1 minute read

Cordon Bleu

Tveir félagar í Klúbbi matreiðslumeistara voru heiðraðir með Cordon Bleu á aðalfundi og árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara sem haldin var á Akureyri helgina 22.0424.04 2022. Það voru félagarnir Magnús Örn Friðriksson og Magnús Örn Guðmarsson Hér er örítið um þeirra feril og mynd af orðuhöfunum.

Magnús Örn Friðriksson

Advertisement

Magnús er fæddur 22. Desember 1981 í Reykjavík Ólst upp á Patreksfirði til 1995 og flutti þá á Akureyri. Magnús flutti til Reykjavíkur og fékk samning í matreiðslu hjá JT—Veitingum á Hótel Loftleiðum undir leiðsögn Reynis Magnússonar. Á námstímanum vann Magnús einnig til að mynda hjá Bjarka á Geysi og Snæbirni sem þá var með Fiðlarann á Akureyri. Eftir útskrift vann Magnús sem vaktstjóri á Loftleiðum til maí 2009. Vann hálf ár á Hótel Rangá. Lagði þá land undir fót og flutti til Noregs nánar tiltekið til Larvik. Heimþráin togaði Magnús þó heim sumarið 2010 og staldraði þá við á kunnum stað eða Hótel Loftleiðum. Sumarið eftir fór Magnús til Egilstaða sem yfirmatreiðslumaður á „Gistihúsinu Egilsstaðir“ í slétt ár en þá ákvað fjölskyldan að flytja í Akureyri. Við tók eitt tímabil á Eddu hótelinu og hóf svo störf á Öldrunarheimilum Akureyrar nú Heilsuvernd Hjúkrunarheimili. En Magnús starfar þar í dag. Magnús hefur verið mjög virkur í félagsstafi þó sérstaklega í starfi KM Norðurland.

Magnús Örn Guðmarsson

Magnús er fæddur 13. Júní 1968 í Reykjavík. Ólst upp á Seltjarnarnesi. Lærir á Veitingahúsinu Arnarhól hjá Skúla Hansen og Guðmundi Guðmundssyni frá 1985 til 1989. Strax eftir nám var Magnús ráðinn á Pulitzer hótel í Amsterdam og starfaði þar í eitt og hálf ár. Var ráðinn á Flughótelið í Keflavík og starfaði þarf í 4 ár sem yfirmatreiðslumaður. Magnús hefur starfað víða meðal annars í Mötuneyti Seljahlíðar, Skólabrú, Rex og Astro, Rauða húsið Eyrarbakka, 365 miðlum, 101 hótel, Fosshótel Reykjavík, Mötuneyti Isavia og starfar nú sem matreiðslumaður og verkstjóri í matsal Landspítalans. Magnús hefur einning prófað önnur störf eins og sölumennsku og sjómennsku.

Magnús hefur verið virkur í nefndum á vegum klúbbs matreiðslumeistara frá 2013 þó einkum í viðburðarnefnd

This article is from: