
1 minute read
Hvert fóru um 112.000 lítrar af díselolíu?
Það olli fjölmörgum íbúum í vesturbæ Hafnarfjarðar óþægindum þegar megna olíulykt lagði úr niðurföllum í húsum þeirra. Leið langur tími þar til niðurstaða komst í málið og voru margir óhressir með það sem þeim fannst áhugaleysi yfirvalda.
Dísilolía er léttari en vatn og ætti því að fljóta á sjónum
Advertisement
En svo kom í ljós að 111112 þúsund lítrar af dísilolíu hefðu lekið frá bensínstöð Costco í Garðabæ og í fráveitukerfi Hafnarfjarðar. Hafði lekinn staðið yfir í nokkurn tíma en enginn virðist hafa tekið eftir olíubrák við enda útrásar skolpkerfis Hafnar fjarðar. Þó er dísilolía léttari en vatn og flýtur vel ofan á en hún gufar einnig hratt upp.
Margir hafa furðað sig á því hvers vegna olía frá bensínstöð í Garðabæ rati í skolpkerfi Hafnarfjarðar en þá er þetta þjónusta sem Hafnarfjarðarbæ hefur veitt Garðabæ en var sagt upp 1. september sl. með árs fyrirvara. Garðabær hefur greitt 12 milljónir kr. á ári fyrir þessa þjónustu en Hafnarfjarðarbær innheimtir af hafnfirsku húsnæði rúmlega 800 milljónir kr. árlega.
Þessa olíubrák mátti sjá í Hafnarfjarðarhöfn sl. föstudag en tengist á engan hátt leka úr bensínstöð Costco.