Fréttatíminn Gólfefni 011016

Page 1

HEIMILI&HÖNNUN LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016

GÓLFEFNI

Harðparketið er ódýrara og mun einfaldara að leggja því borðin eru minni og auðveldari í lagningu. Venjulegt fólk getur bara klárað þ­ etta sjálft. Júlíus Haraldsson, sölumaður í Byko.

MÁLAÐI PARKETIÐ BLÁTT Helga Guðrún gerir upp gamalt hús. 3

SVONA ÞRÍFUR ÞÚ PARKET Mikilvægt að þrífa parketið rétt til að hámarka endingu.

Með parket á veggnum Fjóla Katrín Steinsdóttir sálfræðingur tók svefnherbergið sitt í gegn á dögunum. Hana langaði í höfðagafl fyrir ofan rúmið en endaði á að láta leggja parket á allan vegginn. Fjóla Katrín er hæstánægð með útkomuna. Síða 4 Mynd | Rut

8

EKKERT MÁL AÐ GERA HLUTINA SJÁLFUR Elli og Ingvar gera upp íbúðir og leigja 8 þær út.

RYKSUGUVÉLMENNI

MEÐ NÝJU OG ENDURBÆTTU AEROFORCE 3 HREINSIKERFI • Hægt að stjórna með appi • AeroForce háþróað burstakerfi, tekur betur upp hár, ló og hnökra • Fjarlægir betur dýrahár / smáryk / óhreinindi ofl. • Dirt Detect Series 2: Endurbættur óhreininda skynjari • iAdapt 2.0 gervigreind með skynjurum sem bregðast við umhverfinu • vSLAM skráir umhverfið með myndavél svo allt sé örugglega þrifið • Þrífur öll gólf, parket / teppi / gólfdúk / flísar ofl.

iRobot 980

ht.is 7 VERSLANIR UM LAND ALLT

HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRTORGI AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500


2 GÓLFEFNI

LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016

Gólfið er grunnurinn að heimilinu Frábærar lausnir og gott verð Unnið í samstarfi við IKEA

H

já IKEA er frábært úrval plastparkets sem hentar fyrir öll heimili. Parketið hefur staðist alla staðla og er á frábæru verði,“ segir Birna M. Bogadóttir, sölustjóri í IKEA. Til að nefna verðdæmi er til að mynda hægt að fá plastparket með hlynsáferð á 675 kr. fermetrinn sem er besta verðið. Að sögn Birnu er ekkert mál að finna út úr því hvaða parket hentar hverjum og einum best. „Við erum með myndrænar upplýsingar í kaupleiðbeningum og á öllum pakkningum hjá okkur um hvaða parketi við mælum með fyrir hvert rými eftir umgangi í herberginu.“ Eins og áður sagði er boðið upp á margar tegundir plastparkets, þykktirnar eru þrjár og því hægt að velja mismunandi gæðaflokk auk þess sem hægt er að velja um 10 eða 25 ára ábyrgð. „Að auki erum við með úrval parketlista til að skilin milli gólfs og veggja séu fallegri í tveimur þykktum eftir því hversu hátt viðskiptavinurinn vill hafa listann,“ segir Birna.

Birna segir flesta ráða við að leggja IKEA parketið. „Það á að vera auðvelt að leggja nýtt gólf. Þess vegna eru öll gólfin okkar með einföldu smellukerfi. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja að sjálfsögðu alltaf. Við mælum með að það séu alltaf skilin eftir 8-10 mm bil meðfram öllum veggjum og þröskuldum til að koma til móts við breytingar á hita og rakastigi.“ „Það er til dæmis að aukast til muna að fólk sé að setja parket á veggina og við sýnum einmitt þannig lausn hjá okkur í versluninni. Það kemur ótrúlega vel út,“ segir Birna. Meðal þess sem er vinsælast þessa dagana er hvíttuð eik og fura en eikin er þó alltaf klassísk, að sögn Birnu. Hægt er að nota IKEA parket þar sem það er hiti í gólfi. Umhirða parkets skiptir máli fyrir endingu þess og líftíma. „Gott er að hafa í huga að nota alltaf filttappa undir öll húsgögn til að vernda gólf og síðan er góð hugmynd að setja mottu við inngang til að koma í veg fyrir að sandur og smásteinar berist inn,“ segir Birna.

Það á að vera auðvelt að leggja nýtt gólf. Þess vegna eru öll gólfin okkar með einföldu smellukerfi. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja að sjálfsögðu alltaf. Birna M. Bogadóttir Sölustjóri í IKEA

Gólfið eitt það mikilvægasta á heimilinu Það getur hins vegar verið auðvelt að gleyma þeirri staðreynd að það er grunnurinn að öllu heildarútliti heimilisins. Nýtt gólf skapar fallegan grunn fyrir húsgögnin og getur breytt litlausu herbergi í líflega og notalega vistarveru. Hjá IKEA fást gólfefni sem eru auðveld í umhirðu og henta smekk hvers og eins - auk þess að vera á góðu verði. Gólfin henta í öll rými, nema þar sem er mikill raki. Það er auðvelt að leggja þau og heimilið verður eins og nýtt.


GÓLFEFNI 3

LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016

Málaði ­parketið blátt Helga Guðrún er nýflutt með fjölskyldu sinni til Dalvíkur þar sem hún gerir upp gamalt hús í samvinnu við tengdaforeldra sína. Hún fór ansi djarfa leið þegar kom að því að breyta gólfi í einu herberginu. Helga Guðrún Lárusdóttir er ný­ flutt til Dalvíkur úr 101 Reykjavík ásamt manni sínum, Árna Reyni Óskarssyni, og syni þeirra, Lárusi Henrý, þar sem þau eru að gera upp gamalt hús ásamt tengdafor­ eldrum hennar. „Tengdaforeldrar mínir keyptu hús hér sem við leigjum af þeim og erum smátt og smátt að gera upp í sameiningu,“ segir Helga. Allt gólf­ efni í húsinu er þó nýlegt, nema í einu herbergi. Þar ákváðu þau að fara ansi djarfa leið og máluðu parketið blátt með sérstakri gólf­ málningu. „Bláa gólfið í fataherberginu var upprunalega mín hugmynd sem ég hætti svo við af því að Árni tók ekkert allt of vel í hana. Þegar ég sagðist svo ætla að kaupa hvíta gólfmálningu hafði honum snúist hugur og ég lét ekki segja mér það tvisvar,“ segir Helga og hlær. „Upprunalega ætlaði ég að nota skipalakk, en eftir að hafa fengið ráð hjá starfsmanni Húsasmiðj­ unnar í Holtagörðum ákvað ég að fara að ráðum hans og kaupa

frekar gólf­ málningu. Skipalakk­ ið, sem ég hafði skoðað á netinu, virtist líka frekar ein­ hæft í lita­ úrvali, en hann sýndi Helga Guðrún Lárusdóttir. mér lita­ spjald yfir gólfmálninguna sem var svo stórt að ég fékk valkvíða bara yfir bláu litunum. Ég sé því alls ekki eftir að hafa leitað ráða hjá fagfólki.“ Helga fékk svo lánaða pússvél hjá vini sínum og pússaði létt yfir gólfið áður en hún lét til skarar skríða. Þá ryksugaði hún gólfið nokkrum sinnum og veggina líka, því pússvélin skildi eftir sig mikið ryk. Að lokum skúraði hún gólfið tvisvar með vatni og ediki, lét það þorna og málaði tvær umferðir með málningunni. „Ég er hæstá­ nægð með útkomuna þó að her­ bergið sé ekki enn alveg tilbúið.“

Fallegt Bláa parketið kemur einstaklega vel út.

Eftir pússun Helga pússaði parketið og ryksugaði vel á eftir.

Skúrað Það síðasta sem hún gerði áður en hún málaði var að skúra gólfið tvisvar með vatni og ediki.

Tvær umferðir Helga málaði tvær umferðir yfir gólfið með sérstakri gólfmálningu.

Vatnsþolið korkparket!

Einstaklega einfalt að leggja!

Hentar á öll rými heimilins, 15 viðarútlit á lager. Byggingavöruverslun

Þ. ÞORGRÍMSSON & CO


4 GÓLFEFNI

LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016

Gjörbreytt svefnherbergi Fjóla Katrín og Jón Gunnar fengu Arnar Gauta Sverrisson til að hjálpa sér við að endurnýja svefnherbergið. Þau eru hæstánægð með útkomuna og sérstaklega parketlagða vegginn. Myndir | Rut

Með parketvegg í svefnherberginu Fjóla Katrín Steinsdóttir sálfræðingur tók svefnherbergið í íbúð sinni í gegn á dögunum. Fyrir var herbergið látlaust en eftir breytingar er það gjörbreytt. Parketlagður veggur fyrir ofan hjónarúmið setur mestan svip á herbergið.

S

vefnherbergið var afskaplega einfalt og látlaust fyrir breytingar og vantaði einhvern karakter í það. Okkur langaði að breyta eitthvað til en okkar fyrsta pæling var í rauninni bara stærra rúm – sem við svo fundum í Betra Bak. En svo þekkjum við snillinginn Arnar Gauta og hann var með fullt af góðum hugmyndum og þannig byrjuðu framkvæmdirnar,“ segir Fjóla Katrín Steinsdóttir sálfræðingur. Fjóla og maður hennar, Jón Gunnar Geirdal, eigandi Lemon, tóku svefnherbergið sitt í gegn á dögunum. Þau í raun gerbreyttu herberginu með hjálp Arnars Gauta Sverrissonar, hins landskunna fagurkera. Parketlagður veggur vekur sérstaka athygli eftir breytingarn-

ar. Um er að ræða plastparket úr Ikea með fallegum grásprengdum lit. Veggirnir voru svo málaðir í gráum tóni í stíl og fyrir vikið myndast mjög hlýleg stemning í svefnherberginu. Fjóla Katrín er hæstánægð með útkomuna. „Eins og með flest allt sem Arnar Gauti stingur upp á í slíkum breytingum þá heillast maður strax og hugmyndin um parketlagða vegginn heillaði okkur. Útkoman er æðisleg, herbergið er mun hlýlegra og toppurinn auðvitað þetta himneska rúm,“ segir hún. Fjóla segir að þau Jón hafi langað í rúmgafl og sú hugmynd hafi síðan þróast yfir í parketlagða vegginn. „Eftir verslunarleiðangur í hina frábæru Húsgagnahöll var bíllinn fylltur af fallegum hlutum sem hver og einn setur svo

„Útkoman er æðisleg, herbergið og mun hlýlegravitað ð toppurinn au eska n þetta him rúm“

Hlýleg stemning Parketlagði veggurinn rammar inn rýmið og gerir það hlýlegt.

sannarlega mikinn svip á herbergið. Það er afar þægilegt að finna allt á einum stað líka sem okkur þótti mikill munur. En okkur langaði líka í rúmgafl og þannig fæddist þessi hugmynd með parketlagða vegginn sem rammar inn rýmið og gerir það hlýlegt. Restin púslaðist svo út frá því – grái liturinn á veggina, ljósin flottu, svarti stiginn og kollurinn sem náttborð, klukkan stóra og aðrir smáhlutir eins og krossaveggurinn, hrafnarnir og fleira.“ Eruð þið dugleg að breyta heimilinu? Eru frekari framkvæmdir á dagskránni eða var þetta lokapunkturinn yfir i-ið? „Við erum sæmilega breytinga-glöð á heimilinu og fyrirhugaðar eru framkvæmdir á baðherbergi, stofu og endurröðun á mublum, listaverkum og smáhlutum. Íbúðin er ekki stór en við erum sífellt að leita eftir leiðum til að stórri fjölskyldu líði sem best í notalegu rými,“ segir Fjóla Katrín Steinsdóttir.

Frumlegt Kollurinn er náttborð öðrum megin og hinum megin gegnir stiginn sama hlutverki.

Flott Ýmsir smáhlutir setja svip sinn á herbergið.

Grátt Grái liturinn á veggjunum er hlýlegur og stóra veggklukkan fer ekki framhjá neinum.


Gólfefnadagar % 0 5 15 TTUR

af r u t t á l s Af RÐI E V R A Ð MÚRBÚ rð! e v t t o rg – það e

2.971

kr. m2

AFSLÁ

15%

AFSLÁTTUR

Harðparket EVEREST Hvíttuð eik verð áður 3.495

15x60 30x60 60x60

2.797 kr. m

2

VERÐ ÁÐUR KR. 3.290

25%

15%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR EUROWOOD KIPO EIK 12mm harðparket, 18,8x184,5 cm

2.971 kr. m

15%

AFSLÁTTUR

CERAVIVA 60X60

2

VERÐ ÁÐUR KR. 3.495

Vinsælasta harðparket í Evrópu 2015 Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, lau. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18

EIK NATUR

AC5

1.241 kr. m

2

VERÐ ÁÐUR KR. 1.655

CERAVIVA Tilboð gilda 22/9-15/10 2016 meðan birgðir endast - Fyrirvari um prentvillur.

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!



HARÐPARKET

Suðurlandsbraut 20

108 Reykjavík

Sími: 595 0500

www.egillarnason.is

Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15


8 GÓLFEFNI

LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016

Svona leggurðu parket Góðar ráðleggingar þegar leggja skal nýtt parket. Undirbúningur

Svona þrífurðu parketið Nauðsynlegt er að vita hvernig parket er á ­gólfunum áður en hafist er handa við þrif.

Í nýjum húsum má aðeins leggja parket þegar minnst tveir mánuðir eru liðnir síðan lagt var í plötu og búið er að setja hita á húsið. Gólfið þarf að vera þétt í sér, hreint og þurrt (gott er að rykbinda það) og einnig er áríðandi að fjarlægja allar ójöfnur af gólfinu. Ef grunur leikur á að raki leynist í gólfum skal mæla rakastigið. Ef rakastig reynist 6% eða lægra má leggja beint á undirlagið. Ef rakinn er meiri en 8% má ekki leggja ­parketið.

14mm fljótandi á undirlagi

Það er mikilvægt að þrífa parketið rétt, bæði til að hámarka endingu þess og svo það líti sem best út. Parket er ekki sama og parket og það ber að hafa í huga áður en hafist er handa við þrif. Hér eru leiðbeiningar um það hvernig best er að þrífa mismunandi gerðir af parketi.

Olíu- eða vaxborið parket

Lakkað parket

Varast skal að bleyta gólfið mikið, þurfi þess á að nota volgt vatn og þurrka jafnóðum. Best er að strjúka yfir með þurri moppu eða ryksuga.

Til þess að jafna undirlagið og draga úr fótataki skal leggja undirlag úr svampi. Parketið skal lagt þannig að það myndi samræmda heild og borðin skulu skarast a.m.k. um 50 sm. Þegar borðunum er slegið saman skal alltaf slá á tappann á borðunum. Nota skal PVAC-lím. Límið er borið á nótina. Límið má ekki festa parketið við undirlagið og ekkert lím má verða eftir ofan á parketinu. Þenslurifa með veggjum þarf að vera minnst 10 mm og parketið hvergi stíft við veggi.

Gerðu rétt

Heillímt stafaparket

Sópið eða rykmoppið eftir þörfum. Þvoið með mildu sápuvatni og þurrvindið moppuna eða klútinn. Varast ber að láta vætu liggja á lökkuðu parketgólfi. Nota má hvort heldur er vatnsuppleysanlegt bón eða vaxbón. En varast skal að bóna slík gólf oft. Ef lakkið er orðið slitið þarf að pússa gólfin upp og lakka að nýju.

Rykmoppið reglulega. Best er að nota grænsápu, þar til gerða parketsápu eða aðra feita sápu, því fitan mettar gólfborðin. Nauðsynlegt er að olíu- eða vaxbera gólfin nokkuð reglulega annars vilja þau þorna og verða mislit.

Plastparket

Ef parket er ekki þrifið rétt er hætt við að endingin verði ekki góð.

Berið límið á hæfilega stóran flöt með tenntri sköfu. Varist að nota of mikið lím (fylgið leiðbeiningum á umbúðum). Leggið fyrstu stafina

Vandasamt verk Leggja skal fyrstu stafina af varkárni og gæta þess að hvergi séu glufur milli stafa. Þær geta magnast upp þegar lengra er komið við lögnina. Mynd | Getty

af varkárni og fylgið línunum á gólfinu. Gætið þess vel að hvergi séu glufur á milli stafa í byrjun því þær geta magnast upp þegar lengra líður á lögnina. Bankið varlega á stafina með gúmmíhamri. Þannig ná þeir að bindast líminu vel. Til þess að parketið hafi pláss til að þenjast út er nauðsynlegt að hafa sentimetra bil með veggjum.

Nýlagt parket má aldrei þekja með plasti eða vatnsheldum dúk sem getur hindrað eðlilega öndun viðarins. Forðist að ganga á nýlögðu parketinu fyrr en tveim sólarhringum eftir að það hefur verið lagt. Lágmarkstími áður en hafist er handa við að slípa og lakka gólfið er 5-20 dagar (fer eftir tegund líms og parkets). Heimild: Byko.is.

RISA HAUSTTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta

www.volundarhus.is

kr. 199.900,- m/fylgihlutum

VH/16- 04

50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöðvar Flytjanda. 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga

GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður 70 mm bjálki / Tvöföld nótun

VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti.

Vel valið fyrir húsið þitt volundarhus.is · Sími 864-2400

Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is

kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum

Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði

á heimasíðunni volundarhus.is

ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum


GÓLFEFNI 9

LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016

Allt á gólfefnið á einum stað Mikið úrval í sýningarsal sem auðveldar sérpantanir til muna.

Unnið í samstarfi við Álfaborg

G

ólfefnaverslunin Álfaborg er 30 ára í ár og hefur því í 3 áratugi þjónustað Íslendinga með fyrsta flokks gólfefni. Gólfefnin eru á góðu verði, ekki síst þessa daga þegar verið er að lækka verð. „Þessa dagana erum við að lækka verð vegna gengisins. Algengt er að verð á harðparketi fari úr 2590 í 1990 fermetrinn og viðarparketið er að fara aftur niður fyrir 4000. Svo við erum að breyta og bæta og setja upp glæsilegan sýningarsal frá Tarkett hjá okkur í Skútuvoginum,“ segir Kolbeinn Össurarson, einn eigenda Álfaborgar og bætir við að sýningarsalurinn muni rúma gríðarlega mikið magn af sýnishornum frá gólfefnaframleiðandanum Tarkett. „Við erum heppin með það að Tarkett er nálægt okkur, staðsett í Svíþjóð, þannig að það er stutt að fara og afgreiðslutíminn er stuttur. Það verður því mikið um sérpantanir. Við erum að auka úrvalið mikið bæði í harð- og viðarparketum.“ Stærsta breytingin undanfarin ár í gólfefnageiranum er líklega sú að harðparketið er að taka mikið frá viðarparketinu, verðið er hagstæðara og útlitið alltaf að verða eðlilegra. Vinsælasta útlitið er hið sígilda plankaútlit auk þess sem hvíttaða útlitið er sívinsælt.

Minni tískusveiflur

„Sérhæfing okkar er að við erum með allt á gólf á einum stað; flísar, teppi, parket og dúka. Í byrjun voru við nánast bara flísaverslun en við erum alltaf að efla okkur meira og meira í öðrum gólfefnum. Ekki síst eftir að við byrjuð-

um að selja frá Tarkett sem er einn stærsti gólfefnaframleiðandi í Evrópu,“ segir Kolbeinn. Tískusveiflur verða alltaf minni í gólfefnum, að sögn Kolbeins, sem hefur verið í bransanum í fjöldamörg ár og man því tímana tvenna. „Það eru mun minni sveiflur en áður fyrr þegar það komu tímabil eins og rauða tímabilið og bláa tímabilið, núna hefur tískan verið stöðug í nokkuð langan tíma með auðvitað einhverjum breytingum.“

Teppasala stöðug

Úrval teppa er mikið í Álfaborg. Þrátt fyrir að þau séu mun minna seld á heimili en á árum áður eru þau alltaf jafn vinsæl á stigaganga og skrifstofur þar sem hljóðvistin skiptir máli. „Einnig hefur ferðamannastraumurinn sitthvað um teppasölu segja vegna hótelanna sem öll nota að sjálfsögðu gólfteppi,“ segir Kolbeinn og bætir við að mikil þróun hafi orðið í teppaframleiðslu, þau komi sum í dag með óhreinindavörn og eru þannig afar þægileg í þrifum.

Mikil þróun í dúkum

Dúkar hafa haldið velli og margir sem kjósa slík gólfefni, ekki síst vegna verðsins og þeirrar staðreyndar að ekki þarf lengur að líma alla dúka eins og áður fyrr. „Það hefur orðið mjög mikil þróun í dúkum, þeir koma núna í svokölluðum dúkaflísum sem eru lagðar eins og harðparket. Hægt er að fá útlit sem er mjög líkt viðnum en dúkarnir eru gríðarlega slitsterkir og eru því mjög heppilegt efni t.d. í atvinnuhúsnæði þar sem ágangurinn er mikill.“

Algengt er að verð á harð­ parketi fari úr 2590 ­fermetrinn í 1990 og viðarparketið er að fara aftur niður fyrir 4000. Kolbeinn Össurarson einn eigenda Álfaborgar

Kolbeinn Össurarson „Við erum að breyta og bæta og setja upp glæsilegan sýningarsal frá Tarkett hjá okkur í Skútuvoginum.“ Mynd | Rut


10 GÓLFEFNI

LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016

Slitsterkt og vandað

Planka- og flísavínyll er flott gólfefni sem ekki þarf að hafa áhyggjur af að skemmist auðveldlega. Það er slitsterkt, ­endingargott og hefur raunverulegt útlit. Það hentar sérstaklega vel á veitingastöðum, í fyrirtækjum eða hvar þar sem ekki er hægt að nota parket en sóst er eftir viðar- eða flísaútliti. Unnið í samstarfi við Harðviðarval

K

ostir planka- og flísavínyls eru margvíslegir. Hann er endingargóður, slitsterkur og hefur flott útlit,“ segir Ólafur Geir Guttormsson, sölumaður hjá Harðviðarvali. Plankavínyll er endingargott og slitsterkt gólfefni sem auðvelt er að þrífa og hentar vel á álagsvæðum hjá fyrirtækjum, á veitingastöðum, í verslunum, á stofnunum, heimilum og víðar. Plankavínyllinn hefur mjög raunverulegt útlit og vart er að sjá mun á honum og viðarparketi. „Margir hafa gengið á plankavínyl og talið sig vera að ganga á viðarparketi,“ segir Ólafur. Harðviðarval státar af einstöku

úrvali af hágæða gólfefni sem mætir kröfum um útlit og endingu eins og vínyl-gólfefnið ber merki um. Harðviðarval flytur aðeins inn gæðaefni frá vitrum framleiðendum sem eru leiðandi á sínu sviði. Til margra ára hefur planakavínyll notið mikilla vinsælda á Norðurlöndunum fyrir einstakt útlit, endingu og eiginleika. „Planka- og flísavínyll er frábær kostur, eins og við erum sífellt að komast betur að,“ segir Ólafur. Planka- og físavínyll er frábært gólfefni sem lítur mjög raunverulega útlit og þolir álag og bleytu. Það er auðvelt að þrífa það og það endist vel. „Hingað til hafa fyrirtæki og stofnanir verið meðal þeirra sem

Gæði og reynsla Harðviðarval leggur áherslu á að bjóða gæða gólfefni sem unnið er og valið er af fagfólki með áralanga reynslu að baki. kaupa planka- og flísavínyl en það eru sífellt fleiri sem eru að uppgötva kosti hans inn á heimilið,“ segir Ólafur. Slitsterkt efnið þolið mikla bleytu og annað álag sem gerir það að góðum kosti fyrir eldhús, inngang, baðherbergi, þvottahús og hvar þar sem óskað er eftir viðarútliti. Í boði eru yfir 120 mismunandi litategundir, þar af fjölmargar á lager.

Miklir möguleikar Ólafur Geir Guttormsson, sölumaður hjá Harðviðvarvali, segir úrvalið og möguleikana sem planka- og flísavínyllinn býður upp á vera óendanlegt.

Frábært gólfefni Plankavínyllinn lítur út eins og alvöru viðarparket, nema það þolir meiri bleytu og álag og er auðvelt að þrífa.

Vinsælt Planka- og flísavínyll er gólfefni sem nýtur vaxandi vinsælda, enda bæði flott í útliti og nytsamlegt.

Endingargott Ýmis fyrirtæki og veitingastaðir kjósa plankavínyl til að ná fram ákveðnu útliti án þess að eiga á hættu að þurfa að endurnýja gólfefni eftir skamman tíma.

Falleg hönnun Mikill metnaður hefur verið lagður í að ná raunverulegu útliti á planka- og flísavínyl þannig að vart má sjá mun.


VANDAÐU VALIÐ

Krókhálsi 4

Sími 567 1010

Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18

110 Reykjavík

www.parket.is

og lau kl. 11–15


12 GÓLFEFNI

LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016

„Sixties“ flísar að koma aftur Úrval parkets og flísa yfirgripsmikið í BYKO.

Unnið í samstarfi við BYKO

H

arðparketið eru númer 1, 2 og 3. Þetta er orðið 65-75 % á móti viðarparketinu,“ segir Júlíus Haraldsson, sölumaður í BYKO. „Harðparketið er ódýrari kostur og mun einfaldara að leggja því borðin eru minni og auðveldari í lagningu. Venjulegt fólk getur bara klárað þetta sjálft,“ segir Júlíus og bætir við að það sé einnig harkan sem fólk sækist eftir. „Það er þá alveg sama hver ágangurinn er, háir hælar í partíum, sandur, hundar og dót barnanna, það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, ekkert ó, ó og æ, æ þegar börnin eru að leika sér.“ Viðurinn er þó það eina sem kemur til greina hjá ákveðnum hópi fólks og þá er það frekar eldri viðskiptavinir, að sögn Júlíusar. „Við erum líka með mjög gott úrval þar. Við tökum frá einum aðila sem þjónustar okkur mjög vel.“ Það nýjasta í viðarparketi hjá BYKO er fiskibeinamynstur sem hægt er að brjóta upp með langfjölum og hanna þannig mynstrið eftir smekk. „Grái tónninn er mjög vinsæll í parketinu og margir gráir

tónar í boði. Þar á eftir kemur hinn klassíski viðarlitur, það er alltaf ákveðin íhaldssemi í gangi enda vill fólk að útlitið standist tímans tönn.“

Flísalögð hús að koma aftur

Úrval flísa í BYKO er yfirgripsmikið og úrvalið eykst frá degi til dags. „Við erum með mikið úrval flísa sem hægt er að nota bæði inni og úti. Þetta eru vandaðar flísar í mörgum þykktum og stærðum. Flísarnar sem við erum að setja utan á hús eru mjög frostþolnar. Við erum með kerfi úr flekum sem sett er utan á húsin og flísunum smellt á. Síðan er að færast í aukana að líma flísarnar beint á húsin. Þegar flísarnar eru settar á flekana loftar meira um þær en ef þær eru límdar er hægt að setja þær mjög þétt,“ segir Júlíus. Flísuð hús hafa verið í lægð um nokkurra ára skeið en eru nú að koma aftur af krafti.

Fólk orðið kaldara við val á flísum

Tískan í flísum innandyra hefur líklega aldrei verið eins fjölbreytt og nú. „Við erum að breyta til með ýmsum áferðum og gerðum á inniflísunum. Við erum með fjöl-

breytta flóru, það er kominn meiri tónn í flísarnar og meiri áferð og persónuleiki; ekki bara slétt grátt og hvítt eins og hefur verið þó að það sé líka tekið með.“ Í þessu samhengi nefnir Júlíus „sixties“ flísarnar sem eru að koma afar sterkar inn. „Fólk er að taka þær á einn vegg eða eina rönd, kannski bara eina flís. Sumir taka gráa og hvíta tóna og svo kannski bara eina öðruvísi flís á vegginn. Til dæmis þar sem á stendur New York eða Róm og svo er mynd af borginni, svo það er auðvelt að láta sig dreyma,“ segir Júlíus. „Fólk er orðið kaldara og við höfum gaman af því. Einnig ráðleggjum við fólki með það hvernig það getur lagt stærðir saman, notað sama stíl af flísum í mismunandi stærðum. Í bæklingnum, sem er fáanlegur hérna hjá okkur, er sýnt hvernig hægt er að gera þetta án þess að það verði yfirdrifið. Það er millivegurinn sem gildir, að útlitið eldist vel án þess að vera alveg hlutlaust.“ Birgjarnir sem BYKO skiptir við eru með vönduðustu vöruna sem völ er á miðað við verð og því er hægt að ganga að gæðunum v­ ísum.

Fjölbreytt úrval Úrval flísa og harðparkets í BYKO er yfirgripsmikið og úrvalið eykst frá degi til dags.

Júlíus Haraldsson „Harðparketið er ódýrari kostur og mun einfaldara að leggja.“


LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016

„Sixties“ flísar „Fólk er að taka þær á einn vegg eða eina rönd, kannski bara eina flís. Sumir taka gráa og hvíta tóna og svo kannski bara eina öðruvísi flís á vegginn.“

GÓLFEFNI 13


14 GÓLFEFNI

LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016

Ekkert mál að gera hlutina sjálfur Elli og Ingvar hafa gert upp tvær íbúðir og byggt einn sumarbústað sem þeir leigja út til ferðamanna. Þeir kunnu ekki mikið til verka þegar þeir byrjuðu en að ákváðu að láta slag standa og sjá ekki eftir því. Elli og Ingvar hyggja á frekari framkvæmdir á næstunni.

V

ið kaupum eignir í niðurníðslu og setjum mjög mikla ást í þær,“ segir Erlingur Örn Hafsteinsson sem ásamt félaga sínum, Ingvari Þór Gylfasyni, fást við að gera upp fasteignir og leigja þær út til ferðamanna. Þeir félagar vöktu verðskuldaða athygli á dögunum þegar gerðir voru netþættir um þá á vefsíðunni Nútímanum. Þar var fylgst með því þegar þeir gerðu upp litla kjallaraíbúð í Hlíðunum, allt frá því þeir hófust handa með sleggjur að

Praktískt Þessi fallega rennihurð lokar af eitt rými í íbúðinni. Mynd | Hari

vopni og þar til íbúðin var tilbúin til útleigu. Þættirnir voru bráðskemmtilegir enda voru félagarnir léttir á því en um leið sýndu þeir að það er hægt að gera hlutina sjálfur. Elli og Ingvar voru síður en svo reyndir þegar þeir byrjuðu að brasa við smíðar sjálfir. „Við byggðum fyrst sumarbústað. Eða réttara sagt keyptum við okkur sumarbústaðaland og fyrst um sinn vorum við bara að búa til læki á landinu og gróðursetja tré. Svo fengum við fyrstu sendinguna af efni 17. júní 2014 og smíðuðum bústaðinn á níu mánuðum, fram til 11. mars 2015 þegar fyrstu gestirnir komu,“ segir Elli. Þeir voru þó sannarlega ekki í fullri vinnu við smíðarnar heldur tóku sumarfrí sitt í dagvinnunni út sem langar helgar. „Sumarfríið var alltaf föstudagur í hverri viku þannig að við brunuðum upp eftir á fimmtudögum og smíðuðum alla helgina. Við gerðum voða lítið annað en að smíða bústaðinn í átta eða níu mánuði,“ segir Elli. Að íslenskum sið luku þeir við sumarbústaðinn daginn áður en fyrstu gestirnir komu. „Við vorum bara að sópa út sagi og setja hurðarhúna á. Svo þurfti að búa um rúmin og slíkt og við vissum ekkert hvað við vorum að gera þar. Fyrstu gestirnir voru tvö pör af Indverjum og það klikkaði ýmislegt. Það brotnaði rúða og var sag úti um allt. Við brunuðum bara upp í bústað og gáfum þeim lambalæri og rauðvín,“ segir Elli og hlær. Þessi bústaður varð upphafið að mikilli framkvæmdagleði sem ekki sér fyrir endann á. Þeir keyptu aðra sumarbústaðalóð í byrjun þessa árs og stefnan er sett á að byggja bústað á næsta ári. Í millitíðinni vantaði verkefni og þeir festu kaup á 27 fermetra ósamþykktri íbúð í Blönduhlíð. Íbúðin var í raun eitt herbergi, klósett og tvær geymslur og ástandið var vægast sagt hörmulegt. „Hún kostaði í kringum tíu og hálfa milljón

Hressir framkvæmdamenn Ingvar Þór Gylfason og Erlingur Örn Hafsteinsson hafa gert upp tvær íbúðir á þessu ári og leigja þær út til ferðamanna. Áður höfðu þeir byggt sumarbústað til sömu nota. Mynd | Hari

og var ógeðsleg. Við þurftum að fara inn og rífa allt. En okkur langaði að gera eitthvað og urðum að finna leið til að auka tekjustreymið svo þetta hentaði okkur vel.“ Nú í vikunni voru þeir Elli og Ingvar að ljúka við að gera upp aðra íbúð sem þeir ætla að leigja út til ferðamanna. „Við sjáum tækifæri í að kaupa eignir í niðurníðslu, gera þær geðveikar og leigja út til ferðamanna. Þetta eru eignir sem enginn vill. Þessi íbúð sem við vorum að klára á Bragagötu var búin að vera á sölu í tíu mánuði.“ Íbúðin á Bragagötu er rétt um 65 fermetrar að sögn Ella. Hún er á jarðhæð en með stóru herbergi í kjallara. „Þetta var upphaflega einbýlishús sem var byggt 1930 en var seinna skipt upp í íbúðir. Þá endaði jarðhæðin með geymsluna sem var teiknuð fyrir allt húsið. Það er

danskar

innréttingar

í öll herbergi heimilisins

Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum, geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými.

sterkar og glæsilegar Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

herbergið í kjallaranum sem við breyttum í flottasta sjónvarpsherbergi í Reykjavík. Það var eiginlega eina leiðin því lofthæðin er ekki nema tveir metrar og ekkert vit í öðru en að hann rýmið til að sitja í því! Við gerðum geðveikt flotta lýsingu þarna, veggfóðruðum með kvikmyndaplakötum og settum upp 65 tommu sjónvarp og heimabíó. Rennduð þið alveg blint í sjóinn eða höfðuð þið eitthvað verið að smíða áður? „Ég hafði unnið við smíðar áður en Ingvar hafði ekki jafn mikla reynslu. Við fórum bara í þetta og vorum duglegir að hringja og leita ráða, við þurftum að spyrja út í fullt af hlutum. Til dæmis gluggarnir í bústaðnum, við þurftum að taka alla nema einn út aftur eftir að við settum þá í því þeir voru skakkir. Þetta var „learn by doing“, við lærðum þetta bara á leiðinni.“ Eruð þið þá fullnuma? „Nei, en við erum orðnir sæmilegir. Og verðum alltaf betri og betri. Við hringjum ennþá og leitum ráða en núna eftir því sem umstangið eykst fáum við meira af iðnaðarmönnum með okkur. Í Lýsing Þessi skemmtilegu ljós eru í stiganum á leið niður í sjónvarpsherbergið í kjallaranum. Mynd | Hari

Smekklegt Nýjasta verkefni þeirra er íbúð á Bragagötu. Þeir hönnuðu sjálfir útlitið og sáu að mestu um framkvæmdirnar. Mynd | Hari

þessari íbúð fengum við til dæmis fyrst múrara til að flísa. Þannig verður þetta, við munum eflaust verða duglegri að fá iðnaðarmenn en við hönnum alltaf sjálfir ­útlitið.“ Elli segir að markaðurinn fyrir húsnæði fyrir ferðamenn sé þannig að næg tækifæri séu enn til staðar. „Það er engin samkeppni, það leigist allt út. En þegar samkeppnin kemur þá erum við tilbúnir og verðum bara með flottar eignir. Við erum með margar hugmyndir og næsta ár verður svakalegt. Þá ætlum við að byggja annað sumarhús og kannski að ná þremur íbúðum. Við vitum vel að við erum ofvirkir,“ segir Elli sem er kominn í fulla vinnu við fyrirtæki þeirra en Ingvar er enn í fastri vinnu meðfram.


Snúran hefur stækkað

Verið velkomin í nýja & endurbætta verslun

Fuss P15 teppi 26.900 kr Oyoy Pearl teppi 18.900 kr

Reflections kristalskertastjakar verð frá 29.900 kr

Fuss plusminus púði 100% new wool 12.990 kr

Semibasic velúrpúði 10.900 kr

Finnsdottir Alba kertaluktir 3.150 kr

Semibasic klútar 100% bómull 950 kr

Raumgestalt eikarbretti

Semibasic bómullarteppi 16.900 kr

Mette Ditmer Cubic teppi 10.900 kr

Mette Ditmer handklæði verð frá 1.690 kr

Design by Us Polish ljós lítið 39.900 kr - stórt 89.900 kr

Design by Us Ballroom ljós lítið 39.900 kr - stórt 89.900 kr LA Bruket ilmkerti 45 klst brennsla 7.990 kr

Lentz karamellur 1.150 kr

Snúran Síðumúli 21 - 108 Rvk snuran@snuran.is - 537 5101


2

m

/ 9 kr

8 i Sanssouci 4 . 4 lank rp Eika 53 1 7 14

2

m kr/ k

89i Savory Oa 4 . 4 lank rp Eika 54 1 7 14

2

m

/ 0 kr

9 i Columbia 9 . 3 lank rp Eika 52 1 147

o 9 3.9planki Viterb r Eika 50 1 7 14

2

m kr/

89strela Pine 4 . 4 ki E n rpla Eika 55 1 147

HARÐPARKET hágæða harðparket - ótrúlegt verð og 25 ára ábyrgð! - 12 mm, hágæða harðparket. - mjög einfalt að leggja - framúrskarandi ending - 25 ára verksmiðjuábyrgð m.v. heimilisnotkun

4.489 kr/m

2

Eikarplanki Tivoli 147151

Fáðu góð ráð hjá Ingólfi í gólfefnadeild Húsasmiðjunnar í Skútuvogi

Byggjum á betra verði

2

m

/ 0 kr

w w w. h u s a . i s


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.