

„Veisla fyrir augu og eyru” - S.B., Vísir
„Tímamót í íslensku leikhúsi”
- S.A., TMM
Moulin Rouge! söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd frá 2001, eftir Baz Luhrmann, sem Nicole Kidman fór með aðalhlutverk í. Sögusviðið er Rauða myllan, næturklúbbur í París árið 1899. Söngvaskáldið Christian kemur til borgarinnar og slæst í lið með bóhemum Montmartre en verður ástfanginn af stjörnu Myllunnar – hinni óviðjafnanlegu Satine.
Uppsetning Borgarleikhússins á Moulin Rouge! söngleiknum, í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur, er stórbrotin upplifun fyrir augu, eyru og hjarta.
Stækkaðu leikhúsupplifunina!
Borgarleikhúsið er í samstarfi við bæði Nomy og Jómfrúnna. Hægt er að kaupa gjafakort fyrir veitingum á undan sýningu til að bæta við gjafakort leikhússins.
Við opnum öll sýningarkvöld kl. 18:30.
Borgarleikhúsið býður upp á eitthvað fyrir alla. Á Stóra sviðinu verður annar stór söngleikur frumsýndur á leikárinu þegar Galdrakarlinn í Oz fer á svið í janúar 2026.
Ungir sem aldnir hafa í áratugi heillast af sögunni um Dóróteu, sem hefur birst í óteljandi útgáfum bæði á hvíta tjaldinu sem og á sviði. Þar spillir ekki fyrir tónlistin með ógleymanlegum lögum á borð við Somewhere Over the Rainbow.
Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur fyrir nánari upplýsingar eða tilboðspakka fyrir þitt fyrirtæki.
Metta Ásgeirsdóttir miðasölustjóri, svarar fyrirspurnum í gegnum netfangið midasala@borgarleikhus.is eða í síma 568 8000.
Fá tilboð