ferdir2021

Page 53

2.d. Gengið upp með hyldjúpum gljúfrum Yxnár yfir Kálfafellsheiði og í Fossabrekkur í Djúpárdal þar sem slegið er upp tjöldum. Gengið að fossunum stórfenglegu sem erfitt er að lýsa með orðum. Stærsti fossinn heitir Bassi og dregur nafnið af sínum þunga tón sem heyrist langt upp á heiði. Einnig verða skoðaðir fossar í hrauninu í nágrenni Bassa og dularfullar blátærar tjarnir sem þar leynast. 3.d. Gengið niður hinn tignarlega Djúpárdal og fossar Djúpár skoðaðir. Síðan haldið niður Laxárdal til að skoða fossa og stuðlaberg í gljúfrum Laxár og einnig stuðlaklettana innan við Blómsturvelli sem er eitt fjölbreyttasta stuðlasvæði landsins. Verð: 44.000/49.000. Innifalið: Trúss og fararstjórn. STRANDIR H14 Undurfögru Drangaskörð 6.-8. ágúst. 3 dagar. 3 skór Fararstjórn: Reynir Traustason og Guðrún Gunnsteinsdóttir. Mæting: Kl. 19 föstudaginn 6. ágúst á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Drangaskörð eru einhver fegurstu fyrirbæri íslenskrar náttúru þar sem þau standa við norðanverða Drangavík á Ströndum. Flestir hafa séð Drangaskörð en fæstir komist í námunda við þau. Í þessari ferð gefst fólki kostur á að upplifa Drangana og skörðin í návígi. 1.d., föstud. Fólk kemur sér fyrir í húsinu á Valgeirsstöðum. Stutt ganga um Norðurfjörð. 2..d. Siglt í Drangavík. Fólk er ferjað í land en farangurinn fluttur áfram að Dröngum. Gengið út með Dröngunum sunnanverðum og norður um Signýjargötuskarð. Haldið með skörðunum norðan­verðum að Dröngum þar sem farangurinn bíður. Tjaldað og grillað. 9 km. 3.d. Gengið upp Húsadal að Neðra Húsadalsvatni og á Nónfjall (339 m). 12 km. Bað í náttúrulaug á bakaleiðinni. Siglt aftur í Norðurfjörð. Ferðalok um kl. 19. Verð: 49.000/54.000. Innifalið: Gisting, tjaldgisting, sigling og farastjórn. HORNSTRANDIR H15 Hornstrandir: Straumnesfjall, Aðalvík og Hesteyri 6.-8. ágúst. 3 dagar 3 skór NÝTT Fararstjórn: Jón Örn Guðbjartsson. Mæting: kl. 8:30 við bátabryggjuna í Bolungarvík. Hefur þig dreymt um komast á Hornstrandir og uppgötva undur friðlandsins án þess að bera allt á bakinu? Sofa í góðum húsum og gera vel við þig í mat, heyra sögur af svæðinu og fá nasasjón af menningu og mannlífi? Skoða minjar um kalda stríðið á sjálfum heimsenda og horfast í augu við íslenska heimskautarefinn? Þetta er allt hægt í „snerpuferð“ þar sem sofið er í tvær nætur í friðlandinu á Hornströndum í góðum húsum og gengið um fjörur og fjöll. Tveir af helstu þéttbýliskjörnum Hornstranda eru heimsóttir, Aðalvík og Hesteyri. 1.d., föstud. Um leið og gengið er á land í Aðalvík er haldið á Straum­nes­f jall þar sem merkar minjar um veru Bandaríkjahers eru skoðaðar og ýmsar sögur rifjaðar upp sem tengjast veru hersins á fjallinu. Sögur sagðar af svæðinu og af ábúendum. Gist er í Stakkadal í Aðalvík.

2.d. Gengið úr Aðalvík yfir heiðina til Hesteyrar og gist í Læknis­h úsinu þar sem boðið er upp á vellystingar. Saga staðarins er rakin. 3.d. Rólegur dagur. Hvalstöðin og kirkjugarðurinn skoðuð auk þess sem vikið verður að menningu og mannlífi áður en siglt er síðdegis yfir Djúpið til Bolungarvíkur. Verð 62.000/67.000. Innifalið: Sigling, gisting, matur á Hesteyri og farastjórn. NORÐURLAND Fjörður og Látraströnd skálaferð, með Ferðafélagi Akureyrar 3 skór Deildaferð 6.-8. ágúst. Brottför: Kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Hermann Gunnar Jónsson. Gisting og rúta út í Fjörður og frá Svínárnesi á Látraströnd. Gist í skálum á Þönglabakka og Látrum. Ekið til Grenivíkur, mæting kl. 10 á veitingastaðinn Mathúsið þar sem er farið yfir áætlun næstu daga. Krefjandi ferð um eyðibyggðir, fjöll og fallega náttúru við ysta haf. 1.d., föstud. Grenivík – Gil – Þönglabakki. Ekið með hópferðabíl norður Leirdalsheiði út í Gil, þar sem gangan hefst og er haldið út í Tindriðastaði og í Þönglabakka. Kvöldganga á Þorgeirshöfða/Eyrarhöfða fyrir þá sem vilja. Vegalengd 13 km, gönguhækkun 318 m. 2.d. Þönglabakki – Keflavík – Látur. Frá Þöngla­bakka er gengið í Botn, um Botnsfjall, Blæjukamb og fram á Hnjáfjall og Messuklett á austurbrún Keflavíkurdals. Gengið er niður í Keflavíkurdalinn áður en haldið er upp í Skipið og þaðan um Þinghól og Skarðsdal upp í Uxaskarð. Þaðan er gengið niður í Fossdal og að Látrum. Vegalengd 18 km, göngu­hækkun um 1000 m. 3.d. Látur – Grenivík. Haldið sem leið liggur inn yfir Látrakleifar og suður Látraströnd. Í Svínárnesi bíður bíll sem flytur hópinn til Grenivíkur þar sem ferðalangar geta farið í sund áður en snæddur verður sameiginlegur kvöldverður á Mathúsi. Vegalengd 14 km, gönguhækkun 400 m. Sjá nánar um ferð og bókun bls. 92. HÁLENDIÐ Herðubreið 1682 m, með Ferðafélagi Akureyrar 3 skór Deildaferð 6.-8. ágúst. Brottför: Kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Bóthildur Sveinsdóttir og Bernard Gerritsma. Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið. Ekið í Herðubreiðarlindir og gist þar í 2 nætur í tjöldum eða skála. Gengið á Herðubreið á laugardegi og haldið heim á sunnudegi. Hjálmur, broddar eða klær og ísexi er nauðsynlegur búnaður. Gönguhækkun 1000 m. Sjá nánar um ferð og bókun bls. 92.

Ferðaáætlun 2021 . Ferðafélag Íslands . helgarferðir 53


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.