Bíó Paradís vetrardagskrá 2025-2026

Page 1


haust 2025 vor 2026

„Eitt svalasta kvikmyndahús heims.“

Bíó Paradís er fyrsta og eina listræna kvikmyndahús Íslands og er staðsett í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Við sýnum nýjustu listrænu kvikmyndirnar alls staðar að úr heiminum, en einnig klassískar myndir, „költ“ myndir og svo auðvitað íslenskar myndir. Við sköpum hlýtt og notalegt umhverfi fyrir kvikmyndaunnendur af öllu tagi í þremur sýningarsölum og á huggulega barnum okkar þar sem hægt er að láta fara vel um sig milli sýninga og gæða sér á fjölbreyttum veitingum. Einnig er hægt að koma og tylla sér í létta drykki og spjall. Við erum sjálfseignarstofnun sem rekin er af fagfélögum kvikmyndafólks á Íslandi.

Hverfisgata 54 101 Reykjavík

/bioparadis

Sími 412 7711 midasala@bioparadis.is

@bioparadis

Nánari dagskrá á bioparadis.is

@bioparadis

Komdu fagnandi, bíóhaust!

Það eru liðin 15 ár síðan fagfélög kvikmyndagerðarfólks komu saman í Regnboganum við Hverfisgötu, síðasta kvikmyndahúsi miðbæjarins sem hafði lokað um sumarið. Tilgangurinn var að hefja tilraunaverkefni: að stofna sjálfseignarstofnun sem sinnti kvikmyndamenningu og fræðslu – og þannig fæddist Bíó Paradís.

Sumum þótti þetta óþarfi, nóg væri af kvikmyndahúsum á Íslandi. En Bíó Paradís hafði annað hlutverk: að sýna alþjóðlegar verðlaunamyndir, íslenskar kvikmyndir, stutt- og heimildamyndir, klassík, kvikmyndaarf og að efla kvikmyndamenningu með fræðslu og hátíðum.

Nú, 15 árum síðar, má vart hugsa sér íslenskt menningarlíf án Bíó Paradísar. Hvar annars staðar gætum við notið helstu verðlaunamynda heimsins, kvikmyndaarfsins í Bíótekinu, svartra sunnudaga, föstudagspartísýninga eða Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar, franskrar kvikmyndahátíðar og þýskra kvikmyndadaga?

Kvikmyndamenning er meira en bara bíómyndir – hún er sameiginleg upplifun, samruni hugmynda, minninga og niðurbrot samfélagslegra múra. Farin eru að sjást áhrif af starfsemi bíósins víða í menningarlífinu með auknu framboði af efni á pólsku, reglulegum sýningum á klassískum kvikmyndum og skynvænum sýningum.

En við erum rétt að byrja! Bíó Paradís fagnar 15 árum og framundan er stórkostlegt bíóhaust með andsetnum ryksugum, brasilískum spæjurum, írönskum hefndarsögum, alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð og franskri hátíð, auk indverskra, pólskra, kóreskra, latnesk-amerískra og þýskra kvikmyndadaga.

Verið velkomin í Bíó Paradís veturinn 2025–2026!

Bíó Paradís nýtur stuðnings

Paradís á tilboði

Fastagestir í Paradís

Árskort í Paradís veitir endalausan aðgang að öllum almennum sýningum í Bíó Paradís og korthafi fær 10% afslátt á Bíóbar.

Klippikortið er ótrúlega hagkvæm leið til að kaupa bíómiða og fá afslátt á Bíóbarnum.

Árskort

39.990 kr.

Aðeins 3.333 krónur á mánuði!

Gjafakort og gjafamiðar

Klippikort

9.990 kr.

6 miðar á ótrúlegu verði!

Gjafakortin eru snilldarleið til að splæsa í bíó og með því. Sætt gjafakort kostar 6.500 kr. og gildir fyrir tvo með miðstærð af poppi og gosi. Létt gjafakort kostar 8.500 kr. og gildir fyrir tvo með miðstærð af poppi og bjór eða vínglasi. Og fyrir hátíðarnar má ekki gleyma jólagjafamiðunum vinsælu, sem skreyta pakkann og bjóða í bíó um leið.

Gleðilega hátíð!

ÞETTA KORT ER LÍKA BÍÓMIÐI Í

Skráðu þig á póstlista Bíó Paradís og tryggðu þér nýjustu fréttir, boð á frumsýningar, ásamt reglulegum tilboðum á bíómiðum og afslátt á Bíóbarnum.

Kynntu þér fjölbreytta möguleika á bioparadis.is

Frumsýningar

Ryksugudraugurinn A Useful Ghost

Grín, Drama, Fantasía | Ratchapoom Boonbunchachoke | 2025 | Taíland Davika Hoorne, Witsarut Himmarat, Apasiri Nitibhon 130 mín. Taílenska Íslenskur texti

Þessi frumlega og hrífandi kvikmynd segir frá manni sem missir eiginkonu sína vegna rykmengunar, en andi hennar heldur áfram að lifa í ryksugu. Með gamansömum og gáskafullum blæ fjallar myndin á áhrifaríkan hátt um minningar, sorg og kúgun, en myndin hlaut Grand Prix-verðlaunin á gagnrýnendaviku Kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2025.

Tilfinningagildi Sentimental Value

Drama | Joachim Trier | 2025 | Noregur Stellan Skarsgård, Renate Reinsve, Inga Ibsdotter Lilleaas, Elle Fanning 133 mín. Norska Íslenskur texti

Tvær systur snúa aftur á æskuheimili sitt þar sem þær hitta föður sinn sem eitt sinn var frægur kvikmyndaleikstjóri. Hann býður annarri þeirra aðalhlutverk í nýrri kvikmynd ... og þá breytist allt. Nýjasta kvikmyndin úr smiðju Joachim Trier (Versta manneskja í heimi, Osló, 31. ágúst) sem sló í gegn á Cannes kvikmyndahátíðinni 2025 þar sem hún hlaut dómnefndarverðlaunin.

Óheppilegur árekstur

It Was Just An Accident

Drama, Spenna | Jafar Panahi | 2025 | Íran, Frakkland

Vahid Mobasseri, Maryam Afshari, Ebrahim Azizi 101 mín. Persneska Íslenskur texti

Óvæntur árekstur við hund setur af stað súrrealíska og ofsafengna atburðarás sem afhjúpar spillingu og einræði í Íran. Í nýjustu mynd sinni fylgir Jafar Panahi manni sem rekst á hund að næturlagi og lendir í hringiðu hefndar og pólitísks fáránleika. Kolsvartur húmor í sannkölluðum hryllingsfarsa en kvikmyndin hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2025!

Síðasti víkingurinn

Den sidste viking

Grín, Drama, Glæpir | Anders Thomas Jensen | 2025 | Danmörk, Svíþjóð Bodil Jørgensen, Nikolaj Lie Kaas, Mads Mikkelsen, Sofie Gråbøl 116 mín. Danska, sænska Íslenskur texti

Bræður reyna finna ránsfeng eftir að annar þeirra sleppur úr fangelsi. En það er eitt vandamál. Hinn man ekki hvar þeir eru faldir! Hér er á ferðinni sprenghlægileg glæpasaga með þeim Nikolaj Lie Kaas og Mads Mikkelsen í aðalhlutverkum, dönsku hjartaknúsurunum okkar!

Heimilið

The Home

Hryllingur, Spenna | Mattias J. Skoglund | 2025 | Svíþjóð, Ísland, Eistland Ayan Ahmed, Gizem Erdogan, Anki Lidén 87 mín. Sænska Enskur texti

Eftir að móðir Joels rankar við sér eftir alvarlegt heilablóðfall er hún ekki lengur sú sama. Fylgdi henni eitthvað frá handanheiminum? Brátt verður dvalarheimilið miðpunktur hryllingsins ... Heather Millard er ein framleiðanda myndarinnar og Tóti Guðnason samdi tónlistina.

Ungar mæður

Young Mothers

Drama | Luc Dardenne, Jean-Pierre Dardenne | 2025 | Frakkland, Belgía

Babette Verbeek, Elsa Houben, Janaïna Halloy Fokan, Samia Hilmi 105 mín. Franska Íslenskur texti

Kvikmynd úr smiðju Dardenne bræðra þar sem við fylgjumst með fimm ólíkum stúlkum sem búa á heimili fyrir ungar mæður, þar sem ýmisleg félagsleg vandamál eru til staðar. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda á kvikmyndahátíðinni

Cannes 2025 þar sem hún hlaut verðlaun fyrir besta handritið og Ecumenical dómnefndarverðlaunin.

Hin ótrúlega frú Flower

The Extraordinary Miss Flower

Drama, Tónlist | Jane Pollard, Iain Forsyth | 2025 | Bretland Emilíana Torrini, Caroline Catz, Richard Ayoade 73 mín. Enska Íslenskur texti

Heillandi tónleikamynd sem lífgar við óvenjulega sögu Geraldine Flower. Myndin segir frá uppgötvun ferðatösku sem er full bréfa frá sjöunda og áttunda áratugnum, sem veittu íslensku söngkonunni og lagahöfundinum Emilíönu Torrini innblástur til að snúa aftur í hljóðverið.

Einkalíf

A Private Life

Drama, Glæpir, Mystería | Rebecca Zlotowski | 2025 | Frakkland

Jodie Foster, Virginie Efira, Daniel Auteuil 103 mín. Franska, enska Íslenskur texti

Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í bráðfyndnum sálfræðitrylli, þar sem grunsamlegur dauði leiðir af sér röð óvæntra vendinga. Hver fellir tár í sífellu án þess að ráða við þau? Búðu þig undir stórkostlegt ferðalag með alvöru og grín í farteskinu.

Deyðu, ástin mín

Die

My Love

Drama, Grín, Spenna | Lynne Ramsay | 2025 | Bandaríkin

Jennifer Lawrence, Robert Pattinson, Sissy Spacek 118 mín. Enska Íslenskur texti

Jennifer Lawrence er stórkostleg í hlutverki konu sem glímir við geðhvörf, sem versna vegna framhjáhalds eiginmanns hennar (Robert Pattinson). Myndin keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes 2025.

Njósnarinn

The Secret Agent

Drama, Spenna, Saga | Kleber Mendonça Filho | 2025 | Brasilía Wagner Moura, Gabriel Leone, Maria Fernanda Cândido 158 mín. Portúgalska Íslenskur texti

Hörkuspennandi pólitísk njósnamynd úr smiðju Kleber Mendonça Filho. Tæknisérfræðingurinn Marcelo, snýr aftur til heimabæjar síns í Brasilíu árið 1977 til að endurheimta tengsl við son sinn og til að flýja fortíðina. Morðóður áratugur þar sem spilling ræður ríkjum og ekki er allt sem það sýnist … Myndin hlaut verðlaun fyrir leikstjórn og besta leikarann á Cannes 2025, auk FIPRESCI dómnefndarverðlauna.

Ríkasta kona í heimi

The Richest Woman in the World

Drama, Grín | Thierry Klifa | 2025 | Frakkland Isabelle Huppert, Laurent Lafitte, Marina Foïs, Raphaël Personnaz 121 mín. Franska Íslenskur texti

Innblásin af hneykslismáli L’Oréal-arftakans, fylgjumst við snyrtivörudrottningunni Marianne Farrère (Isabelle Huppert) þegar hún hleypir heillandi ljósmyndara inn í líf sitt. Dásamleg vinátta breytist fljótt í háhælaðan svikadans, þar sem jafnvel ríkasta kona heims getur misst jafnvægið.

Stórvirkið

The Great Arch

Drama | Stéphane Demoustier | 2025 | Frakkland, Danmörk

Sidse Babett Knudsen, Claes Bang, Xavier Dolan 104 mín. Franska, danska Íslenskur texti

Sönn og harmræn saga danska arkitektsins Johan Otto von Spreckelsen sem vann óvænt hönnunarkeppni um nýtt stórvirki í La Défense-hverfinu í París. Hugmynd hans að hvítum „teningi“ var metin til jafns við Sigurbogann og Eiffelturninn, en varð honum jafnframt að falli. Myndin sýnir baráttu hans við franska skriffinnsku, pólitísk átök og tæknilegar hindranir sem tóku smám saman frá honum stjórn á eigin verki.

Ómissandi drama með dönsku stórleikurunum Claes Bang og Sidse Babett Knudsen og kanadíska leikstjóranum og leikaranum Xavier Dolan í aðalhlutverkum.

Elskaðu mig blítt

Love Me Tender

Drama | Anna Cazenave Cambet | 2025 | Frakkland

Antoine Reinartz, Monia Chokri, Vicky Krieps 134 mín. Franska Íslenskur texti

Vicky Krieps (Phantom Thread, Corsage) fer með hlutverk rithöfundarins Clémence sem er nýskilin eftir að hafa opinberað samkynhneigð sína. Fyrrum eiginmaður hennar fer í harða forræðisdeilu og bláköld barátta hennar við kerfið hefst þá að alvöru. Mynd sem vakti mikið umtal og athygli á kvikmyndahátíðinni Cannes 2025!

Undirgefni Pillion

Rómantík, Drama, Grín | Harry Lighton | 2025 | Bretland, Írland

Alexander Skarsgård, Harry Melling, Lesley Sharp, Douglas Hodge 103 mín. Enska Íslenskur texti

Ray (Alexander Skarsgård) er kynþokkafullur mótorhjólatöffari sem leiðir feimna kórsöngvarann Harry inn í heim BDSM þar sem veröld hans snýst á hvolf. Við fylgjumst með flóknu valdasamspili undirgefni og drottnunar þar sem gamansöm augnablik eru ekki langt undan í þessari sjóðheitu mynd! Hver vill ekki sleikja stígvél dularfulls manns í leðurklæðum?

Marielle sér allt

What Marielle Knows

Drama | Frédéric Hambalek | 2025 | Þýskaland Felix Kramer, Julia Jentsch, Laeni Geiseler 86 mín. Þýska Íslenskur texti

Júlía og Tóbías standa frammi fyrir bráðfyndnum og hryllilegum veruleika. Dóttir þeirra, Marielle, öðlast óvænt krafta til þess að sjá og heyra allt sem þau gera. Þá fer af stað atburðarás sem þau sjá vart fyrir endan á ... Þú munt hlæja og engjast um á þessari stórskemmtilegu og frábæru kvikmynd sem sló í gegn á kvikmyndahátíðinni Berlinale 2025!

Amrum

Drama, Saga, Þroskasaga | Fatih Akin | 2025 | Þýskaland Diane Kruger, Matthias Schweighöfer, Laura Tonke 93 mín. Þýska Íslenskur texti

Amrum, í leikstjórn Fatih Akin, er ljóðræn og áhrifamikil saga sem gerist á afskekktri eyju árið 1945. Myndin fylgir tólf ára dreng sem reynir að takast á við stríðslokin, á sama tíma og hann glímir við erfiðleika móður sinnar og óvissu um eigin sjálfsmynd. Með látlausri en myndrænni framsetningu nær Akin að miðla djúpri innri togstreitu barns í heimi sem riðlast. Hugleiðandi saga, þögul að formi en djúp í merkingu, um mannlega þrautseigju.

Kontinental '25

Drama | Radu Jude | 2025 | Rúmenía Eszter Tompa, Annamária Biluska, Marius Damian 109 mín. Rúmenska Íslenskur texti

Embættismaður neyðist til að reka heimilislausan mann úr kjallaraíbúð, með hörmulegum afleiðingum. Gjörningurinn leiðir hana inn í djúpa siðferðislega kreppu og opinberar bresti samfélagsins. Hér er á ferðinni hvöss, óvægin og mannleg saga eftir Radu Jude (Bad Luck Banging and Loony Porn), eins frumlegasta kvikmyndagerðarmanns Evrópu um þessar mundir. Myndin hlaut Silfurbjörninn fyrir besta handritið á Berlinale 2025.

Draumar Dreams

Drama, Rómantík | Michel Franco | 2025 | Mexíkó, Bandaríkin

Jessica Chastain, Isaac Hernández, Eligio Meléndez 95 mín. Enska, spænska Íslenskur texti

Fernando, ungur ballettdansari frá Mexíkó, þráir bæði frægð á alþjóðavettvangi og nýtt líf í landi tækifæranna. Hann leggur allt í sölurnar til að komast inn í hinn virta San Francisco-ballett, á sama tíma og hann á í eldheitu ástarsambandi við dóttur helsta styrktaraðila hans.

Franz

Drama, Saga | Agnieszka Holland | 2025 | Tékkland

Idan Weiss, Jenovéfa Boková, Peter Kurth 127 mín. Tékkneska, þýska Íslenskur texti

Nýstárleg kvikmynd úr smiðju Óskarsverðlaunahafans Agnieszku Holland sem fer út fyrir hefðbundið form ævisögunnar. Við fylgjum Franz Kafka frá æsku hans í Prag til andláts hans árið 1924. Í stað línulegs frásagnarmáta notar Holland listræna nálgun þar sem hún blandar leiknum senum, heimildarefni og fantasíu til að endurskapa andrúmsloft persónuleika og arfleiðar Kafka.

Hljómur fallsins

Sound of Falling

Drama, Saga | Mascha Schilinski | 2025 | Þýskaland Lena Urzendowsky, Hanna Heckt, Susanne Wuest 149 mín. Þýska Íslenskur texti

Áhrifamikil fjölskyldusaga sem spannar fjórar kynslóðir á sama sveitabænum í Þýskalandi. Myndin kafar djúpt í viðkvæm þemu, þar á meðal áfallastreitu milli kynslóða og bældar minningar sem teygja sig frá byrjun 20. aldar til samtímans.

Með tilfinningaríkri frásögn og heillandi andrúmslofti grípur hún áhorfendur frá fyrstu mínútu og hlaut verðskuldað dómnefndarverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2025.

Föstudagspartísýningar

Dans, spenna, söngur, ástir, örlög… og smá bull og hryllingur líka! Myndirnar sem enginn fær nóg af. Föstudaga kl. 21:00 (og stundum laugardaga)

12 Monkeys (1995)

17. október kl 21:00

Grease (1978)

24. október kl 21:00 – Sing-along!

Beetlejuice

(1988)

31. október kl 21:00 Íslenskur texti

Pride & Prejudice

(2005)

7. nóvember kl 21:00 – Prjónapartísýning!

Back to the Future

14. nóvember kl 21:00 Íslenskur texti

(1985)

Pee-wee's Big Adventure (1985)

19. október kl.21:00

The Witches (1990)

2. nóvember kl.16:30 Suspiria (1977)

2. nóvember kl.21:00 Enskur texti Paper Moon (1973)

9. nóvember kl.21:00

Hrafninn flýgur (1984)

16. nóvember kl.21:00 Enskur texti Clerks (1994)

30. nóvember kl.21:00

Wild at Heart (1990)

7. desember kl.21:00

Easy Rider (1969)

28. desember kl.21:00 Eternal Sunshine of the Spotless Mind (2004)

1. febrúar kl.21:00 Freaks (1932)

8. febrúar kl.21:00 Altered States (1980)

29. mars kl.21:00

Starship Troopers (1997)

26. apríl kl.21:00

Fleiri sýningar væntanlegar!

Íslenskar heimildamyndir

Íslenskar heimildamyndir

Sigur fyrir sjálfsmyndina

Leikstjórn: Magnús Orri Arnarsson | 2025 | Ísland

Við fylgjum íslenskum keppendum á Heimsleikum Special Olympics á Ítalíu 2025. Myndin veitir innsýn í undirbúninginn og keppnina sjálfa sem einkennist af mannúð og virðingu.

Jörðin undir fótum okkar

Leikstjórn: Yrsa Roca Fannberg | 2025 | Ísland, Pólland

Myndin segir frá sólarlagi lífsins á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík þar sem tíminn lýtur sínum eigin lögmálum þar sem mennska og kærleikur skín í gegn.

Bóndinn og verksmiðjan

Leikstjórn: Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Barði Guðmundsson | 2025 | Ísland

Myndin fjallar um bónda í Hvalfirði og veikindi hrossa þar sem hún tekst á við stóriðju, yfirvöld og nágranna í leit að sannleikanum.

Paradís amatörsins

Höfundur: Janus Bragi Jakobsson | 2025 | Ísland

Myndin fjallar um íslenska karlmenn af fjórum kynslóðum sem hafa skrásett líf sitt, allt frá fjölskylduviðburðum til sjálfsmynda á YouTube.

Frá ómi til hljóms

Leikstjórn: Ásdís Thoroddsen | 2025 | Ísland

Myndin byggir á dagbókum Sveins Þórarinssonar og segir frá breytingum í íslensku tónlistarlífi á 19. öld þegar ný hljóðfæri, tóntegundir og sönglög bárust frá meginlandinu.

Maðurinn sem elskar tónlist

Leikstjórn: Jóhann Sigmarsson | 2025 | Ísland

Þórir Baldursson er nafn sem allir þekkja í íslenskri dægurtónlist. Myndin fjallar um ævi þessa merka tónlistarmanns, starf hans og sköpun í gegnum tíðina.

Ævintýri, töfrar og himingeimurinn!

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í tólfta sinn dagana 25. október til 2. nóvember í Bíó Paradís.

Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður í Reykjavík og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Þema hátíðarinnar í ár eru stúlkur í aðalhlutverki.

Nánar á bioparadis.is/vidburdir/barnakvikmyndahatid-2025

Halló Frida!

Teiknimynd, Fjölskylda, Ævisaga | Karine Vézina, André Kadi 2025 | Frakkland, Kanada 82 mín. Íslensk talsetning

Þetta er sagan af lítilli stelpu sem skarar fram úr. Veröld hennar í Mexíkó glitrar af litum, lífi og óþrjótandi forvitni. Þegar hindranir og áskoranir verða á vegi hennar, mætir hún þeim með stórkostlegu ímyndunarafli. Hún heitir Frida Kahlo og heimur hennar er einstakur eins og hún sjálf.

Dansdrottningin

í Hollywood

Dans, Fjölskylda | Aurora Langaas Gossé | 2025 | Noregur 87 mín. Norska Íslenskur texti

Hip-hop-dansarinn Mina og dansfélagi hennar Markus leggja af stað með danshópnum sínum til Los Angeles í von um að stíga sín fyrstu spor í tónlistarmyndbandi… en Mina fær óvænt tækifæri til að leika í stórri Hollywood kvikmynd! Komdu með í ferðalag með uppáhalds dansdrottningunni okkar í Dancing Queen framhaldsmyndinni í Hollywood!

Geimstúlkan

og vélmennið

Teiknimynd, Fjölskylda, Vísindaskáldskapur | Kid Koala | 2025 | Kanada 86 mín. Ekkert tal

Myndin fjallar um Celeste, unga stúlku í geimfaraskóla og verndarvélmenni hennar. Byggð á verðlaunabók Kid Koala er hér á ferðinni stórkostleg teiknimynd án tals, þar sem tónlistin ræður ríkjum.

Jólapartísýningar og fjölskyldubíó

The Holiday (2006)

28. nóvember kl.21:00 Íslenskur texti

Love Actually (2003)

5. desember kl.21:00 Íslenskur texti

Home Alone (1984)

Fjölskyldusýning 6. desember kl.14:30 Íslenskur texti

E.T. (1982)

6. desember kl.19:00 Íslenskur texti

Die Hard (1988)

12. desember kl.21:00 Íslenskur texti

Home Alone 2 (1992)

Fjölskyldusýning 13. desember kl.14:30 Íslenskur texti

Elf (2003)

13. desember kl.19:00 Íslenskur texti

Christmas Vacation (1989)

19. desember kl.21:00 Íslenskur texti Carol (2015)

21. desember kl.19:00

Eyes Wide Shut (1999)

26. desember kl.21:00

Heimabíó Paradís býður upp á ýmsar gersemar sem ekki er auðvelt að finna annars staðar – og á sérlega hagstæðu verði. Tilbreyting er góð fyrir sálina!

PRENTUM í einum grænum

Tækifæriskort

Veggspjöld

Bæklingar

Skrifblokkir

Nafnspjöld

Tímarit

Umbúðir

Bækur

Umhverfisvæn

faglegPrentlausnirog prentráðgjöf Hraði,gæði,fagmennskaogpersónulegþjónusta

Umbrot Prentun Frágang VIÐ SJÁUM UM

Vatnagarðar 14, 104 Reykjavík

Sími: 563 6000 - litrof@litrof.is - www.litrof.is

FINNUR OKKUR LÍKA HÉR:

Gleðjumst í Paradís

Bíó Paradís er frábær kostur fyrir hópa við ýmis skemmtileg tilefni!

Við bjóðum upp á stórglæsilega aðstöðu með flottum bíóbörum og fjölbreyttu úrvali veitinga við allra hæfi. Hágæða sýningatæki í bíósölunum tryggja framúrskarandi hljóð- og myndgæði. Hjólastólaaðgengi í öllu húsinu. Verið velkomin!

Barnaafmæli Ýmislegt í boði og geysivinsæl leið til þess að halda afmælisveislu fyrir barnið þitt!

Gæsa- & steggjapartí - starfsmannagleði Ert þú að skipuleggja eitthvað tryllt partí? Nú eða koma skrifstofunni í góðan gír og hrista saman hópinn á einstökum vinnustaðahittingi? Hafðu samband!

Kvikmyndasýningar & ráðstefnur/fundir

Vilt þú leigja sal fyrir kvikmyndaverkefnið þitt? Stuttmyndir, heimildamyndir, myndir í fullri lengd – það er ekkert of stórt, eða smátt! Ráðstefnur, námskeið og fræðsluviðburðir, við tökum vel á móti ykkur!

Nánar á bioparadis.is/salaleigur - sendu okkur fyrirspurn á salarleiga@bioparadis.is

Auglýsing?

BÍÓTEKIÐ er heiti yfir reglulegar kvikmyndasýningar á vegum Kvikmyndasafns Íslands sem haldnar eru í samstarfi við Bíó Paradís . Sýndar verða valdar íslenskar og erlendar kvikmyndir einn sunnudag í hverjum mánuði, frá september 2025 fram í apríl 2026. Boðið verður upp á sérstaka viðburði, fræðslu og spjall í tengslum við þær kvikmyndir sem verða sýndar.

er

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.