Kynningarrit Borgarleikhússins 2025-2026

Page 1


Borgarleikhúsið

Innkaupapokinn

Kriðpleir og
Elísabet Jökuls:

Stígum inn í ævintýrið!

Egill Heiðar Anton Pálsson, leikhússtjóri

Leikhúsið sameinar okkur mannfólkið því þegar upp er staðið þá er leikhús ekkert annað en sögur um okkur, eftir okkur. Gamlar og nýjar sögur sem segja okkur eitthvað um okkur sjálf en líka eitthvað um náungann. Við erum öll Hamlet, Nóra, Fíasól eða Njáll á Bergþórshvoli, við erum öll Ungfrú Ísland, Bubbi, Elly og Laddi – og þetta skiptir máli – því ef það er eitthvað sem þörf er á í heiminum í dag þá er það að við leitumst við að skilja hvert annað.

Í vetur opnum dyrnar inn í ævintýralega heima og stórbrotnar frásagnir af manneskjum. Fyrst liggur leiðin til Parísar aldamótanna 1900 þar sem ástin og listin takast á við dauðann í hinum magnaða söngleik Moulin Rouge! Það er fráfarandi leikhússtjóri Brynhildur Guðjónsdóttir sem varðar leiðina fyrir okkur til Parísar. Það er svo gulur stígur sem varðar leiðina í Galdrakarlinum í Oz, þessu sígilda ævintýri þar sem Dórótea, ásamt hundinum Tótó, leggur í hættuför með galdranorn og fljúgandi apa á hælunum. Stóru sögurnar birtast okkur líka á Litla sviðinu þar sem Kolfinna Nikulásdóttir kallar til höfuðskáldið Shakespeare í frægasta leikverki sögunnar, sjálfum Hamlet og á Nýja sviðið mætir Hundur í óskilum til að flytja okkur Niflungahringinn

allan á tveimur tímum! Og brosa að sjálfsögðu út í annað – ef ekki bæði. Á Nýja sviðinu verður líka Mömmó, mögnuð fjölskyldusaga eftir nýju sjálfsævisögulegu verki Paulu Vogel sem Íslendingum er að góðu kunn eftir hina rómuðu Ökutíma sem slógu í gegn hér fyrir nokkrum misserum.

Samstarfsverkefnin dansa í takt við þessa stórbrotnu stemningu en Óður flytur okkur hina gullfallegu óperu Puccinis, La Bohéme í glænýjum búningi og Stertabenda færir okkur Skammarþríhyrninginn, satíríska og skuggalega framtíðarsýn þar sem bakslagið hefur sigrað og mannréttindi minnihlutahópa heyra sögunni til. Sögur af fólki og fjölskylduflækjum halda áfram hjá Gaflaraleikhúsinu sem kemur með Ekki hugmynd, glænýtt grín um ungt fólk sem neyðist víst til að fullorðnast og loks kemur leikhópurinn Elefant hingað með verkið Þegar ég sé þig, sé ég mig þar sem Íslendingar af blönduðum uppruna stíga á svið og deila af örlæti með okkur brotum úr lífi sínu.

En það er hjá börnunum sem vöðvinn til samhygðar og samkenndar er í hvað mestri æfingu – og auk ævintýranna í

Oz bjóðum við börnunum og fjölskyldum þeirra hingað um jólin til að gleðjast og syngja með Skoppu og Skrítlu sem mæta

Ljósmyndari: Steinar Júlíusson

á Stóra sviðið ásamt jólasveininum, syngjandi jólatréi og stórkostlegum gestum. Skólasýningarnar verða hér á sínum stað og Borgarleikhúsið býður öllum fimm ára börnum í leikskólum Reykjavíkurborgar til að fylgjast með því þegar Ofurhetjumúsin finnur hugrekkið sitt og öllum börnum í fimmta bekk að hitta listmálarann Jóhannes Kjarval í dásamlegri sýningu sem færir okkur sanninn um hvernig litli drengurinn Jói varð óskabarn þjóðarinnar. Nemendum í 10. bekk verður svo boðið að hitta fyrir annað óskabarn, nefnilega sjálfan Ladda í fjölskyldusýningunni Þetta er Laddi – sem heldur að sjálfsögðu áfram á nýju leikári enda ekkert lát á vinsældum þessarar sýningar.

Við hlökkum til að bjóða ykkur velkomin í hús og hlæja saman, gráta saman, finna til og takast í hendur. Í leikhúsinu getum við gleymt stund og stað og það er dýrmætt, en við getum líka fundið hvort annað og það skiptir jafnvel enn meira máli.

Sjáumst í leikhúsinu!

Komdu í áskrift og fáðu bestu sætin á besta verðinu

Leikhúskort: 4–7 sýningar

30

afsláttur af miðum

Lúxuskort: 8+ sýningar

40

25 ára og yngri: 4+ sýningar

50

afsláttur af miðum % % %

afsláttur af miðum

Frumsýningarkort: 4+ sýningar

Borgarleikhúsið býður sérstök frumsýningarkort í takmörkuðu magni. Verið fyrst til að sjá sýningar vetrarins.

Allir korthafar fá 15% afslátt af veitingum

Miðasala á borgarleikhus.is og í síma 568-8000

ágúst október september nóvember desember janúar

Þetta er Laddi

Moulin Rouge! Söngleikur

Fjallabak

Jólapartý Skoppu og Skrítlu

Niflungahringurinn allur

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar

Innkaupapokinn

Ífigenía í Ásbrú

Skammarþríhyrningurinn

Hamlet

Þegar ég sé þig, sé ég mig Mömmó

Galdrakarlinn í Oz
Ekki hugmynd

Moulin Rouge!

Söngleikur

Salur: Frumsýnt:

Velkomin í ómótstæðilegan heim ástar, sannleika, fegurðar og frelsis – þar sem ástríðurnar ólga og kampavínið flæðir!

Söngleikurinn Moulin Rouge! gerist í París 1899 þar sem söngvaskáldið Christian kemur til borgarinnar í leit að innblæstri og er tekið opnum örmum af bóhemum Montmartre. Christian slæst í lið með þeim en verður ástfanginn af stjörnu Myllunnar – hinni óviðjafnanlegu Satine, sem heillast af skáldinu unga. En gildi bóhemanna um frelsi, fegurð, sannleik og ást mega sín lítils í heimi þar sem peningar ráða og allt er falt. Söngleikurinn er byggður á rómaðri kvikmynd Baz Luhrmann, sem heillaði heiminn svo um munaði þegar hún var frumsýnd.

Leikstjóri íslensku uppfærslunnar er Brynhildur Guðjónsdóttir, tónlistarstjóri er Jón Ólafsson og þýðing er í höndum Braga Valdimars Skúlasonar. Uppsetning Borgarleikhússins á Moulin Rouge! söngleiknum verður stórbrotin upplifun fyrir augu, eyru og hjarta. Öllu er til tjaldað og besta sviðslistafólk landsins flytur okkur til Parísar ársins 1899 í sýningu sem á sér enga líka í íslensku leikhúsi!

Í hlutverkum Satine og Christian eru þau Hildur Vala Baldursdóttir og Mikael Kaaber en með önnur aðalhlutverk fara Halldór Gylfason, Björn Stefánsson, Valur Freyr Einarsson, Haraldur Ari Stefánsson og Íris Tanja Flygenring.

Listrænir stjórnendur Nordiska

Sviðssetning: Anders Albien

Leikmynd: takis

Búningar: Astrid Lynge Ottosen

Danshöfundar: Anja Gaardbo/ Jenny Widegren/Xain Odenstål/ Kirsty McDonald

Listrænir stjórnendur Borgarleikhússins

Handrit: John Logan

Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason

Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir

Tónlistarútsetningar: Justin Levine og Matt Stine

Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson

Danshöfundur: Kirsty McDonald

Leikmynd: takis

Búningar: Astrid Lynge Ottosen

Ljósahönnun: Pálmi Jónsson

Hljóðhönnun: Jón Örn Eiríksson /Þorbjörn Steingrímsson

Hljóðblöndun: Þórhallur Arnar Vilbergsson

Leikgervi: Astrid Lynge Ottosen og Andrea Ruth Andrésdóttir

Aðstoðarleikstjóri: Melkorka Gunborg Briansdóttir

Leikarar:

Björn Stefánsson, Esther Talía Casey, Halldór Gylfason, Hildur Vala Baldursdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Íris Tanja Flygenring, Margrét Eir Hönnudóttir, Mikael Kaaber, Pétur Ernir Svavarsson, Valur Freyr Einarsson.

Dansarar:

Anaïs Barthe Leite, Birna Karlsdóttir, Björn Dagur Bjarnason, Ernesto Camilo Valdes, Fanný Lísa Hevesi, Gabriel Marling Rideout, Hannes Þór Egilsson, Karen Sif Kamgan, Karitas Lotta Tulinius, Margrét Hörn Jóhannsdóttir, Marinó Máni Mabazza, Rúnar Bjarnason og Þórey Birgisdóttir.

Lúxuskort (-40%): Leikhúskort (-30%): Fullt verð: 10.430.14.900.8.940.-

Moulin Rouge® is a registered trademark of Moulin Rouge.

Galdrakarlinn

Frumsýnt:

Salur:

24. janúar Stóra svið

Ungir sem aldnir hafa í áratugi heillast af sögunni um stúlkuna Dóróteu sem ásamt hundinum Tótó lendir óvænt í ævintýralandinu Oz þar sem fuglahræður tala, apar fljúga og galdranornir ráða ríkjum. Til að komast aftur heim þarf Dórótea að fylgja gula veginum sem liggur til galdrakarlsins fræga í Oz en hann er sá eini sem getur hjálpað henni. Leiðin til Oz reynist vera þyrnum stráð og hætturnar leynast víða en sem betur fer eignast Dórótea óvænta vini á leiðinni.

Sagan byggir á samnefndri bók Frank Baums sem öðlaðist nýtt líf með frægri kvikmynd frá 1939 þar sem Judy Garland fór með hlutverk Dóróteu. Síðan þá hafa óteljandi útgáfur litið dagsins ljós, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu og ekkert lát virðist vera á vinsældum söngleiksins. Þar spillir ekki fyrir tónlistin með ógleymanlegum lögum á borð við Somewhere Over the Rainbow og We’re off to See the Wizard

Leikstjórinn Þórunn Arna

Kristjánsdóttir er leikhúsgestum að góðu kunn enda stýrði hún tveimur af vinsælustu barnasýningum síðustu ára: Emil í Kattholti og Fíasól gefst aldrei upp. Hér fer hún fyrir glæsilegum hópi leikara og listrænna stjórnenda sem í sameiningu skapa bæði ógnir og undur ævintýralandsins Oz í ógleymanlegri sýningu.

Höfundur: L. Frank Baum

Leikgerð: John Kane

Tónlist og söngtextar: Harold Arlen og E. Y. Harburg

Leikstjóri: Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Tónlistarstjóri: Agnar Már Magnússon

Leikmynd: Eva Signý Berger

Brúðugerð: Pilkington props

Búningar: Júlíanna Steingrímsdóttir

Ljósahönnun: Gunnar Hildimar

Halldórsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikarar:

Berglind Alda Ástþórsdóttir

Björgvin Franz Gíslason

Hilmir Jensson

Pétur Ernir Svavarsson

Sólveig Arnarsdóttir

Vilhelm Neto

Þórey Birgisdóttir

Barnahópur og fleiri

Lúxuskort (-40%): Leikhúskort (-30%): Fullt verð: 5.250.7.500.4.500.-

Galdrakarlinn í Oz

Þetta er

LADDI

Gríman 2025: Þrjár tilnefningar

Salur: Sýningar hefjast: 5. september Stóra svið

Eftir hátt í fimmtíu uppseldar sýningar og fimm stjörnu dóma stígur Laddi aftur á svið ásamt sínu stóra persónugalleríi!

Hver er Laddi? Og hvaðan kemur húmorinn sem hefur verið samofinn húmor heillar þjóðar í hálfa öld? Í þessari sýningu er skyggnst inn í kollinn á Ladda, uppruni gamalkunnra persóna kannaður, þróun íslensks gríns sett undir smásjá og lyklar að manninum sjálfum á bak við grínið dregnir fram – en fyrst og fremst verður hlegið – og þakkað fyrir alla gleðina. Óborganleg sýning um óborganlegan mann sem fyrir löngu er orðinn þjóðargersemi og almannaeign. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ólafur Egill hefur löngum sótt í íslenskan veruleika og sett upp hverja verðlaunasýninguna á fætur annarri þar sem hann kryfur samtímann og segir sögur þjóðarinnar. Nægir þar að nefna Níu líf og Ástu sem hann skrifaði og leikstýrði, og Elly sem hann skrifaði ásamt Gísla Erni

Garðarssyni. Hér fær hann leikkonuna og handritshöfundinn Völu Kristínu

Eiríksdóttur til liðs við sig í handritsskrifin og býður svo Þórhall Sigurðsson, sjálfan

Ladda, velkominn í sófann ásamt fremstu gamanleikurum Borgarleikhússins.

Laddi og Vala Kristín hlutu hvort um sig Grímutilnefningu sem besti leikari og leikkona í aðalhlutverki og Björgvin

Franz var tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir sína óborganlegu

Elsu Lund.

Höfundur: Ólafur Egill Egilsson

og Vala Kristín Eiríksdóttir

Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson

Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson

Danshöfundur: Lee Proud

Leikmynd: Eva Signý Berger

Búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

Ljósahönnun: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Jón Örn Eiríksson

Hljóðblöndun: Þórhallur Arnar Vilbergsson

Myndbandagerð: Elmar Þórarinsson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikarar:

Berglind Alda Ástþórsdóttir

Birna Pétursdóttir

Björgvin Franz Gíslason

Halldór Gylfason

Hákon Jóhannesson

Hjörtur Jóhann Jónsson

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Laddi

Margrét Erla Maack

Vala Kristín Eiríksdóttir

Vilhelm Neto

Hljómsveit:

Friðrik Sturluson

Jón Ólafsson

Ólafur Hólm

Stefán Már Magnússon

Þ.T.. Morgunblaðið

Hamlet

„Að vera eða ekki vera“

Hér segir af prinsinum Hamlet sem missir föður sinn á voveiflegan hátt og missir í framhaldi af því tengsl við fjölskylduna, við ástina og við sjálfan sig. Hamlet er ein kunnasta persóna leikhúsbókmenntanna, í senn elskaður og óbærilegur, réttsýnn og syndugur, tvístígandi á mörkum sjálfsskoðunar og sjálfsréttlætingar.

Verkið rannsakar hvernig sjálfsmynd verður að sviðsetningu, hvernig ímynd og veruleiki renna saman. Á sama tíma stendur mannkynið frammi fyrir stærstu tilvistarspurningum sögunnar, hvað er satt og hvað er logið? Sannleikur eða blekking, ást eða aftenging, stríð eða bitcoin? Í þessum stórbrotna harmleik þar sem líf og dauði stíga sinn eilífa darraðardans, afhjúpar Shakespeare öfgar, spillingu, ójafnvægi og ómöguleika heiðarleikans.

Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrði verðlaunasýningunni Ást Fedru og tekst nú aftur á við klassíkina í einu þekktasta og vinsælasta verki leikhússögunnar, sjálfum Hamlet. Leikritið er marglaga og opið til túlkunar enda hafa leikstjórar og listamenn í aldanna rás fundið þar gamla og nýja þræði og spunnið sögur sem tala til áhorfenda á öllum tímum. Kolfinna fær til liðs við sig einvala lið leikara og listrænna stjórnenda en þýðandi er meistari íslenskrar tungu, Þórarinn Eldjárn.

Höfundur: William Shakespeare

Þýðing: Þórarinn Eldjárn

Leikgerð og leikstjórn:

Kolfinna Nikulásdóttir

Leikmynd og búningar:

Filippía Elísdóttir

Ljósahönnun: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Salka Valsdóttir

Leikarar:

Hákon Jóhannesson

Hilmir Snær Guðnason

Hjörtur Jóhann Jónsson

Sigurbjartur Sturla Atlason

Sólveig Arnarsdóttir

Vilhelm Neto

Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Hamlet

Enn og aftur eru þeir mættir í Borgarleikhúsið.

Hundur í óskilum ríður aldrei vafurlogann þar sem hann er lægstur. Síðast fór hann flikkflakk og heljarstökk í öllum herklæðum í gegnum Njálu á hundavaði. Nú tekst hann á hendur að færa Íslendingum í fyrsta sinn allan Niflungahring Richards Wagners ­ eins og hann leggur sig.

Þetta epíska stórvirki sem tónskáldið samdi upp úr íslenskum fornaldarsögum er fjórar óperur: Rínargullið, Valkyrjan, Sigurður Fáfnisbani og Ragnarök og tekur að jafnaði jafn mörg kvöld í flutningi. En Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson ásamt Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur geysast með himinskautum í gegnum allt verkið á einni kvöldstund og má með sanni fagna því að loksins, loksins sé Niflungahringurinn allur kominn heim ­ á sjálfa sögueyjuna.

Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir en um leikmynd og búninga sér Þórunn María Jónsdóttir.

Höfundur: Hjörleifur Hjartarson

Söngtextar: Hjörleifur Hjartarson

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir

Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir

Ljósahönnun:

Gunnar Hildimar Halldórsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikarar: Eiríkur Stephensen

Hjörleifur Hjartarson

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Lúxuskort (-40%): Leikhúskort (-30%): Fullt verð: 5.565.7.950.4.770.-

Nýtt magnað verðlaunaverk eftir Paulu Vogel, höfund Ökutíma

Ættmóðirin Phyllis flytur með táningsbörnum sínum, Carl og Mörtu ásamt nokkrum kakkalökkum í nýja íbúð sem vonandi er vistlegri en sú síðasta. Phyllis leggur metnað sinn í að kenna börnunum hvernig þau geti sem best lifað af í hörðum heimi og framfylgir aðferðum sínum af hörku og húmor. Grimm en hlý, óbilgjörn en samkvæm sjálfri sér tekst Phyllis á við raunveruleikann með ginflösku og sígarettur að vopni. En börn verða fullorðin og finna sínar eigin leiðir í lífi sem ber með sér nýjar og óvæntar áskoranir.

Höfundurinn Paula Vogel er Íslendingum að góðu kunn en verk hennar, Ökutímar, sló í gegn hér fyrir nokkrum

árum. Hún er eitt vinsælasta og virtasta leikskáld Bandaríkjanna og hefur unnið til óteljandi viðurkenninga – en sagt hefur verið um hana að hún safni verðlaunum eins og svartur sófi safnar ryki. Mömmó, eða Motherplay, er nýjasta verk hennar, frá 2024 og var það tilnefnt til allra hugsanlegra leiklistarverðlauna Bandaríkjanna á síðasta ári. Leikritið er að hluta til sjálfsævisögulegt en Vogel byggir það á sambandi sínu við móður sína og bróður.

Höfundur: Paula Vogel

Þýðing: Ingunn Snædal

Leikstjórn: Agnar Jón Egilsson

Leikmynd og búningar:

Guðný Hrund Sigurðardóttir

Ljósahönnun: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikarar: Birna Pétursdóttir

Hákon Jóhannesson

Sigrún Edda Björnsdóttir

Lúxuskort (-40%): Leikhúskort (-30%): Fullt verð: 5.565.7.950.4.770.-

Mömmó

Jólapartý

Skoppu & Skrítlu!

Öll fjölskyldan kemst í jólaskap!

Skoppa og Skrítla snúa aftur á leiksviðið og bjóða ykkur öll velkomin á glaðværa og hjartahlýja tónleikasýningu þar sem stuð og stemning ræður ríkjum!

Með sér á svið fá þær glæsilega gestasöngvara sem setja sannkallaðan stjörnublæ á sýninguna – og tónlistin mun hreyfa við öllum, bæði litlum og stórum!

Komdu með Skoppu og Skrítlu í fjörugt og spennandi jólapartý þar sem tónlist, gleði og töfrar jólanna fylla Borgarleikhúsið!

Höfundur: Hrefna Hallgrímsdóttir

Leikstjórn: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

Leikmynd og búningar: Tanja Huld Levý

Tónlistarstjórn: Hallur Ingólfsson

Ljósahönnun: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikarar: Linda Ásgeirsdóttir

Hrefna Hallgrímsdóttir

Vigdís Gunnarsdóttir

Viktor Már Bjarnason

Páll Óskar Hjálmtýsson

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir

ásamt 18 syngjandi og dansandi glöðum börnum.

Lúxuskort (-40%): Leikhúskort (-30%): Fullt verð: 4.830.6.900.4.140.-

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri Moulin Rouge!, settist niður með Maríönnu Clöru Lúthersdóttur til að ræða ferðalagið að baki söngleiknum, ástina á Frakklandi, berkla og auðvitað sannleika, fegurð, frelsi og ást!

„Nú mega mylluspaðarnir fara að snúast!“

M: Hvaðan kom hugmyndin um að setja upp Moulin Rouge!?

B: Ætli hugmyndin hafi ekki bara komið um leið og við vissum að söngleikurinn væri til? Við erum alltaf á höttunum eftir allra bestu titlunum fyrir leikhúsið okkar og sem ástríðumanneskja um leikhús og safaríkar sögur þá tók hjartað í mér kipp þegar ég vissi að kvikmynd Baz Luhrmann væri orðin að söngleik. Síðan eru liðin nokkur ár en í leikhúsinu er tíminn alltaf svolítið afstæður. Við sóttum fast að fá leyfið, alveg frá því að ég tók við leikhússtjórastöðunni, snemma árs 2020, hömruðum við á því við umboðsskrifstofur að við hefðum mikinn áhuga á Moulin Rouge! söngleiknum og einn góðan veðurdag kom Magnús Þór dramatúrg inn á skrifstofu til mín og sagði „Þetta er komið“. Ég hoppaði upp úr stólnum og fann þá og þegar að mig langaði til að halda um taumana og fylgja sýningunni í höfn. Úr varð því að ég tæki leikstjórn íslensku uppfærslunnar að mér. Þetta er búið að vera heilmikið ferðalag en æfingar hófust í maí s.l. Þar sem ég er nú að stíga úr stóli leikhússtjóra eru viðbrigðin nokkur en þetta er svo gaman, ég svíf barasta á rósrauðu skýi!

M: Varðandi íslensku uppfærsluna ­ þá er spennandi að við séum fyrsta landið sem fengið hefur leyfi til að þýða alla textana yfir á íslensku!

B: Já! Sem er svo stórt atriði fyrir okkur!

Og það er merkilegt að við, sem erum svo lítil þjóð, skulum hafa svo sterka málhefð og djúpar rætur í tungumálinu okkar. Það var dýrmætt að á okkar röksemdafærslur varðandi íslenskuna hafi verið hlustað í stað þess að vera krafin um að nota ensku. Ég hlakka mikið til að leyfa fólki að heyra hvaða meistarahöndum Bragi Valdimar fer um tónlist sem Marilyn Monroe gerði fræga, sem og söngtexta Elton John og Rolling Stones!

M: Bragi er slíkur galdramaður að þetta er ekki bara á íslensku heldur á ótrúlega frjórri, leikandi, öskrandi fyndinni, djúpri íslensku sem er með endalausar vísanir í okkar veruleika.

B: Þarna er textahefð okkar komin –allt frá Um dauðans óvissa tíma [eftir Hallgrím Pétursson] til Ég er að tala um þig [eftir Björgvin Halldórsson]. Þetta fannst Braga líka vera mesta áskorunin – að taka syrpu – lag sem samsett er úr allt upp í tuttugu lögum og koma saman í einn burðugan texta um tilfinningar og ást sem skilar okkur nákvæmlega á rétta staðinn. Sérlega skemmtilegt var svo að fá hrós frá handritshöfundinum, John Logan, sem sendi sérstakar þakkir fyrir hugvitssamlega og vandaða þýðingu og klykkti svo út með: „Go Iceland!“

M: Við gerum ekki betur en það! Go Iceland!! En þú ert heppin með fleiri listræna stjórnendur en Braga Valdimar

– af danshöfundum Nordiska fengum við hina skosku Kirsty MacDonald.

B: Hvílík guðsgjöf! Þarna hitti ég sálufélaga í smekk og vinnuetík og svo hollt fyrir okkur að fá nýtt fólk sem kemur með nýjar áherslur og aðra reynslu til samstarfs í leikhúsinu. Kirsty er ótrúlega flink og reynslumikil, algjörlega frábær samstarfsfélagi og mikill húmoristi. Það er búið að vera svo gaman á æfingum og ekki laust við að stundum hugsi maður „er þetta vinna ef það er svona gaman?!“ Ekki skemmdi fyrir að þau Jón Ólafsson tónlistarstjóri smullu líka svo vel saman þegar við tókum tvö hundruð og tuttugu einstaklinga í prufur fyrir danshópinn. Það var dýrmætur tími. Þá áttuðum okkur á því úrvali menntaðs hæfileikafólks sem hér er að finna.

Hér koma þau svo öll saman og verða þessi Moulin Rouge fjölskylda. Við Kirsty fundum í þessum mikilvægu prufum að við vorum að leita að því sama, sama bragði, sterkum persónuleikum til að byggja öflugan og fjölbreyttan hóp.

M: En það kom okkur öllum á óvart hvað það kom mikið af ótrúlega hæfu fólki í þessar prufur.

B: Ég játa fúslega að ég áttaði mig ekki á hvaða ótrúlegu hæfileikar væru til hér á landi og var búin að hugsa hvort við myndum lenda í vanda með að manna hópinn. Þær áhyggjur reyndust algjört rugl! Opnu prufurnar sprengdu alla skala

Kirsty McDonald og Brynhildur Guðjónsdóttir

og þegar á hólminn var komið var valið allt annað en auðvelt.

M: En Moulin Rouge!, sem aðdáandi leikhúss og söngleikja og sem leikhússtjóri með nef fyrir því hvað fólk vill sjá, þá lá þetta beint við – en þú hefur líka sterkar taugar til Frakklands og til Parísar og ekki spillir sagan fyrir –þú ert heilluð af þessum heimi!

B: Ég er það og tenging mín við Frakkland er djúp og löng. Ég hef alltaf verið heilluð af Frakklandi, franskri menningu, bókmenntum, kvikmyndum og tónlist. Sem barn heillaðist ég af frönsku söngkonunni Mireille Mathieu og söng hástöfum með án þess að skilja stakt orð með höfðinu. Á menntaskólaárunum byrjaði ég að hlusta á Gainsbourg og Edith Piaf og gleypa í mig allt franskt sem í boði var. Eftir MR fór ég í Háskóla Íslands þaðan sem ég kláraði BA­próf í frönsku. Ég bjó einn vetur í Montpellier í Suður­

Frakklandi en auðvitað heillaði París, nostalgíska París alltaf. Á hverju einasta götuhorni er saga – bæði listasaga, byggingarlist, saga hinna ríku og saga hinna fátæku. París einhvern veginn dansar á þessum fallega oddi – það eru alltaf andstæður – óskaplegur íburður á móti einfaldleikanum ­ aristókratarnir andspænis bóhemunum og það er einmitt saga Moulin Rouge!

Kvikmynd Baz Luhrman heillaði mig líka alveg svakalega á sínum tíma. Hvernig frásagnarstíllinn var í kvikmyndagerðinni og ég viðurkenni að ég elska að gráta yfir ástum og örlögum annars fólks. Andi sögunnar bergmálar söngtexta Edith Piaf – miklar tilfinningar og sögur sem enda ekki alltaf vel.

M: Mikill harmur en mikil ástríða og lífsgleði um leið.

B: Sannarlega og gildi bóhemanna í öndvegi: sannleikur, fegurð, frelsi og ást! Ég meina, ef þú trúir ekki á það þá ertu bara farinn! (Hlær) Nei, en þetta blandast allt saman, fegurðin og rómantíkin, harmurinn og helsið.

M: Þessi kvikmynd Baz Luhrman er nútímaleg í frásagnaraðferðinni en er að segja 19. aldar epíska ástarsögu og byggir meira að segja á ákveðnum sögulegum staðreyndum. ToulouseLautrec og fleiri persónur þarna voru til í alvöru og dansmeyjarnar byggðar á þeim sem hann málaði – þannig að þetta er í rauninni ótrúlega skemmtilegt hjónaband 19. aldar sögulegrar skáldsögu og nútíma listforms.

B: Já, líf listamannanna í Montmartre, listamanna á borð við Toulouse­Lautrec var leikmyndahöfundinum takis og búninga­og gervahönnuðinum Astrid Lynge Ottosen mikill inblástur. ToulouseLautrec hékk raunverulega á Rauðu myllunni, drakk ótæpilega af absintu og málaði dansmeyjarnar.

M: Gerði Rauðu mylluna ódauðlega!

B: Já! Þannig að þegar Toulouse­Lautrec segir við stjörnu sýningarinnar, Satine, í lok verksins: „Ég ætla að gera þig ódauðlega!“ þá er það raunverulegt! Og alltaf hafa verið til stjörnur sem við dýrkum – glitrandi demantar ­ og alltaf hafa verið til heiðríkir ungir menn sem flytja frá heimaslóðum til að upplifa og til að vera.

M: Og alltaf hafa verið menn sem halda að allt sé falt fyrir peninga.

B: Og verða bara reiðir ef þeir geta ekki keypt hjörtu fólks! Svo er það alveg hreint dýrðlegt að vinna með kraftmiklu, vinnusömu, ungu fólki með svona botnlausa hæfileika eins og Hildi Völu og Mikael sem munu standa fremst í okkar frábæra hópi leikara og dansara sem bera söguna uppi. Ég er svo þakklát fyrir allt þetta kraftmikla og vandaða listafólk.

Ég hef aldrei leikstýrt söngleik áður en er virkilega að njóta vinnunnar. Þetta er mikill saumaskapur þar sem um er að ræða mikinn dans, flókinn söng og raddanir og leiksenur sem eru munstraðar inn í tónlist verksins. Þetta krefst bæði aga og nákvæmni og þá er gott að hafa farið í svipaðar sjóferðir með fagfólki. Ég hef tekið þátt í nokkrum söngleikjum sem leikari en sá fyrsti var söngleikurinn RENT þar sem Jón Ólafsson var einmitt tónlistarstjóri. Það er ómetanlegt að vera með slíkan reynslubolta með sér í svona stórum og flóknum söngleik.

M: Þar var nú líka elskast og dáið úr berklum!

B: Jújú, byggður á La bohème!

M: Sem verður einmitt á fjölum Borgarleikhússins í vetur – við vorum akkúrat að grínast með að þetta yrði stóra berklaárið í Borgarleikhúsinu!

Ljósmyndari: Elmar Þórarinsson

B: Velkomin í pestarbælið, viltu snittu?! (hlær dátt) En að öllu gamni slepptu þá erum við að leggja okkur öll fram um að bjóða upp á stórfenglega upplifun, flugeldasýningu fyrir hjarta, heila og bris! – eins og Toulouse­Lautrec segir í verkinu. Sagan er stórbrotin, í sínum mannlega einfaldleika, og það er yndislegt að finna fyrir áhuganum. Ég hlakka til að sjá hópinn gera það sem góðir listamenn gera: leysa upp tíma og rúm og bera okkur inn í annan heim, heim Rauðu myllunnar í París árið 1899. Ég er löngu búin að tapa tölunni á fjölda ljósapera í leikmyndinni og can can spörkin eiga eftir að fá hvaða dauðyfli sem er til að garga af hamingju. Sigga Kling sagði að rauður væri liturinn minn í ár. Ekki dettur mér í hug að mæla gegn því. Nú mega mylluspaðarnir fara að snúast!

Dansprufur fyrir Moulin Rouge! söngleikinn. Kirsty McDonald, Brynhildur Guðjónsdóttir, Magnús Þór Þorbergsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir

La bohème

La bohème eftir Puccini er ein dáðasta ópera allra tíma. Áhorfendur fylgja sex ungum listamönnum meðan heit ástríða þeirra fyrir lífinu lætur undan köldum raunveruleikanum. Það er aldrei til eldiviður í kamínuna og það snjóar inn um gat í loftinu. Rík af orðaforða, fátæk af öðrum forða. Södd af ást og vináttu en að öðru leyti hungurmorða. Óperan er í senn drepfyndin og hádramatísk og býr yfir ógleymanlegri tónlist. La bohème verður fyrsta verk Óðs með hljómsveit og í gegnum það samstarf birtist þessi saga á látlausan máta, þar sem örlagaþráður tónlistarinnar upphefur rómantík lífsins og tjáir tilfinningadrama ástar, sorgar og vináttu með þeirri marglaga dýpt sem óperu einni er lagið. Á síðustu árum hefur Óður getið sér afbragðs gott orð fyrir bráðskemmtilegar sýningar þar sem ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk færir sígilda tónlist í nýjan búning. Óður hefur sýnt 57 sýningar af fjórum óperuuppfærslum sínum frá stofnun árið 2021. Hópurinn þýðir sérhverja þeirra úr upprunatungumáli yfir á íslensku og vinnur nýja leikgerð að öllu leyti. Óður hefur hlotið Grímuverðlaun fyrir starf sitt og verið tilnefndur sem Flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum, auk þess að vera útnefndur Listhópur Reykjavíkur árið 2024.

Höfundur tónlistar: Giacomo Puccini

Höfundur librettos: Luigi Illica og Giuseppe Giacosa

Þýðing: Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason

Leikstjórn: Tómas Helgi Baldursson

Tónlistarstjórn og útsetning:

Sævar Helgi Jóhannsson ásamt hljómsveit Óðs

Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir

Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson

Sviðshreyfingar: Bjartey Elín Hauksdóttir

Flytjendur

Rodolfo: Þórhallur Auður Helgason

Mimi: Sólveig Sigurðardóttir

Marcello: Áslákur Ingvarsson

Musetta: Bryndís Guðjónsdóttir

Colline: Ragnar Pétur Jóhannsson

Schaunard: Gunnlaugur Bjarnason

Benoit/Alcindor: Níels Thibaud Girerd

Hljómsveit Óðs

Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði sviðslistafólks, Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði. Í samstarfi við Sviðslistahópinn Óð.

Lúxuskort (-40%): Leikhúskort (-30%): Fullt verð: 6.930.9.900.5.940.-

Ekki hugmynd

Jæja hvað ætlarðu svo að verða?

Ekki hugmynd.

Hvað skuldarðu mikið í skatt?

Ekki hugmynd.

Hvað á leikritið að heita?

Ekki hugmynd.

Það er skelfileg stund í lífi hvers manns þegar tilveran hættir að vera hellað djamm og hótel mamma og verður virðisauki, viðbótarlífeyrissparnaður og almennur viðbjóður.

Snögglega breytist lífið í eitt stórt skyndipróf:

Heimsreisa eða háskólapróf?

Smokkur eða snudda?

Lán eða lífsvilji?

Ekki hugmynd er bráðfyndið gamanleikrit þar sem mannabörnin Arnór, Óli og Vigdís eru öll týnd á tímamótum og hafa ekki hugmynd um hvað þau eiga að gera. En með gríni, mis­heimspekilegum kenningum, söng og öllum tiltækum leikhústrixum ætla þau að finna út úr þessu og færa íslensku þjóðinni svar við ráðgátum lífsins!

Og hvert er svarið?

Eeeeeekki huuuuuuugmynd. Ps. allir gestir fá að sjálfsögðu þátttökuverðlaun fyrir að mæta.

Gaflaraleikhúsið er þekkt fyrir stórskemmtilegar sýningar unnar lóðbeint upp úr íslenskum veruleika sem allir frá fermingu og fram á grafarbakkann geta haft gaman af. Þau settu síðast upp gamanleikinn gleðilega Tóma hamingju sem sýndur var fyrir troðfullu húsi allan síðasta vetur og uppskar að auki tvær tilnefningar til Grímunnar. Þau eru nú mætt aftur í Borgarleikhúsið með glænýtt grín til að gleðja okkur öll.

Höfundar:

Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarsson, Vigdís Hafliðadóttir

Leikstjórn: Egill Andrason

Tónlist og hljóðmynd: Vigdís Hafliðadóttir og Egill Andrason

Leikmynd og búningar: Bryndís Ósk Ingvarsdóttir

Ljósahönnun: Sölvi Dýrfjörð

Aðstoðaleikstjórn: Ásgrímur Gunnarsson

Dramatúrg: Björk Jakobsdóttir

Framkvæmdastjórn: Björk Jakobsdóttir

og Gunnar Helgason

Markaðssetning: Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason, Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson

Framleiðendur: Gaflaraleikhúsið í samstarfi við Borgarleikhúsið.

Leikarar: Arnór Björnsson Óli Gunnar Gunnarsson

Vigdís Hafliðadóttir

Sýningin er styrkt af Hafnarfjarðarbæ.

SKAMMAR

ÞRÍHYRNINGURINN

Salur:

Frumsýnt: 4. október Litla svið

Verkið Skammarþríhyrningurinn gerist í fjarlægri framtíð. Menningarstríðinu er lokið: kynrænt sjálfræði, hinsegin mannréttindi og kvenfrelsi heyra sögunni til. Bakslagið hefur náð endatakmarki sínu.

Í þessum ímyndaða hliðarveruleika við daufari enda regnbogans stendur hópur sérfræðinga fyrir glæstri opnun á sögusafni um hina myrku tíma pólitíska rétttrúnaðarins sem við nú lifum, En verkefni þeirra er afar flókið því bækurnar hafa allar verið brenndar, heimildirnar eru horfnar og mannlegur fjölbreytileiki utan strangrar tvíhyggju hefur verið bannaður og ritskoðaður úr sögunni.

Við fylgjumst með þessum hópi reyna að púsla saman mynd af mannréttindaparadísinni sem eitt sinn var á Íslandi og svara aðkallandi spurningum. Hvað í ósköpunum var Pride? Hvernig bjargaði J.K. Rowling kvennaklósettinu frá alþjóðlegum nauðgarasamtökum? Hverskonar te

drukku svokallaðar dragdrottningar? Hvar fór innræting barna fram? Hver var þessi Hán?

Leikhópurinn Stertabenda var stofnaður 2016 og hefur þróað sérstætt sviðstungumál Camp aðferða og hinsegin fagurfræði þar sem húmor og gáski ráða för í vægðarlausri krufningu á samtímanum. Fyrri verk hópsins eru Stertabenda (2016), Insomnia (2018) og Góðan daginn, faggi (2021).

Höfundur: Leikhópurinn Stertabenda

Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger

Dramatúrg: Egill Andrason

Tónlist: Axel Ingi Árnason í samstarfi við Egil Andrason

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

Dans- og sviðshreyfingar: Cameron Corbett

Framleiðendur: Davíð Freyr Þórunnarson og Ragnheiður Maísól Sturludóttir

Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Bjarni Snæbjörnsson, Embla Guðrúnar­Ágústsdóttir, Fannar Arnarsson, Kristrún Kolbrúnardóttir og Sindri Sparkle

Verkefnið er styrkt af Sviðlistasjóði og Listamannalaunum.

Framleitt af Stertabendu í samstarfi við MurMur Productions og Borgarleikhúsið.

Leikgervi: Ray Milano Lúxuskort (-40%): Leikhúskort (-30%): Fullt verð: 5.565.7.950.4.770.-

ÞEGAR ÉG SÉ ÞIG, SÉ ÉG MIG

Við hittum litað fólk á mismunandi stöðum í lífinu og heyrum sögur þeirra af öðrun, tengingu, fordómum og samstöðu. Leitast verður við að sviðsetja reynsluheim litaðra einstaklinga, gefa þeim rödd og brjóta niður ósýnilega veggi milli menningarstarfsemi og uppruna fólks. Sýningin er persónuleg en hefur víða skírskotun fyrir okkur öll sem búum hér í þessum heimi.

Leikhópurinn Elefant samanstendur af ungum leikurum og listafólki sem flest eiga það sameiginlegt að vera af blönduðum uppruna. Hópurinn hefur sett upp nokkrar sýningar – meðal annars hina margverðlaunuðu Íslandsklukku sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu. Elefant vinnur gjarnan með fyrirframgefnar hugmyndir okkar um hvað sé að vera Íslendingur og í hverju þjóðerni felist þar sem þau endurskilgreina hugmyndir út frá breyttum forsendum og nýjum veruleika samtímans.

Höfundar: Leikhópurinn Elefant

Leikstjórn: Erna Kanema Mashinkila

Tónlistarstjórn: Sonny Bouraima

Ljósahönnun, leikmynd, fagurfræði: Bjartur Örn Bachmann og Dýrfinna Benita

Dramatúrg: Eva Halldóra Guðmundsdóttir

Dans - og sviðshreyfingar: Indy Yansane

Framleiðandi: Jónmundur Grétarsson/ Elefant

Flytjendur:

Sedley Francis

Tara Sóley Mobee

Viktoria Dalitso

Þórdís Nadia Semichat

Sýningin er styrkt af Sviðlistasjóði og Launasjóði sviðslistafólks.

Í samstarfi við leikhópinn Elefant.

Salur:

Fjallabak

Brokeback Mountain

Salur: Sýningar hefjast:

Eins og Rómeó og Júlía okkar tíma hefur ástarsaga kúrekanna Ennis og Jacks snert við hjörtum áhorfenda um allan heim. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee rómaða kvikmynd eftir sögunni. Hér segir af kúrekunum Ennis og Jack sem hittast fyrir tilviljun þegar þeir vinna við að smala búfé á fjöllum í Bandaríkjunum um miðbik síðustu aldar. Þrátt fyrir gríðarlega fordóma samfélagsins dragast þeir hvor að öðrum og reyna saman að höndla ást og frelsi sem er í fullkominni mótsögn við ofbeldið og erfiðleikana í umhverfi þeirra.

Leikstjórinn Valur Freyr Einarsson fær til liðs við sig tvo af fremstu leikurum Borgarleikhússins í hlutverk Ennis og Jacks auk þess sem lifandi tónlist sýningarinnar er í höndum Guðmundar Péturssonar og Þorsteins Einarssonar. Sýningin hlaut frábærar viðtökur gagnrýnenda og var tilnefnd til tveggja GrímuverðlaunaAxel Hallkell hreppti svo Grímuna fyrir leikmynd ársins.

Höfundur: Ashley Robinson

Þýðing: Maríanna Clara Lúthersdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir

Tónlist og söngtextar: Dan Gillespie Sells

Leikstjórn: Valur Freyr Einarsson

Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson

Búningar: Stefanía Adolfsdóttir

Ljósahönnun: Gunnar Hildimar Halldórsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir

Leikarar:

Björn Stefánsson, Esther Talía Casey, Hilmir Snær Guðnason, Hjörtur Jóhann Jónsson, Íris Tanja Flygenring.

Hljómsveit: Guðmundur Pétursson og Þorsteinn Einarsson.

Elísabet Jökuls

Kriðpleir og

Innkaupapokinn

Sýningar hefjast:

Salur:

Innkaupapokinn snýr aftur vegna fjölda áskorana en sýningin fékk stórkostlegar viðtökur leikhúsgesta og gagnrýnenda á síðasta leikári. Þá var hún tilnefnd til fimm Grímuverðlauna, m.a. sem sýning ársins og leikrit ársins.

Sýningin er vefur sem leikhópurinn Kriðpleir spinnur umhverfis veröld Elísabetar Jökulsdóttur og leikrit hennar Mundu töfrana. Handritið hefur verið hálfgert olnbogabarn í íslensku leikhúsi í rúmlega 30 ár og aldrei ratað á svið þrátt fyrir þrotlausar tilraunir höfundar og stöðug endurskrif. En í kjölfar þess að Ragnar Ísleifur Bragason, meðlimur í leikhópnum

Kriðpleir frétti af þrautagöngu Elísabetar kviknaði ný von því Ragnar vildi óður og uppvægur koma

Elísabetu, frænku sinni, til bjargar með hjálp félaga sinna úr leikhópnum. Sumir gætu sagt að þetta væri eins og að fara úr öskunni í eldinn. Það er að minnsta kosti ekki vandræðalaust að lífga við gamlan galdur … Leikhópurinn Kriðpleir er einn af virkari hópum íslensku sviðslistasenunnar. Hópurinn hefur samið um tug verka fyrir leiksvið og útvarp, sýnt þau innanlands sem utan og hlotið fjölmargar tilnefningar til Grímunnar.

Höfundur: Elísabet Jökulsdóttir og Kriðpleir

Leikstjórn: Kriðpleir

Leikmynd og búningar:

Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir

Tónlist: Benni Hemm Hemm

Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson

Dramatúrg og höfundur sviðshreyfinga: Snæfríður Sól Gunnarsdóttir

Leikarar:

Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Saga Garðarsdóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir.

Styrkt af Sviðslistasjóði og Listamannalaunum.

Vísir
Lúxuskort (-40%): Leikhúskort (-30%):

Magnað verðlaunaverk

Ífigenía í Ásbrú

„Vissuð þið að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er alltaf kölluð sláturhúsið. Alltaf pökkuð, alltaf röð. Allir hóstandi og hnerrandi og ég finn svona hvernig ég er að verða veik af því að anda inn ógeðinu sem hinir anda út. Hurðin opnast og nei sko, feita búkollumamman með massíva barnavagninn spyr móttökuna hversu lengi þurfa þau nú eiginlega að bíða. Konan í móttökunni segir að það er aftur bara einn læknir á vakt svo hún gerir ráð fyrir svona 2­3 klukkutímum að minnsta kosti“

Ífigenía í Ásbrú (Iphigenia in Splott) eftir Gary Owen er verðlaunaverk sem hefur farið sigurför um heiminn. Leikritið fjallar um Ífí, stelpuna sem þú tekur sveig framhjá þegar þú mætir henni hauslausri fyrir hádegi. En það sem þú ekki veist er að þú stendur í ævilangri þakkarskuld við hana. Og nú er komið að skuldadögum. Þórey Birgisdóttir fer hamförum í hlutverki Ífigeníu og hlaut fyrir tilnefningu til Grímunnar sem leikkona ársins í aðalhlutverki.

Leikstjóri er Anna María Tómasdóttir, sem m.a. leikstýrði hinni rómuðu sýningu The Last kvöldmáltíð. Ífigenía í Ásbrú fékk stórkostlega dóma gagnrýnenda og gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíói allan síðasta vetur.

Höfundur: Gary Owen

Þýðing: Anna María Tómasdóttir og Þórey Birgisdóttir

Leikstjórn: Anna María Tómasdóttir

Ljósahönnun: Ásta Jónína Arnardóttir

Hljóðmynd: Kristín Hrönn Jónsdóttir

Aðstoðarleikstjóri: Gígja Hilmarsdóttir

Plakat grafík: Ragnar Fjalar Lárusson

Ljósmyndari: Grace Jane Claiborn­Barbörudóttir

Video kynningarefni: Árni Beinteinn

Lag: Anya Shaddock

Leikari: Þórey Birgisdóttir

Salur: Sýningar hefjast:
Gríman 2025: Ein tilnefning
S.J. Heimildin

Óstöðvandi hláturskast

Tóm hamingja

Salur:

Sýningar hefjast: 13. september Nýja svið

Tóm hamingja er gleðisprengja á tveimur sviðum sem heldur áfram á nýju leikári. Þetta ferska og sprenghlægilega leikhúsform heldur öllum á tánum, leikurum jafnt sem áhorfendum. Vinahópurinn ákveður að taka smá inngrips partý upp í bústað um áramótin. Þau hafa þungar áhyggjur af Hjálmari sem virðist alveg vera að missa af hamingjulestinni. Hann er óvirkur á samfélagsmiðlum og hættur að drekka sem er klárlega merki um alvarlegt þunglyndi. Því ákveður vinahópurinn að hjálpa. Þessi áramót eiga að vera tóm hamingja svo Hjálmar sjái ljósið á ný. En misskilningur, meðvirkni, ofskynjunarvöfflur, framhjáhald, kind og fleira flækja bústaðarferðina all verulega. Sýningin fékk tvær Grímutilnefningar fyrir leik og ótal uppseldar sýningar sýna og sanna að þetta er verk sem bæði gagnrýnendur og áhorfendur heillast af.

Höfundar: Arnór Björnsson, Ásgrímur Gunnarsson og Óli Gunnar Gunnarsson

Leikstjórn og dramatúrgía: Björk Jakobsdóttir

Leikmyndahönnun og smíði: Svanhvít Thea Árnadóttir

Tónlist: Máni Svavarsson

Lýsing: Freyr Vilhjálmsson

Aðstoðarleikstjóri: Kolbrún María Másdóttir

Framkvæmdastjórn: Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason

Leikarar:

Arnór Björnsson

Ásgrímur Gunnarsson

Berglind Alda Ástþórsdóttir

Óli Gunnar Gunnarsson

Steinunn Arinbjarnardóttir

Vigdís Halla Birgisdóttir

Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Hafnarfjarðarbæ. Í samstarfi við Gaflaraleikhúsið.

Salur: Sýningar hefjast: 11. október Litla svið

Vegna fádæma vinsælda snýr Hallgrímur Helgason aftur í Borgarleikhúsið með Sextíu kílóa bækurnar. Hallgrímur er margverðlaunaður metsöluhöfundur sem fangað hefur hug og hjörtu þjóðarinnar með verkum sínum um fólkið í sjávarþorpinu Segulfirði í bókum sínum Sextíu kíló af sólskini, Sextíu kíló af kjaftshöggum og Sextíu kíló af sunnudögum.

Hallgrímur er kunnur sögumaður og hefur haldið gríðarlega vinsæl námskeið þar sem hann opnar bækurnar upp á gátt fyrir lesendum sínum og nú gerir hann gott betur og býður gestum til sætis á Litla sviði Borgarleikhússins. Á sviðinu rekur hann frásögnina í gegnum skáldsögurnar af alkunnri list, les upp úr bókunum, lyftir hulunni af vinnuferlinu, baksögunum og innblæstrinum og gæðir persónur sínar lífi sem aldrei fyrr.

Höfundur og flytjandi: Hallgrímur Helgason

Sýning fyrir alla sem elska og hata fótbolta

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar

Salur: Sýningar hefjast: 4. september Litla svið

Þriðja leikárið í röð snýr þessi vinsæla sýning aftur á fjalirnar og ekkert lát er á aðsókn! Þorleifur Aron, kallaður Doddi, fráskilinn karlmaður á fimmtugsaldri og Óli Gunnar, yngri bróðir hans hittast til að horfa á alla leiki Manchester United saman í sófanum. Leikir enska liðsins eru fastinn sem gefur lífi þeirra lit en einnig sá tími sem þeir geta eytt saman og fengið frið frá amstri dagsins. Yfir leiknum fá tilfinningar þeirra lausan tauminn og í gegnum leikinn fá þeir útrás auk þess sem óhófleg drykkja þeirra er réttlætanleg. Þennan tiltekna laugardag sem verkið gerist bregður út af vananum er Benedikt Hafberg, hinni nýi kærasti barnsmóður Dodda ásamt söngvaranum Valdimar bætast óvænt í hópinn að horfa á leikinn. Spennan innan sem utan vallar eykst sem því nemur og úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Því líkt utan vallar sem innan þá getur allt gerst í heimi knattspyrnunnar.

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er sýning fyrir alla sem elska og hata fótbolta.

Sýningin hlaut fjórar tilnefningar til Grímunnar árið 2023.

Höfundar: Sveinn Ólafur Gunnarsson og Ólafur Ásgeirsson

Hugmynd: Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson og Viktoría Blöndal

Leikstjórn: Viktoría Blöndal

Leikmynd og búningar: Sólbjört Vera Ómarsdóttir

Tónlist: Valdimar Guðmundsson

Ljósahönnun: Ásta Jónína Arnardóttir og Juliette Louste

Sviðshreyfingar: Erna Guðrún Fritzdóttir

Dramatúrg: Lóa Björk Björnsdóttir

Leikarar:

Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson, Starkaður Pétursson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Valdimar Guðmundsson.

Verkið er styrkt af Sviðslistasjóði.

Dr. Football
Gríman 2023: Fjórar tilnefningar

Leikhúsbarinn

Gerðu meira úr leikhúskvöldinu

Leikhúsbar Borgarleikhússins býður upp á úrval af ekta dönsku smurbrauði frá Jómfrúnni. Húsið opnar kl. 18:30 öll sýningarkvöld.

Gerðu meira úr leikhúskvöldinu og gefðu þér góðan tíma til að njóta upplifunar innar með mat og drykk af Leikhúsbarnum okkar.

Veitingar í hléi

Veitingar í hléi er nú hægt að panta fyrirfram og bíða þær tilbúnar á fráteknu borði þegar hlé hefst — engin bið bara notaleg stund.

Hægt er að panta veitingar á borgarleikhus.is

dansár

FLÓÐREKA

eftir Aðalheiði Halldórsdóttur í samstarfi við Jónsa

HRINGIR ORFEUSAR og annað slúður

eftir Ernu Ómarsdóttur

JÓLADRAUMAR

Jólaævintýri fyrir börn eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur

GARÐURINN

eftir Mattia Russo og Antonio de Rosa

ÍD ÁRSKORT 2025-26

35 % afsláttur

25 ára og yngri- 50% afsláttur

SÝNING ÁRSINS 2025

Skólasýningar

Á ári hverju bjóðum við þúsundum barna úr leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar að koma á sýningu í Borgarleikhúsinu

Skólasýningum fylgir veglegt fræðsluhefti frá leikhúsinu sem nemendur og kennarar fá í hendur fyrir sýningu.

Ofurhetjumúsin

Salur:

Leikskólasýning ársins er ávallt gleðilegur viðburður en þá fyllist leikhúsið af öllum elsta árgangi leikskólanna í Reykjavík! Í vetur verður það hin hugljúfa og töfrandi sýning Ofurhetjumúsin. Leikhúsið hefur legið í dvala um stund og því er frábært að fá fullan sal af börnum til að vekja það. Þá er aldrei að vita nema að áhorfendur fái að heyra æsispennandi ævintýri, eða kannski alveg ótrúlega sögu, pínulitla sögu um ennþá minni mús sem ferðast um undraheima leikhússins í leit að hugrekkinu sínu. Höfundur og leikstjóri: Þórunn Arna Kristjánsdóttir Tónlist og útsetningar: Rakel Björk Björnsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Myndbönd: Elmar Þórarinsson og Pálmi Jónsson Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Kjarval

Salur:

Litla svið

Öllum nemendum fimmta bekkjar í Reykjavík er boðið á Kjarval, undurfagurt og skemmtilegt verk um listmálarann Jóhannes Sveinsson Kjarval. Í sýningunni, sem byggir að hluta til á verðlaunabók Margrétar Tryggvadóttur um listamanninn, er leitast við að draga upp mynd af Jóhannesi Sveinssyni Kjarval; drengnum, manninum og málaranum.

Höfundur leikgerðar og leikstjórn: Stefán Hallur Stefánsson Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Tónlist: Úlfur Eldjárn Ljósahönnun: Pálmi Jónsson Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson Sviðshreyfingar: Kata Ingva Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Þetta er Laddi

Salur:

Öllum nemendum tíunda bekkjar í Reykjavík verður boðið á fjölskyldusýninguna Þetta er Laddi í vetur. Í þessari sýningu er skyggnst inn í kollinn á Ladda, uppruni gamalkunnra persóna kannaður, þróun íslensks gríns sett undir smásjá og lyklar að manninum sjálfum á bak við grínið dregnir fram – en fyrst og fremst verður hlegið.

Skólatilboð fyrir nemendahópa!

Öðrum sveitarfélögum stendur til boða að kaupa sýningar fyrir nemendur sína. Nánari upplýsingar: midasala@borgarleikhus.is

Leiklistarskóli Borgarleikhússins

Sumarnámskeið

Í júní og júlí eru sumarnámskeið fyrir krakka og unglinga á aldrinum 8­16 ára. Boðið er upp á bæði leiklistar­ og söngleikjanámskeið. Hvert vikulangt námskeið endar með sýningu á Litla sviði Borgarleikhússins. Skráning á námskeiðin hefst að vori og undanfarin ár hafa færri komist að en vilja.

Fræðslusamstarf

Léttir leiklistarsmiðja

Leiklistarsmiðja fyrir börn þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd sem er unnin í samstarfi við móttökudeildir Seljaskóla og Breiðagerðisskóla. Verkefnið fær styrk úr Sprotasjóði Mennta og barnamálaráðuneytisins. Í leiklistarsmiðjunni er áhersla lögð á sköpun og leikgleði með lágmarks áherslu á tungumálið. Þátttakendur fá skoðunarferð um leikhúsið og verður einnig boðið á sýningu.

Leikhúskaffi

Í samvinnu við Borgarbókasafnið Kringlunni heldur Borgarleikhúsið áfram að standa fyrir skemmtilegum gjaldfrjálsum viðburðum þar sem listrænir stjórnendur segja frá sýningum og gestum býðst að skoða leikmyndina.

Í Leiklistarskóla Borgarleikhússins er boðið upp á þriggja ára metnaðarfullt leiklistarnám fyrir börn á grunnskólaaldri. Lögð er áhersla á skapandi nám þar sem jákvæð hvatning og uppbygging nemanda er í forgrunni undir leiðsögn framúrskarandi kennara.

Á hverju vori taka nemendur þátt í metnaðarfullri nemendasýningu þar sem útskriftarnemar sýna frumsamið leikverk og nemendur á yngri stigum sýna styttri atriði. Inntökuprufur í námið eru árlega að hausti. Prufurnar eru opnar öllum börnum sem eru að hefja nám í 5.­8. bekk. Árlega eru teknir inn í skólann 32 nýir nemendur.

Sögur — krakkar skrifa leikrit

Borgarleikhúsið setur árlega á svið tvö frumsamin leikrit eftir börn sem hlutu verðlaun á Sögum ­ verðlaunahátíð barnanna. Það eru nemendur á lokaári Leiklistarskóla Borgarleikhússins sem leika og allir listrænir stjórnendur sýninganna eru starfandi listamenn við Borgarleikhúsið.

Í Borgarleikhúsinu er öflugt og fjölbreytt fræðslustarf. Nánari upplýsingar um fræðslustarfið má nálgast á borgarleikhus.is

Kúnstpása

Í samvinnu við Landspítalann hefur Borgarleikhúsið unnið með hópi fólks sem er í geðendurhæfingu. Boðið er upp á skapandi leiklistarnámskeið þar sem unnið er með spuna og senuvinnu. Þáttakendum er einnig boðið í skoðunarferð um húsið og á sýningu.

Pallborð í samvinnu við Samtökin '78

Í haust boðar Borgarleikhúsið til pallborðsumræðna um birtingarmyndir hinseginleika í sýningum Borgarleikhússins og í menningu og listum almennt, í samvinnu við Samtökin ́'78. Umræðurnar eru framhald af afar vel heppnuðu pallborði síðasta hausts. Pallborðið verður auglýst þegar nær dregur.

Komdu í áskrift og fáðu bestu sætin á besta verðinu

Leikhúskort: 4–7 sýningar

30

afsláttur af miðum

Lúxuskort: 8+ sýningar

40

25 ára og yngri: 4+ sýningar

50

afsláttur af miðum % % %

afsláttur af miðum

Frumsýningarkort: 4+ sýningar

Borgarleikhúsið býður sérstök frumsýningarkort í takmörkuðu magni. Verið fyrst til að sjá sýningar vetrarins.

Allir korthafar fá 15% afslátt af veitingum

Miðasala á borgarleikhus.is og í síma 568-8000

Aðgengi

Í Borgarleikhúsinu er gott aðgengi fyrir hjólastóla. Salerni fyrir fatlaða er staðsett við Nýja sviðið.

Textun

Borgarleikhúsið býður upp á textun og táknmálstúlkun á völdum sýningum.

Tónmöskvar

Allir salir hússins eru búnir sérstökum tónmöskvum sem gera notendum heyrnatækja kleift að heyra betur það sem fram fer.

Nánari upplýsingar um aðgengismál má finna á heimasíðu leikhússins: borgarleikhus.is

Leikárið 2025-2026

Útgefandi: Borgarleikhúsið Leikhússtjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson Ábyrgðarmaður: Guðný Steinsdóttir Umsjón með textagerð: Maríanna Clara Lúthersdóttir

Prentun: Prentmet-Oddi Ljósmynd á forsíðu: Hörður Sveinsson

Stílisti á forsíðu: Eva Signý Berger Hönnun: Brandenburg

Upplýsingar um sýningar og verð eru birtar með fyrirvara um breytingar.

borgarleikhus.is

Sími: 568 8000

Listabraut 3 103 Reykjavík

Fylgdu okkur á Facebook og Instagram: @borgarleikhusid

Bakhjarlar

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir leikhúsinu kleift að bjóða landsmönnum upp á metnaðarfullt og skapandi leikhús. Jafnframt er stuðningur Ölgerðarinnar ómetanlegur.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.