4. bekkur

Page 1

Læsi 4.bekkur

F R Á S K I M U N M E Ð LT L T IL L O G O S Unnið með styrk frá Verkefna– og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ

Íslenska 4.bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


2 Læsi 4.bekkur

2

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


3 Læsi 4.bekkur

3

Grunnþættirnir og Lykilhæfni

Frá skimun með LtL til LOGOS

Íslenska 4.bekkur

Bls Efnisyfirlit Grunnþættirnir 6 1. Talað mál, hlustun og áhorf..........................................................

5

Lífsleikni, Spor 3 og Spor 4 Miðbjörg, ævintýri Málbjörg, rætt um bækur Hlusta á sögu og endursegja hana öðru barni 2. Lestur og bókmenntir...................................................................

14

Lestrarbækur námsgagnastofnunnar 4. og 5 Lestur hljóðbóka námsgagnastofnunnar Lestrarbókin Sögusteinn með verkefnum og hljóðbók Miðbjörg, Íslendingasögur Miðbjörg, bragfræði Lestur með hljóðbókum 3. Ritun............................................................................................

22

Sögupíramídi og ritunarbókin eftir Lasse Ekhol Matsreglur í ritun, samræmd próf Miðbjörg, gátlisti fyrir ritun Miðbjörg, sjálfsmat í ritun Sjálfsmat í ritun Skrifað í skrefum, ævintýri og ritun Fingrafimi og stafsetning í tölvu Stafsetning 4. Málfræði.......................................................................................

31

Málfræðibókin mín 1,2 og3 Gátlisti fyrir málfræði 5. Lestur heima, leiðbeiningar til foreldra…………………………...........

34

Lífsleikni heima Lesskilningur Hraðlestur, nákvæmislestur og framsögn Sjálfvirkni og nákvæmni og markmið með heimalestri Þyngd á lestrarbókum Stuðningsúrræði á samræmdu prófi 6. Námsmat......................................................................................

42

7. Einstaklingsnámskrá í lestri.........................................................

47

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


4 Læsi 4.bekkur

4

Frá skimun með LtL til LOGOS

Íslenska 4.bekkur

Grunnþættirnir og Lykilhæfni

1) Íslenskukennsla það fag sem kennir beinlínis læsi en læsi snýst þó um annað og meira en það að verða læs. Læsi í íslensku snýst einnig um að öðlast orðaforða, hæfni í málnotkun, ritun, læsi og skilning á bókmenntum svo eitthvað sé nefnt. 2) Sköpun er einnig nátengd íslenskukennslu því tungumálið er skapandi í eðli sínu.

Læsi og sköpun eru þeir grunnþættir

menntunar sem eru gegnumgangandi þættir í allri íslenskukennslu. Bent er á að hvetja skuli börn og ungmenni til leiks og ýta undir skapandi aðferðir í námi og að virkja ímyndunarafl nemenda í tengslum við úrlausn viðfangsefna í skólanum. Með því að hlúa að hinum skapandi þætti er stuðlað að persónulegu námi sem frumkvæði nemenda og skyldi tengjast inn í allt skólastarf. 3) Heilbrigði og velferð er í aðalnámskrá skilgreint sem alhliða heilbrigði og vellíðan, bæði líkamleg, andleg og félagsleg. Skólinn skyldi því stuðla að líkamlegu heilbrigði með því að sjá til þess að nemendur fái nauðsynlega hreyfingu og heilsusamlegt fæði. Einnig er það hlutverk skólans að huga að andlegu og félagslegu heilbrigði og velferð með því að skapa nemendum öruggt, jákvætt og uppbyggjandi umhverfi í skólum. Stuðla þarf að því að byggja upp jákvæða og heilbrigða sjálfsmynd nemenda og skal þeim gefinn kostur á að þroska hæfileika sína á einstaklingsmiðaðan hátt. 4) Jafnréttismenntun miðar að því að nemendur beri virðingu fyrir því sem aðskilur okkur og að kenna nemendum að þennan rétt þurfi að standa vörð um til að hægt sé að skapa samfélag sem raunverulega virðir jafnan rétt allra. 5) Lýðræði og mannréttindi í víðum skilningi fjallar hér ekki einungis um lýðræðissamfélag, lýðræðislega stjórnskipan eða mannréttindamál heldur einnig um lýðræðisleg vinnubrögð og virðingu fyrir mannréttindum í samskiptum á milli fólks, hvort sem er inni á heimilum, í skólanum eða í samfélaginu. 6) Í félagslegu tilliti snýst sjálfbærnimenntun um að jafna bilið milli fólks og miðar að því að allir eigi jafnan rétt til afkomu og góðra lífsskilyrða.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


5 Læsi 4.bekkur

5

Hæfniviðmið fyrir íslensku samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla, 2013 1. Talað mál, hlustun og áhorf Við lok 4. bekkjar beitt skýrum og áheyrilegum framburði og nýtt sér leiðbeiningar og aðstoð við að bæta framburð og framsögn. tjáð sig með aðstoð leikrænnar tjáningar frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu.

sagt frá eftirminnilegum atburði og lýst ákveðnu fyrirbæri. Endursagt efni sem hlustað hefur verið á eða lesið.

hlustað og horft með athygli og skilningi á upplestur, leikið efni, ljóð og söngva og greint frá upplifun sinni. nýtt sér og endursagt efni á rafrænu formi.

átt góð samskipti, hlustað og sýnt kurteisi.

Gagnvirkur vefur ætlaður ynsta stigi grunnskóla. Hann kennir hljóðgreiningu, tvöfaldan samhljóða, ng– og nk regluna. Góður undirbúningur undir stafsetningu.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


6 Læsi 4.bekkur

6

http://www.nams.is/lifsleikni/spor_3_klb.pdf

Spor 3 kennsluleiðb.

Efnið skiptist í ellefu hluta sem dreifast á u.þ.b. 30 kennslustundir. Gengið er út frá fjölgreindakenningu Gardners. 1.

Ímyndunaraflið og hugmyndaflugið

2.

Leikir eru mikilvægir

3.

Útileikir

4.

Leikir í gamla daga

5.

Leikir nú til dags

6.

Leikir í framtíðinni

7.

Spil

8.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

9.

Hvernig verðu tíma þínum?

10. Velkomin til ímyndunarlands 11. Hugmyndaflugið http://www.nams.is/lifsleikni/spor_4_Klb.pdf Spor 4 kennsluleiðb. 5. Taka tillit til annarra. Við berum ábyrgð. Allir hafa tilfinningar. Hvernig veit ég hvernig öðrum líður 6. Það þurfa ekki allir að vera eins 7. Hvað finnst öðrum um mig? Finnst öllum það sama? Eru skoðanir annarra á mér endilega réttar? Senda skeyti. Samvinna og þolinmæði. 8. Eru skoðanir mínar á öðrum endilega alltaf réttar? 11. Illt umtal, hvernig það getur farið hringinn og borist þeim sem talað var um til eyrna. Hvernig styrkjum við aðra t.d. Með því að tala vel um þá 12. Að kunna að sættast. Hvað er að vera sannur Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


7 Læsi 4.bekkur

7

vinur? 13. Hamingjan. 19. Hvað er sjálfsagt og ekki sjálfsagt? Að vera sáttur við sjálfan sig. Að vera sáttur við lífið og tilveruna. 20. Mikilvægi skóla og menntunar. 21. Erfiðar tilfinningar. Hvernig er best að bregðast við þeim 22. Einstaklingurinn býr yfir margvíslegum eiginleikum og einkennum. Einkennin eru t.d. Skapferli okkar og samspil sem á sér stað milli fólks. Við líkjum manneskjunni við tening sem hefur margar hliðar en snýr bara einni hlið upp í einu. 23. Viðeigandi og óviðeigandi hegðun. Að brúka munn. 24. Hegðun fyrir utan skólann 25. Hollt líferni 26. Áhættuhegðun. Börn sýna oft áhættuhegðun t.d. Með því að vilja ekki nota þann öryggisbúnað sem ætlaður er börnum 27. Að verða fullorðinn. Hvað geta börnin gert en láta fullorðna gera fyrir sig. 28. Að vera sjálfstæður 29. Umhverfisvernd og endur vinnsla 30. Umgengni í náttúrunni.

Gott er að nota dagatalið og raða þeim tímum inn sem við ætlum að nota. Bækurnar eru lítið, kennsluleiðbeiningarnar verða að vera með. Spor 3 eru leikir. Aðalbókin í tíma er bók 4 10—15 mínútur í umræðu og kannski skrif. Kennari les klípusögur og leiðir börnin áfram.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


8 Læsi 4.bekkur

8

1. Talað mál, hlustun og áhorf Hvað eru ævintýri—hvaðan koma þau Ævintýri eru frásagnir sem sagðar eru fólki til skemmtunar. Þau flakka á milli landa, taka á sig mismunandi myndir og fara í nýja búninga í nýjum heimkynnum. Dæmi um íslenskt ævintýri er sagan Búkolla. Það á mjög margt sameiginlegt með ævintýrum annarra þjóða. Ævintýri frásagnir sem ekki er ætlast til að menn trúi eru oftast langar frásagnir gerast í ímynduðum heimi eru óbundin stað og tímahafa oft að geyma galdra eða töfra

Ævintýri eru alþjóðleg, þ.e.a.s. svipaðar eða mjög líkar sögur eru til í ýmsum löndum. Hefð fyrir ævintýrum er ákaflega gömul, t.d. voru ævintýri skráð á bækur á dögum Forn-Egypta. Ein af þekktari ævintýrabókum er Þúsund og ein nótt. Hún var fyrst skrifuð á arabísku en síðan þýdd á mörg tungumál, t.d. íslensku um miðja 19. öld. Til eru ævintýrasöfn á ítölsku og frönsku frá 16. og 17. öld.

Á 18. öld komu Grimmsævintýrin til sögunnar og eftir það urðu ævintýri frekar vinsæl meðal almennings. Höfundar sumra ævintýra eru ekki þekktir og þau sögð höfundalaus. Einn þekktasti og vinsælasti ævintýrahöfundurinn er H. C. Andersen (1805– 1875). Ævintýri H. C. Andersen urðu seinna fyrirmynd flestra barnaævintýra. Aðrir þekktir höfundar eru til dæmis Grimms-bræður.

Um hvað fjalla ævintýri? -Er ævintýri sama og þjóðsaga? Ævintýri eru oftast full af furðum, kynjaverum, álögum og töfragripum. Ævintýri fjalla yfirleitt um baráttu góðs og ills. Sögurnar enda oftast vel, a.m.k. fer alltaf vel fyrir helstu persónunum.

Aðalpersónurnar eru alltaf góðar en í sögunum eru yfirleitt einhverjir slæmir eða illir. Ævintýri og þjóðsögur er ekki það sama en eiga margt sameiginlegt og stundum er erfitt að greina á milli.

Þjóðsögur hafa varðveist í munnmælum eru yfirleitt stuttar frásagnarhátturinn er vanalega einfaldur lýsa gjarnan raunverulegum atburðum

Hver eru helstu einkenni ævintýra? Persónur eru yfirleitt fáar og persónusköpunin einföld. Ævintýri eru tímalaus og staðlaus. Mjög mörg ævintýri innihalda einhvern siðaboðskap. Tölurnar 3, 6, 9 og 12 koma oft fyrir. Vísur, stef og stuðlanir gera textann hljómrænan. Alþjóðleg minni eru algeng, t.d. stjúpmæðraminnið. Nöfn persóna eru oft lýsandi fyrir þær t.d. um innræti eða stöðu. Föst orðatiltæki og orðasambönd eru algeng. Í þeim koma oft fyrir andstæður; góður – vondur, ríkur – fátækur, fallegur – ljótur, heimskur – fátækur.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


9 Læsi 4.bekkur

9

Ævintýri Á þessum glærum er að finna umfjöllun um ýmislegt sem ævintýri eiga sameiginlegt. Einnig er fjallað svolítið um helstu einkenni ævintýra og reynt að svara spurningum eins og: 1. Hvað er ævintýri? 2. Um hvað fjalla ævintýri? 3. Er ævintýri sama og þjóðsaga? 4. Hvaðan koma ævintýrin? 5. Er eitthvað vitað um höfunda ævintýranna? 6. Eru íslensk ævintýri eins og erlendu ævintýrin? 7. Hver eru helstu einkenni ævintýra? 8. Eru öll ævintýri gömul? 9. Eru ævintýri byggð á sönnum atburðum? 1. Hvað er ævintýri? Ævintýri eru frásagnir sem sagðar eru fólki til skemmtunar. Þau flakka á milli landa, taka á sig mismunandi myndir og fara í nýja búninga í nýjum heimkynnum. Dæmi um íslenskt ævintýri er sagan Búkolla. Það á mjög margt sameiginlegt með ævintýrum annarra þjóða.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


10 Læsi 4.bekkur

2. Um hvað fjalla ævintýri?

bóndadóttir. Í þeim er oft norn eða galdrakarl. Þau gerast oft í höll eða kastala, stundum líka á bóndabæ. Ævintýri eru oftast full af furðum, kynjaverum, álögum og töfragripum. Ævintýri fjalla yfirleitt um baráttu góðs og ills. Sögurnar enda oftast vel, a.m.k. fer alltaf vel fyrir helstu persónunum. Aðalpersónurnar eru alltaf góðar en í sögunum eru yfirleitt einhverjir slæmir eða illir. Sögurnar hefjast oftast á orðunum:

Einu sinni var . . . Þær enda gjarnan á orðunum:

Köttur úti í mýri . . .

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


11 Læsi 4.bekkur

3. Er ævintýri sama og þjóðsaga? frásagnir sem ekki er ætlast til að menn trúi eru oftast langar frásagnir gerast í ímynduðum heimi eru óbundin stað og tíma hafa oft að geyma galdra eða töfra Þjóðsögur hafa varðveist í munnmælum eru yfirleitt stuttar frásagnarhátturinn er vanalega einfaldur ýsa gjarnan raunverulegum atburðum Ævintýri og þjóðsögur er ekki það sama en eiga margt sameiginlegt og stundum er erfitt að greina á milli. 4. Hvaðan koma ævintýrin?

Ævintýri eru alþjóðleg, þ.e.a.s. svipaðar eða mjög líkar sögur eru til í ýmsum löndum. Hefð fyrir ævintýrum er ákaflega gömul, t.d. voru ævintýri skráð á bækur á dögum FornEgypta. Ein af þekktari ævintýrabókum er Þúsund og ein nótt. Hún var fyrst skrifuð á arabísku en síðan þýdd á mörg tungumál, t.d. íslensku um miðja 19. öld. Til eru ævintýrasöfn á ítölsku og frönsku frá 16. og 17. öld. Á 18. öld komu Grimms -ævintýrin til sögunnar og eftir það urðu ævintýri frekar vinsæl meðal almennings. 5. Er eitthvað vitað um höfunda ævintýranna? Höfundar sumra ævintýra eru ekki þekktir og þau sögð höfundalaus. Einn þekktasti og vinsælasti ævintýrahöfundurinn er H. C. Andersen (1805–1875). Ævintýri H. C. Andersen urðu seinna fyrirmynd flestra barnaævintýra. Aðrir þekktir höfundar eru til dæmis Grimms -bræður. Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


12 Læsi 4.bekkur

Rætt um bækur Rætt um bækur

Rætt um bækur

Bókalestur

Til umfjöllunar áður en bók er lesin

1. Hvers vegna les fólk bækur?

1. Hver er höfundur bókarinnar?

2. Geta allir skrifað bækur?

2. Hvenær kom bókin út?

3. Hvernig er góður bókartitill?

3. Hver gefur bókina út? 4. Hvað er bókin margar blaðsíður?

4. Hvað getur þú nafngreint marga rithöfunda?

5. Þekkir þú fleiri bækur eftir þennan höfund?

5. Hvað hefur þú lesið margar bækur eftir sama rithöfund?

6. Hefur bókin fengið mikla umfjöllun?

6. Hvernig velur þú þér bók til að lesa?

7. Þekkir þú einhvern sem hefur lesið bókina?

7. Af hverju skiptir útlit bókarinnar máli?

8. Hvert er helsta viðfangsefnið í bókinni?

8. Hvað á að standa aftan á bókum?

Rætt um bækur

Rætt um bækur

Innihald bóka Málbjörg / SKS

1

Til umfjöllunar eftir lestur bókar Málbjörg / SKS

1. Hvert er viðfangsefni sögunnar?

1. Eiga bækur að hafa boðskap?

2. Hvaða áhrif hafði sagan á þig?

2. Á boðskapurinn að vera augljós?

3. Fannst þér sagt frá trúverðum atburðum? 4. Hver heldur þú að boðskapurinn geti verið?

3. Geta spennusögur ekki haft boðskap?

5. Hvar gerist sagan?

4. Hvernig er spenna byggð upp í skáldsögu?

6. Í hvernig umhverfi gerast atburðirnar sem sagt er frá?

5. Á hvern hátt geta bækur haft áhrif á þroska og tilfinningar ungs

7. Við hvernig aðstæður búa persónurnar sem sagt er frá?

fólks?

8. Á hvaða tíma gerist sagan?

6. Hvað gerir bók góða?

9. Hvað gerist sagan á löngum tíma?

Rætt um bækur

Rætt um bækur Málbjörg / SKS Hvaða orð lýsa bókinni best?

Unglingabækur Málbjörg / SKS

2

1. Eru unglingabækur staðlaðar? 2. Hvert er algengasta viðfangsefnið í unglingabókum?

3. Lesa unglingar kannski frekar fullorðinsbækur? 4. Hvað eru fullorðinsbækur? 5. Eru unglingar hættir að lesa bækur? 6. Finnst þér að unglingabækur eigi að vera annaðhvort stelpnabækur eða strákabækur? Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.

Málbjörg / SKS


13 Læsi 4.bekkur

Mp3-spilari MP3 eða samskonar tæki er orðið nauðsynlegt í námi, heima eða í skólanum. Það má nota það við að: 1.

Hlusta á sögur og fylgjast með í bókinni.

2.

Ræða við félaga um sögurnar.

3.

Endursegja sögur sem hlustað er á.

4.

Teikna myndir úr sögunni á meðan hlustað er á söguna.

5.

Á nams.is eru hljóðbækur sem auðvelt er að hlaða niður og geta nemendur hlustað á bækurnar heima, bæði til skemmtunar og námsbækur.

Að endursegja sögu Tveir vinna saman, hlusta á sögu og endursegja. Gott er að segja söguna út frá þessum hjálparorðum 1.

Hvar gerist saman?

2.

Hverjir koma við sögu?

3.

Hvað gerist?

4.

Hvernig endar sagan?

5.

Hvað getum við lært af sögunni?

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


14 Læsi 4.bekkur

Hæfniviðmið fyrir íslensku samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla, 2013 2. Lestur og bókmenntir Við lok 4. bekkjar

beitt aðferðum við umskráningu hljóða og stafa þannig að lestur verði lipur og skýr. nýtt góðan orðaforða við að skilja texta. tengt þekkingu sína og reynslu við lesefni í því skyni að ná merkingu þess. valið sér lesefni eftir áhuga og þörf og lesið sögur, ljóð og fræðiandi efni, sem hæfir lestrargetu, sér til ánægju og skilnings. lesið ævintýri, sögur og ljóð ætlað börnum. beitt hugtökum eins og persónu, söguþræði, umhverfi og boðskap. beitt fáeinum algengum hugtökum í bragfræði svo sem rími, kvæði, vísu og ljóðlínu. aflað sér upplýsinga úr ýmsum tiltækum gagnabrunnum, svo sem bókum og á rafrænu formi.

Með hljóðbók

lesið úr táknmyndum og myndrænu efni, svo sem einföldum skýringarmyndum, kortum og myndritum. valið bók eða annað lesefni og lesið sér til ánægju

Með hljóðbók

Lesskilningsbók Skólavefsins Ætluð 4—7.bekk

Lesskilningsbók Skólavefsins Ætluð 4—7.bekk

Lesskilningsbók Skólavefsins Ætluð 4—7.bekk

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


15 Læsi 4.bekkur

Það er mikið af ritunarefnum í Völusteini og Sögusteini Dæmi úr verkefnabók á námsgagnastofnun

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


16 Læsi 4.bekkur

Lestrarbækur námsgagnastofnunar 2013

4. flokkur Í þessum flokki er texti á hverri blað síðu lengri en í fyrri flokkum. Meira ber á orðum með samhljóðasamböndum og tvöföldum samhljóða, svo og samsettum orðum. Málsgreinar eru enn einfaldar þótt þær hafi lengst, letur er skýrt, línur stuttar og teikningar styðja vel við efnið. Hentar fyrir börn sem hafa náð tökum á lestrartækninni en þurfa að öðlast meiri leikni. Davíð og fiskarnir Dúbbi dúfa Dúbbi verður stór Heima hjá Völu Helsingi lærir að heilsa Iðunn og eplið Ljósin lifna Litla skrímslið Ormurinn í Lagarfljóti Rumur í Rauðhamri Tína fer í frí TX10 í fótbolta TX 10 í skólanum Vala og vinir hennar

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


17 Læsi 4.bekkur

Lestrarbækur námsgagnastofnunar 2013

5. flokkur Texti bóka í þessum flokki einkennist af lengri orðum (samsettum orðum, orðum með samhljóðasamböndum og beygingarendingum) og lengri máls-greinum en í 4. flokki. Línulengd er svipuð og í fyrri flokkum en í flestum tilvikum hefur letrið smækkað lítið eitt.Hentar sem lestrarþjálfunarefni fyrir nemendur sem náð hafa tökum á lestrartækni inni en þurfa æfingu til að ná frekari leikni og öryggi Afi minn í sveitinni Annað sumar hjá afa Drekadansinn Egill Ekki lengur Lilli Gagga og Ari Græni gaukurinn Hannesar saga Grásteins, 1.–5. bók Kanínur og kátir krakkar Láki Máni og þjófahyskið Láki Máni og letikeppurinn Litla gula hænan Mörkin horfin Númi og konurnar þrjár Númi stendur í ströngu Sín ögnin af hverju Sófus og svínið Tommi og tækin Vinir Afríku Ungi litli Unugata

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


18 Læsi 4.bekkur

Lestrarbækur námsgagnastofnunar 2013 Bók og hljóðbók á vef Námsgagnastofnunar Texti er á svipuðu þyngdarstigi og í 5. flokki en sögurnar eru lengri og þeim fylgja hljóðbækur. Letur er skýrt, stuttar línur og textinn settur fram með lestrarhléum sem gerir hann aðgengilegan. Hentar vel sem lestrarþjálfunarefni fyrir nemendur sem þurfa mikla þjálfun í lestri og aðstoð hljóðbókar til að ná tökum á lestrinum. Hljóðbókum má hala niður af vefsíðu Námsgagnastofnunar, www.nams.is. Allt getur gerst Bjarni og Svenni Bras og þras á Bunulæk Davíð og fiskarnir Dóri litli verður útlenskur Draugasaga Dóra litla Græna bókin Litlu landnemarnir Loftur og gullfuglarnir Lukkudýrið Óboðnir gestir Sigga og álfkonan Sprelligosar Svaðilför í berjamó Til sjós og lands Tína fer í frí Það var skræpa

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


19 Læsi 4.bekkur

Um Íslendingasögur Sögur um Íslendinga á tímabilinu frá landnámsöld til fyrri hluta 11. aldar. Sögurnar eru flestar skráðar á 13. öld. Þær fjalla um hetjur og hetjuskap. Sagt er frá ýmsum átökum sögupersóna, deilum, mannvígum, hefndum og sáttum. Einnig er sagt frá því þegar ungir höfðingjasynir fara í siglingu, heimsækja erlenda höfðingja og lenda í ýmsum ævintýrum. Aðrar þjóðir eiga ekki sambærilegar sögur. Sögurnar voru skráðar nokkrum öldum eftir sögutímann. Ekkert er vitað um höfunda þeirra.

Um Íslendingasögur helstu einkenni Sæmd skiptir söguhetjur Íslendingasagna miklu máli. Ef einhver taldi sig beittan óréttlæti greip hann til hefnda til að verja sæmd sína Orðið sæmd er skylt orðinu sómi. Það merkir heiður eða virðing. Spurningin var ekki hvort menn ættu að hefna heldur hvernig þeir ættu að gera það. Talið var betra að deyja með sæmd en að lifa við smán. Fyrirboðar og yfirnáttúrulegir atburðir eru algengir í Íslendingasögum. Oft er gefið í skyn hvernig fer fyrir söguhetjunum með alls konar fyrirboðum og draumum. Fyrirboði merkir e-ð sem boðar óorðinn hlut, spá eða viðvörun. Stundum eru sögupersónur skyggnar og sjá fyrir atburði.

Um Íslendingasögur stíll Stíll Íslendingasagna er einfaldur, setningarnar eru yfirleitt stuttar og hnitmiðaðar. Hlutleysi er eitt af einkennum Íslendingasagna. Ekki er dregin ályktun eða tekin afstaða heldur sagt frá því sem hægt er að sjá og heyra.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


20 Læsi 4.bekkur

http://vefir.nams.is/midbjorg/bokmenntiroglestur.html

Bragfræði og myndmál Ljóðstafasetning

Eitt helsta sérkenni íslenskrar ljóðagerðar er ljóðstafasetning. Ljóðstafasetning felst í því að endurtaka sama bókstaf þrisvar sinnum í tveimur ljóðlínum. Yfirleitt standa tveir saman í fyrri línu og nefnast stuðlar. Höfuðstafur er einn fremst í þeirri næstu, á fyrsta áhersluatkvæði í línunni. Stuðlar og höfuðstafir eru kallaðir einu nafni ljóðstafir. Til eru nákvæmar reglur um notkun ljóðstafa. Þú getur kynnt þér þær í ýmsum bókum og á Netinu Ferskeytla Fljúga hvítu fiðrildin fyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn, ofurlítil dugga. (Sveinbjörn Egilsson stuðlar höfuðstafir

Bragfræði og myndmál

Ljóðstafasetning

Bragfræði og myndmál

Rím

Bragfræði og myndmál

Líking

Bragfræði og myndmál

Myndhverfing

Bragfræði og myndmál Bragfræði og myndmál

Persónugerving Hugblær

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


21 Læsi 4.bekkur

2. Lestur og bókmenntir Lestrarbækur með hljóðbókum

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


22 Læsi 4.bekkur

Hæfniviðmið fyrir íslensku samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla, 2013 3. Ritun Við lok 4. bekkjar

dregið rétt til stafs og skrifað skýrt og læsilega.

nýtt í ritun þekkingu á grunnþáttum í byggingu texta, svo sem upphafi, meginmáli og niðurlagi. samið texta frá eigin brjósti, svo sem sögu, frásögn, ljóð eða skilaboð. nýtt sér fyrirmyndir í ritun, svo sem af lestri bóka, blaða eða rafræns efnis. beitt einföldum stafsetningarreglum og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi. skrifað texta á tölvu og beitt einföldustu aðgerðum í ritvinnslu. skrifað og leyft öðrum að njóta þess með upplestri eða lestri.

http://vefir.nams.is/midbjorg/index.htmlMiðbjörg

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


23 Læsi 4.bekkur

Ritunarbókin Lasse Ekholm Lasse Ekholm er rithöfundur sem hefur skrifað margar barna- og unglingabækur. Bækur hans eru skemmtilegar, spennandi, áhrifamiklar og fullar af gleði. Hann veit hvað grípur lesandann og getur útskýrt hvers vegna. Í þessari bók miðlar Lasse okkur af þeim stílbrögðum sem hann notar sem rithöfundur og einnig af reynslu sinni frá námsskeiðum í skólum og á Netinu. Fátt er mikilvægara nú á tímum en hæfnin til að geta tjáð sig bæði munnlega og skriflega. Öll höfum við frá einhverju að segja. Listin er að gera það þannig að aðrir hlusti og lesi af áhuga. Ritunarbókin er full af dæmum um hvernig þú getur fundi athyglisverðan efnivið í frásögn þína, skrifað svo að textinn grípi lesandann, tillögur um hvernig þú byggir upp langar frásagnir og skemmtilega ritunarleiki.

Sögupíramídi Góð leið til að byggja upp ritaða frásögn. Hann er í 6 liðum: 1. finna nafn á aðalpersónu sögunnar. 2. finna tvö lýsingarorð sem eiga við aðalpersónuna 3. finna þrjú orð sem lýsa umhverfi sögunnar. 4. finna fjögur orð sem lýsa vandamáli sem kemur upp á í sögunni. 5. Finna fimm orð sem lýsa atburði í sögunni. 6. Finna sex orð sem lýsa lausn á sögunni og sögulokum.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


24 Læsi 4.bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


25 Læsi 4.bekkur

3. Ritun Gátlisti fyrir ritun byggð á samræmdu prófi í 4. bekk 2013 Fyrsta persónu frásögn,t.d. ég fór í ferðalag Frásagnartexti er í Þátíð t.d.ég fór í ferðalag Meginmál. Atburðir í tímaröð, hvað gerðist fyrst og hvað síðast. 1. Hvers vegna? skrifa ég þessa sögu Inngangur 2. Hvar? gerðist sagan Inngangur 3. Hvenær? gerðist sagan Inngangur 4. Hver? er með í sögunni, persónu, dýr....Inngangur 5. Hvað? hvað gerðist merkilegt, skemmtilegt, óvænt....Meginmál í

réttri tímaröð. Skrifaðu minnst 8 línur. 1 til 3 atriði sem komu fyrir í ferðalaginu. 6. Hvernig? Endaði ferðalagið. Lokaorð

Endursögn í þátíð 1. persónu frásögn uppá 16 línur í aðra hverja línu eða ein blaðsíða. 4 línur í inngang og lokaorð. 8 línur í meginmál. Ekki endurtaka neitt í frásögninni og ekki skrifa um eitthvað allt annað en nafn sögunnar er um. Mundu segðu frá einhverju sem þú hefur upplifað.

1.

Skrifar þú skýrt með orðabili?

2.

Hefurðu góðan orðaforða? Notar fjölbreytt orðaval.

3.

Notarðu lýsingarorð?

4.

Notarðu stuttar setningar?

5.

Notarðu langar setningar?

6.

Mundu eftir . og síðan stórum staf í næstu setningu.

7.

Er efnið í tímaröð með greinaskil á milli atriða. Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


26 Læsi 4.bekkur

3. Ritun Miðbjörg

Gátlisti          

 

Eru upphafsorðin í lagi og líkleg til að vekja áhuga? Eru lokaorðin skýr og áhugaverð? Er textinn líklegur til að vekja áhuga lesandans? Er byggingin í lagi þ.e. upphaf – miðja – endir? Er orðalag og stafsetning í lagi? Eru greinaskil í textanum? Eru sömu orð notuð aftur og aftur? Er of mikið af samtölum í frásögninni? Er textinn eins og upptalningarfrásögn? (og svo, síðan, þá . . . ) Er eðlilegt samhengi í textanum, þ.e. leiðir eitt af öðru?

Er textinn lipur og þægilegur aflestrar? Er fyrirsögnin áhugaverð?

Er tilgangurinn með skrifunum skýr? Eru punktar og kommur á réttum stöðum?

Mætti sleppa einhverju? Er einhverju ofaukið?

© Miðbjörg / SKS

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.

19


27 Læsi 4.bekkur

3. Ritun Sjálfsmat, Gátlisti

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


28 Læsi 4.bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


29 Læsi 4.bekkur

3. Ritun Fingrafimi og stafsetning í tölvu http://vefir.nams.is/fingrafimi/ Fingrafimi er vefur sem kennir fingrasetningu. Á vefnum eru samtals 12 æfingar í heimalyklunum, e, h, i,o, b, n , r, o, brodd- og hástöfum. Í hverri æfingu eru sex til fimmtán verkefni. Fingrafimi 2 er vefur sem kennir fingrasetningu. Á vefnum eru heimalyklarnir úr Fingrafimi rifjaðir upp ásamt æfingum í lyklunum -. og ?, t,m,ð,v,p,u,þ,y,ö,c, broddstafir og komma og textaæfingar. Í hverri æfingu eru þrjátíu verkefni

http://vefir.nams.is/stafsetning/index.htm Gagnvirkar æfingar í stafsetningu Vefefnið Gagnvirkar æfingar í stafsetningu er einkum ætlað mið- og unglingastigi. Það byggir annars vegar á æfingum úr gömlu stafsetningarbókunum og hins vegar íslenskum þjóðsögum, kvæðum og ævintýrum. Að skrifa rétt! – Vefur

http://vefir.nams.is/ad_skrifa/index.htm Markmiðið að þjálfa nemendur í að lesa og stafsetja texta með samhljóðasamböndum. Verkefnin skiptast í þrjá hluta: Horfa og sjá (afskrift), Muna og skrifa (sóknarskrift) Hlusta og skrifa (stafsetja eftir upplestri).

Vefurinn tengist bókunum Í gjótu, Leynifélagið Skúmur, Læstur inni, Úti að aka, Á strönd, Á spani, Hjá risa eðlum, Í lofti sem eru allar eftir Kristínu Steinsdóttur.

Samhljóðar í himingeimnum – Vefur Samhljóðar í himingeimnum er gagnvirkur vefur ætlaður nemendum á yngsta stigi grunnskólans en nýtist fleirum, eins og nemendum með annað móðurmál en íslensku og nemendum sem taka hægum framförum í lestri og stafsetningu. Hann er hugsaður sem liður í hlustun og hljóðgreiningu; að nemendur æfist í gegnum leikina í að greina á milli hljómlíkra bókstafa og eigi þar með auðveldara með að stafsetja orð rétt þegar þeir skrifa sjálfir. Æfingarnar eru því góður undirbúningur undir stafsetningu. Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


30 Læsi 4.bekkur

3. Ritun stafsetning Sjónminni Stuttur stafsetningartexti er settur á glæru og nemendur og kennari skoða hann í sameiningu. Kennarinn hylur síðan textann og les upp eina og eina málsgrein í einu eftir að nemendur hafa skoðað hana vel og reynt að leggja rithátt erfiðu orðanna á minnið. Þegar allir hafa lokið við að skrifa málsgreinina er textinn birtur aftur og nemendur leiðrétta ef þörf er á. Að því loknu er næsta málsgrein lesin upp. Þessi æfing reynir á sjónminni

Orðasafn Nemendur útbúa eigið orðasafn með orðum sem þeir skrifa oft vitlaust. Þeir geta haft til þess sérstaka stílabók eða skjal í tölvu og bætt við orðum smám saman. Orðasafnið gætu þeir síðan fengið að taka með sér í „stafsetningarpróf“

Svindlpróf“ Nemendur taka hefðbundið stafsetningarpróf og fá leyfi til að nota allar tiltækar handbækur, þ.m.t. reglur um stafsetningu. Reglurnar er t.d. að finna í bókinni Skriffinnur, lítil bók um stafsetningu og greinarmerki.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


31 Læsi 4.bekkur

Hæfniviðmið fyrir íslensku samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla, 2013 4. Málfræði Við lok 4. bekkjar beitt töluðu máli og rituðu af öryggi og ráði yfir orðaforða og málskilningi sem hæfir þroska. þekkt, fundið helstu einingar málsins, svo sem bókstafi, hljóð, orð, samsett orð og málsgrein. raðað í stafrófsröð og gert sér grein fyrir notagildi þess við leit og skipulag. gert sér grein fyrir mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða, þekkt mun á samnöfnum og sérnöfnum og geti m.a. bent á þau í eigin texta. leikið sér með ýmis einkenni tungumálsins, svo sem margræðni orða og fundið kyn, tölu.

Þessar bækur eru ætlaðar nemendum sem læra íslensku sem annað mál og eru góðar. Innihalda allt það nauðsynlegasta. Hraðinn fer eftir hverjum og einum.

http://vefir.nams.is/midbjorg/bokmenntiroglestur.html Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


32 Læsi 4.bekkur

Gátlisti fyrir íslensku 4. - bekk -ng og –nk (t.d. ungi, banki, lengi, töng) Stóran staf í upphafi málsgreina (t.d. Ég á rauðan bíl.) Stóran staf í sérnöfnum (t.d. Ari, Margrét, Reykjavík) Einfaldan og tvöfaldan samhljóða (teygjuorð og hopporð sbr. rota, rotta, - lak, lakk) Þekkja sérhljóð (þeir segja nafnið sitt sjálfir) a-á-e……. Þekkja samhljóð b-d-ð-f-g………….. Hv í spurnarorðum (t.d. Hver er þetta? Hvor ykkar á bílinn?) Þekkja nafnorð (heiti einhvers, t.d. kona, maður, köttur, bók, hundur, bolti) Þekkja sérnöfn (eitthvað sem einhver/eitthvað heitir, t.d. María, Brandur, Akureyri, Hekla) Þekkja samnöfn (eitthvað sem einhver er, t.d. hundur, rakari, smiður) Þekkja karlkyn (dæmi: maður, menn – hjálparorðin: hann, þeir, kvenkyn (kona, konur – hjálparorðin: hún, þær) og hvorugkyn (barn, börn – hjálparorðin: það og þau) Þekkja eintölu (et.) og fleirtölu (ft.) (Dæmi: einn köttur, margir kettir) Þekkja samheiti (móðir – mamma) Þekkja andheiti (lítill – stór) Geta búið til samsett orð (ull + sokkur = ullarsokkur, sími + skrá = símaskrá Geta sagt úr hvaða orðum samsett orð eru búin til (ullarsokkur = ull + sokkur) Kunna íslenska stafrófið og geta raðað orðum/stöfum í stafrófsröð Geta raðað orðum í rétta röð í setningu Þekkja lýsingarorð og geta stigbreytt Þekkja sagnorð. Geta breytt í nútíð og þátíð

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


33 Læsi 4.bekkur

Ellefu stafsetningartextar

60 orð

SvanhildurSKS Kr. Sverrisdóttir

1

STAFSETNING

Draumurinn Stundum dreymir mig furðulega drauma. Ég gleymi

til dæmis aldrei þessum um hestana fimm sem stóðu

fyrir

utan

gluggann

og

töluðu

saman

á

tungumáli sem ég skildi alveg. Ég hlakkaði til að

segja

ömmu

frá

þessu

og

varð

eiginlega

fyrir

vonbrigðum þegar ég vaknaði. Draumurinn var svo raunverulegur að ég hélt í alvörunni að ég gæti séð

hrossin þegar ég leit út. (62 orð)

STAFSETNING

Kötturinn og konan Kötturinn

hennar

Sóleyjar

fer

stundum

inn

um

gluggann hjá nágrannakonunni. Hún verður alltaf mjög reið og segist ætla að hringja á lögregluna. Hún hefur reyndar aldrei gert það en kannski kemur að því einhvern daginn. Líklega væri best fyrir Sóleyju að gæta þess að halda kettinum fjarri kerlingunni á næstunni, að minnsta kosti á meðan henni er svona illa við ketti. (61 orð)

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


34 Læsi 4.bekkur

Frá skimun með LtL til LOGOS

Íslenska 4.bekkur

5. Kafli Lestur heima, fræðsla til foreldra

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.

Grunnþættirnir og


35 Læsi 4.bekkur

Hvað get ég gert - við of mikla NEIKVÆÐNI ? Bókin leiðir börn og foreldra þeirra gegnum aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem notaðar eru til að breyta neikvæðri hugsun. Með ”skref-fyrir-skref” leiðbeiningum er börnunum beint í átt til jákvæðara og hamingjusamara lífs. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er því heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í að bæta líf sitt og líðan.

Hvað get ég gert - v ið of miklar ÁHYGG JUR? Bókin hjálpar börnum og foreldrum við að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, sem oftast er notuð við meðhöndlun á kvíða. "Skref fyrir skref" aðferðir og verkefni í formi teikninga og orða hjálpa barninu að öðlast nýja færni til að draga úr kvíða. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna bug á ofvöxnum áhyggjum. Bókin er 80 blaðsíður.

Hvað get ég gert - við of mikla NEIKVÆÐNI ? "Skref fyrir skref" lýsingar kenna börnum aðferðir í reiðistjórnun sem miða að því að kæla reiðar hugsanir og stýra reiðitengdri hegðun, sem leiðir til þess að börnin verða rólegri og afkastameiri. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna að breytingum. Bókin er 96 blaðsíður, efni hennar er sett fram með einföldum og skiljanlegum hætti.

http://www.hvadgeteggert.is/index.html Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


36 Læsi 4.bekkur

Lesskilningur: Gagnvirkur lestur

Unnið saman í hóp 1.

Nemendur lesa/skoða efni textans saman. Myndir, fyrirsagnir og

2.

allir spá fyrir um hvað textinn er út frá þessari skoðun á bókinni.

3.

Börnin skipta með sér hlutverkum.

4.

Einn les upphátt.

5.

Annar gerir samantekt á efninu hinir bæta við því sem þeir muna.

6.

Að að lokum er spáð fyrir um framhald miðað við það sem á undan er komið.

7.

Gæti sagan hafa endað á annan hátt? Hvernig?

Þegar gagnvirkur lestur er notaður í kennslu vinna nemendur saman, skiptast á hlutverkum og allir eru virkir.

Lesskilningur: Skoða Spyrja Lesa Segja Rifja

upp

Þegar nemandinn les einn í hljóði 1.

Textinn er skoðaður. Nemandinn skoðar myndir, fyrirsagnir og annað til að átta sig á innihaldi textans.

2.

spurningar búnar til, nemandinn spyr sig í hljóði eða upphátt um efni sögunnar, hvað á eftir að gerast? Og fl. út frá lið 1.

3.

textinn lesinn og spurningum svarað, þ.e. Ef nemandi byrjar lesturinn með spurningar sem hann ætlar að svara, er talið að hann haldi betur einbeitingunni sinni.

4.

sagt frá efninu, nemandi endursegir foreldri, kennara, bekkjarfélaga eða skrifar niður punkta til að muna efnið betur.

Hraðlestur: Markmiðið með því að þjálfa nemendur í hraðlestri er að auka leshraða þeirra í nákvæmnislestri. Hraðlestur byggist á því að nemandinn reynir að lesa enn hraðar en hann er vanur. Hann getur t.d. endurlesið stuttan texta nokkrum sinnum og mælt hvað hraðinn eykst við endurtekninguna. Á prófi er nemandanum sagt hvað hann les mörg orð á 2 mínútum og hann fær að vita hver staða hans er miðað við allt landið í hraðlestri og nákvæmni.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


37 Læsi 4.bekkur

Sjálfvirkni og nákvæmni 

Sjálfvirkni á sér stað

litlar þegar nemand-

Gott að nota eggjar-

eftir að nákvæmni er

inn hefur náð stigi ná-

klukku.

náð.

kvæmni. Hann veit

Viðmið fyrir sjálf-

sjálfur hvort hann

eina mínútu og telja

virkni: Þegar hægt er

gerði rétt eða ekki.

lesin orð. Lesa í 10

að framkvæma

Leiðréttingar brjóta

mínútur og telja blað-

“færnina” á meðan að

hér bara niður barnið

síðurnar, lesa sömu

athyglinni er beint

í mörgum tilfellum.

blaðsíður aftur og

Flýtir fyrir sjálfvirkni

telja blaðsíðurnar.

Það er hægfara ferli

ef nemandi fær

Komst barnið lengra í

að ná sjálfvirkni

endurgjöf um hve

seinna skiptið ? Gott

miðað við hve það er

langan tíma það tók

er að nota þessi verk-

fljótt hægt að ná ná-

hann að leysa tiltekið

efni líka við að skrifa

kvæmni.

verkefni. Endurgjöfin

réttan texta uppúr

Leiðréttingar gagns-

þarf að koma strax.

bók.

annað. 

Verkefni t.d. Lesa í

Markmið með heimalestri 

að barnið bæti við orðaforða sinn og málskilning.

að barnið nái að sýna framfarir í lestrarnáminu.

að efla sjálfsmynd barnsins og koma í veg fyrir að það upplifi sig sem tapara.

að foreldri styðji og styrki barnið sitt og fylgist með framförum þess dag frá degi.

að efla samvinnu milli foreldra og kennara.

Hlutverk heimilis Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst. Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa að lágmarki 30 mínútur á dag. Foreldrar eru að vinna mikilvægt starf með barninu í heimalestri, meðal annars að skapa jákvætt viðhorf til lestrar og heimanáms. Barn sem elst upp við það að heimanámið er gert að gæðastund, foreldris og barns, býr að því alla ævi.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


38 Læsi 4.bekkur

Viðmið: Leshraði á bilinu 100 - 150 atkvæði á mín. Við lesum C

Jói og Jötni

Ekki af baki dottinn

Sumardvöl í sveit

Egill

Skúli skelfir

Sumar í borg

Geiturnar þrjár

Skúli skelfir og leyni-

Sigga og álfkonan

Sigga og skessan 1 - 10

félagið

Dúbbi verður stór

Allt getur gerst +

Skúli skelfir gabbar tann-

Langamma

vinnubók

álfinn

Hjördís

Lukkudýrið

Bangsi í lífháska

vinnubók

Grettir og berserkirnir

Dregið að landi

Mokoka +

Grettir og skógarbjörninn

Áni ánamaðkur

vinnubók

Dísa ljósálfur

Því eru hér svona margir

Litlu landnemarnir +

kettir

vinnubók

Unginn sem neitaði að

Draugasaga Dóra litla

fljúga

Loftur og gullfuglarnir +

Helga og hunangsflugan

vinnubók

+

Skúli skelfir fær lús

Alfinnur álfakóngur Dvergurinn Svartskeggur Hreinn og sjóræningjarnir

Viðmið: Leshraði frá 140 atkvæðum á mín. Hundakofi í Paradís

Börnin í Skarkalagötu

krumminn á skjánum

Robinson Krúsó

Sögur af Frans

Sumarfrí á Sléttu

Dagur í lífi Skarpa

Ástarsögur af Frans

Egils saga einhenda og Ás-

Fílaon frá Alexandríu

Nýjar skólasögur af

mundar berserkjabana +

Óli og Geiri

Frans

vinnubók

Ugla sat á kvisti

Sjúkrasögur af Frans

Ég heiti Grímar

Átti börn og missti

Lotta flytur að heiman

Lygasaga

Eitt tvö þrjú

Fleiri börn í Ólátagarði

Hálfur seðill

Það varst þú

Baun í nefi Betu

Draugaröddin

Trú

Undarleg uppátæki

Spiderwick sögurnar

Von

Virgill litli

- Leiðarvísirinn

Kærleikur

Gúmmí Tarsan

- Steinn með gati

Ilmur

Hodja og töfrateppið

- Leyndarmál Lúsindu

Rigning í Osló

Fúsi froskagleypir

- Tréð í járnskóginum

Á smyglaraslóðum

Ottó nashyrningur

- Reiði Múlgarata

Skipbrotið

Kóngur í ríki sínu

- Sögur vatnadísarinnar

Slysið

Kóngur í ríki sínu og

Fólkið í blokinni+vinnubók

Linda

prinsessan Petra

Prinsessan í hörpunni

Kóngar í ríki sínu og

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


39 Læsi 4.bekkur

Frá skimun með LtL til LOGOS

Grunnþættirnir og

Íslenska 4.bekkur Von mín er að geta veita foreldrum stuðning, kynna

3. kafli Samræmd próf

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


40 Læsi 4.bekkur

Samræmd próf í 4. bekk Huga þarf að umsókn um stuðningsúrræði í ágúst.

Helstu stuðningsúrræða eru

Ritun í tölvu í öllum árgöngum í íslensku og ensku gegnum vefsíðu námsmatsstofnunar. Nemendur þurfa því að vera tengdir Viðbótartími í 4. bekk er 2 x 20 mínútur Panta þarf geisladiska og taka það sérstaklega fram í

Uppbygging íslenskuprófsins

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


41 Læsi 4.bekkur

Samræmd próf á námsmat.is

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


42 Læsi 4.bekkur

Frá skimun með LtL til LOGOS

Íslenska 4.bekkur

6. kafli Námsmat

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.

Grunnþættirnir og


43 Læsi 4.bekkur

Viðmið 4. bekkjar er að geta lesið á hraðaprófi 150— 200 atkvæði á mínútu í lok vetrar. Viðmið

Hasbrouck og Tindal frá 2006 yfir rétt lesin

orð á mínútu fyrir meðalnemanda miðað við bekk og önn. 4.bekkur haust 94 lesin orð á mínútu. vetur 112 lesin orð á mínútu. vor 123 lesin orð á mínútu. 155—200 atkvæði á mínútu eða 6.5-8.0

Eftirfylgnipróf og orðalistar LtL Eftirfylgnipróf Leið til læsis. Lesfimi (fluency), eftirfylgnipróf LtL. sýnir hæfni barnsins til að lesa upphátt ákveðinn orðafjölda á mínútu í aldurssvarandi texta, rétt og án hiks og endurtekninga. Lesskilningsspurningar fylgja hverju prófi. Prófið segir til um hvort barnið tekur eðlilegum framförum og hvar það stendur miðað við viðmið árgangsins og allt landið. Orðalistar prófa sjónrænan orðaforða.

Samræmd próf, skimun og LOGOS-greining í kjölfarið. Í 4. bekk að hausti eru lögð samrænd próf í íslensku fyrir börnin..Prófin eru fyrst og fremst til að kanna stöðu barnsins og til leiðbeiningar. Prófin leiða í ljós hvaða þættir það eru sem helst þarf að beina athygli að í námi barnsins. Logos er greiningartæki til að greina lestrarerfiðleika. Það er þýtt úr norsku og staðfært. Prófið er í tveimur hlutum og er fyrri hlutinn fyrir 3.—5. bekk en seinni hlutinn ætlaður 6.—10. bekk og fullorðnum. Prófið greinir m.a. Færni í leshraða, lesskilningi, skilningi á hlustun og alls 17 lestrartengdri færni. Nánari upplýsingar má fá á vefsíðu www.logos-test.is.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


44 Læsi 4.bekkur

Frammistöðumat Frammistöðumat fer fram tvísvar á ári fyrir foreldradag. Þá skrifa bæði nemendur og kennarar í mentor hvernig hefur gengið og nemendur setja sér markmið og telja upp veikleika sína og styrkleika. Þeir merkja einnig við hvernig þeim líður í skólanum. Þessi vinna fer fram með foreldrum og skapast góð vinna um stöðu náms og líðan í skólanum. Mentor sér um uppsetningu sem kennarar og nemendur fylla inn í þar til gerða reyti. Hvernig stend ég mig í skólanum í samanburði við mat kennarans? Þetta á við í öllum námsgreinum skólans. Það er líka fjallað um annað eins og: Veikleikar– skráðu það sem þú telur helstu veikleika þína í námi: Dæmi. Sá sem skrifar: mér finnst íþróttir erfiðastar Styrkleikar—Skráðu það sem þú telur helstu styrkleika í námi: Sá sem skrifar: Ég er góð í myndmennt og textíl og mér finnst það gaman. Markmið—Skráðu þau markmið sem þú ætlar að vinna að fram að næsta stöðumati. Sá sem skrifar: Ég ætla að reyna að mæta alltaf á réttum tíma í skólann og vinna vel í tímum. Líðan Mér líður vel í kennslustundum

nemandi v

Mér líður vel í íþróttum

nemandi v

Skipulag Ég nýti tímann í skólanum vel

nemandi O

Hegðun Ég er kurteis við starfsfólk skólans nemandi V Heimanám Ég lýk öllu heimanáminu á tilsettum tíma

nemandi V

V merkir ávallt O merkir oftast / merkir stundum X merkir sjaldan.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


45 Læsi 4.bekkur

Lykilhæfni, tengt lífsleikni/sjá Hafnarfjörður Tjáð hugsanir og skoðanir sínar og sett þær fram á viðeigandi hátt Hlutað eftir upplýsingum og rökum í samræðum Lagað tjáningu sína að viðmælendum og notað algengan orðaforða sem tengist umfjöllunarefninu hverju sinni Gert grein fyrir hugsunum sínum, skoðunum, tilfinningum og þekkingu á þann hátt sem við á hverju sinni.

Tjáning og miðlun

Skipulagt

efnistök og aðferðir við úrlausn verkefna Tekið þátt í að skilgreina viðmið um árangur Gert sér grein fyrir að iðulega er hægt að komast að fleiri en einni niðurstöðu við úrlausn verkefna og að læra má af mistökum og nýta á skapandi hátt Greint milli staðreynda og skoðana Endurskoðað úrlausn viðfangsefna frá mismunandi sjónarhornum á skapandi hátt.

Skapandi og gagnrýnin hugsun

Sjálfstæði og samvinna

Unnið

eftir fyrirmælum og borið ábyrgð á eigin verkefnum og vinnubrögðum þegar við á Gert sér grein frir styrkleikum sínum Unnið með öðrum að skipulögðum verkefnum sem tengjast námi og félagsstarfi innan skóla Tekið jákvæðan þátt í leik og starfi í skólasamfélagi sínu Tekið leiðsögn á jákvæðan hátt Leitað

Nýting miðla og upplýs-

sér upplýsinga í námi í ólíkum miðlum Notað miðla nokkuð sjálfstætt við nýsköpun, hugmyndavinnu og kynningu efnis Sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og verið meðvitaður um gildi ábyrgrar netnotkunar Gert

Ábyrgð og mat á eigin námi

sér grein fyrir styrkleikum sínum og hvar hann getur gert betur í námi Sett sér með aðstoð markmið í námi Tekið þátt í að skipuleggja eigið nám með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrá Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


46 Læsi 4.bekkur

Orðarún lesskilningspróf Orðarún. Lesskilningur hæfnin til að lesa aldurssvarandi texta og svara miserfiðum spurningum úr textanum. Orðarún er staðlað lesskilningspróf ætlað 3.—8 . Bekk grunnskóla. Tvö próf eru fyrir hvern árgang. Í hverju prófi eru tveir textar, hvor um sig með tíu fjölvalsspurningum. Orðarún varðar aðallega ferns konar færni: 1.Færni til að greina staðreyndir, orðréttar eða umorðaðar. 2.Færni til að draga ályktanir af því sem ekki er sagt berum orðum. 3.Færni til að átta sig á meginefni. 4.Færni til að útskýra orð og orðasambönd.

Miðstöð skólaþróunar við HA stendur að gerð prófsins. Það er inni í Mentor og svör í handbókinni.

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


47 Læsi 4.bekkur

Grunnþættirnir og Lykilhæfni

Einstaklingsnámskrá

Íslenska 4.bekkur

Einstaklingsnámskrá í læsi

Bakgrunnsupplýsingar frá LtL

Greining á stöðu nemenda

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


48 Læsi 4.bekkur

Einstaklingsnámskrá

Markmið Markmiðið mitt er að: Ég geri það með því að: 1. 2. 3. Hvað gæti truflað mig eða haft áhrif á að ég nái markmiði mínu: 1. 2. 3. Þetta get ég gert til að passa upp á það að ekkert trufli mig: 1. 2. Eftirfylgni: Skoða hvað gekk vel.

Hvað á að kenna

Hvernig

Hvað þarf að bæta.

Hvers vegna

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.

Í hvað langan tíma


49 Læsi 4.bekkur

Einstaklingsnámskrá

Námsmat Símat

lesfimi

hlustunar- ritun skilningur

hlustun

lykilhæfni Framistöðumat

Sept. Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. mars apríl maí júní

Þeir sem komu að þessari einstaklingsnámskrá: Nemandi___________________________________________________________________________________________________ Umsjónarkennari___________________________________________________________________________________________ Deildarstjóri sérkennslu____________________________________________________________________________________ Nafn forráðamanns________________________________________________________________________________________

Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


50 Læsi 4.bekkur

Í aðalnámskrá grunnskóla 2013 stendur: . Leita þarf allra leiða til þess að bæta stöðu þeirra nemenda sem af einhverjum ástæðum gengur illa að læra að lesa. Þar þarf að grípa inn í sem allra fyrst. . Í bókmenntum finna ungir lesendur fyrirmyndir og geta sett sig í spor persóna. Þannig getur bókmenntakennsla í skólum stuðlað að sterkari sjálfsmynd nemenda, kennt þeim umburðarlyndi í garð ólíkra menningarsamfélaga og minnihlutahópa

Nám til framtíðar-Kynningarvefur mennta– og menningarmálaráðuneytis

http://www.namtilframtidar.is/#!/

Hæfni og Gagnrýn hugsun Hæfni er ekki einn af grunnþáttunum en er aftur á móti það markmið sem menntun í grunnþáttunum stuðlar að. Hér er átt við að sé lögð áhersla á að flétta grunnþættina sex inn í skólastarfið fái börn og ungmenni aukna og mikilvæga hæfni í að taka þátt í samfélaginu sem heilbrigðir og sterkir einstaklingar.

Í inngangskafla að grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá kemur eftirfarandi fram í stuttri málsgrein sem fjallar um sköpun: „Allir grunnþættirnir eiga sér rætur í gagnrýninni hugsun, ígrundun, vísindalegum viðhorfum og lýðræðislegu gildismati.“

Gagnrýnin hugsun leggur grunninn að áherslubreytingum í skólastarfi sem og öðru starfi. Til að hægt sé að innleiða grunnþættina sex inn í skólastarfið þarf starfsfólk skóla að horfa á starfið, gildin sem unnið er eftir, kennsluaðferðir og námsefni á gagnrýninn hátt og með opnum og skapandi huga. Auk þess sem það að virkja gagnrýna hugsun nemenda ætti að vera hluti af lýðræðismenntun þeirra. Elín G. Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og sérkennari.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.