Jólagjafahandbók ELKO 2025

Page 1


skilaréttur á jólagjöfum er til 31. janúar

Það liggur ekkert á, njóttu hátíðanna og skilaðu í janúar.

Nánar á elko.is

það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli

Niðurstaða um jólagjöf ársins fékkst með nokkrum yfirburðum að þessu sinni í árvissri jólakönnun ELKO. Ninja Creami ísvélin hlaut afgerandi kosningu og tekur við af snjallsímum sem verið hafa á toppi listans tvö ár í röð.

Tæplega fjögur þúsund svör bárust í könnuninni sem send var á póstlista ELKO. Líkt og fyrri ár er markmiðið með könnuninni að grafast fyrir um jólagjöf ársins og leita um leið skemmtilegra upplýsinga um hefðir og jólahald landsmanna.

JÓLAGJÖF ÁRSINS 2025

Ninja CREAMi ísvél

Sími

Heyrnartól

Snjallúr

Gjafakort/upplifun

Leikjatölva

Ryksuga

Bók

LEGO

Föt

Spjaldtölva

Sjónvarp

Hitateppi

Hármótunartæki

Kaffivél

Hvenær byrjar fólk að versla og hversu miklu ver það í jólagjafir?

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar í ár byrja langflestir, um 42%, jólagjafainnkaupin í nóvember. Gera má ráð fyrir að þar eigi stóran þátt afsláttardagar í mánuðinum. Tæplega sautján prósent byrja í október og sama hlutfall í desember, en það kemur á óvart að um tólf prósent segjast með augun opin og kaupa jólagjafir allan ársins hring. En þegar konur voru skoðaðar sérstaklega þá mátti sjá að þær byrja jólagjafainnkaupin almennt fyrr.

Hversu margar jólagjafir gerir þú ráð fyrir að versla þessi jól?

Tæplega helmingur gefur tíu gjafir eða fleiri og því líklega gott að dreifa kostnaðinum ef hægt er. Flestir gera ráð fyrir að verja yfir 150 þúsund krónum í jólagjafir í ár eða um 26 prósent. En þess má þó geta að um 22 prósent telja sig munu verja hærri fjárhæðum frá 101 – 150 þúsund krónum í jólagjafir í ár.

Jólatónleikar eru á dagskrá hjá 34% svarenda könnunarinnar, en rúmlega fjórðungur hefur ekki gert upp hug sinn varðandi það. Því er ljóst að enn er eftir nægu að slægjast fyrir jólatónleikahaldara.

Þá leiðir könnunin í ljós að um 70% setja upp gervitré fyrir jólin og rúmlega 20% notast við alvöru tré. Sjö prósent segjast hins vegar ekki setja upp jólatré.

Þá ætla 40% að kaupa sér jóladagatal, um helmingur skreytir piparkökur fyrir jólin og tæplega 30% ætla að kaupa jólagjöf handa sjálfum sér.

Kaupir þú jólagjöf fyrir þig?

Já (20,7%)

Nei (70,5%)

Já (ég set hana undir tréð) (8,7%)

Uppáhalds jólamyndir landsmanna:

Samkvæmt niðurstöðum úr opinni spurningu er Home Alone vinsælasta jólamyndin með um 26% atkvæða, en þar á eftir kemur rómantíska jólagamanmyndin Holiday með 15% og svo Christmas Vacation með 13%.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir níu vinsælustu jólamyndirnar meðal viðskiptivina ELKO.

ninja creami uppskriftir

Það er ekki af ástæðulausu að algjört ísæði hefur gripið um sig hérna á Íslandi. Það er bæði skemmtilegt og einfalt að gera sinn eigin ís heima og hér koma nokkur gagnleg ráð fyrir Ninja CREAMi.

Próteinís:

• ProPud virkar best einn og sér.

• Bættu við casein eða whey próteindufti ef þú vilt meira prótein og enn rjómakenndari áferð.

• Léttari drykkir (t.d. Hleðsla) þurfa viðbótarprótein, búðing eða xantangúmmí.

Rjómaís:

• Hefðbundinn rjómaís kemur alltaf vel út.

• Notaðu t.d. Toblerone- eða súkkulaðiuppskriftirnar fyrir klassískt bragð.

inga maría

Höfundur uppskrifta

ninja creami stillingar

Ice Cream:

Fyrir rjóma- og sykurháar blöndur (t.d. súkkulaði og Toblerone).

Lite Ice Cream: fyrir léttari blöndur (t.d. After Eight Próteinís).

Re-spin:

Oft er nauðsynlegt að snúa aftur. Stundum dugar að þétta púðurkennda ísinn með skeið. Ekki bæta við vökva.

Mix-Ins/Extras:

Prófaðu að bæta við jarðaberjum, Þrist, Oreo, M&M, Hnetutoppskurli, kökudeigi, saltkringlum, sykurpúðum, eða bara því sem þú vilt. Passið að nota ekki of stóra bita.

Eftir frystingu:

Láttu blönduna standa í 15 mínútur áður en spunnið er (rjómaís aðeins 5 mínútur).

Skafðu niður frystikúlu ef hún fer að myndast.

Endurfrysting:

Má endurfrysta ef yfirborð er sléttað fyrst.

vanillukókosís

Innihaldsefni:

• 350/450 ml. kókosmjólk (eða önnur plöntumjólk)

• 4/6 msk. vanillubúðingur

• 120/160 ml. kókosrjómi

• Ein/tvær tsk. vanilludropar

• Suðusúkkulaðidropar

Aðferð:

• Hrærið kókosmjólk og búðingsdufti saman.

• Bætið við kókosrjóma og vanilludropum.

• Frystið í a.m.k. 12 klst.

• Látið standa í a.m.k. 15 mínútur, þessi blanda verður mjög hörð við frystingu.

• Spinnið á Lite Ice Cream.

• Endurspinnið eftir þörfum, ekki bæta vökva við.

• Bætið súkkulaðidropum við og ýtið á Extras/Mix-In.

After Eight Próteinís

Innihaldsefni:

• Ein/tvær flöskur ProPud með vanillubragði.

• 2/4 tsk. piparmyntudropar (gefur mikið og gott myntubragð, setjið minna ef þið viljið mildara bragð).

• 4/6 stk. After Eight plötur (takið úr bréfinu).

• 1/2 tsk. grænn matarlitur (valkvætt).

• Vöffluísform (valkvætt).

Aðferð:

• Blandið saman ProPud-drykk, piparmyntudropum og matarlit.

• Frystið í a.m.k. 8 klst.

• Leyfið að standa í 15 mín.

• Spinnið á Lite Ice Cream stillingunni.

• Setjið After Eight í miðjuna og veljið Extras/Mix-Ins.

• Berið fram í vöffluformi.

Innihaldsefni:

• 240/360 ml mjólk

• 120/180 ml rjómi

• 50/75 g sykur

• 2/3 eggjarauður

• Hálf/ein tsk vanilludropar

• Smá sjávarsalt

• Hálft/heilt Toblerone stykki

Heit Karamellusósa:

• 1 poki karamellu töggur

• 2-4 msk rjómi (meiri rjómi = mýkri sósa)

Aðferð:

• Setjið mjólk og rjóma í pott og hitið þar til þú sérð litlar loftbólur meðfram köntunum (látið ekki sjóða).

• Á meðan mjólkin hitnar, hrærið eggjarauðum og sykri þar til þú færð ljósgulan lit.

• Nú þurfum við að „tempra” eggin til að forðast að þau verði að eggjahræru.

• Helltu um 5 msk. af hituðu mjólkur- og rjómablöndunni í eggjablönduna, einni matskeið í einu og hrærið vel á milli svo allt blandist jafnt.

• Hellið síðan eggjablöndunni út í mjólkurpottinn og hrærið við meðalháan hita í 5-7 mínútur, eða þar til blandan þekur bakhliðina á skeið (rennur ekki beint af).

• Leyfið blöndunni að kólna aðeins og bætið svo við vanilludropum.

• Hellið í CREAMi dolluna og frystið í 24 klst.

• Blandan er mjög mjúk og þarf því ekki að standa lengi á borðinu áður en þú spinnar.

• Spinnið blönduna á Ice Cream stillingunni.

• Saxið Toblerone, bætið í miðju íssins og ýtið á Extras/Mix-In.

Heit Karamellusósa:

• Setjið einn poka af töggum og 2-4 msk af rjóma í pott og hitið við meðalhita.

• Hrærið reglulega og gætið þess að sósan brenni ekki við.

• Ég mæli með 4 msk. af rjóma svo sósan harðni ekki á ísnum, en það er smekksatriði.

Ninja CREAMi / Ninja CREAMi Deluxe
Ninja CREAMi / Ninja CREAMi Deluxe
Ninja CREAMi / Ninja CREAMi Deluxe

Afsláttur

Babyliss

með vatnsbrúsa

frá Stanley

Við hjálpum þér að finna réttu

jólagjöfina

Tilboðið gildir til 17. des.

vinsælir, klassískir ps5-leikir spennandi leikir fyrir yngstu spilarana

Þú getur samið þinn óskalista á elko.is og deilt með allri fjölskyldunni

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Jólagjafahandbók ELKO 2025 by ELKO - Issuu