Haust í Bíó Paradís 2022

Page 1

Haust í Paradís Heimili kvikmyndanna Art House Cinema & Café
H 20 22

kvikmyndahús

staðsett í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Við sýnum nýjustu listrænu kvikmyndirnar alls staðar að úr heiminum, en einnig klassískar myndir, „költ“ myndir og svo auðvitað ís lenskar myndir. Við sköpum hlýtt og notalegt umhverfi fyrir kvikmyndaunnendur af öllu tagi í þrem sýningarsölum og á huggulega barnum okkar þar sem hægt er að láta fara vel um sig milli sýninga og gæða sér á fjölbreyttum veitingum. Einnig er bara hægt að koma og tylla sér í drykki og spjall. Við erum sjálfseignarstofnun sem rekin er af fagfélögum kvikmynda fólks á Íslandi.

og

2 @bioparadis @bioparadis/bioparadis Hverfisgata 54 101 Reykjavík Sími 412 7711 midasala@bioparadis.is Nánari dagskrá á bioparadis.is Bíó Paradís Laugavegur Bankastræti Austurstræti KlapparstígurGrettisgataLaugavegur Frakkastígur LækjargataVatnsstígur Skólavörðustígur Hverfisgata Hverfisgata Bíó Paradís er fyrsta og eina listræna
Íslands,
er

Paradís möguleikanna

Kannist þið við það að gleyma ykkur svo vel í bíó að allt í einu eruð þið á gelgjuskeiðinu, getið flogið, eða talað tyrknesku? Einmitt þess vegna getur það verið óþolandi að veruleiki bíóhússins sjálfs búi ekki yfir sama ímyndunarafli einsog mynd irnar sem það sýnir.

Síðustu mánuði höfum við á Heimili kvikmyndanna látið lang þráðan draum rætast um fullt aðgengi í alla sali Bíó Paradísar.

Við höfum komið fyrir lyftu fyrir sali 2 og 3, búið til hjólastólastæði í öllum sölum og byggt nýtt salerni fyrir hreyfihamlaða.

Við höfum rampað upp anddyrið til að gera það aðgengilegra og komið fyrir tónmöskvum í sölunum okkar svo fólk með heyrnartæki heyri beint í tækin það sem fram fer á tjaldinu. Við erum að útbúa sjónlýsingar á helstu kvikmyndunum okkar svo við getum boðið blindum og sjónskertum í bíó. Framundan í vetur eru svo sýningar sérstaklega fyrir einhverfa, eldri borg ara, leik-, grunn- og framhaldsskólanemendur.

Bíó Paradís er skemmtilegt og öðruvísi kvikmyndahús þar sem allir eiga að geta notið sín á sínum forsendum. Möguleikarnir eru allskonar einsog í góðri bíómynd. Við viljum bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin í Bíó Paradís, aðgengilegasta kvik myndahús landsins!

2010–2020 3Bíó Paradís Haust 2022 Bíó Paradís nýtur stuðnings
VELJUM ÍSLENSKT

Paradís á tilboði

Árskort í Paradís veitir endalausan aðgang að öllum almennum sýningum í Bíó Paradís og korthafi fær 10% afslátt á Bíóbar.

Klippikortið er ótrúlega hagkvæm leið til að kaupa bíómiða og fá afslátt á Bíóbarnum.

Gjafakort og gjafamiðar

Gjafakortin eru snilldarleið til að splæsa í bíó og með því. Sætt gjafakort kostar 4.500 kr og gildir fyrir tvo með miðstærð af poppi og gosi. Létt gjafakort kostar 5.500 kr og gildir fyrir tvo með miðstærð af poppi og bjór eða vínglasi. Og fyrir hátíðarnar má ekki gleyma jólagjafamiðunum vinsælu, sem skreyta pakkann og bjóða í bíó um leið.

Gleðilega hátíð!

Til: Frá:

Gleðilega hátíð!

þig

Paradísar og tryggðu þér nýjustu fréttir, boð á frumsýningar, ásamt reglulegum tilboðum á bíómiðum og afslátt á Bíóbarnum.

Kynntu þér fjölbreytta möguleika á bioparadis.is

Til: Frá:
ÞETTA KORT ER LÍKA BÍÓMIÐI Í Gildir ekki á íslenskar kvikmyndir og kvikmyndahátíðir þar sem það er tekið fram
ÞETTA KORT ER LÍKA BÍÓMIÐI Í Gildir ekki á íslenskar kvikmyndir og kvikmyndahátíðir þar sem það er tekið fram
Bíó Paradís Haust 2022 5
Skráðu
í bíóklúbb
Fastagestir í Paradís
Klippikort Sjötti miðinn er ókeypis! Aðeins 2.999 krónur á mánuði! 8.490 kr.35.990 kr. Árskort

Georg og klukkan

Georg veit hvað klukkan slær og hjálpar krökkum að læra á hana í appinu sínu, sem heitir Georg og klukkan. Þar eru fræðandi og skemmtileg verkefni, æfingar og leikir.

Nýttu tímann vel og sæktu appið frítt á islandsbanki.is/georg.

Georg og félagar

Gæðamyndir

7Heimabíó Paradís Við fögnum því að geta boðið upp á hlaðborð kvikmynda menningar inn á öll heimili um allt land. Komdu þér þægilega fyrir og breyttu stofunni í Heimabíó Paradís! Sjá nánar á heima.bioparadis.is Sjáumst heima!
frá Bíó Paradís heima í stofu
8 Bíó Paradís Frumsýningar haustsins 11 12 15 18
9september desember 2022 17 16 16 13 14 10
10 Frumsýning Sporlaust Leave No Traces Drama | Jan P. Matuszynski | 2022 | Pólland Tomasz Zietek, Sandra Korzeniak, Jacek Braciak 160 mín. PÓL ÍSL Pólland, 1983. Óhugur er í fólki eftir að menntskælingur er barinn til dauða af hernum í landinu en sagan er byggð á sönnum atburðum. Myndin var tilnefnd til Gullna ljónsins á kvik myndahátíðinni í Feneyjum og var framlag Póllands til Óskars verðlaunanna 2022.

Óæskileg manneskja Persona Non Grata

Irina sem áður hét Laura ferðast aftur í heimabæ sinn úti á landi þar sem hún ólst upp til þess eins að mæta í brúðkaup bróður síns, en hann er einmitt í þann mund að fara bindast konunni sem lagði hana í einelti í barnæsku. Stórkostlegt fjöl skyldudrama sem er á léttari nótunum þar sem stutt er á milli hláturs og gráturs. Myndin hlaut fjölda verðlauna í heima landinu, m.a. sem besta kvikmyndin árið 2022.

Drama | Lisa Jespersen | 2021 | Danmörk Rosalinde Mynster, Bodil Jørgensen, Anne Sofie Wanstrup 91 mín. DAN ÍSL
11Frumsýning
12 Frumsýning Á suðupunkti Boiling Point Drama |Spennumynd | Philip Barantini | 2021 | Bretland Stephen Graham, Vinette Robinson, Alice Feetham 92 mín. ENS ÍSL Kvöldstund á veitingastað þar sem allt er undir og teymið er undir gríðarlegu álagi en kvikmyndin er tekin í einni samfelldri töku. Kvikmynd sem hlotið hefur gríðarlega góða dóma með Stephen Graham í aðalhlutverki. Hörkuspennandi kvöldstund og karakter galleríið er engu líkt.
13Frumsýning Sorgarþríhyrningurinn Triangle of Sadness Grín, drama | Ruben Östlund | 2022 | Svíþjóð Harris Dickinson, Charlbi Dean, Dolly De Leon, Zlatko Buric, Woody Harrelson 147 mín. ENS ÍSL Við fylgjumst með hinum ofurríku, þegar ungt par á uppleið í módelbransanum fær tækifæri til að dvelja á skemmti ferðaskipi þar sem dýr föt, yfirgengilegir málsverðir og stétt skipting ráða ríkjum. En þegar skipið strandar og skipverjar flýja upp á eyju breytist allt. Kvikmynd sem kom, sá og sigr aði Gullpálmann á Cannes 2022! Óhugnanlega fyndin og skemmtileg!

Alcarràs

Drama | Carla Simón | 2022 | Spánn, Ítalía Jordi Pujol Dolcet, Anna Otin, Xènia Roset 120 mín. KAT ÍSL

Líf bændafjölskyldu í litlu þorpi í Katalóníu breytist þegar eigandi landsins deyr og yfirvofandi er sala landsins. Vinnings mynd Gullbjarnarins á Berlinale 2022! Ein áhrifamesta mynd ársins eftir leikstýruna Carla Simón sem þekkt er fyrir kvik mynd sína Sumarið 1993. Myndin er byggð á hennar eigin heimaþorpi, en Simón leikstýrði áhugaleikurum á magnaðan hátt í þessari frábæru kvikmynd.

14 Frumsýning
15Frumsýning Klak Hatching Hryllingur | Hanna Bergholm | 2022 | Finnland Siiri Solalinna, Sophia Heikkilä, Jani Volanen 86 mín. FIN ÍSL Ung stúlka sem æfir fimleika undir harðri stjórn móður sinnar uppgötvar sérkennilegt egg. Hún ákveður að fela það og halda á því hita, en þegar eggið klekst út breytist allt. Kvikmynd sem vakti mikla athygli á kvikmyndahátíðinni Sundance – upplifðu stórkostlegan hrylling þar sem glansmyndin er ekki öll þar sem hún er séð.
16 Frumsýning Góði stjórinn The Good Boss Grín | Fernando León de Aranoa | 2021 | Spánn Javier Bardem, Manolo Solo, Almudena Amor 120 mín. SPÆ ÍSL Spænsk gamanmynd um eiganda verksmiðju sem lendir í kröppum dansi þegar ýmis vandræði blasa við þegar hann er í þann mund að taka á móti dómnefnd sem ætlar mögulega að verðlauna fyrirtækið fyrir glæsilegan árangur í rekstri. Myndin var framlag Spánar til Óskarsverðlaunanna 2022 en kvik myndin hlaut 20 tilnefningar til spænsku Goya verðlaunanna og vann sex þeirra, m.a. sem besta kvikmynd ársins.
17Frumsýning Rimini Drama | Ulrich Seidl | 2022 | Þýskaland, Austurríki Michael Thomas, Tessa Göttlicher, Hans-Michael Rehberg 114 mín. ÞÝS, ÍTA ÍSL Riche Bravo er útbrunnin poppstjarna sem kemur fram á þunglyndislegum skemmtunum á ferðamannastaðnum Rimini. Hann tekur hvern drykkjutúrinn á fætur öðrum en einn daginn dúkkar dóttir hans upp og biður Riche um peninga. Stórkost leg kvikmynd úr smiðju Ulrich Seidl sem keppti um aðalverð launin á kvikmyndahátíðinni Berlinale 2022.
18 Frumsýning Tori and Lokita Drama | Jean-Pierre Dardenne, Luc Dardenne | 2022 | Frakkland, Belgía Claire Bodson, Charlotte De Bruyne, Tijmen Govaerts 88 mín. FRA ÍSL Unglingsstúlka vingast við ungan dreng á flótta, þar sem þau koma bæði frá Afríku. Saman mynda þau bandalag til að lifa af í nýju landi þar sem örlög þeirra ráðast. Nýjasta kvikmynd Dardenne bræðranna snertir hjörtu, en hún keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes 2022 þar sem hún vann sérstök 75 ára af mælisverðlaun hátíðarinnar.
hringdu.is 5377000 Vertu ObsessJón í skólanum Námsmenn fá hraðasta heimanetið á besta verðinu og bíópassi út skólaárið í Laugarásbíó fylgir frítt með. Skólanet Bíópassi Gildir 1. sep. 2022 - 31. maí 2023 2x miðar í hverjum mánuðiLeiga á netbeini: 990 kr. 7.500 kr.
20 Íslenskar heimildamyndir

Velkominn Árni

Heimildamynd | Viktoría Hermannsdóttir, Allan Sigurðsson | 2022 | Ísland 63 mín. ÍSL, ENS ÍSL, ENS

Við fylgjum Árna, rúmlega sjötugum, eftir í ferðalagi lífs hans í leit að svörum um uppruna sinn. En þetta er líka þroskasaga manns sem hefur ef til vill aldrei þorað að stíga skrefið til fulls inn í lífið sem henn kysi helst. Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildakvikmynda árið 2022. Sundlaugasögur

Heimildamynd | Jón Karl Helgason | 2022 | Ísland 74 mín. ÍSL ENS Íslensk sundmenning og hlutverk sundstaða eru einstök á heimsvísu og hefur ekki verið gerð skil í heimildamynd áður. Í myndinni Sundlaugasögur eru yfir 25 sundlaugar heimsótt ar og þar kynnumst við bæði fólkinu, sem sækir laugarnar og kúltúrnum í laugunum, en þessi kúltur hefur þróast hér á landi í rúm hundrað ár.

Jarðsetning

Heimildamynd | Anna María Bogadóttir | 2021 | Ísland 50 mín. ÍSL ENS Stórhýsi Iðnaðarbankans

Lækjargötu rís á sjöunda ára -

framtíðarhugmynda. Innan úr

mætum við afli vélarinnar og kröftum náttúrunn ar,

vitni að niðurrifi og upplausn byggingarinnar með daglegt líf borgarinnar í bakgrunni.

21
við
tugnum í anda alþjóðlegra
byggingunni
verðum
Þetta er jarðsetning. Enda lok stórhýsis á endastöð hugmynda um einnota byggingar. Tímar tröllanna Heimildamynd | Ásdís Thoroddsen | 2022 | Ísland 67 mín. ÍSL ENS Tröllin í fjöllunum, tröllin í okkur sjálfum. Tröll hafa fylgt mann kyni í goðsögum og raunverulegri sögu, allt eftir því hvaða skilningur var settur í orðið á hverjum tíma. Tröllin eru hluti af íslenskri menningu og birtast í rituðum sögum, lagabókum og munnlegum arfi.

Alþjóðleg barnakvikmyndahátið

í Reykjavík 2022

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í níunda sinn haustið 2022. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Hátíðin verður haldin 29. október – 6. nóvember 2022 í Bíó Paradís!

Þema hátíðarinnar er evrópskar kvikmyndir. Verndari hátíðar innar er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands.

Gæðahlaðborð kvikmynda fyrir börn á öllum aldri, fjöldi frívið burða og námskeiða þar sem nauðsynlegt er að skrá sig auk þess sem boðið er upp á skólasýningar virka daga hátíðarinnar. Nánar á bioparadis.is/barnakvikmyndahatid og á facebook.com/barnakvikmyndahatid

22 Barnakvikmynda – hátíð
23Lifandi talsetning á íslensku Horfin á Hrekkjavöku Ævintýri, grín, fjölskyldumynd | Philip Th. Pedersen | 2021 | Danmörk Hannah Glem Zeuthen, Storm Exner Fjæstad, Katinka Evers-Jahnsen 87 mín. LIFANDI TALSETNING OPNUNARMYND Myndin fjallar um vinina Ásgeir og Ester sem klæða sig upp í búninga á Hrekkjavöku, en þegar litlu systur Ásgeirs er rænt þurfa þau að hafa hendur í hári ræningjanna! Stórskemmtileg ævintýramynd á Hrekkjavöku, en leikarar munu lesa fyrir allar persónur með lifandi flutningi á staðnum – sumsé lifandi talsetning á íslensku!
24 Apastjarnan Teiknimynd, fjölskyldumynd | Linda Hambäck | 2021 | Svíþjóð 75 mín. TALSETT Á ÍSLENSKU Jonna er ung munaðarlaus stúlka. Einn daginn kemur górilla á heimilið þar sem hún býr og vill ættleiða hana. Það tekur smá tíma fyrir Jonnu að venjast nýju móður sinni en lífið verður gott þangað til yfirvöld ógna nýju fjölskyldunni. Hjartnæm saga sem tilnefnd var til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2021 sem besta teiknimyndin. Myndin er talsett á íslensku. Íslensk talsetning

Hvar er Anne Frank

Teiknimynd, drama, fjölskyldumynd | Ari Folman | 2021 | Belgía Emily Carey, Sebastian Croft, Ruby Stokes 99 mín. ENSKT TAL ÍSLENSKUR TEXTI Byggt á dagbók Anne Frank teflir Ari Folman hér fram kvikmynd þar sem sögufrásögnin hefur hlotið gríðarlega athygli. Í myndinni lifnar Kittý við, ímyndaða stúlkan sem Anne skrifaði til í dagbókum sínum. Heimur Anne Frank á hvíta tjaldinu, kvikmynd sem þú vilt ekki missa af.
25
Íslandsfrumsýning
26 Föstudagspartísýningar Dans og söngur, ástir og örlög, bull, vitleysa og hryllingur. Myndirnar sem enginn fær nóg af. Föstudaga kl. 21:00! Hair (1979) 7. október kl 21:00 Back to the Future (1985) 14. október kl 21:00 ÍSL Inglorious Basterds (2009) 21. október kl 21:00 ÍSL The Fifth Element (1997) 28. október kl 21:00 Mad Max: Fury Road (2015) 4. nóvember kl 21:00 ÍSL Sin City (2005) 11. nóvember kl 21:00 Romeo+Juliet (1996) 18. Nóvember kl 21:00 Robocop (1987) 25. nóvember kl 21:00
27 Betty Blue (1986) 2. október kl.21:00 ENS The Red Shoes (1948) 16. október kl.21:00 It Follows (2014) 30. október kl.21:00 Rollerball (1975) 13. nóvember kl.21:00 Kwaidan (1964) 27. nóvember kl 21:00 ENS Attack The Block (2011) 11. desember kl 21:00 Tokyo Godfathers (2003) 26. desember kl 21:00 – Jólasýning! ENS
28 Love Actually (2003) 2. desember kl.21:00 ÍSL Harry Potter and the Philosopher's Stone (2001) 3. desember kl 15:00 ÍSL Gremlins (1984) 3. desember kl.19:00 National Lampoons Christmas Vacation (1989) 9. desember kl.21:00 ÍSL Elf (2003) 10. desember kl 19:00 ÍSL The Holiday (2006) 10. desember kl.21:00 ÍSL Jólapartísýningar og fjölskyldubíó
29 Harry Potter and the Chamber of Secrets (2002) 11. desember kl 15:00 ÍSL Edward Scissorhands (1990) 16. desember kl.21:00 Home Alone 1 (1990) 17. desember kl.14:30 ÍSL Home Alone 2: Lost in New York (1992) 17. desember kl.17:00 ÍSL Harry Potter and the Prisoner of Azkaban (2004) 18. desember kl 15:00 ÍSL The Nightmare Before Christmas (1993) 17. desember kl 19:45 Die Hard (1988) 23. desember kl.21:00 - Þorláksmessa! ÍSL Batman Returns (1992) 30. desember kl 21:00
Bíó Paradís30 Bíó Paradís er frábær kostur fyrir hópa við ýmis skemmtileg tilefni! Endurnýjaður og ennþá flottari Bíóbar býður upp á frábæra veitingasölu þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ný sýningartjöld í öllum sölum ásamt fullkomnum Barco 4K Laser myndvarpa og öflugu nýju hljóðkerfi í sal 1 tryggja framúrskarandi mynd- og hljóðgæði. Barnaafmæli Ýmislegt í boði og geysivinsæl leið til þess að halda afmælis veislu fyrir barnið þitt! Gæsa- & steggjapartí - starfsmannagleði Ert þú að skipuleggja eitthvað tryllt partí? Nú eða koma skrif stofunni í góðan gír og hrista saman hópinn á einstökum vinnu staðahittingi? Hafðu samband! Kvikmyndasýningar & ráðstefnur/fundir Vilt þú leigja sal fyrir kvikmyndaverkefnið þitt? Stuttmyndir, heimildamyndir, myndir í fullri lengd – það er ekkert of stórt, eða smátt! Ráðstefnur, námskeið og fræðsluviðburðir, við tök um vel á móti ykkur! Nánar á bioparadis.is/salaleigur - sendu okkur fyrirspurn á salarleiga@bioparadis.is Gleðjumst í Paradís
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.