1 minute read

Vöruúrvalið eykst stöðugt í Firði

Það eru umbótatímar í Firði, framkvæmdir við stækkun verslunarmiðstöðvarinnar eru hafnar og á næstu árum má búast við stóraukinni starfsemi í verslunarmiðstöðinni með komu Bókasafns Hafnarfjarðar og fleiri aðila.

Úrvalið fyrir börnin stóraukið!

Advertisement

Leikfangaland

Ein stærsta leikfangaverslun landsins, Leikfangaland, býður upp á fjölbreytt úrval af leikföngum fyrir ýmsan aldur. Verslunin hefur notið mikilla vinsælda í Firði og netverslunin leikfangaland.is hefur einnig notið sífellt aukinna vinsælda.

Leikfangaland er fjölskyldufyrirtæki sem er rekið af alúð af fólki sem hefur langa reynslu af verslun með leikföng.

Verslunarmiðstöðin fær betri tengingu við Strandgötuna sem vonandi verður til að efla þessa aðal miðbæjar­ verslunargötu bæjarins. Fjörður verður enn fjölskylduvænni staður en hann er þegar í dag.

Lindex

Nýjasta verslunin í Firði er Lindex sem opnuð er í dag, fimmtudag á jarðhæðinni en þetta er 9. verslun Lindex en hinar verslanirnar eru í Reykjavík,

Kópavogi, Reykjanesbæ, á Selfossi, Egilsstöðum og Akureyri. Lindex býður upp á föt og fylgihluti fyrir konur, snyrtivörur og föt fyrir börn upp í 14 ára aldur.

Mikið úrval er af leikföngum í Leikfangalandi á 1. hæðinni í Firði

Reykjavík Design

Verslunin MiniMi var opnuð í Firði á síðasta ári með vandaða vagna og kerrur fyrir börn og ýmsa fylgihluti. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og úrvalið af barnavörum hefur aukist mikið síðan þá. Fyrirtækið hefur nú sameinast Reykjavík Design í rúmgóðu húsnæði á

2. hæð í Friði og verður nýtt heiti á versluninni kynnt á næstunni. Veróníka Von Harðardóttir stofnandi leggur metnað í að bjóða vandaðar vörur og auk vagna og bílstóla má fá ýmislegt í barnaherbergið, fatnað og fjölbreyttar vörur fyrir börn.

Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason

Ritstjórn og auglýsingar: sími 896 4613 fjardarfrettir@fjardarfrettir.is

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Póstdreifing

ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866