GOLF Á ÍSLANDI
Saga golfíþróttarinnar á íslandi frá 1942 til 2012
Höfundar: Steinar J. Lúðvíksson, Gullveig Sæmundsdóttir
EFNISYFIRLIT I Saga golfíþróttarinnar á íslandi Lagt upp í langa ferð (1934-1941) 4 Barnsskónum slitið (1942-49) 47 Það er svo bágt að standa í stað (1950-59) 82 Kveikt í tundrinu (1960-69) 108 Útrásaráratugurinn (1970-80) 156 196 Íslandi komið á kortið (1980-89) .................................. (1990-99) 224 Stöðug sókn á öllum vígstöðum (2000-2012) 262
II. Barátta þeirra bestu
Íslandsmótið í höggleik (1942-2012) Sveitakeppni, Íslandsmót í holukeppni
LEK - ,,Í mörg horn að líta“ 512 PGA á Íslandi 524 SÍGÍ (Samtök Golfsamband fatlaðra Félag meistaraflokkskylfinga og Einherjar
VI. Meistarakvartettinn -Bestu kylfingar Íslandssögunnar -
314 404
III. Golfklúbbar/vellir
Höfuðborgarsvæðið 412 Reykjanes 432 Vesturland 440 Vestfirðir 453 Norðurland 461 Austurland 479 Suðurland 489
IV. Golfsamband Íslands
Forsetarnir tíu: Helgi Hermann Eiríksson, Þorvaldur Ásgeirsson, Ólafur Gíslason, Sveinn Snorrason, Páll Ásgeir Tryggvason, Konráð R. Bjarnason, Hannes Guðmundsson, Gunnar Bragason, Júlíus Rafnsson, Jón Ásgeir Eyjólfsson. Framkvæmdastjórar:
V. Samtök innan GSÍ
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
3
ValtýrAlbertsson t.v. og Gunnlaugur Einarsson, læknarnir sem ákváðu að kynna golfíþróttina á Íslandi. Myndin er tekin á Austurhlíðarvellinum 1935. Ljósm: Óþekktur
4
1
Saga golfíþróttarinnar á Íslandi
1934-1939
Lagt upp í langferð
Íslenskir læknar kynntust golfinu ytra og fluttu það heim með sér. Stofnun Golfklúbbs Íslands. Á hrakhólum með aðstöðuna. Fyrstu mótin. Golfið nemur land á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Snemmsumars 1935 mátti sjá menn með torkennilegan búnað á ferð í Reykjavík. Þeir báru með sér poka og upp úr þeim stóð eitthvað sem tilsýndar líktist hrífusköftum eða prikum. Og leið þessara manna lá til sama staðar. Þeir voru á ferð inn að Laugum – þó ekki til þess að fara þar í sund eða þvo þvotta eins og flestir aðrir heldur til að iðka íþrótt sem fæstir bæjarbúar kunnu deili á. Ákvörðunarstaðurinn var tún bæjarins Austurhlíðar. Þar vippuðu menn sér inn fyrir girðingu, gengu fram og til baka og sveifluðu tólum sínum. Þeir virtust hafa gaman af sem sást best á því að þeir komu aftur og aftur sömu erinda. Sjálfsagt hafa margir hrist höfuð yfir þessu tiltæki og ef nokkrir mannanna sem þarna voru að leik hefðu ekki verið kunnir og mikilsmetnir borgarar í Reykjavík hefðu ugglaust einhverjir talið að viðkomandi væru gengnir af göflunum. Með ferðum þessara manna inn að Laugum var golfíþróttin að nema land á Íslandi. Allmargir höfðu raunar heyrt
hennar getið og lesið lýsingar á því hvernig hún færi fram, ekki síst í blöðum Íslendinga í Vesturheimi sem öðru hverju sögðu frá íþróttinni m.a. frá séra N.S. Thorláksson sem lék golf á hverjum degi þótt hann væri að nálgast áttrætt Lögberg, Winnipeg 18. júní 1931, bls. 1. svo og í erlendum blöðum, aðallega breskum. Einhverja hefur sjálfsagt líka rámað í mikla ferðagrein sem Þorvaldur Thoroddsen hafði skrifað í Skírni endur fyrir löngu eða árið 1906 þar sem hann minntist nokkrum sinnum á að hafa séð golfvelli þegar hann ferðaðist um Bretlandseyjar árið 1906. Þá kom hann m.a. til skoska bæjarins St. Andrews sem hann sagði vera eldgamlan háskólabæ sem margir ferðalangar legðu leið sína til baðvista en þó ekki síður til að stunda golf. “Hér eru aðalheimkynni hnattleika þeirra, sem kallaðir eru “golf ” og Skotar leggja mikla stund á. Tvisvar á ári (í maí og október) eru stórir hnattleikafundir í St. Andrews og kemur þangað múgur og margmenni,” skrifaði Þorvaldur.Ferðaþættir frá Bretlandi eftir Þorvald Thoroddsen. Skírnir, 8. árg. 1906, bls. 320
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
5
Kólfleikurinn við allra hæfi
Kólfleikur var áður leikur yfirstéttarmanna, sem höfðu efni á að kaupa dýr landflæmi og láta breyta þeim í leikvöll. En í seinni tíð hafa bæjarfélög víða um heim látið gera leikvelli og gert leikinn ódýran og almennan, og svo þarf að verða hér á landi. Við þetta hefir leikurinn farið eins og kólfi væri skotið um löndin, enda er hann við hæfi allra, ungra sem gamalla, íþróttamanna og kyrrsetumanna. Það má iðka hann einn sér og með mörgum félögum. Það má fara hart eða hægt yfir. Það má iðka hann í stillu og stormi, sól og regni, á öllum árstíðum, nema þegar snjór liggur yfir landinu. Kólfleikurinn fellur vel við náttúruskilyrði okkar og ástæður hvers einstaks, en ódýr verður hann fyrst þegar bæjarfélagið kemur til hjálpar og býr í haginn. (Út um grænar grundir. Kylfingur 2. tbl. 1. árg. júní 1935)
Heppileg íþrótt
Gamanið gat kárnað Þess var gjarnan getið í íslenskum blöðum þá er þau fjölluðu um erlenda fyrirmenn að þeir stunduðu golf í tómstundum sínum og neðanmáls í dag- og vikublöðum voru gjarnan framhaldssögur um fyrirmenn sem léku golf á víðum völlum áður en þeir fóru í fínu klúbbana sína. Ástkonurnar eða eiginkonurnar fylgdust oft með þessum leik þeirra, fullar aðdáunar og gáfu frá sér hálfkæfð óp þegar eitthvað var sérstaklega vel gert. Þótt golfið þætti meinleysislegur leikur gat þó kárnað gamanið. Alla vega hafði Alþýðublaðið ljóta sögu að segja í októbermánuði árið 1931. Hún sagði frá fegurstu stúlkunni í bænum Methuen í Bandaríkjunum. J. Evart Hill hét hún og átti mikinn fjölda af aðdáendum og biðlum. Dag einn fór hún í golfleik með einum af áköfustu biðlum sínum. “Allt í einu sló hann kúluna í 20 metra fjarlægð frá stúlkunni en kúlan sentist í annað auga hennar og sprengdi það út.”Alþýðublaðið 16. október 1931 bls. 4 Þetta þótti mörgum ljótt að heyra og sanna að golfíþróttin væri ekki hættulaus fremur en aðrar íþróttagreinar.
-Og hvaða íþróttir álitið þér heppilegastar?
Golfklúlur slegnar á árbökkum
-Tvímælalaust allar útiíþróttir fyrst og fremst. Þær eru án efa heilsusamlegastar. Af útiíþróttum skal ég sérstaklega nefna golfíþróttina því það er íþrótt sem óhætt er að iðka án nokkurrar hættu fyrir heilsuna. Golfið þjálfar allan líkamann jafnt og hæfir öllum jafnt, ungum sem gömlum, veikluðum sem hraustum.
Því fór fjarri að golfkúlurnar sem slegnar voru á túninu í Austurhlíð væru þær fyrstu sem flugu um loft á Íslandi. Löngu áður höfðu bæði útlendingar og Íslendingar reynt fyrir sér þótt engir væru golfvellirnir. Reyndu þeir að finna slétta bala og grundir, gjarnan árbakka, til að reyna hæfni sína í íþróttinni. Þannig fréttist það t.d. þegar árið 1912 að fundist hefðu hvítar kúlur við Laxá í Aðaldal og rifjaðist þá upp fyrir mönnum að enskur laxveiðimaður hefði verið að leika sér að því að slá slíkar kúlur á árbökkunum milli þess sem hann renndi fyrir lónbúann. Sumar kúlurnar höfðu ekki ratað rétta leið og horfið honum í mosa eða gras þar sem þær fundust löngu, löngu síðar. Og víst er að William F. Pálsson sem lengst af ævi sinnar var bóndi og frímerkjakaupmaður á Halldórsstöðum í Laxárdal nyrðra hefur einhvers staðar á heimaslóðum sínum slegið golfbolta. William sem fæddur var árið 1896 átti skoska móður fór með henni til Skotlands á unglingsárum sínum og þar hefur hann kynnst golfíþróttinni.Þjóðviljinn 13.-14. desember 1980 bls. 16. Þegar hann hélt heimleiðis aftur hafði hann í fórum sínum nokkrar golfkylfur og bolta. Engum sögum fer af því hvort og hvernig hann stundaði íþróttina á Húsavík þar sem hann vann sem verslunarmaður um tíma eða þá á Halldórsstöðum. En kylfurnar varðveitti hann og þegar
Auk þess má segja, að golfíþróttin hafi þann eiginleika fram yfir margar aðrar íþróttir að hún er einstaklega aðlaðandi og skemmtileg. Menn gleyma öllum áhyggjum daglega lífsins meðan þeir leika golf og þess vegna er mikil hvíld í að leika þá íþrótt. Og vegna þessa og margs annars nenna menn svo vel að iðka golf, enda hefir það sannast að menn sem einu sinni byrja að iðka golf og komast eitthvað inn í þá íþrótt hætta aldrei. (Dr. med Halldór Hansen í viðtali við Morgunblaðið 7. maí 1939)
6
sæti í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur og var formaður Nesklúbbsins um árabil, auk þess sem hann ritstýrði blaðinu Kylfingi um tíma. Morgunblaðið 27. júní 1999 bls. 35. Tískan festi orðið golf í sessi Ekkert vafamál er hins vegar hvernig Íslendingar kynntust orðinu golf best og hefur sennilega fest það strax í sessi fremur en önnur orð sem notuð voru um íþróttina í frumbernsku hennar í landinu. Snemma á öldinni fóru að berast flíkur til landsins, svokallaðar golfblússur sem urðu fljótlega eftirsóttar og einskonar tískuvara sérstaklega á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Um var að ræða mittisblússur bæði á karla og konur og þótti enginn maður með mönnum sem ekki átti slíka flík hvortheldur til að ganga í hversdags eða nota sem spariflík. Verslanirnar auglýstu slíkan fatnað hver í kappi við aðra og þannig varð orðið golf tamt á tungu landans þegar fæstir vissu að til væri íþróttagrein sem héti þessu nafni. Orðið kólfleikur og afleidd orð af því sem sumir vildu velja íþróttinni náði því aldrei að festa sig í sessi. Almenningsgolfvellir juku útbreiðsluna Fjölmargir Íslendingar sem stunduðu nám erlendis kynntust golfíþróttinni ýmist af eigin raun eða af afspurn. Golfið átti hvarvetna auknum vinsældum að fagna og þá ekki síst Walter Arneson kom hingað til lands í ársbyrjun 1935 til að kenna golf í á þeim slóðum sem Íslendingar sóttu mest, í gamla Landsímahúsinu. Hann var því fyrsti golfkennari landsins. LjósBretlandi og á Norðurlöndunum. Þar voru að mynd: Borgarskjalasafn. verða þau þáttaskil í sögu íþróttarinnar að það voru ekki lengur aðeins fyrirmenn og aðalhann var orðinn aldraður maður árið 1977 gaf hann linn sem áttu nóg lönd til þess að gera nothæfa golfvelli Golfklúbbi Húsavíkur þessa eðalgripi og hanga þeir þar sem stunduðu íþróttina. Ýmis sveitarfélög og samtök tóku nú uppi á vegg – sennilega elstu golfkylfur sem til eru í íþróttina upp á arma sér og sáu til þess að gerðir voru landinu. Í Reykjavík höfðu margir veitt athygli ungum golfvellir sem allur almenningur fékk aðgang að. Aukin pilti, Jóni Thorlacius sem sást oft slá hvítar kúlur þar eftirspurn hafði það svo í för með sér að farið var að sem aðstaða var til. Jón hafði ungur flutt með foreldrum framleiða golfáhöld í verksmiðjum en lengst af höfðu þau sínum til Kanada þar sem kynntist golfinu og keypti sér verið handgerð og voru þar með rándýrir kjörgripir sem kylfur og kúlur sem hann hafði meðferðis er hann flutti tiltölulega fáir höfðu efni á að eignast. Verksmiðjuframaftur til Íslands, þá unglingur. Jón sem lengst af starfaði leiðslan varð til þess að farið var að nota nýjar aðferðir við sem prentsmiðjustjóri í Félagsprentsmiðjunnu átti eftir að koma mikið við sögu golfsins á Íslandi. Hann átti m.a. smíðina og verðið lækkaði til muna.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
7
Keppni við sjálfan sig “Fyrir hvern einasta kylfing er leikurinn í raun og veru stöðug keppni, hvort sem hann leikur einn eða við aðra, fullkomin íþróttaæfing, holu eftir holu yfir allan völlinn. Kylfingurinn leitast við að koma höggafjölda sínum á hverri holu niður úr því venjulega og höggafjöldanum á heilum hring sömuleiðis. Hann keppir stöðugt að því að komast eins nálægt “Bogey” vallarins og unnt er. Hann er því við hvert einasta högg í stöðugri keppni við sjálfan sig og við völlinn, sem hann leikur á. Þessi keppni, þessi eilífa glíma, seiðir hann og dregur út á völlinn aftur, hvenær sem hann kemst höndum undir, til þess að reyna að gera betur en síðast. Þegar tveir eða fleiri leika saman, keppa þeir einnig hver við annan, og eins þótt ekki sé um reglulega kappleiki að ræða.” (Kylfingur 4. tbl. 5. árg. desember 1939. Hvað er golf ?, bls. 49)
Fyrir fólk á öllum aldri
“Fólk getur byrjað að leika golf á hvaða aldri sem er, en maður er óhjákvæmilega stirður ef maður byrjar eldri en sjötugur. Best er að byrja innan við fermingu, því þá getur líkamninn best lagað sig eftir leiknum og fyrsta flokks kylfingar verða fáir, sem ekki byrja ungir. Á hinn bóginn geta menn orðið sæmilegir kylfingar, þótt þeir byrji ekki fyrr en 50 – 60 ára, haft ánægju af leiknum og fengið í honum nauðsynlega hreyfingu, dægrastyttingu og félagslíf. Og fyrir fullorðna menn er golf eina hentuga íþróttin, því þeir geta þar skammtað sér sjálfir gönguhraðann og áreynsluna, eftir aldri og þoli.” (Kylfingur 4. tbl. 5. árg. desember 1939. Hvað er golf ?, bls. 54)
8
Golfvöllur á Þingvöllum? Þótt farið væri að stunda golf í einhverjum mæli á Íslandi snemma á öldinni fór litlum sögum af því fyrr en eftir 1930. Það sem helst háði því að íþróttin skyti rótum og næði útbreiðslu var að ekki var til nothæft landssvæði til þess að iðka hana. Árið 1930 var haldin mikil Alþingishátíð á Þingvöllum og þar reis geysimikil tjaldborg. Til þess að sæmilega gengi að tjalda var sléttað þar svæði niður á völlunum Jón Thorlacius (1914-1999) og athyglisvert verður að teljast kynntist golfíþróttinni ungur að að einhver lét sér detta í hug að aldri. þarna gæti verið hið ákjósanlegasta landssvæði fyrir golfvöll. Í nóvember árið 1931 stakk einhver J.J. Jónas Jónsson frá Hriflu? niður penna og skrifaði grein sem birtist í Tímanum þar sem sagði m.a.: “Til að leika “golf ” þarf mikið landrými og eru bezt fallnar til leiksviðs grasivaxnar hæðir, lítt eða ekki þýfðar. Hér er lítið um þessháttar landslag. Ef til vill er hinn eini nokkurnveginn hentugi staður fyrir “golf ” í námunda við Reykjavík, grundir þær á Þingvöllum, þar sem tjaldborgin stóð á Alþingishátíðinni. Er nú verið að athuga hvort ekki mætti þar, með nálega engum tilkostnaði byrja að iðka þessa íþrótt næsta sumar.”Tíminn, 7. nóvember 1931 bls. 286 Sennilega er þetta fyrsta uppástungan um stað fyrir golfvöll sem birtist opinberlega á Íslandi. Hins vegar fer engum sögum af þeirri athugun sem J.J. talar um í greininni, né heldur að það kæmi til einhverra framkvæmda. Grundirnar á Þingvöllum voru eftir sem áður “börnum og hröfnum að leik”. Frumherjar á ferðalagi Nú er frá því að segja sumarið 1934 voru tveir íslenskir læknar, Gunnlaugur Einarsson og Valtýr Albertsson, á ferð um Svíþjóð og Noreg. Þegar þetta var voru þeir báðir rúmlega fertugir og störfuðu í Reykjavík. Mun þarna hafa verið um námsferð að ræða en þeir höfðu á sínum tíma numið fræðin á Norðurlöndunum og raunar víðar. Þegar þeir voru staddir í Svíþjóð bauð starfsbróðir þeirra, Björkmann að nafni, þeir í boð til smáeyju einnar í grennd við Gautaborg þar sem margir læknar voru samankomnir sem áttu það sameiginlega áhugamál að leika golf. Fór svo að þeir drógu
þá Gunnlaug og Valtý með sér út á völl og sýndu þeim um hað íþróttin snerist. Kylfingur 14. – 18. árg. Reykjavík 1952, bls. 33. Og ekki var að sökum að spyrja. Þeir ánetjuðust íþróttinni strax og segir sagan að þegar leið á veru þeirra ytra hafi þeir verið farnir að spila golf á hverjum degi. Nú á dögum væri sennilega sagt að þeir hefðu tekið golfbakteríuna. Ræddu þeir það sín á milli í ferðinni að gaman væri að geta stundað golf eftir að heim til Íslands kæmi og sennilega væri ástæða til þess að láta á það reyna hvort nógu margir í Reykjavík kynnu eitthvað fyrir séreða hefðu áhuga til þess að hægt væri að stofna þar félagsskap. Ekki minnkaði áhuginn þegar þeir félagar komu til Kaupmannahafnar áður en þeir héldu heim. Þar komust þeir í kynni við bandarískan golfkennarar Walter Arnesen að nafni. Sá hafði komið yfir hafið til þess að kenna Dönum golf og þeir Gunnlaugur og Valtýr notuðu tækifærið og fóru í golfkennslu til hans á Klövenmarken á eyjunni Amager. Það var raunar ekki golfvöllur en sæmilegasti flugvöllur sem notaður var lið að leika golf milli þess sem flugvélarnar lentu eða tóku sig á loft. Vitanlega barst það í tal í kennslutímunum að þeir væru á leið til Íslands Sveinn Björnsson, sendiherra í Kaupmannahöfn lagði hönd á plóg við stofnun klúbbsins. þar sem golfíþróttin hefði tæpast numið land ennþá og engin aðstaða væri til þess að stunda Ljósmyndari óþekktur. Úr bók: Sagan sem ekki mátti segja. hana. Hvatti Arnesen þá félaga óspart að láta Menn fóru að líta í kringum sig eftir heppilegu svæði til sín taka og hét þeim liðveislu við landnámið í grennd við byggðina þar sem unnt væri að koma upp – bauðst til þess að koma til Íslands og kenna golf þegar golfvelli og fengu helst augastað á svæði í Laugardalnum, því sem kallað var nauðsynleg undirbúningsvinna væri lokið.Árbók íþróttamanna 1946 – 1947 , Reykjavík 1947, í landi jarðarinnar Austurhlíðar. Þar voru sæmilega afgirt bls. 195; Kylfingur 1. tbl. 1. árg. júní 1935, bls. 6. Þá munu og slétt tún og það víðáttumikil að þar átti að vera hægt að koma upp velli sem væri nokkrar holur. Rætt var við þeir félagar einnig hafa hitt Svein Björnsson sem þá var sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn og hann hvatt þá til ábúanda jarðarinnar og kom í ljós að hann vildi gjarnan leigja landið. Staðurinn var að vísu dálítið afskekktur en aðgerða en Sveinn hafði þá stundað golf í nokkur ár og þangað var kominn bærilegasti akvegur og ekki spillti var orðinn liðtækur kylfingur.Árbók íþróttamanna 1946 það heldur fyrir að strætisvagnar gengu þarna inn eftir – 1947, Reykjavík 1947, bls. 195.Mun Sveinn raunar og að sundlaugunum á stundarfjórðungs fresti. Að auki hafa verið fyrsti Íslendingurinn sem gekk í golfklúbb og var nothæfur sumarbústaður eða geymsluhús á svæðinu í stundaði íþróttina reglulega. eigu Einars Eyjólfssonar kaupmanns frá Hvammi í Landi Guðmundur G. Hagalín. Eldur er bestur, Reykjavík Þegar heim til Íslands kom sátu þeir Gunnlaugur og Valtýr ekki auðum höndum hvað golfið varðaði. Þeir kön- 1970, bls. 272 sem stóð leigutökum til boða. Ekki dró það heldur úr áhuga manna að um þetta leyti kom pakki til nuðu hverjir stunduðu íþróttina eða þekktu til hennar og sjálfsagt hefur það komið þeim á óvart hversu margir þeir læknanna frá Björkmann hinum sænska. Í honum reyndust vera nokkrar gamlar golfkylfur sem sá sænski hafði voru og hve spenntir menn voru fyrir hugmyndinni að stofna félag, koma upp velli og fara að leika golf af alvöru. safnað og sendi hingað sem gjöf.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
9
Gísli Halldórsson arkitekt teiknaði upp legu golfbrautanna í Laugardalnum eftir lýsingu Jóhanns Eyjólfssonar árið 1997, sextíu árum eftir að hætt var að leika á vellinum. Vallarsvæðið var í norðvesturhluta dalsins, þar sem helstu íþróttamannvirki borgarinnar er að finna.
Liðveisla listmálarans Þessir nýju möguleikar hleyptu Gunnlaugi og Valtý kapp í kinn. Þeir fengu golfáhugamenn einn af öðrum til fundar við sig þar sem stofnun golfklúbbs var rædd. Nutu þeir liðveislu og leiðsagnar Vestur – Íslendingsins Emile Walters sem var í golfklúbbi í heimalandi sínu og vissi hvernig starfið þar var skipulagt. Walter þessi var kunnur listmálari sem sýnt hafði verk sín víða um lönd og hafði selt málverk til fjölmargra listasafna. Hann var fæddur í Winnipeg árið 1893 en fluttist með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna þegar hann var 5 ára og átti heima þar eftir það.Fálkinn, 6.tbl. 3. árg. 8. febrúar 1930 bls. 4 Hjálpaði hann Gunnlaugi og Valtý m.a. að semja frumdrög að lögum fyrir væntanlegan golfklúbb og lagði þeim einnig lið við að setja niður á blað helstu reglur leiksins sem hafa þurfti í huga. Læknarnir höfðu ekki gleymt fyrirheitum þeim sem golfkennarinn í Kaupmannahöfn, Walter Arneson, hafði gefið þeim. Honum rituðu þeir bréf og fengu svar með næstu skipsferð. Hann ætlaði að standa við það sem hann hafði sagt, koma til Íslands og kenna golf ef því væri að skipta.
10
“Stórskotalið” á stofnfundi Undirbúningsstarfinu miðaði svo vel að 30. nóvember 1934 var blásið til fundar að Hótel Borg og þangað boðaðir þeir sem sýnt höfðu stofnun golfklúbbs mikinn áhuga. Mættu ellefu menn til fundarins og var þar sannarlega um að ræða “stórskotalið” – menn sem stóðu framarlega í íslensku þjóðlífi og voru líklegir til þess að láta til sín taka. Þeir sem mættu á fundinn voru eftirtaldir: Gunnlaugur Einarsson, læknir Valtýr Albertsson, læknir Ásgeir Ásgeirsson, fræðslumálastjóri Björn Ólafsson, stórkaupmaður Eyjólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari Hallgrímur Hallgrímsson, forstjóri Haraldur Árnason, kaupmaður Kjartan Thors, framkvæmdastjóri Magnús Kjaran, stórkaupmaður Sveinn Björnsson, sendiherra. Einhugur var á fundinum um að kominn væri tími til að stofna golfklúbb í Reykjavík. Þeir Gunnlaugur Einarsson, Valtýr Albertsson og Gunnar Guðjónsson voru kjörnir í undirbúningsnefnd að stofnun klúbbsins og jafnframt var
dastjóri, Guðmundur Hlíðdal landssímastjóri og Helgi H. þeim falið að vinna að því að fá Walter Arneson golfkenEiríksson skólastjóri. Á fundinum var einnig samþykkt að nara til landsins. Þremenningarnir létu hendur standa taka landssvæðið í Austurhlíð á leigu fyrir golfvöll og átti fram úr ermum þar sem aðeins hálfum mánuði eftir leiga fyrir það og húsið að vera 2.500 krónur á ári. Þá var undirbúningsfundinn var boðað til stofnfundar klúbbsins með bréfi sem sent var öllum þeim sem vitað var að hefðu einnig samþykkt að þeir sem hefðu skráð sig í klúbbinn áhuga á golfíþróttinni en rætt hafði verið við marga þeirra fyrir 6. janúar 1935 teldust stofnfélagar.Morgunblaðið 18. desember 1934 Þegar sá dagur rann upp höfðu 57 gerst áður en til fundarins kom. Í bréfinu var fyrst fjallað um félagar, greitt tilskilin gjöld og töldust því fullgildir félagar að golfiðkun færi í vöxt um allan heim, sökum heillandi – þeir fyrstu í golfklúbbi á Íslandi. og heilsubætandi áhrifa sinna. Hún ætti sérstakt erindi til Reykvíkinga sem ástunduðu miklar kyrrsetur og litla Á aðalfundinum voru klúbbgjöld ákveðin og var þeim hreyfingu. “Vér undirritaðir vorum nýlega til þess kosnir af nokkrum áhugamönnum um golf, að athuga möguleika skipt í nokkra flokka. Skyldu þeir sem kallaðir voru “hluttækir seniores” greiða fimmtíu krónur, “hluttæk” hjón áttu til þess að koma af stað golfíþróttinni hér í Reykjavík,” að greiða sextíu krónur, “hluttækir juniores” tuttugu og segir síðan í bréfinu. fimm krónur og “óhluttækir” félagar eina krónu. Til þess Af boðsbréfinu má einnig marka að undirbúningur að finna út hversu háar upphæðir þetta voru á nútímamælæknanna og annarra er þeir höfðu kallað til var vel á likvarða þarf að hafa einhverja viðmiðun og má nefna að veg kominn þar sem þess var getið að völ væri á ágætum á þessum tíma kostaði mánaðaráskrift að Morgunblaðinu og þaulvönum golfkennara sem gæti komið fljótlega 2 krónur. Árgjald hjóna var því sem svaraði til 30 mánaða eftir áramót til að kenna bæði innanhúss og utandyra áskriftar. Má af þessu ljóst vera að árgjald klúbbins var og aðstoða við að koma upp golfvelli. Þá er einnig hægt töluvert hærra en nú gerist og gengur og raunar mjög hátt að lesa úr bréfinu að þegar hefur verið búið að semja um á þessara tíma mælikvarða þegar ekki voru miklir peninað taka túnin í Austurhlíð og húsið þar á leigu þar sem gar í umferð og flestir áttu nóg með að hafa eitthvað að talað er um að fyrir hendi sé bæði húsnæði og landrými. bíta og brenna. Boðað var til stofnfundarins í Oddfellowhúsinu föstudaginn “Wally” naut vinsælda 14. desember og var dagskrá hans í sex liðum. Fundurinn átti að Hjólin voru byrjuð að snúast. hefjast með því að Sveinn BjörnsFljótlega eftir áramótin 1934 son sendiherra flytti erindi um – 1935 kom Walter Arneson golf, síðan var boðað að Gunngolfkennari til landsins og laugur Einarsson myndi skýra aflaði hann sér strax mikilla frá undirbúningsvinnu og sýnda vinsælda klúbbfélaga í mynd sem hann hafði tekið af Golfklúbbi Íslands sem og kennara við golfleik og að lokum annarra sem hann umgekkst. átti síðan að bera frumvarp til laga Var honum fljótlega valið undir fundarmenn og kjósa stjórn gælunafnið Walli og þekktu klúbbsins. Oddfellowhúsið við Vonarstræti þar sem fyrsti margir Reykvíkingar hann Allt fór svo sem ætlað var. Á tilsetGolfklúbburinn var stofnaður í desember 1934. undir því. Strax eftir komu tum tíma mætti hópur prúðbúinna hans til landsins byrjaði hann manna í Oddfellowhúsið. Guðað kenna innanhúss og mun mundur Hlíðdal landssímastjóri Hermann Jónasson þáverandi lögreglustjóri hafa útvegað var kjörinn fundarstjóri og Einar E. Kvaran bankabókari fundirritari. Þarna var samþykkt að stofna klúbb sem fékk húsnæði fyrir æfingarnar. Þar var hins vegar hvorki hátt til lofts né vítt til veggja og var því aðallega slegið í net sem nafnið Golfklúbbur Íslands og kjörin var fyrsta stjórn var rétt fyrir framan kylfinginn og æfð pútt á sæmilega hans. Gunnlaugur Einarsson læknir var kjörinn formaður, Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari ritari, Gottfred sléttu gólfi. En kennslan kom samt að góðum notum og undir leiðsögn Walla stigu margir sín fyrstu spor í íþrótBernhöf, sölustjóri gjaldkeri og meðstjórnendur Valtýr tinni þennan vetur. Walli hafði þó tiltölulega stuttan Albertsson læknir, Eyjólfur Jóhannsson, framkvæm-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
11
stans þar sem hann hélt aftur af landi brott 4. apríl með það loforð í farteskinu að koma aftur þegar næsta sumar. Kvöldið áður en hann fór var honum haldið samsæti sem um 40 klúbbmeðlimir sátu og þess getið að allir hafi skemmt sér hið besta. Sex holu völlur í Laugardalnum Strax á útmánuðum hófst undirbúningur fyrir sumarið. Sumarbústaðurinn í Austurhlíð sem leigður var sem klúbbhús var tekinn í gegn og girðingar umhverfis völlinn lagaðar og endurbættar þannig að ekki væri hætta á ágangi búfénaðar um sumarið. Völlurinn var skipulagður og reynt að útbúa teiga og flatir svo sem kostur var. Landsvæðið var um 6 hektarar og þar var komið fyrir sex holum.
12
Samanlögð lengd brauta var 1.130 metrar og ákveðið var að völlurinn yrði par 32. Til tals mun hafa komið að koma fyrir einni eða tveimur sandgryfjum á vellinum en horfið frá því þar sem slíkt var talin of mikil landröskun á leigujörð og eins vegna þess að menn voru sammála um að torfærurnar væru nógar þótt slíku yrði ekki bætt við. “Fyrsta, fimmta og sjötta braut lágu yfir djúpa og hættulega læki, fulla af álum og öðrum illfiski, er seiddu til sín bolta byrjendanna og skiluðu þeim ófúsir aftur.”Kylfingur 10. árg., Reykjavík 1944, bls. 43. Það voraði vel 1935. Bestur en elstu menn mundu. Á sumardaginn fyrsta gerði blíðviðri um land allt og hélst svo í langan tíma. Ekki ein einasta frostnótt, hvað þá meira og marga daga var hitinn í Reykjavík mældur í tveggja stafa
Fyrsta íslenska golfmyndin sem birtist í dagblöðum var frá vígslu golfvallarins í Laugardalnum 12. Maí 1935. Á myndinni eru félagar í Golfklúbbi Íslands og gestir þeirra. Aftasta röð frá vinstri: Kristinn Markússon, Johan Rönning, Bergur G. Gíslason, Karl Jónasson, Magnús Andrésson, Gottfreð Bernhöft, Daníel Fjeldsted, Valur Nordahl (veitingamaður), Sigurður Jónsson, Ásgeir Ólafsson, Ólafur Gíslason, Valtýr Albertsson, Sveinn Valfells, Guðmundur Ásbjörnsson, Haraldur Árnason, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson og Einar Pétursson. Miðröð frá vinstri: Ingibjörg Gísladóttir, Friðbjörn Aðalsteinsson, Gunnar Guðjónsson, Gunnlaugur Einarsson, Gourley frá Lever brothers, Sigurður B. Sigurðsson, Helgi Hermann Eiríksson og Unnur Pétursdóttir. Fremsta röð frá vinstri: Ólöf Möller Andrésson, Jóhanna María Bernhöft, Guðmunda Kvaran, Unnur Magnúsdóttir, Anna Kristjánsdóttir, Kristrún Bernhöft, Karitas Sigurðsson, Helga Valfells og Ágústa Johnson. Ljósm: Óþekktur./Úr myndasafni ISÍ
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
13
tölu.Morgunblaðið 12. maí 1935,bls. 4 Það var eins og veðurguðirnir hefðu sérstaka velþóknun á þeim sem voru að undirbúa golfvöllinn í Laugamýrinni. Strax og gras fór að gróa var völlurinn sleginn jafnt og þétt, auðvitað með orfi og ljá og svo vel gekk þetta allt saman að ákveðið var að vígja völlinn formlega og með hátíðlegri viðhöfn 12. maí og opna þá jafnframt klúbbhúsið til afnota fyrir félagsmenn. Þetta var á sunnudegi og veðurblíðan var söm við sig. Hæg norðanátt og glampandi skólskin allan daginn. Það var kannski eins gott því athöfnin við opnun golfvallarins tók langan tíma. Hún byrjaði á ræðuhöldum sem stóðu í um það bil klukkustund en að þeim loknum stilltu viðstaddir sér upp við klúbbhúsið í myndatöku. Síðan hófst gamanið fyrir alvöru og eftir dagskrá sem lýst var svo: “Kl. 15. Golfleikur félagsmanna í smáhópum (2 – 4). Þeir æfðustu byrja. Þess er vænst að hver hópur taki a.m.k. 1 gestanna með sér sem áhorfanda leikinn út. Kl. 15. Frjálsar veitingar. Félagar eru beðnir að gera pantanir sínar hjá bryta áður en golfleikurinn hefst, til þess að greiða fyrir afgreiðslu. Stjórn klúbbsins annast veitingar handa gestum.”Kylfingur. 1. tbl. 1. árg. júní 1935, bls. 9. Það kom í hlut formanns Golfklúbbs Íslands, Gunnlaugs Einarssonar, að flytja aðalræðuna við vígslu vallar og skála. Þar rakti hann aðdragandann að stofnun klúbbsins, þakkaði þeim sem mesta liðveislu höfðu veitt og hvatti fólk óspart til þess að kynna sér íþróttina og stunda hana sér til heilsubótar. “Ég held nú að öllum megi ljóst vera, hvert erindi golf á til okkar, sem flestir sitjum inni allan daginn eins og belja á bás og öndum að okkur bæjarrykinu, þegar við skjótumst í bíl milli húsa. Golf gefur okkur holla hreyfingu og loft í lungun í skemmtilegu umhverfi við spennandi leik sem samstillir vöðva og taugar og verður okkur ómetanleg og heillandi heilsubót og lífs-elexír, og það því meir, sem við iðkum það meir,” Kylfingur 1. tbl. 1. árg. Reykjavík, júní 1935, bls. 11 sagði Gunnlaugur í vígsluræðunni og vissulega átti læknirinn að vita hvað hann sagði. Gunnlaugur gerði einnig þá örðugleika sem við var að etja að umtalsefni í ræðunni. “Byrjunarörðugleikar eru að jafnaði talsverðir á hverju sem er, en líklega óvíða meiri en að koma af stað golfíþróttinni, því að til þess útheimtist svo afskaplega margt og kostnaðarsamt. Fyrst
14
þarf a.m.k. 50 vel stæða og fórnfúsa félaga. 2) góða kennslu (innandyra helst). 3) Því næst strax golfvöll og 4) klúbbhús. – Allt þetta höfum við fengið í dag. Við höfum um 70 félaga. Við höfum haft góða kennslu, við höfum fengið góðan golfvöll, þótt lítill sé, og húsið gæti verra verið. – En í stað þess að hafa golfvöll, sem er 18 hektarar að stærð og rúmar 18 holur, höfum við golfvöll, sem er aðeins 6 hektarar að stærð og rúmar aðeins 6 holur. Og í stað þess að klúbburinn eigi völlinn sjálfur, erum við hér leiguliðar til eins árs og borgum 2.500 krónur fyrir.”Kylfingur 1. tbl. 1. árg., Reykjavík, júní 1935, bls. 10. Þótt ekki fari af því sögum er ekki að efa að þeir sem sóttu vígsluhátíðina hafi skemmt sér hið besta við að fylgjast með þeim “æfðustu” leika listir sínar á vellinum og njóta þeirra veitinga sem í boði voru. Við tók tími þar sem annasamt var á vellinum og þeir sem eitthvað kunnu og voru klúbbfélagar notuðu langþráð tækifæri. Hópur af stálpuðum strákum fékk þarna vinnu við umhirðu vallarins eða sem kylfusveinar eða “kaddíar” eins og strax var farið að kalla þá og það var nóg að gera hjá Val Norðdahl sem ráðinn hafði verið vallarstjóri og átti jafnframt að sjá um veitingar í skálanum. Eitt af meginverkefnum hans var að sjá til þess að forvitnir gestir færu ekki inn fyrir vallargirðinguna eða inn í klúbbhúsið en allt frá upphafi voru klúbbfélagar beðnir að taka ekki gesti með sér þangað inn. Átti það við alla nema þá sem stjórn klúbbsins vildi bjóða með sér. Ástæða þessa banns var sögð sú að það væri leiðinlegt fyrir klúbbfélaga að koma þreyttir og þyrstir úr golfleiknum og fá þá ekki sæti í klúbbhúsinu fyrir forvitnum gestum. Sagt var að golfvellir væru slíkum lokaðir hvar sem væri í heinum en annað mál væri þótt séð væri í gegnum fingur með einum og einum nákomnum vini eða ættingja einhvers félaga. Aðgöngubann gilti hins vegar ekki fyrir útlendinga sem máttu koma ef þeir voru “introduced by” einhverjum félagsmanni. Kylfingur gullkista heimilda Svo mikill kraftur var í klúbbnum að ákveðið var að ráðast í að gefa út blað, einskonar félagstíðindi, og fékk það nafnið Kylfingur. Einum meðstjóranda í stjórn klúbbsins, Helga H. Eiríkssyni, var falin ritstjórn blaðsins og rækti hann það starf af mikilli alúð og áhuga. Í ritstjórnargrein fyrsta tölublaðsins segir að stjórn klúbbsins vilji láta prent og pappír geyma frásögn um þann sögulega viðburð að golfíþróttin sé komin til Íslands og flytja félagsmönnum prentaðar fréttir og upplýsingar fremur en að þylja það
upp á fundum. Fyrir bragðið eru til á prenti frásagnir af starfi klúbbsins og baráttu frumherjanna sem ella er hætt við að hefðu farið í glatkistuna að meira eða minna leyti. Alltaf sömu vandamálin Á þessum fyrstu dögum golfíþróttarinnar á Íslandi stóð ekki á því að andagiftin færi að svífa yfir teigum, brautum og flötum. Menn orðuðu hugsanir sínar og væntingar í íþróttinni í bundið mál og ljóst má vera af því sem þar var skráð að vandamálin sem margir áttu við að glíma eru hin sömu og eru til staðar enn þann dag í dag.
W. Phillip Scott einn af eigendum og framkvæmdastjórum enska fyrirtækisins Unilever Ltd. afhendir stjórn klúbbsins meistarabikarinn (Lever Challenge cup) sem keppt var um í fyrsta skipti árið 1935. Myndin er tekin 12. ágúst 1935 fyrir utan félagsheimili klúbbsins í Laugardal. Frá vinstri: Helgi Hermann Eiríksson, Gottfried Bernhöft, Gunnar Guðjónsson, Phillip Scott, Gunnlaugur Einarsson, óþekktur, óþekktur og Walter Arneson golfkennari. Úr safni: Borgarskjalasafn
Með hrifningu beindi eg kylfu að knött, svo kvað við í lofti og þaut við í eyra. En armurinn beygðist, eg hitti út í hött, þótt hæfði eg boltann, - hann sást ekki meira -. En samur var krafturinn, lundin ei lött, minn lífsóður hljómskær sem vorljóð að heyra. Ef golfleikur kveður mér samúð í sál og sungið eg get hvað sem þyrnunum líður, þá er hann það fjörefni, er fjaðrandi stál
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
15
fjötrar í taugum og lífsmagn oss sýður. Hann færir oss hamingju, fjörvar vort mál, vér finnum hvað lífið oss skipar og býður. Kylfingur. 2. tbl. 1. árg. Reykjavík júní 1935 bls. 17-18 Fremur lítið er vitað um hvernig aðstaða var á hinum fyrsta golfvelli á Íslandi. Sem fyrr greinir var um 6 hektara landssvæði að ræða í krikanum milli Þvottalaugavegar, Reykjavegar og Sundlaugavegar. Um svæðið liðaðist lítill lækur með volgu vatni sem kom úr sundlaugunum og víða á svæðinu voru skurðir sem grafnir höfðu verið til að þurrka upp landið enda var svæðið allt votlent. Völlurinn var nokkurn veginn þar sem Laugardalssundlaugin er nú og náði upp undir það svæði þar sem Laugardalshöllin var síðar reist. Golfskálinn stóð við Reykjaveg og var þar sem núna er norðurendi stúku Laugardalsvallarins. Þegar golfvöllurinn var þarna var svæðið kallað einu nafni Laugamýrarblettur eða Þvottalaugamýri.Páll Líndal: Reykjavík – sögustaður við Sund, 3. bindi, R-Ö. Reykjavík 1988 195 -198.
undan kylfing þínum; þú mátt aldrei drattast á eftir. Vertu kominn að boltanum á undan kylfingnum og bíddu þar. Þú átt að finna boltann og hafa hann vísan, svo eigandinn þurfi ekki að eyða tíma í að leita að honum.”Kylfingur 2. tbl. 1. árg. bls. 27 Þótt aðsókn að vellinum væri góð fyrst eftir að hann var opnaður virðist svo sem nokkuð hafi dofnað yfir henni þegar kom fram í júnímánuð. Meðal farþega sem komu með Brúarfossi frá útlöndum 12. júní var Walter “Walli” Arneson golfkennariAlþýðublaðið 12. júní 1935 og bjuggust menn við að mikið líf myndi færast í starfsemi klúbbsins með komu hans. Þótt félagar í klúbbnum væru
Regluverk St. Andrew’s Allt frá upphafi var ákveðið að reglur um golfleik á Íslandi skyldu vera hinar sömu og þá giltu um nær allan heim. Var þar um að ræða hinar konunglegu, fornu reglur St. Andrew’s (The Royal and Ancient rules of St. Andrew’s). Samkvæmt þeim mátti setja sérreglur fyrir hvern og einn golfvöll og voru þær tiltölulega fáar og einfaldar á Austurhlíðarvellinum en segja samt sína sögu um hvernig aðstaðan hefur verið þarna. Þar sagði m.a.: “Úr stungnum skurðum má kylfingur taka bolta sinn án viðurlags og láta hann falla hjá skurðinum í sama stað, en ekki nær holu. Taka má bolta úr moldarflögum án viðurlags, en ekki má láta hann falla nær holu. Ef símastaur eða staurstagur lendir í skotleið, má flytja boltann án viðurlags, en ekki nær holu. Ef bolti liggur á lækjarbakka þannig, að hann veður ekki sleginn, má flytja hann til án viðurlags, en ekki meira en tvær kylfulengdir og ekki nær holu.”Kylfingur 2. tbl. 1. árg. júní 1935, bls. 26 Þótt sérreglur fyrir völlinn væru fáar gilti ekki hið sama um reglur fyrir kylfusveina sem voru hvorki í fleiri né færri en 29 liðum. Þeim var m.a. stranglega bannað að blóta eða viðhafa ljótt orðbragð á vellinum og í húsinu, þeir máttu ekki af fyrra bragði tala við þá kylfinga sem þeir voru að vinna fyrir en aðalreglan var þó sú 18. í röðinni í siðabálki þeirra en þar sagði: “Vertu alltaf á
16
Rekstraráætlun Golfklúbbs Íslands fyrir árið 1937, árið sem klúbburinn flutti frá Laugardal á Öskjuhlíðarvöllinn. Eins og sjá má er gert ráð fyrir að mestu tekjurnar komi af heysölu.
orðnir milli 70 og 80 var það tæpast nóg til þess að standa undir rekstri og kennara og því var það að forráðamenn klúbbsins freistuðu þess að kynna hann og golfíþróttina betur. Klúbbstarfsemin hafði raunar litla athygli vakið og var nánast ekkert sagt frá því í fjölmiðlum þegar völlurinn var vígður og voru þó mörg stórmenni þar viðstödd. Á
þeim tíma var ekkert “Fólk í fréttum” í blöðunum hvað þá Séð og heyrt og það þótti frásagnarverðara en golfið að Pólverjar væru reiðir Frökkum vegna samnings sem þeir höfðu gert við Rússa, að Hitler lýsti því yfir að ófriður væri óhugsandi út af landamæramálum og að sauðaþjófar gengju ljósum logum vestur í Dalasýslu.
Helgi Hermann Eiríksson slær á 6. teig á Öskjuhlíðarvellinum og fjöldi manns fylgist með. Myndin var sennilega tekin á golfsýningu sem klúbburinn stóð fyrir árið 1938.
Ljósm: Borgarskjalasafn
Fyrstu skref í útbreiðslustarfi Til að bæta úr fréttaleysinu tóku golfklúbbsmenn það til bragðs að bjóða blaðamanni á Morgunblaðinu að heimsækja klúbbinn og varð Ívar Guðmundsson valinn til þeirrar ferðar. Gottfred Bernhöft gjaldkeri klúbbsins sótti hann niður í Aðalstræti og ók honum inn á golfvöll þar sem Helgi H. Eiríksson og Walter Arneson tóku á móti honum. Hinni ágætu vígsluræðu Gunnlaugs formanns var gaukað að blaðamanninum og góður hluti hennar síðan birtur í blaðinu. En eins og títt var og er um Íslendinga var þó forvitni blaðamannsins mest á því sem útlendingurinn hafði að segja. Vakti það athygli þegar Arneson sagði að Ísland væri næst síðasta þjóðin í heimi sem tæki að iðka golf – aðeins Rússar væru á eftir. Arneson fór mikinn í viðtalinu við Ívar og sagði að í hinni stóru Ameríku væri golf meira segja orðið viðurkennt fag í skólum og nemendum gefin einkunn fyrir rétt eins og í stærðfræði og sögu. Kvaðst hann hafa heyrt að Ásgeir Ásgeirsson fræðslustjóri hefði í hyggju að gera slíkt hið sama á Íslandi og gaf í skyn að það væri eins gott fyrir ungdóminn að fara að læra stafróf íþróttarinnar til þess að gata ekki á prófinu. “Eru nemendur yðar efnilegir gofiðkendur?” spurði blaðamaðurinn og ekki stóð á svarinu hjá Arneson: “Þeirri spurningu vil ég svara hiklaust játandi. Ég hef hvergi séð jafn áhugasama golfiðkendur og hér á landi og þó höfum við máltæki í Ameríku sem segir: “Ef golfíþróttin fer í bág við vinnu þína, þá hættu við atvinnuna.”
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
Um Wally En Wally var ekki aðeins okkar fyrsti ágæti golfkennari, sem kenndi íslenskum kylfingum rétt grip, réttar sveiflur og rétt hugarfar við golfleiki; hann kenndi einnig réttan félagsanda og kom af stað klúbblífi, sem kylfingar hér kunnu lítið til. Hann var aðlaðandi, lífsglaður ungur maður, sem öllum féll vel við, og tóku fyrir þá sök enn betur tilsögn hans og tillögum. Hann vann að því að þátttakendur í kappleikjum biðju úrslita í klúbbhúsinu, þeir er fyrr voru í leiknum, og fengu þannig vitneskju um sigurvegara og framhald keppninnar, kynntust og skemmtu sér stutta stund í stað þess að hver þyti heim til sín eða annara, jafnskjótt og hann var úr leik þann daginn. (Kylfingur 10. árg. 1944, bls. 41 -42)
17
miklar kyrrstöður, komist að raun um að golf er besta íþróttin, sem þeir iðka. Sama er að segja um húsmæður og skrifstofustúlkur. Ég efast ekki um að hér á eftir að ganga golf- alda, sem fer yfir allt landið og gerir hina oft svo þunglyndu Íslendinga glaða og hrausta.”Morgunblaðið 23. júní 1935 Og með þessum ummælum hitti Walli naglann á höfuðið. Það var hins vegar ekki alveg komið að því að tími golföldunnar væri kominn. Tæpast hundi út sigandi Þótt golfkennarinn gerði mikið úr því að hægt væri að leika golf í hvaða veðri sem væri reyndist sumarið 1935 íslenskum kylfingum þungt í skauti. Það var tæpast hægt að segja að eftir hið góða vor sem áður er lýst kæmi neitt sumar. Dag eftir dag rigndi svo á höfuðborgarsvæðinu að vart var hundi út sigandi og jafnvel áhugasömustu kylfingarnir lögðu varla í að fara út á völl. Kennarinn varð að láta sér lynda að sitja í kytru sinni í golfskálanum og hafa takmarkað að gera og strákarnir sem gáfu sig út fyrir að vera kaddíar þénuðu svo lítið að þeim fannst verr farið en heima setið að vera að fara út í vatnsveðrið. Sennilega hefur líka a.m.k. hluti vallarins verið svo blautur að þar hefur verið erfitt að leika golf. Skorkort frá Öskjuhlíðarvelli. Af því að dæma sem skrifað hefur verið á kortið virðist sem Rube Arneson hafi farið völlinn á 63 höggum í ágúst 1938.
Og ekki vafðist Arneson tunga um tönn þegar blaðamaðurinn spurði hvort veðurskilyrði væri ekki slæm á Íslandi. “Veðráttan er afleit á Íslandi að mínum dómi. En einn af hinum mörgu góðu kostum golfsins er sá, að hægt er að leika það í næstum hvaða veðri sem er, nema ef mikill stormur er og snjókoma. Þó að snjór sé á jörðu er það þó engan veginn til fyrirstöðu að hægt sé að iðka leikinn. Í Kanada er t.d. algengt að leikið sé á snjó og eru þá notaðir rauðir knettir í stað hvítra. Í vetur sýndi ég golf í janúar og febrúar hér í skemmtigarðinum án nokkurra óþæginda.” Og til þess að hvetja Íslendinga til þess að fara að stunda golf sagði kennarinn: “Erlendis hafa verslunarmenn og námsmenn, sem hafa
18
Hin endalausa rigningartíð orskaði doða í starfinu og kvartar Helgi H. Eiríksson ritstjóri Kylfings í blaði sem út kom í ágúst og segir að samheldnin í klúbbnum hafi orðið minni en ella. Slær samt á létta strengi og segir: “Afleiðingin af því hefir aftur orðið sú, að ekki hefir tekist að halda veðrinu eins góðu og æskilegt hefði verið. Félagsmenn hafa enn ekki lært að leika í rigningu og hliðra sér því hjá að fara í tíma eða til æfinga þegar slagviðri gengu. Þeir fáu, sem fóru til leika, fengu regndropa í augun þegar þeir rýndu eftir boltanum. Urðu þeir álútir við og grétu höfgum tárum, er dropinn rann úr auganu.”Kylfingur 3.tbl. 1. árg. ágúst 1935 , bls. 46 Bætir hann því svo við að ævi kennarans hljóti að vera ömurleg við þessar aðstæður og að það verði að teljast ólíklegt að hann haldist við á landinu öllu lengur. Því sé um að gera fyrir félagsmenn að flýta sér að fá þá kennslu sem þeir hafi ætlað sér meðan kennarans njóti við. Fyrstu mótin Til að reyna að hressa upp á félagsandann og þátttöku
í golfstarfinu var ákveðið að efna til kappleikja í klúbbnum. Fyrsta mótið mun hafa farið fram 14. júní og segir Arneson frá því í nefndu blaðaviðtali og talar þar um “samkeppni á holufleti” og hefur því væntanlega verið um holukeppni að ræða. Það mót vann Hallgrímur Hallgrímsson en í næstu sætum á eftir honum voru Karl Jónsson læknir og Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri.Morgunblaðið 23. júní 1935,
Helgi Eiríksson, meistari Golfklúbbs Íslands árið 1938 slær vígsluhögg Öskjuhlíðarvallar.
Ljósmyndari óþekktur/Borgarskjalasafn
Næsta mót í klúbbnum fór fram 18. ágúst. Allir félagar höfðu þátttökurétt í því, svo og þeir gestir sem þeir vildu taka með sér. Þegar keppnin var auglýst var tekið fram að keppt yrði hvernig sem viðraði en allir voru áminntir að klæða sig vel. Einnig var boðað að eftir keppnina gætu menn skemmt sér í klúbbhúsinu til miðnættis. Walter Arneson var fenginn til að skipuleggja keppnina og ákvað hann að mótið yrði það sem kallað var flaggakeppni. Fyrirkomulagið var þannig að hver og einn keppandi fékk flagg við upphaf keppninnar og einnig úthlutað höggafjölda sem hann mátti leika á. Sigurvegari taldist sá sem komst lengst með flaggið sitt. Arneson gerði raunar meira vegna mótsins. Hann sá um að koma vellinum í leikhæft ástand og ákvað forgjöf hvers og eins keppanda. Eins mun það hafa verið hlutverk hans að telja kjark í menn þegar þeir voru við það að bugast, eins og segir í lýsingu á mótinu.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
19
Mót þetta er talið vera fyrsta golfmót sem haldið hefur verið á Íslandi þar sem “keppnin á holufleti” sem fyrr hafði farið fram mun ekki hafa verið opin öllum til þátttöku. Var mikið um dýrðir þegar keppnisdagurinn rann upp og aldrei þessu vant sást þá til sólar í Reykjavík og hann hékk þurr allan daginn. 23 keppendur mættu til leiks og röðuðu sér upp fyrir framan klúbbhúsið. “Mátti sjá að mörgum var mikið niðri fyrir og fæstum stóð á sama.”Kylfingur. 4.tbl. 1. árg. Reykjavík, október 1935. Mótið hófst vitanlega með ræðuhöldum og var það varaformaður klúbbsins, Helgi H. Eiríksson, sem ávarpaði keppendur og gerði þeim grein fyrir því hversu mikinn tímamótaviðburð þeir voru að upplifa – fyrsta golfmótið á Íslandi. Arneson raðaði mönnum í hópa og fóru tveir og tveir út saman.
Klúbbhús Reykvíkinga Húsið er nú byggt. Er það krossbyggt, í því stór skáli, almenningur, tveir búningsklefar með hreinlætistækjum og kylfuskúffur, stjórnarherbergi, húsvarðarherbergi og eldhús á hæðinni. Uppi á lofti er geymsla og í kjallara geymsla, miðstöð, billiardstofa og finnsk baðstoða, sem nokkrir áhugamenn undir forustu formanns settu þar upp í 3 herbergjum, klúbbnum að kostnaðarlausu og gáfu síðar klúbbnum. Vatnsleiðsla var lögð eftir endilöngum golfvellinum og upp hæðina, með dælustöð við hæðarfótinn. En þótt upphaflega væri ætlunin að láta fágun hússins og húsbúnað að miklu leyti bíða og taka smátt og smátt, eftir ástæðum og getu, sættu menn sig ekki við það þegar til kastanna kom, og lögðu heldur fram gjafafé til að ljúka þessum hlutum að mestu þegar á fyrsta ári. (Lýsing á golfskálanum í Öskjuhlíðinni. Kylfingur 10. árg. 19944, bls. 46-47)
Tilkynning úr Morgunblaðinu 19. maí 1940.
20
Keppendum var úthlutað forgjöf. Þeir lægstu fengu 21 en þeir hæstu 58 í forgjöf. Sá sem komst lengst með flaggið sitt var Gunnar Guðjónsson en í öðru sæti varð Sigmundur Halldórsson. Hlaut Gunnar golfkylfu í verðlaun en Sigmundur sex golfbolta sem Arneson hafði hafði gefið til keppninnar. Sá sem lék á fæstum höggum, Magnús Andrésson, hlaut vindlakassa í verðlaun og að auki var þeim konum sem léku á fæstum höggum, Unni Magnúsdóttur og Ágústu Johnson veittir konfektkassar í verðlaun. Var þetta fólk sem sagt fyrstu verðlaunahafar á stórmóti í golfi á Íslandi. Með þessu móti var tónninn gefinn. Bæði höfðu keppendurnir skemmt sér vel og mun fleiri komið á völlinn en venja var til. Því var ekki beðið boðanna heldur skipuð kappleikjanefnd til þess að skipuleggja fleiri mót og var Gunnar E. Kvaran kjörinn formaður hennar. Jafnframt var skipuð dómnefnd sem skyldi hafa það hlutverk að skera úr um vafaatriði sem upp kæmu í kappleikjum. Magnús Andrésson var formaður hennar. Einnig var skipuð “handicap”-nefnd (forgjafarnefnd) til þess að koma skiplagi á forgjafarmál í klúbbnum en um sumarið höfðu félagar verið svo tregir að skila inn skorkortum að ekki var á þeim að byggja varðandi forgjöfina. Næsta mót á dagskrá var í raun meistaramót klúbbsins og var þar keppt um veglegan bikar sem W. Philip Scott einn af eigendum og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Unilevel Ltd. í London hafði gefið klúbbnum þá um sumarið og nefndist bikarinn hvorki meira né minna en “The Lever Challenge Cup.”Kylfingur. 3. tbl. 1. árg. Reykjavík, 1935; Morgunblaðið 17. ágúst 1935 bls. 7 Stóð bikarinn í klúbbhúsinu um sumarið svo og lítill bikar sem sigurvegari í mótinu átti að fá til eignar. Þegar kom að keppninni og bikarinn var tekinn úr hillu veittu menn því athygli að einhver hafði laumað miða ofan í hann og reyndist eftirfarandi vísa skrifuð á miðann:
Hýrum augum höldar renna heiðursbikars til. Ekki munu eldar brenna öllum þó í vil. Kylfingur 4. tbl. 1. árg. Reykjavík, október 1935 bls. 59.
tíðinda norður á Akureyri. Þar var boðað til stofnfundar golfklúbbs. Frumkvæðið að stofnun hans átti Gunnar Ellertsson Schram sem flust hafði norður árið 1924 og tekið þar við stöðu símstöðvarstjóra Landssímastöðvarinnar. Morgunblaðið 3. desember 1980 bls. 23 Ekki fer sögum af því hvernig og hvar Gunnar kynntist golfíþróttinni en ljóst má vera af árangri hans í komandi mótum að hann hefur kunnað sitthvað fyrir sér. Sjálfsagt hefur Gunnar leitað uppi þá Akureyringa sem áttu golfkylfur og voru að leika sér að því að slá golfbolta. Þegar svo fréttist norður að Golfklúbbur Íslands hefði verið stofnaður í Reykjavík fannst Gunnari ekki eftir neinu að bíða. Hann fékk þá séra Friðrik Rafnar og Jakob Frímansson síðar kaupfélagsstjóra KEA til liðs við sig. Þeir félagar höfðu samband við forsvarsmenn golfklúbbsins í Reykjavík og fengu frá honum lög og reglur og ýmislegt fleira sem tilheyrði því að stofna golfklúbb.
Hófst nú einskonar mótaröð, fyrst undirbúningskeppni, síðan holukeppni, þá höggleikur og loks holukeppni þar sem keppt var um titilinn og bikarinn góða. Þeir átta menn sem léku best í höggleik meistarakeppninnar kepptu til úrslita í holukeppni. Til úrslita í henni léku Helgi Eiríksson og Magnús Andrésson og fóru leikar svo að Magnús vann 3:1, varð þar með klúbbmeistari og fyrsti handhafi “The Lever Challenge Cup.”Kylfingur, 4. tbl. 1. árg. Reykjavík 1935 bls. 58. Af mörgum var Magnús nefndur fyrsti golfmeistari Íslands en formlega var ekki ekki keppt um þann titil fyrr á árinu 1942. Þegar Magnús vann þennan mikilvæga sigur var hann rúmlega þrítugur að aldri ( f. 6. okt. 1904) og var einn af stofnendum og forystumönnum í Golfklúbbs Íslands. Alla sína starfsævi starfaði Magnús hjá fyrirtækinu O. Johnson&Kaaber og var lengi einn af framkvæmdastjórum þess. Morgunblaðið 20. desember 1966, bls. Gunnar Schram var hvata14.
Hinn 19. ágúst 1935 boðuðu þremenningarnir til fundar í samkomuhúsinu Skjaldborg á Akureyri. 27 mættu til fundarins – allt karlmenn og margir þeirra broddborgarar á Akureyri. Fundarstjóri var kosinn Vilhjálmur Þór og Svanbjörn Frímannsson var fundarritari. Síðan var Gunnari Schram gefið orðið og eftir að hann hafði farið almennum orðum um golfíþróttina og gildi hennar sem skemmtilegrar og hollrar íþróttar fyrir unga sem eldri ræddi hann um hugsanlegt landmaður að stofnun GA. nám íþróttarinnar á Akureyri. Kom þá fram að undirbúningsnefndin hafði ekki setið með Það sem eftir lifði sumars efndi hendur í skauti. Búið var að tryggja að Walter Golfklúbbur Íslands til nokkurra móta Anderson golfkennari kæmi til Akureyrar og biði þar og kom það sér vel fyrir kylfingana að á höfuðdegi (29. upp á kennslu gegn því að greiddur yrði ferðakostnaður ágúst) skipti veðrið um ham. Stórrigningunum linnti hans og uppihald og einnig var búið að kanna möguleika og ágætt veður var fram undir veturnætur. Það var þó á að fá landssvæði undir golfvöll og höfðu undirtektir við kominn vetur í Reykjavík þegar síðasta mótið fór fram þeirri beiðni verið jákvæðar. Þegar Gunnar hafði lokið 20. október. “Frost var um nóttina og föl á jörðu, þegar byrjað var, en þiðnaði brátt undan áhuga manna og ákafa, máli sínu tók nafni hans Pálsson við en hann hafði lært og leikið golf í Vesturheimi. Útskýrði hann fyrir fundabroshlýju og hjartans yl kvennanna, geislum sólarinnar rmönnum hvernig golfleikur færi fram og helstu reglur og höggum kylfanna.”Kylfingur, 4. tbl. 1. árg. Reykjavík, sem menn þyrftu að kunna. október 1935 bls. 60. Síðan bar Vilhjálmur Þór upp tillögu. Þeir sem voru samþykkir því að stofna golfklúbb á Akureyri áttu að gefa merki. 27 hendur fóru á loft. Golfklúbbur AkureyDregur til tíðinda nyrðra rar hafði verið stofnaður. Síðan voru lög fyrir klúbbinn samþykkt samhljóða en þau voru sniðin eftir lögum Meðan reykvískir kylfingar voru að berjast við miðsumarsrigninguna og forblautan völl sinn í Reykjavík dró til Golfklúbbs Íslands. Einnig var samþykkt að árgjald fyrir
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
21
einstaklinga skyldi vera 20 krónur og 30 krónur fyrir hjón. Þá fór fram stjórnarkosning. Gunnar Schram var kjörinn formaður með 14 atkvæðum og með honum í stjórnina voru kosnir Jakob og Svanbjörn Frímanssynir. Kosningu í varastjórn hlutu Baldvin Ryel, Gunnar Pálsson og Vilhjálmur Þór. Frímann Gunnlaugsson og Gylfi Kristjánsson. Golfklúbbur Akueyrar 50 ára. Akureyri 1985, bls. 51. Golfvöllur við Glerá Akureyringar þurftu ekki að leita lengi að æskilegu golfvallarsvæði. Þar sem Glerá rann til sjávar voru tiltölulega sléttir bakkar og því kjörsvæði af náttúrunnar hendi. Akureyrarbær átti landið en það var leigt einstaklingi sem tók beiðni golfklúbbsmanna vel og veitti þeim aðgang að svæðinu. Fyrir lá einnig að ábúandinn ætlaði að segja upp samningi sínum um landið og hét Akureyrarbæ golfklúbbnum að hann fengi það til afnota til frambúðar án mikillar leigu. Þarna var raunar íþróttastarfsemi fyrir
22
þar sem bæði KA og Þór höfðu aðstöðu í grenndinni svo og Hestamannafélagið Léttir. “Sunnan við golfvöllinn voru bithagar nautpenings en hinummegin árinnar tóku hestamenn í Létti hross sín til kostanna.”Jón Hjaltason: Saga Akureyrar, IV bindi 1919 – 1940, Akureyri 2004 bls. 231. Á Oddeyrinni útbjó Golfklúbbur Akureyrar sex holu golfvöll. Lengsta brautin var 310 metrar og sú stysta 70 metrar. Samanlögð lengd brautanna var 1.030 metrar. Þótt völlurinn væri sæmilega sléttur voru aðstæðurnar frumstæðar. “Völlurinn niðri á Eyrunum var eiginlega ekki neitt neitt. Holurnar voru ekki nema 6 og allar mjög stuttar. Útbúnaður á vellinum sjálfum var nánast enginn, og holurnar skárum við t.d. með hníf svo dæmi sé nefnt. En ég man að við létum útbúa fyrir okkur einhverja potta til að setja í þær. Slátturinn á vellinum var mjög lítill og flatirnar slegnar með handsláttuvél öll árin þarna, en flatirnar voru ansi hæðóttar svo ekki sé meira sagt.”Viðtal við
Sigtrygg Júlíusson. Golfklúbbur Akureyrar 50 ára. Akureyri 1985, bls. 17-18. Aðeins níu dögum eftir að Golfklúbbur Akureyrar var stofnaður eða 28. ágúst var Walter Arneson, Willy, mættur á svæðið og dvaldist þar við kennslu næstu þrjár vikurnar. Þá þegar hafði klúbburinn fengið aðstöðu til inniæfinga en aðallega fór þó kennslan fram á Oddeyrarvellinum. Svo slæmt sem veðrið hafði verið í Reykjavík um sumarið tók þó steininn úr fyrir norðan dagana sem Wally var þar við störf. Það hellirigndi nánast upp á hvern einasta dag. En bæði kennarinn og nemendurnir létu sig hafa það þótt þeir “yrðu blautir í gegnum bein og merg við æfingarnar. Sýnir það hreysti og áhuga Norðlendinga.”Kylfingur 5. tbl. 1. árg. desember 1935.
Árið 1935 stóðu 27 menn að stofnun Golfklúbbs Akureyrar. Á myndinni hér að ofan má sjá marga af frumherjunum enda er myndin tekin á stofnárinu. Myndin birtist með nöfnum í Afmælisriti GA sem gefið var út í tilefni 50 ára afmælisins árið 1985. Frá vinstri: Skúli Helgason , Jóhann Kröyer, Helgi Skúlason, óþekktur (sennilega erlendur kylfingur), Kristinn Þorsteinsson, Brynleifur Tobíasson, Kristinn Guðmundsson, Jón Eiríksson skipstjóri Reykjavík, Gunnar Schram, Ásta S. Jónsson, Sverrir Ragnars, Jón Benediktsson, Óskar Sæmundsson, Einar Sigurðsson, Jakob Frímannsson. Myndin er sennilega tekin á fyrsta golfvellinum í Gleráreyrum og birtist fyrst í Kylfingi sama ár. Drengurinn lengst til vinstri er samkvæmt myndatextanum í afmælisritinu Skúli Helgason (f. 1926), sonur Helga augnlæknis. Á myndinni er Ásta Jónsson, hárgreiðslukona en hún var fyrsta konan til að leika golf í klúbbnum. Ljósm: Óþekktur. Úr myndasafni GA.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
23
Púttað á Öskjuhlíðarvellinum. Klúbbhúsið stendur upp á hæðinni. Á flötinni bíður sláttumaður eftir að kylfingar ljúlki leik. Ljósmynd: Óþekktur/Borgarskjalasafn
Takið verri kostinn Notið aðeins “putter” á flötum. Teigarnir eru til að “drífa” af. Leikið yfirleitt golf eins og það á að leika það. Völlurinn er fyrir alla kylfinga en ekki aðeins einn eða neinn einstakan. Reynið ekki að gera leikinn svo léttan eða auðveldan, að hann missi gildi sitt sem íþrótt. Ef þið eru í vafa, þá takið verri kostinn, og þið verðið ánægðari á eftir. Spyrjið sjálfa ykkur: Leikum við golf eða ekki? Og svarið síðan sjálf. (Úr leiðbeiningum sem settar voru upp við nýja golfvöllinn í Öskjuhlíð 1938)
24
Staðnæmst við Öskjuhlíðarsvæðið Sumarið og golfvertíðin 1935 var liðin. Viðburðarríkt ár að baki þar sem margt hafði gerst á skömmum tíma. Þótt hópurinn sem iðkaði golf væri ekki stór mátti ljóst vera að golfíþróttin var komin til að vera á Íslandi. Framtíðin var þó óráðin og þá einkum hvað varðaði aðstöðuna í Reykjavík . Með golfvellinum í Laugardalnum var tjaldað til einnar nætur – samningur við landeiganda átti að renna út fyrri hluta sumar 1937 og snemma þótti ljóst að hann yrði ekki endurnýjaður. Sá kostnaður sem Golfklúbbur Íslands lagði í við völlinn var því tapað fé ef svo má að orði komast og nauðsynlegt var að finna annað landssvæði þar sem hægt væri að koma upp golfvelli, helst til frambúðar. Forráðamenn klúbbsins og Walter Anderson kennari notuðu hvert tækifæri til þess að svipast um eftir heppilegu svæði en ekki komu margir staðir í nánd við þéttbýlið til greina. Staðnæmdust menn einkum við hina svokölluðu Mjóumýri sem var syðsti hluti Kringlumýrarinnar og við Öskjuhlíð. Þar þótti landslag henta einstaklega vel fyrir golfvöll. Um þetta svæði talaði Arneson í blaðaviðtali en vildi þó ekki nefna hvar það væri enda var þá klúbburinn ekki búinn að sækja um að fá það til afnota. “... ég hef fundið tilvalinn stað rétt utan við bæinn sem uppfyllir öll skilyrði sem krafist er af góðum golfvelli, jafnvel svo að útlendingar, sem hingað koma munu verða hrifnir af honum og hinu dásamlega útsýni sem þar er.” Morgunblaðið 23. júní 1935. Önnur svæði sem þóttu koma til greina en dæmdust úr leik vegna fjarlægðar voru upp við Vatnsenda, á Kjóavöllum og á Bessastaðanesi. Golfklúbbur Íslands lagði síðan formlega beiðni til bæjarstjórnar Reykjavíkur að fá land þetta til afnota og skilaði með henni langri og ítarlegri greinargerð þar sem sagði m.a. að klúbburinn hefði undanfarin ár leitað fyrir sér í nágrenni Reykjavíkur að hentugu landi og þótt ýmsir staðir hefðu verið teknir til athugunar þá væri þetta eini staðurinn sem allir væru sammála um að hentugur væri vegna legu og stærðar og því væri klúbbnum það kappsmál að fá rétt á staðnum sem framtíðarstað fyrir golfvöll. Farið var
fram á að klúbburinn þyrfti ekki að greiða neina verulega leigu fyrir landið og a.m.k. ekki á lakari kjörum en önnur íþróttafélög. Ljóst væri að leggja þyrfti í mikinn kostnað við að gera þarna nothæfan golfvöll og auk þess að reisa klúbbhús og áhaldahús uppi á hæðinni. Því betri sem kjörin yrðu hjá bænum þeim mun lægra yrði árgjaldið sem aftur þýddi svo almennari þátttöku. Og svo var vitnað til þess að bæjarstjórn Akureyrar hefði látið Golfklúbbi Akureyrar leikhæfan völl í té fyrir ekki neitt og þar af leiðandi gæti sá klúbbur verið með lægstu árgjöld í heimi. Kylfingur, 2. tbl. 2. árg. desember 1936. Hvort sem það var af því að Reykjavíkingar vildu ekki vera minni menn en Akureyringar eða af einhverju öðru þá gekk tiltölulega þrautalaust fyrir klúbbinn að fá landið á góðum kjörum. 8. júní 1936 var undirritaður samningur
milli hans og bæjarsjóðs Reykjavíkur. Fékk klúbburinn þarna 37,3 hektara landssvæði til afnota. Meginhluti þess voru óræktaðar mýrar en þarna voru líka túnbleðlar sem voru í notkun og þurfti klúbburinn fyrst um sinn að veita þeim sem höfðu af þeim nytjar aðgang að svæðinu. Þótt ljóst væri að mikið og kostnaðarsamt starf væri framundan við að gera þarna golfvöll var því fagnað með húrrahrópum þegar samningurinn náðist. Síðan settust menn niður og sömdu aðgerðaáætlun og fengu þeir Pálma Einarsson ráðunaut til að veita sér ráðleggingar um hvernig ræktuninni yrði best borgið. Fyrsta skrefið var að girða svæðið og það næsta að grafa skurði og ræsta fram mýrarnar, næstum alla Mjóumýrina og hluta Kringlumýrarinnar. Síðan átti að rækta landið í áföngum og var ákveðið að taka fyrir um 13 hektara eða um 40 dagsláttur strax sumarið 1936. Mikið verk var framundan: Það “þurfti að pl´gja, herfa, bera mikinn áburð á landið, sá í það grasfræ, valta, laga skurðkanta, veita vatni úr sandgryfjunni og gera hana gangfæra vegna stórgrýtis eða aurbleytu, gerða landið, era akvegi, gangveig, bílastæði, teiga á vellinum og flatir o.s.frv.Kylfingur 10. árg. 1944, bls. 4445. En þrátt fyrir allt amstrið sem var framundan voru menn bjartsýnir og fullir tilhlökkunar. “Er þess vænst að hægt verði að hefja leika á því næsta sumar. Þykir mörgum, sem fram hjá fara, landið fagurt á að líta, og hlakka til að geta farið að reyna sig á því,” var skrifað í málgagn klúbbsins.Kylfingur 2. tbl. 2. árg. desember 1936.
Samskipti við Arneson bræðurnar fóru fram með bréfasendingum og með símskeytum þegar mikið lá við.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
25
Anna Kristjánsdóttir tekur stöðu á fyrsta teig á Öskjuhlíðarvellinum.. Hún var eiginkona Gunnlaugs Einarssonar formanns auk þess sem hún varð tvívegis meistari klúbbsins. Ljósmyndari óþekktur/Borgarskjalasafn
Alltaf með rétta klukku Á aðalfundi 22. apríl 1941 var Jón G. Sólnes fundarritari og er vel við hæfi að bera niður í fundargerð hans: “... Þá hófust eldhúsdagsumræður. Gaf formaður fundarmönnum tækifæri til að skamma stjórnina og nefndir klúbbsins fyrir störf þeirra og framkvæmdir á síðastliðnu ári. Fyrstur reið á vaðið Óskar Sæmundsson. Hellti hann úr skálum reiði sinnar yfir formann keppnisnefndar og kvað hann hafa farið svívirðilega með sig í einni keppni síðastliðið sumar með því að vísa sér frá leik með mjög hæpnum forsendum að áliti Óskars. Helgi Skúlason varð til andsvara og sagði Óskar fara með helber ósannindi um það að forsendur fyrir frávísun hefðu verið hæpnar. Helgi sagði að Óskar hefði komið of seint og hann (Helgi) hefði alltaf rétta klukku, og vísaði Helgi frá sér öllum ásökunum Óskars um að hann hefði verið ranglæti beittur af keppnisnefnd. (Gylfi Kristjánsson og Frímann Gunnlaugsson: Golfklúbbur Akureyrar 50 ára, Akureyri 1985, bls. 57)
26
Helgi Skúlason
Æft í Mjólkurfélagshúsinu Það var mikill hugur í kylfingum í Reykjavík um veturinn. Snemma í febrúar kom Walter Arneson golfkennari til landsins eftir að hafa verið í löngu ferðlagi um Suður – Evrópu þar sem hann stundaði m.a. kennslustörf. Þá hafði Golfklúbbur Íslands þegar leigt tvö herbergi á annarri hæð í húsnæði Mjólkurfélagsins og hefur væntanlega náð góðum samningum þar sem framkvæmdastjóri félagsins, Eyjólfur Jóhannsson, var einn af forystumönnum klúbbsins. Annað herbergið notaði Arneson til kennslu en í hinu var æfingaaðstaða og auk þess setustofa þar sem félagar gátu sest niður, skoðað útlend golfblöð og rætt áhugamál sín. Skömmu eftir að Arneson hóf þarna kennslu kom blaðamaður Morgunblaðsins í heimsókn og segir hann að kennarinn hafi ljómað af áhuga væntalega vegna aðstöðunnar þarna og þá ekki síður vegna frétta af því hvað til stóð í golfvallarmálunum. Þegar blaðamaðurinn sagði sem svo við Arneson að hann hefði ekki gefist upp á því að kenna Íslendingum golf varð hann fljótur til svars: “Nei, síður en svo. Mér var sagt áður en ég kom hingað að Íslendingar væru fljótir til að taka upp allskonar nýbreytni, en að þeir væru líka fljótir til að missa áhugann þegar nýjabrumið væri farið af. En þetta hefir ekki reynst rétt hvað golfíþróttina snertir. Ég er nú búinn að vera hér í rúmt ár og daglega eykst áhuginn fyrir golfinu og ég er viss um að golfíþróttin á eftir að verða iðkuð allra íþrótta mest hér á landi.” Kálgarðarnir til trafala Gróska var í golfinu í Reykjavík sumarið 1936 enda viðraði þá töluvert betur en sumarið áður. Mót voru haldin með reglulegu millibili og þátttaka var yfirleitt bærileg. Þó varð að fella eitt fyrirhugað mót niður – fyrsta mótið sem halda átti fyrir konur. Mótsdaginn sást aðeins ein dama á vellinum, Jóhanna Pétursdóttir. “Spilaði hún við mann sinn, og var kappleikurinn þar með úr sögunni.”Kylfingur 2. tbl. 2. árg. desember 1936. Aðalmót sumarsins var einskonar meistaramót klúbbsins og lauk því með holukeppni þeirra sem lengst komust, Helga Eiríkssonar og Friðþjófs Johnson í lok september. Lauk þeim leik með sigri Friðþjófs sem þar með var sagður golfmeistari Íslands.
Völlurinn í Austurhlíð var í bærilegu ástandi allt sumarið. Helst að kálgarðar á svæðinu væru til ama en á mótum voru settar þær sérreglur að færa mátti vítislaust úr þeim og ef kúla týndist þar mátti taka nýja kúlu og láta hana falla á ákveðnum stöðum án refsingar. Þá var lækurinn sem rann um völlinn erfið hindrun og kostaði marga kylfinga aukahögg. Í hörðum átökum í einu mótanna varð kylfingi einum að orði: Ég vona og bið, þótt Valtýr minn sé vígkænn mjög og frækinn, að kúlan rambi í kálgarðinn og kastist fram í lækinn. Kylfingur, 2. tbl. 2. árg. desember 1936. Fleiri kýr en holurnar á vellinum Á ýmsu gekk hjá kylfingum í Reykjavík sumarið 1937 og sjálfsagt hefðu einhverjir gefist upp ef ekki hefði verið horft til betri tíma. Fyrri hluta sumars hafði Golfklúbbur Íslands afnot af vellinum í Austurhlíð og þar fóru fram nokkur mót. Völlurinn var þó ekki í besta standi enda lítið lagt í viðhald hans. Allir peningar sem klúbburinn hafði aflögu fóru í framkvæmdir á nýja vellinum. Eftir að leigusamningurinn um völlinn rann út 1. júní voru kylfingarnir á sannkölluðum hrakólum um tíma. Í Sogamýrinni höfðu á sínum tíma verið gerðar miklar jarðabætur og ræktuð tún fyrir kúabúskap Páll Líndal: Reykjavík. Sögustaður við Sund 3. bindi R – Ö, Reykjavík 1988, bls. 74. og þegar heyskap var lokið fékk klúbburinn afnot af nokkrum þeirra, við svokallaðan Útvarpsstöðvarveg skammt frá skeiðvellinum. Þarna var komið upp 6 holu velli sem var þó aðeins nothæfur í um hálfan mánuð, en þá “hurfu flögg og merki af vellinum í súldarveðri, en í staðinn komu um 20 kýr. En þar sem þær voru á sífeldu iði og auk þess fleiri en holur áttu að vera á vellinum voru sumir kylfingar óánægðir með skiptin.”Kylfingur 1.tbl. 3. árg. júlí 1937. Í ljós kom að sá sem hafði leigt klúbbnum landið hafði ekki rétt á slíku og landeigandinn hafði látið það öðrum í té til beitar. Voru því kýrnar rétthærri þarna en kylfingarnir sem urðu að hafa sig á brott. Þótt kýrnar yfirtækju völlinn í Sogamýrinni dóu menn ekki alveg ráðalausir. Komið var upp 9 holu velli á Bessastaðanesinu og auk þess lögðu menn leið sína á Kjóavelli og æfðu sig þar. En það var mikið ferðalag að fara á þessa staði. “Báðir eru þessir staðir of fjarri til daglegra leika, en ágætir fyrir “Picnic”, með golfleik inn á milli, um helgar,
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
27
Kylfingar fyrir utan elsta golfskálann í Vestmannaeyjum. Í miðið má sjá Helga Hermann Eiríksson. Ljósmyndari óþekktur/Borgarskjalasafn
hvort sem væri yfir sunnudaginn einn eða laugardag og sunnudag, og sofa í tjaldi eða tjöldum um nóttina. Ekki hefur orðið af framkvæmdum í því efni, og vilja sumir kenna vallarnefnd um” segir Kylfingur um þessa aðstöðu. Kylfingur 1. tbl. 2. árg. júlí. 1937. Pólitík kemur í spilið Ekki hafði Golfklúbbur Reykjavíkur mikla fjárhagslega burði til þess að standa undir framkvæmdum við nýja golfvöllinn. Til að byrja með var framkvæmdunum fleytt áfram með því að taka víxla og önnur skyndilán. Það dugði þó engan veginn til og á aukaaðalfundi klúbbsins haustið 1936 var samþykkt að veita stjórninni heimild til að taka stórt lán, 30 þúsund krónur, til þess að greiða skammtímaskuldirnar og fjármagna framkvæmdir við völlinn og væntanlegt klúbbhús. Stóð til honum til boða lán á hagstæðum kjörum frá Lífsábyrgðarfélagi Danmerkur
28
sem gerði það að skilyrði að fá veð í landinu og klúbbhúsinu og einnig að Reykjavíkurbær ábyrgðist lánið. Lagði klúbburinn beiðni um ábyrgðina fyrir bæjarstjórn. Ábyrgðarbeiðnin var tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi 21. janúar 1937 og var þar borin upp af bæjarstjóra. Í ljós kom að það var síður en svo sjálfgefið að skrifað yrði upp á fyrir klúbbinn og í umræðunum kom upp á yfirborðið það sem undir niðri hafði blundað hjá sumum allt frá því að golfíþróttin barst til landsins. Sagði Þjóðviljinn svo frá umræðum: “Einar Olgeirsson tók því næst til máls á móti lánsbeiðninni. Í félagi þessu væru aðallega efnamenn og það væri meira en einkennilegt ef bæjarstjórn færi að taka þessa ábyrgð á sig eftir að hafa áður skorið niður auknar fjárveitingar til barnaleikvalla og íþrótta. Væri eitthvað nær að koma upp leikvöllum fyrir börnin, sem ekkert
hefðu nema götuna, en að fara að styrkja heldri manna klúbb þennan.” Þjóðviljinn 22. janúar 1937. Alþýðuflokksmenn notuðu tækifærið til þess að flytja tillögu um að bærinn veitti ábyrgð öllum þeim félögum sem vildu koma upp leikvöllum og íþróttavöllum og var sú tillaga samþykkt með 7 atkvæðum gegn 6 en tillagan um ábyrgð fyrir golfklúbbinn felld, einnig með 7 atkvæðum gegn 6. “Eru það sjaldgæf málalok í bæjarstjórn Reykjavíkur og stöfuðu af því að nokkrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og einn greiddi atkvæði með vinstri flokkunum og móti borgarstjóra,” sagði Þjóðviljinn. Sama heimild.
þeim völl fyrir lítið og skapa þeim aðstöðu til inniæfinga. Um það hafði blaðið Verkamaðurinn, sem hafði sigð og hamar í blaðhausnum þetta að segja:
Nú voru góð ráð dýr og séð fram á framkvæmdir við völlinn myndu stöðvast og ekki verða af byggingu klúbbhússins. Vafalaust hafa stjórnarmenn í klúbbnum beitt bæjarstjóra og bæjarfulltrúa þrýstingi því svo fór að málið var tekið upp aftur. Urðu allsnarpar umræður um málið. Með því töluðu Stefán Jóhann Stefánsson, Ólafur Friðriksson og Bjarni Benediktsson en á móti Einar Olgeirsson, Guðmundur R. Oddsson og Jón Axel Pétursson. Við atkvæðagreiðslu var samþykkt að veita ábyrgðina. “Íhaldið hafði gert ráðstafanir til að tryggja sitt lið með því að láta þá 2 bæjarfulltrúa þess, er óþekkir voru seinast, ekki mæta nú,” sagði Þjóðviljinn.Þjóðviljinn 19. febrúar 1937 bls. 4.
Að danska láninu fengnu komst enn meiri skriður á framkvæmdir. En þá kom einnig upp ágreiningur innan klúbbsins. Stjórnin hafði fengið Sigmund Halldórsson til að teikna skála á golfvellinum og var sú teikning lögð fram og samþykkt á aðalfundi klúbbsins. Gert var ráð fyrir stóru og veglegu húsi og fengið tilboð í bygginguna frá Jóni Bergsteinssyni múrarameistara og hljóðaði það upp á 18.600 krónur. Meirihluti stjórnarinnar taldi rétt að ganga að tilboðinu enda væri nauðsynlegt fyrir klúbbinn að hafa yfir að ráða húsi þar sem væri góð veitingaaðstaða, unnt að geyma kylfur og áhöld og ekki síst að hafa þar aðstöðu til æfinga og kennslu innandyra. Aðrir töldu hins vegar í alltof mikið ráðist með byggingu svo á svo stórum skála. Það væri nóg að hafa sæmilegan óupphitaðan skúr á svæðinu þar sem kylfingar gætu leitað skjóls. Enn aðrir vildu að farið yrði bil beggja – að byggður yrði sæmilegur skáli sem hægt væri að byggja við þegar og ef fjárráð leyfðu.
Það hljóp sem sagt pólitík í málið um stundarsakir. Viðhorfin að golf væri tómstundagaman ríka fólksins voru ekki ný á nálinni og höfðu sést á prenti áður. Þannig þótti sumum Akureyringum það skjóta skökku við að bærinn veitti kylfingum stuðning bæði með því að leigja
“En meðan verkamenn eru sviknir um atvinnu, meðan fátækum bændum og verkamönnum eru skammtaðar lífsnauðsynjar sínar, eru gerðar óvenjulegar ráðstafanir til þess að “rassvasaliðið” geti spilað golf allan veturinn (inni)!!!” Verkamaðurinn 13.tbl. 16. árg. Akureyri 15. febrúar 1936. Deilt um stærð og gerð klúbbhúss
Bitið í skjaldarrendur Eftir mikinn undirbúning á báða bóga var loks lagt til orrustu sunnudaginn 4. október kl. 1 ½ síðdegis. Var veður drungalegt og himinn blóði drifinn. Barist var lengi dags af hinni mestu grimmd og mættust márar og rauðserkir sem villtir væru. Brutu þeir vopn sín, bitu í blýantana og grenjuðu. Mátti ekki á milli sjá hverjir sigra mundu. Leit um tíma út fyrir, að um langvarandi ófrið yrði að ræða, en þá skárust stórveldin í leikinn. Við athugun mála dæmist rétt vera, að Franco hefði eitt högg að forgjöf og hefði vinning á þeirri holu. Réði það úrslitum ófriðarins og var uppreisnarmönnum dæmdur sigur. Þóttust þeir vel hafa gert, en rauðliðar báru harm sinn í hljóði. Ákveðið var að afhenda sigurlaunin, graut (eða súpu) og brauð m.m., laugardaginn 31. október. Skyldu rauðliðar afla brauðsins einir, en hvorir tveggja njóta. (Lýsing Kylfings á bændaglímu í Golfklúbb Íslands. Bændur voru Friðjófur Johnson og Magnús Andrésson
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
29
Keppni við sjálfan sig “Fyrir hvern einasta kylfing er leikurinn í raun og veru stöðug keppni, hvort sem hann leikur einn eða við aðra, fullkomin íþróttaæfing, holu eftir holu yfir allan völlinn. Kylfingurinn leitast við að koma höggafjölda sínum á hverri holu niður úr því venjulega og höggafjöldanum á heilum hring sömuleiðis. Hann keppir stöðugt að því að komast eins nálægt “Bogey” vallarins og unnt er. Hann er því við hvert einasta högg í stöðugri keppni við sjálfan sig og við völlinn, sem hann leikur á. Þessi keppni, þessi eilífa glíma, seiðir hann og dregur út á völlinn aftur, hvenær sem hann kemst höndum undir, til þess að reyna að gera betur en síðast. Þegar tveir eða fleiri leika saman, keppa þeir einnig hver við annan, og eins þótt ekki sé um reglulega kappleiki að ræða.” (Kylfingur 4. tbl. 5. árg. desember 1939. Hvað er golf ?, bls. 49)
Fyrir fólk á öllum aldri “Fólk getur byrjað að leika golf á hvaða aldri sem er, en maður er óhjákvæmilega stirður ef maður byrjar eldri en sjötugur. Best er að byrja innan við fermingu, því þá getur líkamninn best lagað sig eftir leiknum og fyrsta flokks kylfingar verða fáir, sem ekki byrja ungir. Á hinn bóginn geta menn orðið sæmilegir kylfingar, þótt þeir byrji ekki fyrr en 50 – 60 ára, haft ánægju af leiknum og fengið í honum nauðsynlega hreyfingu, dægrastyttingu og félagslíf. Og fyrir fullorðna menn er golf eina hentuga íþróttin, því þeir geta þar skammtað sér sjálfir gönguhraðann og áreynsluna, eftir aldri og þoli.” (Kylfingur 4. tbl. 5. árg. desember 1939. Hvað er golf ?, bls. 54)
30
Niðurstaðan varð sú að boða til auka-aðalfundar og leggja málið fyrir hann. Þar kom fram tillaga um að halda byggingu skálans áfram samkvæmt upprunalegum áforum og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Sú ákvörðun varð til þess að Ásgeir Ólafsson ritari klúbbsins og Friðþjófur O. Johnson meðstjórnandi sögðu sig úr stjórninni og var ákveðið að Helgi Eiríksson og Gottfreð Bernhöft tækju þar sæti þeirra. Að þessum málalokum fengnum var haldið áfram með bygginguna. Framkvæmdir töfðust þó í allnokkurn tíma þar sem ekkert timbur var fáanlegt í landinu um skeið. Framkvæmdirnar þokuðust áfram en þær lutu sömu lögmálum og byggingar hafa löngum gert á Íslandi – kostnaður fór fram úr áætlun. Var leitað ýmissa ráða til þess að afla fjármuna og segir svo í Kylfingi um það mál. “Í viðbót við það erfiði, umstang og fyrirhöfn, sem stjórnin og ýmsir nefndarmenn höfðu haft við framannefndar framkvæmdir, bættist nú það, að útvega fé til þeirra, er gerðar voru utan áætlunar. Var það lítið öfundisvert starf en stjórnin, og þó aðallega nokkrir meðlimir hennar, gengu að því með hinni sömu atorku og ósérplægni, og einkennt hefir öll störf þeirra fyrir klúbbinn. Fengu þeir safnað gjöfum og samskotum umfram allar vonir, og verður að segja það klúbbfélögum og öðrum, er til var leitað, til maklegs lofs, að þeir brugðust yfirleitt vel við þessum málaleitunum, og því betur, þegar tekið er tillit til þess, að ástand er erfitt hjá atvinnuvegunum og viðskiptalífinu yfirleitt.”Kylfingur 4. tbl. 3. árg. desember 1937. Langþráð stund rennur upp Að morgni 8. ágúst 1937 rann upp stund sem félagar í Golfklúbbi Íslands höfðu lengi beðið eftir. Þá var farið að leika á nýja vellinum. Ástand hans var raunar miður gott þar sem sumarið hafði bæði verið kalt og votviðrasamt og að auki var töluvert kal í túnum og þeim brautum sem búið var að koma upp. Vallarnefndin hafði því haft í mörgu að snúast það sem af var sumri en það var m.a. hlutverk hennar að sjá um umhirðu vallarins og slá túnin og hún átti líka að koma í verð þeirri töðu sem af þeim fékkst. Var sagt að mikið hefði verið haft fyrir heyþurrkun en taðan var hins vegar minni en efni stóðu til og þar með líka tekjurnar af sölu hennar. En menn létu sig hafa það þótt þeir blotnuðu í fætur og þyrftu að “...vaða völlinn í hné eða jafnvel í klof, vegna bleytu”.Kylfingur 1. tbl. 4. árg. 1938. Efnt var til móts með því fyrirkomulagi að leiknar voru 18 holur en síðan dregnar út 6 holur og skorið á þeim látið gilda. Var Helgi Eiríksson sigurvegari á þessu fyrsta móti á vellinum en Gunnar Kvaran í öðru sæti. Þótt ekki væri búið að opna eða vígja völlinn formlega rak síðan hvert mótið annað og var þar meistaramót klúbbsins viðamest. Það hófst 19. september og lauk 26. september með sigri Helga Eiríkssonar sem lék til úrslita við ungan kylfing
Fyrsta klúbbhús Golfklúbbs Íslands var sumarbústaður í Laugardalnum. Hann stóð við Reykjaveg þar sem félagið kom fyrir sex golfbrautum. Ljósmyndari óþekktur/Borgarskjalasafn
sem síðar átti eftir að koma mikið við sögu golfíþróttarinnar á Íslandi, Þorvald Ásgeirsson. Að þessu sinni var það látið nægja að titla sigurvegarann golfmeistara Golfklúbbs Íslands en ekki golfmeistara Íslands eins og gert hafði verið árin áður. Konungleg vígsluathöfn Þótt byrjað væri að leika á vellinum og skálinn væri tilbúinn var beðið rétta tækifærisins til þess að taka mannvirkin formlega í notkun. Þegar fréttist að von væri á Friðriki ríkiserfingja og Ingiríði kónprinsessu í opinbera heimsókn til Íslands sumarið 1938 þótti sjálfsagt að fara þess á leit við hið konungborna fólk að það sýndi golfíþróttinni þann sóma að annast vígsluna og þá ekki síst vegna þess að einhverjum var kunnugt um að a.m.k. prinsessan kynni eitthvað fyrir sér í íþróttinni. Þótt mikið væri um að vera hjá kóngafólkinu í Íslandsheimsókninni, þau þyrftu víða að fara og margt að vígja og opna, þá féllust þau á að prinsessan kæmi smástund við í Öskjuhlíðinni á síðasta degi heimsóknarinnar, 1. ágúst, áður en þau stigu um borð í Dronning Alexandrine og héldu af landi brott. Töluvert tilstand var vegna vígslunnar. Öllum félögum í golfklúbbnum var boðið til samkomunnar svo og fyrirmönnum bæði lands og Reykjavíkurborgar. Athöfnin
hófst klukkan fimm síðdegis og áður en Ingiríður ók í hlað höfðu boðsgestirnir raða sér upp inni í skálanum – ráðherrar, sendiherrar, bæjarstjórnarmenn og síðast en ekki síst klúbbfélagar. Úti á hlaði beið Gunnlaugur Einarsson formaður klúbbsins og sérstök undirbúningsnefnd og þegar prinsessan og prinsinn mættu fylgdi hersingin henni inn í skálann þar sem þeim var vísað til sætis og viðeigandi ræðuhöld hófust. Gunnlaugur gerði grein fyrir velli og skála og Guðmundur Ásbjörnsson forseti borgarstjórnar Reykjavíkur mærði golfíþróttina fyrir hollustu og golfklúbbinn fyrir framtakssemi. Prinsessan reis síðan á fætur og gekk að borða sem hélt saman íslenskum fánum og klippti á hann. Þegar fánarnir féllu til hliðar blasti við hilla þar sem öllum verðlaunabikurum klúbbsins hafði verið komið fyrir. Mælti þá prinsessan að því sagt var á hreinni og hljómfagurri íslensku: “Ég óska Golfklúbbi Íslands gengis og farsældar.”Morgunblaðið 3. ágúst 1938, bls. 6. Svo mörg voru þau orð. Séra Friðrik Hallgrímsson steig síðan fram og bað viðstadda að hrópa ferfalt húrra fyrir hinum tignu gestum. “Gerðu menn það rösklega og vel, og voru prýðilega samtaka.”Kylfingur 1.tbl. 4. árg. september 1938. Síðan var gengið út á fyrsta teig. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman og fylgdist með enda veður ágætt þennan dag. Kom nú að því að vígja völlinn á þann hefðbundna
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
31
Helgi Eiríksson slær af fjórða teig á Öskjuhlíðarvellinum. Vatsngeymir Reykvíkinga, sem enn stendur sunnan við gamla sjómannaskólann blasir við frá teignum.
32
hátt sem tíðkast við vígslu golfvalla – að slá vígsluhöggið. En þegar fá átti prinsessunni kylfu í hönd og té-a fyrir hana kúlu kom það babb í bátinn að hún færðist undan. Sagðist ekki hafa leikið golf í fjögur ár og hefur ugglaust hugsað sem svo að það væri vandræðalegt ef höggið geigaði og hún myndi “slæsa” eða “húkka” boltann inn í áhorfendaskarann. Gunnlaugur formaður dó ekki ráðalaus. Hann kallaði einfaldlega til klúbbmeistarann, Helga Eiríksson, og fól honum að slá vígsluhöggið. Síðan var sussað á áhorfendur. Helgi stillti sér upp og sló – ekki einn bolta heldur tvo og hitti vel.
Sérstaklega seinni boltann sem sveif í tignarlegum boga alla leið inn á flötina á fyrsta teig, 250 metra. Sennilega hafa vígsluhöggin hrifið prisessuna svo að hún gaf sér tíma til þess að staldra örlítið lengur við og spjalla við nærstadda. Kom þar tali að formaðurinn spurði hvort hún vildi gerast heiðursfélagi Golfklúbbs Íslands “...og tók hún því mætavel”.Kylfingur 1. tbl. 4. árg. 1938. Heiðursskjal sem fylgir slíkum útnefningum var ekki til staðar en prinsessan fékk það síðar sent í pósti.
Það kom fljótt í ljós að þótt að deilur hefðu risið um stærð og mikilfengleik klúbbhússins þá sannaði það fljótt ágæti sitt. Klúbbfélagar nutu þess að sitja þar og spjalla saman og margir þeirra urðu til að bregða sér í finnskt sánabað sem var í kjallaranum og hver og einn gat fengið aðgang að einu sinni í viku. Ráðskona var fengin til þess að annast rekstur hússins og var hún að sögn Kylfings mesti röskleika kvenmaður “... sem heldur húsinu tandurhreinu og sér um saklausar veitingar, þegar fundir eru og langvarandi kappleikar eða æfingar, svo að félagsmenn gerast þreyttir og þyrstir og þurfa hressingar með. Hefir búskapur þessi gengið blessunarlega að öðru leyti en því, að ráðskonan afsagði að búa lengur í klúbbhúsinu eftir að golfkennarinn hætti að sofa þar.”Kylfingur 1. tbl. 4. árg. september 1938. Jafnvel sykurmoli hélst þurr
Afleiðingar styrjaldarinnar birtust með ýmsu móti. Ein þeirra var skortur á golfboltum.
Nýi golfvöllurinn gjörbreytti aðstöðu kylfinga til að stunda íþrótt sína. Á hluta vallarins var bleyta mikið vandamál en af miklum dugnaði og atorkusemi var ráðist þar í landþurrkun og haustið 1937 og um vorið 1938 voru þar grafnir skurðir og lögð ræsi samtals um tveir kílómetrar að lengd auk þess sem skurðir á jaðri vallarins voru dýpkaðir og bættir. Landið var það rúmgott að vorið 1938 var útbúinn sérstakur sex holu völlur á neðri hluta þess, í Lágumýri, og leikið þar um tíma meðan aðalvöllurinn var að gróa og þorna. Þótti allt þetta takast vel og völlurinn var svo vel þurr um sumarið að sagt var að þótt þar hefði verið settur sykurmoli á brautir hefði hann ekki dregið í sig deiglu.Kylfingur 1. tbl. 4. árg. september 1938. Auk framkvæmda á vellinum var vegurinn upp að golfskálanum breikkaður og allt umhverfi hans fegrað. Var skálinn eitt stærsta samkomuhúsið í Reykjavík og varð brátt eftirsóttur til leigu fyrir skemmtanahald og samkomur af ýmsu tagi og gaf þannig af sér töluverðar tekjur þegar frammí sótti. Rube tók við af bróður sínum Sem fyrr greinir var Walter Arneson fyrsti golfkennarinn sem kom til Íslands og átti þátt í að koma golfíþróttinni á legg í landinu. Þolinmæði hans að stunda kennsluna við þær aðstæður sem boðið var upp á og aðstoð hans við að koma vallarmálum og ýmsu öðru sem heyrði golfinu til verður sennilega seint fullmetið.Varla hefur hann
orðið hökufeitur af Íslandsdvölinni þar sem Golfklúbbur Íslands hafði ekki mikla burði til þess að greiða honum laun og vitað er að þegar hann fór til kennslu á Akureyri var þóknun hans aðeins ferðir og uppihald. Þætti “Wally” í golfkennslu á Íslandi lauk á árinu 1937 en snemma í janúar 1938 kom nýr kennari til starfa. Sá var bróðir Wally, Rube Arneson. Hann hafði þá starfað sem golfkennari í Danmörku um nokkurra ára skeið og einnig komið að uppbyggingu golfvalla þar. Þeir bræður voru ættaðir frá Kalifornu og þar hafði Rube m.a. unnið sér það til frægðar að hafa kennt leikaranum og söngvaranum góðkunna Bing Crosby golf. Þegar Rube var spurður að því blaðaviðtali nokkum dögum eftir að hann kom til landsins hvað hefði ráðið því að hann ákvað að koma til Íslands svaraði hann því til að bróðir hans hefði orðið svo hrifinn að landi og þjóð að hann hefði ákveðið “...að reyna hvað hæft væri í öllu lofi hans um Ísland, áður en ég færi aftur til Ameríku. Verð ég að segja að eftir því sem ég enn hef séð finnst mér hann hvergi hafa of mælt”. Morgunblaðið 23. janúar 1938 bls. 7. Og rétt eins og “Wally” varð Rube fljótur að vinna hug og hjörtu íslenskra kylfinga og átti eftir að marka sín spor í sögu íþróttarinnar á Íslandi. Var hann rétt búinn að ná sér af sjóriðunni eftir siglingunna með Brúarfossi til Íslands þegar hann hóf kennslu í golfskálanum við Öskjuhlíð undir kjörorðunum “Lærið golf á veturna, leikið golf á sumrin.” Í einu herbergi hússins var komið upp segli sem
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
33
Helgi Eiríksson púttar á 6. flöt Öskjuhlíðarvallar árið 1938. Ljósmyndari óþekktur/Borgarskjalasafn.
Andleg áreynsla Þótt golf sé indælis skemmtun og líkamleg heilsulind með ágætum, þá tel ég víst, að hið andlega uppeldi íþróttarinnar sé ekki minna virði. Sérhver kylfingur, sem vill leika sæmilega og ber nokkra virðingu fyrir sjálfum sér, verður að kynna sér allar reglur golfsins, ekki aðeins leikreglurnar, heldur einnig siðareglurnar og fara eftir þeim. Hann mun þá komast að raun um að golf er andleg áreynsla ekki síður en líkamleg og iðka það sem þjálfun ekki síður en skemmtun. (Kylfingur 6. árg. 1940: Golfmenning, bls. 9)
34
hægt var að slá í og þarna kenndi Rube sveifluna og annað sem að gagni mátti koma. Sagði hann raunar sjálfur að golfæfingar innanhúss væru besta leikfimi sem hægt væri að hugsa sér. Er ekki að orðlengja það að mikil aðsókn var að tímunum hjá Rube og þeir vafalaust undirstaða mikilla framfara sem íslenskir kylfingar tóku að sýna. Auk kennslunnar veitti Rube góð ráð varðandi völlinn m.a. hvar og hvernig ætti að koma fyrir sandgryfjum og öðrum hindrunum. Rube þótti mjög eljusamur og kom það því á óvart þegar hann bað um frí mánudaginn 12. september. Var það auðfengið en þegar menn fóru að kanna hverju sætti kom í ljós að hann notaði daginn til að gifta sig. “Hann hafði þá nappað eina af okkar indælu ungu stúlkum, hálfbakaðan kylfing, er hét Klara Friðfinnsdóttir (því nú heitir hún víst Mrs. Arneson), og giftu þau sig í hvelli fyrrnefndan dag, hér um bil þegjandi og sennilega hljóðalaust,” sagði Kylfingur. Prílað yfir girðingar í boltaleit Að ógleymdri vallar- og skálavígslunni var sumarið 1938 tíðindaríkt hjá Golfklúbbi Íslands. Félögum fjölgaði jafnt og þétt og þegar leið á sumarið var völlurinn fullskipaður ef veður var sæmilegt. Kunnu menn sér vart læti vegna hinnar breyttu og bættu aðstöðu. Ekki voru þó allir jafnhrifnir. Í vallarjaðrinum voru sums staðar kartöflugarðar og þótti eigendum þeirra nóg um þegar kylfingar voru að príla yfir girðingar og leita að boltunum sínum
í görðunum. Hvað svo rammt að þessu að stjórn klúbbsins sá sig tilneydda til þess að gefa fyrirmæli um að með öllu væri óleyfilegt að fara inn á annars manns land til að leita að bolta. Kylfingur 2. tbl. 4. árg. desember 1938. Mörg mót voru haldin um sumarið, byrjað á hvítasunnudag og endað að veturnóttum. Hápunktur mótahaldsins var meistarakeppnin. Þar sigraði Helgi Eiríksson í úrslitaleik við Hallgrím F. Hallgrímsson. Ekki fyrsti íþróttasigur Helga því á yngri árum var hann einn besti frjálsíþróttamaður landsins og Íslandsmethafi bæði í hástökki og grindahlaupi Árbók frjálsíþróttamanna 142 -43, Reykjavík 1943, bls. 62-63. og var að auki liðtækur knattspyrnumaður með Víkingi. Var hann sem sagt einn þeirra sem hafði íþróttir í skrokknum á sér eins og það var orðað. Merkilegast við mótahaldið 1938 var þó að efnt var til sérstakrar meistarakeppni kvenna en þátttaka kvenna í íþróttinni hafði vaxið jafnt og þétt. Til úrslita í kvennakeppninni léku þær Herdís Guðmundsdóttir og Jóhanna Pétursdóttir. Herdís vann sigur og varð þar með fyrst kvenna til þess að bera meistaratitil í golfi á Íslandi. Herdís var raunar enginn nýgræðingur í golfinu – hafði stundað það af kappi um langa hríð með eiginmanni
sínum, Valtý Albertssyni lækni. 15 fermetra golfskáli á Akureyri Víkur nú sögunni annað, fyrst landveg til Akureyrar og síðan sjóveg til Vestmannaeyja. Nyrðra létu menn ekki deigan síga á Gleráreyrum. Þar var fyrsta mót hins nýstofnaða golfklúbbs haldið snemma sumars 1937 og mættu til þess tíu kylfingar. Þrjár umferðir voru leiknar á sex holu vellinum og fóru leikar svo að Gunnar Schram formaður klúbbsins og frumherji vann sigur, lék á 91 höggi en í öðru sæti varð Sigurður Eggerz bæjarfógeti og fyrrverandi ráðherra sem lék á 97 höggum. Vorið 1938 fékk klúbburinn aukið landssvæði og var völlurinn stækkaður í níu holur. Það hafði ekki bara kosti í för með sér heldur einnig galla þar sem brautirnar lágu nokkuð þétt saman og sköruðust á nokkrum stöðum. Um vorið var ákveðið að leggja út í þá framkvæmd að girða völlinn og byggja á honum skúr eða fataklefa eins og hann var kallaður. Var ákveðið að byggingin yrði 3 x 5 metrar eða fimmtán fermetrar og barst tilboð í að reisa hann, annars vegar 550 krónur ef hann væri óþiljaður og hins vegar 700 krónur ef hann væri þiljaður. Ekki var
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
35
Rauðir boltar á veturna Af því, sem sagt hefur verið hér að framan um aðrar íþróttir, hefir mönnum skilist að 1) golf er einstaklingsíþrótt, óháð þátttöku fleiri leikanda, en fer einnig vel í fámennum samleik; 2) að golf er áháð veðri. Nægir í því sambandi að benda á, að í 6 ára golfsögu Reykjavíkur hefir aðeins einu sinni verið frestað kappleik, sökum “veðurs og vatnsaga á vellinum”. Það var síðsumars hið annálaða rigningasumar 1937. 3) Golf er ekki háð árstíðum, svo bagalegt sé. Allan veturinn er iðkað golf hér þegar auð er jörð og ýmsir nota rauða bolta þegar snjór er. Golfvöllurinn er starfræktur 6 mánuði og mikið sóktur til leika hinn tímann. 4) Golf er mjög lítið háð slysum. 5) Golf er jöfn áreynsla og engin þrektraun, enda óháð öðrum hraða en hver vill skammta sér sjálfur. 6) Golf er óháð aldursskeiði og fær aðdáendur í öllum aldursflokkum, sem komnir eru yfir fermingu. (Kylfingur 6. árg., Reykjavík 1940. Fjöregg golfleiks.
Keppendur verða að hlíta reglunum Keppendur verða að byrja á þeim tíma og í þeirri röð, sem kappleikjanefnd hefir ákveðið. Þeir mega ekki hætta leik eða fresta byrjun vegna veðurs eða af nokkurri annarri ástæðu, nema nefndin taki hana til greina og samþykki töfina. Telji nefndin völlinn ekki í leikhæfu ástandi eða sé skyggni svo slæmt, að ekki verði leikið sæmilega, hefir hún vald til, hvenær sem er, að lýsa kappleikinn ógildan. (Úr reglum kappleikjanefndar Golfklúbbs Íslands)
fjárhagurinn beysnari en það að lægra tilboðinu var tekið. Það stóð golfstarfinu nyrðra nokkuð fyrir þrifum að fáir áttu nothæfar kylfur og hafði klúbburinn því frumkvæði að því að safna óskum manna um kylfukaup og standa fyrir pöntun á þeim og nauðsynlegum áhöldum og boltum. Walter “Wally” Arneson golfkennari kom norður bæði sumarið 1937 og 1938, hafði þar nokkurra daga stans og kenndi og gaf góð ráð. Var allgóð aðsókn að kennslu hans og meðal nemendanna var ein kona, Ásta Jónsson. Varð hún fyrst kvenna norðanlands til þess til þess að sækja golfnámskeið. Þegar “Wally” kom norður sumarið 1938 sá hann að búið var að breyta vellinum í níu holu völl og fannst honum það hið mesta óráð vegna þrengslanna. Lagði hann til að vellinum yrði aftur breytt í sex holu völl og lagði fram nýja teikningu sem samþykkt var af klúbbfélögum. Haustið 1938 var svo í efnt til meistarakeppni. Í henni sigraði Gunnar Schram og var þar með fyrsti golfmeistari Akureyrar. Og svo komu Vestmannaeyjar til sögunnar Á þessum fyrstu árum golfsins á Íslandi þóttu Vestmannaeyjar ekki líklegur staður til golfleikja. Raunar hafði það sýnt sig og sannað að Eyjamenn voru vel íþróttum búnir og áttu marga afreksmenn. Sumir bestu íþróttamenn landsins voru þaðan, eins og t.d. stökkvarinn Sigurður Sigurðsson sem keppti á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 og komst þar í úrslit að ógleymdum stangarstökkvurunum þaðan sem voru hver öðrum betri og Eyjamenn höfðu líka gert sig gildandi í öðrum íþróttagreinum eins og í knattspyrnunni. En einhvern veginn var það þannig að aðkomumenn sáu það ekki fyrir sér að í Vestmannaeyjum væri hægt að stunda golf. Þar var lítið undirlendi og svo þetta eilífa hvassviðri sem hentar íþróttinni ekki vel. Samt var það svo að í Vestmannaeyjum var stofnaður þriðji golfklúbbur landsins 4. desember árið 1938 og þar með voru tekin fyrstu skrefin að miklu og farsælu golfstarfi þar. Grunnurinn af stofnun klúbbsins og áhuga Eyjamanna er talandi dæmi um það hvað einn maður getur haft mikil áhrif á stefnu og strauma jafnt í íþróttum sem öðru. Árið 1937 kom til Vestmannaeyja maður að nafni Mag-
36
nús Magnússon. Hann hafði þá um árabil verið búsettur í Boston í Bandaríkjunum þar sem hann starfaði sem skipstjóri við góðan orðstír en ákvað að dvelja í Vestmannaeyjum sumarlangt þar sem hann bjó á heimili svila síns Þórhalls Gunnlaugssonar símstöðvarstjóra. Vestra hafði Magnús leikið golf og í Íslandsheimsókn sinni hafði hann golftól sín og bolta meðferðis. Fór Magnús fljótlega að sýna Þórhalli hvernig íþróttin gekk fyrir sig og kenna honum undirstöðuatriði hennar. Fylltist Þórhallur brátt áhuga og kom sér því vel fyrir hann að um haustið þegar Magnús hélt til sinna heima færði hann svila sínum kylfunar að gjöf..
Vestmannaeyjum. Ferðin hefur sennilega verið farin síðla vetrar eða snemma vors 1938 og er það Ólafur Halldórsson læknir sem segir frá: “Við fórum fjórir í Dalinn, þeir Georg Gíslason, Ágúst Bjarnason, Þórhallur Gunnlaugsson og ég. Veður var vont, sennilega um 12 vindstig, allt rennblautt eftir langvarandi rigningar og enn rigndi þennan dag. Við bókstaflega fukum til og frá, til dæmis var Gústi að slá kúluna þegar vindhviða feykti honum um koll og hann hafnaði í polli. Þegar ég nokkru síðar var svo óheppinn að slá kúluna í Gústa, þá sagði hann: “Þetta var ekkert sárt, ég er orðinn svo dofinn í rassinum.”Þegar við komum að Tjörninni, sáum við máv á flugi yfir henni. Skyndilega kom vindhviða sem tók mávinn, sneri honum tvisvar í loftinu og skellti í Tjörnina svo að hann vængbrotnaði. Stuttu síðar sá ég ámóta ótrúlegt atvik er þeir Þórhallur og Georg, báðir í þungavigt, fuku upp í fjallsbrekkuna og urðu að hlaupa eins og fætur toguðu til þess að missa ekki fótanna.”Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár, Vestmannaeyjar 2008, bls. 3.
Áður en Magnús hélt af landi brott fór hann ásamt Þórhalli og tveimur öðrum mönnum, verslunarmönnunum Axel Halldórssyni og Georg Gíslasyni, í smáyfirreið í Eyjum í leit að stað það sem unnt væri að spila golf. Ferðinni var fyrst stefnt inn í svokallaðar Póstflatir þar sem þeir reyndu fyrir sér en þaðan var haldið inn í Herjólfsdal þar sem þeir fundu bærilegt svæði og útbjuggu þriggja holu golfvöll sennilega án þess að spyrja kóng né prest um landnotOg það þarf varla að taka það fram að í kun. Fóru þeir nokkrar ferðir á þennan umræddri ferð voru þátttakendurnir allir í golfvöll sinn og brátt tóku fleiri að slást klofháum stígvélum, í regnkápum og með í hópinn og eru þar nefndir til Ágúst sjóhatta! Bjarnason, Einar Guttormsson og Ólafur Halldórsson. Allir urðu að nota Kennt frá morgni til kvölds sömu kylfurnar en það breytti engu um Þórhallur Gunnlaugsson áhuga þeirra og er sagt að mörg þúfan í Ljósm: Árni Egilsson Það voru félagarnir sem fóru í hina Dalnum hafi orðið fyrir barðinu á þeim. sögulegu golfferð sem lýst er hér að framan Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs ásamt fleirum sem höfðu síðan frumkvæðið að því að Vestmannaeyja í 70 ár, Vestmannaeyjar 2008, bls. 3. stofna golfklúbb. Höfðu Eyjamenn sinn hátt á við undirbúning stofnunar klúbbsins þar sem þeir útbjuggu lista og skrifuðu á hann nöfn þeirra sem helst komu til greina Víluðu ekki rokið fyrir sér og var listinn síðan látinn ganga og skrifuðu menn ýmist já við nöfn sín ef þeir vildu ganga í klúbbinn en nei ef þeir Áhugi frumherjanna á golfíþróttinni fór stöðugt vaxandi voru slíku afhuga. Árangurinn var sá að tuttugu manns og hvert tækifæri notað til þess stunda hana. Snemmsumættu á stofnfundinn sem haldinn var á Hótel Bergi 4. mars 1938 batnaði kylfuástandið verulega er einn féladesember 1938. Þar var fundarstjóri Viggó Björnsson ganna eignaðist golfsett og tveir aðrir stakar kylfur. Ekki bankastjóri og Ólafur Halldórsson læknir fundarritari. Á víluðu menn fyrir sér þótt aðstæður væru ekki alltaf fundinum hafði Georg Gíslason framsögu um golfíþróteins og best varð á kosið og til er einstök saga um slíka golfferð og hún skráð í bók Sigurgeirs Jónssonar um golf í tina og landnám hennar í Vestmannaeyjum og skýrt var
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
37
frá því að tekist hefði að fá golfkennarann Rube Arneson til þess að koma til Eyja dagana 5. til 15. desember og kenna þar golf frá morgni til kvölds ef svo byði við að horfa. Varð sú fregn til þess að örva enn áhugann og var samþykkt með samhljóða atkvæðum að stofna Golfklúbb Vestmannaeyja. Kjörin var þriggja manna nefnd til þess að undirbúa formlegan stofnfund sem síðan var haldinn á sama stað sunnudaginn 11. desember. Á stofnfundinn mættu 28 manns en stofnfélagar klúbbsins voru þó taldir 37. Sérstaka athygli vekur að í hópi stofnenda voru hvorki fleiri né færri en sjö konur og kann þar að hafa mestu ráðið það form sem notað var við fundarboðið. Eiginkonur áhugasömustu kylfinganna fylgdu mönnum sínum. Á stofnfundinum var kjörin fyrsta stjórn klúbbsins og skipuðu hana Þórhallur Gunnlaugsson formaður, Georg Gíslason ritari, Ólafur Halldórsson gjaldkeri og meðstjórnendurnir Viggó Björnsson og Einar Guttormsson. Tvær nefndir voru einnig kosnar, önnur átti að fjalla um forgjafarmál og hin um vallarmál. Samþykkt voru lög klúbbsins og voru þau mjög sniðin eftir lögum Golfklúbbs Íslands. Í fundarlok var síðan ákveðið að “fara í Dalinn fyrsta góðviðrisdag kl. 10.”Sigurgeir Jónsson, bls. 6. Ekki þurfti Rube Arneson að kvarta yfir aðgerðarleysi dagana sem hann dvaldi í Vestmannaeyjum. Kylfingur segir svo frá að hann hafi kennt þar “...á hverjum degi frá 8 ½ árdegis til 10 ½ síðdegis, fær matinn fluttan til sín og borðar standandi, eins og færakarlarnir á skútunum í gamla daga”. Kylfingur 2. tbl. 4. árg. desember 1938. Ekkert vafamál er að þarna var lagður grunnur að því að Vestmanneyingar eignuðust frammúrskarandi kylfinga Rube Arneson sem létu mjög til sín taka þegar fyrst var farið að halda Íslandsmót í greininni. Grínin báru nafn með rentu Vestmannaeyingar voru furðu fljótir að koma sér upp sex holu velli á þeim slóðum sem þeir höfðu byrjað að spila og segja má að þrjár holur þessa vallar séu í notkun enn
38
þann dag í dag, þótt þær hafi breytt um lengd og yfirbragð. Fengu þeir leyfi til þess að nota svæðið gegn því skilyrði að bændur og kaupstaðarbúar hefðu þar beitiland fyrir hesta sína eftir sem áður en ekki er þess getið átroðnings þeirra á vellinum enda hestaeign Eyjamanna aldrei mikil. Rube Arneson aðstoðaði heimamenn við að skipuleggja völlinn. Samanlögð lengd á brautunum var 1.050 metrar. Lengsta brautin var sú fyrsta. 260 metrar en sjötta brautin var styst, 60 metrar. Rétt eins og fyrstu vellirnir í Reykjavík og á Akureyri var völlurinn harla frumstæður. Í bók Sigurgeirs Jónssonar er frásögn Gissurs Ó. Erlingssonar skráð af Sigmari Þresti Óskarssyni þar sem Gissur lýsir vellinum með þessum orðum: “Hann var aðeins sex holur meðan ég var í Eyjum og átti varla skilið svo virðulegt nafn sem golfvöllur. Teigarnir voru afmarkaðar á einhverjum tiltækum stöðum, reynt að velja brautunum stað þar sem þýfi var minnst til trafala og “grínin” báru nafn með rentu. Þau voru meiri háttar grín, mishæðótt, hnúskótt og í minnsta lagi. Þó var reynt að berja niður þúfurnar svo unnt væri að marka kúlunum púttlínu að holunum eftir að inn á þau var komið. Og að sjálfsögðu var eingöngu spilað eftir vetrareglum.”Sigurgeir 19. Í holurnar voru settar tómar niðursuðudósir og komið fyrir í þeim járnstöngum með fánum úr járni sem á var málað númerið á viðkomandi holu. Löng leið var úr bænum í Vestmannaeyjum út á golfvöllinn. Þeir sem ekki höfðu yfir bílum að ráða slógu sér oftast saman og fengu pallbíl til þess að skutla sér til og frá vallarsvæðinu. Stóðu menn í hnapp á pallinum með golfbúnað sinn en óhentugt þótti að geta ekki geymt hann á staðnum. Vorið 1939 varð úr að klúbburinn tók lán og reisti skála við golfvöllinn. Ekki var sú bygging hátimbruð, aðeins 2,5 x 5 metrar eða 12,5 fermetrar og kostaði 2.500 krónur. En af honum þótti þó mikil bót. Klúbbhús þetta stóð austantil í dalnum. Í því var borð í miðjunni en bólstraðir bekkir með langhliðunum og öðrum gafli, kylfugeymsla undir bekkjunum og fatahengi í öðrum endanum. Í einu
Ljósmynd: Viðar Þorsteinsson
Slegið af Fjósakletti.
horninu var borð fyrir prímus og ofan við það skápar fyrir matarílát. Þarna gátu menn því leitað skjóls, borðað nestið sitt og geymt bæði kylfur og fatnað. Hrafninn flýgur Ekki voru Vestmannaeyingar eftirbátar annarra í að reyna með sér. Fyrsta meistaramót klúbbsins fór fram í ágúst 1939 og var með sama sniði og meistaramót Golklúbbs Reykjavíkur. 27 kylfingar mættu til mótsins, léku fyrst höggleik og þeir sextán sem skoruðu þar best léku til úrslita um meistaratitilinn í holukeppni. Mættust Þórhallur formaður og Guðlaugur Gíslason síðar bæjarstjóri og alþingismaður í úrslitaleiknum og fóru leikar svo að Guðlaugur sigraði og hlaut meistaratilinn. Var keppnin hin sögulegasta ekki síst fyrir þá sök að þegar úrslitin nálguðust og spennan var í hámarki kom hrafn sem greip bolta Guðlaugs í gogginn, flaug með hann góðan spöl og lét hann falla í hlíðina langt utan brautar. Ekki voru menn vissir um hvernig ætti að bregðast við slíkri uppákomu. Flett var upp í reglum en þar var ekkert að finna. Guðlaugur vildi fá að slá annan bolta en úrskurðað var
að hann skyldi príla upp í hlíðina og slá boltann þar sem hrafninn hafði skilað honum. Við það fauk í Guðlaug en það þýddi ekki að deila við dómarann fremur en fyrri daginn. Guðlaugur fór upp í hlíðina, stillti sér upp og sló kúluna. “Sló ég hana með fimm-járni lágt meðfram brekkunni og hitti vel og rann kúlan niður brekkuna, beint fyrir ofan holuna og stöðvaðist nokkra sentimetra frá henni við mikinn fögnuð áhorfenda sem voru margir í Dalnum þennan dag. Tel ég hiklaust að þetta sé besta högg sem ég hef nokkurn tíma slegið í golfi, miðað við aðstæður.”Sigurgeir bls. 17. Haustið 1939 voru félagar í Golfklúbbi Vestmannaeyja orðnir 59 talsins og flestir þeirra virkir. Var framtak Eyjamanna og áhugi þeirra farinn að vekja athygli og sagði t.d. ítarlega frá því starfi í einu tölublaða Kylfings sem bætti svo við: “Þeir Reykvíkingar, sem vilja leika golf utan Reykjavíkur í sumarfríi sínu, geta því örugglega skroppið til Vestmannaeyja og haft þar nóg við að vera í 2 – 3 vikur eða lengur, ef þeir vilja.”Kylfingur. 7. árg. 1941, bls. 15.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
39
Golfvöllur á Vífilsstöðum Sumarið 1939 voru settir upp “golfvellir” á tveimur nýjum stöðum á Íslandi. Annar þeirra mun reyndar aðeins hafa verið notaður einu sinni en hinn var mikið notaður um tíma. Gunnlaugur Einarsson læknir formaður Golfklúbbs Íslands átti hlut að máli í báðum tilvikunum. Um sumarið fór hann í ferðalag með konu sinni á æskustöðvar sínar í Jökuldal. Stóðst hann ekki mátið þegar hann kom að Eiríksstöðum þar sem hann var fæddur og uppalinn og sá þar víðáttumikil tún og fallegt landslag og stikaði þar út og rissaði upp hvorki meira né minna en 18 holu völl sem þau hjón léku svo a.m.k. einu sinni hvort með sinni kylfunni. Þar eystra skyldu þau eftir golftæki og boltabirgðir sínar í von um að einhverjir Jökuldælingar fylgdu í fótspor þeirra en af því fer hins vegar engum sögum.
fengu gamla Vífilsstaðatúnið til afnota. Telja verður líklegt að nokkrar holur á velli þeirra hafi verið á nákvæmlega sömu slóðum og sjúklingarnir notuðu á sínum tíma. Hola í höggi Golfiðkendum og klúbbfélögum í Golfklúbbi Reykjavíkur fór jafnt og þétt fjölgandi. Á góðviðridögum sumarið 1939 kom það oft sinnis fyrir að völlur klúbbsins var þéttskipaður frá morgni til kvölds og stundum urðu menn að bíða alllengi til þess að geta hafið leik. Stöðugt var unnið að endurbótum og endurskipulagningu vallarins og notuð til þess ýmis ráð. Þannig stóð klúbbfélögum t.d. til boða að leigja svæði á jaðri vallarins fyrir kartöflugarða gegn því að þeir brytu landið og gerðu það hæft til ræktunar og brautagerðar síðar meir. Urðu allmargir til þess að nýta sér þetta boð.
Um haustið kom Gunnlaugur í heimsókn á berklahælið Mótahald var að mestu með hefbundnu sniði hjá á Vífilsstöðum þar sem hann hafði starfað sem kandiklúbbnum um sumarið en helsta nýmælið var að farið var dat á námsárum sínum. Úitvera og hreyfing var liður í lækningum á hælinu og gengu vistmenn um víða í grennd að flokkaskipta fólki í mótum eftir forgjöf. Fyrsta mótið þess, oftast sömu slóðirnar. Varð það heldur tilbreytingar- með því sniði fór fram 14. maí og var fyrirkomulagið þannig að þeir sem höfðu forgjöf 1 – 12 léku í 1. flokki eða laust fyrir þá til lengdar. Datt Gunnlaugi í hug að tilvalið meistaraflokki. Í annan flokk var þeim skipað sem höfðu væri að setja upp golfvöll við hælið fyrir sjúklingana og eldhuginn lét ekki við hugmyndina eina sama sitja heldur forgjöf 13 – 24 og í þriðja flokki lentu þeir sem voru með hófst handa. Ræddi hann við Sigurð Magnússon yfirlækni yfir 24 forgjöf. Vakti það töluverða athygli að í keppni þess flokks skaut kona, Unnur Magnúsdótá Vífilsstöðum og Björn Konráðsson tir, karlpeningum ref fyrir rass og sigraði. Þetta staðarráðsmann sem báðir tóku hugmót var þó ekki síður sögulegt fyrir þær sakir myndinni vel. Halldór Hansen læknir að í keppni þeirra bestu gerðust þau undur og og Rube Arneson golfkennari lögðu stórmerki að einn keppendanna, Halldór Hansmálinu einnig lið og ekki leið á löngu en, fór holu í höggi – fyrstur Íslendinga. Var það uns búið var að koma upp þriggja holu á fimmtu braut vallarins. Fékk hann mikið lof golfvelli á nýslegnu Vífilsstaðatúninu. fyrir en varð vitanlega að uppfylla þá kvöð sem Gáfu þeir Gunnlaugur og Halldór það slíku afreki fylgir og bjóða félögum sínum upp sem með þurfti, svo sem golfkylfur, á veitingar að leik loknum, hvað og hann gerði golfbolta, merki stangir og flögg. Marmeð “...mikilli röggsemi og rausn”.Kylfingur 1. gar helgar í röð lögðu svo bæði þeir tbl. 5. árg. júní 1939, bls. 7. og aðrir félagar í Golfklúbbi Íslands land undir fót, héldu til Vífilsstaða og Um haustið var ákveðið að hafa annan hátt á kenndu þar golf. Ríkti mikill áhugi á Halldór Hansen eldri. vetraræfingum en verið hafði árið áður. Í stað staðnum og margir sjúklingar stunþess að æfa í golfskálanum ákvað Golfklúbbur duðu golf alla daga sem veður gaf. Kom Íslands að leigja hlöðu sem stóð tóm við Fríkirkjuveginn. meira að segja til tals að á Vífilsstöðum yrði stofnaður fullgildur golfklúbbur en af því varð þó ekki. Þegar vetraði Var hún hreinsuð og þrifin og þótti þarna hin besta aðstaða ekki síst vegna þess hve hátt var til lofts. Auk þess lagðist golfið þar af og næsta sumar þurfti heyskapur var hlaðan í göngufæri við aðalbyggðina í Reykjavíkur vitanlega að ganga fyrir á túnunum. Það var svo ekki fyrr en töluverður kostnaður fylgdi því að fara alla leið upp í en löngu, löngu seinna að golfkylfur sáust í sveiflu þarna Öskjuhlíð til æfinga. Nokkrum vonbrigðum olli það að er golfáhugamenn í Garðabæ stofnuðu með sér klúbb og
40
Erlendir kylfingar á vellinum við Nýrækt á Akureyri. Flaggstöngin virðist vera heimatilbúin, gerð úr bambus. Ljósmyndari óþekktur/Úr myndasafni GA.
aðsókn að hlöðunni var ekki mikil og fyrir því nefndar nokkar ástæður en sú helsta mun þó hafa verið að þennan vetur, 1940, fékk Golfklúbbur Íslands ekki erlendan kennara. Þeir sem önnuðust kennsluna voru kylfingar úr klúbbnum sem kunnu ýmislegt fyrir sér og önnuðust þeir hana í sjálfboðaliðsstörfum. Virtist þó svo að nýliðar og þeir sem þurftu á kennslu að halda hefðu ekki sömu trú á þeim og “professonal” kennara. Raunar gaf útlendingur sig fram haustið 1939 og bauðst til að annast kennslu. Sá hét McIvory og var Kanadamaður. Ekki vildi klúbburinn ráða hann til starfa en einhverjir kylfingar munu þó hafa fengið hann til þess að leiðbeina sér. Sá stjórn klúbbins ástæðu til þess að koma því sérstaklega á framfæri að McIvory starfaði ekki á þeirra vegum. Sambúð við vígtól Vorið 1940 rann upp. Kylfingar fylgdust áhugasamir með hvernig golfvöllurinn kom undan vetri og virðist þar allt hafa verið með besta móti. Margir höfðu lagt leið sína á völlinn um veturinn og leikið golf þegar jörð varð auð og
í maíbyrjun var farið að undirbúa fyrsta mót vertíðarinnar, hina svonefndu flaggakeppni sem fram átti að fara 19. maí. En áður en til hennar kom skipuðust veður í lofti á Íslandi. Að morgni 10. maí steig fjölmennt herlið á land í Reykjavík. Alvopnaðir hermenn gengu um götur og áður en dagur var að kveldi kominn hafði herinn lagt undir sig margar byggingar og tekið völdin í sínar hendur. Bretarnir voru komnir og þótt strax væri gefin yfirlýsing um að hernámið væri í öryggisskyni, án fjandskapar við íslensku þjóðina og að henni yrði sýnd full vinsemd Öldin okkar, Minnisverð tíðindi 1931 – 1950, Reykjavík 1951, bls. 145 þá vissi landinn ekki í fyrstu í hvorn fótinn ætti að stíga – hvaða mannvirki herinn myndi leggja undir sig og hver ekki. Sjálfsagt hafa kylfingar í Reykjavík strax leitt hugann að því hvort golfskálinn þeirra myndi sleppa. Hann var myndarleg bygging og að auki í næsta nágrenni við það svæði sem Bretarnir höfðu greinilega kortlagt áður en þeir stigu á land og ætluðu að gera að aðalvíghreiðri sínu í höfuðborginni, þ.e.a.s. Öskjuhlíðinni. Fljótlega streymdu þangað herbílar hlaðnir drápstólum og fyrr en varði voru risin þar fallbyssuhreiður. Byssukjöftunum var raunar ekki
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
41
Halldór Hansen slær af teig á Öskjuhlíðavellinum. Ljósmynd: Matthías Einarsson.
beint að svæðinu þar sem golfvöllurinn var heldur út á Skerjafjörðinn. En návistin var óþægileg og óvissan mikil. Sennilega hafa þeir bresku hermenn sem komu til landsins flestir þekkt til golfíþróttarinnar. Alla vega fengu golfklúbbsmenn að vera í friði með bæði völlinn og húsið í bili. Koma herliðsins varð þó til þess að mikill húsnæðisskortur varð í höfuðborginni og litu margir til stóra hússins í Öskjuhlíðinni og vildu fá þar búsetu í lengri eða skemmri tíma. Slíkri ásókn varðist stjórn klúbbsins en afréð þó að leigja húsið frá og með 15. október Norðmönnum sem leituðu til Íslands vegna stríðsins, þó með því skilyrði að maður sem ráðinn hafði verið húsvörður og eiginkona hans héldu búsetu sinni í húsinu. Að öðru leyti var starfsemi klúbbsins hefðbundin á
42
árunum 1940 og 1941. Geta má þess þó að veturinn 1941 urðu töluverðar umræður í klúbbnum um að reynt yrði að fá til landsins erlendan mann sem kynni til verka varðandi umhirðu og uppbyggingu golfvallar, “green – keeper”, og helst átti viðkomandi einnig að geta kennt byrjendum golf. Við frekari athugun kom í ljós að slíkur maður myndi kosta klúbbinn svo mikla peninga að það væri óviðráðanlegt og því var áformunum slegið á frest. Klúbburinn varð fyrir töluverðu fjárhagslegu áfalli snemma vetrar 1941 en þá fauk áhaldaskúr hans og eyðilagðist algjörlega, svo og ýmis tól og tæki sem í honum voru geymd. Skúr þessi gekk jafnan undir nafninu Luxemburg og er gáskafullt sagt frá endalokum hans í blaðinu Kylfingi á þann hátt að hann hafi lagt af stað til þess að fá sér einn
hring. “En vegna æfingaleysis og langrar kyrrstöðu tókst svo óhönduglega að hún komst ekki af stað öll í einu. Fór fyrst þakið og með því tveggja tonna steinn er festur var með stálvír við þakið og grafinn mestallur í jörðu. Síðan fór önnur hliðin, en hin hliðin og gaflarnir treystu sér ekki í leikinn og tóku þann kost að bæla sig niður.”Kylfingur 7. árgangur, Reykjavík 1941. Sögulegt verður einnig að teljast að árið 1941 var kjörinn fyrsti heiðursfélagi klúbbsins. Sá sem hlaut heiðurinn var Sveinn Björnsson sem þá var orðinn ríkisstjóri á Íslandi. Hafði hann allt frá stofnun klúbbsins veitt honum mikinn stuðning og m.a. ritað grein í Kylfing þar sem hann fjallaði um heilsusemi þess að stunda golf og hvatti til iðkunar þess. Umræður og ákvörðun um golfsamband Engin stórtíðindi gerðust hvorki hjá Golfklúbbi Akureyrar né Golfklúbbi Vesmannaeyja á þessum árum. Á báðum stöðunum var unnið að umbótum á völlunum og æfingaðastaðan löguð. Sömu menn héldu um tauma og mótahald var með sama sniði og árin áður. Á fundi einum hjá Golfklúbbi Akureyrar kvaddi Sigurður Eggertz sér hljóðs og stakk upp á því að efnt yrði til keppni við klúbbinn í Reykjavík og helst líka við klúbbinn í Vestmannaeyjum og upplýsti þá Gunnar Schram að hann hefði þegar rætt um slíka keppni við formanninn í Reykjavík en helst strandaði á því að bæjarkeppni yrði komið á fót að enginn verðlaunagripur væri til að keppa um. Eins og áður getur höfðu klúbbarnir þrír haft nokkra samvinnu sín á milli sem fólst þó einkum í því að klúbbarnir á Akureyri og í Vestmannaeyjum nutu góðs af þeim erlendu kennurum sem Golfklúbbur Íslands fékk til starfa hjá sér. Að öðru leyti voru þeir sjálfum sér nógir. Þegar klúbbarnir voru búnir að slíta barnsskónum og hjá þeim öllum komnir fram góðir kylfingar var ekki nema eðlilegt að þeir hefðu áhuga á því að reyna með sér. En það var ekki bara skortur á verðlaunagripum sem varð til þess að ekki varð af því að sinni heldur miklu fremur að sameiginlegan vettvang skorti. Á árinu 1940 hreyfði Gunnlaugur Einarsson formaður Golfklúbbs Íslands hugmynd sem var nýjung í skipulagi íslenskrar íþróttahreyfingar. Þá lagði hann til að klúbbarnir þrír mynduðu með sér sérsamband ekki aðeins til þess að skapa grundvöll til keppni kylfinga klúbbanna
heldur fremur til þess að vinna að útbreiðslu íþróttarinnar og berjast sameiginlega fyrir hagsmunamálum sínum innan Íþróttasambands Íslands. Í grein sem Gunnlaugur skrifaði í Kylfing sagði hann m.a. að mörgum kynni að þykja það oflæti fyrir svo fá félög að stofna með sér samband en vert væri að vekja athygli á því að þegar sænska golfsambandið var stofnað hefðu í fyrstu aðeins tveir klúbbar átt aðild að því. Gætu Íslendingar lært af reynslu Svía hvað slíkt samband gerði eða væri ætlað að gera: “En það er m.a. að vinna að þróun og útbreiðslu golfíþróttarinnar, samræma leikreglur og forgjöf, beita sér fyrir kappleikjum milli klúbba og landsmótum og ákveða reglur þar fyrir, skera úr þeim deilumálum í golfi, sem til þess kann að vera áfrýjað, útiloka eða dæma á annan hátt þá kyflinga eða klúbba sem áfátt er um í golfi og loks koma fram fyrir klúbbanna hönd út á við.”Kylfingur 6. árg. 1940. Gunnlaugur taldi tíma til kominn að forráðamenn klúbbanna hittust á fundi til þess að ræða um möguleika slíks sambands og þá einnig að fjalla um hugsanlegt landsmót í golfi. Taldi hann best ef slíkt mót gæti farið fram á hlutlausum velli en hægt væri að finna staði á landinu þar sem unnt væri að gera leikhæfa golfvelli með litlum tilkostnaði. “Hvernig eigum vér, sem erum nýfarnir að leika golf í þessu landi, að vita hvar íslensk náttúra geymir golfvelli í skauti sér? Leitið og þér munið finna!”Sama heimild. Hinn 8. maí 1942 var haldin samkoma í Golfklúbbi Íslands. Að loknu borðhaldi kvaddi einn félaganna, Helgi H. Eiríksson sér hljóðs og afhjúpaði bikar einn mikinn sem hann hafði haft meðferðis. Sagði, að þrír kylfingar, hann og þeir Sigmundur Halldórsson í Reykjavík og Jón Eiríksson á Akureyri hefðu ákveðið að gefa þennan grip til keppni um Íslandsmeistaratitilinn í golfi. Þar með var þeirri hindrun rutt úr vegi að ekki væri til verðlaunagripur til að keppa um og í hófinu varð mönnum tíðrætt um hvar og hvenær fyrsta meistarakeppnin gæti farið fram og hver ætti að standa fyrir henni. Málið var aftur á dagskrá hjá klúbbunum 18. maí og þá ákveðið að fela Gunnlaugi Einarssyni og Helga H. Eiríkssyni að ræða við forsvarsmenn hinna tveggja klúbbanna um stofnun golfsambands. Bar svo vel í veiði að Gunnar Schram frá Akureyri var staddur í Reykjavík svo og Páll Jónsson úr Golfklúbbi Vestmannaeyja. Saman sömdu þessir menn frumvarp til laga fyrir Golfsamband Íslands sem síðan var sent til allra klúbbanna og kynnt þar við góðar undirtektir. Var nú
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
43
Frá Golfvellinum í Reykjavík. Ruber Arneson púttar á 2. flöt á golfsýningu árið 1938. Hvassaleitið í baksýn. Ljósmyndari óþekktur/Borgarskjalasafn.
ekki eftir neinu að bíða. Ákveðið var að boða til stofnfundar sambandsins 14. ágúst 1942 og þegar farið að undirbúa þingið sem átti að vera í Reykjavík. Golfsamband Íslands var að verða að veruleika.
44
Golfklúbbur Íslands Stofnfélagar Golfklúbbs Íslands í Reykjavík voru eftirtalin: Anna Kristjánsdóttir, frú Ásgeir Ásgeirsson, fræðslustjóri Ásgeir Ólafsson, heildsali Ágústa Johnson, frú Bergur G. Gíslason, kaupmaður Björn Ólafsson, heildsali Carl D. Tulinius, framkvæmdastjóri EinarE. Kvaran, bankabókari Einar Pétursson, framkvæmdastjóri Eyjólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Friðbjörn Aðalsteinsson, stöðvarstjóri Friðþjófur O. Johnson, verslunarmaður Goffreð Bernhöft, sölustjóri Guðmunda Kvaran, frú Guðmundur Ásbjörnsson, borgarstjóri Guðmundur Hlíðdal, landssímastjóri
Guido Bernhöft, heildsali Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari Gunnar E. Kvaran, heildsali Gunnlaugur Einarsson, læknir H. Hólmjárn, verksmiðjustjóri Hallgrímur Benediktsson, heildsali Hallgrímur F. Hallgrímsson, framkvæmdastj. Haraldur Árnason, kaupmaður Helga Sigurðsson, frú Helga Valfells, frú Helgi H. Eiríksson, verkfræðingur Héðinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Johan Rönning, rafvirki Jens Jóhannesson, læknir Jóhanna Magnúsdóttir, lyfsali Jóhanna Pétursdóttir, frú Jón Ásbjörnsson, hæstaréttarlögmaður Karl Jónsson, læknir Kjartan Thors, framkvæmdastjóri Kristinn Markússon, kaupmaður Kristján G. Gíslason, fulltrúi
Golfklúbbur Vestmannaeyja
Kristján Einarsson, framkvæmdastjóri Kristrún Bernhöft, frú Magnús Andrésson, fulltrúi Magnús Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Matthías Einarsson, læknir Ólafur Á. Gíslason, heildsali Sceving Thorsteinsson, frú Sigmundur Halldórsson, húsameistari Sigurður B. Sigurðsson, konsúll Stella Andrésson, frú Sveinn B. Valfells, framkvæmdastjóri Unnur Magnúsdóttir, frú Unnur Pétursdóttir, frú Valtýr Albertsson, læknir Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, lyfsali
Stofnendur Golfklúbbs Vestmannaeyja voru:
Golfklúbbur Akureyrar Stofnendur Golfklúbbs Akureyrar voru eftirtaldir: Árni Guðmundsson, læknir Árni Sigurðsson, verslunarmaður Baldvin Ryel, kaupmaður Brynleifur Tobíasson, menntaskólakennari Finnbogi Jónsson, póstafgreiðslumaður Gunnar Pálsson, byggingameistari Gunnar Schram, símastjóri Helgi Skúlason, augnlæknir Holgeir Mikkelsen, apótekari Jakob Frímannsson, fulltrúi Jón Benediktsson, yfirlögregluþjónn Kristinn Þorsteinsson, verslunarmaður Óli P. Kristjánsson, póstmeistari Svanbjörn Frímannsson, bankaritari Sveinn Þórðarson, gestgjafi Sverrir Ragnars, kaupmaður Stefán Thorarensen, úrsmiður Vilhjálmur Þór, framkvæmdastjóri.
Axel Halldórsson, stórkaupmaður Ágúst Bjarnason, gjaldkeri Carl Rosenkjær, verslunarmaður Einar Guttormsson, læknir Einar Sigurðsson, útgerðarmaður Ella Halldórsdóttir, verslunarstjóri Fanney Jónsdóttir, frú Georg Gíslason, kaupmaður Gissur Ó. Erlingsson, fulltrúi Guðlaugur Gíslason, gjaldkeri Guðlaugur Stefánsson, bankamaður Guðfinna Kristjánsdóttir, frú Hafsteinn Snorrason, verkstjóri Haraldur Eiríksson, kaupmaður Hinrik Jónsson, bæjarstjóri Hjálmar Eiríksson, verslunarstjóri Ingibjörg Ólafsdóttir, frú Ingi Kristmanns, bankamaður Jóhann Bjarnasen, verslunarmaður Jóhannes Sigfússon, apótekari Jón Ólafsson, verslunarmaður Karl Kristmanns, verslunarmaður Karl Sigurhansson, skósmiður Lárus Ársælsson, framkvæmdastjóri Leifur Sigfússon, tannlæknir Magnús Bergsson, bakari og hótelstjóri Marinó Jónsson, símritari Ólafur Halldórsson, læknir Páll Jónsson, skrifstofumaður Rannveig Vilhjálmsdóttir, frú Sigurbjörg Magnúsdóttir, frú Sigurður Ólason, verslunarmaður Tómas Guðjónsson, útgerðarmaður Tryggvi Ólafsson, verslunarmaður Unnur Magnúsdóttir, frú Viggó Björnsson, bankaútibússtjóri Þórhallur Gunnlaugsson, símstjóri
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
45
Jóhannes Helgason (t.v.) og Gísli Ólafsson takast í hendur fyrir úrslitaviðureign þeirra um Íslandsmeistaratitilinn árið 1944 í Skagafirði. Ljósmynd: Árni Egilsson.
46
1942-49
Barnsskónum slitið
Golfmenn stofnuðu fyrsta sérsamband ÍSÍ. Einnota völlur í Skagafirði. Fyrsta keppnisferðin til útlanda. Glímt við regluverkið. Golfsambandið stofnað Föstudaginn 14. ágúst 1942 settust tíu menn við borð í golfskála Golfklúbbs Íslands. Þeir voru þangað komnir sem fulltrúar klúbbanna þriggja til þess að stofna Golfsamband Íslands. Mikil vinna hafði verið lögð í undirbúning fundarins. Samið hafði verið frumvarp að lögum um sambandið og ítarlegar keppnisreglur um mót sem nefndist Landskeppni í golfleik á Íslandi og var þar um að ræða mót þar sem þeir bestu kepptu um titilinn golfmeistari Íslands.Ýmsir mætir menn höfðu lagt hönd á plóginn við undirbúninginn en mest mun hann þó hafa mætt á nokkrum félögum í Golfklúbbi Íslands. Þeir höfðu samið lagafrumvarpið og reglurnar og sent félögum sínum í hinum klúbbunum plöggin til skoðunar og athugasemda. Mennirnir tíu sem kjörnir höfðu verið til þess að sitja fyrsta golfþingið voru Gunnlaugur Einarsson, læknir, Helgi H. Eiríksson, skólastjóri, Magnús Björnsson, ríkisbókari og Halldór Hansen, læknir frá Golflúbbi Íslands, Gunnar Hallgrímsson, tannlæknir og Sigtryggur Júlíusson rakarameistari frá Golfklúbbi Akureyrar og Hinrik Jónsson, bæjarstjóri og Páll Jónsson, lögfræðingur frá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Mættu þeir allir til þingsins nema Magnús Björnsson og tók Sigmundur Halldórsson, byggingameistari sæti hans sem varamaður. Eftir að kjörbréf höfðu verið rannsökuð og samþykkt var komið
að setningu þingsins og var vel við hæfi að það kæmi í hlut þess manns sem hvað ötulast hafði unnið að framgangi golfíþróttarinnar á Íslandi, Gunnlaugs Einarssonar, formanns Golfklúbbs Íslands að setja þingið. “Það er gleðilegt tímanna tákn, á þessum tímum allskonar ástands og margskonar mæðuveiki, að golffélög Íslands skuli hafa bjartsýni til þess, í friði og ró, að tryggja framtíð golfíþróttarinnar á Íslandi. Við skulum allir óska þess og biðja hljóðlátlega, að starf vort í dag marki tímamót í golfsögu Íslands, golfíþróttinni til hagsældar, svo að henni megi aukast ásmegin til að rækja köllun sína landsins börnum til aukinnar heilbrigði, gleði og langlífis, ekki einungis á þeim völlum, sem þegar eru henni helgaðir, heldur einnig á mörgum fleiri, í fegurð og víðsýni íslenskrar náttúru, sem alltaf mun verða mesti andlegi heilsubrunnur Íslendinga og vörn gegn dægurþrasi og þröngsýni. Þetta mót er gleðilegur vottur um þá grósku, sem er í íþróttinni hér á landi, þegar miðað er við önnur lönd og tillit tekið til þess, að það eru aðeins sjö og hálft ár síðan að fyrsti golfklúbburinn var stofnaður hér á landi. Síðar, þá er félögin voru orðin þrjú, hefur það legið í loftinu að þau stofnuðu með sér golfsamband.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands. 14. ágúst 1942. Eftir að Helgi H. Eiríksson hafði verið kjörinn forseti þingsins og Hinrik Jónsson fundarritari var gengið til starfa. Aðalverkefni þingsins var að fara yfir þau frum-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
47
Stjórnarmenn GSÍ á rökstólum 1942. Helgi Hermann Eiríksson (fyrir miðju) var kjörinn fyrsti formaður sambandsins. Ljósmyndari óþekktur/Borgarskjalasafn.
varpsdrög að lögum sambandsins og keppnisreglum meistaramótsins sem fyrir lágu og má marka af fundargerð að menn hafa rýnt vandlega í hverja einustu grein. Margar breytingartillögur, einkum um orðalagsbreytingar, komu fram og voru samþykktar en veigamesta breytingin sem samþykkt var fjallaði um skattgreiðslur félaganna til hins fyrirhugaða sambands. Lagt var til að þær yrðu 2,00 kr. á hvern félaga en samþykkt að hækka þá upphæð um meira en helming, eða upp í fimm krónur og ennfremur ákveðið að það sambandfélag sem hefði ekki greitt árgjald sitt á gjalddaga fengi ekki þátttökurétt í mótum á vegum sambandsins. Í lögum Golfsambandsins voru sett ákvæði um að golfþing skyldi haldið í tengslum við meistarakeppni Íslands sem fram skyldi fara ekki sjaldnar en annaðhvert ár og þá gerðu lögin einnig ráð fyrir því að golfsambandið sem slíkt gerðist aðili að Íþróttasambandi Íslands en fram að stofnun þess höfðu klúbbarnir átt beina aðild að ÍSÍ.
Starfsskyldur stjórnarinnar 14. grein laganna fjallaði um starfsskyldur stjórnar hins
48
nýja sambands og sagði að þær skyldu vera eftirtaldar: a) Að hafa á hendi þær framkvæmdir, sem undir sambandið heyra. b) Að sjá um að farið sé eftir viðurkenndum golfreglum og lögum sambandsins og fyrirmælum. c) Að úrskurða deilumál um golf, sem áfrýjað er til sambandsins. d) Að ákveða stað og stund fyrir næsta meistaramót og golfþing ef þingið felur henni það. e) Að stuðla að og líta eftir kappleikjum milli klúbba. f) Að vera fulltrúi sambandins og golfíþróttarinnar út á við. Fundagerðarbók Golfsambands Íslands 14. ágúst 1942. Þegar lögin höfðu verið samþykkt sneru menn sér að viðamiklum reglubálki sem fjallaði um “landskeppni í golfleik á Íslandi” Þar var í raun um að ræða reglugerð fyrir Íslandsmeitaramót enda gert ráð fyrir því að sigurvegari í mótinu bæri titilinn “golfmeistari Íslands” og fengi verðlaunagrip þann sem Helgi H. Eiríksson, Sigmundur Halldórsson og Jón Eiríksson höfðu gefið til keppninnar.
Stóð bikarinn á borði í golfskálanum meðan þingið fór fram og dáðust margir að því hversu veglegur hann var enda slíkir gripir ekki algengir á þessum árum. Skemmst er frá því að segja að meginreglur Íslandsmótsins sem samþykktar voru á þinginu voru þær að allir kylfingar í viðurkenndum klúbbum hefðu keppnisrétt á mótinu hefðu þeir 12 eða minna í forgjöf og hefðu ekki atvinnutekjur af golfíþróttinni. Keppnisfyrirkomulagið var ákveðið þannig að efna átti til undirbúningskeppni þar sem leikinn var höggleikur en síðan tók við holukeppni. Í fyrstu umferð hennar átti að leika 18 holur en í undanúrslitum 36 holur og í úrslitum 54 holur. Yrðu menn jafnir í úrslitaleiknum áttu þeir að leika níu holur til viðbótar. “Hverja umferð skal leika á einum degi, nema “final”. Þá umferð má leika á tveim dögum og sé ekki dagur á milli.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 14. ágúst 1942. Þegar búið var að fara yfir laga- og regluverkið tóku þingfulltrúar sér stutt hlé og var það m.a. notað til þess að semja og senda Sveini Björnssyni ríkisstjóra svohljóðandi símskeyti: “Fyrsta golfþing Íslands sendir yður hugheilar kveðjur sem hinum fyrsta íslenska kylfingi og þakkar alúð yðar við íþróttina og alla aðstoða við að ryðja henni braut á Íslandi. “ Undir skeytið rituðu allir þingfulltrúar nöfn sín og áður en degi lauk hafði borist svarskeyti frá Sveini: “Alúðar þakkir fyrir kveðjur frá golfþinginu. Heill og framgang fyrir golfíþróttina á Íslandi. Kveðjur til þingsins. Sveinn Björnsson.”Fundargerðarbók Golfssambands Íslands 14. ágúst 1942.
Helgi H. Eiríksson fyrsti forsetinn
mennsku í klúbbnum og forsetaembætti í Golfsambandinu. Í forsetakosningunni fékk Helgi H. Eiríksson skólastjóri 7 atkvæði, Gunnlaugur Einarsson 1 atkvæði og tveir seðlar voru auðir. Þar með var Helgi réttkjörinn sem fyrsti forseti sambandsins. Með honum í stjórn voru kjörnir þeir Halldór Hansen læknir í Reykjavík, Jóhann Þorkelsson læknir á Akureyri og Georg Gíslason kaupmaður í Vestmannaeyjum. Endurskoðendur voru kosnir þeir Helgi Eiríksson bankafulltrúi og Magnús Andrésson heildsali. Stjórnin skipti síðar með sér verkum og tók Halldór Hansen að sér að vera bæði gjaldkeri og ritari sambandsins.
Fyrsta Íslandsmótið í roki og rigningu Meðan forystumennirnir sátu á rökstólum í golfskálanum var mikið um að vera utandyra. Þar voru bestu kylfingar landsins að fara síðustu æfingahringina fyrir Íslandsmótið. Alls voru 22 skráðir til keppni, langflestir þeirra sem voru með 12 eða minna í forgjöf. Ellefu þeirra voru úr Golfklúbbi Íslands, þrír frá Golfklúbbi Akureyrar og hvorki fleiri né færri en átta úr Golfklúbbi Vestmannaeyja. Meðal kylfinga var mikið “spáð og spekúlerað” hver myndi hljóta hinn eftirsóknarverða titil. Flestir töldu líklegt að Reykvíkingar væru sigurstranglegir, þeir voru á heimavelli, en lítið hafði sést til sumra kylfinganna sem komu frá Akureyri og Vestmannaeyjum. Það eitt var vitað að þeir kunnu ýmislegt fyrir sér. Ekki var hægt að segja að kylfingarnir væru heppnir með veður þegar keppnin hófst að morgni sunnudagsins 16. ágúst. Það var hávaðarok og grenjandi rigning. Var vatnsveðrið slíkt að fresta varð knattspyrnuleikjum sem fram áttu að fara í Reykjavík. En ekki kom til greina að fresta golfmótinu – utanbæjarmennirnir voru komnir langan veg til keppni og það ekki sjálfgefið að þeir gætu komist ef beðið yrði betri tíðar. Menn settu því undir sig hausinn og lögðu í hann. Völlurinn var vitanlega forbrautur, holurnar fullar af vatni og for í kringum sumar flatirnar, einkum þá sjöttu sem
Íslandsmeistarabikar karla sem gefinn var Golfsambandinu árið 1942. Enn er keppt um gripinn.
Þá kom að stjórnarkjörinu. Kjósa skyldi forseta sambandsins og þrjá menn með honum í stjórn. Nú hefði það ef til vill legið beinast við að Gunnlaugur Einarsson yrði kjörinn fyrsti forseti sambandsins. Hann hafði átt tillöguna um stofnun þess og verið ótvíræður forystumaður í félagsmálum golfsins á Íslandi. En bæði var að Gunnlaugur mun ekki hafa sóst eftir kjöri og að hann var formaður Golfklúbbs Íslands og það þótti varla við hæfi að sami maðurinn gegndi for-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
49
umferðinni og var þar með kominn í fjögurra manna úrslit. Þangað komust, auk Guðlaugs, þeir Gísli Ólafsson, Jakob Hafstein og Helgi Eiríksson. Mættust Jakob og Guðlaugur annars vegar og Gísli og Helgi hins vegar í undanúrslitunum og léku 36 holur. Báðir þeir leikir voru jafnir í fyrstu en síðan skildu leiðir hjá keppendunum. Gísli vann Helga 8:7 og Jakob vann Guðlaug 9:7.
Gísli fyrsti Íslandsmeistarinn Það kom raunar ekki á óvart að það skyldu verða kapparnir Gísli Ólafsson og Jakob Hafstein sem léku til úrslita. Þeir voru búnir að sýna það á mótum sumarsins að þeir stóðu öðrum kylfingum framar og voru mjög jafnir. Þegar kom að úrslitarimmu þeirra var komið svo gott veður að kapparnir gátu verið léttklæddir og vallarJakob Hafstein (t.v.) og Gísli Ólafsson léku til úrslita í fyrsta Íslandsmótinu árið skilyrði höfðu batnað til muna. 1942. Eftir fyrstu 18 holurnar var staðan jöfn, en á öðrum hring náði Gísli var nokkurn veginn á sama stað og síðar reis bygging sem hins vegar einnar holu forskoti. hýsti fyrst Morgunblaðið og síðar Háskóla Reykjavíkur. Mikil spenna var á lokahringnum. Þegar á hann leið náði Gísli þriggja holu forskoti og tókst Jakob ekki að vinna Upp úr hádegi fóru fyrstu keppendurnir að koma í hús og þann mun upp þannig að þegar sextán holur höfðu verið þegar allir voru komnir inn kom í ljós að skorið var furðu leiknar tókust kapparnir í hendur og lögðu niður vopnin. gott miðað við aðstæðurnar. Enginn lék betur en Gísli Gísli Ólafsson var orðinn fyrsti Íslandsmeistarinn í sögu Ólafsson sem var á 81 höggi en tveir aðrir kylfingar léku golfíþróttarinnar á Íslandi. Var honum og Jakob ákaft fageinnig á undir 90 höggum: Jakob Hafstein á 84 og Helgi nað er þeir gengu í golfskálann að leikslokum en þar hafði Eiríksson á 86 höggum. Sá sem varð í 16. sæti lék á 100 fjöldi fólks safnast saman og beðið með óþreytu frétta höggum en hæsta skor var 109 högg. Gengi utanbæjaraf gangi mála úti á vellinum. Helgi H. Eiríksson afhenti manna var eftir atvikum gott. Akureyringarnir þrír koGísla hinn virðulega verðlaunagrip sem Íslandmeistaratimust áfram og fimm Eyjamenn. Einn þeirra, Guðlaugur tlinum fylgdi svo og lítinn bikar til eignar og fékk Jakob Gíslason, síðar alþingismaður, lék svo vel (91 högg) að annan slíkan. “Í samkvæmislok fór margt viðstaddra með ljóst þótti að hann ætti góða möguleika á að blanda sér af Gísla heim til foreldra hans, Ólafs Gíslasonar og Ágústu alvöru í meistarabaráttuna héldi hann uppteknum hætti. Þorsteinsdóttur, og sat þar í góðum fagnaði við veitingar Fór líka svo að hann var eini utanbæjarmaðurinn sem og ræðuhöld um stund.”Kylfingur. 8 árg. 1942, bls. 31. komst í gegnum fyrsta einvígið í holukeppninni – og gott betur því hann sigraði einnig andstæðing sinn í annarri
Stofnun GSÍ hleypti krafti í golfíþróttina
50
Stofnun Golfsambandsins og keppnin um Íslandsmeistaratitilinn hleypti töluverðum þrótti í golfið á Íslandi og var mikið um að vera hjá öllum klúbbunum sumarið 1942. Það sem þó helst hamlaði meiri starfsemi var að mjög erfitt reyndist að útvega golfkennara. Stríðið var í algleymingi og ungir menn sem höfðu fengist til golfkennslu bæði austan hafs og vestan uppteknir af allt öðru en að sinna íþróttinni. Þótt golfiðkun legðist aldrei alveg af á stríðsárunum var yfirbragðið allt annað en áður. Á sumum stöðum í Bretlandi var t.d. golfvöllum breytt í flugvelli. Enginn asi var á nýkjörinni stjórn Golfsambandsins og var það ekki fyrr en 27. janúar 1943 eða tæplega hálfu ári eftir golfþingið að boðað var til fyrsta stjórnarfundarins. Hann var haldinn á heimili Helga H. Eiríkssonar. Þar mætti Halldór Hansen en ekki aðrir stjórnarmenn. Tvö mál voru á dagskrá, næsta golfþing og útvegun kennara. Var ákveðið að halda næsta golfþing í Reykjavík 24. júlí 1943 og halda landsmótið í tengslum við það. Skrifuðu þeir félagar klúbbunum þremur og tilkynntu þessa ákvörðun sína. Ljóst má vera að þótt ekki færi mikið fyrir Golfsambandi Íslands í fyrstu þá hleypti stofnun þess miklu lífi í golfiðkunina. Á þeirra tíma mælikvarða fékk Íslandsmótið 1942 töluverða umfjöllun í fjölmiðlum sem töluðu um spennandi og tvísýna keppni en lýstu henni ekki að öðru leyti. Mótahald hjá klúbbunum þremur Gísli Ólafsson, Íslandsmeistari 1942-44 púttar í mótinu á Völlum í sumarið 1943 var með mesta móti og bryddað Skagafirði árið 1944.. Leikin var holukeppni með svokallaðri ,,Stymie” upp á nýjungum. Þannig efndi Golfklúbbur Ís- aðferð. Bolti keppenda var ekki tekinn upp og merktur nema að hann lands t.d. í annað sinn til sérstaks öldungamóts væri í að minnsta kosti 15 sentimetra fjarlægð. þar sem þeir einir sem voru orðnir fimmtugir Ljósmynd: Árni Egilsson höfðu keppnisrétt og kepptu um bikar sem og þótti það frásagnarvert að þangað mætti á annan tug nokkrir yngri menn í klúbbnum höfðu geungmenna en allt fram til þessa tíma höfðu fáir af yngri fið. Kepptu þeir Magnús Kjaran og Ólafur Gíslason til kynslóðinni reynt fyrir sér í golfi. Kennari á þessum inúrslita. “Var það harður atgangur og eigi líkur því að þar nanhússæfingum var enginn annnar en Íslandsmeistarinn ættust við gamalmenni.”Kylfingur 1943, bls. 6. Þá var Gísli Ólafsson. það einnig nýjung að í meistaramóti Golfklúbbs Íslands var keppt í þremur flokkum – meistaraflokki, 1. flokki og Svipast um í Skagafirði 2. flokki. Á vegum klúbbsins var efnt til vetraræfinga í húsinu sem stendur á horni Vesturgötu og Garðastrætis
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
51
Fljótlega eftir að Golfsamband Íslands var stofnað og farið var að keppa um Íslandsmeistartitilinn vaknaði umræða um hvar halda skyldi mótið. Völlurinn í Reykjavík var raunar langbesti golfvöllurinn á Íslandi en sumum utanbæjarmönnum fannst þeir ekki keppa þar á jafnréttisgrundvelli og töldu að best væri að reyna að búa til völl þar sem Íslandsmótið færi síðan árlega fram. Þótti stjórn Golfsambandsins sjálfsagt að taka mark á þessum ábendingum og 27. júní lögðu þeir Helgi H. Eiríksson og Halldór Hansen land undir fót og héldu til Sauðárkróks þar sem þeir hittu fyrir félaga sinn úr stjórninni Jóhann Þorkelsson sem kom frá Akureyri. Þeir félagar héldu formlegan stjórnarfund á Hótel Tindastóli þar sem m.a. var ákveðið að ef keppendur á landsmóti yrðu fleiri en 20 yrði efnt til aukakeppni fyrir þá sem ekki næðu inn í 16 manna úrslitin og væri sá flokkur kallaður 1. flokkur. Þegar stjórnarfundinum var lokið fóru þremenningarnir í ferðalag um Skagafjörð og svipuðust þar um eftir landssvæðum þar sem mögulegt var talið að koma fyrir golfvelli. Skoðuðu þeir einkum túnið á Reynisstað, bakka Héraðsvatna og sandana við Sauðárkrók. Var ákveðið að gefa væntanlegu golfþingi skýrslu um ferðina og þá möguleika sem þeir töldu að hafa mótið í Skagafirði. Golfþingið 1943 var haldið í golfskálanum í Öskjuhlíð 24. júlí 1943. Eins og á stofnþinginu árið áður áttu tíu fulltrúar frá klúbbunum þremur sæti á þinginu. Gunnlaugur Einarsson var kjörinn þingforseti og Gunnar Hallgrímsson ritari. Í skýrslu stjórnarinnar kom fram að virkir golfiðkendur á Íslandi væru taldir 235 og skiptust þeir þannig milli klúbba að 132 voru í Golfklúbbi Íslands í Reykjavík, 42 í Golfklúbbi Akureyrar og 61 í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Á þinginu lagði stjórnin fram skýrslu um landkönnunarleiðangurinn til Skagafjarðar og taldi að varðandi vallargerð þar væri um að ræða þrjá eftirfarandi möguleika: “a) Túnið á Reynisstað eftir slátt. Túnið er nægjanlega stórt fyrir góðan 9 holu völl. Allt slétt og stórir hólar norðan til í því og fengist þar blind hola. Hindranir eru fáar aðrar en hús og einn lækur. b) Bakkar Hérðasvatnanna í landareign Valla. Landið er grasi grónir sandbakkar, harðvellir með snöggu grasi, nægilegt í mjög stóran 9 holu völl. Það er að mestu leyti flatt, en talsverðar hindranir af melaskörðum eða náttúrulegum sandgryfjum hér og þar, og auk þess Hérðas-
52
vötnin meðfram sumum holunum, en venjulega þó svo grunn, að hægt er að vaða út í þau eftir boltum. Landið liggur við þjóðveginn og er hægt að aka inn á það og ágæt bílastæði milli þjóðvegarins og 1. teigs. Það er 5 – 10 mínútna leið frá gistihúsinu Varmahlíð. c) Sandurinn við Sauðárkrók. Hann er nothæfur í þriggja holu æfingavöll, en ekki góðan, um 20 mínútna gangleið frá kaupstaðnum.”Fundargerðabók Golfsambands Íslands 24. júlí 1943. Ekki urðu miklar umræður um skýrsluna á golfþinginu. Þingfulltrúum mun hafa litist vel á að fundið væri nothæft svæði fyrir næsta landsmót en töldu sjálfsagt að fleiri möguleikar yrðu kannaðir. Hins vegar var bryddað upp á því að það kynni að vera ofrausn að keppa um Íslandsmeistaratitilinn árlega og spurt hvort ekki væri hyggilegra að halda keppnina annað hvert ár. Fór svo að þingið samþykkti að veita stjórninni umboð til þess að taka ákvörðun um slíkt og einnig um mótsstað. Á þinginu var einnig samþykkt að Golfsamband Íslands tæki við útgáfu á blaðinu Kylfingi en Golfklúbbur Íslands hafði gefið blaðið út frá árinu 1935. Jafnframt var ákveðið að hækka skatt golfklúbbanna til sambandsins um helming. Átti blaðið framvegis að vera innifalið í skattgjaldinu og það sent til allra félaga í klúbbunum þremur.
Fyrsta sérsamband ÍSÍ Áformuð aðild að Íþróttasambandi Íslands var einnig til umræðu á þinginu. Hafði stjórnin kannað möguleika á slíkri aðild en ekki þótti fullljóst hvort af henni gæti orðið. Stjórn ÍSÍ hafði þá fyrir nokkru samþykkt að minnst fimm félög yrðu að vera í þeim samböndum sem fengju aðild. Hins vegar hafði borist bréf frá Benedikt G. Waage forseta ÍSÍ þar sem hann lýsti yfir því að þar sem Golfsambandið hefði verið stofnað áður en reglum ÍSÍ var breytt mundi það verða tekið í Íþróttasambandið ef leitað yrði eftir því. Voru þingfulltrúar á einu máli um að það gæti orðið styrkur fyrir Golfsambandið einkum að því leyti að við útvegun á kennurum gæti það notið ÍSÍ og aðild gæti hugsanlega orðið til þess að fjárstyrkur kæmi úr íþróttasjóði. Í bréfi Benedikts G. Waage hafði hann óskað eftir því að Golfsambandið færi fram á það við Golfklúbb Íslands að hann breytti nafni sínu. Það mál tók Jóhann Þorkelsson
upp og taldi óviðkunnanlegt að klúbburinn í Reykjavík kallaði sig Golfklúbb Íslands eftir stofnun Golfsambandsins og það væri einnig óviðeigandi að sigurvegarinn í Íslandsmeistaramótinu hefði sama titil og meistari Golfklúbbs Íslands. Tóku utanbæjarmenn undir málflutning Jóhanns en fulltrúar Golfklúbbs Íslands á þinginu töldu að þarna væri um viðkvæmt mál að ræða. Bar Jóhann þá upp tillögu um að Golfsambandið færi þess á leit við klúbbinn að hann breytti nafni sínu og var hún samþykkt með 5 atkvæðum en 5 fulltrúanna greiddu ekki atkvæði.
fremst þau að þær mættu svo sem vera með en ættu ekki að blanda sér í baráttu karlanna.
Kvenfólkinu hafnað
Rétt eins og á fyrsta Íslandsmeistarmótinu voru aðstæður ekki upp á marga fiska í mótsbyrjun. Mikið vatnsveður var dagana fyrir mótið og völlurinn því forblautur. Daginn áður en mótið hófst lögðu menn þó í að slá völlinn en ekki voru möguleikar á að raka hann né hreinsa og því víða grasflekkir á honum, sumir svo miklir að hætta var á að boltar týndust í þeim. Sér í lagi þótti braut fjögur erfið viðfangs og lentu margir og þó sérstaklega utanbæjarmenn í miklum erfiðleikum með hana. Einn þeirra var sá kylfingur sem vakti hvað mesta athygli á mótinu 1942, Guðlaugur Gíslason frá Vestmannaeyjum. Í fyrri hringum lék hann holuna á 11 höggum og enn verr gekk í seinni hringum en þá lék hann holuna á 18 höggum.
Enn eitt athyglisvert mál kom til umræðu á þessu starfsama þingi. Spurningin hvort leyfa ætti konum að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu. Segir svo frá þeim umræðum í fundargerð þingsins: “Jóhann Þorkelsson taldi sjálfsagt að konur taki þátt í þessari keppni þar til kvennabikar fengist. Kvað hann ekki líklegt að meistaramót kvenna kæmust á á næstunni. Lagði hann eindregið til að konur fengju að keppa með í meistarakeppninni. Georg Gíslason fannst illa viðeigandi að keppa við kvenfólkið. Gæti svo farið að þátttaka í Íslandsmótinu minnkaði við tilkomu kvennanna. Lagði Georg til að konur væru útilokaðar frá keppni um meistarabikar Íslands og bar upp svohljóðandi tillögu:
Boltarnir týndust í bleytu og grasi Keppnisfyrirkomulag á öðru meistaramóti Íslands í golfi var hið sama og í fyrsta mótinu. Allir keppendurnir tóku fyrst þátt í 18 holu höggleik og þeir sextán sem náðu bestum árangri komust í úrslitakeppina sem var holukeppni. Lauk mótinu ekki fyrr en laugardaginn 31. júlí og stóð því baráttan í viku hjá þeim sem komust lengst.
Alls voru keppendur í mótinu 29 talsins. 11 úr Golfklúbbi Íslands, 11 frá Vestmannaeyjum og 7 frá Akureyri. Komust átta Reykvíkingar, fjórir Akureyringar og fjórir Vestmannaeyingar áfram í aðra umferð.
Jóhann Þorkelsson vildi að konur kepptu á Íslandsmóti.
Golfþingið ákveður að golfkeppni Íslands um bikar þann sem nú er keppt um skuli vera fyrir karlmenn eingöngu.”Fundargerð Golfsambands Íslands 24. júlí 1943. Tillagan var borin undir atkvæði. Tíu karlmannshendur fóru á loft og samþykktu. Nú var það reyndar svo að konur höfðu verið virkir golfiðkendur allt frá því að íþróttin nam land á Íslandi og konur ýmist tekið þátt í sérstökum kvennamótum eða í mótum þar sem bæði kynin voru jafnrétthá. Í ljósi þess var þessi afgreiðsla illskiljanleg. En virða verður golfþingsfulltrúm það til vorkunnar að viðhorf til íþrótta kvenna á þessum tíma voru fyrst og
Eftir hinn erfiða fyrsta keppnisdag gerðu menn sér dagamun, héldu til Þingvalla í rútum og snæddu þar kvöldverð. Meðan keppendurnir gæddu sér á honum var stjórn Golfsambandsins á fleygiferð, fór um vellina og kannaði hvort mögulegt yrði að setja þar upp golfvöll fyrir næsta Íslandsmót. Um ferðina var sagt: “Var þar gleðskapur góður, ræðuhöld og söngur. Síðan héldu menn aftur til Reykjavíkur og tóku á sig náðir, því að daginn eftir skyldi framhaldskeppnin hefjast.”Kylfingur 1943, bls. 21. Á ýmsu gekk í fyrstu umferð holukeppninnar. Mesta athygli vakti hörð rimma Akureyringanna Gunnars
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
53
Eyjamennirnir Sveinn og Lárus Ársælssynir hafa það náðugt við bakka Héraðsvatna á Íslandsmótinu 1944 og fyrir aftan þá er Jóhannes Helgason. Ljósmynd: Árni Egilsson
Hallgrímssonar og Sigrtyggs Júlíussonar en hana vann Sigtryggur á síðustu holunni og sannaði að það var engin tilviljun að hann náði besta skori allra í höggleiknum. Þarna var greinilega á ferðinni hörkugóður kylfingur. Fór svo að Sigtryggur komst í úrslitaleikinn og mætti þar Íslandsmeistaranum Gísla Ólafssyni. Eins og lög gerðu ráð fyrir léku þeir 54 holur og fór svo að Gísli varði titilinn. Átti fimm holur til góða þegar fjórar voru eftir. Í 1. flokknum sem stundum var líka kallaður “sárabótaflokkurinn” Sigraði Georg Gíslaon úr Vestmannaeyjum Akureyringinn Stefán Árnason í úrslitaleik 5:4. Þegar heim var komið ritaði Georg smáathugasemd um frammistöðu Eyjamanna í landsmótinu í bók er lá frammi í golfskála Vestmannaeyja: “Við getum því sagt að þó að við fengjum ekki golfmeistara þá höfum við “skussameistra”. Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár. Vestmannaeyjum 2008, bls. 28.
54
Landsmótsvöllur varð til á vikutíma Árið 1944 var á margan hátt sérstætt í íslenskri golfsögu. Sveinn Björnsson, sem oft hefur verið kallaður fyrsti íslenski kylfingurinn var kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins, golfmeistaramót Íslands fór fram á “einnota” golfvelli í Skagafirði. Stofnaður var nýr golfklúbbur, sá fjórði í landinu. Í fyrsta sinn fór fram keppni milli Íslendinga og útlendinga og á árinu lést Gunnlaugur Einarsson læknir en hann er sá maður sem öðrum fremur verður að teljast “faðir” íþróttarinnar á Íslandi. Stjórn Golfsambands Íslands hafði í mörg horn að líta veturinn 1944. Stærsta verkefni hennar var þó að velja Íslandsmótinu stað og sjá um framkvæmd þess. Þótt ekki sé fjallað um það mörgum orðum í fundargerðabókum mátti ljóst vera að stjórnin taldi ekki undankomu auðið
með að halda mótið utan Reykjavíkur. Þannig barst henni t.d. bréf í ársbyrjun frá Golfklúbbi Vestmannaeyja þar sem minnt var á umræðurnar á þinginu 1943 “...og áhersla lögð á að næsta landsmót Golfsambandsins verði haldið utan Reykjavíkur.” Fundargerðarbók Golfsambands Íslands. 22. janúar 1944. Stjórnin horfði einkum til aðstöðunnar sem hún hafð skoðað í Skagafirði en svo virðist sem stjórn Golfklúbbs Íslands hafi verið þeirri hugmynd andsnúin og hvatti hún til þess að annar staður yrði fundinn og benti sérstaklega á Þingvelli í því sambandi. Bar stjórnin erindið upp við Þingvallanefnd og þegar snjóa leysti og frost fór úr jörðu varð úr að kanna þennan möguleika til hlítar. Fór stjórnin í kynnisferð til Þingvalla ásamt þeim Gunnari Kvaran, kaupmanni og Sigurði Jónassyni verkfræðingi. Þar voru aðstæður skoðaðar og varð niðurstaðan sú að útilokað væri að gera þar nothæfan golfvöll fyrir 22. júlí en það var sá dagur sem stjórnin hafði þegar ákvarðað sem fyrsta keppnisdag Íslandsmótsins. Í framhaldi af þessari för var gerð lausleg kostnaðaráætlun um golfvöll á Þingvöllum og talið að það myndi kosta að a.m.k. 127 þúsund krónur sem var svo há upphæð að hún þótti óviðráðanleg. Ýmis önnur mál komu til afgreiðslu stjórnarinnar. Þan-
Keppendur á Landsmótinu fóru í heimsókn á Hóla í Hjaltadal. Á efri myndinni sjást þeir Lárus Ársælsson GV og Jörgen Kirkegaard frá GA takast í hendur fyrir úrslitaleik þeirra í 1. flokki. Ljósmynd: Árni Egilsson
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
55
nig barst t.d. bréf frá Golfklúbbi Akureyrar þar sem stjórnin var beðin að skera úr í deilumáli sem upp kom í vorkeppni hjá klúbbnum en þar henti það einn keppanda að slá annan bolta en sinn eigin. Átti viðkomandi að fá víti eða ekki var spurt? Stjórnin kannaði málið ítarlega og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem keppandinn hefði slegið boltann eftir að hafa fengið villandi upplýsingar frá öðrum, þar á meðal frá keppinaut sínum, skyldi hann sýkn saka og ekki fá vítishögg fyrir athæfi sitt. En aftur að landsmótsmálinu. Um miðjan júlí hélt Helgi H. Eiríksson forseti Golfsambandsins norður í Skagafjörð. Verkefni hans var einfalt. Hann átti að sjá til þess að þar yrði nothæfur golfvöllur í standi þegar landsmótið skyldi hefjast viku síðar. Var Helgi einn í för en hinn ágæti kennari og velgjörðarmaður golfíþróttarinnar á Íslandi, Robert Waara, kom nokkrum dögum síðar og veitti mikilsverð ráð bæði við staðsetningu flata og eiga svo og við að setja saman sérreglur vegna hinna óvenjulegu vallaraðstæðna. Verkefni Helga H. Eiríkssonar við vallargerðina var ærið. Þegar hann stóð á bökkum Héraðsvatna og horfði yfir svæðið hefur viðhorf hans sjálfsagt verið svipað og
förupiltsins í þjóðsögunum sem tók það sér fyrir hendur að elda súpu og hafði ekki til þess annað en einn nagla, “að hugsa um það sem hendi er næst og hugsa ei um það sem ekki fæst.” Hinn fyrirhugaði golfvöllur var í landi jarðarinnar Valla í Hólmi og hafði bóndinn þar heitið kylfingum að þeir mættu nota það án endurgjalds. Þegar á hólminn kom gerði hann annað og meira því hann veitti Helga mikilsverða aðstoð við vallargerðina, sló t.d. þau svæði sem unnt var að slá og lagði á sig mikla vinnu. Helgi lagði hins vegar sjálfur brautirnar sem þræddu bakka Héraðsvatna og reyndi að nýta aðstæður í landslaginu eftir því sem mögulegt var. Ljóst þótti að völlurinn væri erfiður og nú myndi reyna verulega á hæfni og kunnáttu kylfinganna. Í lýsingu sem Helgi gerði á vellinum að Íslandsmótinu loknu lýsti hann brautunum og sagði að 4. og 9. brautin hefðu verið erfiðastar. Meðan á mótinu stóð kölluðu kylfingarnir 4. brautina oftast “eyðimörkina” eða “Sahara” enda lá meginhluti hennar á hörðum ársandinum. Um 9. brautina var sagt í lýsingunni: “Teigurinn er hættulega settur milli sandhindrana, mýri á aðra hönd brautarinnar, en hin viðsjálu sandbörð út að Eyðimörkinni á hina höndina, og flötin illa sett á barði, umkringd sandhindrunum á þrjá vegu en mýrin á hinn fjórða. Reyndi hér mjög á skotfimi kylfinga, einkum í uppskotum, enda var þar jafnan mikið “barizt í bökkum.” Um flatirnar eða grínin var sagt að þær væru flestar vaxnar fremur gisnum gróðri, eltingarskotnum, sendnar og sumar all ósléttar.”Kylfingur 10. árgangur 1944, bls. 29.
Barist í bökkum á bökkum Héraðsvatna
Fulltrúar á Golfþingi í Varmahlíð 1944 sendu Sveini Björnssyni heillaóskaskeyti, en hann hafði mánuði áður, verið kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Sveinn þakkaði fyrir sendinguna með skeytinu sem hér sést að ofan.
56
Þegar leið að keppninni voru flöggin í holunum sett upp . Kom þá í ljós að kýrnar á Völlum voru forvitnar, hópuðust að flöggunum og vildu halda sig við þau. Þegar keppnin hófst þurftu kylfingarnir því oft að stugga við beljunum til þess komast að flötunum, en eins og
Keppendur á mótinu í Skagafirði árið 1944. Ljósmynd: Árni Egilsson
slíkra skepna er háttur lyftu þær gjarnan hala og skiluðu góðri klessu áður en þær yfirgáfu svæðið. Hestar sem voru á beit á brautunum voru hins vegar tillitsamari og létu sér það nægja að hnusa í átt til kylfinganna og brugðu síðan á brokk út af svæðinu. Það var því sannarlega af gefnu tilliti sem 1. sérreglan fyrir völlinn var ákvörðuð svo: “Ef bolti fellur í tað eða mykju á vellinum má taka hann upp og láta hann falla, skv. St. Andrew’s golfreglum.” Af öðrum sérreglum má nefna að ákveðið var að ef bolti græfist í sand mætti sópa sandinum af efri helmingi hans, áður en hann væri sleginn og á tveimur brautum var einnig leyft að hreyfa bolta með kylfunni um eina kylfulengd, en ekki nær holu. Kylfingur 10. árg. 1944 bls. 30. Til leiks mættu 29 keppendur frá klúbbunum þremur og fengu allir að leika tvo æfingahringi daginn fyrir keppnina. Vakti það þá mikla athygli að Robert Waara lék völlinn á pari, 72 höggum og þótti það frækilegt afrek. Hann var hins vegar ekki gjaldgengur í keppninni sjálfri.
Svo rann fyrsti keppnisdagurinn, 22. júlí, upp og bætti það mjög geð guma að veðrið var eins og best varð á kosið, hæg gola og sólskin – eitthvað annað en verið hafði á tveimur fyrstu mótunum í rigingabælinu Reykjavík. Skor keppenda í höggleiknum var yfirleitt nokkuð hátt og var það einkum fjórða brautin sem fór illa með marga. Tveir keppendur léku þó á undir 90 höggum, þeir Gunnar Hallgrímsson frá Akureyri og Íslandsmeistarinn Gísli Ólafsson úr Reykjavík. Eins og lög gerðu ráð fyrir komust þeir sextán sem bestum árangri náðu í höggleiknum áfram í holukeppnina um meistaratitlinn en hinum 12 var skipað í 1. flokk (sárabótaflokkinn eða skussaflokkinn). Þeir sem komust í undanúrslit voru Reykvíkingarnir Gísli Ólafsson og Jóhannes G. Helgason og Akureyringarnir Gunnar Hallgrímsson og Sigtryggur Júlíusson. Hafði svo Jóhannes betur í viðureign sinni við Gunnar og Gísli vann Sigtrygg. Því voru það Jóhannes og Gísli sem mættust í úrslitaleik-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
57
Gísli Ólafsson fylgist með því sem fram fór á brautinni, en nærstaddir áhorfendur virða fyrir sér ljósmyndarann. Ljósmynd: Árni Egilsson
num. Á fyrsta degi úrslitarimmunnar náði Jóhannes fljótt forystu og varð hún mest þrjár holur. Gísli sýndi þó mikið harðfylgi undir lokin og tókst að vinna þær til baka þannig að þeir félagar stóðu jafnir fyrir síðasta keppnisdaginn. Á fyrstu níu holunum náði Gísli fjögurra holu forystu. Þeim vinningum hélt hann til loka og varð því Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Í 1. flokki kepptu Jörgen Kirkegaard fá Akureyri og Lárus Ársælsson úr Vestmannaeyjum til úrslita og sigraði Lárus 6:4.
Skagafjarðardvölin skóp kynni og samstöðu Jafnhliða landsmótinu á Völlum var golfþing Íslands haldið á Sauðárkróki og stóð það tvo daga að þessu sinni. Þar voru tekin fyrir ýmis mál er vörðuðu golfíþróttina. Nokkuð hafði þótt skorta á samræmi í starfsemi nefnda innan klúbbanna og því voru á þinginu samþykktar ítarlegar verklýsingar fyrir þrjár nefndir sem starfa áttu
58
innan allra klúbba, forgjafarnefnd, kappleikjanefnd og vallanefnd. Eins og áður var töluverð umfjöllun um hvort halda bæri landsmót árlega. Flutti Jóhannes Helgason að lokum tillögu um að landsmót yrði haldið næsta sumar (1945) og að stjórn Golfsambandsins yrði falið að velja mótinu stað og stund. Var tillagan samþykkt með nokkrum atkvæðamun. Hins vegar var felld tillaga sem Gísli Ólafsson flutti þess efnis að einungis þeir sem hefðu 10 eða minna í forgjöf fengju að taka þátt í landsmóti. Gísli einn greiddi tillögunni atkvæði en sjö voru á móti. Landsmótið í Skagafirði var merkilegt í sögu golfíþróttarinnar á Íslandi. Ekki bara fyrir það að þar var á vikutíma komið upp keppnisgolfvelli heldur ekki síður vegna þess að á meðan á mótinu og golfþinginu stóð dvöldu keppendur meira og minna saman. Sumir höfðu fjölskyldur sínar með og slógu því tvær flugur í einu höggi, léku golf og fóru í smásumarfrí. Meðan á mótinu stóð fóru þátttakendur í vel heppnaða hópferð til Hóla í Hjaltadal og gestirnir sem dvöldust á ýmsum stöðum í Skagafirði söfnuðust á matmálstímum í Varmahlíð og snæddu þar saman. Varð því mótið mjög til að efla og auka kynni
manna og samheldni í því að gera veg íþróttarinnar sem mestan. Þá gerðist það líka að langflestir keppendur voru á svæðinu allan tímann og var það t.d. nýtt í sögu landsmóts að hópur áhorfenda fylgdi þeim sem tóku þátt í úrslitaleiknum og hvatti þá til dáða. Þótti loka- og skilnaðarhófið sem haldið var í Varmahlíð í mótslok einstaklega vel heppnað og ekki síst ræða sem séra Gunnar Gíslason hélt gestum Skagfirðinga. Var sagt að skemmtunin hafi staðið lengi nætur. Benedikt G. Bjarklind, ritstjóri Kylfings skrifaði langa grein í blaðið eftir Skagafjarðarferðina þar sem hann lýsti aðstæðum, keppninni og fjallaði einnig um móttökur sem gestir landsmótsins fengu.”Að lokum viljum vér þakka öllum þeim Skagfirðingum, sem greiddu götu vora. Er þar fyrstan að nefna Harald bónda á Völlum og heimafólk hans, þá Robert Waara (t.h) ásamt Benedikt Bjarklind, ritstjóra Kylfings. Myndin er starfsfólkið á gistihúsinu í Varmahlíð tekin á Íslandsmótinu í Skagafirði. og Hótel Tindastól og heimilisfólkið í Ljósm: Árni Egilsson Holtsmúla. Öllu þessa ágæta fólki flytjum vér hér með þakkir vorar og kærar golfi og fór Helgi H. Eiríksson forseti GSÍ í aðra ferðina kveðjur. Einnig viljum vér þakka öllum með honum. Mældu þeir út og skipulögðu þriggja holu þeim Skagfirðingum, sem á vegi vorum urðu og fylgdust golfvöll á Skipaeyrinni í kaupstaðnum. Ekkert landrými með keppninni af áhuga og skilningi. Þeir vísuðu þaní eða við kaupstaðinn fékkst til frekari golfvallagerðar og nig á bug illspám þeim, sem ýsmir höfðu að oss bent, að vér yrðum hafðir að háði og spotti fyrir þá léttúð og firru, var það fyrst og fremst aðstöðuleysið sem varð til þess að golfíþróttinni gekk erfiðlega að festa rætur í kaupstaðnum. að flykkjast norður í land til þess að slá fánýtar kúlur í Þegar farið var að vinna að gerð flugvallar á Ísafirði var slægjulöndum bænda, um há annatímann, meðan þeir æfingavöllurinn lagður undir hann og kom það þar með af sjálfir sveittust við að slá gras. Engu að síður fórum vér, í sjálfu sér að golfiðkun var hætt vestra og var það ekki fyrr trausti þess að mæta skilningi og hann brást ekki – enda en um tuttugu árum síðar að golfklúbburinn var endurvaekki við öðru að búast í héraði sæluvikunnar.” Kylfingur, kinn og starfsemi hafin af miklum krafti. 10. árg. 1943 bls. 39.
Fjórði klúbburinn – á Ísafirði
Sjóherinn sigraður
Sem fyrr greinir var fjórði golfklúbburinn á Íslandi stofnaður á árinu 1944, Golfklúbbur Ísafjarðar. Ekki þarf að koma á óvart að það var læknirinn á staðnum, Baldur Johnsen, sem var aðalhvatamaðurinn að stofnun klúbbsins og var kjörinn fyrsti formaður hans, en tuttugu manns skráðu sig sem stofnfélaga. Robert Waara golfkennari gerði sér tvær ferðir til Ísafjarðar til þess að aðstoða heimamenn og kenna þeim undirstöðuatriðin í
Allt frá því að farið var að efna til keppni í golfi á Íslandi og fram til ársins 1944 urðu Íslendingar að láta sér það nægja að keppa hver við annan. Það þóttu því töluverð tíðindi þegar það spurðist um miðjan ágúst að breski sjóliðsforinginn B.C. Watson hefði gengið á fund forráðamanna Golfklúbbs Íslands og óskað eftir því að efnt yrði til keppni milli klúbbfélaga og yfirmanna úr breska sjóhernum. Skyldi leikin holukeppni og sex menn vera í hvoru
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
59
Erlendur kylfingur sýnir listir sínar á velli Reykvíkinga. Meðal áhorfenda má þekkja Þorstein Jónsson flugkappa (í ljósum jakkafötum) sem um tíma sá um veitingasölu í skálanum og Sigurjón Hallbjörnsson hægra megin á myndinni. Ljósmyndari óþekktur/Borgarskjalasafn
liði. Það stóð ekki á Íslendingunum. Þegar mætt var á teig 17. ágúst vissu þeir ekki mikið um styrk andstæðinga sinna annað en það að í breska liðinu væri herforingi er hét Howarth og sá hafði einhverju sinni tekið þátt í opnu stórmóti í Wales. Þótti sjálfsagt að tefla Íslandsmeistaranum Gísla Ólafssyni á móti honum en aðrir í liði Golfklúbbsins voru Helgi Eiríksson, Jakob Hafstein, Jóhannes G. Helgason, Halldór Hansen og Þorvaldur Ásgeirsson. Sem sagt, allir bestu kylfingar klúbbsins. Eftir móttökuathöfn í klúbbhúsinu var lagt í ´ann. Það voru alltaf stórtíðindi þegar Íslendingar kepptu við útlendinga í íþróttum og safnaðist margt manna að og biðu menn spenntir eftir að kylfingarnir kæmu í hús. Höfðu sumir það á orði að viturlegt hefði nú verið fyrir Golfklúbbsmenn að fara sömu leið og farin var er fyrsta erlenda knattspyrnuliðið, Akademisk Boldklubb, kom í heimsókn á sínum tíma og bjóða gestunum í útreiðartúr á íslenskum hestum fyrir keppnina. Að leikslokum kom þó í ljós að engin þörf var á slíku. Golfklúbbsmenn unnu fimm leiki af sex, suma að vísu naumlega. Það sem þótti mest um vert var að Gísli Ólafsson lagði kappann Howarth næsta örugglega. Í september var aftur efnt til
60
slíkrar keppni og var þá Jakobi Hafstein teflt gegn eina Bretanum sem vann sinn leik í fyrri keppninni. Hallaði á Jakob í fyrstu en síðan kom þingeyska víkingaeðlið upp í honum. Ekki nóg með að hann jafnaði leikinn heldur tókst honum að vinna leikinn. Gísli Íslandsmeistari Ólafsson lenti hins vegar í kröppum dansi gegn sínum andstæðing og vann ekki fyrr en á síðustu holunni. Og úrslitin urðu enn meiri sigur en í fyrri viðureigninni eða 6:0 fyrir Golfklúbbinn. Þótt andstæðingarnir væru raunar menn sem ekki höfðu getað stundað íþróttina neitt að ráði eftir að styrjöldin skall á vöktu hinir ótvíræðu yfirburðir Íslendinganna þó þenkingar á borð við þær að það skyldi nú aldrei vera að Íslendingar gætu staðið í golfköppum annarra þjóða. En til þess að fá úr því skorið varð að bíða betri tíma.
Ötull kennari í sjálfboðavinnu Stundum er sagt að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott. Þótt stríðið lokaði aðgangi golfáhugamanna á Íslandi að fá erlenda kennara til starfa þá var það samt svo að einn hinna erlendu hermanna sem kom til þjónustu á Íslandi var lærður golfkennari sem reyndist íslenskum
kylfingum svo sannarlega betri en enginn. Þessi maður hét Robert Waara og kom til landsins snemma árs 1943. Hann var finnskrar ættar en heimilisfastur í Detroit í Michigan í Bandaríkjunum og kom til Íslands sem undirforingi í hernum. Á skólaárum sínum vestra hafði hann kynnst golfíþróttinni og keppti með góðum árangri. Hann gerðist síðan golfkennari og starfaði hjá tveimur klúbbum í heimalandi sínu á árunum 1936 – 1940 áður en hann gekk í herinn. Fljótlega eftir að Waara kom til Íslands gaf hann sig fram við forsvarsmenn Golfklúbbs Íslands og bauð fram aðstoð sína. Þóttust menn þar himin hafa höndum tekið og ekki síst vegna þess að Waara reyndist hinn ágætasti kennari og vildi enga þóknun taka fyrir störf sín. “Íslenskir nemendur Waara munu nú vera á milli 50 og 60, og eru þeirra á meðal bæði byrjendur og eldri kylfingar. Allir munu þeir ljúka upp um það einum munni, að hann sé afbragðs kennari og ágætur félagi, enda eru vinsældir hans eftir því.”Kylfingur 1943, bls. 24-25. Robert Waara var ekki aðeins ágætur golfkennari heldur einnig góður kylfingur. Það sýndi hann oftsinnis þegar hann lék golfvöllinn í Öskjuhlíðinni sumarið 1943. Náði hann þá besta skori sem náðst hafði á vellinum er hann lék 18 holurnar á 66 höggum. Auk golfkennslunnar veitti Waara Íslendingum margskonar leiðbeiningar og ráð, m.a. um viðhald og umhirðu golfvallanna. Róbert Waara var á Íslandi allt til stríðsloka. Til marks um áhuga hans og dugnað má nefna að þegar hann fékk frí frá skyldustörfum í hernum notaði hann þau til þess að kenna og fór t.d. í nokkra daga til Vestmannaeyja veturinn 1945 og leiðbeindi heimamönnum. Kennslurýmið sem hann hafði þar var gangur í samkomuhúsinu. Nutu margir Eyjamenn leiðsagnar hans. Waara brá sér einnig til Ísafjarðar en þar voru menn að taka fyrstu sporin í íþróttinni og áformuðu að stofna golfklúbb. Robert Waara þótti einstaklega jákvæður og skemmtilegur maður og sóttust margir eftir því að spila með honum þegar hann mætti á golfvöllinn enda sagði hann mönnum til meðan á leiknum stóð. Þótt aðstæður væru öðruvísi en hann átti að venjast gerði hann gott úr öllu og sagði Íslendinga hafa algjöra sérstöðu í golfiðkun sinni á sumrin þegar hægt væri að spila nánast allan sólhringinn. “Víða annarsstaðar getur fólk ekki spilað golf eftir vinnu og verður að láta helgarnar nægja. Hér getið þið spilað
golf allt kvöldið eftir óskum. Einnig er verðurfar hér hagfellt fyrir golf. Grasið er afar gott, en vont að rækta þann gróður á “greenum”, þ.e. fletinum umhverfis holurnar, sem gerir hann eggsléttan,” sagði Waara í blaðaviðtali við Frímann Helgason og bætti því svo við að sér virtist leikur íslenskra kylfinga merkilega góður miðað við hvað íþróttin hefði verið iðkuð í skamman tíma í landinu og byrjunaraðstæður hefðu verið örðugar.Golfíþróttin. Viðtal við hr. Robert Waara. Þjóðviljinn 176. tbl. 9. árg. 11. ágúst 1944, bls. 5. Í golfinu kynntist Waara ungri Reykjavíkurmær, Ólafíu Sigurbjörnsdóttur, sem þá var einn besti kvenkylfingur landsins og hafði t.d. orðið kvennameistari Golfklúbbs Íslands 1943. Gengu þau í hjónaband og í styrjaldarlok fluttust þau til Bandaríkjanna þar sem þau settust að í Portland í Mitchigan. Settu þau þar á stofn golfskóla sem þau ráku lengi. Naut skólinn mikilla vinsælda og var jafnan fjölsóttur. Robert Waara lést í september árið 1975 og Ólöf í september árið 2004. Nýr tími rann upp að stríðslokum Svo rann árið 1945 upp. Hinn 8. maí var stríðslokum í Evrópu fagnað og þótt styrjaldarátök stæðu enn yfir hinum megin á hnettinum var fulljóst að þau myndu ekki standa lengi enda fór svo að um mitt sumar gáfust Japanir upp fyrir Bandaríkjamönnum. Lok seinni heimsstyrjaldarinnar markaði tímamót – nýtt upphaf sem allir bundu miklar vonir við og þá ekki síst íþróttamenn allra þjóða sem höfðu orðið að draga sig inn í skel hin myrku ár átakanna. Það var ekki síst á Íslandi sem menn væntu betri tíma. Þótt fátt gott fylgdi styrjöldinni kom hún þó Íslendingum í betri álnir en áður höfðu þekkst og það var hægt að gera svo ótal, ótal margt sem óhugsandi hafði verið áður. Bættum efnahag flylgdu meiri tómstundir og þar með svigrúm til íþróttaiðkana. Það tók að bjarma fyrir þeim tíma sem oft hefur verið kallaður íslenska íþróttavorið og stóð fram á sjötta áratuginn. Tímanum þegar Íslendingar sýndu hvað þeir gátu í íþróttum og unnu frækna sigra einkum þó í frjálsum íþróttum og knattspyrnu. En það þurfti að bíða eftir vorinu í golfíþróttinni á Íslandi þetta árið. Raunar höfðu kylfingarnir í Reykjavík búið sig betur undir komandi keppnistímabil en oftast áður. Margir þeirra æfðu af kappi innanhúss um veturinn og nutu
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
61
þar kennslu og liðveislu bandarískra hermanna sérstaklega þó fyrrnefnds Roberts Waara og félaga hans Wilsons sem einnig var lærður golfkennari og góður kylfingur. En þegar svo grasið var loksins orðið grænt og kom að því að það átti að fara að slá og búa völlinn til keppni kom babb í bátinn. Sláttuvélar og ýmis önnur vélknúin tól voru í lamasessi og engin lífsins leið reyndist að fá í þau varahluti hvað þá að fá ný tæki keypt. Menn voru einfaldlega uppteknir við annað. Gekk svo allt sumarið að það var aðeins með höppum og glöppum að unnt var að slá völlinn og hirða og voru því kargarnir óvenjulega stórir og gróskumiklir og gleyptu ótal bolta sem ekki var gott þar sem framboðið af þeim var lítið. Ef golfarar ætluðu sér að gera eitthvað annað og meira í framkvæmdum á vellinum en að slá var hið sama uppi á teningnum. Allar vélar sem þurfti að nota við framkvæmdir voru uppteknar við eitthvað annað. Bót var þó í máli að eftir að herinn hvarf á braut var greiður aðgangur að klúbbhúsinu í Öskjuhlíðinni. “Og þykir félagsmönnum sem þeir hafi nú heimt það úr ræningjahöndum.”Kylfingur 11. árg. Reykjavík 1945, bls. 4. Félagar í Golfklúbbi Íslands létu það ekki á sig fá þótt völlurinn væri óvenjulega erfiður um sumarið. Aldrei áður höfðu svo mörg mót verið haldin hjá klúbbnum og þetta árið, 19 talsins, og þátttaka í þeim flestum var góð. Raunar varð ekki mikil nýliðun hjá klúbbnum. Ofast voru það hinir sömu sem sem stunduðu íþróttina og kepptu á mótunum. Augum rennt að Korpúlfsstaðatúninu Eins og áður var það aðlaverkefni stjórnar Golfsambands Íslands að sjá um landsmótið. Hafði hún úr vöndu að ráða. Ákveðið hafði verið að mótið yrði haldið Sunnanlands sumarið 1945 og var ætlunin að koma þar upp sérstökum landsmótsvelli á borð við það sem gert var í Skagafirði árið áður. Fyrri hluta sumars fóru stjórnarmenn því um og reyndu að finna hentugan stað fyrir mótið. Beindu þeir sjónum sínum fyrst að Þingvöllum en þegar ljóst þótti að þar yrði ekki settur upp golfvöllur í bráð voru kannaðir möguleikar á vallargerð við Stokkseyri, við Hvolsvöll á Rangárvöllum og síðast en ekki síst á hinum víðáttumiklu túnum á Kopúlfsstöðum við Reykjavík. Þóttu þau álitleg en þegar ljóst þótti að slætti yrði ekki lokið á tilsettum tíma var hætt við áform um að nota þau. Bæði Stokkseyrarsvæðið og Hvolsvöllur þóttu koma til greina en töluvert þurfti að laga þar til og það kostaði
62
peninga og þá átti Golfsambandið ekki til. Það var ekki fyrr en 21. júní, rúmum mánuði fyrir mótið, sem ákveðið var að keppnin færi fram á Öskjuhlíðarvellinum og í framhaldi af því var tilkynning send út til klúbbanna. Þrátt fyrir svo skamman fyrirvara mættu 35 kylfingar til leiks, 19 frá Reykjavík, 8 frá Akureyri og 8 frá Vestmannaeyjum. Fyrirkomulag mótsins var hið sama og áður. Fyrst leikinn höggleikur og eftir árangri í honum var 16 keppendum skipað í meistaraflokk sem keppti um Íslandsmeistaratitilinn en aðrir léku í 1. flokki.
“Þrír stóru” féllu samtímis úr leik Í höggleiknum fór flest eftir forskriftinni. Þeir sem álitnir voru bestu kylfingar landsins komust áfram og í gegnum fyrstu umferð holukeppninnar sem var daginn eftir. Á öðrum degi hennar dró hins vegar verulega til tíðinda þar sem þeir þrír stóru eins og þeir voru kallaðir: Gísli Ólafsson Íslandsmeistari, Jakob Hafstein og Jóhannes Helgason töpuðu allir leikjum sínum. Þeir sem komust í undanúrslit voru Reykvíkingarnir Helgi Eiríksson og Þorvaldur Ásgeirsson, Sveinn Ársælsson frá Vestmannaeyjum og Gunnar Hallgrímsson frá Akureyri. Svo fór að þeir Gunnar og Þorvaldur léku til úrslita. Leiknar voru 27 holur tvo daga í röð. Þorvaldur var með þriggja holur forystu eftir fyrri daginn en seinni daginn tókst Gunnari að jafna og fór þá fram fimm holu umspil þar sem Þorvaldur hafði betur og stóð uppi sem Íslandsmeistari. Höggafjöldi kappanna í úrslitakeppninni var hins vegar hinn sami þannig að jafnari gat keppnin ekki orðið. Í keppni 1. fokks bar svo Halldór Magnússon, GÍ, sigurorð af félaga sínum Daníel Fjeldsted, einnig eftir jafnan og spennandi leik. Ársþing Golfsambandsins fór fram sömu daga og Íslandsmótið og voru þar nokkur brýn mál efst á baugi og þá sérstaklega hvernig staðið yrði að því að fá erlenda golfkennara til landsins. Var samþykkt samhljóða að félög innan Golfsambandsins réðu ekki kennara nema í samráði við stjórn þess og að þannig yrði búið um hnútana að öll félögin gætu notið kennslunnar. Þá komu landsmótsmálin enn til umræðu. Rætt var um hvort og þá hvernig ætti að koma upp sérstökum golfvelli fyrir landsmótið. Voru menn greinilega ekki búnir að gefa það upp á bátinn að slíkur völlur yrði gerður á Þingvöllum þar sem skorað var á ríkisstjórnina að veita styrk til
vallargerðar þar. Raunar voru ekki allir þingfulltrúar sammála því að gera ætti landsmótsvöll. Sumir töldu æskilegra að allir klúbbarnir kæmu sér upp 9 holu golfvöllum og að landsmótið færi fram á þeim til skiptis.
Fjölmiðlum sett fyrir Eitt af stærri málum þingsins var setning reglna um fréttaflutning af Íslandsmótinu í golfi. Þingfulltrúum fannst golfíþróttin ekki sitja við sama borð og aðrar íþróttagreinar þegar kom að fjölmiðlaumfjöllun og höfðu það til síns máls að til undantekninga heyrði ef þeir fjölluðu um golf og úrslit móta. Flutti Helgi Skúlason augnlæknir og einn fulltrúa Golfklúbbs Akureyrar ítarlega tillögu á þinginu þar sem voru ákvæði um hvernig fjölmiðlar ættu að fjalla um Íslandsmótið þar sem sagði m.a. að stjórn Golfsambandsins ætti Dagblöðin sýndu Firmakeppni Golfklúbbs Íslands athygli og hér má hluta af að sjá til þess að útvarpið og a.m.k. tvö Reykjavíkurblaðanna birtu lista yfir þátt- umfjöllun Þjóðviljans þann 25. maí 1945. Mótin voru mikilvæg tekjulind fyrir takendur í Íslandsmótinu. Þeir fjölmiðlar golfklúbbanna á fyrstu árunum. sem væru með íþróttasíður gætu birt upplýsingarnar þar en ekki væri ætlast til þess að þær kæmu Á þinginu kom enn fram óánægja með að Golfklúbbur á dagbókarsíðum eða í bæjarfréttadálkum. Síðan átti að Íslands skyldi ekki breyta nafni sínu. Formaður klúbbsins, birta úrslit í hverjum áfanga fyrir sig og geta um ástæður Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, var þarna meðal fulltrúa þess ef keppendur hættu keppni af einhverri ástæðu. klúbbs síns og skýrði hann frá því að innan klúbbsins hefði nafnbreytingu verið hreyft “en verið kolfellt.”Sama Þá var sagt að fréttamönnum væri heimilt að gefa stutheimild. torðar, almennar athugasemdir sem við kæmi leiknum, segja frá veðráttu og frammistöðu einstakra keppenda. Tveir merkisatburðir urðu í sögu golfsins á Íslandi árið “Stilla skal þó í hóf öllum persónulegum ummælum um 1945. Annars vegar nýr golfvöllur á Akureyri og hins nafngreinda leikendur, nema alveg sérstök ástæða sé til.” vegar var um að ræða mót það sem áður er sagt að hafi Þinggerð Golfsambands Íslands 1945. Fundargerðarbók kallað á meiri umfjöllun fjölmiðla en áður hafði tíðkast. Golfsambandsins. Varðveitt á skrifstofu GSÍ. Þar var um að ræða firmakeppni sem Golfklúbbur Íslands efndi til um sumarið og var fjáröflun fyrir klúbbinn. Það Tillaga Helga var samþykkt samhljóða á þinginu. Ekki var reyndar ekki alveg óþekkt að efna til slíkra móta var að sjá að hún hefði mikil áhrif því leita þarf vandlega í hérlendis en þessi keppni sló öll met og færði klúbbnum blöðunum til þess að finna frásagnir þeirra af mótinu. Var meiri tekjur en dæmi voru um í sögu íslenskra íþrótþað ekki fyrr en um haustið er Golfklúbbur Íslands efndi tafélaga. Geir Borg kaupmaður í Reykjavík átti hugmyntil sérstæðs golfmóts sem blöðin tóku við sér og notuðu dina að mótinu og vann að skipulagningu þess ásamt stærra letur í fyrirsögnum en tíðkast hafði fram að þeim Jakobi Hafstein. Málsmetandi menn í klúbbnum höfðu tíma þegar golfið átti í hlut. samband við fyrirtæki í Reykjavík og buðu þeim þátttöku í keppninni gegn greiðslu. Þótt keppnisgjaldið þætti hátt
Firmakeppni – óþekkt en góð tekjulind
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
63
Keppendur á Öldungameistaramótinu árið 1950 sem haldið var í Reykjavík. Fv. Georg Gíslason, Helgi Skúlason, Stefán Árnason, Helgi Hermann Eiríksson, Ásgeir Ólafsson, Ólafur Gíslason, Halldór Hansen, óþ, og Gustavus Faulkner, breskur golfkennari sem starfaði hér á landi í stuttan tíma. Úr safni: Borgarskjalasafn.
64
stóð ekki á undirtektunum og skráðu hvorki fleiri né færri en 82 fyrirtæki sig til þátttöku. Bestu kylfingar klúbbsins kepptu svo fyrir þeirra hönd og þurftu sumir þeirra að keppa fyrir tvö eða jafnvel þrjú fyrirtæki. Afraksturinn var ótrúlega góður – keppnin færði Golfklúbbi Íslands 24 þúsund krónur í hreinan ágóða og bjargaði fjárhag klúbbsins. Var ekki að undra þótt forsvarsmenn klúbbsins greindu frá því að keppni lokinni að slíkt mót yrði framvegis árlega hjá klúbbnum og að peningunum sem söfnuðust yrði varið til vallarumbóta “enda nálgaðist það hraðfara að golfvöllurinn yrði of lítill og að nauðsynleg bæri til stækkunarframkæmda á næstunni.”Morgunblaðið 25. maí 1945. Þegar sýnt var hve góðan
árangur slík fjáröflun gaf í Reykjavík fetuðu félagar í Golfklúbbi Akureyrar sömu slóð og höfðu líka árangur sem erfiði. Bæði syðra og nyrðra vöktu firmamótin mun meiri athygli en önnur mót golfklúbbanna og hafði það sín áhrif. “En keppnirnar hafa einnig orðið til þess að vekja almennari athygli og áhuga á golfíþróttinni, sem því miður hefur hingað til verið of lítið þekkt hér á landi og misskilin af mörgum. Þannig voru tvær flugur slegnar í einu höggi.”Kylfingur 11. árg. 1945. Nýsárleg golfkeppni, bls. 56. Hjá Golfklúbbi Íslands var það reiknað út að áður en úrslit fengust höfðu verið leiknar 2.988 holur og slegin 14.545 högg eða rúmlega 5 á hverja holu. Sig-
urvegari í þessari fyrstu firmakeppni varð Tjarnarcafé hf. sem Jakob Hafstein lék fyrir en Helgi Magnússon & Co. hf. varð í öðru sæti og Helgi Eiríksson lék fyrir hönd þess.
Stórræði Akureyringa Akureyringum veitti ekki af þeim aurum sem firmakeppnin og önnur fjáröflun klúbbsins gaf af sér. Þar stóðu menn í stórræðum. Allt frá því að Golfklúbbur Akureyrar var stofnaður og komið var upp golfvelli á Oddeyrinni var mönnum ljóst að þar var aðeins um bráðabirgðaúrræði að ræða. Völlurinn var aðeins sex holur, flestar bautir stuttar og litlir eða engir möguleikar að stækka völlinn á svæðinu. Ekki komust nema fáir að í einu og því ljóst að möguleikar á að fjölga félögum voru takmarkaðir. Miðað við þessar aðstæður verður raunar að teljast furðulegt hve margir Akureyringar gerðu sig gildandi á mótum og voru góðir kylfingar. Formannaskipti urðu í GA árið 1944. Þá lét frumherjinn Gunnar Schram af embætti og við tók Helgi Skúlason augnlæknir. Kom strax fram mikill áhugi hans og nýju stjórnarinnar að blása til sóknar og reyna að finna klúbbnum svæði fyrir nýjan og stærri golfvöll. Á aukaaðalfundi í klúbbnum í desember 1944 kom fram að stjórnin var búin að kanna möguleika á að fá keypt land jarðarinnar Nýræktar við Þórunnarstræti. Um var að ræða um 16 hektara og taldar líkur á því að ef klúbburinn fengi landið og kæmi sér þar upp velli fengi hann að vera þar alla vega næstu áratugina. Ætlun eigenda Nýræktar hafði verið að koma upp bújörð á svæðinu og á árunum 1921 – 1922 kom þangað undratæki það sem Þúfnabani kallaðist og braut landið til ræktunar. Síðan þá hafði lítið gerst. Jörðin hafði gengið kaupum og sölum og enginn haft fjármagn eða kraft til þess að koma á fyrirhuguðum búskap. Smátt og smátt hafði jörðin drabbast niður og allt var þar komið í mikla órækt og hálfgerða niðurníðslu. Hinn 16. janúar 1945 hafði Elías Tómasson gjaldkeri Búnaðarbankans á Akureyri samband við Helga Skúlason og kynnti honum að eigandi landsins vildi selja það fyrir 55 þúsund krónur. Innifalið í kaupverðinu átti að vera íbúðarhús sem stóð á svæðinu svo og fjós, hesthús og hlaða. Húsunum hafði ekki verið haldið við og voru raunar talin lítils virði. Kom fram að eigandi vildi fá skjót svör og boðaði Helgi til almenns félagsfundar í GA 20.
janúar þar sem gerð var grein fyrir stöðunni. Á þeim fundi kom fram að á Oddeyrinni fengi klúbburinn ekki að vera mikið lengur þar sem komið væri að því að Akureyrarbær þyrfti á því landssvæði að halda. Skemmst er frá því að segja að golfklúbburinn ákvað að ganga að tilboði landeigandans. Raunar átti klúbburinn ekki peninga til kaupanna en ýmsar tillögur um fjármögnun komu fram á fundinum, m.a. þær að klúbburinn gæfi út skuldabréf sem félagarnir keyptu. Meðal þeirra sem sátu fundinn var Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri sem tók til máls og hvatti til athafna. “Jakob taldi réttast að selja skuldabréf innan klúbbsins. Skyldu þau vera til stutts tíma, 10 ára eða skemur, og með 2 – 3% rentu. Kvað hann félagsmenn vera svo vel efnum búna, að þeir gætu vel lánað fé til þessa án þess að ganga nærri sér. Sjálfur kvaðst hann myndu leggja fram sinn skerf. Lyftist nú brúnin á öllum áhugasömum kylfingum er þeir heyrðu álit Jakobs, en hann var talinn hafa fjármálavit umfram aðra fundarmenn.”Frímann Gunnlaugsson, Gylfi Kristjánsson: Golfklúbbur Akureyrar 50 ára, Akureyri 1985, bls. 57. Kálið var ekki sopið þótt í ausuna væri komið. Eigandi landsins stóð ekki við tilboð sitt og seldi bónda í Eyjafirði það fyrir 58 þúsund krónur. Stjórn klúbbsins taldi sig vera illa svikna og íhugaði að fara í skaðabótamál við eigandann. Þá datt mönnum í hug önnur og heppilegri lausn. Akureyrarbær átti forkaupsrétt á jörðinni og því ákváðu golfklúbbsmenn að fara fram á það að bærinn neytti hans og seldi síðan klúbbnum jörðina. Skipti stjórn klúbbsins með sér verkum að ræða við bæjarfulltrúa og vinna þá á sitt band og þegar málið var lagt fyrir bæjarstjórn og greidd um það atkvæði var þriggja atkvæða meirihluti fyrir því að verða við ósk golfklúbbsmanna. Klúbburinn fékk afsal fyrir landinu 16. maí og voru kaupin fjármögnuð með útgáfu á skuldabréfum sem tryggð voru með öðrum verðrétti í landinu og auk þess fékkst myndarlegt lán eða 20 þúsund krónur hjá einstaklingi. Var heildarkostnaður við kaupin þegar upp var staðið rösklega 60 þúsund krónur og óséð hvort klúbburinn gæti staðist svo miklar skuldir enda voru félagarnir ekki nema 60 talsins og miklar framkvæmdir nauðsynlegar til þess að gera þarna nothæfan golfvöll. “Landið er í mestu niðurníðslu og þarf því margt að gera, áður en úr því er orðinn sæmilegur golfvöllur. Hinsvegar er stjórninni það ljóst, að þessi staður er hinn eini sem kemur til mála hér í bæ, svo að segja má að golfklúbburinn standi og falli með
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
65
honum. Golfvöllur sem lægi nokkuð verulega utanbæjar, myndi tæplega verða sóttur héðan almennt. Kylfingur 11. árg. Reykjavík 1945, bls. 16. Þótt fjárhagur klúbbsins stæði tæpt var samt ákveðið að ráðast í framkvæmdir strax vorið 1945. Þá voru brautir skipulagðar og reynt að gera þær leikhæfar. Aðrar framkvæmdir eins og t.d. framræsla og gerð flata var látin bíða betri tíma og var gert ráð fyrir því að ekki yrði lokið við framkvæmdir fyrr en eftir nokkur ár.
Landsmótið á mánaðargömlum velli Þótt tvísýnt væri að nýi völlurinn á Akureyri væri í leikhæfu ástandi var samt ákveðið að landsmótið færi þar fram sumarið 1946. Ástæðan var fyrst og fremst sú að ekki þótti við hæfi að mótið færi fram í Reykjavík tvö ár í röð. Að þessu sinni yrði það að vera Norðanlands og því ekki um aðra kosti að ræða. Unnu Akureyringar að því hörðum höndum að laga völlinn þannig að unnt væri að leika á honum og var það raunar ekki fyrr en nokkrum dögum áður en Íslandsmótið átti að hefjast að fyrstu hringirnir voru farnir á honum. Um mánuði fyrir mótið höfðu Akureyringar fengið til sín golfkennara þann sem komið hafði til landsins á vegum Golfklúbbs Íslands, Skotann Gerald Treacher, og átti hann að halda námskeið nyrðra, leiðbeina og kenna. Minna varð þó úr slíku en efni stóðu til því Treacher var fenginn til þess að skipuleggja nýja völlinn og stjórna vinnu við að gera hann leikhæfan. Var það ærinn starfi en þótti bera góðan árangur. Íslandsmótið fór fram dagana 21. – 23. júlí. Daginn áður en mótið hófst fór golfþingið fram á Akureyri og var þar samþykkt gjörbreyting á keppnisfyrirkomulagi mótsins. Golfklúbbur Íslands átti frumkvæðið að breytingunum en hann hafði um veturinn lagt fyrir stjórn sambandsins tillögur um að mótinu yrði breytt úr holukeppni í höggleik. Fundargerðarbók Golfssambands Íslands 4. mars 1946. Ekki tók stjórnin þá afstöðu til tillagnanna en ákvað að senda öllum klúbbunum þær til kynningar. Þegar kom að þinginu lá í loftinu að tillaga í þessa veru yrði samþykkt á þinginu en hins vegar með öllu óljóst hvernig keppnisreglurnar yrðu. Á þinginu hafði Helgi H. Eiríksson forseti GSÍ framsögu um málið og segir svo um það í þinggerðinni: “Aðalbreyt-
66
ingin er í því fólgin að í stað holukeppni og útsláttarkeppni kæmi höggleikur eins og venja er í meistarakeppnum erlendis. Vissulega væri þetta réttlátara þar sem að keppandi tapaði ekki rétti sínum til áframahaldandi keppni þótt hann léki ekki vel á fyrsta dag keppninnar, heldur hefði hann tækifæri til þess að bæta leik sinn í næstu umferðum. Hefði Golfsambandið sent klúbbunum breytingartillögur þessar og fengið frá nokkrum klúbbum álit þeirra og tillögur. Nokkrar umræður urðu um tillöguna og hvernig haga skyldi landskeppni í framtíðinni.” Tillögunum var vísað til nefndar sem þingið kaus og skilaði hún áliti sínu síðar á þinginu þar sem gerðar voru nokkrar breytingar á tillögunni og þær helstar að keppnin skyldi vera án forgjafar. Fyrsta umferð hennar átti að vera undirbúningskeppni og til úrslita kepptu síðan þeir 20 sem væru með lægsta skor í henni. Næstu 20 kepptu síðan í flokki sem kallaður væri 1. flokkur og í þriðja hópnum yrðu næstu 20 og væri sá flokkur kallaður 2. flokkur. Draga skyldi um það hvaða leikmenn væru í hverjum leikhóp í undankeppninni. Með þessum breytingum var tillagan samþykkt og fór mótið á Akureyri fram samkvæmt hinni nýju skipan. Allar götur síðan hefur Íslandsmótið verið höggleikur en löngu síðar var farið að efna til sérstaks Íslandsmóts í holukeppni.
Holukeppni breytt í höggleik Skemmst er frá því að segja að fyrsta mótið eftir hinum nýju reglum heppnaðist ekki sem skyldi. Nýi völlurinn á Akureyri “reyndist ill leikhæfur er að mótinu kom, gagnstætt þeim vonum er til stóðu í þeim efnum.”Kylfingur 12.-13. árg. Reykjavík 1946 – 1947. Þó var búið að setja ítarlegar sérreglur vegna ástands vallarins þar sem m.a. var leyft að hreyfa boltann með kylfuhausnum hvar sem var á vellinum og ákveða að ef bolti tapaðist á brautum var leyft að láta annan bolta falla án vítis. Á einni brautinni var moldarflag og lenti bolti í því áttu kylfingar að “tía” boltann upp áður en þeir slógu næsta högg. Það dró einnig úr vægi mótsins á Akureyri að nokkrir af bestu kylfingum landsins mættu ekki til þess. Var þar um að ræða þá sem voru að leggja í keppnisferð til Svíþjóðar og Danmerkur en þeir héldu utan 23. júlí – á síðasta degi Íslandsmótsins. Höfðu þessir kylfingar farið fram á að Íslandsmótinu yrði annað hvort flýtt eða því frestað en ekki var talið mögulegt að verða við þeirri beiðni.
Kylfingar á Akureyri við nýtt heimili sitt við Þórunnarstræti. Ljósmynd: Árni Egilsson
Aðeins tuttugu kylfingar mættu til Íslandsmótsins á Akureyri og var því ekki um að ræða neina keppni í fyrsta flokki, hvað þá öðrum flokki. Samkvæmt nýju reglunum skyldu leiknar 18 holur fyrsta dag keppninnar, en 27 holur tvo seinni dagana eða samtals 72 holur. Þegar til kastanna kom reyndist keppni kylfinganna fremur vera barátta við völlinn en andstæðingana. Gekk á ýmsu, en Akureyringar sem búnir voru að fara völlinn nokkrum sinnum stóðu óneitanlega betur að vígi en aðkomumennirnir og gátu fremur en þeir passað sig á ótal gildrum sem fólust í hinum frumstæðu aðstæðum. Fóru leikar svo að Akureyringar hrepptu fyrsta og annað sætið. Íslandsmeistari varð Sigtryggur Júlíusson sem lék á samtals 343 höggum en Jón Egilsson varð í öðru sæti á 346 höggum. Vestmannaeyingurinn Lárus Ársælsson hreppti þriðja sætið á 351 höggi samtals en Íslands-
meistarinn frá 1945, Þorvaldur Ásgeirsson, varð að gera sér fjórða sætið að góðu, lék á 355 höggum. Besta skori á hring náði Sigtryggur þegar á fyrsta keppnisdeginum, lék þá á 82 höggum. Í keppninni lentu kylfingar í allskonar ævintýrum. Einkum reyndust sjöunda og áttunda holan erfiðar viðfangs. Sjöunda holan var stysta holan á vellinum, 120 metrar, en girðing sem afmarkaði völlinn lá meðfram henni og umhverfis flötina. Voru þess dæmi að menn væru að slá sitt sjöunda högg þegar þeir loksins héldu sig inni á vellinum.
Lengri fyrirvari þótti nauðsynlegur En breytt keppnisfyrirkomulag á Íslandsmótinu var ekki eina veigamikla samþykktin sem golfþingið á Akureyri gerði varðandi mótið. Þar var einnig ákveðið að
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
67
Akureyringurinn Jón Egilsson sem varð annar á Íslandsmótinu 1946 horfir á eftir boltanum á vellinum á Akureyri. Ljósmyndari óþekktur. Myndasafn GA.
landsmótsstaður skyldi valinn með árs fyrirvara og þeirri samþykkt mætti ekki breyta. Var lagt til og samþykkt að mótið 1947 yrði í Reykjavík “þar sem ekki væri völ á öðrum velli hentugri.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands, 20. júlí 1946. Önnur veigamikil breyting - sem haldist hefur síðan var einnig samþykkt – að fela þeim klúbbi sem átti völlinn þar sem landsmót skyldu fara fram alla framkvæmd mótsins en fram að þessu hafði hún verið undir stjórn og á ábyrgð Golfsambandsins. Einnig var samþykkt á þingingu að færa tíma landsmótsins fram og að keppnin byrjaði framvegis fyrsta sunnudag í júlí. Töluverðar umræður urðu um landsmótsfyrirkomulagið á þinginu. Þótti sumum þingfulltrúum eðlilegt að skipta mótinu á milli klúbbanna en ekki væri þó óeðlilegt að mótið yrði haldið tvisvar í Reykjavík á móti einu sinni á hvorum hinna staðanna. Aðrir voru þeirrar skoðunar að mótið bæri að halda á völlum þar sem ekki hefði verið leikið á áður, rétt eins og gert var í Skagafirði 1944.
68
Akureyringurinn Helgi Skúlason var meðal þeirra sem fjallaði um að erfitt væri að halda mótið í Reykjavík. Þar virtist alltaf vera votviðri á þessum árstíma og við slík skilyrði væri erfitt fyrir þá sem betra veðri væru vanir að keppa.
Haldið í víking Merkisatburður varð í íslenskri golfssögu árið 1946. Hópur íslenskra kylfinga lagði þá land undir fót og hélt í keppnisferð til Svíþjóðar og Danmerkur. Ferðin átti sér alllangan aðdraganda en tildrög hennar voru þau að þegar Helgi H. Eiríksson forseti Golfsambandsins var ytra haustið 1945 hitti hann varaforseta sænska golfsambandsins og barst í tal þeirra á milli hvort mögulegt væri að sænska sambandið greiddi götu hóps íslenskra kylfinga. Var málið síðan rætt á sænska golfþinginu og þar ákveðið að bjóða Íslendingana velkomna ef þeir vildu koma. Í sömu ferð hitti Helgi einnig Walter Anderson,
fyrsta golfkennara Golfklúbbs Íslands, sem þá var búsettur í Danmörku og fékkst þar við golfkennslu. Lýsti hann áhuga á að greiða götu Íslendinga kæmu þeir til Danmerkur. Í framhaldi af þessu lét Golfsambandið boð út ganga til klúbbanna og auglýsti eftir kylfingum til fararinnar. Eina skilyrðið var að þeir hefðu ekki meira en 8 í forgjöf og þrengdi það hóp þeirra sem til greina komu verulega. Samt gáfu sig nógu margir fram. Að fengnu leyfi Íþróttasambands Íslands var ferðin síðan ákveðin. Hún átti að standa í um hálfan mánuð og leika átti fyrst í Svíþjóð, halda þaðan til Danmerkur og keppa einnig þar nokkrum sinnum. Átta kylfingar völdust til ferðarinnar. Voru það Benedikt S. Bjarklind, Ewald Berndsen, Helgi Eiríksson, Hilmar Garðars og Jakob Hafstein félagar í Golfklúbbi Íslands, Sveinn Ársælsson frá Vestmannaeyjum og Gunnar Hallgrímsson og Jörgen Kirkegaard frá Akureyri. Urðu Akureyringarnir ekki samferða hinum út en slógust fljótlega í hópinn. Allt voru þetta kylfingar í fremstu röð á Íslandi og þótti mjög spennandi að sjá hvernig þeim vegnaði í baráttunni við útlendinga. Þessi ferð var í raun prófsteinn á það hvar Íslendingar stæðu í íþróttinni í samanburði við aðra. Eini mælikvarðinn til þessa hafði verið keppnin við erlendu hermennina á stríðsárunum þar sem Íslendingum hafði vegnað vel og sjálfsagt bjó sú von í brjósti þegar haldið var í leiðangurinn að unnt væri að standa uppi í hárinu á sænskum og dönskum kylfingum þótt undir niðri byggi sá uggur að vel kynni að vera að Íslendingar væru svo langt á eftir að þeir yrðu sér til skammar. Hópurinn hélt flugleiðis utan 23. júlí og strax daginn eftir fór fram formleg keppni milli Íslendinganna og liðsmanna í Stockholms Golfklubb á golfvellinum í Kevinge. Tekið var á móti Íslendingunum með kostum og kynjum en sú gestrisni gufaði upp þegar út á völlinn var komið. Ekki bara að andstæðingarnir væru einfaldlega betri heldur höfðu íslensku kylfingarnir aldrei kynnst slíkum aðstæðum fyrr. Völlurinn var þurr og glerharður og undrandi fylgdust þeir með þegar boltarnir þeyttust um völlinn eftir lendingu. “Þá voru það og auðvitað geysileg umskipti að koma af hinum torfærulausu íslenzku golfvöllum á völl, sem geymdi leyndar hættur við hvert fótmál. Þegar svo þar við bættist minnimáttarkennd og
titrandi taugar var vissulega ekki á góðu von.”Kylfingur. Tímarit Golfsambands Íslands, 12.-13. árgangur 1946 – 1947. Reykjavík 1947, bls. 25.
Ekki var ferðin til fjár Skemmst er frá því að segja í þessum fyrsta leik höfðu Íslendingar ekki roð við keppinautum sínum. Það var forsmekkurinn að því sem verða vildi. Gestgjafarnir tóku vel á móti gestum sínum, héldu þeim veislur en þjörmuðu að þeim á golfvöllunum. Næstu daga var keppt við Lidingö Golfklubb og síðan Djursholm Golfklúbb og Göteborgs Golfklubb. Í öllum þessum viðureignum hlutu Íslendingar aðeins einn vinning er þeir Ewald og Hilmar lögðu andstæðinga. Aðeins í eitt skiptið var keppt með forgjöf. Það breytti engu öðru en því að Íslendingarnir komust að því að forgjöf þeirra var í engu samræmi við það sem gerðist ytra – alltof lág. Þegar kom að lokum Svíþjóðardvalarinnar var Íslendingum boðið að taka þátt í opnu móti “Krónprinsbikarinn” og þótt illa hefði gengið höfðu fjórir þeirra kjark til þess að þekkjast boðið. Þegar á hólminn kom stóð Sveinn Ársælsson sig með miklum ágætum og hafnaði í 14. sæti. Bar það til tíðinda að hann fékk tvívegis “örn” á einni holunni – þeirri áttundu og áttu samlandar hans erfitt með að leyna aðdáun sinni á því afreki. Síðasta keppnin í Svíþjóð var við félaga í Golfklúbbnum í Falsterbo og þar bar svo við að jafntefli 2 -2 varð í fjórleiknum en í einstaklingskeppninni töpuðu Íslendingarnir hins vegar 1-7. Var það Sveinn Ársælsson sem vann sinn leik. Þótt úrslitin yrðu ekki hagstæðari en þetta þótti Íslendingunum sem Eyjólfur væri að hressast og hugðu gott til Danmerkurferðarinnar og þá ekki síst vegna þess að fyrir lá að þeir fengju að kynna sér völlinn sem þeir áttu að spila næst á, í Rungsted, áður en til keppninnar kæmi. Keppnin við Golfklúbbinn í Rungsted fór fram 17. ágúst. Þegar íslensku kylfingarnir renndu í hlað á golfskálanum blöstu við þeim tveir fánar á stöng, sá danski og hinn íslenski sem blakti fagurlega í golunni, svona eins og til þess að minna á að nú væri kominn tími til þess að standa sig. “Á þeirri stundu höfum við víst allir heitið því með sjálfum okkur, að við skyldum reyna að verða ekki fánanum okkar til skammar með frammistöðu okkar.”Kylfingur bls. 36.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
69
Daníel Fjeldsted læknir á teig á Öskjuhlíðavellinum. Halldór Hansen fylgist með og starfsfélagi þeirra, Matthías Einarsson, læknir á Landakoti stjórnar ljósmyndavélinni.
Og hvort sem það var þjóðerninsstemmningin sem fáninn skapaði eða sú staðreynd að Rungstedmenn tefldu ekki fam sínu allra sterkasta liði þá fór svo að Íslendingarnir rúlluðu andstæðingum upp. Unnu fjórleikinn 2,5 – 1,5 og einstaklingskeppnina 5,5 – 2,5. Það voru því sælir Íslendingar sem horfðu til fánans síns sem enn blakti við hún þegar þeir yfirgáfu svæðið. Síðasti leikurinn í keppnisförinni var svo við Köbenhavns Golf Klub og fór hann fram á Eremitagen golfvellinum, skammt frá þeim fræga stað Dyrehavsbakken. Fullir sjálfstrausts mættu Íslendingarnir til leiks en voru fljótt teknir niður á jörðina. Í fjórleiknum urðu úrslitin 4 – 0 fyrir Danina en í einstaklingskeppninni komu þrír vinningar í hús gegn fimm vinningum Kaupmannahafnarbúa. Þóttu það viðunandi úrslit ekki síst vegna þess að í þeim leikjum sem töpuðust stóðu Íslendingarnir í andstæðingum sínum.
70
Meðan á ferðinni stóð höfðu fréttir af gengi Íslendinganna verið stopular og höfðu því félagar þeirra margs að spyrja er þeir komu heim. Fór ekki hjá því að þeir sem lítið þekktu til íþróttarinnar gerðu góðlátlegt grín að árangrinum og teldu að ferðin hefði sannarlega ekki verið til fjár. Einn ferðalanganna, Benedikt S. Bjarklínd skrifaði síðar grein um ferðina, einskonar ferðasögu, þar sem hann dró saman hugleiðingar sínar um lærdóm og árangur hennar.
Dýrmæt reynsla “Ég tel hiklaust að við höfum betur farið en heima setið. Í slíkri för sem þessari fer ekki hjá því að þátttakendur læri ýmislegt og verði fyrir margháttaðri reynslu. Við kynntumst og lékum við ýmsa af beztu kylfingum Norðurlanda. Við sáum og reyndum marga og glæsilega, en mismunandi golfvelli. Okkur er nú ljósari en áður munurinn
á íslenzkum kylfingum og öðrum norrænum kylfingum og golfmálum þessara frændþjóða. Við stöndum að vísu enn langt að baki þeim og aðstæðumunur verður ávallt allmikill, okkur í óhag. Ég hefi ætíð verið bjartsýnn á framtíð golfíþróttarinnar á Íslandi og er það engu síður enn að för þessari entri, þótt mikið starf og erfitt bíði okkar, er krefst þrautseigju og þjálfunar. En okkur er nauðsyn á samskiptum við leikbræður í öðrum löndum. Slík samskipti eru nú hafin með för þessari og er það von mín, að kynni þau, sem við hana hafa stofnast verði sem mest og bezt í framtíðinni. Sundurleitt lið hefir verið sent í kynnisför og goldið afhroð í vinsamlegum bardögum. En hvenær sendum við úrvalslið – landslið? Og, hvenær bjóðum við heim frændum okkar?”Kylfingur, 12. -13. árg. 1946 – 1947, Reykjavík 1947, bls. 40 – 41.
Starfið festist í skorðum Næstu ár voru tiltölulega tíðindalítil í golfinu á Íslandi. Þar gekk allt sinn vanagang. Félagatala í klúbbunum þremur stóð nokkurn veginn í stað og innanfélagsmót þeirra voru með hefðbundnu sniði. Landsmótin 1947, 1948 og 1950 voru haldin í Reykjavík en mótið 1949 var haldið á Akureyri og var þar allt með öðrum brag en þegar mótið var þar 1946. Um tíma stóðu reyndar vonir til að Íslandsmótið 1948 yrði haldið í Vestmannaeyjum. Golfklúbburinn þar hafði þegar á árinu 1946 samþykkt tillögu um að stjórn klúbbsins beitti sér fyrir því að hann “fái dalinn og land allt að Torfumýrarvegi fyrir afnota fyrir félagið. Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár, Vestmannaeyjar 2008, bls. 35. Með þessu átti að slá tvær flugur í einu höggi. Stækka völlinn í 9 holu völl og tryggja að kylfingar í Eyjum yrðu ekki eins háðir útivistargestum í Herjólfsdal og þeir voru en klúbburinn hafði orðið að samþykkja að ekki væri spilað golf á golfvellinum frá kl. 1 – 5 á helgidögum á tímabilinu frá 15. maí til 15. september. Á golfþingu 1948 þar sem golfvallamál bar á góma tók Vestmannaeyingurinn Georg Gíslason þátt í umræðunum og lýsti tilraunum við að ná meira landi fyrir klúbbinn. “Kvað landeigendur í Vesmannaeyjum illa viðskiptis. Þó hefði klúbburinn þegar fest kaup á nokkru landi en hefði þörf fyrir meira.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 10. júlí 1948. Því gengu áformin um stækkun vallarins ekki eftir og var þess raunar lengi að bíða.
Á árinu 1948 gerði Golfsambandið úrslitatilraun til þess að fá samþykki fyrir gerð golfvallar á Þingvöllum. Þingvallarnefnd var skrifað og óskað leyfis fyrir vellinum og því að Golfsambandið annaðist umsjón verksins. Einnig var leitað til Íþróttasambands Íslands og kannað hvort þaðan fengist fjárhagslegur stuðningur við verkið ef til þess kæmi. Svör ÍSÍ voru þau að samkvæmt skipulagi sambandsins úthlutaði það íþróttabandalögunum þeim fjármunum sem það fengi til íþróttamannvirkja og bæri Golfsambandinu að leita til þeirra. Ekki er gott að ráða í hvað þetta svar þýddi þar sem óneitanlega var Golfsambandið íþróttabandalag en fékk þó enga úthlutun. Á árþingi GSÍ kom greinilega fram að enn var mikill áhugi á Þingvallavellinum en gallinn var hins vegar sá að Þingvallanefndin sá ekki ástæðu til þess að svara erindum sambandsins, hvað þá meira. Það kom líka fram á þinginu að Golfklúbbur Reykjavíkur var farinn að hugsa sér til hreyfings. Þar á bæ var áhugi á því að klúbburinn eignaðist 18 holu golfvöll en ljóst þótti að til þess að svo gæti orðið yrði hann að finna fyrir hann nýjan stað í borgarlandinu.
Golfklúbbur Íslands = Golfklúbbur Reykjavíkur Í flestum málum hélt Golfsambandið sínu hefðbundna striki. Golfþingin voru haldin í tengslum við Íslandsmótin og þar rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál kylfinga og íþróttarinnar. Fulltrúatala á þinginu hélst óbreytt frá ári til árs. Það sátu fjórir fulltrúar frá Reykjavík og tveir frá Akureyri og Vestmannaeyjum. Með samþykktinni frá 1946 var áhyggjum af framkvæmd Íslandsmótsins létt af stjórn sambandsins sem gat þá einbeitt sér meira að öðrum verkefnum. Venjulega voru haldnir 3-4 stjórnarfundir á ári mest til þess að afgreiða bréf og erindi sem til stjórnarinnar höfðu borist en happdrætti sem sambandið efndi til var líka ærið verkefni. Af því hafði sambandið sínar aðaltekjur auk skattgjaldanna frá klúbbunum en þeir greiddu ákveðna upphæð af hverjum félaga sinna til sambandsins. Bjó sambandið við svo þröngan fjáhaglegan kost að það hafði litla möguleika til þess að vinna að útbreiðslu íþróttarinnar og aðstoða klúbbana. Á árinu 1947 var úr sögunni mál sem valdið hafi nokkrum pirringi innan Golfsambandsins allt frá því að það var stofnað, nafn klúbbsins í Reykjavík. Hafði oft verið ljáð máls á því að klúbburinn hætti að nota nafnið Golfklúbbur Íslands en félagar í klúbbnum voru ekki
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
71
auðfúsir að breyta nafninu. Blandaði Íþróttasambands Íslands sér í málið og beindi þeim eindregnu tilmælum til klúbbsins að hann finndi sér annað nafn. Á aðalfundi klúbbsins í janúar 1947 var málinu enn hreyft og höfðu félagar þá tekið þeim sinnaskiptum að þeir töldu gamla nafnið sér ekki lengur heilagt. Ekki var þó hægt að breyta nafninu á fundinum heldur varð að boða til aukaaðalfundar og var hann haldinn 14. apríl. Þar var nafnabreyting samþykkt nær samhljóða. Golfklúbbur Reykjavíkur var orðinn til.
Kennaraskortur stóð fyrir þrifum En þótt fá stórmál kæmu upp á borðið var þó jafnan ýmislegt að gerast. Kennslumál voru þar ofarlega á baugi en ráðning erlendra kennara var töluverður ásteitingarsteinn milli Golfklúbbsins í Reykjavík og hinna tveggja klúbbanna. Taldi Reykjavíkurklúbburinn að sér veitti ekki af því að hafa kennara út af fyrir sig en landsbyggðarklúbbarnir sem ekki höfðu bolmagn til slíks töldu að Golfsamband Íslands ætti að hafa forystu í málinu, ráða kennara og deila honum til klúbbanna. Reyndin var oftast sú að sá kennari sem klúbburinn í Reykjavík fékk fór í skamman tíma til Vestmannaeyja og Akureyrar. Reyndust kennararnir misjafnlega. Fékk Gilbert S. Treacher mjög góð ummæli hvar sem hann fór og þá ekki síður aðstoð við endurskipulagningu golfvallanna og umhirðu þeirra en við kennsluna. Áður en hann kom til Íslands hafði hann víða farið og meðal afreksverka hans var að skipuleggja fyrsta golfvöllinn í Júgóslavíu. Þegar hann hætti störfum á Íslandi fór hann hálfa leið yfir hnöttinn og gerðist kennari í Suður – Afríku. Það sem þótti hvað best við Treacher var hversu jákvæður hann var og að hann lét ekki erfiðar aðstæður standa í vegi fyrir sér. Yljaði hann íslenskum kylfingum þegar hann kvaddi landið með þeim orðum að hérlendis væru nokkrir sem gætu kinnroðalaust gengið til keppni við enska lágforgjafar kylfinga. Þegar Treacher hvarf af landi brott útvegaði hann kennara í sinn stað. Var sá landi hans og hét Carter og fékk hann ekki eins góð eftirmæli. Þegar hann hafði verið á Íslandi um skamma hríð kom hann til vinnuveitenda sinna og sagðist verða að fara heim þar sem konuefni hans hefði lent í bílslysi. Lofaði hann upp á æru og trú að koma aftur eða láta í það minnsta vita hvort hann kæmi aftur. Axlaði hann sín skinn og lét aldrei til sín heyra. Var ekki nema von að Akureyringar sem Carter var búinn að heimsækja rituðu í ársskýrslu sína: Af kennslumálum þessum öl-
72
lum urðu einkum leiðindi og mikill kostnaður, en lítið gagn.”Kylfingur1.2.-13. árg. 1946 -1947, Reykjavík 1947, bls. 9. Og Vestmannaeyingum þótti kennslan svo dýr að næst þegar Golfsamband Íslands bauð þeim upp á kennara var það afþakkað. Kennslumálin voru tekin upp á nánast öllum þingum Golfsambandsins og voru á einn veg. Nauðsynlegt væri að fá erlenda kennara til starfa og gefa öllum klúbbunum kost á starfskröftum þeirra. En ráðning útlendinga til starfa þótt ekki væri nema hluta ársins var meira en að segja það. Golfkúbbur Reykjavíkur var sannarlega “stóri bróðir” í þessu máli öllu. Hann einn hafði fjárhagslega burði til þess að fá til sín kennara og það reið á verkefnum hans þar hvort smuga var fyrir hina klúbbana tvo að fá kennarana til sín og þá í takmarkaðan tíma. Þrátt fyrir allt tókst oftast vel til um val kennara. Hinn brotthlaupni Cater var nánast eina undantekningin. Má ljóst vera að sumum kennaranna fannst það ævintýri að koma til Íslands og dvelja hér um hríð - í landinu þar sem fáir vissu að golf væri stundað, hvað þá að þar væru frambærilegir kylfingar. Einn þekktasti golfkennarinn sem kom til landsins á þessum tíma var tvímælalaust Bretinn Gustavus Faulkner. Hann kom í maímánuði árið 1950 og dvaldi við kennslu fram í ágúst. Faulkner hafði um þrjátíu ára skeið verið talinn í hópi fremstu golfkennara Betlands og hafði á árum áður verið einn af fremstu kylfingum heims. Það, hvað Gustavus var góður kennari, sannaðist á syni hans Max Faulkner sem nam fræðin hjá föður sínum og var hann um tíma talinn einn af þremur bestu kylfingum Bretlands og var í liðinu sem keppti um hinn fræga Rider-bikar við Bandaríkjamenn. Skortur á kennurum stóð golfíþróttinni á Íslandi tvímælalaust fyrir þrifum og varð til þess að mun færri nýliðar létu sjá sig en ella. Oftast var þrautaráðið að þeir sem eitthvað kunnu fyrir sér í íþróttinni sögðu hinum til og kom stundum til tals að klúbbarnir skiptust á afrekskylfingum til kennslunnar þó ekki væri til annars en að auka tilbreytni hjá þeim sem voru að sækja sér reynslu og fróðleik.
Regluverkið viðvarandi verkefni Forgjafamál og vallarmat báru á góma öðru hverju. Þar var við töluverðan vanda að etja. Eftir Norðurlandaförina töldu þeir sem tóku þátt í henni varla vafamál að forgjöf þeirra væri of lág miðað við það sem gerðist á Norðurlön-
Ónafngreindur kylfingur sýnir félagsmönnum í Golfklúbbi Akureyrar réttu handtökin. Ljósmyndari óþekktur/Ljósmyndasafn Golfklúbbs Akureyrar.
dum og þeir erlendu golfkennarar sem hérlendis störfuðu virtust á sama máli. Ekki var þó talin ástæða til róttækra breytinga að sinni. Golfsambandið setti forgjafanefnd sinni reglur sem fyrst og fremst miðuðu að því að halda utan um skor á mótum og hreyfa forgjöfina til eftir árangri kylfinganna. Kvartaði nefndin oft yfir því að illa gengi að fá kylfinga til þess að skila skorkortum og sumir, sem ekki tækju þátt í mótum, gerðu það nánast aldrei. Það sem helst þótti á skorta varðandi forgjöfina var samræmi þar sem ljóslega var verið að miða við skor á mismunandi erfiðum völlum. Á golfþinginu sem haldið var á Akureyri 1949 var m.a. fjallað um þetta mál og það eitt ákveðið að vinna að því áfram en fáar lausnir virtust hins vegar vera borðliggjandi. Regluverkið í íþróttinni var einnig stöðugt í skoðun. Þar var í raun um séríslenskt vandamál að ræða þar sem
staðarreglur voru mjög mismunandi hjá klúbbunum þremur og raunar einnig mismunandi á hverjum velli fyrir sig og fóru eftir því hvernig aðstæður voru hverju sinni. Allt frá upphafi hafði verið lögð áhersla á að fara eftir alþjóðlegum reglum í golfinu á Íslandi og voru sumir kylfingar ágætlega að sér í þeim auk þess sem meginreglurnar voru skrifaðar upp og blöðin hengd upp á vegg í golfskálunum. Árið 1946 gaf Golfsambandið út lítið kver, “Golfreglur” en um það sagði á titilsíðu að það væri “Þýðing á alþjóða golfreglum er viðurkenndar voru af “The Rules of Golf Committee of St. Andrews” árið 1934, ásamt reglum um höggleikjakeppni, fjórmenning og bogeykeppni, þríboltaleik, fjórboltaleik, valkeppni og alþjóða siðareglum við golfleik.” Ekki kemur fram í kverinu hver annaðist þýðinguna en það munu hafa verið þeir Einar og Böðvar Kvaran. Vel var vandað til útgáfu kversins, það lítið og hægt að hafa það í vasa eða í golfpokanum.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
73
Golfsamband Íslands fylgdist vel með breytingum sem verið var að gera á reglum í golfheiminum. Í ársbyrjun 1950 gaf The Royal and Ancient Golf Club of St. Andrew’s út nýjar reglur sem voru töluvert frábrugðnar þeim sem höfðu verið í gildi. Vitað var að allur golfheimurinn myndi taka upp þessar nýju reglur og beið stjórn Golfsambandsins ekki boðanna, skrifaði út og bað um að henni yrðu sendar reglurnar. Bárust þær seinni hluta vetrar og var þess þá farið á leit við Einar E. Kvaran að hann yfirfæri þýðingu á eldri reglum og felldi hinar nýju inn í þær. Var síðan ætlun sambandsins að endurútgefa golfreglnakverið með breytingunum. Eftir að Einar hafði skoðað málið taldi hann að ekki væri um annað að ræða en að endurþýða algjörlega reglurnar en til þess hafði hann ekki tíma. Var þá Ásgeiri Ólafsyni fengið verkið í hendur. Það reyndist erfiðara og umfangsmeira en gert var ráð fyrir í fyrstu og þegar kom að mótum vorið 1950 voru þær ekki tilbúnar. Brá Golfsambandið á það ráð að gefa út bráðabirgðareglur um helstu nýmælin í reglunum og senda þær til klúbbanna. Var Þorvaldur Ásgeirsson fenginn til þess að ganga frá því verki. Var þetta látið duga uns tími vannst til að ganga frá kveri með nýju reglunum á árinu 1951.
Íslandsmót í öldungaflokki Það var Helgi Skúlason augnlæknir á Akureyri sem átti hugmyndina að því að farið var að efna til sérstaks Íslandsmóts eldri kylfinga. Veturinn 1947 skrifaði hann stjórn Golfsambandsins bréf og sendi henni uppkast að reglum fyrir slíka keppni. Fékk hugmyndin góðar undirtektir hjá stjórninni og var málið tekið fyrir á þingi Golfsambandsins sem haldið var í Reykjavík þá um sumarið. Þar las forseti sambandsins upp drög að reglugerð fyrir mótið og síðan var skipuð þriggja manna nefnd til þess að rannska málið. Að skipan nefndarinnar lokinni tilkynnti forsetinn að gert yrði þinghlé meðan hún lyki störfum og segir svo í þinggerðinni: “Forseti tilkynnti að nú skyldi gert hlé á þingstörfum í bili og bað menn að setjast að öðru borði, er búið hafði verið besta fáanlegu hangikjöti og kartöflum og öðrum krásum. Voru þetta að sönnu orð í tíma töluð því vel var tekið til matar síns og margur vænn biti sást “slæsaður” og “húkkaður” í einu höggi eða því sem næst.”Fundagerðarbók Golfsambands Íslands. 5. júlí 1947.
74
Kræsingarnar virðast hafa farið vel í menn þar sem tillögur um öldungakeppnina voru samþykktar samhljóða sem og fleiri mál sem komu fyrir þingið eftir borðhaldið. Meginreglur öldungakeppninnar voru þær að til þess að vera gjaldgengir í hana þurftu menn að vera 50 ára eða eldri. Mótið átti að halda í tengslum við Íslandsmótið og leika átti höggleik, 27 holur. Þáttökugjald í keppninni var ákveðið 50 krónur og átti að leggjast í sérstakan sjóð sem verja átti til að kaupa bikar og minnisgripi. Ef sjóðinn skorti fék átti GSÍ að leggja honum vaxtalaust til það sem á skorti. Ekki var beðið boðanna og nokkrum dögum eftir samþykktina, í lok Íslandsmótsins 9. júlí 1947, voru sex öldungar mættir á teig til að keppa um titilinn í fyrsta sinn. Og það var frumkvöðull keppninnar, Helgi Skúlason, sem hann hreppti næsta örugglega – var á 10 höggum lægra skori en næsti maður, Daníel Fjeldsted. Þriðji varð svo Ásgeir Ólafsson. Að keppni lokinni varð Ásgeiri að orði: Golfleikur er gríðarmikill vandi og grátlegt stundum, þegar út af ber. Og ekki bætir lífsins erkifjandi, ellin grá, sem ruglar hvernig fer. En hvað um það, ég berst við þessi bæði og bara hlæ, þótt illa gangi um sinn, en ærist hreint, ef létt á óskaklæði einhverntíma flýgur boltinn minn. Helgi Skúlason varð öldungameistari tvö næstu ár og því þrisvar sinnum í röð. Árið 1950 var keppninni breytt á þann veg að leiknar voru 18 holur í stað 27 áður. Og þá kom að því að boltinn hans Ásgeirs Ólafssonar hélt sig á óskaklæðinu, Ásgeir sigraði og spilaði vel, lék á 79 höggum.
Teighögg ekki merkilegri en önnur Hugmyndir um það sem kallað var “Drive” mót í tengslum við Íslandsmótið þar sem keppa átti um hver gæti slegið lengst fengu ekki eins góðan hljómgrunn innan Golfsambandsins og öldungakeppnin. Henni skaut fyrst upp kollinum á landsþinginu 1947 og var þar
ákveðið að slá málinu á frest. Á næsta golfþingi lagði stjórn sambandsins fram greinargerð þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hvorki væri tímabært né rétt að efna til slíkrar keppni. Það væri svo að í golfleik væri teighöggið ekki aðalatriði og því ekki meiri ástæða að efna til keppni um það fremur en önnur högg. Að auki væru landsmótsdaganir svo þéttskipaðir hjá keppendum að hæpið væri að þeir gætu á sig blómum bætt og í þriðja lagi var talið að slík keppni myndi þýða fleiri verðlaunagripi og því aukinn kostnað. Væri ekki rétt af sambandinu að ráðast í slíkt nema það horfði ótvírætt til heilla og framfara fyrir golfíþróttina á Íslandi. Var málið það með úr sögunni og var það ekki fyrr en löngu, löngu seinna að slíkar keppnir voru settar upp og þá meira til gamans af alvöru.
Áform um golfvöll á Suðurnesjum Snemma í september 1950 fengu þrír forystumenn í golfíþróttinni á Íslandi óvænt fundarboð. Ólafur Gíslason, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson fyrrverandi formaður klúbbsins og Björn Pátursson ritari Golfsambandsins, í forföllum forseta sambandsins, voru boðaðir til forseta Íslands, herra Sveins Björnssonar. Eins og áður hefur komið fram var forsetinn einn fyrsti Íslendingurinn sem stundaði golf og þótt hann væri búinn að leggja kylfurnar að mestu á hilluna er þetta var reyndist hann jafnan golfáhugamönnum haukur í horni og studdi þá með ráðum og dáð.
skipulagsstjóra ríkisins og nokkra menn frá Keflavík og Keflavíkurflugvelli. Töldu þeir að ekki færi á milli mála að forsetinn hefði rétt fyrir sér. Þarna var kjörlendi fyrir golfvöll og nægt landrými jafnvel fyrir 18 holu völl. Helgi H. Eiríksson forseti Golfsambandsins var erlendis þegar þetta gerðist en strax og hann kom heim var boðað til fundar þar sem málið var tekið fyrir. Þar kom fram að Hörður Bjarnason hafði heitið meðmælum með að landið yrði leigt Golfsambandinu. Þótti því vel horfa og var á fundinum ákveðið að skrifa forsætisráðherra formlegt bréf, sækja um landið í nafni Golfsambandsins en fá síðan klúbbi sem til stóð að stofna í Keflavík það til yfirráða. Í beinu framhaldi af þessu var unnið að stofnun Golfklúbbs Keflavíkur. Hinn 1. nóvember 1950 héldu sex forystumenn úr golfhreyfingunni til Keflavíkur og þá var klúbburinn stofnaður af 15 heimamönnum og fyrsta stjórn hans kjörin. Hana skipuðu Haukur Claessen framkvæmdastjóri sem kjörinn var formaður en aðrir í stjórn voru Karl Magnússon, Helgi S. Jónsson, Ragnar Friðriksson, Höxley Ólafsson, Alfreð Gíslason og Þorgrímur St. Eyjólfsson. Sjálfsagt hefur Reykvíkingunum verið létt í lund á heimleiðinni. Langþráðum áfanga var náð. Fjórði golfklúbburinn á Íslandi var orðinn að veruleika og í hyllingum sást nýr golfvöllur. Það voru hins vegar vonbrigði að engin svör fengust í bráð um landið og tíminn sem Bandaríkjamennirnir höfðu heitið að lána vinnuvélarnar rann út án þess að nokkuð væri að gert.
Erindi forsetans við forystumennina var að hann hafði þá skömmu áður verið á ferð suður á Keflavíkurflugvelli. Hafði hann þá gengið um land sem honum þótti augljóslega henta vel til golfvallargerðar. Land þetta var í námunda við Hafnir og var það í eigu ríkissjóðs. Í ferðinni syðra hafði forsetinn rætt við yfirmann varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og hafði sá haft góð orð um að aðstoða við gerð golfvallarins þarna m.a. með því að lána stórvirk jarðvinnutæki til vallargerðarinnar svo fremi að framkvæmdir hæfust fljótlega eða í nóvember – desember. Forsetinn hafði einnig fært það í tal við Steingrím Steinþórsson forsætisráðherra hvort ríkissjóður væri tilleiðanlegur að leigja landið undir golfvöll. Sveinn Björnsson hvatti þá Ólaf, Hallgrím og Björn að fara suðureftir og kynna sér landið. Þurfti ekki að segja þeim það tvisvar. Nokkrum dögum síðar efndu þeir til leiðangurs og fengu með sér í hann Hörð Bjarnason
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
75
Tilgangur GSÍ Tilgangur sambandsins er: 1. Að vinna að fullkomnun golfíþróttarinnar og útbreiðslu hennar á Íslandi. 2. Að hafa á hendi yfirstjórn golfmála á Íslandi og svara til þeirra mála út á við. 3. Að samræma leikreglur og forjafir og úrskurða um ágreining um þau atriði. 4. Að koma á kappleikjum fyrir land allt. (Frá stofnfundi Golfsambandsins. Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 14. ágúst 1942)
Reglur um fulltrúafjölda á golfþingum Í hvert skipti sem meistarakeppni Íslands er háð og í sambandi við hana, skal háð reglulegt golfþing Íslands. Á því eiga sæti kjörnir fulltrúar frá sambandsfélögunum, 1 fyrir hverja 40 félaga eða færri, en þó aldrei fleiri en 4 frá sama golfklúbb eða golffélagi. Auk þess eiga meðlimir sambandsstjórnarinnar sæti á þingi hvort sem þeir eru kjörnir fulltrúar eða ekki, en atkvæðisrétt hafa þeir þar því aðeins, að þeir séu einnig kjörnir fulltrúar. Heimilt er sambandsfélögum að fela einum kjörnum fulltrúa að fara með öll sín atkvæði á þinginu. ( 9. grein laga hins nýstofnaða Golfsambands Íslands. Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 14. ágúst 1942.)
þeim, og að golfið hefur gefið þeim það sálarlega jafnvægi og þá drenglund, sem sannir íþróttamenn þurfa að temja sér. Þetta er mjög mikilsvert atriði, og í þeirri trú og von, að jafnan í framtíðinni verði þetta einn aðalárangurinn af iðkun golfs á Íslandi, segi ég þetta litla golfþing okkar sett. (Helgi H. Eiríksson í ávarpi við setningu golfþings. Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 24. júlí 1943)
Ekki ástæða til fordóma Óvenjulega miklir fordómar hafa verið ríkjandi um golfíþróttina, ekki aðeins hér á landi heldur einnig í öðrum löndum. Tvær meginástæður hafa valdið þeim. Í fyrsta lagi ókunnugleikur manna á íþróttinni, en það er mönnum í blóð borið að anda köldu til og fordæma þá hluti, er þeir ekki þekkja. Í öðru lagi er kostnaðurinn og tíminn sem þarf til að geta iðkað þessa íþrótt. Af þeirri ástæðu var golfið lengi framan af forréttindi efnaðs fólks, sem bæði hafði tíma og peninga og eru þá fordómar alþýðu manna skiljanlegir. Þessi ástæða er ekki lengur fyrir hendi, ef golf-íþróttin nýtur sama réttlætis og vikurenningar, sem aðrar íþróttagreinar. Hvað tímann snertir, er ólíklegt að golfið taki eins mikinn tíma og t.d. knattspyrna. Hitt mun sönnu nær, að knattspyrnumaðurinn eyði meiri tíma í knattspyrnuna en golfmaðurinn í golfið. Ekki hefur knattspyrna verið fordæmd vegna tímaeyðslu. ( Jóhannes Helgason: Golfíþróttin. Þjóðviljinn 9. árg. 77. tbl. 4. ágúst 944)
Leikið meira af kappi en til hvíldar
Völlurinn leigður til hrossabeitar
Og þótt mikið vanti á, að við séum vel á vegi í golfmenningu, Íslendingar, þótt mönnum hér hætti við að leika meira af kappi en til hvíldar, þótt til séu menn, sem hugsa fyrst og fremst um eigin smá-þægindi án tillits til víðtækari velferðar, þótt ekki sé ávalt öruggt um næsta flokk á undan fyrir boltum manna og þótt kylfingum hætti við að láta kylfumýsnar kyrrar í stað þess að leggja þær á sárið sitt, þá sýnir þó þessi friðsemd þeirra, að þeir hafa lært að virða ströng lög og leikreglur og að fara eftir
Klúbburinn á í Herjólfdal hús og völl. Völlurinn er allt of lítill. Hann er 6 holur en aðeins er hægt að spila á honum þrjár holur eftir sumarreglum (þ.e. að kúluna verður að slá á þeim stað sem hún stansar á). Aftur á móti verður að spila hinar 3 holurnar eftir vetrarreglum (þ.e. að kúluna má flytja tvær kylfulengdir fjær holu áður en hún er slegin).
76
Það háir mjög golfíþróttinni í Eyjum hve lítill völlurinn er. Ekki er nóg með það, að völlurinn sé lítill, heldur er aldrei á honum neitt gras. Bærinn leigir klúbbnum völlinn en líka bændum til hrossabeitar, svo þar nær aldrei að vaxa neitt gras. Gerir það auðvitað aðstöðu okkar erfiðari á landsmótinu, þar sem keppt er á kafloðnum velli. Sem sagt, völlurinn er algerlega ófullnægjandi og áhugi er mikill meðal golfunnara í Vestmannaeyjum, að komið verði upp sem fyrst golfvelli með 9 holum og nógu grasi. (Skemmtilegt golflíf í Vestmannaeyjum. Viðtal við Einar Guttormsson lækni. Morgunblaðið 29. júli 1943 bls. 2)
Böggull fylgdi skammrifi Svo stutt er á milli tveggja af holunum á vellinum okkar að það hefur 5 sinnum komið fyrir að menn hafa komist á milli í einu höggi. Georg Gíslason hefir gert það tvisvar en Ásmundur Guðjónsson, Tómas Guðjónsson og Einar Guttormsson hafa gert það einu sinni hver. En högginu fylgir skammrifi fyrir þann sem verður fyrir þessu láni eða réttara sagt óláni, því að hann verður að ná í nóg af kampavíni, svo framarlega sem það fæst í bænum og væta vel og rækilega kverkarnar á öllum þeim sem staddir voru á vellinum þegar undrið skeði. (Viðtal við Einar Guttormsson um golfið í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið 29. júlí 1943 bls. 2)
Piltunum hafnað vegna þrengsla Það hefur háð starfsemi klúbbins allmikið hvað völlurinn er lítill. Það olli því að ekki var hægt að stofna unglingadeild innan klúbbsins. Á Akureyri er áhugi á golfi mikill meðal unga fólksins og nú í vor sóttu margir piltar um að fá að leika á velli klúbbsins en það var því miður ekki hægt vegna þrengslanna. Á vellinum hafa verið gerðar allmiklar endurbætur í sumar. Hafa verið settar á hann allskonar hindranir til þess að gera leikinn á honum erfiðari. (Golfvöllurinn þarf að stækka. Viðtal við Gunnar Schram um golfið á Akureyri. Morgunblaðið 25. júlí 1943, bls 2 )
Hálfsmánaðar ferð
Við hefðum viljað senda fleiri menn á mótið en það var því miður ómögulegt. – Ferðin tekur alltaf hálfan mánuð því að utanbæjarmennirnir verða að venjast vellinum dálítið áður en þeir keppa, en sjálf tekur keppnin eina viku. En nú um hábjargræðistímann voru margir, sem ekki gátu komið því við að vera frá starfi svo langan tíma. (Viðtal við Gunnar Schram formann Golfklúbbs Akureyrar. Morgunblaðið 25. júlí 1943, bls. 2)
Ekki bara fyrir þá eldri Leikur íslenskra kylfinga sýnist mér merkilega góður miðað við hinn skamma tíma sem golfíþróttin hefur verið iðkuð hér svo og við örðugar byrjunarástæður, enda taka þeir golfíþróttina alvarlega og eru mjög áhugasamir. Fjöldi hinna ungu manna sem leika golf hér er sönnun þess að þið hafðið heilbrigðan skilning á íþróttinni, að hún er ekki aðeins “old man’s game” – eldri manna leikur – eins og víða er túlkað, heldur leikur fyrir alla, unga og gamla. (Viðtal við Robert Waara golfkennara. Þjóðviljinn 4. ágúst 1944)
Skútyrði í garð golfsins Mjög mikill áhugi er nú á golfíþróttinni hér í bænum og nýir félagar streyma svo ört inn í Golfklúbbinn að land það sem nú er leikið á fer von bráðar að verða of þröngt og þarf því að hugsa til þess í náinni framtíð að stækka það allverulega. Það er leitt til þess að vita að samtímis því sem áhugi og skilningur manna hér í bænum fer vaxandi fyrir þessari hollu og ágætu íþrótt skuli heyrast skútyrði í garð golfíþróttarinnar frá þeim mönnum er ráða eiga um íþróttamál bæjarins. Er vonandi að slíkt sé á misskilningi byggt. (Morgunblaðið 31. árg. 170. tbl. 30. ágúst 1944)
Golfmeistari Reykjavíkur? Í fréttum frá Í.S.Í. fyrir nokkru var þess getið að stofnað hefði verið Golfsamband Íslands af þeim þrem félögum sem golf stunda. Það virðist því dálítið undarlegt að eitt
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
77
félagið skuli nefnast Golffélag Íslands, sérstaklega eftir sambandsstofnunina og raunar alltaf óviðfeldið. Þetta mun nú hafa komið eitthvað til umræðu á síðasta aðalfundi félagsins og eftir því sem ég hef lauslega frétt, hefur sú breyting verið gerð, að golfmeistari Íslandsfélagsins skuli bera titilinn golfmeistari Reykjavíkur í Reykjavíkurkeppninni. (Frímann Helgason: Íþróttamolar. Þjóðviljinn 9. árg. 56. tbl. 10. mars 1944)
Viðureign postula og farísea
Bændaglíman, aðalorusta ársins var að þessu sinni háð sunnudaginn 1. október. Áttust þar við flokkar Postula og Farísea. Hét sá Jóhannes G. Helgason er fyrir Postulum var en Þorvaldur Ásgeirsson fyrirliði hinna harðsvíruðu Farísea. Bardaginn hófst með birtingu og stóð allt fram í myrkur. Var þar fleira lið saman komið en nokkru sinni áður og var orustan hin mannskæðasta sem nokkru sinni hefur háð verið. Veður var kalt og hryssingslegt með ódæma úrfelli, þrumum og eldingum og kölluðu Postular að það væri gjörningaveður, enda urðu þeir sigraðir og hlutu að fornum lögum að gjalda mat fyrir og tókust þá sættir. Hefur síðan verið góður friður með kylfingum og er það von manna að hann haldist allt til næsta hausts. (Frásögn Kylfings af bændaglímu Golfklúbbs Íslands haustið 1944. Kylfingur 10. árg. 1944, bls. Bls. 12 – 13.)
Tóku einherja sér til fyrirmyndar Um félagslíf og skemmtanir kylfinga á móti þessu mætti margt segja, þótt á fátt eitt verði drepið hér. Gistihúsið í Varmahlíð varð þegar í upphafi miðstöð mótsins. Þar bjuggu og flestir keppenda og mötuðust. Þar bjuggu t.d. Vestmannaeyingar allir, með sínu fríða föruneyti, konum sínum, sem þeir höfðu haft með sér að heiman til heilla í bardögunum, þótt misjafnlega gæfist. Allar reyndust þær þó til prýði og gleðiauka. Þá höfðu og nokkrir aðrir keppendur slegið tjöldum sínum á barmi sundlaugarinnar miklu. Voru það einkum hinir værukærarari og mun þeim hafa þótt hæg heimantökin að velta sér út úr tjöldunum, beint í morgunbaðið. Á Sauðárkróki bjuggu Akureyringarnir og áttu langa leið milli næturstaðarins og vallarins. Á Völlum hafði forseti sambandsins bækistöð sína og
78
herforingjaráðs síns, sem auk hans sjálfs var skipað þeim Finnboga Jónssyni og Georg Gíslasyni. Þar var ráðið öllum hinum mikilvægustu ráðum. Síðan hafa kylfingar helgi mikla á þeim stað og heitir þar síðan að KylfingaVöllum. Keppendur dvöldust flestir á staðnum til loka keppninnar, hvort sem þeir hnigu í valinn á fyrsta degi eða síðar. Höfðu þeir sið einherja inna fornu og gengu til orustu morgun hvern og börðust uns enginn stóð uppi, en að aftni risu þeir upp aftur, gengu til salar og tóku upp veislur. (Frásögn um meistaramótið í Skagafirði. Kylfingur 10. árg. 1944, bls. 36-37)
Verkefni forgjafarnefndar Forgjafarnefnd ber að fylgjast sem best með leik klúbbfélaga og skal hún gera það sem hún getur til þess að leikkort séu afhent sem oftast, enda ber henni að krefjast leikkorta eftir hvern kappleik. Nú vill klúbbfélagi sem ekki hefur skilað 3 vottfestum leikkortum síðustu fjórtán daga fyrir aðal-forgjafarkeppni, engu að síður taka þátt í keppninni, og ber þá forgjafarnefnd að setja forgjöf hans þannig, að öruggt sé að hún sé ekki of há. Stjórn klúbbsins ber að sjá um að kylfingar eigi jafnan greiðan aðgang að nægum birgðum af ónotuðum golfkortum, enda geri nefndin stjórninni aðvart, ef útlit er til þurrðar á golfkortum. (2. grein erindisbréfs fyrir forgjafarnefndir. Samþykkt á golfþinginu á Sauðárkróki 1944. Fundagerðarbók Golfsambands Íslands 23. júlí 1944. )
Tilkynningaskylda ef skepnur komast á vellina Vallarnefnd ber að gera allar hugsanlegar ráðstafanir til þess að girða fyrir að skepnur komist á völlinn, einkum þegar vorar og grassvörðurinn er meir og ræturnar viðnámslitlar. Hún á heimtingu á að allir félagsmenn veiti hennar aðstoð í þessu, með því að tilkynna henni ef þeir verða varir við skepnur á vellinum, og ef þeir hafa hugboð
um hvar og með hverjum hætti þær hafa komist inn. Vallarnefnd ber að sjá um að halda við girðingunum, hafa þær í lagi, stigaþrep á þeim þar sem vænta má að kylfingar þurfi að ganga til að ná boltum utan vallar, og að koma í veg fyrir átroðning og skemmdir af óviðkomandi fólki. (3. grein starfsreglna fyrir vallarnefndir. Samþykktar á golfþingingu á Sauðárkróki. Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 23. júlí 1944)
Salerni mikilvægara en borð og stólar Helgi Skúlason kom með fyrirspurn til stjórnar hvort ekki væri fært að koma upp viðbótarbyggingu við hús klúbbsins þar sem mætti koma fyrir borðum og stólum fyrir ca. 16 manns. Formaður svaraði því til að hagur félagsins leyfði ekki slíkt. Það sem brýnast væri að gera væri að koma upp salerni á vellinum, innrétta golfhúsið og gera við völlinn. (Frá aðalfundi Golfklúbbs Akureyrar 1942. Frímann Gunnlaugsson, Gylfi Kristjánsson: Golfklúbbur Akureyrar 50 ára. Akureyri 1985, bls. 56) Deilt um sunnudagsbann Á aðalfundi Golfklúbbs Vestmannaeyja 1944 urðu umræður um hvort banna ætti að leika golf á velli klúbbsins á sunnudögum yfir sumarmánuðina en þá var svæðið í Herjólfsdal vinsælt útivistarsvæði meðal Vestmannaeyinga. Voru það tveir klúbbfélagar: Guðlaugur Gíslason bæjarfulltrúi og Hinrik Jónsson bæjarstjóri sem vöktu máls á þessu og flutti Hinrik tillögu um bannið. Segir svo um framhald málsins í bók Sigurgeirs Jónssonar: En ekki voru allir sammála þessu. Georg Gíslason sagðist á móti þessu banni en vildi að sýnd yrði sú tilhliðrunarsemi sem hægt væri þegar um fólksumferð væri að ræða í Dalnum. Þá benti hann á að athugandi væri fyrir stjórnina að beina þessari umferð fólks um Dalinn upp í Helgafellsdal eða inn á Brimhóla enda væru þeir staðir einmitt ætlaðir fólki til hvíldar og þess háttar. Eftir talsverðar umræður var tillaga Hinriks borin upp og hún felld með tíu atkvæðum gegn níu. Í framhaldi af því lagði Ólafur Halldórsson fram tillögu um að stjórn yrði
falið að tilkynna að golfspilarar myndu framvegis sýna fólki því er um Dalinn fer á sunnudögum alla þá tilhliðrunarsemi sem hægt væri. Var þessi tillaga samþykkt með sjö atkvæðum gegn einu. (Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár. Vestmannaeyjar 2008, bls. 29.) Berserkjakeppni Í september 1945 var efnt til sérstæðrar golfkeppni á velli Golfklúbbs Íslands í Öskjuhlíð. Var hún nefnd Berserkjakeppni og fólst í því að keppendur reyndu að slá eins langt og þeir gátu. 18 mættu til leiks og sló hver og einn keppandi 6 bolta og var högglengdin mæld. Til þess að fá mælingu þurfi boltinn að lenda innan brautar og voru aðeins tveir sem stóðu af sér þá þraut. Sigurvegari keppninnar varð Helgi Eiríksson. Lengsta högg hans mældist 187 metrar en meðaltal hans var rúmir 172 metrar. Tvö lengstu höggin átti hins vegar Gísli Ólafsson. Var hið lengra þeirra 212 metrar og hitt 208 metrar. Aðstæður voru nokkuð erfiðar er keppnin fór fram. Völlurinn var blautur og gljúpur og nokkuð loðinn að auki þannig að boltarnir skoppuðu lítið og það kom meira að segja fyrir að þeir sukku í þegar þeir snertu jörðina. Keppni þessi sem var mest til gamans gerð átti sér fyrirmyndir erlendis en þar var vitað að högglengstu kylfingarnir slóu um 260 metra. Afreksmaður fórst í flugslysi Hinn 29. maí 1947 varð eitt mesta flugslys Íslandssögunnar er Douglas Dakotaflugvél Flugfélags Íslands TF ISI fórst á Hestfjalli við Héðinsfjörð og með henni öll áhöfn og farþegar, samtals 25 manns. Meðal þeirra sem fórust í slysinu var einn besti kylfingur landsins, Gunnar Hallgrímsson tannlæknir á Akureyri, 37 ára að aldri. Gunnar sem var Svarfdælingur að ætti settist að á Akureyri að loknu tannlæknanámi árið 1938 og átti heima þar til dauðadags. Strax við komuna til Akureyrar gerðist hann félagi í Golfklúbbi Akureyrar og varð fljótlega virkur þátttakandi í íþróttinni og í félagsstarfi klúbbsins. Eljusemi hans við golfæfingarnar var við brugðið og það haft til marks að hann tók sér jafnan aðeins 14 daga sumarfrí og varði því nær eingöngu til golfæfinga. Á árunum 1945 – 1946 stundaði hann framhaldsnám í Danmörku og notaði
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
79
-Hafið þjer kennt mörgum golf þennan tíma, sem þjer hafið verið hjer? -Já, það hafa mjög margir sótt golftíma hjer hjá mjer, segir Faulkner. – Það finnst mjer einmitt augljósasta merkið um að íþróttin á framtíð fyrir sjer. Sennilega hafa eitthvað um 100 manns sótt golftíma hjá mjer þessa þrjá mánuði.
þá tækifærið til að stunda reglulega æfingar hjá golfkennara bæði innanhúss og utan. Gunnar varð fjórum sinnum golfmeistari Akureyrar og jafnan framarlega í þeim landsmótum sem hann tók þátt í. Lék hann m.a. til úrslita við Þorvald Ásgeirsson í mótinu 1945 en tapaði eftir bráðabana.
(Úr viðtali við Gustavus Faulkner golfkennara. Morgunblaðið 17. ágúst 1950.) Farðu í golf og þjálfaðu skap þitt Gunnar Hallgrímsson.
Gunnar tók sæti í stjórn Golfklúbbs Akureyrar árið 1942 og lagði klúbbnum mikið lið ekki síst er verið var að undirbúa kaup lands fyrir nýjan golfvöll félagsins. Helgi Skúlason, formaður GA minntist Gunnars að honum látnum m.a. með þessum orðum:”Við hið sviplega fráfall hans hefur Golfklúbbur Akureyrar beðið óbætanlegt tjón. Og hinn fámenni íslenzki golfleikarahópur hefur misst einn af sínum mætustu mönnum.” Týndar kúlur í skógarfylgsnum Engin keppni var ákveðin þarna og lékum við aðeins einn hring, til þess að fara ekki varhluta af því að kynnast þessum fræga velli. Ekki er því að leyna, að þarna lágu okkur eftir all margar kúlur í skógarfylgsnunum og var það að vísu stórmikill skaði, því kúlnahallæri var mikið meðal Svía um þær mundir. En sammála vorum við um það, að frekar vildum við láta kúlur okkar heldur en verða af því að leika þótt ekki væri nema einn hring, á velli þessum.
Það er í raun og veru ekki nauðsynlegt að leita að þeim sálsjúkdómum, sem valda villum kylfinga, því sjúkdómurinn er í raun og veru aðeins einn, og hann vel þekktur, - þ.e. löngun manna til þess að slá boltann lengra en eðli og náttúra ætlaði þeim, eða, sem kemur af því sama, að nota rangt járn. Ég er viss um að ég gæti “húkkað” hvenær sem væri, með því að nota 5- járn þar sem ég vissi að ég þyrfti að nota nr. 3, standa of gleiður og of langt frá boltanum, þótt mér væri vel ljóst, að ég myndi hitta boltann með tánni á lokuðum kylfuhaus. Það þarf ekki margar spurningar eða langa rannsókn um slíkar villur. Sjúkdómurinn er hégómaskapur og hugleysi, eins og hjá flestum byrjendum, sem “slæsa” af því þeir hafa kylfuhausinn of opinn af óljósum eða óafvitandi ótta við það, að ná ekki boltanum upp. Og þessi sjúkdómur er algengur í kynstofni kylfinga. Aðrir sjúkómar eiga rót sína að rekja til nokkurskonar hjátrúar, eins og t.d. að vera viss um að tapa alltafá móti ákveðnum andstæðingi, leika illa ákveðna holu á vellinum o.s.frv.
(B.S.B. segir frá leik Íslendinga á Båstad-vellinum í Svíþjóð. Kylfingur 12.-13. árg. 1946 – 1947 bls. 30)
Í stuttu máli: Rannsakaðu sálarástand þitt: farðu svo í golf og þjálfaðu skap þitt.
Eru að verða samkeppnishæfir
(Þjálfun skapgerðar. Kylfingur 14. – 18. árg. 1948 – 1952, bls. 19)
- Hvað segið þjer um golfíþróttina á Íslandi? - Þetta er tiltölulega ung íþrótt hjer á landi, en hún er á mikilli þroskabraut og líður ekki á löngu þar til margir golfmenn hjer verða samkeppnisfærir við erlenda golfmeistara. Jeg held að nú þegar sjeu hjer einir 4 eða 5 Íslendingar, sem væri alveg óhætt að taka þátt í alþjóða golfmótum.
80
Í dúr við önnur viðfangsefni mannsins Allt þetta sýnir uppeldisgildi golfíþróttarinnar, þessarar dásamlegu útiíþróttar, sem hæfir öllum aldri, þjálfar jafnt allan líkamann, gerir miklar kröfur til einbeitingar hugans
(concentrationar) og hárnákvæmar stjórnar á vöðvum og taugum. – Fátt slítur mann betur og algjörlega úr sambandi við áhyggjur dagles lífs og fátt sýnir oss betur hverfulleika meðlætisins. – Golfhamingjan leikur við oss í dag, en er öll bak og burt á morgun, en ef vér erum þrautseigir og viljafastir og höldum andlegu jafnvægi, kemur hún vissulega til baka – því vanmætti og ósigri er tekið með jafnaðargeði og aldrei gefizt upp, haldið áfram að markinu, sem virðist svo auðvelt – en fáir ná: Að koma lítilli kúlu í beina línu í litla holu í sem fæstum höggafjölda. En er það ekki táknrænt fyrir viðfangsefni mannanna yfirleitt? (Halldór Haneson í ræðu á 15 ára afmælishátíð GR 25. nóv. 1949. Kylfingur 14. – 18. árg. 1948 – 1952 bls. 36.) Reglurnar setja rammann Leikreglur eru settar til þess, óbeint, að golfleikarinn sigrist á öllum þeim erfiðleikum, sem mætt geta manni á einum golfvelli. Ef golfari sniðgengur leikreglurnar, getur hann aldrei orðið það leikinn, að hann geti bjargað sér úr ógöngum. Hann verður sjaldan aðnjótandi þeirrar ánægju, að hafa bjargað sér vel úr “bunker” í fyrstu tilraun eða úr slæmri legu í grasi, og sjaldan, ef nokkurn tímann, getur hann púttað úrslita-pútti í harðri keppni, hversu stutt sem það er, - en þetta er golf. Að lokum, leikreglur eru settar til þess að allir leiki á jöfnum og sanngjörnum grundvelli. Það getur aldrei verið um raunverulega keppni að ræða, ef hver og einn “syngur með sínu nefi.” Einasti möguleikinn á sannri keppni, er að allir leiki eftir sömu reglum. Spilum eftir golfreglum, þá fyrst kynnumst við og njótum ágætis golfsins. (Þorvaldur Ásgeirsson: Leikreglur til ánægju. Kylfingur 14. – 18. árg. 1948 – 1952, bls. 52)
kylfur þurfa menn ekki að eiga. Með sæmilegri umhirðu endast þær tugi ára. Hinsvegar vilja knettirnir týnast og skemmast, og mun láta nærri að menn þurfi að kaupa tíu knetti árlega. Oft er hægt að fá brúkuð áhöld fyrir miklu lægra verð og yfirleitt er það ráðlegt fyrir byrjendur að kaupa ekki ný tæki fyrr en þeir eru komnir yfir byrjunarörðugleikana. Gömlu tækin má svo losa sig við seinna ef menn kæra sig um. Með núverandi verðlagi kostar góð golfkylfa ca. 75 kr, en golfknöttur ca. 6 kr. Þeim sem kynni að vaxa í augum kostnaðurinn við að afla sér golfáhalda skal ráðlagt að kynna sér hvað sæmilegur skíðabúningur kostar nú, og ættu þeir þá jafnframt að minnast þess, að í meðal árferði falla til eins margar vikur sem hægt er að fara í golf og dagarnir eru sem komist verður á skíði. (Golfið þarf að fá meiri útbreiðslu. Dagur II grein 2. maí 1946.) Dylja gleði af skyssum mótherjans Allir golfleikarar þekkja hina sælublöndu ánægjukennd sem óviðráðanlega gagntekur þá meira eða minna er þeir horfa á eftir knetti sínum eftir velheppnað högg. – Sömuleiðis hina æsandi óvissu þegar knötturinn nálgast óðfluga einhverja ófæruna, sem hann ef til vill verður ósláanlegur úr. – Og þá væntanlega líka hina notalegu þægindatilfinningu (sem allir vel uppaldir golfmenn reyna þó að dylja í lengstu lög), þegar mótleikandanum verður einhver alvarleg skyssa á, ef til vill þegar mest lá við, svo að viðhorf keppninnar breytist alveg. Sporlötu mennirnir, sem fælast að óreyndu golfið, vegna þess að þeim hrýs hugur við 5 kílómetra göngunni, hafa því alls ekkert að óttast. Þeir munu skemmta sér svo vel á ferðalaginu, að vegalengdin gleymist algerlega. (Golfið þarf að fá meiri útbreiðslu. Dagur I grein. 9. maí 1946)
Tíu knettir árlega Þá verða menn að fá sér nokkurn útbúnað. Fæstir þurfa annað að kaupa en nokkrar kylfur og knetti. Fyrst um sinn nægja 3 kylfur, síðarmeir má bæta 1 – 2 við, en 5 – 6
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
81
Slegið heim að skála á gamla vellinum í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Ljósmyndari óþekktur/Borgarskjalasafn.
82
1950-59
Það er svo bágt að standa í stað
Kyrrstaða var í golfinu um skeið. Klúbbum og völlum fjölgar ekki. GR vísað upp í óbyggðir. GSÍ gerir aðili að alþjóðasamtökum. Oft er talað um að upphaf sjötta áratugs síðustu aldar sem “íslenska íþróttavorið.” Og víst er að á mörgum sviðum varð vakning í íþróttalífi landsmanna. Fræknir sigrar unnust og höfðu þeir tvímælalaust mikla þýðingu fyrir þjóð sem var að slíta barnsskóm sjálfstæðisins. Eitt leiddi af öðru. Fjölmiðlaumfjöllun um íþróttir sem lengi hafði verið fremur takmörkuð jókst hröðum skrefum og þess voru jafnvel dæmi að dagblöðin skrifuðu um þær dag eftir dag. Afreksmenn í íþróttum urðu hinar nýju hetjur Íslendinga – fyrirmynd ungra manna og svo þekktir og vinsælir að virðulegir borgarar tóku ofan fyrir þeim ef þeir mættu þeim á götu. Einkum voru það frjálsíþróttamenn sem gerðu garðinn frægan. Þeir komu heim með tvo meistaratitla frá Evrópumeistaramótinu í Brüssel 1950 og unnu frækinn sigur í landskeppni við Noreg og Danmörku árið 1951 – sama daginn og Íslendingar báru sigurorð af Svíum í knattspyrnulandsleik á Melavellinum. Vorinu átti vitanlega að fylgja sumar en í raun og veru kom íslenska íþróttasumarið ekki að öðru leyti en því að smátt og smátt urðu íþróttirnar ekki fyrir fáa útvalda heldur tók þeim sem þær stunduðu stöðugt að fjölga og þær urðu þáttur í daglegu lífi stórs hóps ungs fólks til sjávar og sveita. Nýjar íþróttagreinar námu land. Fjölbreytnin jókst og aðstaðan skánaði hægum skrefum. Enn var hún þó langt á eftir því sem gerðist hjá öðrum þjóðum og átti örugglega sinn þátt í því að Íslendingar tóku að dragast aftur úr – enda varla von á öðru. Þegar hinir stóru fara af
stað er hætt við því að þeir litlu sitji eftir. Sjötti áratugurinn markaði ekki djúp spor í sögu golfíþróttarinnar á Íslandi. Að baki voru ár frumherjanna sem einkennst höfðu af áhuga, krafti og nægjusemi. Ár þar sem starfið fólst í því að finna lausnir á vandamálum. Tíminn sem við tók snerist fyrst og fremst um að reyna að verja vígið.
Aðstöðuleysið allsráðandi Það sem háði golfíþróttinni öðru fremur á þessum áratug og varð til þess að draga úr framþróun hennar var öðru fremur aðstöðuleysi. Þeir sem stunduðu íþróttina urðu að sjá um sig sjálfir á sama tíma og opinberir aðilar fóru að veita stuðning við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Það þótti t.d. risavaxið átak þegar Laugardalsvellinum og Laugardalssundlauginni var komið upp á þeim slóðum þar sem fyrsti golfklúbburinn á Íslandi hafði aðstöðu sína í árdögum golfsins á landinu. En þótt vagga golfsins væri í Reykjavík leið ekki á löngu uns menn tóku að líta til aðstöðu kylfinganna á Öskuhlíðarsvæðinu sem ákjósanlegts svæðis til annarra nota en golfvallar. Og úti á landi glímdu kylfingar við sama vandamál. Til þess að getað iðkað íþrótt sína þurftu þeir tiltölulega mikið landsvæði og oftast var það talið henta betur til annars en að þar væru öfáir menn að leika sér að því að slá golfkúlur. Þeir voru bara fyrir.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
83
Allan áratuginn var barátta þeir sem voru í forsvari fyrir golfklúbbana þrjá á Íslandi varnarbarátta. Félagatalan var svipuð frá ári til árs og starfið og mótahaldið einnig. Og þótt töluverður kraftur væri í starfi Golfsambands Íslands var það í raun lítils megugt. Það hafi nánast engar aðrar tekjur en takmörkuð skattgjöld af félögum klúbbanna sem nægðu ekki fyrir rekstargjöldum sambandsins. Má nefna sem dæmi fjárahagsáætlun fyrir árið 1951 sem lögð var fram á golfþinginu 1950 en þá var gert ráð fyrir að heildartekjur sambandsins nægðu til þess að kaupa verðlaun fyrir landsmótið. Áætlað var að rekstrarhalli yrði sem svaraði helmingi af veltu sambandsins. “Áætlunin var samþykkt í einu hljóði” Fundargerðarbók Golfssambands Íslands 5. júlí 1950. Á árinu 1951 fékk Golfsambandið í fyrsta sinn styrk frá Íþróttasambandi Íslands, þúsund krónur, og var þeim fjármunum skipt sem kennslustyrk milli klúbbanna þriggja. Verkefni Golfsambandsins voru keimlík frá ári til árs. Hæst bar þar umsjón með Íslandsmótinu í golfi, kynning og útgáfa á golfreglum og því að freista þess að aðstoða golfklúbbana við útvegun á kennurum en slíkt var viðvarandi vandamál. Umsvif sambandsins voru heldur ekki mikil. Stjórnarfundir voru haldnir tvisvar til þrisvar á ári og golfþing árlega. Allan áratuginn var það fámenn samkoma, setin af fjórum til fimm fulltrúum frá Golfklúbbi Reykjavíkur og tveimur fulltrúum frá Golfklúbbi Akureyrar og Golfklúbbi Vestmannaeyja. Stjórnarfundir GSÍ voru haldnir á veitingahúsum eða á skrifstofu eða heimili forseta sambandsins sem sennilega hefur verið eftirsóknarverðara. Alla vega er svo bókað um stjórnarfund sem haldinn var heima hjá Helga H. Eiríkssyni að fimmti liður á dagskrá hafi verið kaffidrykkja hjá frú forsetans og eftir hana: “ekki hægt að skrifa meira”.Fundargerðarbók GSÍ 3. mars 1951. Þótt starfsemi sambandsins væri ekki mikil hafði það fullan hug á því að verða sér úti um húsnæði og þá aðallega fyrir gögn og ýmislegt annað, svo sem erlend golfblöð og bækur sem safnast höfðu saman á heimili forsetans. Um tíma voru uppi hugmyndir um að Íþróttasamband Íslands og Golfsambandið leigðu saman skrifstofuherbergi en þegar á hólminn kom reyndist kostnaður við slíkt of mikill. Þrautalendingin var að sambandið fékk til afnota geymsluherbergi uppi á lofti í skála Golfklúbbs
84
Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni. Þurfti Golfsambandið að innrétta “norðausturhorn” loftsins og kostaði sú framkvæmd fjórðung árstekna sambandsins árið sem í hana var ráðist. Ekki fékk Golfsambandið að vera alveg í friði með þessa vistarveru. Árið 1956 var brotist þar inn, gramsað í eigum sambandsins og því stolið sem þjófurinn taldi vera verðmæti í, - var þar um að ræða lausa raflýsingu, svokallaðan ljóshund, og lásinn sem var fyrir hurðinni sjálfri.
Íslandsmótið aðalverkefni GSÍ Íslandsmótið í golfi var aðalverkefni Golfsambandsins allan áratuginn og raunar það sem starf þess snerist að langmestu leyti um. Mótin voru haldin til skiptis í Reykjavík og á Akureyri enda þar einu níu holu vellir landsins. Var það ekki fyrr en á árinu 1957 að út af var brugðið en þá fór hluti mótsins fram í Hveragerði og 1959 urðu svo þau tímamót að mótið var haldið í Vestmannaeyjum. Golfþing voru jafnan haldin í tengslum við landsmótið og lengi vel var það eitt af verkefnum þeirra að ákveða staðarreglur á völlunum fyrir mótið. Kom oftsinnis fyrir að einstakir þingfulltrúar báru upp tillögur á þingunum um frávik reglna á einstökum brautum en yfirleitt voru slíkar tillögur þó bornar fram af sérstökum nefndum sem skoðað höfðu vellina og lögðu síðan tillögur fyrir þingið. Var mönnum einkum tíðrætt um hvaða viðbrögð skyldi hafa þegar boltinn lenti í skurðum en af þeim virðist hafa verið nóg bæði á vellinum á Akureyri og í Reykjavík. Var það ekki fyrr en á þinginu 1956 sem samþykkt var að frá og með árinu 1957 skyldu þær staðarreglur sem giltu á völlunum einnig ná til landsmótanna og var sú samþykkt í heiðri höfð meðan Golfsambandið sá sjálft um framkvæmd Íslandsmótanna. Öðru hverju voru gerðar breytingar á framkvæmd mótanna. Á golfþinginu árið 1951 var t.d. samþykkt að leiknar yrðu 72 holur í hverjum flokki – fyrsta daginn 18 holur, annan daginn 18 holur og þriðja daginn 36 holur. Kom fljótlega fram gagnrýni á þetta fyrirkomulag og var því helst fundið til foráttu að keppni lyki svo seint síðasta daginn að þeir kylfingar sem síðastir fóru út gætu tæpast tekið þátt í verðlaunaafhendingu og gleðskap sem jafnan var efnt til að mótslokum. Á sama þingi var ákveðið að í öldungaflokki yrðu leiknar 18 holur og verðlaun veitt fyrir árangur bæði með og án forggjafar. Svipað keppnisfyrirkomulag var á Íslandsmótinu allan sjötta áratuginn. Leikinn var höggleikur og eftir fyrsta
dag mótsins voru sauðirnir skildir frá höfrunum á þann hátt að þeir sextán sem náðu bestum árangri röðuðust í meistaraflokk og kepptu um Íslandsmeistaratitilinn en næstu sextán kepptu í 1. flokki og væru keppendur fleiri en 32 kepptu þeir sem voru umfram þá tölu og voru á lakasta skorinu í 2. flokki. Þetta fyrirkomulag sætti alla tíð töluverðri gagnrýni og þá einkum vegna þess að ef kylfingur átti slæman fyrsta dag var hann úr leik í meistarakeppninni og kom það raunar fyrir oftar en einu sinni að afrekskylfingar féllu niður í 1. flokk og náðu þar svo jafnvel betra skori seinni dagana en þeir sem kepptu í meistaraflokki.
Fyrstu klúbbarnir á Suðurlandi voru stofnaðir í byrjun sjötta áratugarins, á Hellu og í Hveragerði. Efri myndin er af félögum í Hellu við leik og sú neðri af núverandi félagshei mili GHR, Strönd, en það var áður skóli og samkomustaður. Ljósmyndir: Óþekktur. Úr safni GHR.
Á árinu 1958 ákvað golfþingið að skipa milliþinganefnd til þess að endurskoða keppnisfyrirkomulagið. Nefndin skilaði ekki af sér fyrr en á þinginu 1960 og gerði þá tillögur um róttæka breytingu sem fólst í því að forgjöf kylfinga réði í hvaða flokk þeim væri skipað. Í meistaraflokki áttu að leika þeir sem voru með 6 eða minna í forgjöf, í 1. flokki þeir sem voru með 7 – 12 í forgjöf og í 2. flokki þeir sem voru með 13 – 18 í forgjöf. Búist var við miklum umræðum á þinginu um tillögur nefndarinnar og jafnvel andstöðu en flestum á óvart kvaddi enginn sér hljóðs og þegar kom til atkvæðagreiðslu voru allar hendur á lofti. Hins vegar urðu snarpar umræður um tillögur sömu nefndar um fjölda þeirra hola sem flokkarnir áttu að leika en hún gerði ráð fyrir því að meistaraflokkur og 1.
flokkur lékju 72 holur og 2. flokkur 36 holur. Töldu sumir þingfulltrúar að þar með væru möguleikar þeirra sem léku í 2. flokki til þess að taka þátt í lokagleði mótsins takmarkaðir – þeir yrðu einfaldlega farnir til sinna heima. En málið var leyst með því að ákveða að ljúka skyldi keppni allra flokka á síðasta degi mótsins.
Reynt að samræma forgjöf kylfinga
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
85
á stjórnarfundi sambandsins 9. september 1952.
Ákvörðunin um flokkaskiptingu eftir forgjöf varð til Nokkuð er á reiki hvenær Golfklúbbur Árnesinga var þess að skerpa á umræðum um forgjafarmál en þau stofnaður en líklega hefur það verið í byrjun júní árið og mat á golfvöllunum höfðu oft verið til umræðu á 1953. Á stjórnarfundi GSÍ frá 30. júní er bókað að golfþingum. Á því sviði ríkti jafnan töluverð óvissa. Þorvaldur Ásgeirsson forseti sambandsins hafi skýrt Reynt var að miða við erlendar reglur um vallarmat og frá því að hann hafi verið til staðar við að “stofna nýjan leitað ráða hjá erlendum golfkennunum sem hingað golfklúbb í Hveragerði í byrjun júní og lagði hann fram komu en í mörgum tilfellum var erfitt að heimfæra þær bréf frá klúbbnum sem hlaut nafnið á íslensku vellina. Þar sem vallarmatið “Golfklúbbur Árnesinga,” þar sem hafði mikið vægi hvað varðaði forgjöf klúbburinn óskaði eftir inngöngu í kylfinga var reynt eftir mætti að samGSÍ og var inntökubeiðnin samþykkt ræma matið á Akureyrarvellinum og samhljóða.Fundargerðarbók GolfÖskjuhlíðarvellinum en því fór fjarri að sambands Íslands 30. júní 1953. menn væru alltaf sammála um réttlæti í þeim efnum. Störfuðu jafnan nefndir Frumkvæðið að stofnun klúbbsins átti á vegum Golfsambandsins til þess að Ingimar Sigurðsson en Þráinn Sigfylgjast með forgjafarmálunum og þegar urðsson var kjörinn fyrsti formaður upp var staðið sýndust úrslit í mótum klúbbsins. Klúbburinn varð sér úti um þar sem keppt var án forgjafar benda til svæði í landi Fagrahvamms í Hverþess að forgjafarmatið teldist eðlilegt. agerði og fékk Þorvald Ásgeirsson til Hitt höfðu menn sterkari grun um að þess að hanna völlinn og hélt hann yfirleitt væri forgjöf íslenskra kylfinga jafnframt námskeið og kenndi klúbbekki rétt metin miðað við það sem félögum bæði íþróttina og helstu gerðist erlendis. Slíkt hafði komið í ljós reglur hennar. Völlurinn var í fyrstu í fyrstu golfferðinni til útlanda og á því sex holur en var fljótlega stækkaður í fékkst líka staðfesting þegar loks kom Ásgeir Ólafsson þýddi golfreglurníu holur. að því að landsliðið fór utan til keppni á nar fyrir GSÍ og átti þátt í stofnun Nýju klúbbarnir tveir sendu í fyrsta St. Andrewsvellinum og ennfremur þá Golfklúbbs Hellu. sinn fulltrúa á golfþing árið 1953. sjaldan að erlendir kylfingar spreyttu sig Helmut Stolzenwald mætti fyrir á íslensku völlunum. klúbbinn á Hellu en Georg Michaelsen fyrir Golfklúbb Árnesinga. Þótti mikill fengur að stofnun þessara tveggja Tveir nýir klúbbar komu – og fóru klúbba og vonuðu menn að þar með væri hafið nýtt landnám golfíþróttarinnar á Íslandi. Næstu árin sátu Á árinu 1952 og 1953 urðu þau stórtíðindi að tveir nýir fulltrúar klúbbanna oftast þing GSÍ og kom til tals innan golfklúbbar litu dagsins ljós. Annars vegar Golfklúbbur stjórnarinnar að fjölga um einn í stjórninni og fengju Hellu og hins vegar Golfklúbbur Árnesinga nýju klúbbarnir stjórnarmann til skiptis. Reynt var eftir Stofndagur Golfklúbbs Hellu er talinn vera 18. júní 1952 mætti að hlúa að starfi klúbbanna. Oftar en einu sinni fóru kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur til þeirra beggja . Frumkvæðið að stofnun hans áttu þeir Helmut Stolenog leiðbeindu heimamönnum í íþróttinni og a.m.k. einu wald og Ásgeir Ólafsson sem búsettir voru þar eystra og sinni fékk klúbburinn á Hellu erlendan kennara frá Golffengu þeir til liðs við sig nokkra áhugasama kylfinga á sambandi Íslands. svæðinu. Stofnfélagar voru 19. Fyrsti formaður klúbbsins var kjörinn Rudolf Stolzenwald. Fljótlega eftir stofnun En báðir þessir klúbbar áttu sér stutta sögu og sama klúbbsins fékk hann afnot af landsvæði við Rangá sunástæðan varð þeim að aldurtila. Fámenni og aðstöðuleysi. nan Hellu á svokölluðum Gaddastaðflötum en þar var töluvert víðáttumikið sléttlendi og því talið kjörið golfval- Vellir þeirra þóttu þó báðir bærilegir og kom til greina að halda Íslandsmótið á öðrum hvorum þeirra árið 1956. larsvæði. Kom klúbburinn sér upp níu holu velli. Aðild Golfklúbbs Hellu að Golfsambandi Íslands var samþykkt Fór forseti GSÍ og nokkrir aðrir í skoðunarferð þangað
86
þá í júníbyrjun en niðurstaðan varð sú að vellirnir stæðu Öskjuhlíðarvellinum svo langt að baki sjálfsagt væri að halda mótið í Reykjavík. Fundargerðarbók GSÍ 14. júní 1956. Á árinu 1957 var þó hluti keppni Íslandsmótsins haldinn á vellinum í Hveragerði. Fyrstu 18 holur keppninnar voru leiknar þar en mótið síðan fært til Reykjavíkur. Ekki er þess getið að kylfingar hafi kvartað yfir aðstöðunni í Hveragerði heldur þótti það kærkomin tilbreyting að leika ekki alltaf á sama vellinum. Klúbbarnir tveir misstu aðstöðu sína um svipað leyti. Hestamenn tóku að ásælast Gaddastaðaflatir og við þann öfluga hóp var erfitt að keppa. Var golfvellinum breytt í skeiðvöll á árunum 1958 og 1959. Sama ár fengu félagar í Golfklúbbi Árnesinga tilkynningu um að eigandi landins hygðist hækka leigu um helming. Þá hafði fremur fækkað í klúbbnum en fjölgað og engin von var að ráða við stóraukin útgjöld. Hinum eljusömu frumherjum á báðum stöðunum hefur vafalaust hrosið hugur við því að byrja aftur frá grunni og starfið lagðist því niður um árabil. Þótti mjög miður að svona skyldi fara en lítið var hægt að gera. “Gat forseti Golfsambandsins þess sérstaklega að dauft væri yfir starfsemi Golklúbbs Hellu og í Hveragerði. Þyrfti að gera einhverjar ráðstafanir til að efla áhuga þeirra. Engar umræður urðu um málið.”Þinggerð Golfsambands Íslands 14. júlí 1960.
Erfitt að fá hæfa kennarara Þau mál sem efst voru á baugi hjá Golfsambandinu allan sjötta áratuginn voru þjálfara- og kennaramál. Skortur á hæfum kennurum stóð íþróttinni fyrir þrifum og varð til þess að nýliðun í íþróttinni varð mun minni en ætla má að ella hefði orðið. Enginn Íslendingur hafði aflað sér menntunar til golfkennslu og erlendir kennarar lágu ekki á lausu þótt vilji stæði til að fá þá til tímabundinna starfa á Íslandi. Auk þess var slíkt mjög kostnaðarsamt. Golfssambandið hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að ráða til sín kennara og verkefni þess var því fyrst og fremst að reyna að hafa milligöngu um útvegun á kennara fyrir klúbbana en þarfir þeirra og aðstaða til kennararáðningar var vitanlega mismunandi. Til þess að bæta úr brýnustu þörfinni var stundum gripið til þess ráðs að fá góða kylfinga, aðallega úr Golfklúbbi Reykjavíkur, til þess að bregða sér bæjarleið, heimsækja hina klúbbana og veita þar leiðsögn. Var þar vitanlega um sjálfboðaliðastörf að ræða. Einnig var litið til Kefla-
víkurflugvallar þar sem vitað var að í herliðinu þar voru vanir og góðir kylfingar. Góð reynsla hafði fengist þegar hermaðurinn Robert Waara hjálpaði íslenskum kylfingum á styrjaldarárunum og því ákveðið að kanna hvort unnt væri að endurtaka slíkt. Fara varð þó varlega. Kalda stríðið var í algleymingi og margir Íslendingar lítt hrifnir af því að hafa samskipti við varnarliðsmenn í einni eða annarri mynd. Á árinu 1953 fékkst erlendur kennari loks til starfa. Var sá skoskur, Duncan MacDonald að nafni. Vera hans á Íslandi var skipulögð þannig að í Vestmannaeyjum var hann dagana 15. – 31. maí, í Reykjavík 1. – 15. júní, á Akureyri 16. – 30. júní og aftur í Reykjavík 1. -15. júlí. Síðan var hann á Hellu í nokkra daga en hélt síðan til sinna heima. Ekki fer miklum sögum af kennslu hans á Íslandi en MacDonald mun hafa verið liðtækur kylfingur og keppti m.a. á móti á Akureyri við góðan orðstír og hélt þar að auki sýningu sem fjölmenni fylgdist með. Næstu árin gekk á ýmsu við útvegun á golfkennurum. Stundum fengust erlendir kennarar sem ferðuðust milli klúbbanna og kenndu hjá þeim nokkra daga í senn. Mikil ánægja ríkti meðal kylfinga er það fréttist að von væri á Gus Faulkner til landsins í maímánuði árið 1955 en hann hafði áður komið og kennt golf og töldu margir hann besta kennara sem hingað hefði komið og átt ríkan þátt í framförum þeirra kylfinga er nutu þá leiðsagnar hans. Að þessu sinni hóf Faulkner kennslu sína í Reykjavík en fór síðan til klúbbsins í Hveragerði og var þar í nokkra daga. Vera hans varð þó endaslepp þar sem hann veiktist og hélt heim eins fljótt og verða mátti. Áður en hann hélt af landi brott ræddi hann við Morgunblaðið sem spurði hann m.a. álits á getu íslenskra kylfinga. Svaraði Faulkner því til að á Íslandi væru margir góðir kylfingar en þá skorti tilfinnanlega keppnisreynslu til þess að verða á heimsmælikvarða. “Til dæmis Þorvaldur Ásgeirsson. Fengi hann tækifæri til að keppa oftar og undir erfiðari kringumstæðum myndi hann áreiðanlega taka örum og miklum framförum sem nægðu til þess að skipa honum á bekk með snjöllum golfmönnum erlendis sem hafa betri æfingaraðstæður – geta t.d. æft árið um kring. Sama mætti segja um fleiri Íslendinga. Æfing skapar meistarann – en þá skortir nokkuð á æfinguna og fyrr en úr því er bætt sést ekki fullkominn árangur.”Morgunblaðið 5. maí 1955 bls. 9.
Regluverkið þótti flókið
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
87
Reykvískir kylfingar við golfvöllinn. Myndin er sennilega tekin seint á sjötta áratugnum eða í byrjun þess sjöunda. Gunnar Þorleifsson, Jóhann Eyjólfsson og Ólafur Ágúst Ólafsson. Golfskálinn sést á hæðinni í baksýn. Ljósmyndari óþekktur. Borgarskjalasafn.
Útgáfa á golfreglum og kynning á þeim var líka viðamikið verkefni Golfsambandsins á sjötta áratugnum. Á árinu 1950 var ráðist í að þýða allar St. Andrews golfreglurnar og var Ásgeir Ólafsson fenginn til þess að annast það verk. Stóð til að gefa þær út strax og hann hafði lokið verkinu en þegar til átti að taka kom í ljós að Ásgeir hafði tekið upp svo mörg nýyrði í þýðingu sinni að stjórn GSÍ taldi nauðsynlegt að bera þýðinguna undir Pétur Sigurðsson háskólaritara sem var ráðunautur Íþróttasambands Íslands um íslenskt mál. Fer ekki sögum af því hvort hann gerði breytingar en í þýðingu Ásgeirs voru mörg orð sem notuð eru í “golfmáli” enn þann dag í dag. Til stóð að gefa reglurnar, sem voru mikill bálkur, út fyrir Íslandsmótið 1951 en hætt var við það á síðustu stundu þar sem tilkynning barst um að St. Andrews hefði tekið ákvörðun um að endurskoða þær frá grunni. Þegar sú endurskoðaða útgáfa barst var farið yfir íslensku þýðinguna og reglurnar síðan
88
gefnar út í bókarformi árið 1952. Var það Bókaútgáfa Máls og menningar sem gaf ritið út en hún hafði gert samning við Íþróttasamband Íslands um að annast útgáfustarfsemi fyrir það. Virðist hafa verið vel í lagt þegar upplagið var ákveðið því þegar búið var að dreifa ritinu til allra kylfinga voru 400 eintök afgangs. Bauð útgáfan Golfsambandinu að kaupa þau eintök á 25 krónur stykkið en lækkaði verðið síðan niður í 10 krónur og var gengið að því boði. Var þetta aukaupplag eitt það fyrsta sem flutt var í geymsluhúsnæðið sem Golfssambandið fékk í golfskálanum í Öskjuhlíðinni. Þótt golfreglurnar væru nú fyrirliggjandi og í handhægu formi virðist svo sem margir kylfingar hafi ekki haft mikið fyrir því að verða sér úti um þær og kynna sér bálkinn. Bar jafnan töluvert á því að menn túlkuðu reglurnar nokkuð frjálslega. Nokkuð bar einnig á því að erfitt væri að heim-
færa reglurnar að íslenskum aðstæðum sem oft á tíðum voru gjörólíkar því sem reglusmiðirnir gerðu ráð fyrir. Frjálslyndi í reglutúlkuninni var samt sem áður áhyggjuefni og var nokkrum sinnum fjallað um málið á golfþingum. Miklar umræður urðu t.d. um það á þinginu 1954 og í framhaldi þeirra samþykkt ályktun: “13. golfþing Íslendinga beinir því til klúbbanna að þeir láti öllum meðlimum sínum í té golfreglur þær sem gefnar voru út 1952 og nú gilda annaðhvort ókeypis eða gegn kostnaðarverði.”Þinggerð golfþings 22. júlí 154. Fundargerðabók Golfsambands Íslands. Ekki varð það til þess að auðvelda Golfsambandinu að koma reglunum á framfæri við félaga sína að stöðugt var verið að breyta St. Andrewsreglunum og setja inn í þær ný ákvæði. Var stundum gripið til þess ráðs að þýða breytingarnar, útbúa viðauka og festa upp á áberandi stað í golfskálununum þar sem alltof kostnaðarsamt þótti að vera stöðugt að endurprenta bæklinginn. Þá beindi Golfsambandið einnig þeim tilmælum til eldri og reyndari kylfinga að þeir fylgdust með nýliðum og þeim sem voru fákunnandi í regluverkinu og leiðbeindu þeim. Til umræðu kom einnig að þeir sem best voru að sér í fræðunum tækju að sér leiðbeiningarstörf og var þar einkum um að ræða menn sem vanir voru orðnir að annast dómgæslu þegar mikið lá við, t.d. á landsmótunum. En jafnvel þótt þeir væru til staðar greindi menn stundum á um einstök atvik. Á landsmótinu á Akureyri árið 1958 gerðist það t.d. að kylfusveini Hermanns Ingimarsson var það á að draga golfkerru hans yfir höggleið bolta andstæðings hans. Einhver viðstaddra hafi hugmynd um að slíkt mætti ekki. Flett var upp í reglunum og lesið út úr þeim að fyrir tiltæki aðstoðarmannsins ætti Herman að fá tvö högg í víti og var það niðurstaðan. Þótti mörgum það vafasamur dómur. Mörgum kylfingum fundust golfreglurnar orðmargar og sumt í þeim illskiljanlegt. Þeir sem betur vissu bentu á að í golfinu væri hver og einn dómari í eigin leik og að reglurnar væru settar til þess að allir stæðu jafnir. “Að lokum – leikreglur eru settar til þess að allir leiki á jöfnum og sanngjörnum grundvelli. Það getur aldrei verið um raunverulega keppni að ræða, ef hver og einn “syngur með sínu nefi”. Einasti möguleikinn á sannari keppni er að allir leiki eftir sömu reglum. Spilum eftir golfreglum, og þá fyrst kynnumst við og njótum ágætis golfsins.”Þorvaldur Ásgeirsson: Leikreglur til ánægju. Kylfingur, 1948 – 1952,
14.-18. árg., bls. 51-52. Í 50 ára afmælisriti Golfklúbbs Akueyrar er að finna viðtal við Sigurbjörn Bjarnason sem um árabil var einn af forystumönnum Golfklúbbs Akueyrar þar sem hann fjallar m.a. um viðhorf manna til golfreglna. Sigurbjörn stundaði nám í London á árunum 1946 – 1948 lék þar golf og kynntist túlkun heimamanna á keppnis- og siðareglum golfíþróttarinnar. Var hann spurður að því hvort það hefði ekki verið viðbrigði að koma heim og kynnast því hvernig menn umgengust reglurnar hérlendis: “Já, það er óhætt að segja að það hafi verið mikil viðbrigði að sjá hvernig ýmsar reglur voru ýmist þverbrotnar eða alveg sniðgengnar hér heima. Þegar ég fór svo að nöldra og reyna að koma því á framfæri sem ég hafði kynnst ytra, kom í ljós að hér var enginn sem kunni nægilega mikið í golflögum og reglum til að úrskurða í deildu- og kærumálum. Klúbburinn gerðist nú áskrifandi að “The golfers handbook” sem er árbók breska golfsambandsins, geysilega fróðleg og skemmtileg bók. Þetta var mikilvægt skref því nú gátu menn, a.m.k. sumir hverjir lesið sér til um reglur og lagt niður “einkatúlkanir” sem mikið höfðu viðgengist.”Frímann Gunnlaugsson, Gylfi Kristjánsson: Golfklúbbur Akureyrar 50 ára, Akureyri 1985, bls. 15.
Fjölmiðlar höfðu lítinn áhuga á golfinu Ár eftir ár var það líka ærið verkefni hjá stjórn Golfsambandsins að reyna að kynna íþróttina. Þar var við ramman reyp að draga. Á ritstjórn blaðanna voru fáir áhugamenn um golf og oftast fékk umfjöllun um Íslandsmótið í golfi minni umfjöllun en venjulegur fótboltaleikur. Helst var að blöðin fengjust til þess að segja frá firmakeppni golfklúbbanna eða þá ef eitthvað óvenjulegt gerðist á golfvöllunum. Einstaka sinnum var látið undan síendurteknum óskum forystumanna golfíþróttarinnar og birtar greinar þar sem aðaláherslan var lögð á hve heilsusamleg íþrótt golfið væri og að það væri ekki einungis fyrir fáa útvalda heldur gætu allir, ungir sem aldnir, stundað það sér til ánægju og heilsubótar. Var þarna nánast spiluð sama platan og sett var á fóninn þegar í upphafi landnáms golfsins á Íslandi og var hún hætt að vekja athygli. Helst var það ef golfið tengdist einhverju öðru sem þótti merkilegt að eytt var prentsvertu í að segja frá því. Þannig var það t.d. haft til marks um einmuna
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
89
veðurblíðu fyrri hluta vetrar 1953 að “áhugasamir golfleikarar hafa getað iðkað íþrótt sína á golfvellinum við Öskuhlíð um hverja helgi í allan vetur – sumir á hverjum degi.”Alþýðublaðið 23. janúar 1953, 18. tbl. Það var látið fylgja sögunni að þarna væru menn sem komnir væru af léttasta skeiði, t.d. dr. Halldór Hansen læknir.
unin að gefa hann út sem ársrit. En einnig það reyndist erfiðleikum háð. Farið var að slá árgöngum saman og kom t.d. út eitt blað fyrir árin 1948 – 1952. Barst það inn á golfþingið 1953 og vakti svo mikla athygli þingfulltrúa að það truflaði fundarstörfin meðan þeir voru að fletta og skoða. Á sama þingi var ákveðið að gefa tímaritið ekki út á næsta ári en málefni blaðsins yrðu tekin síðan tekin til endurskoðunar og reynt að hefja sem fyrst reglulega útgáfu. Geta má þess að í fjárhagsáætlun sambandsins fyrir árið 1954 var gert ráð fyrir að tæpum helmingi árstekna GSÍ yrði varið til þess að greiða hallann sem var á útgáfu ritsins 1953.
Stöku sinnum birtust hins vegar greinar í dagblöðunum þar sem sett voru horn í síðu golfíþróttarinnar og mátti ljóst vera að enn töldu margir hana hálfgerða “snobbíþrótt”. Sem dæmi um slíkt má nefna langa grein sem Indriði G. Þorsteinsson, síðar kunnur rithöfundur, skrifaði í dagblaðið Tímann þar sem hann var að agnúast út í áhrifamátt bindindishreyfingarinnar á Íslandi. Með stóra blaðinu 1953 tilkynnti Taldi hann fyrirgang hennar of mikinn og Benedikt S. Bjarnklind að fullráðið betra væri að þeir sem hlut áttu að máli væri að hann mundi ekki framar bera eyddu orku sinni í eitthvað annað. “Þeir Kylfingur kom út eftir langt hlé ættu heldur að leika golf ”, sagði Indriði í árið 1953 og var síðan lagt í hen- veg né vanda af útgáfu flaðsins og væri það óefað báðum fyrir bestu. Taldi greininni og ennfremur lét hann svo umdur Golfklúbbs Reykjavíkur. hann líklegt að tímaritið væri að sofna mælt að golfið væri fáeinum áhugamönsvefninum langa og væri það sennilega num dægrastytting. Indriði G. Þorteinsson: Orðið er frjálst. Tíminn 21. ágúst 1953. Ummæli sem viturlegast þar sem fjárhagslegur grundvöllur virtist ekki vera fyrir hendi. “Með þessum orðum kveð ég svo minn þessi fóru mjög fyrir brjóstið á kylfingum og reyndu þeir kæra Kylfing, sneyptur yfir slæglegri ritstjórn en þó með að halda uppi vörnum fyrir íþróttina. nokkrum söknuði, því að þrátt fyrir allt þykir mér vænt um hann.”Kylfingur 14. – 18. árg. Reykjavík 1948 – 1952, Kylfingur átti erfitt uppdráttar bls. 78. Nánast á hverju einasta golfþingi fór drjúgur tími í að Á stjórnarfundi GSÍ í janúar 1953 greindi forseti samræða málefni Kylfings, tímaritsins sem Golfklúbbur Íslands hóf útgáfu á og Golfsambandið tók síðan yfir. Tí- bandsins frá því að Halldór Þorsteinsson hefði verið maritið hafði ekki aðeins flutt fréttir af mótum og starfinu ráðinn ritstjóri Kylfings Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 21. janúar 1953 en strax á næsta stjórnarfundi í golfíþróttinni heldur einnig birt hverskonar fróðleik og kom fram að Halldór hefði sagt því starfi lausu: “...og verið nánast eini tengiliður kylfinga um allt land og hin skemmtilegasta lesning þegar það var í ritstjórn Benedikts gæti því ekki staðið við loforð um að koma Kylfing út í ár.”Fundargerðarbók Golfssambands Íslands 10. mars S. Bjarklinds sem kunni að slá á létta strengi og búa til 1953. skemmtilegar lýsingar af mótum og mönnum. En þegar frá leið tók rekstur blaðsins að ganga erfiðlega og varð þungur baggi á rekstri Golfsambandsins jafnvel þótt ýmsar leiðir væru reyndar eins og t.d. skylduáskrift félaga golfklúbbanna. Aðaltekjur blaðsins áttu að vera af auglýsingum en þegar frammí sótti reyndist erfitt að afla þeirra. Auglýsendur töldu kylfinga einfaldlega ekki vera eftirsóknarverðan markhóp. Eftir að Golfsamband Íslands tók við Kylfingi var ætl-
90
Eftir þessar hremmingar virðist sem stjórn GSÍ hafi endanlega gefist upp. Útgáfa tímaritsins lagðist af og málefni þess komu ekki til umræðu fyrr en á golfþinginu 1958 er forseti GSÍ tilkynnti að Golfklúbbur Reykjavíkur hefði boðist til þess að taka við útgáfu þess að nýju. Stóðu margir þingfulltrúar upp og lýstu yfir ánægju sinni – ekki með að GSÍ sleppti tímaritinu – heldur því að vonir stæðu til að hefja útgáfuna að nýju. Einróma
Horft austur yfir golfvöll Reykvíkinga frá klúbbhúsinu. Ekki er búið að leggja Kringlumýrarbrautina og mjög strjál byggð þar sem nú er Kringlan og Hvassaleiti.
Ljósmyndari óþekktur. Borgarskjalasafn.
var svohljóðandi ályktun samþykkt á þiningu: “Eftir ósk Golfklúbbs Reykjavíkur samþykkir golfþingið haldið á Akureyri 17. júlí 1958 að afhenda GR aftur útgáfurétt á tímaritinu Kylfingi og heimilar stjórn GSÍ að afhenda GR núverandi eignir Kylfings svo sem myndamót og gamla árganga ritsins.” Þinggerð Golfsambandsins 1958. Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 17. júlí 1958. Golfklúbbur Reykjavíkur hóf síðan útgáfu tímaritsins strax á árinu 1959. “Velkominn heim,” nefndist forystugreinin í fyrsta tölublaðinu og sagði þar að GR vænti þess: “...að enn búi blaðið svo að fyrstu gerð að unnt verði að vekja það til lífs að nýju, og að Kylfingur verði golfíþróttinni sá styrkur, sem hann átti að vera í upphafi og var.”Kylfingur 19. árgangur, Reykjavík 1959, 1. tbl. Bls. 1. Með því að tímaritið var afhent GR varð langt hlé á blaðaútgáfu á vegum Golfsambandsins. Löngu síðar var hún svo tekin upp að nýju af miklum myndarskap. Þótt Golfssambandið ætti ekki digra sjóði var ákvað stjórn þess á árinu 1956 að leggja fram tvö þúsund króna hlutafé í Íþróttablaðið sem Íþróttasamband Íslands var þá að berjast við að gefa út. Mun það fyrst og fremst hafa
verið gert í þeirri von að blaðið myndi auka umfjöllun sína um golfíþróttina. Í þakklætisskyni við stuðninginn við blaðið ákvað ÍSÍ að gefa Golfssambandinu að auki þúsund króna hlut í blaðinu. En Íþróttablaðið barðist í bökkum og um það leyti sem GSÍ lagði því til hlutafé lognaðist útgáfn út af um tíma, þannig að ekki reyndist þessi fjárfesting góð fyrir Golfsambandið. Um nokkurt árabil stóð Íþróttasamband Íslands að útgáfu árbókar íþróttamanna og fékk golfíþróttin þar tilætlað rými. Sáu þeir Þorvaldur Ásgeirsson og Ólafur Gíslason um að skrifa kaflann í bókina og voru þar einkum birt úrslit í mótum.
Vikulöng stækkun golfvallarins í Eyjum Golfklúbbur Vestmannaeyja átti tvítugsafmæli á árinu 1958. Eyjamenn vildu gjarnan minnast afmælisins á veglegan hátt og töldu að það yrði best gert með því að halda Íslandsmótið þar. Einn augljós meinbugur var þó á ráðagerð þeirra. Golfvöllur þeirra var ekki nema sex holur og fyrir lágu samþykktir að Íslandsmótið skyldi fara fram á níu holu velli. Samt sem áður lagði klúbbu-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
91
rinn fram beiðni til GSÍ um að halda mótið og hefur hinn frækilegi sigur Sveins Ársælssonar á Íslandsmótinu 1957 örugglega orðið til þess að styrkja stöðu Eyjamanna bæði heima og hjá GSÍ. Til þess að fjalla um beiðni Vestmannaeyinga var kallað saman aukaþing Golfsambands Íslands, það fyrsta í sögu þess, og var það haldið í Reykjavík 13. febrúar 1958. Af þinggerðinni má marka að mikill áhugi og vilji hefur verið meðal þingfulltrúa að verða við beiðni Eyjamanna en hins vegar ekki talið mögulegt að víkja frá þeirri reglu að spila yrði mótið á níu holu velli. Fram kom hjá fulltrúum Eyjamanna að vonir stæðu til þess að unnt yrði að bæta þremur holum við völlinn fyrir væntanlegt Íslandsmót og þannig uppfylla skilyrði Golfsambandsins. Eftir miklar umræður flutti Ólafur Gíslason, forseti GSÍ, eftirfarandi tillögu sem samþykkt var samhljóða: “Aukagolfþing Íslands haldið í Golfskálanum í Reykjavík 13. febrúar 1958 samþykkir heimild til handa Golfsambandsstjórninni að láta landsmót í golfi og golfþing 1958 fara fram á golfvellinum í Vestmannaeyjum, verði búið að gera þar 9 holu völl, nógu tímanlega að dómi sambandsstjórnar eða fulltrúa hennar.” Fundargerðabók Golfsambands Íslands 13. febrúar 1958. Snemmsumars varð ljóst að tilraunir Vestmannaeyinga til að fá aukið landsvæði fyrir golfvöllinn þar og stækka hann um þrjár holur myndi ekki takast auk þess sem völlurinn var sagður í slæmu ásigkomulagi. Snemma í júní fór á annan tug kylfinga úr Reykjavík til Eyja til þess að prófa völlinn og leika golf við heimamenn. Í framhaldi af þessari ferð fóru fram viðræður milli stjórnar GSÍ og stjórnar klúbbsins í Vestmannaeyjum sem lauk með því að Eyjamenn urðu að játa sig sigraða í bili. Mótið gat ekki farið þar fram en málinu var hins vegar haldið opnu og þeim gefin fyrirheit um Ársæll Ársælsson GV, Jón Svan Sigurðsson GR og Sveinbjörn Guðlaugsson GV í Eyjum þar sem bæjarkeppni Vestmannaeyinga og Reykvíkinga var háð árið 1960. Ljósmyndari óþekktur/Myndasafn Geirs Þórðarsonar.
92
að jafnskjótt og tækist að stækka völlinn yrði Íslandsmót haldið þar. Með mánaðarfyrirvara var ákveðið að halda landsmótið 1958 á Akureyri. Vorið 1959 tókst Eyjamönnum loks að fá fyrirheit landeigenda fyrir skammtímaafnotum af túnum sem voru í næsta nágrenni golfvallarins þannig að þar væri hægt að setja upp þrjár brautir til viðbótar. Þar með var ekkert til fyrirstöðu að landsmótið 1959 færi þar fram. Þegar leið að mótinu kom hins vegar babb í bátinn þar sem ljóst þótti að tímasetning mótsins myndi trufla undirbúning þjóðhátíðarinnar en slíkt þótti ekki góð latína. Var því ákveðið með skömmum fyrirvara að færa mótið fram og hafa það mun fyrr en venja var, eða snemma í júlí.
Kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur á skipi á leið til Eyja árið 1960. Frá vinstri: Sigríður Magnúsdóttir, Jón Thorlacius, Gunnar Þorleifsson, Guðmundur Halldórsson, Jóhann Eyjólfsson, Ólagur Ág.Ólafsson, Anton Ringelberg, Ólafur Loftsson, Jack Brink, Albert Wathne.
Túnin þar sem nýju holunum þremur var komið fyrir fengust leigð í eina viku. Ekki mun klúbburinn Ljósmyndari óþekktur/Myndasafn Geirs Þórðarsonar. hafa þurft að greiða fyrir þau afnot að öðru leyti en því að einn túnei“Að landsmótinu loknu reyndu menn auðvitað að stelast gandinn setti það upp að klúbbfélagar slægju tún hans og til að nota þessar nýju brautir áfram en það voru bændur kæmu töðunni í súrheysturn fyrir mótið. Mikið mæddi á heldur óhressir með. Lá við handalögmálum vegna þessa klúbbfélögum í Eyjum fyrir mótið enda lögðu þeir metog sáu kylfingar sitt óvænna og hypjuðu sig í burtu með nað sinn í að hafa völlinn í sem bestu standi. Þótt margir sitt hafurtask. Menn fengu að njóta þess að hafa níu holu kæmu að verki fóru þar fremstir í flokki bræðurnir Sveinn, völl í eina viku og svo var sú sælan á enda.”Sigurgeir JónsLárus og Ársæll Ársælssynir. son: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár 1938 – 2008, Þótt mörgum þætti það langt og fyrirhafnarsamt ferðalag að fara til Vestmannaeyja þótti kylfingum það kærkomin tilbreyting að reyna með sér á nýjum velli þar og var óvenju góð þátttaka í mótinu. Settu menn það ekki fyrir sig þótt þeir hefðu aldrei leikið á vellinum áður. Ekki spillti það fyrir að keppnisdagarnir þrír voru með bestu dögum sumarsins í Eyjum, sól og hlýtt og vindurinn sem margir aðkomumenn óttuðust að myndi setja strik í reikninginn var innan viðunandi marka. Eftir mótið gerðu kylfingar í Vestmannaeyjum sér vonir um að fá að halda viðbótarholunum þremur a.m.k. um sinn en það varð ekki raunin.
Vestmannaeyjar 2008, bls. 44.
Tryggingamál Eins og fram hefur komið var Golfsambandið fyrsta sérsamband Íþróttasambands Íslands. Þótt það væri fremur fátítt að hjá ÍSÍ væru tekin fyrir mál sem vörðuðu beint golfhreyfinguna þá var GSÍ frá upphafi virkur þátttakandi í starfi ÍSÍ og fulltrúar þess mættu samviskusamlega á þá fundi sem ÍSÍ boðaði til með sérsamböndunum. Oft er tekið fram í fundargerðum að á slíkum samkomum hafi verið tekin fyrir og rædd mál sem komu GSÍ ekki við. Eitt þeirra mála sem var á borði ÍSÍ og golfhreyfingin
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
93
Bandarískir kylfingar í heimsókn á Akureyrarvellinum árið 1958. Meðal gestanna var fræg golfkona, Kay Farrell, þekktur kylfingur og eiginkona John Farrel, fyrrum sigurvegara á Opna bandaríska meistaramótinu. Hópurinn heimsótti einnig vellina í Reykjavík og Hveragerði..
tók upp í framhaldi af umræðum þar voru tryggingamál. Íþróttahreyfingin hafði hafið áróður og baráttu fyrir því að íþróttamenn yrðu tryggðir bæði í keppni og eins fyrir tjóni sem þeir kynnu að valda öðrum. Þótt þess sé hvergi getið að kylfingar hefðu valdið sjálfum sér eða öðrum tjóni var öllum fullljóst að slíkt gæti komið fyrir. Golfvellirnir voru t.d. litlir og þröngir og alls ekki fátítt þá fremur en nú að golfboltarnir flygju aðra leið en þeim var ætlað. Ekki var um samræmdar leiðir ÍSÍ og sérsambandanna í tryggingamálum að ræða né heldur að mögulegt væri að koma á skyldutryggingum. Eina leið Golfsambandsins var því að brýna fyrir aðildarklúbbunum að félagar þeirra fengju sér tryggingu. Leitaði Golfsambandið tilboða frá tryggingafélögum og dreifði upplýsingum um þau til klúbbanna. Allmargir kylfingar keyptu sér tryggingu en hinir voru þó fleiri sem létu slíkt lönd og leið.
bréf þar sem tilkynnt var að til stæði að stofna heimssamband áhugamanna í golfi og í framhaldi af því væri áformað að stofna til sveitakeppni landsliða, einskonar heimsmóts áhugamanna. Að stofnun sambandsins stóðu United States Golf Association annars vegar og The Royal and Ancient Golf Clup of St. Andrews í Bretlandi hins vegar. Og erindi bréfsins var að bjóða Íslendingum aðild að fyrirhuguðum samtökum og þátttöku í alþjóðlegu keppninni. Fram kom í bréfinu að sambandið yrði stofnað á fundi í Washington dagana 2. – 3. maí og væri þess vænst að Íslendingar sendu fulltrúa á fundinn ef þeir hefðu áhuga á því að ganga í sambandið.
GSÍ gerist aðili að alþjóðasamtökum
Þótt vel væri boðið ákvað stjórn Golfsambandsins að afþakka boðið fyrst og fremst á þeirri forsendu að gert var ráð fyrir því að þær þjóðir sem stæðu að stofnun
Í marsmánuði 1957 barst stjórn Golfsambands Íslands
94
Nokkru síðar hafði Pan- American flugfélagið samband við GSÍ og bauð því ókeypis flugmiða ef það hygðist senda fulltrúa á fundinn í Washingon.
heimssambandsins sendu jafnframt sveit í keppni þá sem fram átti að fara í Skotlandi um haustið og að athuguðu máli voru stjórnarmenn sammála um að Íslendingar myndu lítið erindi eiga í keppnina: “...þar sem vitað er að aðrar þjóðir hefðu snillings golfleikara til að senda til leiks.” Fundarðgerðarbók GSI 15. apríl 1958. Á golfþinginu árið 1958 kom þetta mál til umræðu og sýndist sitt hverjum. Fór þó svo að þingið samþykkti ályktun þess efnis að stjórninni væri heimilt að senda lið til keppninnar ef hún teldi slíkt mögulegt. Þinggerð golfþings 1958. Fundargerðarbók GSÍ. 17. júlí 1958.
Fjórir Íslandsmeistarar valdir í “landsliðið” Í júlímánuði 1958 komu nokkrir ágætir bandarískir kylfingar í heimsókn til landsins, sýndu listir sínar og léku nokkrar hringi með íslenskum kylfingum. Þeir töldu að Íslendingar ættu erindi í alþjóðakeppnina og hvöttu stjórn GSÍ til að senda sveit til næsta móts sem einnig átti að fara fram í Skotlandi. Um svipað leyti barst stjórninni einnig bréf frá alþjóðasamtökunum, World Amateur Golf Council, þar sem ítrekað var boð til Íslendinga um að gerast aðili að þeim og taka þátt í mótinu. Á stjórnarfundi í GSÍ 7. ágúst 1958 var ákveðið að stinga sér til sunds í djúpu laugina, gerast aðilar að samtökunum og senda keppnendur til Skotlands. Var það ekki síst gert vegna þess að bandarísku gestirnir höfðu fullvissað stjórnarmenn um að keppnin í Skotlandi snerist ekki endilega um sigur og verðlaun heldur ekki síður um það að kylfingar hvaðanæfa úr heiminum kynntust, efldu tengsl sín og vináttu.
var skammur ákvað stjórnin að velja þá fjóra sem orðið höfðu Íslandsmeistarar á árunum 1954 – 1958. Þeir voru: Hermann Ingimarsson GA sem varð golfmeistari Íslands 1955, Ólafur Ág. Ólafsson, GR er varð golfmeistari 1954 og 1956, Sveinn Ársælsson, GV, meistari ársins 1957 og nýbakaður Íslandsmeistari ársins 1958, Magnús Guðmundsson, GA. Allir gáfu þeir kost á sér til fararinnar. Golfsamband Íslands var ekki aflögufært að fjármagna ferðina en tókst að kría út styrki bæði hjá Íþróttasambandi Íslands og Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meginhluta ferðakostnaðarins urðu þátttakendur hins vegar að greiða sjálfir. Umræddir fjórir einstaklingar verða að teljast fyrsta golflandslið Íslands og voru fyrstu Íslendingarnir sem kepptu á erlendri grund eftir ferðina miklu sem farin var til Norðurlandanna árið 1946.
Sóttu ekki gull né græna skóga á St. Andrews Á þessum árum þótti þátttaka Íslendinga í íþróttamótum erlendis yfirleitt frásagnarverð. Svo hefði líka átt að vera um þessa fyrstu utanferð íslensks golflandsliðs bæði vegna
Á næsta stjórnarfundi GSÍ, snemma í september 1958, var aftur fjallað um málið en þá lá fyrir staðfestingarbréf frá W.A.G.C. um að Ísland væri orðið fullgildur aðili að samtökunum og rukkun fyrir árgjaldi, 50 Bandaríkjadalir, sem þótti að vísu nokkuð há upphæð. Og á fundinum var ákveðið hverjir skyldu skipa íslensku sveitina í Skotlandsferðinni: “... Og var það einhuga álit allrar stjórnar að velja þá menn er líklegastir voru til að ná bestum árangri.” Fundargerð Golfsambands Íslands 4. septemer 1958. Þegar kom að vali keppenda kom til álita að halda úrtökumót en þar sem tíminn til stefnu
Útsíður á skorkorti Shangri la golfklúbbsins, en völlurinn var staðsettur í nágrenni Sandgerðis, þar sem Kirkjubólsvöllur er nú.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
95
þess að um einskonar heimsmeistaramót var að ræða og það fór fram í Mekka golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. En ekki var eytt mikilli prentsvertu í að fjalla um för fjórmenninganna og um árangur þeirra. Svo sem vænta mátti var hann heldur slakur og voru þó aðstæður á keppnisstað svipaðar því og kylfingar áttu að venjast á Íslandi – rok og rigning alla dagana. Keppnisfyrirkomulagið var þannig að leiknar voru 72 holur á fjórum dögum eða 18 holur á dag og lagður saman höggafjöldi þriggja bestu leikmanna sveitanna. Sú sveit sem náði besta skori samanlagt taldist sigurvegari og heimsmeistari áhugamanna. Úrslit keppninnar urðu þau að Bandaríkjamenn og Ástralar urðu janir og léku sveitir þeirra á 918 höggum samtals. Fór fram 18 holu úrslitakeppni milli þeirra og unnu þá Ástralir með tveimur höggum. Þótt ekki hafi tekist að hafa upp á staðfestum úrslitum keppninar mun hafa farið svo að Íslendingar ráku lestina. Lék íslenska sveitin samtals á 1084 höggum. Til samanburðar má nefna að Svíar sem voru í sérflokki Norðurlandaþjóðanna léku á 957 höggum Finnar voru á 1047 höggum og Norðmenn voru á 1040 höggum, þannig að íslenska sveitin var ekki langt á eftir þeim. Bestum árangri Íslendinganna náði Magnús Guðmundsson sem varð í 32. sæti af þeim 120 einstaklingum sem tóku þátt í keppninni. Söguleg eftirmál Skotlandsferðarinnar En þátttaka Íslendinganna átti sér töluverðan eftirmála og varð eitt af aðalmálum golfþingsins sem haldið var í Vestmannaeyjum sumarið 1959. Ástæðan var alvarlegt agabrot eins keppandans en því máli lauk með því að hann var síðar dæmdur í keppnisbann út árið 1959. Sá sem hlut átti að máli var Hermann Ingimarsson frá Akureyri. Hermann var framúrskarandi íþróttamaður – einn af bestu skíðamönnum landsins um árabil, knattspyrnumaður góður og Íslandsmeistari í golfi árið 1955. En eins og oft fyrr og seinna fer gæfa og gjörvileiki ekki alltaf saman. Ljóst má vera af gögnum málsins að Hermann hefur átt við alvarleg áfengisvandamál að etja og átt erfitt með að hemja sig í Skotlandsferðinni. Strax og heim var komið gerðu hinir keppendurnir þrír stjórninni grein fyrir vandamálum sem upp komu í ferðinni en ætlunin mun hafa verið að láta við það sitja. Á þinginu
96
í Eyjum flutti Magnús Guðmundsson skýrslu um ferðina og fjallaði þar ekki um agabrot Hermanns. Nokkrir þingfulltrúar tóku hins vegar málið upp og kröfðust aðgerða af hálfu sambandsins. Urðu miklar umræður og tengdust þær m.a. lögum Golfsambandins og íþróttahreyfingarinnar og forræði í málum sem þessum. Varð niðurstaðan sú að Magnús Guðmundsson gæfi stjórninni skriflega skýrslu um ferðina. Lá hún fyrir í janúar 1959 og var undirrituð af honum og þeim Sveini Ársælssyni og Ólafi Ág. Ólafssyni. Töldu þeir að framferði Hermanns í ferðinni hefði ekki aðeins spillt ánægju af henni heldur einnig orðið til þess að árangurinn varð undir væntingum m.a. vegna þess að þremenningarnir urðu stöðugt að vakta hann og koma í veg fyrir að aðrir keppendur yrðu varir við ástand hans. Stjórn GSÍ tók skýrsluna alvarlega. Ætlunin var að skjóta málinu til héraðsdómstóls Íþróttabandalags Akureyrar en hann reyndist þá ekki starfandi og urðu lyktir mála þær að stjórnin ákvað að gefa út bráðabyrgðarúrskurð og dæma Hermann í keppnisbann til áramóta 1959. Þótt málarekstur þessi þætti bæði erfiður og leiðingur var talið óhjákvæmilegt að taka málið föstum tökum og eftir atvikum þótti úrskurður stjórnarinnar ekki óréttlátur. Þess má geta að Hermann Ingimarsson fórst af slysförum í Vestmannaeyjum 21. júní 1974. Um árabil hélt Golfklúbbur Borgarness minningarmót um hann og var keppt þar um bikar sem frændi Hermanns, Sigurður M. Gestsson, gaf til hennar en Sigurður var um árabil einn af fræknustu kylfingum Borgarnessklúbbsins.
Kylfingar hleypa heimdraganum Þótt ferðin til St. Andrews væri eina skipulagða keppnisferðin sem íslenskir kylfingar fóru í til útlanda á sjötta áratugnum færðist það í vöxt að íslenskir kylfingar sem ferðuðust til útlanda hefðu golfbúnað sinn meðferðis og reyndu að leika hring og hring ef færi gafst. Haustið 1953 þótti það í frásögur færandi að kylfingar leigðu Gullfaxa sem þá var stærsta flugvél Íslendinga og fóru í hópferð til Skotlands. Þótt ferðin þætti nokkuð dýr seldist upp í hana á augabragði og var það sextíu manna hópur sem lagði í ferðina föstudaginn 2. október. Golfklúbbur Reykjavíkur hafði frumkvæðið að ferðinni og skipulagði hana en kylfingar annars staðar að af landinu voru þó í hópnum. Farið var frá Reykjavík á föstudagskvöldi og flogið til Prestvíkur. Í bítið morguninn eftir hófu íslensku kylfingarnir svo leik á tveimur völlum í nágrenninu og undu þar
Fyrsti landsliðshópurinn en hann tók þátt í Heimsmeistaramóti áhugamannaliði, St. Andrews trophy árið 1958. Í liðið voru valdir Íslandsmeistarar undanfarinn fjögurra ára. Frá vinstri: Magnús Guðmundsson (1958), Ólafur Ágúst Ólafsson (1956), Hermann Ingimarsson (1955) og Sveinn Ársælsson (1957).
glaðir við sitt fram á sunnudagskvöld er haldið var heim á leið. Þótti þetta einstakt tækifæri til að leika á gömlum og grónum völlum en annar völlurinn sem kylfingarnir höfðu til afnota var sagður 103 ára. “Veður var hið fegursta, sólskin og 15 stiga hiti. Leikið var golf frá morgni til kvölds á laugardag og sunnudaginn allan og þótti flestum of stuttur tími, þegar kylfur voru teknar saman til heimferðar.” Tíminn 7. október 1953. 37 árg. Segja má að ferð þessi hafi verið upphafið að skipulögðum golfhópferðum til útlanda sem síðan hefur verið efnt til í ríkum mæli.
Varúð í samskiptum við varnarliðsmenn
Samskipti íslenskra kylfinga við útlendinga og keppni við þá var afskaplega fyrirferðarlítil á sjötta áratugnum. Í golfferðunum til útlanda léku Íslendingar hver við annan og kynntust því lítið öðrum kylfingum. Helst var að varnarliðsmenn af Keflavíkurflugvelli slægjust í hópinn og lékju hring og hring við íslenska kylfinga þótt ekki færi slíkt hátt af þeirri ástæðu að ekki var vel séð af sumum að mikil samskipti væri höfð við þá. Íþróttasamband Íslands lét samskiptin við varnarliðsmenn raunar til sín taka og efndi til fundar þar sem fjallað var um afstöðu ÍSÍ til kappleikja milli íþróttafélaganna og varnarliðsins og sat forseti Golfsambandsins þann fund.Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 10. mars 1953. Þótt augljós áhugi
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
97
Ljósmynd sem tekin var í heimsókn erlendra kylfinga á völlinn við Þórunnarstræti á Akureyri. Kylfingurinn í aftursveiflunni og sá lengst til vinstri eru erlendir og nöfn þeirra ekki þekkt. Með þeim eru Sigtryggur Júlíusson og Árni Ingimundarson. Byggingin til vinstri á myndinni er hús Menntaskólans. Myndasafn Golfklúbbs Akureyrar.
væri á að hafa íþróttaleg samskipti við varnarliðsmenn var það óskrifuð regla að fara varlega í þeim efnum þannig að íþróttahreyfingin ýtti ekki undir þær ýfingar sem voru meðal landsmanna vegna veru varnarliðsins í landinu. En meðal varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli voru margir áhugasamir og góðir kylfingar. Þeir komu sér upp æfingaaðstöðu á varnarsvæðinu en ekki fer miklum sögum af því hvar og hvernig það var í fyrstu. Liður í því að gera vist hermanna á útkjálkaherstöðvum bærilega var að senda til þeirra skemmtikrafta, kennara og þjálfara og fyrir kom að þekktir bandarískir kylfingar kæmu í heimsókn til Keflavíkurflugvallar. Árið 1955 komu t.d. þangað tveir kylfingar sem þóttu mjög frambærilegir. Al Houghton og Roger Peacock hétu þeir og höfðu golfkennslu að atvinnu. Þetta var tækifæri sem íslenskir kylfingar gátu ekki látið
98
ónotað og voru Bandaríkjamennirnir fengnir til þess að halda golfsýningu á svæði Golfklúbbs Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni og einnig var þá efnt til keppni milli félaga í GR og varnarliðsmanna. Íslendingarnir sem tóku þátt í keppninni voru Hörður Ólafsson, Ólafur Ág. Ólafsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Jóhann Eyjólfsson, Ingólfur Isebarn, Albert Guðmundsson og Þorvaldur Ásgeirsson. Ekki fer sögum af úrslitum keppninnar en víst er að íslensku kylfingunum fannst það mikil tilbreyting að fá útlendinga til að keppa við. Morgunblaðið 9. júlí 1955. Að sýningu og keppni lokinni í Reykjavík hélt hópurinn til Akureyrar og fékk þar einnig góðar viðtökur og athygli. Fór fram holukeppni milli varnarliðsmannanna og Akureyringa sem lyktaði með sigri þeirra fyrrnefndu 23,5 vinningum gegn 19,5 vinningum. Morgunblaðið 15. júlí 1955.
Árið 1958 kom hópur bandarískra kylfinga, bæði konur og karlar, til landsins og var tilefnið sagt opnun æfingasvæðis golfleikara á Keflavíkurflugvelli. Það svæði var á þeim slóðum þar sem seinna var golfvöllurinn í Sandgerði og kölluðu Bandaríkjamennirnir það “Shangri La”. Heimsótti hópurinn klúbbana í Reykjavík, Akureyri og í Hveragerði, hélt sýningar og keppti við heimamenn. Voru þetta aufúsugestir og töldu kylfingar mikið hægt af þeim að læra. Sagði Kylfingur m.a. svo frá: “Á golfsýningunni í Reykjavík voru sýnd allskonar högg, bein, húkkuð og slæsuð (viljandi), grip o.fl. sem gaman var sjá og sýndi mikla leikni sýnenda. En hætt er við vegna þess hve margt var þarna sýnt, að megnið af þessu gleymist, en eitthvað situr samt eftir. “Kylfingur 19. árg. 1. tbl., Reykjavík 1959. Af þessu tilefni fjallaði blaðið einnig um samskiptin við varnarliðsmenn og sagði: “Í sambandi við heimsókn þessa er rétt að benda á hina góðu samvinnu sem verið hefur milli Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og íslenskra (aðallega Reykvískra) kylfinga frá fyrstu tíð, sum árin meiri, önnur minni, og einna mest nú í ár. Þessi samskipti eru þau einu er við höfum möuleika á við erlenda golfleikara, að minnsta kosti flestir okkar, og eru þau okkur meira virði en menn ef til vill hyggja.” Sama heimild. Varnarliðsmenn höfðu einnig samskipti við Vestmannaeyinga. Árið 1958 hófu þeir heimsóknir þangað og endurguldu Eyjamenn þær síðan árið eftir og var þá leikið á æfingavellinum við Sandgerði. Héldust slík samskipti í nokkur ár.
Hefðbundið starf golfklúbbanna Fyrri hluta sjötta áratugarins má segja að allt hafi verið í föstum skorðum hjá stóru golfklúbbunum þremur í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Félagatala þeirra var svipuð frá ári til árs. Golfklúbbur Reykjavíkur var langstærstur en í honum voru um 240 – 250 manns en félagatala klúbbanna í Vestmannaeyjum og á Akureyri var svipuð, rösklega 60 félagar. Um eða innan við 20 manns voru í klúbbunum í Hveragerði og Hellu meðan þeir störfuðu. Auk þess sem allir klúbbarnir héldu uppi ýmisskonar þjónustu fyrir félaga sína var mótahald þeirra með hefðbundnu sniði. Voru þar meistaramót klúbbanna viðamest svo og firmakeppnir en fyrir utan félagsgjöld voru þær aðaltekjulind klúbbanna og auðséð á öllu að mikil áhersla var lögð á að fá fjölmiðla til þess að greina frá úrslitum þeirra. Sigurgeir Jónsson segir frá því í bók
sinni um Golfklúbb Vestmannaeyja að þar í bæ hafi sá háttur verið hafður á til að laða menn til þátttöku (og fjárstuðnings) í firmakeppninni með því að viðkomandi fékk boðsmiða á árshátíð Golfklúbbsins sem þótti ein stærsta skemmtunin í Eyjum sem enginn vildi missa af. (Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár 1938 – 2008, Vestmannaeyjum 2008, bls. 62) Stöðugt freistuðu klúbbarnir þess að fá meira landsvæði fyrir velli sína en höfðu þar ekki erindi sem erfiði. Þá var einnig reynt að betrumbæta og stækka húsnæði klúbbanna en upp úr 1950 fóru golfkerrur að ryðja sér til rúms og öðluðust miklar vinsældir á skömmum tíma. Þótti kylfingum það mikið framfaraspor að þurfa ekki að bera kylfupoka sína á bakinu þegar þeir voru að spila. Sá galli var hins vegar á gjöf Njarðar að kerrurnar voru fyrirferðarmiklar. Tiltölulega fáir áttu bíla á þessum árum og því ekki hægt að flytja kerrurnar með sér til og frá golfvöllunum á þann hátt. Var reynt að finna afdrep í skálunum til þess að geyma kerrurnar.
Reykvískum kylfingum vísað út í óbyggðir Golfvöllur Golfklúbbs Reykjavíkur í og við Öskjuhlíðina komst smátt og smátt í gott horf enda lögðu félagar í klúbbum sig fram um að bæta hann og laga. Golfskálinn var líka hið veglegasta húsnæði og rúmaði vel þá starfsemi sem þar þurfti að fara fram. Eftir atvikum gátu GR-ingar því unað bærilega sáttir við sitt. Það helsta sem angraði þá var að hluti vallarins var nokkuð blautur á vorin og fyrri hluta sumars, þótt mikið hefði verið gert til þess að ræsa og þurrka svæðið. Upp úr 1950 tók Reykjavík mikinn vaxtarkipp. Ný hverfi tóku að rísa. Hörð barátta var fyrir því að útrýma herbraggahverfunum og finna íbúum nýja bústaði þar sem braggarnir þóttu heilsuspillandi. Almenn velmegun fór vaxandi sem þýddi það að fólk hafði mun meiri möguleika en áður til þess að festa sér kaup á húsnæði. Miklu fleiri en áður fóru einnig að stunda það sem kallað var framhaldsnám og var t.d. aðsókn að Menntaskóla Reykjavíkur slík að þar komust færri að en vildu. Það kom svo sem fyrir að kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur voru minntir á hve stutt var í þéttbýlið. Oftsinnis prílaði fólk yfir girðingar í kringum völlinn og fékk sér góðan göngutúr á grasi grónum brautunum. Og eitt sinn gerðist það á góðum sumardegi þegar margir kylf-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
99
ingar voru við leik á vellinum að óvæntur þytur heyrðist í lofti og fyrr en varði kom vængmikil flugvél og settist á eina brautina. Út úr henni stigu tveir menn og báðust afsökunar á ónæðinu. Þarna var um að ræða svifflugvél sem átti að draga frá Reykjavíkurflugvelli upp á Sandskeið en hún varð rétt komin á loft þegar spottinn milli hennar og vélflugvélinnar slitnaði og menn sáu sér þann kost vænstan að steypa sér niður á golfvöllinn. “Innan skamms var komið með flutningavagn að golfvellinum, svifflugan sett á hann, haldið niður á Reykjavíkurflugvöll en síðan þegar í stað lagt upp í aðra ferð með sterkara dráttarbandi. Gekk flugið vel úr því upp á Sandskeið.”Morgunblaðið 17. júlí 1951. Þörfin á byggingarlandi í Reykjavík varð því á fáum árum allt önnur en verið hafði. Borgaryfirvöld litu í kringum sig og eitt þeirra svæða sem tvímælalaust varð ofarlega á blaði hjá þeim var hluti þess svæðis sem Golfklúbbur Reykjavíkur hafði yfir að ráða. Þegar á árinu 1950 var farið að huga að auknu húsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík og var í fyrstu ætlunin að reisa nýbyggingar í næsta nágrenni gamla skólans. Athuganir leiddu fljótlega í ljós að slíkt yrði alltof kostnaðarsamt – kaupverð lóða í grennd við skólann myndi velta á milljónum og þá voru byggingarframkvæmdir eftir.
Þegar til átti að taka reyndist ekki unnt að fá umrætt land í Breiðholtinu. Því varð að leita enn lengra. Fyrir valinu varð svæði sunnan Gafarholts sem segja mátti að væri í óbyggðum á þessum tíma. Og þótt það væri hrjóstrugt og lítt árennilegt fyrir golfvöll varð Golklúbbur Reykjavíkur að gera sér það að góðu. Þegar klúbburinn fékk landið
Teikning af nýju klúbbhúsi í Grafarholti. Smíði hans dróst nokkuð vegna peningaleysis en neðri hæðin var tekin í notkun árið 1964.
Velja varð nýjum menntaskóla stað. Og fyrir valinu varð svæði við svokallaða Litluhlíð, rétt í jaðri golfvallar GR. Lóðin sem skólinn fékk var um fjórir hektarar og byggingin sjálf skyldi vera um 1800 fermetrar. Framkvæmdir hófust 15. september árið 1953. Þarna reis svo Menntaskólinn í Hamrahlíð. Og þótt skólahúsið færi ekki inn á vallarsvæði Golfklúbbsins voru þetta fyrstu augljósu merki þess að senn færi að þrengja að vellinum og að borgaryfirvöld tækju landsvæði hans undir byggingar, fyrr eða síðar.
Og það kom líka að því. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík tilkynntu klúbbnum að borgin þyrfti á að halda meginhluta þess landsvæðis sem völlurinn var á. Finna þyrfti vellinum annan stað og þá til frambúðar. Þetta þýddi ekki nema eitt – nýi völlurinn yrði að vera svo fjarri borgarbyggðinni að hann truflaði ekki byggingaráform næstu framtíðar. Það svæði sem helst þótti koma til greina var í landi jarðarinnar Breiðholts. Var fjallað um það í borgarráði Reykjavíkur að útvega klúbbnum þar um 40 hektara
100
landsvæði þannig að hann gæti með sæmilegum móti komið sér upp 18 holu golfvelli. Jafnframt voru gefin fyrirheit um að borgarsjóður myndi veita klúbbnum einhvern fjárhagslegan stuðning, einskonar skaðabætur, fyrir að láta landið í Öskjuhlíðinni af hendi.
hefur sennilega ekki nokkurn mann órað fyrir því sem framundan var við að koma þarna upp nothæfum golfvelli. “Í sjálfu sér er þetta sjálfsagt eitt alversta land sem hægt er að undir golfvöll. Það má segja að enn sé verið að ryðja land því vallarstarfsmenn taka hér upp á hverju ári um 150 – 200 steina sem koma upp úr brautunum. Og við erum að tala um hnullunga. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið einhver illkvittni hjá bæjarstjórninni að senda menn hingað upp í urðarholtið til að hreinlega deyja drottni sínum. Það var nú bara dagleið að fara hingað uppeftir.” Jón Pétur Jónsson formaður GR í viðali í tilefni 75 ára afmælis GR. Morgunblaðið 19. júní 2009. En það verður ekki af GR – ingum skafið að þeir hófust þegar handa og tókust á við þetta verkefni sem heita mátti óviðráðanlegt. Og stórhugur stjórnaði för. Til þess að sem best væri staðið að verki fékk klúbburinn sæn-
Reykvískir kylfingar komnir með létt verkfæri í hönd á nýju svæði félagsins í Grafarholti, haustið 1958 Frá vinstri: Guðmundur Halldórsson ásmt syni sínum Jóhanni Óla, Jóhann Eyjólfsson með sonum sínum Eyjólfi og Markúsi, Sigurjón Hallbjörnsson, Guðlaugur Guðjónsson, Jón Thorlacius með Árna syni sínum og Gunnar Þorleifsson. Ljósmyndari óþekktur/Borgarskjalasafn.
skan arkitekt, Nils Skjöld að nafni til þess að koma og skipuleggja völlinn en Skjöld þessi hafði fengist við slík verkefni í heimalandi sínu og kunni því til verka. Sænskt fyrirtæki sem fékkst við skipulagsmál, R. Sundblom & Co., var síðan fengið til þess að útfæra og teikna svæðið og nýjan golfskála sem þarna átti að reisa. Þegar teikningar af vellinum lágu fyrir og hefjast átti handa urðu strax ljón á veginum. Þótt sænski arkitektinn hefði gengið um svæðið og skoðað það var augljóst að ekki yrði hægt að fara eftir teikningum hans að öllu leyti. Þar sem sumar brautirnar áttu að liggja var slík urð og grjót að ekki var viðlit að leggja þar brautir og að auki kom í ljós að skiki þar sem ein brautin átti að liggja var í einkaeign og reyndist eigandi hans ófánlegur til að selja nema gegn alltof háu verði að mati GR- manna. Þurfti því að færa tvær brautir til frá upphaflegri teikningu og einnig þurfti að velja fyrirhugðu klúbbhúsi annan stað en gert var ráð fyrir. Einnig kom í ljós að svæðið sem völ-
lurinn var teiknaður á reyndist vera 60 hektarar en ekki 40 eins og samningurinn við Reykjavíkurborg kvað á um. Leitaði GR til bæjarráðs Reykjavíkur sem brást vel við og veitti umbeðna stækkun þegar í stað. Fyrsta verkefnið við undirbúning vallargerðarinnar var að girða landið af. Þegar girðingarvinnan var hafin reyndist útilokað að koma girðingunni fyrir á ákveðnu svæði vegna halla í landinu og því var aftur leitað til bæjarráðs og beðið um að fá landið stækkað um 4 hektara. Reyndist það líka auðsótt þannig að heildarsvæðið sem GR fékk undir völlinn var um 70 hektarar.
Framkvæmdir voru erfiðleikum bundnar Framkvæmdir við að leggja brautir hófust í júlí 1958. Stefnt var að því að ljúka gerð vallarins þannig að hann yrði leikhæfur á tveimur árum þannig að taka þurfti til hendinni. Fengnar voru jarðýtur og önnur stórvirk tæki
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
101
til þess að ryðja grjóti af fyrirhuguðum brautum og gekk það verk svo vel að því var lokið seinni hluta septembermánaðar. Var send herkvaðning til GR félaga að koma á svæðið til þess að hreinsa það grjót úr brautunum sem ýturnar höfðu skilið eftir. “Síðan þarf að lagfæra teiga og brautir undir sáningu. Ef við erum samhentir mun okkur takast að ná settu marki: að leika á nýja vellinum sumarið 1960, en þá þarf meira en tómstundir eins manns, jafnvel þó þeim sé öllum fórnað fyrir þetta mál.”Kylfingur 19. árg. Reykjavík 1959, 1. tbl. Margir brugðust vel við og lögðu fram mikla sjálfboðaliðsvinnu ekki bara þetta haust heldur einnig næstu árin enda reyndist verkefnið miklu meira en leit út fyrir í fyrstu. Löngu eftir að brautirnar voru orðnar grasi grónar lyfti frostið grjótinu upp í gegnum svörðinn og var það árvisst vorverkefni GR félaga að fara um völlinn og freista þess að hreinsa hann. Fyrstu kostnaðaráætlanir við vallargerðina gerðu ráð fyrir að heildarkostnaður við hana yrði á bilinu 500 – 600 þúsund krónur en vegna umfang verksins kom fljótt í ljós að kostnaðurinn yrði margfalt meiri. Fjárhagslega létti það nokkuð á að sumarið 1958 festi Reykjavík kaup á golfskála GR í Öskjuhlíðinni og greiddi fyrir hann 600 þúsund krónur, auk þess sem ákveðið var að bærinn
veitti GR sérstakan stuðning vegna vallargerðarinnar í Grafarholtinu að upphæð 100 þúsund krónur. Fyrst eftir að Reykjavíkurborg tók við golfskálanum var rekið þar æskulýðsheimili. Fljótlega kom einnig í ljós að fara myndi fjarri að Grafarholtsvöllurinn yrði leikhæfur árið 1960. Þótti skynsamlegast setja nýja stefnu í framkvæmdunum, leggja áherslu á að ljúka níu holu velli og láta drauminn um 18 holu völl bíða betri tíma.
Akureyringar sjá fram á vandræði Á svipuðum tíma og Reykvíkingar voru að undirbúa sig fyrir að yfirgefa Öskjuhlíðina stóðu Akureyringar líka í stórræðum. Völlur þeirra laut svipuðum lögmálum – var nærri byggðinni sem þrengdi að honum smátt og smátt. Haustið 1956 urðu töluverð spjöll á vellinum vegna vatnsveituframkvæmda á vegum Akureyrarbæjar og þótt bærinn reyndi að bæta klúbbnum skaðann varð völlurinn ekki samur og jafn sumarið eftir. Var ekki nema eðlilegt að landamál klúbbsins kæmu til umræðu á aðalfundi hans 1957 en þar var rætt um að líkur væru á því að
Púttað á gamla vellinum við Þórunnarstræti á Akureyri. Eyjamaðurinn Sveinn Ársælsson er fremstur á myndinni.
Ljósmynd: Óþekktur/Ljósmyndasafn Golfklúbbs Akureyrar.
102
Nokkrir af bestu kylfingum landsins. Ólafur Bjarki Ragnarsson, Leifur Ársælsson, Óttar Yngvason og Birgir Sigurðsson,. Ljósmyndari óþekktur./Golf á Íslandi júní 2002.
fyrr eða síðar kæmi að því að bærinn tæki völlinn undir íbúðarhúsalóðir. Urðu menn að vera viðbúnir slíku og þegar sænski golfvallarhönnuðurinn kom til þess að veita Reykvíkingum aðstoð notuðu Akueyringar tækifærið, fengu hann til þess að koma norður og skoða þau svæði sem helst þóttu koma til greina ef svo illa færi að klúbburinn missti svæðið við Þórunnarstræti. Jóhann Þorkelsson sem kosinn var formaður GA á aðalfundi klúbbsins 1958 lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að ræða við skipulagsstjóra ríkisins um skipulagsmál Akureyrar og kom fram í þeim viðræðum að skipulagsstjórinn var andvígur því að svæði klúbbsins yrði tekið undir íbúðabyggingar. Frímann Gunnlaugsson, Gylfi Kristjánsson: Golfklúbbur Akueyrar 50 ára. Akureyri 1985, bls. 63. Það varð líka til þess að létta brún GA manna að boð barst frá bæjarstjóra Akureyrar um að klúbburinn gæti fengið land til viðbótar, sunnan vallarins. Var það vitanlega þegið með þökkum og ákveðið að koma þar upp tveimur nýjum brautum en með þeirri framkvæmd var líka hægt að lengja fjórar aðrar brautir vallarins. Meðan unnið var að þeim framkvæmdum barst stjórn klúbbsins óvænt fundarboð frá skipulagsnefnd Akureyrar. Á þeim fundi var golfklúbbsmönnum tilkynnt að allt land golfklúbbsins yrði tekið undir byggingarlóðir og því væri þeim fyrir bestu að fara að huga að öðru framtíðarsvæði fyrir starfsemi sína. “Jóhann Þorkelsson mótmælti því harðlega að völlurinn yrði tekinn af golfklúbbunum og
kvað það eindregin tilmæli meirihluta klúbbfélaga að völlurinn yrði tekinn inn á skipulag bæjarins sem golfvöllur og ekkert annað!”Sama heimild. En ákvörðun skipulagsyfirvalda varð ekki breytt. Það var þó huggun í harmi að séð var fram á að völlurinn yrði ekki tekin af klúbbnum næstu árin og því gæfist tími til þess að huga að nýju svæði og byggja það upp. Tveir staðir komu einkum til greina. Annars vegar svæði í landi Krossaness, norðan Glerárhverfisins og hins vegar í landi býlisins Jaðars ofan byggðarinnar. Út af fyrir sig þóttu báðir þessir kostir bærilegir en vitað mál að þótt klúbburinn fengi einhvern stuðning frá bænum til nýrrar golfvallargerðar yrði hann sjálfur að standa straum af kostnaðinum að verulegu leyti.
Þjóðhátíðargestir hafðir í fyrirrúmi í Eyjum Og úti í Vestmannaeyjum glímu GV menn líka við erfið vandamál. Völlur þeirra var aðeins sex holur og þótt tækist að stækka hann í níu holu völl meðan á landsmótinu 1959 stóð var engin von til þess að fá til frambúðar það land sem þá fékkst til afnota. Við raunir golfklúbbsmanna bættist líka að golfvöllur þeirra varð nánast óleikhæfur einn mánuð á ári og fór þá undir þjóðhátíð Eyjamanna. Þótt hún væri þá ekki eins umfangsmikil og síðar varð þurfti drjúgan tíma við undirbúning hennar og síðan tiltekt að henni lokinni. “Aldrei var heldur hægt að tala
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
103
um sátt og samlyndi milli kylfinga og þeirra sem sáu um þjóðhátíðina, báðum aðilum þótti vera gengið á sinn hlut og gengu ásakanir um yfirgang og frekju oft milli manna. Yfir þjóðhátíðina var að sjálfsögðu ekki hægt að iðka golf og svo tók sinn tíma að fjarlægja skreytingar og annað úr Dalnum að hátíð lokinni.”Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár. Vestmannaeyjar 2008, bls. 47. Kylfingum í Vestmannaeyjum var því fullljóst að til þess að íþróttin ætti sér einhverja framtíð í bæjarfélaginu þurfti að finna nýja lausn á vallarmálunum. En hún blasti engan veginn við.
Þrír forsetar GSÍ á áratugnum
í Reykjavík kjörinn í hans stað. Má segja að þeir Þorvaldur og Ólafur hafi haft hlutverkaskipti. Ólafur hafði verið formaður Golfklúbbs Reykjavíkur á árunum 1949 til 1953 en við því embætti tók Þorvaldur árið 1956 og var formaður til ársins 1958 og svo aftur formaður GR á árunum 1962 – 1966.
Rok og rigning fylgifiskur Íslandsmótanna Sem fyrr greinir eru ekki til miklar frásagnir eða lýsingar á keppni Íslandsmótsins. Tæpast að blöðin segðu frá úrslitum hvað þá meira. Jafnvel innanfélagsmót í frjálsum íþróttum fengu meiri umfjöllun. Golfþing voru jafnan haldin daginn áður en Íslandsmótið hófst. Þinggerðir þeirra eru ítarlega bókaðar en sjaldnast getið um úrslit í mótinu sjálfu. Golfsambandið hélt raunar kappleikjabók en einnig þar eru upplýsingar af skornum skammti. Í einu ber þeim fátækulegu frásögnum um mótin sem til eru saman um: Þótt mótið færi fram um miðjan júlí þegar veður á að vera einna skást á Íslandi vildi svo til að í mörgum tilvikum var vont veður þá daga sem mótið stóð. Rok eða rigning og stundum hvorutveggja.
Á ellefta þingi Golfsambands Íslands sem haldið var á hótel KEA 17. júlí 1952 lýsti Helgi H. Eiríksson yfir því að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem forseti Golfsambandsins, en því embætti hafði hann gegnt frá stofnun sambandsins eða í áratug. Þótt ekkert sé bókað um það í fundargerðarbókum sambandsins mun Helgi hafa verið búinn að ræða þessa ákvörðun við félaga sína í stjórn Golfsambandsins og við forystumenn Golfklúbbs Reykjavíkur en ákvæði voru um það Golf eða ekki golf í lögum sambandsins að forseti GSÍ skyldi eiga búsetu í Reykjavík. ÞingSumarið 1952 sögðu fjölmiðlar þau forseti þingsins á Akureyri, Gunnar tíðindi að búið væri að opna nýtt íþrótSchram, flutti Helga þakkarræðu við tasvæði, golfvöll, á Klambratúninu við þetta tækifæri og tók þingheimur Rauðarárstíg, inni í miðri Reykjavík. undir með miklu lófataki. Þegar Helgi Raunar var sagt að golfvöllur þessi væri í varð sjötugur 3. maí árið 1960 var ein“smækkaðri mynd” en tekið fram að þarna róma samþykkt í stjórn GSÍ að gera gætu þó fimmtíu manns leikið samtímis. Í Þorvaldur Ásgeirsson. hann að heiðurfélaga Golfsambandsins boði vallareigandans höfðu blaðamenn heimog var hann fyrstur manna sem heiðraður var á þann hátt. sótt völlinn og spreytt sig þar á að leika golf og haft af því hina bestu skemmtun. Þótt völlurinn væri ekki nema Við forsetaembættinu af Helga tók þáverandi Íslands600 fermetrar voru á honum fjórtán holur, fimm fleiri en meistari í golfi, Þorvaldur Ásgeirsson. Þorvaldur var þá á alvöru golfvelli Golklúbbs Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni. ekki nema 35 ára að aldri og stóð raunar á hátindi ferils Sagt var að völlurinn væri að sænskri fyrirmynd og lokið síns sem kylfingur og átti mikla framtíð fyrir sér sem á hann lofsorði. “Reynslan hefur sýnt að eldri sem yngri, slíkur. Þótt Þorvaldur héldi um skeið áfram að keppa í jafnvel öll fjölskyldan mun hafa ánægju af að eyða frítíma golfi er ekkert vafamál að forsetaembættið og tímaeyðsla sínum og útiveru að glíma við þær golfþrautir sem þarna og stúss í kringum það gerði það að verkum að hann eru lagðar með síbreytilegu sniði. Ennfremur mun þessi fórnaði ferli sínum sem afrekskylfingur. Á golfþinginu starfsemi verða einn liðurinn í að draga úr svokölluðu 1956 baðst Þorvaldur eindregið undan endurkosningu í “sjoppulífi” reykvískrar æsku, sem hin síðari ár hefur oðið forsetaembættið og var þá Ólafur Gíslason kaupmaður meira og meira áberandi.”Morgunblaðið 20. júlí 1952.
104
Nokkru síðar var annar slíkur golfvöllur opnaður í Hljómskálagarðinum og var staðsetning hans umdeildari. Sá völlur var um þúsund fermetrar og töldu margir að hann sneyddi of mikið af garðinum og auk þess væri traðk og áníðsla á grasinu of mikil. Eftir að hann kom til sögunnar var hann gjarnan nefndur “stóri golfvöllurinn” en völlurinn á Klambratúninu “litli golfvöllurinn.” Alvöru kylfingar gerðu athugasemdir við golfvallarnafnið sem þessum svæðum var gefið og vöktu athygli á því að leikurinn sem þarna var stundaður ætti ekkert skylt við golfíþróttina annað en það að notaður væri golfbolti í leiknum. Sögðu þeir að erlendis væri íþrótt þessi kölluð “mini- golf ” og væri aðeins iðkuð sem leikur en ekki sem íþróttagrein. Þótti sumum þetta viðhorf kylfinganna óþarfa hnútukast sem jaðraði við afbrýðisemi þar sem svo miklu fleiri sæktu þessa velli heldur en Öskjuhlíðarvöllinn. En víst er að báðir vellirnir voru ágætlega sóttir í fyrstu og margir höfðu gaman af því leika sér þarna. Var ekki örgrannt um að einhver ungmenni hefðu með leik sínum þarna smitast af golfbakteríunni og langað til þess að kynnast og reyna alvöru golf.
Sérreglur á Akureyri Eftirfarandi sérreglur voru ákveðnar fyrir keppnina á Íslandsmótinu sem fram fór á Akureyri 1952. 1. Laga má bolta með kylfunni á þeirri slegnu baut sem leikið er eftir. Þó má ekki færa hann meira en 2 kylfulengdir. Ekki má hreyfa bolta á sleginni flöt. 2. Lendi bolti í teigskoti í skurði á 1., 2., 3. og 9. braut og norðari skurði á 4. braut má taka hann upp vítalaust og leggja teigsmegin við skurðinn. 3. Umhverfis 5. flöt má hreyfa bolta innan markalínunnar. 4. Lendi bolti í síma- eða rafmagnsvír sem liggur yfir braut má endurtaka höggið vítalaust. (Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 17. júlí 1952) Boðið upp á kampavín Akureyri 28. júlí. – Sá einstæði atburður gerðist hér á golfvellinum s.l. laugardag að Adolf Ingimarsson, Eyrarvegi 2 hér í bæ fór af teig í holu í einu höggi, sem kallað er.
Brautin sem hann lék á, var 125 metra löng. – Er þetta mjög sérstæður atburður, að slá golfkúlu 125 metra vegalengd þannig að hún lendi ofan í holu sem er aðeins 11 sentimetrar í þvermál. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir á hinum nýja golfvelli. Á gamla golfvellinum á Gleráreyrum henti þetta tvisvar. Það munu óskráð lög hjá þeim sem golfíþróttina iðka, að sá er fyrir þessu láni verður haldi öllum þeim er á vellinum eru staddir kampavínsdrykkjuveizlu. Heiðursverðlaun fyrir afrekið munu vera ein stór vínflaska frá Bols vínframleiðendunum í Hollandi. (Morgunblaðið 29. júlí 1952)
Reynir á taugarnar og þolinmæðina Þegar menn reyna með sér í golfi leika þeir 18 holur, sem kallað er. Það er, slá knöttinn í 18 holur. Á golfvellinum hér í Reykjavík eru aðeins 9 holur, svo fara verður tvo hringi. Knettinum er stillt upp á ákveðinn stað – þetta 100 – 400 metra frá holunni. Á milli “start” staðarins og holunnar eru ýmsar torfærur, sem golfmaðurinn verður að sneiða hjá. Í keppninni reynir fyrst og fremst á taugarnar, þolinmæði og umfram allt verður að sýna rólyndi og flasa ekki að neinu. Golf er því íþrótt sem er spennandi auk þess em hún er holl og skemmtileg. (Morgunblaðið 12. júní 1954: Golfíþróttin er skemmtilegur leikur og hressandi)
Golfið var honum í blóð borið “Golfspil virtist Sveini heinlega í blóð borið. Hann hafði óvenjulega fallega sveiflu og var leikandi léttur og í fullu jafnvægi hvernig sem á stóð. Hann hafði og manna lengstu dræf, og oftast þráðbeinn, gekk ávallt að kúlunni og sló hana viðstöðulaust og var með engar serimoníur eða stæla, hvort heldur var slegið með kylfu, járni eða þegar púttað var. Ég tel að á engan sé hallað þó því sé haldið fram að snjallasti golfspilari sem Eyjarnar hafa átt sé Sveinn Ársælsson, eða Svenni á Fögrubrekku, eins og við félagarnir nefndum hann.”
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
105
(Úr grein Guðlaugs Gíslasonar um Svein Ársælsson. Birtist upphaflega í afmælisriti GV 1988. Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár, Vestmannaeyjar 2008, bls. 46)
Hundur þjálfaður til að finna boltana Ólafur bóndi og vinnumenn hans urðu hlutskarpari að þessu sinni. Sigruðu þeir með 5 stiga mun. Ekki er kunnugt hversu margir boltar töpuðust í þessari keppni, en vafalaust verður ekki verri uppskera hjá strákunum sem alltaf eru að leita að boltum í skurðum og kafgrasi, heldur en eftir aðra leiki þarna á vellinum. Strákarnir finna sem sé mikið af boltum, sem þeir selja þeim sem vilja á 5 krónur stykkið. Einu sinni reyndi einn golfleikari að venja hund til þess að finna boltana, sem hann missti sjónir á, en hundurinn vildi augsýnilega ekkert við þetta eiga og varð eigandinn að gefast upp við að venja sinn hund. (Frásögn af bændaglímu Golfklúbbs Reykjavíkur. Bændur voru Ólafur Ólafsson og Ingólfur Isebarn. Morgunblaðið 21. september 1954)
Datt dauður niður Golf er tilvalin íþrótt fyrir marga hjartasjúklinga, þrátt fyrir söguna um manninn sem datt dauður niður á golfvellinum. Það eru eins miklar líkur til, að hann hefði dáið 10 árum fyrr, þó hann hefði setið í hægindasólnum sínum heima. (Lögberg 22. júní 1950)
Gestur var kallaður “grísari” Gestur lenti í “bönker” við 9. flötina, en öllum á óvart sló hann kúluna upp úr “bönkernum” og í holuna. Á þessu höggi vann hann mótið og menn inn í skála höfðu gaman af og kölluðu hann nöfnum eins og “grísara” o.þ.h. Gestur tók þessu öllu létt, og sagði að þetta væri bara enginn vandi. Ef menn tryðu því ekki væri hann tilbúinn til að fara aftur út í “bönker” og endurtaka þetta. Hann var að sjálfsögðu tekinn á orðinu og í “bönkerinn” fór hann og “droppaði.” - Og viti menn. Uppúr sló hann og beint í holuna. Að
106
þessu voru fjöldi manns vitni og gátu auðvitað ekkert annað gert en hrista höfuðið.” (Frásögn af afreki Gests Magnússonar. Frímann Gunnlaugsson og Gylfi Kristjánsson: Golfklúbbur Akureyrar 50 ára, Akureyri 1985, bls. 12)
Keppt daga og nætur Í dag fer fram úrslitakeppni í frimakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur. En keppni þessi hefur staðið yfir að undanförnu og margir tekið þátt í henni. Það þykir í frásögur færandi að þeir Halldór Björnsson og Ingólfur Isebarn léku til úrslita 88 holur. Byrjaði keppni þeirra um klukkan sjö á miðvikudagskvöldið var og stóð til klukkan hálf fjögur á miðvikudagsnóttina. (Tíminn, 13. júní 1953)
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
107
Grafarholtsvöllur árið 1964. Mynd komin á nýja golfskálann en fyrir neðan sést sú aðstaða sem félagsmönnum stóð til boða á fyrstu árunum. Mynd: Viðar Þorsteinsson.
108
1960-69
Kveikt í tundrinu
Nýr forseti var ötull við að útbreiða ,,fagnaðarerindið.” Nýir klúbbar komu til sögunnar og þeir gömlu efldust. Þátttaka kvenna og ungmenna stjórjókst. Risavaxið átak GR við Grafarholtsvöllinn. Sjöundi áratugurinn var tíðindamikill í sögu golfíþróttarinnar á Íslandi. Segja má að þá hafi verið kveikt í þræðinum að sprengjunni sem síðar varð í almennri og mikilli þátttöku í íþróttinni. Þráðurinn að sprengjunni brann ekki með neinu neistaflugi. Þvert á móti – mörg ljón urðu á vegi þeirra sem voru að reyna að ryðja braut íþróttarinnar en þeir létu hins vegar ekki deigan síga og smátt og smátt fór að sjást árangur erfiðisins.
tíma aflögu frá brauðstritinu og þurftu að finna tómstundum sínum farveg. Þeir sem komnir voru af léttasta skeiði og höfðu áhuga á útivist og hreyfingu áttu ekki margra kosta völ annarra en þeirra að bregða sér í sund. Trimmbyltingin var ekki hafin og ef einhver sást úti að skokka var um viðkomandi rætt sem furðufugl og hann jafnvel litinn hornauga. Líkamsræktarstöðvar voru sannarlega ekki á hverju götuhorni.
Sumir segja að Sveinn Snorrason sem var forseti Golfsambands Íslands drjúgan hluta sjöunda áratugarins hafi rutt golfinu brautina með “handafli”. Hvað sem um það má segja er óhætt að fullyrða að með eljusemi sinni og óbilandi trú á því að golfið ætti sér mikla framtíð á Íslandi markaði hann djúp spor og starf hans er enn ein sönnun þess hve einstaklingur getur haft mikil áhrif. Samtímamenn Sveins í forystu Golfsambandsins gerðu sér fulla grein fyrir mikilvægi hans sem forseta og það verður líklega að teljast einsdæmi að því var hreinlega neitað að hann léti af störfum þegar hann ætlaði að draga sig í hlé.
Í sögu golfsins á Íslandi hófst sjöundi áratugurinn á svipaðan hátt og þeim sjötta lauk. Það var lítið að gerast annað en það að uppi í Grafarholti voru menn að reyna að koma sér fyrir. Tiltölulega fámennur en afar áhugasamur hópur lagði þangað leið sína og það var algengara að þar tækju menn sér haka og skóflur í hönd en kylfur og kúlur enda verkefnið við að brjóta landið ærið. Og ekki var nóg með að það virtist nær óyfirstíganlegt. Vasarnir voru svo galtómir að jafnvel hörðustu skuldheimtumönnum þótti vart taka því að reyna að rukka Golfklúbb Reykjavíkur.
En vissulega kom fleira til. Á þessu árabili fór áhugi almennings á íþróttum vaxandi á Íslandi. Æ fleiri höfðu
Starfsemi GSÍ var komin í lágmark Ef gluggað er í fundargerðarbók Golfsambands Íslands
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
109
Þrengt var að gamla vellinum í Reykjavík með nýjum íbúðahverfum. Á myndinni sést Ingólfur Isebarn búa sig undir að vippa inn á þriðju flötina. Fokheld raðhús í Hvassaleiti í baksýn. Myndin var tekin 1962. Ljósmyndari óþekktur. Borgarskjalasafn.
má helst draga þá ályktun að þar á bæ hafi verið komin hálfgerð uppgjöf. Stjórnarfundir voru afar fátíðir og aðeins haldnir þegar einhver sérstök verkefni svo sem golfþing og landsmót voru framundan. Á árinu 1961 notaði þó forseti sambandsins tækifærið er hann sótti sambandsráðsfund ÍSÍ að ræða við íþróttafulltrúa ríkisins um möguleika þess að stofna golfklúbb á Laugarvatni. “Taldi íþróttafulltrúinn að það mundi vera heppilegt. Þar væri fjölmennur skóli og mikill fjöldi dvalargesta á sumrum og sjálfsagt að athuga það nánar.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands, 20. júní 1961. En látið var sitja við orðin tóm. Augljóst má vera að þeir sem áhugasamastir voru um veg golfíþróttarinnar voru orðnir uggandi. Það kom vel fram á golfþingi sem haldið var á Akureyri um miðjan júlí 1961 en hvorki forseti né ritari sambandsins mættu til þingsins og var það því þingforseti sem flutti skýrslu stjórnarinnar. Kom m.a. fram gagnrýni á þau ummæli í skýrslunni að stjórn GSÍ “hefði hlerað að mikið líf væri í klúbbunum”. Fram kom líka í umræðum um skýrsluna að það væri hrein tilviljun að upplýsingar um síðasta Íslandsmót í
110
golfi hefðu ekki glatast og að ekki hefði verið óskað eftir skýrslum frá klúbbunum fyrr en nokkrum dögum fyrir golfþingið. Þá kvörtuðu tveir stjórnarmanna yfir algjöru sambandsleysi í stjórninni. “Í þessu sambandi upplýsti Lárus Ársælsson að enginn fundur hefði verið haldinn þar sem allir stjórnarmeðlimir hefðu verið mættir og Stefán Árnason gat þess að ekkert samband hefði verið haft við sig um málefni sambandsins á árinu og kvaðst kunna því illa.”Sama heimild. Ennfremur þótti það ekki til eftirbreytni að ekkert hefði verið rætt við klúbbana um möguleika þess að senda keppendur á heimsmeistaramót áhugamanna. Þótt kurr væri í þingfulltrúum var stjórnin þó sett á vetur enda fýsti fáa að taka að sér sæti í stjórn sambandsins. Raunar var stjórn GSÍ vorkunn að ekki voru haldnir margir stjórnarfundir. Til þess að klúbbarnir hefðu nokkurt jafnræði í stjórn sambandsins var hún skipuð tveimur Reykvíkingum, einum Akureyringi og einum Vestmannaeyingi. Gaf það auga leið að ekki var auðvelt fyrir utanbæjarmennina að sækja stjórnarfundi í Reykjavík – það var ferðalag sem gat tekið þá jafnvel nokkra daga og slíkar
ferðir þurftu þeir að fara á eigin kostnað. Þegar meiriháttar mál komu til kasta stjórnarinnar var því gripið til þess ráðs að hafa símasamband við utanbæjarmenn en einnig það var tímafrekt og nokkuð fyrirhafnarsamt. Eitt helsta málið sem kom til kasta stjórnar GSÍ milli þinga 1961 og 1962 var ósk sem komið hafði fram um að sambandið yrði með í gjöf sem til stóð að færa Íþróttasambandi Íslands í tilefni af fimmtugs afmælis þess. Um var að ræða vandaðan fána og dýran svo sem sjá má af því að hlutur GSÍ átti að vera 1.700 krónur en sú upphæð svaraði til áttunda hluta af áætluðum árstekjum sambandsins. Þar sem fjögur sérsambönd ÍSÍ höfðu ákveðið að vera með í gjöfinni þótti ótækt fyrir GSÍ að skorast undan. Vildi til að um þetta leyti uppgötvuðum GSÍ – menn að það hafði láðst að rukka kennslustyrk sem ÍSÍ hafði heitið að veita, ekki bara fyrir síðasta ár heldur fyrir fimm ár í röð samtals tíu þúsund krónur sem voru ekki litlir peningar á þessum árum.
Leifur Ársælsson réttir Sveini Snorrason bikarinn fyrir sveitakeppni árið 1962. Á sama Íslandstakk Leifur upp á Sveini sem forseta og sú tillaga var samþykkt með lófataki.
Ekki spurður – bara klappað Ársþing Golfsambandsins árið 1962 var haldið í Vestmannaeyjum og eins og áður sátu það átta fulltrúar og að auki þeir stjórnarmenn sem ekki voru kjörnir þingfulltrúar. Eins og árið áður mætti forseti GSÍ ekki til þingsins en þegar kom að stjórnarkjörinu var lesið upp bréf frá honum þar sem hann baðst eindregið undan endurkjöri. Nú var úr vöndu að ráða. Enginn var fús til að taka starfið að sér þótt því fylgdi virðulegur titill. Það mun hafa verið Vestmannaeyingurinn Lárus Ársælsson sem lét sér það til hugar koma að stinga upp á Sveini Snorrasyni í forsetaembættið og jafnskjótt og nafn hans var nefnt dundi við lófaklapp fundarmanna. “Það var til siðs á þessum árum að gera tillögur um menn án þess að kanna fyrst hvort þeir gæfu kost á sér eða ekki. Mér var þannig att út í þetta og hef orðað það svo að það hafi verið settur millusteinn um hálsinn á mér líkt og Ingjaldsfíflinu í Gísla sögu Súrssonar. “Munnleg heimild: Sveinn Snorrason í viðtali við bókarhöfund.
Sveinn hafði áður setið í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur og var því ekki ókunnugur vandamálum íþróttarinnar og miklum fjárskorti hennar. Þegar hann kom að borði hjá GSÍ var staðan þannig að félögum í golfhreyfingunni fór frekar fækkandi en fjölgandi enda það sjálfboðastarf sem menn þurftu að vinna við vellina og uppákomur á vegum klúbbanna tæpast mönnum bjóðandi. “Þótt skráðir félagar í þeim þremur klúbbum sem voru starfandi væru nokkur hundruð þá tel ég líklegt að virkir félagar hafi ekki verið nema á annað hundrað. Sömu mennirnir voru allt í öllu ár eftir ár og það var ekki nema von að þeir væru orðnir þreyttir og leiðir. Það eina sem hélt þeim frá því að gefast upp var sú gleði sem íþróttin veitti hvort heldur var á golfvellinum eða þá félagskapurinn.”Sama heimild. Verkefnin voru ærin – stór og smá. Staða GSÍ í alþjóðlegu samfélagi kylfinga var t.d. óljós svo sem sjá má af bókun á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar árið 1962 en þar segir: “World Amateur Golf Counsil. Haugur af bréfum og innheimtum var meðal skjala þeirra er núverandi stjórn tók við. Ekki verður séð að bréfum þessum hafi verið svarað. Samkvæmt bréfum þessum er GSÍ talið skulda WAGC US $ 98.85. Stjórninni þykir eftir atvikum rétt að leita nánari skýringa hjá fyrrverandi stjórn áður en afstaða er
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
11
Frá Opnu móti í Leirunni árið 1967. Pétur Björnsson púttar á fjórðu flöt. Ljósmyndari óþekktur. Ljósmyndasafn GSÍ.
tekin til erinda þessara.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands, 2. september 1962.
Gert var grín að kylfingum Þótt skuldin væri í sjálfu sér smámál var það stórmál fyrir GSÍ að eiga aðild að alþjóðlegum samtökum og hafa þar með aðgang að ýmsum upplýsingum og gögnum og lét nýja stjórnin því það verða eitt af sínum fyrstu verkum að greiða skuldina og jafnframt var farið að kanna möguleika GSÍ á aðild að norræna golfsambandinu “enda telur stjórnin aðild að því skynsamlegri og vænlegri til árangurs en aðilda að WAGA.”Fundargerðabók Golfsambands Íslands 22. október 1962. Aðalatriðið var samt sem áður að auka veg og álit íþróttarinnar en áralöng viðhorf í hennar garð voru enn ríkjandi; að golfið væri í besta falli snobbíþrótt hinna efnuðu og í versta falli íþrótt íhaldssamra sérvitringa.Það var jafnvel gert grín að golfinu: “Ef þú átt lítil börn skaltu stela bolta frá þeim, kústinum frá konunni og helzt ryksugunni líka. Svo skaltu fara langt upp í sveit, þar sem enginn sér þig. Setja boltann á
112
þúfu, sveifla kústinum í nokkra hringi og reyna að hitta boltann. Þegar þúfan og boltinn eru horfin, skaltu taka ryksuguna í aðra hönd og hefja leitina að boltanum. Þúfuna finnurðu aldrei aftur.”Karlsson: Golf er göfug og gæsileg íþrótt. Vísir 19. ágúst 1960. Litlu breytti þótt forystumenn golfíþróttarinnar reyndu að nota hvert tækifæri sem gafst til þess að undirstrika að golfið væri hentug almenningsíþrótt og alls ekki kosnaðarsamari en aðrar íþróttir. Vitna má til viðtals Frímanns Helgasonar í Þjóðviljanum við Guðmund Halldórsson einn af forystumönnum Golfklúbbs Reykjavíkur sem samnefnara fyrir það sem reynt var að koma á framfæri: “Því hefur verið haldið fram, hélt Guðmundur áfram, að golf væri “snobb – íþrótt”, en það er mikill misskilningur. Þar standa hlið við hlið: iðnaðarmaðurinn, forstjórinn, verkamaðurinn, bankastjórinn, verzlunarmaðurinn og læknirinn, og allir góðir vinir og jafningjar, og víst er að þar geta menn verið úti, notið góðrar hreyfingar og látið rjúka af sér inniseturykið, og dregið að sér heilnæmt loft.
Slíkt hlýtur að mega kaupa nokkuð dýru verði, og vera meira virði, en tæki þau sem notuð er í golfleik, þó þau kosti nokkuð, sagði Guðmundur að lokum.”Golf er ekki “snobb”íþrótt. Þjóðviljinn 21. júlí 1960, bls. 19.
sem ég setti mér var að bæði klúbbum og félögum myndi fjölga um helming á þeim fjórum árum sem ég hafði hugsað mér að gegna forsetastarfinu.”Munnleg heimild: Sveinn Snorrason í viðtali við bókarhöfund.
Höfuðmarkmið að fjölga klúbbum, kylfingum og völlum “Ég gerði mér strax fulla grein fyrir því að tvennt var algjörlega nauðsynlegt til þess að golfíþróttin gæti þrifist. Í fyrsta lagi þurfti að fjölga þátttakendum í starfinu og þar með klúbbum og völlum og í öðru lagi var nauðsynlegt að fá unga fólkið til þess að stunda íþróttina en golfið hafði orðið algjörlega undir í samkeppninni við aðrar íþróttagreinar, svo sem knattspyrnu, handknattleik og frjálsar íþróttir. Markmiðið Gömul teikning frá Hólmsvelli, Brautirnar lágu flestar í nágrenni við Stóra-Hólm.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
Til þess að ná markmiðinu sem allra fyrst hóf Sveinn það sem hann kallar “trúboðsferðir” um landið. Hann kannaði hvar golfáhugamenn var helst að finna úti á landi og lagði síðan land undir fót, ýmist einn eða fékk einhverja vini sína eða félaga með sér. Golfkylfurnar voru alltaf hafðar í farteskinu og ef ekki vildi betur til voru þær dregnar fram og þeim sveiflað við nefið á heimamönnum, svona rétt til að æra upp sultinn í þeim sem nasasjón höfðu af íþróttinni eða til þess að sannfæra þá sem ekkert þekktu til íþróttarinnar að það væri raunar ekki mikill vandi að stunda hana.
13
Púttað á 9.holu á Hólmsvelli í Leiru. Kylfingar eru óþekktir og einnig maðurinn sem virðist hafa fengið sér blund á flötinni.
Frjósamur jarðvegur á Suðurnesjum Fyrst var reynt að erja jörðina þar sem jarðvegurinn var frjósamastur en það að var á Suðurnesjum. Hin misheppnaða tilraun til þess að stofna þar golfklúbb á sínum tíma var löngu gleymd og til sögunnar komir menn sem þekktu til golfsins. Það var líka tvímælalaust stuðningur við hugsanlega klúbbsstofnun þar syðra að uppi á Keflavíkurflugvelli voru allmargir Bandaríkjamenn sem voru áhugasamir kylfingar og biðu eftir tækifæri til þess að geta iðkað íþrótt sína. Í fararbroddi þar syðra var Kristján Pétursson og fékk hann Ásgrím Ragnars í lið með sér. Tóku þeir að svipast um eftir landsvæði þar sem unnt væri að koma golfvelli fyrir og staðnæmdust fljótlega við tún Stórahólms í Leiru og þremur nærliggjandi grasbýla, Hrúðurness, Ráðagerðis og Garðshúsa. Stórihólmur var á sínum tíma landnámsjörð þar sem bjó Steinunn gamla, frænka Ingólfs Arnarsonar. Á þessu svæði hafði verið mikil útgerð í langan tíma og fjölmenn byggð. Meira að segja svo að á seinni hluta nítjándu aldar var þarna búið á nítján jörðum og íbúarnir jafnmargir og í Keflavík. En nú var Snorrabúð orðin stekkur. Jarðirnar voru fæstar nytjaðar og það var eins og svæðið hreinlega biði eftir því að fá nýtt hlutverk. Að vísu var það ekki alveg í næsta nágrenni við þéttbýlið í Keflavík en lá vel við Keflavíkurflugvelli. Og heppnin var með golfáhugamönnunum. Eigendur jarðanna vildu leigja þær, voru hófsamir í leigukröfum og sýndu golfáhugamönnunum mikinn skilning. Og þá var ekki eftir neinu að bíða að hefjast
114
handa. Frá upphafi var nýi völlurinn kallaður “Hólmsvöllur” enda myndarlegur hólmi sem við blasti við út frá ströndinni en upphaflega var meginhluti vallarsvæðisins meðfram henni. Hinn 4. apríl 1964 settust menn þar syðra niður til þess að stofna golfklúbb. Sveinn Snorrason forseti GSÍ var þar í öndvegi og stjórnaði fundinum. Ákveðið var að klúbburinn fengi nafnið Golfklúbbur Suðurnesja og að félagssvæðið yrði Keflavík, Keflavíkurflugvöllur, Njarðvíkur, Sandgerði og byggðarlögin þar í grennd. Það var ekki lítils um vert að fá Suðurnesjamenn í hópinn. Hvorki fleiri né færri en 105 voru skráðir stofnfélagar klúbbsins, 86 Íslendingar og 25 Bandaríkjamenn af Keflavíkurflugvelli. Ásgrímur Ragnars var kjörinn fyrsti formaður klúbbsins og Kristján Pétursson varaformaður og ritari.Þegar forseti GSÍ hélt heimleiðis af stofnfundinum var hann með bréf upp á vasann með umsókn nýja klúbbsins um aðild að GSÍ sem lögð var fyrir stjórnina við fyrsta tækifæri. “Samþykkt einróma að verða við beiðninni og ritara falið að svara bréfinu og upplýsa klúbbstjórnina um golflandsmót o.fl.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 25. maí 1964. Þar með var fyrsti björninn unninn og á sama stjórnarfundi og aðild GS var samþykkt var einnig greint frá því að haft hefði verið samband við aðila á Akranesi, í Stykkishólmi og á Seyðisfirði um stofnun golfklúbba á þessum stöðum “... og eru þau mál í athugun.”Sama heimild. Suðurnesjamenn gengu í það af miklum krafti að koma sér upp níu holu velli. Var hann um 1500 metra langur og þóttu sumar brautirnar nokkuð snúnar og erfiðar. Sagt
var að ekki hefði þurft mikið fyrir því að hafa að koma teignum á annarri braut upp. Honum hefði einfaldlega verið komið fyrir á öskuhaug Steinunnar gömlu. Á árinu 1964 var síðan hafin bygging myndarlegs golfskála við völlinn og var hann gerður fokheldur þá um haustið.
frá þeirri hugmynd þegar dró að stofnun klúbbsins þar.
Pétur Björnsson hafði verið virkur í félagsstarfi Golfklúbbs Reykjavíkur og eftir að hann stofnaði Golfklúbb Ness var sótt um aðild klúbbsins að GSÍ. En á því voru augljósir meinbugir. Golfsambandið átti aðild að Íþróttasambandi Íslands og reglur þess voru á þá leið að Frá upphafi var völlurinn vel sóttur og áhugi mikill og íþróttafélög ættu að vera öllum opin. “Þær skoðanir komu segir svo í tímaritinu Kylfingi: vissulega fram á þeim tíma, að hagurinn af því að vera innan ÍSÍ væri það lítill, að rétt væri að stefna heldur að “Það má segja að golfið hafi hugtekið Suðurnesjamenn því að gera klúbbana að einkaklúbbum og halda Golfog daglega má sjá hóp afkomenda sægarpanna í hvernig veðri sem er, leika golf. Að staðaldri er óhætt að segja, lei- sambandinu utan íþróttasambandsins.”Munnleg heimild: Sveinn Snorrason fyrrverandi ka á Hólmsvelli um 50 manns. Eins og áður forseti GSÍ í viðtali við greindi, hafa aðeins tveir þeirra leikið golf bókarhöfund. Þegar GSÍ barst áður, en áhuginn er það mikill að eftir ein tvö inntökubeiðni Golfklúbbs Ness ár mega gömlu klúbbarnir fara að vara sig á var leitað álits ÍSÍ sem gaf þá Útnesjaklúbbnum.” Kylfingur 1. tbl. 1965. umsögn að vegna reglna sinna væri klúbburinn ekki tækur í GSÍ og fram kom einnig að Pétur í “kók” fór eigin leiðir félagar í klúbbnum ættu ekki að hafa keppnisrétt á þeim móUm svipað leyti og unnið var að stoftum sem GSÍ stæði fyrir. Nú nun Golfklúbbs Suðurnesja gerðust þau voru góð ráð dýr. Í Golfklúbbi tíðindi að undirbúningur hófst að stofNess voru kylfingar sem voru nun golfklúbbs og gerð golfvallar í næsta í fremstu röð og séð var fram nágrenni Reykjavíkur. Pétur Björnsson sem á að klúbburinn kynni að eiga löngum var kenndur við fyrirtæki það sem erfitt uppdráttar ef félagar hans hann stjórnaði um árabil, Coca – Cola, Pétur fengju ekki að taka þátt í móí Kók, var á þessum tíma félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur og í hópi allra fremstu kylfPétur Björnsson, félagi í Golfklúbbi Rey- tum. Málefni klúbbsins voru m.a. tekin fyrir á golfþingi sem inga landsins. Hann hafði sínar hugmyndir kjavíkur stofnaði eigin golfklúbb. haldið var í Vestmannaeyjum um hvernig best væri að standa að gerð og 8. júlí 1964 og greinargerð rekstri golfvalla. Pétur og félagar hans höfðu ÍSÍ lesin þar fyrir þingheim. aðgang að landi á Suðurnesi á Seltjarnarnesi Niðurstaðan var sú að GSÍ gæti ekkert gert í málinu og og þar var farið að undirbúa golfvöll þegar á árinu 1963. það var því tekið út af dagskrá. Þótti golfhreyfingunni það Hannaði Pétur sjálfur völlinn ásamt félaga sínum Ragaugljóslega slæmt hvaða stefnu málið tók því ekki veitti af nari J. Jónssyni og stóðu þeir síðan að stofnun golfklúbbs því að fjölga félögum innan hennar. réttum mánuði eftir að Golfklúbbur Suðurnesja var stofnaður eða 5. apríl 1964. Skráðir stofnfélagar klúbbsins Félögum í Golfklúbbi Ness fannst það óneitanlega hart voru 22. Fékk klúbburinn nafnið Golfklúbbur Ness og aðgöngu að vera meinuð þátttaka í mótum GSÍ og hljóp það sem skildi hann frá öðrum golfklúbbum var að um nokkur stífni í málið um skeið. En svo fór að þeir félagar í einkaklúbb var að ræða, þ.e. hann var ekki opinn öðrum klúbbnum sem voru keppnismenn áttu ekki annan kost til en þeim sem boðin var þátttaka. Slíkt fyrirkomulag var þess að halda rétti sínum til þátttöku í mótum GSÍ en að þekkt víða um lönd og þá ekki síst í Bretlandi þar sem margir einkaklúbbar voru starfræktir og aðrir en þeir sem vera líka í Golfklúbbi Reykjavíkur. voru félagar í klúbbnum, eða gestir þeirra, höfðu ekki rétt til þess að nota völlinn. Það hafði raunar verið til umræðu Flestir kylfingar renndu hýru auga til 9 holu vallarins sem á Suðurnesjum að hafa klúbbinn þar lokaðan en fallið var klúbburinn var búinn að koma sér upp á Seltjarnarnesi
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
15
sem þótti allt frá upphafi einn besti völlur landsins og fyrir margra hluta sakir sérstakur. “Völlurinn er byggður á gömlum velræktuðum túnum og eru brautirnar sléttar og mjúkar að leika á. Þó að völlurinn sé yfirleitt flatur býður hann upp á tilbreytni í leik.”Vísir 10. júní 1965. Meginhluti vallarins lá meðfram sjónum og á einni braut hans þurfti að slá yfir um 100 metra breiða tjörn. Var þessi vatnstorfæra sú fyrsta á íslenskum golfvelli. Að auki var völlurinn lengri en menn áttu að venjast, 2.380 metrar og var par 35. Fyrsta mótið sem haldið var á vellinum fór fram 14. júní árið 1964. Enginn kotungsbragur var á athöfnum klúbbsins þar sem jafnframt vallargerðinni var reistur golfskáli á svæðinu sem Gunnar Hansson arkitekt teiknaði. Skálinn var tekinn í notkun árið 1965 og þótti bæði rúmgóður og vistlegur. Þótt félagar í Golfklúbbi Ness fengju ekki aðgang að mótum GSÍ breytti það því ekki að félagar úr öðrum klúbbum máttu leika á vellinum væri þeim boðið þangað og taka þátt í mótum sem klúbburinn bauð til. Þegar á árinu 1965 efndi klúbburinn til einskonar meistarakeppni meistaranna og er nánar fjallað um það mót á öðrum stað í kaflanum. Vandræðin með aðild Golfklúbbs Ness að Golfsambandi Íslands leystust ekki fyrr en á árinu 1969 og þá á farsælan hátt. Nokkrir félagar í klúbbnum stofnuðu þá annan golfklúbb sem fékk nafnið Nesklúbburinn. Hann uppfyllti þau skilyrði að hver sem var gat gengið í klúbbinn og þar með var gatan greið að aðild að GSÍ. Klúbbarnir tveir
Hópur barna- og unglinga á Nesvellinum. Tilefnið er óþekkt. Ljósmyndasafn GSÍ.
116
höfðu hins vegar sameiginlega stjórn og reikningshald en eftir sem áður var völlurinn í einkaeign. Var það ekki fyrr en á ársþingi GSÍ árið 1970 að Ólafur Tryggvason, fulltrúi klúbbsins á Seltjarnarnesi, sem þá var orðinn fullra sex ára, sat golfsambandsþing.
“Fagnaðarerindið” boðað víða Víkur nú sögunni aftur til ferða Sveins Snorrasonar. Hann notaði hvert tækifæri sem gafst til þess að boða fagnaðarerindið og virðist hann hafa haft mikinn sannfæringarkraft. Það var ekki svo mikið mál að breyta melum, móum og túnum í golfvöll ef vilji og áhugi væri fyrir hendi. Hann fékk félaga sinn, Ásgrím Ragnars, til þess að fara með sér austur á Hellu í þeim tilgangi að fá feðgana Helmut og Rudolf Stolenwald til þess að blása í þær glæður sem slokknað höfðu er klúbbur þeirra og annarra þar eystra hafði misst aðstöðu sína á Gaddastaðaflötum. Og Sveinn fékk annan félaga sinn, Þorvarð Árnason, til þess að koma með sér upp á Akranes og kanna hvernig landið lá þar. Í Neskaupstað vissi Sveinn um golfáhugamanninn Gissur Ó. Erlingsson og hann var vitanlega sóttur heim og auk þess var farið til Stykkishólms, Bolungarvíkur, Ísafjarðar, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Hornafjarðar og Eskifjarðar. Alls staðar var sáð fræjum.”Ég lagði áherslu á það að menn kæmu sér af stað. Það þyrfti ekki fullkominn golfvöll til þess að byrja. Hægt væri að velja sér einhver þægileg svæði og koma þar upp nokkrum brautum og vinna síðan að áframhaldinu stig af stigi. Hvarvetna fékk ég og félagar mínir góðar viðtökur
Gömul teikning af Garðavelli á Akranesi.
en auðvitað fundum við að mönnum sem lítið þekktu til íþróttarinnar óx þetta í augum.”Munnleg heimild Sveinn Snorrason.
Gissur kom Norðfirðingum af stað Eftir heimsókn Sveins Snorrasonar til Norðfjarðar fór Gissur Ó. Erlingsson að hugsa um að það gæti svo sem verið nógu gaman að rifja upp kynni sín af golfíþróttinni. Gissur var þá stöðvarstjóri Póst- og síma á staðnum. Á yngri árum hafði hann starfað í Vestmannaeyjum og tæpum þrjátíu árum áður tekið þátt í að stofna Golfklúbb Vestmannaeyja. Í framhaldi af því sótti hann kennslu hjá Rube Arnesen og keypti sér síðan fjögur-járn með hikkorískafti sem entist honum þó ekki nema skamma hríð. Gissur varð sér þá úti um samtíning af kylfum og fór að leika golf með félögum sínum í Eyjum sér til mikillar ánægju. Eftir að hann fluttist frá Vestmannaeyjum hvíldu kylfurnar hans í pokanum og voru lítið sem ekkert notaðar. En kannski var nú komið að því að dusta af þeim rykið. Eftir að þessar þenkingar kviknuðu varð það hans fyrsta verk að kanna svæði í nágrenni kaupstaðarins. Á svokölluðum Grænanesbökkum á bökkum Norðfjarðarár
var sæmilegt og gróið sléttlendi, tilvalið til þess að koma þar upp golfvelli. Og þar sem landið var lítið nýtt fékkst það til leigu gegn hóflegu afgjaldi. Næsta skref var síðan að kanna hvort í kaupstaðnum og nágrenni hans væru einhverjir sem kynnu að leika golf eða hefðu áhuga á því. Einhverjir höfðu einhvern tímann slegið golfkúlur en þeir voru ekki margir. Gissur fékk þó fjórtán menn í lið með sér og 8. maí 1965 var Golfklúbbur Norðfjarðar stofnaður með pompi og prakt. Í framhaldi af stofnun klúbbsins var leitað til Þorvaldar Ásgeirssonar í Reykjavík og hann beðinn að koma á staðinn og ráðleggja mönnum hvernig best væri að haga vallarframkvæmdum á Grænanesbökkum. Þorvaldur brá sér austur og áður en langt um leið lágu fyrir teikningar hans af 9 holu golfvelli. Og fimmtánmenningarnir réðust í verkefnið af miklum dugnaði. Þeir ákváðu að hafa völlinn ekki nema sex holur til að byrja með og geyma þær brautir sem voru erfiðastar viðfangs. Hinn 11. september 1965 var svo haldið vígslumót á vellinum. Enn einn klúbburinn og völlurinn var kominn til sögunnar.
Golfklúbbur í knattspyrnubænum
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
17
Á svipuðum tíma og Norðfirðingar voru stíga fyrstu skrefin voru Akurnesingar einnig að gera slíkt hið sama. Meðal þeirra sem þar höfðu frumkvæðið voru þeir Guðmundur Sveinbjörnsson og Óðinn Geirdal, báðir kunnir forystumenn í íþróttamálum kaupstaðarins og Guðmundur raunar formaður Íþróttabandalags Akraness. Sjálfsagt fannst mörgum Skagamanninum það óþarfa brölt að koma þar upp golfvelli. Íþróttirnar í bænum snerust að þeirra dómi um aðra og miklu merkilegri íþrótt – knattspyrnuna. En Guðmundur Sveinbjörnsson var víðsýnn maður. Það gat ekki orðið til annars en góðs að bæta golfinu við íþróttaflóru bæjarins. Ágætt landsvæði fyrir golfvöll var í útjaðri bæjarins í landi kirkjujarðarinnar Garða og fengust fyrirheit um skika sem nægja átti fyrir tvær golfbrautir. Strax árið eftir fékkst þó aukið landrými á sama svæði sem löngum hafði verið kallað Leynir. Menn gengu um landið og spáðu og “spekúleruðu”. Auðvitað var farin auðveldasta leiðin og landslag og gróður látið ráða hvar brautirnar á þeim sex holu velli sem þarna var verið að koma upp voru lagðar. Einn af þeim sem fylgdust með umræðunum og vallargerðinni var strákur á fermingaraldri sem var þar í för með karli föður sínum. Og hvort sem hann lét það uppi eða ekki þá hafði hann sínar eigin hugmyndir um hvernig völlurinn ætti að vera. Strákur þessi var Hannes Þorsteinsson – sá Íslendingur sem hannað hefur og mótað fleiri stóra sem smáa golfvelli á Íslandi en nokkur annar. Á árinu 1969 var golfvöllurinn á Akranesi orðinn 9 holur og 2.700 metra langur. Eitt fyrsta mótið sem haldið var á vellinum var keppni milli Einherja (þeirra sem farið höfðu holu í höggi) og Akurnesinga. Við það tækifæri færðu Einherjar Akurnesingum bikar að gjöf og mun hann enn vera við lýði. Hinn 21. mars 1965 var Golfklúbbur Akraness stofnaður. Stofnfélagar voru ekki nema fimmtán talsins. Sveinn Hálfdánarsson var kjörinn fyrsti formaður klúbbsins. Árið 1970 var nafni klúbbsins breytt og hann nefndur eftir landsvæðinu þar sem völlur hans var: Golfklúbburinn Leynir. Með stofnun Golfklúbbs Akraness og Golfklúbbs Norðfjarðar hafði það takmark sem Sveinn Snorrason og félagar hans í stjórn GSÍ höfðu sett sér er þeir tóku við stjórnartaumunum í sambandinu náðst: Að tvöfalda fjölda golfklúbba á fimm árum. En nú var skriðan komin af stað og á næstu þremur árum bættust þrír klúbbar og þrír vellir við.
118
Og svo var Hvaleyrin lögð undir Á árinu 1966 fóru nokkrir áhugasamir kylfingar í Hafnarfirði og Garðahreppi að spjalla saman. Þeir höfðu stundað golf á velli GR í Öskjuhlíðinni en nú var séð fram á að þeim velli yrði endanlega lokað og það var ekkert smáferðalag fyrir þá að ætla sér að sækja völlinn í Grafarholti. Nóg var nú golfið tímafrekt þótt ekki bættist við ferðalag sem tæki nærfellt klukkustund hvora leið. Frumkvæðið að því að finna land fyrir golfvöll nær sér og stofna nýjan golfklúbb áttu lögfræðingarnir Jónas Aðalsteinsson og Jóhann Níelsson sem þá voru nágrannar í Garðahreppi. Fleiri bættust í hópinn, m.a. Sigurbergur Sveinsson í Hafnarfirði, síðar ættfaðir einnar þekktustu golffjölskyldu á Íslandi. Litið var til þeirra svæða sem helst þóttu koma til greina og staðnæmst hið víðlenda Vífilsstaðatún. Þar hafði Gunnlaugur Einarsson komið upp golfvelli á sínum tíma sem ætlaður var sjúklingum á berklahælinu en þarfir búfénaðarins höfðu verið metnar meira en slíkur leikaraskapur og því stóð golfævintýrið þar stutt. Óformlega var kannað hvort kylfingar gætu fengið hluta túnsins fyrir iðju sína en það var af og frá. Ennþá var töluverður búskapur á Vífilsstöðum og talið að ekki veitti af túnunum til heyskapar. Leita varð annarra ráða og augu staðnæmdust á Hvaleyrinni í Hafnarfirði. Þar var stórt land sem lítið sem ekkert var nytjað og ekki heldur taldar líkur á því að byggð risi þar, alla vega ekki í náinni framtíð. Þegar leitað var til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um leigu á þessu landi fengust skjót og jákvæð svör. Áformað var að á Hvaleyrinni yrði reist iðnaðarhverfi en eftirspurn eftir lóðum fyrir atvinnufyrirtæki var lítil um þessar mundir og því ekkert því til fyrirstöðu að kylfingar fengju landið leigt til fimm ára. Svo stuttur leigutími þýddi í raun að tjaldað væri til einnrar nætur en menn létu það þó ekki á sig fá og gerðu samning við bæinn. Hafa sennilega hugsað sem svo að þegar búið væri að koma þarna upp golfvelli væri ólíklegt að hann yrði látinn víkja strax fyrir verksmiðjuhúsum og ef svo færi gæfist alltént tími til þess að huga að öðru svæði fyrir völlinn. Og hjólin snerust. Í febrúar 1967 voru áhugamenn um golfíþróttina á svæðinu boðaðir til undirbúningsfundar þar sem gollvallaráformin voru kynnt og 25. apríl var síðan klúbburinn formlega stofnaður. Ákveðið var að félagssvæðið yrði Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur,
toðarmaður Hjálmars og fór svo að þeir sigruðu. Keilir gekkst fyrir slíkum “bæjarstjóramótum” í nokkur ár og sló með því tvær flugur. Annars vegar þá að tengja klúbbinn við viðkomandi bæjarfélög og hins vegar að eiga innhlaup hjá embættismönnunum þegar kom að því að leita eftir styrkjum bæjarfélaganna við vallarframkvæmdir.
Garðahreppur og Kópavogur. Stofnfélagar voru um hundrað talsins.
Og hvað átti barnið að heita? Þegar menn voru á Hvaleyrinni blasti hið formfagra fjall Keilir við og einhverjum datt í hug að gefa klúbbnum nafn fjallsins, Golfklúbburinn Keilir skyldi hann heita. Síðan var golfvallargerðin hafin og farin sama leið og annars staðar. Brautunum var valinn staður þar sem Hreyfing á Húsavík auðveldast var að koma þeim fyrir. Var Magnús GuðmundsAnnar golfklúbbur og golfvöllur son Akureyringur fenginn til leit dagsins ljós árið 1967. Unaðstoðar og ráðlegginga þegar gur Húsvíkingur, Ingimar Sigbrautirnar voru lagðar. Það sem urkarl Hjálmarsson, hafði dvalist allra best þótti við þetta svæði við nám í Reykjavík og ánetjast var að þar var þurrlendi en þar golfíþróttinni. Þegar hann bleyta og vatnsagi var nokkuð kom til heimahaganna aftur sem menn þurftu oft að klást við Jónas Aðalsteinsson, einn forystumanna að stofnun vildi hann gjarnan stunda íþrótt í golfvallargerð á þessum árum. Keilis og fyrsti formaður klúbbsins. sína. Enginn völlur var nær en Á nokkrum mánuðum varð á Akureyri og það kostaði allan þarna til sex holu golfvöllur og á árinu 1969 voru þrjár daginn að fara þangað til að spila. Ingimar leitaði að holur í viðbót tilbúnar og var þá völlurinn orðinn 2.900 mönnum á Húsavík til að liðsinna sér við að stofna klúbb metra langur. Að auki var komið upp dágóðu æfingasvæði. og koma upp velli. Bar svo vel í veiði að Óli Kristinsson Klúbburinn réðst líka í það stórvirki að kaupa húsið Vesvar búsettur þar nyrðra en hann var ágætur kylfingur og turkot sem stóð vestast á Hvaleyrinni í því skyni að breyta átti m.a. Íslandsmeistaratitil í 1. flokki í fórum sínum. Að því í klúbbhús “í gömlum stíl,” eins og það var orðað. auki hafði Óli yfirráð yfir túni sem sem hann lét í skiptum Rúmaði húsið lítið eldhús og sal sem tók þrjátíu manns fyrir annað tún sem var nær bænum og þótti hentugt fyrir í sæti. Útihúsin í Vesturkoti voru lagfærð og tekin undir golfvöll. Á þessu túni og nágrenni þess hannaði Ingimar starfsemi klúbbsins. Var þar aðstaða til að geyma 120 svo fimm holu golfvöll sem tekinn var í notkunn strax sukerrur, fata- og baðherbergi fyrir karla og konur og auk marið 1967 en þá var búið að stofna Golfklúbb Húsavíkur þess geymsla fyrir vélar og búnað sem golfvellinum fylgdi. með 11 félögum. Framkvæmdir við völlinn gengu svo vel að hann var formlega tekinn í notkun snemma í júlí 1967. Þá var efnt til vígslumóts. Keppendur í því voru fjórir: Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Ólafur G. Einarsson sveitarstjóri í Garðahreppi, Eyþór Stefánsson hreppstjóri í Bessastaðahreppi og Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Ráðamennirnir fengu sér til fylgdar og aðstoðar bestu kylfinga hvers sveitarfélags fyrir sig og voru þeir reyndar ekki af verri endanum. Tveir þeirra höfðu orðið Íslandsmeistarar, Jóhann Eyjólfsson sem aðstoðaði Ólaf G. og Þorvaldur Ásgeirsson sem var aðs-
Það var sannarlega hátíðarstund á golfþinginu sem haldið var í Reykjavík 1967 en þrír nýir klúbbar hefðu sótt um og fengið aðild að GSÍ: Golfklúbbur Akraness, Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Húsavíkur. Ári síðar bættist enn einn klúbburinn við: Golfklúbbur Ólafsfjarðar sem stofnaður var 14. janúar 1968 og kom sér þegar upp sex holu velli í landi jarðarinnar Bakka í Ólafsfirði.
Fjallið klifið í Grafarholtinu Á meðan verið var að stofna nýja klúbba og koma golfvöl-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
19
Sænski golfvallarhönnuðurinn Nils Skjöld stikar Grafarvogslandið í fyrstu heimsókn sinni hingað til lands, sumarið 1958.
lum í stand víða um land fór því fjarri að menn í gömlu klúbbunum þremur: Golfklúbbi Reykjavíkur, Golfklúbbi Akureyrar og Golfklúbbi Vestmannaeyja sætu með hendur í skauti sér. Þvert á móti var sjöundi áratugurinn tími athafna hjá þeim öllum. Mestu tímamótin ekki aðeins í sögu Golfklúbbs Reykjavíkur heldur í sögu golfíþróttarinnar á Íslandi urðu 21. september 1967 þegar í fyrsta sinn voru leiknar opinberlega 18 holur á Grafarholtsvellinum. Draumur sem allir kylfingar á Íslandi höfðu átt allt frá því að golfið nam hér land hafði loksins ræst og það aðeins tíu árum eftir að klúbburinn fékk landinu úthlutað. Miðað við aðstæður verður verki GR – manna varla betur lýst með einu orði en að segja að það hafi verið þrekvirki. Þegar uppbyggingin Grafarholtsvallarins hófst árið 1958 óraði engan GR – félaga fyrir því gífurlega og kostnaðarsama starfi sem framundan var. Mun erfiðara var að brjóta landið en búist var við og breyta gróðursnauðum melum í grasi grónar brautir. Í fyrstu var ætlunin að meginhluti vinnunnar við undirbúning og gerð vallarins yrði unnin í sjálfboðastarfi en fjótt kom í ljós að yrði sú leið eingöngu farin myndi seint miða. Eins og alltaf þegar svo stendur á gekk misjafnlega að virkja félaga til starfa. Hópur manna mætti á svæðið dag eftir dag og helgi eftir helgi. Beittu þeir hökum og járnkörlum við að losa grjót úr fyrirhuguðum brautum sem síðan var ekið á hjólbörum út af brautunum. Sumsstaðar þurfti að sækja mold og jarðveg í brautirnar langar leiðir. Eljusemi og þolinmæði einkenndi
120
starf þessara manna. Mátti það raunar undur heita að mönnum skyldi ekki fallast hendur eins og t.d. fyrri hluta sumars 1960. Þá var með eindæmum votviðrasamt og þeim jarðvegi sem búið var að koma í sumar brautirnar í Grafarholti skolaði burtu. Á öðrum stöðum á vellinum var eðjan slík að tvær jarðýtur og stór vörubíll sem þar var verið að nota sukku í hana og allt sat fast. “Þegar svo var komið var allri vinnu hætt, enda sjálfgert, þar til upp stytti,” skrifaði Guðlaugur Guðjónsson formaður vallarnefndar GR í Kylfing. Guðlaugur Guðjónsson: Framkvæmdir á nýja golfvellinum við Grafarvog. Kylfingur 1. tbl. 1961, bls. 7. Var það ekki fyrr en um miðjan júlí sem unnt var að hefja verk að nýju og um haustið voru nokkrar brautir orðnar iðjagænar – árangur sást af erfiðinu. Í umræddri grein komst Guðlaugur vel að orði er hann líkti golfvallargerðinni við fjallgöngu og geta þau orð hans sannarlega átt við gerð flestra golfvalla á Íslandi, fyrr og síðar: “Það má því með sanni segja, að alltaf séu nýir áfangar framundan. Þetta er eins og að ganga á fjall, alltaf sést ný og ný hæð fyrir ofan, en um þetta gildir sama og um fjallgöngu, ef haldið er áfram af iðni og þolinmæði kemst maður að lokum á toppinn og getur notið dásamlegs útsýnis. Þess vegna megum við ekki leggja árar í bát þó hægt gangi og erfiðleikar séu í vegi. – Ef við höfum það hugfast að hver áfangi sem við ljúkum við, færir okkur nær lokatakmarkinu, en það er fullkominn 18 holu
golfvöllur með öllu því sem honum tilheyrir, þá munum við með samheldni ná settu marki.”Sama heimild.
Framkvæmdunum skipt í áfanga
Frá öndverðu var lagt upp með að Grafarholtsvöllurinn yrði 18 holur en verkinu var áfangaskipt þannig að stefnt var að því að fullgera þar fyrst 9 holu völl og gerðu menn sér upphaflega vonir um að hann yrði fullbúinn eftir tvö til þrjú ár og að framkvæmdum við stóra völlinn yrði síðan lokið á árunum 1963 – 1964. Þótt starfið með handverkfærunum skilaði árangri þurftu GR – menn samt sem áður að fá stórvirkar vinnuvélar til þess að ryðja brautirnar á mörgum stöðum. Kom það sér vel að eigandi verktakafyrirtækis í Reykjavík, Báður Óli Pálsson, var klúbbnum velviljaður og lagði oft til vélar án þess að heimta fulla greiðslu fyrir.
Fjárhagur klúbbsins til framkvæmda var þröngur. Sem fyrr segir var gamli golfskálinn í Öskjuhlíðinni seldur fyrir 600 þúsund krónur og 50 þúsund krónur að auki fengust fyrir húsgögn skálans þegar þau voru seld. 11 þúsund króna tekjur hafði klúbburinn af túnþökusölu af gamla vellinum og fékk að auki 8 krónur fyrir hvern fermetra sem þar hafði verið ræktaður og gaf það 16 þúsund krónur. Samtals voru tekjur klúbbsins af sölu Öskjuhlíðarvallarins því 677 þúsund krónur og að auki fékk hann 100 þúsund krónur styrk frá Reykjavíkurborg. Allir þessir peningar og gott betur fóru í að ryðja landið fyrir fyrstu níu holur nýja golfvallarins. Auk sjálfboðaliðsstarfanna við gerð vallarins vann hópur manna í klúbbnum mikið starf við fjáröflun. Leitað var til fyrirtækja í Reykjavík og þau beðin um framlög. Á þann hátt söfnuðust drjúgar upphæðir. Félagsgjöld voru
Ljósmynd tekin ofan við Grafarvogsskálann árið 1964 eða 1965. Klúbbhúsið var að mestu byggt á því ári en seinlega gekk þó að innrétta efri hæð hússins vegna fjárskorts. Myndin sýnir vel þyrpingu húsa vestan við þar sem 15. flötin er nú. Um var að ræða íbúðahverfi sem byggðist upp á árunum eftir stríð og nefnt var ,,Smálönd.” Það heyrir nú sögunni til.
Ljósmynd: Sveinn Snorrason./Myndasafn Sveins Snorrasonar.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
121
Kylfingar fyrir utan bráðabirgðaskálann í Grafarholti. Í baksýn sést félagsheimili klúbbsins í byggingu. Myndin var tekin árið 1965 í klúbbakeppni GR og GV. Á myndinni má þekkja: Hafstein Þorgeirsson, Jóhann Eyjólfsson, Ólaf Loftsson, Ólaf Ágúst, Arnkel Guðmundsson, Helga Eiríksson, Anton Ringelberg, Gunnar Þorleifsson, Lárus Ársælsson, Júlíus Snorrason, Svein Þórarinsson, Hermann Magnússon, Ólaf Hafberg, Jón Hauk Guðlaugsson og Leif Ársælsson. Ljósmyndari: Viðar Þorsteinsson/Myndasafn Viðars Þorsteinssonar.
einnig hækkuð en þó varð jafnan að stilla þeim í hóf. Á þessum árum stóð félagatalan að mestu í stað. Um 200 manns voru í kúbbnum. Öðru hverju var reynt að efna til útbreiðsluátaka til að fá fleiri í klúbbinn en það bar takmarkaðan árangur. Þótt eigin fjáröflun væri umtalsverð kom þó brátt að því að klúbburinn varð að ráðast í miklar lántökur. Ýmsar nýjungar voru teknar upp við gerð golfvallarins í Grafarholti og þá fyrst og fremst við gerð og fágang flatanna. Til þessa hafði það tíðkast á golfvöllum á Íslandi að valinn væri vel sléttur blettur fyrir flatirnar og hann sleginn eins snöggt og framast var unnt. Voru gæði þeirra því yfirleitt ekki miklar. Við gerð Grafarholtsvallarins var farin ný leið sem Ólafur Bjarki Ragnarsson formaður GR lýsti þannig í viðtali við Lesbók Morgunblaðsins: “Þar sem halli er ekki nægur og hætta á vatni er grafið heilan metra niður og meðal þvermál flatarinnar er 15 – 20 metrar. Þá er sett möl neðst í gryfjuna, en þar ofan á er fyllt með blöndu af mold, sandi og áburði. Í efsta laginu
122
er þriðjungur af hverju: Fjörusandi eða skeljasandi, mold og skarna. Síðan er flötin sléttuð og vel hefur reynzt að sá túnvingli. Það eru að vísu til ýmsar tegundir af flatafræi, en við höfum ekki haft efni á að reyna þær.” Viðtal við Ólaf Bjarka Ragnarsson: Lesbók Morgunblaðsins 30. júní 1967. Þótt reynt væri að vanda til flatanna á Grafarholtsvellinum sem sem best mátti var það erfiðleikum háð að halda þeim góðum. Þar sem völlurinn var hátt yfir sjávarmáli gerðist það næstum árlega að meira eða minna kal varð í flötunum og þær voru lengi sumars að jafna sig. Ýmsar leiðir voru reyndar til þess að draga úr kalskemmdunum, m.a. þær að breiða gras yfir flatirnar á haustin og veturna en einnig það reyndist ekki fullnægjandi. Grafarholtsvöllurinn var unnin í áföngum. Mikil áhersla var lögð á að gera þar níu holur nothæfar til golfleiks. Það tók miklu lengri tíma en menn höfðu vænst og var það ekki fyrr en sumarið 1963 sem völlurinn var kominn í það ástand að unnt var að leika á honum og efna þar til móta. Stóð til að Íslandsmótið 1963 yrði haldið á vellinum en þegar til átti að taka var það mat manna að völlurinn væri
engan veginn tilbúinn fyrir svo stóra keppni. Því yrði að fresta til ársins 1964 að halda þar Íslandsmót. Þegar mótsstaðurinn 1964 var valinn var GR send fyrirspurn um hvort talið væri að Grafarholtsvöllurinn yrði mótshæfur um sumarið og fengust þau svör frá klúbbnum að það myndi tæpast verða og því var ákveðið að færa mótið til Vestmannaeyja. Það var því ekki fyrr en sumarið 1965 að löngu hléi á Íslandsmótum í Reykjavík lauk og Grafarholtsvöllurinn varð í fyrsta sinn vettvangur þess. Þá var hann orðinn 12 holur. Raunar voru ekki allir sammála um að völlurinn væri þá orðinn leikhæfur. Á stjórnarfundi í GSÍ í marsmánuði 1965 þar sem fjallað var um hvar halda skyldi Íslandsmótið kom í fyrsta sinn til atkvæðagreiðslu um mótsstað. Var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu að halda mótið á Grafarholtsvellinum. Sá sem greiddi atkvæði gegn því var Akureyringurinn Gunnar Sólnes sem lýsti þeirri skoðun sinni að völlurinn væri engan veginn hæfur til þess að halda þar landsmót. Mótið fór svo fram á tilsettum tíma um sumarið og lauk því með öruggum sigri Magnúsar Guðmundssonar frá Akureyri. Magnús hafði þá um skeið starfað sem kennari hjá GR og einnig séð um framkvæmdir á vellinum. Var haft eftir honum að Grafarholtsvöllurinn væri skemmtilegur völlur í fögru umhverfi en erfiður og “...gerði ítrustu kröfur til bestu manna”. Morgunblaðið 12. júní 1965.
skó í slíkt ferðalag. Það var líka sannarlega heilmikið mál að drösla golfsettinu og öðrum búnaði sem þurfti til leiksins með sér. Því var ekki bara æskilegt heldur algjörlega nauðsynlegt vegna viðgangs á íþróttarinnar að að ráðast í það að byggja golfskála á svæðinu. Miðað við hvað fjárhagur klúbbsins var erfiður hefði kannski verið eðlilegast að reisa þar bráðabirgðahús en GR - ingar voru stórhuga. Ákveðið var að freista þess að finna leiðir til þess að byggja þarna hús til frambúðar og leggja á það áherslu að auk almennrar félags- og veitingaaðstöðu yrði í því rými þar sem kylfingar gætu geymt golfbúnað sinn. Gísli Halldórsson arkitekt var fenginn til þess að teikna nýja golfskálann og lágu teikningar hans fyrir snemma árs 1964. Golfskálanum var þannig valinn staður að hann var byggður í og við aðalhæðina í Grafarholtsdalnum. Teigur fyrstu brautarinnar var rétt ofan skálans og flöt 18. brautar í dalverpinu fyrir neðan hann. Gert var ráð fyrir því að á neðri hæð byggingarinnar yrðu geymslur m.a. fyrir golfbúnað 150 – 200 kylfinga en á efri hæðinni yrði góð fundaaðstaða og stór veitingasalur og að sá hluti hans sem sneri að vellinum yrði að mestu úr gleri, þannig að þar gæti fólk setið, horft yfir völlinn og fylgst með kylfingum leika á vellinum. Á þeirra tíma mælikvarða var þetta mjög stórt hús, um 400 fermetrar. Haft var í huga við hönnun hússins að möguleikar væru fyrir Golfklúbbinn að leigja veitingasalinn utanaðkomandi aðilum fyrir samkomuhald og áhersla lögð á að húsið yrði þannig úr garði gert að það félli undir ramma um félagsheimili en á þessum tíma var starfræktur sjóður á vegum ríkisins sem veitti fjármagni til slíkra bygginga.
Unnið var áfram að því að stækka völlinn og fullgera. Síðsumar 1967 var farið að leika allar 18 holurnar og formlega var völlurinn síðan allur tekinn í notkun með opnu móti sem haldið var 23. september. Mótið hófst um hádegisbil og var þátttakendafjöldi slíkur að leikið var fram í myrkur. Kyfinga fýsti að verða með í þeim sögulega atburði er fyrsti 18 holu golvöllurinn á Íslandi var Á árinu 1964 minntist Golfklúbbur orðinn staðreynd. Þótt völlurinn og þá Reykjavíkur þess að þrjátíu ár voru liðin Ólafur Bjarki Ragnarsson. sérstaklega nýrri hlutinn væri “hrár” luku alfrá því að forveri klúbbsins, Golfklúbbur lir lofsorði á hann. Helst var að menn kvörÍslands, var stofnaður. Einn liður í þeim tuðu yfir því að erfitt væri að ganga völlinn og sögðust hátíðarhöldum fór fram 12. maí en þá var fyrsta skóflussumir hafa verið að niðurlotum komnir er leiknum lauk. tungan að nýja skálanum tekin. Þá var efnt til samkomu í Grafarholtinu þar sem viðstaddir voru nokkrir frumherjar golfsins á Íslandi, forystumenn Golfklúbbs Reykjavíkur, Skálabyggingin var stórvirki Golfsambands Íslands, forseti ÍSÍ, íþróttafulltrúi ríkisins, fulltrúi ÍBR og fréttamenn. Við þetta tækifæri flutti En golfvallargerðin var ekki eina stórframkvæmdin sem GR – ingar réðust í á þessum árum. Grafarholtið var út úr Þorvaldur Ásgeirsson formaður GR ávarp en faðir hans, Ásgeir Ólafsson, var einn af stofnendum Golfklúbbs Ísog óx sumum í augum að fara alla leiðina þangað til þess að leika golf og menn urðu að útbúa sig með nesti og nýja lands á sínum tíma og var hann um árabil einn af fremstu
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
123
kylfingum landsins. “Við erum hér í dag að hefjast handa á stórvirki, hinum nýja golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur. – Þetta er mikill áfangi, sem kosta mun 3 – 4 millj. króna. Takmark þetta hefur kostað okkur margra ára undirbúning, en við teljum það ekki eftir – við minnumst þeirra sem fluttu landinu þessa göfugu íþrótt og þökkum þeim brautryðjendastarfið.”Morgunblaðið 13. maí 1964 bls. 26-27. Valtýr Albertsson læknir, einn af frumkvöðlum golfíþróttarinnar á Íslandi, tók fyrstu skóflustungu byggingarinnar. Síðan hófust byggingaframkvæmdir af fullum krafti og var húsið orðið fokhelt um haustið en töluverðan tíma tók að fullgera það. Mest um vert var að fljótlega fengu kylfingar sem lögðu leið sína í Grafarholtið aðstöðu til þess að geyma golfdótið sitt og gátu keypt sér veitingar.
Akureyringar færa sig til fjalla Á sama tíma og félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur unnu hörðum höndum að því að koma sér upp velli og skála var mikil gerjun í golfvallarmálum á Akureyri. Svo sem fram hefur komið höfðu kylfingar nyrðra unað vel hag sínum á vellinum við Þórunnarstræti og þótt þeir gerðu sér grein fyrir því að einhverntímann kæmi að því að þeim yrði ekki vært þar lengur þá var það þeim mikið áfall hversu skjótt það gerðist. Það var sárabót að á árinu 1964 festi Akureyrarbær kaup á jörðinni Jaðri með það í huga að þar yrði athafnasvæði Golfklúbbs Akureyrar til frambúðar. Á stjórnafundi í GA í nóvember 1964 var ákveðið að fá þá Magnús Guðmundsson golfkennara og Júlíus Sólnes verkfræðing til þess að vinna teikningar að fyrirhugðum velli “og gera það sem allra fyrst.”Frímann Gunnlaugursson, Gylfi Kristjánsson: Golfklúbbur Akureyrar 50 ára, Akueyri 1985, bls. 64. Mikill áhugi var á golfvallarmálinu meðal kylfinga á Akureyri sem m.a. mátti sjá á aðalfundi klúbbsins árið 1965 en á hann mættu nánast allir virkir félagar í klúbbnum. Þar var rætt fram og aftur um Jaðar og voru sumir svo bjartsýnir að telja að unnt yrði að koma þar upp 18 holu velli á tiltölulega skömmum tíma en aðrir mölduðu í móinn og sögðu að til þess að slíkt yrði mögulegt þyrfti félögum í klúbbnum að fjölga verulega. Aðalfundurinn fól stjórn klúbbsins að vinna að undirbúningi málsins og haustið 1965 lét hún gera framkvæmdaog kostnaðaráætlun fyrir gerð níu holu vallar að Jaðri. Var búist við því að kostnaður við frumframkvæmdirnar yrði um 130 þúsund krónur en svo mikla peninga átti klúbbu-
124
rinn vitanlega ekki til. En á snæri hans hljóp. Akureyrarbær ákvað að veita 200 þúsund krónum til golfvallargerðarinnar og þótti GA – mönnum ástæða til þess að fjalla sérstaklega um velvild bæjarfélagsins á aðalfundinum árið 1966. Gerði bærinn raunar gott betur því á árinu 1967 veitti hann 250 þúsund krónum til framkvæmdanna að Jaðri og þegar það nálgaðist að völlurinn kæmist í stand lagði bæjarfélagið enn til rausnarlegt framlag. Má segja að afstaða Akureyrarbæjar og framlög hans yrðu öðrum bæjarfélögum leiðarljós þegar golfklúbbar fóru að banka upp á hjá þeim og biðja um aðstoð. Framkvæmdir við Jaðarsvöllinn hófust um miðjan september 1966 og sagði þá í fréttum að Golfklúbbur Akureyrar ætlaði að gera þarna 18 holu völl “væntanlega þann fullkomnasta á landinu.”Dagur 21. september 1966. Í tilefni upphafs framkvæmdanna var efnt til samkomu á Jaðarsvæðinu þar sem Páll Halldórsson, formaður GA, flutti ávarp, lýsti fyrirhugðum framkvæmdum og notaði einnig tækifærið til þess að minnast 30 ára afmælis GA. Síðan tók einn elsti og virkasti félaginn í GA, Helgi Skúlason augnlæknir, fyrstu skóflustunguna og að þeirri athöfn lokinni “hófu vélar þeirra bræða Baldurs og Gísla Sigurðssona starf, samkvæmt samningi þar um.”Sama heimild. Og það var mikill hugur í GA – mönnum. Skömmu eftir að framkvæmdir hófust birtist grein í Akureyrarblaðinu Degi þar sem H.G. (væntanlega Hafliði Guðmundsson) fjallaði um fyrirhugaðan völl og golf á Akureyri. Um Jaðarsvöllinn segir hann: “Verður það mikið verk og dýrt. Er hér um að ræða eitt hið skemmtilegasta vallarstæði og mun þetta að lokum verða bezti golfvöllur á landinu.” Í greininni er þó kvartað yfir því að virkir félagar í klúbbnum séu ekki nema 60 – 70. “...væri óskandi að bæjarbúar kynntu sér golfið meira en nú er og dæmdu það ekki ómerkilegt án þess að kynna sér staðreyndir betur en margir gera nú.” Tækifærið var einnig notað til þess að brýna Akureyringa og bent á að “helmingi minni bæir, eins og Keflavík, er búinn að byggja upp golfvöll hjá sér á 2 – 3 árum að mestu úr óræktuðu landi og kvarta ekki.” H.G. Frá Golfklúbb Alureyrar, Dagur 14. október 1966. Unnið var af kappi að framkvæmdum að Jaðri og kom fram á stjórnarfundi í GA 5. apríl 1967 að búið væri að vinna fyrir 250 þúsund krónur og hefði klúbburinn orðið að taka lán til framkvæmdanna. Haustið 1967 var gengið endanlega frá samningi milli klúbbsins og Akureyrarbæ-
Horft frá upphafsteignum á eldri helmingi Jaðarsvallar yfir á 9. flötina. Myndin var tekin á Landsmótinu 1979. Ljósmynd: Ljósmyndasafn GA.
jar um vallarsvæðið. Áfram var haldið við vallargerðina á árunum 1968 og 1969 og fór þá að sjá fyrir endann á því markmiði að ljúka við níu holu völl. Áformað hafði verið að gera endurbætur á gamla bænum á Jaðri og breyta honum í klúbbhús en þær framkvæmdir voru látnar sitja á hakanum meðan á vallarframkvæmdunum stóð. Og 1970, fjórum árum eftir að framkvæmdirnar hófust var þeim lokið og í tilefni þess haldið fjölmennt vígslumót. Allan tímann sem framkvæmdir við Jaðarsvöllinn stóðu yfir var völlurinn við Þórunnarstræti notaður og var ákveðið að halda honum opnum enn um sinn þótt nýi völlurinn væri kominn til sögunnar.
Landvinningar í Vestmannaeyjum Vestmannaeyingar létu heldur ekki deigan síga. Á golfþinginu 1961 var ákveðið að Íslandsmótið 1962 færi fram í Eyjum. Sami annmarki var á vallarmálum þar og þegar mótið fór þar fram árið 1959 – golfvöllurinn var aðeins sex holur en forráðamenn Golfklúbbs Vestmannaeyja höfðu fullvissað fulltrúa á golfþinginu um að málinu yrði bjargað, rétt eins og þá. En nú var munurinn sá að ætlunin var að leigja ekki það land sem nauðsynlegt
var vegna stækkunar vallarins, heldur freista þess með einhverjum ráðum að fá það keypt þannig að völlurinn yrði níu holur til frambúðar. Þarna var um að ræða ræktuð tún og eigendur þeirra sem voru fjórir voru ekkert sérstaklega spenntir að láta þau af hendi, jafnvel þótt peningagreiðsla væri boðin. Um það hvernig kaupin gerðust á Eyrinni fjallar Sigurgeir Jónsson í bók sinni um Golfklúbb Vestmannaeyja 70 ára og segir m.a.: “Í þessum samningaumleitunum kom sér vel að hafa mann með diplómatíska hæfileika, þar sem var formaðurinn, Lárus Ársælsson. Mun það ekki hafa verið síst fyrir hans framgöngu sem tókst að fá þetta land keypt. Meðal þessara túneigenda voru Björn á Kirkjulandi og erfingjar Gísla Magnússonar í Skálholti. Munu þeir samningar hafa gengið nokkuð snurðulítið. Öllu erfiðar var að eiga við landeigendur að svæðinu þar sem nú er 4. braut, sem nefnist Langa. Það var dánarbú Gunnars Ólafssonar á Tanganum sem átti þetta svæði. Á þessum árum andaði heldur köldu milli stærstu útgerðaraðilanna í Eyjum og Tangamenn voru ekkert ginnkeyptir fyrir því að fara að láta Sælana, eins og Ársæll Sveinsson og synir hans voru yfirleitt kallaðir, fara að fá land. Í huga þeirra Tanga-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
125
Á þeim gamla Ráshópur á gamla vellinum í Reykjavík vorið 1962. Frá vinstri: Sveinn Snorrason, Hjálmar Vilhjálmsson, Pétur Björnsson og Arnkell Guðmundsson. Ljósm: Óþekktur/Myndasafn Arnkels Guðmundssonar.
Bæjarkeppni á nýja vellinum í Grafarholti 1965
Klúbbakeppni GR/GV 1965. Fremri röð: Ólafur Hafberg GR, Jón Haukur Guðlaugsson GV, Hafsteinn Þorgeirsson GR, Arnkell B. Guðmundsson GR. Aftari röð: Gunnar Þorleifsson GR, Helgi Jakobsson GR, Sverrir Einarsson GV, Pétur Björnsson GR, Sveinn Ársælsson GV, Hallgrímur Þorgrímsson GV, Jóhann Eyjólfsson GR, Skarphéðinn Vilmundarson GV, Ingólfur Isebarn GR, Ólafur Ágúst Ólafsson GR, Helgi Eiríksson GR, Lárus Ársælsson GV, Leifur Ársælsson GV, Viðar Þorsteinsson GR, Atli Aðalsteinsson GV, Ólafur Loftsson GR, Sveinn Þórarinsson GV, Hermann Magnússon GV, Júlíus Snorrason GV.
126
manna voru Sælarnir og golfklúbburinn eitt og hið sama og þeir töldu líkur á að þarna væru Sælarnir að reyna að ná í landsvæði fyrir sjálfa sig. Lárus var vel meðvitaður um þetta og beitti sér því ekki sjálfur í þeim samningum heldur fékk aðra úr stjórninni til að sjá um þau samningamál, þar á meðal Sverri Einarsson.”Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár 1938 – 2008. Vestmannaeyjar 2008, bls. 50-51. Um það bil mánuði fyrir Íslandsmótið fékkst niðurstaða. Golfklúbburinn gerði þá tuttugu þúsund króna tilboð í landið og var því tekið. Þar með hafði klúbburinn náð yfirráðum yfir nær öllu því landi sem þurfti fyrir níu holu golfvöllinn. Var ekki beðið boðanna að gera nýju holurnar leikhæfar fyrir mótið. Hlaðnir voru teigar, túnin þar sem brautirnar lágu voru snöggslegin með þeim vélakosti sem fyrir hendi var og mikið verk var unnið við að gera flatir. Allt þetta starf svo og annað það sem gera þurfti við völlinn í Eyjum var unnið í sjálfboðastarfi. Var völlurinn í góðu ástandi þegar mótið hófst en keppendur á því voru hvorki fleiri né færri en 76 talsins. Þótt mikilverðum árangri væri náð með kaupunum landa var björninn samt ekki unninn. Svo sem fram hefur komið áður missti golfklúbburinn hluta vallar síns árlega undir þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum og voru þær brautir vart leikhæfar í heilan mánuð á hverju sumri. Því var það baráttumál að fá aukið landrými og hætta notkun þess lands sem var á þjóðhátíðarsvæðinu. Á aðalfundi klúbbsins 1966 var samþykkt ályktun þar sem skorað var á stjórn klúbbsins að vinna að því að fá aukið “jarðnæði til golfiðkana og að gert verði ráð fyrir vellinum í því skipulagi sem nú er unnið að á vegum bæjarfélagsins.”Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár 1938 – 2008, Vestmannaeyjum 2008, bls. 62. Þessi ályktun var afgreidd til bæjarstjórnarinnar en þá var einn félagi í golfklúbbnum, Magnús H. Magnússon, orðinn bæjarstjóri og töldu golfklúbbsmenn sig því eiga þar hauk í horni. Áfram var unnið að því að fá nýtt land annað hvort keypt eða leigt fyrir golfvöllinn og varð nokkuð ágengt í þeim málum. Í ágústmánuði 1966 voru í fyrsta sinn notaðar þrjár nýjar brautir og þar með stigið fyrsta stóra skrefið að breyta vellinum þannig að “þjóðhátíðarholurnar” yrðu teknar úr notkun. Sumarið 1967 voru enn gerðar breytingar á vellinum og brautir þá færðar til. Það sumar urðu einnig þau tímamót hjá GV að í fyrsta sinn réð klúbburinn vallarstjóra á launum til starfa og var aðalverkefni hans að sjá
um slátt og umhirðu vallarins. Ákveðið var að Íslandsmótið árið 1968 færi fram í Vestmannaeyjum og eins og alltaf kallaði það bæði á framkvæmdir og umbætur. Um þessar mundir var fjárhagur klúbbsins orðinn mjög erfiður enda hafði miklum peningum verið varið til kaupa og leigu á landi. Aldrei þessu vant heyrðust því raddir meðal klúbbfélaga að Vestmannaeyingar væru ekki í standi til þess að taka að sér svo veigamikið mót sem Íslandmótið var orðið. Þær voru þó kveðnar niður og miklu bjargaði að í fyrsta sinn í þrjátíu ára sögu klúbbsins fékk hann nú framlag frá Vestmannaeyjabæ og var það hið rausnarlegasta eða 89 þúsund krónur. Enn var ráðist í framkvæmir og að þeim loknum var skipulag vallarins komið í það horf sem haldist hefur að mestu síðan. Ljóst var að næsta stórverkefni í Vestmannaeyjum yrði að reisa nýjan golfskála, ekki aðeins vegna þess að gamli skálinn væri orðinn of lítill heldur einnig vegna þess að breytingarnar á vellinum gerðu það að verkum að hann var orðinn úrleiðis. Þótt nokkrar ölduhreyfingar væru í golfstarfinu í Vestmannaeyjum á sjöunda áratugnum verður ekki annað sagt en að það hafi verið þróttmikið þegar á heildina er litið. Í hópi afrekskylfinga GV voru að verða kynslóðaskipti. Einn helsti afreksmaður klúbbsins til margra ára og raunar forystumaður hans á flestum sviðum, Sveinn Ársælsson, lést á góðum aldri 3. febrúar 1968. Heiðruðu Eyjamenn minningu hans með því að efna til minningarmóts um hann. Bræður hans héldu uppi merkinu en til sögunnar voru einnig að koma ungir og bráðefnilegir kylfingar. Má segja að golfið hafi lotið sömu lögmálum og aðrar íþróttagreinar í Eyjum. Þar var alltaf hópur afreksmanna og þegar fór að draga af þeim eldri tóku þeir yngri við af fullum krafti.
Eisenhower mótið eina tækifærið Eftir hina sögulegu för Íslendinga 1958 á heimsmeistaramót áhugamanna í golfi til St. Andrews í Skotlandi voru tilfinningar manna blendnar þegar rætt var um möguleika á þátttöku í mótum erlendis. Heimsmeistaramótið sem farið var að kenna við Dwight David Eisenhower Bandaríkjaforseta eftir að hann gaf til þess bikar var haldið annað hvert ár. Þótt íslenskir kylfingar hefðu ekki sótt frægð né frama í fyrsta mótinu sem þeir tóku þátt í blundaði undir niðri hjá sumum bestu kylfingum landsins sú von að komast á mótið, keppa þar og sjá bestu kylfinga
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
127
Magnús Guðmundsson með langt pútt á mótinu í Eyjum árið 1964. Ljósmynd: Viðar Þorsteinsson. Myndasafn Viðars Þorsteinssonar.
heimsins í röðum áhugamanna leika listir sínar. Mótið var haldið í Bandaríkjunum árið 1960 og í Japan árið 1962. Í hvorugt skiptið leiddi stjórn GSÍ að því hugann að senda þangað keppendur, hvað þá meira. Kostnaður við slík langferðalög voru hugsanlegum þátttakendum algjörlega ofviða. En árið 1964 bar hins vegar betur í veiði. Mótið skyldi fara fram í Róm dagana 3. – 11. október. Á stjórnarfundi í GSÍ 15. febrúar var ákveðið að kanna hvort vilji klúbbanna stæði til að senda þátttakendur þangað.Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 15. febrúar 1964. Og á golfþinginu sem haldið var í Vestmannaeyjum 8. júlí flutti stjórnin svo tillögu um að fjórir menn yrðu sendir til keppninnar og var hún samþykkt samhljóða. Fundgerðarbók Golfsambands Íslands 8. júlí 1964. Um sumarið kom svo að því að velja þátttakendur til fararinnar. Golflúbbur Reykjavíkur sendi stjórn GSÍ tillögu um þá Óttar Yngvason, Pétur Björnsson, Jóhann Eyjólfsson og Ólaf Ág. Ólafsson. Frá öðrum klúbbum heyrðist ekki og þótti undarlegt að Akureyringar skyldu ekki gera tillögu um Magnús Guðmundsson en talið var að hann ætti öðrum íslenskum kylfingum fremur möguleika á að standa sig vel í mótinu. “Mættir eru sammála um að gefa Magnúsi kost á því að fara sem fyrsti maður, ef hann
128
óskar þess, með þeim skilyrðum sem sett voru á golfþinginu fyrir þátttöku.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 9. ágúst 1964 Eftirgrennslanir stjórnar GSÍ leiddu í ljós að það hafði einfaldlega farist fyrir hjá Akureyringum að tilnefna menn til Rómarfararinnar. Kom fram beiðni um að þeir Magnús og Gunnar Sólnes yrðu valdir og ákvað stjórnin “... eftir atvikum að viðurkenna rétt Gunnars Sólness og Magnúsar Guðmundssonar til þess að teljast til umsækjenda, enda þótt umsókn þeirra vegna hafi borist eftir að umsóknarfresturinn er liðinn. Þó verður að átelja þann drátt sem orðið hefur á þessu og stjórnin leggur til að í framtíðinni verði slíkir tilkynningadrættir látnir varða við réttindamissi.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 16. ágúst 1964. Þegar kom að því að velja menn til fararinnar þóttu tveir menn sjálfsagðir: Magnús Guðmundsson og Óttar Yngvason en ákveðið var að efna til úrtökumóts fyrir hina umsækjendurna fjóra. Til þess kom þó ekki þar sem þeir Ólafur Ág. Ólafsson og Jóhann Eyjólfsson drógu sig í hlé. Sveitin sem hélt í suðurferðina var því skipuð þeim Magnúsi Guðmundssyni, Óttari Yngvasyni, Gunnari Sólnes og Pétri Björnssyni. Sverrir Einarsson var valinn fararstjóri og Stefán Árnason fenginn til þess að verða
fulltrúi Golfsambands Íslands á þingi alþjóðasambandsins (W.A.G.C) sem haldið var í tengslum við mótið. Þótt sjóðir Golfsambands Íslands væru rýrir var ákveðið að styrkja keppendur um tvö þúsund krónur á mann. Auk þess var gengið í að útvega styrki frá Íþróttasambandi Íslands og fleiri aðilum vegna ferðarinnar. Rétt eins og þegar haldið var til Skotlands árið 1958 urðu þó þátttakendur að greiða meginhluta kostnaðarins úr eigin vasa og stóðu Íslendingar að þessu leyti höllum fæti. “Eins og áður segir, var framkvæmd öll með miklum myndugleika, en þó bar á einn skugga gagnvart okkur Íslendingum, en það var hinn mikli kostnaður, sem var þessu samfara. Ég nefni Íslendinga sérstaklega, því ég hleraði hjá aðilum, sem þarna voru, að flestir keppendur annarrra þjóða þurftu lítinn persónulegan kostnað að bera af þátttöku sinni.”Sverrir Einarsson: Rómar – reynsla, Kylfingur 1. tbl. 1965.
Sjá Róm og ... Á tilsettum tíma voru Íslendingarnir mættir á Olgiata - golfvöllinn í Róm. Þar gat að líta. Einkum þótti þeim æfingasvæðið glæsilegt en þar voru víðáttumikil svæði með allskonar merkingum, sandglompum og púttvöllum. Fengu menn að æfa sig þarna í fjóra daga áður en mótið hófst og nýttu Íslendingarnir sér það óspart. Svo hófst keppnin. Fyrirkomulag hennar var þannig að leikinn var höggleikur og spilaðar átján holur á dag í fjóra daga. Þrír bestu í hverri sveit töldu dag hvern og réði samanlagður höggafjöldi röð þátttökuþjóðanna. Skemmst er frá því að segja að Íslendingunum gekk ekki vel. Einkum reyndust þeim sandglompurnar þungar í skauti og kom fyrir að þeir þyrftu mörg högg aðeins til þess að komast upp úr þeim. Þá voru brautirnar lengri og erfiðari en menn áttu að venjast frá stuttu golfvöllunum á Íslandi. Svo fór að Íslendingar urðu næstneðstir í keppninni – skutu aðeins Uruguay aftur fyrir sig. Þótt vitað væri fyrirfram að við ramman reip yrði að draga þótti þetta engan veginn ásættanlegur árangur og raun mikil vonbrigði þar sem menn héldu að Íslendingum hefði fleygt verulega fram í íþróttinni. Þátttakendurnir fjórir luku þó upp einum rómi um að til Rómar hefðu þeir sótt dýrmæta reynslu og þekkingu. Þá helsta að ekki þýddi að fara í slíkt mót án meiri undirbúnings og þjálfunar.
Sverrir Einarsson sem var fararstjóri hópsins skrifaði síðar langa grein í blaðið Kylfing sem hann kallaði “Rómar – reynsla”. Þar ræddi hann m.a. um stöðu íslenskra kylfinga í golfsamfélagi þjóðanna og leitaði skýringa á því að frammistaðan varð ekki betri en raun bar vitni. Benti hann m.a. á að íslenskir kylfingar stunduðu íþróttina af minni alvöru en flestir aðrir. “Algengast er að menn mæti til iðkunar þessarar íþróttarar eingöngu í þeim tilgangi að þeysast um völlinn þveran og endilangan og afgreiða svo og svo margar holur, sex, tíu eða 18 eftir atvikum. Þetta er einnig ofur eðlilegt þar eð enginn þeirra golfklúbba sem lengst hafa starfað og átt hafa yfir að ráða sæmilegum golfvöllum hafa gert ákveðnar tilraunir til að hvetja menn til kerfisbundinna æfinga, með því að skapa til þess sæmilega aðstöðu.”Sverrir Einarsson: Rómar – reynsla. Kylfingur 1. tbl. 1965. Þá taldi Sverrir það algjörlega nauðsynlegt að sandglompur yrðu settar upp á íslenskum golfvöllum: “Þá ber ekki síður að benda á nauðsyn þess að koma fyrir “bunkerum” á viðeigandi stöðum, því að slík fyrirbæri spila hreint ekki svo litla rullu í golfleik þeirra útlendinga. Tel ég vonlítið um stórstígar framfarir okkar manna á erlendum vettvangi, ef ekki er undinn bráður bugur að byggingu slíkra torfæra.”Sama heimild. Í lok greinar sinnar velti Sverrir því fyrir sér hvort Íslendingar ættu að sækja golfmót á borð við Eisenhower – keppnina: “Hjá sumum hefur komið fram sú skoðun, að eins og málum sé háttað hjá okkur nú sé íþróttin á því stigi að við séum ekki frambærilegir þátttakendur. Að okkar vettvangur sé miklu fremur Norðurlöndin og meginland Evrópu. Þar sé um ýms mót að ræða, sem okkur standi nær að taka þátt í, meðan við séum að öðlast meiri reynslu. Vissulega er æskilegt að íslenzkum kylfingum gefist kostur á að taka þátt í fleiri mótum á erlendum vettvangi, og ber að stuðla að því. En hins vegar sé ég ekki, að fenginni reynslu frá síðasta móti, að þangað eigum við ekki erindi. Við þurfum aðeins að taka þetta mál fastari tökum, gera okkur grein fyrir því, að mót þetta er merkilegra en svo, að kastað sé til höndunum með undirbúning.”Sama heimild.
Lagt í langferð Þótt ekki gengi betur í Róm en raun bar vitni var samt ekki bilbugur á mönnum. Eisenhower – mótið var raunar eina stórmótið sem íslenskir kylfingar höfðu greiðan að-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
129
Íslenski landsliðshópurinn sem hélt til Rómar á heimsmeistaramótið 1964. Frá vinstri: Sverrir Einarsson liðsstjóri, Pétur Björnsson, Magnús Einarsson, Gunnar Sólnes og Óttar Yngvason.
gang að og með þátttöku í því giltu sömu viðhorf og alltaf þegar kylfingar halda út á golfvellina – að vonandi gangi betur nú en síðast. Golfsamband Íslands ákvað að gera allt sem í þess valdi stóð til þess að standa betur að þáttöku Íslands í mótinu 1966 en gert hafði verið í Rómarmótinu. Þá var einkum hugað að því að afla fjármuna í tíma og auðvelda væntanlegum þátttakendum þar með að komast. Gallinn var sá að mótið fór að þessu sinni óralangt í burtu, í Mexikó. Golfsamband Íslands hafði öll spjót úti ekki aðeins í fjáröflun heldur einnig í undirbúningi keppenda. Settar voru reglur um val keppenda sem grundvölluðust á árangri þeirra í mótum sumarsins 1966 og þurftu þeir að keppa í ákveðnum fjölda móta til þess að eiga möguleika á að verða valdir til fararinnar. Var klúbbunum tilkynnt þessi ákvörðun stjórnarinnar og þeir beðnir um að fylgjast með sínum bestu kylfingum og tilkynna árangur þeirra til stjórnarinnar. Einnig var rætt um þann möguleika að fá erlenda kylfinga hingað til keppni en af því gat þó ekki orðið, aðallega vegna kostnaðar. Fundargerðarbók Golfsambands Ísland 8. desember 1965. Stofnaður var sérstakur utanfararsjóður og sópað út í öll horn í leit að styrkjum og framlögum. Meira að segja var haft fyrir því að skrifa háttvirtu alþingi og fara fram á fjárveitingu
130
á fjárlögum upp á 75 þúsund krónur. Fundagerðarbók Golfsambands Íslands 17. nóvember 1965. Ekki virðist því bréfi hafa verið svarað, hvað þá meira. Íþróttasamband Íslands veitti hins vegar Golfssambandinu góðan stuðning, 14.520 krónur og að auki 3.872 krónur í styrk til þess að senda fulltrúa á alþjóðaþingið. Þá fékkst einnig fjárstuðningur frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Eftir að þátttakendur höfðu verið valdir afhentu klúbbar þeirra sambandinu einnig peninga til stuðnings förinni og að auki var efnt til styrktarmóta þar sem þátttökugjöld runnu til Mexikóferðarinnar. Þegar upp var staðið hafði safnast svo álitleg upphæð að hver og einn þátttakandi fékk 10.600 króna styrk til ferðarinnar. Dugði það þó skammt svo sem sjá má af því að fargjaldið á mann var rösklega átján þúsund krónur. Enn urðu þátttakendur því að draga upp pyngju sína og greiða úr henni djúgar fjárhæðir. Nokkuð var sjálfgefið hvaða fjórir kylfingar völdust til fararinnar. Það voru þeir Magnús Guðmundsson frá Akureyri, Suðurnesjamaðurinn Þorbjörn Kjærbo og Reykvíkingarnir Óttar Yngvason og Ólafur Bjarki Ragnarsson. Fararstjóri í langferðinni var Ólafur Ág. Ólafsson.
Keppnin í Mexikó fór fram seinni hluta októbermánaðar. Í hvorugt fyrri skiptanna sem Íslendingar höfðu farið til slíks móts var nánast ekkert fjallað um ferðina og árangur keppenda í íslenskum blöðum. Nú brá út af vananum þar sem Morgunblaðið reyndi að fylgjast með mótinu og birti frétt eftir fyrsta daginn þar sem sagði að Íslendingunum hefði gengið illa, nema Magnúsi Guðmundssyni sem leikið hefði á 76 höggum eða aðeins 4 höggum yfir pari vallarins. Þótti það óneitanlega vel af sér vikið og vakti vonir um að a.m.k. honum myndi vegna vel í keppninni. En því miður. Það sanna kom í ljós – Magnús hafði leikið á 86 höggum og því verið óralangt á eftir þeim bestu. Að þessu sinni var útkoman svipuð og í fyrri mótunum. Íslendingar urðu aftarlega á merinni. Þrjú bestu skor hvers dags voru reiknuð. Samanlagður höggafjöldi Íslendinga í mótinu var 1.024 högg og aðeins Dóminikanska lýðveldið með 1.031 högg og Portó Ríkó með 1.070 högg voru neðar á töflunni. Mikill munur var á getu liðanna sem þarna reyndu með sér. Ástralar unnu sigur en sú Norðurlandaþjóð sem var næst fyrir ofan Íslendinga voru Danir sem lentu í sjötta neðsta sætinu en léku þó samtals á 54 höggum minna en Íslendingarnir. Skor Íslendinganna í mótinu var: Magnús Guðmundsson 86 – 80 – 85 – 79 Óttar Yngvason 88 - 83 – 85 - 85 Ólafur Bjarki 88 – 88 Sverrir Einarsson. – 96 – 91 Þorbjörn Kjærbo 98 – 94 – 88 – 89 Eftir á urðu nokkrar umræður um réttimæti þess að senda íslenska golflandsliðið í svo langa og dýra ferð. Heyrðust raddir um að betur hefði verið heima setið en af stað farið. Á golfþinginu 1967 flutti Ólafur Ág. Ólafsson skýrslu um Mexikóförina og taldi hana hafa verið bæði góða og árangursríka að því leyti að keppendurnir hefðu öðlast dýrmæta reynslu sem kæmi þeim og öðrum til góða í framtíðinni. Hefðu keppendurnir vakið töluverða athygli og ferðin í heild verið góð landkynning. Fundargerðarbók
Golfssambands Íslands 14. ágúst 1967.
Sólin, hitinn og glompurnar erfiðar viðfangs í Madrid Ekki kom einu sinni til álita að senda keppendur á næsta Eisenhower – mót sem fram fór í Ástralíu. Enginn hefði haft efni á að eyða tíma og peningum í svo langa ferð. Menn urðu að láta sér það nægja að fylgjast með stopulum fréttum af mótinu sem Bandaríkjamenn unnu næsta örugglega. Neðstu þjóðirnar voru hinar sömu og áður og skor þeirra heldur bágborið miðað við þær bestu. En árið 1970 var aftur lag. Þá fór keppnin fram í Madrid á Spáni í september. Golfsambandið ákvað að senda tilkynningu um þátttöku og þótt töluverður spenningur væri fyrir mótinu meðal íslenskra kylfinga var hann þó minni en þegar Mexikóferðin var á döfinni. Enn og aftur var fjáröflun helsta vandamálið í undirbúningnum. Golfsambandið lagði til peninga úr sjóðum sínum sem þó voru ekki burðugir og farnar voru sömu leiðir og fyrr í útvegun styrkja. Þá var efnt til happdrættis og átti ágóðinn af því að renna í það sem kallað var utanfararsjóður. Ávinningur af happdrættinu varð hins vegar miklu minni en vonast var eftir og var því m.a. kennt um að vinningar í því voru eingöngu golfvörur sem leiddi til þess að þeir sem ekki höfðu áhuga á íþróttinni voru ekki mjög fúsir að kaupa miða. Strax í ársbyrjun var valinn 12 manna úrtakshópur og var valið tilkynnt viðkomandi golfklúbbum og þeir beðnir um að fylgjast með umræddum kylfingum, svo og öðrum sem kæmu til greina.Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 9. febrúar 1970. Tæpum mánuði fyrir mótið voru fjórir menn valdir í keppnisliðið: Suðurnesjamennirnir Þorbjörn Kjærbo og Jóhann Benediktsson, Gunnlaugur Ragnarsson úr GR og Þórarinn B. Jónsson frá Akureyri. Jóhann Eyjólfsson var fenginn til að vera fararstjóri og auk þess var Páll Ágeir Tryggvason nýr forseti GSÍ í hópnum og sat hann þing alþjóðasambandsins sem haldið var samhliða keppninni. Nú var áhugi fjölmiðla á golfíþróttinni orðinn það mikill að þeir létu sig valið á landsliðinu varða og endurspegluðu
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
131
í leiðinni umræður meðal kylfinga. Þeir Þorbjörn og Jóhann þóttu raunar sjálfsagðir en bent var á það að Einar Guðnason og Gunnar Sólnes hefðu verið jafnverðugir og hinir tveir og ekki hefði það heldur sakað að Golfsambandið hefði valið þann kost að velja einhverja af þeim ungu og bráðefnilegu kylfingum sem voru að koma fram á sjónarsviðið og voru þá einkum nefnd nöfn þeirra Ólafs Skúlasonar og Lofts Ólafssonar. Tíminn 23. ágúst 1970. Ferð landsliðsins til Spánar varð engin frægðarför frekar en hinar þrjár fyrri. Leikið var á Puerto de Hirro golfvellinum í Madrid og við allt aðrar aðstæður að etja en á íslenskum golfvöllum. Í fyrsta lagi var völlurinn 6.340 metra langur – miklu lengri en vellirnir á Íslandi - og í öðru lagi voru sandglompur út um allt og sumar flatirnar bókstaflega girtar slíkum hindrunum. En erfiðastur var samt hitinn. Þá daga sem mótið stóð gekk hitabylgja yfir á Spáni og jafnvel menn frá þeim löndum sem áttu miklum hitum að venjast voru að niðurlotum komnir eftir að hafa gengið átján holurnar, hvað þá Íslendingarnir. Kvað svo rammt að hita og sól að Þorbjörn Kjærbo fékk sólsting og var veikur síðasta keppnisdaginn. Lét hann sig þó hafa það að spila en var ekki sjálfum sér líkur. Eftir á höfðu menn það að segja að vellirnir á Íslandi væru nánast eins og barnaleikvellir í samanburði við völlinn í Madrid. Það sem Sverrir Einarsson hafði fjallað um í grein sinni fjórum árum fyrr “bönkera – bölið” hafði þó mest áhrif á skor Íslendinganna. Þótt menn hefðu reynt að æfa sig fór svo að allir lentu í því að fá mörg aukahögg úr glompunum. Keppnisfyrirkomulagið var hið sama og áður. Leikinn var 18 holu höggleikur fjóra daga í röð og daglega taldi skor þriggja bestu. Árangur Íslendinganna varð raunar eins og efni stóðu til, jafnvel verri því þeir höfnuðu í neðsta sæti í mótinu. Léku á nokkrum höggum fleiri en þær tvær þjóðir sem urðu næstar fyrir ofan þá, Pakistan og Guatemala. Skor Íslendinganna var sem hér segir: Þorbjörn Kjærbo Gunnlaugur Ragnarss. Jóhann Benediktsson Þórarinn B. Jónsson
84 – 80 – 85 – 92 85 – 89 – 80 – 80 93 – 90 – 90 – 94 95 – 86 – 94 – 94
Ekki þykir það góð latína þegar íslenskir íþróttamenn skipa neðsta sætið í keppni þjóða og þótti mörgum landa-
132
num ferð kylfinganna á Madridarmótið snautleg. Var m.a. fundið að því að Íslendingar, einir þjóða, hefðu ekki haft þjálfara með til keppninnar en í sparnaðaskyni sat Þorvaldur Ásgeirsson sem verið hafði þjálfari keppenda heima. Ýmislegt annað var upptalið: “Vafalaust hefur þessi keppni verið lærdómsrík fyrir fjómenningana, en vonandi hefur Golfsambandið líka eitthvað lært á henni og þá sérstaklega í sambandi við uppbyggingu á landsliði framtíðarinnar. Hér á landi er mikið úrval af efnilegum unglingum sem verður að koma í keppni erlendis og þá helzt í Evrópu og á Norðurlandamót. En með því að senda þá í slíka keppni er kannski smávon um að Íslandi verði ekki í neðsta sæti í HM – keppni í framtíðinni.”klp. Ísland í 36. sæti af 36 í HM – keppninni í golfi. Vaknar Golfsambandið af dvalanum eftir þessa ferð. Tíminn 3. október 1970.
Aðild að erlendum samtökum Sem fyrr greinir hafði Ísland gerst aðili að World Amateur Golf Counsil – alþjóðasamtökum áhugamanna þegar á árinu 1958. Samskipti við sambandið voru þó ekki mikil önnur en þau að Íslendingar greiddu árgjald til samtakanna og fengu í staðinn þátttökurétt í Eisenhowermótunum og að auki ýmis gögn og upplýsingar sem ekki nýttust þó mikið. Hins vegar voru menn á einu máli um nauðsyn þess að Íslendingar ætti aðild að erlendum samtökum golfíþróttarinnar – nóg var einangrunin samt. Öðru hverju bárust Golfssambandinu fyrirspurnir erlendis frá, m.a. hvort leikið væri golf á Íslandi og ef svo væri á hvaða vegi íþróttin væri stödd. Dæmi um slíkt: “Borist hafði bréf frá japönsku tímariti þar sem farið var fram á myndir og upplýsingar um golf á Íslandi. Var Kristjáni Torfasyni falið að afla téðra gagna og reynast Japönum hinn þarfasti.”Fundargerðarbók Golfssambands Íslands 22. febrúar 1963. Öðru hverju bárust Golfssambandinu svo beiðnir um að senda merki eða fána sambandsins til ýmissa félagasamtaka erlendis og var reynt að verða við slíkum óskum eftir því sem mögulegt var. Stofnuð höfðu verið samtök golfíþróttarinnar á Norðurlöndum, Scandinavian Golf Union, SGU. Aðild
að þeim áttu Svíþjóð, Danmörk og Noregur. Ekki hafði verið haft fyrir því að hafa samband við Íslendinga og bjóða þeim aðild að samtökunum en að mati Golfsambandsins þótti líklegt að Norðurlandasamtökin gæti verið góður vettvangur til þess að koma á samskiptum bæði á félagslega- og íþróttalega sviðinu. Á stjórnarfundi í GSÍ í febrúar 1963 var tekin sú ákvörðun að sækja um aðild að SGU. Síðan kom í ljós að þar fór stjórnin dálítið frammúr sér þar sem talið var að samþykkt golfþings þyrfti til að sækja um slíka aðild.
Í tengslum við Eisenhowermótið í Madrid 1970 höfðu þeir Páll Ásgeir Tryggvason forseti GSÍ og Jóhann Eyjólfsson samband við forseta Golfsambands Evrópu, European Golf Association, EGA. Eftir viðræður þeirra var tekin sú ákvörðun að Golfsambandið sækti um aðild að sambandinu og skrifaði Páll umsóknarbréf á staðnum. Var ákvörðunin síðan borin undir stjórn GSÍ og síðar golfþing og samþykkt samhljóða. Á árinu 1971 fékk GSÍ svo staðfestingu á því að Evrópusambandið hefði samþykkt Ísland sem fullgildan félaga.
Málið var tekið upp á golfþinginu 1963 og samþykkt en einhverra hluta vegna dróst að senda aðildarumsóknina fram til ársloka 1964. Stóð ekki á því að norrænu samtökin samþykktu umsókn Íslendinga og á golfþinginu 1965 var skýrt frá því að Íslendingar væru komnir í SGU.
Konurnar mæta aftur til leiks
Miklar vonir voru bundnar við aðildina um að hún myndi greiða fyrir því að íslenskir kylfingar kæmust í mót á Norðurlöndunum og einnig höfðu Íslendingar hugmyndir um að komið yrði á samskiptum unglinga. Í janúar 1967 hélt GSU ársþing sitt í Osló og fór Kristján Einarsson þangað sem fulltrúi Golfsambandsins. Kannaði hann vilja þingfulltrúa til að Ísland kæmist inn í keppnir á Norðurlöndunum en einskonar Norðurlandamót hafði verið haldið sem alþjóðlegt mót allt frá árinu 1912. Mót þetta var opið öllum kylfingum sem höfðu 4 í forgjöf eða minna í karlaflokki og 10 og minna í kvennaflokki. Hafði einn Íslendingur, Pétur Björnsson, farið til keppni á mótinu 1962. Leikin var holukeppni. Pétur tapaði fyrsta leik sínum sem var við Þjóðverjann Peter Möller og var þar með úr leik. Undirtektir við máli Kristjáns voru dræmar en þó talið koma til greina að halda óopinbera keppni fjögurra manna sveita frá löndunum. Greindi Kristján frá þessari niðurstöðu á golfþinginu 1967. “Þá taldi hann norræna samvinnu meira í orði en á borði. Við mundum þó fara í samvinnu við hin Norðurlöndin með því að fylgja vel á eftir.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 14. ágúst 1967. Árið 1968 sendi danska golfsambandið boð til GSÍ um að Íslendingar mættu senda tvo þátttakendur til norræna áhugamannamótsins sem halda átti í Rungsted í Danmörku 8. – 11. ágúst.Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 10. júlní Tilkynnti GSÍ klúbbunum um mótið en ekki reyndist áhugi á að taka þátt í því.
Á fyrstu árum golfsins á Íslandi var þátttaka kvenna í íþróttinni töluverð. Í langflestum tilvikum einkenndist hún af því að konur fylgdu eiginmönnum sínum á golfvellina og léku þar með þeim eða eiginkonum annarra kylfinga. Margar konur náðu umtalsverðri leikni í íþróttinni og tóku m.a. þátt í kappmótum með ágætum árangri. Þróunin varð hins vegar sú að æ færri konur létu sjá sig á golfvöllunum og má segja að á tímabili hafi þátttaka þeirra í golfi nánast verið engin – ekki aðeins að konur hættu að taka þátt í mótum heldur heyrði það til undantekninga að þær kæmu til æfinga eða spiluðu golf sér til ánægju og yndisauka. Golfið varð íþrótt karlmannanna og til þess að undirstrika það má rifja upp samþykkt golfþingsins 1943 þar sem samþykkt var samhljóða að einungis karlmenn hefðu þátttökurétt í Íslandsmótum. Það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem þess sáust merki að þróunin væri að snúast við. Þá fóru konur aftur að sjást á golfvöllunum en eins og áður var þátttaka þeirra að mestu bundin við tengsl þeirra við karlmenn sem þar undu löngum stundum. Vafalaust hefur það verið uppörfun fyrir konur sem höfðu áhuga á golfi þegar það fréttist að íslensk kona hefði verið valin í landslið Dana í íþróttinni. Konan hét Björg Dam og fylgdi það fréttinni sem birtist í blaðinu “Tidens Kvinder” að hún hefði fyrst kynnst golfíþróttinni á Íslandi en ekki tekið að stunda hana að ráði fyrr en hún fluttist til Danmerkur með eiginmanni sínum sem var vefnaðarvörukaupmaður í Álaborg. Það fylgdi frásögn blaðsins að Björg notaði hvert tækifæri sem gæfist til þess að æfa sig og gerði það meira að segja á stofugólfinu heima hjá sér. “Það er óneitanlega gaman að því fyrir ísl. kvenfólk að Björg skuli hafa náð svo langt í íþrótt sinni – og vonandi verður fordæmi hennar öðrum hér á landi til eftirbreytni.”Morgunblaðið 8. mars 1959.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
13
Verðlaunahafar á opnu kvennamóti. Frá vinstri: Hanna Aðalsteinsdóttir, Elísabet Möller, Ólöf Geirsdóttir og Laufey Karlsdóttir.
Síðar bárust fréttir af því að Björg Dam hefði bætt um betur. Árið 1963 varð hún danskur meistari í golfi eftir frækinn sigur í úrslitaleik gegn einni bestu golfkonu Dana, Karin Sigumfeldt. “Eftir 9 holur voru þær nákvæmlega jafnar, en síðar var Karin óörugg en Björg lék betur og betur eftir því sem á leið. Á tíma hafði hún 7 holur yfir og þó Karin tækizt að minnka forskotið á síðasta hring var sigur Bjargar aldrei í hættu.”Morgunblaðið 4. júlí 1963 bls. 22. Um þátttöku kvenna í golfmótum á Íslandi var tæpast að ræða að öðru leyti en því að einstaka sinnum var blásið til þess sem kallað var hjónamót og fór sú keppni oftast þannig fram að eiginmennirnir sáu um að koma boltanum inn á flöt en þar tóku eiginkonurnar við og púttuðu. Árið 1965 varð nýstofnaður Golfklúbbur Ness fyrstur klúbba í langan tíma til þess að hafa keppni í kvennaflokki í meistarakeppni sinni. Fimm konur, sem allar voru nýliðar í íþróttinni, reyndu þar með sér og varð Valgerður Jakobsdóttir sigurvegari og lék 18 holur á 125 höggum.
134
Nokkur þáttaskil urðu í golfiðkun kvenna árið 1966 en þá ákvað Golfklúbbur Reykjavíkur að stofna sérstaka kvennadeild og úthluta konum æfingatímum á velli sínum í Grafarholti. Konurnar sem mættu á fyrstu æfingarnar voru teljandi á fingrum annarrar handa en þeim fór smátt og smátt fjölgandi og sumarið 1967 var svo komið að tugir kvenna iðkuðu golf að staðaldri hjá klúbbnum. Semma í ágúst kom að því að GR gekkst fyrir fyrsta kvennamóti sem haldið hafði verið í Reykjavík frá árinu 1954, eða í fjórtán ár. Eitthvað voru þó konurnar feimnar við að sýna sig því aðeins þrjár mættu til leiks og léku þær 24 holur í keppninni. Sigurvegari varð Ólöf Geirsdóttir sem lék á 134 höggum, 11 höggum færra en Hjördís Sigurjónsdóttir sem varð í öðru sæti. En það var ekki bara í Golfklúbbi Reykjavíkur sem þátttaka kvenna fór vaxandi á þessum árum. Allt frá því að Golfklúbbur Suðurnesja var stofnaður stunduðu nokkrar konur þar golf og hið sama mátti segja um Golfklúbb Ness. Þegar Golfklúbburinn Keilir kom til sögunnar stunduðu nokkrar konur þar golf frá öndverðu og bæði
á Akureyri og í Vestmannaeyjum fór konum fjölgandi meðal golfiðkenda. Til þess að svara aukinni þátttöku kvenna í golfi ákvað stjórn GSÍ að efna til sérstaks Íslandsmóts kvenna árið 1967. Lagði GSÍ fram ósk til Nesklúbbsins um að kvennakeppnin færi fram á velli félagsins en fékk fljótlega svar þess efnis að klúbburinn gæti ekki orðið við henni. “Forseti og varaforseti GSÍ sneru sér til Golfklúbbs Keilis að kvennakeppnin fengist haldin á golfvelli þeirra á Hvaleyri og hefur klúbburinn fúslega veitt samþykki sitt til þess. Forseti og varaforseti ásamt stjórn Keilis og Einari Guðnasyni form. forgjafanefndar GR. skoðuðu völlinn og samþykktu að halda mótið þar. Hefur stjórnin lagt til að keppnin verði 36 holu höggleikur og verði leikar 12 holur á dag, 16. 17 og 18. ágúst.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 31. júlí 1967. Þótt ekki tækju margar konur þátt í þessu fyrsta Íslandsmóti kvenna í golfi þótti ljóst að því loknu að mótið var komið til þess að vera. Þótt Hvaleyrarvöllurinn væri alveg nýr og þar af leiðandi erfiður reyndust konurnar kunna ýmislegt fyrir sér og ekki spillti það heldur fyrir að Keilismenn báru þær á höndum sér. Ríkti almenn ánægja með mótið og framkvæmd þess.
Fjölgun klúbba og valla og bætt aðstaða gerði það líka að verkum að yngri kynslóðin fór að veita golfinu meiri athygli og áhuga en áður. Framan af tálmaði það nokkuð golfþátttöku barna og unglinga að erfitt var að fá kylfur og búnað við hæfi en þar kom að framboð varð á slíku í þeim verslunum sem fengust við að selja golfvörur. Ekkert vafamál er að námskeið þar sem boðið var upp á ókeypis kennslu og lán á búnaði hafði veruleg áhrif á golfiðkun ungmenna og einnig það að í golfíþróttinni á Íslandi voru orðnar til stjörnur sem unga fólkið leit á sem fyrirmyndir og vildi líkjast. Helsta vandkvæðið varðandi þátttöku unga fólksins var að vellirnir voru oftast mjög ásetnir og þar höfðu þeir óneitanlega forgang sem greiddu gjöld sem vart var hægt að gera kröfur til að ungmennin greiddu. En rétt eins og í öðrum íþróttagreinum gerðu forsvarsmenn golfsins sér grein fyrir því að í unga fólkinu lá vaxtarbroddurinn. Menn höfðu fulla vitneskju um það að
Sigurvegarinn og þar með fyrsta konan sem hlaut Íslandsmeistaratitilinn í golfi var Guðfinna Sigurþórsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja. Hún hafði umtalsverða yfirburði og lék á samtals 188 höggum. Hörð keppni var hins vegar um annað sætið en það hreppti Hrafnhildur Guðmundsdóttir, einnig úr GS sem lék á 203 höggum og þriðja varð Hjördís Sigurðardóttir úr GR á 204 höggum. Hlutur Guðfinnu Sigurþórsdóttur í sögu kvennagolfs á Íslandi er merkilegur. Ekki einungis vegna þess að hún varð fyrsti Íslandsmeistarinn og varði svo titil sinn árið eftir, heldur líka vegna þess að hún var eina konan í þeim stóra hópi sem stofnaði Golfklúbb Suðurnesja árið 1964. Síðar sannaði hún að orðtakið að eplið falli sjaldan langt frá eikinni eru orð að sönnu. Dóttir hennar, Karen Sævarsdóttir, er tvímælalaust sú kona sem náð hefur hvað lengst í golfíþróttinni á Íslandi en þjálfari hennar og kennari í golflistinni var engin önnur en móðir hennar, Guðfinna Sigurþórsdóttir.
Ungmenni löðuð að golfinu
Ungur kylfingur frá Akureyri, Björgvin Þorsteinsson mundar ásinn.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
135
flestir afrekskylfingar annarra þjóða höfðu hafið æfingar og keppni þegar á barnsaldri og lögmálið var vissulega hið sama á Íslandi og annars staðar. Vart var við því að búast að Íslendingar eignuðust kylfinga á alþjóðlegan mælikvarða fyrr en ný kynslóð sem alist hefði upp á golfvöllunum, ef svo má að orði komast, kæmi til sögunnar. Svo sem fyrr segir var eitt af markmiðunum sem Sveinn Snorrason setti sér þegar hann tók við forsetaembættinu í Golfsambandi Íslands að efla unglingastarfið. Til þess voru nokkrar leiðir og sú helst að auka athyglina sem þessi aldursflokkur fékk, bæði hvað varðaði kennslu og mótahald. Að hans frumkvæði var því flutt tillaga á golfþinginu sem haldið var á Akureyri sumarið 1963 að undirbúin yrði þátttaka “juniora” í sérstökum flokki á Íslandsmótinu. Tillagan var samþykkt samhljóða.
136
Þegar þetta var starfaði unglinganefnd hjá einum golfklúbbanna, Golfklúbbi Reykjavík. Gengu GSÍ – menn í smiðju til hennar og leituðu ráða um hvernig unglingakeppninni yrði best komið fyrir. Var í framhaldi af því ákveðið að hafa unglingakeppnina í tengslum við Íslandsmótið og efna til fyrstu keppninnar þegar á næsta ári, 1964, en þá fór mótið fram í Vestmannaeyjum. Ákveðið var að piltar sem voru sextán ára eða yngri hefðu keppnisrétt og skyldu þeir leika 4x9 holur eða 36 holur alls. Þegar á hólminn var komið mættu sjö piltar til leiks. Geta þeirra var mjög mismunandi. Eyjólfur Jóhannsson úr Reykjavík hafði yfirburði og lék á samtals 182 höggum. Þótt ungur væri var hann enginn nýgræðingur á golfvelli-
Á landsmótinu í Vestmannaeyjum árið 1964 var í fyrsta skipti keppt í unglingaflokki. Keppendur í flokknum voru, frá vinstri: Eyjólfur Jóhannsson GR, Viðar Þorsteinsson GA, Björgvin Þorsteinsson GA, Jón Haukur Guðlaugsson GV, Hans Óskar Isebarn GR, Haraldur Ringsted GA, Elías Kárason GR. Ljósmynd: Viðar Þorsteinsson.
gefinn. Þegar á næstu árum jókst umfang og þáttaka og margir af þeim sem síðar áttu eftir að gera garðinn frægan komu við sögu á mótunum.
Hið eilífa deiluefni – forgjöfin Yfirleitt ríkti sátt og samlyndi innan golfhreyfingarinnar og milli klúbba og kylfinga. Menn fylgdust hverjir með öðrum og fögnuðu heilshugar þegar áfangar svo sem nýir klúbbar urðu til og ekki síður þegar nýir golfvellir voru teknir í notkun. Litið var á það sem áfanga á langri leið. Vitanlega var keppni hörð á milli kylfinga þegar út á vellina var komið en allt fór samt þar fram af miklu drengsskap og lauk jafnan með hlýju handabandi eða jafnvel faðmlagi.
num og hafði meira að segja fengið undanþágu til að keppa með þeim fullorðnu á Íslandsmótinu árið áður. Þótti Eyjólfur sanna hversu miklu það réði um hæfni ef menn byrjuðu ungir. Hann hafði allt frá barnsaldri stundað golf og þurfti engan að undra. Faðir hans var enginn annar en Jóhann Eyjólfsson, Íslandsmeistari árið 1960 og einn fremsti kylfingur landsins um árabil. Fór hann að taka strákinn með sér á golfvöllinn strax og hann hafði aldur til. Í öðru sæti varð Viðar Þorsteinsson frá Akureyri á 202 höggum og þriðji var 11 ára snáði, einnig frá Akureyri. Þar var á ferð Björgvin Þorsteinsson sem síðar átti eftir að láta að sér kveða á golfvöllunum svo um munaði. Sá sem lék á flestum höggum í unglingaflokknum lék á 292 höggum, eða á rúmlega 100 höggum meira en sigurvegarinn. Með þessu fyrsta Íslandsmóti unglinga var tónninn
Eitt mál var þó jafnan ásteitingarsteinn og virtist ómögulegt að ráða fram úr því og hafði raunar verið svo frá fyrstu tíð. Þar var um að ræða mat á völlunum og forgjöf kylfinga. Forgjöfin kom oft við sögu. Í Íslandsmótum var mönnum raðað í flokka eftir forgjöf og þegar mótum fjölgaði var oft keppt með forgjöf og þá gat ráðið úrslitum hvernig forgjöf hvers og eins var skipað. Þótt keppniskylfingar væru ekki margir gekk illa að halda utan um forgjöfina og eins voru menn ósammála um hvernig vellirnir skyldu metnir. Kom þar greinilega fram sú skoðun sem löngum hefur verið viðvarandi í golfinu – hverjum og einum fannst sinn völlur eiga skilið annað mat en hann fékk. Um eitt voru menn þó nokkurn veginn samála: Að forgjöf íslenskra kylfinga væri of lág ef miðað var við forgjöf erlendra kylfinga. Slíkt kom berlega í ljós í Eisenhowermótunum þar sem útlendu kylfingarnir sem voru með sömu forgjöf og Íslendingarnir voru miklu betri og einnig fékkst þetta staðfest í keppni við varnarliðsmenn á
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
137
Keflavíkurflugvelli. Vegna þess hve sjaldan var keppt við útlendinga skipti þetta þó ekki meginmáli. Aðalatriðið var að einhvert samræmi væri í forgjöf íslensku kylfinganna. Hvað eftir annað voru forgjafarmálin rædd á stjórnarfundum Golfsambandsins og á golfþingum. Nefna má sem dæmi að á stjórnarfundi í maí 1963 lá fyrir bréf með fyrirspurn frá U.S. Golf Association um hvernig forgjafarmálum væri háttað á Íslandi og því voru menn í vandræðum með að svara. Í framhaldi af því urðu miklar umræður í stjórninni og “rætt um nauðsyn þess að setja ákveðnar reglur um forgjöf, þannig að forgjöf hvers og eins sé í samræmi við raunverulega getu á hverjum tíma. Ákveðið var að mælast til þess við forgjafarnefndir klúbbanna að þær leitist við samræmingu að þessu leyti sem framst er kostur. Í því sambandi þykir rétt að benda nefndunum á að koma sér upp spjaldskrá allra virkra félaga, þar sem skráður sé árangur þeirra en forgjöf síðan ákveðin sem mest í samræmi við það.”Fundargerðarbók Golfsambands Ísland 12. maí 1963. Svo sem fram kemur hér í umfjöllun stjórnar GSÍ störfuðu forgjafarnefndir innan klúbbanna og var það hlutverk þeirra að taka á móti skorkortum kylfinga klúbbanna, fylgjast með árangri þeirra á mótum og reikna út forgjöf hverju sinni. Þetta var engan veginn auðvelt verk og virðist svo að stundum hafi mönnum fallist hendur og látið kylfingana að mestu ráða hvernig þeir skráðu forgjöf sína. Í blaðinu Kylfingi var m.a. fjallað um þetta og skrifaði Benedikt Hákonarson þar grein og þótt full alvara væri ekki að baki þess sem hann hafði þar að segja fólust samt í ummælum hans ákveðin sannindi. “Geysilegur fögnuður ríkti hjá strákunum í GV þegar stjórn klúbbsins tilkynnti að Sverrir Einarsson ætti að stjórna forgjafarnefndinni árið 1963. Þetta er tíunda árið í röð sem þessi áhugasami kylfingur stjórnar forgjafarnefndinni. Það er varla hægt að kalla þetta nefnd, vegna þess að Sverrir er eini meðlimur hennar. Þess vega ætti frekar að kalla S.E. forgjafarstjóra Golfklúbbs Vestmannaeyja. En eitthvað er það, allir eru ánægðir með hann. – Strákarnir fara bara til Sverris og segja: “Sverrir viltu lækka mig í forgjöf svo ég geti tekið þátt í landsmótin,” eða “Sverrir viltu hækka mig upp í 14?” – Og Sverrir verður við öllum beiðnum sem bornar eru fram. – Þannig eiga allar forgjafarnefndir að vera.” Benedikt Hákonarson: Í röffinu. Kylfingur 1963, bls. 12 -13.
138
Það voru ekki síst afrekskylfingarnir sem létu sig forgjafarmálin skipta og töldu að það þyrfti að koma þeim í betra horf. Magnús Guðmundsson afrekskylfingur frá Akureyri dvaldist í Bandaríkjunum á árunum 1955 – 1957 og kynntist forgjafarreglunum þar. “Ég sá það þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum 1957 að ýmsu var ábótavant hjá kylfingum hér heima, bæði sveiflunni sjálfri og ýmsum öðrum tækniatriðum. Forgjafarmálin voru t.d. í ólestri og forgjöf manna beinlínis röng oftlega. Ég hafði mig mikið í frammi við það að fá forgjöfinni breytt og það kostaði oft mikla rimmu. Ég man t.d. að við Jóhann Þorkelsson deildum hart um þetta atriði, hann sagðist vita þetta miklu betur því hann væri stærðfræðingur en svo fór að lokum að ég hafði mitt fram og að lokum voru allir sáttir við þessar breytingar.”Frímann Gunnlaugsson, Gylfi Kristjánsson: Golfklúbbur Akureyrar 50 ára. Akueyri 1985, bls. 82 -83. Afrekskylfingurinn Óttar Yngvason tók málið upp á golfþinginu sem haldið var í Reykjavík 1965 og flutti þar tillögu sem samþykkt var samhljóða: “Golfþing 1965 samþykkir að fela stjórn GSÍ að setja reglur um forgjöf og breytingar á henni, sem klúbbar sambandsins skulu fara eftir. Ennfremur skal setja reglur um mat á golfvöllum (SSS) sem klúbbar GSÍ fari eftir.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 12. júní 1965. Í framhaldi af samþykkt golfþingsins var ákveðið að skipa nefnd til þess að vinna að tillögum um forgjafarreglur og vallarmat. Kristján Einarsson var skipaður formaður nefndarinna og með honum voru þeir Óttar Yngvason, Kristján Torfason og Kári Elíasson. Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 3. nóvember 1965. Nefnd þessi tók hlutverk sitt alvarlega. Hún skrifaði öllum klúbbunum bréf, fór fram á að þeir upplýstu hvernig forgjafarreglur þeirra væru og gekk eftir svörum. Nefndin fékk Einar Guðnason til þess að þýða úr norsku þær reglur sem þar giltu um þetta efni og var síðan sest yfir þær og reynt að staðfæra þær. Samin var ítarleg greinargerð þar sem reglurnar voru útskýrðar og sú hugsun sem að baki bjó. Miklar umræður urðu um tillögur nefndarinnar á stjórnarfundi GSÍ en að lokum voru tillögur nefndarinnar samþykktar samhljóða og ákveðið að láta fjölrita þær og senda klúbbunum og tók skrifstofa ÍSÍ það verk að sér. Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 13. apríl 1966.
Til þess að auðvelda stjórn GSÍ og forgjafarnefndar sambandsins eftirlit með forgjöfinni var ákveðið að prenta eyðublöð og gera klúbbunum það að skyldu að nota þau. Voru þau í þríriti og skyldi kappleikjanefnd viðkomandi klúbbs fá eitt eintak, forgjafarnefnd hans eitt og eitt átti síðan að senda Golfsambandinu og varðveitast hjá því. Ljóst var að gefa þurfti klúbbunum nokkurn aðlögunartíma til að koma nýju forgjafarreglunum í gagnið hjá sér. Því var samþykkt tillaga um að á landsmótinu 1966 yrði veitt undanþága frá reglum um SSS og forgjöf, þannig að þeir kylfingar sem kepptu á landsmótinu 1965 héldu rétti sínum til keppni í sama keppnisflokki og þeir voru þá í þrátt fyrir að þeir hefðu verið hækkaðir í forgjöf. Hins vegar átti færsla í betri flokk, t.d. úr 2. flokki í 1. flokk, að vera háð nýju reglunum.Sama heimild. Þegar svo kom að Íslandsmótinu um sumarið kom í ljós að forgjöf manna var enn mjög á reiki og því var ákveðið að mótsstjórn fengi að þessu sinni heimild til þess að skipa mönnum í flokka án tillits til uppgefinnar forgjafar. Hinar nýju forgjafarreglur breyttu ástandinu til hins betra enda var reynt að ganga hart eftir því að þeim væri framfylgt. Nýtt vandamál kom hins vegar til sögunnar þegar loks var farið að leika á 18 holu velli. Þar gilti raunar allt annað lögmál heldur en á hinum stuttu níu holu völlum. Á þetta reyndi fyrst í 25 ára afmælismóti Golfsambandsins sem haldið var á Grafarholtsvellinum 13. ágúst 1967, rétt fyrir Íslandsmótið. Enn einu sinni voru forgjafarmálin því í uppnámi þegar kom að því og var ekki hægt að leysa þau á annan hátt en að rýmka reglurnar um hámarksforgjöf í hinum einstöku flokkum. Eftir það mót komu fram raddir um nauðsyn þess að skipta Íslandsmótinu og var fimm manna nefnd undir forystu Ólafs Bjarka Ragnarssonar falið að gera tillögur um framtíðarskipan mála. Í framhaldi af tillögum nefndar þessarar var síðan ákveðið að breyta forgjöf þannig að hámarksforgjöf í meistaraflokki yrði 10, í fyrsta flokki 16 og í öðrum flokki 24. Jafnframt var samþykkt að beina því til klúbbanna að engir sem hefðu meira en 24 í forgjöf yrðu sendir til þátttöku í Íslandsmótinu. Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 17. júlí 1969. Vallarmatið kom einnig oft til umræðu en nokkur regla komst þó á þau mál eftir að forgjafarnefndin skilaði áliti sínu. Helst var deilt um lengdarmælinu vallanna. Á árinu 1969 skrifaði t.d. stjórn Golfklúbbs Akraness bréf til GSÍ og fór fram á formleg afskipti sambandsins af mælingu
vallarins. Varð úr að Einar Guðnason og mældi völlinn og skilaði síðan álitsgerð. Í framhaldi af þessu verki voru fleiri vellir lengdarmældir og reynt að koma á samræmingu í því hvernig sú mæling fór fram. Sama heimild.
Reglur settar en túlkaðar frjálslega Golfreglurnar voru einnig stöðugt til umræðu og endurskoðunar. Þar voru hins vegar hreinni línur þar sem farið var eftir hinum alþjóðlegu St. Andrew’s reglum. Vandamálið var hins vegar það að stöðugt var verið að gera á þeim stórar og smáar breytingar og þeim þurfti að koma á framfæri. Þau kver sem Golfsambandið útbjó og útdeildi til kylfinga urðu fljótlega úrelt og endurskoðun og endurprentun var kostnaðarsöm. Á árinu 1963 var þó ekki hjá því komist að gefa reglurnar út að nýju og fór Golfsambandið þá leið við fjáröflun að klúbbarnir voru fengnir til að selja auglýsingar í ritið. Kostnaður af útgáfunni var um 35 þúsund krónur en auglýsingaöflun var um 27 þúsund krónur þannig að vel þótti sloppið. Öðru hverju urðu nokkrar umræður um að sumir kylfingar túlkuðu reglurnar frjálslega eða bæru litla sem enga virðingu fyrir þeim. Meðal þeirra sem lét til sín heyra um þau mál var Jón Thorlacius, einn af forystumönnum golfíþróttarinnar, en hann ritaði langa grein í blaðið Kylfing árið 1969 þar sem hann fullyrti að í mörgu er varðaði heiðarleika og siðferði kylfinga væri um stórkostlega afturför að ræða. “Ókureisi í stað kurteisi, - óheiðarleiki í stað heiðarleika. Ástandið hlýtur að vera slæmt, þegar vitað er um að í kappleikjum hefur það komið fyrir, að svindlað er um 2 – 3 högg og það á einni holu. Verst er, ef þessi sýki er smitandi. Það er stór hópur manna, sem leikur golf á öllum golfvöllum landsins í dag, sem virðist ekki hafa hugmynd um, að til séu reglur, sem fara verður eftir.” Kylfingur 1. tbl. 1969, bls. 10. Í greininni sagði Jón tíma til kominn að skera upp herör gegn ósómanum. “Við verðum að hafa það hugfast, að engin önnur íþróttagrein hefur eins margbrotnar reglur eins og golfíþróttin, og í engri íþrótt er eins auðvelt að brjóta reglurnar – viljandi eða óviljandi. Það er kominn tími til fyrir alla golfunnendur að taka höndum saman og spyrna gegn þessari afturför. Einnig ættu allir heiðarlegir kylfingar að kæra til kappleikjanefndar alla þá, sem brjóta reglurnar.”Sama heimild. Grein Jóns vakti töluverða athygli og var fjallað um hana
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
139
í dagblöðunum.T.d. Þjóðviljinn 11. júlí 1969 bls. 2.Þótti mörgum hann kveða fast að orði, en viðurkenndu samt að ýmsilegt mætti betur fara og að nauðsyn bæri til þess að kylfingar virtu bæði golfreglur og umgengnisvenjur. Er ekkert vafamál að grein Jóns varð til þess að ýta við mönnum.
num. Þegar leið á áratuginn fór að koma fram gagnrýni á allan mótafjöldann og það að klúbbarnir væru farnir að slást um þátttakendur í mótum. Reyndi Golfsambandið að koma betri reglu á mótahaldið og úthluta klúbbunum ákveðnum tíma til þess að halda opnu mótin en slíkt gekk þó misjafnlega.
Mótaflóran jókst og varð fjölbreyttari
Það sem einkum var gagnrýnt varðandi mótahaldið var að golfvellirnir væru meira og minna lokaðir fyrir mótahald allar helgar sumarsins og sá hópur kylfinga sem einhverra hluta vegna vildi ekki taka þátt í mótum hefði því ekki aðgang að völlunum einmitt á þeim tíma sem hentaði þeim til að leika golf. Að auki fylgdi mótahaldinu svo mikið álag á mótanefndir klúbbanna að erfitt væri að fá menn til að starfa í þeim. “Hjá golfklúbbum í Englandi og Bandaríkjunum eru í mesta lagi 4 – 10 kappleikir á ári. Hjá þeim er það talið sérstakur heiður að vera skipaður í kappleikjanefnd og sækja fleiri um en fá. Hjá okkur, með því að halda 25 – 30 kappleiki á ári, er starf kappleikjanefndar orðið hreinasta “púl”- vinna, sem fáir sækjast eftir að komast í.”Jón Thorlacius: “Hókus – Pókus. Kylfingur 1. tbl. 1969, bls. 11.
Eftir því sem klúbbum og iðkendum golfíþróttarinnar fjölgaði jókst einnig mótaflóran. Íslandsmótið var hinn fasti kjarni og áhugi á því jókst ár frá ári. En þar höfðu tiltölulega fáir keppnisrétt og því varð að finna annan farveg fyrir þá sem vildu spreyta sig. Sum mótanna áttu sér langa og merkilega sögu og þá sérstaklega keppnin um hinn svokallaða Olíubikar en keppni um hann fór fram innan Golfklúbbs Reykjavíkur og hafði hafist þegar í árdögum golfsins á Íslandi. Höfðu Skeljungur hf., Olíuverslun Íslands og Hið íslenska steinolíufélag þá sameinast um að gefa bikar til keppninnar og voru reglur þær að bikarinn þurfti að vinna þrjú ár í röð eða fimm sinnum alls til að hann fengist til eignar. Eftir að firmakeppni var haldin í fyrsta sinn varð slíkt mót árlegur viðburður hjá öllum klúbbunum og raunar ein aðalfjáröflun þeirra. Var t.d. sagt að þegar fjárþörfin var mest hjá GR vegna framkvæmda við Grafarholtsvöllinn hefðu fá fyrirtæki í Reykjavík sem eitthvað kvað að sloppið við að vera þátttakendur í firmakeppni þeirra. Ýmsir verðlaunagripir þóttu mjög eftirsóknarverðir. Þar má nefna silfurskjöld sem bræðurnir Walter og Rube Arneson, fyrstu golfkennararnir sem komu til Íslands og búsettir voru í Spokane í Washington í Bandaríkjunum, gáfu GR á árinu 1960. Í fyrsta sinn var keppt um skjöldinn 25. september það ár en síðan var Arnesonmótið oftast fyrsta kappmót GR á hverju sumri og jafnan voru þátttakendur fjölmargir. Mesta aukningin í mótahaldi á sjöunda áratugnum var í hinum svonefndu opnu mótum. Yfir sumartímann efndu flestir klúbbarnir til margra slíkra móta og var fyrirkomulag þeirra svipað. Fyrirtæki voru fengin til þess að gefa verðlaun gegn því að mótin væru kennd við þau og síðan var seldur aðgangur að mótunum og rann það fé til klúbbanna. Af þessu höfðu þeir oft álitlegar tekjur. Nokkur fyrirtæki gáfu veglega vinninga til slíkra móta og má þar sérstaklega nefna Flugfélag Íslands og Coca – Cola en “kókmótin” urðu árlegur viðburður hjá stærstu klúbbu-
140
Golfmót gegnum símann Ein sérstæðasta golfkeppni sem sögur fara af á Íslandi var haldin í ágústmánuði árið 1960. Þá skildi heilt heimshaf keppendur að og í stað skorkorta var síminn notaður til þess að tilkynna úrslit. Forsaga keppninnar var sú að Harry Missildine íþróttafréttamaður blaðs eins í bænum Spokane í Washington í Bandaríkjunum hafði snúið sér til Rube Arneson fyrrum golfkennara á Íslandi og beðið hann um upplýsingar um hvernig högum golfsins væri háttað hérlendis. Í framhaldi af því datt Missildine í hug að efna til keppni milli golfklúbbsins sem hann var félagi í, Esmeralda Golf Club, og Golfklúbbs Reykjavíkur og skyldi keppnin fara fram í gegnum síma. Slík mót voru víst ekki einsdæmi í Bandaríkjunum en ekki var vitað til þess að milliríkjakeppni hefði farið fram á þennan hátt. Félögum í GR fannst þetta bráðgóð hugmynd, enda fá tækifæri til þess að etja kappi við erlenda kylfinga. Voru þeir fúsir til þess að skipuleggja keppnina. Bréf gengu á milli og keppnisdagurinn ákveðinn 21. ágúst. Keppnisfyrirkomulagið var þannig að sjö menn úr hvorum klúbbi léku 18 holur á völlum sínum með forgjöf og nettóskor gilti síðan við útreikning. Úrslit keppninnar gátu ekki legið fyrir strax að leikslokum vegna tímamismunar en séð var fyrir slíku í keppnisreglum en í þeim sagði: “3.
Mikið var lagt í að bikarar væru sem glæsilegastir á fyrstu áratugunum og ekki var óalgengt að bikarar væru til sýnis í gluggum verslana.Olíubikarinn var einn af glæsilegustu bikurum sem keppt var um hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, en hann var eins og nafnið bendir til gefinn af olíufélögunum. Á myndinni til hægri sést Viðar Þorsteinsson með Olíubikarinn árið 1964. Ólafur Hafdal sem hafnaði í öðru sæti við hlið hans.
grein: Eftir keppnina símsendið þið totalcore ykkar kl. 23. þann 21. ágúst. 4. grein: Þar sem okkar klukka er að minnsta kosti 7 stundum á undan yðar, munum við símsenda okkar totalscore kl. 6 þann 22. ágúst.” Kylfingur, 1. tbl. 1960, bls. 8. GR – ingarnir sem völdust til keppninnar voru Halldór Bjarnason, Helgi Jakobsson, Ingólfur Isebarn, Jóhann Eyjólfsson, Ólafur Ág. Ólafsson, Pétur Björnsson og Sigurjón Hallbjörnsson. Á tilsettum tíma mættu þeir upp á golfvöll, léku 18 holurnar, reiknuðu út nettóskor sitt og tilkynntu það með símskeyti til Bandaríkjanna. Hið sama gerðu keppinautar þeirra og kom í ljós að þeir höfðu
leikið á 494 höggum nettó en GR – ingar á 554 höggum. Vísir 23. ágúst 1960. Þessari sérstæðu keppni lauk svo með veisluhöldum. Vestra gæddu menn sér á tveimur flöskum af íslensku brennivíni sem sendar höfðu verið til þeirra en í Reykjavík var efnt til kvöldverðar sem greiddur var að hluta með peningum sem Esmeralda – menn sendu og voru Tyler Thompson sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og frú hans meðal veislugesta. Ekki fer sögum af því hvað var á borð borið en eftirfarandi ósk lá fyrir frá Bandaríkjamönnunum um veislukostinn:
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
141
“Our Secretary jokingly hopes the menu will include iced soup, ice tea or ice coffee, coleslaw, frozen peas, cold turkey and ice cream. Another wag trausts you will dine al fresco.” Kylfingur 1. tbl. 1960, bls. 10.
Meistararnir kepptu í FÍ keppninni Eftir að Golfklúbbur Ness kom til sögunnar var þar bryddað upp á ýmsum nýjungum í mótahaldi. Hann varð fyrstur klúbba til þess að efna til sérstakra kvennamóta árið 1965 og það sama ár efndi klúbburinn til keppni sem átti eftir að verða árleg og naut mikilla vinsælda. Var þar um að ræða keppni sem nefndist Afrekskeppni Flugfélags Íslands enda gaf Flugfélagið vegleg verðlaun. Til keppninnar var jafnan boðið meisturum golfklúbbanna og nokkrum öðrum bestu kylfingum landsins. Kom á óvart þegar fyrsta keppnin fór fram 4. september að fjöldi áhorfenda lagði leið sína út á Seltjarnarnes og fylgdist með því sem þar fór fram, en til þessa höfðu golfmót á Íslandi ekki verið fjölsótt. Nýjung þótti það að starfsmenn klúbbsins voru við allar holur og sendu boð um skor keppenda til klúbbhússins þar sem þau voru birt jafnóðum. Áhofendur urðu ekki fyrir vonbrigðum þar sem keppnin var gríðarlega spennandi frá upphafi til enda og varð ekki séð fyrr en á síðustu holu hver hreppti sigurlaunin. Það reyndist vera Ólafur Ág. Ólafsson, GR sem lék á 77 höggum. Í öðru sæti Sveinn Björnsson. varð Akureyringurinn Hafliði Guðmundsson á 78 höggum og meistari heimaklúbbsins, GN, Ólafur Bjarki Ragnarsson varð í þriðja sæti á 79 höggum. Sumarið 1967 efndi Nesklúbburinn einnig til nýstárlegrar keppni og hafði þar að leiðarljósi bandaríska mynd sem sýnd hafði verið í sjónvarpinu þá skömmu áður. Var þá leikfyrirkomulag þannig að tveir kylfingar léku í hverju liði og betri bolti hvers liðs var látinn ráða úrslitum á hverri holu. Áttust lið frá Nesklúbbnum og Golfklúbbi Suðurnesja við á þennan hátt og fór svo að Suðurnesjamennirnir Sævar Sörensen og MacLaine unnu Jóhann Eyjólfsson og Pétur Björnsson í úrslitaleik. Nýstárleg keppni hjá Golfkl. Ness. Morgunblaðið, 22. júní 1967. Það þótti einnig óvenjulegur viðburður sem boðið var upp
142
á á Nesvellinum i júní 1969 en þá kom þangað í heimsókn bandaríski kylfingurinn J. Nichols og hélt sýningu. Það sem frásagnarvert var við hann var að hann hafði misst hægri handlegginn í slysi en lét það þó ekki aftra sér frá því að leika golf. Komu um tvö hundruð manns til þess að líta Nichols augum og undruðust menn mjög hæfni hans sem var slík að alheilir menn hefðu vart gert betur. Vísir 12. júní 1969, bls. 3.
Einherjar hrepptu gullúr Veglegustu verðlaunin sem veitt voru fyrir árangur í golfi voru þó hvorki fyrir sigur í Íslandsmótinu né opnum mótum heldur fyrir að fara holu í höggi. Allir sem slíkt afrekuðu fengu að launum Omega gullúr af bestu gerð auk áletraðrar styttu þar sem gert var ráð fyrir því að á toppi hennar trónaði kúlan sem hafnaði réttu leiðina hjá viðkomandi kylfingi. Það var Omega úrasmiðjan sem gaf þessi verðlaun en umboðsmaður fyrirtækisins á Íslandi, Sveinn Björnsson, afhenti þau árlega við hátíðlega athöfn. Þeim fór stöðugt fjölgandi sem unnu það afrek að fara holu í höggi og var stofnað félag þeirra, sem fékk nafnið Einherjar, undir forystu Páls Ásgeirs Tryggvasonar.
Stórafmæli Hinn 14. ágúst 1967 var aldarfjórðungur liðinn frá stofnun Golfsambands Íslands. Ákveðið var að minnast þessara tímamóta með hátíðarhöldum og afmælisveislu. Innan stjórnar sambandsins komu fram hugmyndir um að Íslandsmótið yrði hápunktur hátíðarhaldanna en þegar hafði verið ákveðið að það færi fram í Vestmannaeyjum þetta árið. Stjórn GSÍ sendi GV bréf og fór fram á að mótsstað yrði breytt og hann fluttur til Reykjavíkur. Svöruðu Eyjamenn strax ósk GSÍ. Gáfu þeir mótið eftir gegn því að það yrði haldið hjá þeim sumarið 1968 og var það auðsótt mál. Í framhaldi af þessu var síðan skipulögð einskonar golfvika dagna 13. – 19. ágúst og var Íslandsmótið helsta atriði hennar og var af hálfu GSÍ lögð mikil áhersla á að þangað kæmu til leiks allir bestu kylfingar landsins í öllum keppnisflokkunum. Að auki var haldið sérstakt afmælismót daginn áður en landsmótið hófst þar sem fram átti að fara
einskonar sveitakeppni milli klúbbanna auk unglinga- og kvennakeppni. Þá var jafnframt ákveðið að golfþingið færi fram á sjálfum afmælisdeginum og hátíðarhöldunum lyki síðan með veglegu afmælishófi að Hótel Borg. Skipaði stjórn GSÍ afmælisnefnd sem í áttu sæti þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson, Jóhann Sófusson og Jón Þór Ólafsson. Afmælishátíðin þótti heppnast einkar vel, bæði mótin og veislan að Hótel Borg þar sem var fullt hús og menn skemmtu sér hið besta ekki síst þegar gamlar og góðar golfsögur og ævintýri voru rifjuð upp. Segja má að allt árið 1964 hafi verið afmælisveisla hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sem átti þá 30 ára afmæli. Hápunktur hennar var þegar tekin var fyrsta skóflustungan að golfskálanum í Grafarholti en 4. desember dubbaði GR fólk sig upp og mætti til veislu í Þjóðleikhúskjallaranum sem þótti einkar vel heppnuð og minna á gömlu, góðu dagana þegar samkomur klúbbsins þóttu þær skemmtilegustu sem völ var á í höfuðborginni. Þótt ekki væri það í beinum tengslum við afmælishátíðina voru þrír gamlir félagar gerðir að heiðursfélögum. Beðið var með þá útnefningu uns hún gat farið fram í nýja golfskálanum. Þau sem voru heiðruð á þennan hátt voru Anna Kristjánsdóttir, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, Gunnar Kvaran og Ólafur Gíslason, en öll höfðu þau staðið að stofnun Golfklúbbs Íslands á sínum tíma. Áður höfðu herra Sveinn Björnsson, dr. Valtýr Albertsson, dr. Halldór Hansen og Helgi Hermann Eiríksson verið kjörnir heiðursfélagar klúbbsins. En það áttu fleiri aðilar í golfhreyfingunni stórafmæli. Í október 1965 hélt Golfklúbbur Akureyrar veglegt hóf í Sjálfstæðishúsinu á Akueyri þar sem saman voru komnir bæði eldri og yngri félagar þar sem þess var sérstaklega minnst og fagnað að á starfsferli sínum hefðu félagar í klúbbnum orðið Íslandsmeistarar sex sinnum. “Er afrekaskrá klúbbsins því glæsilegri en nokkurs annars íþróttafélags á Akureyri, enda þótt ekki fari ýkja mikið fyrir starfseminni.”Vísir 28. október 1965. GA notaði tækifærið á afmælishátíðinni til þess að heiðra frumkvöðulinn Gunnar Schram en mesta athygli á hátíðinni vakti þó kvikmynd sem Steindór Steindórsson hafði gert um starfsemi klúbbsins og púttkeppni kvenna sem fram fór í veislusölunum. Aldarfjórðungsafmæli og árshátíð Golfklúbbs Vestmannaeyja var slegið saman og haldin vegleg hátíð í desember
1963. Til hennar mættu nær allir félagar í klúbbnum og að auki Sveinn Snorrason forseti GSÍ sem flutti hátíðarræðuna og mærði Eyjamenn fyrir elju þeirra og árangur í golfinu. Sagði að GV hefði lagt mikið til á þeim 25 árum sem klúbburinn hefði starfað. “Með því hefur klúbburinn unnið þjóðþrifa starf, aukið á hreysti og heilbrigði ungra sem aldinna, karla og kvenna, eflt mannkosti og þroska hvers þess, er í kynni við íþróttina hefur komið, alið af sér drengskap og dáðir. Af golfleiknum, sé hann réttilega leikinn, leiðir bæði hógværð og hispursleysi, þor og þolgæði, skapfestu en sanngirni, raunsæi og réttsýni. Af iðkun slíkrar öndvegisíþróttar stafar menningarauki.”Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár, Vestmannaeyjum 2008.Úr ræðu Sveins Snorrasonar forseta GSÍ á 25 ára afmælishátíð Golfklúbbs Vestmannaeyja, bls. 54
Klúbbarnir komu meira inn í kennslumálin Á sjöunda áratugnum skipuðust kennslu- og þjálfaramál nokkuð á annan veg er verið hafði til þess tíma. Þörfin var sannarlega ekki minni en áður. Hvarvetna var mikil eftirspurn eftir kennurum en breytingin varð helst sú að klúbbarnir og þá einkum þeir stærstu fóru að taka málin meira í sínar hendur og ráða til sín golfkennara í lengri eða skemmri tíma. Golfsambandið reyndi þó að hafa milligöngu um ráðningu erlendra kennara ef eftir því var óskað auk þess sem það fékk úthlutað til sín kennslustyrkjum frá Íþróttasambandi Íslands sem síðan var útdeilt til klúbbanna í samræmi við fjölda þátttakenda í hverjum og einum klúbbi. Kennslumálin komu oftsinnis til umræðu á golfþingum og má nefna sem dæmi að á þinginu sem haldið var í Vestmannaeyjum var rætt um hversu miklu auðveldara og betra væri ef Íslendingar fengjust til kennslustarfa, ekki síst vegna þess að tungumálaerfiðleikar kæmu stundum í veg fyrir að hinir erlendu kennarar nýttust sem skyldi og þess væru jafnvel dæmi að fólk veigraði sér við að fara til þeirra þar sem það skildi þá ekki. Á árinu 1963 auglýsti Golfsambandið erlendis eftir golfkennara og í framhaldi af því var Bretinn Robert Bull ráðinn til starfa. Hann hafði kennararéttindi í golfi og hafði kennt íþróttina í nokkrum löndum áður en hann kom til Íslands. Starfaði hann aðallega hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og hafði bækistöð á gamla golfvellinum í Öskjuhlíðinni. Lagði Bull meira upp úr einkakennslu en
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
143
þeir kennarar sem höfðu starfað hér áður. Á meðan á dvöl hans hjá GR stóð var efnt til námskeiðs fyrir ungmenni á aldrinum 12 – 18 ára og var það kostað af klúbbnum auk þess sem þátttakendum bauðst að fá ókeypis útbúnað til æfinganna. Auk þess að kenna í Reykjavík fór Bull til Vestmannaeyja og var þar í hálfan mánuð við kennslu. Veturna 1968 og 1969 hafði GR breskan kennara, Norman Wood, á sínum snærum. Birtist við hann viðtal í blaðinu Kylfingi þar sem hann var m.a. spurður hvort íslenskir golfleikarar sem heild hefðu einhverja sérstaka sameiginlega galla. Wood svaraði: “Það væri þá helst að margir Íslendingar eru mjög stífir, sérstaklega í fótum og verður það til þess að eðlileg þungafærsla af hægri yfir á vinstri fót næst ekki. Íslenskir golfleikarar eru líka fremur stífir í höndum og eiga það til að slá einungis með höndunum og þá af kröftum.”Kylfingur 1. tbl. 1969, bls. 9. Vorið og fyrri hluta sumars 1965 efndi GR til námskeiðahalds í golfi og þótti bera vel í veiði þar sem Magnús Guðmundsson Íslandsmeistari fékkst til starfa við þau. Aldrei áður höfðu svo margir sótt golfkennslu á Íslandi en þátttakendur á námskeiðunum voru á annað hundrað talsins og voru Magnús Guðmundsson hélt vinsæl golfnámskeið í Reykjavík. þeir af báðum kynjum og á öllum aldri. Annaði Magnús ekki eftirspurninni og í júní sneri GR sér höfðu náð frambærilegum árangri í íþróttinni. Eftir að því til GSÍ og óskaði eftir því að sambandið reyndi að Golfklúbbur Ness var stofnaður var eitt af fyrstu verkefútvega kennara til starfa. Fjallaði stjórnin um beiðnina og num hans að ráða til sín erlendan golfkennara. Starfaði varð niðurstaðan: “... Meirihluti stjórnar telur þýðingart.d. ungur Breti, F. Riley á nafni, þar sumarlangt 1966. laust þar sem svo er áliðið orðið að fá hæfan kennara og Hafði sá fengist við kennslu í heimalandi sínu, í Hollandi allar líkur á því ef einhverjir eru á lausum kili að ekki sé og Þýskalandi og þótti mjög hæfur kennari. Sumarið eftir, mikils af þeim að vænta.”Fundargerðarbók Golfsambands 1967, kom svo annar Breti til klúbbsins. Sá var Al Norris Íslands 21. júní 1965. Auk þess að kenna á námskeiðum og sagt var að hann hefði fallegasta “swing” sem sæist á GR leiðbeindi Magnús Guðmundsson oft Akueyringum golfvöllum. Og víst var hann geysilega högglangur – sló þegar hann var nyrðra sérstaklega þó unglingum og áttu hvað eftir annað um og yfir 300 metra í upphafshöggum. sumir nemenda hans þar eftir að koma verulega við afrekAuk kennslu hjá Golfklúbbi Ness fór hann einnig til sögu golfsins á Íslandi. Golfklúbbsins Keilis og Golfklúbbs Suðurnesja. Hleypti koma þessara manna miklu lífi í starf þessara klúbba. Ýmsir aðrir komu við sögu. Um tíma stundaði t.d. maður að nafni A.E. Leschak kennslu á vegum GR. Hann var Mikilvægt starf Þorvaldar Ásgeirssonar þá í herþjónustu á Keflavíkurflugvelli en var frækinn kylfingur og þótti ágætur kennari. Þótt ekki séu fyrir því Sá Íslendingur sem kom mest við sögu golfkennslunnar á heimildir er líklegt að hann og fleiri varnarliðsmenn hafi einnig sagt Suðurnesjamönnum til en á Keflavíkurflugvel- þessum árum var Þorvaldur Ásgeirsson. Hann hafði mörg járn í eldinum þegar kom að golfíþróttinni og var m.a. li voru um langt skeið margir sem höfðu áhuga á golfi og
144
formaður Golfklúbbs Reykjavíkur á árunum 1962 – 1966 þegar mest reyndi á menn við uppbyggingu Grafarholtsvallarins. Þegar Þorvaldur hætti formennskunni gafst honum betri tími en áður til kennslu sem hann hafði þó lengi fengist við og þá aðallega innanhúss yfir vetrartímann. Húsnæði sem fékkst til slíkrar kennslu var heldur óhentugt. Kennt var á ýmsum stöðum, m.a. í hálfköruðu húsi við Kleppsveg og í Miðstræti, í verslunarmiðstöðinni Suðurveri en loks fékkst aðstaða í Laugardalnum bæði í fimleikasal sem þar var og undir stúku Laugardalsvallarins þar sem síðar var kallað Baldurshagi. Æfingarnar fólust fyrst og fremst í því að ná réttu gripi á kylfunni og sveifla henni eftir kúnstarinnar reglum. Golfkúlurnar voru slegnar í net eða fallhlífardúka sem voru rétt fyrir framan iðkendurna. Þegar klúbbunum úti á landi tók að vaxa fiskur um hrygg reyndu þeir hvað þeir gátu að fá kennara til sín þótt ekki væri nema tímabundið og leituðu aðstoðar Golfsambandsins við útvegun þeirra. Fékk sambandið Þorvald til þess að fara um landið og vera viku til tíu daga á hverjum stað. Skilaði það þeim árangri að kylfingar á þessum stöðum tóku stórstígum framförum og fóru brátt að taka þátt í mótum þeirra bestu.
Blaðamennirnir ánetjaðir Eitt var það sem alla golfklúbbana og þar með golfhreyfinguna skorti tilfinnanlega allan sjöunda áratuginn voru fleiri félagar. Allir voru klúbbarnir fámennir og gátu tekið við miklu fleiri félögum. Ýmsum ráðum var beitt til þess að reyna að laða fólk og þá ekki síst ungmenni að klúbbunum. Ekki var t.d. um það að ræða að þeir sem vildu prófa íþróttina þyrftu að greiða vallargjald en víðast lágu fyrir eyðublöð fyrir inntökubeiðnir í klúbbunum. Árangursríkasta aðferðin til að fá fólk sem félaga var að beita þeirri aðferð sem stundum hefur verið kölluð “maður – á – mann” aðferðin, þ.e. að þeir sem orðnir voru félagar í klúbbunum reyndu að fá kunningja sína og vini til þess að slást í hópinn. Hvert tækifæri sem gafst var notað til þess að reyna að koma golfinu á framfæri í fjölmiðlum og varð sú breyting á, smátt og smátt, að golfið fékk mun meira rými í dagblöðunum en verið hafði. Svo kom sjónvarpið til sögunnar. Menn vissu sem var – að erlendis og þó einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi var golf feikivinsælt sjónvarpsefni og reynt var að fá íslenska sjónvarpið til að taka
upp þráðinn og sýna frá mótum erlendis. Voru nokkur skref, smá að vísu, stigin í þeim efnum. Blaðið Kylfingur sem verið hafði einn helsti samskiptamiðill golfáhugafólks á árdögum íþróttarinnar á Íslandi hélt enn lífi og var á þessum tíma gefið út af Golfklúbbi Reykjavíkur. Ekki var hægt að segja að mikill kraftur væri í útgáfunni en oftast kom þó út eitt tölublað á ári. Golfsamband Íslands reyndi að styðja útgáfuna eftir því sem mögulegt var og lagði því a.m.k. einu sinni til peninga. “Samþykkt að leggja til við golfþing að heimila stjórn GSÍ að verja allt að 4.000 krónum af áætluðum tekjuafgangi 1963 til styrktar útgáfu Kylfings.” Það þótti svo tíðindum sæta vorið 1968 er Nesklúbburinn hóf útgáfu á blaði sem bar einfaldlega heitið “Golfblaðið”. Í ritnefnd þess voru Pétur Björnsson, Sigríður Magnúsdóttir og Jón Thorlacius. Þótti blaðið vel úr garði gert og vakti t.d. töluverða athygli að á forsíðu þess voru litmyndir frá íslenskum golfvöllum. Fyrsta golfbókin á íslensku kom út árið 1968. “Take a trip from me” nefndist bókin á frummálinu og höfundur hennar var enginn annar en hinn heimsfrægi kylfingu Jack Nicklaus. Einar Guðnason sem þá var orðinn einn af fremstu kylfingum landsins þýddi bókina sem hafði að geyma ýmsar leiðbeiningar og ráð til kylfinga sem útskýrð voru með teikningum. Um svipað leyti lá fyrir handrit Þorvaldar Ásgeirssonar að kennslubók í golfi en af útgáfu hennar varð hins vegar ekki. Veigamikill þáttur í útbreiðslustarfseminni var að vinna íþróttablaðamenn á sitt band en umfjöllum um golf var lengi vel mun minni en um aðrar íþróttagreinar og margir blaðamenn fákunnugir um íþróttina. Datt einhverjum það þjóðráð í hug að boða íþróttablaðamenn til golfkeppni og freista þess þannig að ánetja þá íþróttinni. Fyrsta blaðamannakeppnin fór fram á gamla golfvellinum við Öskjuhlíð 3. júní 1962. Níu blaðamenn mættu þar til leiks, þeir Sigurjón Jóhannsson (Þjóðviljinn), Hallur Símonarson (Tíminn), Agnar Bogason (Mánudagsblaðið), Gísli Sigurðsson (Vikan), Sigurður Sigurðsson (Útvarpið), Örn Eiðsson (Alþýðublaðið), Jóhann Vilberg (Fálkinn) Atli Steinarsson (Morgunblaðið) og Jón Birgir Pétursson (Vísir). “Níu þrautreyndir kylfingar, en svo eru þeir kallaðir, sem hafa búið sig út með nokkrar golfkylfur, bolta, hlífðarföt og smákerru undir allt dótið “drævuðu”, eins og það er
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
145
kallað, þ.e. þeir slógu kúluna allt upp að “grínunum”, sem næsta umhverfi holanna er kallað, en þar tóku námfúsir blaðamenn við og “púttuðu” síðustu höggin í holurnar og var af hin bezta skemmtun. Sýndu margir í hópi blaðamanna mikla snilld í leiknum, enda ekki grunlaust um að sumir hafi haft nokkra nasasjón af golfinu.” “Púttað á grínunum.” Vísir 5. júní 1962. Ekkert vafamál er að blaðamannakeppnin hafði sín áhrif. Umfjöllun um golf í dagblöðunum fór stöðugt vaxandi og einstakir kylfingar fóru að verða viðtals- og umfjöllunarefni rétt eins og stjörnur annarra íþróttagreina. Þegar “Íþróttamaður ársins” var valinn árið 1963 komst kylfingur í fyrsta sinn á blað en Magnús Guðmundsson hafnaði þá í tíunda sæti í kjörinu. Blaðamannamótið varð til þess að nokkrir þeirra sem þá kynntust íþróttinni urðu síðar öflugir kylfingar og nægir þar að nefna Gísla Sigurðsson sem varð síðar Íslandsmeistari í öldungaflokki og Kjartan L. Pálsson sem varð atkvæðamikill kylfingur og frægur fyrir að fara oftar holu í höggi en nokkur annar Íslendingur. Bæði Gísli og Kjartan urðu einnig virkir þátttakendur í félagsstarfi golfhreyfingarinnar. Blaðamannakeppnin var síðan haldin á Nesvellinum um árabil og gekk þar á ýmsu. Nokkrir klúbbar gripu til þess ráðs að bjóða blaðamönnum til leiks þegar þeir þurfu að kynna starfsemi sína. Þannig var þeim t.d. boðið í heimsókn á Hvaleyrarvöllinn í september 1969 þar sem þeir léku 9 holur og fylgdi það sögunni að Kjartan L. Pálsson, Tímanum varð sigurvegari og lék á 64 höggum en Jón Birgir Pétursson frá Vísi varð annar á 77 höggum.
Þorvaldur Ásgeirsson var um tíma besti kylfingur landsins og forseti Golfsambandsins. Hann var jafnframt eini golfkennari landsins um margra ára skeið. Ljósmynd: Óþekktur/Borgarskjalasafn.
Fjárskortur hamlaði starfinu Þótt mikill áhugi væri á vexti og viðgengi golfsins innan stjórnar Golfsambandsins mótaðist starfið þar mjög af þeirri staðreynd að sambandið var févana og gat af þeim sökum engan veginn unnið að þeim verkefnum sem voru
146
inni á borði þess af þeim krafti sem stjórnarmenn kusu. Einu föstu tekjur sambandsins voru skattgjald frá klúbbunum, mótagjöld sem runnu til þess af Íslandsmótinu í golfi og styrkur frá Íþróttasambandi Íslands. Og þetta voru ekki háar upphæðir. Í upphafi sjöunda áratugarins var skattgjald GSÍ frá klúbbunum 15 krónur á hvern félaga en var fljótlega hækkað upp í 30 krónur og síðar hækkað enn frekar. Stjórnin reyndi augljóslega að vera
hófsöm í skattkröfum sínum og voru tillögur hennar um hækkun jafnan samþykktar samhljóða á golfþingum, og það þótt klúbbarnir þyrftu raunverulega á öllu sínu að halda. Í því kom einnig fram að klúbbarnir mátu starf Golfsambandsins mjög mikilvægt. Aðeins einu sinni heyrðist sú rödd á golfþingi að skattinnheimta GSÍ væri sennilega ólögleg en hún var skjótlega kveðin niður og bent á að öll sérsambönd Íþróttasambands Íslands hefðu aðaltekjur sínar af hliðstæðri innheimtu. “Nær allan tímann sem ég gegndi forsetaembættinu í GSÍ var fjárskortur hemill á eðlilega starfsemi sambandsins. Tekjur voru takmarkaðar og eignir engar utan fundargerðabóka og bikara sem sambandið hafði yfir að ráða. Þyrftu menn að leggja í kostnað vegna ferðalaga eða annars slíks urðu þeir að greiða hann úr eigin vasa. Sum árin varð halli á rekstri sambandsins og þá ekki um annað að gera en að reyna að vinna hann upp á næsta ári. Hendur stjórnarinnar voru algjörlega bundnar af þessu. Þegar á leið skánaði fjárhagurinn þó nokkuð enda fór þá sambandið að stíga fyrstu skrefin í eigin fjáröflun. Þar varð þó að fara varlega og gæta þess að fara ekki inn á sömu brautir og klúbbarnir því það hefði skert möguleika þeirra til að afla sér fjár. Firmakeppnir voru t.d. virk fjáröflun hjá þeim og kom til umræðu hjá stjórn GSÍ að fara einnig þá leið. En talið var að með því yrði um of vegið í sama knérunn og því hætt við það.”Munnleg heimild: Sveinn Snorrason í viðtali við bókarhöfund.
orðið. Næst þegar GSÍ fór í happdrættisfjáröflun var farin óvenjuleg leið þar sem það var einkavætt, ef svo má að orði komast. Einstaklingur í Reykjavík hafði samband við stjórnina og bauðst til þess að sjá alfarið um happdrættið og greiða GSÍ síðan 70% af nettóhagnaði þess. Ekki skorti lögfræðinga í stjórn GSÍ til að ganga frá samningum við manninn og var tryggilega búið um hnútana. Mikið var lagt undir þar sem ný bifreið var aðalvinningur í happdrættinu. Fer ekki öðrum sögum af þessari tilraun en þeim að sala miða gekk bærilega en hins vegar kostaði það GSÍ mikinn eftirrekstur og erfiðleika að fá sinn hlut uppgerðan. Það tókst þó að lokum. Á vettvangi íþróttahreyfingarinnar var einnig reynt að skapa golfinu traustari sess. Fulltrúar Golfsambandsins mættu samviskusamlega á íþróttaþing og aðrar samkomur sem ÍSÍ boðaði fulltrúa sérsambandanna til. Þótt GSÍ væri fyrsta sérsambandið sem gerðist aðili að ÍSÍ var það á þessum tíma ekkert sérlega hátt skrifað innan íþróttahreyfingarinnar og þar ríktu fyrst um sinn sömu viðhorf og hjá almenningi: Að golfið væri bara fyrir fáa útvalda. “Fjárhagslegur stuðningur ÍSÍ við golfíþróttina hafði verið hverfandi lítill, bæði vegna takmarkaðra fjárráða þess sjálfs og einnig vegna þess hve fáir golfiðkendrnir voru í raun og veru. Golfklúbbarnir þurftu sjálfir að kosta alla uppbyggingu mannvirkja og standa undir rekstri til þessa með eigin fjárframlögum og vinnu. Fjármagn ÍSÍ var þá mestan part varið í þágu hefðbundinna keppnisgreina svo sem er raunar enn í dag. Við kunnum því ekkert á það kerfi sem þar hafði verið notað af einstaka sérsambandi til að skara eld að kökum sínum. En um þetta leyfi var einmitt að verða allmikil breyting til batnaðar innan ÍSÍ eftir að Gísli Halldórsson og hans liðsmenn höfðu tekið við forustu þar.”Munnleg heimild: Sveinn Snorrason í viðtali við bókarhöfund.
Golfsambandið greip til gamalkunnugs ráðs í eigin fjáröflun. Það efndi til happdrættis og leitaði á náðir velunnara og golfklúbbanna með sölu á miðum. Var m.a. hafinn áróður fyrir því í klúbbunum að þegar “holl” færi út að spila þá keypti það sameiginlega einn miða í happdrættinu og var síðan leikið um hann, þ.e. sá sem var á lægsta skorinu í hópnum hreppti miðann. Þá var einnig enn einu sinni leitað til fyrirtækja og þau fenginn til þess að kaupa bunka af miðum. Lögðu stjórnarmenn í Golfsambandinu mikla vinnu í sölu happdrættismiðanna. Ávinningur af því varð nokkur og gerði það m.a. að verkum að unnt var að styðja þá Gísli Halldórsson fyrrum forseti kylfinga sem völdust til farar í EisenÍSÍ tók sér frí frá golfinu í 30 ár. hower – keppnina meira er ella hefði
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
Gísli hafði sjálfur hafði komist í kynni við golfið. Hann gerðist félagi í GR árið 1944 og tók að stunda golf. “Ég keypti mér hálft golfsett og fór til golfkennara sem kenndi á vegum Golfklúbbs Reykjavíkur. Á miðju sumri fórum við tveir félagar út á golfvöllinn við Öskjuhlíð. Völlurinn var níu holu völlur. Ef
147
maður ætlaði 18 holur, sem var hringur, þá kostaði það fimm klukkutíma fjarveru frá vinnu. Ég sá fljótt að þann tíma gæti ég ekki látið eftir mér.”Jón M. Ívarsson: Gísli Halldórsson: Minningar, menn og málefni, Reykjavík 2005, bls. 150. Um haustið kom Gísli golfsettinu sínu fyrir í geymslu hjá GR og þegar til átti að taka vorið eftir var það horfið og kom aldrei í leitirnar. Þar með lagði Gísli golfið á hilluna í rúmlega þrjátíu ár, enda hafði hann í mörgu öðru að snúast. En þessi stuttu kynni forseta ÍSÍ af golfinu urðu til þess að hann vissi alla vega um hvað málið snerist þegar erindi GSÍ komu inn á borð hjá ÍSÍ.
Loks losnaði Sveinn Þegar Sveinn Snorrason tók kjöri sem forseti Golfsambandsins var hann frá upphafi ákveðinn í að verða þar ekki eilífur augnakarl. “Ég hafði hins vegar allt frá upphafi mikla ánægju af stússinu sem stjórnarstörfunum fylgdi og naut þess að sjá árangur erfiðisins, ekki síst þegar nýir klúbbar og nýir vellir fóru að koma til sögunnar. Samstarfið innan stjórnarinnar var líka einstakt. Þar unnu allir sem einn maður og tæki einhver stjórnarmaður að sér ákveðið verkefni þurfti ekki að hafa frekari áhyggjur af því.”Munnleg heimild: Sveinn Snorrason í viðtali við bókarhöfun. Fyrstu ár Sveins sem forseta ríkti gamla fyrirkomulagið í stjórninni, þ.e. að fulltrúar í henni voru frá starfandi klúbbum. Þar sem fulltrúarnir frá Vestmannaeyjum og Akureyri áttu sjaldnast heimangengt á stjórnarfundi voru fundirnir oftast þunnskipaðir. Þegar verið var að undirbúa golfþingið 1965 var þetta fyrirkomulag rætt og gerð svohljóðandi bókun: “Mættir stjórnarmenn telja brýna nauðsyn á því að næsta stjórn verði skipuð aðalmönnum öllum úr Reykjavík og nágrenni. Ennfremur eru þeir sammála um að biðjast undan endurkjöri.” Undir bókunina skrifuðu Sveinn Snorrason, Halldór Magnússon og Ásgrímur Ragnars.Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 11. júní 1965. Í upphafsræðu sinni á golfþinginu daginn eftir kynnti Sveinn þessa bókun stjórnarmanna. Fyrri hluta hennar, um búsetu stjórnarmanna, var tekið með skilningi en hins vegar leist þingfulltrúum afleitlega á afsagnartilkynningu forsetans. Þegar kom að stjórnarkjörinu flutti Jóhann Þorkelsson þingforseti ræðu fyrir hönd þingfulltrúa og skoraði á Svein að halda áfram og fór svo að hann lét að
148
lokum undan. Fór á sömu leið á næstu þingum. Sveinn ætlaði sér að hætta en enginn var tilbúinn að taka við af honum. “Ég var alveg ákveðinn að hætta 1965. Um þær mundir var ég að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Íslands og ætlaði mér að einbeita mér að því að byggja upp rekstur lögmannsstofu í félagi við aðra. Þótt starfsemi Golfsambandsins væri ekki eins umfangsmikil og síðar varð þá kostnaði forsetastarfið frátafir frá vinnu að því ógleymdu að mig langaði til þess að stunda golfíþróttina meira sjálfum mér til uppbyggingar og yndisauka.”Munnleg heimild: Sveinn Snorrason í viðtali við bókarhöfund. Áformin um að stjórnarmenn væru búsettir á því svæði sem gerði þeim mögulegt að sækja stjórnarfundi án stórkostlegrar fyrirhafnar gengu hins vegar eftir á þinginu 1965 og þá var jafnframt fjölgað um einn mann í stjórninni. Varamenn í stjórn voru hins vegar fulltrúar frá klúbbunum úti á landi. Á golfþinginu á Akureyri árið 1966 kom í fyrsta sinn fram sú hugmynd að GSÍ réði sér starfsmann. Í skýrslu stjórnar er þess getið að Sveinn Snorrason hafi fjallað um möguleika á “... að ráða erindreka til leiðbeininga og skipulagsstarfsemi sérstaklega vegna yngri kylfinga.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 19. júlí 1966. Hugmyndin var sú að hugsanlegur erindreki starfaði tímabundið hjá Golfsambandinu. Hann átti að ferðast á milli klúbbanna og veita þeim aðstoð við öflun nýrra félaga, skipulag unglingastarfs o.fl. Þá átti það að vera í hans verkahring að heimsækja þá staði þar sem farið var að ræða um stofnun nýrra golfklúbba og veita þeim aðstoð. En í þessu efni sem mörgum öðrum strandaði á hinu sama. Það vantaði peninga og ekki auðséð hvernig afla ætti þeirra til þess að greiða starfsmanninum laun og ferðakostnað. Nokkrar umræður urðu hins vegar á þinginu um málið en ákveðið var að slá áformunum á frest og freista þess að fara aðrar leiðir í útbreiðslu- og kynningarmálum. Á golfþinginu sem haldið var í Skiphóli í Hafnarfirði sumarið 1970 kom loks að því að Sveinn Snorrason losnaði við “raufarsteininn.” Þegar þinghaldið nálgaðist fór hann að líta í kringum sig eftir hugsanlegum eftirmanni í forsetastólinn og staðnæmdist við starfsfélaga sinn í lögfræðingastéttinni, Vilhjálm Árnason en bæði Vilhjál-
mur og Þorvarður, bróðir hans, voru kunningjar Sveins og miklir golfáhugamenn. Þegar Sveinn bar tillöguna upp við Vilhjálm tók hann sér nokkurra daga frest til svara. “Hann hringdi síðan í mig og sagðist ekki geta tekið þetta að sér en hann væri búinn að finna manninn. Sá væri Páll Ásgeir Tryggvason. Það leist mér samstundis vel á. Páll Ásgeir þekkti golfhreyfinguna á Íslandi út og inn, hafði átt sæti í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur og látið þar til sín taka.Munnleg heimild: Sveinn Snorrason. Svo segir í fundargerð frá þinginu 1970 að því hafi lokið með því “að fráfarandi forseti var hylltur.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 10. ágúst 1970. ”Mér var létt þegar ég gekk út af þinginu í Skiphóli. Eftir sextán ára stúss fyrir golfhreyfinguna, fyrst í GE og síðan í GSÍ var ég laus mála. En mér var líka þakklæti í huga fyrir það að hafa fengið tækifæri til þess að starfa að málefnum þessarar stórkostlegu íþróttar og með þvílíku einvalaliði að annað eins fannst ekki.”Munnleg heimild: Sveinn Snorrason. Ekki var þó afskiptum Sveins að málefnum golfhreyfingarinnar lokið og verður nánar komið að þeim þætti síðar.
Vellirnir eru heimabakstur - Hvað segir þú þá um ísl. golfvelli almennt? - Þeir eru slæmir því miður – mjög slæmir miðað við þær kröfur sem golfreglur byggjast á. Enginn völlur hérlendis hefur verið byggður sem slíkur fyrr en nú í Grafarholti hjá Golfklúbb Rvíkur. Hitt er heimabakstur og sumt mjög frumstætt. Það tekur langan tíma að fá góðan völl í Grafarholti – 10 – 15 ár. En þar er unnið markvisst og vel og þar myndast fyrst aðstaða til að bjóða toppmönnum hingað til lands. Golfíþróttin hér er enn í vöggu og það er nauðsyn að sníða allar aðstæður eftir fjöldanum en ekki eftir þeim fáu beztu. Í Grafarholti kemur skemmtilegur völlur í skemmtilegu umhverfi, sem bæði hæfir öllum almenningi, en gerir jafnframt ítrustu kröfur til beztu manna. Þar er og að rísa glæsilegur golfskáli og félagsheimili. (Viðtal við Magnús Guðmundsson. Morgunblaðið 12. júní 1965)
Golfið mín vítamínssprauta
“En á meðan kaffið er að koma förum við að skoða bikarana og áletranir á þeim. Hér er einn fyrir golf og þá segir Sigurjón: - Golfi er eina íþróttagreinin sem ég stunda enn og líka sú skemmtilegasta af þeim öllum. Golfið er mín vítamínsprauta. Í golfi er keppnisandinn sérstaklega skemmtilegur og þar eru drengir góðir upp til hópa.” (Samtal við Sigurjón Hallbjörnsson sem á heilan vegg fullan af verðlaunabikurum og verðlaunapeningum. Vísir 8. nóvember 1962 bls. 4)
Leikið milli loftnesstanga Stjórn Golfklúbbs Ness skipa Pétur Björnsson, formaður, Ragnar Jónsson, ritari og Sigurjón Ragnasson, gjaldkeri. Morgunblaði átti samtal við Pétur Björnsson og spurði hann um fyrirhugaða starfsemi klúbbsins. Kvað Pétur mikla möguleika til að leika golf á velli þessum allan veturinn, þegar ekki er snjór, þar sem minna frost er þarna úti á nesinu en á Öskjuhlíð og við Grafarholt. Einnig er ætlunin að hafa skálann opinn yfir vetrartímann, svo meðlimir geti t.d. komið og drukkið kaffi þar á daginn með gestum sínum, en aðeins er um 5 – 7 mínútna akstur úr bænum út á nesið. Svæði það sem Golfklúbbur Ness hefur völl sinn á, er umlukt sjó á þrjá vegu, en að norðanverðu er girðing. Er meðal annars leikið milli loftnesstanganna fjögurra sem þarna eru staðsettar.
Árni er pillaður af Sjálfsagt velta fæstir því fyrir sér sem leika golfvöll Suðurnesjamanna í Leirunni að áður fyrr var á svæðinu þar sem golfvöllurinn er nú fjölmenn og blómleg byggð sem tilheyrði Rosmhvalaneshreppi en hann náði yfir Miðnes, Garð og Leiru. Af fjölda bújarða sem voru á svæðinu var Stóri – Hólmur þar sem meginhluti golfvallarins er stærsta og verðmesta jörðin. Þegar útgerð var þarna mest reru á sjöunda tug báta enda stutt á miðin. Margir þekktir formenn gerðu út og kannski er við hæfi að kylfingar rifji upp alkunna vísu um einn þeirra meðan þeir rölta á milli teiga eða leita að boltanum sínum á þeim slóðum þar sem fiski var kastað á land úr vörinni á þessum tíma:
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
149
Hann Árni er látinn í Leiru og lagður í ískalda mold og burtu frá sulti og seyru flaug sálin og skildi við hold. Úr heimi er formaður farinn, sem fram eftir aldregi svaf. Og nú grætur þöngull og þarinn, Því hann Árni er pillaður af.
var kvödd til. Verkefnið reyndist allerfitt, en að lokum yfirgaf hundurinn völlinn með lögregluþjónum og kylfingar gátu óhræddir haldið leik sínum áfram. (Vísir 16. júli 1963 bls. 11)
Golfið ekki dýrara en annað
15 félagar í GKA
Margir hafa veigrað sér við að iðka golf, vegna þess hversu kostnaðarsamt það sé. En þar fara menn villir vegar. Byrjendasett, 7 kylfur, kosta í dag frá 3000 – 5000 krónur, eftir gæðum. Árgjald hjá GR er 1500 krónur eða rúmar 4 kr. á dag, en mönnum er heimilt að leika alla daga ársins.
“Að tilhlutan ÍA var stofnaður Golfklúbbur Akraness og voru stofnendur 15. Klúbburinn hefur fengið land í Garðalandi til starfsemi sinnar og hafið þar framkvæmdir við undirbúning að golfvelli.”
Til samanburðar má minna á t.d. að keppnisskíði munu kosta 8 – 10 þús. krónur. Góður reiðhestur mun vart fáanlegur undir 30.000 kr., og einn stangveiðidagur í góðri laxveiðiá 2 – 3 þúsund krónur.
(Ársskýrsla Íþróttabandalags Akraness. Lögð fram á 21. þingi ÍA á Akranesi 12. mars 1966)
(Morgunblaðið 13. maí 1964)
Eiginkonan vann fíngerðari verkin
Ein og ein torfa sveimar með
“Eftir hádegi á sunnudag hófst svo fyrsta innanfélagskeppnin og var það hjónakeppni þar sem eiginmaðurinn sló fyrstu og stærstu höggin í hverri holu, en eiginkonan vann hin fíngerðari verkin að koma kúlunni ofan í holuna. Formaður félagsins, Jónas Aðalsteinsson, og kona hans urðu hlutskörpust í þessari keppni.”
“Og svo slá þeir kúlurnar í allar áttir, eins og þeim sé borgað fyrir það og boltarnir þjóta yfir hausnum á manni eins og sputnikregn úr öllum áttum. Stundum sveimar ein og ein torfa með, en það gerir leikina bara fjörugri. Inn á milli högganna hrópa þeir svo hver í kapp við annan: “Reyndu að slæsa hann á grínina, svo þú getir púttað hann á eftir.” (Að slæsa þýðir að slá til hægri?!)- eða: “Drævaðu nú með húkki” eða eitthvað á þessa leið. Þetta sýnir greinilega að leikmenn þurfa að vera vel að sér í ýmsum erlendum málum og gefur það mikla andlega þjálfun að muna öll þessi orð.”
(Sagt frá fyrstu innanfélagskeppni Golfklúbbsins Keilis. Þjóðviljinn 11. júlí 1967)
Hundur setti strik í reikninginn Lögreglan á Akureyri fékk það óvænta verkefni á sunnudaginn að fjarlægja hund af golfvellinum við Akureyri þar sem Íslandsmót í golfi fór fram. Óvanalegt atvik, en skemmtilegt. Í reglum um golf er kveðið á um slíka atburði að kúla telst eiga að slást þaðan sem dýr hafa skilið hana eftir. Er þetta einkum sett vegna fugla, sem geta flutt kúlur til lítilsháttar á golfvöllum. Hvuttinn á Akureyri elti hins vegar kúlurnar og lét ekki kylfingana ná sér, flutti hann kúlurnar til um óvaravegu fyrir mörgum kylfingnum og endaði með því að lögreglan
150
(Karlsson: Golf er göfug og glæsileg íþrótt. Visir 19. ágúst 1960 bls. 9)
Kúlurnar þutu í allar áttir Þar sem völlurinn var enn tæplega þurr orðinn þegar við fórum í þennan golfleik, var ekki enn búið að taka trépalla sem eru gúmmíklæddir og settir ofan á teigana þeim til hlífðar. Við lékum því af þessum pöllum og að
“Hins vegar hafði ég slegið með orfi sem strákur og ég náði fjótt valdi á höggunum. Það eru nefnilega sömu grundvallarreglur að baki þess að slá með orfi og slá kúlu með golfkylfu. Menn verða að vera afslappaðir og finna þegar beita á átakinu, menn verða að læra að flytja þyngarpunkt líkmans til á réttan hátt, menn verða eins og að horfa í ljáfarið að horfa á kúluna. Þetta kom tiltölulega fljótt.” (Magnús Guðmundsson í viðtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið 12. júní 1965)
Tvisvar hola í höggi á sama hringum Sá einstæði atburður átti sér stað á golfvelli GR í Grafarholti í fyrrakvöld að Ólafur Skúlason, 18 ára gamall kylfingur sló tvívegis holu í höggi á sama hring. Eftir því sem við vitum bezt hefur þetta aðeins gerzt 5 sinnum í sögu golfsins fram til þessa. Ólafur sló 6. holuna sem er 160 m (par 3) í höggi og enn fremur 10. holuna en hún er 300 m að lengd (par 4). Ólafur var við æfingu þá er þetta varð en en nægilegur fjöldi manna með honum til að sanna þennan óvenjulega árangur, sem ekki hefur átt sér stað hér á landi áður. (Morgunblaðið 17. júní 1969)
Ólafur Skúlason frá Laxalóni.
sjálfsögðu byrjaði Þorvaldur leikinn. Við reyndum að feta í fótspor hans, en gekk misjafnlega eins og að líkum lætur. Sumir höfðu ekki snert á þessu í áraraðir, aðrir að litlu eða engu leyti lært listina. En þetta hafði engin áhrif á okkur, sólin hellti sér yfir Grafarholtsdrögin og við vorum jafn ánægðir leikmenn hvort við pældum upp jörðina og kúlurnar þutu í allt aðra átt en við ætluðum þeim, eða hreinlega lágu grafkyrrar á vellinum, eftir að mikið högg hafði verið slegið. (Einn hringur á Grafarholtsvelli með formanni Golfklúbbs Reykjavíkur. Morgunblaðið 13. maí 1965, bls. 30.)
Orfslátturinn undirstaðan
Golfið tilfinningarík íþrótt “Golfíþróttin er ekki bundin við “brennsluárin”. Það þarf íhugun og athygli, læra að stilla taugar, þekkja sjálfan sig. Þetta er tilfinningarík íþrótt. Það þarf fullkomna stjórn á huganum – kunna að taka mótmælti sem meðlæti. Allt þetta er lykill að góðu golfi. Golfið er fyrir okkur. Við höfum langan dag og hér sprettur gott gras.” (Magnús Guðmundsson í viðtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið 12. júní 1965)
Reynt að útrýma erlendu orðunum - Mér hefur virzt að golfmönnum væri tamt að nota ensku heitin um völlinn og leikinn. Er ekki æskilegt að
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
151
íslenzka þessi heiti líkt og gert hefur verið með góðum árangri í knattspyrnunni?
Hugsunin er helmingurinn
- Jú, það finnst mér. Enda þótt leikmenn noti oft ensku orðin, hefur þessu öllu verið snúið á ágæta íslenzku, en það er ekki langt síðan, og golfiðkendum eru íslenzku orðin ekki töm ennþá. En ég held að þau séu að ryðja sér til rúms. Ég get nefnt nokkur dæmi: Það heitir trékylfa nr. 1, 2. og 3. í staðinn fyrir Driver, Bassie og Spoon. Á sama hátt er talað um járn nr. 4 eða 7 eða 10 o.s.frv. Caddie og Forecaddie heita kylfusveinn og framásveinn. Bunker, sem er dæld þakin sandi, hefur verið kölluð glompa. Það er líka talað um vatnstorfæru og hliðarvatnstorfæru.
“Það má segja, að hugsun sé helmingur af pútti og lagni helmingur. Þó að golfið sé raunar allt persónulegt og engir tveir fari eins að, þá er púttið alveg sérstaklega persónulegt. Það hafa margir orðið góðir púttarar, að minnsta kosti um tíma, þó að þeir hafi ekki farið að öllu leyti eftir því, sem talið er réttast í púttum.
- Er ekki oftast talað um “greenið, er það ekki?
Kamarhöggið fræga
–“Green” heitir á íslenzku flöt. Það sem fram fer á flötinni, það er að segja, síðustu höggin, er það eina sem ekki hefur verið íslenzkað. Í prentuðum reglum fyrir golfleik er talað um að pútta, sem er vitaskuld einungis hljóðlíking á enskunni, “to putt”. Við holutalningu eru notuð orðatiltækin svo og svo margar “holur upp” (holes up) eða “allt jafnt” (all square). Teigur er aftur á móti svæðið, þar sem leikur að hverri holu hefst. Svæðið er rétthyrnt og getur verið mismunandi að stærð. Þetta er kallað “teeing ground” á ensku og að stilla boltann fyrir högg er kallað á ensku “teeing” en það má kannski segja, að íslenzkan á því sé dálítið vafasöm. Við tölum um að týgja boltann, samanber að týgja sig af stað.”
Eitt frægasta golfhögg íslenskrar golfssögu var slegið á Íslandsmótinu á Akureyri árið 1961. Lengi vel var högg þetta kallað “kamarhöggið” og voru frásagnir af því til í mörgum útgáfum og voru þær misjafnlega ævintýralegar. Sennilega er sagan í sínum réttasta búningi sögð í bók Sigurgeirs Jónssonar um golf í Vestmannaeyjum í 70 ár. Þar segir hann svo frá:
(Ólafur Bjarki Ragnarsson formaður GR í viðtali við Lesbók Morgunblaðsins 30. júní 1967)
Hola í höggi syðra Það þykri jafnan mikill viðburður í golfi, þegar hola er slegin í höggi, eins og það er kallað á máli fagmanna í íþróttinni. Fyrir skömmu sló einn af golfmönnum Golfklúbbs Suðurnesja, Þorgeir Þorsteinsson, fulltrúi lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli 8. holuna á velli félagsins í einu höggi, en sú braut er 140 metrar. Þorbjörn Kjærbo sló sömu holu í höggi í fyrra, en síðan þá er búið að lengja brautina um nær 40 metra. (Vísir 25. ágúst 1965)
152
(Ólafur Bjarki Ragnarsson í kennsluþætti um golf. Vísir 1. apríl 1965.
“Á Íslandsmótinu 1961, sem fram fór á Akureyri, var hinn góðkunni kylfinHallgrímur Þorgrímsson, gur, Hallgrímur Þorgrímsson (Halli Togga) að öðru nafni Halli Togga. spila eina holuna en varð fyrir því óhappi að slá boltann gegnum einn forláta kamar, sem heimamenn höfðu slegið upp til hægðarauka fyrir keppendur. Vildi það gesti hússins til lífs að hann sat, en boltinn var í axlarhæð standandi manns. Halli varð að borga manninum kappleikjagjaldið til baka því þetta var á fyrsta degi mótsins og aumingja maðurinn ófær um að spila meira. Um kvöldið fór Halli að kvarta yfir þessum aukaútgjöldum við Lárus Ársælsson, liðsstjóra, sem greip fram í
fyrir honum og sagði: “Halli minn, þú ættir að vera glaður yfir því að þurfa ekki að borga meira en þetta: þú hefðir kannski mátt punga út fyrir rándýra líkkistu.” (Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Verstmannaeyja í 70 ár 1938 – 2008, Vestmannaeyjar 2008, bls. 48)
Fýllinn gerir manni allt til bölvunar “Þegar ég hugsa til þess að eiga kannski að keppa í Vestmannaeyjum, þá er það tvennt sem ég kvíði fyrir, nefnilega Kaplagjótu og fýlnum. - Ef þið vitið ekki hvar Kaplagjóta er skal ég segja ykkur það. Kaplagjóta er bak við greenið á 2. holu í Eyjum. Þetta er ábyggilega minnsta greenið á landinu. Til hægri við það er stærðar fjall og bak við það er Atlantshafið sem myndar heilmikið sog og hávaða og truflar alla utanbæjarmenn þegar þeir eru að pútta. Svo gargar fýllinn fyrir ofan utanbæjarmennina og spýr eitri á þá og reynir að gera þeim allt til bölvunar. – Eyjaskeggjar eru öllum þessum látum vanir og leika þess vegna allar holurnar á birdie.” (Benedikt Hákonarsson. Kylfingur júlí 1962 bls. 11-12)
Kúlurnar þutu út í móa – var völlurinn í skökkum stað? “Ég fór um daginn út á golfvöll uppi í Öskjuhlíð, til að kynna mér leikinn með eigin augum. Golfvöllurinn er glannalega stórt tún, sem nær alveg frá norðri til suðurs, með smá-anga, til suðvesturs. Túnið er alveg rennislétt sumstaðar, en víða eru í því smá-holur, sumar gerðar viljandi og sumar óviljandi. Allar þessar holur hafa geysimikla þýðingu og sumar eru númeraðar. Þessar holur eru til þess gerðar að fela kúlur. – Leikurinn virðist nefnilega ganga einna helzt út á það að fela kúlur og leita að þeim aftur, en það er ákaflega þýðingarmikil þjálfun fyrir líkamann að ganga um tímunum saman og leita að kúlum. Aðferðirnar við að fela kúlurnar virðast vera mjög margar og misjafnar og fer það að sjálfsögðu eftir leikni þátttakandans hvaða aðferð hann kýs sér. Þegar ég gekk inn á völlinn, stóð þar maður við fyrsta
skotstæðið. Sá var klæddur í dökkbrúnar buxur, sem fóru einkar vel við grænan völlinn, ljósbrúnt vesti, sem fór prýðilega við buxurnar, - og dökkbrúnan hatt sem fór honum vel. Rétt hjá manninum lá kylfutaska mikil og í henni fjöldinn allur af mismunandi kylfum. Hann valdi sér eina af mikilli alúð og tók upp þrjá litla hvíta plastbolta. Hann kom einum boltanum fyrir á jörðinni og setti sig í skotstöðu. Hún er þannig, að maður snýr sér að kúlunni, með fætur sundurglenta. Tvístígur dálítið og kemur sér vel fyrir, sveiflar kylfunni nokkrum sinnum til reynslu og tekur svo til við sláttinn. Áður en slegið er til kúlunnar er nauðsynlegt að finna rétta fjarlægð til jarðar, en það er gert með því að sveifla kylfunni og slá af öllu afli rétthjá kúlunni. Ef fjarlægðin er rétt, eiga 7/8 af grasstráunum að fjúka af. Maðurinn hóf verkið. Fyrst þutu stórar torfflyksur sem minnkuðu með hverju höggi, þangað til í seytjánda höggi, að honum fannst auðsýnilega að nú væri tími kominn til að reyna að hitta kúluna. Kúlan þaut upp í loftið í stórum Jóhann Sófusson. og fallegum boga og hafnaði langt út í móa austan við völlinn. Næsta kúla fór á sömu leið, en sú þriðja lenti á vellinum. Nú veit ég ekki gjörla hvort að maðurinn hefur viljandi slegið kúlurnar út í móa svo að hann fengi þar strax góða æfingu í að leita að þeim, eða hvort völlurinn hefur verið á skökkum stað. Hann tók síðan kylfupokann á bakið, og hóf leitina að kúlunum í móanum. Um leið og þessi lagði af stað kom annar og fór allt á sömu leið hjá honum: Tvær kúlur út í móa en ein á völlinn. Sennilega er þetta rétt leikbyrjun.” (Karlsson: Golf er göfug og glæsileg íþrótt. Vísir 19. ágúst 1960, bls. 9)
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
153
Til hvers er boltinn? Svo er það saga sem ólýginn sagði upp í Golfskála: - Formaður kappleikjanefndar G.R,, Jóhann Sófusson, kom eitt sinn með kunningja sinn út á golfvöll til að sýna honum hvernig leika ætti golf. Það fylgdi sögunni að þessi náungi væri stórlax úr gleraugnabisnesinum. Þeir fara niður á 1. teig og Jói tee-ar boltann sinn upp og slær heljar mikið vindhögg. Aftur slær Jói og aftur vindhögg. Sex sinnum slær Jói og alltaf vindhögg. Þegar hér er komið í sögu er Jói orðinn þreyttur og tekur sér hvíld. Stór-laxinn úr gleraugnabisnesinum segir þá við Jóa:
Birgir Björnsson og Eiríkur Smith.
- Ég sé að þetta er ágætis íþrótt, - en segðu mér eitt Jóhann, til hvers er boltinn?
Ljósm: Magnús Hjörleifsson.
(Benedikt Hákonarson: Í röffinu. Kylfingur júlí 1962, bls. 12.
Á níundi hárrétta hæðina fékk, ég var hér um viss hvar hún var. Ég hreykinn og stoltur að holunni gekk, og hún var sko – alls ekki þar.
“Á annari dræfið var andskoti stutt”
(Kylfingur 1. tbl. 1969, bls. 21.)
Í blaðinu Kylfingi sem gefið var út af Golfklúbbi Reykjavíkur á sjöunda áratugnum birtist árið 1969 ljóðabálkur undir yfirskriftinni: Golfekkjan – Ljóðabréf frá Hvaleyri og segir þar frá eiginmanni sem heltekinn er af golfbakteríunni og eiginkonu hans er er næsta döpur yfir áhuga mannsins á golfi og áhugaleysi hans á henni. Í bálknum er lýst gegni eiginmannsins á golfhring – holu fyrir holu. Ekki er höfundar bálksins getið en í lýsingum hans koma fyrir nöfn nokkurra valinkunnra kylfinga úr Keili, eins og Birgis Björnssonar og Eiríks Smith. En látum eiginmanninn segja hvernig gekk t.d. á 1., 2. og 9. holu:
Hinn “óheppni” varð “heppinn!”
Með fjarka ég dræfaði á fyrstu braut þeir fara ekki beinna en ég. Hún fannst út í röffi í lítilli laut og lá þar hreint ósláanleg. Á annari dræfið var andskoti stutt samt inni á brautinni var. Og hefði ég ekki þurft öll þessi pútt, ég átt hefði að jafna við par.
154
“Það er sagt að við lifum á öld hraðans og enginn hafi tíma til neins. Ekki er það svo þegar sumir eru að leita að bolta, þá virðist tíminn standa kyrr. Eins og flestir vita, þá er leyfilegt að leita í 5 mínútur að týndum bolta, en alls ekki lengur. Sjálfsagt er þá að hleypa þeim, sem á eftir koma, fram úr, meðan leitað er, og er það kurteisi, sem allir ættu að temja sér. Allt of oft er leitað lengur en leyfilegt er, og ekkert hugsað um þá, sem á eftir bíða. Einnig kemur það fyrir, að merki er gefið og þeir, sem á eftir koma, hafa lokið við að slá, og eru komnir fast að leitarmönnunum, - þá finnst boltinn og leitarmennirnir flýta sér og hefja leik að nýju og skilja þá, sem rétt höfðu til að fara áfram, eftir. Þetta er ókurteisi. Í þessu sambandi er rétt að minnast á eitt brot á reglunum, sem oft kemur fyrir í keppni. Boltinn er týndur og leitin hefur staðið í 5 mínútur og vel það. Sá óheppni er á leið til baka til að endurtaka höggið. Þá hrópar einhver, að boltinn sé fundinn og hleypur þá sá “óheppni”, sem allt í einu er nú orðinn “heppinn”, til baka og leikurinn er
hafinn að nýju með bolta, sem kominn er úr leik. Þetta er vítavert. ( Jón Thorlacius: Hókus Pókus. Kylfingur 1. tbl. 1969, bls. 13.) áratugurinn var tíðindamikill í sögu golfíþróttarinnar á Íslandi. Segja má að þá hafi verið kveikt í þræðinum að sprengjunni sem síðar varð í almennri og mikilli þátttöku í íþróttinni. Þráðurinn að sprengjunni brann ekki með neinu neistaflugi. Þvert á móti – mörg ljón urðu á vegi þeirra sem voru að reyna að ryðja braut íþróttarinnar en þeir létu hins vegar ekki deigan síga og smátt og smátt fór að sjást árangur erfiðisins. Pétur Björnsson stofnaði sjálfstætt golfsamband sem kallað var Golf Union of Iceland. Fékk hann fyrirheit frá Golfklúbbi Suðurnesja og Golfklúbbi Akureyrar að þeir myndu ganga í þetta samband en þegar á reyndi varð ekki af virkri þátttöku þeirra í því. Pétur lét hins vegar skrá nafnið Icelandic Golf Association í íslensku símaskrána og kom því nafni einnig inn í erlendar handbækur. Þessu mótmælti GSÍ, skrifaði bréf til símaskrárinnar og óskaði eftir að nafnið yrði afskráð.Fundargerðabók GSÍ 1. febrúar 1972. Var farið að þeim óskum en einhverra hluta vegna gekk erfiðlega að koma hinu rétta á framfæri erlendis. Varð þetta til þess að bréf til GSÍ rötuðu stundum ekki rétta leið og olli ýmsum ruglingi en kom ekki verulega að sök fyrr en á árinu 1976. Þá hafði GSÍ borist boð um að senda tvo þátttakendur á opið mót í Dar el Salam í Marokkó og valdi þá Óttar Yngvason og Svein Snorrason til fararinnar. Þangað fóru einnig tveir menn á vegum golfsambands Péturs, þeir Gísli Árnason og Charlton Keyser. Sagði í frétt dagblaðsins Vísis af mótinu að um það hefði samist um að Óttar og Sveinn yrðu fulltrúar Íslands í mótinu en hinir tveir hefðu tekið þátt í því sem gestir. Vísir 18. mars 1976.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
15
Björgvin Þorsteinsson fyrir framan auða skortöflu á Norðurlandamótinu í Rungsted í Danmörku árið 1972.
Ljósmyndari óþekktur/Ljósmyndasafn GSÍ.
156
1970-1979
Útrásaráratugur
Á áttunda áratugnum hófst útrás íslenskra kylfinga að marki - Norðurlandamót - Evrópumót * Árangurinn lét á sér standa * Norðurlandamótið 1976 var fyrsta ,,stórmótið” hérlendis * Fjárskortur setti starfsemi golfíþróttarinnar og uppbyggingu valla þröngar skorður. Að sumu leyti markaði áttundi áratugurinn tímamót í sögu golfíþróttarinnar á Íslandi. Að baki var mikil barátta fyrir fjölgun golfvalla og kylfinga á landinu og þar höfðu verið stigin veigamikil skref. Að vísu var aðeins til einn 18 holu völlur, Grafarholtsvöllur GR, en fleiri klúbbar voru farnir að huga að landvinningum og stækkun valla sinna. Fjöldi kylfinga jókst ár frá ári og þá ekki síst af yngri kynslóðinni en þar var að koma fram fólk sem æft hafði golf allt frá barnsaldri og lét það verulega að sér kveða. Mótahaldið varð stöðugt umfangsmeira og munaði þar mestu um hin svokölluðu “opnu mót” sem klúbbarnir kepptust við að halda og höfðu af drjúgar tekjur. Og Íslandsmótið, aðalmótið sem Golfssambandið stóð sjálft fyrir, varð stöðugt umfangsmeira. Á flestum vígstöðvum var golfíþróttin í sókn. En vandamálin voru vissulega til staðar og flest hin sömu og áður. Fjárskortur hamlaði starfsemi GSÍ og var hið eilífa viðfangs- og umræðuefni á stjórnarfundum sambandsins. Oft hefur verið sagt “vilji er allt sem þarf ” en það eru ekki alltaf orð að sönnu. Vilji Golfsambandsins stóð til miklu meiri átaka og verkefna en unnt var að koma fram. Þegar ráðist var í verkefni þurfti að velta við hverjum steini í leit að fjármagni. Og með vaxandi starfi klúbbanna og kröfum kylfinga þurfti Golfsambandið að gæta sín í fjáröflun. Hún mátti ekki skarast við það sem
grasrótin var að gera. Henti slíkt heyrðist jafnan hljóð úr horni.
Útrásaráratugurinn Ef velja á áttunda áratugnum í sögu golf á Íslandi eitthvert eitt heiti væri sennilega réttast að kalla hann útrásaráratuginn. Þá tóku íslenskir kylfingar að feta ókunnar slóðir og taka þátt í mótum erlendis í flestum tilvikum á vegum GSÍ en einnig á eigin vegum. Fjöldi “óbreyttra” kylfinga tók einnig að sækja á framandi slóðir og þá fyrst og fremst í því skyni að lengja golftímabil sitt, kynnast nýjum völlum og leika “við bestu skilyrði” eins og sagt var. Eðlilegt var að íslenskir kylfingar færu að hleypa heimdraganum. Fleiri og fleiri stunduðu íþróttina meira og betur en áður og árangur hinna bestu þótti það góður að fyllsta ástæða væri að etja kappi við útlendinga. Það kom hins vegar fljótt í ljós að þótt íþróttin væri í framþróun á Íslandi skildu himinn og haf að bestu Íslendingana og þokkalega erlenda kylfinga. Oft urðu menn því fyrir vonbrigðum og þeim mestum þegar væntingarnar voru mestar.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
157
Páll Ásgeir forseti í áratug
Klúbbum fjölgaði stöðugt
Það kom í hlut Páls Ásgeirs Tryggvasonar, sem kjörinn var forseti GSÍ 1970, að leiða útrásina. Sennilega var Klúbbum innan GSÍ fór fjölgandi. Nýir staðir voru merkenginn betur til þess fallinn en einmitt hann. Þegar Páll tir inn á landakort GSÍ: Sauðárkrókur, Borgarnes, ÓlafÁsgeir tók við forsetaembættinu svík, Hornafjörður o.fl. Á ársþingi hafði hann starfað í utanríkisþjónusGSÍ árið 1973 voru klúbbarnir taldir tu Íslendinga um árabil, víða farið og 13 og félagatal þeirra komið vel á ankynnst mörgum. Að auki hafði hann nað þúsundið. Aðeins einn klúbbur brennandi áhuga á golfíþróttinni, lék heltist úr lestinni – Norðfjarðarklúbeins mikið golf og hann hafði fraburinn. Fyrir kom að stofnaðir væru mast tíma til og reynslu hafði hann klúbbar í nafni golfhreyfingarinaf stjórnarstörfum þar sem hann nar sem höfðu lítið með íþróttina hafði starfað í stjórn Golfklúbbs að gera. Einn slíkur var skráður í Reykjavíkur um nokkurra ára skeið Laxnesi í Mosfellssveit og komst í áður en hann tók við forsetaembætfréttirnar þegar lögreglan skarst þar tinu. Páll var góður kylfingur og í leik og komst að því að menn væru varð m.a. Íslandsmeistari í 2. flokki að selja landa í “klúbbhúsinu”. Slíkt árið 1967 og tvívegis fór hann holu í þótti ekki íþróttinni til framdráttar. höggi, í bæði skiptin á annarri braut Stjórn GSÍ brást snarlega við og gaf á Grafarholtsvellinum. Páll hafði út yfirlýsingu þar sem sagði: “Að svo einstakt lag á að vinna með fólki, miklu leyti sem golfklúbbur kann var glaðsinna en samt ákveðinn og að hafa starfað að Laxnesi þá hefur harður í horn að taka ef því var að sú starfsemi verið Golfsambandi skipta. Og honum hélst vel á mönÍslands algerlega óviðkomandi og num í stjórninni sem var að mestu þá um leið íþróttahreyfingunni í skipuð hinum sömu allan áratuginn. Páll Ásgeir Tryggvason, forseti GSÍ. landinu.”Fungargerðarbók GSÍ 21. Meðal þeirra voru Kristján Einarsson janúar 1971, Dagblaðið Vísir 26. sem gegndi hinu vandasama hlutverjanúar 1971. Fór ekki meiri sögum af ki að vera gjaldkeri í sambandi sem aldrei átti peninga og umræddum klúbbi. Konráð Bjarnason sem kom inn í stjórnina 1971 og starfaði sem ritari hennar allt til golfþingsins 1979 að hann Tvö sambönd var einu of mikið var kjörinn forseti sambandsins. Þótt yfirleitt væri eindrægi innan golfhreyfingarinnar Það kom ekki af sjálfu sér að Íslendingum opnuðust leiðir urðu um tíma nokkrar ýfingar milli Golfsambands Íslands til að taka þátt í mótum erlendis. GSÍ hafði snemma og Golfklúbbs Ness, en eins og fram hefur komið var gerst aðili að Alþjóðagolfsamtökunum en lítið var í boði hann stofnaður sem einkaklúbbur en til þess að fá aðild að af mótum af þeirra hálfu annað en hin svokallaða EiGSÍ og öllu mótahaldi stofnuðu Nessmenn hliðarklúbb, senhowerkeppni sem haldin var í ýmsum heimshornum. Nesklúbbinn, sem uppfyllti öll skilyrði til aðildar að íþrótEn aðild Íslands að Evrópusamtökum og Norðurlantasamtökunum. Pétur Björnsson, stofnandi GN hafði hins dasamtökum áhugamanna var nýr vettvangur, einkum að vegar ákveðnar skoðanir á málum en hann sótti oftast þeim síðarnefndu. Svíar og Danir stóðu hinum Norðurgolfþingin og var mjög virkur í hreyfingunni. Snemma landaþjóðunum fremst en Norðmenn og þó einkum Fin- árs 1971 sendi Nesklúbburinn bréf til GSÍ þar sem lagðar nar áttu að vera viðráðanlegir keppinautar. Og það sem voru til ýmsar breytingar á lögum sambandsins og þá meira var – aðild að þessum samböndum opnaði leiðir til sérstaklega þeim er lutu að tilgangi þess. Voru tillögurþess að fá mót heim til Íslands og það jafnvel þótt kvarnar bókaðar og munu síðan hafa verið sendar til nefndar tað væri hástöfum yfir því hversu dýrt það væri að senda sem kosin var á þinginu 1970 og falið að endurskoða lög hingað keppendur. sambandsins sem sögð voru orðin “ævagömul”Þinggerð
158
Keppendur og áhorfendur á Norðurlandamótinu árið 1974 sem haldið var á Grafarholtsvellinum. Myndin er tekin hjá 16. brautinni sem leikin var sem par þrjú braut.
Ljósmyndari óþekktur/Borgarskjalasafn.
Golfsambandsþings 9. ágúst 1971. Er ekkki að sjá að mikið hafi verið gert með tillögur Nesklúbbsins. Á umræddu þingi urðu hins vegar nokkur átök um fjölda þingfulltrúa þar sem Golfklúbbur Reykjavíkur sendi til þess 11 fulltrúa. Taldi Pétur Björnsson það ótvírætt brot á lögum GSÍ að klúbbar ættu fleiri en 4 fulltrúa á þinginu en Ólafur Bjarki Ragnarsson hélt uppi vörnum og “skírskotaði til hefðar á reglunni einn fulltrúi fyrir hverja 40 meðlimi og taldi að hámark fjórir reglan mundi einungis leiða til þess að stórir klúbbar skiptu sér niður í smærri einingar til að halda rétti sínum á þingum.”Sama heimild. Fór svo að tillaga Péturs um að GR hefði fjóra fulltrúa var felld með 14 atkvæðum gegn 2 en tillaga Ólafs Bjarka um að reglan um 40 meðlimi á bak við hvern fulltrúa á GSÍ þinginu var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 2. Geta má þess að tillögur milliþinganefndarinnar um breytingar á lögum GSÍ voru samþykktar á þinginu. Sama heimild. Það olli GSÍ líka nokkrum truflunum að Pétur Björnsson stofnaði sjálfstætt golfsamband sem kallað var Golf
Union of Iceland. Fékk hann fyrirheit frá Golfklúbbi Suðurnesja og Golfklúbbi Akureyrar að þeir myndu ganga í þetta samband en þegar á reyndi varð ekki af virkri þátttöku þeirra í því. Pétur lét hins vegar skrá nafnið Icelandic Golf Association í íslensku símaskrána og kom því nafni einnig inn í erlendar handbækur. Þessu mótmælti GSÍ, skrifaði bréf til símaskrárinnar og óskaði eftir að nafnið yrði afskráð.Fundargerðabók GSÍ 1. febrúar 1972. Var farið að þeim óskum en einhverra hluta vegna gekk erfiðlega að koma hinu rétta á framfæri erlendis. Varð þetta til þess að bréf til GSÍ rötuðu stundum ekki rétta leið og olli ýmsum ruglingi en kom ekki verulega að sök fyrr en á árinu 1976. Þá hafði GSÍ borist boð um að senda tvo þátttakendur á opið mót í Dar el Salam í Marokkó og valdi þá Óttar Yngvason og Svein Snorrason til fararinnar. Þangað fóru einnig tveir menn á vegum golfsambands Péturs, þeir Gísli Árnason og Charlton Keyser. Sagði í frétt dagblaðsins Vísis af mótinu að um það hefði samist um að Óttar og Sveinn yrðu fulltrúar Íslands í mótinu en hinir tveir hefðu tekið þátt í því sem
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
159
gestir. Vísir 18. mars 1976.
Hver sparkar í rassinn á hverjum?
grein í Vísi undir fyrirsögninni “Að sparka í rassinn á sjálfum sér...” þar sem hann fjallaði m.a. um að golfklúbbarnir ættu að ráða því sjálfir í hvaða sambandi þeir væru og að viðhorf Jóhanns mótuðust af því að hann hefði alltaf verið á móti Nesklúbbnum og stefnu hans. Það héti að sparka í rassinn á sjálfum sér. Vísir 7. apríl 1976. Þeirri grein svaraði Jóhann fullum hálsi í Morgunblaðinu, ítrekaði að golfsambandið sem Pétur stofnaði væri gervisamband og vakti athygli á lögum ÍSÍ þar sem sagði að sérsamband væri fulltrúi íþróttagreinar sinnar gagnvart útlöndum og ætti að sjá um að þar að lútandi reglur væru í samræmi við alþjóðareglur. Morgunblaðið 4. maí 1976.
Marokkóferðin varð til þess að Jóhann Eyjólfsson fyrrverandi stjórnarmaður í GSÍ skrifaði harðorða grein sem birtist í Morgunblaðinu undir heitinu “Golf-hneykslið í Marokkó og Golfklúbbur Ness.” Þar kallaði hann golfsamband Golfklúbbs Ness gervigolfsamband sem hefði í gegnum árin reynt að hrifsa til sín bréf og boð sem ætluð voru Golfsambandi Íslands og sagði að “... þetta gervisamband var skrásett í Golfers Handbook í nokkur ár, uns GSÍ lét fella það niður. Pétri Björnssyni hefur samt tekist að koma því inn að nýju, aðeins til þess að valda glundroða og misskilningi.” Morgunblaðið 6. apríl 1976, bls. 1976. Lauk Jóhann grein sinni með það að segja að “... eftir hneykslið í Marokkó held ég að mælirinn hljóti að vera fullur og krafa okkar golfmanna og kvenna innan Golfsambands Íslands sé, að stjórn sambandsins uppræti í eitt skipti fyrir öll Kjartan L. Pálsson, íþróttafréttamaður (t.v.) og Jóhann Eyjólfsson, áttust þá starfsemi sem reynt er að halda úti við á ritvellinum jafnt sem á golfvellinum. á fölskum forsendum Ljósmynd: Kristmann Magnússon/Ljósmyndasafn GSÍ. utan þess. Einnig að Nesklúbburinn og Golfklúbbur Ness verði sem einn klúbbur innan vélbanda þeirri sátt sem sóst var eftir. GSÍ og lúti stjórn þess, í stað þess að reka glundroðastarfsemi eftir eigin geðþótta.”Sama heimild. Barist um athyglina Frekari blaðaskrif urðu um málið. Kjartan L. Pálsson, klp, tók upp þykkjuna fyrir Nesklúbbinn og skrifaði alllanga
160
Í þessum deilum stóð stjórn GSÍ fyrst á hliðarlínunni en þar kom að hún fjallaði um það á stjórnarfundi og bókaði að slík deilumál væru golfíþróttinni á Íslandi ekki til framdráttar. Samþykkti síðan að GSÍ biði með aðgerðir í málinu að sinni en einum stjórnarmanna, Sverri Einarssyni, var falið að kanna hvort ekki væri hægt að leysa málið og fá Pétur Björnsson til þess að leggja niður golfsamband sitt eða í það minnsta að hætta að skrá það sem Icelandic Golf Association. Fundargerðarbók GSÍ, 12. apríl 1976. Mun Sverrir hafa haft erindi sem erfiði og komið á
Þótt golfíþróttinni yxi stöðugt fiskur um hrygg þótti mörgum, bæði kylfingum og forystumönnum hún vera
afskipt þegar kom að umfjöllun fjölmiðla. Að vísu voru þeir farnir að fjalla nokkuð ítarlega um helstu golfmótin og þá sérstaklega Íslandsmótið og stærstu opnu mótin en þar fyrir utan var umfjöllunin harla lítil ef miðað var við aðrar íþróttagreinar eins og t.d. knattspyrnuna. Þegar eitthvað mikið stóð til hjá Golfsambandinu eða einstökum golfklúbbum var þess freistað að halda svokallaða blaðamannafundi en oftar en ekki var bekkurinn þunnskipaður á slíkum samkomum – fulltrúar eins eða tveggja fjölmiðla mættu. Fundargerðarbók GSÍ 190. fundur, 4. júní 1976. Um þetta sagði Páll Ásgeir Tryggvason í viðtali sem birtist við hann í 50 ára afmælisblaði GSÍ: “Við áttum í fyrstu í miklum erfiðleikum með fjölmiða en eftir að erlendir kylfingar fóru að koma hingað til lands til að leika og sýna varð mikil breyting þar á, og eftir að okkur hafði tekist að fanga athygli fjölmiðlanna óx okkur stöðugt fiskur um hrygg.”Golf á Íslandi, 1. tbl. 3. árg. 1982. Reynt var að halda hin árlegu blaðamannamót í golfi árlega en mæting á þau var misgóð og mikil vanhöld ef veður var ekki sæmilegt á keppnisdaginn. Oft urðu í stjórninni umræður um möguleika þess að sjónvarpið sýndi meira frá bæði innlendum og erlendum golfmótum og voru málin rædd við forsvarsmenn stofnunarinnar en árangur varð í fyrstu lítill. Veturinn 1976 brá svo við að sjónvarpið sýndi nokkrum sinnum frá erlendum golfmótum og þótti það svo mikilsvert að stjórn GSÍ sá ástæðu til þess að senda “viðurkenningarbréf fyrir að sýna golfmyndir í íþróttaþætti þess, og farið fram á frekari samvinnu á því sviði.”Fundargerðabók GSÍ 189. fundur 3. maí 1976. Á haustdögum 1971 komu bræðurnir Helgi og Björgvin Hólm að máli við stjórn GSÍ og buðust til þess að gefa út golfblað í nafni sambandsins. Ætlunin var að auglýsingar stæðu undir kostnaði við blaðið og því yrði síðan dreift ókeypis til alla félaga í golfklúbbunum. Þótti þetta tilraunarinnar virði og ákvað stjórnin að “...veita þeim leyfi að því tilskyldu að þeir bæru alla fjárhagslega ábyrgð á útgáfunni. GSÍ mun láta þeim í té allar upplýsingar sem því er fært.”Fundargerðarbók GSÍ 137. stjórnarfundur, 14. október 1971. Fyrsta tölublað tímaritsins, sem bar heitið Golf, kom út snemma árs 1972 og olli stjórnarmönnum augljóslega vonbrigðum og þá sérstaklega að þeir bræður birtu í blaðinu stigaútreikninga sem gerðir voru eftir eigin forskrift sem fór ekki saman við gildandi reglur hjá GSÍ og ýmislegt annað þótti vera á skjön við málefni sambandsins. Kom fram sú hugmynd að prenta miða með leiðréttingum og stinga inn í blaðið en þegar á
reyndi var slíkt ekki mögulegt þar sem búið var að senda blaðið út til kylfinga. En þetta varð öðru fremur til þess að ekki varð um frekari útgáfu blaðsins að ræða og þótti mörgum það súrt í broti að ekki væri hægt að halda úti golfblaði á því herrans ári 1971 þegar frumherjarnir höfðu haft úthald í að gefa blaðið Kylfing út í áraraðir í árdaga golfsins á Íslandi. Til þess að auðvelda stjórn GSÍ að koma málum sínum á framfæri við fjölmiðla og var Kjartan L. Pálsson fenginn til þess að verða blaðafulltrúi sambandsins Fundargerðarbók GSÍ. 145. fundur, 16. maí 1972. en Kjartan hafði þá um skeið starfað sem íþróttafréttamaður aðallega hjá Tímanum og sýnt málefnum golfíþróttarinnar mikinn áhuga enda sjálfur orðinn liðtækur kylfingur. Reyndist Kjartan þeim GSÍ mönnum haukur í horni og varð þetta til þess að fleiri og meiri fréttir tóku að berast af golfinu en áður. Auk þess að miðla fréttum tók Kjartan að sér ritstjórn á Kappleikjabók GSÍ sem gefin var út í fyrsta sinn árið 1973 en í henni var að finna upplýsingar um öll mót GSÍ og klúbbanna, úrslit úr opnum mótum árið áður og ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir kylfinga. Kappleikjaskrá í öðrum dúr hafði verið gefin út árið áður og stóðu Hólmbræðurnir að útgáfu hennar.
Koma þurfti boðskapnum á framfæri Óhjákvæmilegt var fyrir Golfsambandið að standa að útgáfu ýmissa smárita. Stöðugt var verið að breyta hinum alþjóðlegu golfreglum og þeim þurfti að koma á framfæri. Veigaminni breytingar voru kynntar á þann hátt að sendar voru upplýsingar til klúbbanna sem síðan hengdu tilkynningarnar upp í golfskálum sínum. Vildi boðskapurinn fara fyrir ofan garð og neðan hjá almennum kylfingum. Því þótti óhjákvæmlegt að láta endurþýða reglurnar og gefa þær út í sérstöku riti. Tók Óttar Yngvarsson verkið að sér og þótti þýðing hans hafa tekist vel. Var ný reglubók gefin út árið 1972 og síðan endurskoðuð útgáfa síðar á áratugnum. Þá voru einnig dómarareglur og lög GSÍ gefin út í smáritum. Það vafðist hins vegar fyrir GSÍ að gefa út kennslubók í golfi sem Þorvaldur Ásgeirsson hafði samið. Upphaflega ætlaði Þorvaldur að gefa hana út sjálfur en lagði handrit sitt fyrir stjórn GSÍ til samþykktar. Þótti stjórnarmönnum hann nota of mikið af erlendum orðum og var niðurstaða stjórnarinnar sú að vænlegast væri að kaupa handritið af Þorvaldi, láta yfirfara það og gefa síðan bókina út í nafni
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
161
GSÍ. Var Gísli Sigurðsson blaðamaður og kylfingur fenginn til þess verks. Hins vegar dróst það ár frá ári að bókin væri gefin út og urðu málalok þau að verkið dagaði uppi - mest vegna að á þessum tíma voru bókaverslanir farnar að bjóða upp á úrval erlendra kennslubóka sem voru með fjölmörgum skýringamyndum og gat því nánast hver sem var stautað sig fram úr þeim.
Tómahljóð í kassanum Fjármálin voru hinn eilífi höfuðverkur Golfsambands Íslands eins og raunar allrar íþróttahreyfingarinnar. Íþróttasamband Íslands fékk fjárveitingu á fjárlögum og var meginhluta þeirrar upphæðar síðan úthlutað til sérsambandanna eftir ákveðnum reglum þar sem iðkendafjöldi hverrar greinar réði mestu. Þar sem golfiðkendum fór stöðugt fjölgandi jókst sá styrkur sem GSÍ fékk úthlutað og var um árabil veigamesti tekjupóstur sambandsins. Hann nægði þó engan veginn til þess að standa undir því starfi og þjónustu sem sambandið vildi gjarnan inna af hendi hvað þá að það gæti lagt klúbbunum til einhvert fé til framkvæmda. Á þessum árum var stuðningur bæjar- og sveitarfélaga við íþróttastarfið mjög takmarkaður og einskorðaðist við framlög til ákveðinna verkefna sem fengust þó aldrei án “lobbýisma” og eftirtölu. Annar helsti tekjustofn GSÍ var skattgjald af félögum klúbbanna. Raunar voru áhöld um hvort slík skattheimta bryti í bága við lög ÍSÍ en af hálfu þess var hún þó látin afskiptalaus. Skattgjöld þessi innheimtust oft seint og illa en þess var þó jafnan gætt að klúbbarnir væru skuldlausir við GSÍ þegar kom að ársþingi sambandsins. Sambandið reyndi ýmsar leiðir til eigin fjáröflunar og var þá nærtækast að efna til happdrættis. Oftar en ekki varð eftirtekjan af því heldur rýr og í bókum sambandsins má sjá athugasemdir eins og þessa: “Happdrætti GSÍ tókst ekki nógu vel vegna lélegra skila.”Ársþing GSÍ 31. júlí 1972. Á hverju einasta þingi komu fjármálin meira og minna til umræðu og þá sérstaklega hvort unnt væri finna nýjar leiðir til þess að afla sambandinu tekna. Á ársþinginu 1972 voru fjármálin enn til umræðu og bar stjórnin fram tillögu um að skattgjöld klúbbanna yrðu hækkuð verulega. Lítill tími var til umræðna þar sem ljúka þurfti þinginu áður en kylfingar á Íslandsmótinu kæmu í hús svo hægt yrði að halda lokahófið og varð niðurstaðan sú að boða aukaþing um haustið til að ræða fjármálin og ýmis önnur mál sem ekki voru útrædd. Kosin var milliþinganefnd
162
sem átti að leggja tillögur fyrir aukaþingið og var Kristján Einarsson gjaldkeri GSÍ formaður hennar. Aukaþingið var haldið í Reykjavík 25. nóvember og þótti heppnast það vel að tekin var ákvörðun um að hætta að halda golfþingið í tengslum við landsmótið. Var það eftir þetta fyrst haldið á haustin en síðan fært fram yfir áramót og haldið snemma á útmánuðum. Við þetta jókst þátttaka í golfþinginu og menn gátu einbeitt sér að félagslegum málefnum en borið hafði á því þegar þingið var haldið jafnhliða Íslandsmótinu að þingfulltrúar væru með hugann við það sem var að gerast úti á vellinum. Á ársþinginu 1973 bar það til tíðinda að þrjár konur voru meðal fulltrúa GR og var það í fyrsta sinn sem konur komu við sögu á ársþingi GSÍ. Skemmst er frá því að segja að milliþinganefndin lagði til róttækar breytingar á fjármögnun GSÍ. Lagt var til að klúbbaskatturinn yrði aflagður. Þess í stað átti sambandið að fá hlutdeild í tekjum af opnum mótum og af útgáfu kappleikjaskrár fyrir allt landið en skylda átti klúbbana til þess að kaupa slíka skrá fyrir alla félaga sína. Miklar umræður urðu um málið en tillaga nefndarinnar var síðan samþykkt nær samhljóða. Virtist í fyrstu að nýskipan þessi hefði verið farsæl lausn þar sem kappleikjabókin, sem hét Árbók GSÍ frá og með árinu 1974, skilaði drjúgum tekjum. En brátt sótti í sama horfið og áður. Flestir klúbbanna gáfu út eigin kappleikjaskrár og létu það ganga fyrir að selja auglýsingar í þær auk þess sem tregða reyndist hjá þeim að skila því fé til GSÍ sem fékkst fyrir skyldusölu þeirra á bók GSÍ. Stundum voru blankheitin yfirþyrmandi. Má nefna sem dæmi að á stjórnarfundi í maíbyrjun 1976 upplýsti gjaldkeri sambandsins að engar greiðslur myndi hægt að inna af hendi fyrr en í fyrsta lagi 1. júlí en þá áttu að hafa borist greiðslur á hluta styrksins frá ÍSÍ og peningar vegna opins móts sem halda átti á Hvaleyrarvellinum. Urðu þeir sem áttu viðskipti við GSÍ oft að sýna mikla þolinmæði en alltaf fór þó svo að lokum að sambandið stóð við skuldbindingar sína. Umræður um að breyta tilhögun og taka upp nefskatt að nýju hófust fljótt. Stjórn GSÍ var einhuga um að þótt gamla fyrirkomulagið hefði verið gallað hefði það reynst illskárra en hið nýja. Flutt var um það tillaga á golfþingi að taka nefskattinn upp og hafa hann 10% af árgjöldum klúbbfélaga. Það þótti stærstu klúbbunum aldeilis fráleitt
og kom tillagan ekki einu sinni til atkvæðagreiðslu. Þess í stað var samþykkt að halda fyrra fyrirkomulagi þó með þeirri breytingu að klúbbarnir greiddu ákveðna upphæð til þess að þær tekjur sem GSÍ hafði á fjárhagsáætlun sinni stæðust. Ekki stóð slíkt þó lengi og var þrautaráðið að fara aftur í fyrra kerfi – að klúbbarnir greiddu til GSÍ ákveðna upphæð af hverjum félaga sinna og hefur slíkt fyrirkomulag haldist allar götur síðan.
Þorvaldur fór víða Skortur á kennurum og leiðbeinendum hélt áfram að vera golfinu fjötur um fót. Þótt kunnáttumenn í stærstu klúbbunum væru ötulir að segja nýliðum í íþróttinni til og sumir eyddu drjúgum hluta frístunda sinna í slík verkefni nægði það engan veginn til. Aðeins einn maður, Þorvaldur Ásgeirsson, lagði golfkennslu fyrir sig sem atvinnu og einhvern veginn var það þannig að mönnum fannst ekki sjálfgefið að greiða fyrir tilsögn og kennslu þannig að hann hafði takmörkuð verkefni. Það má m.a. sjá af bréfi sem hann ritaði GSÍ að lokinni golfvertíðinni 1973 en þar segir Þorvaldur að hann hafi fengist við kennslu frá árið 1968 og lengst af þeim tíma hafi hann haft kauptryggingu frá GR. “Hefur þetta gengið stórslysalaust allt fram á sl. ár (1973) en þá óskaði enginn klúbbur eftir þjónustu minni, nema Keilir.”Bréf Þorvaldar Ásgeirssonar golfkennara til Golfsambands Íslands, stílað á Konráð Bjarnason ritara, dag. 19. október 1973. Segir Þorvaldur síðan í bréfinu að málin horfi þannig við sér að verði ekki breyting á viðhorfi klúbbanna á Reykjavíkursvæðinu sjái hann sér varla fært að hafa golfkennslu sem aðalstarf sitt sem hann vildi þó gjarnan gera. “... helst hefði ég óskað að geta helgað mig, alveg óskiptan golfkennslu og kynningu á golfi hér á landi, en til þess virðist ekki fjárhagslegur grundvöllur.”sama heimild. Með bréfinu fylgdu síðan upplýsingar um kennslu Þorvaldar hjá klúbbum úti á landi um sumarið en hann hafði þá farið til flestra klúbbanna þar og kennt fjölda manns á námskeiðum sem stóðu í nokkra daga í senn. Hann fór m.a. til Hornafjarðar “og kenndi ég þar 50 manns, þar af 30 byrjendur, 8 konur, 10 unglingar og afgangurinn karlar. Áhugi geysilegur.”Sama heimild. Fjallar Þorvaldur einnig um ástand vallanna og segir að brautir þeirra flestra séu svo loðnar að þær slái óhug á byrjendur og að meirihluti leiktímans fari í að leita að boltum eins og sé t.d. á Húsavík og á Ólafsfirði. Sama heimild.
Á golfþingi sem haldið var skömmu eftir að Þorvaldur skrifaði bréfið las Páll Ásgeir Tryggvason forseti GSÍ það upp í heild og urðu í framhaldi af því miklar umræður um kennslu- og þjálfaramál. Fór einn þingfulltrúi af öðrum í pontu til þess að lýsa yfir mikilvægi þess að Þorvaldur héldi kennslustörfum sínum áfram og gátu sumir þess að klúbbarnir úti á landi ættu nánast tilvist sína honum að þakka. Stungið var upp á því að GSÍ réði Þorvald í starf sem landsliðsþjálfara og að gerði hann að föstum keppnisstjóra og dómara í opnum mótum en GSÍ menn svöruðu því til að fjárhagurinn leyfði slíkt ekki þótt vilji væri fyrir hendi og að störf Þorvaldar fyrir sambandið yrðu að ráðast af einstökum verkefnum. Raunar kom fram að GSÍ taldi það fyrst og fremst í verkahring klúbbanna að sjá félögum sínum fyrir kennslu en hét því hins vegar að styðja við þá starfsemi svo sem mögulegt væri. Umræðurnar um nauðsyn golfkennslunnar urðu samt til þess að GSÍ ákvað að gera samning við Þorvald Ásgeirsson um kennslu úti á landi. Það átti síðan að ráðast hver verkefni hans yrðu fyrir klúbbana á Faxaflóasvæðinu og fyrir landsliðin. Raunin varð sú að Þorvaldur tók þjálfun þeirra að sér að verulegu leyti. Samningurinn var fyrst munnlegur en 29. apríl 1975 var loks undirritaður skriflegur samningur og voru helstu ákvæði hans þau að Þorvaldur tæki að sér að sinna golfkennslu utan Reykjavíkursvæðins þegar þess væri óskað og eftir samkomulagi við GSÍ hverju sinni. Fyrir þessa þjónustu átti Þorvaldur að fá greidd flugfargjöld fyrir allt að 40 þúsund krónur og 70 þúsund krónur í bolta- og bílakostnað og var sú upphæð greidd með fjórum jöfnum afborgunum. Þótt upphæðin væri ekki há gerði hún Þorvaldi kleyft að ferðast um og á næstu árum sinnti hann golfkennslu hjá nánast öllum klúbbum á landinu, auk starfa sinna með landsliðin. Sumum fannst reyndar að þessar greiðslur væri ofrausn hjá GSÍ og heyrðust þær raddir á golfþingum að draga bæri úr kennslukostnaðinum en þeir sem slíku héldu fram voru kveðnir í kútinn. Þorvaldur Ásgeirsson bryddaði upp á margskonar nýjungum í golfkennslu sinni. M.a. bauð hann upp á bréfaskóla þar sem kylfingar gáfu sent inn fyrirspurnir, fengið svör við þeim og ýmsar leiðbeiningar. Þá var hann með kennslu innanhúss yfir vetrartímann, aðallega í Laugardalshöllinni, í samstarfi við Keili, Golfklúbb Reykjavíkur og Nesklúbbinn og voru þau námskeið jafnan fjölsótt bæði af byrjendum og þeim sem lengra voru komnir í íþróttinni.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
163
Erlendir kennarar juku fjölbreytnina Það var hins vegar ósk stærstu golfklúbbanna að fengnir yrðu erlendir kennarar til starfa fyrir þá. Ástæðan var ekki sú að mönnum líkaði illa kennsla Þorvaldar heldur fremur að talin var þörf á tilbreytingu í kennsluháttum og meiri aðstoð við afrekskylfingana. Í ársbyrjun 1975 lagði GR fram beiðni til GSÍ um að sambandið nýtti nafn sitt og sambönd til þess að fá erlendan kennara til landsins. Auglýsti GSÍ eftir kennara og bárust nokkrar umsóknir. Í framhaldi af því var hinn írskættaði Tony Bacon ráðinn til starfa. Nokkrum dögum eftir að gengið var frá ráðningunni gafst annar kostur. Magnús Guðmundsson sem bjó þá í Bandaríkjunum hafði samband við Pál Ásgeir og spurðist fyrir um hvort GSÍ vildi ráða hann til golfkennslu um sumarið. Þótti sumum súrt í broti að missa af Magnúsi sem var ekki aðeins afburða kylfingur heldur var orðinn lærður golfkennari og mjög vinsæll sem slíkur. Tony Bacon kom til landsins um miðjan maí 1975 og starfaði um sumarið aðallega hjá GR, Keili og Golfklúbbi Akureyrar. Líkaði kennsla hans vel og þeir afrekskylfingar sem æfðu hjá honum voru sammála um að þeir hefðu tekið framförum. Stíll hans þótti töluvert frábrugðinn því sem menn áttu að venjast. Sjálfur sagði hann í blaðaviðtali: “Eldri kennarar halda ugglaust tryggð við sínar gömlu kennsluaðferðir. En gamla breska aðferðin að halda kylfunni laflausri og sletta henni í boltann með úlnliðunum er ekki kennd meira. Ég kenni – og vildi helst leika – það golf sem Tony Jacklin og fleiri leika: allt sólíd og öruggt.” Tekur Tony Jacklin sér til fyrirmyndar. Morgunblaðið 21. júní 1975. Og þegar Bacon var spurður að því hvað amaði mest að hjá íslenskum kylfingum svaraði hann: “En þið hafið flestir sameiginlega galla: Of losaralegt grip og þess vegna fer kylfuhausinn ekki nógu nákvæmlega í sama farið í baksveiflunni. Þið standið of nærri boltanum og það leiðir yfirleitt til þess að þið lyftið kylfunni beint upp og fáið ekki nauðsynlegan herðasnúning. Önnur afleiðing er svo sú, að hægri öxlin fer út í stað þess að koma undir. Margir þeirra sem ég hef kennt hér slæsa mikið og ná ekki fullri lengd og það orsakast af því sem ég hef lýst hér að framan. Ef menn ætla að ná einhverri lengd í högg, verður að vinda vel upp á bolinn og komast inn á boltann.”Sama heimild. Reynslan af starfi Tony Bacon þótti svo góð að sjálfsagt væri að halda áfram á sömu braut. Næsti útlendingur er kom hingað til kennslu vorið 1977 var líka ungur Breti,
164
John Nolan að nafni. Golfsambandið hafði milligöngu um ráðningu hans sem átti upphafilega að verða til tveggja mánaða en svo fór þó að Nolan kynntist íslenskri stúlku og það teygðist heldur betur úr dvöl hans þar sem það var ekki fyrr en á árinu 1984 sem hann flutti utan, þá kominn með fjölskyldu. Nolan starfaði fyrst og fremst sem golfkennari hjá GR en fór einnig tímabundið til annarra klúbba. Á hverjum vetri fór Nolan síðan til Bretlands eða Bandaríkjanna og sótti þar námskeið fyrir golfkennara. Nolan þótti leggja kennslu sína töluvert öðru vísi upp en Bacon og viðhafði kannski meira “gamla lagið,” að finna fyrst út hver var styrkleiki og hver veikleiki hvers og eins nemanda og vinna út frá því. Sagði reyndar strax að það væru smáatrin sem hann væri að fást við og reyndi að lagfæra. Raunar giltu ekki sömu lögmál hjá þeim sem væru í golfi með það sem markmið að ná langt og hjá þeim sem væru í íþróttinni sér til yndisauka og útivistar. “En fólk á fyrst og fremst að slaka á þegar það fer í golf, það er að því til að skemmta sér og vera úti í góða loftinu, og það er um að gera að láta það ekki fara í taugarnar á sér þótt ekki sé hægt að slá boltann 300 metra strax, það kemur með æfingunni.”Undantekning að sjá hér ófríða stúlku. Viðtal við John Nolan. Vísir 14. ágúst 1977.
Víðast lítill stuðningur yfirvalda Allan áratuginn var mikið um að vera í grasrótarstarfi golfhreyfingarinnar. Íþróttin nam land á einum staðnum af öðrum. Nýjum völlum var komið upp og þeir gömlu stækkaðir og endurbættir. Eins og áður var Golfklúbbur Reykjavíkur í fararbroddi. Hann einn réði yfir 18 holu velli. Baráttan við grjótið hélt þó áfram í Grafarholtinu. Það virtist endalaust í jarðveginum og lyfti sér í gegnum svörðinn á hverju vori. Hæð vallarins yfir sjávarmáli og lega hans varð líka til þess að æ ofan í æ þurfti nánast að endurgera flatirnar á vorin. GR-menn urðu slíku vanir og kipptu sér ekki upp við smáræði. Alltaf tókst að koma vellinum í nothæft stand. Allt sem framkvæma þurfti urðu GR menn að gera sjálfir. Fjárhagslegur stuðningur borgarinnar var skorinn við nögl og þótti mörgum það furðu sæta þar sem borgin var á þessum tíma farin að styðja nokkuð myndarlega við mannvirki sem íþróttafélögin voru að koma sér upp. Fram að þessum tíma hafði golfvallagerðin ekki vafist svo mikið fyrir mönnum. Eftir að landsvæði fyrir velli
Enski golfkennarinn John Nolan umkringdur ungum íslenskum nemendum. Ljósmyndari óþekktur/Borgarskjalasafn.
var fengið var völlurinn lagður svo sem hentugast þótti, gömul tún þóttu eftirsóknarverð og hvorki voru til peningar eða tækni til þess að nostra mikið við teiga eða flatir. Eins var með umhirðuna. Þar gilti gamla naglasúpuuppskriftin að mestu: “Hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ei um það sem ekki fæst.” Búnaður vallanna var fátæklegur en þó voru að koma til sögunnar sérstök tæki eins og t.d. sláttuvélar sem voru ýmist ætlaðar til sláttar á brautum eða flötum. Menn vissu svo sem ósköp vel að erlendis var til starfsstétt golfvallasérfræðinga sem voru fróðir og vísir um umhirðu valla, um hvaða grastegundir hentuðu best, hvernig sandur ætti að vera í glompum o.s.frv. en það var langt frá því að GSÍ eða klúbbarnir hefðu efni á slíku. Greinilega voru menn þó farnir að gefa þessu gaum. Það sést m.a. á því að á stjórnarfundi í GSÍ sumarið 1970 er lagt fram bréf frá Hafsteini Þorgeirssyni þess efnis að hann biður sambandið að gefa sér meðmæli til Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa “... vegna hugsanlegrar ferðar til Skotlands, til kynningar og á “greenkeppers” námskeið.”Fundargerðabók GSÍ
125. stjórnarfundur 26. ágúst 1972. Á þessu máli hafði stjórnin ótvíræðan áhuga. Bréfið var skrifað og stóð ekki á svörum: “Bréf barst frá íþróttafulltrúa þar sem er synjað styrkbeiðni Hafsteins Þorgeirssonar vegna Skotlandsferðar.”Fundargerðabók GSÍ, 126. fundur, 6. nóvember 1970.
Skjöld var afkastamikill En svo bar vel í veiði. Svíinn Nils Skjöld sem GR fékk til þess að hanna Grafarholtsvöllinn hafði tekið miklu ástfóstri við Ísland og íslenska kylfinga. Hann kom hingað á eigin vegum í apríl 1972 og bauðst þá til þess að halda fund og gefa mönnum ráð um golfavallagerð. Stóð GSÍ fyrir fundi eða ráðstefnu á Hótel Loftleiðum og þangað var boðið formönnum allra golfklúbba landsins og vallarnefndamönnum þeirra svo og íþróttafulltrúa ríksins. Á fundinum hélt Skjöld erindi og fjallaði um hvernig ætti að byggja golfvelli. Lagði hann áherslu á að það ætti að
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
165
vera meginmarkmiðið að taka mið af hæfni hins almenna golfleikara við vallargerðina en horfa minna til afreksfólksins. Eftir erindið rigndi fyrirspurnum yfir Svíann sem notaði einnig tækifærið í Íslandsferðinni til þess að skoða Grafarholtsvöllinn og heimsótti einnig Nesklúbbin, Keili, Leyni á Akranesi og Selfoss. Endaði hann heimsókn sína með því höfðinglega boði að hann skyldi teikna alla velli hér á landi án endurgjalds ef GSÍ greiddi fyrir hann og eiginkonu hans flugfargjöld og dvalarkostnað meðan hann væri hér á landi. Fyrir sitt leyti samþykkti GSÍ boðið og lét síðan aðildarklúbba sína vita um tilboðið. Fundagerðabók GSÍ 145. fundur 16. maí 1972. Í framhaldi af Íslandsheimsókninni vann Nils Skjöld svo frumteikningar og lagði til breytingar á þremur völlum: Hvaleyrarvelli Keilis, Garðavelli Leynis og Leiruvelli Golfklúbbs Suðurnesja. Í öllum tilvikum gerði hann ráð fyrir stækkun vallanna en slíkt var þó ekki talið tímabært. Keilismenn fóru þó að huga að því að stækka völl sinn úr 9 holum í 12 holu völl og luku þeim framkvæmdum að mestu veturinn 1973. Bæði á Akranesi og í Leiru voru gerðar breytingar á völlunum samkvæmt ráðleggingum Skjölds og ennfremur var Grafarholtsvellinum breytt þannig að 11. brautinni var breytt úr par 4 holu í par 5 holu og 18. holan var lengd verulega. Skjöld kom svo aftur sumarið 1972 og dvaldist þá um vikutíma og notaði tækifærið til þess að heimsækja Akureyri þar sem hann rissaði upp breytingar á Jaðarsvellinum auk þess sem hann kom við á Húsavík og Sauðárkróki og heimsótti Mývatn en Mývetningar voru þá farnir að huga að golfvallargerð á svæðinu.
Akureyrarbær rausnarlegastur Raunar var það svo að golfíþróttin var hálfgerð Öskubuska þegar kom að opinberum stuðningi, þó með undantekningum. Akureyrarbær studdi vel við bakið á Golfklúbbi Akureyrar. Eins og fram hefur komið lét hann klúbbnum í té landsvæði að Jaðri þegar taka þurfti gamla völlinn við Þórunnarstræti undir annað en bjó svo um hnútana að þar máttu kylfingar athafna sig uns nýi völlurinn varð tilbúinn. Og það þótti líka frásagnarvert að Akureyrarbær studdi framkvæmdir klúbbins með beinum fjárframlögum, úthlutaði honum t.d. 750 þúsund krónum á árinu 1974. Og í Ólafsvík veitti sveitarfélagið golfklúbbsmönnum 120 þúsund króna fjárstuðning þegar þeir voru að vinna að velli sínum. Keilismenn sem stóðu í stöðugum framkvæmdum nutu einnig stuðnings frá bæjarfélögunum
166
á svæðinu. Garðahreppur greiddi 40 þúsund krónur árlega til klúbbsins í nokkur ár en lækkaði síðan framlag sitt í 25 þúsund krónur á ári til samræmis við það sem Hafnarfjörður og Kópvogur lögðu klúbbnum til. Akranesbær veitti nokkurt framkvæmdafé til Golfklúbbsins Leynis og greiddi að auki allan kostnað við áburð á völlinn. Aðrir klúbbar þurfu að mestu að sjá um sig sjálfir bæði er varðaði uppbyggingu og rekstur. Gangrýnisraddir voru óneitanlega farnar að heyrast og var þá sagt að afskiptaleysi yfirvalda tefði fyrir eðlilegri þróun íþróttarinnar á Íslandi. Sagði t.d. svo í Morgunblaðinu árið 1975: “Allir golfklúbbar landsins eru með velli í uppbyggingu; þar er enn víðast leikið af bráðabirgðateigum, bunkera vantar og flatirnar hafa ekki verið byggðar upp eins og þarf. Naumast er til króna í þessa uppbyggingu; menn bíða og vona að skilningur bæjarfélaganna vakni. Allt hefur setið við það sama í langan tíma. Reksturinn einn er svo umfangsmikill og dýr, að árgjöld þyrftu helst að hækka verulega frá því sem nú er. Við fjarlægjumst þá um leið það markmið, að golf geti orðið almenningsíþrótt og það er miður. Þannig hlýtur þróunin að verða á þeim stöðum, þar sem stuðningur og skilningur bæjarfélaga er lítill sem enginn.”Við þröngan kost. Morgunblaðið 14. júní 1975.
Náttúruöflin létu til sín taka En það var ýmislegt annað en tregða bæjar- og sveitarstjórna á fjárhagslegum stuðningi sem setti strik í reikninginn. Náttúruöflin sjálf létu til sín taka og það var eitthvað sem enginn réði við. Á engum kylfingum á Íslandi bitnuðu þau meira en á Vestmannaeyingum árið 1973. Þegar það herrans ár hófst stóð mikið til hjá Eyjamönnum. Það hafði verið stefna GSÍ að bjóða þeim klúbbum sem höfðu yfir nothæfum völlum að ráða að halda upp á stórafmæli sín með því að taka að sér Íslandsmót. Á árinu 1973 átti GV 35 ára afmæli og í tilefni þess var Eyjamönnum boðið að halda Íslandsmótið þá um sumarið, sem þeir þáðu með þökkum. Undirbúningurinn hófst snemma en hann fólst m.a. í því að klúbburinn ákvað að reisa nýjan golfskála til þess að geta staðið vel að móttöku gesta sinna og ýmar framkvæmdir voru áformaðar við að bæta og laga völlinn fyrir mótið. Og auðvitað voru Eyjamenn vongóðir um að þeirra fólk gerði sig gildandi á heimavelli. Til þess stóðu efni þar sem af fimm forgjafarlægstu konum landsins voru þrjár úr GV og í hópi lágforgjafarmanna voru líka fjórir Eyjamenn.
Þotukeppni Flugleiða nefndist mót sem haldið var árlega á árunum 1968-1983 og gaf stig til landsliðs. Myndin að ofan er af verðlaunahöfum mótsins árið 1980, en það ár var mótið haldið á Hvaleyrarvelli. Frá vinstri: Sveinn Snorrason, Hannes Eyvindsson, Þorbjörn Kjærbo, Sveinn Sigurbergsson, Jónas Kristjánsson, Guðmundur Hafliðason, Ívar Arnarson, Sigurður Pétursson. Fyrir framan eru sitja þeir Birgir Þorgilsson og Grímur Thorarensen.
Enn ekki koma öll áform til framkvæmda. Hinn 23. janúar 1973 dunu ósköpin yfir – eldgos í Heimaey – og á einni nóttu urðu öll áform um Íslandsmót í Vestmannaeyjum að engu. Þegar verst lét var sannarlega ekki útlit á að golf yrði leikið í Eyjum um langa framtíð. Það er til marks um æðruleysi og samheldni Vestmannaeyinga að röskum mánuði eftir að gosið hófst var boðað til fundar í GV. Fundurinn var haldinn á Hótel Esju og var þar fjallað um hvernig Eyjamenn myndu haga golfiðkun sinni á komandi tímabili. Engan bilbug var að finna á fólki. Á fundinum greindi Gunnlaugur Axelsson formaður klúbbsins frá því að þá þegar hefðu golfklúbbar haft samband og boðið GV að nota velli þeirra án endurgjalds þannig að ljóst mátti vera að allir voru boðnir og búnir að aðstoða og leggja Eyjamönnum lið. Var talið hentugast að sækja sem mest til Golfklúbbs Reykjavíkur enda langflestir kylfinganna úr Eyjum á því svæði. Var kappleikjanefnd GV undir forystu Georgs Tryggvasonar falið að ræða við GR um mótahald en fundarmenn lögðu
áherslu á að GV stæði fyrir mótum um sumarið þó ekki væri til annars en að halda hópnum saman. Þá var einnig ákveðið að innheimta árgjöld, að klúbburinn héldi þeim fyrir sig, en semdi við GR um “einhverja upphæð fyrir að fá að spila og æfa á velli þeirra.” Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár, 1938 – 2008, Vestmannaeyjum 2008. Þótt Eyjamenn hefðu um ýmislegt annað að hugsa en golf næstu misserin reyndu þeir að halda hópinn og nota stopular stundir sem gáfust til æfinga. Fyrsta mót klúbbsins um sumarið var haldið 7. júní á Grafarholtsvellinum og mættu þar 13 kylfingar til leiks. Um sumarið hélt klúbburinn meira að segja sitt árlega meistaramót en þátttakan var eðlilega mun minni en á fyrri mótum og aðeins 10 kylfingar mættu til keppninnar. Í sumum tilfellum höfðu kylfingarnir sannarlega lögmæta skýringu á forföllum. Þeir voru komnir aftur “heim til Eyja” og önnum kafnir við það gífurlega starf sem þar beið við hreinsun og uppbyggingu. Á Íslandsmótinu sem haldið var á Suðurnesjum í stað Vestmannaeyja um sumarið var einum
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
167
meistaratitli þó bætt í safn GV. Jakobína Guðlaugsdóttir varð Íslandsmeistari kvenna með fáheyrðum yfirburðum. Lék á 29 höggum minna en sú sem varð í öðru sæti!
Söknuðu félaganna Opinberlega var lýst yfir goslokum í Vestmannaeyjum 3. júlí 1973. Þá þegar höfðu margir Eyjamenn snúið heim. Ekki var aðkoman gæfuleg fyrir kylfingana. Meginhluti golfvallarins var undir þykku öskulagi. Sjálfsagt hafa margir kylfinganna hugsað til þess með kvíða að langt yrði að bíða þess að völlurinn yrði nothæfur að nýju. Lýsti Georg Tryggvason þeim hugleiðingum í afmælisblaði GV sem gefið var út meira en áratug eftir gosið á þessa leið: “... Fyrstu árin eftir eldgosið á Heimaey árið 1973 voru kylfingum erfið. Kom þar margt til. Menn söknuðu góðra félaga, sem ílengst höfðu uppi á landi og skildu margir eftir skörð í því nána samfélagi sem golfklúbburinn hafði verið. En verst var þó aðstöðuleysið. Stórir hlutar golfvallarins voru huldir öskulagi, grasið víðast dautt, flatirnar ónýtar. Skálinn var úr lagi genginn enda búinn að lifa sitt fegursta löngu áður en gosið kom til sögunnar, vatns- og rafmagnslaus frá upphafi og alltof lítill orðinn. – Mikið verk var því framundan en tími flestra að sama skapi naumur, jafnt til leiks og starfs. Slíks var að vænta í bæ sem verið var að reisa úr öskustónni, þar sem óþrjótandi verkefni biðu, hvert sem litið var.” Sigurgeir Jónsson:
Völlur útbúinn á einni helgi
Þar reyndust landeigendur fúsir til að lána svæðið undir golfvöll og þá var ekki eftir neinu að bíða og hafist var handa við völlinn sem kenndur var við Sæfjall. Það sem á eftir fór minnir helst á vinnuna við “golfvöllinn” á bökkum Hérðasvatna á árum áður. Aftur er gripið niður í frásögn Georgs Tryggvasonar í áðurnefndu afmælisblaði. “Marteinn snaraðist uppeftir, teiknaði þarna 6 holu golfvöll á einum eftirmiðdegi og gerði hann síðan leikhæfan á einni góðri helgi. Rösklegri handtök höfðu menn ekki séð síðan almættið sjálft skóp himin og jörð á slakri viku – fyrir margt löngu síðan. Völlurinn var vígður 11. apríl 1974 með sérstakri vígslukeppni. Tóku þátt í henni 22 félgarar og einn gestur.” Sæfjallsvöllurinn var vettvangur golfíþróttarinnar í Vestmannaeyjum í tvö ár. Þar æfðí fólk og þar fóru mótin fram. Aðstæðurnar voru vitanlega erfiðar. Sumir sögðu að þetta svæði væri vindasamast af öllum vindasömum svæðum í Eyjum og þarna var ekkert klúbbhús eða afdrep fyrir kylfinga og að auki alllöng leið úr bænum. Þegar mót voru haldin á vellinum notuðust menn við sendibíla sem stjórnstöð. Og ef fólk ætlaði sér að seðja hungur sitt eða þorsta þurfti það að taka með sér nesti að heiman. Var ekki nema von að kylfingar sæju það fyrir sér í hillingum að gamli völlurinn yrði hreinsaður af gjóskunni og yrði vettvangur þeirra að nýju.
Marteinn Guðjónsson, formaður GV Sýnt þótti að mikið starf og langur tími fann svæði undir golfvöll. Og í raun og veru tók slíkt myndi líða uns gamli völlurinn yrði undraskamman tíma. Veturinn nothæfur að nýju. Eftir slíku var erfitt 1976 var haldið af stað þar sem að bíða og ekki dóu Eyjamenn ráðalaufrá var horfið að koma upp nýjum skála. Eftir ýmsar sir frekar en fyrri daginn. Marteinn Guðjónsson, sem tilfæringar festi klúbburinn kaup á tilbúnu húsi og síðan var kjörinn formaður GV 1974, dó ekki ráðalaus. Hann hófust framkvæmdir við að steypa sökkla og lögðu þar fór um Heimaey í leit að nothæfu svæði fyrir bráðasmiðir í klúbbnum og lagtækir menn gjörva hönd á plóg. birgðavöll og fann það í svokallaðri Kinn. Teiknaði þar Útgerðarmaður í Eyjum tók að sér að flytja húsið ofan af sjálfur golfvöll en þegar hefjast átti handa reyndust ekki fastalandinu án endurgjalds og Vestmannaeyjabær lagði allir eigendur landsins fúsir til að lána það. Marteinn lið með því að kaupa gamla klúbbhúsið sem flutt var af lagði þó ekki árar í bát, heldur fór af stað að nýju og fékk svæðinu og fengu skátar í Eyjum það síðan til afnota. nú augastað á túnasvæði norðan við svokallað Lyngfell.
168
Upphaf nýrra tíma Nýi skálinn var formlega tekinn í notkun í ágúst 1976 þótt enginn væri enn golfvöllurinn á svæðinu. Honum var valinn staður við teig á 5. braut og þar hefur golfskáli Eyjamanna verið allar götur síðan. Ekki var nýi skálinn fyrr kominn upp en klúbbfélagar fóru að halda þar samkomur sínar og víluðu það ekki fyrir sér þótt ekki væri vatn eða rafmagn til staðar og um langa leið væri að fara frá Sæfjallsvellinum. Var skálinn formlega vígður að lokinni bændaglímu GV 4. október 1976. “Um kvöldið var nýi Golfskálinn vígður með pompi og pragt. Gestir komu, margar ræður voru fluttar og gjafir gefnar. Að endingu var svo etið, sungið og dansað þar til dagur reis að nýju.”Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár, Vestmannaeyjum 2008. Þegar á árinu 1974 var hafist handa við að hreinsa gamla völlinn. Því var síðan haldið áfram af kappi 1975 og 1976. Til þess þurfi þolinmæði, mörg handtök og fjármagn en vert er að geta þess að hinn svokallaði Viðlagasjóður veitti klúbbnum töluvert lið við uppbygginguna. Áfram miðað hægt og bítandi. Margir áhugasamir kylfingar í Eyjum eyddu frítíma sínum í völlinn og sumir lögðu meira að segja kylfurnar til hliðar um tíma. Uppbyggingastarfið gekk fyrir öllu – meira að segja Íslandsmótunum en þátttaka Vestmanneyinga í þeim var lítil um skeið. Hún varð einfaldlega að bíða betri tíma. Og í apríl og maí árið 1977 rúmum fjórum árum eftir gos kom að tímamótunum. 24. apríl var síðasta mótið haldið á Sæfjallsvellinum og hann þar með kvaddur. “Á þeim þremur árum sem notast hafði verið við völlinn í Sæfjalli, var hending að fá þar gott veður, annaðhvort rok eða rigning og stundum hvort tveggja. Það var því ekki með neinum sérstökum söknuði sem félagar í GV kvöddu þennan völl, þó svo að mönnum væri ljóst að hann bætti úr brýnni þörf meðan unnið var að endurbyggingu vallarins í Herjólfsdal.”Sigurgeir Jónsson. Og fyrsta mótið á hinum endurnýjaða velli í Dalnum var svo haldið 6. maí 1977. Það var rétt eins og veðurguðirnir vildu taka þátt í leiknum og undirstrika hversu mikill munur var á þessum velli og Sæfjallsvellinum. Þennan dag var blíðviðri í Vestmannaeyjum og þátttaka í umræddu móti eftir því. Og það þótti við hæfi að Marteini Guðjónssyni væri falinn sá heiður að slá fyrsta höggið.
Með atorku sinni og útsjónarsemi hafði hann átt manna mestan þátt í því að halda GV saman og kylfingum við efnið á hinum erfiða tíma í sögu klúbbsins og raunar Vestmannaeyja. Þegar kúlan hans sveif af stað hafa sjálfsagt margir Eyjamenn hugsað sem svo að nýtt upphaf væri hafið.
Íslandsmótið í föstum skorðum Allan áttunda áratuginn var skipulag og framkvæmd móta snar þáttur í starfi GSÍ. Sambandið sjálft stóð þó ekki fyrir öðrum mótum en Íslandsmótinu en það var umfangsmikið og tímafrekt verkefni. Tillaga stjórnarinnar um mótsstað var lögð fyrir ársþing og jafnan samþykkt samhljóða. Áður hafði stjórnin þó jafnan haft samband við klúbba á viðkomandi stöðum og spurst fyrir um áhuga þeirra að halda mótið eða þá að klúbbarnir höfðu frumkvæði að því að óska eftir mótinu en það gerðu þeir gjarnan ef eitthvað sérstakt stóð til hjá þeim, t.d. afmæli eða eitthvað slíkt. Raunar voru Íslandsmótin ekki alltof vinsæl hjá almennum kylfingum í klúbbunum. Það þýddi að viðkomandi velli var lokað í heila viku á besta tíma og oft urðu þeir einnig fyrir óþægindum þegar verið var að búa vellina undir mótið. Fyrirkomulag Íslandsmótsins var að mestu óbreytt allan áratuginn. Það hófst með svokallaðri bæjakeppni sem var í raun einskonar sveitakeppni. Ekki var þó algilt að klúbbarnir tefldu þar fram sínum bestu mönnum þar sem sumir kylfingar vildu heldur búa sig undir Íslandsmótið en að taka þátt í keppninni. Á árinu 1972 var ákveðið að breyta keppnisfyrirkomulaginu í kvennaflokki þannig að eftirleiðis lékju konur í meistaraflokki 72 holur og efnt yrði til keppni í 1. flokki kvenna og léki sá flokkur 54 holur. Skipting milli flokka var ákveðin þannig að í meistaraflokki væru þær konur sem höfðu forgjöfina 1-20 en í 1. flokki voru konur með forgjöf 21-30. Málefni eldri kylfinga, öldunga, komu einnig til umræðu á stjórnarfundum og golfþingum en þeim fór stöðugt fjölgandi sem fylltu þann flokk. Frá því fyrst var farið að keppa um Íslandsmeistaratitil í flokknum hafði keppnin farið fram í tengslum við Íslandsmótið. Fram komu hugmyndir um að slíta þau tengsl, hafa keppni öldunganna sérstakt mót og á öðrum tíma og leika þá 36 holur í stað 18. Af því varð þó ekki að sinni. Aldursmörkum var hins
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
169
Eyjamenn taka til hendinni og hreinsa ösku og vikur af golfvellinum. Ljósmynd: Sigurgeir.
vegar breytt úr 50 ára í 55 ára og var það í samræmi við alþjóðareglur. Starfsemi eldri kylfinga fór jafnt og þétt vaxandi bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi þar sem íslenskir öldungar voru farnir að taka þátt í heimsmeistaramótunum, World Senior Golf Championship. Annaðist Helgi H. Eiríksson fyrrverandi forseti GSÍ þau samskipti að mestu fyrir hönd GSÍ.
Samkeppni um opnu mótin Viðamesta verkefni GSÍ á sviði mótamála var skipulag og niðurröðun opinna móta golfklúbbanna. Samkeppni var orðin milli klúbbanna um mótin enda voru þau töluverð tekjulind. GSÍ hafði einnig hagsmuna að gæta þar sem hluti þátttökugjalda í mótunum rann til sambandsins og var eina greiðslan sem rann til þess frá klúbbunum þann tíma sem nefskatturinn var afnuminn. Sá háttur
170
var hafður á við skipulag mótanna að stjórn GSÍ boðaði svokallaðar kappleikjanefndir klúbbanna á fund og þar sátu menn löngum stundum og röðuðu mótunum niður. Kom þar stundum til árekstra bæði hvað varðaði tímasetningu og umfang mótanna, en eftir mikla yfirlegu tókst jafnan að ná samkomulagi. Öðru hverju heyrðust gagnrýnisraddir á golfþingum um fyrirkomulagið. Töldu sumir að fjöldi slíkra móta væri orðinn alltof mikill og að óþarfa pressa og útgjöld væri sett á kylfinga að taka þátt í þeim. Þróunin varð samt sú að opnu mótunum fjölgaði frekari en fækkaði. Klúbbarnir komust fljótlega upp á lag með að semja við fyrirtæki um að gefa verðlaun til mótanna gegn því að þau yrðu nefnd eftir þeim eða vörumerkjum þeirra. Þótti sumum það skjóta skökku við þegar farið var að halda mót sem báru nöfn áfengistegunda og vitnuðu til þess að slíkt væri brot á reglum Íþróttasambands Íslands. Þá var einnig fjallað um það ekki síst manna á meðal að
sum verðlaunin sem í boði voru væru það rífleg að með því að þiggja þau væru verðlaunahafarnir að brjóta áhugamannareglurnar. Þetta var þó látið gott heita og víst er að vegleg verðlaun juku ekki aðeins þátttöku í mótunum heldur beindu líka athygli fjölmiðla að þeim. Þannig þótti það í meira lagi frásagnarvert þegar nýr bíll var í boði sem verðlaun í Opna GR mótinu 1978 en sagt var frá því að heildarverðmæti verðlauna í því móti væru um 5 milljónir króna. Til þess að hreppa bílinn þurfti að fara holu í höggi á 17. brautinni í Grafarholti sem var ekki heiglum hent. “Ef fleiri en einn fara teighögg í holu, þá verður dregið úr spilum til vinningshafa. Bifreiðin verður til staðar við holuna, þannig að vinningshafi getur ekið á henni frá Grafarholti heim til sín og glatt fjölskylduna.”Morgunblaðið 4. júlí 1978. Þátttaka í mótinu var gífurleg og mikill spenningur þegar kom að 17. holunni en enginn var nærri því að hreppa hnossið. Fleiri klúbbar engdu sömu beitu og má nefna að á opnu móti Keilis í júlí 1979 sem nefndist Vicory Toyota Cup var Toyota Tercel bifreið stillt upp við 7. braut og átti að vera eign þess sem þar færi holu í höggi. Ekki munaði miklu að Jón Arnarson úr GK hreppti bílinn þar sem boltinn hans staðnæmdist aðeins um 50 sentimetrum frá holunni. Jón varð af bílnum en fékk annars konar farartæki í sárabót – golfkerru.
Prófsteinn í Nyborg Og kemur þá að útrásinni sem áður var nefnd, - nýjum verkefnum á vegum GSÍ. Þegar á árinu 1971 var fyrsta stóra skrefið stigið en þá tóku þrír íslenskir kylfingar þátt í opna Scandinaviska meistaramótinu sem fram fór í Nyborg í Danmörku. Þangað fóru þeir reyndar á eigin vegum en fengu nokkurn styrk frá GSÍ til fararinnar. Fleiri verkefni erlendis komu til á árinu sem urðu til þess að reikningar sambandsins litu heldur illa út þegar þeir voru kynntir á golfþinginu á Akureyri um sumarið. Tekjur þess voru um 240 þúsund krónur, þar af 90 þúsund króna styrkur frá ÍSÍ, en gjöldin um 313 þúsund krónur. Halli því tæplega 73 þúsund krónur en slíku áttu menn ekki að venjast. Stundum áður hafði orðið tap á rekstrinum en þetta þótti fáheyrð tala. “Stjórnin fékk allmikla gagnrýni fyrir fjáraustur til styrktar kylfingum á mótum erlendis og eins fyrir flausturslegt val á keppendum.”Fundagerðabók Golfssambands Íslands. Golfþing á Akureyri 9. ágúst 1971. Litið var á þátttöku í Norðurlandamótinu í Nyborg sem nokkurs konar prófstein á möguleika íslenskra kylfinga að
etja kappi við útlendinga sem voru í fremstu röð áhugamanna. Til fararinnar völdust þeir Einar Guðnason, GR, Þorbjörn Kjærbo, GS, og Björgvin Hólm, GK. Allir voru þeir þá nýbakaðir meistarar klúbba sinna og uppfylltu skilyrði til þátttöku í mótinu en til þess að fá að keppa þar þurftu viðkomandi að hafa 4 eða minna í forgjöf en keppendur frá tíu þjóðum mættu til mótsins. Keppnisfyrirkomulagið var holukeppni og voru keppendur dregnir saman. Allir lentu Íslendingarnir á móti öflugum andstæðingum sérstaklega þó Þorbjörn Kjærbo sem fékk gamlan sænskan meistara Björn Fridberg að nafni sem andstæðing en sá hafði 0 í forgjöf. Skemmst er frá því að segja að Íslendingarnir stóðu sig öllu betur en vænta mátti. Einar Guðnason tapaði fyrir sínum andstæðingi 5-4 og Björgvin 3-2. Þorbjörn hafði lengi vel góða forystu í sínum leik en Svíanum tókst að jafna á síðustu stundu og héldu þeir því leik áfram. Var komið svo að fjöldi áhorfenda fylgdist með spennandi bráðabana þeirra “... og þótti undur mikil að Íslandsmeistarinn stæði svo lengi í kempunni Friberg.”E.G. Kjærbo aðeins feti frá sigri. Alþýðublaðið 20. ágúst 1971. Voru þeir kappar jafnir eftir tvær fyrstu holur bráðabanans en á þriðju holunni lenti bolti þess sænska bak við tré í upphafshögginu en bolti Þorbjarnar var á miðri braut. Þurfti Svíinn tvö aukahögg til þess að koma sér inn á braut. Sigurinn virtist því blasa við Þorbirni er hann gekk að boltanum til að slá annað högg sitt. Og þá gerðist það sem stundum hendir í golfinu “það sem að helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann.” Boltinn hafnaði í sandgryfju við flötina og þar tapaði Þorbjörn höggum og Svíinn hélt jöfnu. Var það ekki fyrr en á 8. braut sem úrslit fengust. Hana lék Svíinn á 5 höggum en Þorbjörn á 6 og var þar með úr leik. Eftir að heim var komið var keppni þessi töluvert umtöluð meðal kylfinga. Einar Guðnason skrifaði lýsingu af henni í Alþýðublaðið og sagði þar m.a.: “... Við lærðum allir mikið á þessu og eitt var deginum ljósara, að nauðsynlegt verður að æfa sérstaklega holukeppni fyrir næsta mót. Hér heima eru næstum allar keppnir “höggleikur” og því lítil tækifæri að temja sér þá sérstöku leikaðferð er einkennir holukeppnina. Úr þessu verður að bæta því að margar keppnir erlendis og flestar landskeppnir fara fram í þessu formi.” Og grein sinni lauk Einar með þeim orðum að ánægjulegt hefði verið að fá að vera meðal þeirra sem ruddu íslenskum kylfingum braut á þessum vettvangi og að sjá íslenska fánann blakta við hún ásamt þjóðfánum hinna landanna níu.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
171
Púttað fyrir framan lokaflötina á Hvaleyrarvellinum, fyrir framan Vesturkot, sem var klúbbhús Keilismanna fram á níunda áratuginn. Ljósmynd: Úr safni Golfklúbbsins Keilis.
Opnuð leið fyrir ungu mennina Árangur íslensku kylfinganna í keppninni í Nyborg varð til þess að að auka enn áhuga á að senda fullskipaða sveit á næsta Norðurlandamót sem halda átti í Rungsted í Danmörku í júlí 1972 og freista þess að búa hana sem best undir mótið. Með slíkri þátttöku var líka talið að Ísland kæmist betur inn í golfsamfélag Norðurlandanna en fyrstu árin eftir að gengið var í Norðurlandasamtökin reyndu Íslendingar að fá keppendur þaðan til þess að heimsækja Ísland og taka hér þátt í mótum og einnig var þess óskað að íslenskir unglingar gætu farið utan og keppt þar. Jafnan höfðu þessar beiðnir fengið ágætar undirtektir en ekkert varð síðan af framkvæmdum þegar á hólminn var komið. Hið sama var raunar uppi á teningnum þegar leitað var til Evrópusambandsins. Margir virtust hafa áhuga á því að hafa samskipti við Íslendinga og þó einkum Lúxemburgarar og Austurríkismenn en aldrei varð neitt úr neinu. Þegar GSÍ hafði tekið ákvörðun um að senda keppnissveit til Rungsted hófust miklar bollaleggingar um val á landsliðinu, þjálfun þess og fjáröflun ferðarinnar. Varðandi val og skipan liðsins stóðu menn frammi fyrir vandamáli sem mátti teljast ánægjulegt. Kylfingar sem voru enn á unglingsaldri voru farnir að skáka þeim eldri og gerðu tvímælalaust tilkall til landsliðssætis ef farið var eftir árangri. Samkvæmt gildandi reglum GSÍ voru þeir
172
þó ekki gjaldgengir fyrr en þeir höfðu náð 18 ára aldri og meira að segja voru hömlur á þátttöku þeirra í opnum mótum en ekki giltu þó sömu reglur allstaðar á landinu hvað það varðaði. Nyrðra var þátttaka heimil en syðra ekki. Vakin var athygli á þessu misræmi í blaðagreinum og þær skoðanir komu fram að það væri forgjöf en ekki aldur sem ætti að ráða þátttöku í opnu mótunum. Sagði Atli Steinarsson m.a. svo í Morgunblaðinu: “Sé unglingur það góður, að honum jafnvel beri sigurlaunin, þá á hann að hafa möguleika til að vinna þau. Hann á ekki að standa utan gátta aldurs vegna á móti því mæla öll skynsamleg rök.” A.St.: Bikarhafinn útilokaður. Morgunblaðið 7. júlí 1971. Næsta golfþing tók málið til umfjöllunar og varð niðurstaðan sú að: “...þátttaka í opnum keppnum er heimil öllum körlum og konum 18 ára og eldri og skal lágmarksforgjöf reiknast 24. Unglingum 18 ára og yngri skal heimil þátttaka í opnum keppnum hafi þeir forgjöf 16 eða lægri, enda leiki þeir af aftari teigum.” Þarna þótti stigið skref í rétta átt og opnaðir möguleikar fyrir unga kylfinga til þess að komast inn í landsliðshópinn.
Mikið lagt í undirbúninginn Strax og aðstæður leyfðu vorið 1972 hófu þeir tíu sem valdir höfðu verið í landsliðshópinn æfingar utanhúss undir stjórn Þorvaldar Ásgeirssonar. Megináherslan á æfingunum var lögð á stutta spilið og sandgryfjuhögg en við það síðarnefnda var sá hængur á að aðgangur að
slíkum gryfjum var takmarkaður og sandurinn í þeim allt öðru vísi en í gryfjum ytra. Æfingar voru vel sóttar en þær fóru aðallega fram á Grafarholtsvellinum og á velli Keilis í Hafnarfirði. Tæpum mánuði fyrir mótið voru svo sex útvaldir. Þeir Einar, Þorbjörn og Björgvin sem keppt höfðu í opna mótinu árið áður og Óttar Yngvason, Gunnlaugur Ragnarsson og Björgvin Þorsteinsson en hann var langyngstur keppendanna, aðeins 18 ára. Stjórn GSÍ hafði allan veg og vanda að undirbúningi fararinnar og ákvað á síðustu stundu að leggja í að kosta för landsliðsþjálfarans með liðinu en fararstjóri var Konráð Bjarnason ritari Golfsambandsins og átti hann að nota tækifærið og kanna hug frændþjóðanna til þess að næsta Norðurlandamót sem halda átti árið 1974 færi fram á Íslandi. Það var því mikill hugur í mönnum þegar haldið var til Danmerkur. Aldrei áður hafði hópur íslenska kylfinga búið sig undir keppni af annarri eins kostgæfni. Menn höfðu meira að segja á orði að nú mættu bévítans bönkerarnir fara að vara sig. Á keppnisstað var Íslendingunum tekið með kostum og kynjum og boðnir velkomnir í hópinn.
Sólin og bönkerarnir fóru með það! Þegar á hólminn var komið reyndist keppnin vera hin mesta raun fyrir Íslendingana. Keppnisdagana gekk hitabylgja yfir Danmörku og var hitinn 28-30 stig í forsælu. Völlurinn í Rungsted reyndist líka erfiður, bæði mun lengri en vellirnir heima á Íslandi og út um allt voru tré, sandgryfjur og ýmsar aðrar gildrur sem menn gengu auðveldlega í. Og það gekk sannarlega á ýmsu. Hitinn dró allan mátt úr flestum og gegn honum dugðu engin ráð. Meira að segja ekki það sem sumir gripu til að ganga undir regnhlífum milli högganna. Það kom fljótt í ljós að árangurinn yrði ekki upp á marga fiska. Þegar eftir fyrsta hluta keppninnar þar sem tveir og tveir léku saman drógust Íslendingarnir aftur úr og höfðu ekki góða stöðu þegar kom að einstaklingskeppninni. Og þar tók sannarlega ekki betra við. Menn voru ekki sjálfum sér líkir og sumir léku eins og byrjendur. Eini Íslendingurinn sem lét hvorki hitasvækjuna eða hindranir hafa veruleg áhrif á leik sinn var Óttar Yngvarsson sem lék af ró og yfirvegum og þegar fyrstu 18 holunum í einstaklingsleiknum var lokið hafði hann þriðja besta skorið, lék á pari vallarins, 72 höggum. Ekki gekk honum eins vel á seinni hringnum en kom samt inn á bærilegu skori og var bestur
Íslendinganna. Og þegar upp var staðið var útkoman ekki beisin. Íslendingar höfnuðu í neðsta sætinu og það svo um munaði, voru rúmlega 50 höggum á eftir Finnum sem urðu næst neðstir. Lokaúrslitin í keppninni urðu þau að Svíar urðu Norðurlandameistarar með samtals 1068 högg, Danir urðu í öðru sæti með 1076 högg, Norðmenn í þriðja sæti með 1093 högg, Finnar í fjórða sæti með 1141 högg og Íslendingar ráku lestina og léku á samtals 1192 höggum. Ekki var laust við að íslensku kylfingarnir skömmuðust sín fyrir frammistöðuna. Þeir höfðu ætlað sér að sýna að golfið væri í svo mikilli framför á Íslandi að réttlætanlegt væri að halda hér næsta Norðurlandamót en svo hafði allt gengið á afturfótunum. Einn íslenskur blaðamaður, Kjartan L. Pálsson, fór með kylfingunum til Rungsted og sagði eftir mótið: “Almenn ánægja ríkti með það að Íslendingar skyldu nú mæta til leiks í Norðurlandamótinu. Ánægðastir voru þó Finnar sem hingað til hafa verið í neðsta sæti. Þeir afsöluðu sér því sæti með gleði til Íslendinga.”
Sótt um Norðurlandamótið Fljótlega eftir að Íslendingarnir komu til Rungsted var tekið að ræða þann möguleika að halda næsta mót á Íslandi og höfðu hinar þjóðirnar frumkvæði að þeim viðræðum. Eftir hina slöku frammistöðu í mótinu voru Íslendingar ekki með böggum hildar en þeim var klappað á öxlina og sagt að hafa ekki áhyggjur. Kylfingar hinna landanna væru einfaldlega spenntir fyrir því að koma til Íslands og reyna sig þar og það væri um að gera að leggja inn formlega umsókn. Því kom það nánast af sjálfu sér að málið var tekið upp á golfþinginu sem haldið var á Akureyri nokkrum dögum eftir heimkomu landsliðsins. Raunar höfðu sumir átt von á því að hin slæma útreið myndi minnka áhugann – hún hefði sýnt að Íslendingar hefðu lítið í svona mót að gera. Formaðurinn vék raunar aðeins að keppninni í ræðu og skýrslu sinni og sagði það undarlega tilviljun að eftir bestu þjálfun sem íslenska golflandsliðið hefði haft hefði frammistaða þess verið með “lélegra móti.”Fundagerðabók GSÍ. Golfþing á Akureyri 31. júlí 1972. Ekki var eytt að þessu fleiri orðum en borin var upp svohljóðandi tillaga um Norðurlandamótið sem samþykkt var samhljóða: “Næsta Norðurlandamót í golfi verður háð árið 1974. Borist hafa ákveðin tilmæli frá hinum Norðurlöndunum um að mótið fari fram að þessu sinni á Íslandi. Fyrir því ályktar Golfþing að verða
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
173
skipað þeim Þorbirni Kjærbo, Einari Guðnasyni, Óttari Yngvasyni, Björgvini Þorsteinssyni, Jóhanni Ó. Guðmundssyni og Lofti Ólafssyni. Tveir þeir síðastnefndu voru þarna að heyja frumraun sína á erlendri grundu og Íslandsmeistarinn Loftur raunar að fara í fyrsta sinn til útlanda. Keppnisfyrirkomulag var hið sama og áður. Fyrst leikinn höggleikur og eftir árangri í honum var keppnisliðunum síðan skipt í þrjá riðla. Átta bestu þjóðirnar kepptu í A-riðli og var þar Evrópumeistaratitillinn undir, sex næstu kepptu í B-riðli og þær fjórar þjóðir sem slökustu útkomuna fengu í höggleiknum kepptu svo í C - riðli. Fyrirfram höfðu Íslendingar gert sér nokkrar vonir um að lenda í B - riðli. “Þegar við komum til Penima í 25 stiga hita, verðum við mjúkir og góðir og reynum að troða okkur upp í miðriðil,” var haft eftir Einari Guðnasyni áður en haldið var utan. Tíminn 22. júní 1973. En ekkert slíkt gerðist. Björgvin Þorsteinsson stóð sig reyndar frábærlega í höggleiknum og lék á 74 höggum eða tveimur yfir pari. Félagar hans stóðu honum langt að baki og þegar heildarskorið var lagt saman urðu Íslendingar að sætta sig við að lenda í C-riðlinum ásamt Belgum, Austurríkismönnum og heimamönnum í Portúgal. Fór síðan fram holukeppni milli þjóðanna og voru Belgar fyrstu andstæðinarnir. Skelltu þeir hraustlega á íslenska bossann og sigruðu 7-0. Skár gekk gegn Portúgölum en sá leikur tapaðist 2-5. Íslendingar mættu síðast Austurríkismönnum. Unnu þá sigur með 4,5 vinningum gegn 1,5 og sluppu þar með við að verða neðstir í mótinu og var það huggun harmi gegn. Var þetta fyrsti sigur Íslands í golfmóti og minnti Páll Ásgeir Tryggvason á það á næsta golfþingi að þau væru ekki mörg sérsamböndin innan ÍSÍ sem unnið hefðu landsleik á árinu 1973.
Ungu mennirnir stóðu ekki undir væntinum Ungu landsliðsmennirnir, Björgvin, Loftur og Jóhann, sem kepptu í Portúgal höfðu ærin verkefni næstu vikurnar. Fyrst var Íslandsmótið og því var ekki fyrr lokið en þeir öxluðu sín skinn og héldu á Evrópumót unglingalandsliða í Silkeborg í Danmörku. Í hóp þeirra bættust Hannes Þorsteinsson, Ólafur Skúlason og Óskar Sæmundsson og fararstjórarnir Konráð Bjarnason og Kjartan L. Pálsson. Þetta þótti harðsnúið lið, það hafði sýnt sig á Íslandsmótinu þar sem Björgvin stóð uppi sem sigurvegari og Loftur Ólafsson hafnaði í þriðja sæti. Lið frá
174
14 þjóðum mættu til leiks í Silkeborg og var hafður sami háttur á og í Evrópumóti fullorðinna. Fyrst var leikinn höggleikur og liðum síðan skipað í tvo riðla eftir frammistöðunni þar. Langt var frá því að liðið stæði undir væntingum. Eftir höggleikinn var liðið í 12. sæti, aðeins Lúxemburgarar og Austurríkismenn léku á fleiri höggum og í framhaldinu töpuðu Íslendingar svo holukeppninni við þessar þjóðir og höfnuðu því í neðsta sætinu. Bilið milli Íslendinga og annarra þjóða virtist því ekki að minnka hvort heldur eldri eða yngri kylfingar áttu í hlut. Eðlilega veltu áhugamenn um golf ástæðunum fyrir sér. Hver var ástæðan að Íslendingar virtust jafnan leika undir getu þegar út í slíka keppni var komið. Kjartan L. Pálsson sem skrifaði um mótið í Silkeborg í Tímann hafði þetta að segja um frammistöðu í mótinu þar: “ Hver ástæðan er fyrir því skal ég ekki um dæma en áreiðanlega munar þar mest um reynsluleysi og það að allir komu þeir beint úr Íslandsmótinu þar sem þeir höfðu leikið daglega í meira en viku og voru þeir því bæði orðnir þreyttir og hálf-leiðir á golfi þegar út var komið og þar skyldugir að leika a.m.k. 36 holur á dag í glampandi sól og 25 til 30 stiga hita. Það er hægt að ofþreyta sig í öllum íþróttum – jafnvel í golfi. Það sást á íslenska liðinu. Piltunum fór aftur með hverjum deginum sem leið og mistökin, sem sumir þeirra gerðu, voru ótrúleg.”klp. Frá EM-mótinu í golfi í Silkeborg. Tíminn 8. ágúst 1973. Það er svo af þátttökunni á heimsmeistaramóti unglinga að segja að til San Diego var sendur 17 ára piltur úr Golfklúbbi Suðurnesja, Hallur Þórmundsson, en hann hafði orðið Íslandsmeistari unglinga árið 1972. Keppendur á umræddu móti voru rösklega tvö hundruð talsins og hafnaði Hallur í 183. sæti. Mátti því með sanni segja að eftirtekja Íslendinga í keppni við erlenda kylfinga á þessu fyrsta ári sem eitthvað verulega kvað að erlendum samskiptum hafi orðið næsta rýr.
Það átti að taka það á heimavelli En tækifærið að gera betur beið hinum megin við hornið. Á Norðurlandamótinu 1974 voru Íslendingar á heimavelli og nú þurfti engu að kvíða um hitabylgju, engin tré myndu þvælast fyrir og meira að segja voru sandgryfjur sem íslenskir kylfingar óttuðust hvað mest ekki verulegur
Meistaramót Keilis 1977
Verðlaunahafar á Meistaramóti Keilis árið 1977 eða 1978. Frá vinstri: Sveinn Sigurbergsson, Sigurður Thorarensen klúbbmeistari og Ágúst Svavarsson. Á myndinni fyrir neðan má sjá verðlaunahafa í stúlknaflokki. Tvíburasysturnar Þórdís og Ásdís Geirsdóttir urðu í 2. og 2.3. sæti en Laufey Birgisdóttir sigraði. Ljósmyndir: Magnús Hjörleifsson.
Félagsmenn GA við golfvöllinn í Þórunnarstræti um 1970
Margir af þekktari félagsmönnum Akureyrarklúbbsins. Myndin er tekin á velli num við Þórunnarstrætið í kringum 1970, skömmu áður en klúbburinn flutti sig á Jaðar. Frá vinstri: Halldór Rafnsson, Sigtryggur Júlíusson (Tryggvi rakari), Jón Guðmundsson, Sigurður Stefánsson (Siggi samba) Gestur Magnússon, Júlíus Thorarenssen, Konráð Gunnasson, Rafn Gíslason, Þórhallur Pálsson og Björgvin Þorsteinsson.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
175
turinn var kaldur og um vorið voru nokkrar flatanna í Grafarholti skemmdar af kali en voru búnir að jafna sig vel þegar að mótinu kom. Þegar leið að mótinu skipaði Golfsambandið nokkrar nefndir til þess að annast ákveðna þætti við framkvæmd þess. Allar báru þær virðuleg heiti: “Organization Committee”, “Championship Committee,” “Rules Committeé”, “Course Committee” og “Press Attache” auk þess sem maður var skipaður í það virðulega embætti að vera “Caddie Master”. Auk áðurgreindra nefnda var kallaður til fjöldi sjálfboðaliða aðallega félagar úr GR og létu þeir ekki sitt eftir liggja hvorki við undirbúning fyrir mótið né heldur meðan á því stóð. Aðaláhyggjuefnið við undirbúning mótsins var vitanlega hvernig viðraði meðan á því stæði. Það hafði oft verið sagt að ekki væri haldið stórt golfmót á Íslandi án þess að þá yrði vitlaust veður en þegar kom að Norðurlandamótinu léttist brúnin á mönnum. Spáð var blíðviðri mótsdagana. Sú spá rættist. Norðanandvari og sól skein í heiði meginhluta þess tíma sem keppendur voru úti á vellinum. Kristján Einarsson og Konráð Bjarnason vopnaðir nýtísku búnaði, svokölluðum Valið á íslenska landsliðinu kom nokkuð á óvart en að þessu sinni var lögð mikil labb-rabb tækjum til að afla sér nýjustu upplýsinga um stöðuna úti á velli. Ljósmyndari: Óþekktur. Myndasafn GSÍ.
tálmi. Þótt Norðurlandamótið, sem var tvímælalaust fyrsta stórmótið í golfi sem haldið var hérlendis, færi fram á vegum Golfsambands Íslands hvíldi undirbúningur þess að verulegu leyti á Golfklúbbi Reykjavíkur sem þurfti að sjá til þess að Grafarholtsvöllurinn væri í eins góðu standi og mögulegt var þegar kæmi að mótinu. Mótið fór fram mun seinna sumars en venja var eða um mánaðamót ágúst- september og var sú tímasetning valin fyrst og fremst til að reyna að tryggja að völlurinn væri í góðu ásigkomulagi. Reyndist það skynsamleg ákvörðun. Ve-
176
áhersla á að fara eftir þeim stigafjölda sem kylfingar höfðu unnið sér inn í stigamótum sumarsins. Það hafði í för með sér að í liðið völdust tveir sextán ára piltar, Ragnar Ólafsson og Sigurður Thorarensen og líka það að tæpt var á því að Björgvin Þorsteinsson sem þá þótti besti kylfingur landsins kæmist í liðið þar sem hann hafði keppt á fáum stigamótum á tímabilinu. Auk þessara þriggja ungu manna voru Loftur Ólafsson, Þorbjörn Kjærbo og Jóhann Benediktsson í liðinu. Varamenn voru Hans Isebarn, Júlíus R. Júlíusson, Óskar Sæmundsson og Einar Guðnason. Fyrirliði liðsins var Pétur Björnsson. Setningarathöfn mótsins þótti hin virðulegasta. Guðmundur S. Guðmundsson formaður GR flutti ávarp en Páll
Íslenska landsliðið sem tók þátt í Evrópumóti landsliða í Portúgal árið 1973. Sveitina skipuðu frá vinstri: Þorbjörn Kjærbo, Loftur Ólafsson, Einar Guðnason, Jóhann Óli Guðmundsson, Óttar Yngvason og Björgvin Þorsteinsson. Ljósmyndari óþekktur/Ljósmyndasafn GSÍ.
Ásgeir Tryggvason forseti GSÍ bauð síðan gesti velkomna og setti mótið formlega. Þá var ekki eftir neinu að bíða, ráshóparnir fóru af stað einn af öðrum og fyrr en varði iðaði dalurinn af kylfingum sem gerðu hvað þeir gátu til þess að halda uppi heiðri landa sinna. En það voru ekki aðeins kylfingar og starfsmenn mótsins sem lögðu leið sína á Grafarholtsvöllinn. Á óvart kom hversu margir áhorfendur lögðu leið sína á svæðið og fylgdust með keppninni. Margir fylgdu kylfingunum eftir í þeirri fjarlægð sem hæfileg þótti og þegar leið á keppnina var jafnan mannþröng á svölum hins nýja golfskála GR en þaðan var hægt að sjá þegar kylfingarnir komu á leiðarenda. Auðvitað bjó sú von í brjósti flestra að Íslendingunum tækist að reka af sér sliðruorðið frá fyrri
Norðurlandamótum og sigruðu þó ekki væri nema Finna. Margir voru líka spenntir að fylgjast með því hvernig útlendingunum vegnaði á Grafarholtsvellinum sem óneitanlega var gjörólíkur þeim völlum sem þeir voru vanir.
Merkjakerfið kom Norðmönnum að notum Fyrirfram var búist við sigri Svía í mótinu. Í liði þeirra var var m.a. ungur kylfingur Jan Rube að nafni og var sagt að hann væri í hópi efnilegustu kylfinga í heimi. Fjöldi áhorfenda fylgdi honum báða keppnisdagana og urðu ekki fyrir vonbrigðum þar sem oft sýndi hann glæsileg tilþrif. Fyrri daginn jafnaði hann vallarmet Björgvins Þorsteinssonar, lék á 71 höggi, og seinni daginn bætti hann svo um betur og lék á 68 höggum. Þá tókst einnig tveimur
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
17
erlendum keppendum að jafna gamla vallarmetið, þeim Jens Thomasen frá Danmörku og Norðmanninum Erik Dömmestad. Völlurinn reyndist því útlendingunum ekki eins erfiður og margir höfðu spáð. Fyrri keppnisdaginn þegar leikinn var fjórmenningur bar það helst til tíðinda að fyrirliði Finnanna Kari Salonen fór holu í höggi á annarri brautinni. Það nægði Finnum þó ekki til og ráku þeir lestina eftir daginn, voru samtals átta höggum á eftir Íslendingum sem þó náðu sér ekki vel á strik. Seinni keppnisdaginn gerðist það óvænta að bæði Danir og Norðmenn skutu Svíum sem lengi höfðu verið áskrifendur að Norðurlandameistaratitlinum aftur fyrir sig. Urðu Norðmenn hinir öruggu sigurvegarar og var það ekki síst þakkað leikgleði og góðri liðsstemmningu þeirra en þeir höfðu komið sér upp einskonar merkjakerfi til þess að láta hvern annan vita hvernig gengi og notuðu það óspart meðan á keppninni stóð. Íslendingarnir ollu nokkrum vonbrigðum og voru flestir nokkuð frá sínu besta. Í einstaklingskeppninni stóð Björgvin Þorsteinsson sig best, lék holurnar 36 á 149 höggum og varð í tíunda sæti. Ungu mennirnir Ragnar og Sigurður stóðu líka fyrir sínu. “Má ætla að þeir verði innan skamms tíma fyllilega samkeppnisfærir við bestu kylfinga annarra Norðurlanda,” sagði í Morgunblaðinu. Morgunblaðið 3. september 1974. En þótt íslensku kylfingarnir væru ekki í stuði á mótinu gerðu þeir þó það sem helst var ætlast til af þeim. Þeir skutu Finnum aftur fyrir sig. Mjótt varð hins vegar á munum en heildarúrslit keppninnar urðu þessi:
Fyrsta landskeppnin Daginn eftir Norðurlandamótið var efnt til landskeppni við Finna og var það jafnframt fyrsta landskeppni Íslendinga í golfi. Keppnin sem fór fram á Grafarholtsvellinum hófst snemma morguns og var lokið um hádegisbil. Fimm keppendur frá hvorri þjóð léku holukeppni og fóru leikar svo að Hans Isebarn og Einar Guðnason unnu sína leiki en Óskar Sæmundsson, Júlíus R. Júlíusson og Ragnar Ólafsson töpuðu þannig að Finnar unnu leikinn 3:2. Auk Norðurlandamótsins og landskeppninnar sendu Íslendingar sveit til þátttöku í Evrópukeppni unglinga sem fram fór í Finnlandi. Hún var skipuð þeim Björgvini Þorsteinssyni, Ragnari Ólafssyni, Sigurði Thorarensen, Atla Arasyni, Lofti Ólafssyni og Jóhanni Ó. Guðmundssyni. Höggleikur skar úr um hvernig þátttökuþjóðirnar tólf skiptust í A, B og C flokk og lentu Íslendingarnir í C flokki ásamt Austurríkismönnum og
Noregur 1.028 högg Danmörk 1.037 högg Svíþjóð 1.039 högg Ísland 1.090 högg Finnland 1.092 högg Að keppni lokinni var slegið upp mikilli veislu í golfskála GR. Hún hófst raunar ekki á tilsettum tíma þar sem keppnin stóð miklu lengur en fyrirfram var áætlað og þótt íslenskir kylfingar hefðu oft verið ásakaðir um seinagang í spili sínu var það ekkert á við það sem útlendingarnir leyfðu sér.
178
Íslenska karlaslandsliðið sem keppti gegn Finnum að afstöðnu Norðurlandamótinu í Grafarholti. Frá vinstri: Einar Guðnason, Ragnar Ólafsson, Júlíus Júlíusson, Óskar Sæmundsson og Hans Óskar Isebarn.
Íslenska landsliðð sem keppti á Norðurlandamótinu í Grafarholti árið 1974. Frá vinstri: Þorvaldur Ásgeirsson, Þorbjörn Kjærbo, Jóhann Benediktsson, Björgvin Þorsteinsson, Sigurður Thorarensen, Ragnar Ólafsson, Loftur Ólafsson og Pétur Björnsson.
Belgum. Fór síðan fram holukeppni þar sem Ísland tapaði fyrst fyrir Austurríki 4:3 en vann síðan frækinn sigur yfir Belgíu 6:1 og hreppti þar með ellefta sætið í keppninni. Þótti það ótvíræð sönnun þess að Íslendingar væru á réttri leið og mættu ekki láta deigan síga í samskiptum við aðrar þjóðir.
Hrakfarir í Noregi En bið varð eftir því að vonir rættust. Vonbrigðin urðu hvað mest með næsta Norðurlandamót sem fram fór í Stavanger í Noregi 1976. Þangað var send vösk sveit sem fyrst lék landsleik við Finna og tók síðan þátt í hinu hefðbundna móti. Allt gekk á afturfótunum. Leikurinn við Finna tapaðist 2- 4 og á Norðurlandamótinu fór ekki á milli mála hvaða sveit var slökust. Það var sveit Íslands. Heildarskor Íslendinganna í keppninni var 1.141 högg,
nærfellt 150 fleiri en Svía sem sigruðu og nákvæmlega 40 höggum meira en Finna sem urðu næst síðastir. Sagt var að aðeins einn leikmanna íslenskra liðsins hefði spilað af eðlilegri getu. Sá var yngsti landsliðsmaðurinn, Sigurður Pétursson, ekki orðinn fullra 16 ára og var að auki að keppa í fyrsta sinn erlendis. Raunar var ekki mikið fjallað um mótið í íslenskum fjölmiðlum, aðeins sagt “... að mikið hefði verið um skógarferðir og fleiri slæm mistök.”Vísir 6. september 1976. En fljótlega fóru af stað hvíslingar manna á milli að ekki hefði allt verið með felldu í þessari landsliðferð og þegar liðið var komið heim fóru þeir Konráð Bjarnason sem var fararstjóri í ferðinni en hann var jafnframt ritari GSÍ og Páll Ásgeir forseti sambandsins ekki í grafgötur með að: “...framkoma keppenda hefði í alla staði verið til skammar.”Fundargerðabók Golfssambands Íslands 20. september 1976. Málið kom síðan ítrekað til umræðu hjá stjórn GSÍ og
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
179
var þar greinilega hugur í mönnum að bregðast hart við og m.a. rætt um hvort setja ætti þá landsliðsmenn er verst höguðu sér í keppnisbann. Ákveðið var að kalla formenn þeirra klúbba sem keppendurnir voru í til fundar með stjórn sambandsins, gera þeim grein fyrir stöðu mála og því hve agabrotin væru litin alvarlegum augum. Þar kom m.a. fram það álit að endurskoða bæri afstöðu til utanferða íslenskra kylfinga og meta tilgang slíkra ferða út frá þeim meginsjónarmiðum að þær væru í fyrsta lagi ætlaðar til að stuðla að auknum áhuga og betra golfi heima fyrir, í öðru lagi væru þær til þess að kynnast golfi, golfleikurum og aðstöðu og framkvæmd móta hjá öðrum þjóðum og í þriðja lagi væri þeim ætlað að kynna íslenskt golf og golfleikara hjá öðrum þjóðum svo og framámenn íþróttarinnar hérlendis.Fundargerðabók Golfsambands Íslands 23.september 1976.
Agabrot litin alvarlegum augum Ekkert af þessum markmiðum hafði náðst með Noregsferðinni, síður en svo. Eftir stíf fundahöld lagði Kristján Einarsson gjaldkeri GSÍ fram tillögu í stjórninni sem samþykkt var samhljóða en hún gerði ráð fyrir því að umræddir landsliðsmenn yrðu kallaðir fyrir og tilkynnt niðurstaða stjórnarinnar en í henni sagði að stjórnin mæti það svo að strangar refsiaðgerðir sem reglur ÍSÍ kvæðu
á um vegna agabrota yrðu ekki til þess að auka vegn íþróttarinnar í augum almennings og því hefði verið ákveðið að áminna kylfingana í landsliðinu um að sýna framkomu sæmandi íslenskum íþróttamönnum á erlendri grund. Síðan sagði orðrétt: “Stjórnin vill forðast að draga liðsmenn í dilka eða leggja hljóðbært mat á sekt hvers og eins og tilkynnist því hópnum öllum þessi ákvörðun.” Í lok ályktunarinnar var skorað á landsliðsmenn að vera jafnan landi sínu til sóma hvar sem þeir kepptu í framtíðinni og hvort heldur þeir lékju betur eða verr því þeir væru helst það andlit golfíþróttarinnar sem að almenningi sneri. Fundargerðabók Golfsambands Íslands 30. september 1976. Jafnframt var svo ákveðið að framvegis yrði öllum keppendum og fararstjórum sem færu utan á vegum GSÍ kynntar utanfararreglur Íþróttasambands Íslands fyrirfram og þrír menn: Ólafur Ág. Þorsteinsson, Sigurður Matthíasson og Sigurður Héðinsson voru skipaðir í nýja nefnd nefnd á vegum sambandsins, aganefnd.
Kristín fyrst íslenskra kvenna í keppni erlendis Afgreiðsla Golfsambandsins á uppákomunni í Noregi varð til þess að lítil sem engin opinber umræða varð um hana. Kylfingum varð hún hins vegar þörf áminning og þeim gert ljóst að ef slíkt endurtæki sig ættu þeir ekki
Íslensku unglingalandsliðshópurinn sem stóð sig með stakri prýði á EM á Spáni 1978. Frá vinstri: Kristján Einarsson dómari, Sigurður Thorarensen GK, Sveinn Sigurbergsson GK, Geir Svansson GR, Magnús Birgisson GK, Ragnar Ólafsson GR, Hannes Eyvindsson GR og Konráð Bjarnason liðstjóri
180
Kjartan L. Pálsson gengdi starfi liðsstjóra karlaliðsins í fjölmörg ár. Hér ´sést hann með liðið sem keppti á Norðurlandamótinu í Kalmar í Svíþjóð árið 1978. Myndin er tekin á svölum Hótel Borgar. Frá vinstri: Kjartan, Ragnar Ólafsson, Björgvin Þorsteinsson, Geir Svansson, Hannes Eyvindsson, Óskar Sæmundsson, Sigurður Hafsteinsson og Einar Guðnason.
von á neinni undanlátsemi af hálfu Það rofaði til í Kalmar sambandsins. Eins og til staðfestingar á því hve málið var litið alvarlegum augum Það var ekki fyrr en á árinu 1978 sem ákvað stjórn GSÍ að ekki yrði sent lið verulega tók að rofa til í árangri Íslendinga í til heimsmeistarakeppninnar sem fram keppni við útlendinga. Þá var líka margt um fór í Portúgal síðar um haustið og var að vera. Íslendingar og Lúxemburgarar háðu skýringin sem gefin var sú að sambandið landskeppni með fullskipuð lið. Hún fór hefði ekki fjárhagslega burði til þess að fram á Akureyri 23. júlí og lyktaði með sigri styrkja þá ferð. Á það var líka bent að Íslendinga eftir spennandi keppni. Hlutu erlend samskipti væru orðin svo mikil Íslendingar 5 vinninga gegn 4 vinningum á árinu að tæpast væri á bætandi en alls keppinautarins. Norðurlandamótið fór höfðu verið farnar 19 ferðir á vegum fram í Kalmar í Svíþjóð snemma í sepGSÍ eða með stuðningi þess. Ein þestember. Mótið var með nýju sniði þar sem sara ferða var söguleg að því leyti að þá eingöngu var leikinn höggleikur. Og aldrei fór íslensk kona í fyrsta sinn í golfkeppni þessu vant voru aðstæðurnar “íslenskar” erlendis. Golfsambandi Íslands barst boð Kristín Pálsdóttir. þ.e. bæði hvassviðri og rigning meðan um að senda tvo kylfinga, karl og konu, á keppninni stóð. Landslið Íslands til opins móts, “Flyght Thropy” sem fram skipuðu Björgvin Þorsteinsson, Ragnar fór í Kalmar í Svíþjóð. Var þeim Björgvini Þorsteinssyni Ólafsson, Geir Svansson, Óskar Sæmundsson, Sigurður og Jakobínu Guðlaugsdóttur boðið að fara en Jakobína Hafsteinsson og Hannes Eyvindsson og stóðu raunar allir afþakkaði boðið og var þá ákveðið að Kristín Pálsdóttir úr vel fyrir sínu. Svíar sigruðu í mótinu, léku á 749 höggum, Golfklúbbnum Keili færi í hennar stað. Norðmenn urðu í öðru sæti á 783 höggum, Danir þriðju á 785 höggum, Íslendingar urðu í fjórða sæti á samtals
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
181
799 höggum og Finnar ráku lestina með 818 högg. Var því ekki nóg með að Íslendingar sigruðu Finna örugglega heldur voru þeir mun nær hinum þremur þjóðunum en áður. Eftir keppnina í Kalmar héldu þeir Björgvin, Geir og Ragnar til Vaxjö og tóku þar þátt í Norðurlandamótinu í holukeppni. Allir töpuðu þeir í fyrstu umferð en frammistaða Björgvins þótti glæsileg þar sem það var ekki fyrr en á 20. holu sem hann varð að láta í minni pokann. Andstæðingur hans var þó ekki af verri endanum heldur sjálfur Jan Rube sem fjórum árum áður hafði sett vallarmet á Grafarholtsvellinum og átti auk þess áhugamannametið á hinum fræga St. Andrewsvelli í Skotlandi sem hann hafði leikið á 63 höggum.
Ungir menn á uppleið En hápunktur árangurs Íslendinga á þessu ári var þó á Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fór miðsumars á Golf Du Pals- vellinum á Spáni. Aldursmarkinu hafði þá verið breytt og kylfingar 21 árs og yngri voru gjaldgengir. Í keppnisliði Íslands voru GR-ingarnir Ragnar Ólafsson,
Geir Svansson og Hannes Eyvindsson og Keilismennirnir Magnús Birgisson, Sveinn Sigurbergsson og Sigurður Thorarensen. Allir stóðu þeir undir væntinum, léku langan og erfiðan völl vel og eftir höggleikinn voru þeir í sjöunda sæti. Þar með komust þeir í A-riðil í úrslitunum en íslenskt lið hafði aldrei komist svo langt. Í holukeppninni sem á eftir fylgdi léku Íslendingar við Spánverja, Dani og Belga og stóðu sig áfram vel. Töpuðu raunar öllum leikjunum gegn Spáni, fyrir Danmörku 2,5 – 4,5 og fyrir Belgum 3-4. Þar með hafnaði íslenska liðið í áttunda sæti í keppninni. Enginn af ungu mönnunum stóð sig eins vel og Ragnar Ólafsson. Eftir fyrri dag höggleiksins var hann í öðru sæti og lék þá á 75 höggum. Þótt ekki gengi honum eins vel seinni daginn var hann samt í röð fremstu manna þegar upp var staðið og eftir mótið var hann valinn í úrvalslið Evrópu sem keppti við Breta nokkru síðar en Bretarnir höfðu þann hátt á að þeir tóku ekki þátt í Evrópumótinu en buðu tíu bestu úr þeirri keppni til sín. Var þetta í fyrsta sinn sem Íslendingi hlotnaðist sá heiður að vera valinn í
Íslenskur landsliðshópur sem boðið var á mót sem FIAT bílaverksmiðjurnar styrktu. Frá vinstri: Hannes Eyvindsson, Sólveig Þorsteinsdóttir, Konráð Bjarnason fulltrúi GSÍ, Jakobína Guðlaugsdóttir og Ragnar Ólafsson. Ljósmynd: Úr myndasafni GSÍ
182
slíkt úrvalslið en Björgvin Þorsteinsson hafði áður verið varamaður í liðinu.
Forsetinn bjargaði málunum Árangur íslensku unglinganna vakti töluverða athygli og hefur vafalaust átt sinn þátt í því að um haustið var fjórum íslenskum kylfingum boðið að taka þátt í einu stærsta golfmóti sem haldið var í Evrópu á árinu. Þar var um að ræða mót sem ítalska golfsambandið og Fiat verksmiðjurnar stóðu sameiginlega fyrir á hinum fræga Roveri golfvelli í Torino. Á það var boðið kylfingum úr öllum heimsálfum og greiddu Fiatverksmiðjurnar allan kostnað við ferðalög og upphald keppenda. Til þessarar ferðar völdust Hannes Eyvindsson, Þorbjörn Kjærbo, Sólveig Þorsteinsdóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir og var forseti GSÍ, Páll Ásgeir Tryggvason fararstjóri þeirra. Var þetta í fyrsta sinn sem þær Sólveig og Jóhanna kepptu á erlendri grund. Gengi Íslendinganna á mótinu var sem vænta mátti. Höfnuðu þeir í 16. sæti af þeim 17 þjóðum sem tóku þátt í mótinu – skutu Portúgölum einum aftur fyrir sig. Páll Ásgeir sá til þess að landinn fór ekki slyppur frá borði. Fyrir mótið sjálft fór fram Pan/Am keppni blandaðra sveita fararstjóra og ýmissa annarra og var Páll í sveitinni sem sigraði en auk hans voru í henni ástralskur atvinnumaður, félagi úr stjórn ítalska klúbbsins sem átti keppnisvöllinn og ritari sænska golfsambandsins, Bent Lorich.
Tækifærunum fjölgaði Við lok áratugarins var greinilegt að útrásarstefna GSÍ hafði borið árangur a.m.k. að því leyti að Íslendingar fengu þá mun fleiri boð um þátttöku í mótum en verið hafði. Um það sagði Konráð Bjarnason ritari GSÍ í blaðaviðtali: “Við höfum á undanförnum árum verið meira og meira í sviðsljósinu í golfinu og vaktið athygli eins og til dæmis á síðasta Evrópumeistaramóti unglinga, þar sem við komumst í A-riðil og það er ein ástæðan fyrir því að boð um þátttöku á mót víða um heim hafa streymt til okkar að undanförnu.” Boðin streyma til okkar. Vísir 18. apríl 1979. En þótt boðin lægju á borðinu var ekki þar með sagt að unnt væri að taka þeim. Í flestum tilvikum var nefnilega gert ráð fyrir því að Íslendingarnir greiddu fargjald sitt og uppihald á mótsstað sem takmarkaði mjög möguleika á þátttöku. Því varð Golfsambandið að takmarka stuðning sinn við ákveðin verkefni og þar voru Norðurlandamót og
Evrópumót efst á baugi. Á árinu 1979 þótti sjálfsagt að senda keppnislið á Evrópumeistaramótið sem fram fór í Esbjerg í Danmörku. Þáverandi landsliðseinvaldur Kjartan L. Pálsson valdi til fararinnar þá Björgvin Þorsteinsson, Jón Hauk Guðlaugsson, Svein Sigurbergsson, Hannes Eyvindsson, Sigurð Hafsteinsson og Geir Svansson. Gerðu þeir eftir atvikum góða för og komust í B- riðil keppninnar. Síðan tók við holukeppni og þar fóru leikar þannig að Ísland tapaði fyrir Sviss 3-4, fyrir Austurríki 1,5-5,5 og fyrir Belgíu 1-6. Hafnaði liðið því í 16. sæti í keppninni. Helsta afrek Íslendinga í keppninni var að Björgvin Þorsteinsson fór holu í höggi á 13. braut vallarins og munaði ekki nema nokkrum sentimetrum að hann endurtæki afrekið á 17. holu. Síðar um sumarið keppti svo unglingalandsliðið á Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fór í Marianske Lazne í Tékkóslóvakíu. Lenti það í 12. sæti í keppninni og skaut Finnum, Tékkum og Svisslendingum aftur fyrir sig. Þótti það viðunandi árangur. Bestum árangri náði svo sveit GR sem tók þátt í Evrópukeppni félagsliða sem fram fór á Mallorca í desember. Sveitin var skipuð þeim Hannesi Eyvindssyni, Sigurði Hafsteinssyni og Geir Svanssyni. Lenti hún í 10. sæti í keppninni og skaut sveitum frá sjö löndum ref fyrir rass. Þótt nóg kæmi af boðum urðu það GSÍ töluverð vonbrigði að Íslendingar fengu ekki boð um að senda kylfinga í World Cup keppnina sem fór fram í Grikklandi um haustið en slíkt boð hafði borist og verið þegið árin 1977 og 1978. Var það þó huggun harmi gegn að í liði Kanada sem keppti á mótinu var piltur af íslenskum ættum, Dan Halldórsson að nafni en hann þótti einn efnilegasti kylfingur Kanada um þessar mundir.
Gullbjörninn heillaði áhorfendur En það var ekki aðeins að íslenskir kylfingar gerðu útrás á áttunda áratugnum. Erlendir kylfingar gerðu líka innrás ef svo má að orði komast. Fyrr er getið Norðurlandamótsins sem fram fór á Grafarholtsvellinum en hápunktur erlendra heimsókna var þó tvímælalaust er sjálfur gullbjörninn, Jack Nicklaus, lét sjá sig á Nesvellinum 22. ágúst 1976. Hann var þá tvímælalaust frægasti kylfingur
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
183
Jack Nicklaus í framsveiflunni á Seltjarnarnesi og áhorfendur fylgjast spenntir með. Ljósmynd: Sveinn Þormóðsson. Myndasafn GSÍ.
í heimi, orðinn goðsögn í íþróttinni, maðurinn sem vann allt. Jack Nicklaus kom þó ekki þeirra erinda til Íslands að leika golf heldur til þess að sinna aðaláhugamáli sínu, laxveiðum. Stundaði hann veiðar í Laxá í Dölum í nokkra daga en fyrir orð kunningja síns, Helga Jakobssonar, féllst hann á að mæta á Nesvöllinn og halda þar stutta sýningu. Þegar það spurðist dreif óðar að fjölda áhugasamra kylfinga á öllum aldri sem naut þess út í hörgul að sjá meistarann í návígi og njóta þess sem hann hafði fram að færa. Skeytti fólk því engu þótt veður væri heldur hráslagalegt, strekkingsgjóla
184
og rigning sem jókst með hverri mínútu sem kappinn dvaldist við iðju sína. Nicklaus naut greinilega stundarinnar og stóð sýning hans í röska klukkustund. Útskýrði hann fyrir áhorfendum högg sín og þrátt fyrir veðrið var hann ekki í neinum vandræðum með að láta boltann lenda nokkurn veginn á þeim punkti sem hann ætlaði sér. Ekki minnkaði hrifning áhorfenda þegar hann gekk að einni sandgryfjunni og sló upp úr henni hvert höggið af öðru sem öll voru hárnákvæm og nálægt pinnanum “þó að kennslus-
tundin væri ekki löng þá hafa margir lært meira þennan stutta tíma en á mörgum hringferðum á golfvellinum,” skrifaði Ágúst Ingi Jónsson í Morgunblaðið. Morgunblaðið 24. ágúst 1976.
ræddi sérstaklega að veðrið hefði ekki verið í samræmi við gestrisnina en eins og svo oft á golfmótum hérlendis blés hann hressilega og ringdi meðan á keppinni stóð.
Þegar Nicklaus var búinn að leika listir sínar á vellinum brá hann sér í golfskálann á Nesinu til að skipta um föt. Gaf hann sér jafnframt tíma til þess að gefa mörgum eiginhandaráritun og hlusta á stutt ávarp sem Páll Ásgeir Tryggvason forseti GSÍ flutti þar sem hann líkti komu kappans sem stórkostlegasta golfstraums sem borist hefði til Íslands. Nesmenn þökkuðu Nicklaus líka fyrir komuna með því að færa honum að gjöf silfurslegið drykkjarhorn í víkingastíl sem listamaðurinn Hreinn M. Jóhannsson hafði útbúið.
50 þúsund kylfingar í Svíþjóð
Skotarnir fengu peninga – Íslendingarnir bolta Sumarið eftir, 1977, voru líka góðir gestir á ferð þótt frægð þeirra væri ekki eins mikil og Nicklaus. Tíu skoskir atvinnumenn lögðu leið sína til landsins og kepptu í svokölluðu Pro-Am móti á Grafarholtsvellinum. Sumir þessara kylfinga voru í fremstu röð og þá sérstaklega einn þeirra, Jim Farmer að nafni, sem orðið hafði framarlega á miklum golfmótum um sumarið. Hann sannaði hæfni sína með því að setja nýtt vallarmet á Grafarholtsvellinum, lék 18 holur á 67 höggum. Í höggleiknum voru Skotarnir raunar í sérflokki en Björgvin Þorsteinsson kom þó í veg fyrir að þeir röðuðu sér í öll efstu sætin en hann varð í 6.-7. sæti. Og svona rétt til þess að sýna gestunum að Íslendingar kynnu sitthvað fyrir sér í íþróttinni fór Hannes Eyvindsson holu í höggi í keppninni. Auk höggleiksins var efnt til keppni þar sem einn Skoti lék í liði með tveimur Íslendingum og var leikinn “besti bolti”. Tvö holl urðu jöfn. Í öðru voru Jim Farmer, Bergur Guðnason og Helgi Hólm en í hinu þeir John Hamilton, Einar Long og Ásgeir Svavarsson. Koma skosku atvinnumannanna þótti viðburður og hressa upp á golflífið á Íslandi. Allir Skotarnir fengu vegleg peningaverðlaun og Farmer forláta mokkajakka að auki. Íslensku kylfingarnir urðu hins vegar að gera sér það að góðu að fá nokkra golfbolta í verðlaun. Þetta var í hnotskurn munurinn á atvinnumönnum og áhugamönnum. Að lokinni keppni var Skotunum haldið hóf í golfskála GR og kom þá fararstjóri þeirra verulega á óvart með því að mæla á íslensku. Þakkaði hann móttökurnar en
“Lennart Bunke sagði að í Svíþjóð væru 117 golfklúbbar starfandi og ættu þeir 116 golfvelli. Einn klúbbanna á enn engan völl. Kylfingar í Svíþjóð – eða félagar í sænska sambandinu eru liðlega 50 þúsund að tölu og þriðjungur þess fjölda, eða rúmlega 16.000, konur. Bæjarfélög í Svíþjóð reka 35 af golfvöllum Svíþjóðar. Sænska sambandið hefur fjóra fastráðna starfsmenn, þrjá auk Lennarts Bunke. Um íslenska kylfinga sagði Lennart Bunke að þeir væru margir efnilegir, en ættu að vonum eftir að öðlast meiri reynslu og fullkomnun með auknum samskiptum við kylfinga annarra landa.” (Norðurlandamót í golfi á Íslandi að ári? Lennart Bunke hefur kynnt sér aðstæður. Morgunblaðið 4. september 1973)
Golfið alls staðar í sókn “Það fer ekki á milli mála að golfíþróttin er alls staðar í sókn”, segir Konráð.”Nú eru á 17 hundrað manns í golfklúbbum og í þessu landsmóti taka nú m.a. þátt kylfingar frá Hellu og úr Borgarnesi, en kylfingar þaðan hafa ekki áður verið í Íslandsmótinu í golfi. Golfáhugi er að vakna fyrir alvöru á Ísafirði, Stykkishólmi, Sauðárkróki og á Austfjörðum svo einhverjir staðir séu nefndir. Fólk er farið að gefa golfinu meiri gaum en áður og hefur komist að raun um að íþróttin er ekki eins dýr og haldið hefur verið.” (Konráð Bjarnason ritari GSÍ segir frá undirbúningi Íslandsmótsins. Morgunblaðið 9. ágúst 1978)
Þau forgjafarlægstu Í upphafi golfvertíðarinnar 1973 voru eftirtalin með lægstu forgjöf á Íslandi:
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
185
KARLAR: Björgvin Hólm, GK 2 Einar Guðnason, GR 2 Þorbjörn Kjærbo, GS 2 Björgvin Þorsteinsson, GA 3 Loftur Ólafsson, NK 3 Óttar Yngvason, GR 3 Atli Aðalsteinsson, GV 4 Jón H. Guðlaugsson, GV 4 KONUR: Jakobína Guðlaugsdóttir, GV Hanna Aðalsteinsdóttir, GR Sigurbjörg Guðnadóttir, GV Ágústa Guðmundsdóttir, GV Elísabet Möller, GR Laufey Karlsdóttir, GR Ólöf Geirsdóttir, GR
13 14 15 17 17 17 17
(Kappleikjabók GSÍ 1973)
Hvað er þetta “rain cheque” Og svo er það þetta með rigninguna. Við golfáhugamenn höfum reynt í gegnum árin að samræma okkur að reglum og venjum sem golfmenn hafa bæði lesið um og kynnst erlendis, þótt aðstæður séu oft æði mismunandi. Höfum við sem farið höfum í golfferðir eða leikið erlendis komið á framfæri nýjungum og öðru sem við höfum kynnst og finnst mér ekkert athugavert við slíkt, nema síður sé. Eitt er það sem ég komst í kynni við, er það sem kallast “Rain cheque” er það ef maður (utanklúbbs maður eða útlendingur) borgar vallargjald á viðkomandi velli, lendir svo í því að hætta verði leik áður en 18 holum er lokið, vegna úrkomu þá fær maður miða upp á að leika megi 18 holur við tækifæri, án þess að greiða vallargjald aftur. Skrifaði ég GSÍ og benti þeim á hvort ekki væri rétt að taka upp þessa algildu “Gentlemanns agreement” venju hér þar sem útlendingar myndu líklegri til að gefast upp við þær aðstæður og veðurfar sem við innfæddir látum okkur hafa. ( Jóhann Eyjólfsson: Enn um Leppsambandið. Morgunblaðið 4. maí 1976.
186
Konurnar duglegar að baka Félagar í Golfklúbbnum eru nú um 420 talsins og fjölgar stöðugt. Ekki er óalgengt að allt upp í 150 manns sæki völl félagsins á góðviðrisdögum og er leikið á vellinum frá kl. 8 að morgni og fram undir miðnætti. Völlur klúbbsins er eini 18 holu völlurinn á landinu. Það kostar því mikla vinnu að halda slíkum velli vel við og eru alls 11 menn í föstu starfi hjá klúbbnum. Kostar þetta óhemju fé, jafnt því sem miklu fé hefur verið varið á undanförnum árum í þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað á vellinum. Félagar klúbbsins hafa unnið óhemju mikið og óeigingjart starf í sjálfboðavinnu, völlur klúbbsins og golfskálinn skapa án efa bestu aðstöðu til golfiðkana á landinu. Þá hafa eiginkonur manna í klúbbnum unnið geysimikið og gott starf og ófá eru þau hlaðborðin sem þær hafa útbúið í sambandi við kaffisölu ofl. (Gróskumikið félagsstarf í Golfklúbbi Reykjavíkur. Morgunblaðið 4. júlí 1978)
Ritarinn var snjall að pútta Konráð Bjarnason ritari Golfsambands Íslands hefur tvíegis tekið þátt í púttkeppni Golfklúbbs Ness og í bæði skiptin hefur ritarinn unnið sigur í keppninni. Á föstudaginn varð Konráð hlutskarpastur í fjölmennarri “púttkeppni” á Nesvellinum og lagði hvern andstæðinginn öðrum sterkari. (Morgunblaðið 12. júlí 1977)
Spassky sló kúlurnar út í myrkrið ... Í fyrrakvöld var hann, og allt hans lið hér, með í förinni út til Nessklúbbsins, en Spassky kom seinna en hann ætlaði sjálfur og var orðið dimmt. Eigi að síður gerðu hann og Larissa fyrstu tilraunir til að slá golfkúlu. Spassky sló tvær kúlur út í myrkur septembernæturinnar og Larissa
Ferðir íslenskra kylfinga til North-Berwick
Fyrstu skipulögðu golfferðirnar fyrir almenna kylfinga voru farnar á áttunda áratugnum. Árið 1973 var byrjað að fara ferðir á North Berwick svæðið , stutt frá Edinborg og lætur nærri að ferðirnar hafi verið árlegur viðburður í tvo áratugi. Upphafsmenn voru Birgir Þorgilsson og Sigurður Matthíasson og síðar tók Henning Bjarnason við stjórn ferðanna. Myndirnar á þessari síðu voru teknar á árunum 1973-79. Efst til vinstri sést ráshópur þeirra Svavar Haraldsson, Gylfi Garðarsson og Árni Brynjólfsson og óneitanlega virðist Gylfi smár miðað við risana tvo. Fyrir neðan þá má sjá Kristmann Magnússon sem flesti þessar ferðir á filmu. Efst er mynd af íslenskum kylfingum á Longriddy-vellinum og neðst má sjá konurnar, Sigurbjörg Guðnadóttir, Jakobína Sigurðardóttir, Inga Magnúsdóttir, Kristín Eide, Ólöf Geirsdóttir, Laufey Karlsdóttir, Lovísa Jónsdóttir og Hanna Aðalsteinsdóttir.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
187
við þessum tilmælum og felur stjórn GSÍ að annast allan undirbúning. Taka verður ákvörðun í þessu máli innan skamms eða fyrir 15. ágúst 1972.”Sama heimild. Golfsambandið lagði síðan inn umsókn um mótið og fylgdi Páll Ásgeir Tryggvason forseti sambandsins henni eftir á formannafundi sem haldinn var í Osló 11.- 13. ágúst. Niðurstaðan varð sú að Lennart Bunke framkvæmdastjóri sænska golfsambandsins sem jafnframt fór með Norðurlandasamstarfið kæmi til Íslands, tæki út hugsanlega keppnisvelli og mæti hvort þeir væru hæfir fyrir slíkt mót og að fengnu áliti hans yrði ákvörðun tekin.
Bunke mat aðstæðurnar Lennart Bunke gerði ferð sína til Íslands um mánaðamót ágúst - september 1973 og dvaldist hérlendis í nokkra daga. Eitt hans fyrsta verk var að spila Grafarholtsvöllinn með Páli Ásgeiri Tryggvasyni og voru þeir heppnir bæði með veður og aðstæður. Spilaði sá sænski völlinn á 76 höggum og lék á als oddi á eftir. Daginn eftir héldu þeir félagar á Hvaleyrarvöllinn í Hafnarfirði og léku hann en gerðu sér síðan ferð út á Seltjarnarnes þar sem Bunke skoðaði Nesvöllinn. Þá skoðaði hann einnig möguleika á móttöku gesta, husanlega gististaði keppenda og möguleika til hátíðarhalda en hefð var fyrir því að slá upp veislu í mótslok. Með allt þetta var hann hinn ánægðasti. Sagði að Grafarholtsvöllurinn væri sá eini sem kæmi til greina fyrir mótið enda var hann þá eini 18 holu völlurinn á landinu, en nauðsynlegt væri að lengja nokkrar brautir hans þannig að völlurinn yrði í það minnsta 5.500 metrar. Þá taldi hann einnig að laga þyrfti flatir og slá þær miklu sneggra en gert væri. Með fyrirheit um að þessu yrði örugglega kippt í lag fyrir mótið hélt hann svo til sinna heima en ekki leið á löngu uns endanlegt svar um mótið barst. Það átti að halda á Íslandi.
Haldið á EM í Portúgal Golfþingið á Akureyri sem áður er vitnað til samþykkti ekki aðeins að GSÍ sækti um að halda Norðurlandamótið 1974 heldur var þar einnig tekin ákvörðun um að senda sveit frá Íslandi til þátttöku í Evrópumóti landsliða áhugamanna sem fram átti að fara í Portúgla um mánaðamót júní- júlí 1973 og ennfremur að einn íslenskur unglingur yrði sendur á heimsmeistaramót unglinga og var þó um langa og dýra ferð að ræða þar sem mótið fór fram í Kaliforníu. Síðan ákvað stjórn GSÍ að bæta um
188
betur og senda fullmannaða sveit á Evrópumót unglinga sem fram fór í Silkeborg í Danmörku í júlí 1973. Það var því sannarlega mikið um að vera í erlendum samskiptum og þótti sumum nóg um. Að vísu var það svo að þeir sem völdust til ferðanna þurftu að greiða stærsta hluta ferðakostnaðarins sjálfir en GSÍ veitti styrki og kostaði fararstjórn og þjálfara en eins og áður gegndi Þorvaldur Ásgeirsson því verkefni. Lögðu landsliðsmennirnir mikið á sig við fjáröflun, fóru í þeim efnum ýmsar leiðir og nutu stuðnings félaga sinna í viðkomandi golfklúbbum. Vissulega heyrðust þær raddir að nær væri fyrir GSÍ að sinna heimaverkefnum sem alltaf voru ærin en að vera styrkja lið sem ekkert gætu út og suður. Já, eða þá að lækka skattgjald á klúbbana þar sem þeir ættu allir í fjárhagsörðugleikum. Þá var á það bent að stuðningur GSÍ við þá sem fóru á Evrópumótin væri ekki nema 5 þúsund krónur á mann en t.d. kostaði farseðillinn fyrir þá sem fóru til Portúgals 44 þúsund krónur og við þessar upplýsingar hljóðnaði gagnrýnin. Margir innan golfhreyfingarinnar voru líka þeirrar skoðunar að sjálfsagt væri að þeim bestu gæfist kostur á keppni erlendis. Þannig kæmi fram hver staða íslenskra kylfinga væri í raun og veru og þeir öðluðust reynslu. Það væri í raun undirstaða framfara í íþróttinni. Strax og aðstæður leyfðu vorið 1973 hófust æfingar beggja landsliðanna. Valdir voru 17 kylfingar í æfingahóp fyrir mótið í Portúgal og 15 til æfinga fyrir unglingamótið og var jafnan æft einu sinni í viku og þá fimm klukkustundir í senn. Allir bestu kylfingar landsins komu við sögu en óneitanlega vakti athygli að í æfingahópi hinna fullorðnu voru hvorki fleiri né færri en sex Vestmannaeyingar. Áhugi var mikill en eins og jafnan áður hamlaði aðstaðan. Um veturinn fóru fram viðræður milli Golfsambandsins og Reykjavíkurborgar um möguleika þess að komið yrði upp æfingasvæði fyrir kylfinga, “driving range” á Laugarnestanganum sem var sá blettur sem helst hélst auður á Reykjavíkursvæðinu. Kom fram velvilji hjá borgaryfirvöldum en þegar menn settust yfir kostnaðarútreikninga var útkoman þannig að ekki þótti í þetta stórverkefni leggjandi.
Ekki tókst að troða sér í B Svo kom að alvörunni. Að morgni 28. júní var íslenska landsliði mætt til mótsins í Penima í Portúgal ásamt landsliðum 17 annarra Evrópuþjóða. Íslenska liðið var
Fyrstir til að hljóta gullmerki GSÍ
Árið 1972, þegar Golfsambandið minntist þrjátíu ára afmælis voru í fyrsta sinn veitt heiðursmerki til þeirra sem starfað hafa íþróttinni til heilla. Sjö menn fengu gullmerki sambandsins og myndin að ofan er tekin við það tilefni. Frá vinstri: Sveinn Snorrason, Gunnar Schram, Helgi Eiríksson, Halldór Hansen, Helgi Hermann Eiríksson og Valtýr Albertsson Á myndina vantar Lárus Ársælsson. Myndasafn GSÍ.
eina, en bæði fengu þau tilsögn í leiknum frá 1. sendiráðsritara Sovétríkjanna hér, Vladimir Bubnov sem er góður kylfingur og félagi í Nesklúbbnum sl. 3 ár og einnig ráðlegginar frá Pétri Björnssyni formanni Golfklúbbs Ness. ... Pétur kvaðst hafa það eftir Vladimir Bubnov sendiráðsmanni að bráðlega yrði komið upp golfvelli í Sovétríkjunum og Spassky og fleiri rússneskir gestir, sem hingað hefðu komið, myndu eiga þátt í því ásamt Bubnov. Pétur sagði að þegar og ef svo yrði, væri sjálfsagt að kom á gagnkvæmum heimsóknum milli klúbbanna. ( Spassky og frú reyndu golf. Heimsóttu Golfklúbb Ness þar sem þau eru nú á heiðursgestalista. Morgunblaðið 7. september 1972.)
Yfirstéttaríþrótt í Luxemburg - Þú varst búinn að vera kennari í Luxemburg. Var svipað að kenna þar og hér?
-Já, ég var þar í sex mánuði en það var nokkuð ólíkt. Þeir eru svo innilokaðir þar og erfitt að kynnast þeim, nema Ameríkönum, sem komu talsvert. En beztu viðskiptavinirnir voru þó íslenzku flugmennirnir. Annars virðist þetta vera yfirstéttarklúbbur þarna í Luxemburg. Þar voru fínir karlar með frumstætt golf. Þeir vildu ekki að ég færi að breyta miklu, aðeins að ég reyndi að gera gott úr því sem fyrir var. Unga fólkið var yfirleitt synir eða dætur einhverra fínna manna. Sá bezti var með 3 í forgjöf og nokkrir góðir golfleikarar voru þar. En ég verð að segja að standardinn er hærri hér. Ég hef rekizt á nokkuð marga hér með ágæta sveiflu; þeir eru “good strikers” eins og við segjum á ensku, hitta boltann vel, en skora kannski ekki að sama skapi vel. Það er eins og þeir leggi svo miklu minni áherzlu á smáspilið. Gott dæmi er einn af landsliðsmönnunum ykkar, ungur piltur með ágæta sveiflu og löngu höggin þar eftir góð. En innáskot hafði hann varla hugmynd um, hvernig hann ætti að útfæra. (Tekur Tony Jacklin sér til fyrirmyndar. Viðtal við Tony Bacon golfkennara. Morgunblaðið 21. júní 1975)
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
189
Helgi Hermann Eiríksson látinn 10. október 1974 lést Helgi Hermann Eiríksson fyrsti forseti Golfsambands Íslands. Helgi var fæddur 3. maí 1890 að Efri-Tungu í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1911 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1913. Hann stundaði síðan háskólanám í Kaupmannahöfn og í Glasgow og lauk námi sem námuverkfræðingur og rafmagnsverkfræðingur árið 1920. Hann starfaði síðan að rannsóknum á nýtingu íslenskra jarðefna m.a. við silfurbergsnámurnar að Helgustöðum en gerðist skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík árið 1923 og gegndi því til ársins 1953 er hann varð bankastjóri hins nýstofnaða Iðnaðarbanka Íslands en því starfi gegndi hann til dauðadags. Helgi H. Eiríksson var um tíma í bæjarstjórn Reykjavíkur, var erftirlitsmaður með byggingu Hitaveitu Reykjavíkur og átti sæti í æskulýðsráði og fræðsluráði Reykjavíkur. Hann starfaði mikið að félagsmálum og var m.a. formaður Iðnráðs Reykjavíkur og Landssambands iðnaðarmanna og var um tíma stjórnarformaður Sparisjóðs Reykjavíkur. Auk þess tók hann virkan þátt í starfi Oddfellowreglunnar. Helgi kynntist golfíþróttinni á námsárum sínum í Skotlandi, náði fljótt góðum tökum á íþróttinni og var um árabil í fremstu röð kylfinga á Íslandi. Hann var um tíma formaður Golklúbbs Reykjavíkur og þegar GSÍ var stofnað var hann kosinn forseti sambandsins og gegndi því embætti í nærfellt áratug. Á efri árum gerist hann forystumaður eldri kylfinga og vann mikið starf í þeirra þágu. Eiginkona Helga H. Eiríkssonar var Jóhanna Sigþrúður Pétursdóttir. Hún lést árið 1958.
Ekki fugl heldur flugvél! En þessi völlur bætti þó sannarlega úr brýnni þörf og bjargaði því að golfiðkan legðist ekki af um langa hríð. Reyndar er mér 6. brautin minnisstæð. Hún lá samhliða og fast við flugbrautina. Þar mátti ekki aðeins fá “fálka” á góðum degi, eins og það heitir nú orðið. Með góðu slæsi
190
mátti hreinlega fá flugvél í höggi. Engum tókst það þó, svo vitað sé, enda slæsið löngum verið feimnismál þeim sem við það búa. En alla dreymdi um að komast aftur í Dalinn og þar kom að endurbygging gamla vallarins hófst.” (Georg Tryggvason um Sæfellsvöllinn í Vestmannaeyjum. Afmælisblað GV 1986. Sigurgeir Jónsson: Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja.)
Dyr standa opnar “Sjálfsagt verður þess því ekki langt að bíða, að kylfingar úr “landi” geti aftur farið að heimsækja Herjólfsdalinn og hinn skemmtilega völl þar, og þá mun standa þeim opið nýtt og glæsilegt klúbbhús. Munu þeim áreiðanlega standa allar dyr opnar þar eins og venjulega, þegar Vestmannaeyjar eru sóttar heim – hvort sem er af kylfingum eða öðrum.” ( Sagt frá framkvæmdum í Vestmannaeyjum. Kappleikjabók GSÍ 1974)
Lögfræðileg hrekkjabrögð Ýmis golfsambönd nágrannalandanna hafa farið í kringum áhugamannareglurnar í golfi með ýmsum lögfræðilegum hrekkjabrögðum, t.d. með því að nýta sem best þá reglu, að ýmsan kostnað megi fá greiddan með því skilyrði, að öll umsýsla sé á vegum viðkomandi golfsambands. Með þessu móti hefur verið hægt að fara í kringum bókstafinn og teygja þannig á áhugamannareglum, sem eru með strangasta móti í golfinu. Þetta er auðvitað gert af brýnni nauðsyn en ekki annarlegum hvötum eða rangsleitni. Ég held, að ekki verði hjá því komist að endurskoða hið bráðasta gildandi reglur og hafa það að leiðarljósi að framrás íþróttarinnar verði ekki stöðvuð. (Einar Guðnason: Af golfvellinum. Alþýðublaðið 13. október 1973)
Gengu allt að 200 kílómetra Í þessari ferð tóku þátt um 140 manns á aldrinum 11
Íslenskur hópur á ferð í North Berwick. Myndin er tekin úr ferðinni árið 1973, en þá fór hópurinn fór í kynnisferð í viskíverksmiðju. Ljósmynd: Kristmann Magnússon
til 73 ára. Eins og áður dvaldi hópurinn í litlu þorpi rétt hjá Edinborg, sem heitir North Berwick, en þar í næsta nágrenni eru margir stórkostlegir golfvellir, sem Íslendingarnir sóttu fast þá daga sem þeir dvöldu þarna.
200 km. Vísir 18. maí 1974)
Stærðfræðingur einn í hópnum reiknaði það út, að þeir sem duglegastir voru að leika, hafi gengið um 200 kílómetra þá daga sem sem ferðin stóð yfir, en flestir hafi rölt um 75 til 100 km á eftir boltanum þessa daga.
Páll Ásgeir tryggvason forseti Golfsambands Íslands rakar saman verðlaunum í golfinu þessa dagana. Stutt er síðan að hann var í mikilli golfsveit á Ítalíu sem sigraði þar í Pro/Am keppni á vegum Fiat og um helgina krækti hann sér í góð verðlaun í Smirnoff-keppninni hjá Golfklúbbi Suðurnesja.
Mikið var um að vera að loknum hverjum golfdegi þegar hópurinn kom saman á hótelinu. Sagðar voru sögur af “superhöggum” og afsakanir gefnar í löngum bunum á höggum sem mistókust en þau voru ansi mörg hjá sumum ef marka má handapatið og orðaforðann sem því fylgdi. (klp. Sagt frá golfferð til Skotlands. Þeir hörðustu gengu
Margverðlaunaður forseti
Að vísu fékk hann þar góða aðstoð hjá eiginkonu sinni, Björgu Ásgeirsdóttur, því þetta var í hjóna- og parakeppni. Léku þau 18 holurnar á 70 höggum nettó. Næst á eftir kom Þorbjörn Kjærbo og kona hans Guðný
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
191
á 84 höggum, eða einu höggi betra en þau Ólafur Bjarki Ragnarsson og Agnes kona hans.
þegar maður er kominn á eftirlaun.!
(Páll rakar saman verðlaunum. Vísir 3. október 1978)
(Páll Ásgeir Tryggvason í viðtali. Golf á Íslandi – afmælisblað 1.tbl. 3. árg)
Fyrstu heiðursmerki GSÍ
Gullbjörninn ávarpaði veðurguðina
Á árinu 1972 minntist Golfsamband Íslands 30 ára afmælis síns með veglegu hófi sem haldið var á Hótel Sögu 5. ágúst og var hófið jafnframt lokahóf Íslandsmótsins. Þar fór fram fyrsta heiðursmerkjaveiting GSÍ og voru sjö menn sæmdir gullmerki sambandsins og 17 silfurmerki. Þeir sem hlutu gullmerki voru: Gunnar Schram Halldór Hansen, Helgi H. Eiríksson Helgi Eiríksson, Lárus Ársælsson, Sveinn Snorrason, Valtýr Albertsson, Silfurmerki GSÍ hlutu: Anna Kristjánsdóttir, Ásgrímur Ragnarsson, Guðlaugur Guðjónsson, Helgi Skúlason, Hermann Magnússon, Jóhann Eyjólfsson, Jón Torlacius, Jónas Aðalsteinsson, Ólafur Loftsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Ólafur Ágúst Ólafsson, Pétur Björnsson, Sigurjón Hallbjörnsson Svan Friðgeirsson, Sverrir Einarsson, Þorvaldur Ásgeirsson, Þorsteinn Þorvaldsson.
Lengi hægt að spila golf Eins og fram kom áður leikur Páll Ásgeir golf á hverjum degi á sumrin og alltaf að vetrarlagi þegar veður leyfir. Er ekki golfið með heilsusamlegustu íþróttum sem fólk getur stundað í dag? “Það tel ég alveg tvímælalaust. Það er hægt að spila golf frá því maður er smákrakki og alla leið að grafarbakkanum. Sama gildir um sund og ef til vill skíðamennsku en ég held að golfið sé alveg í sérflokki. Og það kemur sér afar vel fyrir mig og mína konu að geta spilað golf daglega
192
“Farðu nú ekki að byrja á þessu,” sagði bandaríski golfsnillingurinn Jack Niklaus þegar hann var að hefja sýningu sína á Nesvellinum í gær. Sá sem Nicklaus var að tala við var enginn annar en veðurguðinn en stuttu eftir að sýning Nicklaus hófst opnuðust flóðgáttir himinsins og vatnið streymdi yfir rangláta sem réttláta. En þeir fjölmörgu áhorfendur sem létu rigninguna ekki á sig fá fóru enga fýluferð út á Nesvöll. Gullbjörninn fór á kostum miklum og virtist sjálfur hafa gaman af því sem hann var að gera...” (“Björninn” sló í gegn. Vísir 23. ágúst 1976)
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
193
Verðlaunahafar á Íslandsmótinu í höggleik árið 1989. Mótið var haldið á Hólmsvelli í Leiru. Nýr Íslandsmeistari var krýndur í kvennaflokki, Í annarri röð eru helstu keppinautar hennar, Steinunn Sæmundsdóttir og Ásgerður Sverrisdóttir.. Úlfar Jónsson varð meistari karla, en GR-ingarnir Ragnar Ólafsson og Sigurður Pétursson urðu í hinum verðlaunasætunum.
194
1980-89
Íslandi komið á kortið Á árinu 1979 urðu forsetaskipti hjá Golfsambandinu. Þau voru óhjákvæmileg þar sem Páll Ásgeir Tryggvason var skipaður sendiherra Íslands í Noregi, Póllandi og Tékkóslóvakíu og því fylgdi að hann þurfti að flytja búferlum til útlanda. Varaforseti var Ólafur Tómasson og hann tók við forsetaembættinu og gegndi því fram að næsta golfþingi. Samstaða var um að fara þess á leit við Konráð Bjarnason að verða forseti en hann hafði þá um árabil gegnt ritarastarfi í stjórninni og verið potturinn og pannan í mörgum verkefnum stjórnarinnar. Má þar nefna að hann var fyrirliði íslenska karlalandsliðsin 1972 og liðsstjóri unglingalandsliðsins frá árinu 1973.
að hjálpa til við mótaskipulagningu og mótahald. Hann þótti röskur og skeleggur og það kom eiginlega af sjálfu sér að hann var fenginn til þess að fara norður á Akureyri sumarið 1971 og vera þar mótsstjóri á Íslandsmótinu. Þar var verk að vinna. Verið var að taka Jaðarsvöllinn í notkun og fylgdu því eðlilega ýmis ófyrirséð vandamál. Meðan Konráð var að stússast úti á velli sátu fyrirmenn í hreyfingunni í fundarsal á KEA og háðu þar sitt golfþing. Þegar kom að stjórnarkjöri var stungið upp á mótsstjóranum í stjórnina og ekki haft fyrir því að spyrja hann hvort hann gæfi kost á sér. Honum var bara tilkynnt það við tækifæri að hann væri kominn í stjórn Golfssambands Íslands.
Konráð var ekki nema liðlega tvítugur þegar hann kynntist golfíþróttinni. Félagi hans og samstarfsmaður á þeim tíma var Jón Thorlacius sem var í senn áhugasamur um félagsmál hreyfingarinnar og góður kylfingur og notaði flest tækifæri sem gáfust til þess að bregða sér út á golfvöll. Konráð gerði góðlátlegt grín að golfáhuga Jóns og hafði á orði að það væri ekki sæmandi fullorðnum mönnum að þenja sig um víðan völl á eftir einhverri lítilli, hvítri kúlu. Þetta endaði þó með því að Jón fékk Konráð til þess að koma með sér út á völl, kenndi honum að halda á kylfu og slá. Þar með varð ekki aftur snúið. Eins og svo margir aðrir heillaðist Konráð strax af íþróttinni, ánetjaðist eins og sumir kalla það.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar skipti hún svo með sér verkum. Ragnar Magnússon varð varaforseti og Konráð var skipaður ritari. Því embætti gegndi hans svo allar götur til þess tíma að hann var kjörinn forseti.
Og þar sem Konráð var félagslega sinnaður leið ekki á löngu uns farið var að kalla hann til verka. Hann gerðist félagi í GR og í Nesklúbbnum þar sem hann fór fljótlega
Á golfþingi 1982 var ákveðið að gera þá breytingu á stjórnkerfi Golfsambandsins að hætt yrði að halda golfþing árlega svo sem verið hafði frá stofnun sambandsins. Skyldi golfþing eftirleiðis vera haldið annað hvert ár en það ár sem það var ekki var boðað til fundar með formönnum allra golfklúbba á landinu og stjórn GSÍ. Hafði umræddur fundur vald til ákvarðana utan þess að lagabreytingar þurfti að gera á golfþingi. Með breytingunni var einnig ákveðið að forseti GSÍ skyldi kjörinn til tveggja ára í senn en aðrir stjórnarmenn til fjögurra ára og skyldu þrír ganga úr stjórninni á hverju reglulegu golfþingi.Golfþing 13.-14. febrúar 1982. Skýrsla stjór-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
195
nar Golfsambands Íslands. Sú breyting var síðan gerð á golfþinginu 1984 að stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára í senn. Umfang starfsemi Golfsambands Íslands jókst jafnt og þétt. Stjórnin hélt fundi venjulega tvisvar í mánuði og bagaði það verulega að hafa ekki samastað. Fundirnir voru haldnir á mismunandi stöðum en þó oftast á skrifstofu forseta en um tíma fékk sambandið oft lánaða fundaraðstöðu hjá Íþróttasambandi Ísland í Laugardal. Þangað voru sérsamböndin að flytja starfsemi sína eitt af öðru og bauðst Golfsambandinu að fá þar allstórt herbergi til leigu. Eftir athugun var það talið ofviða fjárhags þess að taka boðinu. Margskonar gögn og plögg fylgdu starfseminni og var vandamál að varðveita þau svo sem vert þótti. Þá háði það einnig störfum nefnda sambandsins að hafa engan samastað fyrir starfsemi sína og þurftu þeir sem þar stöfuðu að hafa sama háttin á og aðalstjórnin. Formaður nefndarinnar boðaði menn til funda á heimili sínu eða aðstöðu sem hann hafði yfir að ráða og stundum var gripið til þess ráðs að hittast á veitingahúsum þar sem menn voru litnir hornauga sætu þeir lengi eða breiddu mikið úr pappírum. Ráðinn framkvæmdastjóri Hin daglegu störf mæddu mest á forsetanum. Til hans leituðu klúbbar sem þurftu einhverja fyrirgreiðslu og ekki fór hjá því að starf hans varð æ tímafrekara. Öllum var ljóst að svona gengi þetta ekki til lengdar og þegar upp úr 1980 var farið að hugleiða möguleika á því að leigja húsnæði og ráða starfsmann í hlutastarf. Af því varð þó ekki fyrr en á árinu 1985. Á golfþingi sem haldið var á Akureyri í febrúar kom málið til umræðu og voru þingfulltrúar einhuga um að styðja stjórnina í því að ráða starfsmann. Fjárhagur sambandsins var orðinn bærilegur og einnig var talið mögulegt að starfsmaðurinn gæti unnið að fjáröflun fyrir sambandið og aflað tekna sem næmu í það minnsta hluta launa sinna. Voru forseti, ritari og einn stjórnarmanna GSÍ skipaðir í nefnd til þess að vinna að málinu. Í framhaldi af því var auglýst eftir framkvæmdastjóra og bárust þrjár umsóknir. Varð nefndin sammála um að mæla með því að Frímann Gunnlaugsson yrði ráðinn í starfið en þar var sannarlega ekki um neinn nýgræðing að ræða heldur mann sem starfað hafði mikið fyrir golfhreyfinguna, verið formaður Golfklúbbs Akureyrar og gegnt formennsku í veigamikilli nefnd á vegum GSÍ, auk þess sem hann gjörþekkti innviði íþróttahreyfin-
196
garinnar. Gerður var starfssamningur við Frímann frá 10. apríl til 10. október 1985 og síðan átti að sjá til með framhaldið. Starfslýsingin var í tólf liðum og tók til margra verkefna. Var m.a. gert ráð fyrir því að á umræddum tíma heimsækti Frímann sem allra flesta golfklúbba á landinu. Þegar Frímann tók til starfa hafði GSÍ yfirráð yfir skrifstofuherbergi í Húsi verslunarinnar í Reykjavík en sambandinu stóð aftur til boða aðstaða í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og var ákveðið að taka þar 23 fermetra skrifstofuherbergi á leigu. Þangað flutti GSÍ svo um mánaðamót október-nóvember 1985 og breyttist aðstaðan verulega til bóta þar sem húsrýmið var mun rýmra og fullnægjandi fyrir sambandið að því leyti að þar var einnig aðstaða fyrir stjórnar- og nefndafundi. Með ráðningu framkvæmdastjóra varð stökkbreyting á þjónustu GSÍ við aðildarklúbbana. Margir minni klúbbarnir úti á landi þurftu á töluverðri þjónustu að halda og þurftu að fá upplýsingar um eitt og annað er laut að rekstri vallanna, mótahaldi og reglum svo eitthvað sé nefnt. Var það fljótlega eitt af aðlaverkefnum Frímanns að veita þessa þjónustu og strax fyrsta sumarið sem hann var í starfinu fór hann vítt og breitt um landið, heimsótti klúbba og lagði starfi þeirra lið. Kom þá í góðar þarfir þekking hans á mörgum sviðum golfíþróttarinnar. Alla tíð sem Frímann gegndi framkvæmdastjórastarfinu var slík þjónusta veigamikill þáttur í starfi hans. Mikil fjölgun klúbba og valla Klúbbum og völlum fjölgaði jafnt og þétt auk þess sem stöðugt var unnið að endurbótum á eldri völlum. Ekki veitti af þar sem nánast var sprenging í iðkun golfíþróttarinnar alls staðar á landinu. Og æ fleiri stunduðu golf með keppni í huga og var þeirri þörf svarað með svo miklum fjölda móta að sumum þótti nóg um. Aðsókn að opnum mótum var stundum svo mikil að naumast var að allir þeir sem vildu kæmust að og hið sama mátti segja um landsmótin. Þegar slíkt stórmót var haldið háði það í upphafi áratugarins að aðeins einn 18 holu völlur var í landinu, Grafarholtsvöllurinn. Mótið var því oft háð á 9 holu völlum sem þrengdi enn aðgengi að mótinu. Árið 1979 fór Íslandsmótið t.d. fram á Akureyri, Ólafsfirði og Húsavík og að því loknu var eftirfarandi bókað í fundargerð GSÍ: “Rætt um landsmót sem var að ljúka á Norðurlandi. Var öllum fundarmönnum ljóst að í framtíðinni væri útilokað að halda landsmótið á þremur
Stjórn GSÍ ásamt nýjum framkvæmdastjóra. Aftari röð frá vinstri: Frímann Gunnlaugsson framkvæmdastjóri, NN, NN, Guðmundur Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Kristín Pálsdóttir, Konráð Bjarnason og Gísli Sigurðsson. Ljósmyndari óþekktur/Ljósmyndasafn GSÍ
9 holu völlum og verður því að móta nýtt fyrirkomulag á næsta golfþingi.”Fundargerðarbók GSÍ 11. ágúst 1979.
ferðar en mundi fara fús. Fundargerðabók GSÍ. 317. fundur, mars 1984.
Nánast undantekningalaust var leitað ráða hjá Golfsambandinu þegar verið var að stofna klúbba og skipuleggja nýja velli. Stundum lá mikið á svo sem sjá má af eftirfarandi bókun:
Framhald mála varð að Svan útvegaði sér loftmynd af svæðinu og hafði síðan samband við Vopnfirðinga. Þá voru þeir þegar búnir að ákveða hvar völlurinn ætti að vera en þáðu með þökkum að hann kæmi austur og veitti þeim ráð. Tæpu ári síðar lá bréf á borðinu hjá GSÍ. Umsókn um inngöngu í GSÍ frá golfklúbbnum á Vopnafirði. Fundargerðabók GSÍ 10. janúar 1985.
Vopnafjörður skýrði forseta frá því í síma í dag að þeir hefðu hug á að verða sér úti um 1 stk. golfvöll. Eiga þeir kost á tveimur löndum og nú vantar einhvern “specialista” til að hjálpa þeim. Hvað er til ráða. Georg (Tryggvason) telur rétt að þeir peningar á fjárhagsáæltun sem ætlaðir eru til útbreiðslustarfsins verði notaðir t.d. til að senda mann austur. Georg stingur upp á Svan. (Friðgeirssyni) Svan tekur fram að hann vilji ekki þiggja fé til þessarar
Og sem dæmi um hversu mikið var um að vera kom það fyrir að fjallað var um fimm nýja velli og klúbba á einum og sama stjórnarfundinum hjá GSÍ.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
197
Fjárhagurinn batnaði verulega Kringum 1980 fór að verða töluverð breyting á fjárhag Golfsambandsins. Aðaltekjustofnarnir voru sem áður tveir: Annars vegar ákveðið skattgjald sem klúbbarnir greiddu fyrir hvern félaga til sambandsins og hins vegar hluti þeirra þátttökugjalda sem komu inn fyrir mót og var þar aðallega um að ræða landsmótin og opin mót sem klúbbarnir héldu. Styrkur frá Íþróttasambandi Íslands var einnig veigamikill tekjupóstur en á þessum árum fór máttur ÍSÍ vaxandi og styrkir til sérsambandanna hækkuðu ár frá ári. Raunar voru Golfsambandsmenn ekki alltaf ánægðir með hlut sinn hjá ÍSÍ. Ástæðan var sú að kennslustyrkjum ÍSÍ var úthlutað eftir fjölda iðkenda í einstökum íþróttagreinum og hætti mörgum til þess að oftelja iðkendafjölda í skýrslum sínum. Skráningarfyrirkomulagið í golfíþróttinni og skattgjald klúbbanna til GSÍ gerði það hins vegar að verkum að félagar voru síður en svo oftaldir. Hjá ÍSÍ var einnig kominn til sérstakur sjóður “Afreksmannasjóður” en verkefni hans var að styrkja afreksstefnu sérsambandanna. Fékk GSÍ nokkrum sinnum úthlutað úr sjóðnum og var sú úthlutun jafnan eyrnamerkt ákveðnum verkefnum eins og t.d. að senda bestu kylfingana á stórmót erlendis. Golfsambandið hafði líka úti öll spjót til þess að afla styrkja sérstaklega til utanfara. Þegar að því kom að senda keppnisfólk í utanlandsferðir var leitað til þeirra bæjarfélaga sem áttu þátttakendur í fyrirhugðum ferðum og komst smátt og smátt á sú hefð að þau styrktu ferðina í hlutfalli við fjölda þátttakenda úr bæjarfélögunum. Þegar keppendur voru sendir á Norðurlandamót fékkst jafnan fjárveiting frá norræna menningarmálasjóðnum og var hún stundum rausnarleg. Þá leitaði Golfsambandið einnig til fyrirtækja en þurfti að fara varlega þar sem slík fjáröflun mátti ekki skarast við fjáröflun klúbbanna. Af bókum GSÍ má ráða að undirtektir voru ærið misjafnar. Mörg þeirra fyrirtækja sem leitað var til töldu styrkveitingu til GSÍ vera af og frá, önnur studdu sambandið án mikilla eftirgangsmuna og nokkur meira að segja myndarlega. Dæmi um slíkt má nefna bókun á stjórnarfundi GSÍ veturinn 1979: “Lagt fram bréf frá Ísal, svohljóðandi: Hjálagt sendum við yður ávísun að upphæð kr. 75.000 sem styrk vegna þátttöku í Evrópumótunum í golfi.”Fundargerðarbók GSÍ 27. mars 1979.
198
Ýmsar aðrar fjárölfunarleiðir voru reyndar með misjöfnum árangri. Þar má nefna að snemma árs 1983 bauðst sambandinu til kaups eða leigu tæki eitt sem þótti líklegt til þess að geta aflað því peninga. Um var að ræða einskonar spilakassa. Þar sem “risiko” var talið lítið sem ekkert við kaup á tækinu Fundargerðarbók GSÍ 24. janúar 1983. var ákveðið að ráðast í þau og nokkrum vikum síðar var upplýst að tækið væri komið til landsins. “Georg skýrði frá því að “milljóna”- leiktækið fræga væri komið til landsins. Sagðist hann hafa farið fram á það við Hafskip að þeir gæfu eftir flutningskostnaðinn. Svar er væntanlegt á morgun. Ennfremur skýrði Georg frá því að tækið yrði nokkuð ódýrara en upphaflega horfði.”Fundagerðarbók GSÍ 21. febrúar 1983. Tækið var síðan sett upp og skilaði GSÍ nokkrum hagnaði um skeið en þar kom að fleiri aðilar keyptu svipuð tæki, samkeppni hófst og þá þótti vænlegast fyrir GSÍ að hætta rekstri og selja sinn “kassa” eins og tækið var oftast kallað. Það sem olli GSÍ oft verulegum erfiðleikum var hversu skattgjöldin frá klúbbunum skiluðu sér seint og illa. Komu þau mál oft til umræðu bæði á stjórnarfundum og golfþingum án þess að viðunandi lausn fengist. Ástæðan var fyrst og fremst sú að klúbbarnir áttu við sömu erfiðleikana að etja. Þótt árgjöld ætti að greiða fyrir ákveðinn tíma voru vanhöld á því og þótti það hreint neyðarúrræði að vísa fólki úr klúbbunum vegna vanskila. Auðveldara átti að vera að innheimta mótagjöldin en einnig þar var oft misbrestur á skilum. Reyndar voru menn ekki sammála um réttmæti og fyrirkomulagi þessara gjalda. Gjaldkerinn sagði af sér Gjöld vegna mótanna urðu ástæða ágreinings í stjórn GSÍ en nær undantekningalaust hafði allt frá upphafi verið samstaða um afgreiðslu mála í stjórninni. Ástæða ágreiningsins var sú að fyrir ársþing GSÍ sem haldið var í Borgarnesi í febrúar 1984 hafði Georg Tryggvason gjaldkeri sambandsins unnið ítarlega og nákvæma fjárhagsáætlun, byggða á þeim forsendum sem fyrir lágu. Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða á þinginu en undir lok þess var síðan fjallað um skatttekjur GSÍ af mótum og samþykkt á þeim töluverð breyting. Varð það til þess að á næsta stjórnarfundi tók Georg málið upp og lýsti yfir að hann hyggðist segja af sér sem gjaldkeri vegna óánægju sinnar með afgreiðslu kappleikjaskattsins. Síðan segir í fundargerð:
“Heilmikið karp hófst fram og aftur með mismunandi túlkun fundarmanna á málum eins og t.d. tilgangi formannafunda, kappleikjaskatt o.fl. Fundarmenn blésu fram og til baka, en forseti tók fyrir karpið og sagði eins og satt er, að þinginu væri lokið og nú yrði bara að taka á málunum og þau leyst.”Fundargerðabók GSÍ 29. febrúar 1984. Í framhaldi þessa lagði Georg Tryggvason fram bókun, þá fyrstu sem er að finna í fundargerðum Golfsambandsins, þar sem hann sagði m.a. að í þinglok golfþingsins hefði verið samþykkt tillaga tveggja þingfulltrúa um kappleikjaskatt til GSÍ sem raskaði í veigamiklum atriðum þeirri fjárhagsáæltun sem búið hefði verið að samþykkja á þinginu. Tillagan myndi ef að líkum léti draga verulega úr framlögum stærstu klúbbanna til GSÍ en þeir hefðu staðið undir 70-80% kappleikjaskattanna undanfarin ár. Breytingin bætti ekki stöðu minni klúbbanna og sú stefnubreyting sem þarna hefði verið ákveðin væri að sínum dómi röng og óréttlát. “Með því að ég treysti mér ekki lengur til að stýra fjármálum GSÍ í samræmi við samþykkta fjárhagsáæltun og samviska mín býður mér að vera í andstöðu við áðurnefnda stefnubreytingu óska ég eftir að láta af gjaldkerastarfi GSÍ en taka þess í stað að mér önnur verkefni sem stjónrin kann að óska eftir.”Fundargerðarbók GSÍ 29. febrúar 1984. Tveir stjórnarmanna, Svan Friðgeirsson og Guðmundur S. Guðmundsson, óskuðu eftir að mótmæla þeim forsendum sem Georg lét uppi sem ástæðu fyrir því að hann tæki ekki lengur að sér gjaldkerastöðuna. Fundargerðabók GSÍ 29. febrúar 1984. Niðurstaðan varð sú að Guðmundur tók við gjaldkerastarfinu en Georg varð ritari fram til ársþingsins 1986 en þá gaf hann ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Ekki eytt um efni fram Fjármálapólitík GSÍ var annars einföld. Henni lýsti Konráð R. Bjarnason í viðtali í 50 ára afmælisriti GSÍ á eftirfarandi hátt: “Fjárhagsstaðan hefur yfirleitt alltaf verið góð hjá GSÍ, einfaldlega vegna þess að það hefur verið stefna þeirra sem þar hafa stjórnað frá upphafi að eyða ekki meiru en komið hefur í kassann. Fjármálastríðið hefur því ekki tekið allt of mikinn tíma frá mönnum. Þetta hefur reynst
heillavænleg leið, því samband eins og Golfsambandið getur ekki og má ekki eyða kröftum sínum í það að vera að borga fjármagskostnað og skuldir.”Golf á Íslandi 1. tbl. 3. árg. 1992. Afkoma GSÍ var nokkuð misjöfn frá einu ári til annars. Árið 1987 var hún svo góð að menn fylltust bjartsýni og voru ekki alveg vissir um hvernig bregðast ætti við hagnaðinum. “Mikið var rætt um hvernig honum yrði best ráðstafað. Ýmsar tillögur komu þar fram sem rétt þykir að hugleiða og vinna nánar úr.”Fundargerðarbók GSÍ 20. maí 1987. Aldeilis annað var uppi á teningnum árið eftir. Þá varð í fyrsta sinn í langan tíma verulegur halli á rekstri sambandsins. Fyrir því var ein meginástæða. Á þessum árum var lottóið farið að færa sérsamböndunum verulegar tekjur. Þær voru að vísu óvissar en þegar GSÍ gerði fjárhagsáætlun sína fyrir árið var búist við því að þær yrðu síst minni en árið áður. En þegar upp var staðið reyndust færri fiskar í sjónum en vænst hafði verið. Lottósalan dróst verulega saman árið 1988 og þar af leiðandi tekjur sérsambandanna. Að auki fóru einstakir kostnaðarliðir framúr áætlun hjá sambandinu m.a. útgáfa bókar sem hafði að geyma golfreglurnar en henni hafði GSÍ dreift til klúbbanna án endurgjalds. Vegna rekstrarhallans var skipuð sérstök fjárhagsnefnd hjá sambandinu sem fékk það verkefni að afla tekna til þess að vinna upp tapið og gera áætlun til nokkurra ára um rekstur GSÍ. Gekk á ýmsu næstu árin. Meðan Golfsambandið hafði yfir litlum fjármunum að ráða tíðkaðist að þeir sem fóru til útlanda í keppnisferðir þurftu að greiða mikinn meirihluta kostnaðarins úr eigin vasa. Þegar sambandið efldist fjárhagslega var jafnan reynt að greiða ferðakostnaðinn að verulegu leyti og þyggja fyrst og fremst þau boð þar sem mótshaldari greiddi í það minnsta uppihald og kostnað keppenda eftir að á keppnisstaðinn var komið. Slíkt gekk þó ekki í öllum tilvikum og til þess að létta undir með sambandinu var hafður sá háttur á að þeir sem skipuðu unglingaliðin þurftu að leggja til með sér en sambandið aðstoðaði við fjáröflun er því var að skipta. Ein af fjáröflunarleiðum unglingalandsliðsins í nokkur ár var sérstætt púttmót sem fram fór í nafni GSÍ. Það var haldið í verslunarmiðstöðinni Kringlunni. Leikið var í mörgum flokkum á báðum hæðum og gátu gestir og gangandi tekið þátt í keppninni gegn þátttökugjaldi en verslanir í Kringlunni gáfu vegleg
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
19
verðlaun til keppninnar. Flókið stigakerfi og einvaldar Val á landsliðum og undirbúningur þeirra var jafnan viðamikið verkefni hjá stjórn GSÍ. Og jafnframt höfuðverkur. Allt frá því að slíkt kom fyrst til sögunnar var lögð mikil áhersla á að sambandið kæmi sér upp kerfi sem tryggði í senn að þeir bestu veldust í liðið hverju sinni og fyllstu sanngirni væri gætt í valinu en fyrir kom að þetta tvennt fór ekki saman. Samdar voru reglur um stigagjöf í helstu mótunum sem fram fóru en þegar á þær reyndi í fyrstu voru menn sammála um að þær væru gallaðar og var þeim síðan oftsinnis breytt. Best þótti reynast kerfi sem afrekskylfingurinn Þorbjörn Kjærbo mótaði fljótlega eftir að stigakerfið var tekið upp. Það flækti svo málin að vallarmat og forgjöf kylfinga voru ekki eftir föstu kerfi og því nokkuð á reiki. Við val og stjórn landsliðanna var farin sú leið að fela slíkt einum manni og var viðkomandi gjarnan kallaður “landsliðseinvaldur” þó svo að hann væri við val liðs bundinn af þeim stigareglum sem voru í gildi hverju sinni. Kjartan L. Pálsson gegndi þessu starfi um árabil og þótti komast vel frá verkum sínum. Stefán Stefánsson gegndi sama hlutverki með unglingalandsliðið og á stjórnarfundi GSÍ í mars 1982 var ákveðið að fá Kristínu Pálsdóttur til sama hlutverks með kvennalandsliðið.Fundagerðarbók GSÍ 267. fundur 29. mars 1982. Öðru hverju voru síðan haldnir fundir með landsliðsfólkinu og þá einkum til þess að skýra stigareglur og annan undirbúning. Þá kom stundum fram gagnrýni á stjórn GSÍ fyrir að huga ekki að málum fyrr en á síðustu stundu og má nefna sem dæmi fund sem haldinn var í apríl 1982 en til hans voru boðaðir þeir karlmenn sem höfðu 5 og minna í forgjöf og konur sem voru með 15 eða minna. Segir m.a. svo í fundargerð: “Kjaran L. Pálsson tók þá til máls, skýrði frá óánægju sinni varðandi framkvæmd á landsliðsmálum. Deildi hann hart á stjórnina. Kjartan sagði m.a. að hann hefði t.d. æft hópinn upp í vetur, ef hann hefði fyrr fengið upplýsingar frá stjórninni eða skipun í starf sem þjálfari.”Fundagerðabók GSÍ 269. fundur 20. apríl 1982. Verkefni landsliðseinvaldanna var fyrst og fremst að fylgjast með væntalegu landsliðsfólki, aðstoða það við æfin-
200
gar, halda hópnum saman og ganga síðan endanlega frá vali hverju sinni, en sem fyrr segir var þar fyrst og fremst byggt á árangri á stigamótum. Oft var um það rætt að einvaldarnir þyrftu að hafa frjálsari hendur við val landsliðsfólks þar sem margt annað en árangur á mótum gæti haft sitt að segja. Þegar Kjartan L. Pálsson gerði fararstjórn erlendis að aðalstarfi sínu var hann ekki lengur í aðstöðu til þess að starfa fyrir GSÍ. Þá tók Guðmundur S. Guðmundsson við einvaldshlutverkinu um tíma en síðan var hinn landsþekkti afrekskylfingur Björgvin Þorsteinsson fenginn til að gegna því. Kom nokkuð á óvart þegar tilkynnt var að hann hefði hætt störfum vorið 1988 þar sem þá voru framundan stórverkefni hjá liðinu, m.a. Norðurlandamót sem fram átti að fara hérlendis. Við af honum tók annar gamalreyndur kylfingur, Suðurnesjamaðurinn Jóhann Benediktsson, og var Norðurlandamótið fyrsta stórverkefni hans með liðið. Stefán Stefánsson var lengi með unglingalandsliðið og Kristín Pálsdóttir annaðist kvennalandsliðið um árabil. Bylting í golfkennslunni Mikil breyting varð á kennslu- og þjálfaramálum á níunda áratugnum. Stærri klúbbarnir lögðu áherslu á að hafa kennara hjá sér í fullu starfi. Fyrir utan Þorvald Ásgeirsson voru íslenskir kennarar lítt komnir til sögunnar en ljóst þótti hins vegar að þess yrði ekki langt að bíða. Nokkrir þessara kennara störfuðu í mörg ár á Íslandi. Meðal þeirra voru John Drummond og John Nolan en ætlun beggja var að stoppa hér aðeins sumarlangt er þeir komu til Golfklúbbs Reykjavíkur. Sumarið 1986 réði Golfklúbbur Akureyrar í fyrsta sinn til sín erlendan þjálfara. Sá var 26 ára Englendingur David Barnwell að nafni og hafði hann keppt sem atvinnumaður í nokkur ár áður en hann gerðist kennari hjá þekktum enskum golfklúbbi. Fór eins með Barnwell og Drummond og Nolan að verulega teygðist úr dvölinni á Íslandi. Og svo mikil ásókn varð í kennslu Barnwells á Akureyri að strax sumarið eftir var fenginn með honum erlendur aðstoðarkennari, Peter Stacey að nafni, en auk þess að kenna hjá GA ferðaðist hann milli klúbba Norðanlands og hélt námskeið. Árið 1989 gerðist svo sá sögulegi viðburður að til landsins kom fyrsta konan til kennslu. Sú var vitanlega bresk, Pat Smillie, að nafni og gerðist hún aðstoðarmaður David Barnwell nyrðra. Voru vonir við það bundnar að koma hennar myndi laða fleiri konur að golfæfingum. Í blaðaviðtali
kom fram að Smillie varð ekki um sel fyrst þegar hún kom til Akueyrar því þá var golfvöllurinn þar allur undir snjó og aðstaða til þess að æfa innanhúss fremur bágborin. Starfaði Smillie við golfkennsluna fram í ágúst en hélt þá utan til þátttöku í mótum atvinnukvenna þar sem hún stóð framarlega um þessar mundir. Á meðan hún dvaldi á landinu ferðaðist hún milli klúbba og kenndi auk þess sem það kom sér vel að hún var sérmenntuð í viðgerðum á golfkylfum og gat því hresst upp á búnað margra. Þegar hún fór utan að lokinni kennslu var hún spurð hvað einkenndi íslenska kylfinga og svaraði þá stutt og laggott: “Þeir eru sterkir og sveifla hratt.”DV. 22.maí 1989. Þótt erlendir kennarar kæmu við sögu hjá flestum stærri golfklúbbunum var það GR sem hafði forystu í kennslumálunum en upp úr miðjum níunda áratugnum var svo komið að þar voru jafnan erlendir kennarar að störfum allt árið. Sumarið 1987 voru þrír kennarar hjá klúbbnum. Auk John Drummonds þeir Martyn Knipe og Glenn Pease en sá síðarnefndi kenndi einnig í Vestmannaeyjum. Æfingaaðstaðan í Grafarholti var bætt á þann hátt að þar var reistur skúr á æfingasvæðinu sem veitti kylfingum skjól fyrir regni og vindum og þótti það mikil framför. Landsliðsþjálfari ráðinn Aukin kennsla og þjálfun hjá klúbbunum kom vitanlega landsliðsfólkinu til góða. Þegar leið að stórmótum voru kennarar fengnir til að sinna Jóhann Benediktsson. landsliðsfólkinu og má sjá af bókum GSÍ að ekki var alltaf sama ánægja með störf þeirra og reikningana sem þeir sendu. Oft hafði það borið á góma hvort mögulegt væri fyrir Golfsambandið að ráða sjálft þjálfara til þess að sinna afreksfólkinu og búa það undir keppni á stórmótum en vegna hins þrönga fjárhags sambandsins varð ekki af framkvæmd fyrr en á árinu 1988 þegar talið var að GSÍ stæði það vel að möguleiki væri á að eyða peningum í að fá landsliðsþjálfara. Voru GSÍ menn sammála um að vanda þyrfti valið og var ákveðið að skrifa John Gardner þáverandi landsliðsþjálfara Íra bréf og kanna hvort hann hefði áhuga á því að koma til tímabundinna starfa á Íslan-
di. Gardner hafði vakið mikla athygli bæði sem kylfingur og þjálfari. Tvívegis hafði hann verið í Ryder-liði Evrópu gegn Bandaríkjunum, 1971 og 1973, og eftir að hann gerðist þjálfari vakti árangur hans með írska landsliðið svo mikla athygli að hið heimsþekkta golfblað “Golf World” fékk hann til þess að annast kennsluþátt í blaðinu og birti meira að segja mynd af honum á forsíðu en þann heiður fengu ekki nema þeir allra bestu. Ekki stóð á svörum frá John Gardner. Hann var tilbúinn að taka íslenska landsliðið að sér.Fundargerðarbók GSÍ 10. febrúar 1988. Þóknunin sem hann nefndi þótti að vísu nokkuð há, en samt viðráðanleg enda var fjárhagur GSÍ með allra besta móti um þessar mundir. Var ætlun stjórnar GSÍ að kynna málið á golfþingi sem halda átti í Vestmannaeyjum um miðjan mars og leita samþykkis þess en fjölmiðlar komust miklu fyrr í málið og slógu upp fréttum af hinni fyrirhuguðu ráðningu. Gátu GSÍ menn ekki neitað því að ráðningin væri svo til komin á koppinn. Aðeins þyrfti stimpil golfþingsins til þess að koma henni endanlega í kring. Um fyrirhugaða ráðningu sagði Konráð R. Bjarnason forseti GSÍ í viðtali við Morgunblaðið: “Hugmyndin með ráðningu Gardners er að hann verði á samningi við okkur í þrjú til fjögur ár. Þetta er gert með það fyrir augum að hann skipuleggi okkar almenna starf, fái ákveðinn hóp karla og kvenna sem hann gefi fyrirmæli og komi síðan þrisvar á hverju sumri, viku í senn, til að fylgjast með og gefa ný fyrirmæli. Við eigum það góða einstaklinga að við eigum ekki að vera C-þjóð í golfi. Við viljum verða ein af bestu B-þjóðunum, eða jafnvel geta hangið í A-flokki.”Morgunblaðið 20. febrúar 1988. Konráð bætti því svo við að bestu kylfingar landsins kæmust ekki lengra en þeir hefðu náð nema með því að fá tilsögn frá nýjum þjálfara. “Og því viljum við fá Gardner til að bæta við getu þeirra. Þetta kostar peninga – það kostar peninga að eiga afreksmenn – en þetta er það rétta og á ég von á því að þingið samþykki að ráða hann.” Á þinginu í Vestmannaeyjum fékk tillaga stjórnarinnar um ráðningu Gardners góðar undirtektir. Þar var einnig rætt um að breyta forminu á vali landsliðsins á þann veg
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
201
dvaldist á landinu um hríð, ferðaðist um og kynnti sér hæfni íslenskra kylfinga. Þótti strax ljóst að hann hefði ýmsu að miðla og við kennslu sína og æfingar beitti hann aðferðum sem þá voru lítt kunnar hérlendis. Tók hann t.d. sveiflur kylfinganna upp á myndband sem hann skoðaði síðan með þeim og fór í gegnum það sem hver og einn þurfti að laga. Umfram allt lagði hann áherslu á að kylfingarnir æfðu mun meira en þeir gerðu og lagði að mönnum að nýta þær stundir sem gæfust til þess að taka fyrir ýmsa þætti íþróttarinnar. “Léttar sveifluæfingar og pútt á morgana er nauðsynlegt. Þetta á ekki síst við um ykkur Íslendinga sem getið ekki leikið golf úti við nema 4-5 mánuði á ári. Ef þið viljið ná árangri á alþjóðamælikvarða þá veriðið þið að æfa 12 mánuði á ári,” sagði hann í blaðaviðtali.DV 30. maí 1988. Þótt Gardner þætti ákveðinn og strangur kennari kom hann sér vel og kunni að slá á létta stengri. Hann var fljótur að kveða upp úr um að Íslendingar hefðu sterkar hendur en sagði það sem hann kallaði “fljúgandi olnboga” einkenna sveiflu margra. Og þegar hann var spurður að því hvernig stæði á því svaraði hann að bragði: “Þið eruð uppaldir við að skera fisk!” Gardner hafði líka ákveðna skoðun á íslenska landsliðinu. Þegar hann hafði Tveir þeirra erlendu golfkennara sem höfðu mikil áhrif. Til vinstri er John Drum- starfað með því í ár birtist við hann mond sem gerðist golfkennari Goflklúbbs Reykjavíkur og til hægri er David viðtal þar sem hann sagði m.a. að það Barnwell golfkennari á Akureyri. tæki 4-6 ár að endurnýja karlaliðið. Í “eldri kynslóðinni “ væru þó kylfingar sem væru góðir og æfðu vel og þeir yngri þyrftu auðvitað að sanna hæfni að hinum flókna stigaútreikningi sem byrjað var með árið sína í samkeppninni við þá. Og bjartsýnn var hann á að 1971 yrði hætt en valið yrði lagt í hendur landsliðsþjálfargóðir tímar væru framundan í golfíþróttinni “Eftir 4 ár ans og landsliðseinvaldsins. Þeir tveir ættu að hafa góða verða Íslendingar færir um að keppa í öllum mótum í yfirsýn yfir hverjir væru hæfastir að skipa hópinn hverju Evrópu.” DV 2,. Maí 1989. sinni. John Gardner kom sína fyrstu ferð til Íslands í maí 1988,
202
Erfiðlega gekk að meta vellina
Eins og áður voru mat á golfvöllum og útreikningur á forgjöf vandasöm verkefni fyrir Golfsambandið. Á níunda áratugnum fjölgaði golfvöllum stöðugt og mátti heita að nýr völlur kæmi til sögunnar á hverju ári þegar á leið auk þess sem miklar endurbætur og breytingar urðu stöðugt á eldri völlunum. Þótt til væru alþjóðlegar reglur um mat á golfvöllum sem reynt var að styðjast við voru aðstæður hérlendis víða svo frábrugðnar að erfitt var að koma þeim við. Yfirleitt voru vellir á Íslandi styttri en vellir erlendis og hindranir aðrar. Þeir voru flestir nýbyggðir sem gerði það að verkum að oft þurfti að notast við bráðabirgðateiga eða færa þá verulega til. Huglægt mat þurfti því að oft að ráða jafnmiklu og reglurnar.
tillit til ýmissa aðstæðna og hindrana á hverjum og einum velli og miðaði að því að tekið væri tilliti til vallarmats við útreikning á forgjöf hvers og eins. Í stuttu máli að leikforgjöf og vallarforgjöf golfleikari væri ekki ein og sú sama. Sáu menn fljótt í hendi sér að þetta kerfi væri í raun mun sanngjarnara og líklegra til þess að efla golfáhuga en gamla kerfið en hins vegar tók langan tíma að koma því í kring.
Til þess að útskýra SSS reglurnar tók einn stjórnarmanna GSÍ, Kristján Einarsson, sér það fyrir hendur að þýða þær, útskýra og setja upp með dæmum. Varð það að handbók sem síðan var send öllum klúbbum á Íslandi og þótti þetta til mikilla bóta. Af hálfu Golfsambandsins var lögð áhersla á Fundargerð GSÍ 249. fundur, að samræma vallarmatið eftir því sem slíkt var 31. ágúst 1981. Útgáfa á mögulegt. Klúbbarnir sendu inn upplýsingar og golfreglum sem alltaf voru að teikningar af völlum sínum sem þeir sem besta breytast, var líka stöðugt viðþekkingu höfðu á málum lögðust síðan yfir. Mikil fangsefni hjá GSÍ. Tafði það breyting varð á til batnaðar þegar Frímann Gunnoft útgáfuna að Alþjóðasamlaugsson tók til starfa sem framkvæmdastjóri bandið gerði kröfur um að fá GSÍ en það var í verkahring hans að ferðast milli sendar prófarkir hverju sinni klúbbanna, taka út vellina og gera tillögur um valsem slík útgáfa var í farlarmatið. Þegar á leið kom Hannes Þorsteinsson vatninu. Áttu menn raunar einnig að slíkum verkum en hann hafði þá aflað erfitt með að skilja tilgang sér menntunar á þessu sviði og var farinn að teikna John Garner var ráðinn landsliðsþjálfari árið 1988. slíks þar sem ólíklegt var að golfvelli víða um land. þar gætu menn skilið íslensku þýðinguna, hvað þá meira. Það sem menn höfðu einkum við að styðjast var hið svokallaða SSS (Standard Scratch Score) vallarmat sem Forgjöfin höfuðverkur upprunnið var í Bretlandi og var notað víða um lönd. Það byggði að verulegu leyti á lengdarmælinu valla og Forgjafarmálin voru ekki minni höfuðverkur en vallarþví að matið breyttist til hækkunar við hverja 180 metra. matið. Öðru hverju komu upp deilumál um forgjöf einsGolfsambönd höfðu síðan heimild til þess að hækka eða takra kylfinga og veilur í forgjafarkerfinu þóttu augljósar. lækka SSS um 1-2 högg eftir aðstæðum. Kerfið var fyrst Það þótti t.d. augljóst á landsmótinu 1979 að þar hefðu og fremst miðað við afreksmenn í golfi og ekki var gert allmargir kylfingar verið með ranga forgjöf og talið að ráð fyrir breytingum á forgjöf meðaljóna þótt SSS matið slíkt hefði jafnvel haft úrslitaáhrif í sumum keppnisflokværi mismunandi á þeim völlum sem þeir voru að leika. kunum. “Þarf nauðsynlega að kanna þetta nánar og reyna Skapaði þetta ýmis vandamál í mótum og jafnaði engan að finna einhverja lausn svo að allir kylfingar geti við það veginn aðstöðu manna að keppa á jafnréttisgrundvelli unað.”Fundargerðarbók GSÍ 11. ágúst 1979. svo sem forgjöfin gerði þó ráð fyrir. Gallar á SSS kerfinu urðu til þess að úti í hinum stóra heimi fóru menn að leggja heilann í bleyti um hvernig hægt væri að breyta Lausnin lá hins vegar ekki á borðinu. Stjórn GSÍ fékk vallarmatinu og gera það einfaldara. Á níunda áratugFrímann Gunnlaugsson til þess að fara ofan í saumana á num komu Bandaríkjamenn fram með nýtt kerfi, hið forgjafarmálinu og fékk hann þá Kjartan L. Pálsson og svokallaða “Slope rating” sem byggði meira á að vellir Björgvin Þorsteinsson til þess að vinna með sér í nefnd væru metnir út frá þeim sem höfðu hærri forgjöf, tæki
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
203
sem fékk heitið forgjafarnefnd GSÍ. Fyrsta ákvörðun nefndarinnar var að engir aðrir en þeir sem hefðu það sem kallað var landsforgjöf og nefndin viðurkenndi, fengju að taka þátt í meistarflokkskeppni landsmótsins og sömuleiðis þurfti landsforgjöf til þess að fá keppnisrétt í stigamótum GSÍ. Þá lagði nefndin til að lengdarmæling valla yrði fastsett og ef klúbbar færu fram á breytingu á SSS mati valla sinna þyrftu þeir að leggja fram rökstudda greinargerð fyrir beiðni sinni.Fundargerðarbók GSÍ 22. mars 1980. Lögð var á það áhersla að allir golfvellir landsins yrðu mældir upp að nýju og vallarmatið endurmetið í framhaldi af því. Forgjafarnefndin lagði mikla vinnu í að safna upplýsingum um forgjöf kylfinga og útbúa skrá yfir hana. Niðurstaðan varð sú að 65 karlmenn hefðu forgjöfina 6 eða lægri og taldi nefndin eðlilegt að miða meistaraflokk við þá tölu. Á árinu 1981 var síðan ákveðið að meistaraflokksforgjöfin yrði lækkuð í fimm og þá jafnframt settar þær reglur að til þess að halda forgjöf 6 eða lægri yrðu viðkomandi kylfingar að spila á þeirri forgjöf a.m.k. tvisvar á hverju leikári en töluvert hafði borið á því að kylfingar með lága forgjöf léku lítið sem ekkert en héldu samt stöðu sinni. En það var víðar en á Íslandi sem forgjafarfyrirkomulagið vafðist fyrir mönnum. Kringum 1980 ákvað breska golfhreyfingin að taka upp sérstakt kerfi sem varð svo við hana kennt og kallað CONGU- forgjöfin ( The Council of National Golf Unions). Þar sem Bretar voru leiðandi í golfíþróttinni í Evrópu hófust fljótlega umræður um að taka þetta kerfi upp sem fyrirmynd og ákvað Evrópusambandið að það ætti að gilda í öllum aðildarlöndum þess frá og með áramótunum 1983/1984. Helsta breytingin sem fólst í CONGU-kerfinu frá hinum eldri var sú að að frá og með gildistöku þess gilti ekki árangur í æfingahringjum eða þegar menn voru að leika golf sér til dægrastyttingar heldur yrðu gefin út sérstök keppniskort og að forgjöf eftir kerfinu fengju kylfingar einungis í mótum. Kerfið gerði einnig ráð fyrir því að forgjöf yrði endurskoðuð og gæti tekið breytingum margsinnis á keppnistímabilinu, jafnvel í sama mótinu en fram að þessu höfðu kylfingar haldið sömu forgjöf t.d. milli daga á Íslandsmótinu. Eftir CONGU-kerfinu var hámarksforgjöf karla 28 og hámarksforgjöf kvenna 36. Golfsamband Íslands tók þetta forgjafarkerfi upp og var það fyrst notað til reynslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur
204
sumarið 1983. Voru menn sammála um að kerfið hentaði þeim bestu vel en skildi hins vegar miðlungskylfinga og þá sem voru þaðan af verri eftir. Þeir urðu einfaldlega að nota gamla fyrirkomulagið sem fólst í því að þeir reiknuðu forgjöf sína út sjálfir eða skiluðu skorkortum til sérstakra forgjafarnefnda sem starfandi voru í klúbbi þeirra þar sem forgjöfin var fundin. Hjá flestum klúbbum lágu síðan frammi skrár yfir forgjöf félaganna og var það á þeirra ábyrgð að hún væri svo sem vera átti. Tölvan átti að höggva á hnútinn Á þessum árum var ný tækni til að skrásetja og geyma upplýsingar að koma fram - tölvur. Fréttir bárust um það frá Svíþjóð að þar á bæ hefði golfsambandið tekið þessa nýjung í sína þágu og að gerð hefðu verið sérstök forrit til þess að skrá og reikna út forgjöf kylfinga. Þetta þótti stjórn GSÍ ástæða til þess að kanna nánar. En fyrst af öllu varð sambandið að verða sér úti um þennan undragrip. Fyrst leituðu GSÍ menn til stærsta tölvufyrirtækis á Íslandi, IBM, sem hafði ekki áhuga á málinu. Þá var gengið á fund fyrirtækisins Kristján Ó. Skagfjörð hf. sem einnig flutti inn tölvur og samdist svo um að það léti GSÍ tölvu í té gegn auglýsingum og ljáði máls á því að hjálpa til við gerð forrits vegna forgjafarmála. “Tölva þessi yrði í notkun í sumar og e.t.v. áfram. Nokkuð rætt fram og til baka um að hvaða notkun slíkt undratæki gæti komið fyrir klúbbana og stjórn. Fundarmenn telja sjálfsagt að láta reyna á þetta og sjá hvað setur.”Fundagerðarbók GSÍ 317. fundur, mars 1984. Tölvumálin bar síðan oft á góma á stjórnarfundum. “Hvað skal gera með blessaða tölvuna? Hvar á hún að vera – hvað á hún að gera – verður ekki gott í framtíðinni að hafa hana á skrifstofu GSÍ sem verður tilbúin á næsta ári.”Fundargerðarbók GSÍ 5. júní 1984. Tölvuna fékk GSÍ afhenta 12. júlí 1984 og var þá þegar farið að útbúa forrit sem gætu komið til góða, sérstaklega við skipulagningu móta og forgjafarútreikning. GR voru boðin afnot af tölvunni og á þann hátt átti að komast að því hvort hún gæti komið að haldi við mótahald. Síðan var ákveðið að halda námskeið í tölvutækninni og fulltrúum allra klúbba á landinu boðin þátttaka. Fáir mættu. Á námskeiðinu var kynnt forrit sem Jón Þór Gunnarsson hafði hannað sérstaklega til þess að halda utan um forgjöf og forgjafarbreytingar kylfinga. Var ákveðið að semja við Jón Þór um frekari útfærslu á kerfinu en það haft í
Þau bestu á Jaðarsmóti 1987
Verðlaunahafar í Jaðarsmótinu á Akureyri 1987. Frá vinstri: Þórleifur Karlsson, Gunnlaugur Magnússon, Björn Þór Sigbjörnsson; Andrea Ásgrímsdóttir, Jón Aðalsteinsson, Rósa Pálsdóttir, Ari Gunnarsson, Jón Baldvinsson, Inga Magnúsdóttir, Björn Axelsson. Krjúpandi fyrir framan Jón Steindór Árnason, Sverrir Þorvaldsson, Áki Harðarson. Ljósmynd: Rúnar Þór Björnsson. Myndasafn GA.
Jólagolf 1984 Vetraraðstæður geta í sumum tilfellum gert golfleikinn einfaldari. Félagar í Golfklúbbi Akureyrar reyndu með sér á auðum velli í desember árið 1984
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
205
bakhöndinni að kaupa kerfi af sænska golfsambandinu en á það var þegar komin góð reynsla. Þótt ýmsir örðugleikar kæmu fram við tölvunotkunina og vinnslu gagna voru GSÍ menn þess fullvissir að sá tími kæmi að tölvur myndu leysa ýmis vandamál á miklu skemmri tíma en þegar notast var við spjaldskrár og aðra handavinnu. Á landsmótinu sem haldið var á Akureyri 1987 var skor kylfinga í fyrsta sinn tölvuskráð og tölvan látin annast ýmsa útreikninga. Meðal annars var það verkefni hennar að raða í holl eftir árangri keppenda og kom þá upp það vandamál að tölvan raðaði mönnum í stafrófsröð ef skor þeirra var jafnt. Önnur regla hafði gilt og voru menn ekki á einu máli um hvort hefðin eða tölvan ætti að ráða. Varð niðurstaðan sú að hlýða tölvunni enda óttuðust menn að allt kynni að fara á hvolf, væri það ekki gert. Morgunblaðið 5. ágúst 1987. Hefðin látin víkja.
Lúðvíksson, sem var þá framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur sá jafnframt um golfþátt á Stöð 2 og fór hann að nota nýyrðin í lýsingum sínum þar. Mörg þeirra náðu að skjóta rótum á tiltölulega skömmum tíma og festust síðan í málinu. Sótt um Evrópumót unglinga Fljótlega eftir hið velheppnaða Norðurlandamót 1974 vaknaði umræða í stjórn GSÍ um að vert væri að feta lengra á þeirri braut að fá stór mót til Íslands. Augljóslega var nokkuð langt í að aftur yrði haldið hér Norðurlandamót ef röðinni væri haldið. En GSÍ var líka í Evrópusambandinu og því ekki að leita þangað? Fyrirfram var það talið vonlaust að Ísland kæmi til greina sem vettvangur fyrir Evrópumót fullorðinna, en þá var um að gera að reyna næsta þrep fyrir neðan, Evrópumót unglinga.
Á ársþingi European Golf Association sem haldið var í Osló 30. september 1977 mætti Kristján Einarsson gjaldkeri GSÍ fyrir hönd sambandsins, lagði fram formlega umsókn Þótt ekki væri það fyrirferðarmikill um að Evrópumótið yrði haldið á Íslandi þáttur í starfi GSÍ lét stjórnin sig varða 1980 og notaði einnig tækifærið til þess málfar í íþróttinni og hafði áhuga á því að ræða við forystumenn í sambandað gerð yrði gangskör að því að finna inu og vinna umsókninni fylgi. Beiðni íslensk orð yfir margt sem gengið hafði Íslendinga var vel tekið og allt útlit fyrir undir enskum nöfnum um langa tíð. Má að keppnin fengist þar til að fulltrúi Téksegja að þar með hafi verið endurvakin ka lýsti yfir áhuga þeirra á að halda hana sú hugmyndafræði sem ríkti í árdögum 1980. Tékkar höfðu til þessa ekki tekið golfsins en þá voru mörg orð íþróttarinþátt í Evrópukeppninni og þótti ýmislegt nar íslenskuð en náðu hins vegar aldrei til vinnandi að fá þá í hópinn. Hins vegar að skjóta rótum. Á stjórnarfundi í GSÍ var Kristjáni sagt að vel kæmi til greina haustið 1988 flutti Konráð R. Bjarnason að halda keppnina á Íslandi 1981. Hafði tillögu um skipan málfarsnefndar og Björgólfur Lúðvíksson notað ylhann því erindi sem erfiði. Heimkominn var hún einróma samþykkt. Í nefndina hýru íslenskuna í lýsingum sínum. lagði hann skýrslu fyrir stjórn GSÍ þar völdust þeir Björgúlfur Lúðvíksson, sem stóð m.a.: “Kostnaður við þátttöku Sigurður Þ. Guðmundsson og Kristján í slíku þingi er að vísu mikill en að öllu athuguðu tel ég Einarsson. Lögðu þeir heilann í bleyti og komu með hana þó borga sig.” Skýrsla Kristjáns Einarssonar um ýmsar góðar tillögur. Má þar nefna að lagt var til að léki árþing EGA haldið í Osló 30. september 1977. kylfingur holu á einu höggi yfir pari þá væri sagt að hann hefði leikið á skolla í staðinn fyrir “bógí” sem notað hafði Leið nú og beið fram að ársþingi Evrópusambandsins verið til þessa og orðið skrambi ef leikið væri á tveimur 1978. Það var haldið í London og þangað mættu Páll höggum yfir pari. Þá þótti sjálfsagt að nota orðið fugl í Ásgeir Tryggvason og Konráð Bjarnason og létu til sín staðinn fyrir “bördí” ef leikmaður lék holu á einu höggi taka. Páll Ásgeir hélt ræðu og harmaði að ekki hefði verið undir pari, orðið kargi áttti að koma í staðinn fyrir “röff ” staðið við fyrirheit um að halda unglingamótið á Íslandi og fleiri dæmi mætti nefna. 1980 og að GSÍ hefði ekki einu sinni fengið svör við bréfum þar að lútandi. Þegar Páll Ásgeir var að lýsa raunum Svo vel bar í veiði að einn nefndarmanna, Björgúlfur Slettunum sagt stríð á hendur
206
Púttað á 15. flöt á Grafarholtsvellinum á Evrópumóti unglinga 1981. Ekki er ósennilegt að Suðurnesjamaðurinn Magnús Jónsson haldi um pútterinn og Sveinn Sigurbergsson um flaggstöngina. Úr Myndasafni Golfklúbbs Reykjavíkur.
Íslendinga greip einn þingfulltrúa frammí fyrir honum og kallaði að það væri alltof kostnaðarsamt að senda lið til Íslands. Páll Ásgeir svaraði að bragði og spurði hvort það væri eitthvað ódýrara fyrir Íslendinga að senda lið 14 sinnum til þátttöku á meginlandinu heldur en fyrir þá að senda einu sinni14 lið til Íslands. Uppskar hann lófatak fyrir hið snögga tilsvar sitt og í viðræðum við fulltrúa á þinginu lýstu margir yfir stuðningi við að mótið yrði haldið á Íslandi 1981. Þegar þeir Páll Ásgeir og Konráð komu heim af þinginu beið þeirra þegar bréf frá forseta sambandsins þar sem hann hét fullum stuðningi sínum við að mótið yrði haldið á Íslandi að því tilskildu að vallaraðstæður væru boðlegar.Fundagerðarbók GSÍ, 212. fundur 27. nóvember 1978. Og það hafðist! Segja má að frá og með þessum tíma hafi undirbúningur mótsins hafist. Aldrei áður hafði mót verið undirbúið með svo löngum fyrirvara hérlendis enda von á fleiri erlendum
kylfingum en nokkru sinni fyrr. Eini völlurinn sem kom til greina var Grafarholtsvöllurinn og því þurftu GSÍ og GR að hafa náið samstarf við undirbúninginn. Höfðu menn ekki ýkja miklar áhyggjur af því að völlurinn yrði ekki samþykktur. Lokið hafði verið lofsorði á hann þegar Norðurlandamótið fór þar fram 1976 og síðan þá hafði hann batnað og þótti vera sambærilegur við marga velli sem Íslendingar þekktu til erlendis. “Ari Guðmundsson taldi að völlurinn væri mjög frambærilegur til stórmóta og nefndi dæmi til samanburðar frá Írlandi og víðar þar sem Ari hefur leikið golf.”Fundagerðarbók Golfsambands Íslands. 19. júní 1979. Snemma í júlí boðuðu tveir af frammámönnum evrópska golfsambandsins komu sína til Íslands í því skyni að taka völlinn út. Þar voru fyrirmenni á ferð, Spánverjinn Andreau, formaður sambandsins, og Svínn Walström sem átti sæti í stjórn þess. Í samtölum við stjórnarmenn í GSÍ hafði Andreau lýst yfir því að hann væri mjög fylgjandi því að Íslendingar fengju mótið og að hann vildi
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
207
að niðurstaða væri fengin áður en hann léti af forsetaembættinu í sambandinu en það hugðist hann gera á næsta ársþingi þess. Ákvað stjórn GSÍ að taka á móti þessum tignu gestum með pompi og prakt og halda þeim mikla veislu þar sem boðið var ýmsum forráðamönnum Reykjavíkurborgar og ríkisins auk stjórnarmanna í GSÍ og GR. Andreau og Walström dvöldu á Íslandi í þrjá daga. Svo óheppilega vildi til að vont veður var meðan á dvöl þeirra stóð, hvassviðri og rigning. Þegar kom að því að skoða völlinn hafði Andreau hægt um sig en Walström lét sig hafa það að ganga hann allan, gaf sér góðan tíma og skrifaði margt hjá sér. Þeir félagar settust á rökstóla og ræddu síðan við GSÍ og GR menn auk þess sem þeir svöruðu spurningum blaðamanna. Var óneitanlega svolítill kvíði í Íslendingum ekki síst vegna þess hve veðurguðirnir höfðu tekið illa á móti gestunum. Veðrið var fyrsta umræðuefnið. “Ég get sagt ykkur það að veðurfar á Íslandi getur ekki komið í veg fyrir að Íslandi haldi Evrópumeistaramót unglinga í golfi,”sagði Andreau og bætti því við að það gæti aldrei orðið eins slæmt og það var er Evrópumót unglinga fór fram í Danmörku þá skömmu áður. Vísir 6. júlí 1979. Síðan tók Walström við og var skorinorður að því leyti að hann sagði að ekki væri hægt að halda Evrópumót í Grafarholti nema verulegar umbætur yrðu gerðar á vellinum. Þar þyrfti fyrst og fremst að byggja upp teiga og laga flatir verulega. Góður tími ætti að vera til stefnu og ekki ástæða til þess að afskrifa möguleika Íslands. Þeir félagar sögðust ekki ráða því einir hvort mótið yrði haldið á Íslandi heldur kæmi öll stjórn sambandsins að ákvörðunartökunni. “En ég skil mikilvægi þess fyrir Ísland að fá tækifæri til að halda mót sem þetta, slíkt yrði gífurleg lyftistöng fyrir íþróttina,” sagði Andreau í lok fundarins. Sama heimild.
forseti GSÍ mætti svo á þing Evrópusambandsins sem haldið var í Barcelona um haustið og greindi þar frá stöðu mála við breytingar á vellinum. Þar var tillaga um að halda mótið hérlendis formlega borin upp og samþykkt samhljóða – þó með þeim fyrirvara að áform um lagfæringar á vellinum gengju eftir. “Er þetta í fyrsta skiptið sem svo mikið mót fer fram hérlendis,” sagði Morgunblaðið er það greindi frá niðurstöðu fundarins. Morgunblaðið 16. október 1979. Mikill undirbúningur – enda stórmót Það var engin nýlunda fyrir Golfklúbb Reykjavíkur að ráðast í stórverkefni og finna leiðir til að fjármagna þau. Og ekki var nú neinn bilbugur á mönnum frekar en fyrri daginn. “Svan sagði að leggja þyrfti í mikinn kostnað vegna vallarframkvæmda til að völlurinn verði í besta ástandi þegar EM fer fram. Allar þessar framkvæmdir eru nauðsynlegar og er flýtt vegna mótsins.”Fundargerðabók Golfssambands Ísland 16.desember 1979. Sumarið 1980 var farið vandlega yfir “óskalista” Walström og gekk vel að framkvæma það sem gera þurfti. Allt kom það Grafarholtsvellinum til góða en búist var við að hann yrði einnig vettvangur Norðurlandamótsins 1982 en þá var komið að Íslendingum að halda það mót. Öðru hverju voru sendar skýrslur um gang mála til Evrópusambandsins og virtist allt ganga eins og vonast var til. Það
Þegar gestirnir voru farnir lét golfforystan á Íslandi það verða eitt af sínu fyrstu verkum að skipa nefnd til þess að fara yfir athugasemdirnar og meta hvað væri hægt að gera. Í henni áttu sæti frá GSÍ þeir Konráð R. Bjarnason, Ólafur Tómasson og Kristján Einarsson og frá GR Magnús R. Jónsson, Ari F. Guðmundsson og Svan Friðgeirsson. Ljóst þótti að kostnaður við þær framkvæmdir sem óskað var eftir yrði verðulegur en ekki var þó talið að hann yrði óyfirstíganlegur. Samin var frumáætlun og Andreau og Walströn tilkynnt bréflega um hvernig staðið yrði að málum. Konráð R. Bjarnason Frá setningu Evrópumótsins í Grafarholti 1981.
208
kom því fulltrúum GSÍ sem mættu á þing Evrópusambandsins sem haldið var í París um haustið á óvart að mæta þar tortryggni. “Kristján Einarsson gat þess að ekki hafi verið endanlega gengið frá málum er til þingsins kom. Það virðist þungur róður hjá einstaka mönnum innan EGS að mótið fari fram hér á næsta ári. Þó virðist Walström hafa unnið vel að þessu máli. Búast má við að menn frá EGS komi hér næsta vor til úttektar á Grafarho ltsvelli.”Fundagerðarbók GSÍ 14. janúar 1981. En það voru ekki bara vallarmálin sem þurfti að huga að heldur allur undirbúningur keppninnar og móttaka á svo fjölmennum hópi sem von var á til hennar. Ákveðið var að allir stjórnarmenn GSÍ skipuðu yfirnefnd mótsins auk þess sem GR skipaði framkvæmdanefnd af sinni hálfu. Um skiptingu ábyrgðar og kostnaðar tókst samkomulag um að GSÍ annaðist öll samskipti við erlendu aðilana og samninga um flutning og gistingu gestanna en GR tæki síðan við og bæri allan kostnað eftir að liðin væru komin til landsins og hefði jafnframt allar hugsanlegar tekjur af mótinu. Mikið var um að vera í Grafarholtinu vorið og fyrri hluta sumars 1981. “Framkvæmdir á vegum GR eru í fullum gangi vegna EM móts unglinga. Sex starfsmenn eru byrjaðir að vinna og annar undirbúningur á góðri leið.”Fundagerðabók GSÍ. 4. mái 1981. Um hálfum mánuði áður en mótið hófst kom Walström í heimsókn, svo og Frakkinn Jean Dupont, ritari tækninefndar Evrópusambandsins. Þeir skoðuðu völlinn og lýstu yfir ánægju sinni með hvernig til hefði tekist við undirbúninginn. Fjórtán lið mættu til leiks Svo var komið að því. Miðvikudaginn 22. júlí var Evrópumeistaramót unglinga í golfi sett í Grafarholti. Stærsta alþjóðlega mótið sem haldið hafði verið í íþróttinni á Íslandi til þessa. Fjórtán lið voru mætt til leiks, keppendur voru 84 talsins en auk þeirra voru fararstjórar, liðsstjórar, þjálfarar og embættismenn frá Evrópusambandinu þannig að gestirnir voru á annað hundrað. Aldursmörk keppenda var 22 ár og í hópi útlendinganna voru nokkrir kylfingar sem farnir voru að vekja verulega athygli á sér og þóttu líklegir afreksmenn framtíðarinnar. Þar mátti sérstaklega nefna Írann P. Walton, Frakkann F. Illous og Svíann G. Kuntsson en þeir voru allir komnir í fremstu röð í heimalöndum sínum. Fyrirfram var það talið nokkuð víst að Írarnir myndu landa Evrópumeistara-
titlinum. Eigi færri en 23 þeirra sem þarna mættu til leiks höfðu skömmu áður keppt fyrir lönd sín í Evrópumeistaramóti fullorðinna sem fram fór á hinum fræga St. Andrews golfvelli í Skotlandi. Keppnissveitirnar komu flestar til Íslands tveimur til þremur dögum fyrir mót og léku æfingahringi á Grafarholtsvellinum fyrir mótið. Létu þær vel af aðstæðunum en þó heyrðust þær raddir að sumar flatirnar væru ekki nógu góðar og þær mjög mismunandi. Þetta vissu Íslendingarnir svo sem fyrir en við því var ekkert að gera. Haldin var virðuleg setningarathöfn þar sem keppnissveitirnar stilltu sér upp fyrir framan golfskálann í Grafarholti og hlýddu á viðeigandi ræður og ávörp. Setti það sinn svip á athöfnina að forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var meðal viðstaddra en hún var verndari mótsins og gerði raunar gott betur því að móti loknum bauð hún þátttakendum í mótinu í boð að Bessastöðum. Misstu af sæti í keppni þeirra bestu Íslendingar höfðu búið sig undir mótið af kostgæfni. Stjórnaði Stefán Stefánsson þeim undirbúningi. Hann valdi hóp til æfinga fyrir mótið og valdi síðan endanlega úr hópnum sex pilta: Sigurð Pétursson, GR, Svein Sigurbergsson, GK, Gylfa Kristinsson, GS, Sigurð Sigurðsson, GS, Magnús Jónsson, GS og Gunnlaug H. Jóhannsson, NK. Varamenn voru Jón Þ. Gunnarsson, GA og Hilmar Björgvinsson, GS. Blíðviðri var þegar mótið var sett en strax og keppni hófst byrjaði að blása og var hvasst um tíma. Annan daginn var logn og góðar aðstæður en svo tók hvassviðrið og kuldi við að nýju þannig að keppendurnir urðu að mæta dúðaðir til leiks. Að venju var leikinn höggleikur tvo fyrstu dagana og þau átta lið sem náðu þá bestum árangri var skipað í A- riðil þar sem keppt var um Evrópumeistaratitilinn en hin sex liðin kepptu í B- riðli um sæti 9.- 14. Ekki verður annað sagt en að Íslendingarnir hafi byrjað vel. Að loknum fyrsta keppnisdegi voru þeir í þriðja til sjötta sæti á 392 höggum en Svíar höfðu forystuna á 375 höggum og Írar voru í öðru sæti með 381 högg. Jafnir Íslendingum voru V-Þjóðverjar, Ítalir og Norðmenn. Þeir Íslendinganna sem léku best voru Sigurður Pétursson og Gylfi Kristinsson sem báðir komu inn á 77 höggum. Allir Íslendingarnir bættu leik sinn á öðrum keppnisdeginum,
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
209
en það nægði ekki. Aðrir gerðu það líka. Ríkti mikil spenna undir lokin um hvort Ísland næði áttunda sætinu og þar með keppnisrétti í A-riðli. Útlitið var lengst af gott en svo fór þó að níunda sætið og B-riðillinn varð hlutskiptið. “Liðsstjóri íslenska liðsins, Stefán Stefánsson sagði eftir forkeppnina að hann væri óánægður með að íslensku piltunum hefði ekki tekist að komast í 8 liða úrslit. Þá vantaði greinilega meiri keppnisreynslu. Þeir hefðu verið of taugaspenntir og það hefði háð þeim verulega.” Morgunblaðið 24. júlí 1981. Í höggleiknum náði Sigurður Pétursson bestum árangri Íslendinganna, lék samtals á 151 höggi og varð í 14. sæti af keppendunum 84. Í keppninni um 9.-14. sæti sátu Íslendingar yfir í 1. umferð en sigruðu síðan Hollendinga 4,5- 2,5. Þessu næst kepptu þeir við Finna og töpuðu 3-4 þannig að niðurstaðan varð tíunda sætið sem menn voru hreint ekki ánægðir með. Í úrslitakeppni hinna bestu komu Spánverjar veruleg á óvart. Þeir unnu fyrst Ítali 4:3, síðan Svía 4:3 og loks úrslitaleik gegn Írlandi 5,5-1,5. Voru Spánverjarnir að vonum í sjöunda himni að leikslokum. “Að við skyldum vinna er mikið afrek því aðstæður hér á þessum velli eru gjörólíkar því sem við eigum að venjast. Veðrið var heldur ekki að okkar skapi og það kom mér mikið á óvart hvað mínir strákar spiluðu vel í þessu roki og kulda síðustu dagana,” sagði Aburto, fyrirliði Spánar eftir að hann hafði tekið við sigurlaununum.Vísir 28. júlí 1981. Röð liðanna í Evrópukeppninni í Grafarholti varð: 1. Spánn, 2. Írland, 3. Svíþjóð, 4. Frakkland, 5. Ítalía, 6. Danmörk, 7. Noregur, 8. V-Þýskaland, 9. Finnland, 10. Ísland, 11. Sviss, 12. Holland, 13. Austurríki, 14. Belgía. Þótt aðstæður og veður væru ekki eins og best varð á kosið meðan Evrópumótið fór fram luku allir miklu lofsorði á framkvæmd keppninnar sem sögð var algjörlega hnökralaus og bera þess vitni að Íslendingar væru færir um að halda stórmót í golfi. Og víst er að sú athygli og umfjöllun sem mótið fékk í fjölmiðlum skilaði sér í auknum áhuga á íþróttinni á Íslandi og þá ekki síst meðal ungs fólks. Ágæt frammistaða á St. Andrews Þótt frammistaða unglinganna á Evrópumótinu ylli nokkrum vonbrigðum var ekki hægt að segja hið sama um hina fullorðnu sem sóttu heim Mekka golfíþróttarinnar, St. Andrewsvöllinn í Skotlandi, en þar fór Evrópumeista-
210
ramótið fram síðustu helgina í júní. Þar varð árangurinn öllu betri en áður í slíkum mótum. Litlu munaði að Íslendingar kæmust í A-riðilinn en í keppninni um sæti gerðist það sögulegast að þeir gjörsigruðu Noreg 5:2. Í kjölfarið fylgdu síðan töp fyrir Hollandi og Austurríki eftir æsispennandi leiki, þannig að niðurstaðan varð 12. sætið en svo langt hafði Ísland ekki komist í Evrópumóti. Ragnar Ólafsson lék best Íslendinganna og vann það afrek í höggleiknum að leika annan hringinn á pari vallarins, 72 höggum, og vakti það svo mikla athygli að Ragnar var síðar valinn í úrvalslið Evrópu sem keppti við Suður-Ameríku um haustið. Aðrir í íslenska liðinu stóðu sig líka vel en auk Ragnars skipuðu liðið þeir Sigurður Pétursson, Hannes Eyvindsson, Geir Svansson, Björgvin Þorsteinsson og Óskar Sæmundsson. Liðin sem Ísland skaut aftur fyrir sig á St. Andrews voru Noregur, Spánn, Ítalía, Finnland, Belgía, Luxemburg og Portúgal. Hörmulegur atburður í Luxemburg Svo sem áður hefur komið fram hófust formleg samskipti í golfi milli Íslendinga og Luxemburgara með landskeppni þjóðanna sem fram fór á Akueyri 23. júlí 1978. Á þessum tíma voru margir Íslendingar búsettir í Luxemburg og störfuðu þar aðallega við flugrekstur. Höfðu þeir stofnað golfklúbb sem kenndur var við flugfélagið Cargolux og fékk hann aðild að GSÍ. Lengi hafði verið á döfinni að efna aftur til landskeppni og þá í Luxemburg en það var ekki fyrr en snemmsumars 1981 að boð bárust til GSÍ frá Jóhannesi Einarssyni stöðvarstjóra þar ytra að Luxemburgarar væru tilbúnir í slaginn. Hafði hann rætt við Emil Stoch formann Golfsambands Luxemburgar sem stakk upp á að landskeppnin færi fram dagana 25. og 27. september. Ákvað stjórn GSÍ að taka boðinu og senda þangað sex karla og tvær konur til keppni. Fundargerðabók Golfsambands Íslands 2. júlí og 7. júlí 1981. Í framhaldinu var landsliðið valið. Í karlakeppnina voru valdir Ragnar Ólafsson, GR, Hannes Eyvindsson, GR, Eiríkur Þ. Jónsson, GR, Sigurður Pétursson, GR, Sigurður Hafsteinsson, GR og Jón H. Guðlaugsson, NK. Varamenn voru þeir Gylfi Kristinsson, GS og Júlíus R. Júlíusson, GK. Til kvennakeppninnar völdust Sólveig Þorsteinsdóttir, GR og Steinunn Sæmundsdóttir, GR og varamaður var Þórdís Geirsdóttir, GK. Á þessum árum voru tækifæri til utanlandsferða mun
færri en síðar varð og það var því íslenskum kylfingum kærkomið þegar slík keppnisferð sem þessi bauðst. En nú bar skyndilega svo við að mun meiri forföll voru boðuð en nokkru sinni hafði tíðkast í golfferðum á vegum GSÍ. Rúmri viku fyrir landskeppnina boðaði Steinunn Sæmundsdóttir forföll, svo og Sigurður Péturson, Hannes Eyvindsson og Jón H. Guðlaugsson. Og Ragnar Ólafsson var einnig löglega forfallaður. Hann hafði verið valinn í Evrópulið sem keppa átti við lið Suður -Ameríku í Bunes Aires í Argentínu dagana sem landskeppnin átti að fara fram og þótti sjálfsagt að hann þekktist það boð “enda væri það mikil viðurkenning fyrir golfíþróttina í landinu.”Fundargerðarbók GSÍ 17.september 1981. Forföllin þýddu að þeir sem valdir voru sem varamenn færðust sjálfkrafa upp í aðalliðið og síðan var bætt við tveimur mönnum í keppnishópinn: Magnúsi Jónssyni og Sigurjóni R Gíslasyni.
Gíslason, Gylfi Kristinsson og Magnús Jónsson. Við áreksturinn kastaðist Júlíus út úr bifreiðinni og mun hafa látist samstundis. Sigurjón R. Gíslason slasaðist töluvert, fótbrotnaði og skaddaðist í andliti, Ökumaðurinn varð einnig fyrir miklum meiðslum en þeir Gylfi og Magnús sluppu lítið meiddir. Hið sviplega slys var mikið áfall ekki einungis fyrir íslenska landsliðshópinn heldur einnig fyrir golfíþróttina á Íslandi þar sem Júlíus var þekktur keppnismaður og góður félagi. Landsleiknum var þegar í stað aflýst og hélt íslenski hópurinn heimleiðis 26. september og hafði kistu Júlíusar meðferðis. Við heimkomuna voru stjórn GSÍ, stjórn GK, ættingjar og vinir Júlíusar viðstödd er kista hans var borin úr flugvélinni og flaggað var í hálfa stöng við golfskála víða um land. Júlíus var 48 ára að aldri og lét eftir sig eiginkonu, Jónínu S. Þorsteinsdóttur, og áttu þau fjögur börn en fyrir hjónaband eignaðist Júlíus tvö börn.
Til þess að bæta gráu ofan á svart varðandi forföllin barst tilkynning frá Ólafi Tómassyni sem vera átti fararstjóri. Hann hafði óvænt þurft að fara til útlanda og gat því ekki tekið að sér fararstjórnina. Var Frímann Gunnlaugsson fenginn til þess að taka það hlutverk að sér, nánast fyrirvaralaust. Bókað var í stjórn GSÍ að menn hefðu verið mjög ósáttir að fá forfallatilkynningarnar svona seint. Sama Júlíus Júlíusson, einn af bestu kylfingum heimild. Keilis lést í umferðarslysi í Luxemburg. Íslenska landsliðið kom til Luxemburgar 24. september og að kvöldi þess dags bauð einn af landsliðsmönnum Luxemburgar, Alex Grass, nokkrum þeirra í skoðunarferð í borginni. Komið var við á nokkrum stöðum en þar kom að Graas hugðist aka Íslendingunum á hótel þeirra. Ók hann mjög kraftmikilli bifreið af gerðinni Ford Mustang og tókst ekki betur til en svo er hann var að reyna bifreiðina en að hann missti stjórn á henni. Hafnaði bifreiðin á steinvegg og kastaðist af honum um 50 metra veglengd áður en hann stöðvaðist. Íslendingarnir sem voru í bifreiðinni voru Júlíus R. Júlíusson, Sigurjón R.
NM fært án samráðs við GSÍ
Samkvæmt tímaröð Norðurlandamótanna átti aftur að vera komið að Íslandi árið 1982. Töldu menn víst að mótið yrði haldið á Grafarholtsvellinum og kæmu þar til góða framkvæmdirnar sem lagt var í vegna Evrópumóts unglinga sumarið 1981. Það kom stjórn GSÍ verulega á óvart þegar bréf barst frá danska golfsambandinu haustið 1981 þar sem m.a. voru taldir upp væntanlegir keppnisstaðir á Norðurlandamótinu að Íslands var hvergi getið. Í kjölfar þessa bréfs kom annað – frá Norræna sambandinu með tilkynningu um dagskrá: Norðurlandamótið 1982 hefði verið flutt til Noregs og slíkt mót yrði ekki haldið á Íslandi næstu árin. Ástæðan væri sú að kostnaður við að fara alla leið til Íslands væri “fjallhár” eins og það var orðað.Fundargerðarbók Golfsambnds Íslands 20. október 1981. Ekki þótti frændum vorum nein ástæða til þess að ræða málin við Íslendinga áður en ákvörðunin var tekin og var ekki nema von að það fyki í stjórnarmenn
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
21
Íslenska landsliðið sem tók þátt í NM í Finnlandi árið 1985. Fremri röð frá vinstri: Ragnhildur Sigurðardóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir og Þórdís Geirsdóttir. Aftari röð frá vinstri: .Guðmundur S. Guðmundsson liðsstjóri, Óskar Sæmundsson, Ragnar Ólafsson, Hannes Eyvindsson, Sigurður Pétursson, Gylfi Kristinsson og Úlfar Jónsson.
GSÍ þegar þeim var fluttur boðskapurinn. Samþykkt var að skrifa harðort bréf og mótmæla ákvörðuninni sem kölluð var valdníðsla.Sama heimild. Konráð Bjarnason forseti GSÍ mætti á ársþing Evrópusambandsins sem haldið var í París um haustið og gerði þar framkomu Norðurlandanna að umtalsefni bæði í ræðustól og í einkasamtölum. Evrópusambandið kvaðst ekki skipta sér af þessum málum og benti á að ákvörðunin hefði verið tekin á sameiginlegum fundi allra hinna Norðurlandanna en sá fundur var haldinn í Danmörku sumarið 1981 og sendi GSÍ ekki fulltrúa á fundinn í
212
sparnaðarskyni. Íslendingar reyndu að fá ákvörðuninni breytt en þegar það tókst ekki var ákveðið að senda ekki lið til keppninnar í Noregi í mótmælaskyni. Tveir stjórnarmenn í GSÍ, Ari F. Guðmundsson og Kristján Einarsson sátu hins vegar þing sem haldið var í tengslum við mótið í Noregi. Í raun kom lítið út úr því þingi annað en það að lagður var fram langur reglubálkur um framkvæmd mótsins þar sem m.a. var gert ráð fyrir því að umfang þess yrði aukið og tekin upp keppni í kvennaflokki. Þeir Ari og Kristján tóku af öll tvímæli að þungt væri í Íslendingum vegna framkomu hinna þjóðanna og án þess að það væri sérstaklega bókað gáfu þeir í skyn að svo kynni að fara að
Íslendingar drægju sig úr sambandinu. Þykkjuþungir GSÍ menn fengu sitt fram Þykkjuþungi Íslendinganna varð til þess að ákveðið var að taka málið upp og setja Ísland aftur inn á kortið. Á þingi sambandsins haustið 1983 var einróma ákveðið að mótið færi fram á Íslandi 1984 og minntist nú enginn á kostnaðinn sem væri því samfara. Má því segja að Golfsamband Íslands hafi unnið fullan sigur í málinu. Vorið 1984 hófst síðan undirbúningur fyrir mótið sem fór fram á Grafarholtsvellinum. Að þessu sinni voru GSÍ og GR menn reynslunni ríkari frá fyrri mótum Skipulag tók skemmri tíma en áður auk þess sem ekki var talin ástæða til sérstakra framkvæmda við völlinn vegna mótsins. Norðurlandamótið 1984 fór fram dagana 24.-27. ágúst. Til þess mættu sveitir frá öllum Norðurlöndunum og í voru í hópnum margir af þeirra bestu kylfingum í áhugamannaflokki. Voru það aðeins Svíar sem sendu ekki sína bestu menn til keppninna en eigi að síður spáðu flestir þeim sigri enda höfðu þeir yfir mikilli breidd að ráða. Sveit Íslands í karlaflokki skipuðu Sigurður Pétursson, GR, Ragnar Ólafsson, GR, Ívar Hauksson, GR, Björgvin Þorsteinsson, GA, Jón H. Guðlaugsson, NK og Úlfar Jónsson, GK sem var yngstur landsliðsmanna, átti sextán ára afmæli meðan mótið fór fram. Auk þeirra tóku Óskar Sæmundsson, GR, Magnús Ingi Stefánsson, NK og Hannes Eyvinsson, GR þátt í einstaklingskeppninni. Kvennasveitina skipuðu Ásgerður Sverrisdóttir, GR, Steinunn Sæmundsdóttir, GR og Jóhanna Ingólfsdóttir, GR. Að allra mati heppnaðist þetta Norðurlandamót með ágætum. Veður var gott alla mótsdagana og Grafarholtsvöllurinn eins góður og framast gat orðið. Íslenska karlaliðið byrjaði keppnina með miklum ágætum. Eftir fyrsta hringinn hafði það tekið forystu og var síðan í öðru sæti eftir fyrri keppnisdaginn. Þegar á keppnina leið fór eins og stundum áður að liðið missti dálítið dampinn og endaði það í fjórða sæti, aðeins tveimur höggum á eftir Norðmönnum sem áttu mjög góðan endasprett í keppninni. Svíar urðu Norðurlandameistarar, léku samtals á 1539 höggum, Danir léku á 1549 höggum, Norðmenn á 1558 höggum, Íslendingar á 1560 höggum og Finnar ráku lestina og léku á 1620 höggum. Eftir atvikum voru Íslendingar bærilega sáttir við frammistöðuna og hafði
liðsstjórinn, Guðmundur S. Guðmundsson, eftirfarandi um hana að segja: “... að vísu hefði ég óskað að við hefðum náð í þriðja sætið að minnsta kosti, við byrjuðum í fyrsta en þegar 72 holur voru búnar vorum við komnir niður í fjórða sæti. Við eigum að geta gert betur. Norðmenn spiluðu að vísu mjög vel seinni daginn og skutust þá upp fyrir okkur. Við eigum samt sem áður að geta gert betur, það munaði litlu í þetta skiptið að við næðum þriðja sæti, en það tókst ekki.”Morgunblaðið 28. ágúst 1984. Í einstaklingskeppninni kom enginn eins mikið á óvart og Óskar Sæmundsson. Hann skaut félögum sínum sem voru í íslensku sveitinni ref fyrir rass, lék alla hringina vel og átti sigurmöguleika þegar keppni síðasta dagsins hófst en þá fataðist honum aðeins flugið og hafnaði hann í fimmta sæti á 309 höggum, aðeins fimm höggum á eftir sigurvegaranum, Steen Tinning frá Danmörku. Gengi Íslendinganna í einstaklingskeppninni var nánast hin sama og í sveitarkeppninni. Þeir voru framan af í efstu sætunum en áttu allir heldur dapran lokadag. Hið sama var uppi á teningnum hjá konunum og körlunum. Íslensku sveitinni vegnaði nokkuð vel í byrjun en gaf eftir undir lokin. Danir sigruðu, léku samtals á 952 höggum, Svíþjóð varð í öðru sæti á 962 höggum, Norðmenn í þriðja sæti á 999 höggum, Finnar léku á 1050 höggum og Íslendingar á 1052 höggum. Bestum árangri íslensku kvennanna í einstaklingskeppninni náði Ásgerður Sverrisdóttir sem varð í níunda sæti. Stjórn og framkvæmd mótsins tókst einstaklega vel. Þegar mótinu var slitið létu fararstjórar erlendu liðana kalla á svið þá Gunnar Torfason, mótsstjóra, Karl Jóhannsson, formann GR og Konráð R. Bjarnason forseta GSÍ og voru þeir hylltir með langvinnu lófataki. Vel fór líka á með mönnum á þingi Golfsambands Norðurlanda sem fram fór jafnhliða keppninni. Ekki var minnst á fyrri væringar og menn ræddu einkum reglur um áhugamennsku og mál sem Norðurlöndin hugðust leggja fyrir næsta Evrópuþing. Brons í bálviðrinu á Suðurnesjum Liðu svo fjögur ár uns Ísland varð aftur vettvangur Norðulandamóts. Nú var ný staða komin upp. Um fleiri velli en Grafarholtsvöllinn var að velja og var ákveðið að halda mótið á Hólmsvelli í Leiru. Suðurnesjamenn undir forystu Loga Þormóðssonar, sem skipaður var mótsstjóri,
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
213
Íslensku landsliðin sem léku á Norðurlandamótinu á Suðurnesjunum árið 1988 og náðu bæði 3. sæti á mótinu. Kvennaliðið var skipað þeim Kristínu Pálsdóttur sem var liðsstjóri, Alda Sigurðardóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, Karen Sævarsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Ásgerður Sverrisdóttir. Íslenska karlasveitin var skipuð eftirtöldum kylfingum (frá vinstri): Sigurður Sigurðsson, Úlfar Jónsson, Hilmar Björgvinsson, Hannes Eyvindsson, Sveinn Sigurbergsson, Tryggvi Traustason og Jóhann Benediktsson liðsstjóri. Ljósmyndastofa Suðurnesja/Myndasafn GSÍ
214
unnu af krafti og dugnaði að því að undirbúa völlinn sem allra best fyrir mótið. Þegar erlendu keppendurnir mættu til leiks luku þeir lofsorði á völlinn og umhverfi hans og sögðu hann minna á strandvelli í Skotlandi. “Völlurinn er sérlega skemmtilega hannaður og okkur fannst sérstaklega gaman að leika á 3. braut og 16. braut,” sagði Arne Andersson liðsstjóri Svíanna eftir að lið hans hafði leikið æfingahring fyrir mótið. Það var líka góð stemmning hjá íslenska liðinu eftir æfingarhring þess þar sem einn liðsmanna, Sigurjón Arnarson, lék þá á höggi undir pari og þótti það lofa góðu. Mótið hófst síðan laugardaginn 20. ágúst og gekk allt vel fyrir sig í fyrstu. Það var hæg norðan gola og nokkuð kalt í veðri. Þegar á fór að reyna kvörtuðu sumir erlendu keppandanna yfir því að sumar flatir vallarins væru slæmar en töldu aðstæður að öðru leyti góðar. Það átti eftir að breytast. Norðangolan breyttist nefnilega í suðvestan rok með ausandi rigningu þegar leið á mótið. Þótt vart væri hundi út sigandi var ekki um að ræða að fresta keppninni eða færa hana til. Kylfingarnir urðu einfaldlega að setja undir sig hausinn. Þessar aðstæður áttu að vera Íslendingum í hag enda reyndist það svo að þeir náðu betri árangri en nokkru sinni fyrr, þótt ekki kvörtuðu þeir minna yfir rokinu og rigningunni en gestirnir. Nú kom loksins að því að sveitin hreppi verðlaun og veitti meira að segja forystusauðunum, Svíþjóð og Danmörku, nokkra keppni. Og þrátt fyrir hið slæma veður fljölmenntu golfáhugamenn á Hólmsvöllinn meðan keppnin fór fram. Töldu mótshaldarar að um 2.000 manns hefði komið og fylgst með keppninni – mun fleiri en nokkru sinni áður og segir það sína sögu um þann mikla golfáhuga sem var orðinn ríkjandi á Íslandi. Leikar fóru svo að Danir urðu Norðurlandameistarar í sveitakeppninni, léku á 1549 höggum Naumur var sigurinn því Svíar léku á 1550 höggum og áttu góða möguleika á að jafna á síðustu holunni en þá brást þeirra besta manni bogalistin og hann missti örstutt pútt. Íslenska sveitin lék á 1574 höggum og var langt á undan Norðmönnum sem léku á 1605 höggum og Finnum sem léku á 1621 höggi. Í íslensku sveitinni voru Tryggvi Traustason GR, Hannes Eyvindsson GR, Sveinn Sigurbergsson GK, Sigurður Sigurðsson, GS, Úlfar Jónsson, GK og Hilmar Björgvinsson, GR. Liðsstjóri var Jóhann Benediktsson. “Óveðrið kom okkur að talsverðu gagni í þessu móti.
Sérstaklega síðasta keppnisdaginn. Þetta er besti árangur sem íslenskt landslið hefur náð í golfi og það var mjög ánægjulegt að ná þriðja sætinu,” sagði Úlfar Jónsson í blaðaviðtali eftir mótið. DV 22. ágúst 1988. Konráð R. Bjarnason forseti GSÍ var líka hress og kátur að mótslokum: “Íslensku keppendurnir lögðu sig vel fram og árangurinn er framúrskarandi góður. Við eignumst mjög góð lið eftir tvö til þrjú ár,” sagði hann. Sama heimild. Í einstaklingskeppinni lék Sveinn Sigurbergsson best Íslendinganna. Hann háði harða baráttu um verðlaunasæti í mótinu við tvo Svía en varð að gera sér fjórða sætið að góðu. Sigurvegari varð Daninn Henrik Simonsen á 295 höggum, Lindskog frá Svíþjóð varð annar á 303 höggum, Karlsson frá Svíþjóð þriðji á 304 höggum og Sveinn lék á 305 höggum. “Þetta er það versta veður sem ég hef lent í á golfvellinum,” sagði Sveinn þegar hann kom inn að leikslokum, blautur og hrakinn.Morgunblaðið 23. ágúst 1988. Úlfar Jónsson stóð sig einnig frábærlega í einstaklingskeppninni, lék á 310 höggum og hafnaði í sjötta sæti. Og íslensku stúlkurnar gáfu körlunum ekkert eftir. Sveitin var skipuð þeim Ragnhildi Sigurðardóttur, GR, Ásgerði Sverrisdóttur, GR, Steinunni Sæmundsdóttur, GR og Karenu Sævarsdóttur, GS sem jafnframt var yngst allra keppenda á mótinu, aðeins 15 ára. Allt frá upphafi til enda var íslenska liðið næsta örugglega í verðlaunasæti. Dönsku stúlkurnar urðu Norðurlandameistarar á samtals 968 höggum, þær sænsku í öðru sæti á 994 höggum. Íslensku stúlkurnar hlutu bronsverðlaun, léku á 1016 höggum og voru vel á undan Finnum sem léku á 1064 höggum og Norðmönnum sem léku á 1079 höggum. Í einstaklingskeppninni náðu Karen Sævarsdóttir og Ásgerður Sverrisdóttir bestum árangri og urðu í 6. og 7. sæti. Yfirburðasigurvegari í kvennaflokknum varð Maren Binau frá Damörku sem lýsti því yfir að leikslokum að þetta væri annar besti dagurinn í lífi sínu. “Sá besti var þegar ég gifti mig,” sagði hún.DV 22.ágúst 1988. Og Kristín Pálsdóttir liðsstjóri íslensku sveitarinnar var ánægð með verðlaunin: “Þetta er í raun stórkostlegur árangur. Stelpurnar sáu að það var hægt að standa í þeim bestu og hættu að hugsa um neðsta sætið. Þessi árangur á eftir að lyfta golfinu hjá konunum á mun hærra plan hér á landi,” sagði hún í blaðaviðtali. Sama heimild. Bronsverðlaunin á Norðurlandamótinu voru helsta afrek íslensku landsliðanna á níunda áratugnum. GSÍ sendi
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
215
jafnan keppendur á Evrópumótin og ennfremur í heimsmeistarakeppni áhugamanna og á fleiri slík stórmót auk þess sem þegin voru boð á einstök mót, svo fremi að slíkt væri ekki of kostnaðarsamt. Yngstu keppendurnir sem fóru utan á vegum sambandsins voru sendir á hina svonefndu Andrésar-Andarleika á Ítalíu árið 1986 en keppendur á því móti voru allir á aldrinum 12-14 ára. Völdust þau Magnús Karlsson frá Akureyri, Hjalti Nielsen frá Akranesi, Kjartan Gunnarsson frá Selfossi og Karen Sævarsdóttir frá Suðurnesjum til ferðarinnar og þóttu krakkarnir og þó einkum Karen standa sig ágætlega og voru fyrir ofan miðjan hóp.
Úlfar mjög ánægður með þetta enda gefst honum tilvalið tækifæri að stunda golf við bestu aðstæður í Bandaríkjunum og ef hann heldur vel á spöðunum þá er ekki ólíklegt að Íslendingar eignast þar sinn fyrsta atvinnumann í golfi en það er það sem Úlfar stefnir að.” Morgunbalðið 21, ágúst og 26. ágúst 1986. Góður árangur í Evrópukeppni félagssveita
Einhverra hluta vegna virtust þó kylfingarnir ná sér betur á strik í öðrum mótum og tvívegis á áratugnum 1985 og 1988 náðu íslenskar sveitir mjög góðum árangri í Evrópukeppni félagssveita. Í fyrra skiptið var það sveit GR sem hafnaði í fjórða sæti í félagakeppninni sem þá fór Úlfar sló í gegn á Doug Sanders í Skotlandi fram á Spáni en sveitir frá 21 þjóð tók þátt í keppninni. Sveit GR var skipuð þeim Sigurði Péturssyni, Ragnari Þótt oft væru miklar vonir bundnar við þá kylfinga sem Ólafssyni og Hannesi Eyvindssyni. Sveit frá Spáni sigraði sendir voru til stórmóta á vegum GSÍ fór oftast svo að á 606 höggum, dönsk eftirtekjan var heldur rýr og áransveit varð í öðru sæti á gur slakari en efni stóðu til. Þannig 609 höggum, sveit frá tókst t.d. hrapalega til í heimsFrakklandi í þriðja sæti meistaramóti áhugamanna sem á 611 höggum og GR fram fór í Svíþjóð 1988 en þá voru sveitin lék á 616 höggum. tveir íslensku keppendanna dæmdir Í einstaklingskeppninni úr leik. Annar fyrir að fá sér snarl varð Sigurður Pétursson áður en hann skilaði skorkorti sínu í 3.-4. sæti. Í keppninni og hinn fyrir að láta bolta falla frá 1988 sem líka fór fram auglýsingaskilti án þess að fá leyfi á Spáni var sveit Keilis dómara til þeirrar athafnar. í eldlínunni en í henni voru Úlfar Jónsson, TrygUm árabil bauðst GSÍ að senda gvi Traustason og Guðeinn kylfing á unglingamót sem mundur Sveinbjörnsson. fram fór í Skotlandi. Fyrir mótinu Þeir léku afrek GR-inga stóð Doug Sanders sem var á síeftir og urðu í fjórða num tíma einn af bestu kylfingum Úlfar Jónsson tekur við verðlaunum fyrir sigur á Doug sæti á eftir sveitum frá Bandaríkjanna og var hann oftast Sanders unglingamótinu 1988 úr hendi Sanders. Englandi, Danmörku viðstaddur mótið en í því reyndu og Spáni. Í einstaklingmeð sér efnileg ungmenni víðs skeppninni lék Úlfar vegar að úr Evrópu. Yfirleitt náðu Jónsson best allra á 301 höggi, tveimur höggum minna en Íslendingar ágætum árangri í mótinu en aldrei þó eins og V-Þjóðverji og Englendingur sem deildu öðru sætinu. 1986 en íslenski keppandinn í mótinu var þá Úlfar Jónsson. Hafði Úlfar lengst af forystu en hafnaði að lokum í öðru sæti. Lék Úlfar á 7 höggum undir pari en Skoti sem Skeytti skapinu á kylfusveininum sigraði á 11 höggum undir pari. Vakti Úlfar svo mikla athygli að Doug Sanders bauð honum að borga fyrir hann En það gekk ekki öllum kylfingunum vel. Austurríkisskólavist í Houston í Texas í þrjú til fjögur ár. Var boðið maðurinn K. Furtner lék fyrri daginn á 95 höggum og ótímasett þannig að Úlfari stóð til boða að ljúka námi sínu á Íslandi áður en hann héldi vestur um haf. “Að sögn þann síðari á 90. Það fór svo í skapið á honum að eftir aðeins 5 holu leik fyrri daginn rak hann ungan kylfusvein Konrás Bjarnasonar forseta Golfsambands Íslands er
216
sinn upp í skála, öskuillur. Eftir að málið hafði verið tekið fyrir baðst fyrirliði austurrísku sveitarinnar afsökunar. Þá arð einn kylfingurinn fyrir því er hann var að slá úr röffi að hann mölbraut kylfu sína. Mjög margir áhorfendur hafa fylgst með keppninni og skemmt sér hið besta. (Morgunblaðið segir frá EM unglinga. 24. júlí 1981) Allt mögulegt til umræðu “Skyldu einhverjir halda, að þetta hafi verið stuttur eða snubbóttur fundur er það algjör misskilningur. Fundarmenn hafa rætt um alla mögulega hluti – svo sem væntanlegt golfþing, hugsanlegar lagabreytingar, CONGU- kerfið, landsliðshópa, hvernig sé best að standa að breytingum sem skapast í sambandi við forgjafarmörk. Georg stakk upp á því, hvort ekki væri tímabært að þakka Félagsprentsmiðjunni fyrir að gefa setningu, prentun og
pappír í nýju forgjafarbókina. Fundarmenn voru hjartanlega sammála og þökkuðu pent fyrir.” (Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 11. janúar 1984) Golfið eitt stórt leyndarmál! Golfkennsla á að mínu mati að vera einföld, ekki yfirbuguð af of tæknilegu máli. Oftast er mjög auðvelt að skilja hvað kennarinn er að segja en hins vegar ekki alltaf eins auðvelt að framkvæma það. En út á þetta gengur leikurinn, með meiri þjálfun verður maður betri spilari. Þetta er allt sama íþróttin, en svo er oft sagt að golf sé eitt stórt leyndarmál. Þeir sem prófa það skilja við hvað er átt með því. ( John Gardner golfþjálfari í viðtali. DV 30. maí 1988.)
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
217
Bestu unglingar landsins árið 1989
Unglingameistaramótið var haldið á Jaðarsvelli á Akureyri árið 1989 og óhætt er að segja að nokkrir af keppendum mótsins hafi síðar, markað enn dýpri spor í sögu golfs hér á landi. Á myndinni sjást verðlaunahafar mótsins. Aftari röð frá vinstri: Steindór Árnason GA, Sigurpáll Geir Sveinsson GA, Andrea Ásgrímsdóttir GA, Rakel Þorsteinsdóttir GS, Kristinn G. Bjarnason GL, Arnar Ástþórsson GS, Halla Arnarsdóttir GA og Ólöf María Jónsdóttir GK. Keppt var í tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum og sigurvegarar flokkanna eru í neðri röðinni. Frá vinstri: Þórleifur Karlsson GA, Karen Sævarsdóttir GS, Hjalti Nielsen GL og Herborg Arnarsdóttir GR. Ljósmyndari óþekktur/Úr safni Golfklúbbs Akureyrar.
Erfiður en skemmtilegur völlur Í dag lék ég meira af öryggi og ég er að kynnast vellinum, sem mér þykir ákaflega erfiður en jafnframt skemmtilegur. Rokið hafði ekki áhrif á mig. Mér gekk vel að öllu leyti nema hvað ég hefði getað púttað betur. Á jafn erfiðum velli og þessum verður maður að leggja sig allan fram ætli maður sér að ná góðu skori. Það eru tvær brautir hér sem eru sérlega skemmtilegar. Þær eru 14. og 15. braut.
218
(Viðtal við EM-keppandann Walton frá Írlandi. Morgunblaðið 23. júlí 1981) Vallarmet á vallarmet ofan Frakkinn J. C. Gassiat setti nýtt vallarmet á Grafarholtssvellinum eins og hann er nú eftir breytingu með því að
leika á 69 höggum í Evrópukeppninni í gær. Hann fékk ekki að halda þessu vallarmeti sínu lengi. Írinn John McHenry kom inn á sama höggafjlda skömmu síðar og rétt á eftir honum kom sá þriðji inn á 69 höggum. Það var einnig Íri, A. Hogan að nafni. (Vísir 24. júlí 1981) Sænska undrabarnið “Undrabarnið í golfíþróttinni” hefur hann verið kallaður sænski pilturinn Magnus Persson sem leikur á Evrópumótinu í golfi. Hann er aðeins 15 ára gamall og yngsti keppandinn á mótinu og þar er hann í hópi þeirra allra bestu – ef ekki sá besti... ...Þótt hann sé ekki nema 15 ára gamall er hann fyrir löngu kominn með “núll” í forgjöf og það eftir ströngustu reglum í heimi. Til að átta sig á hvað það þýðir má benda á að okkar bestu kylfingar, Ragnar Ólafsson, Björgvin Þorsteinsson og Hannes Eyvindsson eru með 2 í forgjöf og enginn Íslendingur hefur enn náð því að komast á forgjöf “núll” (Vísir 22. júlí 1981)
Sjómennirnir vöktu athygli Golfkappinn þekkti John Kampell frá Skotlandi skrifaði grein í “Sunday Telegraph” þar sem hann fer lofsamlegum orðum um árangur kylfinanna frá Íslandi á Evrópumeistaramótinu á St. Andrews. Það sem vakti mest athygli hans er að tveir af íslensku landsliðsmönnunum eru sjómenn. – Óskar Sæmundsson er loftskeytamaður á hafrannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni og Sigurður Pétursson hefur verið á loðnuskipum. Þá vakti íslenska liðið athygli fyrir frjálsan klæðnað, en flestar þátttökuþjóðirnar voru með sérstakan landsliðsbúning fyrir sína menn. Íslensku leikmennirnir voru aftur á móti í gallabuxum og léttum skyrtum. Kampell sagði í grein sinni að það væri mjög undravert hvað íslensku kylfingarnir hafi leikið vel þegar þess er gætt, að þeir geti ekki leikið golf allan ársins hring, eins og leikmenn hinna þjóðanna. (Vísir 29. júní 1981) Völlurinn orðinn góður
Júlíus var skemmtilegur keppnismaður Júlíus R. Júlíusson var vinsæll maður hvar sem golfmenn komu saman. Það fór heldur ekki á milli mála hve einlægan áhug hann hafði á öllu því sem að golfíþróttinni laut. Þessi áhugi sem og skemmtilegur og hreinskiptinn persónuleiki, laðaði gjarnan unglinga að Júlíusi sem leituðu hjá honum handleiðslu og uppörvunar sem hann veitti fúslega. Júlíus var í fremstu röð kylfinga á Íslandi, ötull við æfingar en engu að síður í leik frá dagsins önn. Hann var ætíð framarlega í kappleikjum sem hann tók þátt í, stundum sigurvegari og ávalt skemmtilegur keppnismaður. (Úr kveðju stjórnar Golfsambands Íslands við útför Júlíusar R. Júlíussonar. Morgunblaðið 2. október 1981)
“Ég lék hér á landi fyrir þremur árum á Evrópumóti unglinga og ég verð að segja eins og er að mig furðar stórlega að völlurinn skuli vera orðinn svona góður á ekki lengri tíma. Þetta er mjög skemmtilegur völlur, margar holurnar eru geysilega erfiðar og menn verða að passa sig að halda sig á braut því annars lendir kúlan á einhverjum steini og þaðan fer hún eitthvað út í buskann. “ (Norðurlandameistarinn Steen Tinning í viðtali eftir NM 1984. Morgunblaðið 28. ágúst 1984) Kúlan lá á kúlu Á stórmótum sem Norðurlandamótinu í golfi koma alltaf fyrir skemmtileg atvik. Eitt slíkt gerðist á laugardaginn. Finni einn sló þá teigskot og lenti út í þyrkni. Hann var ekki lengi að finna bolann en þegar betur var að gáð þá
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
219
lá boltinn ofan á öðrum bolta sem einhver hafði einhverntíma týnt. Samkvæmt golfreglum mátti hann taka annað upphafshögg og slá báða boltana og skyldi þá sá boltinn sem hann notaði færri högg á teljast gildur. Þetta gerði Finninn og þegar báðir boltarnir voru komnir heilu og höldnu niður í holuna kom í ljós að boltinn sem lenti upphaflega ofan á aðkomuboltanum var betri og eftir fund hjá dómurum mótsins var ákveðið að þetta hefði verið löglegt hjá þeim finnska og því gilti fyrri boltinn hjá honum. (Norðurlandamótið á Grafarholtsvelli. Morgunblaðið 28. ágúst 1984) Spila alla daga ef snjórinn hamlar ekki “Golfið er upplögð íþrótt fyrir kyrrsetufólk, það krefst töluverðrar göngu auk að sjálfsögðu allrar útiverunnar. Ég veit dæmi um tvo aldna meðlimi í Golfklúbbi Akureyrar, tveir hörðustu kylfingarnir þar. Þeir spila alla daga sem snjór er ekki á jörðu, annar, Jón Guðmundsson, er 78 ára og hinn er Jón G. Sólnes, 75 ára. Það er unaðslegt að horfa á þetta, golfið er þeirra líf og yndi og hefur að sögn þeirra haldið þeim eldhressum fram á þennan dag.” (Úr viðtali við Frímann Gunnlaugsson: Mikil gróska í golfinu. DV 2. maí 1985) Verða að kunna mannasiði Að sjálfsögðu er um holla útiveru að ræða, menn ganga um 10 km ef þeir leika 18 holur sem er mjög algengt að menn geri í hvert skipti er þeir skreppa upp á völl. Þetta er tilvalin fjölskylduíþrótt því eftir að börnin eru orðin 10-12 ára getur öll fjölskyldan farið saman í golf og allir skemmta sér hið besta. Og eins og ég sagði áðan þá leika menn golf fram á gamalsaldur. Og ekki má gleyma félagsskapnum sem er stórkostlegur og samheldni manna í golfinu er mikil. Þetta er stórgóður félagsskapur því sá sem ekki kann mannaskiði þrífst ekki í golfklúbb. (Úr viðtali við Frímann Gunnlaugsson: Dagur 16. júní 1981) Veglegar afmælisgjafir
220
Skýrði forseti frá gjöfum sem bárust í tilefni 40 ára afmælisins. GSÍ barst að gjöf blómavasi frá ÍSÍ með ágröfnum silfurskildi. Þá færði GS blómavasa að gjöf. GK færði GSÍ bréf með þeim upplýsingum að nýr fáni verður færður GSÍ í tilefni afmælisins. GR færði GSÍ fundarhamar að gjöf. Þá barst GSÍ skeyti frá Páli Ásgeiri Tryggvasyni og Golfklúbbnum Kili í Mosfellssveit. (Fundargerðarbók GSÍ 280. fundur. 23. ágúst 1982) EM unglinga lagt niður Golfsamband Evrópu hefur ákveðið að leggja niður Evrópumót unglinglandsliða (22 ára og yngri) frá og með árinu 1988. Var þetta ákveðið á fundi sambandsins nú fyrir nokkru með 10 atkvæðum gegn 4 og var Ísland meðal þeirra sem voru á móti. Evrópumót þetta hefur verið haldið annað hvert ár undanfarin 25 ár – þar á meðal einu sinni hér á landi – og Ísland hefur tekið þátt í því síðan 1970. Síðasta Evrópumót unglingalandsliða verður í Dublin á Írlandi næsta sumar og hefur Ísland þegar tilkynnt þátttöku í því. Í stað 22 ára keppninnar mun Evrópusambandið ætla að leggja meiri áherslu á keppni landsliða 18 ára og yngri og einnig keppni landsliða fyrir pilta og stúlkur yngri en það. (Vísir 1. desember 1983) Methópur á Jaðarsvelli Haustið 1985 kom sjö manna hópur til Íslands, fjórir kylfingar og þrír blaðamenn og ljósmyndarar. Erindi kylfinganna var að leika 18 holu hring á golfvellinum á Akureyri en þeir höfðu tekið sér það óvenjulega verkefni fyrir hendur að leika á svokölluðum metvöllum. Jaðarsvöllurinn var sá nyrsti í heimi en auk hans ætluðu fjórmenningarnir að leika á velli í Nýja-Sjálandi sem var sá syðsti í heimi, velli á Samoa-eyjum sem var vestasti völlur í heimi, velli á Fiji-eyjum, austasta velli í heimi, velli í Bolivíu sem var hæsti völlur í heimi og velli í Dauðadalnum í Bandaríkjunum sem var sá völlur sem lægstur var yfir sjávarmáli.
Verðlaunahafar í Opnum mótum á Grafarholtsvelli
Eitt af stærstu opnum mótum hvers golfárs er Opna GR mótið sem haldið hefur verið frá 1977. Leiknar eru 36 holur er liðakeppni með betri bolta fyrirkomulag. Myndin er af verðlaunahöfum mótsins árið 1988. Sigurvegararnir eru fremstir, þeir Jens Jensson og Leifur Bjarnason. Kristín Pétursdóttir og Ágústa Guðmundsdóttir höfnuðu í öðru sæti.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
21
(Morgunblaðið 5. september 1985) Iðkendafjöldi á Norðurlöndunum Golfvellir og fjöldi iðkenda á Norðurlöndum: Danmörk 70 klúbbar – iðkendur 40.000 Ísland 33 klúbbar – iðkendur 4.000 Noregur 33 klúbbar – iðkendur 12.500 Finnland 49 klúbbar – iðkendur 19.000 Svíþjóð 255 klúbbar iðkendur 240.000 (Frá aðalfundi Norræna golfsambandsins. Golfsamband Íslands. Þinggerð 17. febrúar 1990)
222
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
23
Íslenska karlalandsliðið sem vann frækinn sigur á Norðurlandamótinu 1992 í Grafarholti. Fremst eru þeir Úlfar Jónsson og Björgvin Sigurbergsson, en fyrir aftan, frá vinstri: Guðmundur Sveinbjörnsson, Jóhann Benediktsson liðsstjóri, Þorsteinn Hallgrímsson, Jón Karlsson og Sigurjón Arnarsson. Ljósmynd: Myndasafn GSÍ.
224
1990-1999
Um þær mundir sem síðasti áratugur tuttugustu aldarinnar rann upp voru að verða töluverðar breytingar í golfíþróttinni á Íslandi. Mikið uppbyggingastarf víða um land var að baki, völlum hafði fjölgað jafnt og þétt og ekki síður kylfingum. Nýtt vandamál var raunar farið að skjóta upp kollinum. Færri komust að en vildu í golfklúbbunum – einkum á höfuðborgarsvæðinu. Þar var ekki pláss á völlunum fyrir allan þann fjölda sem vildi iðka golf. Það var af sem áður var að golfíþróttin væri álitin skemmtileg afþreying fyrir fullorðna karla sem áttu mikið undir sér. Golfið var orðin ein vinsælasta almenningsíþróttin á Íslandi á eftir sundinu. Og það sem meira var. Fólk á öllum aldri var tekið að leika golf og njóta útiverunnar sem því fylgdi.
golf var hann staddur á La Manga golfvellinum á Spáni ásamt Leifi syni sínum. Þegar þeir feðgar komu að 12 holunni sem var par 3 hola veittu þeir athygli marmaraskildi sem var við hliðina á teigmerkinu og gáðu að því hvað á það var letrað. Og það var ekkert annað en það að þar var skráð nafn kylfings sem hafði farið þarna holu í höggi þegar hann var 99 ára!Munnleg heimild: Gísli Halldórsson í viðtali við bókarhöfund. Næst stærsta sérsambandið
Framan af áratugnum töldust margar íþróttagreinar á Íslandi fjölmennari en golfið. Á því varð breyting árið 1995 þegar Íþróttasamband Íslands ákvað að gera átak í leiðréttingu á skráningu íþróttaiðkenda en þá hafði um langt Aldrei of gamlir skeið tíðkast að tölur sem komu frá félögum og samböndum væri óáreiðanlegar. Átakið fólst Það var stundum sagt að menn væru aldrei of í því að skila þurfti inn skýrslum með gamlir til að byrja og að árangur og ánægja af kennitölum iðkenda og kom þá í ljós golfinu væri hin sama þótt ekki væri verið að að víða var pottur brotinn. Styrkveitkeppa að sigrum á mótum. Það þótti sannast ingar frá ÍSÍ og greiðsla frá Lottó á Gísla Halldórssyni arkitekt og fyrrverandi var hins vegar tengd iðkendafjölda forseta ÍSÍ. Þegar hann dró úr vinnu og önog töldu sambönd sem gáfu réttar num vegna félagsmála rifjaði hann upp kynni upplýsingar að verulega hefði á þau sín af golfkylfunum og varð brátt “forfallinn” hallað. “Hreinsunin” staðfesti þetta en eins og hann orðaði það sjálfur. Hann varð eftir hana var Golfsambandið fjórða brátt góður kylfingur og afrekaði það meira stærsta sérsamband ÍSÍ með 5.459 að segja að “leika undir aldri” eins og það var iðkendur. Þess voru hins vegar dæmi kallað, þ.e. að spila 18 holur á færri höggum að þátttakendatala einstakra íþróttaen aldursárin voru. Og þótt árin færðust yfir greina hefði verið oftalin um nálega hélt Gísli ótrauður áfram minnugur þess að helming.DV 26. október 1995. Hin nokkrum árum eftir að hann byrjaði að leika Gísli Halldórsson.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
25
John Garner sem situr fyrir miðju var ráðinn landsliðsþjálfari árið 1988 og gengdi starfinu fram á miðjan tíunda áratuginn. Myndin að ofan er sennilega tekin 1992 sama ár og liðið landaði 2. sæti á Norðurlandamótinu í Grafarholti. Sitjandi frá vinstri: Þórdís Geirsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, John Garner og Karen Sævarsdóttir. Standandi frá vinstri: Ólöf María Jónsdóttir, Anna Jódís Sigurbergsdóttir, Konráð Bjarnason forseti GSÍ og Jóhann Benediktsson landsliðseinvaldur. Ljósmyndasafn GSÍ.
stöðuga aukning í golfinu varð svo til þess að um aldamót var GSÍ orðið næst fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ. Aðeins KSÍ hafði fleiri iðkendur innan sinna vébanda. Sívaxandi fjöldi klúbba og kylfinga kallaði vitanlega á ýmsa þjónustu hjá Golfssambandi Íslands. Verkefnin voru ekki hin sömu og áður þegar það var oft aðalatriðið að sinna allskonar óskum og beiðnum frá aðilum sem voru að koma sér af stað í golfinu, jafnvel gefa ráð um hvar og hvernig ætti að leggja velli að ekki sé talað um stöðuga eftirspurn eftir því að sambandið útvegaði leiðbeinendur og kennara. Nú notuðu menn aðrar leiðir. Stærstu klúb-
226
barnir héldu sínu striki og réðu erlenda golfkennara til starfa og voru stundum 6 - 7 slíkir starfandi hérlendis yfir sumarmánuðina. Það hafði einnig gífurlega mikið að segja þegar Íslendingar fóru að stunda golfkennaranám og gera síðan kennslu að atvinnu sinni. Kom það ekki síst til góða í barna- og unglingastarfi klúbbanna. Þekking jókst verulega ár frá ári í gerð og umhirðu golfvalla og þar var sömu söguna að segja. Hópur manna fór til útlanda, lærði golfvallafræði og að námi loknu flutti heim með sér kunnáttu sem raunar hafði byltingarkennda breytingu í för með sér.
Segja má að golfbylgjan hafi gengið í hring. Fleiri góðir og skemmtilegir golfvellir kölluðu á fleiri iðkendur. Fleiri iðkendur knúðu á um betrumbætur á völlunum og fjölgun þeirra. Hannes kjörinn forseti Á golfþinginu 1993 sem haldið var í skála Suðurnesjamanna í Leirunni tilkynnti Konráð R. Bjarnason að hann gæfi ekki kost á sér í forsetastarfið áfram. Konráð var þá búinn að sitja í stjórn GSÍ í 22 ár og verið forseti í 13 ár eða lengur en nokkur annar og hafði skilað golfhreyfingunni gífurlega miklu og óeigingjörnu starfi. Raunar hafði hann lifað algjörlega tvenna tíma því þegar hann tók við forsetastarfinu var íþróttin tiltölulega fámenn og í mótun á Íslandi en á því var orðin byltingarkennd breyting er hann lét af störfum. Framan af forsetatíð hans hafði GSÍ ekki í önnur hús að venda með stjórnarfundi sína en skrifstofu hans í Félagsprentsmiðjunni sem prentaði raunar flest sem GSÍ þurfti að prenta og var ekki hart gengið
eftir að reikningar væru greiddir. Þegar Konráð hætti sem forseti var heilsu hans tekið að hraka og varð því minna úr áformum hans að njóta þess að spila golf, laus undan félagsmálafarginu, heldur en efni stóðu til. Þegar hann hætti birtist við hann viðtal í blaðinu Golf á Íslandi þar sem hann leit yfir farinn veg og svaraði spurningum um ávinning íþróttarinnar á stjórnar- og forsetaárum sínum á þá leið að markverðast væri fjölgun iðkenda, þróun í kennslu- og þjálfaramálum og aukin erlend samskipti. “Ég held ég geti alveg sagt að ég hætti ánægður sem forseti GSÍ. Þessi jákvæða þróun hefur skapast með mikilli vinnu fjölmarga manna um allt land og menn hafa verið tilbúnir að leggja mikið á sig. Við höfum verið svo lánsamir að samstarf Golfsambandsins við klúbbana hefur verið mjög ánægjuleg og það hefur heyrt til algjörra undantekninga ef einhverjar deilur hafa risið.”Golf á Íslandi 1. tbl. 4. árg. Við forsetastarfinu tók Hannes Guðmundsson sem þá var ekki nema liðlega fertugur en átti samt að baki langan félagsmálaferil í íþróttahreyfingunni, fyrst í handknattleiksdeild Víkings, sem var stórveldi á hinum svokallaða Bogdantíma og síðan í golfhreyfingunni en Hannes var formaður stærsta golfklúbbs landsins, Golfklúbbs Reykjavíkur, í tvö ár og hafði sýnt með störfum sínum að þar var athafnamaður á ferð. Fyrsta embættisverk Hannesar sem forseta var að flytja Konráði R. Bjarnasyni þakkarræðu og færa honum gjöf frá sambandinu. Tóku þingfulltrúar undir orð hans með því að rísa á fætur og hylla Konráð með langvinnu lófataki. Hannes hafði verið kjörinn í stjórn GSÍ árið áður og tók þá við embætti varaformanns. Vegna veikinda Konráðs mæddi starfið mikið á Hannesi.
“Konráð hafði unnið golfhreyfingunni gífurlega mikið og óeigingjarnt starf sem öruggleg gekk nærri heilsu hans. Fyrir vikið var ég kominn bókstaflega á kaf í Hannes Guðmundsson, forseti GSÍ 1993- við ræðupúlt í nýja golfskálanum í allskonar verkefni fyrir Golfsambandið Hvaleyri. Þess má geta að Hannes var á uppvaxtarárum sínum í sveit í Hvaleyri, jafnskjótt og ég kom í stjórnina. Þau hjá afa sínum, Ársæli, bónda í Sveinkoti. voru af öðrum toga spunnin en þau Ljósmynd: Magnús Hjörleifsson/Ljósmyndasafn Keilis. sem ég hafði kynnst hjá GR en stjórnin
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
27
var samhent og í henni sat m.a. Rósmundur Jónsson en við höfðum áður starfað mikið saman að handknattleiksmálefnum hjá Víkingi. Seinna kom síðan annar samstarfsmaður minn af þeim vettvangi, Ólafur Jónsson, líka inn í stjórn og var um það góð samstaða. Líklega gengi það ekki núna að þrír GR-ingar sætu í stjórn GSÍ samtímis.” Rósmundur gegndi starfi gjaldkera í stjórn GSÍ um árabil. Árið 1993 var hann kjörinn í tækninefnd Golfsambands Evrópu og var þar með fyrstur Íslendinga til að vera kjörin í nefnd hjá sambandinu. Sat Rósmundur í nefndinni í fjögur ár. Nefnd þessi hafði mikilvægu hlutverki að gegna þar sem hún annaðist skipulag Evrópumóta og sá um val á Evrópuliðum sem árlega kepptu með reglulegu millibili við úrvalslið Bretlandseyja. Mjög mikilvægt var fyrir Golfsambandið að fá mann í nefnd hjá Evrópusambandinu en sá galli var á gjöf Njarðar að sökum þess hvað EDA var fjárvana þurfti GSÍ að greiða þann kostnað sem hlaust af nefndarstörfum Rósmundar. Stjórnin lagðist í ferðalög
og skemmtilegar. Ekki stóð á því að forystumennirnir vildu ræða málin, benda á ýmislegt sem þeir óskuðu eftir að GSÍ tæki til skoðunar og umfjöllunar en það sem brann þó á flestum var að aðstoð skorti við nánast allt sem laut að gerð golfvalla og umhirðu þeirra. Beðið var um fræðslu á því sviði og ráðleggingar við val og kaup á vélum svo eitthvað sé nefnt.”Munnleg heimild: Hannes Guðmundsson. Fjölguninni fylgdu vaxtarverkir Á tíunda áratugnum hélt “golfsprengjan” áfram af fullum krafti. Nýir golfklúbbar og nýir vellir litu dagsins ljós. Iðkendum fjölgaði yfirleitt um 5-7% á ári og var það miklu meira en gerðist hjá öðrum íþróttagreinum. Eitt árið fjölgaði aðildarklúbbum GSÍ um hvorki meira né minna en sex þegar Golfklúbburinn Gljúfri, Golfklúbbur Patreksfjarðar, Golfklúbbur Hveragerðis, Golfklúbbur Vatnsleysustrandahrepps, Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Djúpavogs bættust í hópinn. Um fjölgun klúbba og valla segir Hannes Guðmundsson:
Á fyrsta stjórnarfundinum sem haldinn Hannes Þorsteinsson “Fjölgun klúbba og valla fylgdu var eftir að Hannes Guðmundsson var margvíslegir vaxtarverkir og það kom kjörinn forseti samþykkti stjórnin að fyrir að menn fóru fram úr sér. Þegar verið var að leggja beyta sér fyrir heimsóknum stjórnarmanna í sem flesta nýja velli fengu viðkomandi oftast leiðsögn og teikningar golfklúbba landsins. “Reynt verður að ljúka heimsókaf vellinum en þegar kom til framkvæmda var eftirfylnum í sumar og byrja í maí.”Fundargerðarbók GSÍ 566. gnin ekki eins og vera þurfti. Menn spiluðu af fingrum fundur 7. mars 1994. Tilgangur þessa var fyrst og fremst fram og stundum var sagt að sá frekasti réði. Öllum lá á að kynnast sjónarmiðum þeirra sem voru í forystu fyrir að koma sínum velli í gagnið sem allra fyrst og var það í golfklúbbana og tryggja þannig að starfsemi GSÍ væri sjálfu sér mjög eðlilegt þar sem vellirnir fóru ekki að gefa í takt við þarfir og óskir félaganna sem mynduðu samtekjur fyrr en þeir voru orðnir leikhæfir. Ég man dæmi bandið en um leið gafst kostur á að kynna starfsemi golfsambandsins og þá þjónustu sem golfklúbbarnir gátu þess að á einstökum velli voru sandgryfjurnar lagðar öfugt bara vegna þess að einhver hafði sagt að svona ætti sótt til þess. þetta að vera. Mikið var leitað ráða hjá GSÍ og var samOg strax um vorið lögðust Hannes og aðrir stjórnarmenn bandið allt af vilja gert til að veita aðstoð. Um tíma vann í ferðalög og fyrir lok golfvertíðarinnar höfðu þeir heim- Hannes Þorsteinsson golfvallaarkitekt á skrifstofunni og kom það mest í hans hlut að vera til ráðuneytis um gerð sótt um tuttugu klúbba. Enn voru því margir eftir og var og lagningu golfvallanna.”Munnleg heimild: Hannes næstu sumur lögð áhersla á að fara til þeirra. Guðmundsson. “Við fengum alls staðar höfðinglegar móttökur og þegar upp var staðið reyndust þessar ferðir afskaplega fróðlegar Klúbbarnir fengu yfirleitt inngöngu í GSÍ fyrirstöðulaust.
228
Þeir þurftu þó fyrst að fá aðild að héraðsamböndum þar sem þeir störfuðu en slíkt var skilyrði af hálfu Íþróttasambands Íslands. Í því sambandi kom upp vandamál í sambandi við Golfklúbb Oddfellowa sem höfðu komið sér upp glæsilegum velli í Urriðakotslandinu í Garðabæ. Sá klúbbur var einkaklúbbur og því ekki gjaldgengur innan íþróttahreyfingarinnar. Hannes Guðmundsson hélt nokkra fundi með forystumönnum klúbbsins og varð niðurstaðan sú að stofnaður var Golfklúbburinn Oddur sem uppfyllti öll skilyrði til inngöngu í GSÍ. Var því þarna farin svipuð leið og þegar Neskklúbburinn var stofnaður á sínum tíma. Kvenfólkið dróst aftur úr Töluverðar áherslubreytingar fylgdu forsetaskiptunum hjá GSÍ en sumar þeirra voru í raun eðlileg þróun vegna síaukinna umsvifa sambandsins og fjölgunar iðkenda íþróttarinnar.
Þá var einnig ákveðið að GSÍ byði þeim klúbbum sem vildu efla hjá sér unglingastarfið upp á námskeiðahald. Hörður Arnarson sem tekið hafði við unglingamálum sambandsins af Hannesi Þorsteinssyni annaðist námskeiðin sem voru þríþætt. Voru þau í fyrsta lagi fyrir þau ungmenni sem höfðu lítinn sem engan grunn, í öðru lagi fyrir unglinga sem náð höfðu einhverjum tökum á íþróttinni og í þriðja lagi ræddi Hörður við umsjónarmenn unglingastarfs viðkomandi klúbba og veitti þeim leiðsögn. Var þessi þjónusta GSÍ vel þegin og þegar sumarið 1994 hélt Hörður slík námskeið hjá níu klúbbum. Meðal nemenda hans voru um 200 stúlkur þannig að segja má að ætlunarverk GSÍ um að fjölga konum í íþróttinni hafi þegar borið árangur. Barna- og unglingastarf hjá mörgum klúbbum var raunar enn í lágmarki og sagði Hörður svo í skýrslu sem hann gaf golfþingi um þetta starf sitt: “Nauðsynlegt er að klúbbarnir setji sér svipuð markmið í unglingastarfi eins og gert er í öðrum íþróttum. Ef dregin væri bein lína á milli Selfoss og Húsavíkur, væri hægt að telja þá unglinga á fingrum annarrar handa sem spilað hafa í unglingameistaramóti síðustu árin og eru búsettir austan megin við línuna! Einnig þarf að gera átak á Vestfjörðum og Vesturlandi.”Þinggerð Golfsambands Íslands 12. febrúar 1994.
“Þegar ég tók við forsetastarfinu voru málefni íþróttarinnar á flestum sviðum í góðum farvegi og árið áður hafi verið eitt besta árið í sögu íþróttarinnar á Íslandi þar sem Norðurlandameistaratitillinn var hápunkturinn. Unglingastarfið var líka í miklum blóma og mjög ánægjuleg þróun hafði einnig Liður í að efla unglingastarfið var einnig orðið í kennslumálunum þar sem að veita væntanlegum íþróttakennurum nokkrir klúbbar voru komnir með fræðslu um íþróttina. Lengi hafði það verið heilsárskennara. En á einu sviði hafði baráttumál GSÍ að golf yrði meðal kennsluframþróunin ekki orðið mikil. Kogreina á Íþróttakennaraskólanum á Laugarnum sem iðkuðu golf fjögaði hægt og vatni en reynst hafði erfiðleikum bundið að tiltölulega fáar ungar stúlkur bættust í fá það fram. Það þótti því mikilsvert skref hópinn. Á þessum tíma höfðum við þó í rétta á þegar þeir Sigurður Pétursson og eignast afrekskonur í íþróttinni þanFrímann Gunnlaugsson fengu leyfi til þess nig að stúlkurnar höfðu fyrirmyndir. að halda dagsnámskeið fyrir íþróttakenÁkveðið var senda kvennalið til keppni naraefnin á golfvellinum við Hellu vorið í Evrópumótinu 1995 eftir tveggja 1993. Varð síðan áframhald á slíku námára hlé. Um það voru menn raunar skeiðahaldi sem tvímælalaust skilaði góðum ekki sammála. Sumir töldu að þeim árangri. Ýmislegt annað var gert til þess að peningum sem það kostaði væri betur golfið kæmi meira við sögu í grunnskóluvarið í grasrótarstarf kvennagolfsins en Hörður Arnarson. num. Á vegum GSÍ var t.d. gefinn út ég og fleiri höfðum þá bjargföstu skoðun bæklingur eftir Jón Karlsson golfkennara og honum dreift að ekki yrði um framfarir að ræða ef konurnar hefðu ekki til allra grunnskólakennara og til golfklúbba, en Jón tók það markmið að komast á stórmót erlendis.” Munnleg heimild: Hannes Guðmundsson í vitðali við bókarhöfund. við unglingastarfi GSÍ eftir að Hörður Arnarson réði sig í fullt starf sem golfkennari hjá Golfklúbbnum Keili. Efling unglingastarfsins Það þótti meðmæli með skipulagi unglingastarfs GSÍ á
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
29
þessum árum að sambandið sótti um styrk til Royal and Ancient golfklúbbsins á St. Andrews sem hafði yfir sjóði að ráða sem ætlaður var til þess efla unglingastarf víða um lönd. Fékk Golfsambandið úthlutað 400 - 700 þúsund krónur úr sjóðnum í nokkur ár með því eina skilyrði að send yrði skýrsla um hvernig peningunum hefði verið varið og hvernig til hefði tekist. Munaði um minna. “Þessi viðurkenning er okkur mikil hvatning og í raun viðurkenning, sem fyrst og fremst Herði Arnarsyni ber, en hann hefur stjórnað unglingastarfi sambandsins. Hannes Guðmundsson í skýrslu sinni til golfþings. Golfsamband Íslands. Þinggerð 11. febrúar 1995. Golfþing annað hvert ár Stjórnkerfi Golfsambandsins tók töluverðum breytingum á tímabilinu. Á golfþingingu 1990 var farið ítarlega yfir lög sambandsins, þau endurskoðuð og samræmd lögum ÍSÍ. Þá var einnig samþykkt að framvegis hefðu klúbbar rétt á einum fulltrúa á golfþingi fyrir hverja 100 félaga en áður hafði viðmiðunartalan verið 50 félagar. Fámennari klúbbar fengu eftir sem áður einn fulltrúa á þingið. Golfþing, sem er æðsta valdið í málefnum golfíþróttarinnar á Íslandi, var haldið árlega í febrúarmánuði. Um nokkurt skeið höfðu verið efasemdir um að þetta fyrirkomulag væri það heppilegasta. Golfþingin voru orðin fjölmenn og viðamikil og þar var oft fjallað um mál sem nánast heyrðu undir afgreiðslu stjórnar. Kostnaður við þingin var óhjákvæmilega töluverður ekki aðeins við þinghaldið sjálft heldur einnig vegna ferðalaga þingfulltrúa. Á golfþinginu 1996 hreyfði stjórn sambandsins þeirri hugmynd að breyta skipulaginu þannig að golfþing væri haldið annað hvert ár og fjallaði allsherjarnefnd þingsins síðan um málið. Almennt fékk hugmyndin góðar undirtektir og var skipuð milliþinganefnd undir forystu Hannesar Guðmundssonar forseta GSÍ til þess að undirbúa málið. Málinu var haldið vakandi og varð það síðan ofan á að halda þingið árlega en það ár sem það fór ekki fram skyldi haldinn fundur þar sem saman kæmu stjórn GSÍ og formenn og framkvæmdastjórar allra golfklúbba á landinu. Stefnan var sett á að golfþingin yrðu haldin á Reykjavíkursvæðinu en ársfundirnir sem víðast úti á landi. Ákveðið var að eftir breytinguna væri golfþingið haldið á haustin. Til þess að koma breytingunni á voru haldin tvö golfþing á árinu 1999. Hið fyrra í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 5. og 6. febrúar, þ.e. á gamla þingtímanum en
230
hið seinna var haldið í Sandgerði 12. og 13. nóvember. Er þetta í eina skiptið sem tvö golfþing hafa verið haldin sama árið. Tekjustofnunum umbylt Meginhluta tíunda áratugarins voru aðaltekjupóstar Golfsambandsins þrír. Í fyrsta lagi skattgjald klúbbanna af hverjum virkum félaga, í öðru lagi hlutur sambandsins af þátttökugjaldi í mótum og í þriðja lagi framlag frá íþóttahreyfingunni sem skiptist í útbreiðslustyrk annars vegar og tekjur af Lottóinu hins vegar. Þegar á áratuginn leið fór af stað umræða um að gera breytingar á tekjustofnunum á þann hátt að hækka verulega gjaldið sem klúbbarnir greiddu af félögum en fella þess í stað niður hlut GSÍ í mótagjöldum og þau færu óskipt til þeirra klúbba sem stóðu fyrir stóru mótunum. Miklar umræður urðu um málið á golfþinginu 1998 en þá lagði stjórn GSÍ fram tillögu um að félagsgjaldið yrði hækkað úr 1000 krónum á hvern félaga í 2200 krónur. Niðurstaðan var sú að gjaldið var hækkað í 1750 krónur. Á þinginu 1999 var málið aftur á dagskrá og aftur urðu um það miklar umræður. Sýndist sitt hverjum en þegar tillaga stjórnarinnar um að hækka gjaldið í 2200 var borin undir atkvæði var hún samþykkt með 43 atkvæðum gegn 30. Í eigin fjáröflun þurfti Golfsambandið að stíga varlega til jarðar. Hún mátti ekki skarast við fjáröflun klúbbanna sem þurftu sannarlega á öllu sínu að halda og leituðu í vaxandi mæli fjárhagslegs stuðnings hjá fyrirtækjum. Það var til að mynda nýtt í sögunni að klúbbarnir fóru að koma upp auglýsingaskiltum á áberandi stöðum og fá aðila til að styrkja ýmsa þætti starfs síns gegn því að þeirra væri getið með áberandi hætti. Á árinu 1992 tók Golfsambandið upp viðamikla samvinnu við Ferðaskrifstofuna Samvinnuferðir – Landsýn sem hafði þá um árabil skipulagt golfferðir fyrir einstaklinga og hópa aðallega til Spánar. Með samningunum tók ferðaskrifstofan að sér að annast alla þjónustu og skipulag ferða fyrir GSÍ. Var um langt árabil gott samstarf milli GSÍ og ferðaskrifstofunnar og nutu almennir kylfingar góðs af því. Þá var það fatnaður landsliðsfólksins. Á sínum tíma var tekið til þess hve “frjálslegir” íslenskir landsliðsmenn voru í klæðaburði þegar þeir mættu á mót erlendis, klæddust gallabuxum og stuttermabolum. En þegar tímar liðu var
Íslensku landsliðin í samstæðum fatnaði
Íslenskir landsliðsmenn stilla sér upp í nýjum fatnaði árið 1994. Á efri myndinni eru frá vinstri: Sigurpáll Geir Sveinsson, Birgir Leifur Hafþórsson, Sigurjón Arnarsson, Björgvin Sigurbergsson og Ragnar Ólafsson. Að neðri myndinni eru þær Herborg Arnarsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Kristín Pálsdóttir.. Ljósmyndasafn GSÍ.
farið að gera kröfur til þess að kylfingar væru vel til fara þegar þeir mættu til móta og lagt upp úr því að landslið væru í samstæðum búningum. En slíkur fatnaður kostaði vitanlega peninga. Fyrstu skrefin sem GSÍ tók í búningamálum var er sambandið samdi við Austurbakka um að leggja landsliðunum til fatnað og stóð sá samningur yfir í nokkur ár. Á árinu 1994 gerði GSÍ svo stórsamning við fyrirtækið Íslensk verslun hf. um golffatnað sem öll landslið GSÍ áttu að klæðast og var sá samningur til þriggja ára. Fatnaðurinn var framleiddur af Le Mode og var um að ræða peysur, buxur og skyrtur auk þess sem Íslensk verslun lagði GSÍ til nokkurt magn af golfboltum og töskum fyrir keppnisfólk. Síðar var gerður samningur við fyrirtækið Hexa hf. sem lagði GSÍ til utanyfirgalla fyrir landsliðsfólkið og um svipað leyti var samið við HPH heildverslun um lagði landsliðsfólkinu til skó, Leppin
sportdrykki sem lagði til drykkjarföng og við Austurbakka sem sá sambandinu fyrir golfboltum. Allt þetta kom verulega til góða. En stærri samningar voru í farvatninu. Þegar Íslenska mótaröðin hófst gerðist bílaumboðið Toyota aðalstyrktaraðili þess til fimm ára og fengu mótin nafnið Toyota mótaröðin. Fyrr á tímum hefði verið óhugsandi að tengja íþróttina þannig við ákveðið fyrirtæki en nú sagði enginn neitt og meira að segja sjónvarpið sýndi hiklaust frá þessum mótum. Um svipað leyti samdi GSÍ við Íslandsbanka um samstarf við tölvuvæðingu hreyfingarinnar og við Æskulínu Búnaðarbankans um stuðning við kynningu á golfi meðal ungmenna. Stöðugar breytingar á tilhögun Íslandsmótsins
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
231
232
Tilhögun Íslandsmótsins í golfi kom nánast undantekningalaust til umræðu á golfþingum og komu þar fram ýmis sjónarmið. Sumir vildu halda í gamlar hefðir og að allt landsmótið, þ.e. keppni í öllum flokkum, skyldi fara fram á sama stað og vera einskonar árleg golfhátíð í landinu. Aðrir bentu á að kylfingar hefðu svo mörg tækifæri til þátttöku í mótum að aðeins þeir bestu ættu að eiga aðgang að Íslandsmótinu. Vegna mikillar þátttöku í meistaraflokki karla hafði verið gripið til þess ráðs að fækka keppendum eftir að leiknar höfðu verið 36 holur, en árið 1989 var gamla kerfið innleitt að nýju og allir fengu að klára. Það stóð þó ekki lengi þar sem á golfþinginu 1990 var ákveðið að niðurskurður skyldi aftur verða eftir 36 holur. Strax á árinu 1993 var fyrirkomulaginu breytt aftur þannig að allir sem vildu gátu leikið 72 holur en mönnum var heimilt að hætta eftir 36 holur án þess að slíkt kæmi niður á forgjöf þeirra. Þegar mótið jókst stöðugt að umfangi voru enn gerðar breytingar á þann veg að keppnin einskorðaðist við meistaraflokk karla og kvenna. Á árinu 2001 voru settar reglur sem í meginatriðum hafa verið í gildi síðan. Helstu atriði þeirra voru að hámarkstala keppenda í karlaflokki yrði 120 og hámarksforgjöf yrði 10,4 en 30 konur kepptu í kvennaflokki. Hjá þeim var hámarsforgjöf 17,4. Jafnframt var ákveðið að hafa niðurskurð hjá körlunum eftir tvo keppnisdaga. Á næsta Íslandsmóti sem haldið var eftir þessa breytingu komust færri karlar að en vildu og varð að miða forgjöf þeirra sem fengu keppnisrétt við 6,1. Fór svo að framkvæmd mótsins var kærð en málið tókst þó að leysa á farsælan hátt. Veigamiklar breytingar voru gerðar á sveitakeppni GSÍ. Frá því að keppnin hófst og fram til ársins 1995 hafði fyrirkomulag keppninnar verið þannig að leikinn var 72 holu höggleikur á tveimur dögum. Á golfþinginu 1994 var ákveðið að sveitakeppni karla, kvenna og unglinga skyldi eftirleiðis vera leikin þannig að fyrsta dag keppninnar væri höggleikur og að honum loknum væri sveitunum raðað niður, þær bestu lékju um sæti eitt til fjögur og þær fjórar næstu um sæti fimm til átta. Á golfþinginu 1999 voru aftur gerðar breytingar á sveitakeppninni. Þá var ákveðið að hver klúbbur mætti aðeins senda eina sveit í karlakeppnina en áður hafði verið leyfilegt að tefla fram A og B sveitum. Janframt var ákveðið að hver karlasveit skyldi skipuð sex kylfingum í stað fimm áður og ákveðið var að átta lið skipuðu fyrstu deild í stað sex áður.
Íslenska mótaröðin Á árinu 1997 tók Golfsambandið ákvörðun um að brydda upp á nýjungu í mótahaldi sínu. Samþykkt var að efna til þess sem nefndist “Íslenska mótaröðin.” Sex mót voru í mótaröðinni. Eitt þeirra var Íslandsmótið í höggleik þar sem leiknar voru 72 holur, eitt var Íslandsmótið í holukeppni og síðan var um að ræða fjögur tveggja daga mót þar sem leiknar voru 54 holur. Í karlaflokki höfðu þeir keppnisrétt sem voru með 10,4 eða lægri grunnforgjöf en hjá konum var miðað við grunnforgjöfina 20,4. Þeir sem flest stig hlutu töldust meistarar mótaraðarinnar og hlutu verðlaunagrip frá GSÍ . Að auki voru veitt verðlaun fyrir hvert mót fyrir sig í formi úttekta og var heildarverðmæti þeirra 150 þúsund krónur. Fyrirmynd að mótaröðinni var fengin erlendis frá en efnt hafði verið til slíkra móta á öllum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu um alllangt skeið. Afrekskylfingum þótti mikill fengur að mótaröðinni og allt frá því að henni var komið á ríkti metnaður hjá þeim að keppa á mótunum og vinna stigameistaratitilinn. Það var ekki síst Ragnar Ólafsson landsliðseinvaldur sem hafði frumkvæðið að því að Íslensku mótaröðin varð að veruleika. “... það hefur í mörg ár verið draumur allra meistaraflokkskylfinga að komið yrði á fót mótaröð þar sem betur væri staðið að hlutunum og svona meira í kringum alla framkvæmd. Íslenska mótaröðin er byrjunin á því,” sagði Ragnar í blaðaviðtali eftir að keppnin var komin af stað.Golf á Íslandi 1. tbl. 8. árg. 1997. Framkvæmdastjóraskipti hjá GSÍ Á árinu 1993 varð mikil breyting á starfsaðstöðu GSÍ er sambandið fékk til umráða helmingi stærra húsnæði en það hafði haft í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Eftir það var svo rúmt um að GSÍ gat boðið hliðarsamböndum sínum, LEK og Íslenska atvinnumannasambandinu, aðstöðu sem var vel þegin. Frímann Gunnlaugsson framkvæmdastjóri var lengi vel eini starfsmaður sambandsins en þar kom að farið var að ráða aukastarfsmann yfir sumartímann sem einkum sinnti aðstoð við mótamál og mótaframkvæmd. Á árinu 1997 greindist Frímann með krabbamein og þurfti að hefja stranga læknismeðferð. Í samráði við hann
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
23
ákvað stjórn GSÍ að ráða heilsárstarfsmann en Frímann starfaði áfram á skrifstofunni að sérverkefnum eftir því sem kraftar hans leyfðu. Fór reyndar svo að í nokkur ár sinnti Frímann störfum sínum af miklum dugnaði og hörku og kveiknaði sér ekki þótt oft væri hann illa haldinn. Golfsambandið auglýsti eftir starfsmanni og í framhaldi af því var Hannes Þorsteinsson ráðinn til starfa. Hann var þó aðeins hjá GSÍ í eitt ár en hvarf þá til fyrri starfa sinna.
Á golfþingi sem haldið var haustið 1999 lagði stjórn GSÍ til að stöðugili á skrifstofu sambandsins yrðu 2,5. Talið var að af slíku yrði ekki útgjaldaauki þar sem verkefni nýs starfsmanns yrði fyrst og fremst að reyna að afla sambandinu tekna. Samþykkti þingið tillöguna. Þá var jafnframt ákveðið að semja við ÍSÍ um stækkun húsnæðis Golfsambandsins í Íþróttamiðstöðinni enda orðið fyrra húsnæði þröngt vegna aukinna umsvifa GSÍ og hliðarfélaga þess sem höfðu þar aðstöðu.
Þar sem Frímann Gunnlaugsson var að komast á eftirlaunaaldur var ákveðið að leita að nýjum framkvæmdastjóra og var starfið auglýst. Bárust margar umsóknir en niðurstaða stjórnarinnar varð að ráða Hörð Þorsteinsson viðskiptafræðing en hann var á þessum tíma framkvæmdastjóri Loftkastalans. Tók Hörður við starfinu í marsmánuði 1999. Frímann starfaði með honum uns hann varð að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum. Hann lést 2. febrúar 2002.
Nýskipan landsliðsmála
234
Þegar Hannes Guðmundsson tók við forsetaembættinu var John Garner enn starfandi landsliðsþjálfari. Allir voru sammála um hæfni hans og þau áhrif sem hann hafði á íslenska afrekskylfinga. Allt frá upphafi starfa sinna á Íslandi hafði Garner barist fyrir því að lengja æfingatímabil íslenskra kylfinga og bent á að það hlé sem margir þeirra tóku sér yfir vetrartímann væri alltof langt. Um þetta leyti var aðstaða til innanhússæfinga að breytast til hins betra.
Stærstu golfklúbbarnir tóku að leigja sér húsnæði fyrir inniæfingar og einnig komu til einkafyrirtæki sem buðu upp á búnað til slíkra æfinga. Stærst þeirra var fyrirtækið Golfheimur sem var í eigu þeirra Jóhanns Valgarðssonar og Sævars Egilssonar og hafði yfir ágætu húsnæði að ráða í Skeifunni í Reykjavík. Þar var boðið upp á marga æfingabása þar sem unnt var að slá í net, hægt að æfa innáhögg og glompuhögg að því ógleymdu að í salnum var 18 holu púttvöllur þar sem efnt var til púttmóta með reglulegu millibili. Þá kom hinn kunni golfkennari Sigurður Pétursson upp góðri inniaðstöðu til kennslu að Stórhöfða 15, skammt frá Gullinbrú, og nefndi hana Gullgolf. Landsliðin stunduðu æfingar á báðum þessum stöðum. Seinna fengu landsliðin síðan æfingaaðstöðu í Reiðhöllinni í Víðidal en þar var víðara til veggja og meira svigrúm en á hinum stöðunum.
um að fá nýjan liðsstjóra fyrir karlalandsliðið. Leitaði Hannes til hins gamalkunna kylfings Ragnars Ólafssonar sem tók málaleitaninni vel og kom á stjórnarfund hjá GSÍ þar sem hann greindi frá hugmyndum sínum um skipan mála og að hverju hann stefndi. Á sama fundi voru málefni kvennalandsliðsins einnig rædd og kom þar fram að Kristín Pálsdóttir hefði fallist á að verða liðsstjóri þess eitt ár til viðbótar. Fundargerðarbók GSÍ 563. fundur 8. janúar 1994. Mál skipuðust hins vegar þannig að ákveðið var að ráða Ragnar Ólafsson í starf hjá GSÍ og fela honum að vera landsliðseinvaldur allra landsliðanna og hafa yfirumsjón með skipulagi þjálfunar þeirra. Til marks um það traust sem ríkti milli manna má hafa það að ekki var talin þörf á að festa ákvæði hans á blað. Þeir Hannes og Ragnar tókust bara í hendur. Orð skyldu standa. Var þetta upphafið að löngu og giftudjúgu starfi Ragnars fyrir Golfsambandið.
Þótt fyrir lægi að John Garner væri góður golfkennari voru samt uppi efasemdir um árangur af starfi hans og þá fyrst og fremst vegna þess hve lítið hann var á landinu og bent var á Metnaðarfull landsliðsstefna að það kæmi meira eða minna í hlut annarra að sjá um þjálfun landsliðanna. “Það fór ekki á Ragnar Ólafsson. Og á næsta golfþingi sem haldið milli mála að golfkennarar voru ekki sammála var á Akureyri 1995 lá fyrir mikið um kennsluaðferðir Garners.”Munnleg heimild: plagg: “Stefnumótun GSÍ vegna landsliðsstarfsemi til Hannes Guðmundsson. Mörgum fannst líka árangurinn aldamóta og markmiðssetnig fyrir landsliðin og leiðir láta á sér standa. Málefni landsliðanna voru aðalverkefni að markmiðunum.” Í íþróttahreyfingunni var þarna um GSÍ og meira en helmingur þeirra fjármuna sem samtímamótagjörning að ræða þar sem sérsambönd innan bandið hafði yfir að ráða rann til þeirra. Þá var einnig ÍSÍ höfðu ekki áður gert slíka langtímaáætlun. Miklar farið að finna að því að samræmi skorti. Sjaldan var þó umræður urðu á þinginu um þetta metnaðarfulla plagg deilt um val á landsliðunum en sætum í þeim var nær svo og þá stefnu að setja enn hærra hlutfall tekna samalgilt úthlutað eftir þeim stigum sem kylfingar unnu sér bandsins í landsmiðsmál en áður. Sammála voru þingfullinn á fyrirfram ákveðnum mótum. trúar um að þótt miklu væri til kostað og markið sett hátt væri það vel þess virði að kljást við verkefnið. Á golfþinginu 1994 var mikið fjallað um landsliðsmálin og þar samþykkt ályktun um að stjórn GSÍ ætti að koma Helstu markmið áætlunarinnar var að festa íslenska golfá fót landsliðsnefnd sem hefði með öll golflandsliðin að gera, auk þess sem nefndin átti að vinna að stefnumótun í landsliðið í sessi, auka breidd í íþróttinni og bæta árangur í öllum alþjóðlegum mótum sem GSÍ sendi keppendur landsliðsmálum. Í framhaldi af ályktuninni skipaði stjórn GSÍ landsliðsnefnd. Formaður hennar var Ólafur Jónsson til. Sagði í greinargerð að fyrsta og mikilvægasta skrefið hefði þegar verið stigið. Stjórn GSÍ hefði sýnt ótvíræðan en með honum í nefndinni voru Jóhanna Ingólfsdóttir, vilja til að breyta og efla stjórn landsliðsmála og taka á Jón Emil Árnason og Arnar Már Ólafsson. þeim með nýjum og skipulögðum hætti. Æfingar hefðu staðið yfir frá því í lok október auk þess sem nýjar áherHandsal látið duga slur í landsliðsmálum hefðu verið kynntar fyrir leikmönnum og forsvarsmönnum stærstu klúbbanna. GolfsamLandsliðsnefndin og stjórn GSÍ tóku síðan ákvörðun
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
235
band Íslands: Þinggerð 11. febrúar 1995. Markmið karlalandsliðsins átti að vera að skapa sér öruggan sess í B-flokki Evrópumótsins og stefna átti að því að eiga a.m.k. 10 leikmenn sem hefðu 0 í forgjöf eftir þrjú ár og 40-50 sem væru með 2 eða minna í forgjöf eftir fimm ár. Kvennalandsliðið átti að stefna að því að ná fyrsta til þriðja sæti í B-flokki Evrópumótsins og að a.m.k. fimm konur yrðu með 5 eða minna í forgjöf eftir 5 ár. Varðandi unglingalandslið karla var stefnan sett á að það yrði örugg B-þjóð og besti árangur liðsins skilaði því í A-flokk. “Auk þess er stefnt að því að auka breiddina með því að laða fram yngri afrekskylfinga með skipulögðu útbreiðslu- og æfingaplani.” Og hvað stúlknalandsliðið varðaði var sagt að stefnt skyldi að því að senda lið á Evrópumót þegar meðalforgjöf yrði orðin 9. Í leiðum að markmiðunum var það m.a. talið upp að bæta þyrfti aðstöðu kylfinga til æfinga innanhúss sem utan, auka þyrfti skipulagðar æfingar allan ársins hring og auka samstarf og samhæfingu milli klúbba, GSÍ og kennara með öflugu upplýsingaflæði. Þá var talið nauðsynlegt að auka reynslu kylfinga með þátttöku í mótum og æfingabúðum erlendis og að GSÍ þyrfti að leita leiða til þess að tryggja að landsliðskylfingar bæru ekki fjárhagslegan skaða af því að keppa fyrir land og þjóð. Sjálfsagt þótti sumum djarft teflt með þessari stefnuyfirlýsingu ekki síst vegna þess að íslensku golflandsliðin höfðu ekki gert miklar rósir næstu árin á undan og vermt botnsætin í flestum mótum sem þau tóku þátt í. En árangurinn lét raunar ekki á sér standa. Keppnistímabilið 1997 var það besta í sögu golfsins á Íslandi svo sem nánar er rakið í þessum kafla, enda miklum fjármunum varið bæði til undirbúnings og keppnisferða og átti það mestan þátt í að fjárhagsleg afkoma sambandsins var slök það árið. Því var talið nauðsynlegt að rifa seglin í bili enda hafði GSÍ enga afgangsjóði til þess að ganga í. Meðan verið var að rétta af kórsinn varð að lækka framlag til allra landsliðanna og var greinilegt að landsliðseinvaldurinn, Ragnar Ólafsson, var ekki ánægður með slíkt og sendi mönnum tóninn í skýrslu sinni á golfþinginu í febrúar 1999 en þar sagði hann m.a.: “Þó svo að allir vilji sjá framfarir og betri árangur frá ári til árs þá er það ekki hægt með þeim niðurskurði sem átti sér stað á síðasta þingi. Sá niðurskurður var ekki gerður
236
vegna lélegs árangurs eða áhugaleysis leikmanna því hvort tveggja hafði skilað besta árangri sem við höfum náð með landslið og einstaklinga í mótum til þessa. Ekki ætla ég að leggja dóm á það hvað orskaði þennan niðurskurð en hann var vanhugsaður að mínu mati og ekki þau skilaboð sem ég vildi færa okkar bestu kylfingum. Það er alltaf einfaldasta leiðin að skera niður og gera ekki neitt, en það kostar vinnu og skipulag að afla meiri tekna til þess að stefna hærra og lengra. En það þarf svo golfíþóttin staðni ekki og stjórnendur golfmála nái að fylgja eftir þeirri gríðarlegu útbreiðslu sem við höfum orðið vitni að síðastliðin ár.”Golfsamband Íslands. Þinggerð 5.-6. febrúar 1999. Og eftir sumarið 1999 var Ragnar enn greinilega óánægður og telur að golfmálin séu komin að tímamótum. “Síðasta ár hefur rúllað en fátt toppað enda hálfgerður doði yfir öllu ef þannig má að orði komast,” segir Ragnar og bætir því við að doðinn nái til kylfinga og kennara og ekki undanskilur hann sjálfan sig. Golfsamband Íslands. Þinggerð 12.-13.nóvember. Telur hann þörf á uppstokkun og bindur vonir við að stefnumótunarvinna sem komin var í gang beri árangur. Og brátt bjarmaði fyrir betri tíð. Vorið 1999 fékk GSÍ Peter Mattsson sem stjórnaði öllum landsliðsmálum Svía til að koma í heimsókn og halda fyrirlestur fyrir íslenska landsliðsfólkið. Þar greindi hann frá því hvernig Svíar högðu uppbyggingu sinni og þeirri vinnu sem bjó að baki þeirri staðreynd að þeir voru í fremstu röð Evrópuþjóða í golfi. Sjálfsagt hafa GSÍ menn haft þetta erindi í huga þegar þeir settust niður skömmu síðar og mótuðu stefnu til næstu fimm ára. Og hún átti ekki að vera orð á blaði heldur átak til að rífa sig upp úr þeim doða sem Ragnar Ólafsson hafði talað um. Í fjármálum var hafin ný tíð hjá GSÍ að því leyti að fengnir voru styrktaraðilar fyrir sambandið í meira mæli en áður og áttu landsliðin að njóta góðs af því. Gunnar Bragason sem þá var orðinn forseti GSÍ var ekki í vafa um að hræra þyrfti rösklega upp í afreksmálunum og naut við það stuðnings bæði stjórnar og framkvæmdastjóra sambandsins, Harðar Þorsteinssonar. “Það sem við vorum að gera í landsliðsmálum skilaði sér einfaldlega ekki. John Garner starfaði ekki lengur fyrir sambandið en kom hingað þó öðru hverju á eigin vegum og tók þá fólk í kennslu og æfingar, jafnt landsliðsfólk
sem aðra. Þjálfun afreksfólksins var nokkuð brotakennd og þótt Ragnar Ólafsson væri allur af vilja gerður og ynni gott starf var bæði honum og öðrum ljóst að nýtt blóð yrði að koma til sögunnar. Við leituðum ráða hjá sænska golfsambandinu og báðum þá að benda á menn sem gætu komið til greina sem landsliðsþjálfari okkar. Meðal þeirra sem þeir nefndu var Staffan Johannsson sem var þá yfirþjálfari í golfklúbbi í Svíþjóð en átti að baki mikinn frægðarferil með sænska landsliðið og hafði verið liðsstjóri þess í mörgum stórmótum. Við höfðum samband við hann og niðurstaðan varð sú að hann var tilbúinn að taka verkefnið að sér.”Munnleg heimild: Gunnar Bragson, fyrrverandi forsteti GSÍ í viðtali við bókarhöfund. Stjórn GSÍ var einhuga um ráðningu Staffans en því var ekki að neita að út á við voru nokkuð deildar meiningar um ráðninguna. Töldu sumir að hann væri of dýr maður fyrir sambandið og hefði sama fótakefli og John Garner, ætlaði ekki að vera búsettur hér á landi heldur aðeins koma af og til. Hinn 28. janúar 2000 hélt Golfsambandið blaðamannafund, tilkynnti ráðningu Staffans til næstu þriggja ára og að Ragnar Ólafsson yrði honum til aðstoðar. Þar kom fram að hann myndi koma 8-10 sinnum á ári til Íslands næstu árin auk þess sem hann myndi fylgja íslenskum kylfingum á mót og í æfingabúðir erlendis. Athygli vakti að Staffan taldi æfingaaðstöðu íslensku kylfinganna jafnvel yfir vetrartímann vel viðunandi. “Hann sagði að innanhússaðstaða kylfinga á höfuðborgarsvæðinu hefði komið sér á óvart og væri betri en hann bjóst við. Ég hef skoðað þrjá staði og þeir eru ekki ólíkir innivöllum í smærri borgum í Svíþjóð. Margir hafa einnig sagt að það hái íslenskum kylfingum að stunda greinina á veturna. Ég held hins vegar að veturinn komi ekki að sök því íslenskir kylfingar geta komið sér í gott form og einnig æft inni.”Morgunblaðið 29. janúar 2000. Ragnar Ólafsson var staddur á umræddum blaðamannafundi og mátti ljóst vera að fáir voru kátari með þessa ráðstöfun en hann. “Við höfum kannski strandað á að halda áfram á sömu braut undanfarinna ára og því er nauðsynlegt að fá góðan mann til þess að stýra starfinu bæði með kennurum og kylfingum. Þannig getum við kannski ungað út kylfingum sem tækju þátt í atvinnumannamótum eins og Svíar gera,” var haft eftir Ragnari. Morgunblaðið 20. janúar 2000.
Það kom fljótt í ljós að ráðning Staffan Johannsson hafði mikla þýðingu. Um það mál sagði Gunnar Bragason. “Eftir að Staffan kom til starfa kom fljótlega fram hugarfarsbreyting, ekki aðeins hjá kylfingunum heldur líka hjá þjálfurum klúbbanna en frá fyrstu tíð náði hann góðu og jákvæðu samstarfi við þá. Hann sýndi að hverju hann stefndi og hvernig hann ætlaði að vinna verkin og vann fólk á sitt band. Fyrst og fremst leiddi hann mönnum fyrir sjónir hvað þeir þyrftu að gera til þess að eiga möguleika á því að ná langt. Vinnuaðferð hans var sú að hann kom til landsins í ákveðinn tíma, fylgdist með kylfingum og setti upp æfingaáætlun sem Ragnar fylgdi síðan eftir. Auðvitað gerðum við okkur grein fyrir því að uppbyggingin myndi taka sinn tíma en árangurinn leit dagsins ljós jafnvel fyrr en við bjuggumst við.”Munnleg heimild: Gunnar Bragason í viðtali við bókarhöfund. Látlaust hálfrar aldar afmæli Hinn 14. ágúst 1992 minntist Golfsamband Íslands fimmtíu ára afmælis síns. Ekki var um stórhátíðarhöld að ræða vegna tímamótanna enda mikið um að vera á afmælisdaginn þar sem hann bar upp á opnunardag Norðurlandamótsins í Grafarholti. Þó var efnt til samkomu í golfskálanum í Grafarholti sem hófst með því að Páll Ásgeir Tryggvason fyrrverandi forseti sambandsins flutti ávarp. Síðan var helgistund sem séra Vigfús Þór Árnason annaðist. Golfatriði hátíðarinnar var að fjögur ungmenni þreyttu kappi við fjóra roskna kylfinga og átti það að undirstrika að golf væri fyrir fólk á öllum aldri. Það atriði fór fyrir ofan garð og neðan þar sem ausandi vatnsveður kom í veg fyrir að fólk gæti fylgst með atburðinum og þeir sem það sýndu voru þeirri stund fegnastir er þeir komust aftur í hús. Dagskráin hélt síðan áfram með ræðum Konráðs R. Bjarnasonar forseta GSÍ og Guðmundar Björnssonar formanns GR en að þeim loknum var gestum boðið upp á kaffi og með því í skálanum. Við þetta tækifæri var sérstaklega um það fjallað að þegar GSÍ var stofnað voru skráðir iðkendur íþróttarinnar taldir 235 en voru orðnir 5.500 á hálfrar aldar afmælinu. “Það leiddi eitt af öðru” Sem fyrr segir voru tvö golfþing haldin árið 1999. Þingið í febrúar var haldið í Reykjavík. Eftir að hafa flutt þing-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
237
breyttu fyrirkomulagi þar sem kylfingum fjölgaði stöðugt og þar með tekjum sambandsins. Ferðir til klúbbanna í upphafi forsetatíðar minnar voru mér mjög mikilvægar. Þar kynntist maður mörgu góðu fólki og sá með eigin augum hvað brann á mönnum. Mér fannst sjálfum að stöðugt þokaðist í rétta átt. Mikilsverðust var sú fjölgun klúbba og félaga sem varð á þessum tíma. Það styrkti hreyfinguna verulega. Fjölgun kylfinga var raunar ekkert séríslenskt fyrirbrigði á þessum árum. Hún tók til margra landa og víða glímdu menn við svipuð vandamál og við á Íslandi. Það var helst á Bretlandi sem þróunin var aðeins hægari en samt mikil. Þar var golfið orðið hluti af þjóðarmenningunni.
heimi skýrslu sína tilkynnti Hannes Guðmundsson sem verið hafði forseti sambandsins í sjö ár að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs og þakkaði fyrir sig. “Að mínu mati er Golfsambandið og á að vera ótrúlega sterkt, til þess höfum við alla burði þar sem okkur hefur tekist að sameina alla golfstarfsemi undir hatt sambandsins. Á meðan það varir, við höldum hópinn og höfum gæfu til að vinna saman mun Golfsambandið halda áfram að vaxa og dafna,” voru lokaorð Hannesar sem þakkaði svo sérstaklega Frímanni Gunnlaugssyni fyrir gott samstarf og frábært starf hans í þágu Golfsambands Íslands. Golfsamband Íslands. Þinggerð. 5.-6. febrúar 1999. Ekki verður annað sagt en að starf Golfsambands Íslands í forsetatíð Hannesar hafi verið árangurs- og viðburðaríkt. Þegar hann var beðinn um að líta yfir farinn veg í tilefni útkomu þessarar bókar sagði hann: “Þótt ég minnist þessa tíma sem samfelldrar ánægjutíðar fannst mér kominn tími á mig sem forseta og það væri hollt fyrir golfhreyfinguna að kalla nýjan mann til starfa. Allan tímann sem ég gegndi forsetastarfinu var samstarfið í stjórn sambandsins einstaklega gott og þar valinn maður í hverju rúmi. Metnaður og áhugi fyrir viðgangi golfíþróttarinnar réði för hjá öllum. Vissulega fékk stjórnin stundum erfið mál að glíma við og fjárhagsörðugleikar voru nánast alltaf fyrir hendi. Á því varð raunar bót með
238
Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem olli auknum golfáhuga á Íslandi. Þar var um samspil margra þátta að ræða. Á þessum árum fór fjöldi Íslendinga til útlanda í þeim tilgangi að leika golf og kynntist þar góðum völlum og fyrsta flokks aðstæðum. Það átti sinn þátt í að auka kröfurnar hérlendis og vellirnir tóku að batna svo um munaði. Hið tilviljunarkennda fór að víkja fyrir fagmennskunni. Þeim fjögaði stöðugt sem fóru til útlanda, lærðu þar umhirðu golfvalla og fluttu heim með sér margskonar þekkingu. Um leið og vellirnir tóku að batna jókst ánægja fólks að af leika golf og hún smitaði út frá sér. Þetta var þróun fremur en byltingarkennd breyting. Og um leið og fólk fór að stunda golf kynntist það bestu hliðum íþróttarinnar, metnaðinum að bæta árangur sinn, útiverunni og félagskapnum. Það leiddi eitt af öðru.”Munnleg heimild: Hannes Guðmundsson í viðtali við bókarhöfund. Forseti utan af landi Í stað Hannesar var Gunnar Bragason kjörinn forseti Golfsambandsins. Félagslegur bakgrunnur hans var annar en þeirra sem gegnt höfðu forsetaembættinu til þessa. Allir fyrri forsetar höfðu verið félagar í stærsta og öflugasta golfklúbbi landsins, Golfklúbbi Reykjavíkur, en Gunnar kom úr golfklúbbnum á Hellu, litlum og fámennum klúbbi. Þar hafði hann verið í framvarðasveit, en aldrei þó formaður. “Fyrir golfþingið sem haldið var í febrúar 1999 var hringt í mig þar sem ég var staddur úti í New York, og
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
239
þess farið á leit við mig að ég kæmi inn í varastjórn GSÍ sem ég féllst á. Varastjórnarmenn sátu alla stjórnarfundi hjá GSÍ þannig að ég komst fljótt inn í þau verkefni sem stjórnin var að vinna og tók að mér að verða formaður mótanefndar. Áður hafði ég m.a. verið mótsstjóri þegar landsmótið var á Hellu. Þegar Hannes ákvað að hætta sem forseti kom nafn mitt einhverra hluta vegna inn í umræðuna og eftir að hafa hugsað mig um góðan tíma ákvað ég að slá til. Kannski fannst mönnum tími til kominn að forseti GSÍ kæmi frá klúbbi utan Reykjavíkursvæðsins en þótt það færi aldrei hátt í hreyfingunni né ylli henni skaða þá var það óneitanlega svo að stóru klúbbarnir höfðu vissa sérhagsmuni sem þeir vildu að tekið væri tillit til.”Munnleg heimild: Gunnar Bragason í viðtali við bókarhöfund. Þegar Gunnars settist í forsetastólinn hjá GSÍ segist hann hafa haft nokkuð mótaðar hugmyndir um það sem hann vildi koma í verk. Aukin þjónusta var forgangsverkefnið “Verkefni sambandsins voru svo mörg og fjölþætt að það varð ekki komist hjá því að forgangsraða. Það var skoðun mín að eitt það fyrsta sem gera þyrfti væri að efla þjónustuhlutverk GSÍ við umbjóðendur sína, klúbbana. Frímann Gunnlaugsson hafði haft það hlutverk á hendi en hann barðist við alvarleg veikindi og hafði að auki haft það viðamikla verkefni á hendi að undirbúa nýtt forgjafar- og vallarmatskerfi á undangengnum árum. Hörður Þorsteinsson var kominn til starfa sem framkvæmdastjóri en honum fylgdu nýjar hugmyndir og nýir straumar. Það lá í loftinu krafa um að GSÍ spýtti í lófana á mörgum sviðum. Auk aukinnar þjónustu við klúbbana lá fyrir að efla þyrfti eigin fjáröflun sambandsins og settum við okkur það djarfa markmið að auka hana um 25% á ári og var það forgangsverkefni hjá Herði að vinna að því. Tókst vel til í þeim efnum en við urðum vissulega varir við það að sumum klúbbunum stóð ógn af því sem við vorum að gera og töldu að við seildumst of langt inn á fjáröflunarsvið þeirra. Samstarfsamningar sem við vorum að gera við fyrirtæki hindruðu þá í að fá sömu fyrirtæki sem styrktaraðila. Í því var vitanlega sannleikskorn en mönnum hætti til þess að líta fram hjá því að efling Golfsambandsins var líka þeirra hagur. Sú stefna var tekin í umræddum málum að leita eftir stærri samningum við færri aðila en leita
240
ekki til þeirra aðila sem við vissum að studdu klúbbana og þegar upp var staðið held ég að fjáröflunarverkefni GSÍ hafi ekki breytt miklu fyrir þá. Klúbbunum stóð meiri ógn af því að GSÍ væri að fara út á þessa braut en að hún væri svo gengin. Menn voru ekki sammála en ákvörðun þurfti að taka og ég held að þegar upp var staðið hafi ríkt góð sátt um að GSÍ efldi starfsemi sína á þennan hátt. Markmiðið um veltuaukningu náðist hins vegar og vel það. Árið 1998 var velta sambandsins 22 milljónir króna en var komin upp í 46 milljónir árið 2001. Ýmislegt annað en eigin fjáröflun kom þar við sögu. Skattgjald klúbbanna af félögum var hækkað lítillega og eins fékk GSÍ því framgengt vegna aukinnar félagatölu að vera hækkað um flokk í styrkúthlutunum ÍSÍ sem einnig kom til góða varðandi lottótekjur. Stefnumótun til ársins 2005 Að frumkvæði Gunnars Bragasonar og stjórnar hans var ákveðið að sambandið hæfi umfangsmikla stefnumótunarvinnu vorið 1999 þar sem lagðar yrðu meginlínur fyrir starfsemi sambandsins til ársins 2005. Jafnframt því var mótuð stefna varðandi þjálfun landsliðsins og því sett markmið. Vann stjórnin stefnumótunarvinnuna ásamt starfsmönnum sambandsins, landsliðsnefnd, þjálfurum og liðsstjórum landsliðsins. Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur var fenginn til þess að leiða hópavinnu við verkið og að setja upp áætlunina með Herði Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Grunnhugsunin á bak við hina nýju stefnumótun var að gera Golfsamband Íslands virkara gagnvart þeim aðilum sem nýttu sér þjónustu sambandsins. Nýtt skipurit var gert þar sem starfseminni var skipt í fjögur meginsvið: þjálfunar-, fræðslu,- fjármála- og þjónustusvið. Jafnframt var skilgreint undir hvaða svið hver og ein starfsnefnd sambandsins heyrði. Stefumótunartillögurnar voru síðan sendar öllum aðildarklúbbum GSÍ og einnig teknar fyrir á formannafundi sambandsins sem haldinn var í október 1999 auk þess sem hún var rædd á golfþinginu um haustið. Þar voru menn ekki alveg á eitt sáttir og var greinilegt að sumir óttuðust aukna fyrirferð Golfsambandsins. “Menn spurðu hvort það væri æskilegt að GSÍ héldi áfram að blása sig út og stækka. Hvort það væri rétt stefna að GSÍ legði
svo mikla áherslu á að auka veltu sína og eigin fjáröflun. Það voru ekki allir á þeirri línu og höfðu vitanlega rétt til þess að ræða málið og gagnrýna. Okkar var að svara fyrir stefnumótunina og kynna hver væri tilgangurinn með henni. Hvers vegna við værum að leggja þetta til og koma á framfæri að með áætluninni værum við ekki að stíga ofan á klúbbana heldur þvert á móti að hjálpa þeim til þess að verða stærri og öflugri.”Munnleg heimidl: Gunnar Bragason. Allir voru þó sammála um að stefnumótunin fæli í sér mikinn metnað fyrir hönd golfíþróttarinnar og svo fór að eftir umræðurnar gengu menn sáttir frá borði. Eftir þingið var eitt af fyrstu skrefunum að ráða viðbótarstarfsmann á skrifstofu sambandsins. Sá var Edwin Rögnvaldsson og voru aðalverkefni hans að sjá um unglingamál, GSÍ mótin, samskipti við fjölmiðla og útgáfumál en á árinu 2000 var ákveðið að auka útgáfu blaðsins “Golf á Íslandi” í þrjú tölublöð árlega. Jafnframt því var Páll Ketilsson fenginn til þess að sjá um uppsetningu blaðsins. Flóknar reglur vöfðust fyrir flestum Frá fyrstu tíð hefur sú meginregla gilt í golfíþróttinni að leikmenn eru dómarar í eigin sök, gangstætt því sem gerist í öllum öðrum íþróttagreinum. Kannski varð það öðru fremur til þess að golfíþróttin hefur alltaf verið talin “heiðursmannaíþrótt” þar sem skýrskotað hefur verið til heiðarleika leikmanna. En golfreglurnar hafa alla tíð verið margar og flóknar enda koma jafnan upp fjölmörg álitamál í leiknum og þótt leikmenn væru allir af vilja gerðir að leysa þau voru aðstæður oft þannig að það var ekki á þeirra valdi að kveða upp úrskurði. Eins og fram hefur komið í fyrri köflum var útgáfa á golfreglum eitt af stórverkefnum Golfsambands Íslands þegar frá upphafi. Þar voru reglur St. Andrews einskonar biblía en höfuðvandamálið var að þær tóku tíðum breytingum og þurfti því stöðugt að vera að endurþýða þær og dreifa til klúbba og kylfinga og fór stundum drjúgur hluti tekna Golfsambandsins í slík verk. Annað sem skapaði einnig vandamál í sambandi við reglurnar var að aðstæður á Íslandi voru vitanlega allt aðrar en reglurnar miðuðu við. Staðarreglur voru mismunandi eftir völlum og stundum hreinlega um ekkert annað að gera en að hafa þær nokkuð frjálslegar. Í reglum St. Andrews var t.d.
ekkert að finna um hvernig bregðast ætti við ef boltinn hafnaði í kúaskýt eða kartöflugarði! Þeir einstaklingar innan golfhreyfingarinnar sem tóku það að sér að þýða hinar alþjóðlegu golfreglur og koma þeim á prent urðu brátt einskonar sjálfskipaðir dómarar á stærri golfmótum á Íslandi. Þar kom Kristján Einarsson mikið við sögu en hann átti sæti í stjórn GSÍ í um tuttugu ár, var lengi gjaldkeri sambandsins og kom að útgáfu golfreglanna. Síðar komu aðrir við sögu og er þar sérstaklega hægt að nefna Þorstein Svörfuð Stefánsson sem vann mikið starf í dómgæslu og fræðslu um golfreglurnar. Talið var nauðsynlegt að mennta fólk til að annast dómgæslu á mótum og var komið upp réttindakerfi sem skiptist í tvennt. Annars vegar voru veitt héraðsdómararéttindi og hins vegar landsdómarararéttindi. Fyrsta landsdómaranámskeið á vegum GSÍ var haldið árið 1990 og voru þá úrskrifaðir 5 landsdómarar og sama ár var gert átak í að fjölga héraðsdómurum og fengu þá 20 manns slík réttindi. Eftir þetta var námskeiðahald fyrir dómara nánast árlegur viðburður. Reyndist það mikið framfaraspor í þessum málum þegar farið var að halda dómaranámskeið í klúbbunum sjálfum, auk opinna námskeiða þar sem almennum kylfingum voru kynntar helstu golf- og umgegnisreglur. Smátt og smátt urðu klúbbarnir sjálfum sér nógir í dómaramálum en á öllum stærri mótum komu þó dómarar skipaðir af GSÍ við sögu, enda beinlínis kveðið á um það í reglugerð mótanna. Lengi vel fóru einungis karlmenn með dómgæsluna en á árinu 1997 urðu þau þátttaskil að fyrsta íslenska konan fékk dómararéttindi. Var það Anne Metta Kokholm, félagi í Golfklúbbnum Bakkakoti. Tveir með æðstu dómararéttindi Þeir Kristján og Þorsteinn Svörfuður voru fyrstir Íslendinga til þess að öðlast æðstu dómararéttindi í golfi. Það gerðist í febrúar 1992 en þá sátu þeir námskeið sem haldið var á vegum The Royal &Ancient í St. Andrews. Þangað fékk hvert golfsamband í Evrópu að senda tvo þátttakendur og eftir stranga fyrirlestra um almenna dómgæslu urðu þeir að gangast undir próf sem þeir stóðust báðir með sóma. Um námskeiðið sagði Kristján m.a. í viðtali við blaðið Golf á Íslandi: “Fyrri hluti þess var þannig að menn voru reglubókar-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
241
lausir, en urðu samt sem áður að rökstyðja úrskurði sína með tilvísun til ákveðinna reglna. Í seinni hlutanum máttu menn vera með bækur en þá var úrskurðað umvafaatriði með tilheyrandi rökstuðningi, menn þurfu að lesa úr teikningu og í lokin var fylgst með leikmanni leika 9 holur, og telja á hann höggin. Þessi leikmaður lenti í allskyns ævintýrum og gerði fjölda mistaka þannig að hann fékk mörg og allskyns víti. Í lokin fengu dómararnir allskyns úrskurði sem voru svo til fullunnir en þurfti að vinna frekar og úrskurða endanlega.”Golf á Íslandi 1. tbl. 3. árg. 1992. Dómaramálin voru þó ekki eina verkefnið sem þeir sem fóru með þau mál hjá Golfsambandinu þurftu að fást við. Þeim var einnig falið að fylgjast með öðrum lögum og reglugerðum sem sífellt voru að skjóta upp kollinum í hinum stóra golfheimi. Meðal þeirra mála voru áhugamannaréttindi sem lengi voru í deiglunni. “Golf á Íslandi” hefur göngu sína Útgáfumál voru löngum snar þáttur í starfi Golfsambandsins. Með reglulegu millibili þurfti að koma á framfæri breytingum á alþjóðlegum golfreglum og öðru hverju tók GSÍ sig til, lét endurþýða reglurnar með breytingum og umbótum og gaf út í myndarlegu riti sem dreift var til golfklúbbanna. Þá gaf sambandið einnig árlega út upplýsingarit um starfsemi sambandsins og fyrirhuguð mót á tímabilinu. Útgáfunni var breytt árið 1995 og þá gefin út ítarleg golfhandbók sem hafði auk skrár um mót að geyma upplýsingar um alla golfklúbba landsins og teikningar af öllum völlum. Þótti handbókin hið mesta þarfaþing en áframhald varð þó ekki á útgáfu hennar þar sem langt var frá því að auglýsingar sem í henni birtust stæðu undir kostnaði og sambandið hafði ekki efni á að greiða með henni. Síðar kom að því að einkafyrirtæki tók við útgáfa handbókarinnar og var hún síðan gefin út í mörg ár með svipuðu sniði og var í upphafi.
242
Lengi hafði sú von blundað meðal GSÍ manna að sambandið stæði fyrir útgáfu á tímariti sem færði golfáhugafólki fréttir af starfi þess, birti upplýsingar um mót og hefði að auki að geyma almennt og áhugavert efni um golf á Íslandi. Gjóuðu menn gjarnan augum að bókahillum á skrifstofu sambandsins þar sem við blöstu innbundnir árgangar af blaðinu Kylfingi sem kom út á árunum 1935 – 1959 en enginn efaðist um að það blað átti sinn þátt í því að golfíþróttin skaut rótum á Íslandi og var að auki merkileg heimild um starf frumherjanna. Það vafðist þó verulega fyrir mönnum að feta í þau fótspor og var það ekki fyrr en árið 1990 sem á það var látið reyna hvort slík útgáfa væri möguleg eða ekki. Gylfi Kristjánsson, þrautreyndur blaðamaður og golfáhugamaður, var fenginn til að ritstýra blaðinu sem fékk heitið Golf á Íslandi og kom fyrsta tölublaðið út í tengslum við Evrópumót unglinga á Grafarholtsvellinum. Hafði blaðið að geyma ýmsar upplýsingar um mót sumarsins 1989, auk viðtala við Frímann Gunnlaugsson framkvæmdastjóra GSÍ og Hannes Þorsteinsson umsjónarmann unglingamála hjá sambandinu. Aðaltekjustofn blaðsins áttu að vera auglýsingar. Fyrsta blaðinu var dreift endurgjaldslaust til allra golfklúbba á landinu en ætlunin var að þeir myndu síðan sjá um sölu á blaðinu. Áhugaleysið allsráðandi Svo fór að langt var frá því að blaðið stæði undir sér. Auglýsingatekjur voru sáralitlar og því verulegt tap á út-
gáfunni. Eins og stundum áður þegar verið var að prenta fyrir GSÍ sá Konráð R. Bjarnason forseti sambandsins fyrir því að ekki var gengið hart eftir því að prentaðilinn, Félagsprentsmiðjan, sem hann var líka í forsvari fyrir, fengi reikninga sína greidda. Greinilegt var að stjórnarmenn í GSÍ urðu fyrir vonbrigðum með blaðið og undirtektir við það. Fundagerðarbók GSÍ. 498. fundur 8. ágúst 1990. Horfið var frá þeim áformum að gefa út annað tölublað seinna á árinu og var það ekki fyrr en haustið 1991 sem blaðið kom út að nýju. Þá var Frímann Gunnlaugsson titlaður ábyrgðarmaður blaðsins og Gylfi Kristjánsson umsjónarmaður. Í einskonar leiðara í því blaði undir yfirskriftinni “ Erfiðar fæðingarhríðir” var fjallað um viðtökunar sem fyrsta tölublaðið fékk og sagði þar m.a.: “Annað sem sjálfsagt er að gera að umræðuefni er það sem virðist áhugaleysi kylfinga almennt gagnvart blaði sem þessu sem ætti, ef allt væri eðlilegt að geta orðið einn helsti vettvangur þeirra. Ekkert aðsent efni barst, og sem dæmi um áhugaleysið má nefna að samtök kylfinga sem starfa innan vébanda Golfsambandsins og voru beðin um efni í blaðið svöruðu með þögninni einni saman og hunsuðu þá beiðni!!” Golf á Íslandi 1. tbl. 2. árg. 1991. En boltinn var tekinn að rúlla. Í tilefni af 50 ára afmæli GSÍ var gefið út myndarlegt afmælisblað árið 1992 þar sem saga sambandsins og merkisviðburðir voru rifjaðir upp. Það blað stóð vel undir kostnaði og eftirleiðis voru gefin út tvö blöð á ári um langt skeið. Kom annað þeirra venjulega út skömmu áður en golfvertíðin hófst á vorin og seinna blaðið kom út að hausti til. Venjulega voru síðan gefin út aukablöð í tengslum við landsmótið og voru þau venjulega á vegum þeirra klúbba sem héldu mótið hverju sinni. Allt fram til ársins 1998 var Frímann ábyrgðarmaður blaðsins og Gylfi umsjónarmaður en frá og með 1. tbl. 1998 tók Margrét Geirsdóttir við ritstjórn þess. Ný leið farin í útbreiðslumálum Allt frá upphafi var lögð áhersla á að vanda til útgáfunnar og litprenta blaðið að mestu eða öllu leyti sem alls ekki var þó algengt á fyrstu útgáfuárum þess. Efni blaðsins tók fljótlega á sig hefðbundið snið. Birtar voru fréttir af starfi GSÍ og fjallað um árangur þeirra liða sem send voru utan til keppni. Íslandsmótinu voru jafnan gerð góð skil og ennfremur birt viðtöl við afrekskylfinga og þá sem voru að vinna að málefnum hreyfingarinnar. Snemma byrjaði blaðið líka að birta þætti um starf einstakra klúbba og
fjalla um velli þeirra. Í sinni fyrstu ritstjórnargrein sagði Margrét Geirsdóttir: “Það er alltaf álitamál hvert á að vera efni blaðs eins og þessa sem kemur út einu sinni eða tvisvar á ári. Það liggur í hlutarins eðli að það verður tæpast fyrst með fréttirnar. Hins vegar er blaðið kjörinn vettvangur fyrir sérmálefni golfhreyfingarinnar eins og t.d. forgjafarmál, golfreglur og dóma. Fréttir af vettvangi GSÍ og einstakra golfklúbba eiga heima í blaðinu.”Golf á Íslandi 1. tbl. 9. árg. 1998. Fyrstu árin eftir að blaðið hóf göngu sína var hafður sá háttur á að blaðið var sent völdum hópi fólks í golfklúbbunum með 500 króna gíróseðli og fengu þeir sem seðilinn greiddu næsta blað. Tekjur blaðsins voru því jafnan ótryggar og oftast erfitt að ná endum saman. Á golfþinginu 1996 var gerð veigamikil breyting. Þá lagði stjórn GSÍ fram tillögu um að allir golfklúbbar í landinu greiddu 350 króna aukagjald af hverjum félaga sínum sem síðan fengju blaðið sent en hliðstætt fyrirkomulag hafði ríkt á Norðurlöndunum um langan tíma þar sem litið var á blaðaútgáfuna sem nauðsynlegan þátt í tengslum golfsambandanna við hina almennu félaga í hreyfingunni. “Stjórn sambandsins er þess meðvituð að hver króna skiptir golfklúbbana máli, en telur réttlætanlegt að fara þessa leið til að tryggja hreyfingunni sterkt málgagn, sem vonandi getur skilað sambandinu meiri tekjum í framtíðinni,” sagði Hannes Guðmundsson forseti GSÍ í skýrslu sinni á golfþinginu. Golfsamband Íslands. Þinggerð 17. febrúar 1996. Tillagan var samþykkt samhljóða á þinginu og markaði hún tímamót í sögu blaðsins. Fjárhagslegur grundvöllur þess var tryggður og útbreiðsla blaðsins jókst mjög verulega þar sem blaðið var sent öllum félagsbundnum kylfingum á landinu. Það varð einnig til þess að eftirspurn eftir auglýsingum sem verið hafði lítil jókst verulega – auglýsendur sáu sér hag í því að auglýsa í blaðinu.Varð þessi ákvörðun til þess að síðar var unnt að auka enn tíðni útgáfunnar og að blaðið varð að tekjupósti í rekstri sambandsins þegar tímar liðu. “Golf með skynsemi” og alíslensk golfbók Auk blaðaútgáfunnar, útgáfu á mótaskrám og golfreglum stóð GSÍ árið 1992 fyrir útgáfu á bæklingi sem bar heitið “Golf með skynsemi.” Eins og nafnið gefur til kynna var í bæklingnum að finna hollráð til almennra kylfinga. Þorsteinn Svörfuður Stefánsson þýddi og staðfærði ritið og Ragnar Lárusson teiknari ljáði því margar bráðskem-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
243
mtilegar teikningar. Ritinu var dreift til golfklúbbanna sem síðan önnuðust sölu þess. Viðtökur voru það góðar að ekki liðu mörg ár uns það var endurprentað og hefur til þessa komið út í fjórum útgáfum. Í öðrum útgáfumálum gerðist það markverðast að árið 1998 kom út fyrsta alíslenska golfbókin. Þar lögðu þeir Úlfar Jónsson og Arnar Már Ólafsson saman krafta sína en Arnar hafði áður gefið út þrjú kennslumyndbönd um golf sem notið höfðu mikilla vinsælda. Bók þeirra félaga nefndist einfaldlega “Betra golf,” og hafði að geyma hagnýtar ráðleggingar og kennslu fyrir almenna kylfinga, ekki aðeins tæknilega heldur voru hinum huglæga þætti íþróttarinnar gerð góð skil. “... til að koma efninu til skila, notar Arnar þær aðferðir sem hafa gagnast honum best í kennslu og ég notast við mína reynslu sem keppnniskylfingur,” sagði Úlfar Jónsson eftir útkomu bókarinnar. Golf á Íslandi, 1. tbl. 9. árg. 1998. Golfefni átti ekki upp á pallborðið Þegar íslenska sjónvarpinu tók að vaxa fiskur um hrygg og hóf útsendingar á íþróttaefni var það mikið baráttumál GSÍ að golfinu yrðu gerð skil. Lengi var þó talað fyrir daufum eyrum. Í mörg ár var það eina ráðið til að fá sýnt eitthvað um golf að GSÍ keypti eða fékk gefið golfefni á kvikmyndaspólum erlendis frá og kom því til sjónvarpsins sem stöku sinnum sýndi þá stutt brot sem voru tæpast nema reykur af réttunum. Um greiðslur frá Sjónvarpinu var vart að ræða. Stóru sérsamböndin, einkum KSÍ og HSÍ, sömdu sérstaklega við sjónvarpið en ÍSÍ sá um samninga fyrir önnur sambönd og var hlutur hvers og eins fyrstu árin ekki nema frá 1-5 þúsund krónur. Sögðu GSÍ menn ekki margt ef þeir voru spurðir um það á alþjóðaþingum eða öðrum slíkum samkomum hversu miklar tekjur þeir hefðu af sjónvarpsútsendingum. En svo kom Stöð 2 til sögunnar og breytti það miklu. Þar voru golfþættir fljótlega settir á dagskrá og annaðist Björgúlfur Lúðvíksson þáverandi framkvæmdastjóri GR fyrstu þættina. Þessi samkeppni varð til þess að ríkissjónvarpið varð opnara fyrir því en áður að sýna golfefni
244
og tók að sýna vikulega þætti um golf. Önnuðust þeir Jón Óskar Sólnes og Frímann Gunnlaugsson golfþættina og sýndu þar aðallega frá mótum í Bandaríkjunum. “Þeir félagar verða á sínum stað vikulega og stefna að því að sýna upptökur frá nýlegum mótum, allt að vikugömlum.”Morgunblaðið 3. febrúar 1991. Mæltust þessir þættir vel fyrir hjá kylfingum sem fengu nú að líta það besta sem íþróttin hafði upp á að bjóða og kynnast heimsfrægum köppum á annan hátt en þeir höfðu gert áður. Fyrstu beinu útsendingar sjónvarpsins frá golfmótum voru af Ryder-bikarkeppninni. Sá galli var raunar á þeim að útsendingarnar voru látnar víkja fyrir föstum dagskrárliðum hvernig sem á stóð. Raunar þurfti ekki slíkt til. Þótti golfáhugamönnum steininn taka úr í útsendingu frá keppninni 1997 sem þá fór fram á Spáni. Þá hafði verið boðuð 22 tíma golfveisla í sjónvarpinu sem styttist svo verulega vegna margra hléa, m.a. til þess að sýna upphitun í kappakstri.”Það er því með ólíkindum þegar Sjónvarpið á tveggja ára fresti efnir til golfveislu, skuli “veislan” leysast upp í leiðindi og veislugestir verða hornreka,” sagði Gylfi Kristjánsson í grein sem hann skrifaði um málið. Golf á Íslandi 2. tbl. 8. árg. 1997. Fjallið kom til Múhammeds Eftir að Hannes Guðmundsson varð forseti Golfsambands Íslands reyndi hann ítrekað að fá meira efni um golf sýnt í sjónvarpinu og þá einkum frá mótum hérlendis en varð lítið ágengt. Var því m.a. kennt um að upptökur af mótum væru mjög kostnaðarsamar. En fyrst Múhammed komst ekki til fjallsins varð fjallið að koma til Múhammeds. “Ég áleit að það væri mikilvægt útbreiðslumál fyrir golfíþróttina að umfjöllun um hana væri aukin í sjónvarpinu og lagði þá tillögu fyrir stjórnina að GSÍ greiddi sjónvarpinu fyrir að sýna golf. Um það voru mjög skiptar skoðanir en svo fór þó að tillagan var samþykkt og í framhaldi af því var samið um að við greiddum 120 þúsund krónur sem styrk til útsendinga á golfi. Það hjálpaði okkur líka að koma að efni um golf að Logi Bergmann Eiðsson
Björgólfur Lúðvíksson framkvæmdastjóri GR byrjaði að lýsa golfi í Ríkissjónvarpinu og beitti sér sér því að nota íslensk orð, Logi Bergmann Eiðsson stýrði vinsælum þáttum um Landsmótið í golfi um margra ára skeið. Páll Ketilsson, ritstjóri Golfs á Íslandi hefur í fjölmörg ár lýst golfi á Sýn og Stöð 2.
var þá farinn að starfa hjá sjónvarpinu og var mjög ötull talsmaður þess þar innanhúss að sýna meira golf. Forráðamenn sjónvarpsins urðu fljótt varir við að mikill áhugi var á þessu efni. Næsta ár þurftum við ekki að greiða nema 60 þúsund og á þriðja ári var svo komið að sjónvarpið var farið að greiða okkur álitlega upphæð.”Munnleg heimild: Hannes Guðmundsson fyrrverandi forseti GSÍ í viðtali við bokarhöfund. Á árinu 1998 kom loks að því að beinar sjónvarpsútsendingar voru frá Íslandsmótinu í golfi. Þá sýndi sjónvarpsstöðin Sýn frá landsmótinu sem haldið var í Leirunni og þótti útsendingin sem þeir Úlfar Jónsson og Páll Ketilsson önnuðust afbragðsvel heppnuð. Í grein sem Baldur Hermannsson skrifaði í blaðið golf á Íslandi sagði hann að þeir félagar væru “slyngasta þulapar ársins í golfi” og um útsendinguna sagði hann: “Myndatakan var með ágætum, staðsetningar vélanna úthugsaðar og skipulag vel heppnað. Alls voru notaðar fimm vélar, þrír tökuturnar reistir, samanlagt unnu fimmtán manns við útsendinguna suður í Leiru, auk tæknimanna heima í húsi. Frammistaða myndatökumanna verður ekki oflofuð. Það veit enginn nema sá sem reynt hefur, hvílíkt þrekvirki það er að standa við tökuvél fimm stundir samfleytt uppi í tíu metra hæð í hífandi roki og sveljanda; það er ekki verk fyrir neina aukvisa.”Golf á Íslandi 1. tbl. 9. árg. 1998 Og með þessari útsendingu Sýnar var ísinn brotinn. Svo
ánægðir voru GSÍ menn með frammistöðu Sýnar að gerður var samningur við stöðina um útsendingu þátta frá stigamótum GSÍ og einnig frá Íslandsmótinu í höggleik. Allar götur síðan hefur verið sýnt beint meira og minna beint frá Íslandsmótinu en mismunandi hefur verið hvaða sjónvarpsstöðvar hafa annast þá útsendingu. Þegar keppni Íslensku mótaraðarinnar hófst árið 1997 var gerður samningur við Ríkissjónvarpið sem tók upp og sýndi þætti frá nánast öllum mótunum. “Það er atvinnuþref ” Eins og hjá mörgum öðrum var það draumur margra íslenskra kylfinga að gera golfíþróttinna að atvinnu sinni. Var ekki nema von að slíkt freistaði þar sem stöðugt bárust fréttir um ævintýralega háar fjárupphæðir sem menn unnu sér inn með þátttöku í atvinnumannamótum. En vegurinn að atvinnumennsku var krókóttur og grýttur og ekki nema á fárra færi að komast í hóp hinna útvöldu. En aðra leið að því að gera golfið að starfi sínu gátu íslenskir afrekskylfingar farið, þeir gátu lært golfkennslu og stundað hana sem atvinnu. En sá galli var á gjöf Njarðar að færu menn þá leið voru þeir sjálfkrafa taldir atvinnumenn og því ekki gjaldgengir í keppni áhugamanna. Á sínum tíma stundaði Magnús Guðmundsson frá Akureyri golfkennslu bæði hérlendis og í Bandaríkjunum en gat eigi að síður tekið þátt í mótum. Síðan voru skilin
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
245
skerpt og alþjóðlegar reglur settar sem skildu atvinnumenn og áhugamenn algjörlega að. Varð það eitt af verkefnum Golfsambands Íslands að kynna þessar reglur hérlendis og sjá til þess að þeim væri framfylgt. Tveir þeir fyrstu sem fengu atvinnustimpil í golfpassann sinn voru afrekskylfingarnir Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson. Sumarið 1984 var það ætlun þeirra að komaast inn á sænsku atvinnumannamótaröðina en til þess að svo gæti orðið þurftu þeir að greiða há þátttökugjöld í fyrstu og þar sem þeir fengu ekki bakhjarla slógu þeir málinu á frest en innrituðu sig í atvinnumannaskóla á Spáni haustið 1985 og misstu við það sjálfkrafa réttindi til að keppa sem áhugamenn. Þegar svo ekki varð af áformum þeirra að reyna fyrir sér ytra sóttu þeir um leyfi til Golfsambandsins um að gerast áhugamenn aftur og var það veitt án eftirgangsmuna. En það var betra fyrir þá að fara varlega eins og Sigurður benti á í blaðaviðtali: “Reglurnar eru hins vegar þannig í dag að ef þú færð áhugamannaskírteinið aftur og sækir síðan aftur um skólavist í atvinnumannaskólanum ert þú orðinn atvinnumaður fyrir lífstíð. Þetta eru auðvitað fáránlegar reglur en vonir standa til að þeim verði breytt á næstunni.”DV. 30. desember 1989. Kennararnir urðu að velja á milli Áhugamannaréttindin komu oft til umræðu bæði og golfþinginum og á stjórnarfundum hjá GSÍ. Menn fylgdust vel með því sem var að gerast úti í hinum stóra heimi og komu boðskapnum á framfæri. Sumt var skýrt annað meira túlkunaratriði. Í reglunum stóð að þeir sem tækju við greiðslum eða endurgjaldi fyrir kennslu í golfi brytu reglur um áhugamannaréttindi er vörðuðu missi þeirra. Þó máttu starfsmenn skóla eða námsstofnana kenna nemendum sínum að leika golf svo og starfsmenn sumar/vetrarbúða svo fremi að slík kennsla næmi minna en helmingi af vinnutíma þeirra á ársgrundvelli.
246
Íþróttakennarinn Jón Karlsson (t.v.) vildi ekki una því að þurfa að fórna áhugamannaréttindunum.með því að kenna golf. Skúli U. Sveinsson, blaðamaður fjallaði um málið í Morgunblaðinu. 20. júlí 1993.
Undir þá skilgreiningu féllu t.d. þeir sem störfuðu á námskeiðum hjá golfklúbbunum. Ef golfklúbbar auglýstu eftir kennurum og enginn með tilskilin réttindi sóttu um var slík kennsla talin á gráu svæði og þurfti að meta hvert tilvik fyrir sig. Reyndi nokkrum sinnum á slíkt og urðu af deilumál. Slíkt mál kom t.d. upp sumarið 1993. Jón Karlsson gerðist þá kennari hjá hinum nýstofnaða golfklúbbi Oddfellowa en tók jafnframt þátt í mótum með góðum árangri enda einn af betri kylfingum landsins. Vann hann t.d. sigur í Mitsubishi stigamótinu sem fram fór á Akureyri snemma í júlí. Var málinu skotið til Golfsambandsins sem leitaði til Mekka golfíþróttarinnar, St. Andrews og spurðist fyrir um hvort það gæti farið saman að hafa atvinnu af golfkennslu og að keppa sem áhugamaður. Stóð ekki á svörum: Slíkt var óleyfilegt. Úrskurðinum vildi Jón ekki hlýta og fékk sér lögfræðing til málarekstrar. Í íslenska golfheiminum var fylgst með málinu af mikilli athygli enda það nánast prófsteinn á rétt golfkennara. Í blaðaviðtali við Þorstein Svörfuð Stefánsson sem sæti átti í dómstól GSÍ og var kunnur golfdómari kom fram að ekki væri um annað að ræða fyrir GSÍ en að fara eftir þeim reglum sem í gildi væru “ef við ætlum okkur að vera meðlimir alþjóðlegum samtökum.” DV 4. ágúst 1993.
Þorsteinn benti einnig á að ekki væri hægt að breyta reglum um áhugamennsku í golfi á alþjóðagolfþingum. “Sérstök nefnd sæi um og setti reglur um áhugamennsku og þeim yrði ekki svo auðveldlega breytt.”Sama heimild. Jón benti hins vegar á það í málsvörn sinni að hann væri íþróttakennari að mennt og hefði því rétt til að kenna hvaða íþrótt sem væri og að auki væri það staðreynd að margir kylfingar hefðu sumarvinnu af því að kenna á námskeiðum hjá golfklúbbum og eitt ætti yfir alla að ganga. En niðurstöðunni varð ekki breytt. Golfkennsla sem aðalstarf þýddi að hann væri atvinnumaður í íþróttinni. Í kjölfar þessa urðu töluverðar umræður um atvinnumennsku í golfinu. Einn þeirra sem tók málstað Jóns og kvað fast að orði var Skúli Unnar Sveinsson blaðamaður á Morgunblaðinu sem sagði m.a. í grein sem hann skrifaði í blaðið undir fyrirsögninni “Áhugamenn”. “ Reglur þessar eru á margan hátt gamaldags og heimskulegar og algjör óþarfi hjá þeim sem fara með mál golfíþróttarinnar hér á landi að eltast við þær út í ystu æsar. Ef menn opna augun aðeins og líta í kringum sig sjá þeir sem vilja að farið er í kringum reglurnar víðast hvar. Ungir sænskir kylfingar hafa til dæmis sagt undirrituðum að þeir fái laun frá fyrirtækjum með milligöngu golfssambandsins þannig að þeir sleppti við atvinnumannastimpilinn.”Morgunblaðið 20. júlí 1993. Loks slaknaði á taumum Nokkrir kylfingar sem stóðu í svipuðum sporum og Jón fóru þá leið að skila inn áhugamannaréttindum sínum og hætta keppni. Meðal þeirra voru Magnús Birgisson og Arnar Már Ólafsson í GK, Ástráður Sigurðsson og Sigurður Pétursson í GR, Árni Jónsson á Sauðárkróki og Frans Sigurðsson í Mosfellsbæ. Allir völdu þeir þann kostinn að leggja keppniskylfurnar á hilluna og stunda frekar kennslu sem aðalstarf. Það var ekki fyrr en um miðjan áratuginn sem slakna tók á þeim ströngu reglum sem giltu um áhugamennsku. Þá hófst umræða um að einfalda reglurnar og færa þær í nútímalegra horf og taka mið að því sem gerðist nánast í öllum öðrum íþróttagreinum. Horft var til þess að golfsambönd fengju meira sjálfdæmi en áður í að ákvarða hvernig þau háttuðu málum sínum. Þetta opnaði m.a. möguleika fyrir þau að selja auglýsingar á búninga landsliða sinna og að golfkennurum væri heimilt að kenna
gegn greiðslu án þess að missa áhugamannsréttindi sín. Það var þó ekki fyrr en á árinu 1999 sem slíkar breytingar náðu í gegn og gátu þá kylfingar sem höfðu orðið að afsala sér réttindum farið keppa að nýju á venjulegum golfmótum. Presturinn fékk atvinnumannsstimpil Og svo voru það verðlaunin. Verðmæti þeirra jukust ár frá ári og ekki var óalgengt að sigurvegarar í mótum færu með sjónvarpstæki, dýr rafmagnstæki og húsbúnað og fleira slíkt heim með sér frá mótum. Öðru hverju voru bílar boði, þá fyrir að fara holu í höggi stórum mótum. Þannig var t.d. Peugeot 206 bifreið í verðlaun fyrir að fara holu í höggi á 17. braut á móti hjá Keili sumarið 1989. Og viti menn. Ungur kylfingur frá Ísafirði Arnar Baldursson að nafni hafði heppnina með sér. Hann sló með 7-járni og kúlan fór rakleiðis í holuna. Og á Artic – open golfmótinu á Akureyri árið eftir voru einnig afhentir bíllyklar. Séra Jón Baldvinsson sendiráðsprestur í London kom þá í heimsókn aðallega til þess að pússa saman ritstjóra blaðsins Golf Illustrated Weekly og heitkonu hans. Að athöfn lokinni brá presturinn sér úr hempunni og fór í golfgallann. Og viti menn. Á 6. holunni gerðist kraftaverkið. Hola í höggi og ný Opel bifreið sem stóð við brautina var hans. Samkvæmt reglunum voru þeir Arnar og Jón báðir orðnir atvinnumenn. Arnar ákvað reynda að skila bifreiðinni og halda réttindunum en Golfsambandið gaf út yfirlýsingu um að það hefði ekki lögsögu í máli Jóns þar sem hann væri félagi í breskum klúbbi en ekki íslenskum. Þessi tvö atvik urðu öðru fremur til þess að Golfsambandið ákvað að setja reglur um hámarksvirði þeirra verðlauna sem keppendur í golfmótum á Íslandi mættu þiggja. Ef leiknar voru 36 holur eða fleiri mátti taka á móti verðlaunum að andvirði 40 þúsund krónum en ef leiknar voru 18 – 36 holur var hámarkið 30 þúsund krónur og 20 þúsund króna verðmæti var hámarkið í unglingamótum. Ferðavinningar voru þó undanþegnir og þótti mörgum slíkt heldur undarlegt þar sem oft voru þeir mun meira virði en hámarksupphæðirnar. Og svo kom annað vandamál til sögunnar. Hvað er sami kylfingurinn fékk stórverðlaun á fleiri mótum en einu. Slíkt gerðist raunar og varð af málarekstur. Og niðurstaðan var sú að sá sem þar átti hlut að máli var dæmdur í tímabundið bann sem áhugamaður. Á haustþingi GSÍ gerði Gunnar Bragason forseti GSÍ umrætt mál og málalok að umtalsefni og sagði: “Þessi
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
247
úrskurður olli talverðu fjaðrafoki bæði innan hreyfingarinnar og utan hennar. Það má um það deila hvort reglur um áhugamannaréttindi séu réttlátar eða skynsamlegar en GSÍ verður að hlíta þeim alþjóðareglum sem við höfum skuldbundið okkur til að fylgja, enda nauðsynlegt ef íslenskir kylfingar vilja vera gjaldgengir á erlendum vettvangi. Eftir ýtarlega skoðun bæði af hálfu stjórnar og einnig áhugamennskunefndar, þá ákvað nefndin að aflétta þessu keppnisbanni vegna mögulegs formgalla í meðferð málsins er varðar andmælarétt þolanda.”Golfsamband Íslands. Þinggerð 12.-13. nóvember 1999. Harðbannað að svindla En atvinnumannamálið var ekki eina stórmálið sem dómstóll GSÍ fékk til umfjöllunar á þessum árum. Hann þurfti einnig að úrskurða í kærumáli sem átti sér ekki fordæmi í íslensku golfsögunni. Málavextir voru þeir að á móti sem fram fór á golfvelli Mostra í Stykkishólmi 13. júní 1992 var kylfingur sakaður um að hafa fært kúlu sína og auðveldað sér þannig leikinn. Atvikið átti sér stað á 9. holu vallarins sem er par 3 hola og sló umræddur kylfingur bolta sinn inn á flöt í upphafshögginu. Setti hann merki við boltann og tók hann síðan upp og hann og tveir kylfingar sem voru með honum í holli könnuðu síðan mælingu vegna hugsanlegra nándarverðlauna. Var talið að kylfingurinn hefði notað tækifærið til þess að færa bolta sinn um einn og hálfan meter nær holunni og báru vitni sem fylgdust með að þeir hefðu séð hann gera það og kærðu þeir atvikið. Kylfingurinn bar hins vegar harðlega á móti því að hann hefði haft rangt við og varð dómstóll GSÍ því að skera úr í málinu. Þeir Sveinn Snorrason sem var formaður dómsins, Þorsteinn Svörfuður Stefánsson og Kristján Einarsson sem báðir voru með æðstu dómararéttindi í golfi lögðu mikla vinnu í rannsókn málsins. Fóru þeir til Stykkishólms og skoðuðu aðstæður á staðnum, rannsökuðu m.a. hvaðan boltinn hefði sést, tóku ljósmyndir og yfirheyrðu vitni og könnuðu vörn sakbornings. Að rannsókninni lokinni töldu þeir fullsannað að umræddur kylfingur hefði lyft bolta sínum og lagt hann síðan niður 5,71 metra frá holunni. Sagði í dómsorðum að þar með hefði hann bætt stöðu sína og verið valdur að og bæri ábyrgð á rangri skráningu og röngum upplýsingum til mótsstjórnar um fjarlægð boltans frá holu eftir teighöggið. Var kylfingurinn
248
sviptur rétti til þátttöku í golfmótum og áhugamannaréttindum í golfi til 15. október 1993 eða í hálft annað ár frá því að atburðurinn gerðist. Eyjarokið setti allt í uppnám Þá kom upp deilumál á árinu 1994 sem vakti töluverða athygli og blaðaskrif. Málsatvik voru þau að síðasta stigamót sumarsins fór fram í Vestmannaeyjum 3. og 4. september. Fyrri keppnisdaginn gekk allt að óskum en seinni daginn mátti segja að mótið fyki út í veður og vind og skorið hjá flestum kylfingum var skrautlegt. GSÍ tók þá ákvörðun að mótið teldi ekki með í stigaútreikningi og varð sú ákvörðun til þess að Björgvin Sigurbergsson úr Keili varð stigameistari í stað Sigurpáls Geirs Sveinssonar frá Akureyri sem hefði orðið meistari ef Eyjamótið hefði verið talið með. Krafðist Golfklúbbur Akureyrar að ákvörðun GSÍ yrði breytt þar sem ekki væri lagastoð fyrir henni.”Stjórn GSÍ hefur enga heimild samkvæmt reglugerð eða lögum til þess að taka ákvarðanir af þessu tagi. Ákvörðunin er því bæði vitlaus og löglaus,” sagði í bréfi sem Björgvin Þorsteinsson lögmaður GA sendi GSÍ út af málinu. DV 14. október 1994. Málið vafðist verulega fyrir. Stjórn GSÍ fjallaði um það á mörgum fundum og leitaði álits lögfræðinga sem voru ekki sammála um hvaða stefnu bæri að taka. Einnig var dómstóll GSÍ fenginn til þess að skoða málið en þar kom fram að ef til vill hefði hann ekki lögsögu í slíku máli sem þessu. Komst stjórn GSÍ að lokum að þeirri niðurstöðu að ákvörðun stjórnarinnar hefði verið röng. Eyjamótið ætti að gilda og Sigurpáll Geir væri stigameistari GSÍ. “Þeir hafa beðist afsökunar á þessu og sögðust sjá eftir að hafa gert þetta og að svona mistök komi ekki fyrir aftur. Ég stóð lítið í þessu sjálfur, það var aðallega golfklúbburinn og Björgvin Þorsteinsson lögfræðingur sem fóru að garfa í þessu, “ sagði Sigurpáll Geir í blaðaviðtali þegar úrslit málsins lágu fyrir. Dagur 9. nóvember 1991. Þess má svo geta að umrætt stigamót í Vestmannaeyjum setti val á íslenska kvennalandsliðinu sem var að fara til keppni í Espirito Santo Trophy, Evrópumótinu, í mesta rugling. Úlfar reið á vað atvinnumennskunnar Svo kom að því að Íslendingur lét verða af því að freista gæfunnar í hinum harða heimi atvinnumennskunnar. Engan þurfti að undra þótt það væri Úlfar Jónsson
golfvelli í Orlando í Flórída, Grand Cypress. Kálið var þó ekki sopið þótt í ausuna væri komið. Til þess að fá að spila urðu kapparnir að hafa kylfusveina og kostuðu þeir 176 þúsund krónur dagana fjóra sem mótið stóð. Lá við að það væri fjárhag GSÍ ofviða og birtust blaðafréttir um að Arnar Guðmundsson myndi verða kylfusveinn fyrir Sigurjón son sinn en forseti Golfsambandsins, Konráð R. Bjanason, myndi bera pokann fyrir Úlfar. Morgunblaðið 20. nóvember 1990. Þær fréttir bar Konráð til baka og sagði að ráðnir hefðu verið kylfusveinar fyrir kappana og myndi GSÍ að sjálfsögðu greiða kostnað af slíku. DV. 23. nóvember 1990. Þeir Úlfar og Sigurjón stóðu sig með mikilli prýði í umræddu móti og lentu í 25. sæti en 32 þjóðir kepptu í mótinu. Var Úlfar framan af meðal fremstu manna en hafnaði að lokum í 43. sæti.
sem þá hafði um árabil verið besti kylfingur landsins og hafði margsannað að ef honum tókst vel upp átti hann möguleika. Það var árið 1993 sem Úlfar tók hatt sinn og staf og hélt í vesturvíking. Kvaddi hann heimaslóð með því að leika stórglæsilegt golf í sveitakeppni GSÍ á Hvaleyrarvellinum um haustið. Lék hann þá hringina fjóra á samtals 269 höggum, þar af einn hringinn á 62 höggum og má það til marks hafa um yfirburði hans að hann lék á samtals 12 höggum minna en næsti maður í umræddri keppni. Ljóst var þó að við ramman reip yrði að draga hjá Úlfari. Það eitt að koma sér inn á mótin kostaði mikla peninga svo og allt sem var í kringum slíkt. Því fékk Golfsambandið bærilega að kynnast haustið 1990 en þá fékk það boð um að senda tvo kylfinga til þáttöku í World Cup. Sú keppni var raunar tveggja manna liðakeppni atvinnumanna sem hafði farið fram í mörg ár og af og til hafði einstaka golfsambandi þar sem eingöngu áhugamennska viðgekkst verið boðið að senda lið og þótti upphefð að fá slíkt boð. Því ákvað GSÍ að senda þá Úlfar Jónsson og Sigurjón Arnarson til keppninnar sem fram fór á frægum
Atvinnuferill Úlfars vestanhafs var ekki dans á rósum. Á Íslandi var hann yfirburðamaður en í heimi atvinnumannanna aðeins einn af mörg þúsund kylfingum sem kepptu að því að komast í hóp hinna bestu. Hann byrjaði ferilinn vel og lék sitt besta golf á nokkrum mótum en það nægði ekki einu sinni til þess að fleyta honum verulega áfram. Árið 1995 ákvað Úlfar að nú væri fullreynt og fluttist aftur heim til Íslands, reynslunni ríkari. Áttu þá margir von á því að hann myndi sækja um áhugamannsréttindi að nýju og fara að taka þátt í mótum á Íslandi að nýju, en hann fór sér hins vegar að engu óðslega með slíkt. Árið 1997 birtist viðtal við Úlfar í blaðinu Golf á Íslandi þar sem hann sagði frá atvinnumannaferli. Þar kom fram að hann sagðist ekki hafa gefist upp heldur tekið skynsamlega ákvörðun þegar hann sá að hann ætti ekki framtíð fyrir sér sem leikmaður í atvinnumennsku. Í raun hefði fátt komið sér á óvart en það hefði komið í ljós að ferðalög í 40-45 vikur á ári hefði verið nokkuð sem hentaði honum ekki. Og í viðtalinu sagði Úlfar: “Mér leið oft á tíðum alveg hryllilega, sjálfstraustið var í algjöru lágmarki og það er allt annað en þægilegt að labba á teig sem atvinnumaður í þannig ástandi. Þetta
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
249
var mikið álag andlega, mikil barátta og það kom meira að segja fyrir nokkrum sinnum að ég hætti í miðjum hring, gat bara ekki spilað. Það var ekki nein pressa á mér, t.d. varðandi það að ég yrði að spila betur, þetta var bara andleg pressa og álag undan sjálfum mér sem ég höndlaði ekki í rúmt ár. Ég hef eins og allir aðrir kylfingar gengið í gegnum það að fara í lægð í einhvern tíma, það gera allir, en þetta varaði í rúmlega heilt ár og var alls ekki glæsilegt.”Golf á Íslandi 1. tbl. 8. árg. 1997. Og Birgir Leifu lagði í ´ann En á sama tíma og Úlfar mælti þessi orð var annar íslenskur kylfingur að leggja í ´ann. Sá var Skagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson sem, eins og Úlfar, hafði vakið mikla athygli fyrir hæfni sína. Munurinn á þeim tveimur var sá að þegar Úlfar lagði af stað var hann algjörlega á eigin vegum en Birgir Leifur hafði hins vegar bjakhjarl sem auðveldaði honum fyrstu sporin.
verða leiðbeinandi hans. Samdist svo að Garner gerði æfingaáætlanir fyrir Birgi Leif og aðstoðaði hann við undirbúning fyrir mót. Var það heppileg ráðstöfun þar sem Birgir Leifur þakkaði Garner velgengni sína í golfíþróttinni. “Garner lagði grunninn að íslensku golfi í dag, kom með nýja hugmyndafræði og kenndi mönnum að hugsa rétt, skipuleggja leikinn hverju sinni.”Birgir Leifur Hafþórsson í viðtali. DV 29. júlí 1996. Ákveðið var að frumraun Birgis Leifs sem atvinnumanns yrði þátttaka í Evrópumótaröðinni og fyrsta mótið sem hann keppti í á henni fór fram á Fílabeinsströndinni snemma í mars 1998. Aftur Evrópumót í Grafarholtinu Á árinu 1990 var Evrópumót unglinga haldið á Íslandi í annað sinn. Mikið hafði gengið á er mótið var fyrst haldið hérlendis árið 1981. Þá var tekist á um kostnað við að senda sveitir til Íslands, sendinefndir mættu til þess að skálma um Grafarholtsvöllinn og taka hann út og kröfur gerðar um breytingar og umbætur á vellinum til þess að hann gæti tekið við svo veigamiklu móti. En umstangið var ómaksins vert. Þetta var fyrsta alþjóðlega golfmótið sem haldið var hérlendis. Það vakti mikla athygli og varð til þess að efla golf á Íslandi og sýndi bæði að Íslendingar voru fullfærir að sjá um framkvæmd slíkra móta og áttu boðlegan völl.
Bakhjarlinn var fyrirtæki sem stofnað var um hann og nefndist “Ísland Sport og Listir.” Hvatamenn að stofnun þess voru nokkrir gamlir og landsfrægir handknattleikskappar úr Val sem gengu oft undir nafninu “mulingsvélin” og það löngu eftir að þeir voru hættir að keppa. Safnaði félagið hlutafé og gerði síðan skriflegan samning við Birgi Leif til fjögurra ára. Þegar kom að mótinu 1990 var annað Megininntak samningsins var að uppi á teningnum. Það gekk átakalaust hlutafélagið greiddi Birgi Leifi fyrir Golfsambandið að fá mótið og laun á umræddum tíma en átti að Birgir Leifur Hafþórsson. að þessu sinni þótti ekki taka því að fá hluta af verðlaunafé hans sem gera út mannskap til þess að rannsaka hugsanlega endurgreiðslu. “Við telvöllinn. En eins og áður var starfið við undirbúninginn jum Birgi Leif óhemju mikið efni og synd ef hann hefði ekki fengið tækifæri eins og þetta. Þá teljum við tvímæla- og skipulagið mikið enda mættu 15 erlendar sveitir til leiks sem þýddi að keppendur og fylgdarlið voru á annað laust að það geti orðið mikil lyftistöng fyrir íslenskt golf hundrað manns. Mótið fór fram á Grafarholtsvellinum og ef hann stendur sig vel,” sagði Bjarni Jónsson, talsmaður mæddi mikið á Guðmundi Björnssyni þáverandi formanfyrirtækisins í viðtali við blaðið Golf á Íslandi, en þar ni GR og hans fólki við undirbúninginn. sagði ennfremur að skyndilega væri í augsýn möguleiki fyrir afburðaunglinga og væri því framtak félagsins mjög Og annað var harla ólíkt frá fyrra mótinu. Að þessu sinni lofsvert. Golf á Íslandi 1. tbl. 8. árg. 1997. var aðsókn áhorfenda lítil og öll umfjöllun fjölmiðla nánast í lágmarki. Kom þar margt til. Ekki var búist við Eftir að Birgir Leifur gerðist atvinnumaður var samið því fyrirfram að íslenska sveitin myndi gera miklar rósir við John Garner fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands að
250
á mótinu og á sama tíma og það fór fram voru margir stórir íþróttaviðburðir í gangi á Reykjavíkursvæðinu m.a. keppni 1. deildarinnar í knattspyrnu og Landsmót Ungmennafélaganna í Mosfellsbæ. Það sem þar gerðist þótti frásagnarverðara. Íslenska liðið hafði búið sig undir mótið af kostgæfni undir stjórn Hannesar Þorsteinssonar sem fór með stjórn unglingamála hjá GSÍ. Liðið var að mestu skipað efnilegum nýliðum og því erfitt að geta sér til um möguleika þess. Þegar á hólminn var komið varð frammistaðan lík og vænta mátti. Íslendingar voru í 13. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn og unnu sig svo upp um eitt sæti á öðrum degi mótsins sem þýddi að það keppti um 9.-16 sæti í mótinu. Í höggleiknum náði Sturla Ómarsson bestum árangri lék á 155 höggum en Júlíus Hallgrímsson náði næst besta skorinu var á 159 höggum. Voru þeir alllangt frá Nils Röbæk frá Danmörku sem lék best allra í höggleiknum og var á 144 höggum sem þótti gott afrek miðað við aðstæður. Urðu að skríða í skjól Þriðji keppnisdagurinn varð nokkuð sögulegur. Veður var skaplegt um morguninn en þegar leið að hádegi tók að
hvessa og var um tíma tæpast stætt hvað þá að mögulegt væri að leika golf. Var ekki um annað að gera en að fresta mótinu og færa þá leiki sem voru í gangi þangað til daginn eftir. “Rokið var slíkt að menn á 10. braut þurftu að skríða í skjól og voru farnar þangað fjórar ferðir á bílum til að sækja keppendur. Þegar komið var í hús höfðu menn orð á því, að þetta mót yrði í alla staði ógleymanlegt, ekki síst vegna veðurs.”Morgunblaðið 17. júlí 1990. Í liðakeppninni töpuðu Íslendingar fyrst fyrir Þjóðverjum og síðan fyrir Hollendingum og lentu í 12. sæti. Héldu þeir Austurríki, Finnlandi, Ítalíu og Noregi fyrir aftan sig. Til úrslita í mótinu léku Skotar og Spánverjar og varð sú viðureign spennandi og skemmtileg og varð að útkljá hana með bráðabana. Í honum gengu lukkudísirnar í lið með Spánverjum sem gerðu út um leikinn með firnalöngu pútti þegar á fyrstu brautinni og tryggðu þeir sér þar með Evrópumeistaratitilinn rétt eins og þeir gerðu árið 1981. Englendingar hrepptu síðan bronsverðlaun með því að sigra Íra í keppni um þriðja sætið. Meðal leikmanna í enska liðinu var piltur að nafni Lee Westwood sem þarna var að taka sín fyrstu skref sem afrekskylfingur. Nafn sem sannarlega átti eftir að heyrast oft og verða frægt í golfheiminum þegar stundir liðu.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
251
Það var mál manna að þrátt fyrir ósköpin sem yfir dundu hefði mótið heppnast vel og verið góð staðfesting á því að Íslendingar væru fullfærir um að halda slík mót. Átti Ísland loks möguleika? Í ágúst 1992 var svo komið að móti sem markaði tímamót í íslensku golfsögunni en þar var um að ræða Norðurlandamót. Grafarholtsvöllurinn var enn vettvangur mótins og til leiks mættu vel skipaðar sveitir frá öllum Norðurlöndunum. Völlurinn skartaði sínu fegursta og aðaláhyggjur sem mótshaldarar höfðu var veðrið eins og oft áður en spáð var suðvestanátt og úrkomu mótsdagana. Það rigndi svo hressilega fyrsta mótsdaginn að tjarnir mynduðust á vellinum en svo fóru veðurguðirnir að sjá í gegnum fingur við kylfingana og síðari hluta mótsins var hið sæmilegasta veður. Minni rigning og strekkingur en búist hafði verið við. Eins og á undanförnum mótum var bæði um að ræða einstaklingskeppni og liðakeppni þar sem sex léku og fimm töldu. Jóhann Benediktsson landsliðseinvaldur hafði valið harðsnúna kappa í íslensku sveitina: Björgvin Sigurbergsson, Sigurjón Arnarson, Úlfar Jónsson, Jón Karlsson, Guðmund Sveinbjörnsson og Þorstein Hallgrímsson. Að auki tóku þrír aðrir kylfingar þátt í einstaklingskeppninni þeir Birgir Leifur Hafþórsson, Sigurður Hafsteinsson og Sigurpáll Geir Sveinsson. Liðið hafði búið sig vel undir mótið og stjórnaði Sigurður Pétursson æfingunum auk þess sem John Garner sem enn var landsliðsþjálfari kom að þjálfuninni eftir því sem tími hans vannst til. Af íslensku keppendunum var helst búist við því að Úlfar Jónsson ætti möguleika en hann hafði hampað silfurverðlaunum á næsta Norðurlandamóti á undan, í Noregi 1990. Svo hófst slagurinn. Á ýmsu gekk en miðað við aðstæður léku margir kylfinganna vel og náðu góðu skori. Skemmst er frá því að segja að þegar lokadagur keppninnar hófst var uppi staða sem aldrei áður hafði verið í Norðurlandamóti. Íslensku sveitirnar höfðu forystu bæði í karla- og kvennakeppninni og ljóst mátti vera að Úlfar Jónsson og Karen Sævarsdóttir yrðu í baráttunni um Norðurlandameistaratitilinn. Spennan var því mikil. Var nú loksins, loksins komið að því að Íslendingar lönduðu titli eða titlum á stórmóti? Betri afmælisgjöf var ekki hægt að færa Golfsambandi Íslands en það hafði minnst hálfrar aldar afmælis síns um það leyti sem mótið hófst. Fjölmargt
252
golfáhugafólk kæddi sig í galla, dró fram regnhlífar og hélt upp á Grafarholtsvöll til þess að fylgjast með. Aðrir létu sér það nægja að hafast við í golfskálanum en þangað bárust tíðar fréttir af því sem var að gerast úti á vellinum. Ekkert gefið eftir og titlunum siglt í höfn Og það voru góðar fréttir. Íslenska karlaliðið gaf hvergi eftir. Allir léku vel og brátt tók að hylla undir fyrsta Norðurlandameistaratitilinn. Og stúlkurnar voru líka í baráttunni. Undir lokin beindist öll athyglin að síðasta hollinu í karlaflokknum þar sem Úlfar Jónsson, Anders Hansen frá Danmörku og Norðmaðurinn Övind Rojah áttust við. Þegar lokadagurinn hófst átti Daninn eitt högg á hina tvo og þannig var staðan uns komið var á 15. brautina. Þar lenti Hansen í miklum hremmingum og eftir það voru sigurmöguleikar hans úr sögunni. Úlfar fékk hins vegar fugl og var þar með orðinn jafn Norðmanninum í fyrsta sæti. Og enn voru þeir jafnir þegar kom á 18. holuna. Eftir upphafshöggið var Úlfar á braut en Norðmaðurinn lenti í karga og þegar hann æltaði að vippa úr honum inn á brautina tókst ekki betur til en svo að boltinn skondraði yfir brautina og lenti á bak við vélageymslu. Úlfar sló sitt annað högg inn á flöt. Övind varð hins vegar að taka víti og var því búinn að slá fjögur högg er hann komst á flötina. Nú voru púttin eftir. Úlfar púttaði á undan en missti marks. Það gerði Norðmaðurinn líka. Áhorfendur héldu niðri sér andanum þegar kom að næsta pútti Úlfars. Það var engan veginn auðvelt en hann var hinn öruggasti og setti í. Hann var orðinn Norðurlandameistari, fyrstur Íslendinga og þurfti engan að undra þótt fagnaðarópin hljómuðu um allan Elliðaárdalinn. “Glæsilegur árangur og enn og aftur sýndi Úlfar að hann er okkar besti kylfingur. Hann hélt höfði og ró sinni þrátt fyrir að álagið væri mikið. Hann vissi að ekkert mátti fara úrskeiðis og þá einfaldlega lék hann af öryggi,” sagði Morgunblaðið í lýsingu af hinum dramatísku lokum keppninnar.Morgunblaðið 18. ágúst 1992. Úlfar lék samtals á 215 höggum, Övind Rujah á 216 höggum og Anders Hansen hreppti bronsverðlaunin, lék á 217 höggum. Jafnara gat það varla verið. Sigur Úlfars undirstrikaði öruggan sigur Íslands í sveitarkeppnni en félagar hans léku líka vel. Sigurjón Arnarson og Guðmundur Sveinbjörnsson léku báðir á 220 höggum og urðu í 6.-7. sæti, Björgvin Sigurbergsson var á 224 höggum, Jón Karlsson á 225 höggum og Þorsteinn Hallgrímsson á 234 höggum en samkvæmt reglum keppninnar taldi skor
Íslenski karla- og kvennaliðin á Norðurlandamótinu 1992 í Grafarholti voru boðin í móttöku til borgarstjóra til að fagna glæsilegum árangri.
hans ekki. Í einstaklingskeppninni vakti hinn kornungi Skagamaður, Birgir Leifur Hafþórsson mikla athygli en hann varð í níunda sæti á 222 höggum. Heildarúrslit í liðakeppni karla urðu þau að Íslendingar léku á 1102 höggum, Danir á 1112 höggum, Norðmenn á 114 höggum, Svíar á 1135 höggum og Finnar á 1149 höggum. Og konurnar stóðu líka fyrir sínu Hörð barátta var einnig í kvennaflokki frá upphafi til enda. Íslenska liðið skipuðu þær Raghildur Sigurðardóttir, Herborg Arnardóttir, Karen Sævarsdóttir og Þórdís Geirsdóttir en auk þeirra tóku Ólöf María Jónsdóttir og Anna Jódís Sigurbergsdóttir þátt í einstaklingskeppninni. Liðsstjóri og landsliðseinvaldur var Kristín Pálsdóttir. Eftir tvo fyrstu daga keppninnar stóð íslenska sveitin
vel að vígi og hafði forystu í keppninni þótt naum væri. Síðasta daginn gáfu stúlkurnar nokkuð eftir, misstu bæði Svía og Norðmenn fram úr sér og urðu að gera sér bronsverðlaunin að góðu. Hin 19 ára Suðurnesjamær Karen Sævarsdóttir var hins vegar lengi í baráttunni um Norðurlandameistaratitilinn í einstaklingskeppninni. Þegar kom að 16. holu á lokadegi keppninnar voru Karen og norska stúlkan Vibeke Stensrud jafnar og allt gat gerst. En Karen hafði ekki heppnina með sér á holunni, varð að taka víti og missti þar með Stensrud höggi fram úr sér og fékk ekki færi á að vinna það til baka. Silfurverðlaun urðu því hlutskipti hennar en eigi að síður var þetta langbesti árangur sem íslensk kona hafði náð á slíku stórmóti. Stensrud lék á samtals 225 höggum, Karen var á 226 höggum og bronsverðlaunin hreppti finnska stúlkan Marika Sovavio, lék á 228 höggum. Ragnhildur varð svo í fjórða sæti á 240 höggum.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
253
Lið Svíþjóðar og Noregs urðu jöfn í liðakeppninni, léku bæði á 692 höggum en Svíþjóð vann gullverðlaunin í bráðabana. Ísland varð í þriðja sæti á 694 höggum, Danmörk lék á 702 höggum og Finnland rak lestina á 715 höggum. Gleði Íslendinga að unnum sigri var að vonum ósvikin. Liðsfélagar Úlfars höfðu fylgst með honum á lokaholunni og létu það verða sitt fyrsta verk þegar allir voru búnir að pútta og flötin var laus að hlaupa til hans og tollera hann. Í kátínu sinni ætluðu leikmennirnir síðan að taka þjálfara sinn, Sigurð Pétursson, bera hann niður á 17. flöt og dýfa honum í tjörnina sem þar var. En Sigurður var þungur og lét ekki fara með sig lengra en á 18. flötina þar sem honum var stungið í sandgryfju og velt upp úr henni. Höfðu allir gaman af og einhver hafði á orði að Sigurður hefði verið eins og ýsa í raspi þegar hann varð frjáls ferða sinna. Sigurstef ársins 1997 Lengi höfðu unnendur golfíþróttarinnar beðið eftir því að sá tími kæmi að íslenskir kylfingar létu verulega að sér kveða í keppni við erlenda félaga sína. Þess var reyndar lítil von að þeir kæmust í raðir hinna bestu. Það vantaði svo sem ekki að þeir færu víða um lönd og næðu viðunandi árangri. Stundum hafði ekki skort nema rétt herslumuninn að ná langt og ótal sinnum var talað um “ef og hefði”. En svo kom að því. Árið var 1997. Eftir mildan vetur voraði snemma og kylfingar gátu því farið að æfa utanhúss fyrr en oft áður. Vellirnir voru komnir í leikfært stand í byrjun maí og það var eins með kylfingana og kýrnar. Þeir kunnu sér vart læti þegar þeir gátu komist undir bert loft. Samt sem áður var leikæfingin ekki orðin mikil hjá þeim sex kylfingum sem tóku sig upp og héldu til Skotlands í lok maí. Ferðinni var heitið á hinn fræga stað St. Andrews en þar hafði verið boðað til opins móts áhugamanna, St. Andrews Links Trophy. Ferðalangarnir frá Íslandi voru Kristinn G. Bjarnason, Sigurpáll Geir Sveinsson, Örn Ævar Hjartarson, Helgi Birkir Þórisson, Björgvin Sigurbergsson og Birgir Haraldsson. Þetta var gott mót fyrir þá til þess að taka úr sér vetrarhrollinn. Að venju átti að leika þrjá hringi á “Old Course” og einn á “New Course” en sá völlur var þó ekki alveg nýr af nálinni heldur frá árinu 1795. Leikurinn hófst á “Old Course” og var gengi Íslendingan-
254
na svo sem vænta mátti. Bestur þeirra var Sigurpáll Geir sem lék á 74 höggnum. En daginn eftir, á “New Course” hófst ævintýri Arnar Ævars Hjartarsonar. Hann fékk fugl á þremur fyrstu holunum og lék fyrri 18 holurnar á 32 höggum. Og pilturinn var aldeilis í stuði. Seinni 18 holurnar lék hann á 28 höggum og skorið var því samtals 60 högg – 11 undir pari. Og auðvitað var þetta nýtt vallarmet. Gamla metið var 63 högg hjá atvinnumönnum og 67 högg hjá áhugamönnum. Þetta var svo ótrúlegt afrek að þegar það spurðist til Íslands fannst Frosta Bergmanni Eiðssyni sem síðar skrifaði grein um það í Golf á Íslandi það jafnsennilegt og að Marsbúar hefðu hertekið Hrísey! Golf á Íslandi 1. tbl. 9. árg. 1998. Samtals var Örn Ævar á 139 höggum eftir hringina tvo og var eini Íslendingurinn sem komst í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Hann fékk því tvo hringi til viðbótar á “Old Course”, lék þá á 75 og 76 höggum og hafnaði í 12. sæti á mótinu og mátti teljast fullsæmdur að því. En nafn sitt var hann búinn að skrá gullnu letri á metatöflu og það á St. Andews af öllum stöðum. Þetta var fyrsta vers ársins 1997. Seint í júní var komið að Evrópukeppni áhugamanna sem fram fór á Portmarnock vellinum í Írlandi. Þangað mætti íslensk sveit, valin af Ragnari Ólafssyni landsliðseinvaldi sem jafnframt var liðsstjóri. Hana skipuðu Björgvin Sigurbergsson GK, Björgvin Þorsteinsson GA, Kristinn G. Bjarnason GR, Þorsteinn Hallgrímsson GR, Þórður E. Ólafsson GL og svo methafinn frá St. Andrews Örn Ævar Hjartarson GS. Á ýmsu hafði gengið hjá íslensku sveitinni á undangengnum árum. Oftast hafði hún komist í B riðil keppninnar en líka fallið niður í C riðil. Að venju hófst keppnin á 36 holu höggleik þar sem allir léku en fimm töldu. 22 þjóðir sendu lið til keppninnar. Og að þessu sinni tókst öllum Íslendingunum vel upp. Best lék Þórður E. Ólafsson á 155 höggum samtals en það var 11. besti árangurinn sem náðist í höggleiknum. Björgvin Sigurbergsson stóð honum lítt að baki og lék á 156 höggum. Heildarskor íslensku sveitarinnar var 798 högg og sjöunda sætið í keppninni. Í fyrsta skipti í sögunni náðist sá áfangi að Íslendingar voru A-þjóð og skutu aftur fyrir sig stórþjóðum í íþróttinni eins og t.d. Englendingum, Frökkum og Ítölum. “Það er frábær árangur að vera með sjöundu bestu sveitina í Evrópu. Þetta er framar öllum vonum, við komum hingað til Írlands
til að festa okkur í sessi í B-riðli,” sagði Ragnar Ólafsson í blaðaviðtali. Morgunblaið 27. júní 1997. Síðan fór fram holukeppni um Evrópumeistaratitilinn. Þar töpuðu Íslendingar fyrir Skotum, Dönum og Þjóðverjum, mörgum leikjunum naumlega, þannig að áttunda sætið varð niðurstaðan. Þetta var annað vers 1997. Í lok júlí var Roveri-golfvöllurinn á Ítalíu vettvangur Evrópumóts unglinga. Þangað mætti Ómar Halldórsson menntaskólanemi frá Akureyri til að etja kappi við þá bestu. Ómar hafði sýnt mikla eljusemi við æfingar og tekið miklum framförum á skömmum tíma. Það sem sérstætt mátti teljast við æfingar hans var að hann leitaði í smiðju til Guðjóns Þórðarsonar knattspyrnuþjálfara sem aðstoðaði hann í þrekæfingum og líkamsrækt. Á Ítalíu var ekki aðeins Evrópumeistaratitillinn undir heldur lá fyrir að tveir bestu kylfingar mótsins myndu fá Ómar Halldórsson sæti í Evrópuliðinu sem átti að keppa við Bandaríkjamenn í Ryder-keppni ungra kylfinga sem fram fór í tengslum við sjálfa Ryderkeppnina síðar um haustið. Roveri völlurinn þótti ekki auðveldur viðfangs. Hann var miklu lengri en golfvellir á Íslandi eða 6.650 metrar, brautir voru þröngar og umluktar trjám sem voru hindranir sem íslenskir kylfingar þurftu yfirleitt ekki að kljást við. En Ómar sýndi strax að hann var vandanum vaxinn. Hann var öryggið uppmálað og lék sitt allra besta golf. Baráttan stóð milli hans og Ítalans Stefano og skiptust þeir á forystunni. Leiknir voru þrír hringir, 54 holur, og þegar kom að síðustu holunni virtist sigurinn blasa við Ómari. En sá ítalski var harður keppnismaður, setti niður langt pútt og tókst að tryggja sér bráðabana við Ómar. Þar réðust úrslitin á annarri holu sem var par 3. Báðir slógu inn á flöt í upphafshögginu en Ítalinn var lengra frá. Honum tókst ekki að pútta niður í fyrstu atrennu en það gerði Ómar og fékk fugl. Evrópumeistaratitillinn var hans – á fyrsti sem Íslendingur hafði unnið til.
Í blaðaviðtali sagði Ómar: “Ég var ákveðinn í að standa mig og ætlaði mér ekkert annað en að vinna. Það komst ekkert annað að í huga mínum en að berjast allan tímann, gefast aldrei upp, leika eins og ég er vanur og leyfa hinum að gera mistök. Það tókst og stóð ekkert tæpt þótt ég hafi lent í bráðabana, því Ítalinn komst í hann á síðustu stundu.”Morgunblaðið 10. ágúst 1977. Það var tvímælalaust mikið ævintýri fyrir Akureyringinn unga að taka þátt í Ryder keppni ungmenna á Spáni. Fyrirkomulagið var þannig að teflt var fram blönduðum liðum pilta og stúlkna. Lék Ómar fyrri daginn með finnskum pilti og seinni daginn með spænskri stúlku. Báðir þeir leikir töpuðust á 18 braut og bandarísku ungmennin höfðu betur í keppninni 7:5. Þetta var þriðja vers ársins 1997 en einskonar millispil á milli versa var frammistaða Björgvins Sigurbergssonar í Evrópukeppni einstaklinga sem fram fór í Sviss um sumarið. Þar kepptu 145 um meistaratitilinn, þar af fjórir Íslendingar og hafnaði Björgvin í 15. sæti sem út af fyrir sig var frábær árangur og hafði aðeins Úlfar Jónsson náð slíkum árangri á Evópumóti einstaklinga áður. Gamla “scratchið” lagði á eilífðarbraut Löngum hafði vallarmat og forgjöf kylfinga verið höfuðverkur ekki aðeins á Íslandi heldur um allan heim. Stundum hafði verið um það spurt hvort nokkurn tímann væri hægt að finna upp gallalaust kerfi og svarið var jafnan það að slíkt myndi sennilega aldrei takast. Ýmis kerfi voru í gangi. Hið svokallaða ameríska kerfi byggði á því að forgjöf var reiknuð út frá meðalskori 10 bestu hringja af síðustu 20 sem kylfingurinn hafði leikið. Aðrir notuðu hið svokallaða SSS kerfi sem byggði á því á hvaða skori kylfingur sem hafði 0 í forgjöf gæti leikið viðkomandi völl og þriðja kerfið sem nokkur lönd höfðu tekið upp grundvallaðist á því að öllum tölum úr höggleik var breytt yfir í punkta þar sem reglan var sú að kylfingur fengu aldrei nema tvo yfir pari auk forgjafar á hverja holu.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
25
Kerfið var kennt við þann sem fann það upp, dr. Frank Stableford og var fyrst og fremst miðað við þarfir og hæfni almennra kylfinga. Golfsamband Íslands fylgdist vel með því sem var að gerast úti í heimi í vallarmats- og forgjafarmálum. Þegar sýnt þótti að fjölmargar þjóðir myndu taka upp hið svokallaða “Slope” forgjafarkerfi brugðust menn fljótt við og hófu undirbúning þess að taka það einnig upp hérlendis. En til þess að svo gæti orðið þurfti að leggja í mikla vinnu við að endurmeta alla golfvelli landsins og undirbúa kylfinga og kenna þeim að nota kerfið. Það verkefni kom í hlut þeirra Frímanns Gunnlaugssonar framkvæmdastjóra GSÍ og Gunnars Þórðarsonar stjórnarmanns. Til þess að auðvelda þeim verkin fékk GSÍ bandarískt tölvuforrit sem tók við öllum upplýsingum og annaðist síðan viðeigandi útreikninga. Undirbúningurinn hófst á fullu sumarið1995. Þá heimsóttu Frímann og Gunnar 25 golfvelli og tóku þá út, eins og það var kallað. Um það verkefni sagði Frímann í blaðaviðtali: “Við förum um alla vellina og skoðum þá mjög náið sem sjá má af því að það tekur alveg heilan dag að taka út 18 holu völl. Að því loknu er mikil vinna eftir meðal annars að slá öllum upplýsingum inn í forrit.” Golf á Íslandi 2. tbl. 6. árg. 1995. Ætlunin var að “Slope” kerfið yrði komið í gagnið á Íslandi í sumarbyrjun 1996. Undirbúningurinn reyndist hins vegar meiri og flóknari en gert var ráð fyrir enda var af hálfu GSÍ lögð mikil áhersla á að undirbúa kerfisbreytinguna sem allra best. Vinnu við vallarmatið var haldið áfram um sumarið og þá lokið við að mæla upp alla golfvelli landsins og gefa þeim erfiðleikastuðul. Á sumum þeirra valla sem búið var að mæla var kerfið tekið upp til reynslu. Gekk yfirleitt vel að nota það og urðu menn sannfærðari og sannfærðari um að “Slope” kerfið væri á flestum sviðum sanngjarnara en hið gamla, töldu að það myndi virka hvetjandi á hinn almenna kylfing og auk þess myndu fengju konur mikla bót á forgjafarmálum sínum sem höfðu lengi verið í hálfgerðum ólestri. Svo aftur sé vitnað í blaðaviðtal við Frímann Gunnlaugsson:
256
“Kostir þessa kerfis eru ekki síst meiri sanngirni í forgjafarmálum. Sem dæmi má nefna að þegar menn sem eiga lítinn og auðveldan heimavöll koma á stærri og erfiðari völl, þá hækkar forgjöf þeirra og á sama hátt lækkar forgjöf kylfinga sem eiga stóran og erfiðan heimavöll þegar þeir koma á lítinn og auðveldari völl annarsstaðar. Því má segja að í stað þess að menn hafi “fasta” forgjöf þá fái menn nú breytilega forgjöf eftir því á hvaða velli þeir eru að spila og af hvaða teigum.”Golf á Íslandi. 2. tbl. 8. árgangur 1997. Á golfþinginu 1997 lýsti Hannes Guðmundsson forseti GSÍ yfir því í setningarræðu sinni að gamla “Scratchið” eða SSS kerfið væri horfið á eilífðarbraut en þess í stað kæmi “Course rating” eða vallarmat eins og það væri kallað og að auki kæmi til sögunnar ný stærð, nefnd “slope” eða vægi sem lýsti því hversu erfiður völlur væri til leiks, sérstaklega fyrir forgjafarspilara. Golfsamband Ísland. Þinggerð 22. febrúar 1997. Nýja forgjafarkerfið þýddi að í ársbyrjun 1997 var forgjöf allra íslenskra kylfinga stillt á núll, en síðan endurreiknað út frá vægi heimavallar viðkomandi. Vegna mismunandi vægi vallanna gat því forgjöf ýmist hækkað eða lækkað. Að þessu loknu reiknaðist forgjafarbreyting á sama hátt og verið hafði og kylfingar voru eftir sem áður ábyrgir fyrir forgjöfinni sinni. Meginbreytingin var því sú að forgjafarkylfingar fengu mismunandi mörg forgjafarhögg eftir því á hvaða velli þeir léku og voru forgjafartöflur reiknaðar út og hengdar upp á áberandi staði í klúbbhúsunum eða við vellina. Á árinu 1999 samþykkti svo Golfsamband Evrópu, EGA, að frá og með 1. janúar árið 2000 myndu Stablefordpunktar verða lagðir til grundvallar við forgjafarútreikning allra kylfinga og tók sú breyting einnig gildi á Íslandi og hefur verið óbreytt við lýði allar götur síðan. Má segja að með því hafi margir háforgjafarkylfingar sem vanir voru að fá sprengju eða sprengjur á flestum hringum varpað öndinni léttar því um leið og punktakerfið var tekið upp hafði slíkt ekki eins afdrifarík áhrif á forgjöfina og verið hafði.
Gerum bara betur næst
“Ég get ekki verið annað en mjög ánægð með þennan árangur stúlknanna en samt er maður svolítið sár þar sem við vorum svo nálgæt toppsætinu. Þær spiluðu frábært golf við þessar aðstæður og þessar stelpur okkar hafa aldrei verið í þessari aðstöðu að eiga möguleika á Norðurlandameistaratitli. Með smáheppni hefði tiltillinn verið okkar en við gerum bara enn betur á næsta móti.” (Kristín Pálsdóttir landsliðseinvaldur kvenna í viðtali eftir Norðurlandamótið. DV. 17. ágúst 1992)
um félaga í Golfklúbbi Reykjavíkur sem einn snjóþungan vetur ætlaði að fara á gönguskíðum um völlinn á Korpúlfsstöðum í bíðviðrinu. Þegar þangað var komið uppgötvað hann að skíðaskórnir höfðu gleymst heima, svo vinurinn snaraði í staðinn golfsettinu út úr skottinu og spilaði heilan hring á snævi þöktum vellinum. Aðspurður hvernig hann hefði farið að þessu kvaðst hann einungis hafa þurft að fylgjat vel með hvar boltinn kom niður og fara svo að leita að honum. Þá gróf hann frá boltanum og skaut honum áfram. (Morgunblaðið 1. september 1991. Golf )
Markið sett hærra en áður
Íþrótt sem aldrei verður fullæfð
“Við vorum mjög ákveðnir þegar við fórum út á síðasta hring og höfðum trú á að við gætum sigrað. Það hefur alltaf verið stefnt á þriðja eða fjórða sætið en nú var markið sett hærra. Það hafa allir verið að spila vel og breiddin er orðin meiri en hún var áður. Bæði landsliðin hafa verið að æfa saman og það hefur skapast skemmtilegur andi við það.”
Gísli Halldórsson fyrrverandi forseti ÍSÍ svarar spurningu um hvað geri golfið svona spennandi?
(Úr viðtali við Úlfar Jónsson nýbakaðan Norðurlandameistara. Morgunblaðið 18. ágúst 1992.)
“Æi – það munaði svo litlu” “Auðvitað getum við ekki annað en verið ánægðar með þriðja sætið, en við vorum svo nærri því að sigra, eða komast lengra að við erum hálfsvekktar. Það hefði verið betra að vera í þriðja sæti og sjö til átta höggum á eftir, þá hefðum við ekki verið að velta okkur upp úr þessu...” “...Æi, þetta munaði svo litlu. Ætli ég verði ekki farin að brosa aftur á morgun...” (Úr viðtali við Karen Sævarsdóttur eftir Norðurlandamótið. Morgunblaðið 18. ágúst 1992)
Gróf boltana úr snjónum og hélt áfram Golfíþróttin hefur breyst úr sumaríþrótt í heilsársiðkun. Gallharðir kylfingar láta engin veður á sig fá, og ef ekki er allt of mikið fannfergi er spilað allan veturinn. Til er saga
“Það er mikið til fólgið í því að þegar menn eru að ná tökum á þessu finnst þeim þeir alltaf geta gert aðeins betur. Ánægjan er svo mikil að slá góðan bolta, sjá hann fljúga fallega í loftinu fast að holu, að það dregur mann út á völlinn. Ef högg mistekst sér maður eftir því og æfir sig þeim mun ákafar til að reyna að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Jafnvel þó menn séu orðnir þaulæfðir mistekst þeim iðulega högg og högg og því verður íþróttin aldrei fullæfð.” (Morgunblaðið 1. september 1991. Byrjaði 63 ára. Viðtal við Gísla Halldórsson) Golfið dæmigerð delluíþrótt Það er einstakt við golfíþróttina, að langflestir iðkendur hennar eru að keppa, en ekki aðeins þeir sem eru í eldlínunni. Það sem gerir þetta mögulegt er forgjafarkerfið, sem reiknað er út miðað við getu hvers og eins og gerir það að verkum að misgóðir leikmenn geta keppt á sama grundvelli. Það sem gerir golf að dæmigerðri delluíþrótt er kannski einmitt það að árangur erfiðisins sést samstunds og ótvírætt – hvert einasta skot er annað hvort lélegt eða gott. Þegar við bætist að allaf eru einhverjir til að keppa við, getur orðið úr þessu hinn æsilegasti leikur sem erfitt er að sleppa takinu á.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
257
(Morgunblaðið 1.september 1991. Golf )
(Úr viðtali við Arnar Guðmundsson rannsóknarlögreglumann og föður afrekskylfinganna Sigurjóns og Herborgar. Morgunblaðið 21. maí 1992.
Að sigrast á póstnúmerinu “Golf er áhugamál númer tvö og ég tek það ekki eins alvarlega og fótboltann. Golfið er skemmtilegt og við, nokkrir strákar í Fram, spilum útum allt okkur til ánægju, en við höfum sótt um innöngu í Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ. Árangurinn er ekkert sérstakur, ég er að fara 18 holurnar á 110 til 115 höggum, en takmarkið í sumar er að komast niður fyrir póstnúmerið heima, sem er 109, og það ætti að takast.” (Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í viðtali. Morgunblaðið 20. júlí 1993.
Hart tekið á brotum “Í fyrra kom upp hliðstætt mál í Svíþjóð. Sænskur kylfingur, áhugamaður, var þá dæmdur í tveggja ára keppnisbann í heimalandi sínu og þriggja ára keppnisbann í Evrópu, eftir að hann varð uppvís að svindli. Ekki er langt síðan enskur atvinnumaður var dæmdur fyrir svindl og fékk hann 20 ára keppnisbann. Munurinn á refsingu liggur í áhugamennsku annars vegar en atvinnumennsku hins vegar” (Kærður fyrir að hafa svindlað á golfmóti. DV 25. september 1992) Byrjandinn getur gengið inn í hópinn “Golfíþróttin hefur gefið okkur sem vinnum saman heilmikið og í gegnum hana höfum við tengst á annan hátt en í starfinu og mér finnst það afskaplega jákvætt að menn eigi eitthvað sameiginlegt fyrir utan vinnuna. Golfið er líka sérstakt að því leyti að forgjafarkerfið býður upp á að allir geti leikið saman hversu misgóðir sem þeir eru. Byrjandinn getur alltaf gengið inn í hóp þeirra sem fyrir eru og það er einmitt það sem gerir golfið svo kjörið fyrir fjölskyldur og félaga.”
258
Afrækja heimilisstörfin! Iðkun golfíþróttarinnar tekur mikinn tíma hjá þeim sem taka hana alvarlega, en flestir þeirra sem fá áhugann taka golfið mjög alvarlega. Inga sagðist oft hafa heyrt karlmenn kvarta yfir því að það sé ekki lengur hægt að fá fólk í heimsókn á sumrin ef eiginkonan stundar golf. Heima hjá þeim sé ekkert gert yfir sumarið, ryk yfir öllu, leirtauið óhreint í vaskinum og ekkert til með kaffinu. Já, það er hart í ári hjá körlum þessa dagana.” ( Konur í golfi. Úr viðtali við Ingu Magnúsdóttur afrekskylfing. Nýtt Helgarblað 19. júlí 1991). Keppni um Íslandsfuglinn Í annan stað verður þetta mót öðruvísi að því leyti að við verðum með aukaverðlaun fyrir þá sem verða næstir holu á par þrjú brautunum. Einnig verðum við með keppni þar sem Íslandsfugl Íslandsbanka verður útnefndur. Keppnin gengur þannig fyrir sig að Íslandsbanki ætlar að gefa Maxfli golfbolta fyrir að fá fugl. Allir sem fá þrjá fugla fá einn pakka af boltum og síðan einn bolta fyrir hvern fugl. (Verður öðru vísi landsmót. Úr viðtali við Loga Þormóðsson mótsstjóra Íslandsmótsins í Leirunni. Morgunblaðið 25. júlí 1993) Ná tæpast kylfunum úr jörðinni Kjartan hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum. “Ég held að unglingum hér sé ekki kennt nógu mikið um kurteisi, bæði á velli og gagnvart öðrum spilurum. Hér áður fyrr voru unglingarnir tiltölulega fáir og þeir voru mikið með sér eldri kylfingum. Nú spila unglingarnir meira saman og fullorðna fólkið sinnir þeim ekki nóg. Fyrir nokkrum árum var talað um það í marga daga ef kylfingur lamdi kylfunni sinni í jörðina en núna mega sumir þakka fyrir
ef þeir ná kylfunni upp úr jörðinni eftir vonskukast og enginn segir orð. Þá er forgjöfin okkar hér heima vitlaus, hún er alltof lág, og það stendur nánast enginn undir henni þegar leikið er erlendis. Það ætti að lækka SSS allra valla hér um 2 högg eða hækka forgjöf allra kylfinga um 2-3 högg. (Úr viðtali við Kjartan L. Pálsson kylfing og fararstjóra. Morgunblaðið 25. júlí 1993.)
Hirðuleysið algengt Því miður verðum við líka vitni að því að menn senda á loft stærðar torfusnepil þegar þeir slá á braut, ganga síðan sperrtir í burtu án þess að hirða um að setja torfusnepilinn í farið sitt aftur og þrýsta honum niður. Þessir sömu menn hoppa síðan niður í næsta “bönker”, slá kúluna sína upp úr, en hirða ekki um að raka sandinn eftir sig. (Umgengni á golfvöllum. Golf á Íslandi. 1. tbl. 1. árg.1991) Vonandi aldrei golf í sjónvarpinu “Ég minnist þess að fyrir tæpum áratug spurði ég gamlan sjónvarpsref hvort Ríkissjónvarpið myndi ekki vilja spreyta sig á þessu, rétt eins og þeir sýndu beint frá knattspyrnu, handknattleik, skíðum, sundi, frjálsum íþróttum og raunar hvaða íþrótt sem vera skal – nema golfi. Sá gamli refur svaraði því samstundis til, að vonandi rynni aldrei upp sá dagur, að Íslendingar færu að sjónvarpa beint frá golfi, því til þess hefðu þeir enga burði; þeir hefðu hvorki mannafla, tækjabúnað né kunnáttu til þess að framkvæma slíkar útsendingar skammlaust; golfvöllurinn er svo víðáttumikill sagði hann, leikurinn svo dreifður, upplýsingaflóðið þarf að vera svo markvissst og þétt – í stuttu máli sagt: þetta munu Íslendingar aldrei geta. (Baldur Hermannsson: Komu, sýndeu og sigruðu... Golf á Íslandi 1. tbl. 9. árg. 1998)
Faldo hafði áhuga á veiðimennskunni “Ómar hélt utan á sunnudag og millilenti í London. Töf varð á brottför þaðan til Malaga á Spáni og varð Ómar að bíða á Heathrowflugvelli. Þar hitti hann breska kylfinginn Nick Faldo að máli. “Hann var mjög hress. Honum þótti gaman til þess að vita að Íslendingur ætti sæti í unglingaliði Evrópu og varð mjög undrandi þegar ég sagði honum hversu lengi við gætum spilað heima á Íslandi. Hann er mikill áhugamaður um veiði og ég sagði honum að Jack Niclaus hefði komið til Íslands að veiða. Hann virtist hafa töluverðan áhuga á því,” sagði Ómar um Ryder kempuna margreyndu, sem tekur nú þátt í keppninni í ellefta sinn.” (Ómar stóð sig vel á Spáni. Morgunblaðið 25. september 1997) Góð ráð gefin í bæklingi Í bæklingnum eru kylfingum gefin góð ráð varðandi golfleik, umgengni á golfvöllum og helstu reglur. Því miður eru þeir margir sem ekki hafa tileinkað sér almennar umgengisreglur á golfvöllum. Þar sem farið er um vellina má sjá sígarettustubba, dykkjarílát hverskonar, sælgætisumbúðir og margt annað rusl. Það virðist ekki skipta máli þótt víðast hvar á golfvöllum sé komið fyrir sorpílátum. Umgengni þeirra sem ganga svona um golfvellina er að sjálfsögðu sú sama hvað vellina sjálfa áhrærir. Þeir raka ekki eftir sig spor í glompum, leggja ekki torfusnepla í farið og laga ekki boltaför á flötum. Tökum höndum saman og göngum um golfvellina eins og við viljum að aðrir gangi um þá. Fyrrnefndur bæklingur fjallar um sjálfsagða hluti, eins og segir í inngangi: öryggisatriði, tillitssemi, snyrtimennsku og góða umgengni. (Fjallað um bækling GSÍ: Golf með skynsemi. DagurTíminn 4. október 1996.)
Sigursælir framkvæmdastjórar Nýráðinn framkvæmdastjóri GSÍ, Hörður Þorsteinsson,
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
259
var á dögunum á fundi framkvæmdastjóra Norðurlandanna sem haldinn var í Svíþjóð. Á fundinum var haldið hið árlega “Framkvæmdastjóramót Norðurlandanna” og sigraði okkar maður með glæsibrag. Fetaði hann þar í fótspor Hannesar Þorsteinssonar sem sigraði á sama móti í fyrra og Frímanns Gunnlaugssonar sem sigraði þegar mótið var haldið í Danmörku fyrir nokkrum árum.
Að leka út í loðmulluna
Sigurður P. fór loksins holu í höggi
(Baldur Hermannsson: Bogga, böddi og loðmullan. Golf á Íslandi 1. tbl. 9. árg. 1998)
Sigurður hafði lengi það orð á sér að hafa aldrei farið holu í höggi, þrátt fyrir að hafa verið viðloðandi golfíþróttina um langt skeið og leikið ófáar holurnar. Úr þessu bætti hann á Spáni í vor og var þungu fargi af honum létt, svo þungu að hann las inn á símsvarann sinn að hann hefði farið holu í höggi 30. mars og hann kæmist ekki í símann, væri sennilega einhvers staðar uppi í skýjunum. “Ég var með landsliðinu í æfingabúðum í Islantilla á Spáni í vor og tókst það á áttundu holu á síðasta hringnum sem við lékum áður en við fórum heim. Ég var í holli með Ragnari Ólafssyni landsliðseinvaldi, sem hefur verið forsprakki tuttugu ára eineltis í minn garð vegna þess að mér hafði aldrei tekist að fara holu í höggi. Það var því mjög gaman að fara holu í höggi beint fyrir framan nefið á honum,” sagði Sigurður.
“Uppi í Grafarholtsskála heyrði ég nýlega skemmtilegt orð fyrir semi-rough. Kylfingur einn sat þar fyrir framan sjónvarpið og virti fyrir sér Payne Stewart, þar sem hann klúðraði US Open. “Jæja þarna lak hann út í loðmulluna”, sagði hann skyndilega. Loðmulla – ekki amalegt orð fyrir semi-rough, fer vel í munni og lýsir nákvæmlega því fyrirbæri sem það lýtur að.”
Myndi hækka blóðþrýstinginn á líki!
(Golf á Íslandi. Landsmótsblað 1999)
“Til að losna við par, sem þú hefur engan áhuga á að spila með eru ýmsar leiðir. Ef þú spilar mjög hratt á fyrstu holunum væri það víst til að fara í taugarnar á alvöru kylfingum. Flestir njóta þess að spila á þægilegum hraða og það mundi því fara óstjórnlega í taugarnar á því ef þú flýttir þér alltaf að boltanum þínum til að slá, þó þú sért hvorki næstur holu, né eigir heiðurinn á teig. Slíkt finnst góðum kylfingi óþolandi og svoleiðis hegðun gæti jafnvel hækkað blóðþrýstinginn á líki. Þar sem það tekur þig alltaf á bilinu frá tveimur til tólf holum að hita upp, ætti höggafjöldinn ekki að skipta neinu höfuðmáli. Hafðu það bara hugfast að eina takmark þitt er að heyra hina gullvægu setningu: “Viljið þið tveir ekki fara á undan?”
Ánægður með ráðningu Staffans
(Á veraldarvefnum: Ráð til að losna við 4 manna ráshóp. Golf á Íslandi 1. tbl. 9. árg. 1998)
Í stefnumótun GSÍ er stefnt á að koma á markvissri afreksstefnu fyrir kylfinga sem velja golfið sem keppnisíþrótt og er ráðning Staffans sögð liður í því starfi sem framundan er. Ragnar Ólafsson sem verður aðstoðarmaður Staffans sagði það gríðarlega mikilvægt að fá kunnáttumann sem Staffan væri til starfa hjá sambandinu. “Hann nýtur mikils trausts innan sænska golfsambandsins, hefur mikla reynslu af mótum og er greinilega öllum hnútum kunnugur.” (Staffan Johannsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í golfi. Mogunblaðið 29. janúar 2000)
260
Skítugar kylfur í stíl við rifnar gallabuxur Það ánægjulega við þróun klæðnaðar íslenskra kylfinga er að svo virðist t.d. varðandi unglinga að strax og þeir ná einhverjum tökum á íþróttinni, þá tekur klæðaburður þeirra stórum breytingum til batnaðar. Það er eins og framförum í íþróttinni fylgi að unglingarnir vilji einnig sýna það með framkomu sinni og fasi að þeir beri virðingu fyrir íþróttinni. Þetta er hið besta mál og ber að geta þess og þakka fyrir. En því miður, það eru alltaf innan um svartir sauðir sem umgangast golfvellina og stórmótin af sama virðingarleysi og áður.
Þessir menn bera t.d. ekki meiri virðingu fyrir áhöldum sínum en svo að þeir mæta með þau drulluskítug í hvert mótið eftir annað enda fer slíkt ágætlega við rifnu gallabuxurnar og “jogging-gallana” Það er varla að þeir hreinsi skítinn af kúlunum sínum og þegar upphafshögg hefur verið tekið troða þeir “té-inu” af öllu afli upp í enda kylfuskafstins. Þetta eru oftar en ekki menn sem ekki ná miklum árangri í golfinu. (Snyrtilegur klæðnaður er ekkert snobb. Golf á Íslandi 1. tbl. 6. árg. 1995) Taldi Birgi Leif eiga möguleika Þegar Staffan Johansson var ráðinn landsliðsþjálfari var ein af spurningunum sem lögð var fyrir hann á blaðamannafundi hvort hann sæi fyrir sér að íslenskur kylfingur gæti komist á aðalmótaröð Evrópu á næstu árum. Hann svaraði: “Vonandi náum við því markmiði á næstu fimm árum, hvort sem það verður karl eða kona sem nær þessu markmiði. Ég tel að Birgir Leifur Hafþórsson hafi hæfileika til þess að ná alla leið ef hann fær til þess stuðning og er tilbúinn að leggja mikið á sig. Þá er aldrei að vita hvað úr verður.” ( Afreksstefna að sænskri fyrirmynd. Sagt frá ráðningu Staffans Johannsson. Morgunblaðið 29. janúar 2000) Margar orsakir slysa Brynjólfur Mogensen yfirlæknir á bæklunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur kynnti rannsóknir á golfáverkum sem hann hefur tekið saman síðastliðin tvö ár. 25 manns slösuðust við golfiðkun á Íslandi og eru orsakir þeirra magvíslegar. Brynjólfur telur að kæruleysi og lítil viðring fyrir golfsiðum vera eina orsök og segir hann hluta alvarlegu áverkanna verða vegna þeirra. Sex kylfingar fengu golfkúlu í sig, fjórir fengu kylfu í sig og tveir meiddust við að slá of fast í jörðina!! Tólf sneru sig, duttu og tognuðu og einn klemmdi sig á eigin golfkerru. (Golf á Íslandi 1. tbl. 10. árg. 1999)
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
261
262
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
263
Verðlaunahfar í unglingamóti á Urriðavelli árið 2006. Frá vinstri: Sunna Víðisdóttir, Ástrós Arnarsdóttir, Andri Már Óskarsson, Eygló Myrra Óskarsdóttir, Ragna Björk Ólafsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Jódís Bóasdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir og Haraldur Franklín.
264
2000-2012
Stöðug sókn á öllum vígsstöðvum Á tímamótum gerir fólk gjarnan tvennt: Lítur um öxl til farins vegar og reynir að skyggnast inn í framtíðina. Við aldaskilin er tuttugasta öldin var kvödd og þeirri tuttugustu og fyrstu heilsað gátu forvígismenn og iðkendur golfíþróttarinnar horft með stolti til liðins tíma og með bjartsýni til framtíðarinnar. Íþróttin var komin til þroska. Aðeins ein íþróttagrein, knattspyrnan, gat státað af fleiri iðkendum og byltingarkennd breyting hafði orðið í aðstöðumálum. Hvarvetna var golfið í sókn. Tölfræðin undirstrikaði það. Árið 1970 voru starfandi 13 golfklúbbar með um 900 félögum, árið 1980 voru klúbbarnir orðnir 20 og félagarnir um 1.700, árið 1990 voru 33 klúbbar starfræktir með um 2.600 félögum en aldamótaárið 2000 voru 52 klúbbar starfandi og félagarnir orðnir um 7.500. Iðkendafjöldinn hafði því meira en tvöfaldast á síðasta áratug aldarinnar. Og klúbba- og félagafjöldi sagði ekki alla söguna. Neyslukönnun Gallup sem gerð var aldamótaárið staðfesti að um 40 þúsund Íslendingar höfðu leikið golf og hún sýndi líka að mun fleiri karlmenn en konur höfðu tekið sér kylfu í hönd og reynt fyrir sér í íþróttinni. Óneitanleg vaknaði sú spurning hvort hámarkinu væri náð, markaðurinn væri orðinn mettur. Þegar litið var til annarra þjóða kom í ljós að svo myndi ekki vera. Í allmörgum löndum voru hlutfallslega fleiri en á Íslandi sem
stunduðu golf og voru í golfklúbbum og var t.d. bent á það að í Svíþjóð væru um 6,5% íbúa landsins í golfklúbbum en þótt talan væri há á Íslandi væri hlutfallið þó ekki nema 3,5%. En tímamótin í sögu golfíþróttarinnar um þessar mundir fólust ekki einungis í því að iðkendum fjölgaði stöðugt. Það hillti einnig undir ný viðhorf og að íþróttin tæki nýja stefnu. Árið 1999 var Hörður Þorsteinsson ráðinn framkvæmdastjóri sambandsins. Bakgrunnur hans var öðruvísi en þeirra sem störfuðu og réðu hjá sambandinu. Hann hafði staðið í þeim harða slag að reka einkafyrirtæki í samkeppni við aðila sem styrktir voru af hinu opinbera og auk þess starfað í íþróttahreyfingunni þar sem afreksmál voru ofarlega á baugi og það keppikefli að koma fólki á Ólympíuleika. Að sumu leyti kom hann því sem hvítur stormsveipur inn í golfhreyfinguna en hugmyndir hans fundu fljótt góðan takt. Það sást ekki síst sem afrakstur stefnumótunarvinnunnar sem Gunnar Bragason þáverandi forseti lagði upp með á þessum tíma. Úlfar kjörinn “kylfingur aldarinnar” Það tilheyrir stórhátíðum eins og aldamótum að gera sér dagamun. Það gerði golfhreyfingin á Íslandi m.a. með því að standa fyrir kjöri á “Kylfingi aldarinnar”. Tilgangurinn
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
265
var fyrst og fremst að vekja athygli á golfinu og því að þótt á ýmsu hefði gengið þau tæp sextíu ár sem GSÍ hafði starfað höfðu Íslendingar þó eignast framúrskarandi kylfinga sem rutt hefðu kylfingum komandi aldar brautina. Auk GSÍ stóðu íþróttafréttamenn og fyrirtækið Sjóvá-Almennar að kjörinu og ákveðið var að sá kylfingur sem nafnbótina hlyti fengi í verðlaun áletraðan gullhúðaðan pútter sömu gerðar og einn frægasti kylfingur allra tíma Bandaríkjamaðurinn Arnold Palmer notaði á hátindi ferils síns. Fyrirkomulag á valinu var þannig að átta kylfingar voru tilnefndir og kusu síðan íþróttafréttamenn á milli þeirra þannig að á atkvæðaseðli hvers og eins voru fimm nöfn. Hlaut sá er var efstur á blaði 5 stig, sá er varð í öðru sæti fjögur o.s.frv. Þeir kylfingar sem tilnefndir voru til kjörsins voru Birgir Leifur Hafþórsson, GL, Björgvin Þorsteinsson,GA, Jakobína Guðlaugsdóttir, GV, Karen Sævarsdóttir, GS, Magnús Guðmundsson, GA, Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, Úlfar Jónsson, GK og Þorvaldur Ásgeirsson, GR. Hinn 14. maí árið 2000 var efnt til hófs í Golfskála Keilis í Hafnarfirði þar sem úrslit kjörsins voru kynnt. Þau komu ekki á óvart. Útnefninguna og pútterinn gullna hlaut Úlfar Jónsson. “Þetta er stórkostleg stund fyrir mig og mesti heiður sem mér hefur hlotnast. Það er mikill heiður að vera valinn úr hópi slíkra afrekskylfinga sem tilnefndir voru og vera í hópi Úlfar Jónsson var kjörinn kylfingur aldarinnar í kjöri íþróttafréttamanna. Ljósmanna eins og Þorvalds Ásgeirssonar, myndin er hluti af umfjöllun tímaritsins Golfs á Íslandi um kosninguna. sem er lærifaðir minn í golfinu,” sagði Úlfar er hann hafði tekið við verðlaunagripnum og bætti því við að hann vonaðist til að útnefnNýir tímar komu líka af sjálfu sér. Allt fram undir alingin gerði einhverjum ungum kylfingum ljóst að með damótin höfðu forystumenn í golfhreyfingunni verið á skýrum markmiðum, vilja og vinnusemi væri hægt að ná kafi í að berjast við að koma upp aðstöðu klúbbanna og langt. Úlfar Jónsson kylfingur aldarinnar, Morgunblaðið í það hafði allt fjármagnið farið. Nú var góður hluti af 16. maí 2000. þeirri uppbyggingu að baki og auk þess voru sveitarfélög farin að sýna metnað og viðleitni í að aðstoða golfklúbbaDeildar meiningar um ráðningu Staffans
266
na við framkvæmdir þeirra. Auðvitað var þó margt óunnið á þeim vettvangi og forsvarsmenn íþróttarinnar höfðu af því nokkrar áhyggjur að vellirnir á höfuðborgarsvæðinu væru orðnir svo ásettnir að nýtt fólk sem gjarnan vildi leggja golfið fyrir sig kæmist ekki að.
íþróttafréttir innlendra fjölmiðla snúist um boltaleiki. Á því varð breyting. Golfið fékk sinn sess og fólk sat límt við tækin til þess að fylgjast með Tiger og öðrum hetjum sem voru að koma fram á sjónarsviðið.”Sama heimild.
Nýja stjórnarfyrirkomulagið gaf góða raun “Þegar ég kom til Golfsambandsins fannst mér áberandi Eins og fram hefur komið var ákveðið á hvað afrekstarfið í íþróttinni hafði orðið golfþingi árið 2000 að gera þá veigamiklu útundan. Þótt við ættum sannarlega breytingu á stjórnkerfi golfhreyfingarinafrekskylfinga þá fannst mér vera meiri nar á Íslandi að golfþing yrði eftirleiðis klúbbastemmning í golfinu en metnaður haldið annað hvert ár í stað árlega áður og til afreka. Ég man að þá las ég blaðaviðtal annað hvert ár yrði síðan haldinn fundur við Björgvin Sigurbergsson Íslandssem hefði takmörkuð aðalfundarvöld. Á meistara þar sem hann var spurður að því golfþing áttu fulltrúar allra golfklúbba hvað tæki við þegar veturinn færi í hönd. á landinu rétt til setu en á ársfundinum Hann svaraði að þá færi golfsettið sitt aðeins formenn klúbbanna auk stjórnar inn í bílskúr og biði vorsins eins og hann Golfsambandsins. Formannafundinum sjálfur. Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá var ætlað að taka fyrir þrjú afmörkuð mál; GSÍ fór ég á fund starfsfélaga minna á ársskýrslu stjórnar, afgreiðslu ársreiknNorðurlöndunum og notaði þá tækifærið ings og fjárhagsáætlun GSÍ fyrir næsta til þess að spyrja Svíana hvort þeir vissu ár en golfþingið tók hins vegar fyrir öll um mann sem gæti hugsanlega tekið það Hörður Þorsteinsson mál sem fyrir það var lagt á tilsettan hátt. Á að sér að verða landsliðsþjálfari Íslands. Þeir golfþingum var mótahald og mótafyrirkomulag bentu á Staffan Johannsson og í framhaldi löngum aðalumræðuefnið svo og breytingar á lögum og af því ræddi ég við hann og lagði svo til við stjórnina að reglugerðum og stjórnarkosningar. hann yrði ráðinn enda voru kaupkröfur hans hóflegar. Gunnar Bragason forseti GSÍ studdi málið einarðlega Sú hefð hefur skapast að golfþingið er haldið á Reyen sumir aðrir stjórnarmenn vildu fara aðrar leiðir. Niðurstaðan varð samt sú að Staffan var fenginn til starfa kjavíkursvæðinu en formannafundirnir úti á landi og var fyrsti ársfundurinn haldinn á Akureyri 16. nóvember og ég er ekki í vafa um að það varð upphafið að breyttu 2002. Þótt skoðanir væru nokkuð skiptar um þetta nýja viðhorfi sérstaklega í afreksmálum GSÍ ekki síst vegna fyrirkomulag urðu menn fljótt sammála um að þessi tilþess að honum tókst að virkja íslenska golfkennara með högun væri æskilegri en sú eldri. sér.”Munnleg heimild. Hörður Þorsteinsson í viðtali við bókarhöfund. “Þetta fyrirkomulag hefur leitt af sér meiri skilvirkni í hreyfingunni án þess að slakað sé á þeim kröfum sem Allt fram til þessa tíma hafði spurning þeirra sem komu gerðar eru til ársreikninga, fjárhagsáæltunargerðar og að golfinu verið: Hvað getum við gert til að gera vellina eðlilegrar umræðu um málefni hreyfingarinnar. okkar betri? Nú var líka farið að spyrja: Hvað getum við Á formannafundunum fer fram meiri stefnumótunarumgert til að gera kylfingana okkar betri? Um þetta leyti var ræða í tengslum við ársskýrslu stjórnarinnar en á þinguhópur ungmenna sem fóru að æfa golf þegar á unga aldri num hins vegar er meira rætt um einstök mál. Golfþingið að komast til þroska. “Það var ýmislegt utanaðkomandi var líka stytt. Það stóð áður í tvo daga en stendur nú í sem hjálpaði til og hvatti þau til afreka. Löngum hafði einn dag sem þýðir það að lögð er áhersla á að búa mál vel íþróttin haft þá ímynd að þeir bestu væri komnir á eða út fyrir þingið og kynna þau. Ef um breytingar á lögum yfir miðjan aldur. Nú fékk unga fólkið nýja fyrirmynd: Tiger Woods sem var á allra vörum og honum vildu allir eða reglugerðum er að ræða þá eru klúbbunum sendar líkjast. Hann varpaði ljósi á að krakkar þurftu ekki að vera upplýsingar um slíkt með hæfilegum fyrirvara þannig að þeir eigi möguleika á að gera athugsemdir eða breytingar. bara í handbolta eða fótbolta til þess að verða íþróttahetjur og komast í fjölmiðlana en allt fram til þessa höfðu Fyrir þingin er síðan haldinn kynningarfundur til þess
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
267
að undirbúa málin sem þar eru tekin fyrir. Þessi tilhögun verður til þess að umræðan á þingunum verður styttri og markvissari en kemur ekki í veg fyrir að fólk geti látið til sín heyra og komið því á framfæri sem því býr í brjósti. Áður en þessari tilhögun var komið á urðu oft miklar og langar umræður um ýmis framkvæmdamál eins og fyrirkomulag móta , reglur um sveitakeppni og annað slíkt.” Munnleg heimild: Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ. Það er hlutverk stjórnar GSÍ og starfsmanna sambandsins að undirbúa þingin og formannafundina. Strax og golfvertíðinni lýkur á haustin er farið að vinna að uppsetningu reikninga en lögum samkvæmt þurfa löggiltir endurskoðendur að koma að því máli með framkvæmdastjóra GSÍ og gjaldkera. Hið sama gildir um fjárhagsáætlun en við gerð hennar er fyrst reynt að ráða í hugsanlegar tekjur sambandsins og kostnað en af þessu ræðst í hvaða verkefni er hægt að ráðast á næsta starfsári. Árið sem golfþingið er haldið er jafnan farið yfir lög og reglugerðir en oft á tíðum fá stjórnin og starfsmennirnir ábendingar um ýmislegt sem betur mætti fara. “Það hefur verið mikil festa í starfi sambandsins allan tímann sem ég hef gegnt störfum hjá því og þegar litið er yfir farinn veg verður ekki annað sagt en að samstaða í stjórninni hafi jafnan verið með miklum ágætum, þótt auðvitað verði þar ágreiningur um einstök málefni.”Sama heimild.
listjórnstig sem kemur golfhreyfingunni ekki mikið við. Samkvæmt lögum ÍSÍ þurfa golfklúbbar að vera aðilar að héraðssamböndum eða íþróttabandalögum í heimahéruðum sínum og er það jafnan fyrsta skref golfklúbba til að fá aðild að GSÍ að sækja um slíka félagsaðild. Samkvæmt þessum reglum eru það héraðssambönd og íþróttabandalög sem eiga að tilnefna fulltrúa á golfþingin. “Til þess að mæta þessu og fylgja lögum ÍSÍ höfum við jafnan sent viðkomandi aðilum upplýsingar um þingin okkar og hvernig fulltrúum á þeim er ráðstafað og jafnframt upplýst að við höfum haft samband við viðkomandi klúbb. Að sumu leyti teljum við að umrætt fyrirkomulag sé orðið úrelt og að eðlilegra sé að félögin geti haft bein tengsl við sérsamböndin sem þjóna þeim. En sjálfsagt eru margar ástæður fyrir því að umræddu kerfi er viðhaldið og ekki síst sú staðreynd að styrkjakerfið og skipting lottótekna tekur mið af þessu. Nefna má að í Noregi eru átta íþróttahéruð en 25 á Íslandi. Mörgum finnst það of mikið.”Munnleg heimild: Hörður Þorsteinsson í viðtali við bókarhöfund. Þátttaka í alþjóðasamfélaginu
Réttur til setu á golfþingum er bundinn í lögum sambandsins. Samkvæmt þeim fer fjöldi fulltrúa eftir félagafjölda í klúbbunum 1. júlí viðkomandi þingár. Nú er miðað við það að klúbbarnir fái tvo fulltrúa fyrir hverja 300 félaga og síðan einn fulltrúa fyrir hvert byrjað hundrað. Allir klúbbar hversu fámennir sem þeir eru eiga rétt á að senda einn fulltrúa á golfþingið. Mismunandi er hversu vel klúbbarnir nýta rétt sinn til þingsetu og oft vill verða svo að þingfulltrúa vantar frá litlum klúbbum sem eiga langt að sækja á þingið. “Fundarsókn á golfþing ræðst dálítið af því hvort átakamál eru þar á dagskrá. Ef um slíkt er að ræða er betur mætt. Þótt góð sátt hafi verið og sé í hreyfingunni er langt frá því að þingin séu litlausar samkomur. Þar er alltaf tekist á um ýmis mál og ekki síst lög sambandsins sem eru stöðugt í endurskoðun enda þurfa þau að vera í takt við tímann.”Munnleg heimild: Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ.
Eitt af hlutverkum Golfsambands Íslands er að annast félagsleg samskipti við samtök og alþjóðahreyfingar golfíþróttarinnar. Golfsamband Íslands er aðili að European Golf Association (EGA) sem 42 Evrópulönd eiga aðild að. Sambandið var stofnað í Luxemburg 20. nóvember 1937. Innan EGA er aðildarlöndunum skipt í fjóra hópa: Bretland og Írland, Norðursvæði, Miðsvæði og Suðursvæði. Ísland tilheyrir Norðursvæðinu ásamt Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Rússlandi og Úkraínu. Þing EGA er haldið árlega og hefur sú hefð skapast að annað hvert ár er það haldið í Luxemburg en hitt árið í heimalandi þess er gegnir forsetaembættinu hverju sinni. Forseti og framkvæmdastjóri GSÍ sækja jafnan ársþingið en áður en það hefst eru haldnir fundir viðkomandi svæða þar sem fulltrúar þeirra stilla saman strengi sína og ræða þau mál sem þeir hafa áhuga á að koma fram á þinginu. Á þinginu er jafnan kosið í nefndir sambandsins en sá háttur er hafður á að golfsambönd þeirra sem kjörnir eru í nefndir þurfa að standa straum af kostnaðir við þátttöku þeirra.
Frá fyrstu tíð hafa lög Golfsambandsins ekki verið í takt við lög ÍSÍ og kemur það til af því að innan ÍSÍ er mil-
Rósmundur Jónsson var fyrsti Íslendingurinn sem kjörinn var í nefnd hjá EGA. Síðar tók Gunnar Bragason fyr-
268
í stjórn GSÍ um tveggja ára skeið. Á þinginu í Hafnarfirði flutti Júlíus einskonar stefnuræðu þar sem hann gerði grein fyrir þeim málaflokkum sem hann myndi leggja áherslu á sem forseti sambandsins. Nefndi hann þar einkum til þrjú meginatriði. Í fyrsta lagi yrði lögð áhersla á að efla tengsl innan golfhreyfingarinnar og þá sérstaklega við klúbbana úti á landi, í öðru lagi að stjórn og starfsemi GSÍ yrði gerði sýnilegri meðal almennra kylfinga og í þriðja lagi yrði þung áhersla lögð á að efla fjárhagsstöðu sambandsins. “Mér fannst eðlilegt að þingfulltrúar vissu strax hver yrðu meginmál mín Rósmundur Jónsson. Haukur Örn Birgisson. sem forseti og að ég hefði ákveðna framtíðarsýn á starfsemi GSÍ. Þessi rverandi forseti GSÍ sæti í mótanefnd sambandsins og sat í henni í tvö kjörtímabil eða í fjögur ár. Á ársþinginu 2010 þrjú atriði taldi ég mikilsverðust m.a. vegna þeirrar reynslu sem ég hafði af stjórnarstörfunum í sambandinu. var Íslendingur, Haukur Örn Birgisson varaforseti GSÍ, Þannig hafði ég hvað eftir annað heyrt landsbyggðarmenn svo kjörinn í mótanefndina. segja sem svo að Golfsambandsmenn vissu ekkert um þá, og hefðu aldrei látið sjá sig.”Munnleg heimild: Júlíus Golfsambandið á einnig aðild að alþjóðasamtökunum Rafnsson í viðtali við bókarhöfund. IGF (International Golf Federation). Þau samtök voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1958 en aðalstöðvar þeirra Júlíus stóð við þau fyrirheit að sinna landsbyggðarklúbbueru í Lausanne í Sviss. IGF stendur fyrir heimsmeistanum því áður en forsetatíð hans lauk hafði hann komið til rakeppni landsliða áhugamanna annað hvert ár og mun þeirra næstum allra. Hann lagði í sína fyrstu ferð í yfireinnig sjá um þátttöku kylfinga á Ólympíuleikunum í Brasilíu 2016 en þar verður í fyrsta skipti í yfir 100 ár sem reiðinni 17. júní 2003, hélt þá til Víkur í Mýrdal og austur um til Akureyrar. golf verður keppnisgrein á leikunum. Þá hefur GSÍ einnig tekið virkan þátt í Norðurlandasamstarfi sem var um árabil formlegt en hin síðari ár hefur það falist í fundum fulltrúa golfsambandanna í viðkomandi löndum þar sem farið er yfir sameiginleg hagsmunamál þeirra. Meðan samtökin voru formleg skiptust forsetar golfsambandanna á um formennsku í ráðinu og gegndi Konráð R. Bjarnason henni á árunum 1984 – 1988. Júlíus setti þrjá málaflokka á oddinn Það kom nokkuð á óvart þegar Gunnar Bragason lýsti yfir því fyrir þingið sem haldið var í Haukahúsinu í Hafnarfirði í nóvember 2001 að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs forseta GSÍ enda búinn að gegna því embætti í skamman tíma. Júlíus Rafnsson var einróma kjörinn forseti í hans stað en hann hafði þá verið ritari
“Þetta var mjög eftirminnileg ferð og góður skóli fyrir mig. Ég sá með eigin augum hvar skórinn kreppti hjá landsbyggðarklúbbunum og fylltist jafnframt aðdáun á starfi margra forsvarsmanna þeirra sem voru allt í öllu. Þeir slógu völlinn, skipulögðu mótin, tóku sjálfir þátt í þeim, og reiknuðu allt út að þeim loknum. Og margir töldu sig eiga sitthvað vantalað við forseta GSÍ. Ég heimsótti t.d. klúbbinn á Eskifirði og var þar um hádegisbil. Það kom mér á óvart að næstum allir klúbbfélagar mættu á fundinn með mér og höfðu greinilega skotleyfi á forsetann sem fékk margar hvassar og beinskeyttar spurningar. Það var svo mitt að útskýra hvaða forsendur lægju að baki ákvörðunartöku hjá Golfsambandinu og þegar upp var staðið voru menn bærilega sáttir.”Sama heimild. Og Júlíus gerði meira en að sitja á spjalli við menn. Hann
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
269
Næstum allir klúbbfélagar mættu á fundinn og höfðu greinilega skotleyfi á forsetann sem fékk margar hvassar og beinskeyttar spurningar segir Júlíus Rafnsson umeftirminnilega heimsókn til golfklúbbsins á Eskifirði Myndin er frá Byggðarholtsvelli. Ljósmynd: Friðþjófur
setti sér það markmið að spila vellina á þeim stöðum sem hann heimsótti og stóð við það jafnvel þótt ausandi rigning væri meginhluta þess tíma sem hann fór í umrædda ferð. Það reyndist dálítið torsóttara en virtist í fyrstu að gera stjórnarmenn GSÍ sýnilega þegar þeir voru að stjórna mótum eða sinna öðrum störfum fyrir sambandið. “Golfsambandið átti einn grænan jakka sem forsetinn átti að klæðast þegar hann kom fram fyrir hönd sambandsins. Jakkinn hafði gengið á milli forsetanna sem var svo sem allt í lagi því þeir sem voru á undan mér voru nettir í vextinum. Málið vandaðist þegar “frjálslega” vaxinn forseti átti að klæðast jakkanum. Hann passaði ekki alveg. Eitt af mínum fyrstu embættisverkum var að kaupa nokkra boli og fá Kristmann Magnússon, Mansa í Pfaff, til þess að sauma í þá merki Golfsambandsins. Þeim kæddust
270
svo menn alltaf þegar þeir sinntu erindum sambandsins. Síðar var fjárhagurinn það rúmur að hægt var að kaupa “blazer”jakka á alla í stjórninni sem klæddust þeim svo þegar við átti, eins og t.d. þegar verið var að ferðast með landsliðunum. Fyrsta sumarið sem ég gegndi forsetaembættinu var Evrópumót unglinga haldið hérlendis og mörgum gestanna þótti við hæfi að færa smágjafir af því tilefni. Ég eignaðist þá allmörg hálsbindi með merkjum viðkomandi golfsambanda og langaði til að GSÍ eignaðist slíka gripi. Af því varð ekki í minni forsetatíð.”Munnleg heimild: Júlíus Rafnsson í viðtali við bókarhöfund. Stórt skref í fjármögnun Til þess að unnt væri að framfylgja nýrri afreksstefnu og öðrum þeim verkefnum sem GSÍ áformaði þurfti peninga. Þegar Hörður Þorsteinsson var ráðinn í fram-
kvæmdastjórastöðuna átti það að verða eitt af meginverkefnum hans að freista þess að útvíkka þá stefnu að fá fleiri og sterkari stuðningsaðila fyrir Golfsambandið. Þegar á fyrsta ári sínu hjá sambandinu tókst honum að fá Toyota-bílaumboðið sem aðalstyrktaraðila mótaraðar GSÍ til næstu þriggja ára, sem þar með fékk nafnið Toyotamótaröðin og varð þekkt sem slík. Og síðan voru skrefin stigin eitt af öðru og farið að fá styrktaraðila á einstök mót innan mótaraðarinnar. Þannig varð til Carlsberg og Flugfélags Íslands mót á Toyotamótaröðinni svo eitthvað sé nefnt. “Það var harður slagur að fá stuðningsaðila enda fór ekki mikið fyrir umfjöllun um þessi mót til að byrja með. Stuðningurinn fólst einkum í því að fyrirtækin lögðu til myndarleg verðlaun í mótin og við gerðum hvað við gátum til þess að vekja athygli á þeim í staðinn. Það var helst Íslandsmótið sem var söluvara, en SÝN var þá farin að gera þætti um mótið og þar var hægt að koma auglýsingum að í einu og öðru formi.”Sama heimild.
Hörður man vel eftir umræddum fundi og þeim árangri sem náðist. Segir að Júlíus hafi verið harður og laginn samningamaður en aðalatriðið hafi þó verið að þeir félagar höfðu eitthvað að selja og Búnaðarbankamenn hefðu séð sér hag í því að tengast golfhreyfingunni.Um það sagði Sólon Sigurðsson bankastjóri í blaðaviðtali: “Í fyrsta lagi erum við að styðja við íþrótt sem á miklum vinsældum að fagna. Við viljum tengja nafn okkar við hana. Þar að auki höfum við tekið eftir að ungt fólk hefur tileinkað sér íþróttina í vaxandi mæli, sem sýnir sig í þátttökunni í golfdegi Æskulínu Búnaðarbankans og krakkagolfinu sem við höfum staðið að tvö síðastliðin ár. Síðast en ekki síst erum við vonandi að stuðla að auknum vinsældum golfíþróttarinnar meðal kvenna.” Búnaðarbanki Íslands gerist aðalsamstarfsaðili Golfsambandins. Golf á Íslandi 1. tbl. 13. árg. 2002.
Þáttaskil urðu svo er Búnaðarbankinn – seinna KB banki og Kaupþing, gerðist aðalstyrktaraðili Golfsambands Íslands. Júlíus Rafnsson sem þá var orðinn forseti GSÍ var með mikil viðskipti í bankanum og það var auðsótt mál fyrir hann að fá fund með Júlíus Rafnsson, var kjörinn forseti í nóvember 2001 og kynnti sér Í umræddum bankastjórunum Sóloni Sigsérstaklega stöðu klúbba á landsbyggðinni. samningi voru urðssyni og Árna Tómassyni. Á ákvæði um að fundinn héldu Júlíus og Hörður bankinn stæði Þorsteinsson framkvæmdastjóri fyrir sérstökum golfdegi fyrir æskufólk og kynnti börnum GSÍ brynjaðir gögnum um hugsanlegt samstarf bankans íþróttina víða um land. Stigamótaröð GSÍ í unglingaog sambandsins. flokkum fékk nafnið Vaxtarlína Búnaðarbankans og á Og undirtektirnar voru betri en þeir höfðu þorað að vona. kvennadaginn 19. júní bauð bankinn konum aðgengi að “Það hjálpaði okkur að yfirmaður í markaðsdeild bankans golfvöllum landsins auk þess sem hann studdi heimsóknir hinnar bresku golfkonu Denise Hastings sem komið var Edda Svavarsdóttir sem síðar varð einn af foryshafði til Íslands og haldið sérnámskeið fyrir konur. tumönnum í LEK-samtökunum. Hún lagði inn gott orð fyrir okkur. Við fórum fram á sjö og hálf milljón króna sem voru miklir peningar á þessum tíma og eftir viðræður KB-banki yfirtók líka mótaröðina um útfærslu á stuðningnum féllust Búnaðarbankamenn Samningurinn var upphaf öflugs stuðnings bankans við á málaleitun okkar. Þegar við komum af fundinum og stóðum fyrir utan bankann sneri Hörður Þorsteinsson sér GSÍ. Þegar að því kom að samningur við Toyota um stuðning við mótaröðina rann út og GSÍ þurfti að finna að mér og sagði sem svo að við hefðum sennilega átt að annan styrktaraðila var samið við bankann sem þá hét fara fram á meira.”Munnleg heimild: Júlíus Rafnsson.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
271
KB-banki. Var skrifað undir tveggja ára samning við hátíðlega athöfn í Viðey 16. maí 2006 en það tækifæri var einnig notað til þess að kynna úttekt sem nemendur í Samvinnuskólanum á Bifröst höfðu gert á möguleikum þess að gera golfvöll í eyjunni, en meginniðurstaða hennar var sú að slíkur völlur myndi kosta um 350 milljónir króna og var talið að hann gæti skilað arði eftir 12 ár. Meginatriðin í samningi GSÍ og KB- banka var að mótaröð GSÍ skyldi bera nafnið KB banka mótaröðin bæði í flokki fullorðinna og unglinga. “Við hjá KB banka erum stolt af stuðningi okkar við golfíþróttina í gegnum árin og höfum við hingað til aðallega stutt unglingamótaröðina. Nú höfum við tekið annað skref og ætlum einnig að styrkja þá bestu. Samstarf KB banka og GSÍ er orðið mjög umfangsmikið og nær til margra þátta,” sagði Ingólfur Helgason framkvæmdastjóri bankans eftir undirritun samningsins.”Golf á Íslandi 2. tbl. 16. árg. 2006. Samkomunni í Viðey lauk á þann sérstæða hátt að útbúinn var pallur í eyjunni þar sem skemmst var úr henni til lands og spreyttu menn sig á því að reyna að slá golfbolta upp til fastalandsins. Það tókst engum og var þó í hópnum Magnús Lárusson, sá kylfingur sem hvað högglengstur þótti íslenskra kylfinga. En á þessum árum fékk Golfsambandið stuðning frá ýmsum öðrum aðilum þótt ekki væri um eins háar upphæðir að ræða. “Í fyrstu var mjög erfitt að fá stuðning og maður var stundum eins og undin tuska eftir að hafa reynt að nota allan sinn sannfæringarkraft til þess að afla sambandinu fjár. En smátt og smátt fóru aðilar að sjá hag sinn í því að tengjast golfinu og þá á grundvelli þess að það væri almenningsíþrótt og fyrirtækin vildu sýna að þau væru fjölskylduvæn auk þess sem töluverð þensla var orðin í efnahagslífinu og við nutum góðs af því. Við gerðum hvað við gátum til þess að láta þá aðila sem studdu okkur njóta þess og sýna að það var kjöt á beinunum hjá okkur.”Munnleg heimild: Júlíus Rafnsson í viðtali við bókarhöfund. Golfkortið Meðal þeirra leiða sem Golfsambandið fór í útbreiðslustarfinu og þjónustu við kylfinga var útgáfa á vildarkorti sem fékk nafnið golfkortið en það stóð öllum kylfingum sem voru félagsbundnir í klúbbum til boða og veitti ýmis
272
hlunnindi og afslátt á vallargjöldum á mörgum völlum. Útgáfa kortanna hófst árið 2000 og þá í samvinnu við Íslandsbanka. Þegar starfsemin var nýhafin var hún kærð til persónuverndar sem úrskurðaði að ekki hefði verið rétt að málum staðið. Úrskurðinn varð að virða. Íslandsbanki dró sig út úr samstarfinu en við því tók kreditkortafyrirtækið EUROPAY Ísland sem hóf útgáfu á kortum sem öllum félögum í golfklúbbum stóðu til boða. Með þessum samningi fékk GSÍ nokkrar greiðslur í sinn hlut sem notaðar voru til uppbyggingar á vefnum golf.is. Á árinu 2003 gerðist svo Búnaðarbankinn aðili að útgáfu golfkortsins og tryggði að handhafar þess fengju 20% afslátt á vallargöldum og afslátt í ákveðnum verslunum. Urðu margir kylfingar til þess að notfæra sér golfkortið. Tekjukerfi GSÍ breytt . Um langt skeið voru þær tekjur sem Golfsamband Íslands fékk frá klúbbunum tvíþættar. Annars vegar skattgjald af öllum félögum sem náð höfðu 16 ára aldri og hins vegar hluti af þátttökugjöldum í opnum mótum klúbbanna. Á nánast öllu þingum sambandsins voru fjármál þess mikið til umræðu og oftsinnis heyrðust þær raddir að sambandið tæki of mikið til sín. Nánast aldrei var þó gagnrýndur kostnaður af þjónustu sem sambandið veitti klúbbunum en helsti ásteitingarsteinninn var að sumir töldu að of miklum peningum væri varið í landsliðin og afreksstefnu sambandsins. En þar stóðu GSÍ-menn fastir á sínu og færðu rök fyrir því að afreksmenn í íþróttinni væru lykillinn að aukinni velgengni golfíþróttarinnar. Það væru þeir sem væru fyrirmynd unga fólksins og án þeirra yrði umfjöllun fjölmiðla fátækleg. Þegar tímar liðu fór að bera á því að klúbbarnir reyndu að skjóta sér undan að greiða tilskilin gjöld til sambandsins og þá einkum þann hluta þeirra sem kom inn vegna móta. “Menn voru með ýmis undanbrögð í þeim efnum. Mót sem raunverulega voru opin mót voru kölluð eitthvað annað til þess að losna við skattinn og það var ekki auðvelt fyrir GSÍ að standa í deilum við umbjóðendur sína í slíkum málum.”Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ í viðtali við bókarhöfund. Eftir töluverðar umræður á golfþingingu 1998 var ákveðið að gera þá grundvallarbreytingu að eftirleiðis yrði mótaskatturinn felldur niður en í staðinn yrði fastagjaldið af hverjum félaga hækkað. Ekki var einhugur um þessa ráðstöfun og kom til töluverðra deilna um málið á nóvemberþinginu
Frá lokahófi Kaupþingsmótaraðarinnar árið 2007. Verðlaunaafhending fyrir stúlknaflokk. Stúlkurnar eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, ............ og Berglind Björnsdóttir Til hliðar standa þeir Kristján Arason sttarfsmaður Kaupþings banka og Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ. Ljósmynd: Stefán/GSÍ.
1999. Þar kynnti fulltrúi eins klúbbs að á aðalfundi hans hefði verið fellt að klúbburinn greiddi hærri gjöld og væri þar með ekki hægt að álykta annað en að klúbbnum yrði vísað úr Golfsambandinu. Tóku sumir þingfulltrúar undir þau sjónarmið að gjöldin væru of há en aðrir mótmæltu harðlega og sögðu það réttlætismál að allir klúbbfélagar greiddu sama gjald og að óþolandi væri fyrir sameiningartákn golfíþróttarinnar, Golfsambandið, að búa ekki við sæmilegt öryggi í fjármálum sínum. Tillaga um að GSÍ hefði heimild til þess að fella niður félagsgjöld til einstakra klúbba var borin undir atkvæði og felld með 30 atkvæðum gegn 24. Golfsamband Íslands: Þinggerð 12.13. nóvember 1999. Það var jafnan stefna stjórnar GSÍ að sambandið væri
rekið með bærilegum hagnaði og ætti í sjóði ef til magurra ára kæmi. Þetta gekk misjafnlega en um og upp úr aldamótum vænkaðist hagurinn með auknu sjálfsaflafé sambandsins. Mótatekjur mikilsverðar fyrir klúbbana Í nær öllum klúbbum innan GSÍ hafa klúbbarnir meginhluta tekna sinna af félagsgjöldum. Þau hafa verið og eru mishá. Upphæðirnar tengjast að nokkru aðsókn að klúbbunum og standa stóru klúbbarnir á Reykjavíkursvæðinu óneitanlega best að vígi. Klúbbarnir hafa síðan víða sótt fjárhagslegan stuðning til fyrirtækja á svæðum sínum og margir verið ötulir að ná þannig sjálfsaflafé. Móthald
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
273
hverskonar hefur einnig gefið klúbbunum auknar tekjur. Í nóvember2004 birtist í Morgunblaðinu lausleg úttekt á hversu miklar mótatekjur klúbbarnir höfðu haft þá um sumarið og leiddi sú könnun í ljós að kylfingar hefðu greitt rösklega 100 milljónir króna í keppnisgjöld á mótum klúbbanna og var talið að það svaraði til um 20% af tekjum þeirra. Á þeim golfmótum sem haldin voru frá apríl og fram til októberloka taldist blaðinu til að 22 þúsund manns hefðu tekið þátt í opnum mótum og því keppendur fleiri í golfinu en í flestum öðrum íþróttagreinum á Íslandi. Flestir keppendur höfðu spreytt sig á mótum sem haldin voru af Golfklúbbi Reykjavíkur eða um 4.300 en langfjölmennasta mótið var mót sem haldið var á Hellu 1. maí en keppendur þar voru 275 og sagði blaðið að það hefði gefið klúbbnum 700 þúsund krónur í tekjur. “Fyrsti ráshópurinn fór af stað kl. 5:20 að morgni í þessu fyrsta móti sumarsins, en hiti var um frostmark á þessum degi en kylfingar létu það ekki á sig fá.”Morgunblaðið 9. nóvember . 2004. Af þeim klúbbum sem höfðu miklar tekjur af opnum mótum nefnir blaðið til, auk GR, GS, GKG og Keili en hefur eftir Ágústi Húbertssyni framkvæmdastjóra Keilis að ekki sé allt sem sýnist varðandi tekjur af mótum. “Þátttökugjöld gefa heldur ekki alltaf rétta mynd af því sem í boði er. Í sumum mótum eru kylfingar að greiða keppnisgjöld og fá veitingar að auki í mótslok,” segir hann. Sama heimild. Þá ítrekar blaðið að úttekt þess nái aðeins til opinna móta en segir að það hafi færst mjög í vöxt að fyrirtæki leigi vellina og haldi síðan boðsmót sem alfarið séu á þeirra kostnað. Skólagolfið kom mörgum á bragðið Í íþróttalífi landsmanna var óneitanlega komin töluverð samkeppni um iðkendur. Hún beindist ekki síst að börnum og ungmennum þar sem hver og ein íþróttagrein lagði mikla áherslu á að kynna sig bæði í skólunum og í íþróttastarfinu. Tækifæri ungmenna voru einnig orðin allt önnur og meiri en verið höfðu í árana rás og nýir afþreyingarmöguleikar komnir til sögunnar. Golfsamband Íslands vildi ekki láta sitt eftir liggja. Vandamálið var að golfið er fyrst og fremst sumaríþrótt og litlir möguleikar voru þess vegna að koma fræðslu og kynningu inn í skólana. Á stefnumótunarráðstefnunni sem getið er um í kaflanum hér á undan starfaði sérstök nefnd sem fjallaði um útbreiðslu- og kynningarmál. Meðal þeirra sem sátu í nefndinni var Júlíus Rafnsson og
274
hann var með nýja hugmynd í kollinum. Júlíus var kunnugur Jóni Karlssyni golfkennara og hafði fengið hann til þess að útbúa púttvelli við Grund og Ás í Hveragerði. Jón hafði einnig útbúið myndband um golfkennslu ungmenna innanhúss þar sem slegið var af mottum og ýmis tæknileg atriði íþróttarinnar voru tekin fyrir. Hann hafði reynt að koma myndbandinu á framfæri en fengið daufar undirtektir – flestum fannst hugmyndin fráleit. “En mér fannst þetta passlega frumlegt og féll fyrir hugmyndinni. Við fyrsta tækifæri fór ég fram á það við stjórnina að ég tæki málið að mér og kannaði möguleikana. Ég sá á svipnum á sumum stjórnarmönnum að þeir hugsuðu sem svo að þessi maður vissi lítið um golf en það væri allt í lagi að ég kannaði málið.”Munnleg heimild: Júlíus Rafnsson í viðtali við bókarhöfund. En mánuði síðar lagði Júlíus málið aftur fyrir á stjórnarfundi. Þá lagði hann til að samið yrði við Jón Karlsson og Magnús Birgisson um gerð kennsluefnisins en þeir voru þá báðir við golfnám í Svíþjóð og gátu tekið verkefnið sem lokaáfanga í skóla. Júlíus lagði til að samið yrði við Saga-Film um gerð kennslumyndbands, að keyptar yrðu töskur sem hefðu að geyma golfkylfur og annan búnað og þessu yrði dreift í alla grunnskóla landsins. Tillögum Júlíusar fylgdi áætlun um að stofnkostnaður væri um ein og hálf milljón króna og það sem óvenjulegt mátti teljast, einnig áætlun um kostun, þar sem hann var búinn að gera óformlegan samning við Búnaðarbanka Íslands um að leggja til verkefnisins eina milljón króna á ári næstu þrjú árin. Nú fannst öllum þetta góð hugmynd og ákveðið var að útbúa handbók sem fylgdi með gjöfinni til skólanna. Þannig var það sem oftast gekk undir nafninu skólagolf til. Ætlun GSÍ var að fyrirtæki, félög eða stofnanir tækju það upp á arma sína hver á sínu svæði, keyptu töskurnar og dreifðu þeim í grunnskólana. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að gefa ungmennunum tækifæri á að kynnast golfíþróttinni, handleika kylfurnar og slá eftir því sem mögulegt var á hverjum stað og þá helst á vorin þegar unnt var að vera undir berum himni. Það tók hins vegar lengri tíma en menn ætluðu að ná markmiðinu. “Ég hafði vonast til að Lions- og Kiwanisklúbbar tækju þessu verkefni fegins hendi og myndu sjá um sín svæði. En undirtektirnar voru misjafnar og þetta tók langan tíma. Ég notfærði mér aðstöðu mína og fékk Ás til þess að gefa töskur í grunnskólann í Hveragerði en þangað
Eitt af vinsælustu golfmótum undanfarinna ára hefur verið Kvennamót VISA og Vildarklúbbs Icelandair. Myndin er frá verðlaunahöfum mótsins árið 2008, en mótið hefur verið haldið á Grafarholtsvellinum frá því árið 2007.
fór fyrsta taskan. Ýmsir stjórnarmenn í GSÍ notfærðu sér svo kunningsskap og má þar nefna að Róbert Svavarsson varaforseti GSÍ fékk aðila til að gefa töskur til allra grunnskóla á Reykjanesi. Sparisjóður Vestfjarða gaf svo skólagolftöskur í alla grunnskóla á Vestfjörðum, frá Barðaströnd til Súðavíkur.”Sama heimild. Undirtektir voru góðar víðast úti á landi þar sem fyrirtæki vildu gjarnan styðja við nærsamfélag sitt. Erfiðara var um vik á höfuðborgarsvæðinu þar sem mörg þeirra fyrirtækja sem leitað var til töldu skólana í of mikilli fjarlægð frá starfsemi sinni. Ekki voru heldur allir hrifnir af þessu framtaki GSÍ og það heyrðist frá fræðsluyfirvöldum að þarna væri um inngrip í íþróttakennsluna að ræða og að golfið væri ekki einu sinni skólaíþrótt. Þeirri gagnrýni svaraði GSÍ fullum hálsi. Benti á að golf væri orðin næst útbreiddasta íþróttagreinin á Íslandi og því ekki nema
eðlilegt að íþróttakennarar kynntu hana börnum og unglingum eins og aðrar íþróttir. Og nær allstaðar þar sem búnaðurinn kom var hann mikið notaður og kynntust fjölmörg ungmenni íþróttinni gegnum skólagolfið og gætti áhrifa þess lengi. “Það sem varð til þess að málið tafðist var einnig það að Jón Karlsson, aðalhöfundur efnisins, fluttist til Noregs og gat því ekki fylgt því eins eftir og ella hefði orðið, en ætlunin var að fá hann til að halda námskeið með íþróttakennaraefnum og aðstoða kennara eftir þörfum við notkun búnaðarins. En skólagolfið vakti mikla athygli og varð til þess að Golfsamband Noregs fékk framleiðsluleyfi bæði á myndbandinu og handbókinni og gekk ötullega fram í að koma þessu á framfæri í norskum grunnskólum.”Munnleg heimild: Júlíus Rafnsson í viðtali við bókarhöfund.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
275
Stúlkurnar lögðu mikið upp úr félagslífinu Lengi vel var það áhyggjuefni í golfhreyfingunni hversu fáar ungar stúlkur iðkuðu íþróttina en á árum áður var það nánast viðtekin venja að örfáar stúlkur mættu í þau mót sem haldin voru sérstaklega fyrir þær. Um aldamótin var hafði GSÍ frumkvæði að því að gert yrði sérstakt átak til þess að efla golfiðkun ungra stúlkna. Í nóvember 2001 var haldin sérstök ráðstefna um málið undir stjórn Staffans Johannssonar landsliðsþjálfara og til hennar var boðaður hópur fólks til ráðagerða. Að loknu erindi landsliðsþjálfarans var þátttakendum skipt í hópa og reynt að brjóta málin til mergjar. Komu fram fjölmargar tillögur. Má þar nefna að lagt var til að leitað yrði til bæjaryfirvalda á svæðum golfklúbbanna og þau beðin um fjármagn til þess að efna til námskeiða fyrir stúlkur, tillaga kom fram um að klúbbarnir á höfuðborgarsvæðinu sameinuðust um æfingatíma stúlkna í viku hverri og lögð var áhersla á að efla skólagolfið og nýta þau tæki sem GSÍ hafði gefið til skólanna enn betur. Um eitt atriði voru allir hóparnir sammála: Að mikið þyrfti að leggja upp úr því að félagslíf fylgdi golfiðkun stúlknanna. Sagði Staffan Johannsson er hann tók saman þau atriði sem fram höfðu komið á ráðstefnunni að stúlkur væru ekki eins háðar því að ná árangri fljótt og piltar og ítrekaði að það væri staðreynd að við þjálfun stúlkna þyrfti að leggja áherslu á skemmtun og félagslíf þar sem slíkt minnkaði brottfall þeirra úr íþróttinni verulega. Árangur af ráðstefnunni og aðgerðum sem fylgdu í kjölfarið skilaði tvímælalausum ávinningi. Þótt stúlkur sem stunduðu golf væru jafnan mun færri en piltarnir fór þeim fjölgandi og árangurinn lét ekki á sér standa. Þéttsetnir vellir frá morgni til kvölds Aukinn iðkendafjöldi skapaði það vandamál að stöðugt var erfiðara fyrir þá sem vildu stunda golf að komast að til að spila. Einkum varð þessa vart á golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu sem voru þétt setnir frá morgni til kvölds allt sumarið. Þegar rætt var um félagafjölda í golfinu var stundum á það bent að ekki væri öll sagan sögð með tölunum einum þar sem hundruðir kylfinga væru á biðlistum til að geta gerst félagar í klúbbunum. Átti þetta við flesta klúbba á Reykjavíkursvæðinu en jafnan var þó biðlistinn lengstur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Þótt vellirnir á höfuðborgarsvæðinu væru ásetnir fór
276
því fjarri að ekki hefði verið reynt að mæta þörfinni. Á síðustu árum aldarinnar og fyrsta áratug hinnar nýju voru miklar framkvæmdir víða á svæðinu. Stórt skref var stigið árið 1997 þegar GR tók í notkun 18 holu völl á Korpúlfsstöðum en þá var hægt að fjölga verulega í klúbbnum. Árið 1996 var golfvöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar stækkaður úr 9 holum í 18 og árið 2006 var völlurinn enn stækkaður er Leirdalshluti hans var tekinn í notkunn. Hafði GKG eftir það einnig yfir að ráða 9 holu velli í Mýrinni og var þar með fyrsti klúbburinn á Íslandi með 27 holu velli. Miklar framkvæmdir voru á velli Oddfellowa í Urriðaholti sem stækkaður var í 18 holu völl árið 1997. 9 holu völlur var tekinn í notkunn í Setbergslandi í Garðabæ árið 1994 og einnig kom 9 holu völlur í gagnið á Álftanesi árið 2002. En öll þessi aukning dugði ekki til. Á það var bent að fólk af höfuðborgarsvæðinu þyrfti þó ekki að fara langt til þess að komast í golf. Margir vellir væru í innan við klukkustundar akstursleið frá svæðinu þar sem unnt væri að fá rástíma fyrirhafnarlítið og víðast erlendis þætti það ekki tiltökumál að fara slíka vegalengd ef fólk ætlaði í golf. Vandamálið var hins vegar að fólk sem var félagar í klúbbum gat leikið á heimavöllum sínum án þess að greiða vallargjald sem það þurfti að greiða ef það ætlaði að spila utan “heimahagana.” Til þess að leysa það og jafnframt auka aðsókn að völlum sem ekki voru fullnýttir kom til hið svokallaða “vinavallakerfi” sem þýddi að kylfingar úr þeim klúbbum sem náðu samkomulagi við “vinavelli” gátu leikið á viðkomandi völlum fyrir hluta af uppsettu gjaldi. Varð þetta kerfi tvímælalaust til þess að létta undir með mörgum klúbbum. Gollvallaframkvæmdir hornreka sveitarfélaganna Þótt Golfsamband Íslands hefði ekki bein afskipti af golfvallamálum létu forsvarsmenn þess til sín heyra og hvöttu til framkvæmda. Í apríl 2002 stóð GSÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem bar heitið “Golf í 60 ár” en viðfangsefnið var uppbygging golfvalla í framtíðinni og hvernig ætti að mæta þörfum sívaxandi fjölda kylfinga. Sveitarstjórnarmönnum var sérstaklega boðið á ráðstefnuna en meðal framsögumanna var Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitassonrfélaga sem í erindi sínu lagði fram ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um byggingu íþróttamannvirkja og kom þar fram að um 4% af heildarfjárfestingum sveitarfélaga í íþróttamannvirkjum rynnu til
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
27
golfvalla og það þótt golfið væri næstfjölmennasta íþróttagreinin í landinu. Á ráðstefnunni flutti Bo Wickberg framkvæmdastjóri sænska golfsambandsins erindi um hvernig málum væri háttað í heimalandi hans og athygli vakti einnig erindi Edwins Rögnvaldssonar golfvallahönnuðar sem gerði að umtalsefni færar leiðir í skipulag golfvalla í þéttbýlinu og benti einkum á tvær leiðir, annars vegar golfvelli á skipulögðum útivistarsvæðum og hins vegar golfvelli innan um íbúðabyggð svo sem gerðist víða í Bandaríkjunum. Ýmsar hugmyndir voru uppi um stækkun valla og nýja velli á höfuðborgarsvæðinu. Vandamálið var að til þess að koma fyrir 18 holu golfvelli þurfti í það minnsta kosti 40-50 hektara landsvæði og það lá ekki á lausu. Um tíma voru hugmyndir uppi um að leysa vandamálin í Reykjavík með því að koma upp golfvelli í Viðey og einnig var litið til þess möguleika að stækka Korpúlfsstaðavöllinn og koma þar fyrir 9 holu velli til viðbótar. Varð sú lausn ofan á og allar líkur á því að hann verði leikhæfur jafnvel á árinu 2013. Í Hafnarfirði hófu menn könnun á því að leggja 18 holu völl í Selhrauni ofan kaupstaðarins skammt frá íþróttasvæðinu við Ásvelli og Oddfellowar hófu könnun á að gera annan 18 holu völl í Urriðakotslandi og í jaðri Heiðmerkur. Þá var mikill hugur í mönnum á Seltjarnesi. Vilji þeirra stóð til að stækka völl sinn í 18 holur og leggja hluta hans í nágrenni Nesstofu. En við öll þessi áform gilti hið fornkveðna “að kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða.” Bæði var að það land sem áhugi var að nýta stóð ekki til boða undir golfvelli og eins var ljóst að þær framkvæmdir sem hér eru nefndar myndu verða gífurlega kostnaðarsamar. Ör fjölgun valla á landsbyggðinni Utan Reykjavíkursvæðisins var allt á fullri ferð. Nýir vellir komu til sögunnar og aðrir voru stækkaðir og betrumbættir. Nánast á hverju einasta golfþingi lágu fyrir umsóknir frá nýjum klúbbum. Hugleiðingar manna um aldamótin að hámarki golfsprengjunnar væri náð höfðu reynst fjarri lagi. Það sem einkenndi umsvifin úti á landi var að nýir aðilar komu til sögunnar. Áður höfðu þeir sem hugðu á vallargerð leitað til sveitar-og bæjarfélaga eftir fjárhagslegum stuðningi við framkvæmdir og mörg þeirra höfðu brugðist vel við slíkri málaleitan. Á fyrstu árunum eftir aldamótin voru umsvif opinberra aðila mjög mikil og því auðvel-
278
dara en oft áður að fá fjármagn til framkvæmda tengdum golfinu, hvort heldur var vallargerð, klúbbhús eða æfingasvæði. Viðhorfin voru líka tvímælalaust að breytast. Golfið var orðin viðurkennd almenningsíþrótt og börn og ungmenni stunduðu golf í mjög auknum mæli. Engin útivistarsvæði voru jafn vel nýtt í sveitarfélögunum og golfvellirnir þar sem þeir voru til staðar. Augu manna opnuðust fyrir því að golfvellir gátu verið tekjulind einkum ef þeir voru í nágrenni við sumarbústaðabyggðir og félagasamtök fóru að líta á það sem þjónustu við félaga sína að koma upp golfvöllum á svæðum sem þau höfðu til umráða. Þannig komu til golfvellir í landi Öndverðaness og Kiðjabergs. Í Öndverðarnesi var orlofssvæði Múrarafélags Reykjavíkur og Félags Iðn- og tæknigreina (FIT). Þar var fyrst gerður 9 holu golfvöllur sem síðan var stækkaður í 18 holu völl og á Kiðjabergsjörðinni sem Meistarafélag húsasmiða átti var sama sagan. Þar var gerður 9 holu völlur sem síðan var stækkaður í 18 holu völl er tekinn var í notkun árið 2005. Níu holu golfvellir sem beinlínis var ætlað að þjóna sumarhúsabyggð og ferðafólki voru gerðir á nokkrum stöðum. Einn þeirra fyrstu var í Úthlíð í Biskupstungum en sömu lögmálum lutu t.d. vellir sem gerður voru í Haukadal, við Hellishóla, við Glanna í Borgarfirði og í nágrenni Vaglaskógar svo dæmi séu nefnd. Stórbrotin áform á þenslutímanum Þegar spennan var hvað mest í íslensku efnahagslífi var flogið hátt. Einkaðilar áformuðu að gera tvo 27 holu golfvelli, annan í Borgarfirði, hinn í Grímsnesi og gera átti strandvöll á heimsmælikvarða við Þorlákshöfn. Stofnað var hlutafélagið Golf ehf. um væntanlega framkvæmd við Þorlákshöfn og dugði ekkert minna til en að fá hinn heimsfræga kylfing og golfvallarhönnuð Nick Faldo til verka. Hófst undirbúningur árið 2005 og áformað var að opna völlinn 2008. Faldo kom sjálfur, kannaði vallarstæðið og lauk á það lofsorði. “Faldo var mjög heillaður af vallarstæðinu í Þorlákshöfn og sagði að þarna væru miklir möguleikar á að nýta náttúruna við gerð vallarins. Grænar brautir og flatir, náttúrulegar svartar sandgryfjur og hvítur golfboltinn, ásamt hafinu bláa, gera völlinn mjög sérstakan. Faldo taldi að völlurinn ætti fullt erindi sem einn af keppnisvöllunum á evrópsku mótaröðinni í framtíðinni.”Golf á Íslandi. 4 tbl. 15. árg. 2005. Og ekki nóg með það. Stefnan var sett á að Þor-
Alþjóðlegt unglingamót sem nefnt var í höfuðið á Nick Faldo og kallað Faldo Series, var haldið hér á landi í þrígang að frumkvæði Golfklúbbs Reykjavíkur. Faldo mætti sjálfur til að veita verðlaun árið 2007. Aðrir á myndinni eru Arnór Ingi Finnbjörnsson, Árni Gestsson, Arnar Snær Hákonarson og Jón Pétur Jónsson.
lákshafnarvöllurinn kæmist á lista yfir 100 bestu golfvelli í heiminum. Átti völlurinn að vera 6.500 metra langur, par 72 og ein holan sú lengsta á golfvelli á Íslandi, 620 metrar. Við efnahagshrunið voru áformin um “Svarta sandinn” slegin af eða alla vega frestað um ófyrirséða framtíð. Svo kom bakslagið Eftir efnahagshrunið 2008 dró verulega úr framkvæmdum við golfvallagerðina og var ekki nema eðlilegt að menn horfðu þá um öxl og spyrðu hvort Íslendingar hefðu á þenslutímanum verið að fara fram úr sjálfum sér á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum bæði við að byggja nýja velli og stækka þá sem fyrir voru. Um það mál hefur núverandi forseti GSÍ, Jón Ásgeir Eyjólfsson, eftirfarandi að segja: “Það virðist kannski einfalt mál að stækka 9 holu völl í 18 holur ef landrými er til staðar. En það þarf að líta til fleiri þátta en framkvæmdanna einna. Rekstur á 18 holu
velli er umfagsmikill og kostar mikið mannahald og það þarf að sjá fyrir endann á slíku og vita hvað er verið að gera. Í Mosfellsbæ var stækkun vallarins t.d. liður í tíu ára áætlun. Um stækkunina á völlunum í Öndverðarnesi og Kiðjabergi þarf að líta til þess að samtökin sem stóðu að þeim framkvæmdum höfðu betri aðstöðu en margir aðrir. Þau höfðu yfir tækjum og tólum að ráða og aðgang að sjálfboðaliðum þannig að kostnaðurinn var miklu minni en ef allt verkið hefði verið keypt af verktökum. Þar vissu menn hvað þeir voru að gera. Í einstökum tilvikum ætluðu menn sér um of. Áformin um 27 holu völl í Skorradal og að Minni-Borg í Grímsnesi svo og um völlinn Svarta-Sand í Þorlákshöfn fórust í hruninu. Í öðrum tilvikum hafa menn farið í hæfilegar framkvæmdir og náð góðri útkomu. Þar má nefna völlinn í Fnjóskadal sem gerður var af bændum sem voru að selja land undir sumarbústaði og vildu í leiðinni skapa tómstundaaðstöðu sem yrði aðdráttarafl. Hið sama má segja um mjög vel heppnað verkefni við Geysi í Haukadal en
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
279
sá völlur er mjög skemmtilegur og krefjandi. Annar völlur sem fyrst og fremst er ætlaður fyrir sumarhúsabyggð er völlurinn við Glanna í Borgarfirði sem þjónar vel tilgangi sínum. Nú má ætla að það sé ákveðin mettun orðin í gerð golfvalla á Íslandi. Eini völlurinn sem er í byggingu er við Brautarholt í Kjós auk þess sem stækkun er framundan á Korpúlfsstöðum og vellirnir í Grindavík og Sangerði stækkaðir í 18 holur. Þessir vellir munu taka kúfinn af eftirspurninni á Reykjavíkursvæðinu auk þess sem líklegt má teljast að höfuðborgarbúum verði gert auðveldara að sækja velli í nágrenninu sem eru engan veginn fullnýttir.”Munnleg heimild: Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ í viðtali við bókarhöfund. Vellirnir hluti landslagsins Þótt GSÍ hafi ekki bein afskipti af golfvöllunum fylgist sambandið vel með þróuninni og ástandi valla og þá sérstaklega þeim völlum þar sem mót á vegum sambandsins fara fram. Fyrir slík mót fara fulltrúar GSÍ á staðinn vopnaðir handbók um mótahald og meta vellina í samráði við dómara og heimamenn. Það er ekki sjálfgefið að allir 18 holu vellir fái GSÍ mót þar sem gerðar eru miklar kröfur. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að klúbbar sækist eftir stórmótum og þau talin ákveðin viðurkenning á völlunum. Það þótti t.d. stórt skref bæði fyrir Urriðakotsvöllinn og Kiðjabergsvöllinn þegar Íslandsmótin í höggleik fóru þar fram í fyrsta sinn. Áberandi var við golfvallargerðina á Íslandi hversu vel vellirnir voru felldir inn í landslag á viðkomandi stöðum þannig að prýði varð af miklu fremur en að vallargerðin hefði landröskun í för með sér. Langflesta golfvelli á Íslandi teiknaði Hannes Þorsteinsson golfvallarhönnuður á Akranesi en hann hafði numið golfvallararkitektúr í Bretlandi á árunum 1993-1996 og var félagi í samtökum breskra golfvallarhönnuða, British Institute of Golf Course Architects. Fleiri komu við sögu. Edwin Rögnvaldsson teiknaði nokkra velli en hann lauk námi í golfvallarhönnun í Surrey í Englandi. Auk þess teiknuðu erlendir hönnuðir nokkra velli. Árið 2006 lauk fyrsti Íslendingurinn, Snorri Vilhjálmsson, meistaranámi í golfvallararkitektúr. Starfaði hann fyrst eftir námið í Bretlandi en fór síðan til starfa hjá hönnunarfyrirtæki í Austurríki. Þegar og stundum jafnhliða því sem golfvöllunum var komið í gott ásigkomulag hófu margir golfklúbbar stórverkefni við uppgræðslu lands og trjárækt í nærum-
280
hverfi þeirra og mikið hefur verið lagt upp úr góðri umgengni á völlunum og nýtingu umhverfis þeirra sem almennra útivistarsvæða. Hin mikla aðsókn að golfvöllunum hefur orðið til þess að telja má þá langbest nýttu útivistarsvæðin á mörgum stöðum á landinu. Umhverfissjónarmið ráðandi Sérstaða íslenskra golfvalla fékkst staðfest á heimsráðstefnu golfvallarstjóra sem haldin var á Íslandi 24.-27. febrúar 2011. Að henni stóðu FEGGA-samtökin (Federation of European Greenkeppers Association) en auk Evrópuþjóða sátu ráðstefnuna fulltrúar frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og fleiri leiðandi þjóða í golfíþróttinni. Ráðstefnan var haldin á Nordica-hótelinu í Reykjavík og við setningu hennar flutti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarp þar sem hann gerði veg golfíþróttarinnar á Íslandi að umtalsefni og ræddi sérstaklega tengsl golfvallanna við náttúruna og landslag og sagði að gagnstætt því sem gerðist víða annars staðar væri golfíþróttin stéttlaus íþrótt á Íslandi. Á ráðstefnunni var umhverfisvernd og sjálfbærni golfvalla aðalviðfangsefnið. “Ákveðið var að nýta tækifærið og vekja athygli á hversu framarlega íslenskir golfklúbbar eru í umhverfismálum með því að fá alla golfklúbba landsins til að taka fyrsta skref að alþjóðavottun golfvalla á vegum GEO (Golf Environment Organization) og varð Ísland þannig fyrsta landið þar sem allir golfklúbbar í viðkomandi landi ljúka því skrefi. Þetta vakti mikla athygli í golfheiminum og var greint ítarlega frá þessu á heimasíðu R&A.”Úr skýrslu Jóns Ásgeirs Eyjólfssonar forseta GSÍ á golfþingi í Garðabæ. GSÍ. Ársskýrsla 2011. Á ráðstefnunni tók Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra við viðurkenningarskjali GEO sem vottaði að allir 65 klúbbar landsins hefðu tekið þátt í umhverfisverkefninu sem kallað var “On Course.” Stórbætt æfingaaðstaða Mikil breyting varð einnig á æfingaaðstöðu. Flestir klúbbar komu upp púttflötum og aðstöðu til að æfa högg við velli sína. Á nokkrum stöðum var komið upp yfirbyggðum æfingaskýlum þannig að kylfingar fengju nokkurt skjól fyrir veðri og vindum við æfingar sínar. Mestu munaði er tveir klúbbar á Reykjavíkursvæðinu, Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbburinn Keilir, byggðu mjög góða æfingaaðstöðu á athafnasvæðum sínum. GR reisti tveggja hæða
Golfvallarhönnuðurinn Steve Smyers og Nick Faldo skoða sig um á svæðinu við Þorlákshöfn.
mannvirki til æfinga en auk þess var einnig hægt að slá af þaki hússins og gátu um 80 kylfingar æft þar samtímis. Æfingaaðstaðan fékk nafnið Básar og var allt frá upphafi mikið notað. Bása teiknaði Erling Petersen arkitekt og félagi í GR og var mannvirkið vígt með viðhöfn 19. júní 2004. Þá flutti Gestur Jónsson formaður GR ávarp og gerði grein fyrir framkvæmdum og kom fram í máli hans að kostnaður við bygginguna væri um 110 miljónir króna en klúbburinn hafði fengið nokkurn styrk frá The Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews og Reykjavíkurborg en að langmestu leyti væri verkið fjármagnað af klúbbnum sjálfum. Búnaður í Bása var keyptur frá Ranger Servant í Svíþjóð. Hitaútbúnaður var í æfingabásunum á neðstu hæð mannvirkisins sem auðveldaði fólki að halda á sér hita við æfingarnar. Þótt Básar væru fyrst og fremst hugsaðir sem æfingaaðstaða fyrir félaga í GR höfðu allir kylfingar aðgang að mannvirkinu og gátu t.d. kennarar annarra klúbba sótt þangað með nemendur sína. Golfklúbburinn Keilir tók glæsilega æfingaðastöðu í notkun á árinu 2008, en þar var um að ræða inniaðstöðu
Ljósmynd: Páll Ketilsson
til þess að æfa pútt og vipp og útiaðstöðu undir þaki sem fékk nafnið Hraunkot en svæðið sem kylfingar slegið var á var upplýst og í sjálfu húsinu var hitunarkerfi þannig að bærilega fór um kylfinga í kuldum og frosti. Hið sama má segja um Hraunkot og Bása að þótt Golfklúbburinn Keilir kæmi aðstöðunni upp og ætti hana var kylfingum og kennurum úr öðrum klúbbum heimill aðgangur. Allt frá fyrstu tíð hefur Hraukot notið mikilla vinsælda og algengt að gestir þar væru 60-100 á dag. Eins og gefur að skilja var innra starf golfklúbbanna æði misjafn. Hjá mörgum minni klúbbanna beindist orkan fyrst og fremst að golfvöllum þeirra enda ærið verkefni að halda þeim í bærilegu standi en margir af stærri klúbbunum héldu uppi öflugu og fjölbreyttu félagslífi fyrir utan golfið sjálft. Áberandi var hversu mikið var víða lagt upp úr góðri umgengni og snyrtimennsku og varð á þessu áberandi breyting frá fyrri tíma. Eftir að Íþróttasamband Íslands tók upp þá stefnu að útnefna fyrirmyndarfélög var það keppikefli golfklúbba að fá slíkan stimpil en til þessa að það væri mögulegt þurftu klúbbarnir að hafa gott sam-
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
281
282
ráð við sveitarfélög sín enda gert ráð fyrir því að þaðan fengju golfklúbbar sem önnur íþróttafélög fjárhagslegan stuðning. “Íþróttahreyfingin vill að litið sé á þennan stuðning sem endurgjald fyrir þjónustu sem hún veitir öllum þegnum samfélagsins. Reglur ÍSÍ um viðurkenningu fyrirmyndarfélaga. Meðal þess sem gerðar voru kröfur um var aðgangur barna og ungmenna að starfinu svo og að menntaðir íþróttaþjálfarar leiddu starf félaganna. Það var 19. maí árið 2005 að fyrsti golfklúbburinn fékk viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag. Var það Golfkúbbur Kópavogs og Garðabæjar og afhenti Ellert B. Schram forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands klúbbnum viðurkenningarskjal frá hreyfingunni því til staðfestingar. Loks slakað á kló atvinnumennskunnar Á golfþinginu sem haldið var í Reykjavík 10.-11. nóvember árið 2000 urðu þau tímamót að samþykkt var að fella úr gildi reglur sem gilt höfðu allt frá upphafi um að þeir sem hefðu atvinnu sína af íþróttinni væru ekki gjaldgengir í venjuleg mót á Íslandi. Allt til þessa höfðu gilt strangari reglur um atvinnumenn í golfíþróttinni en nánast öllum öðrum íþróttagreinum og það blasti við augum að á þessu sviði væri golfið að verða nátttröll í samfélagi íþróttanna. Í heiminum öllum og líka á Íslandi var það löngu viðurkennt að þeir íþróttamenn sem fengu styrki eða annan fjárhagslegan stuðning til þess að stunda íþrótt sína ættu að standa jafnfætis öðrum og meira að segja sú fastheldni sem lengi ríkti varðandi þátttöku atvinnumanna í Ólympíuleikum var löngu úr sögunni. En R&A (The Royal and Ancient Golf Club) hafði lengi þrjóskast við og vildi hafa málin eins og þau höfðu jafnan verið. En hinar ströngu reglur urðu til þess að farið var að sniðganga þær. Þar voru vitanlega til margar leiðir. Auðvelt var þó að útiloka þá sem höfðu atvinnu af golfinu frá því að keppa á opinberum mótum og oft stóðu kylfingar frammi fyrir því að þurfa að velja á milli hvort þeir vildu vera áfram keppendur eða sinna golfinu sem atvinnu sinni. Svíar voru fyrstir til að fara eigin leiðir en frá og með árinu 1982 fengu atvinnumenn þar fullan keppnisrétt á opnum mótum og mótum á vegum sænska golfsambandsins. Reynslan af slíku þótti góð og ekki síst að því leyti að þeim fjölgaði verulega sem lögðu það fyrir sig að kenna golf. Og víst var að Svíar höfðu í mörgu komist í forystu í golfinu í Evrópu. Var haft eftir Staffan Johannsson landsliðsþjálfara að umrædd breyting væri stærsta skrefið í að gera golfið að afreksíþrótt þarlendis.
Golfsamband Íslands. Þinggerð 10.-11. nóvember 2000. Þegar leið að aldamótum tók R&A líka að slaka á hinum ströngu kröfum sínum og veita golfsamböndum einstakra landa meiri rétt en áður að ráða því hvernig þau skipuðu málum sínum og þau voru ekki útskúfuð úr golfsamfélaginu þótt slakað væri á kröfum. “Gömlu” meistararnir drógu fram keppniskylfurnar Töluverðar umræður urðu um málið á fyrrnefndu golfþingi og ekki voru menn alveg sammála um hvort stíga ætti skrefið til fulls eða veita atvinnumönnum takmarkaðan aðgang að mótum, t.d. undanskilja Íslandsmótið. Í umræðunum kom fram að breytingin væri innan reglna R&A og niðurstaða þingheims varð sú að afgerandi meirihluti samþykkti breytinguna og inn í móta- og keppendareglur GSÍ voru sett ákvæði um að þátttökuréttur í öllum opnum mótum (Íslandsmóti, sveitakeppni o.s.frv) væri nú opin áhugakylfingum sem atvinnukylfingum. Skilyrt var að atvinnukylfingur væri félagi í IPGA. Þá var útlendingum heimiluð þátttaka í sömu mótum ef þeir höfðu skráð lögheimili á Íslandi og hefðu haft búsetu í landinu í eitt ár. Sama heimild. Breytingin hafði það í för með sér að kylfingar sem höfðu haft atvinnu sína af golfkennslu eða verið óvirkir vegna atvinnumennsku tóku að hugsa sér til hreyfings. Á Íslandsmótinu 2001 voru þeir Sigurður Pétursson, GR, Sigurður Sigurðsson, GS, Arnar Már Ólafsson, GK, og Úlfar Jónsson, GK, meðal keppenda og stóðu flestir fyrir sínu. Birgir Leifur Hafþórsson hafði einnig boðað þátttöku í mótinu en hætti við þátttöku á síðustu stundu þar sem honum gafst kostur á að spila í móti í Challengemótaröðinni á sama tíma. “Gömlu” meistararnir fóru að láta sjá sig aftur og þá sérstaklega í sveitakeppnunum og eftirleiðis þurftu afrekskylfingar ekki að hika við að taka að sér kennslu eða önnur störf tengd golfíþróttinni. Leið ekki á löngu uns flestir urðu sáttir við breytinguna og hún þótti sjálfsögð. Varla var það efamál að breytingin varð einnig til þess að fleiri urðu fúsir til að læra og taka að sér golfkennslu en áður hafði orðið svo mikil fækkun meðal golfkennara og leiðbeinenda að til vandræða horfði. Á tímabilinu 1996-2000 fækkaði þeim úr 13 í 7 eða um tæplega 50%. Á árinu 2001 gerðu Golfsamband Íslands og Samtök atvinnukylfinga á Íslandi, IPGA , með sér samkomulag
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
283
um fræðslu á þjálfunarsviði og upp úr því voru sett á stofn leiðbeinendanámskeið sem uppfylltu kröfur um grunnþjálfun PGA kerfisins og þjálfarastig Íþróttasambands Íslands. Margir urðu til að sækja þessi námskeið og fóru síðan að aðstoða við golfkennslu og sumir þeirra sem luku leiðbeininganámskeiðinu héldu síðan áfram námi og öfluðu sér fullkominna kennararéttinda. Margir reyndu að komast í atvinnumennsku Upp úr aldamótum fór að koma fram viðhorfsbreyting hjá íslenskum afrekskylfingum. Allt fram til þess tíma hafði það verið talin hálfgerð ævintýramennska að ætla sér að reyna að komast í atvinnumennsku úti í hinum stóra golfheimi. Nokkrir höfðu þó reynt en þegar á heildina var litið var niðurstaða slíkra tilrauna ekki upplífgandi. Enn virtist töluvert á það skorta að Íslendingar ættu möguleika. En framfarirnar voru ótvíræðar og uppsveifla í efnahagslífinu gerði það einnig að verkum að möguleikar íslenskra kylfinga til að fá fjárhagslegan stuðning jukust. Þó máttu allir þeir sem hugsuðu sér til hreyfings eiga það víst að framundan væri grýtt braut og þeir yrðu sjálfir að hætta miklu. Mikil fjölmiðlaumræða um Birgir Leif Hafþórsson þegar hann tók að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennskunni varð tvímælalaust til þess að ýta undir áhuga íslenskra kylfinga að fara sama veg og hann. Flestir íslenskir áhugamenn um golf fylgdust með harðri baráttu hans að komast inn á Evrópumótaröðina og Birgir Leifur sýndi það rækilega að til þess að komast áfram þurfti í senn kjark, þolinmæði og stuðningsaðila. Áður en honum tókst ætlunarverkið hafði tvívegis munað aðeins einu höggi á að hann næði markmiðinu. En Birgir Leifur varð ekki fyrstur Íslendinga til að komast inn á mótaröð hinna bestu. Ungur íþróttakennari í Hafnarfirði, Ólöf María Jónsdóttir, varð skrefinu á undan. Með góðri frammistöðu í undankeppninni árið 2004 komst hún í hóp þeirra bestu og fékk þátttökurétt árið 2005 og lék á því keppnistímabili í 12 mótum. Að þeim loknum var hún í 91. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar og fékk sjálfkrafa keppnisrétt árið eftir. Þá keppti hún á nokkrum mótum og náði yfirleitt góðum árangri þótt ekki kæmist hún í fremstu röð. En áframhaldandi keppnisrétt hafði hún árið 2007. Þá voru hagir hennar breyttir þar sem hún flutti til Bandaríkjanna og eignaðist barn með eiginmanni sínum. Eðlilega gat hún lítið æft en frásagnarvert þótti að hún brá sér út á golfvöll þegar hún var komin langt á leið, lék níu holur og
284
var á pari. “Það er ekki laust við að það hafi verið horft á mig á golfvellinum með bumbuna út í loftið,” sagði hún í blaðaviðtali.Fréttablaðið 27. febrúar 2007. Og þrátt fyrir breytta fjölskylduhagi lét Ólöf María ekki deigan síga og tók þátt í mótum á Evrópumótaröðinni árið 2008 en lagði síðan keppniskylfurnar að mestu á hilluna. Um afrek Birgis Leifs Hafþórssonar er fjallað á öðrum stað í ritinu en nú er svo komið að velflestir þeirra íslensku kylfinga sem atkvæðamestir hafa verið á mótum hérlendis hafa reynt sig á Evrópumótaröðinni. Sumum hefur vegnað vel og má nefna að Heiðar Davíð Bragason var ekki langt frá því að komast inn á annað stig úrtökumótanna árið 2006. Það sem öðru fremur hefur einkennt “útrás” ungra íslenskra afrekskylfinga undanfarinn áratug er hversu margir þeirra hafa leitað til Bandaríkjanna. Ferill flestra hefur verið sá að þeir hafa valið sér háskóla þar sem þeir hafa getað stundað golf og margir hverjir hafa fengið skólastyrki vegna getu sinnar í íþróttinni. Þeir hafa síðan leikið golf með skólaliðum sínum og þeir bestu náð langt á því sviði. Það vakti mikla athygli er Ólafur Björn Loftsson vann eitt sterkasta háskólamótið á keppnistímabilinu 2010 en sem viðurkenningu fyrir það afrek var honum boðin þátttaka í PGA móti sem fram fór í Greensboro í Norður-Karólínu en margir af frægustu kylfingum heims tóku þátt í því móti. Og Ólafur Björn vakti mikla athygli á mótinu. Lengi vel var útlit á því að honum tækist að komast í gegnum niðurskurðinn en þegar upp var staðið vantaði eitt högg upp á. En fjölmiðlaathyglin sem Ólafur Björn fékk þar vestra og raunar víðar var gífurlega mikil auglýsing fyrir golf á Íslandi. Margir ungir kylfingar hafa vakið athygli fyrir getu sína síðustu árin og eiga möguleika á frama í íþróttinni. Það vakti t.d. mikla athygli þegar Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR gerði sér lítið fyrir og sigraði í Duke of York mótinu í september 2010 en keppendur í mótinu voru flestir efnilegustu unglingar í Evrópu í aldursflokknum 15-18 ára. Var það enginn annar en hertoginn af York, Andrew prins, sem kom langa leið fljúgandi í þyrlu til þess að afhenda Guðmundi Ágústi sigurlaunin. Töluvert var fjallað um mótið í erlendum fjölmiðlum og varði R&A góðu rými á heimasíðu sinni til þess að lofa Guðmund Ágúst og fjalla um golf á Íslandi.
fræði leiksins sem allir kylfingar þurfa að kunna skil á og hins vegar sérreglum og viðurlögum við brotum á þeim í keppni. Grunnur hefur frá fyrstu tíð verið sá að golfið sé heiðursmannaíþrótt og að kylfingar þurfti að hafa þann sjálfsaga að meta atvik á golfvellinum og refsa sjálfum sér ef svo býður við að horfa. “Golf er að mestum hluta leikið án umsjónar dómara til úrskurðar eða eftirlits. Íþróttin byggist á réttsýni einstaklingsins sem tekur tillit til annarra og hlítir reglum. Leikmenn ættu alltaf að sýna yfirvegaða framkomu, dæmigerða fyrir kurteisi og íþróttaanda, án tillits til hve keppnisinnaðir þeir eru. Þetta er andi golfíþóttarinnar.”R&A. Golfreglur. 32. útgáfa. Golfsamband Íslands 2012. En vitanlega er misjafn sauður í mörgu fé og ekki gengur öllum jafn vel að hlýta meginreglum íþróttarinnar. Þegar á heildina er litið meta forsvarsmenn GSÍ málin þó þannig að ástandið sé gott á Íslandi. Um þetta atriði segir Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ: “Það er oft talað um að það vanti aga og aðhald í íslensku þjóðfélagi. Þeir sem stunda golf komast ekki hjá því að aga sjálfa sig. Ef þeir gera það ekki eru þeir ekki leiktækir. Golfið hefur mikil uppeldisleg áhrif fyrir ungt fólk sem lærir m.a. að hemja skapsmuni sína og taka tillit til annarra. Auðvitað kemur það fyrir að kylfingar taka golfkylfurnar sínar og grýta þeim til og Guðmundur Ágústsson fagnar vel heppnuðu pútti á Duke of York. frá eða berja í jörðina af vonbrigðum yfir því að eitthvað sem þeir ætla að gera mistekst. En þeir læra að ávinningurinn af slíku er Reglubók á fjögurra ára fresti enginn og ef slíkt kemur fyrir í keppni geta þeir fengið áminningu eða fengið Eitt af mikilsverðum hlutverkum Golfdæmt á sig víti. Og þótt menn séu sambands Íslands er að mennta dómara og dómarar í eigin sök læra þeir það gefa út og dreifa upplýsingum um golfrefljótt að svindl getur ekki viðgengglurnar. Áður fyrr settu tíðar breytingar á ist. Verði þeir uppvísir að slíku er það reglunum menn í hálfgerðan vanda en á sjálft golfsamfélagið sem dæmir þá síðustu áratugum hefur skapast sú regla að og slíkur dómur er niðurlægjandi. R&A endurskoðar reglurnar á fjögurra ára Vitanlega geta allir gert mistök og í fresti. Þótt grunnreglurnar haldist jafnan mótum er það algengast að keppendur lítið breyttar hafa orðið