Fréttir Bókmenntafélagsins 2024

Page 1


FRÉTTIR

NÓVEMBER 2024

Bókin fjallar um tónlistarmennina Róbert Abraham, Heinz Edelstein og Victor Urbancic sem mótuðu íslenskt menningarlíf eftir flótta frá heimalöndum sínum undan klóm nasismans. Hér tókst þeim að lyfta tónlistarmenningu þjóðarinnar á nýtt stig af elju og smitandi ákafa. Tímamótaverk um mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu. Höf. Árni Heimir Ingólfsson.

LISTDANS Á ÍSLANDI

Ingibjörg Björnsdóttir

332 bls.

Verð: 8.900,-

Félagsverð: 8.018,-

Listdans á Íslandi á sér langa sögu sem hér er sögð í fyrsta sinn á bók, allt frá því að fyrstu leikkonur Leikfélags Reykjavíkur leituðu sér menntunar í dansi til Kaupmannahafnar og þar til Íslenski dansflokkurinn náði að sanna mikilvægi sitt og listrænan styrk.

FRUMHERJAR

Tíu húsameistarar fæddir fyrir aldamótin 1900

Björn G. Björnsson

272 bls.

Verð: 9.900,-

Félagsverð: 7.920,-

Bókin fjallar um frumherja í íslenskri húsagerð sem eru fæddir fyrir aldamótin 1900, fimm í Reykjavík og fimm úti á landi. Þeir lærðu fyrstu handtökin í smiðjunni heima, fóru í Iðnskólann eða í smíðanám hjá góðum meisturum, kláruðu sveinsstykkin sín — jafnvel tvö — og tóku stefnu á teikniskóla í Kaupmannahöfn, Noregi eða í Þýskalandi.

SVIPUR BROTANNA

Líf og list Bjarna

Thorarensen

Þórir Óskarsson

486 bls.

Verð: 5.900,-

Félagsverð: 4.720,-

Bjarni Thorarensen (1786–1841) er jafnan talinn til höfuðskálda Íslendinga.

Einkum er hans minnst sem frumkvöðuls innlendrar rómantíkur, skálds sem orti jafnt kraftmikil ættjarðar- og orustukvæði, eldheit ástarljóð, lofsöngva til norræns vetrar og minningarljóð um fólk sem átti ekki samleið með fjöldanum.

SJÁVARÚTVEGUR

OG ELDI

Ásta Dís Óladóttir og Ágúst Einarsson

649 bls.

Verð: 12.900,-

Félagsverð: 10.320,-

Í bókinni er fjallað um alla þætti sjávarútvegs, allt frá veiðum til sölu auk grunnþátta fiskeldis og áhrifum þessara atvinnugreina á samfélagið og framleiðslu. Umhverfis- og þróunarmál eru skoðuð auk þess sem stjórnun fiskveiða hérlendis og erlendis er lýst. Þá er einnig fjallað um alþjóðavæðingu, nýsköpun og tækifæri.

SÖNGUR LJÓÐSTAFANNA

Ragnar Ingi Aðalsteinsson

239 bls.

Verð: 5.900,-

Félagsverð: 4.720,-

Í bókinni er safn greina um bragfræði, einkum stuðlasetningu. Rýnt er í ástæðurnar fyrir því að sérhljóðin stuðla hvert við annað, fjallað um ljóðstafinn s og flækjurnar kringum hann, gerð grein fyrir því hvernig stuðlunin skiptist niður á orð eftir því hvaða orðflokki þau tilheyra, sýnt fram á að stundum er hægt að aldursgreina ljóð.

AUSTUR, VESTUR OG

AFTUR HEIM

Jóhann Páll Árnason

438 bls.

Verð: 5.900,-

Félagsverð: 4.720,-

Greinarnar níu eru þverskurður af rannsóknum á sviði félagsfræði, siðmenningargreiningu og heimspeki sem Jóhann Páll Árnason hefur lagt stund á. Auk greinanna ritar Jóhann endurminningakafla þar sem hann gerir litríku lífshlaupi sínu skil, fjallar jafnt um áhrifavalda sína sem stjórnmálaskoðanir og setur í sögulegt samhengi.

TÍMANNA SAFN

Kjörgripabók

Ritstjórar: Halldóra Kristinsdóttir og Hildur Ploder

Vigfúsdóttir

220 bls.

Verð: 8.900,-

Félagsverð: 7.120,-

Fjallað er í máli og myndum um kjörgripi sem varðveittir eru í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þeir endurspegla fjölbreytta safneign og er t.a.m. fjallað um bækur, handrit, einkaskjöl, tímarit og hljómplötur. Bókin er gefin út í tilefni af 30 ára afmæli Þjóðarbókhlöðu en 1994 sameinuðust Landsbókasafn og Háskólabókasafn undir einu þaki.

Íslensk heimspeki

FINGRAFÖR SPEKINNAR

Kaflar úr sögu íslenskrar heimspeki á miðöldum

Gunnar Harðarson

154 bls.

Verð: 4.900,-

Félagsverð: 3.920,-

Í bókinni er gerð tilraun til að nálgast þá hugmynd um heimspeki sem íslenskir lærdómsmenn kynnu að hafa aðhyllst á miðöldum. Einnig er athyglinni beint að heimspekilegum rökfærslum og siðfræðilegum hugtökum. Í lokin er gefið yfirlit um rannsóknir á siðfræði Íslendingasagna.

JÖTNAR HUNDVÍSIR

Norrænar goðsagnir í nýju ljósi

Ingunn Ásdísardóttir

260 bls.

Verð: 7.900,-

Félagsverð: 6.320,-

Jötnar hundvísir er í senn tímamótaverk í alþjóðlegum rannsóknum á norrænni goðafræði og áhugavekjandi íslenskt fræðirit, lifandi og alþýðlega fram sett. Með rannsókn sinni sýnir höfundur fram á að jötnar goðheimsins eru mun flóknari en talið hefur verið; þeir tengjast sköpun heimsins og búa yfir þekkingu um upphaf hans og örlög.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins

UM UPPELDISFRÆÐI

Immanuel Kant

Þýðandi: Páll Skúlason

150 bls.

Verð: 4.900,-

Félagsverð: 3.920,-

Ritið er aðgengilegt og sýnir hvernig Kant beitti siðfræði sinni í hversdagslegum aðstæðum og sem hjálp við að hugsa um uppeldi og menntun barna, samskipti foreldra og kennara við börn og andrúmsloft á heimili. Í þessu stutta verki hittir Kant iðulega naglann á höfuðið um álitamál sem allir standa frammi fyrir einhverntímann á lífsleiðinni.

FYRIR EILÍFUM FRIÐI

Immanuel Kant

Þýðandi: Egill Arnarson

Höfundur inngangs er Emma Björg

Eyjólfsdóttir

190 bls.

Verð: 4.900,-

Félagsverð: 3.920,-

Þetta rit Kants dregur heimspeki hans saman í beittri greiningu á stríðshneigð nútímans sem grefur undan framþróun og öryggi. Enn í dag eiga hugleiðingar hans við: Um frið sem er ekki annað en undanfari stríðs, um samninga sem leiða aðeins til frekari átaka og um þá sóun mannslífa og verðmæta sem engum stjórnvöldum ætti að leyfast að véla um.

SKÍRNIR

Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags

Ritstjóri: Sigrún Margrét Guðmundsdóttir

Aðalfundur

Hins íslenska

bókmenntafélags 2024

verður haldinn á Sögu, 2. hæð, laugardaginn 16. nóvember kl. 15.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 18.–20. gr. félagslaga.

Erindi:

Að loknum aðalfundarstörfum flytur

Ingibjörg Björnsdóttir erindi um sögu listdans á Íslandi í tengslum við nýútkomna bók sína.

Ingibjörg segir þessa sögu af innsæi og þekkingu, enda hefur hún sjálf verið þátttakandi í sögu danslistar á Íslandi í sjötíu ár.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og þiggja kaffiveitingar í boði félagsins.

Stjórn og fulltrúaráð.

HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG

Hagatorgi, 107 Reykjavík

Sími: 588-9060 • Netfang: hib@hib.is

Heimasíða: hib.is • Fréttir frá Bókmenntafélaginu, nóvember 2024

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Fréttir Bókmenntafélagsins 2024 by Bokmenntafelagid - Issuu