FUNDARGERÐ VII LANDSFUNDAR ELSA Á ÍSLANDI
VII NATIONAL COUNCIL MEETING MINUTES
Miðvikudagur, 3. apríl 2024 | Wednesday, 3rd april 2024
16:00 – 17:30
VII landsfundur ELSA á Íslandi
Fundinn sitja:
Einar Freyr Guðmundsson (EFG)
Fundarstjóri | Chair
Aníta Lind Hlynsdóttir (Fundarritari/Secretary) (ALH) Aðalritari | Secretary General
Anna Kristín Einarsdóttir (AKE)
Halldís Embla Guðrúnardóttir (HEG)
Kjartan Sveinn Guðmundsson (KSG)
Sverrir Páll Einarsson (SPE)
Þór Hinriksson (ÞH)
SPE býður fundargesti velkomna
EFG setur VII landsfund ELSA á Íslandi kl. 16:09.
EFG: Hér með set ég VII landsfund ELSA á Íslandi
EFG: Nú hefst kosning á fundarstjóra landsfundarins
Markaðsstjóri | VP of Marketing
Gjaldkeri | Treasurer
Framkvæmdastjóri fræðastarfs | VP of Academic Activities
Forseti | President
Framkvæmdastjóri ráðstefna | VP of Seminars and Conferences
SPE: Ég tilnefni Einar Freyr Guðmundsson sem fundarstjóra
Einar Freyr Guðmundsson, samþykkir þú tilnefninguna?
EFG samþykkir tilnefninguna
Atkvæðagreiðsla um fundarstjóra landsfundarins:
Með: 6
Á móti: 0
Hjáseta: 0
Fjöldi atkvæða: 6
Einar Freyr Guðmundsson er kjörinn sem fundarstjóri VII landsfundar ELSA á Íslandi
Fundarstjóri: Fundarstjóri fundarins hefur verið kosinn einróma. Því næst skulum við kjósa um fundarritara landsfundarins
SPE: Ég tilnefni Anítu Lind Hlynsdóttir sem fundarritara.
Aníta Lind Hlynsdóttir, samþykkir þú tilnefninguna?
ALH samþykkir tilnefninguna.
Atkvæðagreiðsla um fundarritara landsfundarins:
Með: 6 Á móti: 0
Hjáseta: 0
Fjöldi atkvæða: 6
Aníta Lind Hlynsdóttir er kjörin sem fundarritari VII landsfundar ELSA á Íslandi.
Fundarstjóri: Aníta Lind er því kosin fundarritari fundarins með einróma atkvæðum Næst þarf að samþykkja fundardagskrá landsfundarins.
Atkvæðagreiðsla um fundardagskrá landsfundarins:
Með: 6
Á móti: 0
Hjáseta: 0
Fjöldi atkvæða: 6
Fundardagskráin er samþykkt einróma.
Fundarstjóri: Fundurinn hefur því verið settur Ég tek 2 lið dagskrárinnar fyrir en hann er skýrslur stjórnar Ég vil biðja virðulega forseta, Sverri, um að koma upp að pontu og kynna fyrir skýrslu stjórnar
SPE kynnir skýrslur landsstjórnar ELSA á Íslandi 2023-2024 og verkefni félagsins á Íslandi
SPE: Ég bið um að þetta sé sett í fundarskrá að beðið sé innilegrar afsökunar á því að Kjartan sé ekki á neinum myndum frá ICM í Georgíu sem ég senti á Önnu
SPE heldur áfram að kynna skýrslur stjórnar.
SPE: Eru einhverjar spurningar varðandi skýrsluna?
KSG: Hvernig gekk þetta með John Tailor? Gekk það vel?
SPE: Alveg einstaklega Við vorum alveg sex eða sjö í heildina sem mættum og hann [John klæðskeri] aðstoðaði okkur öllum með sníð.
HEG: Sex eða sjö manns?
SPE: Já, það voru um sjö einstaklingar sem mættu og viðbrögðin hafa gengið fram úr vonum. Ég legg til næstkomandi stjórnar að halda áfram með þetta einstaklega skemmtilega verkefni
SPE heldur áfram að kynna verkefni ELSA á Íslandi.
ÞH: Hefur þú heyrt í Arent vegna stöðunni á samningakeppninni?
SPE: Já, hann bauð sig fram sem director og keypti nokkrar bækur varðandi þessa keppni og er með scenario um að við getum byrjað að halda keppnina bráðlega
ÞH: Hann er þá director núna? Verður hann áfram með keppnina?
SPE: Já, það virðist vera. Allt er til og Arent er með bækurnar akkúrat núna og sér fram um að klára það.
SPE heldur áfram og kynnir verkefni ELSA á alþjóðavísu
SPE: Eru einhverjar spurningar varðandi þessi verkefni? Mér sýnist ekki.
SPE kynnir framtíðaráform félagsins
KSG: Ég er að velta fyrir mér hvort það væri ekki tilvalið að peppa meira SELS fyrir laganemum hér
Þetta er tækifæri til að bæta sérþekkingu og líka í útlöndum
ÞH: Það væri hægt að henda í testimonial eins og fyrra. Ég fór á tvo SELS í fyrra til dæmis.
KSG: Sama eins og með John Tailor, það skiptir í raun ekki máli hvort það er nógu áhugi fyrir þessu fyrst, þetta getur stækkað. Það eru heldur ekki peningarnir sem skipta máli, þetta er ekki það dýrt er það ekki?
ÞH: Nei þetta er hræódýrt, bara 375€ fyrir vikuna
KSG: Það getur nefnilega verið góð hugmynd að auglýsa SELS meira hér
ÞH: Tökum dæmi um SELS í Genf, sem er dýrasta borg heims. Aðeins 375€ á viku með allt innifalið, fyrir gistingu, fæði og menningardagskrá
KSG: Já þetta er geggjað. Hversu oft hefur þú farið?
ÞH: Ég hef farið tvisvar Þó voru ákveðnir hnökrar fyrsta sumarið eftir COVID en þetta var geggjuð upplifun Ég er ennþá í samskiptum með laganemum sem ég kynntist þarna
AKE: Hvernig tekur þú námið?
ÞH: SELS er í ákveðnum máli hraðkúrs, þú ferð hratt í gegnum málefnin. Þegar ég fór til Danmerkur lærði ég um mannréttindi og mannréttindalöggjöf Þar var líka forseti Hæstaréttar Danmerkur með ávarp um mannréttindi og doktorsnemi með ávarp um réttindi hinsegin fólks Þetta voru geggjaðir fyrirlestrar Þegar ég var í Porto fórum við í púrtvínssmökkun en menningardagskrá er líka innifalin. Þar er verið að kynna menningu lands og þjóðar. Þetta er svakalega gaman og fræðandi.
AKE: Hvað ertu lengi úti? Hvað er það minnsta sem hægt er að taka?
ÞH: Þetta er alltaf vika en getur verið lengra ELSA meðlimir fá líka afslátt hjá Oxford Summer School í gegnum sama prógram í gegnum SELS og það er eitthvað sem við getum líka auglýst WELS er hins vegar um veturnar. Helsti gallinn er að það er í kringum verkefnavikurnar.
SPE: Við erum einstaklega óheppin með tímasetninguna á ICM, bæði ICM Hin eru oftast ekki að byrja í skólanum fyrr en í janúar og enda í júní.
ÞH: Ég get sagt það um SELS að það er mögnuð upplifun
SPE heldur áfram að kynna framtíðaráform félagsins.
SPE: Þá segi ég kynningu sé lokið Vill einhver stjórnarmeðlimur setja eitthvað fram á hana?
Engin svör
Fundarstjóri: Ég þakka þá Sverri kærlega fyrir erindið og bið Halldísi að koma upp í pontu og kynna ársreikninginn
HEG kynnir ársreikning félagsins.
SPE: Ég vil bæta einu við, lénið okkar var runnið út og það var ákveðið að endurnýja það til fimm ára
HEG heldur áfram að kynna ársreikning félagsins
SPE: Er með eina spurningu til Þórs. Kostuðu peysurnar 14 þúsund kall á haus stykkið?
ÞH: Er það ekki deilt í fimm?
HEG: Var peysan hennar Anítu í þessu líka?
ÞH: Það á að vera kominn reikningur fyrir það í byrjun árs.
HEG: Er þetta einn reikningur fyrir allar peysurnar?
ÞH: Þetta er þá einn reikningur. Ég held ekki að peyrurnar kostuðu þetta á mann. Þetta getur verið merkingarkostnaðurinn líka fyrir að búa til stensilinn í fyrsta skiptið Þetta er þá kostnaður til að geta búið til ELSA muni í framtíðinni
KSG: Það getur verið sniðugt að halda vel í þetta fyrirtæki, með þá framtíðaráform í huga
HEG heldur áfram að kynna ársreikning félagsins.
KSG: Varðandi styrkinn sem við fengum frá MRSÍ, var búið að greiða fyrir dagpeningana sem voru líka eða vantar þér gögn?
HEG: Ertu að tala um þessi fimm þúsund?
KSG: Já.
HEG: Það var aldrei útfært nánar Það var í raun matarkostnaðurinn
SPE: Svo lengi sem við erum ekki að koma út úr núlli og matarkostnaðurinn er greiddur þá ætti það að covera þetta og á næsta ári þarf að búa til fyrirkomulag um greiðslu dagpeninga
KSG: Já svona á persónulegum nótum þá hef ég aldrei fúlsað með peninga, sérstaklega ekki annarra manna peninga
HEG: En eins og ég segi, þá var þetta aldrei útfært nánar.
HEG lýkur kynningu um ársreikning félagsins
Fundarstjóri: Ég þakka Halldísi fyrir þetta. Við göngum þá til næsta dagskrárliðar sem mér sýnist vera umræður um skýrslur stjórnar og ársreikninga Það er búið að opna fyrir umræður um skýrslur stjórnar en spurningin er þá hvort einhver vill ræða meira um ársreikninginn?
Engin svör
SPE: Þetta er síðasti sénsinn ykkar til að grilla mig sem forseta ELSA.
ÞH: Vandræðin eru samt að við erum að fara til Grikklands á morgun
SPE Þetta er þá eins og skila inn report card með nafni
KSG: Varstu ekki bara soldið oft veikur?
SPE: Ég er bara að nýta veikindadagana
ÞH: Það voru of margir fjarfundir.
HEG: Já ég er sammála
SPE: Ha, hvað meiniði?
ÞH: Ég hata fjarfundi.
SPE: Er það?
ÞH: Þetta er það eina sem ég get hugsað um núna.
SPE: Áhugavert Persónulega hataði ég það þegar við tókum alltaf fundi í persónu, upp í Rafstöðvarveg
ÞH: Já það er of langt að fara þangað Það er hægt að hittast hér eða í HR
AKE: Það er gaman að gera það í bland, að hittast hér stundum og stundum í HR.
SPE: Ég hélt að ég væri að gera ykkur greiða
KSG: Það hefði verið hægt að búa til fleiri málþing.
ÞH: Ég er sammála Við höfðum átt að halda fleiri viðburði
SPE: Já þetta er kostnaðarlítill viðburður og það er hægt að fá mörg credit fyrir þetta Það er fullt að hlutum sem hægt er að halda málþing um Það dró úr mér allan mátt að það kom ekki ein skráning á mannréttindakokteilinn.
Fundarstjóri: Við segjum lokið með umræður um skýrslur stjórnar og ársreikninginn Þá förum við í lagabreytingar. Ég veit ekki hvort stjórninni hefur borist einhverjar lagabreytingar.
SPE: Nei allar lagabreytingarnar eru tilnefndar af stjórninni
Fundarstjóri: Ég sé að það er nóg af þeim.
ÞH: Ekki mikið miðað við landsfundinn í fyrra
Fundarstjóri: Ég býð Sverri um að kynna fyrir okkur lagabreytingar félagsins
SPE kynnir lagabreytingar á lögum og samþykktum félagsins.
Breytingartillögur nr. 1, 3, 5 og 9 á lögum og samþykktum ELSA á Íslandi
Atkvæðagreiðsla um breytingartillögur nr 1, 3, 5 og 9 á lögum og samþykktum félagsins:
Með: 6
Á móti: 0
Hjáseta: 0
Fjöldi atkvæða: 6
Breytingartillögurnar eru samþykktar
Breytingartillaga nr. 2 á lögum ELSA á Íslandi
Atkvæðagreiðsla um breytingartillögu nr. 2 á lögum félagsins:
Með: 6
Á móti: 0
Hjáseta: 0
Fjöldi atkvæða: 6
Breytingartillagan er samþykkt
ÞH: Hvað með tillögu nr. 4? Var búið að samþykkja hana sem lagabreytingu?
SPE: Já við gerðum það á aukaðalfundinum sem var núna um daginn
ÞH: En engar lagabreytingar eru ekki leyfðar á aukaaðalfundi
ALH: Jú það er hægt. Þær eru leyfilegar ef þeir eru boðaðir með réttum hætti sem var gert.
SPE: Það var kosið um þetta og breytingin hefur þegar verið samþykkt
Breytingartillaga nr. 6 á lögum ELSA á Íslandi
KSG: Ég er kannski aðallega að pæla þegar ELSA verður einhvern tímann stór og flott og frábær, þarf þá ekki einhvern öryggisventil á að fara aftur í að þurfa skoðunarmenn?
SPE: Pælingin okkar er þarna að heimila stjórn í stað þess að skylda henni til að kveða skoðunarmenn ársreikninga Til dæmis eftir 20 ár eða svo og þetta væru lögin ennþá, þá getur stjórnin ennþá heimilað kvaðningu skoðunarmanna Hver og einn er heimilað að bjóða sig fram og tilnefna einhvern Ef það kemur eitthvað scenario sem leiðir til þess að grípa þarf í hendur gjaldkerans þá geta félagsmenn gripið í veg fyrir stjóninni til að koma í veg fyrir að reikningarnir séu eitthvað gallaðir og þeir birtir Landsfundur og félagsmenn hafa ávallt heimild til að gera það hvenær sem er og hver sem er getur boðið sig fram til skoðunar.
ÞH: Ef þú býður þig fram þá ertu samt ekki kominn sjálfkrafa með starfið heldur verður stjórnin að samþykkja framboðið Þeim er heimilt að kveða þig til starfa
SPE: Ef stjórnin hleypur undan geta félagsmenn gripið í taumana Já, þetta er góður punktur
KSG: Takk.
SPE heldur áfram að kynna lagabreytingar félagsins
Atkvæðagreiðsla um breytingartillögu nr. 6 á lögum félagsins:
Með: 5
Á móti: 0
Hjáseta: 1
Fjöldi atkvæða: 6
Breytingartillagan er samþykkt
Breytingartillaga nr. 7 á lögum ELSA á Íslandi
Atkvæðagreiðsla um breytingartillögu nr 7 á lögum félagsins:
Með: 6
Á móti: 0
Hjáseta: 0
Fjöldi atkvæða: 6
Breytingartillagan er samþykkt.
Breytingartillaga nr. 8 á samþykktum ELSA á Íslandi
ÞH: Er þetta einfaldur meirihluti í öðru samhengi?
SPE: Já þetta er í leynilegri atkvæðagreiðslu þegar aðalfundur krefst þess.
Atkvæðagreiðsla um breytingartillögu nr 8 á samþykkutm félagsins:
Með: 6
Á móti: 0
Hjáseta: 0
Fjöldi atkvæða: 6
Breytingartillagan er samþykkt.
SPE: Ég ætla að kynna fyrir ykkur siðareglur ELSA International en stjórnin hefur þegar samþykkt á stjórnarfundi að implementa þær sem bindandi fyrir félagið. Þá myndu þær gilda á viðburðum á vegum félagsins á Íslandi og á alþjóðavísu
SPE kynnir siðareglur ELSA International fyrir fundargestum.
SPE: Ég ætla líka að kynna fyrir ykkur skjalavörslu- og persónuverndarstefnu félagsins Stjórnin hefur jafnframt samþykkt stefnuna á stjórnarfundi félagsins og því hefur hún tekið gildi
SPE kynnir skjalavörslu- og persónuverndarstefnu ELSA á Íslandi fyrir fundargestum
SPE: Lagahreytingum er hér með lokið.
Fundarstjóri: Við þökkum Sverri kærlega fyrir þetta og vindum okkur þá í næsta dagskrárlið
KSG: Ég legg til að við gerum hlé
SPE: Þurfum við hlé?
Fundarstjóri: Gerir einhver athugasemd við það?
KSG: Já þetta er aðför að kjaramálum námsmanna og velferðarmálum. Þetta er aðför að minni velferð.
Fundarstjóri: Klárlega
HEG: Ég legg að við kjósum um þetta
Atkvæðagreiðsla um að fella hlé á landsfundi:
Með: 5
Á móti: 1
Hjáseta: 0
Fjöldi atkvæða: 6
Fellun á hléi er samþykkt.
Fundarstjóri: Tillagan er samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða Þá höldum við áfram með dagskrána. Málþingið sem er á dagskránni hefur því miður verið fellt niður þannig að næst verða ræður frambjóðenda. Ég vil bjóða Þór um að koma upp að pontu og kynna sig.
ÞH flytur ræðu sína og býður sig fram til forseta ELSA á Íslandi
Fundarstjóri: Þór hefur lokið ræðu sinni Ég býð þá Anítu um að koma upp í pontu
ALH flytur ræðu sína og býður sig fram til aðalritara ELSA á Íslandi.
Fundarstjóri: Þá er komið að aðalviðburðinum, stjórnarkjörin
Fundarstjóri dreifir atkvæðisseðlum.
SPE: Ég býð fram Einar Freyr Guðmundsson í kjörnefnd
EFG samþykkir tilnefninguna
Leynileg atkvæðisgreiðsla fer fram.
Seðlar taldir
EFG: Talin hafa verið sjö atkvæði Ef við byrjum að greina frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar
Atkvæðagreiðsla um kjör Anítu Lind Hlynsdóttur sem aðalritara ELSA á Íslandi 2024-2025:
Með: 5
Á móti: 0
Hjáseta: 1
Fjöldi atkvæða: 6
Aníta Lind Hlynsdóttir er kjörin aðalritari ELSA á Íslandi 2024-2025
Fundarstjóri: Ég óska Anítu innilega til hamingju með kjörið.
Atkvæðagreiðsla um kjör Þór Hinrikssonar sem forseta ELSA á Íslandi 2024-2025:
Með: 6
Á móti: 0
Hjáseta: 0
Fjöldi atkvæða: 6
Þór Hinriksson er kjörinn forseti ELSA á Íslandi 2024-2025
Fundarstjóri: Hér með verður Þór rétt kjörinn forseti ELSA á Íslandi 2024-2025. Innilega til hamingju með kjörið.
Fundarstjóri: Næsti dagskrárliður er önnur mál Eru einhver önnur mál sem fundargestir vilja ræða um?
SPE þakkar innilega fyrir sig og samstarfið á síðastliðnu stjórnarári
Fundarstjóri: Takk fyrir þetta Sverrir. Vill einhver bæta einhverju við?
HEG: Ég vil leggja til að núverandi stjórn geri eitthvað saman að lokum
SPE: Það hljómar einstaklega vel. Við getum farið út að borða eða eitthvað svoleiðis og þetta yrðu þá ekki formleg stjórnarskipti Ég skal taka það að mér að skipuleggja það
AKE: Ég get verið með þér.
Fundarstjóri: Umræður eru enn opnar, er einhver sem vill bæta einhverju við?
HEG: Mig langar að bera fyrir fundinn að það er ákveðin hefð að stjórnir félaga geri eitthvað saman í lok kjörtímabila á kostnaði félagsins Hvernig líst ykkur á það? Hvernig eru heimildir félagsins?
SPE: Gjaldkeri getur heimilað það og fellt það undir afbrigðileg útgjöld eða með samþykki stjórnar Okkur er heimilt að gera eitthvað saman ef við eru sammála um það að gera það á kostnað félagsins
ÞH: Þetta er í raun ekki landsfundarmálefni heldur stjórnarfundarmálefni en öll stjórnin er hérna núna og það gerist ekki oft Það er fullkomlega eðlilegt að við gerum eitthvað í boði félagsins
SPE: Við finnum eitthvað ótrúlega skemmtilegt að gera.
SPE: Ég vil líka þakka fundarstjóra fyrir vel unnin störf
Fundarstjóri: Ég þakka fyrir heiðurinn
Fundarstjóri: Í lokinn vil ég taka það fram að ef enginn hyggst taka til máls varðandi önnur mál þá er komið að lokum landsfundarins.
Fundarstjóri: Ég segi hér með sjöunda landsfund ELSA á Íslandi slitið
Fundarstjóri slítur landsfundinn kl 17:10
Vottaðaf

AnítuLindHlynsdóttur
AðalritaraELSAÍsland 2023/2024