12 12 2014

Page 68

M e s t s e l d a u n g l i n g a b ó k i n !

1

UNGMENNABÆKUR

68

fjölskyldan

Helgin 12.-14. desember 2014

 Jólask apið uM helgina

Jól í Þjóðminjasafninu og ráðhúsinu Heimsókn jólasveinanna í Þjóðminjasafnið er löngu orðin fastur liður á aðventunni en þeir mæta alla daga klukkan 11. Auk þess munu Grýla og Leppalúði láta sjá sig um helgina. Á fyrstu hæð safnsins hefur verið sett upp jólasýning út frá bókinni Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Bókin segir frá aðventunni í Gröf og hafa safnkennarar unnið ratleik um safnið út frá sýningunni. Meðal annars eru þar gömul leikföng eins og leggir, skeljar og völur ásamt nútíma útgáfu af jólahúsinu í Betlehem sem börnin geta

sjálf raðað upp. Á þriðju hæð safnsins er svo hægt að upplifa jólin eins og þau birtust í stofum landsmanna á sjötta áratug síðustu aldar. Alla daga aðventunnar geta börn lagt leið sína á jólaverkstæði ráðhússins og fengið efni til að föndra sitt eigið jólaskraut, tekið það með sér heim eða hengt það upp á vegg í salnum. Aðstoðarmaður jólaverkstæðisins mun verða börnum til aðstoðar. Verkstæðið verður opið frá 12 til 18 um helgina. -hh Jólasveinarnir heimsækja Þjóðminjasafnið alla daga fram að jólum klukkan 11.

1.12.–7.12.2014

Gott skipulag foreldra getur ráðið úrslitum um farsæld jólanna

Áttu vini í Börnin fara að hlakka til... M útlöndum? FLOTTAR LÉTTAR BÆKUR SEM SMELLPASSA Í JÓLAPAKKANN

1. Metsölulisti Eymundsson Landkynningarbækur. Vika 49

2. Metsölulisti Eymundsson Landkynningarbækur. Vika 49

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

yrkur að morgni og myrkur þegar fjölskyldan kemur heim í lok vinnu- og skóladags. Stórhríð og frost með tilheyrandi ófærð og fingraloppnir foreldrar skafa mestu klakabrynjuna af fjölskyldubílnum. Auðvitað án þess að hafa gert ráð fyrir aukamínútunum sem veðurguðirnir krefja okkur um þegar þeim býður svo við að horfa. Þetta einstaka par skammdegis og vetrarveðurs mætir í desember hvort sem okkur líkar það betur eða verr og við fáum engu um það ráðið. Þá gildir ekkert nema æðruleysið. Hins vegar hafa foreldrar val um flest annað í lífi fjölskyldunnar í þessum myrkasta mánuði ársins. Það er val hvort streita fái að dafna á heimilinu eða hvort við öndum djúpt og kveikjum á kertum í stað þess að bölva myrkrinu. Það er val hvort við veifum kreditkortinu í verslunarmiðstöðvum eða bökum smákökur í jólapakkann. Það er val hvort þurfi raunverulega að kaupa jólaföt ef fjölskyldumeðlimir eiga hvort sem er ágætisheiMur barna fatnað og ég fregnaði að sá hinn frægi jólaköttur hafi orðið úti árið 2007. Það er líka algjört val hvort þurfi að þrífa í öllum herbergjum og hornum – og bílskúrnum sem er fullur af hlutum hverra örlög við höfum ekki geta ákveðið til þessa. Hvílíkt frelsi sem er í boði frá álagi og fjárútlátum og ég reikna með að flest börn myndu fagna því að losna undan innkaupaferðum og stórfelldum tiltektar- og þrifaaðgerðum. Hver sagði forðum að betri séu óhreinindi í hornum en hreint helvíti? Er ekki nokkuð til í þeirri staðhæfingu? Síðan er ýmislegt sem börn myndu velja í desember án þess að hika. Þau kjósa bakstur með fjölskyldunni með jólatónlist í bakgrunninum, föndur til að gefa eigin jólagjafir og kósíkvöld og kakó með fjölskyldumynd sem endar vel. Gleymum ekki Margrét samvinnu allra í jólatrésstússinu hvort sem fjölskylduhefðin er margnota tré úr geymslunni, aðkeypt grenitré, jarðlæg birkigrein úr garðinum eða bara jólaljós á Pála stærsta stofublómið. Og jólaskrautið, hvert eitt og einasta barn vill skreyta og þeim Ólafsdóttir mun meira, þeim mun betra. Allt þetta skemmtilega sem við gerum bara í desemritstjórn@ ber skapar tilbreytinguna sem verður í huga barnanna okkar táknmynd jólanna og hvernig fjölskyldan „mín“ heldur jól. Sem sagt, val foreldra núna í desember verður frettatiminn.is hefð næstu kynslóðar. Ögurstundir eru svo hátíðisdagarnir sjálfir og ekki hvað síst aðfangadagskvöldið sjálft. Gleði og tilhlökkun geta auðveldlega umbreyst í vonbrigði og sárindi þegar spenna og þreyta setja ungviðið á yfirsnúning. Það er nefnilega svo ógn erfitt að vera lítið barn með stórar væntingar. Gott skipulag foreldra getur þá ráðið úrslitum um farsæld jólanna. Skiptum verkum og setjum einn fullorðinn á barnavaktina til að fara út og hreyfa mannskapinn ærlega til að losa um spennu. Takið endilega öll upp einn vel valinn pakka fyrir matinn til að taka ögn hrollinn úr þeim áhugasömustu og það er gott að geyma eftirréttinn þar til seinna um kvöldið. Ef pakkaflóðið er mikið, er sjálfsagt að geyma nokkra til að taka upp á jóladag því í ofgnóttinni minnkar gleðin yfir hverjum og einum. Svo er heillandi tilhugsun að fjölskyldan geri eitthvað fleira saman heldur en að borða og opna pakka á þessu hátíðarkvöldi. Því ekki að syngja, ganga saman kringum jólatréð, leika leiki og spila gott fjölskylduspil eða bara lönguvitleysu? Það er samveran og tilbreytingin sem gefur hátíðinni merkingu. Svo skulum við muna að í desember fjölgar uppalendum á hverju barnaheimili um þrettán þegar vaskir jólasveinar arka til byggða, einn og einn í senn og blanda sér af afli inn í heimilislífið. Ef einhver þeirra rekst á þennan pistil, ráðlegg ég þeim eindregið að hafa hemil á gjafmildi sinni og sýna aðgát. Litlar og látlausar gjafir í skóinn eru stórfínar, mandarínur, smákökur, tannbursti eða sokkapar gleður og ekki síður bréf frá sveinka. Munið líka, kæru bræður, að standa við orð ykkar og kröfu um góða hegðun og prúðmennsku á heimilinu. Börn eru stórgáfuð og vita hvenær þau eiga skilið að fá hráa kartöflu – og hvenær ekki.

Ef pakkaflóðið er mikið, er sjálfsagt að geyma nokkra til að taka upp á jóladag því í ofgnóttinni minnkar gleðin yfir hverjum og einum.

Hver sagði forðum að betri séu óhreinindi í hornum en hreint helvíti?


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.