1 bekkur

Page 29

Læsi 1. bekkur

29

Hópur 3 Í þessum hóp eru nemendur sem hafa ekki nein sýnileg vandamál varðandi lestrarnám. Flestir þeirra kunna stóran hluta bókstafanna,en miðað við niðurstöður úr stafaprófi þarf helst að kenna tvíhljóðin og bókstafina ð,þ,d,b,p og é betur. Allir nemendur hópsins eru yfir viðmiðunarmörkum í hljóðkerfis- og hljóðavitund, en þjálfa þarf sundurgreinandi þátt hljóðavitundar. Mikil á hersla er lögð á að þjálfa umskráningu og lesfimi og þar er mikilvægt að velja lesefni á réttu þyngdarstigi svo að þjálfunin beri árangur. Lögð verður áhersla á að kenna það sem nemendur þurfa aðstoð við í litlum hópum, en að öðru leyti geta nemendur fylgt kennslu bekkjarins eftir og unnið að sjálfstæðum verkefnum í hópum og á lestrarsvæðum. Hér er valið að kenna fyrst stafina ð, p, d, é og au til að forðast að kenna hljóðlíka stafi saman.

Hópur 4. Börn í þessum hóp þurfa ekki þjálfun í hljóðavitund. Allir nemendur innan þessa hóps eru farnir að lesa og því er lögð mest áhersla á lesfimi og síðan jöfn áhersla á ritun, orðaforða og umskráningu. Hér þarf mun þyngra lesefni, heldur en í hinum hópunum

Að huga að kennsluskipulag. Við skipulagningu kennslunnar þurfa kennarar að hafa í huga tímann sem þeir hafa yfir að ráða til lestrarkennslunnar, mannafla og möguleika á meiri aðstoð, ásamt þörfum nemendanna. Hluta tímans er varið til að kenna öllum bekknum saman, en hinn hlutinn er ætlaður í einstaklinsmiða nálgun með þrjá tegundir hópa sem grundvallaðir eru á þörfum nemenda: Kennari kennir ákveðnum nemendum. Nemendur vinna verkefni til að fylgja eftir þáttum sem þeir eru nýbúnir að læra. Nemendur vinna á svæðum með sjálfstæðum hætti. Kennarar þurfa að ákveða hvenær hægt er að kenna öllum hópnum í einu, hvenær betra er að vinna í smærri hópum og hvenær þarf aukna aðstoð eða sérkennslu. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.