5 minute read

Lega seljanna – liður í skipulegri nýtingu landkosta?

– „á hvøriu landbúenda velgengni ecki sízt ríðr, sem hér má þarfnaz miólkur, smiørs, skyrs, sýru, feitara sláturs og fleira“ – svo aftur sé gripið til orða sr. Guðlaugs í Vatnsfirði.

Ekki er marktækur munur á meðalvegalengd frá bæ að seli á milli sveitanna, metinni í áætluðum gangtíma; í Þingeyrarhreppi er hún 40 mínútur að meðaltali en 8 mínútum lengri í Mýrahreppi; staðalfrávikin eru svipuð, um 20 mínútur. Skemmst hefur gangan verið 15 mín en lengst um 90 mín, bil hin sömu í báðum sveitum. Í Dýrafirði hefur því selförin ekki verið viðlíka fyrirtæki og til dæmis hefur verið lýst í helstu seljalöndum, svo sem Noregi, þar sem hún var víðast meiri háttar fyrirtæki, markað af miklum og fornum hefðum, að hluta eins konar sumarhátíð – buføring – sem listamenn hafa myndgert margvíslega, meðal annars þemað þar sem Seterferden blir en vakker vandring i et vakkert landskap. 44 Við Dýrafjörð var meðal seljavegurinn álíka langur og gerðist í Færeyjum og selin lágu álíka hátt yfir sjó.45

Advertisement

Daugstad hefur bent á að selför við norskar aðstæður hafi verið „mostly a vertical movement“46 – farin til hærra liggjandi beitilanda. Slíku var ekki til að dreifa í sama mæli hérlendis, því réðu náttúrulegar aðstæður. Órannsakað er þó hver hæðarmunar á milli heimabæjar og selja hefur almennt verið hérlendis. Reykholtssel í Borgarfirði er t. d. í 160 m hæð yfir sjó47 en heimabærinn í vart meira en 60 m hæð. Má því ráða að þar hafi með selför allt eins verið leitað eftir landrými og beitarkostum tengdum hæðarmun lands. Á sömu lund má álykta hvað dýrfirsku selin varðar. Heimabæirnir eru flestir í 20-60 m hæð y.s. og aðeins örfá sel nálgast 200 m hæð. Sveinseyrarselið liggur hvað hæst, í um 240 m hæð yfir sjó. Af landfræðilegum ástæðum er hæðarmunur bæjar og sels mestur á dýrustu jörðunum (metnum í jarðarhundruðum), sem varla telst til tímamótavísinda þar sem jarðarstærð (inn til dalanna) réði miklu um hundraðamat jarðanna.

Lega seljanna – liður í skipulegri nýtingu landkosta?

Þegar skoðuð er lega selstaðnanna í landi hverrar jarðar virðist koma fram regla um nýtingu gróðurlendis jarðarinnar sem á einfaldan hátt má skýra með eftirfarandi mynd:

44 Daugstad: Mellom romantikk og realisme. (1999), 176.

45 Lucas: „Pálstóftir: A Viking Age Shieling in Iceland“. (2008), 94.

46 Daugstad: „The location pattern of summer farms (seters) in Norway“. (2005), 2. Ferhyrndi flöturinn táknar landareign jarðarinnar, F J . Stærri hringurinn táknar það land sem málnytupeningur getur nýtt til daglegrar beitar á milli mjalta, FB. Minni hringurinn táknar tún og heyskaparland heima við bæ, FH . Við nýtingu landsins frá bænum einum – efri mynd – svarar nýtanlegt beitiland til flatarins FB – FH Við nýtingu lands frá bæ annars vegar og seli hins vegar – neðri mynd – er nýtanlegt beitiland hins vegar stærra sem nemur fletinum, FH. Heimalandið er með öllu friðað fyrir beit búfjár úr selinu. Hér er aðeins tekið tillit til flatar beitilands en ekki hugsanlegs mismunar á gæðum þess.

Landnýtingarháttunum tveimur, sem lýst er með táknmyndinni hér að framan, fylgdi nokkur mismunur á tilkostnaði: Selstaðan kostaði sérstök mannvirki (selhús o.fl.), og hún kostaði einnig meiri mannafla. Tvennt gat auðveldað það. Stórum búum og mannmörgum hefur reynst auðveldara að koma upp, halda við og halda úti selstöðum. Minni bú og fámennari heimili gátu sameinast um selför. Til þess benda raunar seljaþyrpingarnar í Keldudal, Haukadal, frá Hvammi og á Hjarðardal. Þótt hús hafi ekki verið sameiginleg varð þó vistin bærilegri þar sem fleiri voru að störfum – meiri selskapur! Ekki er heldur ósennilegt að samvinna hafi verið um einstök verk, svo sem hjásetu og jafnvel mjaltir. Frásögn bónda af Ingjaldssandi greinir frá því að fólk hafi komið ám í kvíar hjá öðrum, sem til þess höfðu aðstöðu, gegn samkomulagi um hvað látið var til baka af afurðum í skyri og smjöri.48 Vel er hugsanlegt að sá háttur hafi einnig verið tíðkaður á dögum selfaranna, og þá sem einn þátturinn af mörgum í því að nýta takmarkað landrými og landgæði til að framleiða sem mest af mjólkurmeti og öðrum búsafurðum fólkinu til vetrarforða.

Ekki áttu allar jarðir við Dýrafjörð land til dala. Sumar voru og eru landluktar. Kom þá gjarnan til ítakaskipta varðandi landkosti sem nauðsynlegir voru til framfærslu heimilanna: beit, slægjuland, eldiviðartekju, aðgang að fjöru, lendingu og uppsátri báta o.s.frv. Ýmist kann þá hafa verið um formlegan samning að ræða, langa hefð eða munnlegt og tímabundið samkomulag. Eins og fara gerist gekk misjafnlega að halda samkomulag þótt oftast hafi það gengið snurðulítið. Tvö dæmi skulu tilgreind um ítakaskipti sem úfar risu um. Sameiginlegt dæmunum báðum er það að í hlut eiga jörð með aðgang að dal og jörð sem aðeins hafði land með fjarðarströndu. Dæmin segja því sitt um verðmæti dalbeitar í augum ábúendanna:

Fyrra dæmið er frá árinu 1570 en þá var komið á sátt á milli Alviðru og Núps um landamerki og gagnkvæm ítök. Gróið land Alviðru var og

48 Guðmundar Bernharðssonar frá Ástúni í viðtali við BG 28. febrúar 1981. er láglendi á norðurströnd fjarðarins en gróið land Núps teygir sig inn á langan og vel gróinn Núpsdalinn. Í sáttinni sagði meðal annars: . . . aller þeir sem i Alvidru bigge. hvørt þeir være marger eda fair. a hveriu äre hafa frialsa selfør med allan sinn pening ä Gnupsdal hvørt är fra vordøgum. og so langt framm ä haust sem þeir villdu. . . Svo og skilldu Alvidrumenn hafa selstødu ä Gnupsdal þar sem ad fornu hafde vered. og þar meiga giora hus effter þørfum sinum. og hafa þar til frialsa stungu og ristu þar a dalnum. lingrif og hrijsrif a fyrrsogd hus til tröds effter þorfum. hier med torfskurd til Elldevidartaks so sem þeim þætte þarfna hvert är ä medann være vered i selenu. Skilldu Alvidrumenn meiga lata sin selhus ad frialsu standa þar ä dalnum hvert är. . .

Á móti þessu . . . skilldu Gnupsmenn med frialsu meiga hafa skipa uppsatur i fulla naudsyn i Alvidruland. . . .49

Af orðum sáttagerðarinnar má marka að búhátturinn var forn, að selstaðan var mikilvæg, selmannvirkin líklega mikil en hugsanlega að einhverju leyti tímabundin, sbr. orðalagið „skilldu Alvidrumenn meiga lata sin selhus ad frialsu standa þar ä dalnum hvert ar.“ Heimild til eldiviðartöku á meðan verið væri í selinu gæti bent til þarfar vegna eldneytisfrekari mjólkurvinnslu þar, svo sem ostagerðar, sjá bls. 38.

Í landamerkjalýsingum Núps, Alviðru og Gerðhamra frá 1390 eru svipuð ákvæði og að framan getur en þá og raunar lengi síðar stóðu deilur um landamerki jarðanna.50 Bornar hafa verið brigður á réttmæti landamerkjabréfsins – talið falsbréf – þótt sennilega megi ætla að það varpi samt nokkru ljósi á hlut selja og ítakaskipta á þessum tíma:

. . . aa alluijdra selfor og elldijuijd a gnuppsdal sem þarfnar a haust framm . . . . . . aa alluijdra manadar selfor og elldijuijdar amedann a gardhammradal nær sem wyll a

49 Íslenzkt fornbréfasafn XV, 435.