaklega fram að henni finnist æ skemmtilegra með hverju ári að lesa fyrir nemendur. „Það er verulega gefandi og veitir kraft inn í daginn.“ Einnig sé samstarf bókasafnsfræðinga í grunnskólunum í Hafnarfirði mikilvægt. Gott að fá hugmyndir, spegla sig í öðrum og fá stuðning. Einnig Félag fagfólks á skólasöfnum. Þar sé mjög öflugt starf.

Þóra segir að lokum að henni finnist gott að vinna í Öldutúnsskóla og að skólinn sé góður. „Börnin mín hafa verið hér líka og það eru kennarar farnir að starfa hér sem ég kenndi á sínum tíma.“ Spurð hvort hún lesi mikið sjálf segir hún það misjafnt. Stundum lesi hún ekkert en taki tímabil þar sem hún les mikið og gluggi að sjálfsögðu í nýjar bækur. „Mér fannst gaman að lesa bækur eftir t.d. Isabel Allende og Kristínu Marju Baldursdóttir. Skáldsögur þar sem hægt er að ímynda sér hvernig tíðarandinn hefur verið. Líka sakamálasögur og ég hlusta líka á þær.“

11

„ÞETTA ER MJÖG FJÖLBREY TT STARF“


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

SKÓLAMINNINGAR

RÓSA SIGURBERGSDÓTTIR SÉRKENNARI HEFUR BÆÐI VERIÐ NEMANDI OG KENNARI VIÐ ÖLDUTÚNSSKÓLA OG HÚN RIFJAR HÉR UPP GAMLA OG NÝRRI TÍMA. Öldutúnsskóli hefur verið mér kær frá fyrstu tíð. Ég ólst upp á Ölduslóð 17 og skólinn var byggður nánast í bakgarðinum hjá okkur, á túninu þar sem við lékum okkur. Ég byrjaði í tímakennslu í Öldutúnsskóla haustið 1963 sex ára gömul. Síðan hófst hin eiginlega skólaganga árið eftir. Fyrsti kennarinn minn var Sigríður Þorgeirsdóttir, sem var seinna samstarfskona mín til margra ára. Síðan tók Kristín Tryggvadóttir, eiginkona skólastjórans Hauks Helgasonar, við bekknum. Þær voru báðar frábærir kennarar og Kristín var þekkt um allt land sem framúrskarandi skólamanneskja. Mikill kraftur var í skólastarfinu, enda margir ungir kennarar við skólann, sem höfðu brennandi áhuga á að reyna ýmsar nýjungar í kennslu. Skólastarfið var lifandi og mjög hvetjandi. Eftir stúdentspróf innritaðist ég í Kennaraskóla Íslands og útskrifaðist þaðan vorið 1981. Haukur skólastjóri hafði samband við mig og bauð mér starf strax eftir útskrift, en þar sem ég gekk með mitt fyrsta barn sem fæddist um haustið, hóf

ég ekki starf við skólann fyrr en í ársbyrjun 1982. Lengst af kenndi ég í yngri deild og miðdeild en hef líka kennt í unglingadeild. Síðustu misseri hef ég kennt myndmennt og textíl í yngri deild. Þetta voru spennandi tímar, hvort heldur þegar ég var nemandi við skólann, eða þegar ég hóf kennslu í Öldutúnsskóla. Þarna þekkti ég allt og alla, þetta var eins og að koma heim. Kennararnir voru samstíga og allir störfuðu saman sem ein heild. Skólinn býr að því að stjórnendur hafa skapað góðan vinnuanda og vakað yfir velferð allra. Starfsfólkið allt vinnur gjarnan eins og ein stór fjölskylda að því að leysa úr vandamálum, sem óneitanlega fylgja stórum og öflugum skóla, sem hefur verið í fararbroddi á svo mörgum sviðum. Okkur hefur verið treyst til að innleiða margskonar nýjungar sem við höfum kynnt okkur t.d. í gegnum endurmenntun og prófa nýjar og áhugaverðar kennsluaðferðir eins og

12


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA Söguaðferðina, umhverfisfræðslu og margt fleira. Vinnubrögðin sem höfð voru í öndvegi í Öldutúnsskóla frá upphafi byggðu á því að gera nemendum kleyft að læra á fjölbreyttan hátt. Þeim var t.d. kennt að útbúa vinnubækur á mismunandi hátt. Mikil áhersla var lögð á hópvinnu, þar sem unnin voru sameiginleg verkefni. Myndmál var notað ásamt stuttum skýringatextum til að draga fram kjarna hvers viðfangsefnis. Nemendurnir teiknuðu myndir og lituðu eða máluðu þær í sterkum litum. Þær voru síðan klipptar út og settar saman í veggmyndir sem hengdar voru upp í skólastofum eða á göngum skólans. Með þessu móti lærðu þeir að miðla viðfangsefninu á skapandi, litríkan og vekjandi hátt.

Nemendum var kennt að greina aðalatriði frá aukaatriðum, átta sig á kjarnanum og miðla þekkingu sinni á skriflegan og munnlegan hátt. Stundum voru samdir leikþættir eða farið í spurningakeppni til að glæða áhugann á náminu. Krakkarnir sömdu ljóð og sögur, skrifuðu ritgerðir og tjáðu sig hvert með sínum hætti. Fjölbreytni, frumleiki og frjáls sköpun eiga sinn þátt í að skapa lifandi og áhugavert námsumhverfi. Ég hef kynnst frábæru fólki í gegnum starfið, hvort sem það er samstarfsfólkið, foreldrarnir eða allir eftirminnilegu nemendurnir. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að fylgjast með þessum einstaklingum þroskast og takast á við lífið sjálft. Þetta hefur alla tíð verið mjög gefandi og skemmtilegt starf, sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sinna í fjóra áratugi.

EINKUNNARORÐ SKÓLANS: VIRÐING - VELLÍÐAN - VIRKNI

SKÓLASÖNGUR ÖLDUTÚNSSKÓLA Í Öldutúni hér í Hafnarfirði Er hugmyndin að öllum líði vel, að allir séu afar mikils virði, og efli frið og rækti vinarþel. Viðlag: Sannarlega hvergi á byggðu bóli

er betri skóli. Það er hann frá A til Ö, Öldutúnsskóli. Já, það er hann frá A til Ö – Ö - Ö ……… Öldutúnsskóli.

13

Um fugla himins, fiskana í sjónum og flest allt þar á milli lærum við, og finnum þannig bæði í tali og tónum öll tilbrigðin sem fegra mannlífið. Texti: Þórarinn Eldjárn Lag: Jón G. Ásgeirsson


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

STUNDUM AFI, FRÆNDI OG VINUR NEMENDA

Sigurður Ben Guðmundsson er ekki einungis umsjónarmaður fasteigna í Öldutúnsskóla, heldur sér hann einnig um leikskólann Hvamm og Menntasetrið við lækinn. Aðsetur hans er þó fyrst og fremst í Öldutúnsskóla, því þar er hann 80-85% vinnutíma síns. Hann er ánægður í starfi sínu og segir mest gefandi að umgangast nemendur og samstarfsfólk. „Gárungarnir sem vinna með mér segja að eftir að við umsjónarmenn fasteigna færðumst frá framkvæmdasviði Hafnarfjarðarbæjar og yfir í skólana, þá erum við í raun meira eins og húsverðirnir voru áður fyrr. Það er bætt meira á okkur sem við ættum ekki að gera og ég á erfitt með að segja nei,“ segir Sigurður, en tekur fram að hann hjálpi að sjálfsögðu alltaf til og gangi í alla hluti þótt oft sé það ekki hans verk. Mestur tími fari í viðhald fasteigna og að kalla til verktaka því samkvæmt reglum um opinberar stofnanir megi hann ekki ganga í hvaða verk sem er. „Ég er lærður smiður en ég má t.d. bara bletta en ekki mála heilu veggina. Bærinn er með aðgang að verktökum sem við höfum samband við.“

Var vaktmaður í forsætisráðuneytinu Aðspurður segir Sigurður að það skemmtilegasta við starfið og hvaða eiginleikar séu mikilvægastir í starfi eins og hans segir hann að samstarfsfólkið og nemendurnir séu það skemmtilegasta. „Ég er hrútur og félagsvera. Mér finnst gott að vera einn en einnig gaman að vera innan um fólk. Þjónustulund er líklega mikilvægust eiginleikanna og að vera úrræðagóður. Ekki með allt á hornum sér, ganga í hluti eða fá mannskap í það.“ Sigurður hefur starfað við ýmislegt í tímans rás, s.s. sem vaktmaður aðra hverja viku í forsætisráðuneytinu og vikurnar á móti kláraði hann löggildingu sem smiður. Einnig hefur hann verið sölumaður og mikið viðloðandi byggingavöruverslana-bransann. „Mér hefur aldrei kviðið fyrir að mæta í vinnu og aldrei leiðst. Álagið breyttist í covid, þurfti að stúka af og líma upp tjöld og ég varð að vera á einum stað, í þessum skóla, nema í neyðartilfellum. Ég hef kynnst svo mörgum í starfinu og er í ýmsum aukahlutverum hér sem frændi, afi og vinur. Krakkarnir leita margir til mín.“ Hann tekur dæmi frá því í fyrra: „Það voru tveir vinir mínir á yngsta stigi sem þurftu knús. Annar þeirra var svo niðurdreginn þegar hann kom í skólann ég spurði hvers vegna og þá hafði mamma hans gleymt að knúsa hann bless. Ég fékk að knúsa hann í staðinn. Hinn kom til mín skömmu síðar og sagði einfaldlega: Knús!- og fékk knúsið.“

Spurður um álag og vinnutíma svarar Sigurður því þannig að stundum fari hann að heiman og haldi að næsti dagur verði rólegur en svo bíði hans mörg verk. „Ég hef yfirsýn um hvað þarf að laga og kaupa til þess. Núna er beðið eftir fjármagni fyrir nýjum skápum fyrir unglingadeild. Einnig þarf að dúkaleggja náttúrufræðistofuna og fleri stofur. Og skipta um þrjár hurðar. Þetta eru bara nokkur dæmi.“

14


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

15


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

SAMTAL BETRA EN ÍTROÐSLA Skúli Pálsson, umsjónarkennari í námsveri, gaf í fyrra út bókina Rímur af Stígvélakisu. Þar er ævintýrið um Stígvélaða köttinn endursagt í ljóðum með útskýringum og útúrsnúningi. Í þessu viðtali segir Skúli okkur frá bókinni og hvað er mest gefandi við að vinna í námsverinu.

að hafa köttinn kvenkyns. „Stígvélaði kötturinn er skúrkur og það er læðan líka í þessari sögu. Söguhetjan er malarasonurinn og kötturinn baðar sig í ánni og á meðan felur hann fötin hans og kötturinn biður kónginn að lána sér ný föt. Um leið og hann er kominn í fín föt trúa allir að hann sé ríkur greifi.“

Áhuga á vísna- og ljóðagerð kviknaði þegar gamla góða Vísnabókin var lesin fyrir Skúla áður en hann lærði sjálfur að lesa. Móðir hans var leikskólakennari og faðir hans eðlisfræðingur, en þau lásu bæði fyrir hann. „Þegar ég var í barnaskóla átti maður að læra utan að ljóð úr Vísnabókinni, eins og margar kynslóðir. Sú bók er oft gagnrýnd fyrir íhaldssöm efnistök en hún miðlaði samt áfram ákveðnum arfi sem er ekki hægt að deila um að er mikilvægur fyrir okkar menningu. Þar eru öll ljóð með stuðlum, höfuðstöfum og rími,“ segir Skúli og bætir við aðspurður að hann hafi prófað annað ljóðform en hafi ekki tekist að semja þannig þótt hann lesi sannarlega slík ljóð eftir t.d. Gerði Kristnýju og Gyrði Elíasson.

Vill fyrst og fremst skemmta með bókinni Bókin er tileinkuð langafa Skúla, Þórði Grunnvíkingi og skáldinu Sigurði Breiðfjörð sem Skúli segir að hafi verið íslensku þjóðinni harmdauði árið 1846. „Það hefur verið beðið eftir þessari bók síðan hann lést 1846!“ Það örlar á kaldhæðni í svip Skúla sem bæti við: „Eini tilgangurinn með bókinni minni er að skemmta fólki og minna á rímnaformið. Íslendingar elskuðu rímur í margar aldir og þeir sem kváðu rímur voru hetjur og stjörnur. Ég vona að við séum komin nógu langt til að geta metið rímurnar fyrir það sem þær eru.“ Skúli hefur kennt í 8 ár í Ölduntúnsskóla og var fyrst með umsjón í 6. bekk en hefur verið í námsverinu síðan. „Besta við þessa deild eru kökurnar og skólinn er besti skóli á landinu af því að þar eru kökur! Hér er alltaf bakað á miðvikudögum og það gerir okkur að betra fólki að vera í eldhúsi, baka og vera saman.“ Skúli segst læra margt af nemendum sínum og tekur fram að það sem einkennir gott skólastarf sé þegar kennarar læra einnig af nemendum. „Þá er eitthvað í gangi sem er mikilvægara en ítroðslan. Það hefur okkur tekist hér þegar best lætur, þegar nemendur segja: „Mig langar að læra…“ og komast í flæði við það. Þá læra þau mest.“

Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir 10 árum en flest ljóðin samdi Skúli árið 2020, á tímum COVID. „Ég var búinn að ákveða að þetta yrði rímnabók með húmor og vísurnar, sem eru númeraðar, urðu alls um 380; 6 rímur (kaflar) og hver ríma 50 til 80 erindi. Rímur eru mjög gamalt form og ég fylgi því mjög vandlega í bragarháttum. Svo er hinn hefðbundni mansöngur fyrir framan hverja rímu, n.k. ástarljóð sem ekki er hluti af sögunni.“ Skúla fannst mikilvægt að snúa út úr sögunni með því

16


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

17


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA Brynhildur Auðbjargardóttir kórstjóri

ELSTI STARFANDI BARNAKÓR LANDSINS Kór Öldutúnsskóla var stofnaður 22. nóvember 1965. Það var þó fyrir tilviljun að stofndaginn bar upp á þann dag, en hann er tileinkaður Heilagri Sesselíu verndardýrðlingi tónlistarinnar. Tilgangurinn með stofnun kórsins var fyrst og fremst að gefa nemendum tækifæri til að þjálfa tónlistareiginleika sína og söngraddir. Í fyrstu kom kórinn aðallega fram innan veggja skólans en fljótlega við ýmis önnur tækifæri, einkum í kirkjum og á sjúkrahúsum. Í maí 1966 söng kórinn í fyrsta sinn í útvarpi og árið síðar í sjónvarpi og hefur kórinn margsinnis sungið þar á áranna rás. Vorið 1968 var kórinn valinn til þátttöku á Norræna barnakóramótinu sem þá var haldið í Helsinki. Finnlandsferðin var kórnum mikil hvatning og hefur hann upp frá því sungið víða um lönd í fimm heimsálfum; Evrópu, Asíu, Eyjaálfu, Norður Ameríku og Afríku. Á efnisskrá kórsins hefur verið að finna fjölda laga allt frá 16. öld til vorra daga. Undir stjórn Egils Friðleifssonar stofnanda kórsins og stjórnanda hans í meira en 40 ár var sérstök áhersla lögð á að kynna íslensk verk eldri og yngri höfunda, svo og þjóðlagaútsetningar. Snar þáttur í starfi kórsins var frumflutningur á nýrri íslenskri tónlist og hafa mörg tónskáld skrifað fyrir kórinn bæði verk og

útsetningar, t.d. Jón Ásgeirsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Páll P. Pálsson, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Sóley Stefánsdóttir og Bára Gísladóttir. Kórinn hefur gefið út tvo geisladiska og eina hljómplötu ásamt því að syngja inn á fjölda annarra upptaka með öðrum listamönnum, má þar nefna Vísnaplöturnar og tvo diska með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kórinn kom síðast fram með þeirri hljómsveit í Eldborg á 250 ára afmæli Beethovens og voru þeir tónleikar sýndir á RÚV. Kórinn er elsti starfandi barnkór landsins og hafa þúsundir barna farið þar um frá stofnun. Hlutverk kórsins er hið sama og fyrr. Starfið hefur þó breyst talsvert og er helsta ástæðan samfélagsbreytingar. Hér áður var minna um tómstundastarf og kórstarf því kærkomið tækifæri fyrir börn. Einnig ber þess að geta að Egill Friðleifsson, stofnandi kórsins, var mikill frumkvöðull sem hafði trú á getu barna. Með metnaði sínum og áhuga gaf hann venjulegum börnum frá venjulegum heimilum tækifæri til að upplifa undur tónlistarinnar og flytja hana víða um heim. Árið 2005 tók Brynhildur Auðbjargardóttir við stjórnartaumunum og hefur hún starfað óslitið síðan. Undir hennar stjórn hefur kórinn haldið áfram að lifa og dafna í breyttu samfélagi.

18


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

Barnakóramót á Höfn.

Brynhildur og kór í Winnipeg 2010.

Sungið við Guðþjónustu í Garda.

Tónleikar í Winnipeg.

Á lokaæfingu í menningarhúsinu í Espoo 2015.

„KÓRINN ER ELSTI STARFANDI BARNKÓR LANDSINS OG HAFA ÞÚSUNDIR BARNA FARIÐ ÞAR UM FRÁ STOFNUN“ 19


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

VILDI ALLTAF VERÐA ÍÞRÓTTAKENNARI HÉR

Ómar Freyr Rafnsson íþróttakennari

Ég gekk í Öldutúnsskóla á yngri árum og eins og margir af mínum vinum vildi ég helst alltaf vera út á leiksvæði eða í íþróttatíma að leika mér og hafa gaman. Ekki skemmdi fyrir að á þeim tíma var íþróttasalur fyrir nemendur skólans og engar rútuferðir þurftu til þess að koma í leikfimitíma. Þessi íþróttasalur er í dag kaffistofa og skrifstofur fyrir kennara og stjórnendur skólans. Íþróttakennsla hafði mikil áhrif á mig og endaði ég sem íþróttakennari seinna meir og langaði alltaf að kenna við Öldutúnsskóla. Það hef ég svo gert í tæp 10 ár. Hér er frábært andrúmsloft innan skólans og samstarf kennara og nemenda er virkilega gott. Ég man vel eftir mínum tíma í skólanum bæði þegar ég var á yngsta stigi sem og þegar ég fór upp í unglingadeild. Ég man þó alltaf mest eftir honum Guðmundi Sveinssyni heitnum; frábær kennari sem gekk um gangana með víkingaskeggið og stóru gleraugun. Það heyrðist í klossunum góðu langar leiðir, enda enginn smá smíði! Hinn venjulegi kennari í dag ætti í vandræðum með að lofta þeim frá jörðu!

Hann sýndi strax að hjá honum var ekki í boði að vera með fíflagang í tímum. Eftir að hann tók fyrsta sparkið í borðið vissum við að þarna værum við ekki að fara að komast upp með einhverja vitleysu. Skemmtileg er sagan af honum þegar hann vildi fá hljóð í bekkinn og ætlaði aldeilis að dangla í borðið en gleymdi því að hann væri ekki í klossunum og þrumaði stóru tá beint í borðið. Klossarnir fengu frí næstu vikurnar!

Guðmundur var strangur en um leið sýndi hann manni mikinn stuðning og lagði sig aldeilis fram við að aðstoða við lærdóminn. Einlægnin var slík að þegar maður mætti óundirbúinn í skólann fannst manni eins og maður hafði brugðist honum. Það var fyrst hjá Guðmundi sem mér fór að ganga vel í bóklegu námi.

Unglingadeildartíminn var einnig skemmtilegur, það sem mér fannst svo gott við skólann og minn tíma á þessum árum sem getur verið erfiður var hvað það voru allir miklir vinir, hvort sem þú varst í 8-9-10 bekk. Í 8-unda bekk fór ég í fótbolta með strákunum í 9. bekk og lék mér svo í körfubolta með strákunum í 10. bekk. Allir brosandi og allir að hafa gaman. Þetta sama andrúmsloft sé ég líka í dag í Öldutúnsskóla. Í 10. bekk var ég kosinn inn í stjórn nemendafélagsins og framboð mitt var eingöngu til þess að geta orðið DJ-inn í Öldutúnsskóla. Ég fékk það heldur betur í bakið þegar DJ-nafninu var breytt í yfir-skífuþeytari skólans; ekkert voðalega svalt nafn þegar maður vildi verða vinsæll hjá stelpunum. Ekki lagaðist það svo þegar ég var fenginn til að leika Tóta Techno í leikritinu Skiptineminn Gunther. Tóti þessi var vandræðagemsi skólans og gerði ekkert annað en að reykja sígarettur og selja landa. Upp úr stendur eftirminnileg skólaganga þar sem kennarar áttu stóran þátt í hve vel manni leið og skólafélagarnir áttu stóran þátt í að búa til skemmtilegar minningar. Þó að skólaganga hafi verið frábær og starfsferill minn hér í skólanum einkennst af vináttu og virðingu okkar kennara þá er afar leiðinlegt að aðstaða til íþróttakennslu hefur ekkert lagast, Samkvæmt deiliskipulagi frá árinu 2007 var og er enn gert ráð fyrir íþróttahúsi við Öldutúnsskóla. Því miður hefur ekki tekist að koma því til framkvæmda og féll það niður eins og svo margt annað eftir að íslenska þjóðin gekk í gegnum hrunið sem hafði áhrif á allt samfélagið.

Guðmundur Sveinsson.

Ómar Freyr Rafnsson

20


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

21


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

TVEGGJA FYRRUM STARFSMANNA MINNST

Rannveig Þorvaldsdóttir kennari lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 20. febrúar 2021 eftir rúmlega tveggja ára baráttu við krabbamein. Rannveig hóf störf í Öldutúnsskóla í ágúst 2004. Hún fór í veikindaleyfi í september 2018 og hófst þá erfið barátta við krabbameinið. Á síðasta skólaári mætti hún svo brött til vinnu um mitt skólaár, bjartsýn á að framundan væru betri tímar. En því miður varð það ekki raunin. Stærðfræði var hennar aðalkennslugrein og kenndi hún hana á unglingastigi. Rannveig var ekki bara góður stærðfræðikennari, hún var einnig frábær umsjónarkennari. Lagði sig fram um að kynnast umsjónarnemendum sínum og fylgjast vel með líðan þeirra. Var alltaf til taks ef nemendur vildu ræða við hana. Þeim þótti afar vænt um Rannveigu þar sem þeir fengu frá henni hlýju og væntumþykju. Nemendur sjá á eftir frábærum kennara og starfsmenn sjá á eftir yndislegum samstarfsfélaga og vini. Blessuð sé minning Rannveigar Þorvaldsdóttur.

Haukur Helgason, fyrrverandi skólastjóri Öldutúnsskóla, lést 22. Janúar 2021. Hann var fyrsti skólastjóri Öldutúnsskóla, ráðinn haustið 1961. Hann var skólastjóri til 1997 eða í 37 ár. Haukur þótti framsækinn skólastjóri og lagði mikla áherslu á samvinnunám. Kór Öldutúnsskóla var stofnaður á upphafsárum skólans. Öldutúnsskóli varð fljótt þekktur á Íslandi fyrir framsækið skólastarf hvort sem þar var á sviði samvinnunáms, tónlistar og list- og verkgreina og átti Haukur mikinn þátt í því. Starfsmenn, nemendur og skólasamfélagið allt sendi fjölskyldu Hauks innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hauks Helgasonar.

22


60 ÁRA AFMÆLISRIT ÖLDUTÚNSSKÓLA

23