Page 1

Læsi 2. bekkur

FRÁ SKIMUN MEÐ LTL TIL LOGOS Unnið með styrk frá Verkefna– og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ

Íslenska 2.bekkur


LĂŚsi 2. bekkur

2


Læsi 2. bekkur

3

Frá skimun með LtL til LOGOS

Íslenska 2.bekkur

Grunnþættirnir og Lykilhæfni

Bls. Efnisyfirlit Grunnþættirnir 6 Hæfniviðmið fyrir íslensku 1. Talað mál, hlustun og áhorf...............................................

5

Tjáning og framsögn, sjálfsmat 2. Lestur og bókmenntir........................................................

8

Borgarmúsi og Sveitamúsi, lesskilningur Lestrarbækur námsgagnastofnunar 2 fl Lestrarbækur, smábækur og ljósrit Smábókaskápurinn, lestrarbækur, hljóðbækur 3. Ritun................................................................................

13

Veftorg, lestur og ritun Fingrasetning, ferilritun, gátlistar fyrir ritun Ritun, gátlisti Ritun, leiðsagnarmat 4. Málfræði...........................................................................

18

Listi yfir algeng orð 5. Lestur heima, leiðbeiningar til foreldra ...........................

19

Lífsleikni heim Bréf til foreldra Markmið með heimalestri Heimalestur, að hlusta á barnið sitt lesa Hlustunarskilningur, Lesskilningur, áherslur í kennslu Raddlestur, hraðlestur, endurtekinn lestur- Samlestur, paralestur og Bergmálslestur—Leiðbeinandi lestur og stuðningur: Lestrarbækur, raðað upp eftir þyngd. 6. Tímaáætlun sett fram í dagatali........................................

26

Lífsleiknibókin spor 1 skipulögð með Kennsluleiðbeiningum 7. Námsmat.........................................................................

34

Hraðapróf, lesin orð á mínútu, frekari stuðningur Frammistöðumat Lykilhæfniviðmið Hraðlestrarpróf, lesfimi, orðalestrarpróf, lesskilningspróf og fleira 8. Einstaklingsnámskrá í lestri.............................................

43


Læsi 2. bekkur

4

1) Íslenskukennsla það fag sem kennir beinlínis læsi en læsi snýst þó um annað og meira en það að verða læs. Læsi í íslensku snýst einnig um að öðlast orðaforða, hæfni í málnotkun, ritun, læsi og skilning á bókmenntum svo eitthvað sé nefnt. 2) Sköpun er einnig nátengd íslenskukennslu því tungumálið er skapandi í eðli sínu. Læsi og sköpun eru þeir grunnþættir menntunar sem eru gegnumgangandi þættir í allri íslenskukennslu. Bent er á að hvetja skuli börn og ungmenni til leiks og ýta undir skapandi aðferðir í námi og að virkja ímyndunarafl nemenda í tengslum við úrlausn viðfangsefna í skólanum. Með því að hlúa að hinum skapandi þætti er stuðlað að persónulegu námi sem frumkvæði nemenda og skyldi tengjast inn í allt skólastarf. 3) Heilbrigði og velferð er í aðalnámskrá skilgreint sem alhliða heilbrigði og vellíðan, bæði líkamleg, andleg og félagsleg. Skólinn skyldi því stuðla að líkamlegu heilbrigði með því að sjá til þess að nemendur fái nauðsynlega hreyfingu og heilsusamlegt fæði. Einnig er það hlutverk skólans að huga að andlegu og félagslegu heilbrigði og velferð með því að skapa nemendum öruggt, jákvætt og uppbyggjandi umhverfi í skólum. Stuðla þarf að því að byggja upp jákvæða og heilbrigða sjálfsmynd nemenda og skal þeim gefinn kostur á að þroska hæfileika sína á einstaklingsmiðaðan hátt. 4) Jafnréttismenntun miðar að því að nemendur beri virðingu fyrir því sem aðskilur okkur og að kenna nemendum að þennan rétt þurfi að standa vörð um til að hægt sé að skapa samfélag sem raunverulega virðir jafnan rétt allra. 5) Lýðræði og mannréttindi í víðum skilningi fjallar hér ekki einungis um lýðræðissamfélag, lýðræðislega stjórnskipan eða mannréttindamál heldur einnig um lýðræðisleg vinnubrögð og virðingu fyrir mannréttindum í samskiptum á milli fólks, hvort sem er inni á heimilum, í skólanum eða í samfélaginu. 6) Í félagslegu tilliti snýst sjálfbærnimenntun um að jafna bilið milli fólks og miðar að því að allir eigi jafnan rétt til afkomu og góðra lífsskilyrða.


Læsi 2. bekkur

5

Hæfniviðmið fyrir íslensku 1. Talað mál, hlustun og áhorf Við lok 4. bekkjar beitt skýrum og áheyrilegum framburði og nýtt sér leiðbeiningar og aðstoð við að bæta framburð og framsögn.

tjáð sig með aðstoð leikrænnar tjáningar frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu.

sagt frá eftirminnilegum atburði og lýst ákveðnu fyrirbæri. Endursagt efni sem hlustað hefur verið á eða lesið.

hlustað og horft með athygli og skilningi á upplestur, leikið efni, ljóð og söngva og greint frá upplifun sinni. nýtt sér og endursagt efni á rafrænu formi.

átt góð samskipti, hlustað og sýnt kurteisi.


Læsi 2. bekkur

6

Mp3-spilari MP3 eða samskonar tæki er orðið nauðsynlegt í námi, heima eða í skólanum. Það má nota það við að: 1.

Hlusta á sögur og fylgjast með í bókinni.

2.

Ræða við félaga um sögurnar.

3.

Endursegja sögur sem hlustað er á.

4.

Teikna myndir úr sögunni á meðan hlustað er á söguna.

5.

Á nams.is eru hljóðbækur sem auðvelt er að hlaða niður og geta nemendur hlustað á bækurnar heima, bæði til skemmtunar og námsbækur þegar nemendur verða eldri.

Að endursegja sögu eftir hlustun Tveir vinna saman, hlusta á sögu og endursegja. Gott er að segja söguna út frá þessum hjálparorðum 1.

Hvar gerist saman?

2.

Hverjir koma við sögu?

3.

Hvað gerist?

4.

Hvernig endar sagan?

5.

Hvað getum við lært af sögunni?

Lífsleikni Kennsluleiðbeiningar Helstu markmið efnisins eru að efla tilfinningaþroska og samskiptahæfni nemenda. Bangsar af öllum stærðum og gerðum fylgja lesandanum í gegnum bókina en gert er ráð fyrir að fullorðinn lesi hana með barninu. Tillögur um 30 kennslustundir eru í sérstökum kennsluleiðbeiningum sem fylgja efninu . Viðfangsefni kennslustunda eru mjög fjölbreytt og taka mið af kenningu um fjölgreindir.


LĂŚsi 2. bekkur

http://www1.nams.is/islyngsta/page.php?id=130

7


Læsi 2. bekkur

8

Hæfniviðmið fyrir íslensku 2. Lestur og bókmenntir Við lok 4. bekkjar

beitt aðferðum við umskráningu hljóða og stafa þannig að lestur verði lipur og skýr. nýtt góðan orðaforða við að skilja texta. tengt þekkingu sína og reynslu við lesefni í því skyni að ná merkingu þess. valið sér lesefni eftir áhuga og þörf og lesið sögur, ljóð og fræðiandi efni, sem hæfir lestrargetu, sér til ánægju og skilnings.

lesið ævintýri, sögur og ljóð ætlað börnum. beitt hugtökum eins og persónu, söguþræði, umhverfi og boðskap. beitt fáeinum algengum hugtökum í bragfræði svo sem rími, kvæði, vísu og ljóðlínu. aflað sér upplýsinga úr ýmsum tiltækum gagnabrunnum, svo sem bókum og á rafrænu formi. lesið úr táknmyndum og myndrænu efni, svo sem einföldum skýringarmyndum, kortum og myndritum. valið bók eða annað lesefni og lesið sér til ánægju http://www1.nams.is/islyngsta/index.php


LĂŚsi 2. bekkur

9


LĂŚsi 2. bekkur

10


Læsi 2. bekkur

11

Lestur og bókmenntir Lesskilningur Borgarmúsi og Sveitamúsi Skemmtileg saga með verkefnum. Til er á Skólavefnum - gagnvirkar æfingar og hljóðbók, 39 blaðsíður. Gefin út 2008 Þýdd af Páli Guðbrandssyni, Skólavefurinn ehf. Bókin er æfing í lesskilningi. Hún lesin fyrir börnin og þau gera verkefnin öll saman, umræður og æfing í hljóðkerfisvitund. 1.

Kafli bls. 3—5 Lesskilningur

2.

Búa til texta við mynd bls. 6

3.

2. Kafli bls. 7—9. Lesskilningur

4.

Skrifa bréf til Borgarmúsa 1

5.

Bréf til Borgarmúsa 2

6.

Fínt klædd mús. Skrifa niður texta

7.

3. Kafli bls. 15-16 lesskilningur

8.

Rím og raða í setningar, krossgáta bls. 17—18

9.

4. Kafli bls. 19—20

10. Lýsingarorð, andheiti og orðaveiði bls. 21-23 11.

5. Kafli bls. 24—25. lesskilningur.

12. Skrifa niður 10 hluti úr mynd og skilti á sinn stað. 13. Nútíð og þátíð.bls. 28. 14.

6. kafli bls. 29—30. lesskilningur.

15.

Skrifa texta um málshátt hvernig hann tengist sögunni. Hverjum þykir sinn fugl fagur.

16. Setja setningar í rétta röð. 17.

Raða í stafrófsröð og umræður bls. 34.

18. Skrifa 20 orð. 19.

Spurningar úr sögunni bls. 36-37

20. Skrifa fleirtöluna, atkvæðin og setja staf inní orðið.


Læsi 2. bekkur

12

Smábókaskápurinn er gagnvirkur vefur sem ætlað er að mæta áherslum í heildstæðri móðurmálskennslu í fyrstu bekkjum grunnskólans. Markmið hans er að þjálfa lestur, efla lesskilning og lestraráhuga og gefa börnum tækifæri til að nota tövu sér til gagns og á skipulegan hátt. Á vefnum má velja á milli nokkurra smábóka sem allar hafa komið út hjá Námsgagnastofnun. Börnin geta ýmist lesið textann beint eða hlustað og fylgst með honum fyrst og lesið svo sjálf. Á hverri blaðsíðu eru spurningar úr textanum og lítið verkefni sem ýmist reynir á að raða stöfum rétt í orð (undirbúningur undir stafsetningu) eða raða orðum í setningu (lesskilningur). Börnin geta unnið verkefnin sjálfstætt en ekkert mælir gegn því að þau lesi og hlusti saman, skiptist t.d. á að lesa síðu og spái sameiginlega í lausnir á verkefnunum.


Læsi 2. bekkur

13

Hæfniviðmið fyrir íslensku 3. Ritun Við lok 4. bekkjar

dregið rétt til stafs og skrifað skýrt og læsilega.

nýtt í ritun þekkingu á grunnþáttum í byggingu texta, svo sem upphafi, meginmáli og niðurlagi. samið texta frá eigin brjósti, svo sem sögu, frásögn, ljóð eða skilaboð. nýtt sér fyrirmyndir í ritun, svo sem af lestri bóka, blaða eða rafræns efnis. beitt einföldum stafsetningarreglum og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi. skrifað texta á tölvu og beitt einföldustu aðgerðum í ritvinnslu. skrifað og leyft öðrum að njóta þess með upplestri eða lestri. http://vefir.nams.is/ordasjodur/index.htm

http://www1.nams.is/islyngsta/index.php


Læsi 2. bekkur

14

Forrit á nams.is sem þjálfa ritun Það er gott að nota Dordinglar og Töframaðurinn fyrir 1—4 bekk meðan verið er að læra fingrasetningu. Nemendur byrja með að setja fingur á heimalykla samkvæmt, fingrafimi 1 og 2. Í þessum tveim fingraleikjum er verið að skjóta niður stafi sem birtast á skjánum. Í Hlaupabraut og Klifrarinn eru skrifuð orð sem birtast á skjánum og skrifað er í kapp við tíma, annars vegar á hlaupabraut og hins vegar í fjallgöngu

Ferilritun, skrifað frá eigin brjósti Ritun skiptist í : 1.Tæknileg atriði , skrift, stafsetningu, uppsetningu texta og fingrasetningu. 2.Efnisleg atriði eru uppbygging sögu, skipulag, efnistök og málfar.

Ferilsritun er aðferð sem leggur áherslu á heilstæða ritunarkennslu. Unnið er jöfnum höndum með: 1.Stafsetningu 2 Lestur 3 Skrift 4 Talað mál 5 Frágang 6 Málfræði 7 ritleikni

Fjögur þrep ferilsritunar: 1.undirbúningur, æfa sig að skýra öðrum frá hugmyndum sínum, gera minnispunkta, nota myndir, teikna upp atriðin og/eða hugarkort 2.uppkast, Góð spássía og gott línubil. Nemandi fer yfir verkið sitt með gátlista síðan fer kennari yfir og leiðbeinir fyrir umritun. 3.umritun Gott að nota gátlista og fara yfir uppkastið út frá þeim. Lesa uppkastið upphátt yfir og málfar leiðrétt, áður en það er skrifað niður aftur. 4.birting. Flutningur úr púlti fyrir bekkjarfélaga eða safna sögunum í bekkjarblað.

Gátlisti fyrir ritun i 2. bekk í ritun Gátlisti fyrir ritun i 2. bekk

2009 Guðrún BjörG raGnarsdóttir oG sif stefánsdóttir – ÍsLensKa Í1.

oG 2.

1.

Er bil á milli orða?

2.

Gefur ritunin til kynna hvað er að gerast

3.

og um hvern sagan er?

4.

Komu fram í sögunni fleiri en tvær hugmyndir?

5.

Er sagan skrifuð í réttri tímaröð?

6.

Eru málsgreinar með stórum staf og punkti?

7.

Eru algeng orð rétt stafsett? BeKK


LĂŚsi 2. bekkur

15


Læsi 2. bekkur

16

Gátlisti fyrir ritun skv. Samræmdu prófi 2013. Þjálfa þarf hvern hluta fyrir sig. Ritun frá eigin brjósti á samræmdu prófi Fyrsta persónu frásögn,t.d. ég fór í ferðalag Frásagnartexti er í Þátíð t.d.ég fór í ferðalag Meginmál. Atburðir í tímaröð, hvað gerðist fyrst og hvað síðast. 1. Hvers vegna? skrifa ég þessa sögu Inngangur 2. Hvar? gerðist sagan Inngangur 3. Hvenær? gerðist sagan Inngangur 4. Hver? er með í sögunni, persónu, dýr....Inngangur 5. Hvað? hvað gerðist merkilegt, skemmtilegt, óvænt....Meginmál í réttri tíma-

röð. Skrifaðu minnst 8 línur. 1 til 3 atriði sem komu fyrir í ferðalaginu. 6. Hvernig? endanði ferðalagið. Lokaorð

Endursögn í þátíð 1. persónu frásögn uppá 16 línur í aðra hverja línu eða ein blaðsíða. 4 línur í inngang og lokaorð. 8 línur í meginmál. Ekki endurtaka neitt í frásögninni og ekki skrifa um eitthvað allt annað en nafn sögunnar er um. Mundu segðu frá einhverju sem þú hefur upplifað.

Gátlisti fyrir nemendur: 1.

Skrifar þú skýrt með orðabili?

2.

Hefurðu góðan orðaforða? Notar fjölbreytt orðaval.

3.

Notarðu lýsingarorð?

4.

Notarðu stuttar setningar?

5.

Notarðu langar setningar?

6.

Mundu eftir . og síðan stórum staf í næstu setningu.

7.

Er efnið í tímaröð með greinaskil á milli atriða.


LĂŚsi 2. bekkur

http://www1.nams.is/islyngsta/page_flash.php?id=1202

17


Læsi 2. bekkur

18

Hæfniviðmið fyrir íslensku 4. Málfræði

Við lok 4. bekkjar beitt töluðu máli og rituðu af öryggi og ráði yfir orðaforða og málskilningi sem hæfir þroska. þekkt, fundið helstu einingar málsins, svo sem bókstafi, hljóð, orð, samsett orð og málsgrein. raðað í stafrófsröð og gert sér grein fyrir notagildi þess við leit og skipulag. gert sér grein fyrir mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða, þekkt mun á samnöfnum og sérnöfnum og geti m.a. bent á þau í eigin texta. leikið sér með ýmis einkenni tungumálsins, svo sem margræðni orða og fundið kyn, tölu.

Orðaleikir – Vefur Á þessum vefsíðum má finna 17 lítil verkefni úr vefjum sem fylgja smábókunum TX 10 – Það er ég, Margt skrýtið hjá Gunnari, Gagga og Ari og Rumur í Rauðhamri. Öll verkefnin eru úr þeim hluta sem kallast Orðaleikir. Markmið með þeim er að veita nemendum þjálfun í málfræði. Öll verkefnin eru þess eðlis að nemendur geta unnið sjálfstætt og án þess að hafa lesið bækurnar Á vefnum Viskuveitan eru samþætt verkefni fyrir 1. – 10. bekk grunnskóla. Nemendur leita upplýsinga, afla heimilda og vinna fjölbreytt verkefni sem

tengja saman upplýsingatækni, íslensku, náttúruhttp://www1.nams.is/islyngst fræði, samfélagsfræði og ensku. a/page.php?id=120

Listi yfir 100 algeng orð


Læsi 2. bekkur

19

Frá skimun með LtL til

Íslenska 2.bekkur

5. Kafli Lestur heima

Grunnþættirnir og


Læsi 2. bekkur

20

Hvað get ég gert - við of mikla NEIKVÆÐNI ? Bókin leiðir börn og foreldra þeirra gegnum aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem notaðar eru til að breyta neikvæðri hugsun. Með ”skref-fyrir-skref” leiðbeiningum er börnunum beint í átt til jákvæðara og hamingjusamara lífs. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er því heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í að bæta líf sitt og líðan.

Hvað get ég gert - v ið of miklar ÁHYGG JUR? Bókin hjálpar börnum og foreldrum við að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, sem oftast er notuð við meðhöndlun á kvíða. "Skref fyrir skref" aðferðir og verkefni í formi teikninga og orða hjálpa barninu að öðlast nýja færni til að draga úr kvíða. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna bug á ofvöxnum áhyggjum. Bókin er 80 blaðsíður.

Hvað get ég gert - við of mikla NEIKVÆÐNI ? "Skref fyrir skref" lýsingar kenna börnum aðferðir í reiðistjórnun sem miða að því að kæla reiðar hugsanir og stýra reiðitengdri hegðun, sem leiðir til þess að börnin verða rólegri og afkastameiri. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna að breytingum. Bókin er 96 blaðsíður, efni hennar er sett fram með einföldum og skiljanlegum hætti. http://www.hvadgeteggert.is/index.html


Læsi 2. bekkur

http://www1.nams.is/islyngsta/page_flash.php?id=1501

Bréf til foreldra.

21


Læsi 2. bekkur

22

Markmið með heimalestri 1.

að barnið bæti við orðaforða sinn og málskilning. Ganga þarf úr skugga um að barn skilji það sem það er að lesa eða lesið er fyrir það, þ.e. að ræða um textann og útskýra orð.

2.

að barnið nái að sýna framfarir í lestrarnáminu.

3.

að efla sjálfsmynd barnsins og koma í veg fyrir að það upplifi sig sem tapara.

4.

að foreldri styðji og styrki barnið sitt og fylgist með framförum þess dag frá degi.

5.

að efla samvinnu milli foreldra og kennara.

6.

veita foreldrum stuðning, kynna þeim það sem gefið hefur góðan árangur í lestrarkennslu og hvetja foreldra til að skapa gæðastund með barninu heima.

7.

Allir vilja sjá árangur og það er gott fyrir barnið að fylgjast með framförum sínum. Meta árangurinn reglulega yfir veturinn.


Læsi 2. bekkur

23

Heimalestur, að hlusta á barnið sitt lesa 1. Finndu tíma til að hlusta á barnið lesa. 2. Komið ykkur þægilega fyrir, sitjið saman. Hafið ekki sjónvarp eða annað í gangi sem gæti truflað. 3. Áður en lestur hefst, skoðið saman bókarkápuna og teikningar í bókinni og spáið fyrir um hvað textinn gæti verið. 4. Þegar barnið les, ekki flýta ykkur að leiðrétta ef rangt er lesið, nema þið finnið að barnið missi þráðinn. 5. Bjóðist til að lesa fyrir tiltekna persónu í sögunni. Hvetjið barnið til að setja rödd og líf í lesturinn. 6. Þegar lesið er aftur eftir hlé, hvetjið barnið til að rifja upp það sem var verið að lesa. Ræða textann, spyrja, spá fyrir um framhald og tengið efnið við daglegt líf. 7. Lesa fyrir barnið í lestrarbókinni þegar þess er þörf. 8. Barnið og foreldrið geta skipst á að lesa. 9. Hrósið alltaf fyrir athugasemdir og framfarir. 10. Látið barnið vita hve ánægjulegt það sé fyrir þig, foreldrið, að hlusta á barnið lesa.

Hvað geta foreldrar gert heima? 

Með því að veita því stuðning, uppörvun og hrós, en horfa jafnframt raunsæjum augum á getu barnsins hverju sinni og velja lestraraðferð sem er uppbyggjandi.

Það er mjög mikilvægt að forðast árekstra og spennu. Ef barnið er neikvætt er gott að nota bergmálslestur eða samlestur.

  

Gott er að styðja við lestrarnám barnsins að lágmarki 20-30 mínútur á dag. Vera vakandi fyrir því að lestrarbækur séu af hæfilegri þyngd. Ef barnið kemur með of þunga bók heim er gott að lesa kórlestur eða bergmálslestur.

Ýta undir sterkar hliðar barnsins til að stuðla að jákvæðri sjálfsmynd þess.

Foreldrar eru að vinna mikilvægt starf með barninu, lestrarþjálfunin fer að mestu leyti fram heima. Stuðla þarf að jákvæðu viðhorfi til lestrar.

Barn sem elst upp við það að heimanámið er gert að gæðastund, foreldris og barns, býr að því alla ævi.

Foreldrar kvitta þegar barn hefur lesið heima. Þegar barnið hefur safnað sér t.d. Lesnum 2 klukkustundum er hægt að verðlauna það, bæði heima og í skólanum.


Læsi 2. bekkur

24

Hlustunarskilningur, Lesskilningur Hlustun á hljóðbók/tölvu samhliða lestri er góð æfing í sjálfvirkni í lestri/hraða.

Á nams.is/krakkasíður er hægt að finna upplestur á léttlestrarbókum, sem gott er að hlusta á heima eða í tölvustofunni. Það er mikilvægt að barnið efli orðaforða sinna og málskilning á þennan hátt. MP3 spilarar eru góðir sem hjálpartæki fyrir barnið. Gott er að barnið hafi söguna í eyrunum og fylgist með í bókinni með blýanti eða fingrinum. Skoða, spyrja, lesa, segja og rifja upp. 

Textinn er skoðaður, myndir og fyrirsagnir.

spurningar sem koma upp í hugann við það skoðaðar og mynda eftirvæntingu eftir að lesa textann. textinn lesinn og spurningar hugleiðingum svarað eftir lestur. Spurningar fyrir lesturinn

eykur á athyglina meðan lesið er. Gott er að segja frá efninu í lokin til upprifjunar.

Áhersluatriði í kennslu: 1.

Þróar með sér áhrifaríkar aðferðir til að ná auknum lesskilningi.

2.

Notar flókin orð/orðmynstur.

3.

Sýnir lestrarleikni við lestur margs konar texta.

4.

Getur brugðist við lesefni með margs konar hætti

5.

Nýtir sér þekkingu á orðhlutum og uppbyggingu máls við lestur og ritun


Læsi 2. bekkur

25

Raddlestur, hraðlestur, endurtekinn lestur Byrjendur í lestri lesa almennt upphátt á meðan þeir eru að þjálfa tæknilega hlið lestrarferlisins. Eftir því sem lestrarfærnin eykst fara nemendur að lesa meira í hljóði.

Markmiðið með því að þjálfa nemendur í hraðlestri er að auka leshraða þeirra í nákvæmnislestri. Hraðlestur byggist á því að nemandinn reynir að lesa enn hraðar en hann er vanur. Hann getur t.d. endurlesið stuttan texta nokkrum sinnum og mælt hvað hraðinn eykst við endurtekninguna. Endurtekinn lestur með tímatöku. Hentar vel þeim sem eru búnir að ná lestrarferlinu, en lesa hægt. Blaðsíðan er lesin þrisvar sinnum og tíminn tekinn í hvert sinn. Barnið keppir þannig við sjálft sig og reynir að bæta eigin tíma við hverja

Samlestur, paralestur og bergmálslestur Tveir eða fleiri lesa saman upphátt og fylgjast með lestrinum. Gott er að halda á blýanti og benda á orðin sem lesin eru. Paralestur: Tveir, lesa upphátt til skiptis. Báðir fylgjast með í bókinni. Bergmálslestur: Lesið er upphátt til skiptis. Í bergmálslestri er lesið styttra í einu t.d. Eitt og eitt orð, eina og eina setningu eða efnisgrein.

Leiðbeinandi lestur og stuðningur: Foreldri/kennari les ákveðinn texta, barnið æfir sig síðan í hljóði eða lágt og reynir að líkja eftir lestri þess og les að lokum upphátt. Fyrirmyndin leiðbeinir og uppörvar nemandann strax. Þetta er góð aðferð við að kenna framsögn í lestri.


Læsi 2. bekkur

26

Frá skimun með LtL til LOGOS

Íslenska 2.bekkur

6. kafli Tímaáætlun sett fram í dagatali

Grunnþættirnir og


Læsi 2. bekkur

27

Ágúst 2013 Mánud

26 Bókin Spor 1

Þriðjud

27

Miðvikud

28

Fimmtud

Fri

22skólasetning

23

29

30

Lífsleikni

Helstu markmið efnisins eru að efla tilfinningaþroska og samskiptahæfni nemenda. http://www.nams.is/lifsleikni/spor_1_Klb.pdf Umræður í 10 mínútur af tímanum. 1 tími. Mér þykir vænt um mig. 1.Hvernig getum við hugsað vel um sjálfa okkur? 2.Hvað þurfum við að gera til þess að okkur líði vel? Orðaforði: þvo sér, þrífa sig, bursta tennur, snyrtileg8Ur), hollt og gott, klæða sig eftir veðri. Fara snemma að sofa, hafa hreint og fínt í kringum sig. Vera dugleg að hreyfa sig.


Læsi 2. bekkur

28

September 2013 Mánud

Þriðjud

Miðvikud

Fimmtud

Föstud

2

3

4

5

6

9

10

11

12

13

16

17

18

19

20

samræmd próf

samræmd próf

skimun

skimun

samræmd próf Fastir timer felldir niður

samræmd próf Fastir timer felldir niður

samræmd próf Fastir timer felldir niður

30 Prófa lesfimi

2. tími Ég læt mér þykja vænt um aðra. Ljósrita og líma í bók 1.Vera góður við aðra. 2.Vera tillitsamur 3.Knúsa þá sem manni þykir vænt um þegar það á við 4.Hrósa öðrum 5.Leyfa öðrum að vera með manni. 6.Hlusta á aðra þegar þeir tala, það er bera virðingu fyrir þeim. Ekki grípa frammí, eða snúa sér í hina áttina. Horfa í augun á þeim sem talar. 7.Hjálpa öðrum þegar þeir þurfa á hjálp að halda. Til dæmis þegar við sjáum aðra stríða þeim, eða gera grín að þeim. 8.Hugga þá sem eru að gráta. 9.Passa þá sem eru hræddir og óöruggir.

Orðaforði Að þykja vænt um, knúsa, faðma, hugga, hlusta, passa, gæla, hrósa. Leikur bls. 11 Kisugrey (15 mín)

3. tími Áhersla á það sem fer út úr munninum. Það er ekki sama hvað við segjum. Bls. 3 Bangsar að tala saman. 1.Það sem við segjum getur glatt aðra. Það getur líka sært aðra og gert þá sorgmædda. 2.Ekki tala illa um aðra 3.Hvað finnst okkur gott að heyra um okkur sjálf. Bls. 19 sagan um bangsabörnin. Lesa söguna sjampóflaskan + umræður

Orðaforði Særa, gleðja, rífa niður, byggja upp. Tekur 10 til 15 mínútur af tímanum. 4. tími Sætta sig við að geta ekki fengð allt sem maður vill Orðaforði Tíma og tíma ekki. Að sætta sig við eitthvað.


Læsi 2. bekkur

29

Október 2013 Mánud

Þriðjud

Miðvikud

Fimmtud

Föstud

1

2

3

4ráðstöfunard

9

10

11

16

17

LtL lesfimi 2.b.

7prófa LtL 1.b 8Prófa LtL 1.b LtL Lesfimi 2.b

21vetrarleyfi 28

15

22vetrarleyfi 23ráðstöfunard 24foreldrad 29

30

25

31

5. tími Að hefna sín og að kunna að sættast Lesa leikritið bls. 4 í vinnubók. 1.Hvað þýðir að miðla málum? 2.Hvers vegna er ekki góð lausn að lemja? 3.Hvers vegna er ekki góð lausn að hefna sín? 4.Hver hefði verið besta lausnin. 5.Hvernig sættist þið við vini ykkar. Samanber uppeldi til ábyrgðar, gott taka reglurnar fyrir. Segja frá, hlusta, koma með lausn og sættast. Orðaforði Slettist upp á vinskapinn, sættast, kunna að miðla málum, hefna sín.


Læsi 2. bekkur

30

Nóvember 2013 Mon

Tue

Wed

Thu

Fri

4

5

6

7

1 8

11 18

12 19

13 20

14 21

15 22

25

26

27

28

29

6. tími Að biðjast fyrirgefningar bls. 5. Vinnubók efst Æfing í að segja fyrirgefðu, Kennari réttir barni höndina og segir fyrirgefðu og barnið segir já og þetta fer svo hringinn. Hér er fyrirgefðu nokkurs konar töfraorð.

Orðaforði Að fyrirgefa og vera fyrirgefið, hægri og vinstri. 7. tími Að setja sig í spor annarra.

Lesa klípusögu og umræður bls 29. 1.Hvers vegna er stelpum og strákum stundum strítt þegar þau eru góðir vinir? 2.Þurfa strákar og stelpur endilega að vera kærustupör ef þau leika saman? 3.Haldið þið að Bella og Drösli séu kærustupar?

Orðaforði Vinátta, sannur vinur, góður vinur, það má koma með bangsa í næsta tíma. Syngja saman og ljósrita vísuna Þumalfingur er mamman.

8. tími Góður vinur tekur eftir hvernig vini líður og hjálpar vini í vanda. Lesa klípusögu bls 33 + Umræður. Hvert barn segir frá sínum bangsa Umræður: 1.Hvað er að vera fullkominn? 2.Er til fólk sem er fullkomið.

Orðaforði Að setja sig í spor annarra. 9. tími um hegðun

Lesa bls. 8 og umræður 1.Hvað gera börn sem haga sér vel? 2.Hvernig á maður að haga sér í skólanum? 3.En í fríminútum ? 4.En Heima? 5.Hvers vegna haga börn sér stundum illa? 6.Hvers vegna haga börn sér oft vel?

Orðaforði Góð hegðun, haga sér vel, vera stillt(ur), kurteis, kunna að haga sér vel.


Læsi 2. bekkur

31

Desember 2013 Mánud

Þriðjud

Miðvikud

Fimmtud

Föstud

2 9

3 10

4 11

5 12

6 13

16

17

18

19

20litlu jól

10. tími: slæm hegðun óþekkt og ill framkoma Lesa söguna eða sýna myndband 1.Emil er ekki alltaf þægur, en er hann slæmur strákur? 2.Hvað gerir pabbi hans þegar hann hefur gert eitthvað af sér? 3.Hvað er að hegða sér illa.? 4.Sum börn eiga erfitt með að hegða sér vel. Hvað geta þau gert til að bæta sig? Orðaforði Haga sér vel. Eða illa, bæta sig 11.tími: líðan í skólanum 1.Af hverju líður ekki öllum börnum vel í skólanum 2.Hvernig getum við í þessum bekk komið í veg fyrir að einhver sé hræddur úti í fríminútum? 3.Hvernig getum við passað uppá að enginn er hafður útundan. Orðaforði Líðan, tillitsemi, hjálpsemi. 12. Stríðni Það er mikilvægt að kunna að taka stríðni, annars getur nemendur orðið skotmark. Ofvirk börn eru viðkvæm fyrir stríðni. Þau oftúlka oft. Að rekast á hann getur verið túlkað sem árás. Þau velja sér slagorð til að nota, bls. 49. 1.Hvað er stríðni? 2.Hvers vegna stríða krakkar öðrum krökkum? 3.Hvað er hægt að gera til að stöðva stríðni? Og koma í veg fyrir hana. Orðaforði koma í veg fyrir passa upp á. Tillitsemi.


Læsi 2. bekkur

32

Janúar 2014 Mánud

Þriðjud

Miðvikud

Fimmtud

Föstud

6þrettándi

7

8

9

3 10

13

14

15

16

17

20

21

22ráðstöfunard

23

24

27

28

29

30

31

13. tími: Að vera hafður út undan bls. 10 vinnubók 1.Hvernig líður þeim sem er hafður út undan 2.Hvað er hægt að gera ef maður lendir í því. 3.Hvað getum við gert til þess að koma í veg fyrir að einhver sé hafður út undan? Orðaforði útundan

14. tími: reiði stjórna reiðinni bls. 1 í vinnubók Það er gott að telja uppá tíu og reyna að stilla sig, sefa sig niður. Síðan getur maður sagt rólega hvað manni finnst. Það leysir engin mál að öskra, brjálast og berja allt og lemja 1.Hvernig vitum við að við erum reið? 2.Hvað gerum við þegar við erum reið? 3.Hvað er best að gera þegar maður er reiður?

Orðaforði

Reiður, argur, brjálaður, vondur, æstur, að missa stjórn á sér. Að sefa reiðina, að stilla sig.

15. tími: reiði annarra og áhrif hennar á okkur Markmiðið er að börnin geri sér grein fyrir tilfinningu sinni þegar aðrir reiðast og læri að bregðast við reiði annarra. Kennari les í Vinnubók bls. 11 um reiði9 annarra. 1.Hvernig líður ykkur þegar einhver verður reiður? 2.Hvers vegna verða t.d. Mamma og pabbi stundum reið við ykkur? Hvað hafið þið þá gert?

Orðaforði Reiður, öskureiður, fokvondur 16. tími: að vera með frekju, væla og fara í fýlu

Bls. 12 í vinnubók Lesa sögu bls. 54 1.Hvað vildi hundurinn fá? 2.Hvað gerði Matti til að fá hann til að hætta að gelta? 3.Gekk það? Orðaforði Heimta, væla, suða, fara í fýlu, þolinmæði, biðlund, ósangjarn.


Læsi 2. bekkur

33

Febrúar 2014 mánud

Þriðjud

Miðvikud

Fimmtud

Föstud

3

4

5

6

7

LtL lesfimi

12

13

LtL lesfimi

próf

11

17

18

19

24vetrarleyfi

25

26

próf

20foreldrard 21vetrarleyfi 27

28

17. tími: fara í fýlu Lesa sögu bls. 57. Sumir fara í fýlu við mömmu og pabba og systkini sín og líka vini sína. 1.Hvað er að fara í fýlu? 2.Hvernig hegðar sá sér sem er í fýlu? 3.Hvernig er sá á svipinn sem er í fýlu? 4.Af hverju fara sumir í fýlu. Orðaforði Fara í fýlu, ræða málin og komast að samkomulagi. Gefa eftir 18. tími: almenn kurteisi Lesa sögu bls 15 í vinnubók. Æfing í að heilsa og kveðja. Horfa í augu og heilsa þétt. Kennari byrjar. 19.—32. Efni í Spor 1 19 að setja út á aðra– að fá að vera eins og maður er 20 Að hrósa og vera hrósað 21 Stríðni og ósætti 22 að slá vopnin úr höndum stríðnispúka 23 reiði róa og sefa reiðina sjálfur Apríl 24 reiði og samskipti 25 þegar vinir bregðast 26 er hollt að leiðast 27 að bera virðingu fyrir sjálfum sér. 28 hollir lífshættir. Kunna að hugsa vel um sig.


Læsi 2. bekkur

34

Frá skimun með LtL til LOGOS

Íslenska 2.bekkur

7. kafli Námsmat

Grunnþættirnir og


Læsi 2. bekkur

35

Hraðlestrarpróf. Markmið með hraðlestrarprófi er að meta hversu hratt og nákvæmt nemandinn getur lesið upphátt, 1) hvort hann tekur eðlilegum framförum og 2) hvar hann stendur miðað við hópinn. Viðmiðið er að geta lesið 50-110 atkvæði á mínútu einkunn 3,0-5,0 eða Lesið 89 orð á mínútu í lok vetrar. Lokamarkmið er að nemandi verði smám saman sjálfstæður lesandi, getur umskráð og skilið það sem hann les.

Lesin orð á mínútu Viðmið Hasbrouck og Tindal frá 2006 yfir rétt lesin orð á mínútu fyrir meðalnemanda miðað við bekk og önn. 2.bekkur: haust:

51 orð á mínútu

vetur:

72 orð á mínútu

vor:89

orð á mínútu

Frekari stuðningur Nemandi í 2. bekk Þeir nemendur sem ná ekki að vera í meðallagi í Eftirfylgniprófum LtL þurfa á frekari þjálfun heima og í skóla. 

Stuðningur heima og í skóla er mjög mikilvægur á þessum tíma. Gott er að lesa yfir sumarið á hverjum degi.

Fara í leiki með að finna hljóð fremst, aftast og í miðjunni. Dæmi: Hvar er R í Rósa, hvar er k í rok og svo framvegis.

Gott er að hjálpa barninu að skrifa dagbók og líma jafnvel myndir úr ferðalögum inn í dagbókina. Lestur og ritun fara alltaf saman.


Læsi 2. bekkur

36

Frammistöðumat Frammistöðumat fer fram tvísvar á ári fyrir foreldradag. Þá skrifa bæði nemendur og kennarar í mentor hvernig hefur gengið og nemendur setja sér markmið og telja upp veikleika sína og styrkleika. Þeir merkja einnig við hvernig þeim líður í skólanum. Þessi vinna fer fram með foreldrum og skapast góð vinna um stöðu náms og líðan í skólanum. Mentor sér um uppsetningu sem kennarar og nemendur fylla inn í þar til gerða reyti. Hvernig stend ég mig í skólanum í samanburði við mat kennarans? Þetta á við í öllum námsgreinum skólans. Það er líka fjallað um annað eins og: Veikleikar– skráðu það sem þú telur helstu veikleika þína í námi: Dæmi. Sá sem skrifar: mér finnst íþróttir erfiðastar Styrkleikar—Skráðu það sem þú telur helstu styrkleika í námi: Sá sem skrifar: Ég er góð í myndmennt og textíl og mér finnst það gaman. Markmið—Skráðu þau markmið sem þú ætlar að vinna að fram að næsta stöðumati. Sá sem skrifar: Ég ætla að reyna að mæta alltaf á réttum tíma í skólann og vinna vel í tímum. Líðan Mér líður vel í kennslustundum

nemandi v

Mér líður vel í íþróttum

nemandi v

Skipulag Ég nýti tímann í skólanum vel

nemandi O

Hegðun Ég er kurteis við starfsfólk skólans nemandi V Heimanám Ég lýk öllu heimanáminu á tilsettum tíma

nemandi V

V merkir ávallt O merkir oftast / merkir stundum X merkir sjaldan.


Læsi 2. bekkur

Frammistöðumat í Kópavogsskóla 1.-4.bekk Áhugi Til fyrirmyndar

Er ávallt jákvæður og tilbúinn að takast á við ný verkefni.

Góð framvinda

Er yfirleitt tilbúinn að takast á við ný verkefni.

Þarf að taka sig á

Er misvel tilbúinn að takast á við ný verkefni.

Þarfnast verulegra úrbóta

Er sjaldan tilbúinn að takast á við ný verkefni.

Frammistaða Til fyrirmyndar

Hefur ávallt góðan skilning á verkefnum og getur nýtt sér þekkingu sína.

Góð framvinda

Hefur yfirleitt góðan skilning á verkefnum og lýkur þeim.

Þarf að taka sig á

Gengur misvel að skilja verkefnin og ljúka þeim.

Þarfnast verulegra úrbóta

Hefur takmarkaðan skilning á verkefnum og lýkur þeim sjaldan.

Vinnubrögð Til fyrirmyndar

Vinnur ávallt vel, lýkur verkefnum og sýnir sjálfstæði.

Góð framvinda

Vinnur yfirleitt vel og sýnir oftast sjálfstæði.

Þarf að taka sig á

Vinnur misvel og þarf að sýna meiri vandvirkni og sjálfstæði.

Þarfnast verulegra úrbóta

Einbeitir sér illa að vinnu og skortir vandvirkni og sjálfstæði.


Læsi 2. bekkur

42

Lykilhæfni 2.bekkur lífsleikni/sjá Hafnarfjörður

Tjáning og miðlun

Tjáð hugsanir sínar fyrir framan hóp

Hlustað á aðra í hópi og meðtekið upplýsingar

Tekið virkan þátt í umræðum þegar við á

Komið þekkingu sinni á framfæri eins og við á hverju sinni

Unnið eftir einföldum verklýsingum

Metið eigin verk og annarra út frá fyrirfram gefnum þáttum, t.d. Með aðstoð gátlista

Gert sér grein fyrir að oft er til fleiri en ein rétt lausn á verkefni og í lagi að gera mistök

Gert sér grein fyrir að munur er á staðreyndum og skoðunum

Fundið úrlausn á raunhæfu viðfangsefni með leiðsögn

Unnið eftir fyrirmælum og sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum

Þekkt nokkra styrkleika hjá sjálfum sér

Unnið með öðrum í stórum og litlum hópum

Borið ábyrgð á ákveðnu hlutverki með leiðsögn kennara

Nýtt sér leiðsögn

Nýting miðla og upplýsinga

Leitað sér upplýsinga úr einföldum rituðum heimildum

Nýtt upplýsingar og heimildir með stuðningi

Þekkt grunnreglur um netnotkun

Ábyrgð og mat á eigin námi

Metið jákvæða þætti í eigin frammistöðu í námi

Skilið hvenær námsmarkmiðum er náð

Tekið þátt í að skipuleggja eigið nám með leiðsögn

Skapandi og gagnrýnin hugsun

Sjálfstæði og samvinna


Læsi 2. bekkur

43

Einstaklingsnámskrá

Íslenska 2.bekkur

Grunnþættirnir og Lykilhæfni

Bakgrunnsupplýsingar frá LtL já

Byrjaði seint að tala

nei

Veit ekki

Er óskýrt í samfelldu tali. Á erfitt með að læra texta og vísur Gerir mikið af beygingarvillum í máltjáningu Hefur lítinn áhuga á bókum Er barnið tvítyngt/fjöltyngt. Talar fleiri en eitt tungumál? Hafa foreldrar eða systkini átt í lestrarerfiðleikum? Hefur barnið greinst með málþroskafrávík? Kom með slaka færni á HLJÓM-2 Hefur barnið greinst með heyrnaskerðingu Hefur barnið greinst með sjónskerðingu Annað:

Greining á stöðu nemenda Námsgrein

Að vori í 1. bekk

Stafakunnátta Hljóð– heiti Stór—lítill stafur Lesfimi

Kann____________stafi af 36 Kann____________stafi af 36

Lesskilningur Ritun Félagsfærni

Að hausti í 2. bekk


Læsi 2. bekkur

44

Einstaklingsnámskrá

Markmið Markmiðið mitt er að: Ég geri það með því að: 1. 2. 3. Hvað gæti truflað mig eða haft áhrif á að ég nái markmiði mínu: 1. 2. 3. Þetta get ég gert til að passa upp á það að ekkert trufli mig: 1. 2. Eftirfylgni: Skoða hvað gekk vel.

Hvað þarf að bæta.

Hvað á að kenna

Hvernig

Hvers vegna

Í hvað langan tíma

Stafrófið: Í, ó s, á, l, a, i, r, ú, m, u, v, e, o, n, æ, j, f, é, h, t, g, ð, ö, b, ý, y, þ, k, d, au, p, ey, ei, x (listin að lesa)

Með spilum, dóminó, minnisspil, veiðimann, með bókstöfunum. Stafabangsarnir hennar Kristínar notaðir í veiðimann.

Leggja þarf grunn að lesfimi með því að kunna allt stafrófið án þess að ruglast á stöfum eða gleyma.

Staðan tekin í hverjum mánuði og stafir skráðir hjá hverju barni og framfarir metnar hjá hverjum og einum.

Bækurnar: Spilin léttir námið. Áttu A nei veiddu. Þannig spila CD diskurinn hennar þau með allt stafrófið og Bryndísar. Hljóð stafanna. það verður að nefna þá stafi sem beðið er um. Leifturspjöld. Skrifa niður orðin og teikna. Lesa söguna um Bólu. Leifturspjöld

Fyrir áramót miðast við að læra og kunna helming af 32 stöfum stafrófsins og ljúka þeim alveg fyrir vorið

Kennari er með til að sýna og leiðbeina í öllum spilum. Efla sjónrænan orðaforða til að auka lesfimina

Geta lesið


Læsi 2. bekkur

45

Einstaklingsnámskrá

45

Námsmat Símat

lesfimi

Hlustunar- ritun skilningur

hlustun

lykilhæfni frammistöðumat

Sept. Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. mars apríl maí júní

Þeir sem komu að þessari einstaklingsnámskrá: Nemandi___________________________________________________________________________________________________ Umsjónarkennari___________________________________________________________________________________________ Deildarstjóri sérkennslu____________________________________________________________________________________ Nafn forráðamanns________________________________________________________________________________________


Læsi 2. bekkur

46

Í aðalnámskrá grunnskóla 2013 stendur: . Leita þarf allra leiða til þess að bæta stöðu þeirra nemenda sem af einhverjum ástæðum gengur illa að læra að . Í bókmenntum finna ungir lesendur fyrirmyndir og geta sett sig í spor persóna. Þannig getur bókmenntakennsla í skólum stuðlað að sterkari sjálfsmynd nemenda, kennt þeim umburðarlyndi í garð ólíkra menningarsamfélaga og minnihlutahópa

Nám til framtíðar-Kynningarvefur mennta– og menningarmálaráðuneytis

http://www.namtilframtidar.is/#!/

Hæfni og Gagnrýn hugsun Hæfni er ekki einn af grunnþáttunum en er aftur á móti það markmið sem menntun í grunnþáttunum stuðlar að. Hér er átt við að sé lögð áhersla á að flétta grunnþættina sex inn í skólastarfið fái börn og ungmenni aukna og mikilvæga hæfni í að taka þátt í samfélaginu sem heilbrigðir og sterkir einstaklingar.

Í inngangskafla að grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá kemur eftirfarandi fram í stuttri málsgrein sem fjallar um sköpun: „Allir grunnþættirnir eiga sér rætur í gagnrýninni hugsun, ígrundun, vísindalegum viðhorfum og lýðræðislegu gildismati.“

Gagnrýnin hugsun leggur grunninn að áherslubreytingum í skólastarfi sem og öðru starfi. Til að hægt sé að innleiða grunnþættina sex inn í skólastarfið þarf starfsfólk skóla að horfa á starfið, gildin sem unnið er eftir, kennsluaðferðir og námsefni á gagnrýninn hátt og með opnum og skapandi huga. Auk þess sem það að virkja gagnrýna hugsun nemenda ætti að vera hluti af lýðræðismenntun þeirra.

2. bekkur  

Bæklingur til að vinna með einstaklingsnámskrá í læsi í 2. bekk grunnsikóla.

2. bekkur  

Bæklingur til að vinna með einstaklingsnámskrá í læsi í 2. bekk grunnsikóla.

Advertisement