__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Þaulinn þekktu nágrenni þitt

2021

1


Þaulinn með Ferð

2


ðafélagi Akureyrar

Akureyri af Stórahnjúki

3


Þaulinn með Ferð N

áttúran við Eyjafjörð býður upp á mörg spennandi tækifæri til hollrar og skemmtilegrar útiveru. Í samstarfi við nokkrar stofn­ anir og fyrirtæki á Akureyri vill Ferðafélag Akureyrar gera sitt til að kynna Eyfirðingum og öðrum landsmönnum útivistarmöguleika svæðisins fyrir alla fjölskylduna. Þetta gerir FFA m.a. með gönguleik sem kallaður er Þaulinn. Hann skiptist í flokk fullorðinna annars vegar og flokk barna yngri en 12 ára hins vegar. Leikurinn gengur út á að fara á 6 stöðvar fyrir full­ orðna og 4 stöðvar fyrir börn. Þaulinn er skemmtileg og góð afþreying fyrir alla fjölskylduna Flottar útivistarvörur í vinninga Ef þú ferð að lágmarki á 5 stöðvar í leik fullorðinna og 3 stöðvar í leik fyrir börn, svarar leyniorðunum rétt og gatar svarblaðið getur þú átt möguleika á vinningi. Ef þú hefur farið á allar 6 stöðvarnar í leik fullorðinna verður þér veitt viðurkenning og heiðurstitillinn „Þauli Eyjafjarðar“. Allir þátttakendur í leik fyrir börn fá viðurkenningu.

4


ðafélagi Akureyrar

5


Þaulinn með Ferð Leyniorðin í leik fullorðinna finnur þú á þessum stöðum: Stöð 1: Stöð 2: Stöð 3: Stöð 4: Stöð 5: Stöð 6:

Skrifstofa FFA Harðarvarða Kaldbakur Miðhálsstaðaháls Skólavarða Uppsalahnjúkur

Leyniorðin í leik barna finnur þú á þessum stöðum:

Stöð 1: Stöð 2: Stöð 3: Stöð 4:

Skrifstofa FFA Baugasel Krossanesborgir fuglahús Gamli

­

Á staðnum finnur þú spjald með leyniorði sem þú skrifar á svar­ blaðið. Auk þess finnur þú gatara sem þú notar til að gera gat á við­ eigandi stað á svarblaðinu.

6


ðafélagi Akureyrar Aðal styrktaraðilar verkefnisins eru: Akureyrarstofa Hornið M Sport Skíðaþjónustan Sportver

Hörgársveit af Stórahnjúki

7


Þaulinn með Ferð

8


ðafélagi Akureyrar

9


Þaulinn með Ferð

10


ðafélagi Akureyrar

Harðarvarða 1160 m er á brún Hlíðarfjalls ofan við skíðalyfturnar. Lokið var við að reisa vörðuna haustið 2010 og er hún kennd við Hörð Sverrisson sem lengi starfaði við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og átti hugmyndina að gerð hennar. Gengið er frá Skíðastöðum og hægt er að fara vegsneiðing síð­ asta áfangann upp á brúnina. Vegalengd samtals um 8 km. Gönguhækkun 660 m. 11


Þaulinn með Ferð

12


ðafélagi Akureyrar

Kaldbakur 1173 m er fjall Eyjafjarðar, með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands og ganga upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla. Þar er stór landmælingavarða hlaðin af dönsku landmælingamönnunum árið 1914. Gengin er stikuð leið frá bílastæði skammt utan við Grenjá og upp hrygginn norðan árinnar. Síðan er stefnt á toppinn. Vegalengd samtals um 12 km. Hækkun 1140 m. 13


Þaulinn með Ferð

14


ðafélagi Akureyrar

Miðhálsstaðaháls 460 m er á milli Hörgárdals og Öxnadals. Ekið er inn í Hörgárdal (815) og yfir brú á Hörgá, áfram til vinstri (814 Myrká) og yfir gamla brú á Hörgá og áfram vegslóða til suðurs að skógræktinni. Hægt er að leggja bíl­ um við veginn utan við ristarhlið á skógræktar­ girðingunni. Fyrst er farið yfir gamla girðingu og gengið upp um kjarri vaxna hóla þar til komið á hrygginn utan við skógræktargirðinguna. Hon­ um fylgt á leiðarenda þar sem kassinn er. Mjög gott útsýni er yfir Hörgárdalinn og hliðardalina. Vegalengd samtals um 5 km og gönguhækkun 15 370 m.


Þaulinn með Ferð

16


ðafélagi Akureyrar

Skólavarða 675 m er á vesturbrún Vaðlaheiðar og er hún kennd við MA. Gott útsýni er yfir Ak­ ureyri og byggðina vestan fjarðarins ásamt fjall­ lendinu frá Kerlingu og út til Kaldbaks. Ekinn er gamli Vaðlaheiðarvegurinn (832) að afleggjara upp með trjálundi utan við Værðarhvamm í Veigastaðalandi. Gengið þaðan eftir merktri leið upp heiðina að vörðunni. Vegalengd samtals um 17 6 km og gönguhækkun 530 m.


Þaulinn með Ferð

18


ðafélagi Akureyrar

Uppsalahnjúkur 940 m er yst á Staðarbyggðar­ fjalli og er þar einkar gott útsýni út Eyjafjörðinn og inn í Eyjafjarðardali. Ekið er að Öngulstöðum 4 og farin vegslóð til austurs upp að sumarhúsinu Seli í Öngulstaðalandi. Gengið þaðan á hnjúk­ inn eftir stikaðri leið um skógræktarsvæði að Hausvörðunni og inn eftir fjallinu um greiðfær holt. Síðan er stefnt austanvert við hnjúkinn, og upp norðausturhrygginn uns komið er á toppinn í um 940 m hæð. Vegalengd samtals um 10 km. 19 Gönguhækkun 760 m.


Þaulinn með Ferð

20


ðafélagi Akureyrar

Baugasel 290 m er gamall bær og hefur íbúðar­ húsið verið gert upp af Ferðafélaginu Hörgi. Ekið er að býlinu Bugi í Hörgárdal og gengið eftir veg­ slóða inn að Baugaseli. Vegalengd gönguleið­ ar frá Bugi að Baugaseli er samtals 13 km og hækkun um 200 m. Aka má áfram á jepplingum að trébrú á Barká í Hörgárdal og er vegalengd gönguleiðar þaðan að Baugaseli samtals um 4 km og hækkun 30 m. 21


Þaulinn með Ferð

22


ðafélagi Akureyrar

Krossanesborgir eru frábært fuglaskoðunar­ svæði fyrir alla fjölskylduna. Þar er mjög góð aðstaða til fuglaskoðunar úr fuglaskoðunarhúsi. Þetta er upplagður sunnudagstúr fyrir stóra og smáa. Ekið er að bílastæði við Óðinsnes þar sem gangan hefst. Vegalengd að fuglahúsi er samtals um 2.5 km. 23


Þaulinn með Ferð

24


ðafélagi Akureyrar

Gamli 270 m er skátaskáli ofan við Kjarnaskóg. Ekið er að bílastæði við Kjarnakot og farinn göngustígurinn efst í skóginn/skóginum. Síð­ an farinn gönguslóði (merkt Kirkjusteinn) upp eftir Kjarnakambi á brúnina þar sem komið er á göngustíg/hjólastíg og honum fylgt áfram að skálanum. Sjá einnig upplýsingaskilti við Kjarna­ kot. Vegalengd samtals um 4,6 km og göngu­ hækkun 230 m. 25


Þaulinn með Ferð Gataðu Stöð 1: Skrifstofa FFA

Gataðu Stöð 2: Harðarvarða

Gataðu Stöð 3: Kaldbakur

Gataðu Stöð 4: Miðhálsstaðaháls

Gataðu Stöð 5: Skólavarða

Gataðu Stöð 6: Uppsalahnjúkur Nafn: Heimili: Sími:

26

"

Svarblað fullorðinna Skrifaðu leyniorðin hér fyrir neðan og gataðu fyrir hverja stöð


ðafélagi Akureyrar "

Svarblað barna Skrifaðu leyniorðin hér fyrir neðan og gataðu fyrir hverja stöð Stöð 1: Skrifstofa FFA

Gataðu

Stöð 2: Baugasel

Gataðu

Stöð 3: Krossanesborgir fuglahús

Gataðu

Stöð 4: Gamli

Gataðu

Nafn: Aldur: Heimili: Sími:

27


Þaulinn með Ferð Skilaðu svarblaðinu á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23, 600 Akureyri Lokafrestur til að skila inn svörum er 20. september 2021. Þegar frestur er útrunninn verður dregið úr inn­ sendum svarblöðum og vinningar afhentir. Það verður auglýst sérstaklega. Hafir þú fyrirspurnir eða vantar upplýsingar, vinsam­ legast hafðu þá samband við: FFA, sími 462 2720 mánud. - föstud. kl. 14.00-17.00 eða sendu tölvupóst á ffa@ffa.is Gangi þér vel!

28


ðafélagi Akureyrar

29


Þaulinn með Ferð

30


ðafélagi Akureyrar

Kálfafoss

31


32

Profile for Ingimar Arnason

Þaulinn 2021  

Þaulinn er skemmtileg og góð afþreying fyrir alla fjölskylduna og tækifæri til hollrar útiveru í Eyjafirði. Fjölbreyttar útivistarvörur í v...

Þaulinn 2021  

Þaulinn er skemmtileg og góð afþreying fyrir alla fjölskylduna og tækifæri til hollrar útiveru í Eyjafirði. Fjölbreyttar útivistarvörur í v...

Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded