B+ 2017

Page 1

B+

BLAÐ BIBLÍUFÉLAGSINS 2017

Trú í návist vestfirskra fjalla Að tala um Guð í samtímanum VISTFRÆÐI Í LJÓSI DAVÍÐSSÁLMA

MIRJAM Áhrif Biblíunnar í íþróttum


w w w.forlagid.i s – alvör u b ókave rslun á net inu


B+ BLAÐ BIBLÍUFÉLAGSINS 2017 Hið íslenska biblíufélag Laugavegi 31 101 Reykjavík FORSETI HINS ÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAGS Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands AÐRIR Í STJÓRN FÉLAGSINS Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari Áslaug Björgvinsdóttir, héraðsdóms­lögmaður Guðni Einarsson, blaðamaður Sr. Guðni Már Harðarson Sr. Grétar Halldór Gunnarsson Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor Rúnar Vilhjálmsson, prófessor FRAMKVÆMDASTJÓRI Ragnhildur Ásgeirsdóttir PÓSTÁRITUN Pósthólf 243 121 Reykjavík SÍMI 528-4004 NETFANG hib@biblian.is VEFFANG www.biblian.is RITNEFND Grétar Halldór Gunnarsson Gunnlaugur A. Jónsson Ragnhildur Ásgeirsdóttir HÖNNUN OG UMBROT Brynjólfur Ólason PRÓFARKALESTUR Þorgils Hlynur Þorbergsson PRENTUN Prentsmiðjan Oddi FORSÍÐUMYNDIN Ingjaldshólskirkja og Snæfellsjökull. ­Ljósmyndari: Ragnar Th. Sigurðsson.

Fylgt úr hlaði

B+

3

BIBLÍAN ER GÓÐ OG TILVALIN GJÖF

A

ðeins um 1000 Biblíur seljast árlega á Íslandi. Það er verðugt umhugsunarefni þar sem um 4000 ungmenni fermast á ári hverju. Spurningar vakna þar sem áður heyrði það nánast til undantekninga að fermingarbarn fengi ekki Biblíu að gjöf. Margar kirkjur og kristnir söfnuðir hafa mætt þessum breytingum í þjóðfélaginu með því að gefa fermingarbörnum Biblíur. Það er falleg og dýrmæt kveðja frá kirkjunni sem stendur af sér tímans tönn og er mikil­ vægt veganesti út í lífið. Vonandi getur biblíugjöf á fermingardegi orðið að hefð hjá enn fleiri kirkjum og söfnuðum. Hugsan­ lega gætu fyrirtæki og einstaklingar styrkt verkefni af þessum toga. Nýverið þegar ég spurði afa einn hvort hann ætlaði að gefa barnabarni sínu Biblíu í fermingargjöf svaraði hann því til að ekki væri í tísku að gefa Biblíu. Þá minntist ég frásögu sem ég heyrði þegar ég var barn, um hjón sem gáfu barnabarni sínu, sem þá var að fermast, Biblíu að gjöf. Inn í Biblíuna höfðu þau sett veglega peninga­ gjöf í umslagi. Mörgum árum síðar, þegar hjónin voru látin og fermingardrengurinn var orðinn fullorðinn karlmaður, tók hann fram bókina góðu og ákvað að fletta henni. Þá datt peningaumslagið út. Hann hafði aldrei opnað Biblíuna og vissi ekki af um­ slaginu. Peningarnir voru orðnir lítils virði og hann nagaði sig í handarbökin yfir því að hafa ekki opnað Biblíuna sína fyrr. Það er því ekki nóg að gefa Biblíur heldur þurfum við einnig að stuðla að því að Biblí­ an verði handgengin fólki m.a. með fræðslu sem hæfir mismunandi aldurshópum. Við sem erum kristin, við sem þekkjum og vitum hvers virði trúin er okkur, þurfum fyrst og fremst að benda öðrum á boð­ skap Biblíunnar — þann boðskap sem

fellur aldrei úr gildi, um kærleika Krists, þá fegurð og birtu sem trúin á hann veitir. Biblía er ómetanleg gjöf og með því að gefa Biblíu erum við að hvetja viðkomandi til að kynna sér boðskap hennar. Ætti það ekki að vera markmið okkar allra á hinu nýbyrjaða ári, að benda öðrum á bókina góðu, hvetja til þess að hún sé lesin og umfram allt að færa hana öðrum sem skírnargjöf, afmælisgjöf, fermingargjöf, brúðkaupsgjöf eða bara tækifærisgjöf? Í þessu blaði er fjallað um Biblíuna á fjölbreyttan hátt og ætti efnið að höfða til flestra. Vonandi hefur þú, lesandi góður, ánægju af áhugaverðum fróðleik sem tengist Biblíunni. Kær kveðja, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, ­framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags

MUNIÐ SÖFNUNARREIKNING BIBLÍUFÉLAGSINS Reikningur 0101-26-003555 Kennitala 620169-7739


4   B+

Grétar Halldór Gunnarsson

Að tala um Guð í samtímanum

N

ýverið kom út íslensk þýðing á bókinni „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“ eftir Bandaríkjamanninn Rob Bell. Það er ljóst af hressilegum titli bókarinnar að umfjöllunarefni hennar er ekki aðeins almenn trúmál, heldur sjálfur Guð! Í bókinni horfist Rob Bell í augu við þá staðreynd að mikið hefur breyst í um­ ræðu nútímafólks um Guð og hann spyr því í hreinskilni: „Mun Guð verða skilinn eftir á nýjum tímum?“ Ástæðan fyrir spurningu hans er að í augum margra í dag er Guð gömul hugmynd sem tilheyrir liðinni tíð. En Rob Bell telur sjálfur að Guð muni alls ekki verða skilinn eftir á nýjum tímum. Hann vill meina að til séu góðar leiðir til að fjalla um Guð sem sýna okkur skýrt að Guð hefur ekki dregist aftur úr. Þvert á móti sé Guð á undan okkur, hjá okkur og samferða okkur! Bell bendir í því samhengi á að þegar fólk dæmir Guð úr leik þá sé það gjarnan að gera upp við sína eigin takmörkuðu hugmynd um Guð; hugmynd sem byggir oft ekki á þeirra eigin reynslu og upp­ lifun. Rob Bell segir því mikilvægt að fólk, á hverjum tíma, uppgötvi Guð fyrir sjálfan sig svo vitundin um hann sé lifandi. Því til stuðnings vísar Rob Bell í Biblíuna, í söguna af Jakobi sem dreymdi mikilfeng­ legan draum. Rob Bell rifjar upp að þegar Jakob síðan vaknaði af draumnum sagði hann: „Sannlega er Drottinn á þessum stað og ég vissi það ekki!“ (1Mós 28.13). Rob Bell leggur út af sögunni með eftirfarandi hætti:

Aðdráttarafl þeirrar sögu er sístæð áminning hennar um að Guð hefur ekki breyst; það er Jakob sem vaknar til nýrrar vitundar um það hver — og hvar — Guð er.

Þetta er mikilvægur punktur í samhengi bókarinnar. Rob Bell er að segja, að ef við ætlum að tala um Guð á nýjum tímum, þá verðum við að gera það sama og Jakob gerði forðum: Við verðum að vakna til nýrrar vitundar um þann Guð sem hefur verið hér allan tímann! Rob Bell vill því, í allri umfjöllun um Guð, að við byrjum hjá trúartilfinningu og trúarupplifun manneskjunnar. Bell kemur lesandanum á óvart og rifjar í því sam­ bandi upp viðtal við Jane Fonda sem birtist í tímaritinu Rolling Stone. Þar segir Jane

lífinu. Þetta eitthvað meira er sú tilfinning að þetta geti nú allt merkt eitthvað, að það sé kannski ekki slys, að það eigi sér djúpan hljómgrunn og að það skipti máli á hátt sem er raunverulegur en er samt erfitt að útskýra.

Það er á þessum enda sem Rob Bell vill byrja þegar talað er um Guð í samtímanum og það er ekki að ástæðulausu! Það eru til alls kyns trúarlegar kenningar, röksemda­ færslur og trúarjátningar um Guð. En stað­ reyndin er sú að fólk á oft erfitt með að tengja við þær því þær hljóma framandi við fyrstu sýn. Ástæðan fyrir því er sú að trúarlegar kenningar, játningar og rök­ semdafærslur má rekja aftur til uppruna­ legrar trúarskynjunar og upplifunar. Þetta þýðir, að ef við viljum skilja allar gömlu

„Rob Bell er að segja, að ef við ætlum að tala um Guð á nýjum tímum, þá verðum við að gera það sama og Jakob gerði forðum: Við verðum að vakna til nýrrar vitundar um þann Guð sem hefur verið hér allan tímann!“ Fonda frá því að hún hafi laðast að trúnni vegna þess að hún fann „djúpa lotningu“ óma innra með sér. Þessa setningu grípur Bell á lofti og skrifar: Ég fann djúpa lotningu óma innra með mér. Ég elska þessa setningu. Hún vísar til upplif­ ana sem við höfum öll átt og skynjað. Það eru stundir, örskotssýnir þegar við höfum fundið fyrir djúpstæðri vitund um eitthvað meira í

kenningarnar, játningarnar og röksemda­ færslurnar um Guð, þá verðum við fyrst að ná sambandi við rót þeirra og upphaf; þá trúarlegu upplifun, andlegu skynjun og til­ finningu sem fæddi þær af sér. Þetta er upphafspunkturinn í bók Bells. Hann tekur stöðu með efahyggju­ manninum og er tilbúinn að kasta öllum játningum, kenningum og röksemda­ færslum um Guð út um gluggann, jafnvel


B+

5

„Það er ljóst af hressilegum titli bókarinnar að umfjöllunarefni hennar er ekki aðeins almenn trúmál, heldur sjálfur Guð!“

skapi að við þurfum að vera innstillt á þann raunveruleika. Það er að segja: Það sem við þurfum að gera er að stilla okkur inn á „bylgjulengd andans“, líkt og Bell kemst að orði í bókinni. Það þýðir að við þurfum að iðka hina andlegu og trúarlegu skynjun sem áður var nefnd. Rob Bell skrifar: Dr. Grétar Halldór Gunnarsson.

trúnni sjálfri ef það er það sem hann þarf að gera til að vera heiðarlegur við sjálfan sig. En hann gerir það ekki! Ástæðan er sú að þegar upp er staðið, þá getur Bell ekki kastað því að hann hefur djúpstæða vitund um lotningu sem ómar innra með honum, ósmættanlega skynjun og tilfinningu sem hann getur ekki afneitað. Út frá henni sýnir hann okkur ferska leið til að tala um Guð sem er hjá okkur, samferða okkur, og á undan okkur. Og þann Guð finnur Bell síðan líka á blaðsíðum Biblíunnar. Bók Bells er skemmtilegt ferðalag og ég vil ekki taka það af neinum með því að gefa of mikið upp um það hér. En ég vil benda á að þegar dregur að lokum bókarinnar, þá skrifar Bell um það hversu miklu máli trúarleg og andleg iðkun skiptir í sambandi við lifandi vitund um Guð. Hann trúir því sjálfur að sá Guð sem við erum sífellt að vakna til vitundar um sé ekki bara einhvers staðar annars staðar, hátt upp hafinn og fjarlægur. Rob Bell segir að andi Guðs sé rafmagnið sem lýsir upp hús tilveru okkar og sé þess vegna nærverandi í öllum okkar daglegu upplifunum. En það þýðir að sama

Ég velti því stundum fyrir mér hvort þetta snúist einfaldlega um það að segja já, aftur og aftur og aftur, þúsund sinnum á dag. Það er ekki flókin bæn, og hún snýst minna um orðin og meira um það hversu opið hjarta þitt er; hversu viljugt hjarta þitt er til að íhuga að það gætu verið óravíddir af skapandi krafti og anda einmitt hér, einmitt núna, jafn nærri og þinn næsti andardráttur. Þetta eru ekki dæmi­ gerð hvatningarskilaboð um að þú verðir að láta eitthvað gerast núna. Þetta snýst um að fá að vakna til þess sem er þegar að gerast, allt í kringum þig allar stundir, í þér, í gegnum þig og yfir þér. Að treysta því að Guð sé hjá okkur og fylgjandi okkur og á undan okkur.

Bell byrjar á skilaboðum um trúarlega skynjun og endar á skilaboðum um and­ lega iðkun vegna þess að hann telur að þetta tvennt sé nátengt. Í gegnum and­ lega iðkun og trúrækt þá opnast mann­ eskjan fyrir hinni trúarlegu vídd og verður næmari fyrir þeirri djúpu lotningu sem hefur ómað innra með henni, allt frá upp­ hafi vega. Það er síðan út frá þeirri upplifun sem við eigum að byrja að tala um Guð í samtímanum. Höfundur er prestur í Grafarvogssókn og situr í stjórn Hins íslenska biblíufélags

Kápa bókarinnar. Útgefandi er Skálholtsútgáfan.

© GÍGJA EINARSDÓTTIR


6   B+

„… í gluggum þess er spegilmynd af Gleiðarhjallanum sem gnæfir yfir bæinn norðanmegin.“

Trú í návist vestfirskra fjalla Erindi Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, á Listahátíð Seltjarnarneskirkju 9. október 2016.

L

ærifaðir minn og skólabróðir, Gunnlaugur Andreas Jónsson, bað mig um að flytja hér erindi undir yfirskriftinni, Trú í návist vestfirskra fjalla. Er mér það ljúft enda hafði uppeldi mitt í faðmi fjalla blárra mikil áhrif á mig og mótun mína sem og trúin sem ég kynntist á milli hinna háu fjalla Skutulsfjarðar við Ísa­ fjarðardjúp. Gunnlaugur bað mig líka að senda sér mynd af málverki sem vinkonur mínar að vestan gáfu mér þegar ég hafði verið vígð til biskups Íslands árið 2012. Myndin sýnir húsið sem ég fæddist í og ólst upp í


B+

7

„Fjöllin í Skutulsfirði eru há og mér fannst þau vernda mig og skýla mér fyrir óveðri og öllu illu.“ á Ísafirði en í gluggum þess er spegilmynd af Gleiðarhjallanum sem gnæfir yfir bæinn norðanmegin. Fjöllin í Skutulsfirði eru há og mér fannst þau vernda mig og skýla mér fyrir óveðri og öllu illu. Skutulsfjörður er ysti og stysti fjörðurinn sem gengur inn úr Ísafjarðardjúpi að vestanverðu. Á eyrinni við Skutulsfjörð stendur sem sé Ísafjarðar­ kaupstaður sem síðastliðin 20 ár hefur verið hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Fyrir stofnun kaupstaðarins árið 1866 var staðurinn nefndur Skutulsfjarðareyri. Byggðin teygir sig einnig upp í og inn með Eyrarfjalli og áfram inn í fjörðinn, en inn úr botni fjarðarins ganga litlir dalir, sumir með nokkru birkikjarri. Í Tungudal er sumarbústaðahverfi Ísfirðinga, sælureitur sem lifnar við á sumrin, því enn í dag flytja margir inn í Skóg á vorin og dvelja þar fram á haust. Í þessum bæ á milli fjallanna, Ísafirði, sést líka í annað fjall, Snæfjallaströnd, sem er lengra í burtu, hinum megin við Djúpið, að austanverðu og bak við það er Grunna­ víkin sem er ysti og syðsti hluti Jökul­ fjarðanna. Það fjall, Snæfjallaströndin, er lægra en Gleiðarhjallinn og Kirkjubóls­ hlíðin sunnanmegin í Skutulsfirðinum og lokar firðinum fyrir úthafinu sem við tekur norður af Djúpinu. Þegar siglt er fyrir Bjarnarnúpinn sem er nyrsti endi Snæfjallastrandarinnar blasa Jökulfirðir við, en þaðan er móðurfólk mitt ættað og uppalið. Ég ólst upp við sögur af því svæði. Móðir mín sagði mér oft frá því að þegar hún fór 14 ára gömul að heiman til náms og starfa þá hafi enginn veraldlegur auður fylgt henni heldur bænir foreldra hennar um handleiðslu Guðs og forsjón. Á hennar æskuheimili voru húslestrar. Amma mín var forsöngvarinn og afi minn las úr postillunni og bað. Undir bæninni skýldi smáfólkið sér með höndunum og þegar þeim fannst bænin löng kíktu þau á milli fingra sér hvert á annað og oft var erfitt að halda hlátri niðri þegar bænin dróst á langinn. Guðmundur sem kallaður var skólaskáld bjó á Ísafirði og lést ungur maður frá konu og þremur litlum dætrum. Hann orti mörg falleg ljóð og sálma, t.d. Friðarins Guð, hin hæsta hugsjón mín og Hún amma mín það sagði mér sem margir þekkja. Einnig orti hann ljóðið Í faðmi fjalla blárra sem enn

er sungið á hátíðlegum samkomustundum Ísfirðinga við lag Jónasar Tómassonar tón­ skálds, sem einnig bjó á Ísafirði.

Í faðmi fjalla blárra þar freyðir aldan köld. Í sölum hamra hárra á Huldan góða völd. Er lætur blysin blika um bládimm klettaskörð, er kvöldsins geislar kvika og kyssa Ísafjörð.

Við þetta ljóð og lag ólumst við upp næstu kynslóðir. Við elskuðum fjörðinn okkar og fjöllin og fannst ekkert sjálfsagðara en þau skýldu okkur, einnig fyrir sólinni tvo mánuði á ári. Vegna hæðar þeirra sést sólin ekki frá lokum nóvember til 25. janúar. Þá gægist hún yfir Nónhornið í Engidal og sendir fyrstu geisla sína það árið yfir bæinn. Heima hjá mér skein hún alltaf fyrst á píanóið sem stóð undir austurveggnum í stofunni og þá var hátíð í bæ. Bakaðar pönnukökur sem heimilisfólk og gestir gæddu sér á. Mér er líka sagt að þegar við systur vorum litlar þá hefðum við heimtað að fá að fara í stuttbuxur eða pils til að fagna sólinni sem sendi hlýja geisla sína yfir snjóskaflana, eyrina og mannfólkið. Sólin kom og við hana er kennd gatan Sólgata, sem liggur um miðja eyrina frá vestri til austurs. Ef bjart er í veðri nær sólin frá Gleiðarhjalla niður að Sólgötu þann 24. janúar og yfir alla eyrina þann 25. Í kringum þann dag var líka haldið ballið sem kennt er við sólina, Sunnukórsballið, en kórinn var stofnaður þann 25. janúar árið 1934. Á sunnudögum bauðst okkur börnunum að fara í þrjá sunnudagaskóla í Ísafjarðar­ kirkjunni okkar gömlu, sem brann þann 25. júlí árið 1987. Þar var barnamessa kl. 11. Þá var einnig sunnudagaskóli í Hvíta­ sunnukirkjunni Salem. Klukkan tvö var svo barnasamkoma á Hjálpræðishernum. Það var því nóg að gera alla sunnudaga, barna­ messa kl. 11, barnasamkoma Hersins kl. 14 og bíósýning í Alþýðuhúsinu kl. 15. Kirkju­ ferðir og trúin voru órjúfanlegur hluti af lífinu. Svo sjálfsagt að ekki þurfti að tala um það. Þegar sólin var komin hátt á loft í mars þá baðaði hún fjörðinn með geislum sínum

og bæjarbúar flykktust upp á Dal á skíði. Það skíðasvæði er ekki notað í dag nema sem æfingasvæði skíðagöngumanna því snjóflóð sem féll snemma morguns þann 5. apríl árið 1994 eyðilagði öll skíðamann­ virki og mildi að enginn var á svæðinu þessa nótt, því þar var einnig skíðaskáli, sem oft var verið í útilegum í í mínu ung­ dæmi. Daginn áður, annan páskadag, höfðu hundruð rennt sér á skíðum þar í blíðskaparveðri. Flóðið féll yfir skíðasvæðið og þaðan niður í Tunguskóg og urðu fjórir fyrir flóðinu og einn þeirra lést. Þetta var byrjunin á þeirri flóðahrinu sem varð næstu árin á svæðinu en mannskæðust urðu flóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995 eins og kunnugt er. Þegar flóðið féll í Súðavík hafði ég þjónað í Bolungarvík í þrjá mánuði. Þann dag var arfavitlaust veður. Rafmagn hafði slegið út og ekki vogandi að fara út fyrir hússins dyr, slíkur var veðurofsinn. Síminn hringdi og mér var sagt að snjóflóð hefði fallið yfir byggðina í Súðavík og verið væri að leita að fjölda manns, sem hefði farið undir flóðið. Það var skrýtin tilfinning sem fór um mig. Gat það verið að ógn stafaði frá fjöllunum sem ég var alin upp við að vernduðu mig fyrir öllu illu? Það er ekki hægt að lýsa til­ finningunni en sterk var hún. Aldrei hafði mér komið til hugar að ógn gæti stafað frá þessum verndandi fjöllum. Að vísu var pabbi minn aldrei hrifinn af því að við systur værum að fara á skíði upp á Dal og nefndi snjóflóð í því sambandi. Það fannst mér og okkur systrum skrýtinn ótti en hann vissi sem var að ári áður en ég fæddist féll flóð á þeim slóðum og tók burt skála, Harðarskála sem þar stóð. Það voru níu mánuðir frá því snjóflóðið féll yfir skíðasvæðið og sumarbústaða­ byggðina í Skóginum þar til flóðið féll í Súðavík. Níu mánuðum síðar féll svo flóðið á Flateyri. Þá sátu Súðvíkingar í skóla­ húsinu sem þeir sátu í níu mánuðum fyrr og leið eins og það hefði verið í gær. Og þannig var það með okkur flest. Flóðið á Flateyri var eins og beint framhald af janúardögunum í Súðavík. Sóknarnefndar­ maðurinn í Súðavík hringdi í mig og spurði. Við viljum hafa hér helga stund. Getur þú leiðbeint mér með það og bent mér á stað í Biblíunni til að lesa? Það fyrsta sem kom upp í hug minn var Davíðssálmur


8   B+

Skutulsfjörður. Ljósmyndari: Sigurjón J. Sigurðsson. 121, sá hinn sami og er hér undirtitillinn á listahátíðinni í kirkjunni í ár. Samt er ekki alveg samhljómur í því að benda á þann sálm. Við höfðum getað með öryggi og í trú horft til fjallanna, sem nú höfðu safnað í sig öllum snjónum sem hrundi svo niður yfir byggð og líf.

Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.

Já, það eru nefnilega ekki fjöllin sem vernda, heldur Drottinn. Eins og móður­ fólkið mitt í Jökulfjörðunum sem vissi að það átti allt sitt undir Drottni og lifði í skjóli hans. Í hörmungunum, varnar­ leysinu, óttanum, sorginni, litum við upp og treystum á hjálp Guðs. Treystum því að með honum gætum við gengið veginn áfram þrátt fyrir allt. Árið 1951 varð bílslys á Óshlíðinni sem liggur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Vegurinn hafði verið opnaður formlega ári áður. Óshlíðin er snarbrött og flesta daga féll grjót úr hlíðinni á veginn. Bol­ víkingar og aðrir vegfarendur bjuggu við þá ógn sem stafaði af Hlíðinni í nærri 60 ár þegar keyrt var þar um, enda eini akfæri vegurinn til og frá plássinu. Eftir bílslysið þar sem ungir íþróttamenn létust var settur kross við veginn. Sigurgeir Sigurðsson, sem þá var biskup Íslands en hafði áður verið sóknarprestur á Ísafirði og sinnti þjónustu í Bolungarvík áður en prestakallið þar var stofnað árið 1925, kom og vígði krossinn. Vegfarendur voru vel meðvitaðir um að úr hlíðinni gat bæði fallið grjót og snjór og svar þeirra við því var að biðja um vernd Guðs og sýndu þá bæn í verki með krossinum. Oft sá maður blóm við krossinn sem fólk hafði sett þar í minningu þeirra mörgu sem fórust á hlíðinni. Svo gerðist það 27. ágúst árið 2000 að ákveðið var að hafa bænastund við krossinn 50 árum eftir

að vegurinn var formlega opnaður. Fjöldi fólks var samankominn þar en því miður hellirigndi en í rigningu hrundi meira úr fjallinu en endranær. Allt gekk vel þar til fólk keyrði aftur út í Vík þar sem veitingar biðu í íþróttahúsinu. Grjóthnullungum rigndi niður og lentu þeir á nokkrum bílum í bílalestinni. Sem betur fer urðu engin slys á fólki utan gat á einu höfði sem auðvelt var að sauma saman og hafði ekki varanleg áhrif. Þannig býr fólk sem lifir milli hárra fjalla við náttúruöflin, spennu sem brýst fram þegar fara þarf um fjöllin til að komast á milli staða. En nú er öldin önnur þar vestur frá því tækniþekkingin gerði það mögulegt að bora gat í gegnum fjallið og góð er tilfinningin að skjóta sér inn í fjallið í stað þess að fara fyrir það þegar dimmt er úti og hellirignir. Trúin er ekki langt undan þó ekki sé henni endilega flíkað dags daglega. Í mannlífinu skiptast á skin og skúrir eins og í náttúrunni. Eftir vetrarlanga hríð koma fuglar í bjargið og verpa sínum eggjum og lífið fæðist. Blómin og gróðurinn kíkja upp úr snjósköflunum og lyngið í hlíðunum blómgast og gefur bestu berin sem finnast á landinu, krækiberin í saftina, bláberin í sultana og aðalbláberin með rjómanum. Og þegar upp á fjöllin er farið sést í næstu firði. Manneskjan er lítil í samanburði við fjöllin háu og lofar skaparann sem hefur mótað svo mikla fegurð sem engu er lík. Og talandi um fjöllin og ferðirnar um þau þá finnst manni þau stundum ansi há og vegurinn þröngur. Ég hef nokkrum sinnum reynt það að kippt var í stýrið hjá mér þegar bíllinn hafði runnið út í kantinn og ekkert virtist geta bjargað veltunni. Það er undarleg reynsla sem ég tengi við Guð; Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, segir Davíð í sálmi sínum. Trú í návist vestfirskra fjalla er yfirskrift þessara orða. Meira hefur farið fyrir tali um fjöll en trú í þessu erindi mínu. Trú er traust og fólk sem býr við þær miklu

andstæður sem fjöllin færa lifir í trausti til skaparans. Fólk lærir þar sem annars staðar að lifa við aðstæður sínar og um­ hverfi. Það er ekki hægt að mæla trú, hvar hún skuli lenda á mælistikunni. En margt bendir til þess að trúin sé ekki langt undan þegar lífsháskinn er nærri en gleymist frekar þegar allt leikur í lyndi. Þegar Bolungarvíkurgöng voru vígð var ekki gert ráð fyrir því að farið væri með guðsorð eða bæn við vígslu þeirra. Það hafði þó verið gert nokkrum sinnum þegar framkvæmdir ganganna stóðu yfir. Vegagerðarmenn sáu ekki ástæðu til þess að biðja og þakka við lok verksins. En þá tóku margir bæjarbúar sig til og í þeim hópi voru mjög margir sem ekki vermdu kirkjubekkina vikulega og kröfðust þess að sóknarpresturinn leiddi helga stund. Vega­ gerðarmenn lutu þar í lægra haldi fyrir yndislegum sóknarbörnum mínum, sem án nokkurrar aðkomu kirkjunnar þjóns létu í sér heyra. Göngin voru svo opnuð með pompi og prakt og ekið var í gegn í þökk og bæn. Í þessum orðum mínum hefur hugsun mín snúist um að draga fram hvernig fólk sem býr undir háum fjöllum lærir að elska þau en er sér jafnframt meðvitandi um ógnir þeirra eða réttara sagt þær ógnir sem frá þeim stafa, s.s. grjóthrun og snjó­ flóð. Og um leið að bera virðingu fyrir þeim og viðurkenna takmarkanir sínar í sam­ búðinni við fjöllin. Fólk bregst líka við með því að nýta þekkingu sína til bygg­ ingar varnargarða og jarðganga og leggur sig fram um að eyðileggja ekki Guðs góðu sköpun heldur nýta sér hana til að bæta lífsskilyrði og öryggi. Þannig er hin sístæða sköpun Guðs. Henni lýkur aldrei. Hún ber vott um elsku Guðs til mannanna. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína, segir í Davíðs­ sálminum góða.


B+

HVAÐ ER BIBLÍAN MÉR? Emil Hreiðar Björnsson grafískur hönnuður

„Fyrir mér er Biblían bókin bókanna og leiðarvísir um lífið. Ég ólst upp með þessari bók og hún hefur svo sannarlega haft stór og mikil áhrif á líf mitt. Þarna er sannleikann að finna fyrir allar kringumstæður lífsins.“

Ólafur Egilsson

fyrrverandi sendiherra og fyrrv. stjórnarmaður í HÍB

Herdís Gunnarsdóttir

forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands „Biblían er það rit sem ég tel að hafi mótað og lagt grunninn að siðferði, gildum, reglum og lögum í vestrænum samfélögum í gegnum tíðina. Fyrir mér er Biblían lifandi orð Guðs sem talar beint inn í aðstæður manna, veitir styrk og leiðbeiningu í daglegu lífi og er vitnisburður um kærleika og náð Guðs í lífinu.“

„Ég eignaðist Nýja testamentið um fermingu að gjöf frá þeim vandaða manni Árna Sigurjónssyni, sem var í senn einn af æðstu mönnum Landsbanka Íslands og í forystu fyrir blómlegu starfi KFUM. Ekkert hefur reynst mér meir til hugsvölunar en lestur í því góða riti; eða þá sumum ritum Gamla testamentisins, svo sem Jobsbók, Davíðssálmum og Orðskviðunum, þeim fjársjóðum viturlegrar leiðsagnar í lífinu. Engin lesning tekur Biblíunni fram — hún er hverjum lesara mikil blessun. „Frá Drottni kemur skrefum mannsins festa, þegar hann hefur þóknun á breytni hans“ (Slm 37.23).“

9


10   B+

Aldís Rut Gísladóttir

Vistfræði samtímans í ljósi Davíðssálma

Á Aldís Rut Gísladóttir, stud.theol.

vorönn 2015 sat ég námskeið hjá leiðbeinanda mínum, dr. Gunnlaugi A. Jónssyni, í rit­ skýringu Saltarans. Lesefni námskeiðsins var m.a. nýút­ gefin bók hans, Áhrifasaga Saltarans. Við lestur þessarar góðu bókar kviknaði sú hugmynd hjá mér að nota mætti Davíðs­ sálmana til að vekja fólk til vitundar um umhverfi sitt og loftslagsbreytingar. Í Saltaranum er að finna miklar náttúru­ lýsingar og því hefur verið haldið fram að Davíðssálmarnir séu meginheimild okkar um sköpunartrú Biblíunnar og að með orðinu „sköpun“ sé rætt fyrst og fremst um vistkerfið á líðandi stund, lífkeðjuna, um skipan náttúrunnar og skikkan skaparans. Nefnd sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna og kallast milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar gaf frá sér úttektarskýrslu um loftslags­ breytingar árið 2014. Í skýrslunni er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélög og möguleika til aðlögunar. Það sem m.a. kom fram í þessari skýrslu var það að áhrif loftslagsbreytinganna eru óafturkræf. Heimsbyggðin er að mörgu leyti illa viðbúin því að mæta loftslags­ breytingunum. Vistkreppan er siðferðilegt málefni sem kristnir eiga að láta sig varða. Loftslags­ breytingar eru guðfræðilegt vandamál, vandamál sem stafar af sýn okkar á Guð og okkur sjálf.

Vandamálið er andlegt, það snýr að viljanum til að breytast. Við vitum öll að loftslagsbreytingar eru staðreynd og við vitum hvaða stórslys er í vændum ef við breytum ekki lifnaðarháttum okkar. Meiri kunnátta og tækni mun ekki leysa vanda­ málið, einungis breyting á mannlegum vilja og sýn okkar á okkur sjálf mun leysa vandamálið. Hvergi í öllum bókum Biblíunnar er að finna jafnmikla orðræðu til Guðs og um Guð og í Saltaranum. Saltarinn er því góður staður til að byrja vegferðina í leit að and­ legum úrræðum til að breyta sýn okkar á okkur sjálf og Guð í þágu náttúrunnar. Mikið er notað af myndmáli og mynd­ hverfingum í Saltaranum og er það snar þáttur í hebreska ljóðaforminu. Femíniskir guðfræðingar leggja áherslu á að málfar um Guð skipti miklu máli því það endur­ speglar okkar dýpstu trú og skoðun á Guði og okkur sjálfum. Þeir vilja breyta mál­ farinu, eða að minnsta kosti útvíkka hið hefðbundna málfar sem notað er um Guð, því þeir telja að þetta viðtekna tungutak stuðli að þröngum skilningi á Guði. Mary Daly sagði svo eftirminnilega: „Ef Guð er karlkyns, þá er karlmaðurinn Guð. Hið guðlega feðraveldi heldur áfram að veikja konur svo lengi sem því er leyft að lifa sem hugarburður manneskjunnar.“ Þessi setning bendir á mátt myndlíkingar­ innar til að skapa veruleika. Arthur WalkerJones notar þessa frægu setningu út frá


B+

„Ég tel að það sé margt í Saltaranum sem geti veitt andleg og siðfræðileg úrræði gegn umhverfisvandanum. Í vegferðinni sem lestur Saltarans er breytist sýn okkar á okkur sjálf, Guð og náttúruna.“ sjónarhorni jarðarinnar og þá mætti segja: „Ef Guð er manneskja, þá er manneskjan Guð. Hin guðlega manneskja heldur áfram að eyðileggja jörðina svo lengi sem hin guðlega manneskja fær að lifa áfram sem hugarburður manneskjunnar.“ Fjölbreytt nöfn og myndmál yfir Guð eru nauðsynleg til að ná að endurspegla Guð til fulls. Finna má mun fjölbreyttara málfar um Guð innan Ritningarinnar og hefðarinnar en yfirleitt er notað. Vistfræðileg túlkunarfræði, sú túlkunar­ fræði sem glímir við veruleikann af sjónar­hóli vistfræðinnar, þarf að finna mynd­líkingar þar sem Guði er líkt við jörðina til að gefa jörðinni meira vægi. Guð sem klettur er einn slíkur mögu­ leiki. Tilvísanir í Guð sem klett eru fleiri í Saltaranum heldur en tilvísanir í Guð sem föður. Tilvísanir um Guð sem klett er að finna tuttugu og einu sinni í Saltaranum en eingöngu þrisvar sinnum sem föður. Myndlíkingar eru notaðar til að útskýra eitthvað sem við þekkjum ekki með ein­ hverju sem við þekkjum. Áhrifaríkar mynd­ líkingar ýta undir skilning okkar á Guði og segja einhvern sannleika um Guð en þær

minna okkur einnig á að hinn guðdómlegi veruleiki fari alltaf fram úr myndlíkingunni. Spurningin um hvaða orðalag er notað um Guð snertir og dregur í efa sumar af okkar dýpstu sannfæringum og tilgátum um hver Guð er og hvernig sambandi Guðs við heiminn er háttað. Sallie McFague telur í bók sinni, A New Climate for Theology, að róttæk breyting á sjálfsskilningi mannsins sé nauðsynleg til að sporna við loftslagsbreytingunum sem og sýn okkar á Guð. Ég tel að lestur Davíðs­ sálmanna og í raun allrar Biblíunnar út frá vistfræðilegri túlkunarfræði, þar sem við sjáum náttúrumyndlíkingarnar sem notaðar eru yfir Guð, t.d. sem klett, geti hjálpað okkur í vegferðinni að breyta sýn okkar á okkur sjálf og Guð. „Ég trúi á Guð föður, skapara himins og jarðar,“ segir í postullegu trúarjátningunni. Myndin sem við sjáum af Guði, skapara himins og jarðar, í sálmum Saltarans breytist eftir því sem við komumst lengra í pílagrímsför okkar sem lestur Saltarans er. Mynd Guðs breytist úr því að vera af stríðs­ manni og konungi sem frelsar einstaklinga og þjóðir, sem er algengt stef í fyrstu bókum

11

Saltarans, yfir í handverksmann sem er við­ staddur og veitir blessun, frjósemi og guð­ lega forsjón allri sköpuninni. Ekki einungis breytist mynd Guðs heldur breytist einn­ ig mannsskilningurinn. Hann breytist úr því að maðurinn er einangraður og hafinn yfir jörðina í fyrstu bók Saltarans yfir í það að hann sameinast jarðarsamfélaginu (e. earth community) í fjórðu og fimmtu bók Saltarans. Umhverfisvandinn er m.a. talinn stafa af firrtri sýn á okkur sjálf, sambandi okkar við Guð og náttúruna. Ég tel að það sé margt í Saltaranum sem geti veitt and­ leg og siðfræðileg úrræði gegn umhverfis­ vandanum. Í vegferðinni, sem lestur Saltarans er, breytist sýn okkar á okkur sjálf, Guð og náttúruna. Með því að afbyggja og endurbyggja þetta samband getur sýn okkar á umheiminn breyst. Við förum að sjá okkur samtengdari umhverfinu og háðari því. Við erum hluti sköpunarinnar, ekki yfir hana hafin. En þótt við séum hluti sköpunarinnar berum við samt siðferði­ lega ábyrgð gagnvart henni. Við getum ekki farið með hana að vild. Hlutverk guð­ fræðinga er að hvetja til nýrrar hugsunar um Guð og manninn af sjónarhóli vist­ fræðinnar. Saltarinn er þar mikilvægt verk­ færi sem færir okkur nær jörðinni, Guði og okkur sjálfum.

Höfundur er guðfræðinemi


12   B+

Pétur Ragnhildarson

MIRJAM

Áhrifakona í Gamla testamentinu

M

irjam er ein þekktasta kvenpersóna Gamla testamentis­ins. Hún kemur fyrst fram í 2. Mósebók, Exodus, en hún er einnig nefnd víðar í Gamla testa­ mentinu. Hlutur hennar hefur vaxið í gyðinglegri hefð og í áhrifasögu.

Pétur Ragnhildarson, stud.theol.

Mirjam í upphafi Exodus Mirjam var systir Móse og kemur tvisvar fyrir í Exodus. Hún er fyrst nefnd til sögunnar í 2. kafla. Í kaflanum á undan er sagt frá því þegar Faraó skipaði svo fyrir að öllum drengjum Hebrea skyldi kastað í fljótið þar sem Hebrear í Egyptalandi voru orðnir margir. Í 2. kafla er sagt frá því hvernig móðir Móse bjó til körfu úr sefi, þétt með biki og tjöru, sem hún setti hann í, til að forða honum frá dauðdaga. Körfuna setti hún síðan út í sefið við árbakkann og fylgdist Mirjam svo með körfunni þar. Hún sá dóttur Faraós finna körfuna og bauðst til þess að finna hebreska brjóstmóður handa Móse. Dóttir Faraós þáði það boð og sótti Mirjam þá móður þeirra Móse. Hafði hún drenginn á brjósti þar til hann stálpaðist. Dóttir Faraós tók hann svo að sér og ól upp sem sinn eigin son.1 Mirjam er ekki nafngreind í þessari frá­ sögn, ekki frekar en aðrar persónur, heldur er sagt frá henni sem systur drengsins í körfunni. Aron, bróðir Móse, er ekki heldur nafngreindur og ekki er greint frá honum, þótt sagt sé frá hinni hebresku fjölskyldu Móse.2 Ljóst er á öllu að Mirjam hafði mikil áhrif á atburðarásina. Lofsöngur Mirjamar Í 15. kafla Exodus er sagt frá sigursöng Hebrea. Þar á meðal er lofsöngur Mirjamar. Þar er hún nafngreind í fyrsta skipti sem „spákonan Mirjam“. Í frásögninni kemur

fram að hún hafi tekið sér trumbu í hönd og leitt lofsöng sem allar konur tóku þátt í.3 Í 21. versi birtist svo lofsöngur Mirjamar. Lofsyngið Drottni því að hann er hátt upp hafinn, hestum og riddurum steypti hann í hafið.4

Þetta ljóð Mirjamar er eitt nokkurra ljóða í Gamla testamentinu sem er kennt við konu. Þar má einnig nefna ljóð Hönnu, sem má finna í 1. Samúelsbók og ljóð Debóru í Dómarabókinni. Ýmsir fræði­ menn telja að lofsöngur Mirjamar sé einn elsti texti Gamla testamentisins og jafn­ vel sá elsti. Í versum 1–18 í sama kafla er að finna sigursöng Ísraelsmanna. Almennt hefur verið talið að ljóðið sem þar er sungið hafi verið eftir Móse, ekki síst vegna þess að sagt er að Móse hafi sungið það. Þó hafa sumir fræðimenn frá miðri 20. öld talið að ljóðið hafi í raun verið eftir Mirjam. Það hefur verið rökstutt meðal annars með því að í Qumran-handritafundinum við Dauðahafið hafi fundist handrit þar sem lofsöngur Mirjamar er lengri en í kanóninum. Einnig voru sigursöngvar tengdir konum frekar en körlum á þessum tíma. Lofsöngur Mirjamar gefur einnig ákveðna hugmynd um stöðu kvenna meðal hinna fornu Hebrea. Konur hafa greini­ lega tekið þátt í tónlistarlífi Hebrea, með því að syngja, spila og dansa en einnig með því að yrkja ljóð. Þær hafa því haft þekk­ ingu á tónlist og hljóðfæraleik en tónlist var stór þáttur af menningar- og trúarlífi hinna fornu Hebrea.5 Mirjam í öðrum ritum Gamla testamentisins Þrátt fyrir að persónan Mirjam sé fyrst og fremst tengd 2. Mósebók, þá er einnig sagt


B+

13

„Þá tók spákonan Mirjam, systir Arons, trumbu sér í hönd og allar aðrar konur héldu á eftir henni með trumbuslætti og dansi“ (2Mós 15.20). Lofsöngur Mirjamar eftir Marc Chagall, 1966, Saint-paul-de-vence, vatnslitir, 32 x 44,3 sm.

frá henni í 4. Mósebók, Numeri. Í 12. kafla þeirrar bókar er sagt frá því hvernig Mirjam og Aron, systkini Móse, ávítuðu Móse fyrir að kvænast konunni frá Kús. Drottinn birtist þeim systkinum og tók afstöðu með Móse. Þegar Drottinn fór var Mirjam orðin holdsveik. Móse og Aron báðu Drottin um að lækna hana en hann ákvað að hún skyldi vera lokuð af í eina viku. Öll þjóðin beið eftir því að hún yrði frísk áður en þau héldu ferðalagi sínu áfram. Það sýnir stöðu og mikilvægi Mirjamar meðal þjóðar sinnar.6 Í 20. kafla 4. Mósebókar er sagt frá dauða Mirjamar. Hún dó og var grafin í Kades í eyðimörkinni Sín. Þrettán fyrstu versin í kaflanum hafa titilinn „dauði Mirjamar og vatn úr kletti“, en einungis fyrsta versið segir frá dauða hennar.7 Víðar í Gamla testamentinu er talað um Mirjam eins og í 6. kafla spádómsbókar Míka. Þar segir Drottinn við sína útvöldu þjóð í 4. versi: Ég leiddi þig út úr Egyptalandi, leysti þig úr þrælahúsinu. Ég sendi Móse, Aron og Mirjam til að fara fyrir þér.8

Þessi texti sýnir augljóslega að Mirjam var meðal leiðtoga hinna fornu Hebrea í brott­ förinni úr Egyptalandi og þeirri framrás sögunnar. Mirjam í gyðinglegri hefð Mirjam hefur verið hluti sagnahefðar og trúarlífs Gyðinga frá ómunatíð. Hún

er bæði mikilvæg fyrir trú og menningu sem einn leiðtoga Hebrea í flóttanum úr Egyptalandi yfir í landið helga. Midrash er gyðinglegur spuni og túlkunarhefð sem hefur ákveðinn grundvöll í Gamla testa­ mentinu. Margar slíkar hefðir hafa orðið til um Mirjam og er ein sú frægasta um brunn Mirjamar. Samkvæmt hefðinni höfðu hinir fornu Hebrear stein með í för, sem var uppspretta vatns, í eyðimörkinni. Þann­ ig gat fólk fengið vatn að drekka þar. Þessi brunnur var kallaður brunnur Mirjamar þar sem vatn flæddi úr honum svo lengi sem hún lifði. Í 4. Mósebók er sagt frá því að eftir dauða Mirjamar hafi orðið vatns­ skortur meðal þjóðarinnar. Þessi sagnahefð þróast út frá þeirri frásögn. Mirjam hefur einnig haft áhrif á helgi­ hald Gyðinga. Á páskahátíðinni er hjá sumum Gyðingum borinn á borð bolli Mirjamar. Þetta er gert til þess að minnast þáttar Mirjamar í frelsun þjóðarinnar úr ánauðinni í Egyptalandi en einnig er þetta vísun í brunn Mirjamar.9

sem hún syngur er lagið „When you believe“ eftir Stephen Schwartz, sem vann Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið það ár. Textinn þar minnir á ljóðið úr 15. kafla 2. Mósebókar. Auk þess kemur hún oft fram í myndinni, hittir Móse reglulega og hefur áhrif á hann. Í teiknimyndinni er það hún sem beinlínis segir honum að hann sé Hebrei og hvetur hann til þess að standa með sínu fólki. Mirjam gegnir stærra hlutverki en Aron í myndinni og hefur mikil áhrif á atburðarásina. Kvikmyndin „Exodus: Gods and Kings“ eftir Ridley Scott kom út um jólin 2014 og er nýjasta túlkunin á 2. Mósebók á hvíta tjaldinu. Í þeirri áhugaverðu mynd kom Mirjam mjög lítið við sögu. Hún birtist í einu atriði snemma í myndinni þegar upp komst að Móse væri Hebrei. Eftir það er hún send ásamt móður þeirra í útlegð. Í myndinni tók hún því engan þátt í brott­ förinni úr Egyptalandi og var ekki einn af leiðtogum þjóðarinnar. Aron er hins vegar ein af aðalpersónum myndarinnar.

Áhrifasaga Mirjam hefur verið áberandi í áhrifasögu Gamla testamentisins. Til eru mörg mál­ verk sem sýna hana á árbakkanum fylgjast með bróður sínum í körfunni. Einnig er til mjög þekkt málverk af lofsöng Mirjamar eftir Marc Chagall. Atburðir 2. Mósebókar hafa oftar en einu sinni verið festir á filmu og eru til margar kvikmyndir og þættir um Exodus. Mirjam kemur oft þar fyrir, meðal annars í stórmyndinni „The Ten Commandments“ og í þáttunum „Moses the Lawgiver“. Hér verður fjallað um það hvernig persónan birtist í tveimur kvik­ myndum: Í teiknimyndinni „The Prince of Egypt“ frá árinu 1998 gegnir Mirjam stóru hlut­ verki. Myndin fylgir 2. Mósebók almennt vel eftir og gerir frásögnunum um Mirjam góð skil. Í upphafi sést Mirjam á árbakkanum fylgjast með körfunni, líkt og í 2. Mósebók. Hún leiðir svo lofsönginn þegar Hebrear ganga frjálsir úr Egypta­ landi, en ekki eftir að þeir fara yfir Dauða­ hafið líkt og í 2.Mósebók. Lofsöngurinn

Að lokum Mirjam er mikilvæg persóna í Gamla testamentinu og skipar sér í hóp þekktra kvenpersóna eins og Debóru, Esterar og fleiri slíkra. Mirjam er áberandi í áhrifa­ sögu Gamla testamentisins og trúarhefð Gyðinga. Að mínu mati mættum við sem kristin erum gefa henni meiri gaum í okkar trúarlífi líka, líkt og mörgum öðrum frá­ sögnum úr Gamla testamentinu.

1 Biblían, Exodus, Reykjavík: Hið íslenska biblíufélag, 2007. 2 Carol Meyers, Exodus, New York: Cambridge University Press, 2005, bls. 42. 3 Biblían, Exodus, Reykjavík: Hið íslenska biblíufélag, 2007. 4 Biblían, Exodus, Reykjavík: Hið íslenska biblíufélag, 2007. 5 Carol Meyers, bls. 116–117. 6 Biblían, Numeri, Reykjavík: Hið Íslenska biblíufélag, 2007. 7 Biblían, Numeri, Reykjavík: Hið Íslenska biblíufélag, 2007. 8 Biblían, Míka, Reykjavík: Hið Íslenska biblíufélag, 2007. 9 Tamara Cohen, „Miriam’s Cup“, myjewishlearning.com, sótt þann 10. október af: www.myjewishlearning.com/article/ miriams-cup/.

Höfundur er guðfræðinemi og æskulýðsfulltrúi í Fella- og Hólakirkju


14   B+

Ása Björk Ólafsdóttir O’Hanlon

Að iðka fagnaðarerindið

G

uðfræði er merkileg fræði­ grein, en varast ber að líta eingöngu á hana sem fræði eða leiðsögn um siðfræði­ lega breytni okkar mann­ fólksins, því Biblían hefur svo miklu meira að færa okkur. Náungakærleikurinn er rauði þráðurinn í kenningum Krists. Flust til Írlands Ég flutti til Írlands fyrir rúmlega sex árum og gekk í gegnum ákveðna eldskírn að venjast því að messa, prédika og það sem mér fannst erfiðast; gæta sálna og biðja fyrir þeim á öðru tungumáli en móðurmáli mínu. Ég fékk létta sex vikna þjálfun, þar sem ég fylgdi prófasti í helgihaldi og öðru. Einnig sótti ég um að fá kennitölu, keypti bíl, húsgögn og húsbúnað í nýju landi, hjálpaði stúlkunni minni að feta sig í nýju skólakerfi og fleira. Það sem e.t.v. var einna erfiðast en jafn­ framt mest gefandi, var að læra ný mörk í annars konar samfélagsgerð. Ég, sem hafði ekki búið á landsbyggðinni síðan ég var 13 ára, átti erfitt með það að fólk virtist vita allt um líf mitt áður en ég vissi hvað það hét og það að leiðrétta var af sumu fólki talinn hálfgerður hroki, en jafnframt var það ein­ mitt þar sem ég kynntist sumum af þeim Írum sem standa hjarta mínu næst, líka þeim sem horfnir eru yfir móðuna miklu. Ég var hálft þriðja ár í miðju landi og það var ekki fyrr en ég flutti til Dún Laoghaire (borið fram Dönn Líri), samfélags við sjóinn syðst í Dublin, að ég fann hve ég hafði saknað sjávarins og þess ferskleika sem fylgir hafinu. Þetta er fínt hverfi og mörg húsin eru glæsileg, í georgískum stíl. Gegnt húsinu mínu er fallegur al­ menningsgarður með hljómsveitarstandi, tveimur gosbrunnum sem eru upplýstir á kvöldin, leikvelli og veitingastað. Á sunnu­ dögum er markaður í garðinum og við á Prestssetrinu erum löngu hætt að hugsa um matargerð á sunnudögum, því úrval tilbúins matar er stórkostlegt! Tveggja mínútna gangur er niður að sjó og hef ég

Sr. Ása Björk Ólafsdóttir O’Hanlon. útsýni yfir Dublinarflóann að heiman. Eins og algengt er hér, er Prestssetrið við hlið kirkjunnar. The Dining Room stofnað Á stað sem þessum er auðvelt að sjá allt hið fagra en gleyma þeim sem minna mega sín. Það tók mig nokkra mánuði að gera mér grein fyrir því að í raun var tvenns konar samfélag á staðnum, þar sem heimilisleysi er til staðar hér og sumt af heimilislausa fólkinu er útigangsfólk. Einnig er félagslegt húsnæði að baki stóru ­fallegu húsunum. Sumir íbúarnir hafa aldrei unnið, fólk sem lærir að lifa á bótum en upplifir sig alltaf annars flokks. Ég talaði við fólk úr nærliggjandi kirkjum og þegar ég var viss um að nóg væri af sjálfboða­ liðum, opnaði ég matareldhús í safnaðar­ heimilinu mínu sem var laust þrjú hádegi í viku. Orðið súpueldhús er ekki aðlaðandi, þannig að ég lagði höfuðið í bleyti og út úr því kom „The Dining Room“ sem tekur alla stéttaskiptingu úr umræðunni. Fljót­ lega vorum við farin að elda þriggja rétta

máltíðir og fæða 50–70 manns þrisvar í viku. Stjórnmálafólk og fleiri trúðu því varla að þörfin væri svo mikil í hverfinu okkar, en í raun kom fólk langt að, oft fót­ gangandi, og sá hópur sem ég taldi mig hafa séð sitjandi á bekkjum við sjávar­ síðuna kom líka — það var einmana fólkið sem fallið hafði í sprungur einangrunar í samfélaginu. Það er erfitt að segja til um hvað býr að baki, einsemd stafar bæði af því að eiga engan að og einnig stundum geðrænum vanda. Það er erfitt að rjúfa einangrun. Vinskap­ur myndaðist milli ólíks fólks og það var hreinlega unun að sjá ein­ staklingana blómstra hvern með öðrum. Sumir kúnnarnir fóru síðan að bjóðast til að flysja kartöflur eða taka saman borð og stóla við lok dags. Það að breytast úr ein­ mana kúnna yfir í sjálfboðaliða gjörbreytti sjálfsmynd fólks sem áður hafði ekki haft hlutverki að gegna. Vegir Guðs eru órann­ sakanlegir og það höfum við fengið að reyna hvað eftir annað. Það að við skulum koma frá ólíkum kirkjudeildum er magnað og þetta samstarf hefur verið virkasta þver­ kirkjulega starfið hér í biskupsdæminu. Eitt af markmiðum okkar er að endurnýja reisn fólks. Rödd fyrir hina raddlausu Það var aldrei skortur á sjálfboðaliðum, kokkum, aðstoðarkokkum, dyravörðum/ móttökudeildinni eða fólki til að bera fram matinn. Einnig var gott að setjast niður með fólkinu og kynnast því. Öll þurfum við á vináttu að halda og á tímabili leið mér eins og maturinn væri nánast afsökun til þess að uppfylla aðrar þarfir fólksins sem til okkar leitaði. Við höfðum opið í tvo tíma á dag, þrjá daga í viku, buðum mat, föt og vináttu endurgjaldslaust. Við þurftum aldrei að biðja um pening, því ein­ staklingar, fyrirtæki og kirkjur hafa styrkt okkur mjög rausnarlega. Ég byrjaði með 700 evrur og Guð hefur séð fyrir okkur eftir það. Þetta ævintýri var í mínum huga aðeins upphafið að því að fólki yrði sinnt almennilega, því ég vildi geta boðið upp


B+

15

HVAÐ ER BIBLÍAN MÉR? á morgunmat og hádegismat fimm daga vikunnar auk þess sem fljótlega var ljóst að það vantaði sturtuaðstöðu fyrir útigangs­ fólkið og einnig suma einstæðingana sem ekki gerðu sér grein fyrir hversu slæmt ástand þeirra var. Það er hreinlega erfitt að sitja við hlið sums fólksins og þá sér­ staklega þeirra sem drápust áfengisdauða reglulega og misstu þvag. Sumir kúnn­

sig í vefheimum. Þessa dagana biðjum við fyrir því að okkur verði boðin afnot af hús­ næði miðsvæðis í samfélaginu gegn vægu gjaldi. Að vera í forsvari fyrir mótmælenda­ kirkju í rómversk-kaþólsku landi er einnig áskorun og það að vera kvenkyns prestur þykir ekki sjálfsagt. Ég hef notið mikils stuðnings frá nunnum sem hafa köllunina

„Á stað sem þessum er auðvelt að sjá allt hið fagra en gleyma þeim sem minna mega sín. Það tók mig nokkra mánuði að gera mér grein fyrir því að í raun var tvenns konar samfélag á staðnum, þar sem heimilisleysi er til staðar hér og sumt af heimilislausa fólkinu er útigangsfólk.“ arnir höfðu enga þvottaaðstöðu og átti það jafnt við um klæðnað sem líkama. Þegar fötin voru orðin mjög óhrein, var þeim hent og önnur fengin í staðinn hjá hjálpar­ samtökum eins og okkur eða í góðgerðar­ búðum. The Dining Room rak ég í tvö og hálft ár, fyrst í safnaðarheimilinu mínu og síðan í safnaðarheimili annarrar kirkju í nágrenninu. Það að fá tækifæri til að vera rödd fyrir þau raddlausu hefur einnig kennt okkur mikið. Hjálparstarfið heldur áfram Í dag er staðan sú að ég hef afhent matareldhúsið stóru góðgerðafyrirtæki sem mun fljótlega opna dyr sínar fimm daga í viku og vonandi skapast svipað samfélag og við rákum. Það sem út af stendur er að persónulega tengingin, fatagjafir og sturtur verða ekki til staðar. Það er miður og því er stefnan að nokkrir sjálfboðaliðar úr gamla eldhúsinu opni síðdegisafdrep með bað­ herbergi þar sem fólk getur komið í hlýjuna og farið út hreint og vel klætt auk þess sem félagslegri þörf hefur verið fullnægt. Okkur hafa verið boðnar tvær tölvur, þannig að gott væri að hafa net og hjálpa fólki að feta

en kirkjudeild þeirra leyfir þeim ekki að feta sama veg og mín kirkja. Að seðja hungur og þorsta Auk þess að vera sóknarprestur hér, er ég einnig sjúkrahúsprestur og prestur björgunarbátanna. Það að fá tækifæri til að setja Ritninguna sem grunn þess starfs sem unnið er, eru forréttindi og mér hefur tekist að halda pólitík að mestu fjarri starfinu. Í Matt 25.35–36 stendur skrifað: „… hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.“ Þetta er einmitt það sem gerist þegar við opnum hjarta okkar fyrir Orðinu. Það að seðja hungur og þorsta, það að klæða, biðja fyrir öðrum og vitja fólks í fangelsi og sjúkrastofnunum — hefur ein­ mitt allt gerst í lífi mínu og hinna sjálfboða­ liðanna í kjölfar þess að opna The Dining Room. Ef einhver hefði sagt mér að allt þetta ætti fyrir mér að liggja, hefði ég lík­ lega ekki trúað því. Líf mitt og samband við Guð er breytt, líf mitt hefur öðlast æðri til­ gang og hjarta mitt er fullt þakklætis. Fólkið sem á vegi mínum verður, er eldsneytið sem ég þarf á göngu minni á akri Drottins. Höfundur er sóknarprestur í Dún Laoghaire, Dublinarsýslu

Sr. Ása Björk ásamt dóttur sinni, Messíönu, og systur Maire að bjóða þeim sem minna mega sín heita kjúklingakássu og samlokur.

Kristín Kristjánsdóttir djákni

„Í mínum huga er Biblían endalaus uppspretta af góðri lífsspeki en uppáhaldssálmurinn minn í Biblíunni og sá sem ég leita oftast í er sálmur 23: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta, á grænum grundum lætur hann mig hvílast.“ Mér finnst þetta fyrst og fremst falleg­ur sálmur, síðan ber hann með sér svo mikið trúartraust. Hann segir mér að ég sé aldrei ein, að Guð sé alltaf með mér. Sálmurinn styrkir mig og hjálpar mér að takast á við lífið.“

Kristján Þór Gunnarsson framkvæmdastjóri SIAL ehf.

„Vörðuð leið að mínu sanna sjálfi, þar sem ég á í samskiptum við Guð.“

Dagbjört Eiríksdóttir kennari og djáknanemi

„Biblían er fyrir mér lifandi orð Guðs sem nærir anda minn og sálu. Þar finn ég ótæmandi uppsprettu visku, gleði og uppörvunar. „Já, fyrirmæli þín eru unun mín, boð þín ráðgjafar mínir“ (Slm 119.24).“


16   B+

Hið íslenska biblíufélag er þátttakandi í samtökum biblíu­ félaga um allan heim, Hinum sameinuðu biblíufélögum (UBS), sem sett voru á fót árið 1946. Það eru 142 starfandi biblíufélög í heiminum í dag. Öll starfa þau eftir sömu hug­ sjón sem kviknaði við upphaf 19. aldar í Bretlandi þar sem fyrsta biblíufélagið var stofnað, Hið breska og erlenda biblíu­ félag (HBEB), árið 1804. Markmið biblíufélaganna er að gera öllum kleift að eignast Guðs Orð, Biblíuna, á þeirra eigin tungumáli, án kenninga­ legra skýringa eða túlkana, og á viðráðanlegu verði.

„Biblían er andleg fæða mín“ Hin kristnu í Mið-Asíu safnast saman og deila Orði Guðs. Þegar lögreglan hefur gert Biblíurnar upptækar hlýða þau þess í stað á Biblíuna á hljóðbók.

V

ið komum til heimilis­ kirkju í þorpi nokkru á ótil­ greindum stað í Mið-Asíu. Þar hittum við 15–20 manns sem koma saman í venju­ legu íbúðarhúsnæði. „Við hittumst aldrei á sama vikudegi tvisvar í röð, til þess að lögreglan hafi ekki uppi á okkur. Við hittumst líka á mis­ munandi tíma dagsins.“ Ekki er langt síðan lögreglan kom á meðan þau héldu fund og tók allar Biblí­ urnar þeirra. Þau hafa því brugðið á það ráð, að þegar þau safnast saman og lesa í Biblíunni hafa þau að lestrinum loknum falið Biblíurnar, því að það er of áhættu­ samt að láta þær liggja á glámbekk meðan á fundinum stendur. Í staðinn taka þau fram lítið segulbands­ tæki. Á upptökunni er biblíutextinn lesinn upphátt. „Það er mikil blessun að hafa fengið Nýja testamentið sem hljóðbók frá Biblíufélag­ inu. Það er okkur mikil hjálp við tvísýnar aðstæður,“ segja þau. „Börnin hafa gaman af því að hlusta á Nýja testamentið,“ segir ein kvennanna. Nýlega kom kona inn sem ekki var læs,

og hún varð agndofa yfir því að heyra lesið úr Nýja testamentinu á sínu eigin móður­ máli. „Ástæða þess að fólk kemst til trúar er sú að þetta er hið sanna Orð Guðs; það er ekki ég sem prédika,“ segir safnaðarhirðirinn. Roskin kona, sem sér ekki vel, fékk sína eigin hljóðbiblíu. Hún sagði: „Trú mín hefur styrkst svo gífurlega í gegnum þetta að engin orð fá því lýst! Ég vil þakka bæði Biblíufélaginu og öllum þeim sem taka þátt í því að útvega okkur slíkar hljóðbækur Biblíunnar!“ Yfirvöld í landinu hafa ákveðið að leyfi­ legt sé að eiga Biblíur frá Biblíufélaginu. Samt kemur enn fyrir að lögreglan gerir þær upptækar. Frá þessum heimilissöfnuði tók hún með sér allar þær Biblíur sem hún fann. „Þeir yfirheyrðu alla, einn í einu, og sögðu okkur að skrifa niður allt sem fram færi á fundinum. Þeir héldu okkur í tvær klukkustundir og tóku allt sem við áttum af bókum. Við höfum ekki fengið neina þeirra aftur.“ Tveimur vikum síðar fengu þau skilaboð um að koma í réttarsal. „Þar héldu þeir okkur í fimm


B+

17

„Biblíufélagið útvegar okkur Biblíur og þannig verða kirkjurnar sýnilegri í samfélaginu. Að finna þannig stuðning í verki, hlýhug og fyrirbæn frá starfsfólki og stuðningsaðilum Biblíufélagsins er mikið bænasvar.“

klukku­stundir. Við fengum skilaboð um það að við fengjum háar sektir. Loks feng­ um við aðvörun frá þeim: Þau sem segja frá, munu hafa verra af!“ Sektirnar sem þau fengu jafngilda tæpum 200.000 íslenskum krónum. „En ég er Drottni þakklát fyrir slíka reynslu því að hún hefur bara styrkt okkur í trúnni,“ segir ein af fullorðnu konunum. „Við lögðum af stað til höfuðborgarinnar til þess að fá dóminum áfrýjað. Þá fengum við að heyra að lögreglan sem var hjá okkur, hafði haldið því fram að við hefðum verið sýnileg á götunum og dreift blöðungum. En dómarinn í höfuðborginni sagðist ekki sjá neinar sannanir fyrir því að sést hefði til okkar, þannig að hann lækkaði sektirnar okkar.“ Þær verða sposkar á svip þegar þær greina frá hinni raunverulegu ástæðu þess að þær vildu áfrýja dóminum: „Við fórum fyrst og fremst til þess að fá að vitna í yfirheyrslunum. Við fengum að deila fagnaðarerindinu með öllum lög­ regluþjónunum!“ Við spyrjum hvaða þýðingu Biblían hefur fyrir þær.

„Biblían er fæða mín, andleg fæða,“ segir ein af fullorðnu konunum. „Ég hafði enga ánægju af því að lesa þegar ég gekk í skóla. En þegar ég hóf að lesa í Biblíunni uppgötvaði ég að ég hef yndi af því að lesa þessa bók. Uppá­ haldsorðið mitt er það sem ég fékk að heyra frá Guði þegar mest bjátaði á: Óttast ekki! (Jes 54.4).“ Hvernig verður börnunum við þegar lög­ reglan kemur? „Börnin verða hrædd þegar lögreglan tekur foreldrana til yfirheyrslu. En við lesum úr Biblíunni og kennum þeim að við fáum styrk frá Guði í öllum þrengingum og allt mun fara vel.“ Hversu margar Biblíur hefur lögreglan tekið í þessari kirkju? „Hún hefur tekið margar Biblíur á ólíkum tungumálum, meðal annars tvö hundruð Biblíur sem við höfum geymt hér til þess að dreifa áfram. Sennilega verða þær eldi að bráð.“ Hvað verður um þá manneskju sem vill loks taka kristna trú? „Allir þekkjast hér í þorpinu,“ segir ungur karlmaður. „Ef einhver snýst til kristinnar

trúar, byrja vandræðin undir eins, bæði innan fjölskyldunnar og nærsamfélagsins.“ „Ættingi minn spilar við brúðkaup og önnur hátíðleg tækifæri. En þegar það komst upp að hann var kristinn, vildi enginn gefa sig að honum. Áður fyrr græddi hann vel á tónlistinni, en nú vinnur hann sér inn aðeins fjórðung af því sem hann fékk áður.“ „Biblíufélagið útvegar okkur Biblíur og þannig verða kirkjurnar sýnilegri í sam­ félaginu. Að finna þannig stuðning í verki, hlýhug og fyrirbæn frá starfsfólki og stuðningsaðilum Biblíufélagsins er mikið bænasvar.“ Biblíufélagið á Íslandi, í gegnum Sam­ einuðu biblíufélögin, styður við dreifingu Biblía í Mið-Asíu. Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Texti og myndir: Hans J. Sagrusten. Þorgils Hlynur Þorbergsson þýddi.

MUNIÐ SÖFNUNARREIKNING BIBLÍUFÉLAGSINS Reikningur 0101-26-003555 Kennitala 620169-7739


18   B+

Elie Wiesel.

Oddur Bjarni Þorkelsson

Raunir og réttarhöld

H

inn 2. júlí 2016 lést Elie Wiesel, sá mikilvirki mannvinur og rithöf­ undur. Hann var Gyðingur, fæddur 1928 og hann hlaut friðarverðlaun Nóbels 1986 fyrir að tala stöðugt gegn ofbeldi, kúgun og fordómum. Formaður norska Nóbelsráðsins orðaði það svo við afhendinguna að Wiesel væri sendiboði mannkyns, og skilaboð hans væru ekki hatur og hefnd heldur bræðralag og sáttargjörð. Hann var gríðarlega afkastamikill og allar hans bækur eru fullar af guðfræðilegu efni, spurningum sem sprottnar eru upp úr gyðinglegri trúarhefð hans, og ekki síst reynslu hans af helförinni. Sú reynsla markaði hann auðvitað til lífs­ tíðar og hann sór að gleyma aldrei illsku mannsins sem hann reyndi á eigin skinni. Hann upplifði furðulegan gjörning í út­ rýmingarbúðum nasista í seinni heims­ styrjöldinni. Þrír fræðimenn Gyðinga settu upp réttarhöld og drógu Guð fyrir dóm. Réttarhöldin stóðu í mörg kvöld, vitni voru kvödd til og gögnum var safnað. Þetta snerist ekki um að úrskurða hvort Guð væri til eða ekki, það væri óvéfengjan­ legt, rétt eins og þegar maður sem er sak­ felldur hættir ekkert að vera til. Hann er

ennþá maður, mennskur. Guð er Guð. Þetta snerist um annað. Og dómur var kveðinn upp. Guð var fundinn sekur um samningsrof og um glæpi gegn sinni eigin sköpun og gegn mennskri tilvist. Það datt allt í dúna­ logn. Loks rauf einn hinna þriggja manna þögnina með þeirri yfirlýsingu að tímabært væri að fara með kvöldbænirnar. Þessa lífsreynslu færði Wiesel til bókar, hann gerði leikrit. Nú er hann ekki reynt leikskáld, mér telst til að hann hafi aðeins tvívegis ritað slík verk. Þetta verk heitir á ensku The Trial of God sem gæti útlagst „Réttarhöldin yfir Guði“ á íslensku, þó að titillinn sé reyndar mun margslungnari. Höfundur velur að færa atburðinn í tíma, aftur til 17. aldar, skömmu eftir kósakkauppreisn í Úkraínu sem kostaði um 100.000 Gyðinga lífið. Ein helför í annarrar stað. Lýsing á aðstæðum úr leikritinu: Ein­ hvers staðar í týndu þorpi (Shamgorod heitir það), grafið í ryk og rökkur. Þetta er árið 1649 að afstöðnum fjöldamorðum. Hatrið hefur unnið, dauðinn hrósað sigri. Krá að kvöldlagi. Fáeinir stólar og borð. Við eitt þeirra sitja þrír Gyðingar, farand­ leikarar, og drekka. Til að gleyma? Til að fagna púrímhátíðinni? Púrímhátíðin: Ár­ legur dagur trúða, barna og betlara. Allir

fara í leiki og allir drekka sig út. Allir vilja breytast. Leikritið ætti að leikast sem tragikómedía. Púrímleikrit innan púrímleik­ ritsins (s. 1). Í leikritinu eru átta persónur. Þar af eru þrír farandleikarar (Yankel, Avrémel og Mendel) en þeir eru stigmögnun hver annars. Fyrst virðast þeir tvívíðir fulltrúar sinnar starfsstéttar, studdir hver af öðrum, tól til að draga upplýsingar upp úr kráareigandanum og þjónustu­ stúlkunni. En svo fáum við að vita meira og meira. Berish heitir kráareigandinn. Hann hefur glatað ástríðu sinni gagnvart starfinu og raunar flestu. Fáskiptinn og ókurteis. María er þjónustustúlka, snaggaraleg og trú yfirmanni sínum. Gestir eiga ekkert inni hjá henni þegar kemur að skætingi og til­ svörum og hún fylgir þeirri lífsspeki að slá fyrst til að vera ekki slegin. Hanna er dóttir kráareigandans. Brotin. Veil á geði vegna þeirra hörmunga sem hún hefur upplifað. Presturinn er veiklundaður drykkju­ maður, gagnslítill sér og sínum. Sam er ókunnugi maðurinn. Hann er sá sem öllu breytir, hann er antagonistinn í verkinu. Nema ef menn vilja telja Guð — hinn fjarlæga Guð verksins — antagon­ istann. Það væri hægt, sannast sagna, sérstaklega í aðdraganda verksins. Söguþráðurinn er þessi í stuttu máli: Þegar í ljós kemur að farandleikararnir eiga ekki fyrir veitingunum sem þeir hafa þegið, vilja þeir veita Berish og Maríu frían aðgang í greiðslu stað, að púrím­ leikritinu, sem þeir ætla að setja á svið fyrir alla Gyðingana í þorpinu. Þeim er komið í skilning um þá kaldranalegu staðreynd að á kránni eru allir Gyðingar þorpsins samankomnir: Berish og dóttir hans, Hanna. Þá uppgötva leikararnir að þetta er Shamgorod, en sögur hafa augljóslega borist víða af hryllingnum sem þar hefur átt sér stað. Leikararnir eru þó ekki af baki dottnir og vilja fá að leika. Berish tekur óvænta beygju og krefst þess að þeir setji á svið réttarhöld yfir Guði. Leikararnir samþykkja. Berish tekur að sér hlutverk ákærandans. Vinirnir þrír skipa kviðdóminn og María er full­ trúi áhorfenda. Hanna tekur engan þátt enda ekki meðvituð um það sem á sér stað í þessum heimi. En hver vill verja Guð? Enginn. Mikil togstreita þar sem leikararnir reyna að kvelja hver annan til að taka hlut­ verkið að sér, uns Sam nokkur stígur út úr


B+

skugganum. Ókunnugur maður sem hefur verið áheyrandi allan tímann og ekki látið á sér kræla. Við réttarhöldin kemur í ljós að María og Sam hafa (líklega) eytt nótt saman, en Sam segir hana ljúga. Sam hrífur alla með fimlegu orðaskaki, gengur algerlega fram af Berish, en með kaldri rökhyggju og því sem virðist einlægni, nær hann vinunum á sitt band. Presturinn hefur komið reglulega og varað þau við því að óvinir nálgist sem vilji taka líf þeirra. Biður þau um að flýja, ellegar taka sína trú eina kvöldstund, til að komast hjá slátrun. Þau hunsa hann. Í þriðja og síðasta sinn sem presturinn galar, en það er undir lok leikritsins, þá er orðið ljóst að flótti er ekki mögulegur. Þá leita leikararnir ásjár hjá Sam. Þeir telja að hann hljóti að luma á úrræði, hann sem þekkir Guð svona vel. Þá afhjúpar Sam sig, en hann er djöfull­ inn. Það er engin undankomuleið. Umfjöllunarefni verksins er auðvitað sá óhugnaður sem þessar ofsóknir eru.

Mendel Hver er sannleikur þinn? Berish Ég veit það ekki, en ég veit að sá sannleikur er reiður! […] Ég vil skilja hvers vegna Hann gef­ ur morðingjum styrk en úthlutar fórnarlömb­ um engu nema tárum, skömm og hjálparleysi. Mendel Svo þú skilur ekki. Ekki ég heldur. Og er það næg ástæða til að hafna Honum? Og ef þú skildir allt, myndirðu samþykkja gjörðir Hans þá?

Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson.

að Hanna sveimi um er hún í raun dáin, a.m.k. sú Hanna sem var. Bæði Berish og Job lýsa sig saklausa af því að hafa gjört rangt, en hvorugur er tilbúinn að afneita Guði.

„Umfjöllunarefni verksins er auðvitað sá óhugnaður sem þessar ofsóknir eru. Ofsóknir á hendur fólki sem hefur ekkert til þess unnið annað en að vera ákveðinnar trúar, eða hreinlega ákveðinnar tegundar í augum ofsækjandans.“ Ofsóknir á hendur fólki sem hefur ekkert til þess unnið annað en að vera ákveðinnar trúar, eða hreinlega ákveðinnar tegundar í augum ofsækjandans. Og auðvitað er í forgrunni spurningin eilífa: Hvers vegna hlýtur gott fólk grimm örlög? Persónur verksins eiga sér mjög sterkar hliðstæður. Berish er í raun birtingarmynd Jobs. Þ.e. eins og Wiesel hefði viljað sjá Job. Rétt eins og Job átti Berish í góðu sambandi við sinn Guð, gerði það sem hans trú bauð, en velti Guði svo sem lítið fyrir sér umfram það. Áföllin dynja yfir Job og Berish við áþekkar aðstæður. Í 1. kafla Jobsbókar er sagt frá því þegar börn Jobs eru myrt þegar þau sitja að veisluborði. Fjölskyldu Berish og vinum var slátrað á brúðkaupsdegi Hönnu. Engum var þyrmt nema Hönnu og Berish sem var neyddur til að vera vitni að því að dóttur hans var nauðgað ítrekað. Þó að Berish sé ekki sleginn líkamlegum kaunum er honum öll gleði horfin. Og þó

19

Job: „Hann sviptir mig lífi, ég vænti einskis, vil aðeins réttlæta breytni mína frammi fyrir honum.“ Berish þvertekur fyrir að hlíta ráði prestsins sem biður þau að taka hans trú, jafnvel aðeins eina kvöldstund. Það er einni kvöldstund of mikið fyrir Berish. Báðir líta þeir svo á að þeir séu ofsóttir persónulega af Guði, lýsa honum sem grimmum — Berish sakar Guð um af­ skiptaleysi og í raun um að vera gereyðandi þorpsins. Báðir vilja skilja Hann betur, skilja til­ ganginn og kvarta undan tilgangsleysi þess að rökræða við hann. Berish Því að Guð er miskunnarlaus, vitið þið það ekki? […] Líkar ykkur ekki mál mitt? Hvernig ætlist þið til þess að ég tali? Á ég að ljúga? Guð er Guð og ég er aðeins kráareigandi. En Hann kemst ekki upp með að hafna mínum sann­ leika — og þið ekki heldur.

Berish Nei … ég myndi hafna því að skilja. Ég myndi hafna skilningnum svo ég þyrfti ekki að fyrir­ gefa Honum.

Þessi afstaða breytist ekki. Þar er grund­ vallarmunur á honum og Job. Þetta var af­ staða Wiesels til Jobs, hann átti mjög erfitt með að sætta sig við „uppgjöf“ Jobs. Wiesel vildi að Job hefði mótmælt áfram. Berish á sér þannig ekki aðeins bakland í Job, heldur í Wiesel sjálfum. Hliðstæður persóna Jobs og Berish eru hér augljósar. Fleira mætti tína til. Guðs­ myndir þeirra: Báðir eru þeir staddir í heimi sem virkar ekki — endurgjalds­ kenningin dugar ekki til (ég geri það sem ég á að gera og þá á Guð að standa sína plikt). En það er auðvitað galinn heimur. Sömuleiðis álíta þeir að Guð brjóti lög, sé í raun glæpamaður. Hinn fjarlægi Guð er einnig guð þeirra beggja. Heimur Jobs er guðlaus heimur, þ.e. þeir saka hann um áhugaleysi/fjarveru: Gangi ég áfram er hann ekki þar, eða aftur á bak, verð ég hans ekki var. (Jobsbók)

Berish er á sama máli þegar einn dómar­ anna bendir á í undirbúningi réttar­hald­ anna að það vanti einn svo að rétturinn geti fram haldið. Og þá svarar Berish: „Hver er það? Hinn ákærði? Það er Honum ekkert nýtt.“ The Trial of God er vel skrifað verk, vel uppbyggt og áhrifamikið, enda Wiesel af­ skaplega góður penni. Margt fleira býr í því en kemst fyrir í stuttri tölu sem þessari, svo einlægast er að hér fylgi hvatning til fólks um að lesa Réttarhöldin sjálft og sökkva sér í bókina. Það er vel þess virði. Höfundur er prestur í Dalvíkurprestakalli


20   B+

Alfreð Örn Finnsson

„Hlaupið þannig að þið fáið sigurlaun“ Um notkun trúar og Biblíunnar í íþróttum

V Alfreð Örn Finnsson.

itið þið ekki að þeir sem keppa á íþróttavelli hlaupa að sönnu allir en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig að þið fáið sigur­ laun.“ Þannig kemst Páll postuli að orði í 1. Korintubréfi 9.24. Hann upplifði spennu íþróttaleika og sá sér leik á borði er hann notaði líkingar úr heimi þeirra í kennslu sinni. Þetta er forvitni­ legt og sýnir annars vegar fram á vin­ sældir íþrótta í menningunni og hins vegar ákveðin tengsl sem mynduðust snemma milli íþrótta og trúarbragða. Þrátt fyrir að texti postulans sé oft á tíðum tvíræður má túlka þessa tilvísun til íþrótta á jákvæðan hátt, en það átti eftir að breytast meðal kirkjunnar manna.

Líkaminn var álitinn lægra settur en andinn og þótti óæskilegt að eyða tíma í að aga líkamann, þar sem slíkt tók tíma frá íhugun andans. Þessar áherslur breyttust svo aftur hægt og bítandi. Heilsufar skipti sífellt meira máli og ennfremur var ræktun líkamans álitin snar þáttur í því að lof­ syngja Guði. Það að leggja hart að sér í íþróttum féll ennfremur í góðan jarðveg og samræmdist áherslum kirkjunnar. Leið­ togar kirkjunnar hvöttu jafnvel til íþrótta­ iðkunar svo lengi sem þær myndu ekki trufla trúrækni. Á 20. öldinni má segja að tengslin milli trúar og íþrótta hafi verið staðfest í eitt skipti fyrir öll, þegar kirkjur styrktu íþróttahreyfingar og íþróttafólk aug­ lýsti kirkjuna og málstað hennar á móti. Ísland fór ekki varhluta af þessu


Friðrikskapella að Hlíðarenda var vígð árið 1993 þegar 125 ár voru liðin frá fæðingu séra Friðriks Friðrikssonar.

samstarfi kirkju og íþrótta. Sr. Friðrik Friðriks­son var einn áhrifamesti for­ kólfurinn í því sambandi. Hefur hann t.d. verið nefndur „faðir Vals“ en drengir innan vébanda KFUM stofnuðu félagið með að­ stoð hans og samþykki. Skemmtilegt dæmi um hvernig sr. Friðrik notaði Biblíuna birtist þegar ósætti kom upp í Val skömmu eftir stofnun félagsins. Talaði hann til piltanna og las m.a. falleg orð úr Filippí­ bréfinu 2.2–5 sem hafa dugað vel í Val: „… gerið þá gleði mína fullkomna með því að vera einhuga, hafa sama kærleika, einn hug og eina sál. Gerið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillát og metið hvert annað meira en ykkur sjálf. Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig ann­ arra.“ Nafni sr. Friðriks er haldið hátt á lofti á Hlíðarenda, heimavelli og félags­aðstöðu Valsara enn þann dag í dag. Friðrikskapella sem stendur á svæðinu er mikið notuð af félagsmönnum og oft er vísað í gullkorn sr. Friðriks, sbr. einkennis­orð félagsins: „Látið kappið aldrei bera fegurðina ofurliði.“ Þegar fjallað er um tengsl trúar og íþrótta er áhugavert að textar og frásagnir Biblíunnar, sem svo gjarnan endurspegla daglegt líf, vísa sjaldan beint til íþrótta­ iðkunar. Þessi staðreynd breytir hins vegar ekki því að íþróttafólk nýtir trú og ekki síst texta Ritningarinnar heilmikið sem verk­ færi við æfingar og keppni. Í samtímanum er t.d. sífellt lögð meiri áhersla á hugar­ þjálfun íþróttafólks og kemur trú þar gjarnan við sögu. Gott dæmi um þetta er kapellan við heimavöll knattspyrnuliðsins Barcelona, þar sem leikmenn geta komið saman og beðið fyrir leiki. Í umfjöllun fjölmiðla um íþróttir má oft greina vísanir í trú og Biblíuna. Algengt er að íþróttafólk segi að trúin hafi verið til staðar þegar vel gengur eða að trúna hafi

skort þegar illa fer. Markahrókar þakka Guði reglulega fyrir þegar netmöskvarnir hafa verið þandir og mjög algengt er að íþróttafólk signi sig eða bendi til himins á íþróttavellinum. Fjölmargir íþróttamenn keppa Drottni sínum til heiðurs og njóta leiðsagnar Biblíu og bæna til að vinna bug á streitu, skerpa athyglina og róa hugann. Gríðarlegt framboð er á íþróttaviðburð­ um í sjónvarpi og á netinu. Þar koma trú og vísanir í Biblíuna heilmikið við sögu. Í þessu samhengi má nefna, að bent hefur verið á að íþróttafólk frá Suður-Ameríku, Afríku og löndum í Karabíska hafinu sýni í ríkari mæli trúarinnlifun sína á vellinum. Það virðist enn vera meira feimnismál fyrir Evrópubúa að sýna fram á trú sína og ekki eins rík hefð fyrir slíku eins og t.d. í SuðurAmeríku. Gott dæmi um þetta er Daniel Sturridge, leikmaður enska landsliðsins og Liverpool, sem á ættir að rekja til Jamaíka. Hann skammast sín ekki fyrir það að vera trúaður og hefur margoft látið hafa eftir sér trúarlegar tilvísanir í fjölmiðlum. Þegar Sturridge sneri aftur eftir erfið meiðsl í fyrra birti hann hluta af Davíðssálmi 71.19–20 á Twitter: „Máttur þinn og réttlæti, ó Guð, nær til himins. Þú hefur unnið stórvirki, Guð minn, hver er sem þú? Þú, sem lést mig reyna miklar þrautir og þrengingar, munt lífga mig að nýju og hefja mig aftur úr undirdjúpum jarðar.“ Það þótti honum táknrænt fyrir baráttu sína og leiðina á toppinn á nýjan leik. Á sama tíma er erfitt fyrir enska leikmanninn Wayne Rooney, sem spilar með Manchester United, að fjalla um trú sína og hefur verið gert grín að honum fyrir að birta trúarlegar tilvísanir á samfélagsmiðlum. Endurspegla þessi dæmi þó greinilega hversu mikilvæg trúin reynist mörgum í hörðum heimi knatt­ spyrnunnar á Englandi.

Stephen Curry, einn albesti körfuknatt­ leiksmaður heims í dag, er sígilt dæmi um hversu sterk tengsl hafa myndast milli kirkju, skóla og íþrótta í Bandaríkjunum. Kristið uppeldi og skólaganga í kristnum skólum hefur kennt honum að finna styrk í trúnni. Lífsmottó kappans er sótt í Filippí­ bréfið 4.13: „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.“ Vísun í þennan texta má finna á skóm hetjunnar. Curry hefur búið til sérstakt fagn sem að hans sögn minnir hann á að hann spilar fyrir Jesú. Usain Bolt hefur verið kallaður „frelsari“ frjálsra íþrótta. Bolt hefur sagt að trú hans hafi styrkst mikið með aldrinum, m.a. eftir að hafa verið hætt kominn í bílslysi. Signir hann sig fyrir hlaup og ber hálsmen tengt trúnni þegar hann keppir. Bolt hleypur Guði til dýrðar og er sannfærður um að honum sé ætlað hlutverk í áætlun Guðs, en það felst í því að vera fljótasti maður heims. Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hall­ freðsson sem leikur knattspyrnu á Ítalíu hefur sagt það opinberlega að trúin sé honum mikilvæg stoð í lífinu og fót­ boltanum. Í opinskáu viðtali sagði Emil m.a.: „Alltaf fyrir leiki fer ég með bænir og á kvöldin fer ég með kvöldbænir. Ég er á því að það hjálpi mér mikið.“ Trú og textar Biblíunnar eru sannkallaðir gimsteinar sem íþróttafólk nýtur góðs af. Þeir sem þekkja til íþrótta vita að spennan, álagið, umfjöllun fjölmiðla og væntingar áhangenda geta tekið sinn toll. Trúin reynist þar styrk stoð og hefur hjálpað mörgum íþróttamanninum og mun án efa gera það um ókomin ár.

Höfundur er MA í guðfræði og þjálfari meistaraflokks kvenna í handknattleiksdeild Vals


22   B+

Guðný Hallgrímsdóttir

Biblían og sólstafirnir

É Sr. Guðný Hallgrímsdóttir.

g hef stundum velt því fyrir mér hvernig fólk fer að því að lifa áfram eftir að lífsgrund­ vellinum er kippt undan því. Hvernig manneskjan nær að draga enn andann og horfa framan í lífið þegar einhvern veginn öll ljós virðast hafa slokknað í lífi hennar. Enn og aftur verð ég alltaf jafnheilluð, undrandi og auðmjúk gagnvart því undri þegar manneskjan rís upp á ný eftir að hafa verið slegin niður í andlegum skilningi, þegar hún smátt og smátt sér ljósið á ný eftir að hafa upplifað svo mikið andlegt myrkur að það verður nánast áþreifan­ legt. Hvaðan kemur þessi styrkur, þessi kraftur, þetta afl sem fær manneskjuna til þess að finna leið út úr myrkri harms, missis, veikinda, stríðs og annarra ógna? Hvernig fer manneskjan að því að finna tilgang til lífs eftir slíkar hörmungar? Í fjórða kafla Filippíbréfsins, sem oft hefur verið nefnt bréf gleðinnar, standa þessi orð: „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir“ (Fil 4.13). Páll skrifar þetta bréf úr fangelsi og þó er bréfið

„Biblían og orðin hennar geyma marga góða sólstafi sem gott er að styðjast við á leið okkar í gegnum erfiðleika. Guð talar þar til þín með skilningi þess sem allt veit og allt skilur.“ nefnt gleðibréf. Það segir okkur mikið um hvað Páll velur. Hann velur Guð, lífið og gleðina enda segist hann geta allt með hjálp Guðs. Fyrir mér er orð Guðs, Biblían, líkt og sólstafir sem kasta mjúkri birtu sinni inn í myrkrið. Ljósstafir eða sólstafir, sem verða eins konar göngustafir þess sem misst hefur kraft til lífsins göngu og nær ekki að stíga sporin áfram öðruvísi en með ákveðnum stuðningi. Þegar ég var lítil stelpa þá hélt ég reyndar að sólstafirnir á himinhvelfingunni væru birta úr himna­ ríki. Ég var viss um að þegar þeir birtust á himninum eins fallegir og þeir eru með

sínar björtu rendur, þá væri það vegna þess að Guð væri að opna alla glugga himnaríkis eins og mamma gerði þegar hún loftaði út hjá okkur. Í dag finnst mér gott að hugsa til þess að sólstafirnir, sem við sjáum einmitt hvað skýrast þegar skýin hylja himininn, minna mig á orð Guðs, Biblíuna, sem er ljós mitt og leiðarvísir hvern dag sem ég fæ að lifa. Erfið áföll geta annaðhvort fært okkur nær eða fjær Guði. Þegar við upplifum andstreymi, erfiða tíma eða skelfileg áföll lendum við stundum í því sálarstríði að það reynist okkur erfitt að treysta handleiðslu Guðs. Vantraustið getur orðið til þess að við eigum erfitt með að halda áfram för okkar. Við lítum til himins og náum ekki að greina sólstafina í öllu skýjaþykkninu. Við eiginlega veljum frekar að sitja í myrkrinu og missum um leið getu eða orku til þess að rísa á fætur og halda áfram göngunni til lífsins að nýju. En þá er mikilvægt að muna að við eigum nefnilega alltaf val. Þau okkar sem hafa upplifað erfiðleika, velja mörg að kenna öðrum um stöðu sína, um myrkrið sem umlykur þau. En stundum er bara engum um að kenna. Vondir hlutir gerast. Sjúkdómar, alls konar missir og dauði eru hluti af lífinu. Sorgin er hluti af lífinu. Okkar er samt alltaf valið hvernig við tökumst á við aðstæður okkar. Hvernig við mætum myrkrinu og hvernig við förum að því að finna sólstafina aftur. Ég hef þá trú að það sé alltaf leið út úr myrkrinu og sól­ stafir Drottins, Orðið hans, Biblían, sé sá vegvísir sem við þurfum á að halda. Guð er með okkur á leið okkar í gegnum lífið. Guð vill ekki að okkur líði illa eða að við upp­ lifum erfiða tíma og hann er tilbúinn til þess að ganga með okkur í gegnum erfið­ leika, stóra sem smáa. Guð er kærleiks­ ríkur, umvefjandi, leiðandi, skapandi og vonarríkur. Og það eru einmitt orðin hans um elsku og umhyggjusemi sem vekja með okkur trú á lífið að nýju og von um að sólstafirnir nái að brjóta sér leið gegnum erfiðleikaskýin. Guð og boðskapur hans gefa okkur von um að vond líðan verði ekki alltaf svona vond og sár. Að myrkrið


B+

í sálinni sleppi að lokum sínum köldu og hörðu krumlum og sólin nái að skína að nýju. Biblían og orðin hennar geyma marga góða sólstafi sem gott er að styðjast við á leið okkar í gegnum erfiðleika. Guð talar þar til þín með skilningi þess sem allt veit og allt skilur. Hann talar til þín með huggun og uppörvun og leiðir þig í átt til lífsins á ný. Páll postuli segir í bréfi sínu til Róm­ verja: „Og vonin bregst okkur ekki. Því að kærleikur Guðs hefur streymt inn í hjörtu okkar með heilögum anda sem okkur er gefinn“ (Róm 5.5). Þetta eru sannar­ lega sólstafir. Og nokkrum köflum síðar segir Páll: „Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni og staðföst í bæninni“ (Róm 12.12). Fullvissa þess að við stöndum ekki ein og að Guði séu allir hlutir kunnir, gefur okkur von, þolinmæði og festu til þess að ganga áfram í átt til birtunnar og gleðinnar að nýju. Í veskinu mínu er hólf þar sem hvílir lítill og lúinn miði. Hann má muna fífil sinn fegri því einu sinni var hann hvítur og pappírinn harður. Nú er hann snjáður á alla enda. Það er búið að líma hann saman nokkrum sinnum og stafirnir sums staðar orðnir máðir. Miðinn hefur fylgt mér svo lengi sem ég man og í sjálfu sér skiptir ekki máli þó að ég sjái ekki alveg hvað stendur á honum því að orðin, sem þar eru skrifuð, eru fyrir löngu búin að skrifa sig inn í hjarta mitt. Þessi orð eru úr Biblíunni og koma frá Jeremía spámanni. En þau eru eftirfarandi: „Því að ég þekki þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður — segir Drottinn — fyrir­ ætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð“ (Jer 29.11). Þessi orð eru sólstafirnir mínir sem ég hef með mér hvert sem ég fer. Þau minna mig á fagnaðarboðskap Biblíunnar. Þau minna mig á að Guð er með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og þau minna mig á að ekkert getur orðið svo myrkt að Orð Guðs fái ekki eytt því með birtu sinni og gleðiboðskap. Og nú er komið að þér að finna þína sól­ stafi. Gefðu þér tíma til að lesa úr bókinni góðu og leyfðu sólstöfunum sem þar er að finna að glæða líf þitt birtu og gleði að nýju. Um leið og birtan fer að skína, mundu þá að gefa öðrum með þér af gleði þinni og saman, smátt og smátt, færum við heiminn úr myrkri í átt til lífsins, ljóssins og gleð­ innar. Guð blessi þig. Höfundur er prestur fatlaðra

Biblían í myndum Þ

að er alkunna að margt listafólk hefur í tímans rás sótt innblástur í Biblíuna, hvort sem það er í myndlist, tónlist, ljóðlist eða annars konar listformi. Frásögur Biblíunnar og boðskapur hennar hafa höfðað til listafólks um aldaraðir og sú listsköpun hefur snert við hugum fólks og hrifið það. Listamaðurinn Louis Christophe Paul Gustave Doré var fæddur í Strassborg árið 1832. Strax á unga aldri komu teiknihæfileikar hans í ljós. Hann var forvitinn og hafði frjótt ímyndunarafl. Fyrsta þekkta skissubók hans er frá árinu 1842 en þá var Doré aðeins tíu ára. Þar kom hæfni hans í ljós og sýn á smáatriði með kímni og fagmennsku að leiðarljósi. Þegar fjölskylda hans fluttist til Bourg-en-Bresse var tekið eftir Doré í skólanum, sérstaklega fyrir teikningar hans af umhverfi borgarinnar, og þegar hann var þrettán ára voru þrjár myndir prentaðar eftir hann. Í framhaldinu var honum boðið til Parísar á þriggja ára samning hjá stóru fréttablaði til að teikna skopmyndir og gefinn kostur á að fara í áframhaldandi nám. Þá var hann aðeins fimmtán ára. Doré varð þekktur fyrir myndirnar sínar, grín og kaldhæðni. En hann lagði sig fram um að blanda sér ekki um of í stjórnmál til að forðast deilur. Doré teiknaði og málaði margar trúarlegar myndir en einnig lagði hann stund á höggmyndalist. Í fjölmörgum mynda hans er vísað í biblíusögurnar. Sem dæmi um myndefni mætti nefna þegar Adam og Eva voru rekin úr aldingarðinum, fórn Abels, Móse og boðorðin tíu, þegar Jesús talaði til mannfjöldans úr bátnum, fiskidrátt Péturs, dóttur Jaírusar, háðsyrði hermanna, Pál postula og nýjan himin og nýja jörð úr Opinberunarbókinni. —RÁ

Kristur

Jakobsglíman

Miskunnsami Samverjinn

Afturhvarf Páls postula

23


MENNING OG SAGA Saga Íslands Í þessu XI og síðasta bindi Sögu Íslands er til umfjöllunar 90 ára skeið sem hefst í árslok 1918, þegar Ísland varð sjálfstætt ríki, og því lýkur í ársbyrjun 2009, þegar bankahrun og búsáhaldabylting skóku íslenskt samfélag.

ÓÐAR G R Á ÞRJ AFA TIL GJ

Fyrsti arkitektinn Rögnvaldur Ágúst Ólafsson hefur verið kallaður fyrsti íslenski arkitektinn. Hann teiknaði fjölda bygginga víða um land, margar meðal þess fegursta sem til er í íslenskri húsagerð.

Lýðveldisbörnin Fágæt og skemmtileg heimild um reynslu og viðhorf unga fólksins á þessum merka degi þegar þjóðin fagnaði fengnu frelsi við endalok hartnær sjö alda skeiðs erlendra yfirráða. HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG SKEIFUNNI 3B · SÍMI 588 9060 · hib@islandia.is · www.hib.is

Uppspretta fróðleiks og fræða


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.