Sel og selstöður við Dýrafjörð

Page 53

Sel og selstöður við Dýrafjörð

Það var vinnan sem á hverjum tíma var sá þátturinn er helst takmarkaði rekstur seljanna: Hún var mikil og ekki eftirsóknarverð, sennilega sakir aðstöðu, aðbúnaðar og fásinnis.

Sel og verstöðvar – greinar á sömu rót Lífbeltin tvö: Svo eftirminnilega orðaði Kristján Eldjárn forseti lýsingu á auðlindunum tveimur – gróðurlendinu og sjónum – sem um aldir voru forsenda tilveru þjóðar hér á Íslandseyju. Með skírskotun til þess sem og hugtaksins hennar Daugstad – grenseland – er freisting að draga hér í lokin fram nokkra hliðstæðu hvað varðar auðlindanýtingu kynslóðanna: Á sama grunni og selstöðurnar voru handan mæra menningar (kultur) og náttúru (natur) má segja að verstöðvarnar hafi verið það hvað snerti sókn til sjávarins. Með verstöðvunum tóku menn sér tímabundna búðsetu til þess að auðvelda nýtingu auðlindar hafsins, rétt eins og menn gerðu með selstöðunum hvað gróðurlendið snerti. Við Dýrafjörð voru selfarir farnar á hásumri til fjarliggjandi gróðurlanda. Á vertíðum annarra tíma ársins, einkum vor og haust, fóru menn með hliðstæðum hætti til fiskivera sinna á Skeri, Hafnarnesi og yfir á Fjallaskaga. Markmið beggja ferðanna voru hin sömu: Að afla próteins og feitmetis til eigin viðurværis en einnig sem gjaldmiðla til leigugreiðslna og þeirra takmörkuðu viðskipta er stunduð voru. Í seljunum stóð ríki kvenna. Í verstöðvunum ríktu karlar. Var það ef til vill eitt form þeirrar tíðar er markaði (annabundið) frelsi og jafnrétti kynjanna? Og þá má líka spyrja hvort aflögn seljabúskaparins hafi haft sambærileg áhrif á afkomugrundvöll heimilanna og hvarf þeirra frá notkun verstöðva til einhliða heimræðis hefði haft? Að þeirri spurningu kom þó ekki því þörfin fyrir selför og sauðamjaltir þvarr með gerbreyttum þjóðfélagsháttum – og nútíma.

47


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.