Jólagjafahandbók Borgarleikhússins

Page 1


Jólagjöfin er Moulin Rouge!

„Veisla fyrir augu og eyru” - S.B., Vísir

„Tímamót í íslensku leikhúsi”

- S.A., TMM

Velkomin á Rauðu mylluna!

Moulin Rouge! söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd frá 2001, eftir Baz Luhrmann, sem Nicole Kidman fór með aðalhlutverk í. Sögusviðið er Rauða myllan, næturklúbbur í París árið 1899. Söngvaskáldið Christian kemur til borgarinnar og slæst í lið með bóhemum Montmartre en verður ástfanginn af stjörnu Myllunnar – hinni óviðjafnanlegu Satine.

Uppsetning Borgarleikhússins á Moulin Rouge! söngleiknum, í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur, er stórbrotin upplifun fyrir augu, eyru og hjarta.

Leikhúsferð og kvöldverður

Stækkaðu leikhúsupplifunina!

Borgarleikhúsið er í samstarfi við bæði Nomy og Jómfrúnna. Hægt er að kaupa gjafakort fyrir veitingum á undan sýningu til að bæta við gjafakort leikhússins.

Við opnum öll sýningarkvöld kl. 18:30.

Ævintýri fyrir alla fjölskylduna

Borgarleikhúsið býður upp á eitthvað fyrir alla. Á Stóra sviðinu verður annar stór söngleikur frumsýndur á leikárinu þegar Galdrakarlinn í Oz fer á svið í janúar 2026.

Ungir sem aldnir hafa í áratugi heillast af sögunni um Dóróteu, sem hefur birst í óteljandi útgáfum bæði á hvíta tjaldinu sem og á sviði. Þar spillir ekki fyrir tónlistin með ógleymanlegum lögum á borð við Somewhere Over the Rainbow.

Gefðu starfsfólkinu töfrandi kvöldstund!

Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur fyrir nánari upplýsingar eða tilboðspakka fyrir þitt fyrirtæki.

Metta Ásgeirsdóttir miðasölustjóri, svarar fyrirspurnum í gegnum netfangið midasala@borgarleikhus.is eða í síma 568 8000.

Fá tilboð

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Jólagjafahandbók Borgarleikhússins by Borgarleikhúsið - Issuu