Fitnessfréttir 1.tbl.2010

Page 24

HEILSU

PUNKTAR www.fitness.is

brún hrísgrjón draga úr hættunni á sykursýki 2 Hvít hrísgrjón eru mun meira unnin en brún. Brúnu hrísgrjónin eru brún vegna þess að ekki er búið að taka ytra hismið af þeim eins og þeim hvítu. Nú benda rannsóknir til þess að þeir sem borða brún hrísgrjón séu í minni hættu gagnvart sykursýki 2 heldur en þeir sem borða hvít hrísgrjón. Brúnu hrísgrjónin innihalda meira af vítamínum, trefjum og steinefnum. Þessi efni eru hinsvegar nánast horfin þegar hrísgrjónin eru orðin hvít sökum þess að þau hverfa í vinnsluferlinu. Rannsóknin sem hér er vísað í fór fram í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum og náði til tæplega 200.000 karla og kvenna. Fólk sem borðaði fimm skammta af hvítum hrísgrjónum á viku var í 20% meiri hættu á að fá sykursýki heldur en þeir sem borðuðu minna en einn skammt á mánuði. Hættan á að fá sykursýki minnkaði um 11% ef menn borðuðu tvo eða fleiri skammta af brúnum hrísgrjónum á viku. Niðurstöðurnar bentu til þess að skynsamlegt væri að draga úr hættunni á sykursýki 2 með því að skipta á hvítum hrísgrjónum og brúnum.

Kolvetni gefa strax kraft Í hámarksátökum þegar líkaminn er að gefast upp gefa kolvetni viðbótarkraft um leið og þau berast í munninn. Samkvæmt rannsókn við Háskólann í Auckland á Nýja Sjálandi jukust taugaviðbrögð vöðva um 30% hjá fólki sem komið var að niðurlotum vegna æfingaálags. Viðbrögðin skiluðu sér samstundis og kolvetnin voru komin í munninn. Gerður var samanburður við lyfleysu (gervi-kolvetni) sem skilaði engum árangri. Kolvetnin auka heilaboð til vöðva sem aftur eykukr árangur hjá þeim sem eru að niðurlotum komnir. Líkamsræktarfólk gæti haft gagn af að fá sér kolvetni (sykur) skömmu áður en æfing er tekin eða prófað að setja eitthvað í munninn og spíta því eftir stutta stund. Eitt þarf þó að taka fram og það er að ekki var hægt að meta út frá rannsóknunum hvort þetta myndi virka ítrekað á sömu æfingunni. (Brain Research, vefútgáfa 29. Apríl. 2010)

(Archives Internal Medicine, 170: 961-969,2010)

Góður svefn nauðsynlegur fyrir hámarksárangur íþróttamanna

fram á betri tíma í spretthlaupi, meiri nákvæmni og slagkrafti. Í sumum

Það er vel þekkt að ofþjálfun á sér

prófunum var um að ræða 30%

neikvæðar hliðar. Það er sömuleiðis vel

aukningu á árangri.

þekkt að íþróttamenn sem eru undir

Íþróttamennirnir sem tóku þátt í

miklu álagi fái oftar kvef og flensur en

rannsókninni reyndu að sofa í tíu

aðrir. Orsökin er líklega svefnleysi og

klukkutíma á hverri nóttu. Það var

streita sem fylgir æfingunum. Rannsókn

samdóma álit þeirra sem stóðu að

sem gerð var við Stanford háskólann

rannsókninni að góður svefn væri

í bandaríkjunum á tennisspilurum

lykilatriði ef ætlunin væri að ná

sýndi fram á að auka mátti árangur

hámarksárangri.

þeirra í hinum ýmsu prófum með

(American Academy of Sleep Medicine Annual Meeting, 8. júní 2009)

auknum svefni. Niðurstöðurnar sýndu

Spekin:

24

Fitnessfréttir

www.fitness.is

Ekki reyna að drekkja sorgunum. Þær kunna að synda.

Fitusýrusamsetning fæðunnar hefur ekki áhrif á saðningartilfinningu Litlu skiptir hvort máltíð inniheldur mettaðar, fjölómettaðar eða einómettaðar fitusýrur samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var við háskólann í Auckland á Nýja Sjálandi. Fitu- og orkuríkar máltíðir eru hinsvegar rót vandans þegar offita er annars vegar. Orkuinnihald fæðunnar ræðst að miklu leyti af því hvert fituinnihaldið er þar sem flestar hitaeiningar eru í fitu. Samsetning fitunnar virðist ekki hafa áhrif á það hversu södd okkur finnst við vera. (Nutrition Journal, vefútgáfa 24. Maí, 2010)


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.