Tímaritið Golf á Íslandi

Page 126

Hola í höggi og engin vitni – Guðrún Brá sló drauma­ höggið í fyrsta sinn á ferlinum á par 4 holu

Landsliðskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili hefur aldrei náð því að fara holu í höggi á ferlinum. Guðrún Brá hefur reyndar upplifað slíkt en hún sló boltann ofan í holuna í upphafshögginu á sjöttu braut á Garðavelli fyrir skemmstu. Þar var Guðrún Brá að leika æfingahring fyrir Íslandsmótið. Svo óheppilega vildi til að Guðrún Brá var ein á ferð og enginn sá þegar hún sló draumahöggið á par 4 holunni. „Ég sá ekki boltann fara ofan í frá teignum en ég vissi að höggið var gott með 3-trénu. Þegar ég gekk að flötinni þar sem holan var vinstra megin á miðjupallinum fór ég að hugsa um hvort boltinn væri ofan í. Þegar ég sá hann ofan í sagði ég við sjálfa mig:

„Þurfti ég endilega að gera þetta í dag,“ sagði Guðrún Brá þegar hún var innt eftir viðbrögðum sínum að sjá boltann ofan í holunni. „Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera til þess að fá einhvern til að staðfesta þetta en ég leit í kringum mig og sá ekki

neinn. Það var ræst út á 10. braut á þessum degi og ég var það snemma á ferðinni að það var enginn á þessum stað. Það hlaut að koma að þessu en ég hef oft verið nálægt því að fara holu í höggi. Það hefði verið gaman að fá þetta staðfest og fagna með einhverjum en tilfinningin er samt sem áður góð og skemmtilegt að upplifa þetta á par 4 holu,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Ragnhildur Sigurðardóttir hefur afrekað það að fara holu í höggi á 6. braut sem er rétt um 210 metrar af bláum teigum.

Í miðri holu var boltinn þegar Guðrún Brá tók þessa mynd eftir draumahöggið á 6. á Akranesi.

126

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hola í höggi og engin vitni


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.