Guinot vörumappa

Page 64

Sólarlína Sun Logic Með SUN LOGIC sólarlínunni frá GUNOT fær húðin enn fullkomnari vörn en áður gegn geislum sólar. Hægt er að njóta sólar á skynsamlegan hátt án óþæginda með sólarvörn sem inniheldur efni sem lágmarka skaðleg áhrif sólargeisla en hámarkar jákvæðu eiginleikana og veitir húðinni fallegan lit. GUNOT býður fram SUN LOGIC sólarlínu með öflugu varnarkerfi sem hindrar ljósöldun húðar en jafnframt sefar og veitir henni fallegan, langvarandi brúnan lit. Sólarlínan inniheldur engin paraben rotvarnarefni. Sólarlína með varnarkerfi gegn öllum geislum litrófsins SUN LOGIC sólarlínan veitir möguleika á að njóta sólar á öruggari hátt en áður með því að hjálpa húðinni að verjast niðurbroti og neikvæðum áhrifum sólargeisla. Litarefni húðar, melanín, er eitt besta vopn hennar gegn skaðlegum geislum sólar. GUINOT var í fararbroddi með íbætt DNA úr jurtaríkinu í sólarlínu sinni til að verja kjarna húðfruma. Með því að nota jurta-DNA dregur úr ljósöldrun húðar. Í sólarvörn dregur það til sín ÚF geislana og verndar þannig hið eiginlega DNA húðfrumna. Jurta-DNA sameindir ásamt ÚFA og ÚFB sólvarnarsíum vernda sameindabyggingu húðar fullkomlega gegn skaðlegum ÚF geislum sólar. Með SUN LOGIC vörunum er húðin ekki eingöngu varin gegn ÚF geislum sólar heldur öllum geislum litrófsins eins og innrauðum og bláum geislum. SUN LOGIC vörurnar eru ekki eingöngu að vernda gegn geislun heldur innihalda kröftug efni sem viðhalda heilbrigði húðar. GUINOT ráðleggur að nota nýju SUN LOGIC vörurnar sem dagkrem yfir serumin yfir sumartímann. Lykilefni í SUN LOGIC sólarlínunni er: § ÚFA og ÚFB sólarsíur sem vernda húðina gegn rafsegulbylgjum með því að gleypa eða frákasta ÚF geislum. ÚF geislar eru ábyrgir fyrir ljósöldrun húðar og hrukkumyndun, sólbruna og ertingu húðar ásamt því að örva melanínmyndun og gera húðina brúna. § Jurta-DNA sameindir sem dragað til sín ÚF geislana og verndar þannig hið eiginlega DNA húðfrumna og sameindabyggingu húðar gegn skaða ÚF geisla. § Elastoprotectin er prótín sem er unnið úr nornaherslisjurtinni (witch hazel) sem hamlar niðurbroti elastíns sem er hluti af stoðvef húðar. Það myndar lífrænan skjöld sem hlífir gegn stakeindavirkni vegna geislunar sólar og lágmarkar þannig oxunarálag sem vefirnar verða fyrir í sól. § Jurtamelanín eykur varnarhæfni húðar. Kemur til móts við ljósöldrun húðar og gleypir bláa geisla litrófsins (380-500 nm). Bláir geislar eru hluti af litrófi ljóssins en myndast líka frá tilbúnum ljósgeislum eins og LED ljósi sem að hluta til er notað við skjái eins og tölvu eða farsíma. DNA Verndar DNA í frumukjarna

MELANIN/LUTEIN Verndar DNA húðar gegn skaðlegu bláu ljósi

ELASTOPROTECTIN Verndar elastin þræði

64


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.