1 minute read

90 útskrifuðust frá Flensborg Þreyttu hjólapróf

Verkefni að hollenskri fyrirmynd

VSB verkfræðistofa og Samgöngustofa hafa sett saman hjólapróf fyrir nemendur í grunnskólum og 6. bekkur í Öldutúnsskóla var fyrsti hópur til þess að taka prófið. Krakkarnir tóku skriflegt próf þar sem þau svöruðu 20 spurningum um umferðarreglur hjólreiðafólks. Í verklega prófinu var kannað hvort þau myndu eftir þessum reglum þegar þau hjóluðu um 2ja km leið þar sem þau fóru í gegnum ákveðnar þrautir.

Advertisement

upp sjálftraust hjá krökkunum til þess að ferðast um á reiðhjóli. Að prófi loknu útskrifast krakkarnir með hjólaskírteini.

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði 27. maí sl. 90 nemendur af fimm brautum skólans; 8 af félagsvísindabraut, 24 af raunvísindabraut, 7 af viðskipta­ og hagfræðibraut, 5 af starfsbraut og 46 af opinni braut. 35 þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans.

Hæstu einkunn hlaut Krummi Týr Gíslason með 9,88 og Erla Rúrí Sigurjónsdóttir var semidúx Flensborgarskólans með einkunnina 9,86.

Í ræðu sinni sagði skólameistari um hugmyndir um sameiningu Tækni­ skólans og Flensborgarskólans að ef aðgerðirnar snérust um hagræðingar þá megi benda á þá hagræðingu sem felist í því að sameina ekki Flensborgarskólann við Tækniskólann.

„En með minni nýbyggingu Tækniskólans sparast um 4­5 milljarðar. Þar með biði Flensborgarskólinn betur en fjármálaráðuneytið og þannig geti ráðherra barna­ og menntamála komið til móts við breyttar áherslur í menntamálum almennt og stutt betur við skólaþjónustu.“