Ársskýrsla 2014

Page 1

ÁRSSKÝRSLA 2014 Formannafundur haldinn í Borgarnesi 8. nóvember


ÁRSSKÝRSLA 2014

Fjöldi kylfinga í klúbbum Nr. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 16 15 17 18 19 20 21 22 23 38 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 39 40 41 43 42 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65

2

Klúbbur Golfklúbbur Reykjavíkur Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Golfklúbburinn Keilir Golfklúbburinn Oddur Golfklúbburinn Kjölur Golfklúbbur Akureyrar Nesklúbburinn Golfklúbbur Suðurnesja Golfklúbburinn Setberg Golfklúbbur Vestmannaeyja Golfklúbburinn Leynir Golfklúbbur Selfoss Golfklúbbur Bakkakots Golfklúbbur Öndverðarness Golfklúbbur Þorlákshafnar Golfklúbbur Hveragerðis Golfklúbbur Ásatúns Golfklúbburinn Kiðjaberg Golfklúbbur Borgarness Golfklúbbur Grindavíkur Golfklúbbur Sandgerðis Golfklúbburinn Flúðir Golfklúbburinn Vestarr Golfklúbbur Álftaness Golfklúbbur Sauðárkróks Golfklúbbur Vatnsleysustrandar Golfklúbbur Ísafjarðar Golfklúbburinn Mostri Golfklúbbur Ólafsfjarðar Golfklúbbur Húsavíkur Golfklúbbur Hellu Golfklúbburinn Hamar Golfklúbburinn Úthlíð Golfklúbburinn Dalbúi Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs Golfklúbbur Hornafjarðar Golfklúbbur Norðfjarðar Golfklúbbur Fjarðarbyggðar Golfklúbburinn Lundur Golfklúbburinn Þverá Hellishólum Golfklúbburinn Glanni Golfklúbburinn Jökull Golfklúbbur Bolungarvíkur Golfklúbbur Siglufjarðar Golfklúbbur Seyðisfjarðar Golfklúbburinn Tuddi Golfklúbburinn Gláma Golfklúbbur Byggðaholts Golfklúbburinn Geysir Golfklúbburinn Ós Golfklúbbur Skagastrandar Golfklúbburinn Vík Golfklúbbur Patreksfjarðar Golfklúbburinn Hvammur Grenivík Golfklúbbur Bíldudals Golfklúbbur Vopnafjarðar Golfklúbbur Mývatnssveitar Golfklúbburinn Laki Golfklúbbur Djúpavogs Golfklúbbur Hólmavíkur Golfklúbbur Brautarholts Golfklúbburinn Húsafelli Golfklúbbur Staðarsveitar Golfklúbburinn Gljúfri Golfklúbburinn Skrifla Samtals

15 ára og yngri 129 270 91 22 94 77 25 49 4 78 66 42 6 19 21 26 1 14 24 21 7 15 0 15 39 14 17 21 17 8 13 31 2 2 2 1 4 15 2 0 1 0 0 1 1 22 3 0 9 0 5 2 8 0 0 2 0 0 0 1 1 0 0 0 1.360

16 ára og eldri 2.755 1.561 1.259 1.093 672 572 597 464 460 368 306 326 320 304 291 238 258 209 165 162 171 158 159 138 114 132 119 88 89 94 84 65 89 74 72 63 60 48 56 52 49 50 49 47 43 20 38 39 29 38 30 35 32 24 31 23 20 19 17 17 13 11 11 11 10 15.011

2014 2.884 1.831 1.350 1.115 766 649 622 513 464 446 372 368 326 323 312 264 259 223 189 183 178 173 159 153 153 146 136 109 106 102 97 96 91 76 74 64 64 63 58 52 50 50 49 48 44 42 41 39 38 38 35 35 34 32 31 23 22 19 17 17 14 12 11 11 10 16.371

2013 2.818 1.934 1.442 1.108 747 677 625 480 453 439 324 373 347 336 303 228 262 226 163 191 180 198 185 182 145 171 155 124 96 108 100 103 92 83 79 78 68 85 58 44 47 45 52 57 44 41 48 38 38 36 37 32 36 39 30 20 33 12 18 20 14 14 14 11 16 16.602

Breyting 66 -103 -92 7 19 -28 -3 33 11 7 48 -5 -21 -13 9 36 -3 -3 26 -8 -2 -25 -26 -29 8 -25 -19 -15 10 -6 -3 -7 -1 -7 -5 -14 -4 -22 0 8 3 5 -3 -9 0 1 -7 1 0 2 -2 3 -2 -7 1 3 -11 7 -1 -3 0 -2 -3 0 -6 -231

% 2% -5% -6% 1% 3% -4% 0% 7% 2% 2% 15% -1% -6% -4% 3% 16% -1% -1% 16% -4% -1% -13% -14% -16% 6% -15% -12% -12% 10% -6% -3% -7% -1% -8% -6% -18% -6% -26% 0% 18% 6% 11% -6% -16% 0% 2% -15% 3% 0% 6% -5% 9% -6% -18% 3% 15% -33% 58% -6% -15% 0% -14% -21% 0% -38% -1%

Holur 36 27 18 18 18 18 9 18 9 18 18 9 9 18 18 9 9 18 18 18 18 18 9 9 9 9 9 9 9 9 18 9 9 9 9 9 9 9 9 18 9 9 9 9 9 0 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 765


ÁRSSKÝRSLA 2014

Velkomin á formannafund í Borgarnesi

Hlutverk Golfsambandsins er að... ...vinna að framgangi golfíþróttarinnar og útbreiðslu á Íslandi.

...halda Íslandsmót í höggleik, holukeppni og sveitakeppni fyrir alla aldursflokka.

...reka öfluga afreksstefnu og styðja klúbbana við þjálfun og uppbyggingu afrekskylfinga.

...vera ráðgefandi þegar kemur að uppsetningu valla fyrir mót og almenna golfvallarumhirðu og styðja SÍGÍ sem eru samtök golfvallastarfsmanna.

...gefa út tímaritið Golf á Íslandi og annað fræðsluefni. ...reka og halda utan um tölvukerfi hreyfingarinnar, www. golf.is. ...kynna golf í skólum, fjölmiðlum og annarstaðar þar sem því verður við komið. ...vera ráðgefandi þegar stofnaður er golfklúbbur eða byggður er golfvöllur. ...veita allar helstu uplýsingar um tölfræði golfsins. ...þýða og staðfæra forgjafar,- móta- og keppendareglur ásamt golfreglum í samræmi við reglur R&A og EGA. ...sjá um að allir golfvellir landsins séu metnir samkvæmt vallarmatskerfi EGA.

...annast erlend samskipti og styðja við afreksmenn og senda þá á alþjóðleg mót. ...styðja áhugamenn á leið þeirra til atvinnumennsku. ...skipuleggja alþjóðlega viðburði sem haldnir eru hér á landi. ...styðja samtökin "Golf Iceland" sem leggja áherslu á fjölgun ferðamanna í golfi. ...berjast gegn notkun hvers kyns lyfja, efna og aðferða sem bönnuð eru af IOC eða alþjóðlegum sérsamböndum. ...tryggja drengilega keppni og berjast gegn hvers kyns mismunun í golfíþróttinni.

...halda héraðs- og landsdómaranámskeið.

...annast samstarf um málefni golfklúbba við sveitarfélög og aðra innlenda hagsmunaaðila.

...bjóða upp á miðlægt tölvukerfi fyrir klúbbastjórnendur og hinn almenna kylfing.

...bæta ímynd golfíþróttarinnar gagnvart almenningi og efla samstarf við klúbbana.

...stuðla að mótahaldi um land allt og bjóða upp á mótaröð fyrir alla aldurshópa.

...samræma leikreglur og reglur um forgjöf.

3


ÁRSSKÝRSLA 2014

Stjórn Golfsambands Íslands 2013-2015 Stjórn golfsambandsins er skipuð sjö einstaklingum í sjálfboðaliðastarfi. Stjórn og forseti eru kosin til tveggja ára í senn á golfþingi. Einnig eru þrír einstaklingar kosnir í varastjórn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og skipar í nefndir.

Haukur Örn Birgisson Forseti

Rósa Jónsdóttir Meðstjórnandi

Eggert Ágúst Sverrisson Varaforseti

Kristín Guðmundsdóttir Gjaldkeri

Bergþóra Sigmundsdóttir Ritari

Bergsteinn Hjörleifsson Meðstjórnandi

Gylfi Kristinsson Meðstjórnandi

Gunnar Gunnarsson Varastjórn

Theódór Kristjánsson Varastjórn

Jón Júlíus Karlsson Varastjórn

Starfsmenn Golfsambands Íslands

Hörður Þorsteinsson Beinn simi: 514-4052 GSM sími: 896-1227 hordur@golf.is

4

Arnar Geirsson Beinn simi: 514-4054 GSM sími: 894-0933 arnar@golf.is

Stefán Garðarsson Beinn simi: 514-4053 GSM sími: 663-4656 stebbi@golf.is

Úlfar Jónsson Beinn simi: 514-4057 GSM sími: 862-9204 ulfar@golf.is


ÁRSSKÝRSLA 2014

Skýrsla stjórnar Kæru félagar. Þá er enn einu tímabili lokið hjá golfhreyfingunni og kominn tími til að gera það upp í máli og myndum. Árið hefur verið viðburðarríkt líkt og undanfarin ár, en það eru alltaf einhver mál sem standa upp úr. Stjórn og starfsfólk Síðasta golfþing, haldið í Reykjavík í nóvember 2013, var merkilegt fyrir marga hluta sakir. Á þinginu var samþykkt ný stefna fyrir golfhreyfinguna til ársins 2020, þrír nýir stjórnarmenn tóku sæti í stjórn og í fyrsta sinn í sögu golfsambandsins var kosið á milli tveggja forsetaframbjóðenda. Þrír stjórnarmenn sambandsins létu af störfum eftir farsæla stjórnarsetu. Það voru þau Kristín Magnúsdóttir GR, Guðmundur Friðrik Sigurðsson GK og forseti sambandsins til átta ára, Jón Ásgeir Eyjólfssson NK. Nýtt fólk kom í staðinn og voru þau Kristín Guðmundsdóttir GÖ, Jón Júlíus Karlsson GG og Bergsteinn Hjörleifsson GK kosin til stjórnarstarfa. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir. Af sex manna aðalstjórn golfsambandsins eru þ.a.l. þrjár konur, sem er reglulega jákvætt og endurspeglar þá miklu fjölgun sem orðið hefur á kvenkylfingum undanfarin 10 ár. Á fyrsta stjórnarfundi nýkjörinnar stjórnar skipti stjórnin með sér verkum og er stjórn Golfsambands Íslands þannig skipuð starfsárin 2013-2015: Forseti: Haukur Örn Birgisson GO Aðalstjórn: Eggert Á. Sverrisson GR, varaforseti og formaður fræðsluog útbreiðslunefndar Kristín Guðmundsdóttir GÖ, gjaldkeri og formaður fjárhagsnefndar Bergþóra Sigmundsdóttir GKG, ritari og formaður laganefndar Bergsteinn Hjörleifsson GK, formaður útgáfunefndar Gylfi Kristinsson GS, formaður mótanefndar Rósa Jónsdóttir GÓ Varastjórn: Theódór Kristjánsson GKj Jón Júlíus Karlsson GG Gunnar Gunnarsson GV, formaður afreksnefndar Stjórnin hefur haldið 13 fundi á tímabilinu og sitja varastjórnarmenn alla stjórnarfundi og taka fullan þátt í stjórnarstörfum sambandsins. Í upphafi árs setti stjórn sér sérstakar starfsreglur sem aðgengilegar eru á vef sambandsins, en þetta er í fyrsta sinn sem stjórnin setur sér slíkar reglur. Starfsmenn sambandsins á liðnu ári voru þeir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Arnar Geirsson, kerfisog skrifstofustjóri, og Stefán Garðarsson, markaðs- og kynningarstjóri. Fastráðnum starfsmönnum sambandsins

til aðstoðar síðastliðið sumar var Jón Þór Gylfason. Úlfar Jónsson gegndi starfi landsliðsþjálfara líkt og undanfarin ár. Ný stefna golfhreyfingarinnar Golfþing 2013 samþykkti einróma nýja stefnu golfhreyfingarinnar til ársins 2020. Athygli vekur að hin nýja stefna tekur ekki eingöngu til Golfsambands Íslands heldur til golfhreyfingarinnar í heild sinni. Þannig eru allir golfklúbbar og aðildarsamtök golfsambandsins formlega að vinna eftir sömu stefnu. Það er sjálfsagt og eðlilegt enda ættu allir aðilar innan golfhreyfingarinnar að vinna að sameiginlegum markmiðum íþróttarinnar. Við mótun stefnunnar kom fram skýr vilji hreyfingarinnar til aukinnar áherslu á hinn almenna kylfing í störfum golfhreyfingarinnar. Stefnumótunarhópur sambandsins varð þess nokkuð áskynja að hinn almenni kylfingur, eða hinn hefðbundni félagsmaður, gerir kröfur um betri og fjölbreyttari þjónustu gagnvart sér, bæði frá golfkúbbunum og golfsambandinu. Að þessu þarf forysta golfklúbbanna og hreyfingarinnar í heild að huga við val á framtíðarverkefnum sínum ef henni ætlar að takast að halda áfram fjölgun kylfinga og halda félagsmönnum innan sinna raða. Samkeppni við aðrar íþróttir og afþreyingu fer vaxandi og þarf forysta golfhreyfingarinnar að vera á tánum gagnvart óskum og þörfum sinna félagsmanna. Aukin áhersla á hinn almenna kylfing þarf ekki endilega að vera á kostnað annarra kylfinga, t.a.m. afreksfólks, eins og einhverjir kunna að halda. Afreksmál hafa og munu alltaf vera mikilvæg fyrir golfhreyfinguna í heild sinni, en ekki eingöngu stóru golfklúbbana. Afreksmál og góður árangur íslenskra kylfinga helst í hendur við fræðslu og útbreiðslu innan hreyfingarinnar og á þannig beinan þátt í fjölgun kylfinga. Áfram verður því mikilvægt fyrir golfhreyfinguna að huga vel að áframhaldandi afreksstarfi og hlúa að landsliðum sínum. Stefna golfhreyfingarinnar er metnaðarfull og umfangsmikil. Í því skyni að halda utan um vinnuna og allar þær hugmyndir sem koma fram, hefur sambandið tekið í notkun hugbúnaðinn Trello sem er sérstakt skipulags- og verkumsjónarkerfi. Hugmyndir og nýjar leiðir eru í stöðugri mótun og eiga að vera það næstu árin. Allir sem hafa áhuga á mega gjarnan koma að vinnunni og golfsambandið óskar sérstaklega eftir fólki innan klúbbanna til að taka þátt í starfinu. Að sjálfsögðu er ekki hægt að hrinda öllum hugmyndum í framkvæmd á einu til tveimur árum. Vinna við eftirfylgni samþykktrar stefnu er langtímaverkefni sem mun standa yfir fram til ársins 2020. Á hverju ári verður farið yfir stöðuna og það er skylda stjórnar GSÍ að gera grein fyrir nýjum verkefnum, hvað búið er að framkvæma hverju sinni, og jafnframt leggja til helstu áherslumál næsta árs. Ákvarðanir um forgangsröðin verða loks teknar að höfðu samráði við formannafund og Golfþing hverju sinni. Stefnuna í heild sinni má finna inn á heimasíðu sambandsins og eru allir félagsmenn hvattir til að kynna sér hana og hafa áhrif á framgang hennar.

5


ÁRSSKÝRSLA 2014

Skýrsla stjórnar Hjá mörgum golfklúbbum var útlitið svart í upphafi árs, að minnsta kosti á suður- og vesturhluta landsins. Þrálát klakamyndun á golfvöllum gerði það að verkum að margir golfklúbbar glímdu við einstakar aðstæður sem ekki hafa sést áratugum saman. Þrekvirki og hugvit vallarstarfsmanna, ásamt óeigingjarnri sjálfboðavinnu félagsmanna, varð til þess hryllingsspárnar rættust ekki - golfvöllunum var bjargað svo allir gátu notið þeirra í sumar. Sannur félagsandi og samstarf skilaði þessum góða árangri og ættu þessir atburðir að vera golfhreyfingunni holl áminning um mikilvægi góðra félagsmanna. Á þessu ári fögnuðu nokkrir golfklúbbar stórafmælum og eru hamingjuóskir til eftirfarindi klúbba ítrekaðar. • Golfklúbbur Reykjavíkur 80 ára • Nesklúbburinn 50 ára • Golflúbbur Suðurnesja 50 ára • Golfklúbbur Öndverðarness 40 ára • Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs 30 ára • Golfklúbburinn Dalbúi 25 ára • Golfklúbburinn Hamar 25 ára • Golfklúbbur Hólmavíkur 20 ára • Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 20 ára • Golfklúbbur Setbergs 20 ára • Golfklúbbur Áltfaness 10 ára • Golfklúbbur Ásatúns 10 ára Útgáfu- og fræðslumál Aukin og bætt samskipti innan golfhreyfingarinnar eru forsenda fyrir áframhaldandi árangri. Þetta á bæði við um samskipti milli golfklúbbanna sjálfra og golfsambandsins. Einn liður í þeirri þróun er fundaherferð fulltrúa golfsambandsins með forsvarsmönnum golfklúbbanna. Undanfarin misseri hefur stjórn golfsambandsins, ásamt starfsmönnum þess, heimsótt golfklúbba víðsvegar um landið og átt með þeim gott spjall. Fundirnir hafa tekist einstaklega vel og það var reglulega skemmtilegt og fróðlegt fyrir fulltrúa golfsambandsins að heyra hvaða málefni liggja efst á baugi hjá fulltrúum golfklúbbanna og vonandi hafa þeir einnig haft gagn af fundunum. Fundarherferðinni verður haldið áfram eftir áramótin og stefnt er að því að funda með fulltrúum allra golfklúbba á næsta ári. Þar verður hins vegar ekki staðar numið því nauðsynlegt er að funda reglulega með fulltrúum allra golfklúbba. Golfsambandið starfar, og á að starfa, í þágu golflkúbbanna á Íslandi og eru golfklúbbarnir þannig viðskiptavinir golfsambandsins. Til að auka þjónustu við klúbbana og skilja betur þarfir þeirra hefur sambandið ákveðið að opna fastanefndir sambandsins. Til þessa hefur tíðkast að einungis stjórnarmenn golfsambandsins eigi sæti í fastanefndum þess en það er nú liðin tíð. Þannig hefur áhugasömum fulltrúum golfklúbbanna staðið til boða að taka þátt í starfi sambandsins á milli formannafunda og golfþinga. Ein af fyrstu ákvörðunum nýrrar stjórnar sambandsins var að birta allar fundargerðir stjórnarfunda á heimasíðu sambandsins. Þannig eru upplýsingar um þau málefni sem eru til umræðu á fundum stjórnar sambandsins og þær ákvarðanir sem tekur eru, aðgengilegar öllum.

6

Gagnvart félagsmönnum golfklúbba og verðandi kyflingum er ekki síður mikilvægt að standa í öflugu fræðslustarfi. Þannig eflum við þjónustu við núverandi félagsmenn og náum til nýrra. Golfsambandið stóð fyrir gerð fjögurra kynningarmyndbanda um golfíþróttina undir yfirskriftinni „Golfið hefur þetta allt“. Tilgangur myndbandanna var að kynna kosti íþróttarinnar fyrir þeim sem ekki stunda hana og voru myndböndin sýnd á RÚV síðastliðið sumar. Golfsambandið gerði samning við RÚV um umfjöllun um íslenskt golf og var samið til eins árs. Samkvæmt samningi féll það í hlut RÚV að sjá annars vegar um framleiðslu sérstakra sjónvarpsþátta um golf og hins vegar beinnar útsendingar frá Íslandsmótinu í golfi. Golfþættirnir voru sýndir vikulega og voru þeir í umsjá Hlyns Sigurðssonar. Líkt og undanfarin ár var sýnt beint frá seinni tveimur keppnisdögunum á Íslandsmótinu í golfi. Áhorfið á mótið var mjög gott en útsendingin er ómissandi þáttur í mótahaldi sumarsins og mikilvægt úrræði fyrir golfhreyfinguna til að breiða út boðskap íþróttarinnar. Á hverju ári er mikill metnaður lagður í útsendinguna en með nokkurri vissu get ég sagt að engin önnur Evrópuþjóð sjónvarpi beint frá áhugamannamóti í golfi. Þá gerði RÚV Eimskipsmótaröðinni ágætis skil í sérstökum íþróttaþáttum stöðvarinnar. Golfsambandið, í samstarfi við Karl Ómar Karlsson golfkennara, hefur látið framleiða sérstakt kennslurit fyrir klúbbana og leiðbeinendur í barna- og unglingastarfi. Í ritinu er sjónum beint að því hvað klúbbum ber að hafa í huga ef þeir vilja byggja upp öflugt barna- og unglingastarf og hvernig leiðbeinendur og golfkennarar geta staðið að golfkennslu hjá yngstu kylfingunum. Ritið mun koma út á næstu vikum og verður án efa mikilvægt hjálpartæki við útbreiðslu íþróttarinnar meðal barna. Eftir áramót stendur til að hefja samstarf við grunnskóla landsins með það að markmiði að koma golfkennslu inn í námskrá skólanna. Þetta verkefni, Skólagolf, gafst afar vel fyrir rúmum áratug síðan og kominn er tími til að endurvekja það. Samstarf golfsambandsins við golfklúbba í ólíkum sveitarfélögum er mikilvægur hlekkur í þessari uppbyggingu enda eru áhugasamir ungir kylfingar framtíðarfélagsmenn golfklúbbanna. Golfsambandið stendur að jafnaði fyrir þrenns konar útgáfu. Golfreglurnar eru gefnar út á fjögurra ára fresti og hefur útgáfa þeirra verið í samstarfi við tryggingarfélagið Vörð. Næst munu golfreglurnar koma út árið 2016. Tímaritið Golf á Íslandi hefur til þessa verið aðalrit hreyfingarinnar. Tímaritið er gefið út fimm sinnum á ári og er dreift til allra skráðra félaga í golfhreyfingunni. Samkvæmt könnun sem Capacent gerði á síðasta ári á meðal skráðra kylfinga þá er lestur blaðsins 89%. Það er því ljóst að blaðið er golfhreyfingunni afar mikilvægt í útbreiðslustarfi sínu. Því til viðbótar er blaðið afar öflugt tekjuöflunartæki fyrir hreyfinguna en tekjur af útgáfu sambandsins eru um 35,5 milljónir á ári til viðbótar við aðrar sértekjur sem beint eða óbeint tengjast útgáfunni. Þótt töluverður kostnaður felist einnig útgáfu blaðsins þá er blaðið afar mikilvæg söluvara gagnvart samstarfsaðilum sambandsins, svo ekki sé minnst á vægi þess í útbreiðslu


ÁRSSKÝRSLA 2014

Skýrsla stjórnar hreyfingarinnar. Samstarfsaðilar sambandsins leggja mikla áherslu á sýnileika í blaðinu, enda eru þeir meðvitaðir um útbreiðslu þess og lestur. Loks ber að nefna verðmætustu eign golfhreyfingarinnar, heimasíðuna golf.is. Golfsambandið hefur þegar hafið vinnu við eflingu síðunnar með það að markmiði að færa í auknum mæli útgáfu sambandsins á rafrænt form, auk þess sem nýrra leiða verður leitað til að bjóða kylfingum og golfklúbbum upp á nýja þjónustu í gegnum vefinn. Þá verður horft sérstaklega til eflingar á tekjumöguleikum sambandsins með hliðsjón af styrkingu golf.is. Dagana 8.-11. maí buðu Kringlan og Golfsamband Íslands upp á golfdaga í Kringlunni. Yfir 60.000 manns lögðu leið sína í Kringluna þessa daga og komust þeir ekki hjá því að kynnast golfi með einum eða öðrum hætti. Á fjórða tug verslana bauð upp á golftengd tilboð auk þess sem þær tengdu útstillingar sínar golfinu á afar skemmtilegan hátt. Fjöldi golfklúbba kynnti starfsemi sína á sérstakri golfsýningu sem fram fór laugardaginn 10. maí. Þá nýttu nokkrir golftengdir aðilar sér tækifærið og kynntu vörur sínar og þjónustu. Með þessum atburði býðst aðilum innan golfhreyfingarinnar að kynna þjónustu sína og vörur endurgjaldlaust og því tilvalinn vettvangur fyrir golfklúbba að kynna starfsemi sína.

PGA kennaraskólinn, í samstarfi við golfsambandið og fleiri aðila, efndu til sérstaks golfdags sem tileinkaður var konum. Fékk verkefnið heitið Stelpugolf. Það var golfsambandinu ljúft og skylt að taka þátt í verkefninu sem tókst frábærlega en yfir 400 konur á öllum aldri mættu til leiks á Leirdalsvöll. Það er vonandi að verkefnið verði að árlegum viðburði og haldi þannig áfram að tryggja stöðuga fjölgun kvenna í golfi. Afreksmál Afreksmál sambandsins urðu strax í upphafi ársins að umræðu innan hreyfingarinnar. Úlfar Jónsson sagði upp starfi sínu sem landsliðsþjálfari eftir tveggja ára starf. Í kjölfar viðræðna við Úlfar þá féllst hann á að draga uppsögn sína til baka og mun því halda starfi sínu áfram. Það er verulegt fagnaðarefni fyrir hreyfinguna enda hefur verið mikil ángæja með störf Úlfars og hann mikilvægur í uppbyggingu landsliðs- og afreksmála golfsambandsins.

Árangur íslenskra kylfinga á alþjóðavísu var með ágætum á þessu ári og ber þar helst að nefna árangur íslenska kvenna- og piltalandsliðsins á evrópumótum landsliða. Kvennalandsliðið hafnaði í 10. sæti á meðan piltaliðið endaði í 11. sæti. Þá náði kvennalandsliðið sínum besta árangri frá upphafi á heimsmeistaramóti landsliða, sem fram fór í Japan í september. Hjá eintaklingunum stendur sigur Gísla Sveinbergssonar á Duke of York mótinu upp úr. Með sigri sínum varð Gísli þriðji Íslendingurinn á fimm árum til að sigra á þessu móti en Gísli náði jafnframt góðum árangri í öðrum sterkum mótum, sem hefur orðið til þess að hann er kominn í 107. sæti á heimslista áhugamanna. Afar áhugaverð rannsókn Nökkva Gunnarssonar, sem fjallað var um í nýjasta tölublaði Golfs á Íslandi, sýnir svo ekki verður um villst að íslenskir kylfingar hafa aldrei verið betri en nú. Þetta er árangur mikillar vinnu innan golfhreyfingarinnar, ekki síst golfklúbbanna og það er virkilega hvetjandi að halda áfram á sömu braut. Árið 2012 var stofnaður sérstakur afrekssjóður kylfinga, Forskot. Að stofnun sjóðsins stóðu Golfsamband Íslands ásamt Íslandsbanka, Eimskip, Valitor og Icelandair. Sjóðurinn hefur reynst okkar fremsta afreksfólki gríðarlega mikilvægur í viðleitni sinni að komast á erlendar atvinnumannaraðir. Á hverju ári er 15 milljónum úthlutað úr sjóðnum til okkar bestu kylfinga en upphaflega var ákveðið að samstarfið yrði til þriggja ára. Er þetta því síðasta ár sjóðsins. Það er ánægjulegt frá því að segja að allir aðilar sjóðsins hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum á að halda samstarfinu áfram og verða samningar þess efnis vonandi undirritaðir á næstu vikum. Mótahald Á síðasta golfþingi var tekin sú ákvörðun að fækka mótum á Eimskipsmótaröðinni í fimm. Ákvörðunin var tekin í kjölfar umræðu um að auka vægi og gæði hvers móts á mótaröðinni og til að geta gert það þá yrði að fækka mótunum. Á sama golfþingi var hins vegar samþykkt ályktun þess efnis að taka ætti mótahald golfsambandsins til endurskoðunar og var skipaður sérstakur hópur sem átti að skila tillögum að breyttri mótaskrá fyrir 1. mars á þessu ári. Í hópnum sátu Gylfi Kristinsson og Jón Júlíus Karlsson, fulltrúar mótanefndar GSÍ, Ágúst Jensson, fulltrúi SÍGÍ, Ingi Rúnar Gíslason og Hlynur Geir Hjartarson, fulltrúar PGA á Íslandi, Hinrik Hilmarsson, alþjóðadómari, og Sigmundur Einar Másson og Tinna Jóhannsdóttir, fulltrúar keppenda. Fljótlega kom í ljós að tíminn sem nefndinni var gefinn til að skila heildstæðum tillögum var alltof knappur. Nefndin gat því ekki afgreitt öll mál sín í samræmi við ályktunina en þess í stað skilaði nefndin afmörkuðum tillögum sem hægt var að hrinda í framkvæmd áður en keppnistímabilið hófst. Í þeim tillögum fólst að fjölga mótunum á Eimskipsmótaröðinni í stað þess að fækka þeim. Tillaga nefndarinnar var að fjölga mótum á Eimskipsmótaröðinni í sjö og hófst því strax vinna við að finna mótunum keppnisvelli og samstarfsaðila. Þátttaka í mótum sumarsins var svipuð og undanfarin ár, hvort sem litið er til unglingamótanna eða móta á Eimskipsmótaröðinni. Þótt lagt sé til á þessum formannafundi

7


ÁRSSKÝRSLA 2014

Skýrsla stjórnar að fækka mótunum aftur í sex þá var það tilraunarinnar virði að fjölga þeim frá því sem áður var. Mótahald golfsambandsins þarf að vera í stöðugri endurskoðun og þróun og við getum lært af reynslu síðastliðins sumar. Það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma til undirbúnings og breytinga, þar sem þeirra er þörf. Við skuldum keppendum og öllum aðstandendum að vandað sé til verka og því er mikilvægt að halda áfram þeirri vinnu sem milliþingamótanefndinni var falið að leysa af hendi og nýta vetrartímann vel. Undanfarin fjögur ár hefur Golfsamband Íslands átt fulltrúa í mótanefnd evrópska golfsambandsins, EGA. Í gegnum þetta starf hefur golfhreyfingin tekið afar virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, sem af hefur hlotist töluverð þekking og reynsla af mótahaldi, auk þess sem þátttakan hefur opnað dyr að auknu samstarfi í tengslum við mótahald og nýjar hugmyndir þar að lútandi. Þannig var Ísland vettvangur evrópumóts árið 2012, sem haldið var á Hvaleyrarvelli, auk þess sem nýlega var samþykkt af mótanefnd EGA að Evrópumót kvennalandsliða árið 2016 fari fram á Urriðavelli. Þetta verður án efa stærsta mót sem haldið hefur verið á Íslandi til þessa og óhætt er að segja að tilhlökkunin er mikil.

Ólafía Þórun Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar urðu íslandsmeistarar í höggleik 2014 á Leirdalsvelli.

Hápunktur mótahaldsins í sumar var að sjálfsögðu Íslandsmótið sjálft sem fram fór á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Undanfari mótsins var langur og strangur og fól hann í sér mikinn undirbúning og vinnu allra sem komu að honum. Óhætt er að fullyrða að útkoman var glæsileg í alla staði og golfíþróttinni til mikils sóma. Það eru margir sem lögðu hönd á plóg til að framkalla þær aðstæður sem leikið var við á Leirdalsvelli og ber að þakka þeim sérstaklega fyrir þeirra störf. Þar standa störf allra aðstandenda Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar hæst. Næsta vor tekur við nýtt keppnistímabil með þéttu mótahaldi þar sem keppni á Smáþjóðaleikunum mun væntanlega rísa hátt. Líkt og flestir vita þá hefur golfíþróttin bæst í hóp keppnisgreina á Ólympíuleikum og fer því vel á því að Ísland bjóði upp á keppnigolf á Smáþjóðaleikunum, sem leikið verður á Korpúlfsstaðavelli.

8

Fjársterkt samband Rekstrarniðurstaða sambandsins er í takt við þær væntingar sem fram komu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014, en heildarvelta sambandsins er tæplega 150 milljónir króna og rekstrarafgangur 1,4 milljónir. Stjórn golfsambandsins hefur ávallt sýnt varkárni og aðhald í rekstri sínum og ekki stofnað til útgjalda fyrr en tekjur væru tryggar á móti. Það hefur verið stefna stjórnar að eigið fé sambandsins verði ekki lægra en 15-20% af heildargjöldum þess á hverjum tíma til að tryggja að hægt sé að taka við óvæntum áföllum og er ánægjulegt að sjá að það markmið sé að nást. Þá er það jafnframt langtímamarkmið sambandsins að auka sértekjur sambandsins þannig að hlutfall tekna af félagagjöldum lækki niður í þriðjung. Að lokum Brýnasta verkefni golfhreyfingarinnar næstu árin er að koma í veg fyrir fækkun félagsmanna. Við höfum átt stórkostlegu gengi að fagna undanfarin ár og þurfum að halda áfram, ekki má slaka á. Á undanförnum 10 árum hættu tíu þúsund kylfingar í íslenskum golfklúbbum. Á þessum sama áratug fjölgaði skráðum kylfingum engu að síður umtalsvert. Stærstur hluti þessa tíu þúsund kylfinga er enn kylfingar þótt þeir tilheyri ekki lengur golfklúbbi. Þessi fjöldi kylfinga hætti að sjá verðmæti í því að tilheyra klúbbi og það er okkar verkefni að sannfæra þá um annað. Það er okkar verkefni að sýna þeim fram á kosti félagsaðildar í stað greiðslu á einstöku vallargjaldi eða félagskorti í golfklúbbi starfsmannafélagsins. Það er ekki nóg að huga einungis að fjölgun nýrra félagsmanna, heldur verðum við að bregðast við brottfallinu. Leiðirnar að þessu verkefni eru óteljandi margar og ekki hægt að benda á eina rétta leið umfram aðrar. Um er að ræða samspil mismunandi þátta sem hafa snertiflöt við mótamál, kynningarmál, afreksmál, þjónustu golfklúbba, bætta æfingaaðstöðu, golfkennslu og fleira og fleira. Golfhreyfingin hefur sameiginleg markmið og þarf því að vinna sem ein heild. Þótt gríðarlegur árangur hafi náðst undanfarinn áratug þá er fjölgun íslenskra kylfinga ekkert lögmál. Við eigum að stefna sameiginlega á að fjölga kylfingum, halda þeim í okkar röðum og þjónusta þá eins vel og við getum. Það gerum við með auknu samstarfi á milli golfklúbba og GSÍ. Forsvarsmönnum allra golfklúbba og sjálfboðaliðum þeirra vill stjórn golfsambandsins þakka fyrir samstarfið á árinu.


ÁRSSKÝRSLA 2014

Nefndir GSÍ Eins og lög Golfsambandsins kveða á um þá ber stjórn GSÍ að skipa í starfsnefndir strax að loknu golfþingi. Eftirfarandi eru þær nefndir sem starfa 2013-2015. Áfrýjunardómstóll Formaður: Rúnar S Gíslason Sími: 895-6300 Netfang: runargisla@gmail.com Guðmundur Friðrik Sigurðsson Þorsteinn Sv. Stefánsson Varamenn: Helgi Bragason Þorvaldur Jóhannesson Þórir Bragason Áhugamennskunefnd Formaður: Georg Tryggvason Sími: 894-6650 Netfang: klifandi@simnet.is Örn Höskuldsson Gísli Guðni Hall Varamenn Hannes Guðmundsson Helgi Bragason Júlíus Jónsson Afreksnefnd Formaður: Gunnar K. Gunnarsson Sími: 481-3314 Netfang: gghiv@eyjar.is Theódór Kristjánsson Bergþóra Sigmundsdóttir Aganefnd Formaður: Gunnar Jónsson Sími: 820-4609 Netfang: gunnar@law.is Sigurður Geirsson Jónatan Ólafssson Varamenn Bergsteinn Hjörleifsson Guðmundína Ragnarsdóttir Eggert Eggertsson Dómaranefnd Formaður: Sigurður Geirsson Sími: 893-0766 Netfang: siggeirs@gmail.com Hörður Geirsson Sæmundur Melstað Varamenn Aðalsteinn Örnólfsson

Ingvi Árnason Þorsteinn Sv. Stefánsson Dómstóll Formaður: Hjörleifur Kvaran Sími 561-6076 Netfang: hbkvaran@or.is Tryggvi Guðmundsson Guðmundur Sophusson Forgjafar- og vallarmatsnefnd Formaður: Guðmundur Ólafsson Sími: 897-1924 Netfang: gudmol@gmail.com Arnar Geirsson Guðmundur Magnússon Varamenn Ásgeir Eiríksson Andrés I. Guðmundsson Baldur Gunnarsson Laganefnd Formaður: Bergþóra Sigmundsdóttir Sími: 691-0633 Netfang: bergthora@syslumenn.is Gunnar Gunnarsson Hörður Geirsson Mótanefnd Formaður: Gylfi Kristinsson Sími: 898-1009 Netfang: gk@gs.is Jón Júlíus Karlsson Hörður Þorsteinsson Útgáfunefnd Formaður: Bergsteinn Hjörleifsson Sími: 840-3066 Netfang: bh@skeljungur.is Kristín Guðmundsdóttir Jón Júlíus Karlsson Endurskoðendur Stefán Svavarsson Guðmundur Frímannsson Varamenn Hallgrímur Þorsteinsson Ómar Kristjánsson

9



Golfsamband Íslands Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Reykjavík

Ársreikningur fyrir starfsárið 2014

11


12


ÁRSSKÝRSLA 2014

Áritun stjórnar og framkvæmdarstjóra

Áritun endurskoðenda

13


ÁRSSKÝRSLA 2014

Rekstrarreikningur 1. október 2013 - 30. september 2014 Rekstrarreikningur 1. október 2013 - 30. september 2014

Skýr.

Árið 2014

Áætlun 2014

Árið 2013

Rekstrartekjur Miðlar GSÍ.......................................... Samstarfsaðilar.................................. Styrkir og framlög............................... Árgjöld félaga..................................... Rekstrartekjur

1

35.497.378 21.873.859 27.972.150 63.037.800 148.381.187

35.000.000 22.500.000 26.000.000 61.882.780 145.382.780

35.133.183 20.662.139 27.147.441 63.470.400 146.413.163

2 3 4 5 6

35.044.759 34.975.365 18.239.763 9.810.628 18.450.900 30.758.477 147.279.892

33.800.000 34.320.000 16.200.000 10.800.000 18.500.000 29.208.512 142.828.512

34.472.856 34.350.288 18.290.757 10.875.750 18.907.870 28.498.998 145.396.519

Rekstrarhagnaður

1.101.295

2.554.268

1.016.644

Vaxtagjöld........................................... Vaxtatekjur.......................................... Vextir

(246.895) 490.546 243.651

(100.000) 300.000 200.000

(125.711) 340.214 214.503

Tekjur umfram gjöld

1.344.946

2.754.268

1.231.147

Grasvallarsjóður................................. Árgjald í STERF................................. Aðrar tekjur og gjöld

1.500.900 (1.463.560) 37.340

1.500.000 (1.500.000) 0

1.511.200 (1.445.357) 65.843

Heildarafkoma

1.382.286

2.754.268

1.296.990

Rekstrargjöld Útgáfusvið.......................................... Afrekssvið.......................................... Mótasvið............................................. Fræðslu-og alþjóðasvið...................... Þjónustusvið....................................... Stjórnunarsvið.................................... Rekstrargjöld

Vextir

Aðrar tekjur og gjöld

14


ÁRSSKÝRSLA 2014

Efnahagsreikningur 30. september 2014 Efnahagsreikningur 30. september 2014 Skýr.

30.09.2014

30.09.2013

10.331.357 22.439.879 32.771.236

12.028.663 19.356.026 31.384.689

32.771.236

31.384.689

8 8

22.901.493 (147.863) 22.753.630

21.556.547 (185.203) 21.371.344

Viðskiptaskuldir.................................. 9 Ýmsar skuldir..................................... 10 Skammtímaskuldir

7.282.287 2.735.319 10.017.606

6.649.933 3.363.412 10.013.345

32.771.236

31.384.689

Eignir: Veltufjármunir

Skammtímakröfur............................... Handbært fé....................................... Veltufjármunir

7

Eignir alls Skuldir og eigið fé: Eigið fé Óráðstafað eigið fé............................. Eigið fé grasvallarsjóðs...................... Eigið fé Skammtímaskuldir

Skuldir og eigið fé alls

15


ÁRSSKÝRSLA 2014

Sundurliðanir

Sundurliðanir Árið 2014

Áætlun 2014

Árið 2013

1. Styrkir og framlög ÍSÍ, lottó.................................................... Útbreiðslustyrkur ÍSÍ................................ Afreksmannasjóður ÍSÍ............................ Opinberir styrkir........................................ R&A......................................................... Styrkir og framlög

13.747.188 3.515.925 4.300.000 4.195.000 2.214.037 27.972.150

12.000.000 3.000.000 4.000.000 4.000.000 3.000.000 26.000.000

11.807.159 2.891.816 4.100.000 3.995.000 4.353.466 27.147.441

9.757.862 13.914.642 3.500.000 7.802.861 34.975.365

9.420.000 13.700.000 3.500.000 7.700.000 34.320.000

8.967.290 14.180.673 3.500.000 7.702.325 34.350.288

4.200.000 9.039.763 5.000.000 18.239.763

3.500.000 7.700.000 5.000.000 16.200.000

4.150.000 7.140.757 7.000.000 18.290.757

4.326.761 5.483.867 9.810.628

5.300.000 5.500.000 10.800.000

5.392.381 5.483.369 10.875.750

14.160.277 4.290.623 18.450.900

14.000.000 4.500.000 18.500.000

14.899.052 4.008.818 18.907.870

20.432.751 5.178.404 3.279.747 1.867.575 30.758.477

20.288.512 5.220.000 2.000.000 1.700.000 29.208.512

19.322.392 5.009.067 2.113.281 2.054.258 28.498.998

2. Afrekssvið Stjórnunarkostnaður................................. Keppnisferðir............................................ Forskot..................................................... Annað kostnaður...................................... Afrekssvið 3. Mótasvið Mótahald, greitt til klúbba......................... Annar mótakostnaður............................... Framleiðsla og útsendingar...................... Mótasvið 4. Fræðslu-og alþjóðasvið Fræðsla- og útgáfur................................. Alþjóðakostnaður..................................... Fræðslu-og alþjóðasvið 5. Þjónustusvið Tölvukerfi................................................. Framlög til samtaka ofl............................. Þjónustusvið 6. Stjórnunarsvið Laun og launatengd gjöld........................ Skrifstofukostnaður.................................. Fundir og ráðstefnur................................. Markaðskostnaður................................... Stjórnunarsvið

16


ÁRSSKÝRSLA 2014

Sundurliðanir Árið 2014

Áætlun 2014

Árið 2013

7. Viðskiptakröfur Félagsgjöld.............................................. Auglýsingar.............................................. ÍSÍ viðskiptareikningur.............................. Niðurfærsla viðsk.krafna.......................... Viðsk.kröfur

889.300 5.214.541 4.766.161 (538.645) 10.331.357

2.656.600 8.207.966 1.702.742 (538.645) 12.028.663

Staða 1. janúar......................................... Rekstrarafgangur ársins.......................... Óráðstafað eigið fé

21.556.547 1.344.946 22.901.493

20.325.400 1.231.147 21.556.547

Grasvallarsjóður frá fyrra ári.................... Óráðstafað umfram framl. ársins............. Eigið fé grasvallarsjóðs

(185.203) 37.340 (147.863)

(251.046) 65.843 (185.203)

1.014.974 6.267.313 7.282.287

1.465.413 5.184.520 6.649.933

1.327.793 1.407.526 2.735.319

2.016.569 1.346.843 3.363.412

39.515.846 (5.837.096) (755.281) (8.142.879) (4.347.839) 20.432.751

36.653.025 (5.637.319)

8. Óráðstafað eigið fé

9. Viðskiptaskuldir Visa.......................................................... Aðrir lánardrottnar.................................... Viðskiptaskuldir 10. Ýmsar skuldir Virðisaukaskattur..................................... Staðgr og launatengd gjöld...................... Ýmsar skuldir 11. Launagreiðslur Heildarlaunagreiðslur............................... Fært á afrekssvið..................................... Fært á mótasvið....................................... Fært á útgáfusvið..................................... Fært á þjónustusvið................................. Fært á stjórnunarsvið

(7.494.079) (4.199.235) 19.322.392

12. Félagsgjöld Golfklúbbur Seyðisfjarðar......................... Golfklúbbur Djúpavogs............................ Golfklúbbur Sandgerðis........................... Golfklúbburinn Gláma.............................. Golfklúbburinn Húsafelli...........................

90.300 218.500 365.500 197.800 17.200 889.300

17


ÁRSSKÝRSLA 2014

18


Golfsamband Íslands Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Reykjavík

Rekstraráætlun 2015


ÁRSSKÝRSLA 2014

20


ÁRSSKÝRSLA 2014

Rekstraráætlun 2015

Rekstraráætlun 2015

Skýr.

Áætlun 2015

Árið 2014

Árið 2013

Rekstrartekjur Miðlar GSÍ.......................................... Samstarfsaðilar.................................. Styrkir og framlög............................... Árgjöld félaga..................................... Rekstrartekjur

38.000.000 24.600.000 28.000.000 64.389.600 154.989.600

35.497.378 21.873.859 27.972.150 63.037.800 148.381.187

35.133.183 20.662.139 27.147.441 63.470.400 146.413.163

36.000.000 37.000.000 18.000.000 6.300.000 4.000.000 20.500.000 31.454.389 153.254.389

35.044.759 34.975.365 18.239.763 4.326.761 5.483.867 18.450.900 30.758.477 147.279.892

34.472.856 34.350.288 18.290.757 5.392.381 5.483.369 18.907.870 28.498.998 145.396.519

Rekstrarafgangur

1.735.211

1.101.295

1.016.644

Vaxtagjöld........................................... Vaxtatekjur..........................................

(200.000) 400.000 200.000

(246.895) 490.546 243.651

(125.711) 340.214 214.503

Tekjur umfram gjöld

1.935.211

1.344.946

1.231.147

Grasvallarsjóður................................. Útgjöld grasvallarsjóðs.......................

1.500.000 (1.500.000) 0

1.500.900 (1.463.560) 37.340

1.511.200 (1.445.357) 65.843

Heildarafkoma

1.935.211

1.382.286

1.296.990

1

Rekstrargjöld Útgáfusvið.......................................... Afrekssvið.......................................... Mótasvið............................................. Fræðslusvið....................................... Alþjóðasvið......................................... Þjónustusvið....................................... Stjórnunarsvið.................................... Rekstrargjöld

2 3 4 5

Vextir

Aðrar tekjur og gjöld

21


22


ÁRSSKÝRSLA 2014

Sundurliðanir Sundurliðanir Áætlun 2015

Árið 2014

Árið 2013

1. Styrkir og framlög ÍSÍ, lottó.................................................... Útbreiðslustyrkur ÍSÍ................................ Afreksmannasjóður ÍSÍ............................ Opinberir styrkir........................................ R&A og IOC vegna unglingamála............ Styrkir og framlög

12.000.000 3.500.000 5.000.000 4.500.000 3.000.000 28.000.000

13.747.188 3.515.925 4.300.000 4.195.000 2.214.037 27.972.150

11.807.159 2.891.816 4.100.000 3.995.000 4.353.466 27.147.441

11.000.000 14.500.000 3.500.000 8.000.000 37.000.000

9.757.862 13.914.642 3.500.000 7.802.861 34.975.365

8.967.290 14.477.837 3.500.000 7.405.161 34.350.288

4.000.000 9.000.000 5.000.000 18.000.000

4.200.000 9.039.763 5.000.000 18.239.763

4.150.000 7.140.757 7.000.000 18.290.757

16.000.000 4.500.000 20.500.000

14.160.277 4.290.623 18.450.900

14.899.052 4.008.818 18.907.870

21.454.389 5.000.000 3.000.000 2.000.000 31.454.389

20.432.751 5.178.404 3.279.747 1.867.575 30.758.477

19.322.392 5.009.067 2.113.281 2.054.258 28.498.998

2. Afrekssvið Stjórnunarkostnaður................................. Keppnisferðir............................................ Forskot - Afrekssjóður.............................. Annað kostnaður...................................... Afrekssvið 3. Mótasvið Greiðslur til klúbba................................... Annar mótakostnaður............................... Framleiðsla og útsendingar...................... Mótasvið 4. Þjónustusvið Tölvukerfi................................................. Framlög til samtaka ofl............................. Þjónustusvið 5. Stjórnunarsvið Laun og launatengd gjöld........................ Skrifstofukostnaður.................................. Fundir og ráðstefnur................................. Markaðskostnaður................................... Stjórnunarsvið

23


ÁRSSKÝRSLA 2014

Skýrsla landsliðsþjálfara Afrekshópur GSÍ Í nóvember 2013 var valið í Afrekshóp GSÍ samkvæmt viðmiðum afreksstefnunnar, en um 50 kylfingar á aldrinum 14 ára og eldri skipuðu heildarhópinn. Hópurinn fyrir 2015 tímabilið verður valinn samkvæmt upprunalegum viðmiðum, en hópur 2016 mætir nýjum lægri forgjafarviðmiðum, enda er það eitt af markmiðum stefnunnar að hækka afreksstigin. Forgjafarviðmiðin eru byggð á árangri kylfinga í afrekshópum undanfarinna ára, það er því mjög jákvætt að sjá að forgjöf okkar bestu kylfinga fari lækkandi. Helstu samstarfsmenn mínir voru Birgir Leifur Hafþórsson (aðstoðarþjálfari karlalandsliðs), Brynjar Geirsson (aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs), Ragnar Ólafsson (liðsstjóri landsliða) og Gauti Grétarsson (sjúkraþjálfari). Æfingar afrekshóps GSÍ Vetraræfingar afrekshóps GSÍ voru með breyttu sniði miðað við undanfarin ár. Aðal breytingarnar voru á þann veg að um færri æfingar var að ræða, en þess í stað viðameiri, þar sem æfingar voru lengri og fyrirlestraþema tekið fyrir hverju sinni. Undirritaður og Birgir Leifur, heimsóttu Norðurland sem hluta af afreks- og útbreiðslustarfi GSÍ. Einnig voru heimsóknir í aðra landshluta á undirbúningstímabilinu. Landsliðsverkefni GSÍ Karla-, kvenna- og piltalandsliðin tóku þátt í Evrópumótum landsliða 8.-12. júlí. Karlalandsliðið hafnaði í 14. sæti, einu sæti frá keppnisrétti á EM 2016, og þarf því að leika í 2. deild á næsta ári. Kvennalandsliðið stóð sig mjög vel í höggleiknum og endaði í 10. sæti, hársbreidd frá A riðli. Holukeppnisleikirnir töpuðust naumlega og hafnaði liðið í 16. sæti af 20. Piltalandsliðið hafnaði í 11. sæti og tryggði sér þátttökurétt á EM á næsta ári í Finnlandi. Ísland lagði Íra í fyrstu umferð, tapaði næst fyrir Frökkum, en sigraði síðan Belga í viðureigninni um 11. sætið. Allar viðureignirnar voru gríðarlega spennandi og réðust þær í bráðabana, í oddaleik! HM kvenna var leikið í Japan og náði íslenska kvennalandsliðið ágætum árangri, 29. sæti af 50 þjóðum, á besta skori liðsins frá upphafi.

Intercollegiate 3. sæti: Sunna Víðisdóttir GR - UNCW Seahawk Classic Júní 5.-8. sæti: Haraldur Franklín Magnús GR – The Amateur Championship 2. sæti: Sigurður Arnar Garðarsson GKG – Finnish Junior Championship Júlí 1. sæti: Þórður Rafn Gissurarson GR á Jamega mótaröðinni á Englandi 11. sæti: Piltalandslið á EM landsliða í Osló (tryggði sér þátttökurétt á EM á næsta ári) 10. sæti eftir höggleik á + 19, 2 höggum frá A riðli: Kvennalandslið á EM Slóveníu Ágúst 3. sæti: Gísli Sveinbergsson GK – Brabants Open í Hollandi 3. sæti: Gísli Sveinbergsson GK – Finnish Amateur September 1. sæti: Gísli Sveinbergsson GK – Duke of York Young Champions 29. sæti: Kvennalandslið á HM í Japan á +12 (besta skor sem náðst hefur). Q – School European Tour: Þórður Rafn Gissurarson GR áfram á 2. stig. Q – School European Tour: Ólafur Loftsson NK áfram á 2. stig. Q – School European Tour: Birgir Leifur Hafþórsson GKG áfram á 2. stig Nóvember Q – School Ladies European Tour: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR áfram á 2. stig.

Önnur einstaklingsverkefni Fylgiskjal A sýnir þau verkefni eintaklinga og landsliða sem tekið var þátt í á árinu. Kylfingar í afrekshópnum fengu upplýsingar um og voru hvattir til að sækja alþjóðleg mót á eigin vegum, og fengu til þess fjárstyrk frá GSÍ. Góður stígandi hefur verið undanfarin ár hvað þennan lið varðar, enda sjá kylfingar mikilvægi þess að taka þátt í sterkum mótum erlendis til að öðlast meiri reynslu, sem og fá tækifæri til enn meiri stigaöflunar á heimslista áhugamanna (WAGR). Þessi liður var nýttur 38 sinnum, sem er töluverð aukning frá undanförnum árum, sem er afar jákvætt. Alþjóðlegur árangur Fyrir neðan má sjá upptalningu af eftirtektarverðum árangri okkar afrekskylfinga á mótum erlendis. Apríl 1. sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK- Mountain West Intercollegiate 1. sæti: Haraldur Franklín Magnús GR - Memphis

24

Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili sigraði á Duke of York unglingamótinu sem haldið var í Skotlandi

Sigur Gísla á Duke of York var sérlega glæsilegur og sannfærandi, en þetta ár hefur verið afar gott hjá Gísla, en hann náði fyrir skömmu 107. sæti á heimslista áhugamanna, sem er hæsta staða Íslendings á listanum frá upphafi (2007). Góðar líkur eru á að hann verði fyrsti Íslendingurinn til að ná


ÁRSSKÝRSLA 2014

Skýrsla landsliðsþjálfara meðal 100 efstu á WAGR, en hann kemur til með að keppa á tveimur sterkum mótum í Bandaríkjunum áður en árinu lýkur. Stórum áfanga var náð þegar þrír kylfingar komust í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina, og hófu þeir leik í gær (7. nóv). Spennandi verður að fylgjast með hvernig þeim vegnar næstu daga. Ólafía og Valdís Þóra Jónsdóttir munu keppa um þátttökurétt á evrópsku kvennamótaröðinni um miðjan desember. Óskum við þeim alls hins besta! Að mínu mati stefnum við ótvírætt í rétta átt að stærsta markmiði afreksstefnunnar, að eignast kylfing(a) á stærstu mótaröðum heims. Íslenskum afrekskylfingum fer fram Samanburður meðalskors úr Íslandsmótum karla og kvenna, sem og unglinga, sýnir, svo ekki verður um villst, að okkar fremstu kylfingar eru að bæta sig svo um munar. Því til staðfestingar vísa ég til skýrslu Nökkva Gunnarssonar og Inga Þórs Einarssonar sem birt var í nýjasta tölublaði Golfs á Íslandi. Margir samverkandi þættir stuðla að þessari jákvæðu þróun, s.s. betri aðstaða til vetraræfinga og fjölgun kylfinga sem æfa allt árið um kring; fleiri PGA menntaðir þjálfarar; aukin áhersla á barna-, unglinga- og afreksstarf í klúbbunum og afreksstyrkir GSÍ. Forskot – afrekssjóður kylfinga, styrkir okkar fremstu kylfinga fjárhagslega, og er sjóðurinn mikil hvatning fyrir okkar fremstu kylfinga sem og þá yngri, sem stefna og vinna að því að ná inn á mótaraðir bestu atvinnumannana. Ljóst er að við megum ekki láta deigann síga því alþjóðleg samkeppni eykst sífellt. Við þurfum að vera á tánum við að laða að nýja iðkendur og halda þeim núverandi, sem og stuðla að enn betri aðstöðu og betri menntun þjálfara. Hvað getum við bætt? Líkamsþjálfun: Í samanburði við hefðbundar þjóðir og landslið þá stöndum við verr líkamlega. Meiðslatíðni er að sama skapi óeðlilega há. Ljóst er að líkamsþjálfun þarf að koma mun sterkari inn í æfingaskipulag kylfinganna. Aðkoma GSÍ hvað þennan þátt varðar er fyrst og fremst að mæla kylfingana, setja viðmið og aðstoða klúbba og kylfinga þeirra við að leita sér líkamsþjálfunar við hæfi hjá fagaðilum. Klúbbar þurfa í auknum mæli að marka sér stefnu í líkamsþjálfun, enda er ljóst að þessir þáttur er sífellt mikilvægari í harðri alþjóðlegri samkeppni.

ágústmánuð, áður en háskólakylfingarnir fara vestur um haf. Fyrsta mót á næsta tímabili gæti farið fram í byrjun september til að halda leikmönnum lengur við efnið hér heima. Áskorendamótaröðin: Í samræmi við þær áskoranir sem að okkur snúa varðandi iðkendafjölda, þá gefur Áskorendamótaröðin okkur tækifæri til aukins sveigjanleika í keppnisformi fyrir yngstu keppendurna. Einfalt væri að gefa keppendum 14 ára og yngri (og flokkaskipt enn meira, t.d. 9 ára og yngri, 10-12 ára, 13-14 ára) tækifæri á að leika 9 holu punktakeppni, þar sem áherslan er fyrst og fremst á jákvæða upplifun íþróttarinnar. Iðkendatölur. Á meðan hin norðurlöndin hafa glímt við fækkun barna og unglinga undanfarin tíu ár, þá er fækkun hjá okkur núna tvö ár í röð. Mikið og gott starf er unnið í klúbbunum til að sporna við þessari þróun en það er ljóst að við verðum að hafa opinn huga og leita sífellt leiða og styrkja það sem fyrir er, til að laða að og halda í iðkendur. Margt spilar inn í þessa þróun, s.s. aukin samkeppni frá öðrum greinum, minni þolinmæði og styttra athyglisbil iðkenda, aukið æfingamagn sem gerir börnum og unglingum erfiðara en áður að stunda fleiri en eina íþróttagrein. Á nýlegri ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga, sem haldin var í Svíþjóð, var samhljómur um að golfhreyfingin þyrfti að auka sveigjanleika hvað varðar möguleika á ástundun og aðgang að golfvöllum og golfsvæðum. Opnir golfvellir með styttri brautum og stærri holum er dæmi um góða byrjun þar sem meiri líkur er á að byrjandinn upplifi árangur og haldi áfram í golfi. Framboð golfkennslu er einnig mjög mikilvægt til að bæta árangur iðkendanna. Ég vil þakka starfs- og nefndarmönnum GSÍ fyrir gott samstarf á tímabilinu, sem og þeim fjölmörgu þjálfurum sem ég hef átt samskipti við og unnið með á árinu. Theodóri Kristjánssyni, sem hefur látið af formennsku afreksnefndar, þakka ég sérstaklega fyrir hans mikla framlag til afreksmála undanfarin ár. Með kveðju, Úlfar Jónsson Landsliðsþjálfari GSÍ

Eimskipsmótaröðin: Mótum var fjölgað á mótaröð þeirra bestu, og reyndist það vel enda mikilvægt að gefa okkar fremstu kylfingum sem eru ekki í háskólum Bandaríkjanna tækifæri á að leika í fleiri mótum. Efla mætti mótaröðina með því að gefa okkar allra fremstu kylfingum tækifæri á að taka þátt í lokamóti þar sem stigameistaratitillinn væri í sjónmáli. Þetta væri hægt með því að hafa tvö til þrjú mót í byrjun tímabils, síðan Íslandsmót í holukeppni , Íslandsmót í höggleik, og loks lokamótið, einskonar Tour Championship Íslands. Í þetta lokamót kæmust 30-36 stigahæstu karlarnir og 10-12 stigahæstu konurnar og yrði það leikið um miðjan

25


ÁRSSKÝRSLA 2014

Í hvað fer félagagjaldið? Allir kylfingar 16 ára og eldri, sem skráðir eru í golfklúbb innan GSÍ, greiða 4.300,- krónur í félagagjald til golfsambandsins. Þótt kylfingur sé skráður í fleiri en einn klúbb þá greiðir hann einungis eitt gjald til golfsambandsins og sér aðalklúbbur hans um að innheimta gjaldið. Kylfingar 15 ára og yngri greiða ekkert félagagjald til golfsambandsins. Árið 2014 gaf félagagjaldið golfsambandinu tæplega 65 milljónir í tekjur. Að auki komu styrkir frá ÍSÍ og opinberum aðilum upp á 27 milljónir og fyrirtækjum upp á 57 milljónir. Tekjur sambandsins voru því tæplega 149 milljónir árið 2014. Hér er sundurliðun tekna og gjalda eins og þau eru flokkuð í bókhaldskerfi íþróttahreyfingarinnar.

Tekjur

Upphæð

%

Samstarfsaðilar og auglýsingar

57.371.237

38%

Styrkir

27.972.150

19%

Félagagjöld, grasvallarsjóður

64.538.700

43%

149.882.087 Gjöld

Upphæð

%

Miðlar GSÍ

35.044.759

24%

Þjálfun afrekssviðs

9.757.862

7%

Þátttaka í mótum og stuðningur við afrekskylfinga

25.217.503

17%

Mótahald

13.239.763

9%

Sjónvarpskostun

5.000.000

3%

Fræðsla og golfreglur

4.326.761

3%

Alþjóðaþátttaka

5.483.867

4%

Golf.is

14.160.277

10%

Framlög til samtaka

4.290.623

3%

Fundir og ráðstefnur

5.147.322

3%

Stjórnunarkostnaður

25.611.155

17%

Grasvallarsjóður

1.463.560

1%

Nokkrar lykiltölur golfhreyfingarinnar • • • • • • • • • • • • • • •

26

Fjöldi kylfinga í klúbbum er um 17 þúsund. Fjölmennasti klúbburinn er GR með um 3000 félaga og er klúbburinn því annað stærsta íþróttafélagið á landinu. Lengsta brautin á landinu er 600 m. af gulum teig á Víkurvelli í Mýrdal. Lengsti 18 holu völlur á landinu er Grafarholtsvöllur, leikinn af hvítum teigum, samtals 6.057 m. 60 hektarar er meðalstærð 18 holu golfvallar. (43% eru undir brautum) Meðalforgjöf íslenskra karlkylfinga er um 22 en kvenkylfinga um 32. Um 60% allra kylfinga er á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju ári eru leiknir hátt í 35.000 hringir á 18 holu völlum höfuðborgarsvæðisins. Á æfingasvæðunum Básum og Hraunkoti eru yfir tíu milljónir bolta slegnir á ári. Um 20% af öllum kylfingum tekur þátt í meistaramótum klúbbanna. 2% kylfinga á íslandi er í forgjafarflokki 1 (forgjöf 4.4 og undir) Rúmlega 130.000 forgjafarhringir eru skráðir á ári í tölvukerfi GSÍ. Kylfingar eru að meðaltali með fimm skráða forgjafarhringi á ári. Áætlaður fjöldi erlendra kylfinga sem leika hér er á hverju ári er um 5000. Heildarvelta golfklúbba er um 2 milljarðar.


ÁRSSKÝRSLA 2014

Tölfræði og upplýsingar Í nokkur ár hefur Golfsambandið tekið saman tölfræði og lykiltölur fyrir klúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur hjálpa hagsmunaaðilum að átta sig betur á umhverfinu sem þeir búa við. Þróun í fjölda kylfinga frá árinu 1989 Eftirspurnin í golf á síðustu árum hefur verið mikil. Í samanburði við árið 2000 þá hefur kylfingum fjölgað um rúmlega níu þúsund. Ár 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

15 ára og yngri 595 811 870 974 705 860 781 715 960 923 1.000 1.546 1.505 1.559 1.455 1.674 1.405 1.124 1.452 1.534 1.696 1.697 1.644 1.510 1.360

16 ára og eldri 2.338 2.593 2.840 3.861 4.315 4.620 5.075 5.426 5.671 6.228 7.500 8.366 9.430 10.050 10.810 12.259 12.794 12.913 13.289 13.995 14.089 14.357 14.997 15.092 15.011

Samtals 2.933 3.404 3.710 4.835 5.020 5.480 5.856 6.141 6.631 7.151 8.500 9.912 10.935 11.609 12.265 13.927 14.199 14.037 14.741 15.529 15.785 16.054 16.641 16.602 16.371

Breyting 37 471 306 1,125 185 460 376 285 490 520 1.349 1.412 1.023 674 656 1.662 272 -162 704 788 256 269 587 -39 -231

% 1% 13% 6% 22% 3% 8% 6% 4% 7% 6% 19% 17% 10% 6% 6% 14% 2% -1% 5% 5% 2% 2% 4% 0 -1%

Fj. klúbba 33 34 38 42 46 49 50 51 52 53 53 53 53 55 57 58 59 61 61 65 65 65 65 65 65

Fjöldi kylfinga eftir landsvæðum Hér er fjöldi skráðra kylfinga í klúbbum á viðkomandi landsvæði

Breyting frá 2008

Landsvæði

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

Höfuðborgarsvæðið

8.278

8.916

9.017

9.233

9.574

9.670

9.525

1.247

Vesturland

952

1.016

959

1.037

998

932

962

10

Vestfirðir

403

378

348

388

366

341

308

-95

Norðvesturland

244

287

296

281

283

275

274

30

Norðausturland

955

1.072

1.137

1.169

1.135

1.125

1.076

121

Austurland

297

287

344

330

358

352

324

27

Suðurland

2.473

2.329

2.569

2.520

2.861

2.885

2.882

409

Reykjanes

1.139

1.244

1.115

1.096

1.066

1.022

1.020

-119

Samtals

14.741

15.529

15.785

16.054

16.641

16.602

16.371

1.630

27


ÁRSSKÝRSLA 2014

Tölfræði og upplýsingar Aldursskipting kylfinga Í dag eru 53% allra kylfinga eldri en 50 ára og úr þeim aldurshópi koma flestir nýliðarnir. Kylfingar á aldrinum 22 til 49 ára eru 36%. Í töflunni hér að neðan sjáum við að kylfingum úr aldurshópnum 6-14 ára fækkar. Þar sem færri nýliðar undir 50 ára byrja í golfi miðað við 50 ára og eldri má segja að meðalaldur kylfinga sé að hækka verulega hér á landi.

2008 Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Karlar 14 1.031 623 259 4.944 1.055 2.668 10.594

2009 Konur 5 322 86 30 1.374 701 1.629 4.147

Samtals 19 1.353 709 289 6.318 1.756 4.297 14.741

Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

2011 Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Karlar 14 1.138 607 309 4.705 1.251 3.629 11.653

Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Konur 12 1.070 571 307 4.889 1.284 3.849 11.982

Konur 7 302 122 44 1.129 811 1.986 4.401

Samtals 21 1.440 729 353 5.834 2.062 5.615 16.054

Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Karlar 17 1.151 577 325 4.869 1.221 3.352 11.512

Karlar 9 305 131 43 1.302 734 2.135 4.659

Samtals 21 1.375 702 350 6.191 2.018 5.984 16.641

Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Karlar 12 939 611 230 4.714 1.327 4.028 11.861

28

Samtals 37 1.479 717 359 6.274 1.863 4.800 15.529

Konur 8 302 103 38 1.286 738 1.798 4.273

Samtals 25 1.453 680 363 6.155 1.959 5.150 15.785

Konur 7 280 131 36 1.219 743 2.325 4.741

Samtals 19 1.219 742 266 5.933 2.070 6.353 16.602

Konur 14 283 114 38 1.131 735 2.392 4.707

Samtals 29 1.157 650 260 5.584 2.061 6.630 16.371

2013

2014 Karlar 15 874 536 222 4.453 1.326 4.238 11.664

Konur 11 323 104 39 1.349 704 1.640 4.170

2010

2012

Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Karlar 26 1.156 613 320 4.925 1.159 3.160 11.359


ÁRSSKÝRSLA 2014

Tölfræði og upplýsingar Kylfingar eftir forgjafarflokkum Einn af hverjum 10 kylfingum er með forgjöf undir 11,4. 72% allra kylfinga á landinu eru með forgjöf yfir 18,5 til 36. Meðalforgjöf karla er 22 og kvenna er 32. Hjá 15 ára og yngri er meðalforgjöfin 34.

Forgjöf

15 ára og yngri

Konur

Karlar

Samtals

%

undir 4,4

5

27

287

319

2%

4,5 til 11,4

37

93

1.422

1.552

9%

11,5 til 18,4

63

255

2.899

3.217

18%

18,5 til 26,4

95

848

3.261

4.204

24%

26,5 til 36,0

529

1.716

2.520

4.765

27%

36,1 til 54

695

2.101

998

3.794

21%

undir 4,4 2%

36,1 til 54 21%

4,5 til 11,4 9%

11,5 til 18,4 18%

26,5 til 36,0 27%

18,5 til 26,4 23%

29


ÁRSSKÝRSLA 2014

Stigameistarar í GSÍ mótum EImskipsmótaröðin Karlaflokkur: 1 Kristján Þór Einarsson 2 Bjarki Pétursson 3 Gísli Sveinbergsson

GKJ GB GK

8910.67 6013.75 5669.17

Kvennaflokkur: 1Karen Guðnadóttir 2 Signý Arnórsdóttir 3 Sunna Víðisdóttir

GS GK GR

7668.50 6361.00 6257.5

Stigameistarar klúbba Karlaflokkur: Golfklúbbur Reykjavíkur Kvennaflokkur: Golfklúbburinn Keilir Unglingaflokkur: Golfklúbbur Reykjavíkur Efnilegustu kylfingarnir Gísli Sveinbergsson Ragnhildur Kristinsdóttir

GK GR

Júlíusarbikarinn Lægsta meðalskor á Eimskipsmótaröðinni Kristján Þór Einarsson GKj Stigameistarar LEK Ásgerður Sverrisdóttir Jón Haukur Guðlaugsson

71,37 högg

GR GR

Telpnaflokkur, 15-16 ára: 1 Ólöf María Einarsdóttir 2 Saga Traustadóttir 3 Eva Karen Björnsdóttir

GHD GR GR

9165.00 8565.00 6165.00

Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1Ingvar Andri Magnússon 2 Kristófer Karl Karlsson 3 Sigurður Arnar Garðarsson

GR GKJ GKG

7922.50 6936.25 6425.00

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri: 1 Kinga Korpak 2 Zuzanna Korpak 3 Andrea Ýr Ásmundsdóttir

GS GS GA

8670.00 8047.50 7177.50

Áskorendamótaröð Íslandsbanka Piltaflokkur, 17-18 ára: 1 Guðjón Heiðar Ólafsson GK 2-3 Þorsteinn Orri Eyjólfsson GKJ 2-3 Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson GK

2700.00 1500.00 1500.00

Drengjaflokkur, 15-16 ára: 1 Emil Árnason 2 Einar Sveinn Einarsson 3 Arnar Gauti Arnarsson

GKG GS GK

5100.00 4177.50 4136.25

Telpnaflokkur, 15-16 ára: 1 Freydís Eiríksdóttir

GKG

1500.00

Íslandsbankamótaröðin Piltaflokkur, 17-18 ára: 1 Aron Snær Júlíusson 2 Kristófer Orri Þórðarson 3 Tumi Hrafn Kúld

GKG GKG GA

7920.00 6776.25 5836.88

Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1 Kristófer Tjörvi Einarsson 2 Aron Emil Gunnarsson 3 Máni Páll Eiríksson

GV GOS GOS

6412.50 5407.50 4747.50

Stúlknaflokkur, 17-18 ára: 1 Helga Kristín Einarsdóttir 2 Ragnhildur Kristinsdóttir 3 Birta Dís Jónsdóttir

NK GR GHD

8367.50 6600.00 6181.25

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri: 1 Sigrún Linda Baldursdóttir 2 Thelma Björt Jónsdóttir 3 Kristín Sól Guðmundsdóttir

GKJ GK GKJ

7132.50 5077.50 4747.50

Drengjaflokkur, 15-16 ára: 1 Arnór Snær Guðmundsson 2 Kristján Benedikt Sveinsson 3 Henning Darri Þórðarson

GHD GA GK

6446.25 6362.50 6275.00

30


ÁRSSKÝRSLA 2014

Landsliðsverkefni og þátttakendur Amateur Championship, N-Írland 16.-21. júní Axel Bóasson GK Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR Haraldur Franklín Magnús GR Andri Þór Björnsson GR Evrópumót kvenna, Slóvenía 8.-12. júlí Berglind Björnsdóttir GR Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR Ragnhildur Kristinsdóttir GR Signý Arnórsdóttir GK Sunna Víðisdóttir GR Þjálfari: Brynjar Eldon Geirsson Liðsstjóri: Sædís Magnúsdóttir, sjúkraþjálfari Evrópumót karla, Finnland 8.-12. júlí Andri Þór Björnsson GR Bjarki Pétursson GB Gísli Sveinbergsson GK Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR Haraldur Franklín Magnús GR Ragnar Már Garðarsson GKG Þjálfari: Birgir Leifur Hafþórsson Liðsstjóri: Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari Evrópumót pilta, Noregi 8.-12. júlí Aron Snær Júlíusson GKG Birgir Björn Magnússon GK Egill Ragnar Gunnarsson GKG Fannar Ingi Steingrímsson GHG Kristófer Orri Þórðarson GKG Henning Darri Þórðarson GK Þjálfari: Úlfar Jónsson Liðsstjóri: Ragnar Ólafsson European Young Masters, Þýskaland 24.-26. júlí Ólöf María Jónsdóttir GHD Saga Traustadóttir GR Henning Darri Þórðarson GK Arnór Snær Guðmundsson GHD Liðsstjóri: Ragnar Ólafsson EM einstaklinga, Skotland 7.-10. ágúst Ragnar Már Garðarsson GKG Haraldur Franklín Magnús GR HM kvenna, Japan 6.-9. september Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR Sunna Víðisdóttir GR Þjálfari: Úlfar Jónsson Liðsstjóri: Haukur Örn Birgisson The Duke of York, Skotland 8.-11. sept Gísli Sveinbergsson GK Ragnhildur Kristinsdóttir GR Liðsstjóri: Stefán Garðarsson

Afrekssjóður GSÍ Andri Þór Björnsson, GR Arnór Snær Guðmundsson, GHD Arnór Snær Guðmundsson, GHD Arnór Snær Guðmundsson, GHD Aron Snær Júlíusson, GKG Axel Bóasson, GK Axel Bóasson, GK Birgir Björn Magnússon, GK Bjarki Pétursson, GB Bjarki Pétursson, GB Bjarki Pétursson, GB Björn Óskar Guðjónsson, GKJ Egill Ragnar Gunnarsson, GKG Emil Þór Ragnarsson, GKG Eva Karen Björnsdóttir, GR Fannar Ingi Steingrímsson, GHG Fannar Ingi Steingrímsson, GHG Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR Gísli Sveinbergsson, GK Gísli Sveinbergsson, GK Gísli Sveinbergsson, GK Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG Helga Kristín Einarsdóttir, NK Henning Darri Þórðarson, GK Henning Darri Þórðarson, GK Henning Darri Þórðarson, GK Ingvar Andri Magnússon, GR Ísak Jasonarson, GK Kristján Benedikt Sveinsson, GA Kristján Þór Einarsson, GK Kristófer Karl Karlsson, GKJ Kristófer Orri Þórðarson, GKG Ólöf María Einarsdóttir, GHD Ragnar Már Garðarsson, GKG Ragnar Már Garðarsson, GKG Saga Traustadóttir, GR Sara Margrét Hinriksdóttir, GK Sigurður Arnar Garðarsson , GKG Stefán Þór Bogason, GR

Dixie Amateur Finnish Junior Italian U18 International Evolve Spanish WJGTS Skandia Youth Open Willis Masters Q-School 1. stig Spanish 18 International Brabants Open Finnish Amateur Skandia Youth Open Evolve Spanish WJGTS Skandia Youth Open Austrian International Finnish Junior Finnish Junior German Boys and girls Finnish Junior Brabants Open Finnish Amateur French Amateur Irish Girls Open Evolve Spanish WJGTS Finnish Junior Italian U18 International Evolve Spanish WJGTS Finnish Junior Brabants Open Finnish Junior Q-School Nordea Tour Finnish Junior Skandia Youth Open Finnish Junior English Amateur Brabants Open Finnish Junior Irish Girls Open Finnish Junior Skandia Youth Open

Þátttakendur eftir klúbbum Golfklúbburinn Keilir Golfklúbbur Reykjavíkur Golfklúbbur Kópavogs/G. Golfklúbburinn Hamar Dalvík Golfklúbbur Borgarnes Golfklúbbur Hveragerðis Golfklúbburinn Kjölur Golfklúbbur Akureyrar Nesklúbburinn Samtals

21 21 13 6 4 3 2 1 1 72

29% 29% 18% 8% 6% 4% 3% 1% 1% 100%

31


Golfsamband Íslands Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími: 514 4050 • Fax: 514 4051 Vefpóstur: info@golf.is

www.golf.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.