

Hjá Epal finnur þú úrval af jólagjöfum fyrir þá sem standa þér nærri. Skoðaðu jólagjafahandbókina okkar og fáðu hugmyndir að jólagjöfum sem hitta í mark, sjáðu heillandi jólaskreytingar og hver veit nema sitthvað leynist á næstu blaðsíðum sem mun enda undir jólatrénu þínu í ár.
Jólaandinn verður allt umlykjandi í verslunum Epal í desember með tilheyrandi jólastemmningu og hlýju. Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn og hægt er að versla jólagjafirnar heima í stofu í rólegheitum.
Við tökum vel á móti ykkur Starfsfólk Epal
Vasi Aer, AUDO 33.500 kr
Multi-Lite hleðslulampi, GUBI 63.800 kr
Blómapottur Hourglass S FERM LIVING 19.900 kr
Ilmstangir Twilight, SCENT OF COPENHAGEN 7.500 kr
Kertastjaki Interconnect, AUDO 54.500 kr
Wire hillueining, MONTANA 28.300 kr
Stóll Svanurinn, FRITZ HANSEN Verð frá 589.900 kr
Snagi Afteroom, AUDO 21.000 kr
Skál Fountain S, FERM LIVING 9.500 kr
Kaffivél beige, SJÖSTRAND 64.990 kr
Sængurverasett TEKLA 24.800 kr Rauðvínsglös 2/pk. FREDERIK BAGGER 10.900 kr
Borð Lato, &TRADITION
Verð frá: 84.900 kr
Strýtuvasi regn svartur, INGA ELÍN 17.900 kr
Plakat solid shapes 50x70, PAPER COLLECTIVE 7.800 kr
Púði Frida, CHRISTINA LUNDSTEEN 24.500 kr
Skurðarbretti 50x27, SKAGERAK 19.400 kr
Kertastjaki Uno, AYTM 19.950 kr
Handsápa Columnae, FRAMA 6.900 kr
Skál Nium stór, FERM LIVING 21.500 kr
Eldvarnarteppi beige, PRINTWORKS 9.800 kr
Tréstytta Bird, ARCHITECTMADE 6.800 kr
Rúmteppi Mega Dot, HAY
Verð frá: 28.800 kr
Kanna Momento, &TRADITION 24.500 kr
Diskur m/hólfum & sogskál, TRIXIE 3.700 kr
Sparibaukur sebrahestur, KIDS BY FRIIS 4.100 kr
Bangsi panda, FERM LIVING 7.950 kr
Leikfang blinky the owl, SEBRA 5.950 kr
Afmælislest, SEBRA 11.300 kr
Barnasvunta & kokkahúfa, SEBRA 4.800 kr
Smekkur m/ermum, TRIXIE 3.500 kr
Læknasett, TRIXIE 5.950 kr
Skiptiborð m/skúffum, SEBRA 132.000 kr
Minningarbók, PRINTWORKS 5.600 kr
Bakpoki Mrs.Unicorn, TRIXIE 6.500 kr
Teiknispjald, SEBRA 5.500 kr
Brunabíll, TRIXIE 7.600 kr
Vatnsflaska Mr.Dino, TRIXIE 3.450 kr
Stútkanna Mrs.Cat, TRIXIE 2.400 kr
Matarsett Mini Love 3/pk, DESIGN LETTERS 10.500 kr
Eldhúsviðarleikföng, SEBRA 5.200 kr
Baðleikfang , MATCHSTICK MONKEY 5.400 kr
Motta BUNNY, LORENA CANALS 22.900 kr Dúkka mjúk LI, SEBRA
Lampaskermur Dot, NOFRED 2.950 kr
Tágakarfa pera L, FERM LIVING 12.300 kr
Barnastóll Tripp Trapp, STOKKE 40.900 kr
Teppi Brynja, EPAL 26.000 kr
Kollur Bit, NORMANN COPENHAGEN 32.900 kr
Borðtennis ping pong, PRINTWORKS 11.500 kr
Spegill Pose, NORMANN COPENHAGEN 19.950 kr
Tréstytta Sangfugl, KAY BOJESEN 12.900 kr
Myndaalbúm, PRINTWORKS 5.600 kr
Hilla Pocket, STRING Verð frá: 23.800 kr
Sængurföt Outline, HAY 15.900 kr
Kerti Kisa, PYROPET 5.300 kr
Sokkar Gelato, EAT MY SOCKS 2.500 kr
Spil Yatzy, PRINTWORKS 1.950 kr
Snagar Dots metal 5/pk, MUUTO 11.900 kr
Geymslubox Jewellery, HAY 3.300 kr
Knot púði, DESIGN HOUSE STOCKHOLM 21.900 kr
Baðsloppur m. hettu, TEKLA 29.900 kr
Krukka Arura, AYTM 5.250 kr
Fjöltengi square 2 m/UBS C, AVOLT 8.900 kr
Hleðslulampi Setago, &TRADITION 19.900 kr
Klippimyndir, PRINTWORKS 6.950 kr Plakat Luna, PAPER COLLECTIVE 7.800 kr
Teiknisett, PRINTWORKS 8.500 kr
Náttföt sett Outline, HAY 26.800 kr
Tréstytta Audrey, LUCIE KAAS 6.900 kr
Vatnsflaska MIZ margir litir, HAY 1.800 kr
Stílabók journal, KARTOTEK 4.500 kr
Andlitsmaski, HUMDAKIN 1.900 kr
Vasi Lee, COOEE 16.800 kr
Sængurföt Rendur, IHANNA HOME 17.900 kr
Náttföt, TEKLA 41.800 kr
Handsápa, &TRADITION 4.950 kr
Handklæði, TEKLA
Verð frá 2.900 kr
Kampavínsglös Ripple 2/pk FERM LIVING 6.200 kr
Ferðagufujárn CIRRUS 3, STEAMERY 24.900 kr
Baðsloppur field, FERM LIVING 16.500 kr
Lesgleraugu E Reading, IZIPIZI 7.900 kr
Bolli alphabet, ROYAL COPENHAGEN 13.800 kr
Kertastjaki, STOFF NAGEL 9.800 kr
Skál Fem, NORMANN COPENHAGEN 11.950 kr
Ferðamál, KINTO 6.900 kr
Kertastjaki, NORMANN COPENHAGEN 31.950 kr
Skurðarbretti, EVASOLO 10.500 kr
Glös Spirit 2/pk FREDERIK BAGGER 9.500 kr
Áhaldabox hip flask, PRINTWORKS 6.250 kr
Room spray Mnemonic, &TRADITION 7.500 kr
Glasamottur Shard 4/pk, FERM LIVING 4.800 kr
Bók Stillness, NEW MAGS 13.500 kr
Kanna Signature S, RO COLLECTION 5.200 kr
Vasi Gry, COOEE 44.000 kr
Pizzasteinn Ø35 EVA SOLO 7.400 kr
Balsamikedik m/kirsuberjum, GRIDELLI 4.950 kr
Skál SIGNATURE L, RO COLLECTION 9.950 kr
Ofnhanski & pottaleppur, MARIMEKKO 6.300 kr
Leðursvunta Vintage, DUTCH DELUXES 23.300 kr
Kokteilglös Bernadotte 2/pk, GEORG JENSEN 5.500 kr
Uppskriftarbók, PRINTWORKS 6.700 kr
Steikarpanna, ENDEAVOUR 18.800 kr
Kaffisett, KINTO 26.900 kr
Áhaldabox Pizza tools, PRINTWORKS 6.250 kr
Ólífuolía 500 ml, KOPOS 4.650 kr
Glös Ripple frosted 4/pk, FERM LIVING 9.200 kr
Viskísteinar Sky 4/pk, GEORG JENSEN 7.200 kr
Bolli Terra 300 ml. KINTO 4.950 kr
Kökudiskur Fountain, FERM LIVING 14.500 kr
Bók The Nordic Cookbook, NEW MAGS 9.900 kr
Pressukanna 1 L, STELTON 9.400 kr
Olíukanna Alfredo, GEORG JENSEN, 14.500 kr
Winter Selection box, LAKRIDS BY BÜLOW 5.300 kr
Skurðarbretti 3/pk, FERM LIVING 19.900 kr
Skál, ROYAL COPENHAGEN 19.500 kr
Uppþvottastandur, HUMDAKIN 9.500 kr
Olía appelsínu & chili ADD WISE 2.150 kr
Áhaldabox Pasta tools, PRINTWORKS 6.950 kr
Jólatré 2/pk, NOVOFORM
7.300 kr
Kertahús Gingerbread, KÄHLER 5.950 kr
Jólakerti, URÐ 6.900 kr
Kertastjaki Bowl, FERM LIVING 10.700 kr
Api í jólapeysu, KAY BOJESEN 19.900 kr
Jólatréstoppur, GEORG JENSEN 13.400 kr
Myndaalbúm, PRINTWORKS 8.500 kr
Jólaskeiðin 2024, GEORG JENSEN 5.500 kr
Krús Hammershøi 2024, KÄHLER 4.650 kr
Dagatalskerti, FERM LIVING 3.200 kr
Kertastjaki Momento, &TRADITION 9.950 kr
Jólahandsápa, HUMDAKIN 3.300 kr
Jólakúla 2024, KÄHLER 3.600 kr
Jólatrésdúkur, FERM LIVING 9.950 kr
Bolli og diskur, MARIMEKKO 8.200 kr
Gjafasett Yuletide, SKANDINAVISK 5.950 kr
Sparrow m.jólahúfu, NOVOFORM
Verð frá 6.000 kr
Kertastjaki Season, GEORG JENSEN 19.900 kr
Bók Desember, Home & Delicious 8.900 kr
Servíettuhringir 4/pk, FERM LIVING 6.900 kr
Stytta Snowie, COOEE 2.900 kr
Lakkrís Classic, LAKRIDS BY BÜLOW 1.600 kr
Jólaórói 2024, GEORG JENSEN 8.250 kr
Winter Selection box, LAKRIDS BY BÜLOW 3.100 kr
Kúlupenni, MARK’S EUROPE 2.450 kr
Fata system, HUMDAKIN 6.900 kr
Stílabók Yearly planner, NEW MAGS 6.650 kr
Karfa Restore, MUUTO 14.500 kr
Dagatal Weekly planner, KARTOTEK 2.400 kr
Krukka Schale, KINTO 5.950 kr
Dagatal 2025, HEIÐDÍS 5.950 kr
Álbox, HAY 1.950 kr
Stílabók auð blöð, NEW MAGS 3.700 kr
Skipulagsbox, PRINTWORKS 7.500 kr
Penni plus 24/pk, KARTOTEK 2.950 kr
Klippur Pallarés, AUDO 21.000 kr
Vasi Uva, AYTM 17.900 kr
Blómapottur og undirskál, BERGS POTTER 4.600 kr
Vasi shell, FERM LIVING 12.700 kr
Fata, OMNIOUTIL
Verð frá 2.950 kr
Vökvunarflaska, OLLA PEPIN 3.900 kr
NEW MAGS 6.300 kr
Vökvunarkanna, FERM LIVING 14.900 kr
Blómapottur Hydrous, AUDO 10.500 kr
Vasi Reflection, RO COLLECTION 12.900 kr
kr
Blómaúði, AYTM 10.300 kr
Púði, ANNA THORUNN
13.400 kr
Sængurver, ERNA
19.900 kr
Borð Aria, DÖGG GUÐMUNDS
64.900 kr
Tréstytta Lóa lítil, HEKLA 7.800 kr
Uppskriftarbók, COOCO’S NEST 11.000 kr
Kjarvalsstóllinn, ONECOLLECTION 139.800 kr
Skriðuból silkislæða, FARMERS MARKET 7.500 kr
Bolli gylltur, INGA ELÍN 12.000 kr
Umami salt gjafakassi, UMAMI 5.200 kr
Teppi, IHANNA HOME 22.500 kr
Gjafasett, SPA OF ICELAND 6.700 kr
Sjampó Birkir, SÓLEY 3.100 kr
Kertastjaki Bogi, HAF STUDIO
kr
Sloppur Skák, SALÚN
Kollur, FUZZY 79.000 kr
Vasi Dolce bleikur, ANNA THORUNN 16.900 kr
Kúla Earth 40cm, KULA BY BRYNDIS 48.000 kr
Vaðfugl, NORMANN
Snyrtitaska, TAKK HOME 4.900 kr
Ullarslá, AS WE GROW
Vasi/Stjaki, FÓLK REYKJAVÍK
kr
Sápa Stormur, URÐ 5.450 kr
kr Silkislæða Steina, MORRA
Batterískerti 2/pk, UYUNI LIGHTING 5.400 kr
Minnisspil, PRINTWORKS
Spil -Movie geek, PRINTWORKS 4.500 kr
kr Kerti Evoke, FERM LIVING
Kerti SQUARE 4/pk, HAY 2.400 kr
Spil - 4 in a row, PRINTWORKS
Spil Backgammon, PRINTWORKS 8.500 kr
Kerti Column, HAY 5.200 kr
PRINTWORKS 9.450 kr
Kerti DRYP 2/pk, FERM LIVING 1.650 kr
Kerti Spire 6/pk, AUDO 5.900 kr Ilmkerti Hygge 65gr, SKANDINAVISK 3.300 kr
Gólflampi Ancora, FERM LIVING 96.500 kr
Gólflampi AJ, LOUIS POULSEN 172.700 kr
Borðlampi Wire, VERPAN 104.900 kr
Vegglampi Spot 524, VIPP 42.500 kr
Borðlampi PH3/2, LOUIS POULSEN 195.800 kr
Hengilampi PH5, LOUIS POULSEN 147.800 kr
Vegglampi BL5, GUBI 106.400 kr
Matin borðlampi, HAY 36.900 kr
Hleðslulampi Grasp, FRANDSEN 29.900 kr
Hleðslulampi Raku, &TRADITION 41.500 kr
Borðlampi FORMAKAMI JH18, &TRADITION 36.900 kr
Borðlampi Wing, AUDO 91.900 kr
Hleðslulampi Arum, FERM LIVING 27.900 kr
Hleðslulampi Manhattan, &TRADITION 32.900 kr
Hengilampi 586, VIPP 85.900 kr
Hleðslulampi Como, &TRADITION 32.900 kr
Borðlampi, PANTHELLA 250, LOUIS POULSEN 75.000 kr
Borðlampi Jet Black, ANGLEPOISE 44.000 kr
Vegglampi Sasi, NUURA 159.900 kr
Borðlampi Night owl, FRITZ HANSEN 38.900 kr
Gólflampi Flowerpot VP12, &TRADITION 98.000 kr
Veggljós Nelson, HAY 137.500 kr
Hleðslulampi VP9, &TRADITION 27.900 kr
Vuelta hleðslulampi, FERM LIVING 14.900 kr
Íslenska handverksfyrirtækið Umami Sea Salt sérhæfir sig
í framleiðslu á salti sem búið er að blanda með íslensku þangi og handtíndum þara. Umami Sea Salt er hannað af matreiðslumanninum Völundi Snæ Völundarsyni með það að markmiði að auka dýpt bragðsins. Það sem gerir Umami saltið einstakt er þarablandan en umami er í miklu uppáhaldi hjá matreiðslumönnum og matgæðingum um heim allan enda gefur það matnum afgerandi undirtón og aukna dýpt.
Salún er íslenskt hönnunarfyrirtæki á hraðri uppleið sem sérhæfir sig í heimilistextíl. Salún er óður til hins einstaka, íslenska salúnavefnaðar en djörf munstrin byggja á hefðum og reglum sem salúnvefnaðurinn krefst. Menningararfur er Salún mikilvægur og við hönnun og framleiðslu á vörunum er lögð áhersla á að upphefja og sameina íslenskan menningararf sem samtvinnast í textíl-og sundlaugamenningu þjóðar..
Árið 2024 markaði 150 ára afmælisár danska ljósaframleiðandans Louis Poulsen og í tilefni þess kynntu þau til sögunnar nokkur af þekktustu ljósum hönnunarsögunnar í nýjum útgáfum. Saga Louis Poulsen hófst í Kaupmannahöfn fyrir 150 árum síðan, árið 1874, þegar fyrirtækið hóf innflutning á eðalvínum frá öllum heimshornum. Og þegar rafmagn kom á borgina hóf þetta litla fjölskyldufyrirtæki þróun sína í átt að því að verða heimsþekkti ljósaframleiðandinn sem við þekkjum í dag.
Strýtuvasarnir eru glæsileg nýjung frá íslenska vörumerkinu Inga Elín og eru þeir frábær viðbót fyrir þá sem eru að safna öðrum verkum Ingu Elínar. Vasarnir eru 20 sentímetrar á hæð og henta því jafnt undir smáa sem stóra vendi. Vasarnir koma í þremur gerðum, með blárri, svartri og gylltri skreytingu.
Nýjasta afurð EPAL og URÐ er dásamlegt ilmkerti sem ber heitið Bylur. Fátt er ljúfara en ilmandi kertaljós á köldu vetrarkvöldi. Ilmurinn Bylur er mjúkur og umvefur þig með blöndu af ferskri furu, seiðandi reykelsi, jarðbundnum sedrusvið og mjúkum musk tónum. Kertið inniheldur blöndu af soja- og býflugnavaxi, þráðurinn er 100% bómull. Bylur er væntanlegt í verslanir Epal um miðjan nóvember.
Fuglanir hennar Lisu Larson (1931-2024), sem var einn þekktasti og ástsælasti hönnuður Svíþjóðar, höfðu hreiðrað um sig í sumarhúsi hennar frá árinu 1967 sökum þess hve erfitt reyndist að framleiða þá. Næstum því gleymdir ásamt svo mörgum öðrum gimsteinum eftir þessa virtu listakonu sem skapaði list í yfir sjö áratugi. Nú hafa fuglarnir verið endurvaktir og fá að leika frjálsir eftir að Design House Stockholm hóf framleiðslu á þessum líflegu fuglum sem innblásnir eru af blómlegu tímabilinu í kringum lok sjöunda áratugarins. Birds 1967, fuglarnir eftir Lisu Larsson eru mættir í Epal.
Vipp kynnir nú aftur til sögunnar, áratug síðar, ruslatunnu og smáhlutalínu úr óhúðuðu ryðfríu stáli. Í tilefni af 85 ára afmælisári vörumerkisins sem stofnað var árið 1939, og til þess að heiðra ríka sögu þess í stálsmíði hefur vörulína þeirra nú verið stækkuð með þessum klassísku Vipp vörum sem sýna hráan kjarna hönnunaruppruna Vipp.
RE·ESSENCE sápurnar eru spennandi nýjung í Epal sem samanstanda af litlum áfyllingum af handsápudufti ásamt margnota handsápuskömmturum úr gleri. Vissir þú að handsápur innihalda allt að 90% vatn? Afhverju ekki að bæta því við heima?
RE·ESSENCE hefur það markmið að sameina vandaða norræna hönnun og á sama tíma að draga úr notkun á einnota plasti og draga úr losun koltvísýrings um 92% enda vörurnar margfalt léttari í flutningi. Með aðeins 27 grömmum af duftinu færð þú 340 ml af lúxushandápu!
Kids Concept er nýtt vörumerki í Epal sem kemur til með að auka vöruúrvalið fyrir yngstu kynslóðina svo um munar og má þar finna vönduð viðarleikföng sem örva hugmyndarflugið og ýta undir virkan leik og leikgleði barna. Sænska vörumerkið Kids Concept leggur mikla áherslu á að framleiða vörur sínar úr vönduðum og endingargóðum sjálfbærum efnum og svo hægt sé að láta leikföngin ganga kynslóða á milli. Kids Concept er væntanlegt í verslanir Epal um miðjan nóvember.
Aery eru ný lúxus ilmkerti í Epal sem munu fylla heimilið þitt af einstökum ilmi. Kertin eru handgerð í Bretlandi og framleidd úr náttúrulegum efnum.. Aery kertin koma í fallegum gjafakössum með áherslu á vellíðan. Hvort sem þú ert aðdáandi af frískandi sítruskeim, krydduðum viðarilm eða afslappandi lavender, þá er eitthvað til fyrir alla hjá Aery. Kertin eru væntanleg í verslanir Epal um miðjan nóvember.
Crateit eru skemmtileg viðarleikföng sem sameina sköpun og leik barnsins. Leikföngin eru einstök vegna þess að þau ögra því hvernig börn leika sér, hér eru engar reglur. Er grasið blátt og kýrin rauð? Það er algjörlega undir ímyndunarafli barnsins komið. Viðarleikföngin eru gerð fyrir börn til að lita og smíða eins og þau vilja. Í vöruúrvalinu má finna einhyrninga, risaeðlur, sveitabæi og fleira.
Ljósin frá danska ljósaframleiðandanum Frandsen eru spennandi nýjung í ljósadeild Epal. Frandsen var stofnað árið 1968 af Benny Frandsen og hefur síðan þá haldið fast við danska hönnunararfleið sína og á sama tíma kynnt til sögunnar nýja strauma og lýsingarlausnir. Frandsen býður frábært úrval af vönduðum ljósum í ótal útfærslum, allt frá klassískum loftljósum, lömpum, hleðslulömpum
ásamt byltingarkenndum þráðlausum LED veggljósum og útiljósum sem munu án efa vekja mikla eftirtekt.
Á Hönnunarmars fyrr á árinu
kynnti Epal til sögunnar nýja vörulínu sem unnin var út frá baðmenningu Íslands. Heiti vörulínunnar var BAÐ og var unnin í samstarfi við Flothettu, Ihanna Home, Margréti Jónsdóttur leirlistakonu og Sóley Organics.
„Epal telur vera vöntun á íslenskum vörum sem byggja á þessari sögu og gerir baðupplifun betri og innihaldsríkari fyrir heimamenn sem og erlenda ferðamenn. Þessa vegna var leitað til nokkurra sérfróðra hönnuða sem hafa þekkingu og reynslu hver á sínu sviði.“ Áherslan er á þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við okkar séríslensku baðmenningu sem á sér sterka og langa sögu og hefðir.
Vörulína BAÐ er væntanleg í Epal í byrjun desember.
Viðtöl við fólk úr ýmsum áttum um jólahefðir, aðventuna og því sem það óskar sér fyrir komandi jól
Iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir, eða Sigga Heimis eins og hún er kölluð, nýtur í dag aðdraganda jólanna á annan hátt en áður, þegar börnin voru lítil og meira var um reddingar fyrir jólaböll og gjafir í skóinn. Núna er nóvember og desember mánuðir þar sem hún nýtur skammdegisins með kertum og notalegheitum.
Gerir þú mikið úr tímanum fram að jólum og hvað þá helst?
Ég er hætt að baka smákökur, að undanskildu smákökudeigi sem fæst tilbúið í næstu matvörubúð -og skrifa jólakort og gíra upp stressið að óþörfu. Ég reyni að eiga góða tíma með mínu besta fólki, fara á tónleika, og njóta. Svo hef ég verið svo heppin að fá að halda vinnustofu í samstarfi við Rauða Krossinn fyrir flóttafjölskyldur þar sem við búum til jólaföndur og hátíðar stemmningu. Og ég má ekki gleyma árlegum Limoncello-hittingi með góðum vinkonum en þá búum við til Limoncello frá grunni sem fer í jólasokka vel valinna aðila.
Áttu þér uppáhalds mat eða sætindi sem þú tengir sérstaklega við þennan tíma? Múrsteinarnir hennar mömmu eru bestu smákökur í heimi! Og rjúpurnar hennar á aðfangadag eru ólýsanlega góðar, það toppar þær ekkert.
Uppáhalds tónlist og góða lykt?
Það er fastur liður að sjá Sigríði Thorlacius og Sigurð Guðmunds rétt fyrir jól og svo hef ég sterka tengingu við jólalög sem voru spiluð mikið á heimili mínu í æsku. Lykt af nýbökuðum piparkökum er besta jólalyktin, það er bara svoleiðis.
Hvaða litlu gjöf tækir þú með þér í matarboð?
Mér finnst skemmtilegra að gefa hluti með þýðingu og sem dæmi um smágjöf þá get ég nefnt tappa úr marmara sem ég og vinkona mín hönnuðum úr afgangs marmara. Flaskan fær þá framhaldslíf og nýtist t.d. sem vatnsflaska.
Er eitthvað sem þú værir til í að kaupa fyrir heimilið fyrir jólin? Ég hef aldrei skilið af hverju fólk fer í stressgírinn fyrir jólin varðandi húsgagnakaup. En ég get misst mig í öllu smádótinu sem býðst en nú á ég svo mikið af jóladóti að það er ekki pláss fyrir meira. Ég var listrænn stjórnandi hjá IKEA í nokkur ár fyrir jólavörulínuna og þá safnaði ég upp vandræðalega miklu magni af jóladóti svo það verður ekki keypt í bráð.
Hvaða þrjú atriði myndir þú setja á óskalistann þinn fyrir jólin? Ég vil fyrst og fremst njóta með mínu allra besta fólki. Svo langar mig að jólin verði eins stresslaus og slök og kostur gefst. Ég ætla að gefa, frá mér til mín tvo Y-borðstofustóla frá Carl Hansen í guðdómlegu tekki með fléttaðri setu, í viðbót við þá fjóra sem ég á. Svo fæ ég frá jólasveininum (mér) teketil en loksins fann ég fallegan hraðsuðuketil en framboðið er sorglega lítið af fallegum kötlum. Að lokum væri frábært að fá hvít jól og fullt af snjó svo það væri hægt að fara út að leika.
Margrét Jónsdóttir leirlistakona á Akureyri byrjar snemma að hugsa um jólin, ekki seinna en um miðjan október starfs síns vegna og gerir hún það með ánægju þar sem jólin eru hennar uppáhaldstími. Margrét kom að gerð bókarinnar Desember árið 2021 ásamt dóttur sinni Móheiði og þeim Höllu Báru og Gunnari Sverrissyni ljósmyndara. Bókin er um desember, aðventuna og jólin og fyllir þig af innblæstri og hugmyndum fyrir þennan árstíma.
Gerir þú mikið úr tímanum fram að jólum og hvað þá helst? Þegar jólaljósin fara að ljóma um borg og bí og smákökuilmur læðist út um eldhúsgluggana, þá er gaman að vera til og finna tilhlökkunina koma til manns. Það er hefð hjá okkur að hitta vini á aðventunni og svo er laufabrauðsgerðin fastur liður með fjölskyldunni.
Áttu þér uppáhalds mat eða sætindi sem þú tengir sérstaklega við þennan tíma?
Á mínu heimili bökum við alltaf Saffranbollur þann 13. desember sem er dagur heilagrar Lúsíu. Það er dásamlegt að eiga þær með morgunkaffinu á aðventunni.
Uppáhalds tónlist og góða lykt?
Jólatónlistin er ómissandi og ég hef einstakt dálæti á lagi Ólafs Gauks ,,Yfir fannhvíta jörð leggur frið” í flutningi Pálma Gunnarssonar. Þegar ég kem heim úr vinnunni í skammdeginu þá er svo notalegt að kveikja upp
í arninum og þá leggur góðan ilm frá eldstæðinu og svo elska ég góðu ilmkertin frá Urð.
Hvaða litlu gjöf tækir þú með þér í matarboð?
Ilmandi jólakerti er upplögð og falleg gjöf sem ég tæki með mér í matarboð í desember.
Er eitthvað sem þú værir til í að kaupa fyrir heimilið fyrir jólin?
Mig langar svo sannarlega í Borðlampann Tolomeo Micro og það væri gaman að setja hann upp hér í stofunni rétt fyrir jólin. Ekki væri nú verra að eignast gólflampann líka.
Hvaða þrjú atriði myndir þú setja á óskalistann þinn fyrir jólin? Á óskalistann minn í ár set ég sundtöskuna eftir Unni Valdísi úr hönnunarlínunni Bað, ruslafötuna Vipp og svo er ég rosa skotin í
Bernadotte kaffikönnunni. ,,Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá”.
Kaupmaðurinn Sindri Snær Jensson, einn af eigendum
Flatey pizza og Húrra Reykjavík byrjar snemma að huga að jólunum verandi í verslunarrekstri. Hann kemst þó ekki sjálfur í jólagírinn fyrr en nær jólunum eða jafnvel síðustu vikuna fyrir jól þegar hann sér að vel hafi gengið í verslun og mega þá jólin koma. Á aðfangadaginn sjálfan og dagana þar eftir er hann í svakalegum jólagír, hlustandi viðstöðulaust á jólaplaylistann sinn.
Gerir þú mikið úr tímanum fram að jólum og hvað þá helst? Kannski er ég algjör klisja en ég horfi alltaf á The Holiday, Love Actually, Elf & Home Alone fyrir jólin. Við skreytum lítið heima en það er alltaf kveikt á kertum á kvöldin. Svo hlusta ég viðstöðulaust á jólaplaylistann minn sem heitir Chris og þar er mest á repeat Hugurinn fer hærra, Christmas Lights, Það Snjóar og All I want for Christmas is you. Svo er ég auðvitað mikið í Húrra fram að jólum og elska að hitta skemmtilegt fólk í miðbænum. Þar að auki er algjörlega nauðsynlegt að taka jólaseðilinn á Kastrup Hverfisgötu að lágmarki einu sinni en helst þrisvar. Ég náði fjórum skiptum síðustu jól.
Áttu þér uppáhalds mat eða sætindi sem þú tengir sérstaklega við þennan tíma? Ég elska flestan jólamat. Hamborgarhryggur þykir mér lostæti þó hann hafi átt undir högg að sækja undanfarin ár og þykir ekki töff. Svo er hangikjötið, rauðkálið, waldorf salatið, baunirnar og allt þetta dót sælgæti.
Tala nú ekki um purusteik, síld og alls konar graflax. Svo gerir Mamma alltaf lakkrístoppa, Lindor ís og alls konar góðgæti, ég hef í raun alls ekki gott af þessu öllu en það er annað mál.
Uppáhalds tónlist og góða lykt? Michael Buble & Sigurður Guðmundsson klikka ekki um jólin. Það er reyndar til alveg merkilega mikið af leiðinlegri jólatónlist svo maður þarf að velja playlistana vel. Svo er mikilvægt að hafa nóg af kertum.
Hvaða litlu gjöf tækir þú með þér í matarboð? Kampavín og súkkulaði. Eða ilmkerti og handsápu.
Er eitthvað sem þú værir til í að kaupa fyrir heimilið fyrir jólin? Svona heilt yfir vantar ekki mikið á heimilið. En það er rosalega gaman að eiga fallega karöflu fyrir malt&appelsín blönduna. Svo er ég að leita að góðum hringlóttum diskamottum á nýtt Vipp borðstofuborð sem við vorum að fá á heimilið.
Hvaða þrjú atriði myndir þú setja á óskalistann þinn fyrir jólin?
Samverustundir, fallegar stofuborðsbækur í anda Heimili/Bústaðir/Myndlist og svo myndlist eða prentverk eftir ungt íslenskt samtímalistafólk. Svo elska ég Vipp, hitaplattarnir frá þeim eru mjög flottir og stílhreinir.
Elísabet Alma Svendsen, hönnuður og eigandi Listval elskar aðventuna og vil helst að það sé orðið smá jólalegt í byrjun desember. Hún hefur þá skemmtilegu hefð að hittast með nokkrum vinkonum í lok nóvember og útbúa þær saman jólakransa sem kemur henni alltaf í jólagírinn.
Gerir þú mikið úr tímanum fram að jólum og hvað þá helst? Já í raun, mér finnst hefðirnar á aðventunni mjög skemmtilegar, t.d fara á tónleika og viðburði tengda jólahaldinu með fjölskyldu og vinum, föndra og baka með strákunum mínum og vinum.
Áttu þér uppáhalds mat eða sætindi sem þú tengir sérstaklega við þennan tíma?
Hangikjötið er mikilvæg hefð og svo höldum við maðurinn minn alltaf skötuboð heima, þetta tvennt má ekki klikka. Svo elska ég piparkökur með gráðosti og jólaísinn góði sem er bara gerður á jólunum.
Uppáhalds tónlist og góða lykt?
Ég á margar góðar jólaplötur og spila mikið vinyl plötur á jólunum, meira en ég geri yfir allt árið einhverra hluta vegna. Bing Crospy, Merry Christmas platan og Nú stendur mikið til með Sigurði Guðmunds og Memfismafíunni er í uppáhaldi. Á enga uppáhalds lykt, en grenilyktin er ómissandi yfir þennan tíma.
Hvaða litlu gjöf tækir þú með þér í matarboð? Reykelsi frá Fishersund og góða rauðvínsflösku.
Er eitthvað sem þú værir til í að kaupa fyrir heimilið fyrir jólin? Nóg af mandarínum og greni til að fá góða lykt í húsið.
Hvaða þrjú atriði myndir þú setja á óskalistann þinn fyrir jólin? Ég reyni eftir fremsta megni að kaupa gjafir eftir íslenska hönnuði þegar ég er sjálf að gefa gjafir og óska ég mér því sjálf að fá slíkt í jólapakkann. Morra slæða, As we grow alpaca ullarslá sem hefur verið lengi verið á óskalistanum og kertastjaka eða eitthvað fallegt frá Fólk Reykjavik.
Logi Pedro tónlistarmaður og vöruhönnuður dettur fyrst í jólagírinn seint í desember, rétt fyrir jólin og verslar hann jólapakkana á Þorláksmessu. Það sem raunverulega kemur þó með jólaandann til Loga Pedro er alvöru portúgalskur saltfiskréttur sem hann fær um hver jól.
Gerir þú mikið úr tímanum fram að jólum og hvað þá helst?
Nei ég reyni bara að halda haus og samgleðjast strákunum mínum sem eru rosalegir jólakettir.
Áttu þér uppáhalds mat eða sætindi sem þú tengir sérstaklega við þennan tíma?
Já við borðum alltaf alvöru portúgalskan saltfiskrétt um jólin og það er það sem kemur mér raunverulega í gírinn.
Uppáhalds tónlist?
Núna er það Iceguys, við erum Iceguys heimili og stákarnir heimta Iceguys jólalög allt árið.
Hvaða litlu gjöf tækir þú með þér í matarboð? Ég myndi kaupa fallega íslenska gjöf, handverk eða hönnun eða bara bæði. Kannski eitthvað frá Fólk Reykjavík, eða Önnu Thorunn.
Er eitthvað sem þú værir til í að kaupa fyrir heimilið fyrir jólin?
Eigum aldrei nóg af stólum, væri mikið til í nýja Maurinn frá Fragment Design og Fritz Hansen, myndi passa vel við gömlu maurana okkar heima
Hvaða þrjú atriði myndir þú setja á óskalistann þinn fyrir jólin?
Inkaborðið frá Fólk, Dedali vasa frá Ferm, Flag Halyard hægindastóll lífs míns.
Davíð Georg Gunnarsson arkitekt MAA bjó lengi í Kaupmannahöfn og kann í dag vel að meta þegar aðdragandi jólanna byrjar að koma fram í mismunandi skreytingum verslana eða upplifun í umhverfinu, og segist byrja að hugsa um jólin þegar hægt er að byrja að kaupa mistiltein á blómamörkuðum.
Gerir þú mikið úr tímanum fram að jólum og hvað þá helst? Eftir að hafa búið svona lengi erlendis þá hefur aðventan orðið stærri þáttur af jólunum hjá mér - litlu hlutirnir líkt og að hittast með fjölskyldu og vinum og borða góðan mat saman, drekka heitt jólaglögg í kuldanum, kaupa greni og blóm til að setja í vasa eða einfaldlega að kveikja á góðu jólakerti og horfa á kósý jólamynd.
Áttu þér uppáhalds mat eða sætindi sem þú tengir sérstaklega við þennan tíma?
Ég hef alist upp við að í forrétt á aðfangadagskvöld er uxahalasúpa sem mamma útbýr en hún er ómissandi partur af jólunum fyrir mig - bæði vegna þess hve vel hún smakkast en einnig ilmurinn sem kemur.
Uppáhalds tónlist og góða lykt?
Jólakötturinn með Björk, svo melankólískt lag en á sama tíma svo fallegt að mínu mati, fyrir utan hvað jólakötturinn er stór hluti af okkar menningu. Jólailmurinn frá Fischersundi eru unaðslegur að mínu mati.
Hvaða litlu gjöf tækir þú með þér í matarboð? Ég myndi taka litla fallega jólaskreytingu t.d. greni og túlípana og kippa einum Bülow jólalakkrís með.
Er eitthvað sem þú værir til í að kaupa fyrir heimilið fyrir jólin? Ég væri hiklaust til í að fá mér rúmföt frá TEKLA í fallegum litum og jafnvel slopp sem gott væri að henda sér í eftir gott bað.
Hvaða þrjú atriði myndir þú setja á óskalistann þinn fyrir jólin? Finnst alltaf gaman að fá fallegar bækur og þar væri nýja bókin ‘First House of Light’ frá Louis Poulsen efst á lista. AJ gólflampinn í stáli eftir Arne Jacobsen frá Louis Poulsen finnst mér ótrúlega formfagur lampi sem passar hvar sem er. Draumurinn væri síðan PK22 stóllinn í kanvas efni eftir Poul Kjærholm frá Fritz Hansen.
Gjafakort Epal er tilvalin gjöf sem hittir beint í
Sjá nánar á www.epal.is/gjafakort
í Epal þegar verslunin fagnar 50 ára afmæli sínu. Árið
markar stór tímamót
Epal var stofnað árið 1975 og hófst sagan þegar Eyjólfur Pálsson, stofnandi
Epal, kom heim frá Kaupmannahöfn að loknu námi í húsgagnahönnun.
Fljótlega gerði hann sér ljóst að sitthvað vantaði á Íslandi svo leysa mætti verkefni sem honum voru falin
á hönnunarsviðinu á þann hátt sem hann helst vildi. Þessi skortur varð kveikjan að stofnun Epal.
50 ára afmælisárinu verður fagnað
á ýmsa vegu sem við munum kynna nánar
á komandi mánuðum.
Við hlökkum til að fagna þessum tímamótum með ykkur
Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, þökkum við viðskiptin á árinu sem er að líða
Skeifan 6
Kringlan
Smáralind
Laugavegur 7
Flugstöð
Gróðurhúsið www.epal.is