SKÝRSLA STJÓRNAR
Stjórnarstörf
• • • • • • • • •
Eftir síðasta aðalfund, sem haldinn var 26. nóvember 2020, var stjórn GKG svona skipuð: Guðmundur Oddsson, formaður Ásta Kristín Valgarðsdóttir, varaformaður Ragnheiður Stephensen, ritari Sigurður Kristinn Egilsson, gjaldkeri Björn Steinar Stefánsson, meðstjórnandi Einar Gunnar Guðmundsson, meðstjórnandi Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir, meðstjórnandi Sigmundur Einar Másson, meðstjórnandi Tómas Sigurðsson, meðstjórnandi
Úlfar Jónsson, íþróttastjóri frá 2004 Guðrún Helgadóttir, skrifstofustjóri frá 2010 Guðni Þorsteinn Guðjónsson, aðstoðarvallarstjóri frá 2018 Hafsteinn Eyvindsson, vélamaður frá 2010 Fannar Aron Hafsteinsson, verslunarstjóri frá 2019 Andrés Guðmundsson, þúsundþjalasmiður frá 2016 Arnar Már Ólafsson, afreksþjálfari frá 2019 Ástrós Arnarsdóttir, þjálfari og skrifstofumaður frá 1. nóv. 2019 Andrés Jón Davíðsson, þjálfari frá 1. jan. 2020
Vignir Hlöðversson hefur séð um veitingarekstur frá því síðla árs 2016, mun nú láta af störfum og hefur ekki verið ráðið í hans stað. Á sumrin bætist verulega í starfsmannahópinn hjá okkur og lætur nærri að starfsmenn séu á milli 50 og 60 þegar best lætur.
Stjórnin hélt 9 bókaða fundi á starfsárinu og skipaði hún formann, gjaldkera og framkvæmdastjóra í samninganefnd við Garðabæ vegna breytinga sem verið er að gera á athafnasvæði GKG. Nefndin hefur haldið nokkra fundi og má segja að málin þokist áfram í góðum anda. Stjórnarmenn gegna formennsku í hinum ýmsu nefndum á vegum klúbbsins og þannig fylgjast þeir náið með allri starfsemi hans.
Félagar í GKG
Árið 2021 eru 2257 skráðir í GKG, sem er fjölgun um 268 frá síðasta ári. Auk þess eru 400 - 500 börn, sem voru á golfleikjanámskeiðum. Í ár eru 1384 fullborgandi félagar og að auki 121 á aldrinum 19 – 25 ára, sem borga nokkru lægra árgjald. Ellismellir eru nú 295 en voru 248 í fyrra. 12 ára og yngri eru nú 231 og 13 til 18 ára eru nú 226. Karlar eru 67, 2%, en konur eru 32, 8%, sem er sama hlutfall og var á síðasta ári. Það er markmið okkar að jafna kynjamun í klúbbnum á tímum jafnréttis með því að laða fleiri konur í klúbbinn. Við höfum oft talað um það að æskilegt sé að fullborgandi félagar séu um 1300 og nú höfum við náð þeirri tölu og gott betur, því má segja að klúbburinn sé
Starfsfólk
Það er gæfa okkar að hafa samhenta og trausta lykilstarfsmenn, sem hafa verið kjölfestan í rekstri klúbbsins undanfarin ár: • Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri frá 2012 • Guðmundur Árni Gunnarsson, vallarstjóri frá 2001
4