5 minute read

2. Umbreyting hugans og hegðunar

Next Article
Vefefni

Vefefni

Menntun til sjálfbærni

Reykjavík 2022

Advertisement

Útgefandi: Landvernd www.landvernd.is

Ritstjóri: Forsíðumynd: Ljósmyndir Teikningar:

ISBN númer:

nema annað sé tekið fram. © Landvernd og höfundar.

Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án þess að geta heimildar.

Til ykkar, elsku kennarar, sem helgið starf ykkar og hugsjónir því að mennta næstu kynslóð, hjálpa henni að finna sína drauma og móta framtíð mannkyns, oft í erfiðum aðstæðum. Þið eigið mikla viðurkenningu skilið fyrir ykkar starf.

Menntun er öflugasta vopnið sem við getum notað til að breyta heiminum

– NELSON MANDELA –

EFNISYFIRLIT

FYLGT ÚR HLAÐI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6

KENNARAR Á TÍMUM AÐKALLANDI,

HNATTRÆNNA OG FLÓKINNA ÁSKORANA . . . . . . 7

1.1. Ákall samtímans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

1. KAFLI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

1.2. Miklar kröfur og væntingar til menntastofnana . . . . . . . . . . 8 1.3. Tilmæli úr alþjóðlegum samningum til menntastofnana . . . . . . 9 Spurningar til umhugsunar og sem kveikja . . . . . . . . . . . . . .10 1.4. Heimildir og ítarefni. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10 Vefefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 2. KAFLI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI

– FRÆÐILEGI HLUTINN. . . . . . . . . . . . . . . . . 12

2.1. Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .12 2.2. Umbreyting hugans og hegðunar - Skilgreining og markmið menntunar til sjálfbærni . . . . . . . . . .12 LYKILHÆFNI SEM STUÐLA . . . . . . . . . . . . . . . 14

AÐ SJÁLFBÆRRI ÞRÓUN . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI FYRIR 2030 . . . . . . . 17

FYLGT ÚR HLAÐI

Kennarastarfið er í senn gefandi og krefjandi. Það þarf að undirbúa næstu kynslóð fyrir áskoranir framtíðar með tilliti til fortíðar og nútíðar. Áskoranir sem hver kynslóð þarf að glíma við eru misjafnar og kennslan þarf að taka mið af þeim og er í stöðugri þróun og breytingum háð.

Þær áskoranir sem blasa við núna á borð við loftslagsvá , tap á líffræðilegri fjölbreytni og að framfylgja sjálfbærri þróun, eru af stærðargráðu sem varla hefur þekkst áður þar sem þær snerta allt líf á Jörðinni og afkomu mannkyns. Málin eru yfirþyrmandi, flókin og ógnvekjandi.

Til þess að mæta þessum nýja raunveruleika og kröfum til menntakerfisins hefur menntun til sjálfbærni (einnig kallað sjálfbærnimenntun) verið þróuð bæði á alþjóðlegum vettvangi og innanlands sem kennslufræðileg nálgun að þessum stóru og mikilvægu viðfangsefnum mannkyns og til að efla getu einstaklinga til aðgerða.

Á Íslandi hefur menntun til sjálfbærni verið fléttuð inn í aðalnámskrá fyrir öll skólastig m.a. með þessum sex grunnþáttum menntunar þar sem sjálfbærni er einn þáttanna. Þetta er mjög mikilvægt. En kennarar vita manna best að aðalnámskráin ein og sér dugar ekki til að koma ákvæðum hennar í framkvæmd heldur gerist raunveruleg þróun í skólastarfi, aðallega í gegnum kennara, skólastjórnendur og einnig nemendur. Mikilvægt er að kennarar fái markvissa og faglega aðstoð og stuðning en líka tíma og svigrúm til að auka eigin þekkingu og hæfni.

Tilgangur þessarar handbókar er þríþættur: 1. Að gefa yfirlit yfir kennslufræðilega nálgun í menntun til sjálfbærni, 2. Að veita kennurum hagnýt ráð um framkvæmd kennslu í anda menntunar til sjálfbærni og dæmi um verkefni, 3. Að fjalla um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni á mannamáli.

Megi þessi handbók hjálpa kennurum og efla þá við kennslu á þessum mikilvægustu áskorunum nútíma og framtíðar.

Nokkur orð um uppbyggingu og innihald bókarinnar

Aðalviðfangsefni bókarinnar er menntun til sjálfbærni og snúast fyrstu þrír kaflarnir aðallega um það. Til þess að veita einnig mikilvægan grunn til að skilja brýna merkingu og umfang menntunar til sjálfbærni er síðan í köflum 4-6 fjallað um sjálfbæra þróun, loftslagsmálin, líffræðilega fjölbreytni og aðgerðir sem mannkynið þarf að fara í. Bókin er skrifuð með vestræn lönd í huga.

Hver kafli er skrifaður þannig að hann standi fyrir sig. Því nýtist bókin einnig sem uppflettirit, þar sem áhugasamir geta valið sér viðfangsefni til að kynna sér hverju sinni.

Menntun til sjálfbærni á að undirbúa nemendur til að bregðast við áskorunum samtímans og framtíðarinnar á valdeflandi og skapandi hátt. Markmið menntunar til sjálfbærni er að auka og efla gildi, hæfni og getu einstaklinga til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga.

Til eru margar skilgreiningar og útfærslur á menntun til sjálfbærni. Í þessari bók er byggt á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Bókin er í takt við skilgreiningu aðalnámskrár hérlendis og þá reynslu sem fengist hefur m.a. af Grænfánaverkefninu, sem hefur verið viðurkennt sem aðalinnleiðingartæki fyrir menntun til sjálfbærni af UNESCO (Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna).

Menntun til sjálfbærni er í stöðugri þróun. Áherslur bókarinnar eru að taka það helsta saman um núverandi og opinbera alþjóðlega og innlenda skilgreiningu, stöðu og stefnu á menntun til sjálfbærni. Þetta er hvergi tæmandi umfjöllun og byggjast þessar áherslur og framsetningin að sjálfsögðu einnig á skilningi, reynslu og túlkun höfundar á málefninu. Lesandinn er hvattur til sjálfstæðrar og gagnrýninnar hugsunar um innihald handbókarinnar og til að taka virkan þátt í að þróa menntun til sjálfbærni áfram í daglegu skólastarfi. Það er von höfundar að bókin veiti hagnýta þekkingu á menntun til sjálfbærni, ýti við gagnrýnum spurningum, svörum og umræðum, hvetji og hjálpi kennurum að þróa áfram menntun til sjálfbærni í skólastofunni með nemendur og framtíð okkar allra í brennidepli.

This article is from: