Ferðaáætlun FFA 2015

Page 1

2015 FERÐAÁÆTLUN


Ferðafélag Akureyrar var stofnað 1936. Félagið er sjálfstæð deild innan Ferðafélags Íslands, sem þýðir að félagsmenn njóta allra sömu réttinda og félagar í F.Í. Ferðafélag Akureyrar býður upp á góða landkynningu og skemmtilegan félagsskap. Ferðir félagsins eru fjölbreyttar, lengri og styttri gönguferðir, jeppaferðir, sjóferðir, fjölskyldu- og skemmtiferðir, náttúruskoðunarferðir og fleira. Allir geta fundið ferðir við sitt hæfi. Félagið á og rekur sjö skála í óbyggðum á Norðulandi. Gæsla er í stærstu skálunum yfir sumarmánuðina. Nauðsynlegt er að panta gistingu með góðum fyrirvara. Skrifstofa félagsins er opin í júní, júlí og ágúst milli kl. 15 og 18 virka daga. 1. sept.-31. maí er skrifstofan opin virka daga kl. 11-13. Auk þess opið milli kl. 18 og 19 á föstudögum þegar ferðir eru á dagskrá um komandi helgi. Á heimasíðu félagsins er að finna upplýsingar um félagið, skála þess og ferðaáætlun. Allir eru velkomnir í ferðir félagsins. Félagsmenn fá afslátt af fargjöldum og af gistigjöldum í skálum allra félagsdeilda F.Í. Þessara réttinda nýtur fjölskyldan öll þótt aðeins einn sé skráður félagi. Nauðsynlegt er að panta tímanlega í lengri ferðir Í sumarleyfisferðir þarf að greiða staðfestingargjald kr. 8.000 við bókun. Ef ferð er afpöntuð innan viku frá bókun og meira en 2 vikum fyrir brottför, er hún endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu. Ef 7-14 dagar eru til brottfarar fæst helmingur fargjalds endurgreitt, en eftir það er ekki um endurgreiðslu að ræða. Ferðafélagið áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta ferðum ef nauðsyn krefur. Félagið tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur því fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu fyrir ferðir. 2


Léttar og stuttar ferðir: Ætlað öllum. Miðlungs erfiðar ferðir: Flestir geta tekið þatt hafi þeir réttan útbúnað og líkamlega getu til þess. Erfiðar ferðir: Einungis fyrir vana ferðamenn sem geta borið með sér allan útbúnað og eru færir um að takast á við ófyrirséðan vanda. Mjög erfiðar ferðir: Ferðir þar sem fólk ber með sér allan búnað og þarf að takast á við mikin hæðarmun. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.

Ferðafélag Akureyrar Strandgötu 23 600 Akureyri Sími: 462 2720 Netfang: ffa@ffa.is Veffang: www.ffa.is Opið yfir veturinn frá kl. 11-13 3


SKÁLAR FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR DREKI VIÐ ÖSKJU Fjöldi:

55 manna

Þjónusta: Verð: GPS

4.000 / 7.000 staðsetning: 65°02.520 16°35.720

ÞORSTEINSSKÁLI HERÐUBREIÐARLINDIR Fjöldi:

25 manna

Þjónusta: Verð:

3.500 / 6.000

GPS:

staðsetning 65°11.560 16°13.390

LAUGAFELL Fjöldi:

40 manna

Þjónusta: Verð:

3.500 / 6.000

GPS:

staðsetning 65°01.630 18°19.950

DYNGJUFELL Í DYNGJUFJALLADAL Fjöldi:

16 manna

Þjónusta: Verð:

3.000 / 4.500

GPS:

staðsetning 65°07.480 16°55.280

4


BOTNI Í SUÐURÁRBOTNUM Fjöldi:

16 manna

Þjónusta: Verð:

3.000 / 4.500

GPS:

staðsetning 65°16.180 17°04.100

BRÆÐRAFELL Í ÓDÁÐAHRAUNI Fjöldi:

12 manna

Þjónusta: Verð:

2.500 / 4.000

GPS:

staðsetning 65°11.310 16°32.290

LAMBI Á GLERÁRDAL Fjöldi:

16 manna

Þjónusta: Verð:

3.000 / 4.500

GPS:

staðsetning 65°34.880 18°17.770

ÞJÓNUSTUMERKI Skálaverðir á sumrin

Vatnssalerni

Tjaldsvæði

Kamar

Gönguleiðir

Rennandi vatn

Eldunaraðstaða

Sturta

Neyðarsími

Sorpílát

Áætlunarbílar

Heit laug

5


6

Nafn á mynd Ystuvíkurfjall

JANÚAR


Janúar

Nýársganga. Gönguferð 1. janúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: Frítt. Farið út í óvissuna til að fagna nýju ári.

Bakkar Eyjafjarðarár. Skíðaferð 10. janúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri:Anke Maria Steinke. Verð: 1000/500. Innifalið: Fararstjórn. Gangan hefst við bílastæðið við gamla Leiruveginn að austan. Létt og þægileg gönguleið fyrir alla sem ekki langar að fara í bröttu brekkurnar. Upplögð fjölskylduferð. Súlumýrar. Skíðaferð 17. janúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn. Gangan hefst við afleggjarann í Fálkafell og haldið þaðan upp Sigurðargil og á Súlumýrar. Þar er frábært skíðagöngusvæði og finna má leiðir við allra hæfi.

Ystuvíkurfjall, 540 m. Gönguferð

(fjall mánaðarins) 24. janúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ferðanefnd. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið upp daldragið austan fjallsins, síðan til vesturs upp hlíðina og á toppinn. Þaðan er gott útsýni yfir til byggðarinnar vestan fjarðarins og til Hríseyjar. Vegalengd alls 6 km. Hækkun 460 m.

7


8

Nafn á mynd Súlumýrar

FEBRÚAR


Febrúar

Baugasel. Skíðaferð eða gönguferð, fer eftir snjóalögum 7. febrúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Anke-María Steinke. Verð: 2.000/1500. Innifalið: Fararstjórn. Gangan hefst við Bug í Hörgárdal. Fremur létt og þægileg leið meðfram Barkánni að eyðibýlinu Baugaseli, gil og rústir skoðuð á leiðinni. Vegalengd alls 12 km, hækkun 80 m.

Þorraferð í Lamba. Skíðaferð 14.-15. febrúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 9.000/7.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting. Ekið upp í Glerárdal að Sigurðargili, gengið þaðan á skíðum í Lamba, nýjan skála FFA, þar sem snæddur verður þjóðlegur þorramatur um kvöldið undir vernd Trölla Glerárdals. Haldið heimleiðis næsta dag. Vegalengd 11 km hvora leið. Hækkun 540 m.

Stakiklettur (Skussi). Gönguferð/Skíðaferð (fjall mánaðarins) 21. febrúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn. Gangan hefst við afleggjarann í Fálkafell og haldið upp á Súlumýrar og að Stakakletti. Þaðan eru frábærar skíðaleiðir niður um Súlumýrarnar. Vegalengd um 6 km. Hækkun 250 m.

9


10

Fljótsheiði

FEBRÚAR – MARS


Fljótsheiði. Skíðaferð 28. febrúar. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 2.500/2000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið verður fram í Reykjadal og upp á Stafnsveginn. Þaðan verður gengið suðvestur á Herforingjavörðuna á Narfastaðafelli en þaðan er mjög víðsýnt. Næst verður gengið vestur í Heiðarsel, Gafl við Seljadalsá og norður í Narfastaðasel. Loks verður farið út í Skógarsel og saga eyðibýlanna rakin. Frá Skógarseli förum við norðvestur á Hringveg 1 við malarnámu austan í Fljótsheiði. Vegalengd: 17 km, mikið til á flötu landi, áætlaður göngutími 6 klst.

Mars

Hrossadalur. Skíðaferð 7. mars. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið verður fram Hrossadal suður af Víkurskarði og leifar af gamalli rétt skoðaðar. Áfram haldið að Þórisstaðaskarði og að upptökum Hamragils. Vegalengd um 14 km. Krafla – Þeistareykir – Kísilvegur. Skíðaferð 14. - 15. mars. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 9.900/8.900. Innifalið: Fararstjórn, gisting og akstur að hluta. Ekið er á einkabílum upp á Kísilveg þar sem bílar eru geymdir og rúta flytur okkur í Kröflu. Þaðan verður skíðað til Þeistareykja og gist. Næsta dag er gengið til vesturs og inn á Kísilveg þar sem bílarnir bíða. Vegalengd alls um 44 km.

11


12

Blátindur

MARS – APRÍL


Blátindur. Gönguferð

(fjall mánaðarins) 21. mars. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Ferðanefnd. Verð: 2.500/2.000 Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Skíðastöðum meðfram stólalyftu að Strýtu. Gengin er slóðin sem yfirleitt er troðin upp á Hlíðarfjall og svo til suðurs upp á Blátind. Nokkuð strembin ferð við flestra hæfi.

Fjörurölt á Svalbarðsströnd. 28. mars. Brottför kl. 9 á einkabilum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Roar Kvam. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengin verður fjaran frá Garðsvík að Svalbarðseyri. Þetta er létt ganga við flestra hæfi.

Apríl

Skíðastaðir-Þelamörk. Skíðaferð 4. apríl. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Skíðastöðum út hlíðina á Sjónarhól. Þægilegt rennsli niður að Þelamerkurskóla. Farið í heita pottinn (ekki innifalið). Frekar létt ferð við flestra hæfi. Glerárdalur. Gönguferð 11.-12. apríl. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Ferðanefnd. Verð: 9.000/7.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting. Ekið upp að bílastæðinu á Glerárdal, gengið inn dalinn í Lamba. Eftir hressingu í Lamba er síðan gengið á Lambárdalsöxl. Komið til baka í Lamba og gist þar. Gengið heim á leið um kl. 11, 12. apríl.

13


14

Súlur

APRÍL – MAÍ


Þengilshöfði við Grenivík. Gönguferð 18. apríl. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Stefán Sigurðsson. Verð: 2.500/2.000 Innifalið: Fararstjórn. Ekið verður á einkabílum til Grenivíkur þar sem gangan hefst. Gengið verður eftir götuslóðum kringum höfðann. Í lokin verður gengin merkt gönguleið frá Skælu og upp á höfðann. Vegalengd 10 km, hækkun 260 m. Kaldbakur, 1173 m. Göngu- eða skíðaferð (fjall mánaðarins) 25. apríl. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Karl Stefánsson. Verð: 2.500/2.000 Innifalið: Fararstjórn. Kaldbakur er fjall Eyjafjarðar með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Hann er talinn vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla. Þar er stór landmælingavarða hlaðin af dönsku landmælingamönnunum árið 1914. Vegalengd 10 km, hækkun 1.100 m.

Maí

Súlur. 1143 m. Göngu- eða skíðaferð (fjall mánaðarins) 1. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Líney Elíasdóttir. Verð: Frítt. Árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gengið er eftir merktri og nokkuð auðveldri gönguleið á fjallið. Af Súlum er afar fallegt útsýni. Göngubúnaður miðast við færi og aðstæður. Vegalengd 6,5 km hvor leið, hækkun 880 m.

15


16

Fuglaskoรฐun

MAร


Heiðarhús. Skíðaferð 1.-3. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Valur Magnússon. Verð: 7.100/6.600. Innifalið: Gisting og fararstjórn. (Akstur ekki innifalinn) Gengið frá bænum Þverá í Dalsmynni og út á Flateyjardalsheiði. Gist verður í Heiðarhúsum. Daginn eftir verður gengið út undir sjó og aftur gist í Heiðarhúsum. Upplifðu hamingjuna í þögn og hreinleika Flateyjardalsheiðar. Daginn eftir gengið til baka. Vegalengd alls um 56 km. Fuglaskoðunarferð. 9. maí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórar: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Árleg fuglaskoðunarferð FFA, fararstjórar velja þá staði sem vænlegastir eru til fuglaskoðunar á þessum tíma.

Mývatnssveit. Hjóla og gönguferð 16. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Stefán Sigurðsson og Ingimar Árnason. Verð: 2.500/2.000 Innifalið: Fararstjórn. Lengd: 42 km. Hækkun: Hverfell 140 m, Belgjarfjall (Vindbelgur) 200 m. Ekið að Reykjahlíð í Mývatnssveit með hjól á kerrum. Hjólað verður rangsælis umhverfis vatnið. Í leiðinni verður hjólað að Belgjarfjalli og gengið á það (ca. 4 km) og einnig hjólað að Hverfelli og genginn hringurinn á því (ca. 4 km). Ferðinni lýkur í Jarðböðunum. Aðgangseyrir ekki innifalinn.

17


18

Grjótárhnjúkur í Hörgárdal

MAÍ – JÚNÍ


Sesseljubúð – Hallgrímur – Háls. Gönguferð 23. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Stefán Sigurðsson. Verð: 2.500/2.000 Innifalið: Fararstjórn. Ferðin hefst á Öxnadalsheiði þar sem sæluhúsið Sesseljubúð stóð. Gengið upp með Grjótá og fylgt Eystri Grjótá að Gilsárskarði. Síðan upp á Varmavatnshólafjall, þaðan er frábært útsýni. Þá er farið niður Vatnsdalinn meðfram Hraunsvatni og komið niður að bænum Hálsi. Vegalengd: 17 km. Hækkun: 690 m.

Reistarárskarð – Flár. 1000 m. Skíðaferð 30. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Hildur Stefánsdóttir. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ferðin hefst við Freyjulund við Reistará. Þegar komið er upp í skarðið er stigið á skíðin og sveigt til suðurs og upp á Flár, hábungu fjallsins, þar sem gott útsýni er yfir Þorvaldsdalinn og fjöllin vestan við. Gengið suður eftir fjallinu eins og aðstæður leyfa, síðan haldið til baka norður í skarðið. Vegalengd alls um 20 km.

Júní

Haus, Staðarbyggðarfjall. 420 m. Næturferð 5. júní. Brottför kl. 23 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Roar Kvam. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá sumarhúsinu Seli upp brekkurnar að vörðunni nyrst á Hausnum. Þá er gengið inn eftir fjallinu og niður austan megin. Af Hausnum er mikið og fagurt útsýni yfir héraðið.

Grjótárhnjúkur í Hörgárdal. 1199 m. (fjall mánaðarins) 6. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að Staðarbakka og áfram jeppaslóð að Ásgerðarstaðaseli og þar meðfram túnum. Farið er yfir Hörgána á móts við Grjótárdal (oftast hægt að fara á bíl yfir ána) og gengið fram dalinn. Farið er yfir Grjótána og upp á suðuröxl hnjúksins og síðan gengið til norðurs út á Grjótárhnjúkinn. Hækkun 870 m. Vegalengd alls 17 km. 19


20

Á toppnum með FFA

JÚNÍ


Á toppnum með FFA Sumarleikurinn vinsæli Á toppnum með Ferðafélagi Akureyrar hefst í byrjun júní. Kynnist ykkar nánasta umhverfi og gerist þaular Eyjafjarðar. Glæsilegir vinningar í boði fyrir heppa þátttakendur. Sjá nánar á heimasíðunni ffa.is þegar nær dregur. 21


22

Miðvíkurfoss

JÚNÍ


Gönguvika 8.-12. júní. (Tveir til fjórir tímar hver ganga) Verð: 1.000/500 hver ferð, innifalið: Fararstjórn. Sjá nánar á ffa.is.

Gásir. Gönguferð 8. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Hólmfríður Guðmundsdótir.

Leirur – Kaupangur. Gönguferð 9. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Tómas Ingi Olrich. Ekið verður að gamla veginum yfir Leirurnar að austanverðu. Festarklettur skoðaður og gamli þingstaður Vaðlaþings. Gengið eftir gamla veginum yfir Leirubrýrnar að Flugsafninu.

Fálkafell 10. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Líney Elíasdóttir.

Miðvíkurfjall 11. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Roar Kvam.

Miðvíkurfoss 12. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.

23


24

Knarrarnes

JÚNÍ


Mývatnssveit. Gönguferðir.

Sjá nánar á ffa.is. 13. -14. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Hólmfríður Guðmundsdóttir. Verð: 5.000/4.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið verður í Mývatnssveit – Reykjahlíð. Þátttakendur koma sér fyrir á gististað, tjaldgisting, tjaldvagn, svefnpokagisting í húsi, hótel allt eftir óskum þáttakenda. Allar gönguferðir eru þannig skipulagðar að erfiðleikastigin eru 2-3. Þannig ættu allir að geta farið í göngu sem hentar allt frá 5-6 ára börnum og upp í afa og ömmur. Eftir hádegi verður lagt af stað í fyrstu gönguna. Að henni lokinni er fyrirhuguð ferð í sundlaugina. Eftir kvöldmatinn er fyrirhuguð stutt kvöldganga. Dagur 2. Lagt af stað í fyrri göngu dagsins kl. 9, að henni lokinni er hádegishressing og gengið frá á náttstað. Um kl. 15 eða 16 er lagt af stað heim og síðasta ganga ferðarinnar verður á Skútustöðum. Að göngunni lokinni er lagt af stað heim nema menn hafi ákveðið að lengja dvölina um eina nótt.

Sumarsólstöður á Múlakollu. 970 m. 20. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Gunnar Halldórsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá gamla Múlaveginum ofan við Brimnes, upp dalinn norðan við Brimnesána og upp á Múlakollu. Vegalengd alls 8 km. Hækkun 910 m. Laufáshnjúkur. Jónsmessunæturganga 24. júní. Brottför kl. 21 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Einar Brynjólfsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að prestssetrinu Laufási og gengið þaðan á hnjúkinn. Auðvelt er að komast upp en síðasti hlutinn er nokkuð brattur. Þegar upp er komið blasir við stórkostlegt útsýni yfir Eyjafjörðinn og Höfðahverfið. Vegalengd 6 km. Hækkun 680 m.

25


26

Niður með Skjálfandafljóti

JÚNÍ – JÚLÍ


Niður með Skjálfandafljóti. 27. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið verður frá Fremstafelli norður með Skjálfandafljóti um Barnafell, Barnafoss skoðaður og sagan rifjuð upp. Þá verður gengið ofan við gljúfur Skjálfandafljóts í Fellsskóg og þaðan út í Ljósvetningabúð. Vegalengd um 11 km, göngutími ca. 3-4 klst.

Júlí

Meðfram Glerá. 4. júlí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingimar Eydal. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið meðfram Glerá frá Heimari-Hlífá til ósa. Frábær og áhugaverð gönguferð í okkar nánasta umhverfi þar sem skoða má sjaldséðar jurtir. Göngutími uþb. 4 – 5 klst.

Kræðufell. 717 m. Næturferð 10. júlí. Brottför kl. 23 á einkabilum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Roar Kvam. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá eyðibýlinu Saurbrúargerði, upp í Hranárskarð og á fjallið. Komið niður sömu leið. Þetta er nokkuð strembin ganga, en við flestra hæfi. Vegalengd 6 km, hækkun 660 m. Þverbrekkuhnjúkur, 1173 m. 11. júlí. Brottför kl 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Karl Stefánsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Farið er frá Hálsi í Öxnadal og þaðan er gengið um Vatnsdal á Þverbrekkuhnjúk, síðan um Bessahlaðaskarð og Beitarhúsagil að Hálsi þar sem göngunni lýkur. Vegalengd alls um 19 km. Hækkun 940 m. Gönguvika 13.-17. júlí, Í samstarfi við Akureyrarstofu. (Tveir til fjórir tímar hver ganga) Verð: 1.000/500 hver ferð, innifalið: Fararstjórn. Sjá nánar á ffa.is. 27


28

Þríklakkar

JÚLÍ


Hrappstaðafoss. 13. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórn: Ferðanefnd. Ekið er upp í Lögmanshlíðina að Hrappstöðum, gengið meðfram Hrappstaðaá upp að Hrappstaðafossi.

Auðbrekka, foss. 14. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórn: Ferðanefnd. Ekið frá FFA sem leið liggur að Auðbrekku í Hörgárdal. Bílum lagt meðfram veginum. Farvegur lækjarins genginn upp að fossinum.

Kotagil. 15. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Gunnar Halldórsson.

Þverárgil. 16. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Konnráð Gunnarsson.

Krossastaðagil. 17. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Karl Stefánsson. Gengið er sunnanmeigin upp með gilinu þar sem hægt er að virða fyrir sér gljúfur og fossa í Krossastaðaánni.

Holuhraun – ummerki náttúruhamfara. 18. júlí. Brottför kl. 8 í rútu frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ferðanefnd. Verð: 18.000/17.500. Innifalið: Fararstjórn og akstur. Ef aðstæður leyfa verður ekið í Dreka. Tíminn verður notaður til að skoða ummerki náttúruhamfaranna. Sjá nánar um þessa ferð þegar nær dregur.

29


30

Öskjuvegur

JÚLÍ


Kerling - Sjö tinda ferð. 1538 m. 18. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórar: Sigurlína Jónsdóttir og Frímann Guðmundsson. Verð: 4.500/2.500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið á hæsta fjall í byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði (1538 m). Ekið að Finnastöðum og farið þaðan á fjallið, gengið norður eftir tindunum Hverfanda (1320 m), Þríklökkum (1360 m), Bónda (1350 m), Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðrisúlu (1213 m) og Ytrisúlu (1244 m). Gengið niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endar. Vegalengd um 20 km. Topp ferð.

Öskjuvegur 1. Sumarleyfisferð. 24. - 28. júlí Brottför kl. 17 í rútu frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 58.000/49.000 Innifalið: Akstur, flutningur, gisting og fararstjórn. Skráningargjald kr. 8.000 greiðist við bókun. Lágmarksfjöldi: 10. Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað, ekið með farangur á milli skála. 1.d. Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla, með viðkomu í Herðubreiðalindum. Bíllinn heldur áfram og skilur eftir farangur ferðalanga í Dyngjufjalladal og í Suðurárbotnum. 2.d. Gengið eftir stikaðri leið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju, e.t.v. farið í sund í Víti. Hópurinn verður sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka. 3.d. Ekið upp í Öskjuop. Gengið eftir stikaðri leið þaðan, yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli, skála FFA. Vegalengd 14 km. 4.d. Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna, skála FFA. Vegalengd 20–22 km. 5.d. Lokadag göngunnar er fylgt gömlum jeppaslóða frá Botna niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. Vegalengd 15–16 km. Ekið í Mývatnssveit um Engidal og Stöng, farið í Jarðböðin í Mývatnssveit. Ekið til Akureyrar.

31


32

Siglufjörður

JÚLÍ – ÁGÚST


Karlsárfjall.

(fjall mánaðarins) 25. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórn: Ferðanefnd. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá bænum Karlsá og upp suðurhrygg Karlsárfjalls. Vegalengd 3,2 km hvor leið. Hækkun 700 m.

Ágúst

Skíðastaðir – Tröllaspegill - Lambi. 1. - 2. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórn: Ferðanefnd. Verð: 9.000/7.000. Innifalið: Fararstjórn, gisting. Ekið upp í Skíðastaði, fólk og farangur skilið eftir meðan bílar eru ferjaðir á bílastæðið á Glerárdal. Gengið sem leið liggur til suðurs frá Skíðastöðum ofan við vatnsbólin á Glerárdal. Lækkun niður á götu er liggur inn Glerárdal vestanverðan inn að Lambá. Gengið upp gilið sunnan Lambár ca. miðja vegu inn Lambárdalinn og til suðurs upp að Tröllaspegli. Gengið er frá Tröllaspegli suður undir Tröllafjall og niður að Glerá. Farið er yfir Glerána og í Lamba þar sem gist er. Heimferð þann 2. ágúst.

Raðganga 1: Siglufjörður - Héðinsfjörður. 8. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið verður gegnum göngin þrjú til Siglufjarðar. Gangan hefst rétt við göngin Siglufjarðarmegin þaðan sem gengið er yfir Hestskarðið og yfir í Héðinsfjörð þar sem bíll hafði verið skilinn eftir. E.t.v. skroppið til Siglufjarðar í kaffi. Vegalengd um 6 km. Hækkun 530 m.

33


34

Kaldbakur

ÁGÚST


Herðubreið. 1682 m. 14.-15. ágúst. Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: Gisting í húsi: kr. 10.000/7.900, gisting í tjaldi: kr. 6.600/5.500. Innifalið: Gisting og fararstjórn. Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið. Á föstudegi er ekið á einkabílum í Herðubreiðarlindir og gist (eina nótt) þar í tjöldum eða skála. Gengið á fjallið á laugardegi og haldið heim. Nauðsynlegur aukabúnaður er hjálmur. Sjá nánar á ffa.is

Gönguskarð - Garðsárdalur. 15. ágúst, kl. 8 í rútu frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Roar Kvam. Verð: 5.500/5.000. Innifalið: Fararstjórn, akstur. Gengið verður frá Reykjum í Fnjóskadal um Bleiksmýrardal, yfir Gönguskarð og niður Garðsárdal að bænum Garðsá. Vegalengd: 26 km. Hækkun: 450 m.

Skessuhryggur - Grjótskálarhnjúkur. 1214 m. Gönguferð (fjall mánaðarins) 22. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að Skarði í Dalsmynni og gengið þaðan á Skessuhrygg og áfram á hæsta hnjúk svæðisins, Grjótskálarhnjúk 1214 m með frábæru útsýni. Til baka er farið um Skarðsflár og Skarðsdal heim að Skarði. Hækkun 1130 m og vegalengd alls 13 km.

Raðganga 2: Héðinsfjörður – Ólafsfjörður. 29. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 2.500/2.000 Innifalið: Fararstjórn. Ekið til Héðinsfjarðar. Gengið út að Vík og upp Víkurdalinn, yfir Rauðskörð, síðan niður Árdalinn að Kleifum. Vegalengd um 12 km. Hækkun 550 m. 35


36

Af Uppsalahnjúk

SEPTEMBER


September

Kerahnjúkur. 1100 m.

(fjall mánaðarins) 5. September. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Helga Guðnadóttir. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið norður fyrir Dalvik að Sauðakoti. Gengið upp Sauðadal og á Kerahnjúk. Ef aðstæður leyfa verður Bassinn tekin í bakaleiðinni. Hækkun 950 m. Vegalengd alls um 12,5 km.

Leyningshólar, haustlitaferð. 12. september. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Gunnar Jónsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið verður upp á hólabrúnina í mynni Villingadals og gengið þaðan eftir vegi og stígum um hólana í 2-3 klukkustundir.

Uppsalahnjúkur. 1100 m. 19. September. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórar: Stefán Sigurðsson og Ingimar Árnason. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að Öngulstöðum og þaðan að sumarhúsinu Seli. Gengið er til suðurs upp brekkurnar að vörðunni nyrst á Öxlinni og áfram inn eftir fjallinu um greiðfær holt og stefnt austanvert við hnjúkinn. Síðan upp norð-austur hrygg fjallsins uns komið er á hnjúkinn. Útsýni er hér mikið yfir héraðið. Vegalengd 9 km, hækkun 1000 m.

37


38

Skólavarða

OKTÓBER - NÓVEMBER - DESEMBER


Október

Stórihnjúkur á Hlíðarfjalli. Gönguferð (fjall mánaðarins) 10. október. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Einar Brynjólfsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að Skíðastöðum og gengið þaðan eftir Mannshrygg upp á Hlíðarfjall og síðan norður eftir fjallinu á Stórahnjúk. Vegalengd alls 10 km. Hækkun: 400 m.

Nóvember

Skólavarða, Vaðlaheiði. Gönguferð (fjall mánaðarins) 14. nóvember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Anke-María Steinke. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að uppgöngunni í Veigastaðalandi og eftir merktri leið upp á heiðina að vörðunni. Þetta er 2-3 klst. ganga við hæfi flestra.

Desember

Draflastaðafjall. 734 m.

(fjall mánaðarins) 12. desember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Gunnar Halldórsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá bílastæði efst á Víkurskarði og upp á fjallið, notið útsýnis og genginn góður hringur á fjallinu. Þetta er frekar létt ganga við flestra hæfi. Vegalengd 10 km. Hækkun 390 m.

39


Hafðu bankann í vasanum Á L.is kemstu alltaf í bankann. Allar helstu aðgerðir í netbanka – millifærslur, yfirlit bankareikninga, greiðsla reikninga og margt fleira – eru aðgengilegar á L.is auk upplýsinga um markaði, gjaldmiðla og stöðu Aukakróna.

Fyrir flesta nettengda síma

Betri netbanki á L.is Öll almenn bankaviðskipti með farsímanum.

Virkar á nánast öllum nettengdum símum.

Hagnýtar upplýsingar

Enginn auðkennislykill

Allar helstu upplýsingar um útibú, hraðbanka, gjafakort o.fl.

Hámarks öryggi með nýju öryggiskerfi, og auðkennislykillinn óþarfur.

Aukakrónur Yfirlit yfir Aukakrónur; afslætti og samstarfsaðila.

Landsbankinn

landsbankinn.is

40

410 4000


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.