Íslandsmótið í golfi 2021 - kynningarblað GSÍ

Page 1

ÍSLANDSMÓTIÐ Í GOLFI 2021

EFNILEG

Það ríkir mikil eftirvænting á Akureyri þar sem að Íslandsmótið í golfi fer fram næstu fjóra daga á Jaðarsvelli. Hjá Golfklúbbi Akureyrar er mjög öflugt barna- og unglingastarf. Hér má sjá nokkra bráðefnilega kylfinga sem eiga sér flestir þann draum að lyfta verðlaunagripunum á Íslandsmótinu í golfi.

KYLFINGAR Á ÍSLANDI HAFA ALDREI VERIÐ FLEIRI Á undanförnum tveimur árum hefur félagsmönnum fjölgað um 3.900. Á árinu 2021 er enn á ný mikil fjölgun og í fyrsta sinn eru kylfingar fleiri en 22.000 á Íslandi. 18

HEIMSMARKMIÐIN FÁ ATHYGLI HJÁ GSÍ

„LITLI DRENGURINN OKKAR ER ALGJÖR DRAUMUR“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Thomas Bojanowski, unnusti hennar, eru í nýju hlutverki sem foreldrar en Ólafía Þórunn stefnir á endurkomu í keppnisgolfið við fyrsta tækifæri. 4

Golfsamband Íslands hefur sett af stað fjölþætta árvekni- og verkefnavinnu með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Markmiðið er að golfhreyfingin sé ákveðið hreyfiafl að bættu samfélagi. 12


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.