16. desember 2011

Page 106

106

dægurmál

Helgin 16.-18. desember 2011

Britney borgar 36 milljónir fyrir öryggi Söngkonan vinsæla Britney Spears eyðir rétt rúmlega 300 þúsund dollurum (um 36 milljónum íslenskra króna) í öryggisgæslu á hverju ári samkvæmt því sem fram kemur hjá lífvarðafyrirtæki sem annaðist öryggisgæslu hjá poppdívunni þar til á síðasta ári þegar því var sagt upp störfum. Söngkonan er umsetin aðdáendum og fjölmiðlafólki og er með öryggisgæslu allan sólarhringinn alla 365 daga ársins samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtæksins Advanced Security Concepts Corperation. Þeir telja að Britney skuldi fyrirtækinu 140 þúsund dollara (17 milljónir íslenskra króna) vegna uppsagnarinnar.

Hin fyrstu jól

 Frostrósir 2010

Hátíð og rólegheit

Poppdívan Britney vill vera örugg – allan tímann.

Jólastemning: Hátíðleiki, afslappað andrúmsloft, metnaður og ægifögur sviðsmynd eru orð sem lýsa Frostrósar-tónleikunum, sem fram fóru í Laugardalshöll 12. desember í fyrra og komnir eru út á dvd og geisladiski. Kunnugleg andlit syngja með flottum kórum landsins, fólki sem margt grúfir sig ofan í svartar nótnamöppurnar sínar eins og það sjái nú

Nordic Photos/ Getty Images

textann í fyrsta sinn. Svo íslenskt og sætt. Já, svona þjóðleg feimni og hlédrægni. Eivör Pálsdóttir bar af í sviðsframkomu. Það er unun að horfa á þessa færeysku drottningu. Tónleikarnir eru rólegir og líða áfram. Nema þegar þeir Stefán Hilmarsson og Friðrik Ómar syngja Jól alla daga. Þá er stuð þótt strax sé gírað niður í rólegheitin á eftir. Næstum stílbrot. En þeim fyrirgefst, enda flottir. Tvennt skyggir á verkið. Annars vegar passaði myndin ekki við textann í upphafi tónleikanna. Svo er grafíkin lítið í takt við sviðs-

myndina.

Þúsundir Íslendinga hafa notið tónleika Frostrósa ár eftir ár – já í áratug. Þeir þekkja þetta. Mynd-

diskurinn hæfir einkar vel sem dinner-tónlist í jólamatarboðum; virkilega vel – enda vel gert. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

söfnun Færeyingar þr ælsáttir við hlýhug Íslendinga

Styrktartónleikar Friðriks Ómars og Jógvans slá í gegn sýna þeim,“ segir Jógvan. Friðrik Ómar og Jógvan hafa ekki ákveðið hvar og hvenær þeir afhenda söfnunarféð og vita ekki hve mikið hefur safnast. „Nei, við erum ekki búnir að opna jólapakkann,“ segir Jógvan enda hugurinn það sem skipti máli. Og þeir hætta sér ekki til Færeyja fyrir jól. „Fara til Færeyja? Það er bara flogið

tvisvar í viku og maður hættir ekki á að komast ekki heim í Mosfellsbæinn fyrir jól,“ segir Jógvan og hlær, enda móðir hans komin til landsins og von er á föður hans. Rjúpur verða bornar á boð á aðfangadag. „Ég elska rjúpur,“ segir hann en viðurkennir þó að signa lambakjötið gefi rjúpunum ekkert eftir. „Ég ætla að reyna að útvega ræst-kjöt fyrir jólin,“ segir hann. „Það

Jólatilboð Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins

Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann

Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út.

Galdrakarlinn í Oz Miðar fyrir tvo á söngleikinn ástsæla og val um bókina eða geisladiskinn.

Plötudómar dr. gunna

Trust Me

Ímynd fíflsins

Tree of Life







Dikta

Hljómsveitin Ég

Herbertson

Tregi og tilfinningar

Stóru spurningarnar

Sjaldan hressari

Rokkbandið Dikta úr Garðabæ sló rækilega í gegn með síðustu plötu enda er hún full af grípandi rokkmolum sem grófu um sig í eyrum landsmanna. Á þessari fjórðu plötu er sem fyrr allt pottþétt faglega séð; bandið þétt, sándið slípað og söngur Hauks Heiðars góður. Bandið dvelur á tilfinningasviðinu, tóninn er tregafullur og lögin flest þung og hæg með kraftmiklum rokkkviðum inn á milli. Það eru engir augljósir smellir, nema hið rokkaða What Are You Waiting For, svo platan þarf meiri tíma en sú síðasta. Þeir sem fíla tilfinningarokkið munu gefa sér þann tíma og ekki verða sviknir af þessari ágætis plötu.

Róbert Örn Hjálmtýsson er Hljómsveitin Ég, semur og spilar meirihlutann einn og sjálfur. Á þessari fjórðu plötu er haldið áfram að þróa hina sérstæðu tónlist, sem Róbert smíðar jöfnum höndum úr tónmáli Bítlanna og Spilverksins og bætir að auki vel við frá sjálfum sér. Lögin verða sífellt betri hjá honum og skemmtilegir útúrsnúningar gera þau spennandi: Smá hefímetalkafli hér, smá blúsgrúf þar. Í textunum veltir Róbert upp ýmsum stórum spurningum um mannkyn á heljarþröm, svo þetta er konseptplata. Tónlistar-nötturum ber siðferðisleg skylda til að tékka á Hljómsveitinni Ég. Þessi plata er upplagður byrjunarreitur.

Gói og baunagrasið Miðar fyrir tvo á töfrandi ævintýrasýningu. DVD með Eldfærunum og geisladiskur með lögum úr sýningunni.

Herbert Guðmundsson og sonur hans Svanur skipa hljómsveitina Herbertson. Þeir semja flest lögin saman á meðan Herbert sér um textana. Platan er heilsteypt en lögin misgóð. Sánd og áherslur minna mikið á gullaldartímabil U2. Þetta er tignarlegt popprokk sem gott er að baða út höndunum við og snúa sér í hringi. Allskonar landsliðsmenn spila með, til dæmis Stefán Magnússon gítarleikari sem hefur komist í effektapedala The Edge og notar þá óspart. Óhætt er að segja að Herbert hafi haft gott af samstarfinu við soninn því hann hefur ekki hljómað jafn hress í áraraðir og syngur spaklega textana af öryggi. Fínt stöff.

www.lyfja.is

– Lifið heil

5.900 kr. Gómsætt leikhúskvöld 10.900 kr.

Listabraut 3 | 568 8000 | borgarleikhus.is

Tónleikar Friðriks Ómars og Jógvans hafa slegið í gegn í Færeyjum.

7.500 kr.

Gjafakort fyrir tvo og ljúffeng leikhúsmáltíð frá Happi.

Gjöf sem aldrei gleymist!

er viðbjóðslega vond lykt af þessu. En okkur finnst það best í heimi.“ Friðrik smakkaði signa kjötið fyrir nokkru en þekkir ekki rjúpnabragðið. „Í fyrsta skipti í þrjátíu ár verð ég ekki í hamborgarahrygg hjá mömmu um jólin. Ég verð hjá tengdó að borða rjúpu í fyrsta sinn. En þetta er allt spurning um sósuna. Ef hún er góð er matnum borgið.“ - gag

Original Arctic Root – vinnur gegn streitu og álagi – eflir einbeitingu, úthald og þrek

Fyrir þig í Lyfju ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 57327 11/11

S

öngvararnir Jógvan og Friðrik Ómar eru í skýjunum en viðtökur við tónleikum þeirra, sem var söfnun fyrir færeyskar björgunarsveitir, fóru fram úr björtustu vonum. Tónleikarnir, sem sjónvarpað var hér og í Færeyjum á sunnudagskvöld, hafa verið tvíendursýndir í Færeyjum. „Já, enda Færeyingar svo ánægðir með þennan hlýhug sem Íslendingar


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.