__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

FYRIR LÍFIÐ Í LANDINU

VORBÆKLINGUR 2020


Nú líður senn að vori og ekki seinna vænna en að huga að vorverkunum Verkefnin á vorin eru mörg og af misjöfnum toga og því viljum við með útgáfu Vorbæklings Líflands létta bændum þá vinnu sem framundan er með því að draga saman upplýsingar um helstu vörur og þjónustu sem Lífland býður upp á. Á undanförnum árum höfum við lagt áherslu á að efla þjónustu við bændur með því breikka vöruúrvalið til muna og bjóða upp á allt það helsta sem til þarf við búrekstur. Má þar nefna aukið framboð á rekstrarvöru, sölu á áburði og sáðvöru, gerð fóðuráætlana og fleira.

Lífland þróaði til að mynda fyrst allra fóðurfyrirtækja á Íslandi kálfafóður fyrir öll vaxtaskeið kálfa að slátrun og var þeirri nýjung tekið fagnandi af bændum í nautgriparækt en það hefur orðið aukin eftirspurn eftir slíku fóðri undanfarin ár.

Lífland býður einnig upp á mjaltaþjóna, innréttingar og heilfóðurkerfi frá framleiðandanum GEA, sem er leiðandi í þróun og nýsköpun á búnaði fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu í heiminum. Best er að hafa samband við ráðgjafa hjá Líflandi og fá nánari upplýsingar um Kjarnastarfsemi Líflands er framleiðsla hvaða lausnir henta hverju sinni. á kjarnfóðri fyrir flestar tegundir búfjár. Sú vinna er í stöðugri þróun og er lögð Við vonum að þessi bæklingur varpi ljósi mikil áhersla á að vera með sveigjanlegar á það vöruframboð sem í boði er hjá lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Líflandi, en Lífland rekur fimm verslanir Við leggjum okkur fram við að koma fram um allt land svo ef þú finnur ekki það sem með nýjungar sem styðja við íslenskan þú leitar að þá hvetjum við þig til þess að landbúnað og eru sérfræðingar Líflands koma við í næstu verslun, kíkja í vefverslun í nánu samstarfi við erlenda ráðgjafa í á www.lifland.is eða hafa samband við fóðurfræðum til þess að finna lausnir sem söluráðgjafa okkar í síma 540 1100, því henta hverju sinni. að vörulistinn hér er ekki tæmandi. Einnig er hægt að fá upplýsingar með því að senda tölvupóst til söluráðgjafa á netfangið lifland@lifland.is

2

Öll verð eru með vsk og birt með með fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


Innréttingar Gegnumgengur kjarnfóðurbás

Básarnir eru einkar þægilegir þar sem kýrnar ganga í gegnum básinn og þurfa því aldrei að bakka út. Þetta fyrirkomulag minnkar streitu og hættu á meiðslum auk þess sem það eykur þægindi fyrir gripina. Þeir afkasta einnig meira en hefðbundinn fóðurbás þar sem gripur gengur út um leið og hann hefur lokið við fóðurskammtinn og næsti gripur gengur inn. Á básnum eru loftknúin inngangs- og útgangshlið.

Legubásar

Hönnun básanna frá GEA tryggir rétta legu kýrinnar á básnum. Með hönnuninni er lögð áhersla á að kýrin geti lagst niður og staðið upp á sem þægilegastan máta, án þess að valda henni streitu eða meiðslum. Stuðlað er að því að kýrnar haldist hreinar og að júgurheilbrigði sé gott sem og jákvæð áhrif á nyt og almennt heilbrigði.

Læsigrindur

Læsigrindurnar frá GEA eru sterkar og til í ýmsum lengdum. Hægt er að hafa allt að 40 m með einu læsihandfangi. Endarnir á læsiriminni eru úr plasti og er hún því afar hljóðlát. Hægt er að losa einn eða fleiri gripi í einu með því að ýta á læsitakkana ofan á grindinni.

Átgrindur

Átgrindurnar frá GEA mynda gott bil á milli gripa og koma í veg fyrir troðning á átsvæðum. Grindurnar stuðla að því að sem minnst af fóðri fari til spillis. Grindurnar fást í nokkrum stærðum.

Skágrindur Aldur gripa

Átpláss

Hæð (cm) Lengdir (cm)

19 mánaða eða eldri 7-18 mánaða 4-6 mánaða 0,5-3 mánaða

2, 5, 7 eða 10 2, 5, 8 og 11 2, 6, 9 og 13 3, 7, 10 og 15

102 89,6* 89,6* 89,6*

135, 250, 325, 440 135, 250, 325, 440 135, 250, 325, 440 135, 250, 325, 440

Efnisþykktir (mm) 60/33,7 48/33,7 48/33,7 48/33,7

* 440 grindur eru 102 sm á hæð

Milligrindur Milligrindur með lóðréttum rimlum Lengd (cm) 135, 220, 270, 310 360, 410, 460, 510

Hæð 109 109

Bil milli rimla (mm) 98 98

Stillanlegar hliðgrindur - með láréttum slám 2/3/4 og 5 lárettar slár

Einnig fáanlegt með 2, 3 og 4 láréttum slám

Lengd (cm) 100-200 200-300 300-400 400-500 500-600 600-700

Hæð (cm) 60/90/105/120 60/90/105/120 60/90/105/120 60/90/105/120 60/90/105/120 60/90/105/120

Efnisþykkt (mm) 48/60 48/60 48/60 48/60 48/60 48/60

Hæð 60 sm 90 sm 105 sm 120 sm

Efnisþykktir (mm) 48/26,9 48/26,9 Fjöldi láréttra sláa 2 3 4 5

3


Nýjasta útfærslan af Monobox er Dairy Robot R9500 Dairy Robot R9500 byggir á framúrskarandi tækni. Meðal annars mælir hann frumutölu, lit, leiðni, mjólkurflæði og mjólkurmagn fyrir hvern spena í sérhverjum mjöltum. Þannig má grípa fyrr inn í ef upp koma vandamál og stytta þannig meðhöndlunartíma gripanna.

Kostir GEA R9500 mjaltaþjónsins • • • • • • • •

Rúmgóður inngangur veitir gott aðgengi fyrir kýrnar og auðvelda inn- og útgöngu gripanna. Hátæknimjaltaarmur með þrívíddar innrauðri myndavél tryggir hraðvirka og örugga ásetningu. Einungis ein ásetning fyrir allt mjaltaferlið minnkar streitu hjá kúnum. Nettur og fyrirferðarlítill. Mælir frumutölu í hverjum mjöltum og gefur meðalfrumutölu hvers spena fyrir sig. Skilvirkt vinnuumhverfi þar sem aðgengi fyrir inngrip er gott. Einföld og notendavæn leiðsögn á rauntímaskjá. Tækjadeild Líflands í samstarfi við sérfræðinga GEA veita sólarhrings þjónustu allan ársins hring.

Fáðu nánari upplýsingar um vörur og þjónustu í síma 540-1100 eða á lifland@lifland.is

GEA flórsköfuþjarkur - SRone+ spray • • • •

• • • •

4

Vinnsluhraði 5-8 m/min, handstýrður hraði: 14 m/min. Hámarks afköst 12,000 m2/dag. 5 mismunandi akstursleiðir, 12 ferðir á dag. Kemur með SD-korti sem vistar allar aðgerðir sem hafa verið forritaðar. 150 Ah rafhlaða sem gerir SRone+ spray kleift að vinna í a.m.k.19 klst. á sólarhring. SRone+ spray ekur eftir RFID merkjum, snúðvísi (gyroscope), nema á sköfu sem og nemum á mótor. Gúmmíið í dekkjunum er blandað sandi til að tryggja gott grip. Hægt að stjórna handvirkt með Bluetooth fjarstýringu Hægt er að fá hann fyrir rimlagólf og heilgólf. Nú með búnaði til að úða og auðvelda þannig þrifin.

Kúaburstar frá GEA Kúaburstarnir frá GEA auka þægindi og hreinlæti. Gripirnir losa sig við hita og koma blóðrásinni á hreyfingu auk þess sem burstinn hreinsar óhreinindi af gripnum.

Öll verð eru með vsk og birt með með fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


Fóðurkerfi frá GEA Með tilkomu nýrrar tækni undanfarinna ára hafa bændur í auknum mæli nýtt sér leiðir til þess að gera bústörfin skilvirkari og auka gæði fóðurs. Þessar aðferðir hafa einnig skilað auknum nytum og bætt velferð gripa, auk þess sem þau spara tíma og vinnu við bústörfin. Rétt fóðrun er nauðsynleg til að ná góðum árangri og stór hluti vinnudags kúabænda fer í fóðurgjöf. Við vitum að gróffóður getur verið misjafnt að gæðum og því getur það verið ærið verkefni fyrir bændur að gæta að því að gripir þeirra séu að fá þau næringarefni sem nauðsynleg eru og í réttu magni. Fóðurkerfið frá GEA hefur verið hannað með það að leiðarljósi að tryggja jafna dreifingu bætiefna í fóðri, auka nýtingu þess og gæta þess að allir gripir hafi jafnan aðgang. Það er einfalt í notkun og getur sparað mikinn tíma við bústörfin. Fóðurkerfið samanstendur af heilfóðurblandara, fóðurvögnum eða færiböndum sem hægt er að sníða að þörfum hvers bús.

Helstu kostir: • Tímasparnaður við fóðrun • Aukin nýting á fóðri • Nákvæmari fóðrun • Jafnari aðgangur að fóðri • Aukin nyt • Bætt velferð gripa

Við hvetjum þig til þess að hafa samband við sölumann Líflands í síma 540 1100 eða á lifland@lifland.is og fá upplýsingar um hvaða samsetning gæti hentað þínu búi.

5


Vinnuaðstaða og aðbúnaður gripa stórbatnað Hjónin Þorleifur og Sigurbjörg búa að Hóli við Dalvík. Þau hafa ráðist í heilmiklar endurbætur og viðbætur á byggingum sínum undanfarin ár, en þau ákváðu árið 2015 að breyta fjósinu í lausagöngufjós og stækkuðu það í framhaldinu um 520 fm. Þessar framkvæmdir kláruðust í árslok 2018 og í febrúar sama ár tóku þau mjaltaþjón frá GEA í notkun. Við spurðum þau nokkurra spurninga og fengum að heyra reynslu þeirra af þessum breytingum.

Nú hafið þið verið með mjaltaþjóninn í tæplega tvö ár, hver var ástæða þess að þið ákváðuð að fá ykkur mjaltaþjóninn frá GEA? Við vildum geta haft möguleika á að handsetja á kýrnar. Okkur leist vel á marga þætti sem mjaltaþjónninn býður uppá. Þetta eru eiginleikar eins og að geta mjólkað einstaka spena í frátöku og að allt sé gert í einu hylki. Hvernig hefur reynslan ykkar verið af mjaltaþjóninum frá GEA? Hún hefur verið mjög góð. Okkur líkar mjög vel við mjaltaþjóninn og hann hefur staðist allar þær væntingar sem við gerðum til hans. Það eru alltaf einhverjir byrjunarörðugleikar þegar verið er að taka inn nýja tækni en tæknimenn Líflands leystu það og síðan þá hefur allt gengið mjög vel.

Hverjir teljið þið að séu helstu kostir hans? Helstu kostirnir eru að það er hægt að taka einstaka spena í frátöku, tvöfalt kerfi þar sem frátökumjólkin fer í annan kút en tankmjólkin, þetta minnkar líkur á smiti milli frátökumjólkur og tankmjólkur. Það er allt gert með einni ásetningu, spenaþvottur, mjaltir og spenadýfa. Hann er mjög nettur og hljóðlátur og það er gott að vinna við hann. Það er kostur að hafa möguleika á handásetningu og hún er mjög þægileg í notkun. Einnig er tvöfalt síukerfi. Fóðurtrogið fer frá kúnni að loknum mjöltum og kýrin gengur beint fram úr mjaltaþjóninum. Það er gott að nálgast upplýsingar úr kerfinu og skjárinn á mjaltaþjóninum er þægilegur í notkun. Hvernig hefur þjónustan við mjaltaþjóninn gengið? Þjónustan hefur verið mjög góð. Aðgengi að

sérfræðingum er gott og eftirfylgni og áhugi Líflands er til fyrirmyndar. Sem dæmi má nefna að í óveðrinu sem gekk yfir sl. desember þá voru starfsmenn Líflands í góðu sambandi við okkur og fylgdust vel með stöðu mála og ráðlögðu með aðgerðir varðandi mjaltaþjóninn og mjólkurgæði, þar sem vatn var af skornum skammti frá sveitarfélaginu vegna rafmagnsleysis. Það eru fastar þjónustur á 3 mánaða fresti og síðan er þjónustumaður í 1 klst fjarlægð sem kemur ef eitthvað er að. Hvaða áhrif hefur það haft á bústörfin að vera með mjaltaþjón? Vinnan hefur breyst mjög mikið frá því sem var. Þetta er aðallega eftirlit og að reka einstaka kýr í mjaltir sem koma ekki sjálfar af ýmsum misréttlætanlegum ástæðum. Þetta er því mikið sveigjanlegra heldur en það var þegar það þurfti að mjólka tvisvar sinnum á

Mottur í gripahúsin ergoBOARD Notkun: Bringuborð

BELMONDO WALKWAY

Ábyrgð: 10 ár Hentar á fóðurganga í hesthúsum og í hestakerrur Stærð: Þykkt: 12 mm Breidd: 1 m Lengd: 1 m

6

LOMAX Einföld lausn á útisvæði

Ábyrgð: 5 ár Sérstakir eiginleikar: Dýravæn, eftirgefanleg og öflug. Einstaklega mjúk viðkomu sem gerir gripunum auðvelt að liggja á eðlilegan hátt t.d. með annan fótinn teygðan fram.

Ábyrgð: 5 ár Sérstakir eiginleikar: Sérstaklega hannaðar fyrir blautan jarðveg. Aðlagast yfirborði. Auðvelt að koma fyrir og krefst engrar undirvinnu. Fæst í verslunum.

Öll verð eru með vsk og birt með með fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


Hjónin Þorleifur Kristinn Karlsson og Sigurbjörg Einarsdóttir ásamt börnum sínum þeim Karli Vernharð og Guðfinnu Eir

dag á föstum tíma. Það fer líka drjúgur tími í að þrífa ef það á að vera hreint og snyrtilegt í fjósinu. Það má því segja að hjá okkur hafi vinnustundunum ekki fækkað á dag en verkin eru önnur og léttari sem og sveigjanlegri. Það er einnig mun auðveldara fyrir einn að sinna fjósverkunum ef þannig ber undir. Er eitthvað sem þið hefðuð viljað gera öðruvísi? Við myndum setja dökkt efni á gólfið í gryfjunni

við róbótinn og á veggina í gryfjunni vegna þess að það er farið á sjá á ljósa efninu sem við settum vegna þeirra efna sem eru í hlandinu og skítnum frá kúnum sem berst í gryfjuna. Mynduð þið mæla með því að vera með mjaltaþjón? Já við myndum hiklaust mæla með því að vera með mjaltaþjón, vegna þess að það bætir vinnuaðstöðuna mikið og skepnunum líður betur.

Hver er helsti ávinningurinn að ykkar mati að hafa farið út í þessar framkvæmdir? Vinnuaðstaðan hefur batnað til muna og aðbúnaður gripanna hefur stórbatnað. Júgurheilbrigði hefur batnað þó það hafi ekki verið vandamál fyrir. Meðaltal 2019 í frumutölu var 66 og líftalan var 12.

KRAIBURG hefur sérhæft sig í framleiðslu á gúmmímottum fyrir gripahús frá árinu 1947. Í dag eru um 200 starfsmenn starfandi hjá fyrirtækinu. Kynntu þér meira úrval á heimasíðu okkar lifland.is eða hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 540-1100.

WINGFLEX Notkun: Legubásar fyrir mjólkurkýr

WELA/WELA LongLine Notkun: Legubásar fyrir kvígur og mjólkurkýr

Ábyrgð: 10 ár

KURA Henta við fjölbreyttar aðstæður

Ábyrgð: 5 ár

Ábyrgð: 10 ár

Þykkt: 60 mm Mýktarstuðull:

Þykkt: 50 mm Mýktarstuðull:

Sérstakir eiginleikar: Gúmmíblöðkur veita einstaka mýkt sem endist. Frábær gæði miðað við verð.

Sérstakir eiginleikar: Gúmmíblöðkur veita mýkt sem endist. Fáanlegar í stökum mottum eða tilsniðnar eftir lengd legusvæða.

Þykkt: 24 mm Sérstakir eiginleikar: Mjúkar og stamar. Hámarka þægindi á göngusvæðum. Einnig hægt að nota með pediKURA® mottum að hluta fyrir jafnt slit á klaufum.

7


Mjaltaþjónn frá GEA sparar tíma og einfaldar vinnu við mjaltir Hjónin Hjörvar Leósson og Bylgja Finnsdóttir á Laufskálum gerðu breytingar á fjósinu hjá sér haustið 2018 og breyttu því í lausagöngufjós með mjaltaþjóni. Við áttum skemmtilegt spjall við þau um þessar breytingar og fengum að heyra sögu þeirra og ástæður þess að þau ákváðu að taka Monobox mjaltaþjón frá GEA og hver reynslan þeirra hefur verið. Við hjónin komum að fullu inní búskapinn á Laufskálum í mars 2014 þegar veikindi gerðu það að verkum að foreldrar Hjörvars gátu ekki lengur stundað búskap sjálf. Þremur árum seinna eða í maí 2017 gengum við svo frá kaupum á búinu. Þá var tvístætt básafjós með 44 básum og hlaða notuð undir geldneyti í hálmstíum. Haustið 2018 förum við svo í framkvæmdir við að breyta fjósinu og hlöðunni í lausagöngu og fyrir mjaltaþjón sem var síðan tekinn í notkun í júlí 2019.

Af hverju varð GEA Monobox mjaltaþjónn fyrir valinu? Eftir að hafa farið yfir kosti og galla þeirra mjaltaþjóna sem í boði voru stóð GEA Monobox uppi sem öruggur sigurvegari. Það sem réði vali okkar voru nokkrir þættir. Við vildum geta handsett á kýrnar ef nauðsyn bæri og hefur það nú þegar framlengt líf nokkurra mjólkurkúa. Það sem GEA Monobox hafði svo einnig umfram aðra voru nokkrir þættir, til dæmis hversu lítill hann er um sig og því gott að koma honum fyrir í gömlu lágreistu fjósi,

myndavél í stað laser lesara, ein ásetning, frátaka á einstaka spenum og svo þótti okkur spennandi sá kostur að fá frumuteljara í mjaltaþjóninn fyrst allra hér á landi. Hver er reynsla ykkar af því að nota frumuteljara? Í gömlu og úrsérslitnu básafjósi með sinn skerf af spenastigum vorum við orðinn langþreytt á að berjast við frumutölu og þurfa að vera með marga spena í frátöku og kýr í frátöku vegna lyfjakúra. Með þessari nýju

Tækjadeild. Hver erum við? Arnar Þórisson er framkvæmdastjóri framleiðslu,

Hreinn Guðjónsson er þjónustuaðili GEA hjá Líflandi.

dreifingar og tækjadeildar hjá Líflandi. Hann er

Hann er búfræðingur og hefur lokið vélstjórnarstigi

iðnaðar- og rekstrarverkfræðingur. Arnar hóf störf

2. Hreinn hóf störf hjá Líflandi árið 2017 og sinnir

hjá Líflandi árið 2013 og sinnir viðskiptavinum um

viðskiptavinum um allt land.

allt land. Hörður Bjarnason er þjónustuaðili GEA fyrir Jón Þór Jónsson er rekstrarstjóri tækjadeildar og

hönd Líflands frá 2018. Hann er með sveinspróf í

hóf störf hjá Líflandi árið 2019. Jón Þór hefur mikla

vélvirkjun og 2. stig í vélstjórn. Hörður sinnir þjónustu

reynslu af vélbúnaði og sér um verkefnastjórnun við

við viðskiptavini Líflands á Norðurlandi eystra.

uppsetningar á tækjabúnaði auk annarra verkefna tengd þjónustu og sölu til viðskiptavina. Hann sinnir viðskiptavinum um allt land. 8

Öll verð eru með vsk og birt með með fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


tækni hefur okkur auðnast að getað tekið fyrr á júgurbólgu en áður og hefja meðhöndlun þar af leiðandi fyrr. En mælirinn mælir sómatískar frumur (SC) í hverjum spena fyrir sig í hverjum einustu mjöltum og niðurstöður liggja fyrir um leið og kýrin hefur verið mjólkuð. Einnig býður þessi tækni, samhliða frátöku einstakra spena, uppá að taka frumuháa spena í kálfamjólk án þess að þurfa að “tvímjólka kúna”. Þetta er ótvíræður kostur að okkar mati. Hver hafa áhrif þess að vera með mjaltaþjón verið á framleiðsluna? Þar sem ekki er liðið nema um það bil hálft ár frá því mjaltaþjónninn var tekinn í notkun höfum við svo sem ekki enn séð fyllilega áhrif þess á mjólkurmagn, enda er hjörðin rétt að byrja að skila sér á nýtt mjaltaskeið, en við erum þess fullviss að það mun ekki standa á

aukningu þegar fram líða stundir. Gæði mjalta hafa hinsvegar stóraukist og það sem mér fannst sérstaklega áhugavert er hvað þær venjast mjaltaþjóninum hratt og vel. Það tekur sárafáar mjaltir að gera þær rólegar og yfirvegaðar í boxinu. Við teljum að það hversu hljóðlátur hann er skipti þar mestu máli. Hafa þessar breytingar haft einhver áhrif á ykkur sjálf? Það sem við höfum klárlega fundið fyrir er að vinnan er léttari og auðveldara að sinna henni meðfram fjölskyldulífinu, en á bænum eru 5 börn á aldrinum 1-11 ára. Við erum að öllu leyti mjög sátt við val okkar á Monoboxinum.

hafa hann Lars Jörgensen sérfræðing frá GEA, með okkur fyrstu dagana. Það er að okkar mati ómetanlegt og til eftirbreytni að bjóða uppá slíka þjónustu þegar verið er að gjörbylta aðstæðum fyrir kýrnar eins og í okkar tilviki. Öll samskipti við sölu- og þjónustuaðila Líflands hafa verið með þeim hætti að hér er við hæfi að færa þeim hrós. Takk fyrir okkur hingað til og við hlökkum til komandi tíma með Monoboxinu sem okkar þarfasta þjóni.

Hvernig hefur þjónustan við mjaltaþjóninn gengið? Þjónustan hefur verið góð þennan tíma og dýrmætt fannst okkur í fyrstu ræsingu að

Hjálmar Björn Guðmundsson er þjónustuaðili

Karl Ingason er verkstjóri tækjadeildar Líflands.

GEA fyrir hönd Líflands frá 2018. Hann er með

Hann hefur mikla reynslu af viðhaldi vélbúnaðar og

sveinspróf í rafvirkjun. Hjálmar sinnir þjónustu við

uppsetningu á sílóum og innréttingum. Karl hóf störf

viðskiptavini Líflands á Norðurlandi.

hjá Líflandi árið 1986 og sinnir viðskiptavinum um allt land.

Magni Gunnarsson er þjónustuaðili í tækjadeild Líflands. Hann hefur mikla reynslu af viðhaldi

Karl Stefán Ingvarsson er þjónustuaðili í tækjadeild

vélbúnaðar

og

Líflands. Hann er í vélvirkjanámi með vinnu og sinnir

innréttingum. Magni hóf störf hjá Líflandi árið

ýmsum verkefnum sem snúa að uppsetningu sílóa og

2014 og sinnir viðskiptavinum um allt land.

mjaltaþjóna. Karl hóf störf hjá Líflandi árið 2017 og

og

uppsetningu

á

sílóum

sinnir viðskiptavinum um allt land. 9


Kjarnfóður og heilfóður fyrir kýr Lífland framleiðir nokkrar vel kynntar hefðbundnar kjarnfóðurtegundir fyrir mjólkurkýr. Ber þar helst að nefna Kost, Góðnyt, Sérnyt, Hagnyt og Sparnyt en flestar þessara tegunda fást með 12%, 16% og 19% próteininnihaldi. Mikil aukning hefur verið í fóðuráætlunargerð og ráðgjöf hjá Líflandi á síðustu árum þar sem reiknað er út hvaða tegund hentar best í hverju tilfelli fyrir sig þar sem tillit er tekið til markmiða og kostnaðar. Verður því látið ógert að lýsa hverri tegund nákvæmlega hér. Líklegt má teljast að heilfóðrun muni aukast með stækkandi búum og kynnum við því nánar 3 fóðurgerðir sem henta vel í heilfóður: Maískögglar innihalda yfir 70% af maís og eru því mjög sterkjuríkir. Sterkja í maís meltist hægar en í öðrum sterkjuríkum korntegundum eins og í hveiti og byggi og getur því hentað vel til að auka orku í heilfóðri eða sem viðbótarfóður. Þá inniheldur fóðrið hátt hlutfall mettaðrar fitu sem getur aukið fituhlutfall í mjólk sem og kalkstein sem dregur úr líkum á súrnun vambar. Blönduna má einnig fá steinefna- og vítamínbætta og/eða með 10% fiskimjölsinnihaldi. Kornkögglar innihalda fjölbreytta samsetningu sterkjuríkra korntegunda s.s. hveiti, maís, bygg og sykurrófur. Kornkögglar

Kálfar og naut

Lífland hefur jafnt og þétt aukið við framboð sitt af kjarnfóðri fyrir kálfa og unnið hefur verið að mikilli vöruþróun með það að markmiði að styðja við þá miklu sókn sem nú er í íslensku nautaeldi. Lífland hefur upp á að bjóða lausnir fyrir öll aldursskeið, frá burði til slátrunar. Allt fóðrið inniheldur sérstaka steinefna- og vítamínblöndu sem ætluð er fyrir kálfa og nautgripi í vexti. Kálfamúslí er ætlað smákálfum fyrstu þrjár vikur eftir burð. Múslifóðrið er lystugt með sætukeim og til þess fallið að vekja áhuga kálfa á kjarnfóðri, en mikilvægt er að fá kálfa til að éta kjarnfóður eins fljótt og hægt er. Mælt er með frjálsum aðgangi og þegar kálfur hefur náð tökum á átinu er mælt með að skipta rólega yfir í Alíkálfafóður. Alikálfafóður hentar kálfum frá 3ja vikna til 3ja mánaða aldurs. Fóðrið inniheldur 20% prótein sem er hentugt fyrir kálfa á þessu

innihalda kalkstein en ólíkt maískögglum inniheldur fóðrið steinefnaog vítamínblöndu sem er í öllum hefðbundnum kjarnfóðurtegundum Líflands. Hitameðhöndlað sojamjöl inniheldur um 47% hráprótein og er því góður viðbótarpróteingjafi í heilfóður. Fóðrið er hitameðhöndlað í fóðurverksmiðju Líflands áður en það er flutt til bænda. Lífland getur jafnframt útvegað aðra próteingjafa sé þess óskað, svo sem repjumjöl og fiskimjöl.

aldursskeiði þar sem próteinþörf er mikil, m.a. vegna þess að mörg lykillíffæri kálfsins, t.a.m. júgurvefur þroskast mest á þessum aldri. Þá stuðlar fóðrið að góðum og hraðari þroska vambar. Kálfaþróttur Mælt er með því að skipta rólega úr Alikálfafóðri yfir í Kálfaþrótt við 3ja mánaða aldur. Fóðrið inniheldur 16% prótein sem er nauðsynlegt fyrir vöðvauppbyggingu kálfsins. Kálfaþróttur inniheldur fremur hátt hlutfall trénis sem gerir það að verkum að hægt er að gefa mikið magn sé ætlunin að láta gripi vaxa hratt, þá einkum naut. Mikilvægt er að fóðra kvígukálfa í hæfilegu magni á 3ja-12 mánaða aldursskeiðinu til að stuðla að sem heilbrigðastri júgurmyndun. Bolabætir inniheldur 14% prótein og er hugsaður til gjafar síðustu átta vikurnar á eldistíma nauta. Fóðrið inniheldur rúmlega 50% maís sem stuðlar að fitusöfnun og þyngingu gripa og getur aukið fitusprengingu og braðgæði kjötsins og þar með bætt flokkun.

Fóðurtillaga fyrir naut- og kvígukálfa Kjarnfóðrun Aldur

Mjólkurfóðrun

3 dagar-3 vikur

Sprayfo Royal

4 - 12 vikur

Sprayfo Royal/ Blue

3-6 mánuðir

Gróffóðrun

Steinefni

Fóðurtegund

Kvígur

Naut

Lífland- Kálfamúslí

Ótakmarkaður aðgangur

Ótakmarkaður aðgangur

Gróft, þurrt, saxað og ávallt ferskt.

Lífland- Alikálfafóður

Ótakmarkaður aðgangur

Ótakmarkaður aðgangur

Af eins góðum gæðum og kostur er á. Kjarnfóðurmagn fer eftir gróffóðursgæðum.

Lífland - Kálfaþróttur

1 - 2 kg á dag

1 kg - Ótakmarkaður aðgangur

Lífland - Kálfaþróttur

2 kg/dag - minnkar í 1 kg/dag

Ótakmarkaður aðgangur ef slátrað 8-10 mán. Ef slátrað 24 mán. 1 - 2 kg/dag

6 - 10 mánuðir

>10 mánuðir

Biggi, Kálfafata, Saltsteinn eða ADE60-Se

8 vikur fyrir slátrun

Fer eftir gróffóðri

Lífland Bolabætir

1 - 4 kg/dag eftir gróffóðri*

Mikilvægt er að naut og kvígur séu ekki fóðruð á sama máta eftir 3ja mánaða aldur vegna júgurþroska verðandi mjólkurkúa. Vaxi kvígur of hratt er hætta á að fitusöfnun komi niður á myndun júgurvefs. *Ef gróffóður er mjög kröftugt getur Kálfaþróttur í sumum tilfellum hentað betur í lok eldis.

10

Öll verð eru með vsk og birt með með fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


BÚKOLLA

– ný nálgun í steinefnablöndum frá Líflandi Í janúar sl. hélt Lífland sína árlegu fundaherferð, Þorraþræl, þar sem fræðsluerindi voru flutt sem snérust um það hvernig mætti hámarka nýtingu á eigin hráefnum við fóðrun jórturdýra og minnka með því tilkostnað. Var m.a. farið yfir kosti þess að nota lifandi geril (Levucell SC) og hýdroxísteinefni (intellibond) sem viðbótarfóður til að auka nýtingu annarra hráefna. Hýdroxísteinefni gera það að verkum að hluti steinefna sem geta haft neikvæð áhrif á flóru örvera í vömb, meltist ekki í vömb heldur á löngum tíma í smáþörmum. Það veldur því að örveruflóran í vömbinni dafnar betur og upptaka á steinefnunum nær yfir lengri tíma og nýting þeirra er betri. Margar óháðar rannsóknir hafa leitt í ljós að notkun þessara steinefna eykur nýtingu á gróffóðri í vömb jórturdýra um og yfir 4% með því að gera hærra hlutfall trénis meltanlegt. Sýrumyndun í vömb getur orðið vandamál, sér í lagi hjá hánytja mjólkurkúm sem fá mikið magn af kjarnfóðri, byggi og snemmslegnu heyi. Sýran getur valdið því að ákveðnar örverur í vömb dafna illa og getur valdið lystarleysi og meltingartruflunum. Notkun á lifandi gerli dregur úr sýrustigsveiflum og hækkar sýrstig vambarinnar umtalsvert. Það veldur því að auðveldara er að nota meira magn af hráefnum sem eru nytaukandi s.s. heimaaflað bygg og snemmslegið hey. Sé slætti flýtt ætti einnig að fást hærra hlutfall próteina úr grasi sem minnkar þörf á aðkeyptu próteini.

Lífland býður nú uppá þrjár tegundir steinefnablandna sem bera yfirheitið Búkolla sem innihalda lifandi geril, hydroxysteinefni auk andoxunarefna og lífræns selens. Eru þessar blöndur einkar hentugar þar sem stuðst er við heilfóðrun gripa. Efnahlutföll steinefnablandanna eru auk þess löguð að efnainnihaldi íslenskra heyja, og byggir sú aðlögun á gagnasafni sem spannar áratug af íslenskum heyefnagreiningum. Búkolla - Hámark er blanda sem er einkum hugsuð fyrir hámjólka kýr. Blandan inniheldur hátt hlutfall andoxunarefna og E-vítamíns auk lífræns selens sem nýtist betur en hefðbundið selen. Þá inniheldur blandan Levucell SC góðgerla. Búkolla - Bót er grunnblanda sem nýtist öllum mjólkurkúm. Blandan inniheldur hefðbundið selen og andoxunarefni og er án góðgerla. Búkolla - Geldstaða er töluvert frábrugðin hinum blöndunum enda sérsniðin að þörfum geldkúa. Þannig inniheldur blandan einkar hátt hlutfall af Levucell SC góðgerlum, andoxunarefnum sem og bæði hefðbundnu og lífrænu seleni. Blandan er með mjög lágt hlutfall af kalsíum og natríum en hátt hlutfall magnesíum sem dregur úr líkum á súrdoða og stálma og eykur líkur á að kýr verði hraustar og afurðamiklar eftir burð.

11


Bætiefni fyrir búpeninginn Sprayfo Blue kálfamjólk

Sprayfo Royal kálfamjólk

Vn. 85150

Vn. 85190

25 Kg Verð með VSK 10.290 kr.

25 Kg Verð með VSK 11.890 kr.

Mjólkurduft fyrir ungkálfa að 4 mánaða aldri. Mjólkurduftið er rómað fyrir einstaklega góða leysni og hleypur því ekki í kekki þegar því er blandað.

Mjólkurduft fyrir ungkálfa að 4 mánaða aldri. Það er í hæsta gæðaflokki og inniheldur heppilegustu samsetningu hráefna til kálfaeldis sem völ er á.

Farm-O-San vörur Pro-keto

Reviva orkudrykkur

Lystugur og orkuríkur vökvi sem er einkar góður kostur til að draga úr hættu á súrdoða. Best er að gefa Pro-Keto vikuna fyrir burð og á fyrstu vikum mjaltarskeiðs.

Inniheldur aðgengileg og auðmelt orkuefni sem nýtast hinni nýbornu kú hratt. Hún verður líflegri og lyst á gróffóðri eykst fyrr. Tilraunir sýna að drykkurinn er mjög lystugur. Yfir 94% kúa drekka hann án erfiðleika.

Vn. 89227

5 L Verð 5.699 kr.

Rediar kálfadrykkur

Rediar kálfadrykku er öflugt bætiefni sem hjálpar til við að koma jafnvægi á meltingu kálfa og þeir ná sér fyrr eftir skitu. Efnið styður við örveruflóru þarmanna og vinnur gegn ofþornun.

Vn. 8922.

Vn.88911

Vn. 88915

25 L Verð 25.690 kr.

7 kg. Verð 8.950 kr.

3,5 kg. Verð 9.390 kr.

Bætiefnafötur Kúafata

Geldstöðufata

HIMAG Magnesíumfata

Vn. 84600

Vn.84120

20 kg. Verð 4.936 kr.

5 kg. Verð 5.248 kr.

Sauðfjárfata

Kálfafata

Kalksalt

Vn. 84620

Vn. 84630

Vn. SALT22200

20 kg. Verð 4.890 kr.

20 kg. Verð 4.990 kr.

15 kg. Verð 5.590 kr.

Bætiefnafata fyrir mjólkurkýr og nautgripi.

Bætiefnafata fyrir kýr á geldstöðunni.

Vn. 84610

20 kg. Verð 4.290 kr.

Hentug bætiefnafata fyrir allt sauðfé, rík af stein- og snefilefnum. Inniheldur andoxunarefni og hagstætt hlutfall af kalsíum og magnesíum.

12

Bætiefnafata sérsniðin að þörfum ungkálfa og nautgripa á vaxtarskeiði.

Bætiefnafata með ríkulegu magni af nauðsynlegum stein, -snefilefnum og vítamínum inniheldur viðbótarmagn af magnesíum.

Bætiefnafata fyrir búfénað, framleidd úr endurnýttu salti úr fiskvinnslu og hafkalki úr Arnarfirði auk þess að vera A-, D- og E-vítamínbætt.

Öll verð eru með vsk og birt með með fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


Rekstrarvörur Efni fyrir mjaltaþjóninn CircoTop AFM

CircoTop SFM

Basískur vökvi fyrir þrif og sótthreinsun á hvers konar mjaltabúnaði.

CircoFlush PE15N

Súr vökvi fyrir þrif og sótthreinsun á hvers konar mjaltabúnaði.

Vn. DB7724-1032 500

Vn. DB7724-3032 500

25 kg. Verð 10.800 kr.

25 kg. Verð 13.635 kr.

Vn. DB7724-1035 400

Vn. DB7724-3035 400

240 kg. Verð 93.300 kr.

240 kg. Verð 117.810 kr.

Sótthreinsiefni með perediksýru til notkunar á útskolunarkerfum.

Vn. DB7724-8033

V 30 kg. erð 15.995 kr.

Þvottaefni fyrir myndavélar mjaltaþjóna

Kalkhreinsir fyrir myndavélar mjaltaþjóna

Vn. DB7724-7070

Vn. DB7724-7080

1kg. Verð 1.490 kr. 5 kg. Verð 5.830 kr.

1 kg. Verð: 1.686 kr. 5 kg. Verð: 4.340 kr.

Camera Cleanse AMS.

Camera Cleanse Descaler AMS.

Júgurheilbrigði og fleira SensoSpray 50

Spenaúði sem sótthreinsar og stuðlar að heilbrigði spena og júgurhúðar, án joðs.

LuxSpray 50 Spenadýfa og úði fyrir árangursríka umönnun og sótthreinsun spena eftir mjaltir.

Ecolab Veloucid Spray Filmumyndandi og

Ecolab Ioshield spenadýfa

Vn. DB7724-5132-000

Vn. DB7724-5042-000

20 kg. Verð 11.760 kr.

20 kg. Verð 14.740 kr.

Vn. DB7724-5135-000

200 kg. Verð 105.825 kr.

Vn. DB7724-5045-000

Vn.RV2276630

Vn.VILO30597

200 kg. Verð 132.670 kr.

20 kg. Verð 18.990 kr.

20 kg. Verð 17.990 kr.

Spenadýfa KerbaDip

Mintukrem með hanka

Mintukrem með hanka

Júgursmyrsl með joði

Vn. VAK1524

Vn. AK15260

Vn. AK15310

5 L. Verð 5.990 kr.

500 ml Verð 3.390 kr.

1000 ml Verð 5.990 kr.

Júgursmyrsl hvítt

Júgurþvottalögur

Alfa IP 456

Frumutölu CMT vökvi

Vn. BB40040504

Vn.BB40017005

Vn.BB101010

Vn. AK1514

3,2 kg. Verð 7.190 kr.

5 L. Verð. 2.790 kr.

10 kg. Verð 2.790 kr.

1000 ml. Verð 1.490 kr.

Spenadýfa- og úði með joði sem sótthreinsar og nærir spena eftir mjaltir.

Mintukrem með hanka. Nærir og kælir júgurvefinn eftir mjaltir.

sótthreinsandi vökvi sem úða má á spena.

Mintukrem með hanka. Nærir og kælir júgurvefinn eftir mjaltir.

Filmumyndandi og sótthreinsandi spenadýfa.

Júgursmyrsl með joði.

Vn. BB40040304

Júgursmyrsl sem sótthreinsar og nærir spena.

Tvívirkt hreinsiefni fyrir júgur og spena.

Lágfreyðandi hreinsiefni á mjólkurstein, fitu og prótein.

3,2 kg. Verð 7.390 kr.

Til greiningar á frumutölu með bakkaprófi.

Vöruúrval getur verið misjafnt eftir verslunum

13


Sterkja er ekki bara sterkja, hvað skortir þitt bú? Gera má ráð fyrir að aukin áhersla verði á komandi árum á fullnýtingu innlendra hráefna, sem og aukin krafa verði um minnkandi innflutning á aðföngum til matvælaframleiðslu, bæði til að draga úr sótspori greinanna og til að auka skilvirkni og hagvæmni búa. Má m.a. sjá verulega aukna umræðu um þau málefni í Hollandi um þessar mundir þar sem fræðimenn, stjórnvöld, bændur og iðnaðurinn hafa sett sér metnaðarfull markmið um það hvernig megi auka nýtingu heimaaflaðs fóðurs, nýta betur það fóður sem framleitt er innan héraðs og hvernig megi lágmarka innflutning á fóðri til hefðbundinnar matvælaframleiðslu.

Hvað er hægt að framleiða á búum og hvað þarf að kaupa? Í þessu samhengi er gott að velta því fyrir sér hverskonar fóður er hægt að framleiða á bænum sjálfum og hverskonar aðkeyptum hráefnum sé raunverulega þörf á. Margt mætti skoða í þessu samhengi, s.s. hvort flýta megi slætti til að hámarka hráprótein og orku í heyjum, hvernig nýta megi lifandi geril og hýdroxísteinefni til að hámarka nýtingu gróffóðurs og heimaræktaðs byggs, hvort hálmurinn sem til fellur gæti nýst til fóðurunar á móti snemmslegnum trénissnauðum heyjum o.fl. Sterkja er fjölsykra sem samanstendur af mörgum glúkósaeiningum sem bundnar eru saman með glýkósíðtengjum sem finnst í mestum mæli í fræjum, ávöxtum og rótum plantna. Sterkja er afar mikilvægt næringarefni í fóðrun mjólkurkúa sem fæst öllu jafna úr korntegundum eins og byggi, hveiti og maís. Í góðu árferði er hægt að framleiða gott bygg á Íslandi þó vissulega sé það ekki alltaf raunin. Náist að þreskja nægjanlegt magn af góðu byggi mætti telja að búið sé vel sett með sterkju og ætti því ekki að þurfa að kaupa mikið umframmagn. En sterkja er ekki bara sterkja. Æði oft er verulegur skortur á tormeltri sterkju í fóðri mjólkurkúa á Íslandi, jafnvel þótt nægt bygg sé í boði. Það getur valdið lægri nyt, minna próteinmagni í mjólk, verra fanghlutfalli, súrdoða o.fl. Hvað er tormelt sterkja? Tormelt sterkja er sá hluti sterkju sem fer ómelt í gegnum vömbina og er melt í smáþörmum eða gerjuð í víðgirni. Í smáþörmum er sterkja melt fyrir tilstuðlan ensíma og frásoguð sem

14

glúkósi af frumum þarmaveggjarins. Tormelt sterkja er lykilþáttur í framleiðslu glúkósa sem nýtist sem blóðsykur, þótt vissulega myndist slík orka úr fleiri þáttum s.s. rokgjörnum fitusýrum og ónýttum próteinum. Slík orka er einkar mikilvæg fyrir kýr á fyrstu dögum/vikum mjaltaskeiðs sem og fyrir hánytja kýr þar sem glúkósi er eina næringarefnið sem er hægt að breyta í laktósa (mjólkursykur) í júgrinu. Þar af leiðandi er þörf fyrir glúkósa mikil þegar nyt er há og/eða þegar nyt eykst mikið á skömmum tíma, enda stjórnar framboð á laktósa mjólkurmagni sem kýrin getur framleitt. Auk þess eru vísbendingar um að skortur á glúkósa geti haft áhrif á og veikt ónæmiskerfi kýrinnar eftir burð, aukið líkur á bólgum í legi, stálmamyndun og minnkað gæði brodds. Nægt framboð af glúkósa gerir það einnig að verkum að kýrin nýtir síður amínósýrur til glúkósaframleiðslu en nýtir amínósýrur þess í stað til mjólkurpróteinframleiðslu eins og til er ætlast. Þar með ,,minnkar“ þörf á amínósýrum í fóðri þar sem nýtingin er skilvirkari sem er fjárhagslega mikilvægt fyrir bóndann enda eru amínósýrur, sem fást að stærstu leyti úr tormeltum próteinum og örverupróteini, dýrastar aðkeyptra hráefna fyrir bændur. Með öðrum orðum: Próteinið nýtist betur.

fræjanna (aldinveggur) er afar þolið og myndar vörn fyrir örverumeltingu vambarinnar. Þessvegna er þörf á að valsa/kurla kornin til að örverur hafi aðgang að sjálfri fræhvítunni sem geymir sterkjuna. Sterkjan er umlukin fjölda próteina sem þarf að byrja á að melta eða vinna á með öðrum aðferðum áður en örverur vambarinnar geta nýtt sjálfa sterkjuna. Ólíkt byggi hefur maís tvo aðgreinanlega hluta af fræhvítu; glæra hvítu og mjölkennda hvítu. Örverur vambarinnar geta á auðveldan hátt komist í mjölkenndu hvítuna og nýtt sterkjuhluta hennar, hafi hráefnið verið valsað eða mulið. Glæra hvítan inniheldur hinsvegar sterkju umlukta próteinum sem afar þolið er fyrir örverumeltingu. Þar af leiðandi kemst sterkja og prótein glæru fræhvítunnar ómelt í gegnum vömbina og til smáþarmanna. Bygg hefur hinsvegar einungis mjölkennda fræhvítu og því er um 90% af sterkju byggs melt í vömb kúa en um 10% heldur áfram sem tormelt sterkja til smáþarma. Í maís er einungis um 60% sterkjunnar melt í vömb en um 40% heldur áfram til smáþarma.

Hvaðan fæst tormelta sterkja? Tormelt sterkja fæst að mjög litlu leyti úr byggi en í mun meira mæli úr t.d. maís. Munurinn á sterkju byggs og maís má að hluta útskýra með efnafræðilegri samsetningu fræja þessarra hráefna. Ysta lag

Öll verð eru með vsk og birt með með fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


Reiknum út hvað vantar og hvað ekki Mikilvægt er einblína ekki eingöngu á eina tegund sterkju því þörf er fyrir báðar gerðir. Þó virðist hraðmeltri sterkju, sem ekki gefst rúm til að fjalla um hér, oftar gerð betur skil en tormeltri sterkju hér á landi, líklega vegna þeirra annmarka sem við búum við hvað varðar ræktun á mismunandi nytjajurtum vegna veðurfars. Afar mikilvægt er að leita ráðlegginga um val á orkugjöfum við fóðrun og komast þannig að því hvað raunverulega er vöntun á í hverju tilfelli fyrir sig enda eru þarfirnar jafn misjafnar og dæmin eru mörg. Þannig má koma í veg fyrir að keypt séu aðföng sem hægt væri að rækta heima á bæ og þau aðföng frekar keypt sem vöntun er á. Má þannig spara peninga, óþarfa flutninga á vöru og auka skilvirkni í fóðrun. Greinin birtist fyrst á vef Landsambands Kúabænda, www.naut.is

Helgi Eyleifur er fóðurráðgjafi og sölustjóri landbúnaðarsviðs Líflands. Hann er fæddur og uppalinn á kúabúinu Brekkukoti í Reykholtsdal, er menntaður búfræðingur, með B.S. gráðu í búvísindum og MBA gráðu í viðskiptastjórnun.

Nú fást Blue Hors vörurnar í enn meira úrvali í Líflandi

15


Sáðvörulisti 2020

Landsins mesta úrval sáðvöru Fagleg ráðgjöf um val á réttu sáðvörunni Frír flutningur heim á hlað fyrir pantanir, 300 kg eða stærri, ef pantað er fyrir 1. maí 2020

16

Verðlistinn sýnir verð pr. kg án VSK miðað við gengi gjaldmiðla þann 19. febrúar 2020. Verðlistinn er birtur með fyrirvara um prentvillur. Lífland áskilurÖll sér rétt fyrirvaralausra verðbreytinga vegna gengis- og Lífland verðþróunar. verð eru til með vsk og birt með með fyrirvara um prenteða innsláttarvillur. áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


Bygg Sexraðabygg Sexraða– eða tvíraðabygg? Að jafnaði þroskast sexraðabygg fyrr en tvíraðabygg. Aftur á móti hafa sexraða yrki veikara strá sem hættara er við broti og legu. Breytileiki milli yrkja er þó mikill óháð raðafjölda. Almennt má segja að sexraðabygg sé notað norðanlands, austan, vestan og í uppsveitum sunnanlands en tvíraðabygg í lágsveitum sunnanlands. SMYRILL. Nýtt yrki úr kynbótum LBHÍ. Hefur staðið sig vel í íslenskum korntilraunum og í uppgjöri fyrir 1996-2016 er Smyrill þriðja uppskerumesta sexraða yrkið og það þurrefnisríkasta, ef frá eru taldar nokkrar tilraunalínur.

VERTTI. Nýtt finnskt yrki sem er fyrr til þroska en Wolmari, Jalmari og Aukusti og þarf lægri hitasummu. Hár þúsundkornaþungi og rúmþyngd. Örlítið lægra undir axið en á Wolmari en ívið sterkara strá. Áhugaverður valkostur og líklegur arftaki eldri yrkja.

WOLMARI. Hefur reynst prýðilega hérlendis. Er uppskerumikið og fljótþroska. Gott fóðurkorn. Vindþol viðunandi enda er það strásterkt og miðlungi hátt. Virðist hafa gott þol gegn blaðsveppum, aðeins Jalmari stendur sig betur á því sviði. Hentar vel bæði á sandi og moldarjörð. Þrífst ágætlega í súrum jarðvegi.

JUDIT. Mikið notað yrki, einkum í innsveitum norðanlands. Heldur títunni lengi og heldur kornum vel í axi (vindþolið). Eftir að þroska er náð ber á að stöngull verði brothættur um hné. Skilar góðri korn- og hálmuppskeru. Kornþungi og rúmþyngd í meðallagi. Stendur sig betur í moldarjörð.

JALMARI. Fljótþroska yrki frá Finnlandi. Hefur gefið mikla uppskeru óháð breiddargráðu og jarðvegsgerð (erl. rannsóknir). Gefur góða rúmþyngd og fallegt korn og er sérlega þolið gagnvart sveppum. Hentar vel í sand og moldarjörð. Hentar vel í alla landshluta utan lágsveita sunnanlands.

Á vefsíðu Landbúnaðarháskóla Íslands www.korn.is má finna umfjöllun um helstu niðurstöður kornræktarrannsókna á Íslandi, hvaða yrki hafa verið prófuð og hvernig þau hafa staðið sig í mismunandi landshlutum.

AUKUSTI. Fljótþroska en þroskamikið. Gefur viðunandi uppskeru. Vinsælt í ræktun hérlendis. Langt strá og getur verið viðkvæmt í vondum veðrum.

SEXRAÐABYGG Vörunr.

Stofn

Sáðmagn kg/ha

Stærð sekkja (kg)

Verð kr/kg án vsk

Verð kr./ sekk án vsk

Helstu kostir

SMYRILL

190-215

25 / 700

120

3000 / 84000

Nýtt yrki úr kynbótum LBHÍ. Hefur reynst vel í tilraunum og frumprófunum.

90576 90577

WOLMARI

190-215

40 / 600

120

4800 / 72000

Uppskerumikið og fljótþroska. Vindþol ágætt, strásterkt og meðalhátt.

90579

JALMARI* 190-215

40 / 600

119

71400

Uppskerumikið. Fljótþroska. Góð rúmþyngd.

90581 90582

AUKUSTI

190-215

40 / 600

119

4760 / 71400

Ágætlega uppskerumikið. Fljótþroska. Hátt undir axið.

90585 90586

VERTTI

190-215

40 / 600

120

4800 / 72000

Fyrr til þroska en önnur finnsk yrki. Góð rúmþyngd og góður strástyrkur.

90502 90503

JUDIT

190-215

25 / 700

117

2925 / 81900

Vindþolið. Meðal rúmþyngd. Mikill hálmur.

NÝTT íslenskt 90558 yrki 90559

LBHÍ prófað

*TAKMARKAÐ MAGN 17


Tvíraðabygg

KRÍA. Stöðugt yrki, gefur örugga uppskeru og góðan þroska hvort sem árar betur eða verr. Fljótþroska af tvíraðayrki að vera. Ef komið tímanlega í jörð á hún að vera skurðarhæf í lok ágúst í meðalári. Stendur vel af sér vind og lítil hætta er á að hún leggist. Ber þó á brothættum stönglum eftir að fullum þroska er náð. Ber smá korn en rúmþyngd er góð. Ef menn vilja koma í veg fyrir haustáföll (veður og fugla) þá er gott að nota Kríu og hefja skurð í lok ágúst. Hentar vel bæði á sandi og moldarjörð. ANNELI. Nýlegt, fljótþroska yrki frá Norður-Svíþjóð sem gaf góða raun í byggtilraunum LBHÍ árið 2016. Gaf næstmesta meðaluppskeru tvíraða yrkja fyrir alla tilraunastaði, meiri en Kría, Filippa og Kannas, en hefur ekki fengið mikla athygli að öðru leyti.

Magn byggs sem skal sá •

Er háð yrkjum

Tvíraða yrki gefa fleiri stöngla

Sexraða yrki er betra að sá í meira magni

Stórir skammtar henta illa í þurrum og ófrjósömum jarðvegi

Virkni sáðkorns er meiri í frjósömum jarðvegi eða með N-áburði sem uppfyllir þarfir

Ef sáð er seint að vori er gott að auka sáðmagn

Of stórir sáðmagnsskammtar leiða til:

FILIPPA. Gamalt yrki sem hefur haldið vinsældum, sér í lagi sunnanog vestanlands. Hefur stór korn og góða rúmþyngd en skilar jafnframt miklum hálmi. Bognar í haustveðrum en brotnar lítið. Ver sig vel mót vindi með því að láta ax drjúpa. Fremur veikt gegn sveppum. Hentar vel í sendnum jarðvegi og hefur þol gegn súrum jarðvegi, að pH 4,5.

• • •

Minni þúsundkornaþunga Minni rúmþyngdar Verri strástyrks

TVÍRAÐABYGG Vörunr.

Stofn

Sáðmagn kg/ha

Stærð sekkja (kg)

Verð kr/kg án vsk

Verð pr. sekk án vsk

Helstu kostir

90500 90501

KRÍA

180-200

25 / 700

117

2925 / 81900

Mjög fljótþroska. Smákorn en rúmþyngd góð. Vindþol gott.

90527 90528

ANNELI

180-200

25 / 700

117

2925 / 81900

Fljótþroska. Góð uppskera.

90525 90526

FILIPPA

180-200

25 / 700

117

2925 / 81900

Seinni til þroska en Kría og Anneli. Gott vindþol. Þolir súran jarðveg.

18

LBHÍ prófað

Verðlistinn sýnir verð pr. kg án VSK miðað við gengi gjaldmiðla þann 19. febrúar 2020. Verðlistinn er birtur með fyrirvara um prentvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga vegna gengis- og verðþróunar.


Hafrar, hveiti & rúgur

Hafrar Hafra má rækta til grænfóðuröflunar en einnig er hægt að sá þeim til kornþroska, þ.e. til þreskingar. Hafrar eru heldur seinni til kornþroska en bygg, almennt nægjusamari á köfnunarefnisáburð, þolnari á súran jarðveg og þurrkþolnir. Hafrar geta gefið góða uppskeru og eru prýðilegt kjarnfóður fyrir skepnur. Auðveldast er að láta hafra ná þroska á sandjörð. Fuglar láta hafra frekar í friði en bygg og þeir eru almennt þolgóðir í haustveðrum. Hafrar henta vel sem skjólsáning en líka er sniðugt að sá þeim með ertum. Hveiti & rúgur Vetrarhveiti skal sá í júlí-ágúst og verður það hæft til skurðar að hausti ári síðar. Hentar þar sem vetur eru mildir og sumur löng og reynist best í mildari sveitum eða í hlýrri innsveitum þar sem snjóþekja er stöðug.

Vorhveiti þarf langan þroskunartíma og er sjaldnast þreskt fyrr en í október. Vorhveiti þarf langt og hlýtt sumar, má telja það þurfi allt að mánuði lengri vaxtartíma en fljótþroska bygg við íslenskar aðstæður. Vetrarrúgur er tvíær og hefur verið ræktaður til þroska hér með nokkrum árangri en er oftast sáð til vorbeitar. Rúgur er mun vetrarþolnari en t.d. hveiti. Rúgi er sáð um mitt sumar og heldur hann græna litnum yfir veturinn og tekur því við sér um leið og hlýnar að vori. Hann er því kominn í fulla sprettu á undan öðrum túngróðri. Einnig má sá honum að vori og beita eða slá sama ár án þess að hann skríði og heldur hann fóðrunarvirði langt fram á haust.

HAFRAR, HVEITI & RÚGUR Vörunr.

Stofn

Sáðmagn kg/ha

Stærð sekkja (kg)

Verð kr/kg án vsk

Verð kr./ sekk án vsk

Helstu kostir

90598

Hafrar AKSELI*

180-200

40

135

5400

Fljótþroska, uppskerumikið, hefur reynst vel hérlendis.

90588

Hafrar MEERI

180-200

600

135

81000

Nýlegt yrki á markað. Fyrr til þroska en AKSELI í Finnlandi og þarf lægri hitasummu.

Hafrar NIKLAS*

180-200

600

135

81000

Nýtt yrki á markað. Snemmþroska hafrar með hátt innihald betaglúkana og henta vel til völsunar og manneldis.

Hafrar CILLA

180-200

25

135

3375

Fljótþroska, uppskerumikið, hefur reynst vel hérlendis.

Vorhveiti HELMI

180-200

40 / 600

127

5080 / 76200

Nýtt yrki á markað. Með álíka þroskunartíma og Anniina. Afbragðs gæði til manneldis.

90712

Vetrarhveiti BOTNICA

180-200

40

128

5120

Nýlegt yrki á markað. Mjög vetrarþolið við finnskar aðstæður og með álíka þroskunartíma og URHO í Finnlandi.

90622

Vetrarrúgur REETTA

40

138

5520

Vetrarþolið, uppskerumikið, en seint til þroska síðara sumarið.

NÝTT 90164

90596 NÝTT 90720

90721

LBHÍ prófað

*TAKMARKAÐ MAGN

19


Grænfóður og ertur

Grænfóður má rækta eitt og sér í hreinrækt eða í blöndu með t.d. byggi eða höfrum sem heilsæði. Sumarhafrar hafa reynst vel til grænfóðurræktar í þurrum sumrum þar sem þeir eru þurrkþolnari en rýgresi og geta gefið mikla uppskeru. Vegna breytinga á framboði eru nokkur ný yrki á listanum í ár sem ekki hafa verið prófuð hér á landi áður en hafa verið valin sem líkleg til árangurs.

Olíujurtir

Afurðir repju og nepju eru fræ sem pressuð eru vegna hás olíuinnihalds. Hratið sem eftir verður er próteinríkt og hentar vel í fóður fyrir búpening. CORDELIA hefur reynst íslenskum bændum einna best af þeim olíurepju og –nepju yrkjum sem ræktuð hafa verið hérlendis. Snemmþroska miðað við önnur nepju- og repjuyrki.

Ertur er hentugt að rækta sem grænfóður og heilsæði í blöndu með höfrum eða byggi. Ertur eru góðar fóðurjurtir, próteinog steinefnaríkar. Ertur, líkt og smárar, binda köfnunarefni úr andrúmslofti sé fræið smitað með bakteríusmiti.

GRÆNFÓÐUR Vörunr.

Stofn

Sáðmagn kg/ha

Stærð sekkja (kg)

Verð kr/ kg án vsk

Verð kr./ sekk án vsk

Helstu kostir

LBHÍ prófað

Vaxtardagar

90114

Sumarhafrar ASPEN*

200

500

135

67500

Grænfóðurhafrar, skríða seint. Nýtt yrki frá Bretlandi.

90106

Sumarhafrar BELINDA

200

600

135

81000

Grænfóðurhafrar, skríða seint. Sænskt yrki.

90108

Sumarhafrar NIKE*

200

25

125

3125

Grænfóðurhafrar, skríða seint. Sænskt yrki.

90116

Sumarhafrar GALANT

200

25

135

3375

Grænfóðurhafrar, skríða seint. Sænskt yrki.

NÝTT 90246

Sumarrýgresi HELLEN (4n)

30-40

25

549

13725

Uppskerumikið og snemmsprottið; ferlitna; laufmikið og gott þol fyrir blaðsveppum

NÝTT 90244

Sumarrýgresi SPEEDYL (4n) 30-40

20

480

12000

Uppskerumikið og snemmsprottið; ferlitna; hár meltanleiki; kom vel út á Hvanneyri 2019

60-80

90273

Vetrarrýgresi DASAS (2n)

30-40

25

370

7400

Uppskerumikið; tvílitna; hentar í bland við ferlitna yrki

70-100

90277

Vetrarrýgresi DANERGO (4n)

30-40

20

390

9750

Uppskerumikið; ferlitna; kröftugur vöxtur; skríður seint

70-100

90270

Vetrarrýgresi MEROA (4n)*

30-40

25

450

11250

Uppskerumikið; ferlitna; þaulreynt yrki sem hefur gefið góða raun; skríður snemma

70-100

90382

Vetrarrepja HOBSON

8-10

25

597

14925

Uppskerumikið; hávaxið; blaðríkt fyrir haustbeit

80-120

90365

Vetrarrepja FONTAN

8-10

10 / 25

410

4100 / 10250

Uppskerumikið; meðalhátt; blaðríkt

80-120

90363

Vetrarrepja PRESTIGE

8-10

10

350

3500

Uppskerumikið; lystug uppskera, myndar lítið af tannín og erúkasýru; óreynt á Íslandi

80-120

90364

Vetrarrepja RAMPART*

8-10

25

399

9975

Uppskerumikið; hávaxið; blaðríkt fyrir haustbeit. Frá sama kynbótafyrirtæki og Hobson sem hefur gefist mjög vel hérlendis.

80-120

90367

Vetrarrepja INTERVAL

8-10

25

399

9975

Uppskerumikið; hávaxið; blaðríkt fyrir haustbeit. Frá sama kynbótafyrirtæki og Hobson sem hefur gefist mjög vel hérlendis.

80-120

90403

Fóðurmergkál GRAMPIAN

8-10

25

990

24750

Uppskerumikið; sjúkdómaþolið; lystugt; óreynt á Íslandi

120-150

90423

Fóðurnæpur SAMSON

2,5

5

599

2995

Fóðurnæpur; mikil, orkurík og lystug uppskera

100-130

90648

Ertur INGRID

200-250

25

118

2950

Fyrir norðlægar aðstæður, stendur vel, uppskerumikið

120-150

90645

Bakteríusmit fyrir ertur

í 100 kg

5

598

2290

Einn poki dugir fyrir 100 kg af ertufræi

100-130

*TAKMARKAÐ MAGN OLÍUJURTIR 90341

20

Vor olíunepja CORDELIA*

6-8

20

740

14800

Snemmþroska þaulreynd olíunepja sem gefur ágæta uppskeru.

Verðlistinn sýnir verð pr. kg án VSK miðað við gengi gjaldmiðla þann 19. febrúar 2020. Verðlistinn er birtur með fyrirvara um prentvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga vegna gengis- og verðþróunar.


Grasfræblöndur & grasfræ til túnræktar

Grasfræblöndur til túnræktar með forsmituðum smára

Grasfræblanda - K Hefðbundin vallarfoxblanda sem hentar vel til beitar og sláttar. Samanstendur af harðgerðum og uppskerumiklum yrkjum vallarfoxgrass með gott vetrarþol auk vallarsveifgrass sem flýtir lokun og svarðarmyndun.

Smáratún - TAÐA Blanda þar sem áhersla er lögð á hámarks uppskeru og endurvöxt. Hentar best þar sem minna reynir á vetrarþol. Ferlitna rauðsmári BETTY gefur mikla uppskeru og góðan lystugleika. Smáratún - SLÆGJA Blanda þar sem áhersla er lögð á góða uppskeru og gott vetrarþol. Rauðsmári YNGVE bætir uppskeru og eykur lystugleika gróffóðursins.

Rýgresisblanda—LÍF Blanda sem samanstendur af harðgerðum og uppskerumiklum vallarfoxgrasyrkjum með gott vetrarþol. Vallarrýgresið eykur uppskeru sáðárið, gefur kjarngott fóður og skýlir vallarfoxgrasinu í uppvexti.

Smáratún - BEIT Blanda þar sem áhersla er lögð á gott þol fyrir beit og traðki. Gefur góða uppskeru og hentar bæði vel til beitar og sláttar. Hvítsmárinn bætir uppskeru og eykur lystugleika.

Fjölgrasablanda—LÍF Samanstendur af harðgerðum og uppskerumiklum yrkjum vallarfoxgrass með gott vetrarþol. Í blöndunni er hávingull REVANSCH sem gefur góðan endurvöxt. Ath. Hlutföll vallarfoxgrasyrkja í blöndunum geta tekið breytingum milli lota og eru ekki alltaf í fullu samræmi við lýsingu hér.

GRASFRÆBLÖNDUR TIL TÚNRÆKTAR Vörunr.

Stofn

Sáðmagn kg/ha

Stærð sekkja (kg)

Verð kr/kg án vsk

Verð kr./ sekk án vsk

Helstu kostir

90000

Grasfræblanda K

25-30

15

639

9585

Harðgerð, gott vetrarþol, hentar til beitar og sláttar.

Vallarfoxgras SNORRI 50%, RAKEL 40%; vallarsveifgras KUPOL 10%.

90006

Rýgresisblanda LÍF

25-30

15

580

8700

Harðgerð, gott vetrarþol, kjarngott fóður.

Vallarfoxgras SNORRI 55%, TRYGGVE 30%; vallarrýgresi BIRGER 15%.

90010

Fjölgrasablanda LÍF

25-30

15

590

8850

Harðgert, gott vetrarþol, góður endurvöxtur.

Vallarfoxgras SNORRI 35%, RAKEL 25%; hávingull REVANSCH 15%, MINTO 10%; vallarrýgresi GRASSLANDS NUI 10%; túnvingull RUBIN 5%.

90011

Smáratún TAÐA

25-30

15

690

10350

Mikil og lystug uppskera, góður endurvöxtur, hvítsmári eykur beitarþol.

Vallarfoxgras RAKEL 25%, SWITCH 25%; hávingull REVANSCH 10%, MINTO 10%; vallarrýgresi GRASSLANDS NUI 10%; rauðsmári YNGVE (2n) 5%, BETTY (4n) 5%; hvítsmári UNDROM 5%, HEBE 5%.

90013

Smáratún SLÆGJA

25-30

15

680

10200

Harðgerð, góð og lystug uppskera, gott vetrarþol.

Vallarfoxgras SNORRI 35%, RAKEL 20%; hávingull REVANSCH 20%; vallarrýgresi GRASSLANDS NUI 5%; rauðsmári YNGVE (2n) 10%; hvítsmári UNDROM 10%.

90015

Smáratún BEIT

25-30

15

740

11100

Góð uppskera, hentar til beitar og sláttar, gott vetrarþol.

Vallarfoxgras SNORRI 30%, RAKEL 15%; hávingull REVANSCH 15%; vallarrýgresi GRASSLANDS NUI 15%; túnvingull RUBIN 10%; hvítsmári UNDROM 10%, HEBE 5%.

21


Lífland býður upp á fjölbreytta flóru grasflæblanda og grastegunda, helstu tegundir eru:

Hávingull er uppskerumikil grastegund með ágætan endurvöxt. Þolir frost ágætlega en ekki mjög svellþolinn. Hávingull er ágætt fóðurgras og er mjög heppilegur í blöndu með rauðsmára, vallarfoxgrasi eða öðrum grastegundum.

Vallarfoxgras er besta fóðurgrasið hérlendis. Það gefur mikla uppskeru í fyrri slætti en lakari endurvöxt en margar aðrar tegundir. Það þolir svell og kulda ágætlega en endist fremur illa sé það slegið eða beitt snemma. Það er ekki þurrkþolið.

Strandreyr er fjölær planta og ræktaður vegna hálmsins, t.d. til orkuvinnslu eða undirburðar. Fjölær tegund sem getur enst árum saman. Getur verið ágengur í ræktarlandi.

Vallarrýgresi er uppskerumikið og gott fóðurgras. Það er ekki vetrarþolið en getur lifað í mildari sveitum, þó hafa komið vetrarþolnari yrki í seinni tíð. Í ræktun er það bæði til ferlitna og tvílitna en ferlitna yrkin gefa meiri uppskeru og betra fóður.

GRASTEGUNDIR TIL TÚNRÆKTAR Vörunr.

Stofn

Sáðmagn kg/ha

Stærð sekkja (kg)

Verð kr/kg án vsk

Verð kr./ sekk án vsk

Helstu kostir

90052

Vallarfoxgras TUUKKA

20-25

20

685

13700

Finnskt yrki; vetrarþolið; gott fóðurgildi; uppskerumeira en Snorri

90054

Vallarfoxgras RUBINIA

20-25

15

685

10275

Nýlegt finnskt yrki; stóð sig vel í tilraunum 2015-2017; uppskerumeira en Snorri

90056

Vallarfoxgras HERTTA

20-25

15

685

10275

Nýlegt finnskt yrki; stóð sig vel í tilraunum 2015-2017; uppskerumeira en Snorri

90032

Vallarfoxgras SNORRI

20-25

25

550

13750

Vetrarþolið; uppskerumikið; ágætur endurvöxtur

90030

Vallarfoxgras RAKEL

20-25

10

550

5500

Miðlungs vetrarþolið; uppskerumikið; góður endurvöxtur

90031

Vallarfoxgras RAKEL Lífrænt vottað

20-25

10

799

7990

Miðlungs vetrarþolið; uppskerumikið; góður endurvöxtur

90034

Vallarfoxgras GRINDSTAD

20-25

25

550

13750

Hentar best sunnanlands; uppskerumikið

90050

Vallarfoxgras SWITCH

20-25

10

540

5400

Hentar best sunnanlands; uppskerumikið

90068

Vallarsveifgras KUPOL

20-25

20

835

16700

Harðgert og svarðarmyndandi. Hentar í stykki þar sem beitarálag er.

90232

Vallarrýgresi MATHILDE (4n)

25-35

25

410

10250

Nokkuð ræktað hérlendis, gott í hreinrækt, ferlitna yrki, uppskerumikið

90223

Vallarrýgresi BIRGER (4n)

25-35

20

450

9000

Tiltölulega vetrarþolið, gott í hreinrækt, ferlitna yrki, uppskerumikið

90229

Vallarrýgresi BIRGER (4n) Lífrænt vottað

25-35

20

790

15800

Tiltölulega vetrarþolið, gott í hreinrækt, ferlitna yrki, uppskerumikið

98139

Hávingull INKERI

25-30

15

790

11850

Vetrarþolið; uppskerumest hávingulsyrkjanna

98130

Hávingull KASPER

25-30

10

650

6500

Vetrarþolinn; uppskerumikill; góður endurvöxtur

98010

Túnvingull RUBIN

25-30

20

490

9800

Nægjusamur, þurrkþolinn og harðger; getur hentað vel í beitarhólf

98165

Strandreyr BAMSE F*

15-20

10

1.050

10500

Fjölær; hávaxinn; ræktaður vegna hálmsins

NÝTT NÝTT

LBHÍ prófað

*TAKMARKAÐ MAGN

22

Verðlistinn sýnir verð pr. kg án VSK miðað við gengi gjaldmiðla þann 19. febrúar 2020. Verðlistinn er birtur með fyrirvara um prentvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga vegna gengis- og verðþróunar.


FLATARGRÖS Vörunr.

Stofn

98010

Sáðmagn kg/ha

Stærð sekkja (kg)

Verð kr/kg án vsk

Verð kr./ sekk án vsk

Helstu kostir

Túnvingull RUBIN

20

590

11800

Nægjusamur og harðger; hentar vel til landgræðslu og í grasflatir

90082

Sauðvingull RIDU

18

750

13500

90223

Vallarrýgresi BIRGER

20

450

9000

90068

Vallarsveifgras KUPOL

20

835

16700

Harðgerður og þurrkþolinn; skriðull og svarðarmyndandi; hentar vel í landgræðslu Hentar vel með öðrum grastegundum. Spírar hratt og myndar fljótt svörð Svarðarmyndandi og stuðlar að góðri lokun grasflata

99014

Garðablanda

1 / 10

879 / 7250

Góð alhliða grasfræblanda í garðflatir og græn svæði

Vallarrýgresi DICKENS 20%; rauðvingull TROPHY 20%, SERGEI 45%; sauðvingull RIDU 5%; vallarsveifgras MIRACLE 10%.

90011

Uppgræðslublanda

798 / 6444 Hentug grasfræblanda til uppgræðslu svæða sem njóta minni umhirðu

1 / 10

Vallarrýgresi MONROE 30%; rauðvingull TROPHY 30%, SERGEI 30%; vallarsveifgras MIRACLE 10%.

Smárar Ræktun smára í blöndu með grasfræi hefur aukist jafnt og þétt á liðnum árum. Smárar eru gott, steinefnaríkt fóður með hátt próteinhlutfall og þeir binda köfnunarefni í jarðveg og draga þar með úr áburðarþörf og stuðla að sjálfbærari búskaparháttum. Til að tryggja árangur í ræktun smára þarf bakteríusmit.

Rauðsmári er mun uppskerumeiri og gefur almennt góðan endurvöxt. Rauðsmári hefur ekki jarðrenglur heldur stólparót og hefur því ekki sömu möguleika á að breiða úr sér og hvítsmárinn. Hann þolir þurrk en er ekki jafn vetrar- og beitarþolinn og hvítsmári.

Hvítsmári hentar mjög vel til beitar og sláttar. Hvítsmári breiðir úr sér með jarðrenglum og mun því auka þekju sína árin eftir sáningu. Hann skilar ekki mikilli uppskeru en gefur góðan endurvöxt og hefur ágætt vetrarþol.

SMÁRAR Vörunr.

Stofn

Sáðmagn kg/ha

Stærð sekkja (kg)

Verð kr/ kg án vsk

Verð pr. sekk án vsk

Helstu kostir

90600

Hvítsmári UNDROM

7-11

10

995

9950

Gamalt yrki; þrautreynt hérlendis; góð uppskera

90612

Rauðsmári YNGVE (2n)

12-14

10

1560

15600

Tvílitna; endingargóður; uppskerumikill; gott vetrarþol

90614

Rauðsmári TORUN (4n)

12-14

10

1560

15600

Ferlitna; uppskerumikill; hefur komið vel út í tilraunum

90619

Bakteríusmit fyrir smára

í 10 kg

0,1

2290

Einn poki dugir fyrir 10 kg af smárafræi

Ávinningur af notkun niturbindandi belgjurta í landbúnaði er vel þekktur. Í íslenskum jarðvegi skortir jarðvegsbakteríur sem binda nitur í samlífi við smárategundir. Hingað til hafa bændur þurft að sérmeðhöndla smárafræ með Rhizobium-bakteríum til þess að virkja niturbindingareiginleika smárans. Með nýju forsmituðu fræblöndunum

LBHÍ prófað

frá Líflandi er þetta úr sögunni. Smáratúns-grasfræblöndurnar innihalda, auk grasfræs, smárafræ sem húðað er með Rhizobiumbakteríum og næringarlagi sem gefur fræinu auka orku til spírunar og kemur smáranum á legg fljótt og örugglega.

23


Allt fyrir sauðfjárbúskapinn Burðargel AK10272.

5L. Kr. 4.790 AK1027

1L. 1.290 kr.

Sprauta með slöngu AK27112

60 ml 990 kr.

Lambaboost DI770009

4.090 kr.

Sprautunálar 1.670 kr. Ýmsar stærðir:

1,0x10 mm - 1,4x20 mm. 1,0x10 - AK36101 1,0x20 - AK36103 1,2x20 - AK36105 1,4x20 - AK36108

AK27113

150 ml 1190 kr.

Sprauta fyrir glas

Chevivit E-Selen/sR

Legskeið

Burðarhjálp

AK23139

KBB1140680

AK2726

AK2725

6.290 kr.

1.990 kr.

690 kr.

1.450 kr.

Kindamúll

AK23217

19.990 kr.

Joðlausn 500 ml

AK15894

Lambafata 8 lítra

Lambafata

AK2713

1.790 kr.

AK271

AK276

2.790 kr.

3.990 kr.

Lambaflaska með slöngu

Tútta á plastflöskur 1/2” skrúfanlegur

AK2754

AK2783

2.290 kr.

340 kr.

4.290 kr.

Mjólkurflaska AK2780

950 kr.

24

8 lítra með ventlum

Brynningarskálar

Galvaniseraðar og steyptar Frá 3.990 kr.

Öll verð eru með vsk og birt með með fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


Markaklippur TOR02

3.755 kr.

Rafmagnsfjárklippur Constanta4 með 3m snúru. Aukakambar fáanlegir.

Lambamjólkurduft 10 kg. 85200

6.990 kr.

Merkikrítar AK201

310 kr.

AK18993

89.990 kr.

Fjárklippur

Með rauðu handfangi. Þessar gömlu góðu. AK188

2.590 kr.

Klaufaklippur Felco

Hitalampar

Hitaperur

150 W. AK22313 1.590 kr. 250 W. AK22314 1.790 kr.

AK2228

Frá 3.290 kr.

Raide merkiúði

Top Marker merkiúði

400ml

sem þvæst úr ull 500 ml

AK20152.

990 kr.

AK27455

1.350 kr.

Saltsteinahaldarar

Auka blöð fáanleg.

fyrir 10 kg steina.

AK2758

AK3247-5

13.590 kr.

Frá 750 kr.

Alhliða saltsteinn

framleiddur úr náttúrulegu salti án aukaefna. Hentugur fyrir allan búfénað.

82710

910 kr.

Kúasteinn er steinefnabættur saltsteinn fyrir jórturdýr.

er góður kostur fyrir allan bústofn.

FW steinefnasteinn

82610

82310

949 kr.

1.590 kr.

Sauðfjárfata er

Himag fatan inniheldur viðbótarmagn af magnesíum, nauðsynlegum stein- og snefilefnum og vítamínum.

84620

84120

20 kg. 4.890 kr.

20 kg. 5.490 kr.

sérstaklega ætluð íslensku sauðfé og er auðug af lífsnauðsynlegum stein- og snefilefnum

Ærblöndur Líflands Hvað telst hæfilegur skammtur?

Lambablanda.

Æskilegt er að hefja kjarnfóðurgjöf þremur vikum fyrir burð og gefa

kjarnfóður sem ætlað er samhliða mjólkurfóðrun og í kjölfar hennar.

75-100g á dag með úrvalsheyjum. Eftir burð er ráðlagt að auka

Blandan er prótein- og orkurík auk þess að vera hægmelt en síðast

kjarnfóðurgjöf í 250-300g á á dag. Þetta er þó ávallt háð gæðum og

en ekki síst lystug. Fóðrið hefur jákvæð áhrif á vöxt og vambarþroska

eiginleikum gróffóðurs, holdstigi, mjólkurlagni og fjölda lamba undir

lamba sem ekki ganga undir mæðrum sínum. Kögglarnir eru stuttir og

hverri á.

hentugir fyrir lömb.

Ærblanda háprótein. Orkuríkt kjarnfóður með 24% próteini.

Lífræn ærblanda

Kjarnfóðrið inniheldur 15% fiskimjöl sem eykur meltanleika próteina.

ákvæði ESB reglugerðar (EC) nr. 834/2007 um framleiðslu á lífrænt

Hentar vel fyrir ær sem komnar eru að burði og nýbornar ær.

vottuðum landbúnaðarvörum. Lífræna ærblandan frá Reudink í

NÝTT. Lífland býður nú upp á Lambablöndu,

inniheldur 16,5% prótein. Fóðrið uppfyllir

Hollandi er góður kostur sem viðbótarfóður fyrir sauðfé. Hún hentar

Ærblanda Líf. Hagkvæmur valkostur með 15% próteininnihaldi

bændum sem stunda sauðfjárrækt eða frístundabændum sem kjósa

sem byggir á jurtaafurðum. Hentar vel með miðlungsgóðum heyjum,

að fóðra sitt fé á lífrænu fóðri.

fyrir ær sem komnar eru að burði og nýbornar ær.

25


Áburður Lífland býður í ár upp á áburð frá breska áburðarframleiðandanum Glasson Fertilizers. Að mestu er um að ræða fjölkorna vöru sem samsett er úr 2-3 einkorna hráefnastofnum og framleidd samkvæmt evrópskum stöðlum. Breytt og endurbætt úrval Úrvalið breytist aðeins á milli ára og eru nú þrjár nýjar tegundir í boði. Kornað kalk hefur verið að aukast að vinsældum og greinilegt að fleiri bændur eru farnir að átta sig á gildi þess að stilla sýrustig betur af, sem aftur leiðir til bættrar nýtingar á t.d. köfnunarefni og fosfór auk þess sem lifun túngrasa batnar. Kornaða kalkið hentar beint í áburðardreifara og kallar ekki á neinn sér útbúnað. Hvað vörugæði snertir, þá hefur seleninnihald áburðarins verið aukið um 25%. Auk þess verður allur áburður nú húðaður með snefilmagni af parafínolíu, húðun sem bætir flæði, minnkar samloðun og bindur rykagnir í vörunni. Ásamt þessu hafa verið gerðar ákveðnar endurbætur á stórsekkjum sem eru til þess fallnar að tryggja að gæði vörunnar verði sem best þegar hún skilar sér heim á hlað til viðskiptavina.

Helstu breytingar frá fyrra ári: • Selenbættur áburður nú með 25% meira seleni en áður. • Tvær vörutegundir meðhöndlaðar með Nutricharge sem eykur nýtanleika fosfórs og minnkar fastbindingu við jarðveg. • 22-3-3 LYSTAUKI - inniheldur salt (NaCl) sem getur aukið sykurmagn fóðurs og lystugleika. • Nú í endurbættum stórsekkjum með þykkari innri poka. Skv. BS EN ISO 9001-2000 staðli. • Allur áburður húðaður með paraffínolíu til að auka flæði og minnka líkur á samloðun. Við hvetjum áhugasama til að leita til sölumanna okkar í síma 540 1138 eða senda póst á netfangið aburdur@lifland.is og fá tilboð í sinn áburðarpakka. Einnig er hægt að hafa samband við starfsmenn verslana og óska eftir nánari upplýsingum.

Allur áburður lækkar nokkuð milli ára, en lækkanir eru á bilinu 5-14% og eru breytilegar á milli tegunda. Hér má sjá yfirlit yfir þá áburði sem í boði eru hjá Líflandi árið 2020 ásamt verðum. Allar vörur okkar eru einnig aðgengilegar fyrir gerð áburðaráætlana á Jörð.is

26

Öll verð eru með vsk og birt með með fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


Líf í tún og akra Vörutegund N P205 P Vatnsl.P K20 K Ca Mg S B Se

Na

EINGILDUR LÍF 27

27,0

Greitt f. 15.3

Greitt 15.5

Greitt Greiðsludr.

Kr.

Kr.

Kr.

51.506

53.186

55.985

0,0020

57.622

59.501

62.633

0,0020

65.135

67.259

70.799

62.864

64.914

68.330

4,3

TVÍGILDUR LÍF 24-5+Se+ Nutricharge

23,5

5,0

2,2

90%

LÍF 26-13+Se

25,5

13,0

5,7

90%

LÍF 16-15-12+Bór

15,5

15,0

6,5

90%

12,0

10

2,0 0,35

LÍF 18-11-10+Se

17,5

11,0

4,8

90%

10,0

8,3

2,0

0,0020

61.990

64.012

67.381

LÍF 19-8-12+Se

18,5

8,0

3,5

90%

12,0

10,0

2,0

0,0020

61.990

64.012

67.381

LÍF 19-14-8+Se NÝTT

19,0

13,5

5,9

90%

8,0

6,6

2,0

0,0020

63.388

65.455

68.900

LÍF 20-4-12+Se

19,5

4,0

1,7

90%

11,5

9,5

1,5

2,0

0,0020

59.369

61.305

64.532

LÍF 20-6-10+Se+ Nutricharge

19,5

6,0

2,6

90%

10,0

8,3

1,5

2,0

0,0020

62.864

64.914

68.330

LÍF 20-10-10

19,5

9,5

4,1

90%

9,5

7,9

2,0

58.496

60.403

63.582

LÍF 20-10-10+Se

19,5

9,5

4,1

90%

9,5

7,9

2,0

0,0020

61.117

63.110

66.431

LÍF 20-10-14+Se

19,5

10,0

4,4

90%

14,0

11,6

2,0

0,0020

66.359

68.522

72.129

LÍF 20-12-8+Se

19,5

12,0

5,2

90%

8,0

6,6

2,0

0,0020

62.689

64.733

68.140

LÍF 22-3-3 LYSTAUKI

21,5

3,0

1,3

90%

3,0

2,5

2,2

53.254

54.990

57.884

LÍF 23-5-5+Se NÝTT

22,5

5,0

2,2

90%

5,0

4,2

2,0

0,0020

59.369

61.305

64.532

LÍF 27-6-6+Se

26,5

5,9

2,6

90%

5,9

4,9

0,0020

63.738

65.816

69.280

38.402

39.654

41.741

2,0

1,5

2,0

ÞRÍGILDUR

NÝTT

2,2

KALKÁBURÐUR LÍF Kornað kalk 39

38,0

Verðlistinn sýnir verð pr. tonn án VSK miðað við gengi bresks punds þann 18. janúar 2020. Áburðurinn er afgreiddur í 600 kg. stórsekkjum. Verðlistinn er birtur með fyrirvara um prentvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga vegna gengis- og verðþróunar. 27


Allt til fóðrunar og brynningar Fóðurskóflur í úrvali Verð frá 690 kr.

Fóðurtrog ílangt 42 lítrar

Vn. AK 3268

11.990 kr.

Heyrekki galvaniseraður Vn. AK14454

13.990 kr.

Saltsteinahulstur

Saltsteinahulstur

Vn. OK114-07

Vn. AK3247-5

790 kr.

Verð frá 750 kr.

Horntrog með styrkingu

Fóðurtrog

fyrir 2 kg steina.

21 lítra

Vn. OK107-07

4.990 kr.

Heytrog með slæðivörn

140 L, 8 kg af heyi. Vn. OK599-07

22.990 kr.

Brynningarskálar með pinna.

Saltsteinahaldari galvaniseraður

Vn. AK22360

Vn. AK32472

Verð 9.995 kr.

3.290 kr.

Gjafagrind plast

Fóðurtrog með hönkum 13,5 lítra

Vn OK113-07

2.990 kr.

Fóðurtrog með hanka

5L frá Gewa. ílangt. Vn. BG6240 1.690 kr.

12 L Vn. BG6233 3.290 kr.

Fóðurtrog

Fóðurtrog m. hönkum

Vn. OK145-07

Vn. AK323481

3.990 kr.

1.990 kr.

Mjúkir balar

Brynningarskál flot

12 L

8L

nokkrar stærðir og litir Verð frá 1.750 kr.

plast

Vn. AK22522

3.990 kr.

Nótuð plastborð

Innra ummál hringsins er 180 cm. Hæð 72 cm.

240 sm. Græn, grá og brún. Vn. PLX32138 Vn. PLX32139 Vn. PLX32140

Vn. OK679-07

46.980 kr.

Verð 2.990 kr.

Gjafagrind fyrir sauðfé

Gjafagrind fyrir stórgripi

Gjafagrindur fyrir hross

Vn. VS30001

Vn. VS30003

Vn. VS30002

46.190 kr.

64.990 kr.

51.990 kr.

175cm í þvermál.

28

fyrir 10 kg steina.

191cm í þvermál.

220cm í þvermál.

Öll verð eru með vsk og birt með með fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


ATH. Vöruúrval er mismunandi eftir verslunum. Allur fatnaður fáanlegar í vefverslun www.lifland.is/vefverslun

Wellensteyn Molecule jakki Stærðir M-3XL Verð 31.990 kr.

Vandaður fatnaður

Tenson Hartley úlpa Stærðir S-3XL Verð 33.990 kr.

Wellensteyn Alpineri softshell jakki Stærðir M-3XL Verð 23.990 kr.

Ariat Ideal 3.0 dúnúlpa Stærðir XS-XXL Verð 17.990 kr.

Ariat Coastal H2O jakki Ariat Veracity úlpa Stærðir XS-2XL Verð 24.990 kr. Stærðir XS-XL Verð 35.990 kr.

Mountain Horse Phoenix úlpa Stærðir XS-3XL Verð 25.990 kr.

Úrval af Top Reiter reiðbuxum. Verð frá 29.990 kr.

Reflective Touch hanskar Stærðir XS-3XL Verð 2.990 kr. Mikið úrval af hönskum.

Ariat Terrain Pro gönguskór Stærðir 37-42.5 Verð 25.990 kr. Top Reiter Storkur hettupeysa Stærðir S-2XL Verð 13.990 kr.

Top Reiter Lóa hettupeysa Stærðir XS-XL Verð 13.990 kr.

Kingsland Classic vesti Stærðir 2XS-2XL Verð 18.500 kr.

Ariat Ideal 3.0 dúnvesti Stærðir XS-2XL Verð 13.990 kr.

Kari Traa merino ullarfatnaður Stærðir S-XL Verð frá 11.995 kr.

Jodhpur Ride Boot leðurskór Stærðir 27-35 Verð 9.990 kr. Stærðir 36-46 Verð 14.990 kr.

Bula Merino ullarfatnaður Stærðir S-XL Verð frá 13.990 kr.

Ariat Tek Alpaca Performance sokkar Stærðir XS/S M/L Verð 2.990 kr. 29


Heyverkun

Rúllaðu upp sumrinu! Búskapur er heyskapur

Möttulfilmur og rúllunet

Rúlluplast er ekki bara rúlluplast. Í húfi er heyforði vetrarins

Þeim bændum sem eiga rúllusamstæður sem notast við

og til að tryggja góða varðveislu þarf að velja gæðavöru sem

möttulfilmur (plast í stað nets) fer fjölgandi. Hjá Líflandi fást

hægt er að treysta á. Lífland hefur boðið upp á Megastretch

nú tvær breiddir möttulfilmu, 128 cm og 140 cm breiðar. Að

gæðaplastið frá Hollandi í yfir áratug. Plastið er 5 laga og 25

venju fæst rúllunetið líka og nú í tveimur breiddum, 123 cm

míkon að þykkt. Plastið er teygju- og stunguþolið og hefur

og 130 cm.

mjög góða límeiginleika. Það á sér sístækkandi hóp ánægðra

Kynntu þér úrval okkar og fáðu tilboð í Megastretch plastið og

viðskiptavina sem vilja ekkert annað en Megastretch.

aðrar heyverkunarvörur hjá sölumönnum okkar!

Rúlluplast Megastretch 5 laga Vörunúmer VHPLAST75HV VHPLAST75GR VHPLAST75SV

Vörulýsing Megastretch 75cm x 1500m HVÍTT Megastretch 75cm x 1500m GRÆNT Megastretch 75cm x 1500m SVART

Þykkt míkron 25 25 25

Verð (án vsk) 10.350 10.400 9.950

Vörunúmer

Vörulýsing

Þykkt míkron

Verð (án vsk)

VH5VM1402000

TrioBaleCompressor möttulfilma 1,40cm x 2000m f. McHale TrioBaleCompressor möttulfilma 1,28cm x 2200m f. Krone Rúllunet Total Cover 1,30m x 3000 m Rúllunet Total Cover 1,23m x 3600 m

17

27.550

17

26.850

Möttulfilma og rúllunet

VH5VM1282200 VHTC130CMX3000M VHTOTALCOVER3600

20.990 24.800

Bindigarn Vörunúmer VH1VK150B VH1VK130G VH1VK750

30

Vörulýsing Stórbaggagarn 2 rúllur 150m/kg Stórbaggagarn 2 rúllur 130 m/kg Bindigarn 2 rúllur 750m/kg

Litur Blátt Gult Blátt

m í pakka 2.7 2.34 13.5

Verð (án vsk) 8.650 8.800 4.380

Verðlistinn sýnir verð án VSK miðað við gengi EUR þann 3. mars 2020. Verðlistinn er birtur með fyrirvara um prentvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga vegna gengis- og verðþróunar.


Stæður - Umhverfisvænni kostur fyrir hagsýna Stæðuverkun færist í aukana og fleiri bændur sjá kosti þess að notast við þessa verkunartækni. Þekkingarstig eykst og lausnum til stæðuverkunar fer fjölgandi. Ávinningur þess að verka í stæður er meðal annars fólginn í minni plastnotkun, minni kostnaði og ef rétt er að öllu staðið geta fóðurgæði verið jafnari þegar stæðuverkað fóður er annarsvegar. Hjá Líflandi færðu allt það helsta til stæðuverkunar. Leitaðu tilboða hjá sölumönnum okkar.

Stæðuplast og fylgihlutir MegaCombi 2in1 stæðuplastið er vinnusparandi lausn í stæðuverkun þar sem yfir og undirfilman (yfirbreiðslulagið) eru saman á rúllu. MegaCombi er fljótleg, auðveld og örugg leið til þakningar á stæðum. MegaCombi er ógegndræp og öflug vörn gegn súrefni sem er einn af lyklunum að góðri verkun stæðu.

MegaCombi 2in1 yfirbreiðsluplast Vörunúmer VH2MC1250 VH2MC1450 VH8200 VH8300

Stærð m 12 x 50 14 x 50 16 x 50 16 x 300*

Verð (án vsk) 50.900 59.400 67.700 385.000

MegaplastPower yfirbreiðsluplast - einfalt VH7240 VH7260 VH7280 VH7300 VH7310

10 x 50 12 x 50 14 x 50 16 x 50 16 x 200*

27.490 33.060 38.700 44.090 165.220

TopSeal glært undirplast - neðra lagið undir yfirbreiðsluplastið VH2ON5010 VH2ON5012 VH2ON5014 VH2ON5016 VH2ON20016 VH2WF12504

10 x 50 8.500 12 x 50 10.200 14 x 50 11.900 16 x 50 13.650 16 x 200 51.290 Hliðarplast í stæður 7.400 4x50 m - til þess að verja hliðar stæðunnar

* Sérpöntunarvara - leitið til sölumanna. Hægt að útvega fleiri stærðir með fyrirvara.

Aukahlutir fyrir stæður Vörunúmer VHSANDPOKAR

Vörulýsing Sandpokar fyrir votheysstæður - til að fergja plast Net yfir votheysstæður 8X10 m Net yfir votheysstæður 12X15 m Net yfir votheysstæður 14X16 m

VHVARNARNET8*10 VHVARNARNET12*15 VHVARNARNET14*16

MAGNIVA íblöndunarefnin eru íblöndunarefni í fremstu röð, en MAGNIVA er ný vörulína frá hinum virta aðila, Lallemand, framleiðanda vara sem margir hérlendis þekkja undir vörumerkjum á borð við Sil-All og Lal-Sil. Vörur Lallemand hafa gefið mjög góða raun við íslenskar aðstæður, bæði vegna hás fjölda baktería sem efnin leggja til pr. gramm fóðurs, en ekki síður fyrir samsetningu hvað bakteríustofna og ensím varðar. MAGNIVA verður nánar kynnt á komandi vikum og við hvetjum bændur til þess að skoða MAGNIVA sem raunhæfan valkost til þess að gera gott gróffóður betra!

15.640 35.500 44.000

Íblöndunarefni á vortilboði -20% afláttur! Advance Grass 150 g í 50 tonn af slægju Breiðvirk, ensímbætt bakteríuflóra ein- og fjölgerjandi bakteríustofna með 150.000 cfu/g slægju. Hentar t.d. vel ef þjöppun er ekki næg og gras er sprottið.

TOPSIL max 200 g í 100 tonn af slægju Eingerjandi bakteríuflóra sem hentar vel í venjulega grasslægju með 300.000 cfu/g slægju. Gerðu verðsamanburð!

Verð áður: 11.950.

Kostn. pr.tn.: 117,2

Kostn. pr.tn.: 191,2

Tilboðið gildir til 15. apríl 2020.

Verð nú: 9.560

Nýtt á Íslandi! MAGNIVA - Íblöndunarefni í fremstu röð

Verð (án vsk) 172

Verð áður: 14.650.

Verð nú: 11.720

Dæla fyrir íblöndunarefni VH4ZDSG100

Dæla DSG 100

199.000

Nú á vortilboði með 15% afslætti - 169.150 kr! Öflug dæla fyrir íblöndunarefni með 100 L tanki, rafstýrð og auðveld í uppsetningu og allri notkun. Hentar á hleðsluvagna og rúlluvélar. Rafstýrð flæðistýring með stjórnborði inni í vél býður upp á nákvæma stjórnun. Varahlutir fáanlegir hjá Líflandi.

31


Girðingaefni Líflands hlið

Vörunúmer RJRQKM120FG RJRQKM240FG RJRQKM360FG RJRQKM420FG RJRQKM500FG

Rörahlið stækkanleg

Lýsing Líflands hlið 120 sm. Líflands hlið 240 sm. Líflands hlið 366 sm. Líflands hlið 420 sm. Líflands hlið 500 sm.

Nauðsynlegir aukahlutir við uppsetningu RJRJAS203501 Löm einföld RJRJAS203502 Löm tvöföld RJRJAS2040 Krækjulæsing RJRJAS2050 Hjör efri RJRNTS1001 Felliloka f. eitt hlið RJRNTS1002 Felliloka f. tvö hlið

FYRIR BESTA VININN

Hæð 100 sm 100 sm 100 sm 100 sm 100 sm

Verð 16.490 20.890 25.990 29.990 39.990 2.690 2.990 1.990 1.290 5.990 5.990

Vörunúmer AK44893 AK44892 AK44891 AK44895 AK442557 AK44290 AK442901 AK442902

Lýsing Rörahlið stækkanlegt 1-1,7m. Rörahlið stækkanlegt 2-3m. Rörahlið stækkanlegt 3-4m. Rörahlið stækkanlegt 4-5m. Rörahlið stækkanlegt 5-6m. Rörahlið þétt 2-3m. Rörahlið þétt 3-4m. Rörahlið þétt 4-5m.

Nauðsynlegir aukahlutir við uppsetningu AK44890 Lamir og læsing f. rörahlið

Hæð 110 sm 110 sm 110 sm 110 sm 110 sm 90 sm 90 sm 90 sm

Verð 19.990 27.990 36.990 42.490 45.990 33.990 37.990 45.990

5.590

Í gegnum aldirnar hefur mannkynið þróað sterk tengsl við sína traustu ferfættu vini sem verða mikilvægur hluti af fjölskyldunni og traustir ferðafélagar í lífi fin nu. Því er mikilvægt að þessum vinum okkar líði vel og hafi heilsu og kraft til þess að fylgja okkur eftir sem lengst. Framleiðendur ARION Original fóðursins skilja vel þá ósk eigenda að hlúa vel að dýrum sínum og framleiða einungis næringarríkt hágæða fóður sem hentar hundum á öllum æviskeiðum. Vörurnar innihalda hátt hlutfall af dýrapróteinum og eru glútenlausar. ARION Original hundafóður, fyrir besta vininn!

32

Öll verð eru með vsk og birt með með fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


Létthlið röra

Vörunúmer VIG12108 VIG12208 VIG12258

Létthlið teina

Lýsing Létthlið röra 108 sm Létthlið röra 208 sm. Létthlið röra 258 sm.

Verð 26.490 31.990 39.990

Nauðsynlegir aukahlutir við uppsetningu VIG13001 Löm fyrir létthlið

2.390

Veldu loku: VIG14004 VIG14002 VIG14001

1.050 7.390 6.990

Létt keðjuloka Felliloka f. létthlið Felliloka f. tvö létthlið

Vörunúmer VIG11208 VIG11258 VIG11258 VIG11408 VIG11608 VIG11608

Lýsing Létthlið teina 108 sm Létthlið teina 208 cm. Létthlið teina 258 sm Létthlið teina 358 sm Létthlið teina 408 sm Létthlið teina 608 sm

Verð 19.890 19.990 20.990 24.990 29.990 51.990

Nauðsynlegir aukahlutir við uppsetningu VIG13001 Löm fyrir létthlið

2.390

Veldu loku: VIG14004 VIG14002 VIG14001

1.050 7.390 6.990

Létt keðjuloka Felliloka f. létthlið Felliloka f. tvö létthlið

GRUBS SKÓR OG STÍGVÉL

VATNSHELDIR, HLÝIR, ÞÆGILEGIR OG MEÐ GÓÐU GRIPI Fenline. 14.900 kr.

Midline. 12.900 kr.

Frostline. Til í svörtu og grænu 12.900 kr. Woodline. Til í svörtu og grænu 7.900 kr

Rideline. 14.900 kr.

Cityline. 10.900 kr.

33


Rafstöðvar og girðingarefni Sólarstöðvar Vörunúmer

Tegund

Orkugjafi

Hámarks drægni

Orka út Joul

AK372941

SunPower S1500 m/spegli

12V

15 km

1.5 J

Verð m. vsk

74.990

AK372942

SunPower S3000 m/spegli

12V

35 km

3J

89.990

HO47HLS67

Hotline Fire Drake Solar

12V

5 km

0.5 J

59.990

AK372121

Mobil Power A 1200

9V eða 12V

10 km

1.4 J

49.990

12V + 230V

18 km

2J

32.990

AK375156

Sólarspegill 15w 37,5 x 42 x 2,5cm

AK372872

Duo Power X 2500

AK375251

Sólarspegill 25w 37,5 x 65 x 2,5cm

27.490

37.990

Spennar fyrir rafhlöður AK372005

AKO B40 ferðaspennir

3V

0,2 km

0,04 J

19.990

HO47HLB

Hotline Shrike ferðaspennir

3V

0,8 km

0,03 J

18.990

HOP150

Hotline Harrier 6V

6V

1 km

0,08 J

32.990

HO47P300

Hotline Super Hawk 9V

9V

1,5 km

0,1 J

34.990

HO47HLB25

Hotline Merlin 6V, 9V og 12V rafhl

6V + 9V + 12V

2,2 km

0,35 J

27.490

HO47P525

Hotline Buzzard 12V

12V

25 km

2,24 J

45.990

Spennar fyrir húsarafmagn 230V HOP100S

Hotline Super Eagle P100S

230V

10/25 km

2,46 J

39.990

HOHLM400

Hotline Condor

230V

8/30 km

3,6 J

46.990

HOHLM600

Hotline Peregrine

230V

8/40 km

4,2 J

57.990

AK372811

Power Profi Ni 10000

230V

80 km

10 j

64.990

AK372802

Power Profi NDi 4500

230V

40 km

4.5 j

54.990

Spennar fyrir rafhlöður 6V, rafgeyma 12V og húsarafmagn 230V HO47HLB80

Hotline Raptor 6, 12 og 230V

6V + 12V +230V

8 km

0,7 J

31.990

HO47HLB170

Hotline Raptor 6, 12 og 230V

6V + 12V +230V

18 km

1,3 J

39.590

HOHLC40

Hotline Gemini 40 12V + 230V

12V + 230V

4 km

0,45 J

23.990

HOHLC80

Hotline Gemini 80 12V + 230V

12V + 230V

8 km

0,8 J

27.490

HOHLC120

Hotline Gemini 120 12V + 230V

12V + 230V

12 km

1,2 J

32.990

HO47P525

Hotline Buzzard 12V

12V

25 km

2,24 J

44.990

Rafhlöður Vörunúmer

Stærð

Verð kr

Vörunúmer

Tegund

Stærð

AK350522

9V, 120 Ah

6.990

AL150-50

Viðarstaur

50 x 150 mm

*

AK44213

9V, 90 Ah

6.390

AL180-70

Viðarstaur

70 x 1800 mm

*

AK44212

9V, 55 Ah

4.240

AL120-250

Hornstaur

120 x 2500 mm

*

HOP44

6V, 40Ah

3.190

AL140-250

Hornstaur

140 x 2500 mm

*

HO47PJ6-50

6V, 50Ah

3.490

AL100-200

Aflstaur

100 x 2000 mm

*

AK44227

7,5V; 90Ah

6.990

AL120-41

Trérengla

41 x 41 x 1200 mm

*

AK350528

9V; 170Ah

7.490

Randbeitarstaur

fjölþráða úr plasti hvítur, svartur, grænn og appelsínugulur frá 320 kr.

34

Viðarstaurar Verð kr

*Hafið samband við sölumann

Álstrekkjari

Gripple tengi

AK44513

AK44706

590 kr.

350 kr.

Einangrari skrúfaður

AK44326

48 kr.

Öll verð eru með vsk og birt með með fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur. Lífland áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga.


Girðingarnet grænt

Gaddavír

Vörunúmer

Vörunúmer

Magn í pakkningu

Lengd

BE2.504108-200

MOTTÓ

200 m

*

FE2.504100-220

IOWA

200 m

*

Strengir/lengd

ARC5-67-30

Girðinganet Dragon 5 strengja 100m

*

ARC6-90-30

Girðinganet Dragon 6 strengja 100m

*

ARC7-65-30

Girðinganet Dragon 7 strengja 100m

*

Moreda girðingarnet Vörunúmer

Strengir/lengd

RJRM5-67-30

5 strengja 100 metrar

Verð kr.

*

RJRM6-90-30

6 strangja 100 metrar

*

RJRM7-67-30

7 strengja 100 metrar

* *Hafið samband við sölumann

Lóðanet

Verð kr.

Bensla-/stag-/þanvír Vörunúmer

Þykkt

BE1.6.mm

1,6 mm, 62,2m/kg

Verð kr.

*

BE3.0mm

3,0, 17,7 m/kg

*

BE4.0mm

4,0mm 10 m/kg

*

TR1271N-SQ Þanvír

2.5mm 640m, 25 kg

*

*Hafið samband við sölumann

Vírlykkjur Vörunúmer

Magn í pakkningu

RJRHBMLK3-35

3 kg

Verð kr.

RJRLY1000-1

3 kg

1.490

5 kg

3.490

10 kg

6.790

2.190

Vörunúmer

Strengir/lengd

Verð kr.

KVH302995

LI50-2.7-100

Lóðanet galv.50/2.7-100 25m

21.990

KVH302998

LI50-2.7-120

Lóðanet galv.50/2.7-120 25m

25.990

Kambstál

LI50-2.7-150

Lóðanet galv.50/2.7-150 25m

31.490

Vörunúmer

LI50-2.7-200

Lóðanet galv.50/2.7-200 25m

36.990

TS0001

16 x 700 mm

TS0003

25 x 2400 mm

Stærð

Verð kr.

299 2.960

Þræðir, borðar og randbeitarkaðlar

Jarditor garðanet Vörunúmer

Strengir/lengd

RJRJARDITOR

100cm 25 m 5x10sm

Verð kr.

16.990

RJRJARDITOR120

120cm 25m 5x10sm

19.990

RJRJARDITOR150

150cm 25m 5x10sm

23.990

RJRJARDITOR200

200cm 25m 5x10sm TILBOÐ

24.990

Floritor skrautnet

Gerð

Lengd (m)

Fjöldi leiðara

Breidd (mm)

Litir

Verð kr.

AK4491559

Þráður

400

6

Hvít/blár

7.490

AK4491558

Þráður

200

6

Hvít/blár

3.790

AK44520

Þráður

250

3

Gulur

1.790

AK44519

Þráður

500

3

Gulur

3.390

HO47P21-250

Þráður

250

6

Hvít/rautt

3.490

Hvít/rautt

6.890

Hvítt

2.950

HO47P21-500

Þráður

500

6

AK44550

Borði

200

4

AK44565

Borði

2x200

10

Gulur/ appels

4.390 2.950

12,5

Vörunúmer

Strengir/lengd

RJTMAFLORI410

0,4x10m

3.990

RJTMAFLORI6510

0,65x10m

5.990

HO47TC41-2

Borði

200

10

Hvítur

RJTMAFLORI910

0,9x10m

7.990

AK44530

Kaðall

200

6

Hvítur

4.990

RJTMAFLORI1210

1,2x10m

9.990

AK441545

Kaðall

500

6

Hvítur

10.490

AK44557

Borði

200

40

Hvítur

3.890

FG89508191

Kaðall

200

8

Svartur

9.990

Randbeitarstaur með hrútshorni HOP16 695 kr.

Verð kr.

Vörunúmer

Plaststaurar

Íslensk framleiðsla

Einangrari fyrir 1 nagla 5 mm

AK44361

19 kr.

Járnstaur 40 X 40 X 3 x 1800 mm MR-40X40X3

35


Kjarnmikið og gott íslenskt fóður Hátækniframleiðsla samkvæmt ströngum gæðakröfum Vöruþróun í samstarfi við Trouw Nutrition í Hollandi Kjarnfóðurtegundir fyrir fjölbreyttar aðstæður Heysýnataka og fóðurráðgjöf með NutriOpt Skilvirk fóðurdreifing um allt land Persónuleg og lausnamiðuð þjónusta

Profile for Lífland

Vorbæklingur Líflands 2020  

Advertisement