
1 minute read
Hafnarfjarðar
Hlaupi Dag
Drekaskátar, flestir 89 ára, fjölmenntu á Drekaskátamót á Úlfljótsvatni um liðna helgi. Stærsti hópurinn kom úr Skátafélaginu Hraunbúum en hafnfirsku skátarnir voru nær allir á sínu fyrsta ári í skátastarfi og spennan var mikil. Tóku skátarnir þátt í fjölbreyttum verkefnum með skátum úr öðrum félögum. Hraunbúarnir komu sér upp glæsilegri tjaldbúð þar sem þau undu sér vel við að tálga og syngja hin ýmsu skátalög. Stolt höfðu þau komið sér upp tjöldum með smá aðstoð áhugasamra foreldra. Spenningurinn fyrstu nóttina var mikil enda voru margir hinna ungu skáta að gista í fyrsta sinn ein í tjaldi, langt frá foreldrum sínum og voru sum komin á fætur um miðja nótt. En laugardagurinn var viðburðarríkur, mikið gengið og leikið svo seinni nóttina sváfu allir þar til þeir voru vaktir með gítarspili kl. 8.
Advertisement
Það voru þreyttir en ánægðir krakkar sem pökkuðu saman á sunnudeginum eftir að hafa gætt sér á kjötsúpu og eldbökuðum pítsum. „Skemmtilegasta helgi lífs míns,“ sagði einn skátinn.
Opið á sunnudögum
Frjálsíþróttadeild FH stendur í dag fyrir fyrsta Hafnarfjarðarhlaupinu, 10 km götuhlaupi sem hefst kl. 20 í dag. Eru bæjarbúar hvattir til að vera við hlaupaleiðina og hvetja hlauparana sem koma víða að. Hlaupið verður frá Thorsplani og suður Strandgötu, um Suðurgötu, Lækjargötu, Tjarnarbraut, Álfaskeið, Helluhraun, Hjallahraun, Breiðvang, Norðurvang, Garaðahraunsveg, Garðaholtsveg, Garðaveg, Herjólfsgötu, Vesturgötu og aftur að Thorsplani.
Reikna má með að þeir hröðustu klári á rúmum 30 mínútum en að þeir síðustu verði að koma í mark um klukkustund síðar.
Verkfall á
Sundst Um
Verkfall félaga í Starfsmannafélagi
Hafnarfjarðar lamar starfsemi sundstaða í bænum um óákveðinn tíma á meðan ekki semst en BSRB fer með samningsumboð félagsins og Samband íslenskra sveitarfélag fer með samningsumboð Hafnarfjarðarbæjar. Deilan virðist í hörðum hnút en aðallega er nú deilt um upphafstíma nýs samnings sem BSRB vilji að verði sambærilegur og hjá öðrum í sambærilegum störfum.
Veitingahúsið Krydd í Hafnarborg er nú opið á sunnudögum frá hádegi og sagði Örn Guðmundsson að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og mikið að gera.
Nýjar sýningar
Á hafi kyrrðarinnar er yfirskrift nýrrar sýningar í Hafnarborg þar sem verða sýnd bæði ný og eldri verk þar sem Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson tvinnar saman aðferðum vefnaðar og málaralistar auk útsaumsverka, nýrra blekteikninga og vatnslitaverka.
Hikandi lína er yfirskrift sýningar Elísabetar Brynhildardóttur þar sem hún fjallar um tímann, tilfinninguna og skynjunina að baki teikningarinnar og þeirri aðgerð að teikna.
Mozart við júnísól
Tónleikar Camerarctica á Björtum dögum verða sunnudaginn 11. júní kl. 21 í Fríkirkjunni. Það eru klassískir sumartónar sem hljóma á þessum tónleikunum Camerarctica á bjartasta tíma ársins.
Ókeypis er fyrir nemendur en miðasala er á tix.is

