Kirkjur og guðshús í Reykjavík

Page 1

Guðshús í Reykjavíkurprófastsdæmi

Ljósmyndir og samantekt Eiríkur Grímsson

1


Árbæjarkirkja

Árbæjarkirkja Árbæjarkirkja rís hátt upp af bökkum Elliðaánna og ber því víða fyrir augu í Árbæjarhverfi. Að fornum sið er klukknaport framan við kirkju. Einnig er þar "kirkjutorg". Ljósið, sólarljósið, hefur ráðið mestu um form kirkjunnar. Inn um háreistan glugga yfir altari fellur ljósið niður sem foss. Ljósið seytlar einnig niður með langveggjum kirkjunnar. Timburloftið yfir kirkjuskipi eins og svífur á milli hinna hrjúfu steinveggja. Safnaðarsalur er í beinu framhaldi af kirkju, þannig að skil milli þessara rýma eru óglögg. Kirkjurýmið getur vaxið inn í safnaðarsal. Stór gluggi á safnaðarsal opnar fagurt útsýni yfir Elliðaárdal. Í fordyri kirkjunnar fellur ljósið einnig að ofan. Kirkjan er klædd að innan með einföldum og ódýrum efnum, þ.e. hraunaðir veggir og hvítkölkuð fura í loftum. Gólf eru með gráum steinflísum. Litir eru ljósir og hlutlausir nema purpuralitur á sessum kirkjubekkja. Við hönnun á innréttinum er reynt að láta efnið njóta sín og öll form höfð einföld og sterk. Innréttingar eins og altari, predikunarstóll og "himinn" þar yfir og kirkjubekkir eru smíðaðir úr furu (límtré) og hvítkalkað. Kirkjan er raflýst með fjöldamörgum nöktum, glærum ljósaperum, sem gefa kirkjunni hátíðlegan blæ, þegar ljós eru kveikt. Við alla hönnun innandyra hef ég leitast við að skapa rólegt andrými um hinar kirkjulegu athafnir. Þessu hef ég reynt að ná fram með ljósi, litum, áferð og efnisvali. Manfreð Vilhjálmsson

2


Áskirkja

Áskirkja Sr. Grímur Grímsson, þáverandi sóknarprestur tók fyrstu skóflustunguna að grunni Áskirkju 16. september árið 1971. Kirkjan er byggð eftir teikningu arkitektanna Helga Hjálmarssonar, Vilhjálms Hjálmarssonar og Haraldar V. Haraldssonar og hefur Haraldur annast alla hönnun hússins innan dyra og er öll sérsmíði innréttinga og ýmiss búnaðar hugverk hans. Teiknistofan Óðinstorg annaðist verkfræðiþjónustu, en stofuna starfrækja Vífill Oddsson og Hilmar Knudsen ásamt arkitektunum Helga og Vilhjálmi Hjálmarssonum. Þess má einnig geta að Vífill Oddsson var lengst af formaður bygginganefndar Áskirkju. Eftirtaldir iðnmeistarar stjórnuðu byggingu Áskirkju, Magnús K. Jónsson, húsasmíðameistari, fram yfir fokheldingu, eftir það Sigurður Kr. Árnason, trésmíðameistari, Hafsteinn Júlíusson, múrarameistari, Jónas Valdimarsson, pípulagningameistari, Magnús Lárusson, rafvirkjameistari, Sigurður Ingólfsson, málarameistari og Steinþór Eyþórsson, dúklagningameistari. Biskup Íslands, herra Pétur Sigurgeirsson vígði Áskirkju, þriðja sunnudag í aðventu árið 1983, sem þá bar upp á 11. desember. Við athöfnina fluttu herra Pétur Sigurgeirsson, biskup og Þórður Kristjánsson, sóknarnefndarformaður bænir. Ritningarlestra lásu herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson, sóknarprestur Áskirkju, Helga Guðmundsdóttir, formaður 3


Safnaðarfélags Ásprestakalls, Sr. Grímur Grímsson, frv. sóknarprestur, Sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup og Kristján Sigtryggsson, organisti Áskirkju. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup predikaði og Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson, sóknarprestur flutti ávarp. Kirkjukór Áskirkju söng undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar organista.Hljóðfæraleik önnuðust Guðrún Birgisdóttir á flautu, Gústaf Jóhannesson á orgel, Jón Sigurðsson á trompet, Lárus Sveinsson á trompet, Ragna Gunnarsdóttir á sello og Valur Pálsson á kontrabassa. Breiðholtskirkja

Breiðholtskirkja Þann 7. janúar 1973 var fyrsta guðsþjónustan í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Þá var og keypt rafmagnsorgel frá Hollandi. 14. apríl 1974 var safnaðarstjórn sent bréf frá borgarstjóra um úthlutun lóðar fyrir kirkjubyggingu í Mjóddinni. Kosin var byggingarnefnd og formaður kosinn Sigurður E. Guðmundsson. Í framhaldi af því var efnt til samkeppni um hönnun kirkju. Í júní 1977 lýkur samkeppninni og bárust 19 tillögur. Valin var teikning Guðmundar Kr. Kristinssonar og Ferdinands Alfreðssonar arkitekta og Harðar Björnssonar byggingaverkfræðings. 5. nóvember 1978 á allra heilagra messu, var fyrsta skóflustungan tekin af sr. Lárusi Halldórssyni. Byggingameistari við kirkjubygginguna var ráðinn Kristinn Sveinsson. Árið 1980 lýkur steypuvinnu við neðri hæð kirkjunnar sem mun í framtíðinni verða safnaðarheimili kirkjunnar. 1983 eru burðarstoðir kirkjunnar reistar. Árið 1986 lætur sr. Lárus Halldórsson af störfum og sr. Gísli Jónasson kosinn sóknarprestur í hans stað. Þann 13. mars 1988 er kirkjan vígð af herra Pétri Sigurgeirssyni biskupi. Safnaðarheimilið var tekið í notkun 12. janúar 1992.

4


Bústaðakirkja

Bústaðakirkja "Fyrsta sunnudag í aðventu 1971 var Bústaðakirkja vígð. Hér er úrdráttur úr byggingarsögu kirkjunnar eins og hún var við vígsluna. Sóknarnefnd Bústaðasóknar ákvað 1964 að byggja kirkju og safnaðarheimili svo fljótt sem við yrði komið. Fengin var lóð úr landi Áshóls, norðan Bústaðavegar og austan Tunguvegar. Lóðin liggur í fallegri brekku mót suðri, niður Fossvogsdal. Leitað var til Teiknistofu húsameistara ríkisins, sem fól verkið þáverandi starfsmanni sínum, arkitektinum Helga Hjálmarssyni. Var fyrsta skóflustungan tekin af sóknarprestinum, séra Ólafi Skúlasyni við hátíðlega athöfn 7. maí 1966. Síðan hefur á hverju ári verið unnið í áföngum, eftir því sem mögulegt hefur verið vegna fjármagns. Strax í upphafi var sóknarnefnd einhuga um að steypa upp og ganga frá allri byggingunni að utan. Árið 1969 var síðan ákveðið að ljúka sem fyrsta áfanga kirkjuskipi, forkirkju, andyri og snyrtiherbergjum ásamt safnaðarsal og kirkjuvarðarherbergi. Myndast hér einnig bráðabirgðaaðstaða fyrir prest safnaðarins. Þetta var mikil höfuðnauðsyn, þar sem sóknin hafði þrefaldast að stærð, og aðstaða prestsins mjög erfið við að halda uppi eðlilegu safnaðarstarfi og kirkjulífi. Gólfflötur neðri hæðar er um 640 ferm. Hæðin með sönglofti um 1.040 ferm. Mest lofthæð er 12,5 m., en í kirkjuskipi miðju 9 metrar. Teknir verða í notkun nú í vetur 500 ferm. eða 2.600 rúmmetrar, en byggingin öll er 6.200 rúmmetrar. Byggingarnefnd skipa nú Ottó A. Michelsen, formaður, og séra Ólafur Skúlason sóknarprestur sem hafa verið frá upphafi og Sveinn Guðmundsson húsgagnameistari. 5


Öllum þeim sem gert hafa það mögulegt að reisa slíka kirkju ber að þakka. Gjafirnar eru margar og miklar, og gefendur eru fjölmargir. Sé þeim öllum endurgoldið í þeim anda, sem heitið er." Digraneskirkja

Digraneskirkja Digranessöfnuður var stofnaður í ágúst 1971. Fyrsta skóflustungan að Digraneskirkju var tekin þann 27. mars 1993 af dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi, og sr. Þorbergur Kristjánsson flutti ritningarorð og bæn. Þá voru í sóknarnefnd Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður, Kristján Ingimundarson, varaformaður, Jónas Frímansson, ritari, Bjarni Bragi Jónsson, gjaldkeri, Sólveig Árnadóttir, Arnþór Ingólfsson og Hrefna Pétursdóttir. Í varastjórn voru Guðmundur Guðjónsson, Rannveig Sigurðardóttir, Magnús Bjarnfreðsson, Guðrún Vigfúsdóttir og Jón Þorkell Rögnvaldsson. Hitann og þungann af allri undirbúningsvinnu við kirkjubygginguna, m.a. langar umræður um staðsetningu hennar, bar byggingarnefndin, Þorbjörg Daníelsdóttir sóknarnefndarformaður, Jónas Frímansson ritari, Bjarni Bragi Jónsson gjaldkeri, Kristján P. Ingimundarson, varaformaður. Reisugildi kirkjunnar var haldið 4. desember 1993. og bauð sóknarnefndin upp á kaffiveitingar. Hr. Ólafur Skúlason, biskup yfir Íslandi vígði kirkjuna 17. sunnudag eftir þrenningarhátíð, 25. september 1994 kl. 16:00. Séra Þorbergur Kristjánsson þjónaði fyrir altari ásamt biskupi. Tónlistarflutning fyrir athöfn önnuðust Smári Ólason organisti við Digraneskirkju, Örn Falkner 6


organisti við Kópavogskirkju og Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri. Við athöfnina sá Smári Ólason organisti um tónlistarflutnig ásamt Einari Jónssyni og Jóhanni Stefánssyni á trompet. Guðrún Lóa Jónsdóttir söng einsöng, ásamt kór Digraneskirkju og kór Kópavogskirkju.

Dómkirkjan

Dómkirkjan í Reykjavík

Vígsla Dómkirkjunnar við Austurvöll. Eftir Sr. Þóri Stephensen Kirkjuvígslur hér á landi á tímabilinu frá siðbreytingu, á árunum 1540-1550 og fram yfir miðja 19. öld, eru efni, sem hefur ekki verið rannsakað til hlítar. Þar eru reyndar mörg vafamál. Þess vegna er t.d. ekki vitað, hvernig vígsla Dómkirkjunnar í Reykjavík fór fram í smáatriðum árið 1796. Hér verður ekki lagt út í ítarlega umfjöllun um þetta efni, en þó tínt til það, sem vitað er um slíkar athafnir, hér heima og á Norðurlöndum, á þeim tíma, sem næstur er vígslu Dómkirkjunnar. Hér verður einnig fjallað um vígsludag kirkjunnar, sem er annar en talið hefur verið. Hannes Finnsson Skálholtsbiskup lést 4. ágúst 1796.(208) Ólafur Stephensen stiftamtmaður gerði þá tillögu til kansellísins í Kaupmannahöfn um tvo menn í biskupsembættið, sr. Markús Magnússon prófast í Görðum á Álftanesi eða sr. Geir Vídalín dómkirkjuprest í Reykjavík, en hann sat á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Jafnframt setti Ólafur sr. Markús stiftsprófast, en það fól í sér þjónustu biskupsembættisins, uns nýr biskup yrði skipaður.(209) Það kom því í hlut sr. Markúsar að vígja hina nýju dómkirkju í Reykjavík.

7


Í Árbókum Reykjavíkur eftir Jón Helgason biskup er kirkjan sögð hafa verið vígð 6. nóvember 1796.(210) Við þá dagsetningu hafa kirkjudagar undanfarinna áratuga verið miðaðir. Dagsetningin mun þó ekki vera rétt. Í bréfi, sem Ólafur stiftamtmaður skrifaði rentukammerinu með byggingarreikningum kirkjunnar 25. janúar 1797 segir hann, að kirkjan hafi, 30. október árið áður, verið hátíðlega vígð af herra stiftsprófastinum, Markúsi Magnússyni, og frá þeim tíma hafi Það virðist óyggjandi, að 30. október 1796 sé hinn rétti vígsludagur. Það styðja a.m.k. tveir vitnisburðir aðrir. Sr. Markús stiftsprófastur, sem vígði kirkjuna, segir í bréfi, dagsettu 2. nóvember 1796, til sr. Árna Þorsteinssonar, prófasts Norðmýlinga, vegna vígslu aðstoðarprests að Hofi í Vopnafirði, að hann skuli láta prestsefnið koma til Reykjavíkur til vígslunnar, "hver fram fara á í þar nú innvígðu nýju Dómkirkju".(212) Ennfremur segir Magnús Stephensen svo í Minnisverðum tíðindum: "Var hr. prófasturinn, Markús Magnússon, þann 18. ágúst 1796, af hr. stiftamtmanninum settur stiftprófastur til að gegna biskupsverkum. Vígði hann Reykjavíkur nýju Dómkirkju þann 30. október sama ár."(213)

8


Fella- og Hólakirkja

Fella- og Hólakirkja Þegar ákveðið var að byggja eina kirkju fyrir bæði hverfin (Fellahverfi og Hólahverfi) var hafist handa um undirbúning byggingarinnar. Skyldi kirkjan heita Fella- og Hólakirkja. Að lokinni samkeppni um teikningu kirkjunnar var samþykkt að kaupa tillögu arkitektanna Ingimundar Sveinssonar og Gylfa Guðjónssonar. Fyrsta skóflustungan var tekin á pálmasunnudag 1982. Formaður bygginganefndar var kosinn Jón Hannesson, byggingameistari. Haraldur Sumarliðason var ráðinn sem byggingameistari kirkjunnar. Fullyrða má að mjög vel var staðið að byggingu kirkjuhússins, vandað til verka og hugsað vel um að húsið yrði í senn heppilegt undir þá starfsemi sem þar fer fram og bæri reisn og fegurð sem tilhlýðilegt er en án óþarfa íburðar. Það er líka ljóst að allir sem að verkinu komu vönduðu verk sitt og miklar kröfur gerðar um efnisval. Auk kirkjuskipsins er í byggingunni safnaðarheimili, kennslustofa, skrifstofur prestanna og annars starfsfólks, kapella og mikið opið rými á göngum. Bygging kirkjunnar tók ekki langan tíma. Eftir eitt ár var húsið komið undir þak en innivinna fór fram í áföngum og var til dæmis messað fyrst í safnaðarheimilinu. Kirkjan var svo vígð formlega á pálmasunnudag 1988.

9


Fossvogskirkja

Fossvogskirkja Í Fossvogskirkju er, auk kirkjuskipsins, kapella, bænhús, líkhús, bálstofa og skrifstofa. Skrifstofan er opin frá kl. 08:00 - 16:30, alla virka daga. Fossvogskirkja er ekki sóknarkirkja, hún er útfararkirkja í eigu KGRP, þó er hún búin eins og sóknarkirkja væri og þar er raunar hægt að framkvæma allar kirkjulegar athafnir. Kirkjan tekur um 350 manns í sæti. Samkvæmt meðaltalstölum koma yfir 100 þúsund manns til athafna í Fossvogi á hverju ári og er þá ekki talinn sá fjöldi sem leggur leið sína í Fossvogskirkjugarð. Starfsmenn Fossvogskirkju sinna margþættum verkefnum. Þeir sjá um að bóka athafnir sem starfsmenn útfararstofa og prestar biðja um. Þeir taka á móti aðstandendum sem koma til athafna og sjá um rekstur líkhúss og bálstofu. Náin samvinna er milli starfsmanna Fossvogskirkju og útfararþjónustumanna, bæði við móttöku látinna í líkhúsið og við athafnir.

10


Fríkirkjan

Fríkirkjan í Reykjavík http://frikirkjan.is/

Hér hefur mér ekki tekist að finna upplýsingar um kirkjuna.

11


Grafarholtskirkja

Guðríðarkirkja í Grafarholti Bygging kirkjunnar Ákveðið var að leita nýrra leiða við byggingu Guðríðarkirkju, sem að tryggði söfnuðinum fagurt guðshús þar sem jafnframt væri gætt mikillar hagkvæmni. Kirkjuráð með biskup Íslands í broddi fylkingar hafði forgöngu um slíkt samstarf og er það í fyrsta sinn sem yfirstjórn Þjóðkirkjunnar og einstök sókn vinna svo náið saman að kirkjubyggingu. Hefur Jöfnunarsjóður sókna styrkt kirkjubygginguna myndarlega. Guðríðarkirkja er fyrsta kirkja á Íslandi sem byggð er í lokuðu alútboði. Fjórir verktakar tóku þátt í útboðinu og varð Sveinbjörn Sigurðsson hf. hlutskarpastur. Arkitektar kirkjunnar eru Þórður Þorvaldsson og Guðrún Ingvarsdóttir hjá Arkþingi ehf . Með Arkþingi ehf. unnu Landhönnun, Almenna Verkfræðistofan, Fagtækni og Trivium ráðgjöf að gerð tillögunnar. Yfirsmiður kirkjunnar er Finnur Jóhannsson. Við hönnun kirkjunnar var farin sú óvenjulega leið að ramma kirkjuskip og safnaðarsali inn með tveimur görðum. Austurgarðurinn myndar því eins konar þrívíða altaristöflu handan við altarið sem tekur breytingum í takt við árstíðirnar og veitir jafnframt birtu og dýpt inn í kirkjurýmið. Garðarnir eru hannaðir af Hermanni Ólafssyni hjá Landhönnun svo og Pétri Jónssyni og Höllu Hrund Pétursdóttur hjá Landark. Reynir Sýrusson húsgagnahönnuður hefur hannað flestar innréttingar hússins í samráði við arkitekta hússins og eru stólar, altari, grátur og sálmatafla smíðuð hjá Beyki ehf. Innviðir kirkjunnar eru úr birki sem gefur henni hlýjan og léttan blæ. Í kirkjunni eru tveir garðar, altarisgarðurinn Geisli - sem kemur í stað altaristöflu - og inngarðurinn Lilja. Garðarnir eru nefndir eftir tveimur helgikvæðum frá miðöldum.

12


Grafarvogskirkja

Grafarvogskirkja Fyrsta skóflustungan var tekin 18. maí 1991. Fyrri hluti kirkjunnar var vígður 12. desember 1993. Kirkjan var síðan vígð þann 18. júní 2000. Arkitektar hennar eru Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson Grafarvogskirkja er þrískipt, - miðskipið er „Via Sacra,“ hinn heilagi vegur sem táknar um vegferð mannsins frá vöggu til grafar og áfram til eilífðar. Við enda hins heilaga vegar er hringurinn sem er söfnuðurinn. Hringurinn er opinn á móti eilífðinni þar sem er altarið; borð Drottins. Þarna sameinast tveir helstu pólar í kirkjuarkitektúr; vegurinn og hringurinn. Eins og í dómkirkjum miðalda tengjast miðskipinu ótal rými og kapellur sem þjóna þörfum líðandi stundar. Miðskipið er steinsteypt og klætt steinum. Steinarnir í veggjum miðskipsins er skírskotun til ritningarinnar þar sem segir „… látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús.“ Steinarnir tákna þar mannlífið sem er „… musteri Guðs.“ Þannig eru steinarnir tákn safnaðarins. Þegar inn í kirkjuna er komið blasir við enda miðskipsins stór steindur gluggi, „Kristnitakan“ eftir Leif Breiðfjörð sem er um 6 metrar á breidd og 12 metrar á hæð. Veggir og gólf eru klædd steinflísum af sömu gerð og notaðar eru utaná byggingunni. Í loftinu eru hvítar málmplötur sem stjórna ómtíma hljóðsins í kirkjunni. Ofan við málmplöturnar er lýsing sem er ofurlítið óregluleg og fer vaxandi þar til komið er að altarinu þar sem hún er í hámarki í hæð og ljósmagni. Þetta er skírskotun til himinsins. Ómtíminn lengist eftir því sem nær dregur altari. Forkirkjan og miðskipið „Via Sacra“ er lífæð hússins þar sem hátíðlegt yfirbragð eykst eftir því sem innar dregur. 13


Grensáskirkja

Grensáskirkja

Saga Grensássafnaðar Grensássókn var stofnuð í september 1963 og fyrsti sóknarpresturinn séra Felix Ólafsson var vígður til starfa í desember það sama ár. Fyrst í stað voru guðsþjónustur haldnar í Breiðagerðisskóla en síðar í safnaðarsal í Miðbæ við Háaleitisbraut. Safnaðarheimili kirkjunnar var vígt 1972 og var notað sem kirkja safnaðarins allt fram til 1996, en 8. desember 1996 var kirkja safnaðarins vígð og tekin í notkun. Íbúar í Grensássókn voru í ágúst 2003, 6041 talsins.

14


Hallgrímskirkja

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja er stærsta kirkja Íslands og rís hæst bygginga yfir höfuðborgina Reykjavík. Turninn er 73 metra hár og þar er hægt að njóta útsýnis yfir borgina, sundin blá og fjallahringinn umhverfis hana. Hallgrímskirkja er fjölsóttasti ferðamannastaðurinn í Reykjavík. Alþingi Íslendinga hlutaðist til um byggingu kirkjunnar. Í hugmyndasamkeppni sem haldin var 1929 var áskilið að kirkjan skyldi rúma 1200 manns og hafa háan turn sem gæti nýst fyrir væntanlegt „víðvarp“ á Íslandi. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson (1887 – 1950), einn virtasti arkitekt landsins, hófst handa við að teikna kirkjuna árið 1937. Þjóðlegur stíll einkenndi arkitektúr hans eins og margra starfsbræðra hans á Norðurlöndum í þá tíð. Aðalbygging Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið og Kristskirkja í Landakoti eru einnig meðal hugarsmíða hans og handarverka. Hann notaði íslenskar fyrirmyndir og íslenskt efni. Hallgrímskirkja, sem varð hans síðasta verk, minnir á stuðlaberg, íslensk fjöll og jökla. Fram til ársins 1940 var Reykjavík einn söfnuður, en það ár voru þrjár nýjar sóknir stofnaðar, þar á meðal Hallgrímssókn, sem fékk það hlutverk að standa fyrir byggingu Hallgrímskirkju. Bygging Hallgrímskirkju hófst árið 1945 og 1948 var kjallari kórsins vígður sem kirkjusalur. Þar var messað þar til nýr kirkjusalur var tekinn í notkun í suðurálmu turnsins árið 1974. Kirkjan sjálf var síðan vígð 26. október 1986, daginn fyrir 312. ártíð Hallgríms Péturssonar, sama ár og Reykjavík hélt upp á 200 ára afmæli sitt.

15


Ríki og borg studdu verkið en 60% byggingarkostnaðar kom úr sjóðum safnaðarins og frá einkaaðilum. Margir listmunir og kirkjugripir eru gjafir frá einstaklingum og samtökum, gefnar til minningar eða til þess að efla kirkjustarfið. Háteigskirkja

Háteigskirkja Háteigsprestakall var stofnað með lögum 17. júlí 1952, en árið 1963 breyttust sóknarmörk með stofnun Grensásprestakalls. Í upphafi var söfnuðurinn án kirkju, en messað var í Fossvogskapellu og í hátíðarsal Sjómannaskólans. Háteigskirkja var hönnuð af Halldóri H. Jónssyni arkitekt. Byggingameistari var Þórður Jasonarson. Þótt ýmsu væri ólokið var kirkjan vígð á aðventu 1965. Það var þáverandi biskup Íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson sem vígði kirkjuna að viðstöddu fjölmenni

16


Hjallakirkja

Hjallakirkja Sóknarnefndin skipaði fimm manna byggingarnefnd í ársbyrjun 1988 sem hún fól að annast undirbúning og umsjón framkvæmda við Hjallakirkju. Byggingarnefnd skipuðu Karl M. Kristjánsson, formaður, Bragi Lárusson, ritari, Jónína Júlíusdóttir, gjaldkeri sóknarnefndar, Gunnar Þorleifsson og Steingrímur Hauksson. Með byggingarnefndinni starfaði sóknarprestur, Kristján Einar Þorvarðarson. Byggingarnefndin lagði mikla vinnu í undirbúning. Hróbjartur Hróbjartsson, arkitekt Vinnustofu arkitekta hf. var ráðinn til að teikna kirkjuna. Aðrir hönnuðir eru Verkfræðistofa Guðmundar Magnússonar (burðarþol og lagnir), Tómas Kaaber (rafhönnun), Verkfræðistofan lagnatækni (loftræstikerfi) og Stefán Einarsson (hljómburður). Að lokinni ítarlegri kynningu á tillögunum meðal safnaðarfólks var samþykkt á aðalsafnaðarfundi í maí 1991 að hefja byggingu kirkjunnar. Þá hafði bæjarstjórn afhent söfnuðinum lóðina við Álfaheiði 17 en hún hafði verið afmörkuð sem kirkjulóð þegar hverfið var skipulagt. Á Hvítasunnudag, þann 19. maí 1991, helgaði herra Ólafur Skúlason, þáverandi biskup Íslands, lóðina og dr. theol. Sigurbjörn Einarsson, biskup, tók fyrstu skóflustunguna. Þá hafði verið samið við verktakafyrirtækið Gunnar & Guðmundur sf. um framkvæmdir við fyrsta áfanga verksins sem var gröftur og fylling í lóð. Annar áfangi var uppsteypa sökkla. Það verk annaðist fyrirtækið Einar Trausti og Gunnar og lauk því verki í október 1991. Þriðji og síðasti áfangi framkvæmdarinnar sem var uppsteypa hússins og fullnaðarfrágangur að utan, ásamt múrhúðun burðarveggja og gólfa að innan og einangrun þaka, hófst í apríl 1992. Byrgi hf. lauk verkinu að mestu í byrjun árs 1993.

17


Kársneskirkja

Kárneskirkja (Kópavogskirkja)

Kópavogskirkja var reist á árunum 1958-1962 eftir teikningum frá embætti húsameistra ríkisins sem Hörður Bjarnason veitti forstöðu á þeim tíma. Ragnar Emilsson arkitekt hjá embættinu vann ásamt húsameistara mikið að teikningu kirkjunnar. Grunnur hennar var helgaður þann 16. ágúst árið 1958 og hornsteinn lagður af biskupi Íslands þann 20. nóvember árið eftir. Það var svo þann 16. desember árið 1962 sem kirkjan var vígð af Sigurbirni Einarssyni þáverandi biskupi Íslands.

Kópavogskirkja er krosskirkja og að því leyti er hún hefðbundin en bogar hennar, sem svo mjög einkenna hana, gera hana sérstaska og gefa henni í senn bæði tignarlegt og mjúkt yfirbragð. Kirkjan þykir ein af fegurstu guðshúsum landsins og fagur vitnisburður um þá sem að unnu og verðug umgjörð um helgihald og tilbeiðslu. Hún stendur á stað sem nefnist Borgir eða Borgarholt en umhverfi hennar er friðað vegna þeirrar sérstöðu og þess margbreytileika sem það býr yfir. Frá kirkjunni er útsýni mikið og fagurt enda eru þeir margir sem koma þangað bæði til að njóta hins mikla útsýnis og skoða kirkjunna og njóta þar friðar og andlegrar uppbyggingar.

18


Kefas

Fríkirkjan Kefas Saga Kefas Hér verður einungis stikklað á stóru varðandi upphaf og þróun Fríkirkjunnar Kefas. Vonandi verður einhverntímann síðar hægt að gera þessari sögu betri skil því hún er einkar athyglisverð og á köflum næsta ótrúleg. Tildrög stofnunar kirkjunnar voru þau að um nokkurt skeið hafði fámennur hópur fólks hist sem bæna- og Biblíuleshópur í heimahúsi. Ætlun þessa hóps var ekki að verða að eða stofna kirkju þó að sú hafi orðið raunin. Stækkaði hópurinn með tíð og tíma og kom að því að hann varð of stór til vistunar í heimahúsi. Var þá hafin leit að heppilegu húsnæði undir hópinn og starfsemi hans, sem sífellt varð umsvifameiri. Fljótlega kom svo að þeim tímamótum að kjarni þessa hóps ákvað að stofna kirkju formlega og varð Kefas, kristið samfélag til þann 18. janúar 1992 í Ólafsvík þar sem hjón innan hópsins bjuggu. Frá og með mars 1992 fram í apríl 1993 var Kefas með starfsemi sína í veglegum bílskúr hjóna í Kópavoginum og undi þar vel sínum hag. Fluttist Kefas svo til Garðabæjar í hálft ár þar sem kirkjan fékk inni einn dag í viku í húsnæði hjá öðrum kristnum söfnuði. Í september 1993 flutti Kefas svo aðsetur sitt að Dalvegi 24 í Kópavoginum þar sem kirkjan starfaði samfleytt í 8 ár. Árið 2000 hófst svo mikið átak hjá kirkjunni þar sem hafist var handa við að byggja eigið húsnæði undir alla starfsemi kirkjunnar að Vatnsendabletti 601 við Vatnsendaveg. Var svo flutt inn í það húsnæði haustið 2001 og nafni kirkjunnar breytt í Fríkirkjan Kefas. 19


Langholtskirkja

Langholtskirkja

Vígslan fór fram (hvenær?) eins og áætlað hafði verið. Sóknarnefnd gekk til kirkju með helgimuni með biskup í fararbroddi ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni, sem þá var í kórnum, sr. Pjetri Maack, sr. Árelíusi Níelssyni, sr. Sigurði Hauki, Ólafi Skúlasyni, dómprófasti og biskupi Íslands, hr. Pétri Sigurgeirssyni. Hannes Hafstein, sem lengi hafði verið safnaðarfulltrúi eða frá því Magnús Jónsson lét af því starfi 1966, gekk í fararbroddi heimamanna með kross, Ingimar Einarsson bar biblíu, Stefán Guðjohnsen bar kaleikinn, Garðar Þórhallsson bar patínuna, helgisiðabókin var í höndum Hennings Finnbogasonar, Þórný Þórarinsdóttir bar sálmabók og Jóhann Sigurðsson og Sigríður Jóhannsdóttir báru kertastjaka. Formaður Kórs Langholtskirkju, Gunnlaugur Snævarr, stóð við altarið og las úr helgisiðabók. Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir var gestur safnaðarins á þessum degi, ásamt borgarstjóra, Davíð Oddssyni og frú og Jóni Helgasyni, dóms- og kirkjumálaráðhera. Þá var einnig boðið u.þ.b. 300 öðrum gestum og þóttust sumir þó hafa verið settir hjá, aðallega þó þeir sem ekki höfðu sést á kirkjubekkjum til þessa. Vígslunni var sjónvarpað beint og þótti takast vel þó tæknilegir erfiðleikar hefðu gert vart við sig. Stafnglugginn í austri reyndist myndavélunum erfiður og lausu míkrófónarnir rugluðust lítillega hjá umsjónarmönnum. Engin leið er að láta dauða bókstafi lýsa því lífi er var á vettvangi síðustu dagana fyrir vígsluna.

20


Þreyta, gleði, tilhlökkun og stolt blönduðust í hjörtum fólksins og mynduðu afar eftirminnilega stemmningu sem þeim gleymist aldrei er þarna var. Björninn var unninn. Orðin ,VIÐ VERÐUM AÐ KOMA UPP KIRKJU OG ÞAÐ SEM ALLRA FYRST´ sem Helgi Þorláksson mælti í Laugarneskirkju á sóknarnefndarfundi Langholtssafnaðar 22. febrúar 1953 voru nú meira en orðin tóm. Vilhjálmur Bjarnason sagði einnig 9. desember 1973:,VIÐ SKULUM REISA KIRKJU.´ Fullbúið safnaðarheimili og glæsileg kirkja var risin, erfiðleikar og strit, von og trú hafði borið ávöxt.

21


Laugarneskirkja

Laugarneskirkja Laugarneskirkja var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni (f.1887 - d.1950) og var vígð þann 18. desember árið 1949

Ekki hefur tekist að finna nánari upplýsingar um þessa kirkju og byggingu hennar.

22


Lindakirkja

Lindakirkja Lindakirkja er í Lindaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Lindasókn í Kópavogi var stofnuð í febrúar 2002 og varð að prestakalli sama ár. Fyrsta skóflustunga að kirkjunni var tekin í febrúar 2007 og í ágúst 2008 var samið um annan áfanga verksins, fullfrágenginn sal og safnaðaraðstöðu. Síðasta guðsþjónustan var haldin í Salaskóla kl. 11:00 14. desember 2008 og kl. 17:00 sama dag vígði biskup Íslands safnaðarsal kirkjunnar. Fyrsta guðsþjónustan fór síðan fram sunnudaginn 21. desember s.á. Við vígsluna söng kór safnaðarins undir stjórn Keith Reed organista og Helga Magnúsdóttir söng einsöng. Arkitektastofan ASK varð fyrir valinu eftir útboð. Lóð kirkjunnar er í svonefndum Hádegishólum við gatnamót Fífuhvammsvegar og Salavegar. Nýr grafreitur liggur að kirkjunni, sem er óvenjulegt við nýjar kirkjur í þéttbýli nú á dögum. Kirkjuna prýða steindir gluggar eftir Gerði Helgadóttur myndhöggvara.

23


Neskirkja

Neskirkja Neskirkja var vígð pálmasunnudag 1957. Arkitekt kirkjunnar var Ágúst Pálsson, húsameistari. Fyrir nokkrum árum var kirkjan friðuð hið ytra en hún er fyrsta kirkja landsins sem ekki lýtur hefðbundnum stíl í arkitektúr.

24


Seljakirkja

Seljakirkja Kirkjubyggingin eftir Valgeir Ástráðsson Verkefnið var stórt, en bjartsýni og þörf knúðu til verka. Kirkjubyggingar eru ekki greiddar af opinberu fé eins og skólar, svo dæmi sé tekið, heldur verða eigendur kirkjunnar, fólkið í hverfinu, að sjá fyrir þeirri byggingu. En þar var staðið saman. Á byggingartímanum var oft leitað til safnaðarfólks og þar var vel við brugðist. John Fr. Zalewski var ráðinn byggingarmeistari kirkjumiðstöðvarinnar. 11. júní árið 1983 tók Pétur Sigurgeirsson, þáverandi biskup Íslands, fyrstu skóflustungu að byggingunni við hátíðlega athöfn á kirkjustæðinu. Strax að lokinni þeirri athöfn hófust framkvæmdir með stórvirkum vinnuvélum. Sú vinna var gefin til minningar um Ingunni Unnsteinsdóttur, unga stúlku, sem látist hafði af slysförum skömmu áður. Það sem annað var táknrænt um samstöðu og vilja fólks til að koma kirkjunni upp. Það ár og fram á það næsta var unnið við sökkla og kjallara. Í maímánuði 1985 var hafist handa við að steypa alla útveggi húsanna, og því verki var lokið á rúmum mánuði. 23. júní 1985 var haldin eftirminnileg guðsþjónusta innan veggja kirkjusalarins undir berum himni. Sumarið 1986 var þak eins húsanna fjögurra reist og gengið frá þaki tengibyggingarinnar. 10. október 1987 var skrifstofa sóknarprests flutt í kirkjumiðstöðina ásamt annarri starfsemi sem verið hafði í Tindaselinu. Það sama ár var samhliða unnið að kirkjuhúsinu. 3. sunnudag í aðventu, 13. desember 1987 var Seljakirkja vígð við hátíðlega athöfn og mikið fjölmenni. Sigurður Guðmundsson, biskup, framkvæmdi vígsluna. 25


Seltjarnarneskirkja

Seltjarnarneskirkja

Hér á eftir fer stutt lýsing á kirkjunni: Greiður aðgangur er inn á báðar hæðir kirkjunnar, en kjallari eða jarðhæð er undir kirkjunni, þar sem eru skrifstofur sóknarprests, organista og kirkjuvarðar. Þar er einnig salur þar sem messað var frá jóladegi 1985 til vígsludags 19. febrúar 1989. Þar er hægt að loka af fyrir kennslustofu og vinnu með smærri hópum. Á neðri hæð er einnig stór salur, sem notaður er fyrir æskulýðsstarfsemi. Uppbygging kirkjunnar er þannig, að veggir eru steyptir, en þök léttbyggð. Þak kirkjuskipsins er þrístrent og hvílir á steyptum skífum, en burðarviðir eru úr límtré. Einnig halda límtré uppi þökum útbygginga, sem hvíla á sömu undirstöðum auk minni undirstaða. Límtrén eru sýnileg inni, en á milli þeirra er klætt með furu. Þakið er klætt að utan með hvítum stálplötum. Gluggaband er upp við þak milli aðalþaks og útbygginga hornrétt á þakflötinn allt í kring og auk þess eru gluggar upp við þak útbygginga. Rými yfir skrúðhúsi og forkirkju er nýtt fyrir kirkjugesti og er þar rúm fyrir 40 manns, en á aðalgólfi er rúmt um 235 manns, að meðtöldu söngfólki. Safnaðarsalurinn uppi var tekinn í notkun á hvítasunnu 1990. Í framtíðinni er stefnt að því að nýta rými yfir andyri og snyrtingum, svo og eldhúsi, en þar er hægt að fá um 50-60 manns í sæti umfram þau, sem komast fyrir á aðalgólfi, en það eru um 100 manns. Kristín Friðbjarnardóttir, formaður sóknarnefndar frá stofnun sóknarinnar árið 1974-1990 tók fyrstu skóflustunguna að kirkjunni þann 16. ágúst 1981, en ekki var hafist handa við bygginguna fyrr en á vordögum 1982. 26


Á jóladag árið 1985 vígði þáverandi biskup Íslands, herra Pétur Sigurgeirsson guðsþjónustusalinn á neðri hæð kirkjunnar, en þá var einnig vígð skírnarskál, sem enn er í notkun en hún var gjöf frá Eyjólfi og Ernu Kolbeins. Þá keypti söfnuðurinn lítið fjagra radda orgel, sem enn er í notkun. Stefnt er að því að festa kaup á nýju orgeli, sem hæfir kirkjunni á þessu ári. Hinn 19. febrúar 1989 vígði Herra Pétur Sigurgeirsson síðan aðalkirkjuskipið. Fáa kirkjumuni á söfnuðurinn enn sem komið er. Þó má nefna altarissilfur, sem teiknað var af Herði Björnssyni og smíðað af Vali Fannar, gullsmið. Það var gefið til kirkjunnar af Lions klúbbi Seltjarnarness þann 3. október 1987. Silfrið var fyrst tekið í notkun þann 4. október auk sérbikara, sem pantaðir voru frá Danmörku.

27


Maríukirkja er Rómversk kaþólsk kirkja við Raufarsel í Reykjavík.

Maríukirkjan við Raufarsel

Maríukirkja, Kirkja Maríu, Stjörnu Hafsins Maríukirkja í Breiðholti var tekin í notkun 25. mars árið 1985 og var vígð 24. maí árið 2001. Að vígslumessunni lokinni færði biskupinn, Jóhannes Gijsen, sókninni styttu. Það var brjóstmynd af verndara sóknarinnar, Maríu, Stjörnu Hafsins. Brjóstmyndin sýnir andlit Guðsmóðurinnar eins og hún hefur verið heiðruð í margar aldir í basilíku Vorrar Frúar í Maastricht í Hollandi, þar sem María heldur á barninu Jesú. Þessi brjóstmynd var gjöf herra Alfons Castermans, fyrrum aðstoðarbiskups í Roermond, sem Maastricht biskupsdæmið tilheyrir og sem hið forna Skálholtsbiskupsdæmi heyrði undir. Vegna þessara tengsla við Ísland, var það ósk biskupsins að sýna þau með þessari gjöf. Þessa styttu ber fyrir augu þeirra sem ganga inn í Maríukirkju. Hún er þar í anddyrinu. María tekur þar á móti gestum sem koma í kirkju hennar og leiðir þá til Sonar hennar, sem bíður þeirra þar. Að auki verndar hún sóknina, sem er helguð henni.

28


Krossinn

Krossinn Kópavogi Krossinn var stofnaður 12. ágúst 1979 í Kópavogi og hlaut löggildingu trúfélags 1982. Fyrstu árin hafði söfnuðurinn aðsetur í Auðbrekku 34, en flutti sig um set 1982 og innréttaði safnaðarheimili á efri hæð KRON-hússins að Álfhólsvegi 32. Fjórum árum síðar keypti Krossinn húsnæði í Auðbrekku 2, en núverandi safnaðarheimili er við Hlíðarsmára 5-7. Rætur Krossins liggja í Hvítasunnukirkjunni og má einna helst skilgreina söfnuðinn sem afsprengi hvítasunnuvakningarinnar. Þannig leggur hann áherslu á persónulegt trúarsamfélag meðlima sinna og þátttöku hvers og eins í safnaðarstarfinu. Frá upphafi hefur söfnuðurinn einkum verið þekktur fyrir líflegt samkomuhald og ákveðna rödd inn í samfélagið, meðal annars hvað snertir vímuefnavarnir og siðferðisleg álitamál. Forstöðumaður Krossins er Sigurbjörg Gunnarsdóttir.

29


Vegurinn er frjáls kirkja í Kópavogi. Tilgangur kirkjunnar er að breiða út ríki Krists innan lands og utan samkvæmt kristniboðsskipuninni. Vegurinn boðar að Biblían sé innblásið orð Guðs og þegar það er boðað hreint og ómengað hefur það kraft til að frelsa frá synd, lækna sjúkdóma og breyta lífi fólks. Vegurinn var stofnaður árið 1982. Margir af stofnendunum tóku þátt í "Ungu fólki með hlutverk" sem starfaði innan íslensku Þjóðkirkjunnar á sínum tíma. Í framhaldi af því varð Vegurinn til sem ávöxtur náðargjafavakningarinnar sem átti sér stað á áttunda áratugnum. Hugsjón kirkjunnar er að vera vettvangur þar sem fólk uppbyggist og fær lækningu á líkama og sál. Stofnendur samfélagsins höfðu kirkju Nýja testamentisins í huga varðandi andlegar þjónustur og embætti. Starf kirkjunnar felst m.a. í samkomuhaldi, biblíufræðslu, bænastundum og fyrirbænastarfi og fer að mestu fram í húsnæði hennar að Smiðjuvegi 5 í Kópavogi. Á samkomum er Jesús Kristur boðaður með lofgjörð, predíkun og fyrirbæn. Friður og nærvera Drottins verður raunveruleg. Reglulega eru haldnir lækningadagar þar sem nærvera og flæði kærleiksanda Guðs læknar mein líkama og sálar. Lögð er áhersla á mikilvægi heimahópa þar sem fólk kemur saman í smærri hópum. Þar er fræðsla, beðið fyrir persónulegum málefnum og svo fá menn sér kaffi og spjalla um trúna. Unga fólkið í kirkjunni hefur auðvitað sinn vettvang með líflegum samkomum, ferðalögum og félagslífi. Vegurinn hefur staðið fyrir trúboði á erlendri grundu og hefur svo að segja tekið bæinn Tasiilaq á austur Grænlandi að sér. Þar er mikil þörf, ekki síst hjá unga fólkinu og er rík áhersla lögð á forvarnir vímuefna í því starfi. Hópar frá kirkjunni eru sendir þangað reglulega en þess má geta að Tasiilaq er vinabær Kópavogs þar sem Vegurinn hefur aðsetur. Fólk í Veginum trúir á mikilvægi einingar innan líkama Krista og leitast við að hafa gott samstarf við aðra söfnuði sem og allt fólk. Vegurinn trúir því að Biblían í heild sé Guðs orð, innblásið af Heilögum anda. 30


Um Hvítasunnukirkjuna Fíladelfíu Hvítasunnuhreyfingin á Íslandi hóf starfsemi sína í Vestmannaeyjum árið 1921 og breiddist þaðan út um landið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía var stofnuð árið 1936 og er sjálfstæð fríkirkja. Hvítasunnuhreyfingin er sú kirkjudeild sem vex hvað hraðast í heiminum í dag en nú eru hvítasunnumenn um 400 milljónir og um 600 milljónir með tengdum kirkjudeildum. Mjög gott samstarf er við aðrar kirkjudeildir. Starfsemi kirkjunnar Í Fíladelfíu er mjög öflugt tónlistarstarf, barnastarf, Royal Rangers (kristilegt skátastarf), unglingastarf, alþjóðakirkja á ensku og starf eldri borgara. Þá er boðið upp á ýmis námskeið og má þar nefna hin vinsælu „Alfa“ námskeið sem haldin eru tvisvar á ári. Markmið kirkjunnar Markmið kirkjunnar er að boða fagnaðarerindið um Frelsarann Jesú Krist. Kirkjan hvetur fólk til að elska Drottin Guð af öllu hjarta, allri sálu og öllum huga og elska náungann eins og sjálft sig. Einnig hvetur hún til mannbætandi lífsstíls sem gerir einstaklinga að betri þjóðfélagsþegnum. Meðlimir kirkjunnar eru úr öllum stigum þjóðfélagsins. Hjálparstarf Söfnuðurinn hefur lagt sig fram um að hjálpa þeim sem fara halloka í lífinu og þeim sem hafa ánetjast fíkn eiturlyfja og áfengis. Samhjálp, sem rekur umfangsmikið hjálpar- og meðferðarstarf, er sjálfstætt starfandi stofnun sem komið var á fót af Fíladelfíu árið 1973.

31


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.