Kokkafréttir 5tbl.2022

Page 3

Lífið var eins og ævintýri Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara sem haldin var á Vitanum á Akureyri 23. Apríl síðastliðinn var Hilmar B. Jónsson gerður að heiðursfélaga í Klúbbi matreiðslumeistara. Hilmar er einn af stofnfélögum KM og hefur starfað við verkefni tengd matreiðslu alla tíð. Hilmar var forseti KM á árunum 1986-1992 og varaforseti World Chefs um árabil. Hilmar hefur unnið að mörgum verkefnum í gegnum tíðina og eitt því var að kynna íslenskan fisk í Bandaríkjunum en við það starfaði hann lengi og hefur undirritaður skemmtilega reynslu af störfum Hilmars í Bandaríkjunum. Hilmar starfaði lengi fyrir Vigdísi Finnbogadóttir meðan hún var forseti, einnig stofnaði hann Matreiðsluskólann Okkar og tímaritið Gestgjafann. Hilmar kom einnig að keppnismatreiðslu en hann var í fyrsta Kokkalandsliðnu sem keppti í alþjóðlegri keppni í Bella Center 4-9 apríl 1978. Í liðinu með Hilmari voru matreiðslumeistararnir Sigurvin Gunnarsson, þá yfirmatreiðslumaður á Hótel Sögu og Gísli Thoroddsen, þá yfirmatreiðslumaður í Brauðbæ. Í þessari fyrstu keppni fékk Íslenska liðið gullverðlaun fyrir heita matinn og einnig sérstaka viðurkenningu fyrir besta kalda fatið á sýningunni í heild. Aðeins tveir matreiðslumeistara hafa áður verið gerðir að heiðursfélaga í Klúbbi matreiðslumeistara en það eru matreiðslumeistararnir Bragi Ingason sem var gerður að heiðursfélaga 1987 og Ib Wessman sem var gerður að heiðursfélaga 1992. Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara óskum Hilmari innilega til hamingju með titilinn.

Þórir Erlingsson Forseti Klúbbs matreiðlsumeistara


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.