Kokkafréttir 5tbl.2022

Page 1

Kokkafréttir

Maí 2022 5.tölublað 3. árgangur

Bakhjarlar

Fréttabréf Klúbbs matreiðslumeistara Kæru félagar Nú erum við flest farin að huga að sumarfríi og vetrarstarfi Klúbbs matreiðslumeistara er lokið. Framan af markaðist starfið að COVID reglum sem svo rættist úr fljótlega eftir áramót og við tóku nokkrir skemmtilegir fundir. Aðalfundur og árshátíð KM var haldin á Akureyri seinni partinn í maí. Norðlendingar tóku vel á móti okkur að vanda og var dagskrá öll hin glæsilegasta. Á aðalfundinum var ég endurkjörin sem forseti til næstu tveggja ára og þakka ég innilega fyrir það traust sem mér er sýnt. Það eru mörg spennandi verkefni framundan sem gaman verður að vinna að með góðu fólki. Í stjórn KM til næsta árs sitja Árni Þór Arnórsson varaforseti, Jón Guðni Þórarinsson gjaldkeri, Rafn Heiðar Ingólfsson ritari, Júlía Skarphéðinsdóttir, Jóhann Sveinsson og Jón Þór Friðgeirsson meðstjórnendur sem og Ragnar Wessman varamaður. Eftir aðalfund var haldin árshátíð á Vitanum og var hún vel heppnuð í alla staði. Maturinn frábær en matreiðslumenn frá Vitanum, RUB 23, Salatsjoppunni og Strikinu sameinuðust um matinn og sá hver staður um einn rétt. Vel gert Norðlendingar. Á árshátíðinni var Hilmari B. Jónssyni veitt æðsta viðurkenning Klúbbs matreiðslumeistara er hann var gerður að heiðursfélaga. Eining hlutu nafnarnir Magnús Örn Guðmarson og Friðriksson Gordon Blue orðuna fyrir störf í þágu fagsins. Óska ég þeim öllum til hamingju. KM hefur á undanförnum árum haldið keppnina, Kokkur ársins með þeim undantekningum þó að engin keppni var haldin 2020 og 2021. Nú var hún á nýjum stað eða í IKEA, en IKEA hefur á undanförnum árum verið ötull styrktaraðili keppninnar. Forkeppnin var haldin í sýningareldhúsunum á 2. hæð og lokakeppnin fór svo fram laugardaginn 30.apríl á sjálfsafgreiðslulagernum þar og tókst í alla staði frábærlega. Hér er rétt að þakka öllu starfsfólki IKEA fyrir frábæra samvinnu og öllum þeim sem komu að keppninni kærlega fyrir, án ykkar allra væri þetta ekki hægt. Að loknu sumarfrí í september mun KM halda uppá 50 ára afmæli klúbbsins á Hótel Nordica. Viljum við sjá sem flesta mæta þar þann 9. september og vonandi eigið þið öll eftir að njóta sumarsins hvar sem þið verðið. Gleðilegt sumar Þórir Erlingsson

Forseti Klúbbs matreiðslumeistara

Í þessu tölublaði: Kveðja frá forseta

1

Kokkur ársins

2

Heiðursfélagi

3

Aðalfundur KM

4

Cordon Bleu

5

50 ára afmæli

6

Frá ritstjórn

6

KM verslun

7

Áður fyrr

8

Framundan

9

Styrktaraðilar

10

Framundan •

Heimsþing WorldChefs 30.05-02.06

50 ára afmæli 09.09

Culinary World Cup 24.11—28.11

NKF þing í Hell 01.06-03.06 2023

Nordic Green Chef 01.06 2023

Nordic Young Chef 02.06 2023

Nordic Chef 03.06 2023


Kokkur ársins Keppnin um Kokkur ársins fór fram í Ikea laugardaginn 30.apríl. Keppnin var æsispennandi en hún fór fam í sérútbúnum keppniseldhúsum í miðri verslun Ikea. Þeir fimm sem komust í lokakeppnina voru Rúnar Pierre Heriveaux frá Veitingahúsinu OX, Gabríel Kristinn Bjarnason frá Héðinn Restaurant, Hugi Rafn Stefánsson sem er keppandi í Bocuse d'or, Ísak Aron Jóhannsson hjá Lux veitingar og Kristinn Gísli Jónsson sem starfar í Speilsalen í Þrándheimi. Úrslitin voru eftirfarandi. 1. Sæti Rúnar Pierre Heriveaux „Veitingahúsinu ÓX“ 2. Sæti Kristinn Gísli Jónsson „Restaurant Speilsalen Þrándheimi“ 3. Gabríel Kristinn Bjarnason „Héðinn Reataurant“

Klúbbur matreiðslumeistara óskar þáttakendum og vinningshöfum til hamingju með frábæran árangur. Sérstakar þakkir fær IKEA fyrir frábært samstarf.


Lífið var eins og ævintýri Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara sem haldin var á Vitanum á Akureyri 23. Apríl síðastliðinn var Hilmar B. Jónsson gerður að heiðursfélaga í Klúbbi matreiðslumeistara. Hilmar er einn af stofnfélögum KM og hefur starfað við verkefni tengd matreiðslu alla tíð. Hilmar var forseti KM á árunum 1986-1992 og varaforseti World Chefs um árabil. Hilmar hefur unnið að mörgum verkefnum í gegnum tíðina og eitt því var að kynna íslenskan fisk í Bandaríkjunum en við það starfaði hann lengi og hefur undirritaður skemmtilega reynslu af störfum Hilmars í Bandaríkjunum. Hilmar starfaði lengi fyrir Vigdísi Finnbogadóttir meðan hún var forseti, einnig stofnaði hann Matreiðsluskólann Okkar og tímaritið Gestgjafann. Hilmar kom einnig að keppnismatreiðslu en hann var í fyrsta Kokkalandsliðnu sem keppti í alþjóðlegri keppni í Bella Center 4-9 apríl 1978. Í liðinu með Hilmari voru matreiðslumeistararnir Sigurvin Gunnarsson, þá yfirmatreiðslumaður á Hótel Sögu og Gísli Thoroddsen, þá yfirmatreiðslumaður í Brauðbæ. Í þessari fyrstu keppni fékk Íslenska liðið gullverðlaun fyrir heita matinn og einnig sérstaka viðurkenningu fyrir besta kalda fatið á sýningunni í heild. Aðeins tveir matreiðslumeistara hafa áður verið gerðir að heiðursfélaga í Klúbbi matreiðslumeistara en það eru matreiðslumeistararnir Bragi Ingason sem var gerður að heiðursfélaga 1987 og Ib Wessman sem var gerður að heiðursfélaga 1992. Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara óskum Hilmari innilega til hamingju með titilinn.

Þórir Erlingsson Forseti Klúbbs matreiðlsumeistara


Aðalfundur á Akureyri Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara var haldinn á Akureyri laugardaginn 23. apríl á Vitanum—Mathús. Fundurinn fór vel fram og unnin voru hefðbundinn aðalfundarstörf. Ný stjórn var kosinn og valið í nefndir. Fundurinn gekk vel fyrir sig og voru engar lagabraytingar lagðar fyrir fundinn. Boðið var upp á úrvals lambakótilettur í hádeginu og fóru makarnir í frábæra makaferð þar sem veðrið lék við þau.

Ný STJÓRN 2022-2023 Þórir Erlingsson, Forseti Árni Þór Arnórsson, Varaforseti Jón Guðni Þórarinsson, Gjaldkeri Rafn Heiðar Ingólfsson, Ritari Júlía Skarphéðinsdóttir, Meðstjórnandi

Jóhann Sveinsson, Meðstjórnandi Jón Þór Friðgeirsson, Meðstjórnandi Ragnar Wessman, Varamaður

Fráfarandi STJÓRN 2021-2022 Þórir Erlingsson, Forseti Jón Guðni Þórarinsson, Varaforseti

Andreas Jacobsen, Gjaldkeri Rafn Heiðar Ingólfsson, Ritari Júlía Skarphéðinsdóttir, Meðstjórnandi Jóhann Sveinsson, Meðstjórnandi Jón Þór Friðgeirsson, Meðstjórnandi Ragnar Wessman, Varamaður


Cordon Bleu Tveir félagar í Klúbbi matreiðslumeistara voru heiðraðir með Cordon Bleu á aðalfundi og árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara sem haldin var á Akureyri helgina 22.0424.04 2022. Það voru félagarnir Magnús Örn Friðriksson og Magnús Örn Guðmarsson Hér er örítið um þeirra feril og mynd af orðuhöfunum.

Magnús Örn Friðriksson Magnús er fæddur 22. Desember 1981 í Reykjavík Ólst upp á Patreksfirði til 1995 og flutti þá á Akureyri. Magnús flutti til Reykjavíkur og fékk samning í matreiðslu hjá JT—Veitingum á Hótel Loftleiðum undir leiðsögn Reynis Magnússonar. Á námstímanum vann Magnús einnig til að mynda hjá Bjarka á Geysi og Snæbirni sem þá var með Fiðlarann á Akureyri. Eftir útskrift vann Magnús sem vaktstjóri á Loftleiðum til maí 2009. Vann hálf ár á Hótel Rangá. Lagði þá land undir fót og flutti til Noregs nánar tiltekið til Larvik. Heimþráin togaði Magnús þó heim sumarið 2010 og staldraði þá við á kunnum stað eða Hótel Loftleiðum. Sumarið eftir fór Magnús til Egilstaða sem yfirmatreiðslumaður á „Gistihúsinu Egilsstaðir“ í slétt ár en þá ákvað fjölskyldan að flytja í Akureyri. Við tók eitt tímabil á Eddu hótelinu og hóf svo störf á Öldrunarheimilum Akureyrar nú Heilsuvernd Hjúkrunarheimili. En Magnús starfar þar í dag. Magnús hefur verið mjög virkur í félagsstafi þó sérstaklega í starfi KM Norðurland.

Magnús Örn Guðmarsson Magnús er fæddur 13. Júní 1968 í Reykjavík. Ólst upp á Seltjarnarnesi. Lærir á Veitingahúsinu Arnarhól hjá Skúla Hansen og Guðmundi Guðmundssyni frá 1985 til 1989. Strax eftir nám var Magnús ráðinn á Pulitzer hótel í Amsterdam og starfaði þar í eitt og hálf ár. Var ráðinn á Flughótelið í Keflavík og starfaði þarf í 4 ár sem yfirmatreiðslumaður. Magnús hefur starfað víða meðal annars í Mötuneyti Seljahlíðar, Skólabrú, Rex og Astro, Rauða húsið Eyrarbakka, 365 miðlum, 101 hótel, Fosshótel Reykjavík, Mötuneyti Isavia og starfar nú sem matreiðslumaður og verkstjóri í matsal Landspítalans. Magnús hefur einning prófað önnur störf eins og sölumennsku og sjómennsku. Magnús hefur verið virkur í nefndum á vegum klúbbs matreiðslumeistara frá 2013 þó einkum í viðburðarnefnd


Klúbbur Matreiðslumeistara 50 ára Þann 16. febrúar 2022 voru fimmtíu ár síðan Klúbbur Matreiðslumeistara var stofnaður á Naustinu af framsýnum matreiðslumeisturum. Alla tíð síðan hafa meðlimir í KM séð að til að tryggja fagmennsku og þróun gæða í matreiðslu. Þegar litið er til baka eigum við matreiðslumenn, veitingamenn og Íslendingar þessu frumkvölum margt að þakka. Félagsmenn hafa í gegnum tíðina stofnað og rekið marga þekkta veitingastaði ásamt því að stýra veitingahúsum innan hótela og er óhætt að segja að félagar í Klúbbi matreiðslumeistara hafi komið að flestum ef ekki öllum þeim veitingahúsum sem rekin hafa verið Íslandi. Með störfum sínum hafa félagar klúbbsins komið með margar nýungar til landsins. Öll keppnismatreiðsla á Íslandi á upptök sín i í Klúbbi matreiðslumeistara með einum eða öðrum hætti. Meðlimir fyrsta Kokkalandsliðsins sem kepptu 1978 eiga heiður skilið því þeir ruddu brautina fyrir þá sem á eftir komu. Kokkalandsliðið hefur á undanförnum árum sýnt með árangri sínum að íslenskir matreiðslumenn eru í fremstu röð á heimsvísu. Íslenskir matreiðslumenn hafa sýnt að þeir eru í fremstu röð á heimsvísu sama hvort keppt er í liðakeppni eða einstaklingskeppnum. Um leið og við þökkum þeim frumkvöðlum sem stofnuðu Klúbb matreiðlsumeistara fyrir 50 árum viljum við tilkynna að föstudaginn 9. september 2022 munum við halda upp á 50 ára afmæli klúbbsins okkar á Hilton Reykjavík frá 18:00 til 21:00.

Kæru félagar Ritstjórn Kokkafrétta óskar eftir efni í fréttabréfið okkar og þá sérstaklega sögur frá fyrri árum. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel er tekið á móti útgáfu Kokkafrétta og greinilegt að félagar og aðrir eru duglegir að rýna blaðið og gera athugasemdir. Ýmsar greinar hafa verið birtar og mikið af myndum. Hvetur ritstjórn félaga til að vera duglega að senda inn efni til birtingar í Kokkafréttum. Hægt er að senda efni inn á kokkafrettir@gmail.com

Hægt er að nálgast öll tölublöð Kokkafrétta hér

Fyrir hönd ritstjórnar Árni Þór Arnórsson


Nýtt Nýtt Nú er hægt að panta varning merktan Klúbbi Matreiðslumeistarar og Kokkalandsliðinu á síðu Meira.is


04.11.2014

Ljósmyndir frá fyrri árum

06.10.2015

06.03.2018

06.03.2018

06.03.2018


Spennandi keppnir og annað framundan

BOCUSE D’OR FINAL 2023 22 og 23 janúar í Lyon

1. júní 2023

Nordic Young Chef 2. júní 2023

Áætlað er að NKF þing verði haldið í Hell í Noregi dagana 1—3 júní 2023

Nordic Chef 3. júní 2023



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.