1 minute read

Lækka álagningarprósentu fasteignaskatts sem þó hækkar

Gert er

ráð fyrir að lækkun skili

Advertisement

Eigendur íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði munu á næstunni fá sérstaka lækkun á fasteignasköttum miðað við áður útgefna álagningu. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir reyndar að þetta sé viðbótarlækkun á fasteignagjöldum en fasteignaskattar hækkuðu á íbúðarhúsnæði um rúm 27% skv. fyrri álagningu.

ÚR 0,246% Í 0,223%.

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ er þetta sagt til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats. Þetta sé í samræmi við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að lækka fasteignagjöld að meðaltali í bænum til mótvægis við hækkun fasteignamats, að teknu tilliti til verðlagsþróunar.

„Í framhaldi af útsendingu álagningar fasteignagjalda í byrjun árs kom í ljós að útreikningar reyndustu ekki réttir, þannig að markmið með lækkun fasteignagjalda skilaði sér ekki að fullu til íbúa.“

Þetta er sagt verða leiðrétt og eigendur íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði fái að fullu að njóta lægri fasteignagjalda á

sér til eigenda íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði frá og með apríl 2023

skilaði sér ekki að fullu til íbúðaeigenda vegna mistaka við útreikning álagningar, er lagt til að gjöldin verði nú leiðrétt sem því nemur. Tillagan felur í sér að álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði fer úr 0,246% í 0,223%.“ þessu ári í samræmi við loforð meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar

Þessi tillaga var samþykkt samhljóða og vísað til samþykktar í bæjarstjórn en fundur hennar var í gær eftir að blaðið fór í prentun.

„Við ákváðum að lækka álagningu fasteignagjalda í Hafnarfirði verulega til þess að koma til móts við umtalsverða hækkun fasteignamats,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í tilkynningu.

HÆKKAR ÞÁ UM 15,6%

Milli Ra

Við þessa lækkun á álagningu verður hækkun fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði þá 15,6% að jafnaði milli áranna 2022 og 2023 en hefði verið 27,5% skv. gögnum sem lögð voru fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku ef álagningarprósentan hefði verið óbreytt.

Lóðarleiga hækkar þó um 24,8% á milli ára en álagningarprósenta hennar lækkar ekki.

Lj St Or Alag

Í samþykkt bæjarráðs segir: „Þar sem komið hefur í ljós að markmið meirihlutans um lækkun fasteignagjalda

Í frétt á síðu Hafnarfjarðar segir hins vegar „Breytingin á fasteignasköttum var tekin fyrir á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í dag og máli vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar miðvikudaginn 1. mars. Gert er ráð fyrir að lækkun skili sér til eigenda íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði frá og með apríl 2023. Þeir íbúðarhúsaeigendur sem greiddu fasteignagjöldin með eingreiðslu í upphafi árs fá endurgreiðslu og er unnið að tæknilegri útfærslu.“

Þetta orðalag vekur spurningar hvort lækkunin gildi ekki fyrir allt árið eða hvort þeir sem þegar hafa greitt fyrstu greiðslu fái leiðréttingu.

Fjölbreytt viðburðadagskrá í Hafnarborg

Eiríkur Smith: Án titils – 11. mars kl. 13 Hlynur Hallson flytur erindi

Bernadett Hegyi Hádegistónleikar – 7. mars

ASA Tríó & Jóel Pálsson Síðdegistónar – 14. apríl kl. 18

Leiðsögn um Ósýndarheima Sjónarhorn – 19. apríl

Ritaðar myndir og texti í myndlist Sjónarhorn – 17. maí kl. 14

This article is from: