Golf á Íslandi - 5. tbl. 2016

Page 114

Einstakur golfbíll

5

– Yamaha Sun Classic árgerð 1986 Loftur Ólafsson fyrrverandi Íslands­meistari í golfi og Kristín H. Björnsdóttir eiginkona hans fengu eðalfarartæki til umráða á lokakeppnisdegi Íslands­mótsins í golfi á Jaðarsvelli í sumar. Það eru ekki margir sem fá tækifæri til þess að aka um á Yamaha Sun Classic.

Bíllinn er árgerð 1986 og var fluttur inn af Kjartani Bragasyni árið 1990 fyrir Skúla Ágústsson og var hann í eigu Skúla fram til 2010. Haukur Dór Kjartansson, sonur Kjartans Bragasonar, ákvað að kaupa bílinn af Skúla og kom ekkert annað til greina á þeim tíma. Bíllinn var eins og nýr og Skúli hafði auk þess látið sérsmíða kerru fyrir bílinn. Ekki er annað vitað en að þetta sé eini golfbílinn á landinu sem er með útvarpi, sóllúgu, rúðuþurrku, ljósum allan hringinn, bæði háum og lágum, á krómfelgum og bíllinn er að sjálfsögðu teppalagður. Þá er hægt að hafa þrjú golfsett á honum og einnig er hægt að setja hurðir á bílinn. Þær eru geymdar fram í bílnum þegar þær eru ekki í notkun. Haukur Dór á bílinn ennþá, enda er þetta mikil lúxuskerra sem vekur ávallt athygli og hefur reynst eigendum sínum afar vel. Það hafði kannski góð áhrif á Ólaf Loftsson að foreldrar hans fylgdust með syni sínum úr þessum eðalvagni á lokahringnum á Íslandsmótinu. Ólafur, sem leikur fyrir GKG, bætti stöðu sína verulega með góðum lokahring upp á 68 högg. Ólafur Björn varð Íslandsmeistari í golfi árið 2009 í Grafarholti en Loftur varð Íslandsmeistari árið 1972.

Mi

Verð

Mi

Verð

114

GOLF.IS - Golf á Íslandi Einstakur golfbíll


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Golf á Íslandi - 5. tbl. 2016 by Golfsamband Íslands - Issuu