Dagskráin 3. október - 10. október 2018

Page 50

Hvað liggur þér á hjarta? Hverju viltu koma á framfæri í bæjarmálunum?

Halla Björk Reynisdóttir

Hlynur Jóhannsson

Halla Björk Reynisdóttir og Hlynur Jóhannsson verða til viðtals í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð fimmtudaginn 4. október nk. kl. 17-19.

Mættu í Ráðhúsið og segðu hvað þér býr í brjósti.

Bæjarfulltrúarnir svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 460 1010. Bæjarstjórinn á Akureyri Akureyrarbær · Geislagata 9 · Sími 460 1000 · Bréfasími 460 1001

Fjárdagur í Fljótum Laugardaginn 6. okt. nk. heldur Fjárræktarfélag Fljótamanna sinn árlega fjárdag. Að þessu sinni fer hann fram í Stór-Holti í Austur-Fljótum hjá útvegsbændunum Bergþóru og Gunnari.

Dagskráin hefst kl. 13 og lömb Fljótamanna verða til sýnis og sölu að venju. Einnig verða hrútar stigaðir og dæmdir. Boðið verður upp á veitingar að hætti heimamanna. Vinsamlegast veitið því athygli að einungis má flytja lömbin innan Tröllaskagahólfs.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.