ferdir2021

Page 93

Siglunes: Sigling, sögu- og gönguferð 3 skór NÝTT 4. september. Brottför: Kl.. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Una Þ. Sigurðardóttir og Gestur Hansson. Siglt frá Siglufirði út á Siglunes. Gengið um Siglunes og saga staðarins rifjuð upp af staðkunnugum leiðsögumanni. Síðan haldið áleiðis fram Nesdal og yfir Kálfsskarð til Siglufjarðar. Vegalengd 15-16 km, gönguhækkun 740 m. Greiða þarf þátttökugjald fyrir 2. september. Verð: 13.500/12.000. Innifalið: Fararstjórn, sigling, leiðsögn um Siglunes. Dagmálanibba. 860 m 2 skór NÝTT 11. september. Brottför: Kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Þuríður Helga Kristjánsdóttir. Ekið að bænum Hofi í Svarfaðardal þar sem lagt er á fjallið norðan Hofsár og gengið upp hlíðina en síðan sveigt til norðurs ofan við Hofsskál. Gengið er skáhallt norður og upp Efrafjall. Komið er upp á fjallið sunnan við Dagmálanibbu og gengið norður á nibbuna. Vegalengd alls 5 km, gönguhækkun 830 m. Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Þorvaldsdalur. Haustlitaferð 2 skór 18. september. Brottför: Kl. 8 á einkabílum og rútu frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Anna Sigrún Rafnsdóttir og Kristján Hreinsson. Ekið á lokastað göngunnar þar sem bílar eru skildir eftir. Rútan flytur göngumenn á upphafsstað göngunnar við Stærri-Árskóg eða að Hrafnagilsá ef færð leyfir. Gengið þaðan að Fornhaga í Hörgárdal. Í Þorvaldsdal er að finna fjölbreytt og sérkennilega fagurt landslag. Mikill og fjölbreyttur gróður og sögulegar minjar eyðibýla. Vegalengd 25 km, gönguhækkun 500 m. Verð: 7.000/5.500. Innifalið: Fararstjórn og rúta Vaglaskógur. Jógaferð 1 skór NÝTT 25. september. Brottför: Kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Tinna Sif Sigurðardóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir. Ekið að bílastæðinu í Vaglaskógi. Þægileg ganga um stærsta skóg norðan heiða. Jógakennarar leiða þátttakendur í öndunar- og núvitundaræfingar í skóginum sem skartar fögrum haustlitum. Gangan fer að mestu fram í kyrrð þar sem tækifæri gefst til að rækta sál og líkama úti í fallegri náttúru. Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn og jógaæfingar Glerárdalur. Glerárstífla, hringleið 2 skór 9. október. Brottför: Kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Bóthildur Sveinsdóttir. Ekið er að bílastæði ofan við skotsvæðið á Glerárdal og gengið þaðan eftir stíg að Glerárstíflu og hún skoðuð. Farið er yfir brúna á stíflunni, upp á Lambagötuna og eftir henni niður að

gömlu göngubrúnni á Gleránni og að bílunum. Vegalengd 5-6 km, gönguhækkun lítil. Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn. Þingmannahnjúkur 2 skór 6. nóvember. Brottför: Kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Anke Maria Steinke. Ekið að Eyrarlandi, Þingmannavegurinn genginn þaðan upp í heiðina og upp á Þingmannahnjúkinn og áfram á Leifsstaðafell ef aðstæður leyfa. Vegalengd alls 8 km, gönguhækkun 680 m. Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn. Nýársganga 1. janúar 2022. Brottför: Kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Grétar Grímsson. Þátttaka ókeypis. Allir velkomnir út í óvissuna að fagna nýju ári. BARNA- OG FJÖLSKYLDUFERÐIR FFA Í ár fer FFA af stað með sérstakar barna- og fjölskylduferðir. Ferðirnar eru sniðnar að þörfum og á forsendum barna. Gengið er út frá því að börnin séu í fylgd með foreldrum eða öðrum forsjáraðilum. Allir eru velkomnir í barna- og fjölskylduferðir FFA árið 2021 og ekkert þátttökugjald. Nánari upplýsingar á www.ffa.is . 19. maí kl. 17, Fuglaskoðunarferð í Naustaborgum. 13. júní kl. 13, Gönguferð í Mývatnssveit. 30. júní kl. 17, Náttúruskoðun í Krossanesborgum. 8. ágúst kl. 13, Hraunsvatn, göngu- og veiðiferð. 19. ágúst kl. 17, Berjaferð.

FERÐAFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA Heimasíða: www.gonguferdir.is Fésbók: Ferðafélag Austur-Skaftfellinga Netfang: ferdafelag@gonguferdir.is Sími: 868 7624 Brottför frá þjónustumiðstöðinni við tjaldsvæðið á Höfn nema annað sé auglýst. Styttri göngur, verð: 1.000 f. einn/1.500 f. hjón. Frítt f. 16 ára og yngri. Papós í Lóni 1 skór 17. janúar. Hafradalur í Nesjum 2 skór 20. febrúar. Hoffellslón 2 skór 21. mars.

Ferðaáætlun 2021 . Ferðafélag Íslands . Deildaferðir 93


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.