B+ 2015

Page 1

Blað Biblíufélagsins Afmælisútgáfa 2015

Hið íslenska biblíufélag 200 ára 1815–2015


Efnisyfirlit

6

12

21

25

34

Afmæli 6

12

15

Biblíufélagið í 200 ár

Upphaf laga vorra

Sameinuðu biblíufélögin

18

21

25

Hvað gerist í Kína?

Prestur og læknir í Kína

Þar sem orð Guðs er rætt

26

30

34

Biblían í samtímanum

Áhrif Davíðssálma

Áhrif Biblíunnar á tunguna

Sigurður Pálsson stiklar á stóru í sögu Hins íslenska biblíufélags, frá 1815–2015.

Ólafur Egilsson fjallar um þær öru breytingar sem nú eiga sér stað í landi Ólafs Ólafssonar kristniboða.

Biblían er á dagskrá í menningunni, segir Árni Svanur Daníelsson, en um það vitna fjölmörg dæmi sem margir láta sér yfirsjást.

Einar Sigurbjörnsson segir að Biblíuna megi með réttu kalla undirstöðurit íslenskrar menningar.

Arnfríður Guðmundsdóttir fjallar um fyrstu prestvígðu konuna sem jafnframt var fyrst íslenskra kvenna til að ljúka læknaprófi og starfa sem læknir.

Gunnlaugur A. Jónsson, höfundur bókarinnar Áhrifasaga Saltarans, segir að áhrif Davíðssálma séu mun meiri en fólk geri sér grein fyrir.

Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri HÍB, fjallar um Sameinuðu biblíu­félögin sem nú eru alls 146 og starfa í yfir 200 löndum.

Heilræði séra Auðar Eirar Vilhjálms­dóttur, fyrstu konunnar sem vígðist til prestþjónustu á Íslandi, er að vera þar sem orð Guðs er lesið og rætt.

Jón G. Friðjónsson telur vafalaust að ekkert bókmenntaverk hafi haft jafn mikil áhrif á íslenska tungu og Biblían.

BLAÐ BIBLÍUFÉLAGSINS Afmælisútgáfa | Maí 2015

SÍMI 528-4004

FRAMKVÆMDASTJÓRI Ragnhildur Ásgeirsdóttir

Hið íslenska biblíufélag Laugavegi 31 101 Reykjavík

NETFANG hib@biblian.is

RITNEFND Guðni Einarsson Gunnlaugur A. Jónsson Ólafur Egilsson (ábm.)

PÓSTÁRITUN Pósthólf 243 121 Reykjavík

VEFFANG www.biblian.is

HÖNNUN OG UMBROT Brynjólfur Ólason


4

36

40

44

46

48

50

54

64

4

5

14

Ávarp

Saga okkar og menning

Sagan af Mary Jones

36

39

40

Jesúgervingurinn

Talast við með tilvitnunum

„Lagið kom bara“

44

46

48

Fimmti guðspjallamaðurinn

Bragðað á Biblíunni

Prédika þú orðið

50

52

54

Biblían og heilsa

Sköpunarsögur Biblíunnar

Biblían í breyttri mynd

58

61

64

Börnin teikna

Jefferson-Biblían

Apókrýfu bækurnar

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, forseti Hins íslenska biblíufélags, ávarpar lesendur B+.

Gunnar Kristjánsson skrifar um Jesúgevinginn í verkum Halldórs Laxness.

Guðný Einarsdóttir organisti fjallar um eitt mesta tónskáld allra tíma, Johann Sebastian Bach.

Eric Guðmundsson reynir að svara því hvað Biblían segi um heilsu og heilsusamlegt líferni.

Biblíufélagið fékk leikskólabörn til að teikna myndir við hátíðartexta sem valdir voru í tilefni afmælisins.

PRENTUN Prentsmiðjan Oddi ehf. FORSÍÐUMYNDIN Jesús í Hljómskálagarðinum eftir Einar Hákonarson. Ljósmyndari: Kristján Pétur Guðnason. FORSETI HINS ÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAGS Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands

Ávarp herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Kristsdegi 27. september 2014.

Gjarnan er vitnað í Biblíuna við ýmis tækifæri, en stundum skolast tilvitnan­ir til og valda misskilningi.

Séra Svavar Alfreð Jónsson hefur gefið út matreiðslubók með uppskriftum úr Biblíunni.

Þórhallur Heimisson varpar ljósi á sköpunarsögurnar í Gamla testamentinu.

Thomas Jefferson, forseti Bandaríkjanna, bjó til sína eigin útgáfu af sögunni af Jesú frá Nasaret.

Ef einhver hefði sagt Mary þegar hún var á barnsaldri að hún yrði heimsfræg 200 árum síðar hefði hún tekið því sem spaugi.

Dögg Harðardóttir ræðir við fjórar konur sem samið hafa vinsæl lög við ritningartexta.

Helgi Guðnason segir því fylgja mikil ábyrgð að vera boðberi Orðsins.

Guðni Einarsson ræðir við feðgana Jóhann Pál Valdimarsson og Egil Örn Jóhannsson hjá JPV-útgáfu.

Mikolaj Kecik, prestur Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, fjallar um hlutverk launbókanna svonefndu.

AÐRIR Í STJÓRN FÉLAGSINS Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari Dögg Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur Guðni Einarsson, blaðamaður Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor Rúnar Vilhjálmsson, prófessor Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður Séra Valgeir Ástráðsson Séra Þórhildur Ólafs


4   B+

Ávarp frúar Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands og forseta Hins íslenska biblíufélags Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags í ár er Biblían meira í umræðunni en oft áður og fer vel á því. Rit þessarar einstæðu bókar hafa haft meiri áhrif á mannlíf og þjóðlíf vestrænna þjóða en önnur rit. Það er merkilegt að lesa hin mörgu rit Biblíunnar. Þó að þau séu ævagömul þá eru umfjöllunarefnin þau sömu og við erum að fást við í dag, líf mannsins hér á jörð, samfélag mannanna og velfarnaður í bráð og lengd. Í hinum kristna heimi er © GÍGJA EINARSDÓTTIR fyrirmyndina og leiðtogann að finna í ritum Nýja testamentisins, barnið og manninn Jesú, Guð okkar kristinna manna. Það vefst fyrir mörgum að taka sér Biblíuna í hönd og lesa hana, enda er Biblían rit margra bóka frá mismunandi tímum. Það er gott ráð að byrja á að lesa stysta guðspjallið, Markúsarguðspjall, og gefa sér til þess rúman tíma. Biblían hefur verið nefnd hið lifandi orð. Það er sannmæli, því þó að textinn sé hinn sami, þegar hann er lesinn aftur og aftur á mismunandi tímaskeiðum lífs okkar, þá talar hann sífellt til okkar á mismunandi og nýjan hátt. En ráð Drottins er hið sama til allra kynslóða, eða eins og segir í Davíðssálmi 33.11: „ráð Drottins stendur stöðugt um aldur, áform hjarta hans frá kyni til kyns.“ Fjármál eru mikið í almennri umræðu og þar leggur Biblían orð í belg. Ætla má að betur væri komið fyrir þjóðinni ef hagfræði Gamla testamentisins hefði verið í meiri hávegum höfð, en hún gengur út á það að í góðæri sé lagt fyrir til mögru áranna. Þarna er vísað

til Jósefssögunnar í Fyrstu Mósebók, 41. kafla. Þekkt er einnig sagan af miskunnsama Samverjanum sem Jesús sagði þegar lögvitringurinn spurði hver væri náungi sinn? Sagan sú kennir okkur meðal annars að fara ekki í manngreinarálit og reynast hverjum manni vel. Sögur Jesú kenna okkur svo margt sem gagn er að í lífinu, ekki síst um samskipti manna í millum. Til dæmis sagan um samversku konuna sem Jesú tók tali við brunninn og bað hana gefa sér vatn. Þar talaði Jesús við útlending, við konu og það um guðfræði, enda fannst honum ekkert sjálfsagðara. Í bréfum Nýja testamentisins má svo lesa um upphaf kirkjunnar og uppbyggingu hennar á fyrstu dögum hennar. Þekking á táknmáli Biblíunnar hjálpar í lífinu hverjum þeim er býr í landi sem kennir sig við Krist að skilja samfélagið og náungann. Íslenskar biblíuþýðingar hafa í gegnum tíðina haft mikil áhrif til góðs á íslenskt mál. Mörg orðatiltæki í daglegu tali okkar eru þaðan komin. Jón G. Friðjónsson hefur skrifað bók um þetta sem ber heitið Rætur málsins og er hún fróðleg lesning. Sem trúarrit er Biblían dýrmætur leiðarvísir á lífsins vegi. Þó að hin kristna hugsun sé fyrst og fremst í Nýja testamentinu má ekki gleyma því að Gamla testamentið var Biblía Jesú og samtíðarfólks hans. Kristið fólk getur því fundið svar við tilvistarspurningum sínum í Biblíunni allri — og nærst af vísdómi þess orðs er Guð birtir þar. „Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.“ (Okv 3.5)


B+   5

Saga okkar og menning er samofin kristinni trú Ávarp herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Kristsdegi 27. september 2014

Á

gætu biskupar, prestar og góðir vinir. Það var frábær hugmynd að efna til samkomu af því tagi sem við hefjum hér í dag. Og ekki aðeins koma í hugum okkar saman í bæn til þess að styrkja land og þjóð, heldur líka til að leiða hugann að því hve ríkulegan þátt kristnin á í sögu okkar, menningu og þjóðarvitund. Í raun og veru er þáttur kristninnar í sögu Íslendinga svo ríkulega samofinn öllu því helsta sem gerst hefur á þessum þúsund árum eða svo að ekki er hægt að slíta í sundur. Við þekkjum öll hvernig sagan af kristnitöku á Þingvöllum er jafn ríkulega í huga okkar og landnámið sjálft. Um aldir voru Skálholt og Hólar höfuðstaðir Íslands að sunnan og norðan, miðstöðvar menningar, trúar og stjórnsýslu. Og þegar þessi fátæka og fámenna þjóð norður í Atlantshafi hóf sína sjálfstæðisbaráttu um miðja 19. öldina kom kjarni forystusveitarinnar úr skólanum á Bessastöðum sem í reynd var einnig prestaskóli. Sumir fóru beint heim í byggðir landsins og veittu þar forstöðu söfnuðum, aðrir héldu til Kaupmannahafnar og hófu útgáfu á Fjölni og Nýjum félagsritum. Hið endurreista Alþingi, sem varð vettvangur sjálfstæðisbaráttunnar alla 19. öldina, var skipað á þann veg að þar áttu prestar og reyndar biskupar líka sæti og skipuðu sér í fremstu röð baráttunnar fyrir auknum rétti, endurreisn menningar og sjálfstæðis Íslendinga. Það er merkilegt að hugsa líka til þeirra Íslendinga sem fluttu vestur um haf og árétta hve ríkuleg trúin, kristnin og kirkjan var í landnáminu í Kanada og Bandaríkjunum. Það er hrífandi að koma til Norður-Dakota, í þá tiltölulega fámennu byggð skammt frá Winnipeg og Manitoba, og sjá kirkjurnar litlu sem hinir fátæku bændur og landnemar reistu. Það fyrsta sem þeir gerðu í sameiningu í hinum nýju heimkynnum var

að byggja kirkjur. Og ekki eina og ekki tvær í Mountain-héraðinu í NorðurDakota, þessu litla samfélagi, heldur fimm kirkjur; ein þeirra er kennd við Þingvelli. Samhengið í allri þessari löngu sögu er ríkulega ofið kristinni trú, boðskap Biblíunnar og því samfélagi sem Íslendingar fundu bæði í Nýja og Gamla testamentinu. Og svo ríkulega var jafnvel Gamla testamentið statt í hugum þeirra sem bjuggu á ströndum nyrðra í afskekktustu byggðum Íslands að það var talið sómi og við hæfi að skíra börn nöfnum úr Gamla testamentinu. Ég nefni þetta hér vegna þess að mér finnst oft á síðari árum gleymast í umræðunni um trú og kristni hve ríkulega saga okkar, menning og sjálf þjóðarvitund er samofin kristinni trú. Og það er líka umhugsunarvert, sérstaklega í ljósi þess að víða um Evrópu hafa á undanförnum árum og áratugum kirkjur, að nokkru leyti, verið á undanhaldi og standa jafnvel tómar og sumar seldar og þeim jafnvel breytt í íbúðarhús eða hótel. Á Íslandi hefur þessu verið farið á annan veg. Það hafa aldrei í sögu okkar verið byggðar jafn margar og jafn glæsilegar kirkjur vítt og breitt um landið allt eins og á síðustu 20 til 30 árum. Allt þetta vitnar um styrk kristinnar trúar í samfélagi okkar Íslendinga. Þó skiptir kannski mestu að trúin hefur ekki aðeins veitt fólkinu í landinu styrk og eflt samstöðina. Hún hefur líka gefið okkur þann siðferðisgrundvöll; umburðarlyndið; sem einkennir okkar samfélag — kannski umfram flest önnur þar sem ótti, reiði og jafnvel gagnkvæmt hatur setur svip á samskipti fólks. Hér höfum við notið þess, Íslendingar, að eiga friðsælt, opið og umburðarlynt samfélag. Og hornsteinar þess eru fyrst og fremst siðferðisboðskapur kristninnar: Fyrirgefningin, að líta alltaf á náungann með þeim augum

© ÁSMUNDUR MAGNÚSSON

sem menn vilja að horft sé á sjálfa sig, og vera reiðubúin að taka alla í faðm bænar og trúar og styrkja þannig hvert annað. Það er mikilvægt að hafa í huga þegar við horfum, því miður, á öfgahópa annarra trúarbragða víða um veröldina efna til ófriðar og jafnvel aftöku á fólki — að gleyma ekki að það umburðarlyndi, sá skilningur og það siðferði sem hefur skapað Íslendingum sérstöðu, á allar sínar rætur í þeim boðskap og þeim styrk og þeirri bæn sem kristnin hefur fært þessari þjóð um aldir. Þess vegna þakka ég þeim sem hafa tekið höndum saman um þennan dag, að kalla okkur hér í þetta glæsilega hús, þetta nýja musteri menningar og tóna, til að við getum saman haldið áfram að skilja samhengið í okkar sögu — og sótt í boðskap og samheldni og bæn kristninnar þann styrk sem við þurfum á að halda á komandi árum. ◾ Skrifað eftir upptöku sem heyra má á vefslóðinni www.lindin.tv/mp3/Hr_Olafur _Ragnar.mp3


6   B+

Hið íslenska biblíufélag í 200 ár SÖGUSTIKLUR

Sigurður Pálsson

E

lstu biblíutextar á íslensku, sem þekktir eru, eru varðveittir í handriti íslensku hómilíubókarinnar frá 12. öld. Oddur Gottskálksson þýddi sem kunnugt er Nýja testamentið í fjósinu í Skálholti og var það prentað í Hróarskeldu árið 1540. Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum gaf út Biblíu þá sem við hann er kennd árið 1584 og var hún prentuð á Hólum. Þetta er upphaf sögunnar um Biblíuna á íslensku, en íslensk tunga mun vera í hópi fyrstu 20 tungumála heims sem Biblían var þýdd á. Biblían hefur því verið veigamikill þáttur í íslenskri menningu um aldir. Hér á eftir verður saga íslenskra biblíuþýðinga ekki rakin nema að litlu leyti, en stiklað á stóru í sögu Hins íslenska biblíufélags. Ebenezer Henderson Maður er nefndur Ebenezer Hender­ son, skoskur að uppruna. Árið 1805 vígðist hann, 21 árs gamall, til kristniboðs á Indlandi. Sama ár fór hann til Kaupmannahafnar ásamt samstarfsmanni sínum og vini John Paterson, í von um að fá far þaðan til Trankebar, nýlendu Dana á austurströnd Indlands. Sú von brást.

1815 10. júlí, Hið íslenska biblíu­f élag stofnað, bráðabirgðastjórn kjörin

Sigurður Pálsson

© GÍGJA EINARSDÓTTIR

Þeir félagar hófu þess í stað heimatrúboðsstarf í Danmörku og Svíþjóð. Í upphafi árs 1806 fengu þeir bréf frá söfnuðum sínum í Skotlandi þess efnis að ráðlegast væri að hætta við trúboð á Indlandi, en þeir skyldu þess í stað halda áfram starfi sínu í Danmörku og Svíþjóð. Síðar

1835 Fyrsti árgangur Fjölnis

1845 Alþingi endurreist

1816 10. september, kjörin stjórn félagsins

1855

1835

1815 1827 Fyrsta bókin á vegum Hins íslenska biblíufélags, Nýja testamentið, prentuð í Viðey

1863 Nýja testamentið og Sálmarnir prentuð í Oxford á kostnað BEBF með styrk frá Hinu íslenska biblíufélagi 1851 Þjóðfundurinn

1818 Landsbókasafnið

ÁR

þetta ár kynntust þeir Íslendingnum Grími Torkelín ríkisskjalaverði í Kaupmanna­höfn. Grímur skrifaði, að ósk þeirra félaga, bréf á ensku með frásögn af Íslandi og Íslendingum, sem þeir sendu vinum sínum á Skotlandi og vakti það mikla athygli. Árið eftir var þessi Íslandskynning Gríms

1841 Biblían prentuð í Viðey með styrk frá Hinu ­í slenska biblíufélagi

1859 Endurprentun Viðeyjarútgáfu Biblíunnar 1861 Breska og erlenda biblíufélagið (BEBF) heitir stuðningi við Hið íslenska biblíufélag


B+   7

birt í ársriti Breska og erlenda Biblíufélagsins (BEBF) og var bréfið tekið fyrir á stjórnarfundi félagsins og samþykkt að félagið skyldi stuðla að nýrri útgáfu Nýja testamentisins á íslensku. Grími Torkelín var falið að hafa umsjón með prentuninni og var henni lokið árið 1807. Um þær mundir skall á styrjöld milli Bretlands og Danmerkur, sem olli því að aðeins var hægt að senda 1.500 eintök til Íslands. Eftirstöðvar upplagsins lágu óbundnar í Kaupmannahöfn í fimm ár. Á stjórnarfundi BEBF 6. október 1806 var einróma samþykkt að leggja fram fé til undirbúnings prentun íslensku Biblíunnar í Kaupmannahöfn. Tafir urðu á því að prentuninni lyki vegna stríðsins, en að síðustu tókst að ljúka henni í árslok 1813 og var upplag Biblíunnar 5.000 eintök. Hér var um að ræða svo nefnda Þorláksbiblíu, sem Þorlákur biskup Skúlason, dóttursonur Guðbrands Þorlákssonar hafði gefið út um miðja 17. öld og var að mestu endurútgáfa Guðbrandsbiblíu. Henderson og samstarfsmaður hans Paterson höfðu skrifað BEBF og lagt til að maður yrði sendur með bókunum til Íslands til þess að sjá um sölu þeirra og dreifingu. Þessu var vel tekið og bauðst Henderson til fararinnar. Hafði hann um þær mundir lagt stund á málanám, m.a. stundað nám í íslensku. Henderson lagði síðan af stað til Íslands 5. júlí 1814. Kaupmenn höfðu tekið að sér að flytja bækurnar endurgjaldslaust til sjö íslenskra hafna, en þar áttu þær að bíða Hendersons. Alls var

1875 Krónur í stað ríkisdala 1874 Þjóðhátíð og stjórnarskrá

um að ræða 2.123 eintök af Biblíunni og 4.108 eintök af Nýja testamentinu. Auk þess hafði hann sjálfur meðferðis 1.183 eintök af Biblíunni og 1.668 eintök af Nýja testamentinu. Henderson dvaldist hér á landi í hálft annað ár og fór ríðandi þrjár ferðir um landið. Fyrsta ferðin lá norður Kjöl til Akureyrar, þaðan í Skagafjörð og síðan austur um land og Suðurland til Reykjavíkur. Önnur ferðin lá um Borgarfjörð og Mýrarsýslu, Hnappadals- og Snæfellsnessýslu og allt vestur að Holti við Önundarfjörð og síðan yfir í Strandasýslu og suður Norðurárdal til Reykjavíkur. Þriðja ferðin var farin um Þingvelli, Kaldadal og Arnarvatnsheiði norður í Húnavatnssýslu og þaðan til Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Hann gerði sér far um að hitta að máli sem flesta af próföstum landsins, auk þess sem hann átti fundi með prestum og gaf sig á tal við alþýðu manna. Sjálfur segir Henderson svo um tilgang ferðar sinnar til Íslands: „Eitt megintakmark mitt með að fara til Íslands og með ferðum mínum út um landið var það, að koma þarlendum mönnum í skilning á því, hve mikilsvert það væri að mynda Biblíufélag í landinu. Skyldi það vera hlutverk félagsins að sjá þjóðinni sífelldlega fyrir heilagri ritningu á tungu landsins. Mér var það ánægja hve tillagan fékk góðar undirtektir.“ Hið íslenska biblíufélag stofnað Sunnudaginn 10. júlí 1815 var presta­ stefna sett með guðsþjónustu í

Dóm­kirkj­unni í Reykjavík. Biskup, Geir Vídalín, var forfallaður vegna veikinda en séra Árni Helgason dómkirkju­prestur prédikaði og gerði að umræðuefni stofnun Biblíufélaga og gagnsemi þeirra. Henderson var boðið að vera viðstaddur fund prestastefnunnar síðdegis og var þar samþykkt einróma að stofna íslenskt Biblíufélag, og var því kjörin bráðabirgðastjórn. Ári síðar var haldinn fyrsti aðalfundur félagsins og þessir kjörnir í stjórn: Geir biskup Vídalín forseti, séra Árni Helgason ritari, Ísleifur Einarsson dómstjóri varaforseti og Sigurður Thorgrímsen landfógeti gjaldkeri. BEBF lagði fé í stofnsjóð og konungur hét árlegum styrk. Hlutverk félagsins var frá upphafi að vinna að þýðingu, útgáfu, útbreiðslu og notkun Biblíunnar. Framan af var félagið eingöngu ætlað prestum, en árið 1945 var samþykkt að leikmönnum yrði gefinn kostur á að ganga í félagið. Síðar var þeirri skipan komið á að í stjórn félagsins skyldu sitja fjórir guðfræðingar og fjórir leikmenn, en biskup Íslands vera forseti félagsins. Þá er einnig vert að geta þess að félagið er þverkirkjulegt, þ.e. að meðlimir allra kristinna trúfélaga geta gerst félagar. Starfsemin hefur verið borin uppi af framlögum félagsmanna og velunnara og samskotum í guðsþjónustum á Biblíudaginn, sem er annan sunnudag í níuviknaföstu. Lengst af hafði Hið íslenska biblíu­ félag (HÍB) ekkert fast aðsetur. Biskup var forseti félagsins þannig að menn

1908 Biblían öll gefin út með styrk frá ríkissjóði og BEBF 1906 Ný þýðing Nýja testamentisins gefin út í Reykjavík á kostnað BEBF

1881 Alþingishúsið

1904 Heimastjórn

1914 Fyrsta vasaútgáfa íslensku Biblíunnar gefin út í London. Nýja testamentið gefið út

1895

1875

1866 BEBF gefur út endurskoðaða útgáfu Biblíunnar

→→

1885 Landsbankinn

1915 1912 Biblían með breyting­u m frá ­útgáfunni 1908 gefin út 1913 100 ár frá útgáfu HendersonBiblíunnar, fyrstu íslensku Biblíu BEBF


8   B+

Málverk Bjarna Jónssonar frá 1987 af Ebeneser Henderson. Henderson kom hingað til lands 1814 og dvaldist hér í hálft annað ár og fór ríðandi þrjár ferðir um landið. Málverkið er í eigu Biblíufélagsins og prýðir skrifstofu þess.

→→

sneru sér til biskupsstofu ef þeir áttu erindi við félagið. Eigur þess, sem m.a. voru fólgnar í safni íslenskra biblíuþýðinga allt frá Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar og Guðbrandsbiblíu, voru geymdar á Dómkirkjuloftinu. Þegar leið að 150 ára afmæli félagsins vaknaði áhugi stjórnar félagsins, með Sigurbjörn Einarsson biskup og Hermann Þorsteinsson formann sóknarnefndar Hallgrímskirkju í fararbroddi, að koma upp aðstöðu fyrir félagið. Þetta varð til þess að Guðbrandsstofa var opnuð í Hallgrímskirkju 29. apríl 1967. Ólafur Ólafsson kristniboði varð starfsmaður félagsins sem sjálfboðaliði og reyndist ötull talsmaður félagsins og aflaði því fjölda nýrra félaga. Í Guðbrandsstofu var hægt að fá keyptar Biblíur á ýmsum tungumálum auk íslensku en jafnframt var Biblían afgreidd þar til bóksala. Af þessu tilefni fékk félagið að gjöf málverk af Guðbrandi Þorlákssyni biskupi og var því komið fyrir í Guðbrandsstofu. Um sama leyti tók Hermann Þorsteinsson við starfi framkvæmdastjóra félagsins og gegndi því sem sjálfboðaliði allt til ársins 1990 að séra Sigurður Pálsson var ráðinn í fullt starf sem framkvæmdastjóri. Þá var að komast skriður á þýðingu Biblíunnar sem út kom 2007 og talið mikilvægt

1915 Kvenréttindi Íslenskur fáni

félagsins undir forystu Geirs Vídalíns biskups hófust handa við að vinna að nýrri þýðingu Biblíunnar. Nýja testamentið kom út í nýrri þýðingu árið 1827. Að þýðingu þess höfðu unnið auk Geirs biskups, Sveinbjörn Egilsson og nokkrir fleiri. Biblían kom síðan út í heild sinni árið 1841 og © GÍGJA EINARSDÓTTIR var hún prentuð í Viðey, og gjarnan nefnd Viðeyjarbiblía. Var hún sjötta að hafa starfsmann sem starfaði með útgáfa Biblíunnar á íslensku. Ein og fyrir þá sem unnu að þýðingunni. meginástæða þess að Biblíufélagið Framkvæmdastjórinn fékk skrifréðist í þessa þýðingu var vaxandi stofu á 7. hæð í turni Hallgrímskirkju áhugi meðal menntamanna á málog gaf Hermann allar innréttingar. rækt og málhreinsun. Þessi þýðing Jón Pálsson guðfræðingur tók síðan var síðan endurprentuð í Reykjavík við starfi Sigurðar árið 1997 og gegndi árið 1859 og telst hún sjöunda útgáfa því til ársins 2010. Þá tók Stefán Einar Biblíunnar á íslensku. Næsta útgáfa Stefánsson guðfræðingur við næstu Biblíunnar með endurskoðaðri þrjú ár, að starfið var lagt niður. Í tilefni þýðingu kom út 1866 kostuð af BEBF. af 200 ára afmæli félagsins var ráðinn Árið 1887 sótti HÍB enn um styrk nýr framkvæmdastjóri, Ragnhildur frá breska félaginu til nýrrar þýðingar. Ásgeirsdóttir djákni. Bækistöðvar Það verk hófst þó ekki fyrr en árið félagsins voru fluttar úr Hallgríms1897 og kom sú þýðing út 1908. Uppkirkju í Kirkjuhúsið við Laugaveg. lag Biblíunnar 1908 var innkallað, einkum vegna deilna um þýðingu Biblíuútgáfur á vegum félagsins tiltekinna ritningarstaða. EndurMeð stofnun HÍB færðist biblíuútgáfa skoðuð útgáfa var gefin út árið að fullu inn í landið. Forvígismenn 1912. Þessi þýðing Biblíunnar var

1930 Alþingishátíðin

1948 Gídeonfélagar fá leyfi til að flytja inn Biblíuna og Nýja testamentið

1940 Hernámið

1957 Leturplötur stóru Biblíunnar keyptar frá London og hún gefin út. Nýja testamentið í vasaútgáfu og með stóru letri gefin út

1944 Lýðveldið

1915

1962 Biblían í litlu broti gefin út

1955

1935

1918 Fullveldi Kötlugos

1931 Apókrýfar bækur Gamla testamentisins gefnar út

1945 Samþykkt að heimila leikmönnum að ganga í Hið í­ slenska biblíufélag 1947 Hið íslenska biblíu­f élag fær aðild að Sameinuðu biblíufélögunum (UBS)

1950 Þjóðleikhúsið

1956 Útgáfa Biblíunnar flyst aftur heim. Nýja testamentið með stóru letri og myndskreytingum kemur út


B+   9

„Starfsemin hefur verið borin uppi af framlögum félags­ manna og velunnara og samskotum í guðsþjónustum á Biblíudaginn, sem er annan sunnudag í níuviknaföstu.“

endurprentuð allt til ársins 1981, ýmist á kostnað HÍB eða á kostnað BEBF. Þegar kom fram á sjötta áratug 20. aldar var ákveðið að hefjast handa við nýja þýðingu Biblíunnar. Það þótti aðkallandi að ný Biblía kæmi út sem fyrst og var því að sinni látið nægja að þýða guðspjöllin og Postulasöguna og endurskoða þýðinguna á bréfunum í Nýja testamentinu og Gamla testamentið. Tíunda útgáfa Biblíunnar á íslensku kom síðan út árið 1981. Árið 1990 var undirritaður samstarfssamningur milli HÍB og Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands um að ljúka nýrri þýðingu Biblíunnar. Aðalþýðandi Gamla testamentisins var ráðinn Sigurður Örn Steingrímsson guðfræðingur og aðalþýðandi Nýja testamentisins Jón Sveinbjörnsson. Upphaflega var stefnt að því að ný þýðing kæmi út á kristnitökuafmælinu árið 2000 en fljótlega varð ljóst að þýðingin tæki mun lengri tíma. Í þýðingarnefnd Gamla testamentisins voru skipuð þau séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, séra Gunnar Kristjánsson, Gunnlaugur A. Jónsson, síðar prófessor, og Guðrún Kvaran prófessor sem var fulltrúi íslenskrar málnefndar. Séra Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri HÍB, var fundaritari. Hann var síðan skipaður í nefndina eftir fráfall Þóris Kr.

Þórðarsonar 26. febrúar 1995. Hlutverk nefndarinnar var að fara yfir þýðingu Sigurðar Arnar í samvinnu við hann. Vinna við að ljúka þýðingu Nýja testamentisins dróst fram til ársins 2002. Í þýðingarnefnd Nt. voru skipuð, auk Jóns, þau séra Árni Bergur Sigurbjörnsson og Guðrún Kvaran. Meðan á þýðingarferlinu stóð var hin nýja þýðing gefin út í kynningarheftum eftir því sem verkinu miðaði. Hér verður þessi þýðingarsaga ekki rakin frekar, en ný biblíuþýðing leit dagsins ljós á árinu 2007. Í þessari útgáfu voru Apókrýfu bækur Gamla testamentisins birtar í Biblíunni á ný og þar byggt á þýðingu sr. Árna Bergs Sigurbjörnssonar frá 1994, en þau Guðrún Kvaran og Jón Sveinbjörnsson yfirfóru þýðinguna með honum. Þá hafði verið samið við forlagið JPV um útgáfu og dreifingu. HÍB fékk aðild að samtökunum United Bible Societies (UBS) árið 1947 og hefur tekið virkan þátt í starfi þeirra og styrkt einstök verkefni víða um heim. Auk þess hefur HÍB styrkt á eigin vegum biblíustarf og biblíuþýðingar, t.d. í Kína, og var það gert til heiðurs Ólafi Ólafssyni. Þá hefur HÍB styrkt biblíuþýðingar og biblíudreifingu í Eþíópíu þar sem íslenskir kristniboðar hafa starfað. Ein af söfnunum HÍB var fyrir Biblíuhúsi í Konsó og lögðu hjónin Edda Hjaltested

1975 Landhelgin 200 mílur 1980 Vigdís Finnbogadóttir forseti

1975 1973 Heimaeyjargosið

og Pétur Sveinbjarnarson fram það sem á vantaði til að ljúka byggingunni. Húsið var reist inni á kristniboðsstöðinni í Konsó og hefur síðan verið notað til þýðingarvinnu á Gamla testamentinu. Sú vinna er nú langt komin. Auk Biblíuútgáfu hefur HÍB gefið út þýðingu séra Árna Bergs Sigurbjörns­ sonar á Apókrýfu bókunum 1994, bókina Ebenezer Henderson og Hið íslenska biblíufélag eftir séra Felix Ólafsson 1992, Biblíuna á disklingum ásamt leitarforriti 1996 og myndband ásamt kennsluleiðbeiningum um tilurð Biblíunnar og trúverðugleika í samvinnu við Námsgagnastofnun 1993, fréttabréf og ársritið B+ svo nokkuð sé nefnt. ◾ Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkju og framkvæmdastjóri HÍB

Frekari vitneskju um Ebenezer Henderson og stofnun HÍB má finna í Ferðabók hans sem út kom á íslensku árið 1957, og í bók Felixar Ólafssonar, Ebenezer Henderson og Hið íslenska biblíufélag sem út kom árið 1992. Um íslenskar biblíuþýðingar má m.a. lesa í 4. hefti Ritraðar Guðfræðistofnunar, Biblíuþýðingar í sögu og samtíð, 4. hefti 1990 og í 5. árgangi tímaritsins Glímunnar, sem út kom árið 2008.

2000 Kristnitökuafmælið 1989 Páfaheimsókn

1995 1981 Ný útgáfa Biblíunnar með nýrri þýðingu guðspjalla og Postula­s ögu. Annar texti endurskoðaður

1994 Hið íslenska biblíu­f élag gefur út Apókrýfar bækur Gamla testamentisins í nýrri þýðingu

2015 2007 Ný þýðing Biblíunnar gefin út

2015 200 ára afmæli HÍB


10   B+

Geir Vídalín 1815–1823

Steingrímur Jónsson 1824–1845

Helgi G. Thordersen 1846–1866

Pétur Pétursson 1866–1889

Forsetar félagsins Biskup Íslands er sjálfkjörinn forseti Hins íslenska biblíufélags. Sú skipan hefur haldist frá stofnun félagsins þegar Geir Vídalín, sem varð fyrstur biskup Íslands árið 1801, varð forseti Hins íslenska biblíufélags. Forsetar þess eru orðnir 14 talsins. Gígja Einarsdóttir ljósmyndaði málverkin svo og Karl og Agnesi. Hallgrímur Sveinsson 1889–1908

Þórhallur Bjarnarson 1908–1916

Jón Helgason 1917–1939

Sigurgeir Sigurðsson 1939–1953

Ásmundur Guðmundsson 1953–1959

Sigurbjörn Einarsson 1959–1981

Pétur Sigurgeirsson 1981–1989

Ólafur Skúlason 1989–1997

Karl Sigurbjörnsson 1998–2012

Agnes M. Sigurðardóttir 2012–


B+   11

Við óskum Hinu íslenska biblíufélagi til hamingju með tvö hundruð ára afmælið REYKJAVÍK Advania höfuðstöðvar, Guðrúnartúni 10 Aðalverkstæðið ehf, Malarhöfða 2 Aðalvík ehf, Ármúla 15 Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1 ARGOS ehf, Arkitektastofa Grétars og Stefáns, Eyjarslóð 9 Árbæjarkirkja Áskirkja Beggja hagur ehf, Vegmúla 2 Borgarbókasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15 Bókhaldsstofa Haraldar slf, Síðumúla 29 Bókhaldsþjónusta Júlíönu ehf, Hávallagötu 40 Breiðholtskirkja, Þangbakka 5 BSR ehf, Skógarhlíð 18 City Car Rental, Snorrabraut 29 Domino‘s Pizza, Lóuhólum 2-6 Dómkirkjan í Reykjavík Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Eignaumsjón hf, Suðurlandsbraut 30 Ellen Ingvadóttir — Löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, Skipholti 50b Engo verkefni ehf, Sporhömrum 12 Fellasókn Reykjavíkurprófastdæmi eystra, Hólabergi 88 Ferðaskrifstofan Norræna, Smyril Line Ísland, Stangarhyl 1 Ferró skiltagerð, Langholtsvegi 130 Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1 Fiskmarkaðurinn ehf, Aðalstræti 12 GÁ húsgögn ehf, Ármúla 19 Genís hf, Árleyni 8 Gjögur hf, Kringlunni 7 Grafan ehf, Eirhöfða 17 Grafarvogssókn við Fjörgyn Grensáskirkja Guðmundur Jónasson ehf, Borgartúni 34 Guðríðarkirkja í Grafarholti Hallgrímskirkja Hannesarholt, Grundarstíg 10 Happdrætti Háskóla Íslands, Tjarnargötu 4 Hjá GuðjónÓ ehf, Þverholti 13 Hjálparstarf kirkjunnar, Háaleitisbraut 66 Hótel Frón ehf, Laugavegi 22a Hótel Leifur Eiríksson ehf, Skólavörðustíg 45 Hótel Örkin, sjómannaheimili, Brautarholti 29 Húsalagnir ehf, Gylfaflöt 20 Inter ehf, Sóltúni 20 Invent Farma ehf, Lágmúla 9

Ísfrost ehf, Funahöfða 7 Íslenska Kristskirkjan, Bíldshöfða 10 JP Lögmenn ehf, Katrínartúni 2, Höfðatorgi K. Pétursson ehf, Kristnibraut 29 Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma, Vesturhlíð 8 Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan, Laugavegi 31 Kjöreign ehf, fasteignasala, Ármúla 21 Kjötmarkaðurinn ehf, Garðsstöðum 32 Landsbókasafn-Háskólabókasafn, Arngrímsgötu 3 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Langholtskirkja Laugarneskirkja, Kirkjuteigi Lindin, kristilegt útvarp, Krókhálsi 4 Lífstykkjabúðin ehf, Laugavegi 82 LOG lögmannsstofa sf, Kringlunni 7 Lotus gistiheimili ehf, Álftamýri 7 LP-Verktak ehf, Kleppsvegi 48 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Hverfisgötu 115 Löndun ehf, Kjalarvogi 21 Matthías ehf, Vesturfold 40 Morgunblaðið, Hádegismóum 2 Neshamar ehf, Gufunesvegi 1 Neskirkja, Hagatorgi Ó. Johnson & Kaaber ehf, Tunguhálsi 1 Óháði söfnuðurinn, Háteigsvegi 56 Pizza Royal ehf, Hafnarstræti 18 Premis ehf, Hádegismóum 4 Rafeindastofan ehf, Faxafeni 12 Regla, netbókhald Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Þangbakka 5 Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, Hallgrímskirkju Rétttrúnaðarkirkjan, Öldugötu 44 Réttur lögmannsstofa, Klapparstíg 25–27 Ríkisskattsstjóri, Laugavegi 166 Safnaðarfélag Ásprestakalls, Vesturbrún 30 Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Háaleitisbraut 58–60 Seljakirkja Sjónarlind, bókabúð, Bergstaðastræti 7 Sjóvá, Kringlunni 5 Skorri ehf, Bíldshöfða 12 Stjörnuegg hf, Vallá Kjalarnesi Svefn og heilsa, Engjateigi 19 Söngskólinn í Reykjavík, Snorrabraut 54

Tannréttingar sf, Snorrabraut 29 Trésmiðjan Jari ehf, Funahöfða 3 Tækniskólinn — skóli atvinnulífsins, Skólavörðurholti Tösku- og hanskabúðin ehf, Skólavörðustíg 7 Útfararstofa Svafars og Hermanns ehf, Síðumúla 28 Valhöll fasteignasala ehf, Síðumúla 27 Verksýn ehf, Síðumúla 1 Verslunin Brynja ehf, Laugavegi 29 XCO ehf, Akraseli 9 Þ.G. verktakar ehf, Fossaleyni 16 Ögurverk ehf, Skipholti 29b Ögurvík hf, Týsgötu 1 Ökuskólinn í Mjódd ehf, Þarabakka 3 Örninn ehf, Faxafeni 8 SELTJARNARNES Samrás ehf verkfræðistofa, Eiðistorgi 17 Seltjarnarneskirkja VOGAR Kálfatjarnarsókn, Vatnsleysuströnd KÓPAVOGUR Bílaleiga Reykjavíkur, Hlíðarsmára 13 Digranessókn Hjallakirkja Kópavogskirkja Lindakirkja Loft og raftæki ehf, Hjallabrekku 1 Smárakirkja, Hlíðasmára 5–7 Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar, Nýbýlavegi 32 Þórutindur ehf, Hlíðasmára 6 GARÐABÆR Garðabær, Garðatorgi 7 Garðasókn, Kirkjuhvoli Geislatækni ehf — Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c Króli ehf, Strandvegi 2 S.S. Gólf ehf, Miðhrauni 22b Val-ás ehf, Suðurhrauni 2 HAFNARFJÖRÐUR Aðventkirkjan Ástjarnarkirkja Boðunarkirkjan, Álfaskeiði 115 Garðasteinn ehf, Hvammabraut 10 Hafnarfjarðarkirkja Ísland kristin þjóð, félag, Reykjavíkurvegi 45


12   B+

Upphaf laga vorra Einar Sigurbjörnsson

Á

þessu ári eru liðin 200 ár frá stofnun Hins íslenska biblíufélags. Tilgangur Biblíufélagsins hefur frá upphafi verið „að vinna að þýðingu, útgáfu, útbreiðslu og notkun Biblíunnar“ eins og segir í annarri grein laga félagsins. Biblían er undirstöðurit kristinnar trúar og þar eð kristin trú hefur mótað menningu Íslendinga í 1000 ár má með réttu kalla Biblíuna undirstöðurit íslenskrar menningar. Þegar kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000 kvað Þorgeir Ljósvetningagoði upp þennan úrskurð á Alþingi: Það er upphaf laga vorra […] að menn skulu allir vera kristnir hér á landi og trúa á einn Guð, föður og son og anda helgan […] (Njálssaga, 105. kap.) Orðið upphaf merkir byrjun, eitthvað sem er fyrst í röð. Það er aldrei tilviljun hvað menn setja fyrst þegar þeir raða einhverju upp á kerfisbundinn hátt. Þá er fyrst sett það sem er mikilvægast, það sem kveður á um framhaldið. Í lögum eða skipulögðum lýsingum er upphafsgreinin sú sem setur stefnuna. Hún er undirstöðugreinin, markmiðslýsingin. Það gildir einnig um þá grein sem Þorgeir sagði að vera skyldi hin fremsta í lögum landsins. Hún var undirstöðugreinin, sú er setti stefnuna, kvað á um markmiðið. Kristin hugsun mótuð af Biblíunni Þorgeir Ljósvetningagoði var ekki lærður maður. Það var hins vegar höfundur Njálu og eins Ari fróði. Sem lærður maður þekkti höfundur Njálu vel tengslin milli upphafs og markmiðs eins og þau voru tjáð í kristinni hugsun samtíma hans sem var mótuð af Biblíunni og túlkun Ágústínusar kirkjuföður. Guð er kærleikur, segir Biblían og Ágústínus túlkar orðin á þessa leið: Kærleikur dvelur aldrei

„Kristin trú á sér sín rök og kristið fólk heldur þeim fram sem rökstuðningi fyrir réttlæti og mannúð.“

Einar Sigurbjörnsson

einn, heldur leitar hann þess sem hann getur elskað. Þannig fæddist sonurinn af föðurnum og heilagur andi eða „andi helgur“ er sameiginlegur andardráttur föður og sonar. Hinn eini Guð er því faðir og sonur og andi helgur. Kærleikur hins eina Guðs, föður og sonar og heilags anda, leitar ekki aðeins inn á við heldur leitar hann einnig út. Afleiðing þess er alheimurinn, verk Guðs. Alheimurinn, sem Guð hefur skapað, er verk hans í kærleika. Þegar trú á þann Guð sem er kærleikur var sett sem undirstaða laganna var lögum og samskiptum í samfélaginu gert að endurspegla eðli og vilja Guðs sem er kærleikur. Það sem við álítum um markmið eða tilgang lífsins helgast af því sem við álítum um upphaf þess. Ef upphaf lífsins er kærleikur þá er markmið þess kærleikur. Það markmið í hugsun og löggjöf var okkur Íslendingum sett við mót fyrsta og annars árþúsunds.

© GÍGJA EINARSDÓTTIR

Tímar lýðræðis og fjölmenningar Nú í byrjun 21. aldarinnar þegar við stöndum á þröskuldi nýs árþúsunds er upphaf laganna hugsjónin um jarðneskt ríki þar sem valdi á að skipa á ákveðinn hátt til hagsbóta fyrir okkur sem landið byggjum. Jafnframt eru okkur tryggð ákveðin grundvallarréttindi. Nú eru tímar lýðræðis og fjölmenningar og við viljum standa vörð um frelsi okkar og réttindi og sú spurning brennur á vörum okkar hvernig við getum áfram byggt þjóðfélag lýðræðis og fjölhyggju á hugsjónum umhyggju, samúðar og miskunnsemi, í einu orði kærleika. Réttindi þau sem nútíma lýðræðisþjóðfélag vill tryggja mönnum eru dýrmæt. Þau eru eins konar fjöregg sem við verðum að gæta vel að og haga okkur ekki eins og tröllin í ævintýrunum sem léku sér að fjöregginu oft svo óvarlega að þau brutu það. Og meðal þeirra grundvallarréttinda er trúfrelsið. Frelsishugsjónir nútímans eru


B+   13

„Kristnir menn þora að játa þessa hugsjón af því að þeir trúa á þann sem er kærleikurinn sjálfur holdi klæddur. Það er Jesús Kristur.“

afleiðing kristins siðar. Maður les ekki lengi í lögum þjóðveldisins íslenska áður en maður sér ákvæði um skírnina þar sem lögð er áhersla á jafnan rétt allra til skírnar. Það er freistandi að lesa úr þeim ákvæðum fyrst og fremst þvinganir og kúgun. En það verður að hafa í huga að í hugum þeirra sem settu þau ákvæði var ekki um þvingun að ræða heldur tilboð sjálfs Guðs. Að þeirra skilningi var skírnin vígsla fólks undir eilífðartakmark sitt. Þegar menn vildu tryggja öllum jafnan rétt til skírnar án tillits til þjóðfélagsstöðu var mönnum um leið tryggður jafn réttur hjá Guði. Og þar er enginn jafnari en annar. Þetta er róttæk yfirlýsing um jafnrétti. Tilviljanir? Það er e.t.v. ein ástæða tilvistarkreppu nútímamannsins að hann álítur að upphaf lífsins og þar með undirstaða alls sé tilviljun. Þar með virðist allt lífið vera tilviljun undirorpið og markmiðið komið undir tilviljunum einum. Eina vonin er þá hagstæðar tilviljanir eða menn fara að ala á hugsjón um nógu sterkt vald sem geti stýrt okkur framhjá háskalegum tilviljunum. Á tuttugustu öldinni voru gerðar margar tilraunir til að ná tökum á tilviljunum, ekki síst með beitingu valds. Þau spor hræða. Til að gera frelsishugsjónirnar að veruleika er hlutur löggjafar vissulega mikill. Mannfélagi verður að stjórna með lögum. „Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.“ Hitt gildir líka að það er ekki hægt að stjórna siðferði fólks með lögum. Þess vegna þarf til viðbótar lögum að koma til uppeldis og þar reynir á stofnanir á borð við heimili, skóla og trúfélög. Þar eru gróðrarstöðvarnar. Þar er undirstaðan lögð. Þar með erum við komin að upphafinu. Upphaf laga vorra nú til dags

er að sérhver manneskja viti það fyrst og fremst um sjálfa sig að hún er hluti samfélags. Upphaf laga vorra er að sérhver manneskja viti að hún lifir með öðrum og fyrir aðra. Upphaf laga vorra er að sérhver manneskja viti að þjónusta og gagnkvæm virðing, umburðarlyndi og umhyggja eigi að móta alla umgengni okkar hvert við annað, en eigingirni og sérhagsmunasemi verði að víkja. Kærleikurinn sjálfur holdi klæddur Þarna eru almennar hugsjónir færðar í orð. Hver og einn sækir sér síðan rök fyrir þeim hugsjónum og fer þar eftir lífsskoðun eða trú hvers og eins. Kristin trú á sér sín rök og kristið fólk heldur þeim fram sem rökstuðningi fyrir réttlæti og mannúð. Kristin rök eru þau að sérhver manneskja er sköpuð í mynd skapara síns sem er kærleikur og þar með kölluð til að lifa í samfélagi sem byggist á umhyggju, kærleika. Kristnir menn þora að játa þessa hugsjón af því að þeir trúa á þann sem er kærleikurinn sjálfur holdi klæddur. Það er Jesús Kristur. Eins og Jesús er þannig er Guð — eins og Jesús er þannig er maðurinn kallaður til að vera. Því lýsir Páll postuli í kærleiksóði sínum og getur í djörfung hvatt fólk til að keppa eftir kærleikanum: Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum og þótt ég framseldi líkama minn til

þess að verða brenndur en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. En þegar hið fullkomna kemur líður það undir lok sem er í molum. Þegar ég var barn talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða lagði ég niður barnaskapinn. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. Keppið eftir kærleikanum. (1Kor 13.1–14.1a) ◾

Höfundur er prófessor emeritus við Guðfræðiog trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands


14   B+

UPPHAF BIBLÍUFÉLAGA

Sagan af Mary Jones

E

f einhver hefði sagt Mary þegar hún var á barnsaldri að hún yrði heimsfræg 200 árum síðar, hefði hún tekið því sem spaugi. Þorpsbúarnir líka. Samt sem áður er hún þekkt í öllum þeim löndum þar sem biblíufélög eru starfrækt. Það var reyndar brennandi áhugi hennar á að eignast Biblíu sem kom öllu af stað! „Bara ef allir fengju sína eigin Biblíu!“ Þannig lét Mary hugann reika. En á þeim tíma voru Biblíur dýrar og sjaldgæfar. Fyrir Mary, sem tilheyrði fátækri fjölskyldu, var það nánast eins og draumur, sem aldrei myndi rætast. „Þú getur bara gleymt því,“ sagði mamma þegar hún nefndi þetta við hana. „Og hvar ættir þú að læra að lesa? Hér gefst börnum fátæklinga eins og okkar ekki kostur á skólagöngu.“ En síðan var opnaður nýr skóli í um klukkustundar langri göngu fjarlægð og Mary lagði himinlifandi af stað. Hún lærði fljótt að lesa, en bækur var ekki að finna hjá Jones-fjölskyldunni. Til allrar hamingju sá nágrannakona nokkur, frú Evans að nafni, hversu áhugasöm Mary var, þannig að Mary fékk að koma til hennar og lesa í Biblíunni. Og sunnudag nokkurn var foreldrum Mary komið dálítið á óvart! Presturinn hrópaði ofan af prédikunarstólnum: „Mary Jones mun lesa prédikunartexta þessa sunnudags.“ Mary stóð á fætur og gekk fram að lespúltinu. Hjartað sló ört í brjósti hennar. Hún fletti varlega í stóru bókinni upp að þeim stað, sem kennarinn hafði merkt fyrir hana. Svo dró hún djúpt andann og byrjaði að lesa. Rödd hennar skalf ögn í upphafi, en varð brátt hærri og sterkari eftir því sem hún las lengra á velsku: Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi. Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi, en það féll eigi, því það var grundvallað á bjargi.“ (Matt 7.24–25.) Þegar Mary hafði lokið lestrinum, flýtti hún sér niður til sætis síns. Hún leit sem

WIKIPEDIA

snöggvast á foreldra sína sem sátu þarna og stoltið skein úr andlitum þeirra. Eftir guðsþjónustuna komu margir til Mary og lýstu yfir ánægju sinni með það, hversu fljótt Mary hafði lært að lesa. „Þér hljótið að vera stolt af henni,“ sagði frú Evans, konan á stóra setrinu. „Já, það er ég,“ svaraði móðir Mary. „En hún brýtur stöðugt heilann um það hvernig hún geti aflað sér nægilegs fjár til þess að kaupa sér sína eigin Biblíu á velsku. „Það mun henni áreiðanlega takast!“ hrópaði frú Evans upp yfir sig. Það krefst mikils viljastyrks að læra að lesa svona fljótt. Svona stúlka getur hrundið öllu í framkvæmd sem henni dettur í hug. Og í millitíðinni getur hún komið til okkar á setrið og æft sig að lesa í Biblíunni okkar.“ Sú hugsun sótti sífellt meira á Mary, hvernig hún gæti útvegað sér sína eigin Biblíu. Hún þurfti að afla fjár, mikils fjár. En hvernig? Þá fékk hún hugmynd. Tvær hænur urðu að einni Biblíu Mary hafði lengi hjálpað móður sinni við fataþvott. Nú bauðst hún til þess að þvo einnig fyrir aðra, til þess að afla fjár. Frú Evans gaf henni tvær hænur. Þannig fékk hún egg til þess að selja. Hún gætti barna, rak ýmis erindi, prjónaði sjöl og sokka. Og allir fjármunir voru

lagðir til hliðar svo að hún gæti keypt Biblíuna sem hana dreymdi um. Eftir sex ára sparnað taldi hún sig hafa safnað nógu hárri fjárhæð. En hún varð fyrir sárum vonbrigðum þegar í ljós kom að enginn á svæðinu var með Biblíur til sölu. Henni var sagt að fara til Bala, þar sem presturinn þar seldi Biblíur. Bala var staðsett í 40 kílómetra fjarlægð og þar hafði Mary aldrei verið. En nú var hún orðin 16 ára og þetta ætti henni að takast! Með peningana vel geymda í skjóðu lagði hún af stað. Hún fann séra Charles á prestssetrinu og bað um að fá að kaupa eina Biblíu. „Mér þykir fyrir því, stúlka mín, en Biblíurnar eru uppseldar hjá mér. Sú síðasta sem ég á eftir hefur verið pöntuð,“ sagði hann og benti á böggul á borðinu fyrir aftan sig. Mary varð fyrir miklum vonbrigðum. Allt þetta erfiði til einskis. Tárin streymdu fram og grátandi sagði hún prestinum frá sparnaði sínum í sex ár, 40 kílómetra göngu og jafnlangt heim aftur án Biblíu. Sr. Charles hlýddi á og varð snortinn. Í flýti tók hann pakkann af borðinu og sagði: „Sjáðu nú til, Mary, þú getur tekið þessa Biblíu með þér! Ég get alveg útvegað þeim aðra, sem pantaði þessa.“ Hæstánægð hélt Mary heim með nýju Biblíuna sína. Henni hafði tekist ætlunarverkið! En sagan er ekki öll. Séra Charles var nokkru síðar á fjölmennri samkomu í London og þar sagði hann frá Mary: „Ég verð að leggja eitthvað af mörkum til þess að allir sem þess óska geti eignast sína eigin Biblíu, hvort sem um er að ræða fátæka eða ríka, börn eða fullorðna, hvort sem þeir búa í Wales eða á Englandi eða hvar annars staðar sem er.“ Það sem séra Charles sagði vakti athygli, og varð til þess að fyrsta biblíufélagið var stofnað á Englandi árið 1804, í Finnlandi 1812, í Danmörku 1814, í Svíþjóð og á Íslandi 1815 og í Noregi árið 1816. Í dag eru Sameinuðu biblíufélögin með starfsemi í um 200 löndum víðs vegar um heiminn. En með áhuga sínum og ákafa hóf Mary þetta brautryðjendastarf. ◾


B+   15

Sameinuðu biblíufélögin Nú starfa í veröldinni 146 biblíufélög sem með samvinnu innan vébanda Sameinuðu biblíufélaganna ná til yfir 200 landa Ragnhildur Ásgeirsdóttir

N

ú á tveggja alda afmælisári Hins íslenska Biblíufélags starfa Sameinuðu biblíufélögin, United Bible Societies, í yfir 200 löndum og eru stærsti þýðingarog dreifingaraðili Biblíunnar í heiminum. Þau taka einnig þátt í verkefnum sem efla læsi, berjast gegn HIV og veita hjálp þegar náttúruhamfarir hafa átt sér stað. Sameinuðu biblíufélögin starfa með öllum kristnum trúfélögum og mörgum góðgerðarog kristniboðsfélögum um heim allan. Markmið samtakanna er að allir geti nálgast Biblíuna á því tungumáli og þeim miðli sem þeim hentar. Með stofnun Hins breska og erlenda biblíufélags árið 1804 urðu straumhvörf í útbreiðslu Biblíunnar, þau mestu sem orðið höfðu síðan Biblíuvakning siðbótarinnar hófst með þýðingu og útgáfum Marteins Lúthers. Hið íslenska Biblíufélag var stofnað einungis 11 árum síðar, þann 10. júlí 1815 að frumkvæði Skotans Ebenezers Henderson. Biblíufélagð er í dag ekki bara elsta félag landsins heldur eitt af elstu Biblíufélögum í heiminum. Hið íslenska Biblíufélag hefur það markmið að vinna að þýðingu, útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar á Íslandi, að sjá til þess að Biblían sé ætíð fáanleg á aðgengilegri íslensku — og stuðla að lestri hennar. Íslendingar voru á meðal 20 fyrstu þjóða heims sem fengu Biblíuna alla á eigin þjóðtungu. Það var menningarlegt afrek Odds Gottskálkssonar og Guðbrands Þorlákssonar og hafði ómetanlegt gildi fyrir okkur sem þjóð, þ.á m. fyrir varðveislu þjóðtungunnar. Það var árið 1946 sem biblíufélög sameinuðust undir merkjum Sameinuðu biblíufélaganna. Ástæður þess eiga við enn í dag og er enginn vafi á því að sameinuð geta þau haft mun meiri áhrif, áorkað meiru, en þau gætu hvert í sínu lagi. Á alþjóðavettvangi tala Sameinuðu biblíufélögin einum rómi og með því að vera í góðu sambandi við biblíufélög er tryggt að Sameinuðu biblíufélögin þekki vel til þegar kemur að stöðu Biblíunnar á hverjum stað fyrir sig. Sameinuðu biblíufélögin geta einnig sett sér umfangsmeiri langtímamarkmið en einstök biblíufélög og má þar nefna að þau hafa byggt upp á netinu stærsta stafræna safnið af Biblíum sem til er. Þau standa einnig fyrir þjálfun

Ragnhildur Ásgeirsdóttir þúsunda leiðtoga til að taka þátt í baráttunni gegn HIV og hafa kennt mörg hundruð þúsund manns lestur í biblíuskólum og á námskeiðum. Sameinuðu biblíufélögin eru útbreiddustu kristilegu samtökin í heiminum og ná til flestra landa. Þau eru leiðandi í biblíuþýðingum og búa yfir mörgum sérfræðingum á því sviði. Þau dreifa Biblíum út um allan heim. Á hverju ári

© JÓHANNA ELÍSA SKÚLADÓTTIR

→→


16   B+

Frá starfi Sameinuðu biblíufélaganna í Kína →→

dreifa þau þrjátíu og tveimur milljónum eintaka hinnar Helgu bókar. Þau gefa einnig út og dreifa Nýja testamentinu og ýmsum ritum Biblíunnar. Árið 2012 dreifðu Sameinuðu biblíufélögin þannig yfir fjögurhundruð milljónum rita sem tengjast Biblíunni á einn eða annan hátt. Samtökin hafa búið til stafrænt bókasafn með yfir 800 biblíutextum á sex hundruð tungumálum. Eru samtökin dugleg við að nota vefmiðla til þess að koma boðskap sínum á framfæri. Elsta biblíufélag í heiminum var stofnað á Englandi árið 1804 og það yngsta árið 2011 í Suður-Súdan, örfáum mánuðum eftir að landið varð sjálfstætt. Sameinuðu biblíufélögin telja að kirkjur séu besti farvegurinn fyrir útbreiðslu trúar, að fjölbreytilega

„Á hverju ári bætast við nýjar þýðingar. Biblían er nú til á um það bil 2650 tungumálum, en í heimin­ um eru talin vera um sjö þúsund tungumál.“ miðla þurfi að nota til að dreifa orði Guðs, að Biblían eigi að vera aðgengileg og verð hennar viðráðanlegt. Biblíufélög um heim allan eigi að hjálpast að og þjóna hvert öðru til aðstoðar kirkjum í sínu trúboðsstarfi. Sameinuðu biblíufélögin taka kristniboðsskipunina í Matteusarguðspjalli (28.18– 20) alvar­lega og vilja vinna að henni. Þau leggja einnig áherslu á að samtökin séu ekki trúfélag eða söfnuður heldur vettvangur sem styður við kirkjur með því að fá þeim verkfæri til þess að sinna sínu starfi. Ástæðan fyrir því að Sameinuðu biblíufélögin leggja svo ríka áherslu á biblíuþýðingar og útbreiðslu er trúin á að Biblían sé orð Guðs sem á erindi við alla menn, hvar sem er í heiminum og á öllum tungumálum. Sameinuðu biblíufélögin trúa því að boðskapur Biblíunnar eigi erindi við okkur öll og geti lagt mikið af mörkum við að leysa

© DAG K. SMEMO

vandamál heimsins. Markmiðið er að fá fólk til að kynna sér efni ritningarinnar og fylgja kærleiksríkum boðskap Jesú Krists. Því er öll áherslan á þau atriði sem sameina alla kristna menn en ekki á einstakar kenningar sem gætu sundrað. Eitt af mikilvægustu verkefnum Sameinuðu biblíufélaganna er að finna og skapa nýjar leiðir til þess að kynna Biblíuna og boðskap hennar fyrir fólki, ekki síst nú á tækniöld. Í viðleitni sinni til að ná betur til fólks hafa samtökin staðið fyrir ýmiss konar vitundarvakningu og fjölbreyttum verkefnum. Til dæmis má nefna að þau hafa gefið Biblíur fólki sem býr við fátækt. Vel hefur einnig verið staðið að því að færa Biblíuna yfir á stafrænt form. Kjarni starfseminnar er þó margskonar aðstoð og fyrirgreiðsla við biblíuþýðingar. Á hverju ári bætast við nýjar þýðingar. Biblían er nú til á um það bil 2650 tungumálum, en í heiminum eru talin vera um sjö þúsund tungumál. Biblíurnar eru þýddar með það í huga að þær gagnist öllum kristnum trúfélögum. Nú eru starfandi í veröldinni 146 biblíufélög. Hið íslenska Biblíufélag tekur fullan þátt í starfi Sameinuðu biblíufélaganna. Á hverju ári velur félagið ný afmörkuð verkefni til þess að sinna og styrkja. Á þessu ári tekur félagið t.d. þátt í stuðningi við útgáfu og dreifingu Biblíunnar á Kúbu. Nú er unnið að yfir sex hundruð þýðingarverkefnum á vegum Sameinuðu biblíufélaganna. Á þennan hátt styðja biblíufélögin hvert annað og sanna ótal dæmi að þau eru þannig sterkari en þau væru annars. Hið íslenska Biblíufélag starfar að útbreiðslu fagnaðarerindisins hérlendis og styður Sameinuðu biblíufélögin á heimsvísu. Starfið er bæði gleðiríkt og gefandi og vill félagið efla það enn frekar á tveggja alda afmælisárinu og komandi tíð. ◾ Höfundur er framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags


B+   17

Við óskum Hinu íslenska biblíufélagi til hamingju með tvö hundruð ára afmælið

P Í P U L A G N A Þ J Ó N U S TA

E H F

ÞEGAR HREINLÆTI OG FAGMENNSKA ER Í FYRIRRÚMI Stjáni: 659 2961 - fraendur@gmail.com

YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA Brekkustíg 13 260 Reykjanesbæ 421-5013 www.njardvikurkirkja.is Ytri-Njarðvíkurkirkja vígð 1979


18   B+

Hvað er að gerast í landi Ólafs Ólafssonar kristniboða? Ólafur Egilsson

É

g hef alltaf verið mikill aðdáandi Ólafs Ólafssonar kristniboða og þess ótrúlega kjarks sem hann sýndi með því að hlýða köllun sinni. Hann starfaði að kristniboði í Kína, við hinar erfiðustu aðstæður í hvorki meira né minna en 14 ár á 3. og 4. áratug síðustu aldar. Eftir næstum fimm ára búsetu í Peking á árunum 1998 til 2002, er ég sannfærður um mikilvægi þess að við Íslendingar áttum okkur á hve miðlægt þetta fjarlæga land Kína er að verða á ótal sviðum. Kína er fjölmennasta ríki veraldar og þar býr fimmtungur mannkynsins. Helstu trúarbrögðin í Kína, auk kristni eru Búddismi, Taóismi og Islam. Í ágætri handbók um Kína nútímans, Modern China: A Companion to a Rising Power, eftir Graham Hutchings, sem gefin var út árið 2000, er komist svo að orði, að kaupmenn hafi haldið til Kína í því skyni að auðgast og stjórnarerindrekar til að ryðja braut og standa vörð um hagsmuni landa sinna. Einir í hópi útlends fólks sem í Kína bjó hafi kristniboðarnir leitast

Ólafur Egilsson

pallborð valdhafa, fyrst og fremst í skjóli stærðfræðikunnáttu og tækniþekkingar Jesúítanna. En enn syrti í álinn og kristnin fór ekki að sækja fram á ný fyrr en á 19. öld þegar vestræn ríki tóku að seilast til víðtækra áhrifa í

„Kristin trú, ekki síst mótmælendatrú, breiðist svo hratt út í Kína að horfur eru á að hvergi í veröldinni verði fleiri kristna að finna innan 15 ára.“ við að umbylta sjálfum grunni andlegs lífs kínversku þjóðarinnar. Að ýmsu leyti hafi þeim tekist ætlunarverk sitt: Kristnin í Kína sé arfur þeirra. Kristni barst til landsins þegar í valdatíð Tang-keisaraættarinnar sem ríkti frá 7. til upphafs 10. aldar. Ofsóknir brutu kristna hreyfingu niður á 9. öld, en hún efldist á ný í valdatíð Mongóla, Yuan ættarinnar, 1279 til 1368. Öflugt trúboð Jesúíta komst á fót í Peking á 17. öld og kristni náði þá aftur upp á

Kína. Í samfellt eina og hálfa öld allt fram til byltingar kommúnista 1949 var stundað öflugt kristniboð í landinu. Trúboðið gekk ekki áfallalaust. Í Boxara-uppreisninni um aldamótin 1900 voru ekki færri en 200 trúboðar drepnir ásamt þúsundum Kínverja sem tekið höfðu kristni. Í kjölfarið kom mikil kristniboðssókn mótmælenda eins og vel sést af því að árið 1905 voru 3.445 trúboðar á þeirra vegum í Kína, 300 kínverskir prestar og Kínverjar sem

© KRISTÍN BOGADÓTTIR

tekið höfðu Lútherstrú voru þá um 100 þúsund talsins. Fimmtán árum síðar voru trúboðar orðnir næstum tvöfalt fleiri, flestir frá Bretlandi og NorðurAmeríku. Trúboðshreyfingarnar voru um 130, sú langöflugasta svonefnd „China Inland Mission“ sem rak 246 trúboðsstöðvar víðsvegar um landið. Þegar þessu trúboðsskeiði lauk að forminu til 1949 var starfslið trúboðsstöðva mótmælenda rúmlega 4.000 manns. Kínverskir mótmælendur voru þá um ein milljón talsins. Trúboðið hafði náð til allra héraða landsins og innan þeirra til hundraða sveitarfélaga. Þó að kalla megi þetta einungis dropa í hafið miðað við heildarfjölda þjóðarinnar og víðáttu landsins er staðhæft að áhrifin hafi verið meiri en tölfræðin gefi til kynna. Varla var til trúboðsstöð að þar væri ekki sjúkrastöð og gjarnan lítill spítali. Milljónir Kínverja fengu aðhlynningu á slíkum stöðvum og haldið var uppi kennslu fyrir heilbrigðisstéttir. Trúboðshreyfingin hafði


B+   19

líka forgöngu um menntun kvenna, eftir að hafa rekið áróður fyrir að hætt væri að reyra fætur þeirra og horfið yrði frá fjölkvæni. Enskukennsla var örvuð og þegar kom fram á fimmta áratug síðustu aldar voru 13 kristnir háskólar reknir í Kína. Níu þúsund nemendur voru í menntaskólum mótmælenda og 3.600 í kaþólskum. Kaþólikkar voru margfalt fleiri en mótmælendur í Kína allan fyrri helming 20. aldarinnar. Um aldamótin 1900 voru nær 900 evrópskir prestar, aðallega franskir og um 470 kínverskir í þjónustu kaþólskra safnaða sem töldu um 700 þúsund manns. Við valdatöku kommúnista 1949 var prestafjöldi kaþólskra kominn upp í nær 2.700 evrópskra og 2.100 kínverskra — og þeir sem tekið höfðu kaþólska trú í landinu orðnir um 3,2 milljónir. Ólafur Ólafsson hélt sem kunnugt er til kristniboðs í Kína 1921, eftir að hafa menntað sig í Noregi í fimm ár og um eins árs skeið í Ameríku. Þá fóru brátt í hönd erfiðir tímar, eins og lesa má um í viðburðaríkum frásögnum Ólafs. Alda vaxandi þjóðernisstefnu og byltingar breiddist út um landið og bitnaði á kristniboðsstarfi bæði mótmælenda og kaþólskra. Sumir urðu fyrir árásum og hröktust hundruðum saman tíma­ bundið frá stöðvum sínum undan þeirri andúð sem ríkti í garð útlendinga. Nokkurt skjól gafst kristniboði um tíma af landsstjórn Chiang Kaishek, en innrás Japana og stríðsátök þeirra og Kínverja, svo og uppgangur kommúnista olli kristniboðsstarfinu miklum hremmingum. Þannig fór síðan við valdatöku kommúnista 1949 að útlendir kristniboðar gátu ekki lengur starfað í landinu, þ. á m. Jóhann Hannesson, sem fylgt hafði í fótspor Ólafs er kom heim 1937. Flutti Jóhann sig fyrst til Hong Kong og kom síðan heim til Íslands. Skelfilegasta tímabil kristins fólks í Kína almennt má þó sennilega segja að hafi verið í „menningarbyltingunni“ 1966–1976, í stjórnartíð Maó formanns þegar nánast engu var eirt í þjóðlífinu. Ætla mætti, eftir meira en 50 ára valdatíð Kommúnistaflokks Kína, að lítið eimdi eftir af starfi kristniboðanna. En er það nú svo? Sannast sagna ekki. FT Magazine greindi frá því á liðnu

Fjölskylda Ólafs Ólafssonar og Herborgar Eldevik í Kína á þriðja áratug síðustu aldar

hausti að engin trú breiðist nú örar út í Kína en kristni, í landinu sem að nafninu til er trúlaust. Nú er talið að um 100 milljónir kristinna sé að finna í þessu fjölmennasta ríki jarðarinnar. Til samanburðar eru tæplega 87 milljónir félaga í Kínverska kommúnistaflokknum sem fer með völdin í landinu. Kristin trú, ekki síst mótmælendatrú, breiðist svo hratt út í Kína að horfur eru á að hvergi í veröldinni verði fleiri kristna að finna innan 15 ára. Þetta eru uppörvandi tölur. Það er auðvitað svo í landi, sem að stærð til er nær hundraðföld víðátta Íslands og er meira en 4.300 sinnum fjölmennara, að þar er margt sem erfitt er að henda reiður á. Þar með fjölda kristinna. En víst er að kristni stendur þar traustum fótum þrátt fyrir allt andstreymi fyrr og síðar. Ekki er því hægt að líta öðruvísi á en að starf Ólafs Ólafssonar, Jóhanns Hannessonar og hinna mörgu samherja þeirra hafi borið ávöxt og haldi áfram að gera það. Viss vaxtarskilyrði fyrir kristna trú eru fyrir hendi. Þannig eru ákvæði til verndar trúfrelsi í stjórnarskrá Kína. Er þar raunar lagður að jöfnu réttur fólks til að velja sér trú eða hafna. Eða, eins og það er líka orðað, trúaðir og trúlausir eru jafnir fyrir lögunum. Trúleysi var skil­yrði fyrir aðild að Kommún­ista­flokkn­um en sagt er að slíku sé ekki framfylgt lengur.

Þær hömlur sem kristnihald í Kína sætir nú eru ekki beinlínis trúarlegs eðlis. Þær eru annars vegar hluti af varðstöðu stjórnvalda um völd sín og hins vegar viðleitni til að hindra hvers kyns erlend áhrif á skoðanamyndun þjóðarinnar. Þjóðlegri kaþólskri kirkju er t.d. leyft að starfa í landinu en ekki að hún heyri undir Páfastólinn í Róm. Í staðinn skipar hún sína eigin biskupa. Lúthersku kirkjunni er með sama hætti gert skylt að virða „sjálfin þrjú“ sem svo eru kölluð, en þau fela í sér að kínverska mótmælendakirkjan skuli standa á eigin fótum fjárhagslega, m.ö.o. kosta sig sjálf, hún skuli stjórna sér sjálf og skuli vaxa einungis af sjálfri sér án atbeina utan frá. Sumir mótmælendur hafa ekki fundið sig innan þessara opinberu safnaða sem lúta umsjá stjórnvalda og iðka því trú sína utan þeirra. Sem frekara dæmi um fyrirkomulag kristnihalds get ég nefnt að enskar messur sem ég sótti í „Söfnuði góða hirðisins“, sem svo nefndist og naut lengst af þjónustu bandarísks prests, máttu útlendingar einir sækja. Með sama hætti var starfandi í Peking Rótarýklúbbur sem stjórnvöld leyfðu ekki að kínverskir ríkisborgarar væru félagar í en þeir gátu komið þangað sem fyrirlesarar. ◾ Höfundur er fyrrverandi sendiherra og var sendiherra Íslands í Kína 1998–2002


20   B+

Orð Guðs Orð Guðs talar til þess manns, sem tekur stöðu syndarans, við fætur Drottins dapur lýtur. Enga málsbót á hann sér, en inn í helgidóminn fer að biðja um náð, og blessun hlýtur. Orð Guðs dæmir alla þá, sem eigin gáfur meira dá, en fyrirgefning Guðs í Kristi. Hvernig var það með þann mann, sem margt að syndaranum fann, hann bölvun hlaut, en blessun missti. Orð Guðs boðar öllum náð, sem aðeins finna hjálparráð við fætur Drottins frá Guðs dómi. Sæll er hver sem situr þar og sér Guðs lamb, sem bölvun bar en dauðann vann þess dýrðarljómi. Orðsins þjónar þiggja náð, er þreytan sækir að þeim bráð, við fætur Drottins fagna aftur. Eitt er nauðsynlegt á leið, að lúta Kristi, svo að neyð hans verði okkur andans kraftur.

Sr. Guðmundur Guðmundsson


B+   21

Prestur og læknir í Kína Steinunn Jóhannesdóttir Hayes er ein af týndu konunum í íslenskri sögu Arnfríður Guðmundsdóttir

H

inn 29. september síðastliðinn voru liðin 40 ár síðan sr. Auður Eir Vilhjálms­dóttir var fyrst kvenna vígð til prestþjónustu innan hinnar íslensku evangelísk lúthersku kirkju. Þegar Auður Eir hlaut prestvígslu árið 1974 voru tólf ár liðin frá því að hún lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands. Aðeins ein kona hafði á undan henni lokið embættisprófi, en það var Geirþrúður Hildur Jónsdóttir Bernhöft árið 1945. Konur fengu leyfi til að stunda nám í Prestaskólanum árið 1886, en það var ekki fyrr en með lögum um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta frá 1911 sem þær fengu rétt til að gegna prestsembætti. Það liðu síðan 63 ár frá lagasetningunni þar til fyrsta konan var vígð til prests og rétt rúm eitt hundrað ár þangað til fyrsta konan, Agnes M. Sigurðardóttir, hlaut biskupsvígslu sumarið 2012. Saga guðfræðimenntaðra og prest­ vígðra kvenna innan íslensku þjóðkirkjunnar er tiltölulega vel þekkt. Ekki gildir það sama um sögu íslenskrar konu sem í fjarlægri heimsálfu hlaut guðfræðimenntun og prestvígslu undir lok nítjándu aldar. Í nýjasta Guðfræðingatalinu er í fyrsta skipti fjallað um „erlenda guðfræðinga af íslenskum uppruna“. Þeirra á meðal er Steinunn Jóhannesdóttir sem síðar tók upp eftirnafnið Hayes. Auk þess að vera fyrsta íslenska prestvígða konan var Steinunn fyrst íslenskra kvenna til að ljúka læknaprófi og starfa sem læknir.1 Starfsvettvangur Steinunnar var Kína, en þar starfaði hún sem trúboðslæknir í fjóra áratugi. Fátæk sveitastúlka í leit að betra lífi Steinunn Jóhannesdóttir var fædd 19. janúar árið 1870 á Eystra-Miðfelli

Arnfríður Guðmundsdóttir í Saurbæjarsókn á Hvalfjarðarströnd. Hún var af bláfátæku fólki komin en var drifin áfram af djúpstæðri löngun til mennta og ævintýraþrá. Steinunn hlaut meiri menntun í æsku en venja var um stúlkur á þessum tíma. Í heimahúsum lærði hún að lesa en auk þess sótti hún nám hjá stúdent á næsta bæ sem kenndi henni að skrifa og reikna. Hún gekk til spurninga hjá sr. Þorvaldi Böðvarssyni en hjá eiginkonu hans, Sigríði Snæbjarnardóttur, lærði hún að sauma. Steinunn var ein af átta systkinum, en einungis þrjár systur lifðu til fullorðinsára. Hún var aðeins níu ára gömul þegar faðir hennar féll frá. Á unglingsaldri fór Steinunn í vist til Reykjavíkur þar sem hún varð fyrir áhrifum af starfi Hjálpræðishersins.2 Tveimur árum síðar tók hún þá afdrifaríku ákvörðun að slást í för með Íslendingum sem vildu leita betra lífs vestur til Ameríku. Fyrstu árin vestan hafs dvaldist Steinunn í Winnipeg þar sem hún sá sér farborða með störfum sem

© GÍGJA EINARSDÓTTIR

buðust á meðan hún var að ná tökum á enskunni. Loks fékk hún svo langþráð tækifæri til að komast í skóla. Hún fór fyrst í eitt ár í skóla í Grand Forks í North-Dakota, sem reyndist mikilvægur undirbúningur fyrir frekara nám. Prestur og læknir Eins og áður segir var Steinunn Jóhannesdóttir fyrsta íslenska konan til að ljúka guðfræðinámi og fá prestvígslu. Fyrst stundaði hún tveggja ára guðfræði­ nám í Chicagoborg á sama tíma og tveggja ára nám þurfti við Presta­skólann hér heima til að hljóta embættisgengi. Um þetta leyti gekk Steinunn til liðs við kirkju baptista og því er líklegt að hún hafi stundað nám í öðrum af tveimur skólum þeirra sem voru á þessum tíma starfandi í Chicago. Steinunn sótti síðan eins árs nám í Moody Bible Institute sem enn er til í Chicago. Að loknu guðfræðináminu varð Steinunn aðstoðarprestur í Indiana fylki og síðar í Oregon, þar sem starf hennar fólst í boðun á meðal kínverskra innflytjenda.

→→


22   B+

→→

Frá Oregon lá leið Steinunnar enn vestar á bóginn alla leið til Kaliforníu. Fyrsta eina og hálfa árið gegndi hún starfi aðstoðarprests. En hugur hennar stóð til frekara náms og hóf hún nám í læknisfræði við University of Southern California, School of Medicine í Los Angeles, þaðan sem hún lauk námi í byrjun árs 1902, með hæstu einkunn, þá 32 ára gömul. Var hún fyrst ­íslenskra kvenna til að ljúka læknaprófi.3 Að loknu prófi gekk Steinunn í hjónaband með Charles Arthur Hayes, sem hafði verið samnemandi hennar í læknanáminu. Þau fluttu til Kína aðeins nokkrum dögum eftir brúðkaupið, en ætlun þeirra var að

Steinunn Jóhannesdóttir Hayes

skrifaði Charles m.a. svo í grein sem birtist í Nýju kirkjublaði árið 1910: Við sem erum hér í kristniboðsstarfinu horfum daglega upp á svo mikinn sjúkdóm, sjáum svo mikla eymd, heyrum svo mörg

„Auk þess að vera fyrsta íslenska prestvígða konan var Steinunn fyrst íslenskra kvenna til að ljúka læknaprófi og starfa sem læknir.“

starfa þar sem læknar og trúboðar. Þau eignuðust einn son, Arthur, sem var fæddur í Kína árið 1905. Trúboðslæknir í Kína Í Kína beið ungu hjónanna erfitt starf. Fyrstu árin dvöldu þau inni í landi, þar sem kristniboðar höfðu ekki starfað áður. Síðar settust þau að í Kantónborg í suður Kína. Þar kenndi Charles við læknaskóla en hann var einnig yfirlæknir á stóru sjúkrahúsi í borginni. Steinunn og Charles notuðu leyfin frá störfum sínum í Kína til að afla sér meiri menntunar, hann m.a. í augnlækningum og hún í kvensjúkdóma- og barnalækningum. Um starfið Í Kína

hörmungaróp. Og hjartanlega lofum við þá guð fyrir það, að við hlýddum köllun hans, og tókum handleiðslu hans, að verja lífi voru í Drottins þjónustu í Kína.4 Steinunn kom til Íslands með eiginmanni sínum og syni í stutta heimsókn árið 1909. Á meðan á heimsókninni stóð talaði Steinunn á fundi sem Kristniboðsfélag kvenna stóð fyrir, en í fundargerð félagsins segir m.a um fundinn: Þ. 15. júní var á venjulegum stað og tíma haldin samkoma til heiðurs fyrir dr. Hayes og frú St. Hayes. Flestir af andlegu stéttar mönnum bæjarins voru boðnir og komu flestir þeirra

og margt manna fleira boðið. Við þetta tækifæri orti séra Friðrik kvæði til hjónanna í nafni trúb.fél.kvenna, og frúnni var afhent að gjöf biflía frá félaginu. Ræður voru margar haldnar og fór allt fram öllum til ánægju og verður lengi minnisstætt. Menn skemtu sér fram til kl. 10 með söng og fl. Var svo fundi slitið.5 Í framhaldi af fundinum var Steinunni boðið að tala á samkomu í Dómkirkjunni, en það var einsdæmi á þessum tíma að kona talaði í Dómkirkjunni. Þessi samkoma var vel sótt og vel látið af ræðu Steinunnar. Í lok starfstímans réðust Japanir inn í Kína og voru Steinunn og Charles tekin til fanga af innrásarhernum. Dvöldu þau við illan aðbúnað í fangabúðum Japana í marga mánuði, en losnuðu þaðan þegar fangaskipti áttu sér stað á milli Bandaríkjamanna og Japana árið 1942. Dvölin í Kína, ekki síst síðustu árin, reyndi mjög á heilsu þeirra hjóna. Eiginmaður Steinunnar lést í mars árið 1946. Haustið 1947 fór Steinunn í stutta heimsókn til Kína. Hún vildi fara og sjá hvernig starfinu þar hafði miðað frá því að þau sneru heim til Bandaríkjanna. Síðustu æviárin dvaldi Steinunn á heimili sínu í Los Angeles og dó þar 14. mars árið 1960. Ein af týndu konunum Þrátt fyrir háan aldur og lasleika kom Steinunn í aðra heimsókn til Íslands sumarið 1950, rúmlega áttræð. Í fundargerð frá fundi í Kristniboðsfélagi kvenna 3. ágúst 1950, segir m.a.: Fundurinn var helgaður komu frú Steinunnar Hayes læknatrúboða frá


B+   23

FRÁ METSÖLUBÓK MANNKYNSSÖGUNNAR... KEMUR MESTA SAGA ALLRA TÍMA... AF UMDEILDASTA MANNI SEM UPPI HEFUR VERIÐ… Í VINSÆLASTA TEIKNIMYNDAFORMI VERALDAR...

Ameríku hins fyrsta og líklega einasta kventrúboða sem Íslendingar hafa átt. Þá segir ennfremur: Að lokinni kaffidrykkju hóf frú Steinunn mál sitt og var ræða hennar í 3 köflum og kom hún víða við og sagði frá ævi sinni og skifti henni í tímabil 1, 2 og 3 og lagði hún út af ritningargrein í Postulasögunni, er hún aðdáanlega skýr prédikari og talari eins og Guð hefur gefið henni vald til … Það er ljóst að Steinunn Jóhannesdóttir Hayes var frumkvöðull á mörgum sviðum sem sýndi ótrúlegan kjark og áræðni í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Það er erfitt að ímynda sér að karlmaður með slíka sögu hefði notið eins lítillar athygli og hún hefur notið til þessa. Steinunn er ein af týndu konunum í íslenskri sögu. Um hana hefur verið þagað of lengi og svo sannarlega kominn tími til að saga hennar sé sögð. ◾

288

BLAÐ SÍÐU R

Útgefandi: Morgunroðinn sf. / morgunrodinn@gmail.com / http://manga.123.is

Pöntunarsími: 473-1317. Frí heimsending. Höfundur er prófessor og deildarforseti við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild ­Háskóla Íslands

aftanmálsgreinar 1 Gunnlaugur Haraldsson, Guðfræðinga­ tal 1847–2002, 2. bindi, Reykjavík: Prestafélag Íslands, 2002, bls. 1017–1018. 2 Sr. Ágúst Sigurðsson, „Íslenskur kvenprestur og læknir. 40 ár í Kína,“ Heima er best, 2/2004, bls. 73. 3 Margrét Georgsdóttir, Læknablaðið 2005/91, bls. 772. 4 Charles A. Hayes, „Kristniboðið í Kína“, Nýtt kirkjublað, 5. árgangur: 21/1910, ritstjóri Þórhallur Bjarnarson, bls. 242. 5 Fundargerðir Kristniboðsfélags kvenna eru geymdar á Kvennasögusafni Íslands.

HVERS VIRÐI ER BIBLÍAN ÞÉR? UNNAR GÍSLI SIGURMUNDSSON ( JÚNÍUS MEYVANT ) Tónlistarmaður Biblían er lifandi orð og það er engin önnur bók sem huggar mann jafn mikið á erfiðum tímum og Biblían. Hún veitir visku og góða leiðsögn í gegnum lífið og tilveruna. Jobsbók er í uppáhaldi hjá mér og eins fyrsti Davíðssálmur, hann er undirstaða að mörgu. Svo eru guðspjöllin, það er hollt fyrir fólk að lesa hvað Jesús Kristur hafði að segja. Það er svo margt í Biblíunni, maður getur talið upp ótal atriði. Eitt sem stendur mikið uppúr Biblíunni fyrir mér er það að Guð lítur alltaf fyrst og fremst á hjartalag mannsins og hvetur okkur til að fyrirgefa því fyrirgefningin storkar öllu illu í þessum heimi og bindur enda á stríð.


Lífið sjálft Orðin þín, Jesús, eru mér allt, uppörvun, leiðsögn og styrkur. Sólin, þegar húmar að, og allt er kalt, það nýstir og framundan virðist myrkur. Þau lýsa upp veginn og verma hjarta, segja að ég eigi framtíð bjarta og fái að lokum lífsins kórónu að skarta. Þau von mér veita og eru mitt skjól, þau lífi heita er lækkar sól.

Þau huggun eru, sverð og skjöldur er stormar æða, lægja þau öldur og hjörtun bræða.

Þau miskunn mér færa, frið og sátt og andann næra fyrir sinn magnaða mátt.

Þegar heimur vill særa þerra þau tár endurnæra og græða sár.

Náð þeim fylgir, fyrirgefning og sýkn lifandi andi og heilög líkn. Einkum þegar napurt er og það næðir þá svölun það færir og hamingju glæðir.

Þú tókst á þig mína tötra þegar tilveran tók að nötra. Opnaðir himinsins dyr upp á gátt og bauðst mér eilífa sátt. Orð þín, Jesús, eru lífið sjálft, án þeirra væri það hvorki heilt né hálft, þá lífið væri dimmt og kalt, heldur snautt, nánast steindautt. Því þakka vill þér sál mín nú og leitast við að lifa í lotningu og helgri trú.

Sig urbjör n Þorkelsson


B+   25

Tónn Biblíunnar Tónn flögrar um, staðnar við hjarta, opinn, frjáls, hreinn, lýk upp, tek við Tónn flögrar um inn í fylgsni sálar skýtur rótum tekur til sín næringu vex Tónn flögrar um sameinast hörpum og gígjum hljómfagur, sannur jörðin vaknar syngur lof Tónn flögrar um titrandi, þrunginn meitlast í huga hann er.

Ragnhildur Ásgeirsdóttir

Verum þar sem orð Guðs er lesið og rætt Heilræði séra Auðar Eirar Vilhjálms­dóttur, fyrstu konunnar sem vígðist til prest­þjónustu á Íslandi

Þ

að er verið að auglýsa hrukku­ krem í blaðinu sem ég les með morgunkaffinu. Og blandara fyrir grænmeti. Og íhugun. Allt svo gott. Ég hef hitt margt fólk sem hefur góða reynslu af þessu öllu. Það er gott að ná taki á því sem er um að vera í daglegu lífi. Okkur veitir ekki af. Annars getur allt það sem við höfum ekkert tak á gert okkur svo angistarfull. Það er skrifað um snjóflóðið í Súðavík fyrir tuttugu árum. Og hryðjuverk í Frakklandi og Belgíu. Það er óendanlega sorglegt og við höfum enga stjórn á því. Samt var fólk sem brást við eftir snjóflóðið og endurskoðaði varnarviðbrögðin. Það er gott að eiga gott fólk að. Og það er verið að bregðast við hryðjuverkunum dag eftir dag. Það er verið að hugsa nýjar hugsanir, dýpri og hærri, hugsanir um samræður og skilning og kjark til að standa þéttingsfast gegn ofbeldi. Ég var búin að lesa í Biblíunni með fyrri kaffibollanum að hvað sem gerðist væri veröldin í hendi Guðs. Ég hef hitt margt fólk sem treystir því og ég geri það líka. Þrátt fyrir ógnirnar sem eru svo hrikalegar að það er eins og vanmátturinn yfirþyrmi okkur. Og líka þótt smáar ógnir ræni okkur framtakssemi og friði í bili. Guð sendir alltaf fólk sem vakir og bregst við. Ég las framhaldið af

Auður Eir Vilhjálmsdóttir

© GÍGJA EINARSDÓTTIR

jólaboðskapnum, fyrstu kaflana í guðspjöllunum, viðbrögð Jesú við angist heimsins. Um það þegar hann var tólf ára í musterinu, skírnina í Jórdan, einveruna í eyðimörkinni, upplesturinn í Nasaret og söfnun samstarfsfólksins. Það er boð til okkar. Verum þar sem orð Guðs er lesið og rætt, verum í hópi þar sem við fáum hvatningu og styrk og gleði til að treysta orði Guðs. Svo að við bregðumst líka við sjálf. Svo að við hugsum bæði um dagleg tilboð lífsgleðinnar og djúpar hugsanir um veruleika heimsins. Vinátta Guðs er hinn trausti grundvöllur lífs okkar. Í henni veitist okkur allt sem við þurfum til að vaka og lifa hvern dag. Lesum Biblíuna og tölum saman um það sem hún segir okkur. ◾


26   B+

Biblían í samtímanum Árni Svanur Daníelsson „Ég er með yður alla daga,“ sagði í tístinu sem gegndi jafnframt hlutverki myndatexta. Myndin sýndi leikkonuna Patriciu Arquette sem vann á dögunum Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Boyhood. Verðlaunin veitti leikarinn Jared Leto. Á myndinni er Arquette í fókus, Leto í bakgrunni. Hann er með sítt, dökkt hár og alskegg og minnir á sumar myndir af Jesú. Kannski er það þess vegna sem sá sem deildi myndinni ákvað að setja myndatexta sem er sóttur í síðasta vers Matteusarguðspjalls: „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar“ (Matt 28.20). Biblían er á dagskrá í samtímanum, ekki aðeins í kirkjum og hjá þeim sem lesa sér til uppbyggingar eða rannsaka texta hennar. Hún er líka viðfangsefni fólks á samfélagsmiðlum og efniviður listafólks sem gerir texta hennar og sögur að innblæstri og umfjöllunarefni. Biblían er hluti af menningu okkar. Sögurnar eru líka kraftmiklar og margar hverjar myndrænar og stefin eru þekkt. Í þessari grein eru skoðuð fimm dæmi sem veita innsýn í það hvernig Biblían birtist í menningunni í samtímanum. Frá upphafi til enda Reddit er vinsæll vefur sem byggir tilvist sína á að notendur sendi inn efni og taki þátt í samtali um það.

Árni Svanur Daníelsson

Þann 19. nóvember árið 2014 gerði notandinn Cabbagetroll tilraun til að draga efni Biblíunnar saman í stuttu máli. Hann gerði það á þeim hluta vefsins sem fjallar um kristna trú. Fyrirsögnin var Biblían tl;dr. Skammstöfunin stendur fyrir orðin too long;didn’t read — of langt;las ekki. Samtalið er rauður þráður í saman­ tektinni og eins og sjá má þá er inntak þess oftar en ekki mörkin í lífinu og fólk sem fer yfir þau (sjá næstu síðu). Því er mætt með því að gefa annað tækifæri. Samantektin vakti töluverða athygli og fékk góð viðbrögð hjá notendum vefsins. Tæplega 2000 manns greiddu henni atkvæði og þar af mæltu 98% með henni. Biblían í tuttugu og átta dægurlögum Á myndbandsvefnum YouTube er annars konar samantekt. Þar hefur Tim Sinclair gert myndband sem dregur efni Biblíunnar saman í tuttugu og átta dægurlögum. Þau spanna alla Biblíuna, frá 1. Mósebók til Opinberunar Jóhannesar. Einstakar bækur, sögur,

© GÍGJA EINARSDÓTTIR

persónur og stef eru sett í samhengi við lögin. Þegar horft er á myndbandið hljóma bútar úr lögunum og stuttur texti tengir þau við Biblíutextana. Hér er ávöxturinn í aldingarðinum (1Mós 1.17) til dæmis tengdur við lagið Can’t touch this með rapparanum M.C. Hammer, flótti Ísraelsmanna yfir hafið (2Mós 14.16–31) við lagið Bridge over Troubled Water með tvíeykinu Simon og Garfunkel og sagan af Davíð og Batsebu (2Sam 11) við smellinn Call me Maybe með Carly Rae Jepsen. Fæðing Jesú (Lúk 1.26–38) er tengd við lagið Like a Virgin með Madonnu. Persóna Júdasar Ískaríot (Matt 26.14–16) við lagið Trouble með tónlistarkonunni Taylor Swift. Það er svo hljómsveitin R.E.M. sem á lokahljómana við Opinberunarbókina með laginu It’s the End of the World As We Know It. Tengingarnar eru ólíkar, á yfirborðinu kalla margar fram bros en þær bjóða líka upp á dýpri köfun. Áhorfandinn getur notið þess að horfa og hlusta, en getur jafnframt stigið næsta skref og lesið Biblíusögurnar, hlustað á einstök lög og íhugað tengsl


B+   27

Biblían tl;dr 1. Mósebók Guð: Ok, þið tvö, það er eitt sem þið megið ekki gera. Annars er þetta bara spurning um að skemmta sér vel. Adam og Eva: Allt í lagi. Satan: Má ég stinga upp á einu? Adam og Eva: Allt í lagi. Guð: Hvað gerðist!?! Adam og Eva: Sko, það var þarna eitt sem við gerðum. Guð: Krakkar! Afgangurinn af Gamla testamentinu Guð: Þið eruð mitt fólk og þið eigið ekki að gera sumt. Fólkið: Við gerum það ekki. Guð: Gott. Fólk: Við gerðum það. Guð: Krakkar! Guðspjöllin Jesús: Ég er Sonur Guðs og þótt þið hafið gert það sem þið áttuð ekki að gera þá elskar Faðirinn ykkur og ég líka og við viljum að þið lifið góðu lífi. Ekki gera þetta aftur. Fólkið sem hefur verið læknað: Allt í lagi. Takk. Annað fólk: Við höfum aldrei séð hann gera þetta en hann gerir það kannski þegar enginn er að horfa. Jesús: Ég hef aldrei gert þetta. Annað fólk: Við ætlum að láta rétta yfir þér af því að þú gerðir þetta. Pílatus: Gerðir þú þetta. Jesús: Nei. Pílatus: Hann gerði þetta ekki. Hitt fólkið: Taktu hann samt af lífi. Pílatus: Allt í lagi. Jesús: Krakkar!

texta og laga og velt fyrir sér hvers vegna einmitt þessi tenging sé valin. Bent nálgast Biblíuna Hljómsveitin XXX Rottweiler hundar sigraði Músíktilraunir árið 2000. Rúmu ári síðar gaf sveitin út samnefnda breiðskífu. Rottweiler hundarnir voru frumkvöðlar í því að rappa á íslensku og vöktu athygli fyrir kraftmikla texta. Platan seldist í tíu þúsund eintökum og mörg lög af henni nutu vinsælda. Eitt þeirra er Bent nálgast sem fékk mikla spilun í útvarpi. Í viðlagi textans eru þessar hendingar: Skapaði heiminn á sjö dögum og eyði honum á jafn mörgum. Náttúruhamfarir á fyrsta degi og engisprettur á öðrum. Þriðja, fjórða, fimmta og sjötta mun ég bæta við ykkur kvölunum. Kem svo sjálfur á sjöunda degi til að ráða ykkur af dögunum. Hér eru beinar vísanir í fyrri sköpunarsöguna í 1. Mósebók (1Mós 1.1–2.4), í plágur sem kallast á við plágurnar í Egyptalandi (2Mós 10). Nafn Guðs kemur einnig fyrir í textanum (2Mós 3). Rapparinn Bent tekur sér stöðu sem hinn reiði Guð sem er kominn til að refsa. Í laginu eru fléttuð saman sköpunar- og heimsslitastef sem eru

sett í samhengi við myndina af Guði. Hér fást rappararnir við eitt af sígildum viðfangsefnum Biblíunnar sem er guðsmyndin og setja hana í samhengi sinnar eigin listsköpunar. Opinberun Hugleiks Hugleikur Dagsson er skopmynda­ teiknari og grínisti sem hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi og víða erlendis. Hann sendi bókina Opinberun frá sér árið 2012. Í káputexta hennar segir: Hefurðu heyrt um Biblíuna? Það er svona lífstílsbók sem kennir manni að það er ljótt að stela og drepa og girnast nágranna sinn. Hún er líka full af allskonar ævintýrum um fljótandi dýragarða, uppvakning með göt í lófunum og allsbert fólk sem talar við snáka. Sumt í Biblíunni er meira að segja svo geðveikt að það er ekki kennt í kristinfræði. Þessi bók er um besta partinn af Biblíunni. Endinn. Plús geimverur. Bókin er sú fyrsta í þríleiknum Endir sem Hugleikur skrifar. Hann teiknar jafnframt myndirnar í þessari fyrstu bók sem byggist á Opinberun Jóhannesar, síðasta riti Biblíunnar. Hér eru myndir og stef úr Opinberunarbókinni sett

→→

Bréf Páls Fólkið: Við gerðum svolítið. Páll: Jesús elskar ykkur samt og af því að þið elskið Hann þá verðið þið að hætta að gera þetta. Fólkið: Allt í lagi.

Opinberun Jóhannesar Jóhannes: Þegar Jesús kemur aftur þá verður ekkert fleira fólk til að gera eitthvað af sér. Þangað til væri fínt ef þið hættuð því.

© HUGLEIKUR DAGSSON

Bréf Páls, síðari hluti Fólkið: Við gerðum þetta aftur. Páll: Krakkar!


28   B+

„Myndmál hurðarinnar vísar til píslarsögu Jesú, meðal annars er á henni þyrnikóróna sem verður að handfangi hurðarinnar. Þannig getur sá sem kemur til kirkju snert á þessu tákni píslarsögunnar.“

→→

í samhengi dægurmenningarinnar. Hugleikur býr til forvitnilega sögu um geimverur sem ákveða að setja upp leikrit sem byggist á bókstaflegri túlkun á þessu riti Biblíunnar. Þær uppgötva ritið í gervihnetti sem er sendur út í geim og geymir menningarafurðir mannkyns — Opinberunarbókin var valin sem sýnishorn af Biblíunni af því að það var ekki pláss í gervihnettinum fyrir hana alla. Fjöldi persóna úr Biblíunni kemur við sögu í bók Hugleiks og vísað er til fjölmargra stefja. Undirliggjandi er gagnrýni á yfirborðskenndan lestur Biblíunnar sem kemur meðal annars fram í meðfylgjandi mynd. Hugleiki tekst með beittum húmor að miðla Biblíunni og fjalla um hana. Í lok bókarinnar er allur texti Opinberunarbókarinnar úr Biblíunni birtur. Komið til mín Hallgrímskirkja stendur efst á Skólavörðuholtinu. Árið 2010 var ný hurð kirkjunnar sett upp. Hún er listaverk eftir Leif Breiðfjörð og er raunar hluti af stærra verki. Hurðin er úr bronsi og rauðum mósaíksteinum. Myndmál hurðarinnar vísar til píslarsögu Jesú, meðal annars er á henni þyrnikóróna sem verður að handfangi hurðarinnar (sbr. Matt 27.29–31). Þannig getur sá sem kemur til kirkju snert á þessu tákni píslarsögunnar. Hurðin vísar þó ekki aðeins til píslarsögunnar. Á henni standa einnig orðin „komið til mín“. Þau eru sótt í 11. kafla Matteusarguðspjalls þar sem segir: Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna

© ÁSD

hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt“ (Matt 11.28–30). Hér er það ekki hinn þjáði Jesús sem talar heldur sá sem hughreystir fylgjendur sína og felur þeim verkefni. Þannig er Biblían nærri utan á kirkjunni á Skólavörðuholtinu í táknum og texta hurðarinnar. Biblían kallar á túlkun Biblían er á dagskrá í samtímanum. Hún er á dagskrá í kirkjunum, í Eymundss­ on og á Rás 2, í næðingnum á Skóla­ vörðu­holt­inu og við tölvuskjáinn á

skrifstofunni. Svo eru mörg okkar með hana í vasanum því þar er snjallsíminn og Biblían er til sem app og vefur. Hún kallar á okkur, býður okkur að lesa, rýna, túlka og jafnvel skapa úr sér listaverk rétt eins og gert hefur verið í gegnum aldirnar. Hún er okkar allra, jafnt þeirra sem eru fagfólk í Biblíurýni og listsköpun og hinna sem eru áhugafólk. Hún er okkar til að túlka og vinna með. Þannig hefur það verið um aldir og þannig á það að vera. ◾

Höfundur er vefprestur


B+   29

Við óskum Hinu íslenska biblíufélagi til hamingju með tvö hundruð ára afmælið HAFNARFJÖRÐUR Líknarfélagið Alfa, kirkju sjöunda dags aðventista, Hafnarfirði Nonni Gull, Strandgötu 37 Rafgeymasalan ehf, Dalshrauni 17 Umbúðamiðlun ehf, Fornubúðum 3 Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Úthafsskip ehf, Fjarðargötu 13–15 Víðistaðakirkja ÁLFTANES Bessastaðakirkja REYKJANESBÆR DMM Lausnir ehf, Hafnargötu 91 Njarðvíkurkirkja Skólar ehf, Klettatröð 8 Toyota Reykjanesbæ Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Krossmóa 4a GRINDAVÍK Marver ehf, Stafholti Ó S fiskverkun ehf, Árnastíg 23 Vísir hf, Hafnargötu 16 SANDGERÐI Þensla ehf, Strandgötu 26 GARÐUR Útskálakirkja, Útskálum Veitingastaðurinn Tveir vitar, Garðskaga MOSFELLSBÆR Dalsbú ehf, Helgadal Fagverk verktakar sf, Spóahöfða 18 Garðagróður ehf, Reykjum II Lágafellssókn Mosraf ehf, Reykjalundi Nonni litli ehf, Þverholti 8 Reynivallakirkja AKRANES Akraneskirkja Smurstöð Akraness sf, Smiðjuvöllum 2 Straumnes ehf, rafverktakar, Krókatúni 22–24 BORGARNES Borgarnesskirkja Bæjarkirkja Fitjakirkja, Fitjum í Skorradal Gilsbakkakirkja Hvammskirkja, Norðurárdal Kolbeinsstaðasókn Norðtungukirkja

Rjúkandi, Vegamótum Sigur-garðar sf, Laufskálum 2 Síðumúlakirkja Stafholtskirkja REYKHOLT BORGARFIRÐI Reykholtskirkja, Reykholti STYKKISHÓLMUR Ásklif ehf, Smiðjustíg 2 Bjarnarhafnarkirkja, Bjarnarhöfn Helgafellskirkja Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, Stykkishólmi Stykkishólmskirkja Þ.B. Borg trésmiðja ehf, Silfurgötu 36 GRUNDARFJÖRÐUR Setbergs prestakall

PATREKSFJÖRÐUR Hagakirkja Oddi hf, fiskvinnsla-útgerð, Eyrargötu 1 Patreksfjarðarkirkja Sauðlauksdalskirkja Vesturbyggð TÁLKNAFJÖRÐUR Stóra-Laugardalssókn BÍLDUDALUR Bíldudalskirkja ÞINGEYRI Mýrakirkja STAÐUR Óspakseyrarkirkja

ÓLAFSVÍK Útgerðarfélagið Guðmundur ehf, Brautarholti 18

HÓLMAVÍK Kaldrananeskirkja Kollafjarðarnesskirkja Uggi SF-47, Fiskhóli 9

SNÆFELLSBÆR Búðakirkja, Kálfárvöllum

DRANGSNES Drangsnesskapella

HELLISSANDUR Esjar ehf, Hraunási 13 Ingjaldshólssókn Skarðsvík ehf, Helluhóli 1

ÁRNESHREPPUR Árnesskirkja Hótel Djúpavík ehf, Árneshreppi

BÚÐARDALUR Skarðskirkja, Skarði REYKHÓLAHREPPUR Garpsdalskirkja Gufudalskirkja ÍSAFJÖRÐUR 3X Technology ehf, Sindragötu 5 Ísafjarðarkirkja Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1 Þrymur hf, vélsmiðja, Suðurgötu 9 BOLUNGARVÍK Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12

HVAMMSTANGI Hvammstangakirkja Staðarbakkakirkja Steypustöðin Hvammstanga ehf, Melavegi 2 BLÖNDUÓS Auðkúlukirkja, Auðkúlu Blönduóskirkja Húnavatnshreppur, Húnavöllum SAUÐÁRKRÓKUR Hólasókn, Hólum í Hjaltadal Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 Reynistaðarkirkja Sauðárkrókskirkja

SÚÐAVÍK Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 Súðavíkurkirkja, Holtagötu 6

VARMAHLÍÐ Akrahreppur Skagafirði Húnavatns- og Skagafjarðarprófasts­ dæmi, Miklabæ

FLATEYRI Flateyrarkirkja

HOFSÓS Hofsósskirkja


30   B+

„Áhrif Davíðssálma mun meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir“ Viðtal við Gunnlaug A. Jónsson prófessor um bók hans Áhrifasaga Saltarans

Í

lok síðasta árs kom út bókin Áhrifa­saga Saltarans eftir Gunnlaug A. Jónsson prófessor. Bókin er mikil að vöxtum, 629 blaðsíður að lengd, ríkulega myndskreytt og heil tvö kíló að þyngd! Í mjög ítarlegum inngangskafla gerir höfundur m.a. grein fyrir uppruna sálmanna, einkennum hebresks kveðskapar, ræðir hugtakið áhrifasaga og kynnir síðan aðferð sína og áherslur í bókinni. Í meginkaflanum eru síðan ritskýrðir 23 sálmar en nálgun höfundar er óvenjuleg, einkum að því leyti hve áhrifasögunni er gert hátt undir höfði, sem og sögu íslenskra biblíuþýðinga. En áberandi einkenni á bókinni er að höfundur tekur a.m.k. eina kvikmynd til umfjöllunar í tengslum við ritskýringu hvers sálms. Bókin hefur vakið mikla athygli og voru m.a. um 200 manns mættir í útgáfufagnaði bókarinnar í Seltjarnarneskirkju um miðjan janúar. Hið íslenska biblíufélag kom að þeim útgáfufagnaði þó að útgefandi sé Hið íslenska bókmenntafélag. Má því segja að þar hafi tvö elstu starfandi félög í landinu sameinast, og er kynning bókarinnar meðal þess sem Biblíufélagið hefur á dagskrá sinni á afmælisárinu enda er hér um að ræða eitt umfangsmesta ritverk sem hefur verið gefið út á sviði biblíurannsókna hér á landi. B+ ræddi við höfund bókarinnar til að forvitnast nánar um tilurð hennar, innihald og megineinkenni. Hvað var það sem dró þig að sálmum Saltarans? „Það var ekki síst fjölbreytileiki þeirra. Þar er að finna allt litróf trúarlífs hinna fornu Hebrea og það sýnir sig að

ótrúlega margt af því sem þar segir er óháð tíma og rúmi og á því fullt erindi til samtíma okkar. Þarna eru lofsöngvar, harmsálmar, þakkarsálmar, spekiljóð og jafnvel bölbænir. Þarna er að finna kjarnann í Gamla testamentinu, í hinum mikla fjölbreytileika þess forna og raunsæja ritsafns. En það sem hefur ekki síst heillað mig er áhrifasaga þessara fornu sálma, framhaldslíf þeirra um aldir og hvernig þeir skila sér inn í dægurmenningu samtímans. Oft er það án þess að þeir sem hrífast með í dægurmenningunni hafi hugmynd um hverjar ræturnar eru. Og mér finnst áhugavert að upplýsa um þær rætur.“ Hverjar eru megináherslur þínar í ritinu? „Ég leitast við að tengja hinn forna heim Gamla testamentisins og samtíma okkar, trúar- og menningarlíf þá og nú. Ég leita að rótum sálmanna í trúarlífi hinna fornu Hebrea en megináherslan liggur þó á síðari tíma notkun, túlkun og áhrifum textanna, ekki síst í íslensku þjóðlífi síðustu ár og áratugi. Ég er ekki frá því að í þessari áherslu minni sé ég undir áhrifum frá lærimeistara mínum og vini Þóri Kr. Þórðarsyni prófessor (19124–1995) sem í merkri grein frá árinu 1961 setti fram eins konar stefnuskrá guðfræði sinnar er hann lýsti því að Biblían skyldi rannsakast í ljósi þjóðfélagsins sem skóp hana og túlkast í ljósi þjóðfélagsins sem notaði hana. Eiginlega áhrifasögurannsókn lagði Þórir ekki stund á, en ég tel að þessi áhugi minn eigi rætur í ofannefndri áherslu hans. Þórir vildi aldrei láta nægja að rannsaka Biblíuna í ljósi hins sagnfræðilega og fornfræðilega þáttar. Heimfærslan til samtímans var alltaf hluti af ritskýringu

hans og þar er ég honum sammála þó að útfærsla mín sé dálítið á annan veg.“ Það leynir sér ekki við lestur bókar þinnar að kvikmyndir setja mjög mark sitt á hana. Hvernig er sú áhersla til komin? „Þessi áhersla kom dálítið af sjálfu sér. Þegar ég tók á sínum tíma að hvetja nemendur mína til að hafa augu og eyru opin fyrir áhrifum Gamla testamentisins í samtíma okkar og skila skýrslum eða verkefnum þar um þá vakti það fljótt athygli mína hve mörg dæmanna voru sótt í kvikmyndir. Notkun Biblíunnar í kvikmyndum var sáralítið á dagskrá í biblíufræðum á þeim árum. En þetta varð til þess að mér fannst ástæða til að gefa þessu gaum. Þarna væri áhugavert viðfangsefni og einn nemenda minna, Þorkell Ágúst Óttarsson, skrifaði stórmerka ritgerð árið 2000 sem nýsköpunarsjóðsverkefni um notkun Saltarans í stríðsmyndum. Ritgerð hans vann ekki til verðlauna en hefði átt það skilið. Það var í tengslum við þessa rannsókn hans sem við stofnuðum kvikmyndakúbbinn Deus ex cinema sumarið 2000 sem enn lifir góðu lífi. Margar myndanna sem fjallað er um í bókinni hafa fyrst orðið á vegi mínum innan þess ágæta félagsskapar.“ Einhverjar uppáhaldskvikmyndir? „Myndirnar í bókinni eru valdar með það í huga að Davíðssálmar gegni hlutverki í þeim. En enginn skortur er á heillandi kvikmyndum sem uppfylla það skilyrði. Sú kvikmynd sem ég ræði í tengslum við Slm 1 er tvímælalaust meðal minna uppáhaldsmynda. Það er gyðinglega kvikmyndin The Chosen


B+   31

Gunnlaugur við málverk Einars Hákonarsonar, Harpa Davíðs í Kaldalóni, sem prýðir kápu bókarinnar Áhrifasaga Saltarans.

© KRISTINN INGVARSSON

(Hinn útvaldi), sem fjallar um samskipti unglingspilta í New York á árunum 1944–1948. Þeir eru báðir gyðingar en heyra samt til svo ólíkum hreyfingum að það er sem himinn og haf sé milli þeirra. Í myndinni er vitnað í orð sálms 1 um gleðina sem felst í því að íhuga lögmál Guðs dag og nótt, en efnislegar hliðstæður við sálminn eru ekki síðri, þ.e. spurningin um að velja sér veg í lífinu og hvaða vegur sé Guði þóknanlegur. Tékkneska kvikmyndin Kolja þar sem Slm 23 er gegnumgangandi stef hefur líka verið mér mjög kær. Hið sama er að segja um dönsku myndina Gestaboð Babettu

en þar er vitnað í Slm 85 og hliðstæður milli myndar og sálms reynast meiri en virðist við fyrstu sýn. Þá má nefna hina kunnu kvikmynd um Dagbók Önnu Frank þar sem Slm 121 kemur mjög við sögu. Ég fjalla a.m.k. um eina kvikmynd í tengslum við hvern þann sálm sem ritskýrður er í bókinni svo það er ljóst að það er úr mörgum myndum að velja og flestar þeirra eru mér hugleiknar.“ En hvað um íslensk áhrifasögu­ dæmi sem þér eru hugleikin? „Þjóðsöngurinn, saminn út frá Slm 90, hlýtur ætíð að verða nefndur

þegar íslensk áhrifasaga Saltarans er til umræðu. Efnið út frá Slm 23 er svo mikið að vöxtum að þar gat ég aðeins tekið með fáein brot af því sem ég hafði viðað að mér. Ég nefni lag Margrétar Scheving við sálminn sem öðlast hefur miklar vinsældir, er mikið notað við jarðarfarir en líka í æskulýðsstarfi og við almennar guðsþjónustur. Skáldsaga Fríðu Sigurðardóttur, Meðan nóttin líður, sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á sínum tíma, notar Slm 23 einnig á áhugaverðan hátt en tengir hann dauðanum eins og svo algengt er. Af sálmum sem ortir hafa verið út frá sálmum Saltarans kemur mér strax í hug sálmur Valdimars Briem út af Slm 137. Þar er hann að svara beiðni tímarits meðal Vestur-Íslendinga sem voru að bjóða honum að birta ljóð hjá sér. Hann orti út af Slm 137 til skýra að hann gæti ekki lengur ort vegna missis eiginkonu sinnar sem hann syrgði svo sárt að hann upplifði sig í framandi landi. Líkti eiginkonunni við Síon og sálmurinn er svo snilldarlegur að vitaskuld sýndi Valdimar þar að hann gat sannarlega ort. Hann hafði hins vegar misst löngungina til þess og líklega var það dæmigert að næst þegar hann sendi frá sér ljóðabók nokkrum árum síðar voru það ljóð út frá Jobsbók, sem fjallar eins og kunnugt er um þjáningu hins réttláta manns. Loks hlýt ég að nefna málverk Einars Hákonarsonar

→→


32   B+

Áhrifasaga Saltarans er mikil að vöxtum, 629 blaðsíður að lengd, ríkulega myndskreytt og heil tvö kíló að þyngd.

→→

út af Slm 121 sem hann nefnir Harpa Davíðs í Kaldalóni. Þar er um snjalla heimfærslu að ræða í tíma og rúmi og skemmtilegt hvernig Einari tekst að steypa Davíð konungi, hinu forna sálmaskáldi og hörpuleikara, saman við íslenska lækninn og tónskáldið Sigvalda Stefánsson sem kenndi sig við Kaldalón. Myndin er mér svo sérstaklega kær þar sem Sigvaldi var afi minn.“ Þú leggur áherslu á mikilvægi harmsálmanna í bókinni? „Já, ég geri það af ráðnum hug. Tel að þeir hafi mikilvægu hlutverki að gegna í trúarlífinu og þeir hafi verið vanræktir. Um þriðjungur sálmanna eru harmsálmar, og reynist það stærsti flokkurinn þegar sálmarnir hafa verið greindir niður í flokka. Öll verðum við fyrir áföllum í lífinu og það er skaði að þeir hafa verið vanræktir í helgihaldi kirkjunnar. Mjög lítið er um sálma sem gætu talist harmsálmar í sálmabók

okkar. En harmsálmar Saltarans hafa að geyma mikilvægt bænamál sem hefur reynst mörgum syrgjandanum gjöfult og styrkjandi að samsama sig með. Það má heldur ekki gleyma því að í niðurlagi langflestra harmsálmanna verður viðsnúningur. Harmurinn breytist í fullvissu um bænheyrslu og endar oftast á lofsöngsversi. Sr. Sigurður Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkju og framkvæmdastjóri HÍB, hefur ort fallegan og áhrifaríkan sálm, sem ég ræði í tengslum við 22. Sálm Saltarans. Sálminn nefnir Sigurður Ákall og með honum vill hann annars vegar bregðast við vanrækslu harmsálmanna og um leið minnast dóttur sinnar sem lést innan við þrítugt. Í sálminum tjáir Sigurður harm sinn yfir þeim missi.“ Hverjar eru helstu niðurstöður þínar í þessu mikla ritverki? „Meginniðurstaðan er væntanlega sú að áhrif sálmanna, framhaldslíf þeirra,

t.d. í menningu og listum, er miklu meira og víðtækara en fólk gerir sér almennt greinir fyrir. Þá held ég því fram að sálmasafnið birti ákveðna vegferð, að það sé guðfræðileg hugsun að baki uppbyggingu safnsins. Í tengslum við það rökstyð ég að það sé réttlætanlegt að nefna sálmana Lofsöngva eins og Gyðingar gera (Telhillim) einmitt vegna uppbyggingarinnar. Allt stefnir að lofgjörðinni og fimm síðustu sálmarnir eru lofsöngvar. Loks set ég fram þá dálítið djörfu tilgátu að hinn kunni sálmur „Drottinn er minn hirðir“ (Slm 23) sé þungamiðja sálmanna, einkum þegar þeir eru skoðaðir í áhrifasöguljósi. Loks er það von mín að bókin geti orðið til að vekja athygli á þeim mikla trúarlega fjársjóði sem Saltarinn hefur að geyma. Ef það tækist á 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags þá hef ég ekki erfiðað til ónýtis.“ ◾

Áhrif Biblíunnar á vettvangi kvikmyndagerðarinnar

Fjallað er um a.m.k. eina kvikmynd í tengslum við hvern sálm sem ritskýrður er í Áhrifasögu Saltarans. Kvikmyndirnar í bókinni eru valdar með það í huga að Davíðssálmar gegni hlutverki í þeim. Myndirnar fjórar hér að neðan eru höfundi afar hugleiknar.

HINN ÚTVALDI

KOLJA

GESTABOÐ BABETTU

DAGBÓK ÖNNU FRANK

Gyðingleg kvikmynd um samskipti unglingspilta í New York á árunum 1944–1948. Í myndinni er vitnað í orð sálms 1 um gleðina sem felst í því að íhuga lögmál Guðs dag og nótt.

Tékknesk kvikmynd þar sem sálmur 23 er gegnumgangandi stef. Sellóleikarinn Louka kvænist ungri rússneskri konu gegn greiðslu, en hún flýr til Þýskalands og skilur ungan son sinn eftir hjá Louka.

Dönsk verðlaunamynd þar sem vitnað er í sálm 85 og hliðstæður milli myndar og sálms reynast meiri en virðist við fyrstu sýn.

Sálmur 121 kemur við sögu í myndinni um Önnu Frank, stúlku af gyðingaættum, sem hélt dagbók meðan hún var í felum í Amsterdam þegar Holland var hernumið af Þjóðverjum.


B+   33

HVERS VIRÐI ER BIBLÍAN ÞÉR?

FRÍÐUR BIRNA STEFÁNSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Fyrir mér er Biblían „orginalinn“ eða frumritið. Það kemur til af því að í gegnum árin hef ég markvisst sótt uppbyggileg námskeið og lært þar ótal margt sem gerði mig betri í vinnu og bætti mitt persónulega líf. Fyrir um tíu árum sótti ég svo Alfa-námskeið sem breytti öllu mínu lífi. Þar kynntist ég lifandi trú, sem fram að því hafði, í mínum huga, fallið undir falleg ævintýr. Samhliða fór ég að lesa Biblíuna. Í henni fann ég nánast allt sem ég hafði lært markvert fram að því og óendanlega margt fleira. Ég tel mig því vera komna með frumritið, eina námskeiðið sem ég þarf. Ég les oft í Biblíunni og finnst hún einstök. Hér er vers sem ég les oft því það minnir mig á að vera alltaf góð við fólk: „Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.“

HRÖNN SVANSDÓTTIR Söngkona Biblían er grundvöllurinn í lífi mínu. Alla tíð hefur Biblían verið bókin sem mest er lesin á heimilinu. Þegar ég var að alast upp man ég að foreldrar mínir lásu í henni daglega, ýmist upphátt til að deila einhverju með okkur börnunum eða í einrúmi. Einnig man ég vel eftir Biblíunni hennar ömmu sem lá ýmist á borði í stofunni eða við rúmgaflinn hennar og bar þess skýr merki að hafa margoft verið lesin spjaldanna á milli. Trúin á þríeinan Guð og lestur Biblíunnar er dýrmætt veganesti sem þessir einstaklingar gáfu mér — þau kenndu mér í orði en ekki síður í verki. Gott er að leita svara í Biblíunni og oft er eins og versin verði lifandi og veiti þannig hvatningu og uppörvun. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Biblíunni og veit að hún er besta veganesti sem ég get gefið komandi kynslóð.

SVEINBJÖRN GIZURARSON Prófessor Biblían er einstök bók sem kemur mér alltaf á óvart. Því meira sem ég les í henni, því meira talar hún til mín og því meira langar mig til að rannsaka hana. Hún er jafnframt lifandi orð og í henni finn ég leiðsögn fyrir lífið. Í hvert sinn sem ég les Biblíuna birtist mér eitthvað nýtt, einhver nýr leyndardómur sem ég hafði ekki tekið eftir áður. Biblían er mér mikils virði, þetta er Guðs Orð. Hún er hluti af mínu daglega lífi með Drottni og í Biblíunni er sjálfur Guð að tala til mín persónulega.

Keflavíkurkirkja sendir Hinu íslenska biblíufélagi árnaðaróskir á tímamótunum. Guð blessi þau sem starfa á vettvangi félagsins.

Ert þú í Biblíufélaginu? Skráðu þig á

www.biblian.is


34   B+

Áhrif Biblíunnar á íslenska tungu Jón G. Friðjónsson

T

elja má vafalaust að ekkert bók­mennta­verk hafi haft jafn mikil áhrif á íslenska tungu og Biblían. Áhrifanna gætir einkum á sviði orðfræði en þúsundir orða, fastra orðasambanda, orðatiltækja og málshátta eiga rætur sínar að rekja til Biblíunnar, sbr. (einstök orð): biskup, engill, hátíð, kirkja, messa og prestur; (föst orðasambönd): augliti til auglitis, saklaust blóð, e-ð er himinhrópandi og e-ð er harla gott; (orðatiltæki): e-ð svífur yfir vötnunum, blása e-m e-u í brjóst, hver höndin er upp á móti annarri og (málshættir): Ágirnd er rót alls ills; Dramb er falli næst og Sælla er að gefa en þiggja. Íslensk tunga er að þessu leyti til vitnis um hugðarefni Íslendinga í aldanna rás og beinar heimildir benda í sömu átt. Í fyrstu málfræðiritgerðinni, sem talin er vera frá 12. öld tekur óþekktur höfundur sér fyrir hendur að rita Íslendingum stafróf. Hann gerir grein fyrir tilgangi sínum svo: til þess að hægra verði að rita og lesa sem nú tíðist og á þessu landi bæði lög og áttvísi eða þýðingar helgar eða svo þau hin spaklegu fræði er Ari Þorgils­son hefir á bækur sett af skynsamlegu viti. Af orðum fyrsta málfræðingsins, en svo hefur höfundurinn verið nefndur, má sjá hvaða bókmenntagreinar tíðkuðust á Íslandi á þeim tíma sem ritgerðin var samin og er það raunar í samræmi við efni verka frá svipuðum tíma. Í tilvitnuðum orðum víkur fyrsti málfræðingurinn að lögum, ættfræði og þýðingum helgum, auk þess sem hann nefnir rit Ara fróða. Með þýðingum helgum mun hann eiga við túlkun og skýringu kristilegra texta. Þessi skilningur kemur heim og saman við það að meðal elstu heimilda eru hómilíubækurnar tvær, hin íslenska og norska, sem kunnar eru í afritum frá því um 1200. Litlu yngri eru ýmis önnur rit af kristilegum toga sem snúið hefur verið á íslensku, t.d. brot úr hómilíum Gregors páfa og ýmsar frásagnir af heilögum mönnum. Af þessu má sjá að málheimildir staðfesta orð fyrsta málfræðingsins: þegar í upphafi ritaldar voru þýdd á íslenska tungu ýmiss konar kristileg rit og sum þeirra hafa að geyma brot úr Biblíunni. Áhrif biblíumáls koma ekki aðeins fram í ritum af kristilegum toga heldur einnig í veraldlegum ritum. Auðvelt er að sýna fram á að áhrifa þess gætir einnig í einstökum Íslendinga­ sögum, konungasögum, fornaldarsögum og riddara­sögum svo að dæmi séu nefnd að ógleymdu lagamálinu. Með vísun til þessa getur það ekki verið nokkrum vafa undirorpið að Biblían hefur haft áhrif á allar greinar íslenskra bókmennta og biblíumálshefð er jafn gömul og íslensk ritlist. Til að skýra nánar áhrif Biblíunnar á íslenska tungu skal tekið eitt dæmi (af fjölmörgum) eins og það er í nýjustu útgáfu Biblíunnar (2007) og það borið saman við eldri gerðir: Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt [skemmt (1912)] tré góða ávöxtu (Matt 7, 18 (2007)) Gott tré getur ekki borið slæman ávöxt, ekki heldur slæmt tré góðan ávöxt (Viðeyjarbiblía)

Jón G. Friðjónsson

© GÍGJA EINARSDÓTTIR

Gott tré getur eigi fært vondan ávöxt, og eigi heldur getur vont tré fært góðan ávöxt (Guðbrandsbiblía/Nýja testament Odds) Eigi má gott tré færa illa ávöxtu, og eigi illt tré göra góða ávöxtu; því að tréið kennist af ávextinum (um 1400) og því var þess von … að ill rót mundi illan ávöxt gefa … því að illt tré má eigi góðan ávöxt gefa, heldur skal það vera upp höggið og í eld kastað (úr Flateyjarbók (s14)) Nú ef illt tré … má eigi gera góðan ávöxt af sér, þá (um 1300). Eins og sjá má er dæmunum raðað í aldursröð, hið yngsta er fremst og hið elsta rekur lestina. Stafsetning eldri dæmanna er færð til nútímaháttar. Við samanburð dæmanna blasir einkum þrennt við. Í fyrsta lagi má sjá að íslensk tunga hefur breyst furðu lítið á þeim liðlega 700 árum sem dæmin taka til. Beygingakerfið hefur haldist nánast óbreytt eins og fram kemur af dæmunum. Í öðru lagi má sjá að þýðingar siðbótarmanna og yngri þýðingar tengjast beint eldri biblíumálshefð. Og í þriðja lagi virðist ljóst að biblíumálshefð hefur mótað tunguna. Afstaða þeirra sem kusu að þýða erlend rit á íslensku þegar á 12. öld felur í sér það sem kalla má málstefnu, efni það sem þýtt var skyldi aðgengilegt sem flestum á móðurmáli. Með svipuðum hætti má halda því fram að það sem þýtt var, kristilegt efni í elstu þýðingum, sýni eða endurspegli nokkurs konar menntastefnu, það var þýtt sem brýnast þótti. Allt fléttast þetta saman, kristin trú, málstefna og menntastefna, og er hluti íslenskrar menning­ ar. Þetta er sú arfleifð sem hver kynslóð tekur við af fyrri kynslóð og sagan sýnir svo að ekki verður um villst órofna samfellu. ◾ Höfundur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands


B+   35

w w w.forlagid.i s – alvör u b ókave rslun á net inu

HVERS VIRÐI ER BIBLÍAN ÞÉR? ODDUR BJARNI ÞORKELSSON Prestur

ÁSMUNDUR FRIÐRIKS­SON Alþingismaður

Það er áleitin spurning — hvers virði er fjölskylda mín? Hvers virði er upplifun af tónverki? Hvers virði er allt það sem ég get fundið mér til halds og trausts, til gleði og huggunar, og einnig til armæðu í Biblíunni? Á það er erfitt að leggja mat. Ég get hinsvegar fullyrt að virði hennar vex dag frá degi í mínu lífi. Þar ráða engin gjaldeyrishöft, heldur reynist hún mér gulls ígildi kvölds og morgna. Það væri hræsni að segja að ég væri frábærlega vel verseraður í hinni helgu bók, verð það kannski einhvern tímann. Slæ ekki um mig með tilvitnunum. Ég hinsvegar sæki í hana ráð, leiðbeiningu, innblástur, upplyftingu og huggun. Ég gleðst og undrast við lesturinn. Kannski er jafnvægi eitt það mikilvægasta sem hún færir mér. Jafnvægi í sálina. Í hjartað. Þegar ég ræði ekki með mínu eigin tungutaki við Guð, þegar mig skortir orð – þá er gott að geta flett þar og fundið og „heyrt“ hvað Guð vill segja við mig. Þannig verður til samtal. Samtöl eru góð. Samtöl geta af sér ávöxt. Eintöl ekki.

Biblían hefur alla mína ævi verið hluti af daglegu lífi. Sem barn og unglingur naut ég þess að eiga góða að sem gáfu mér Biblíuna, kenndu mér að skilja þá fegurð sem birtist í þessari helgu bók. Við skírn mína, fermingu og brúðkaup fékk ég Biblíuna að gjöf og hún er aldrei langt undan. Á skrifborðinu mínu í vinnunni og á heimilinu er hún alltaf til taks. Það er oftast nóg að sjá hana, handfjatla, opna og lesa nokkrar línur og næra hjartað með birtu, von og kærleika. Undirstöðu góðs lífs.


36   B+

JESÚGERVINGURINN

í verkum Halldórs Laxness Gunnar Kristjánsson

L

ýsingin á draumi alþýðuskáldsins Ólafs Kárasonar þar sem hann liggur í kröm sinni og skáldið Sigurður Breiðfjörð vitjar hans, er vendipunktur í lífi Ljósvíkingsins, lýsingin er þannig: Og svo bar það við, að í fyrstu sóldögum á þorra sté skáldið sjálft niður úr litla sólargeislanum á súðinni, einsog úr himneskum gullvagni, og lagði rjóður og bláeygur sína mildu snillíngshönd á hið kvalafulla höfuð Ólafs Kárasonar Ljósvíkíngs og sagði: Þú ert ljós heimsins. (I, 59) Frá og með þessari stundu var hann ekki lengur tökubarn og munaðarleysingi heldur skáld með hlutverk í þessum heimi. Í því sambandi mátti einu gilda hvort einhver skildi hann, það eitt skipti máli að hann var sjálfur viss um köllun sína. Hann hefur verið skírður til ljóssins eins og segir í sögunni. „Fyrirrennarinn“, Sigurður Breiðfjörð, annað alþýðu­skáld sem gegnir hér upphöfnu hlutverki, hefur skírt hann. Af þessum atburði hlýtur verkið í heild heiti sitt: Heimsljós. Heitið hafði reyndar haft eina vísun, afar greinilega, í tvö þúsund ár: Til Fjallræðunnar.1 Augljós hugrenningatengsl hljóta að vakna ekki aðeins við

Gunnar Kristjánsson © ÁSD

Fjallræðuna heldur einnig við þann sem flutti hana og var kallaður Ljós heimsins. Enda sagði Halldór í endurminningabókinni Seisiejú mikil ósköp sem kom út 1977 að hann hefði með þessari skáldsögu ætlað sér að skrifa um fólk eins og það sem er í Fjallræðunni, það er að segja hógvært, miskunnsamt fólk, sem líður saklaust: „Ég hef oft reynt í bókum mínum að búa til fólk einsog í Fjallræðunni og Ólafur Kárason Ljósvíkíngur er einn af þeim.“2 Ólafur Kárason varð ekki til úr engu heldur vann Halldór upp úr dagbókum Magnúsar Hjaltasonar sem var vestfirskt alþýðuskáld (1873– 1916) sem lifði að mörgu leyti við svipuð kjör og Ólafur og kvaddi þennan heim tveim áratugum áður en Halldór hóf ritun skáldsögunnar. Þótt Magnús hafi verið skáld þjáningar og mótlætis var mótlæti hans hvergi nærri eins mikið og Ljósvíkingsins. Hann bjó með þjáðri konu, Ingibjörgu að nafni, sem hann sendi burt frá sér eins og Ólafur flutti Jarþrúði á brott í skáldverkinu en tók við henni aftur þegar hún sneri heim í hrörlegt hús þeirra. Sá atburður er einn af hápunktum verksins. Ólafur er 33–34 ára þegar hann hverfur úr sögunni á vit jökulsins en Magnús lést úr krabbameini 43 ára. Einnig mætti benda á þær þjáningar sem Ólafur verður að þola vegna meðferðar af hálfu yfirvalda, hann er fluttur milli staða bundinn aftan í hross. Þjáningin hefur með öðrum orðum ólíkt þyngra vægi í skáldsögunni en í lífi fyrirmyndarinnar. Eitt atriði er umhugsunarvert í þessu sambandi, það er orðið „eignin“ sem notað er um plássið Sviðinsvík þangað sem Ólafur leggur leið sína og er mætt heldur kuldalega. Orðið eign verður að teljast óvenjulegt í þessu samhengi en leiðir óneitanlega hugann að þessum orðum Jóhannesar guðspjallamanns um Jesúm: „Hann kom til eignar sinnar en hans eigin menn tóku ekki við honum.“ (Jóh. 1.11.)


B+   37

Þessi atriði beinast öll að sama markmiði, áður en lengi er lesið vaknar sá grunur með lesandanum að önnur persóna leynist að baki aðalpersónu skáldsögunnar en Magnús Hjaltason einn. Hinn sorglegi skáldsnillingur dregur óneitanlega dám af Jesú guðspjallanna og einkum píslarsögu hans en ekki eingöngu af fyrirmyndinni Magnúsi Hjaltasyni. Hvað vakti fyrir skáldinu frá Laxnesi? Yfir þeirri spurningu er óþarft að velta mikið vöngum vegna þess að Halldór svaraði henni sjálfur með eigin umfjöllun um Jesúgervinginn í bókmenntum. Á árunum 1937–1946 skrifaði hann tvær af merkustu skáldsögum sínum, Heimsljós á árunum ’37–’40 og Íslandsklukkuna á árunum ’43–’46. Þar falla tvær meginpersónur undir skilgreiningu hans sjálfs á hinum bókmenntalega Jesúgervingi, og eru — með beinni tilvitnun — „tákn hins undirokaða, fyrirlitna mannkyns, sem er þó um leið hið æðsta sem við þekkjum, guðdómlegt í eðli sínu“.3 Hér er átt við þá Ólaf Kárason og Jón Hreggviðsson. Einkum hæfir skilgreiningin þó Ólafi Kárasyni. Greinilegt er að Halldór hefur haft hinn bókmenntalega Jesúgerving í huga þegar hann skrifaði Heimsljós og meira en það: eftir því sem best verður séð hefur hann stefnt að því að búa til íslenskan Jesúgerving úr fátæku alþýðuskáldi. Jesúgervinginn skilgreindi hann og lýsti allvel í ritgerðinni „Inngángur að Passíusálmum“. Hún er samin árið 1932 en gefin út aftur breytt og endurbætt í Vettvángi dagsins árið 1942. Því má segja að hún rammi inn ritunartíma Heimsljóss. Þar er Jesúgervingurinn talinn allra algengasta uppistaða í bókmenntum samtímans.4 Jesúgervingnum kynntist skáldið þegar hann dvaldist vestra á þriðja áratugnum eftir því sem best verður séð en fjölda Jesúgervinga er að finna í bandarískum bókmenntum frá þeim tíma. Halldór nefnir dæmi um rithöfunda sem notuðu þetta minni í verkum sínum, þá Upton Sinclair, Sinclair Lewis, Theodor Dreiser og þýska rithöfundinn Thomas Mann. Í ritgerðinni kallar hann Charlie Chaplin hinn týpíska Jesúm vorra tíma, því að þar séu „örlög hins útskúfaða, lítillækkaða og hrjáða, en þó um leið hins guðdómlega, túlkuð á tímabærastan og samþjóðlegastan hátt fyrir smekk vorrar aldar …“5 Þekktasti Jesúgervingur bókmenntanna er vafalaust Fávitinn eftir Dostojevskij, hinn flogaveiki Myskin fursti er þar eins konar fyrirmynd allra Jesúgervinga sem áttu eftir að koma fram í

bókmenntum. Í Fávitanum beitir Dostojevskij Jesúgervingnum til þess að gagnrýna samfélagið. Honum er teflt fram sem mælikvarða á mannlegt samfélag. Jesúgervingurinn Myskin er sá eini sem er heill þrátt fyrir sjúkdóm sinn en samfélagið, sem telur sig heilbrigt, leitast við að útskúfa honum og opinberar þar með hversu ómannúðlegt það er. Myskin fursti á það sameiginlegt með Ólafi Kárasyni að sýna takmarkalausa góðvild svo að jaðrar við barnaskap. Áhugavert er að skoða kynni Halldórs af Upton Sinclair (1878–1968). Því efni hefur hann gert skil í Skáldatíma og einnig hefur sænski bókmenntafræðingurinn Peter Hallberg rakið það að nokkru í bók sinni Hús skáldsins (I, 71). Þar segir að Halldór hafi hitt Sinclair nokkrum sinnum árið 1928, ritað um hann afmælisgrein fimmtugan og þakkað honum þar fyrir aðstoð við sig. Upton Sinclair er einn þeirra sem beittu Jesúgervingnum í skáldsögum, m.a. í skáldsögunni They Call Me Carpenter sem kom út árið 1922. Árið 1926 birtist hún í íslenskri þýðingu séra Ragnars E. Kvarans undir heitinu Smiður er ég nefndur. Í viðbæti við bókina segir höfundurinn Upton Sinclair að Jesús

Málverk Einars Hákonarsonar af Halldóri Laxness

„Hvað vakti fyrir skáldinu frá Laxnesi? Yfir þeirri spurningu er óþarft að velta mikið vöngum vegna þess að Halldór svaraði henni sjálfur með eigin um­fjöllun um Jesúgervinginn í bókmenntum.“ hafi verið talinn „heimsins mesti píslarvottur byltinganna og stofnandi fyrsta öreigaflokksins“. Jesús er með öðrum orðum sósíalisti í orðsins fyllstu merkingu, byltingarsinni sem vinnur í þágu réttlætis og mannúðar. Hann flytur boðskap um guðsríki.6 Svipaðan boðskap má finna í verkum Steinbecks.7 Rétt er að geta um áhrifamikla hreyfingu í Ameríku á þessum tíma. Það er „social gospel“-hreyfingin sem var mjög sterk í Bandaríkjunum á árunum 1890–1930. Hinn óþekkti Kristur mætir manninum í mynd

→→


38   B+

→→

fólks sem þjáist eða líður vegna óréttlætis heimsins: „Sannlega segi ég yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“8 Þetta stef er eins og rauður þráður; Jesúgervingurinn birtist þannig í bókmenntum ýmist sem fáviti — sem er ekki lengur nothæft orð — byltingamaður, sósíalisti, drykkfelldur prestur, betlari — eða íslenskt alþýðuskáld. Hann kemur til móts við manninn í

„Vonin verður fyrst einhvers virði þegar um hana er spurt í örvæntingu og þegar myrkrið leggst yfir Golgata.“ þrengingum hans og miðlar honum af veröld hins góða og fagra. Það er sú veröld sem Ólafur Kárason þráir og í reynd lifir hann í þeirri veröld. Þjáning og fegurð eru því sjaldan langt hvor frá annarri þegar Jesúgervingurinn er annars vegar, hin ljúfsára sorg og hin brothætta fegurð eru aldrei langt undan. Halldór Laxness ritaði eftirmála við útgáfu sína að Grettissögu og fjallaði þá lítillega um Gretti í ljósi Jesúgervings bókmenntanna. Hann leikur sér þar með þá hugmynd að Grettir sé „hinn íslenski Kristur“ og „hinn íslenski þjóðdýrlíngur“. Hvort tveggja segir þó nokkuð um Halldór Laxness sjálfan en vísar jafnframt til áhugaverðrar túlkunar á Grettissögu. Spyrja mætti hvort Grettir sé eins konar Jesúgervingur, hafði höfundur sögunnar píslarsögu Jesú í huga? Er lífsferill Grettis með öðrum orðum eins konar píslarsaga sem endurómar píslarsögu Jesú, þar sem söguhetjan á í sífelldri baráttu við öfl sem munu að lokum granda henni? Hvað sem á dynur þá mun söguhetjan aldrei láta af sannfæringu sinni og aldrei afneita köllun sinni, og hvorki gefast upp né svíkja hinn góða málstað. Grettir er vissulega annars konar sögupersóna en Jesús guðspjallanna, en samt má finna snertifleti. Grettir leggur sig fram við að hjálpa bágstöddum, en hann er einnig sekur skógarmaður; Jesús var líka hrakinn í faðm valdsins og á vald lýðsins, sekur fundinn og dæmdur til krossfestingar. Jesús var svikinn af Júdasi sem leiðir hugann óneitanlega að þrælnum Glaumi sem trassaði að draga stigann eins og honum var falið til þess að koma í veg fyrir að menn Þorbjarnar önguls kæmust upp á Drangey. Því fór sem fór, þar féllu þeir Grettir og Illugi bróðir hans. Allt bendir til að skáldverkið Heimsljós hafi verið markviss tilraun Halldórs Laxness til þess

að túlka píslarsögu Jesú inn í íslenskar aðstæður. Nálægð Hallgríms Péturssonar og Passíu­sálm­ anna í verkinu styður einnig þetta sjónarmið, og sama á við um ritgerð Halldórs um Hallgrím og Passíusálmana sem birtist skömmu fyrir ritun Heimsljóss og aftur, þá endurskoðuð, skömmu eftir að verkið var komið út. Fleiri þættir renna stoðum undir þetta sjónarmið. En kjarni málsins er sá að Ólafur Kárason er maður þjáningar og fegurðar, hvort tveggja eru leiðir hans til þess að skynja návist guðdómsins og það gerir hann með sterkari og dýpri hætti en aðrir menn. Hann miðlar hinni björtu veröld hins góða og fagra til þeirra sem búa í myrkri þjáningar og dauða. Hann er því ekki aðeins maður þjáningarinnar heldur einnig upprisunnar, sem er sterkt þema í verkinu og jafnframt lokaþema þess. Upprisan er þverstæðukennt tákn um að líf mannsins sé ekki án vonar, merkingarvana og innihaldssnautt. Sú vitund er sterk og eindregin í verkum Halldórs hér sem endranær að því viðhorfi beri að veita viðnám sem afneitar merkingarbæru inntaki í lífi manns og heims. Vonin verður fyrst einhvers virði þegar um hana er spurt í örvæntingu og þegar myrkrið leggst yfir Golgata. Sú von sem hefur ekki myrkur þjáningarinnar að viðmiðun og baksviði á það á hættu að verða yfirborðskennd. Enginn spyr í alvöru um von nema sá sem þekkir vonleysið. Andspænis slíkri reynslu er lagður mælikvarði á lífsviðhorf mannsins. Í upprisunni er broddur dauðans brotinn og leiðin er opin þangað sem fegurðin mun ríkja ein. ◾ Höfundur er sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós

aftanmálsgreinar 1 Mattheusarguðspjall 5,14: Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. Jóhannesarguðspjall 8,12: Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“ Jóhannesarguðspjall 9,5: Meðan ég er í heiminum er ég ljós heimsins.“ 2 Seisiejú mikil ósköp, Reykjavík 1977, s. 79 o.áfr. 3 Vettvángur dagsins, Reykjavík 1942, 47; 1962, 35. 4 Vettvángur dagsins, Reykjavík 1942, 47; 1962, 35, sjá einnig útg. 1979. 5 Vettvángur dagsins, Reykjavík 1942, 48–9; 1962, 36. 6 Theodor Ziolkowski, Fictional Transfigurations of Jesus, Princeton 1972, 190. 7 Austan Eden og Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck eru bækur sem Ziolkowski nefnir. 8 Mattheusarguðspjall 25,40.


B+   39

Talast við með tilvitnunum GUÐNI EINARSSON

R

itningin er til margra hluta nytsamleg eins og segir í 2. Tímóteusarbréfi: „Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, umvöndunar, leiðréttingar og menntunar í réttlæti.“ Gjarnan er vitnað í Biblíuna við hin ýmsu tilefni og tækifæri lífsins, jafnt í gleði og sorg. Stundum hafa tilvitnanirnar skolast til og það valdið misskilningi. Íslenskur prestur gaf saman hjón á 20. öldinni og prédikaði við athöfnina út frá orðunum í Fyrsta bréfi Jóhannesar hinu almenna, 4. kafla og 18. versi, þar sem segir: „Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann.“ Þetta vers er gjarnan táknað 1Jóh 4.18. Brúðurin var mjög ánægð með pédikunina og bað prestinn að skrifa ritningartilvitnunina í Biblíu sem hann gaf brúðhjónunum. Nokkru eftir brúðkaupið var hin nýbakaða eiginkona að handleika Biblíuna og ákvað að fletta upp á ritningartilvitnuninni. Við áritun prestsins stóð skýrum stöfum Jóh 4.18. Hún fletti upp í Jóhannesarguðspjalli og brá nokkuð við lesturinn, en þar segir: „… því þú hefur átt fimm menn og sá sem þú átt nú er ekki þinn maður. Þetta sagðir þú satt.“ Hún hafði samband við prestinn sem uppgötvaði að hann hafði því miður gleymt að setja „1“ fyrir framan tilvitnunina. Það getur munað um einn. Önnur saga er til af brúðhjónum sem tilheyrðu Fíladelfíusöfnuðinum og eru nú bæði látin. Ásmundur heitinn Eiríksson, forstöðumaður safnaðarins, ákvað að senda þeim heillaóskaskeyti frá söfnuðinum þegar þau gengu í hjónaband eftir miðja 20. öld. Ásmundur fór á símstöð og fyllti út eyðublað með heillaóskum til brúðhjónanna og

kórónaði skeytið með ritningar­til­ vitn­un­inni „Júdas 1.2“. Í Hinu almenna bréfi Júdasar, 2. versi, segir: „Miskunn, friður og kærleiki margfaldist yður til handa.“ (Þýðing 1981.) Starfsmanni Ritsímans brá nokkuð þegar hann sá tilvitnunina á eyðublaðinu og spurði samstarfsfólkið hvort það hefði ekki örugglega verið Júdas sem sveik sjálfan Frelsarann? Jú, það var alveg víst og taldi starfsfólk Ritsímans það ómögulega geta staðist að forstöðumaður Fíladelfíu væri að senda brúðhjónum tilvitnun í þekktasta svikara mannkynssögunnar. Það áttaði sig ekki á því að sá sem bréfið er kennt við er allt annar Júdas en sá sem sveik. Einhver viðstaddra taldi sig vera betur lesinn í hinni helgu bók en aðrir viðstaddir og kvað upp úr um að forstöðumaðurinn hefði ábyggilega meint Jakobsbréf. Heillaóskaskeytinu var því breytt án þess að viðstaddir hefðu fyrir því að fletta upp hinni breyttu tilvitnun í Biblíunni. Brúðhjónunum varð ekki skemmt þegar skeytið var lesið upp í brúðkaupsveislunni og ritningartilvitnunin. Í Jakobsbréfi 1.2 stendur: „Álítið það, bræður mínir, eintómt gleðiefni, er þér ratið í ýmiss konar raunir.“ (Þýðing 1981.) Til er saga af presti einum á suðlægum slóðum sem hafði fyrir vana að heimsækja heimili nýrra sóknarbarna. Ung, velstæð og nýflutt hjón voru farin að sækja kirkju hans. Þau bjuggu í fínu einbýlishúsi í einu af betri hverfum borgarinnar. Presturinn ákvað að líta við hjá þeim á laugardegi þegar sól skein í

heiði, eins og hún raunar gerði flesta daga ársins á þeim slóðum. Hann kom að húsi hjónanna og heyrði busl og brambolt í garðinum á bakvið húsið. Þau voru þá í lauginni að sóla sig. Presturinn hringdi dyrabjöllunni, án þess að nokkur svaraði. Garðurinn var rammlega afgirtur og þótt hann reyndi að vekja á sér athygli varð enginn hans var. Hann kvaddi með því að rita stutta kveðju aftan á nafnspjaldið sitt og stinga því inn um bréfalúguna. Neðan við kveðjuna ritaði hann þekkta ritningartilvitnun, Opinberunarbókin 3.20, en þar segir: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.“ Daginn eftir komu ungu hjónin til guðsþjónustu. Að henni lokinni stóð presturinn við kirkjudyrnar og kvaddi sóknarbörnin með handabandi. Þegar ungu hjónin komu nefndi hann að hann hefði komið í heimsókn en þau ekki orðið hans vör. Konan roðnaði lítið eitt og sagði hógvær að þau hefðu séð nafnspjaldið um leið og hún laumaði miða í hönd prestsins. Eftir að allir voru farnir gafst honum tími til að skoða hvað á miðanum stóð. Það var einungis ritningartilvitnunin 1Mós 3.10 en þar segir Adam við Guð: „Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur því að ég er nakinn, og ég faldi mig.“ ◾ Höfundur er blaðamaður


40   B+

„Lagið kom bara“ Síðastliðið sumar var þáttur á útvarpsstöðinni Lindinni þar sem fjallað var um ritningartexta í dægurlögum. Mörg þessara laga eiga sér athyglisverða sögu. Hér á eftir má lesa um tilurð nokkurra laga sem samin hafa verið við ritningartexta. Dögg Harðardóttir

B

iblían hefur verið mörgum huggun á erfiðum stundum lífsins. Í henni eru orð huggunar, uppörvunar, hvatningar og vonar. Huggunar þörfnumst við í sorg, uppörvunar þegar lífið gengur ekki eins og við vildum að það gengi, hvatningar þegar kjarkurinn bilar og vonar þegar öll sund virðast lokuð og það eina sem eftir er er trúin á Guð. Þannig var staðan hjá Önnu Júlíönu Þórólfsdóttur þegar maðurinn hennar, Gunnar Rúnar Guðnason, kallaður Rúnar, greindist með krabbamein snemma árs 2001. Hann var lengi mjög veikur og það var reiðarslag fyrir unga konu með fjögur börn þegar fótunum var allt í einu kippt undan fjölskyldunni. Júlíana, eins og hún er alltaf kölluð, hefur stýrt söngmálum Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri um margra ára skeið og trúin er henni jafn dýrmæt og súrefnið sem hún andar að sér. Þegar Rúnar hafði dvalist á spítala í Reykjavík í tvo mánuði var hann fluttur norður á spítala þar. Þegar hann var nýkominn norður

Dögg Harðardóttir

sat hún eitt sinn við rúmið hans á spítalanum og þau fóru að tala um að nálægja sig Guði og ræða hvernig maður færi að því. Eftir nokkra stund kvöddust þau og hún fór heim. Þegar heim var komið settist hún við sjónvarpið. Börnin voru sofnuð og hún setti DVD disk í tækið til að slaka á yfir einhverju sjónvarpsefni. Hún hafði ekki setið lengi þegar hún nánast heyrði rödd sem sagði: „Er það svona sem þú ætlar að dvelja í nærveru minni?“ Hún hrökk við. Athygli hennar var vakin og hún hugsaði: „Nei, það ætla ég ekki að gera.“ Hún slökkti á sjónvarpinu, sótti gítarinn sinn og Biblíuna. Hún opnaði Biblíuna og kom niður á Sálm 117: Lofið Drottin, allar þjóðir, vegsamið hann, allir lýðir, því að miskunn hans er voldug yfir oss og trúfesti Drottins varir að eilífu. Hallelúja. Júlíana fór að spila og lagið bara kom, eins og það hefði alltaf verið til. Hún söng þetta lag árið 2003 inn á geisladiskinn Von fyrir alla. Lagið heitir Lofið Drottin allar þjóðir. Það er vitnisburður um kjarkinn og huggunina sem Júlíana fann í Biblíunni á tímabili erfiðleika í lífi sínu. Markmiðið var að lofa Drottin Margir landsmenn þekkja Davíðssálm 23, Drottinn er minn hirðir. Lagið hefur verið sungið við brúðkaup, jarðarfarir, skírnarathafnir, í guðsþjónustum, sunnudagaskólum, sumarbúðum og við mörg önnur tilefni. Margir hafa spreytt sig á að syngja sálminn og hefur hann nokkrum sinnum verið gefinn út með ólíkum flytjendum. Höfundur lagsins er Margrét Scheving. Þegar Margrét samdi lagið þá var markmiðið ekki að semja metsölulag. Markmiðið var að lofa Drottin.

© GÍGJA EINARSDÓTTIR


B+   41

Anna Júlíana

Olga Ásrún

Aðspurð um hvernig lagið varð til sagðist Margrét hafa verið að hugleiða Davíðssálm 23 þegar lagið bara kom. Rétt eins og hjá Júlíönu kom lagið alveg áreynslulaust. Reyndar eftir erfiðleika, en þannig er það með svo margt í lífinu. Þegar við lítum til baka þá sjáum við að það hefur eitthvað gott komið út úr erfiðleikunum. Sum lög eru samin með svita og tárum, önnur verða til alveg áreynslulaust. Þegar þau koma, þá er eins og þeim sé bara hlaðið niður af himnum. Sálmurinn Drottinn er minn hirðir var ekki gefinn Margréti Scheving einni, heldur íslensku þjóðinni allri. Sálmur 23 hefur verið mörgum til blessunar og að það skuli vera til lag við hann hefur gert að verkum að fjöldi fólks kann Sálm 23. Lagið sem Guð gaf og hann einn á heiðurinn fyrir, að sögn Margrétar Scheving. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi.

Herdís

© RAX

Margrét

© GÍGJA EINARSDÓTTIR

Ekki láta mig ganga aftur í gegnum erfiða reynslu Þó svo að margir hafi samið lög við Davíðssálma hafa mörg lög orðið til við aðra ritningartexta. Á sama hátt og Davíðssálmar lýsa ólíku sálarástandi sálmaskáldsins þá hafa íslensk lög orðið til af ýmsu tilefni. Lagið Guð ég lofa þig eftir Olgu Ásrúnu Stefánsdóttur er samið við vers úr 8. kafla Rómverjabréfsins, en þar segir meðal annars: Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum (Róm 8.38–39). Olga var lofgjörðarleiðtogi í fríkirkj­unni Veginum um árabil og má finna lög eftir hana á diskinum Af öllu hjarta sem Vegurinn gaf út. Fyrir sautján árum lést bróðir hennar af völdum krabbameins á fertugasta afmælisdegi sínum frá eiginkonu og þremur börnum. Olga hafði beðið Guð að lækna bróður sinn og varð það henni mikið áfall þegar hann lést. Áfallið var ekki eingöngu vegna þess hversu ungur hann var, heldur ekki síður vegna trausts hennar og trúar á Guð og þeirra vonbrigða sem hún varð fyrir við andlát hans. Þrátt fyrir þungbæra reynslu átti hún þá fullvissu að þrátt fyrir allt fengi ekkert slitið hana úr hendi Guðs. Hún var jafnframt fullviss um að bróðir hennar hefði eignast frið við Guð og fyrirgefningu synda sinna. Lagið Guð ég lofa þig varð til eftir að Olga hafði sætt sig við að stundum færi Guð aðrar leiðir en hún vildi sjálf og þrátt fyrir allt væri hún í hendi hans og ætlaði að fylgja honum áfram. Eftir bróðurmissinn bað hún Guð þess að hún þyrfti aldrei að ganga aftur í gegnum jafn erfiða

→→


42   B+

→→

reynslu. En eigi má sköpum renna því að tæplega ári síðar misstu góðir vinir hennar eins og hálfs árs gamlan dreng. Í annað sinn á einu ári fannst Olgu nærri sér höggvið og fékk þetta áfall mikið

„Sum lög eru samin með svita og tárum, önnur verða til alveg áreynslulaust. Þegar þau koma, þá er eins og þeim sé bara hlaðið niður af himnum.“ á hana. Hún hjálpaði vinum sínum eftir föngum, gekk með þeim gegnum sorgina og þjáðist sjálf. Lífið hélt áfram og eitt sinn er Olga sat undir stýri á Vesturlandsveginum varð hún svo hrærð að hún stöðvaði bílinn. Í sorgarferlinu sagði hún við Guð að hún vissi að hún gæti ekki beðið svona bænar, að þurfa aldrei að ganga aftur gegnum þrengingar. Á þeirri stundu gaf hún Guði manninn sinn, börnin sín og allt sem henni var kært í trausti þess að hvað sem kynni henda hana í lífinu þá myndi Guð hjálpa henni í gegnum erfiða tíma. Á þann hátt fann hún frið og lausn í þeim raunum sem orðið höfðu á vegi hennar og fleiri lög urðu til. Lofgjörð til Drottins Það eru ekki eingöngu raunir sem hafa knúið lagahöfunda til að semja lög við texta Biblíunnar. Þegar Herdís Hallvarðsdóttir, tónlistarmaður, eignaðist trú á tíunda áratug tuttugustu aldar vildi hún sýna Guði og mönnum þakklæti sitt með því að gefa út disk með trúarlegri tónlist. Diskurinn heitir Það sem augað ekki sér og eru textar flestra laganna sóttir í Biblíuna. Herdís varði löngum stundum í bæn og lofgjörð á þessum árum og sat oft við píanóið sitt þar sem lögin urðu til. Þau urðu reyndar mun fleiri

en þau sem rötuðu á diskinn. Lestur Biblíunnar og boðskapur hennar hafði djúp áhrif á Herdísi og naut hún þess að dvelja í nærveru Guðs. Aðspurð sagði Herdís þetta tímabil hafa verið bæði ljúft og sárt. Ljúft fyrir allar góðu stundirnar sem hún átti með Guði sínum, en sárt þegar hann fór að benda henni á ýmsa vankanta í fari hennar og sár sem hann vildi fá að lækna. „Ég er honum eilíflega þakklát fyrir hvað hann hefur kennt mér mikið í gegnum orðið sitt og fólkið sitt. Án Biblíunnar hefði ekkert af þessari tónlist orðið til og án Guðs míns væri ég ekki sú sem ég er í dag. Mér líður nefnilega alveg fáránlega miklu betur eftir að ég hleypti Guði inn í líf mitt, þótt það væri að vísu stundum mjög sárt þegar hann var að losa mig við gamla draslið sem hafði dregið úr mér mátt og plagað mig. Ég mæli hiklaust með að henda sér út í fljótið með Guði, þar bíða ný ævintýri, sérstaklega þegar maður lærir að tækla mannleg samskipti með hans aðferðum. Líka þegar maður lærir að fyrirgefa þeim sem hafa meitt mann gegnum lífið, og treysta honum fyrir lífi sínu, einn dag í einu,“ sagði Herdís. Fjölmargir aðrir íslenskir lagahöfundar hafa samið lög við ritningartexta, ýmist þannig að textinn er tekinn orðrétt upp úr Biblíunni eða þá að ort er í kringum hann. Þá eru ónefnd öll þau sunnudagaskólalög sem börn þessa lands hafa sungið í marga áratugi og gera enn. Almenningur kann oft fleiri Biblíuvers en nokkurn grunar vegna tónlistar og rík ástæða er til að hvetja lagahöfunda til að leita í Biblíuna þegar þá vantar texta við lögin sín. Biblían er uppspretta huggunar, hvatningar og leiðsagnar í lífinu. ◾

Höfundur er hjúkrunarfræðingur

Morgunblaðið birti eftirfarandi frétt hinn 1. október 1971. Fyrirsögnin var „Keflavík og Biblían“ Yfirmenn á Lundúnaflugvelli skýrðu frá því, að þeir hefðu beðið um Biblíuna til sín einn daginn, þegar flugvél frá brezka flughernum á leið frá Gander á Nýfundnalandi var sagt að breyta um stefnu og fara til Keflavikurflugvallar til þess að ná í einhver tæki þar. Vél þessi var af gerðinni VC-10. Flugmaðurinn svaraði þessari skipun um stefnubreytingu með setningunni: „Fimmta Mósebók, kafli 27, 18. vers.“ Flettu yfirmennirnir á flugvellinum í London þá upp í Biblíunni og versið, sem flugmaðurinn benti á, hljóðaði svo: „Bölvaður er sá, sem leiðir blindan mann af réttri leið! Og allur lýðurinn skal segja: Amen.“


B+   43

HVERS VIRÐI ER BIBLÍAN ÞÉR?

INGA JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR Viðskiptafræðingur

ÓSKAR MAGNÚSSON Rithöfundur

ÓSKAR EINARSSON Tónlistarstjóri

Biblían er trúarbók kristinna manna. Hún varðveitir þann boðskap, sem kristindómurinn byggist á og veitir margvíslega leiðsögn um daglega breytni. Í henni er líka að finna almenna lífsspeki sem gagnast öllum sem vilja lifa lífi sínu til góðs, hvort sem þeir játa kristna trú eða ekki. Boðskapur Biblíunnar berst áfram frá kynslóð til kynslóðar með frásögnum og dæmisögum. Hún kynnir okkur hinar gullnu reglur kristindómsins, um kærleikann og fyrirgefninguna, um ábyrgð á meðbræðrum og -systrum, um að allir menn eru jafnir fyrir Guði. Ábyrgð þeirra er mikil sem taka að sér það hlutverk að túlka orð Guðs — að halda textum Biblíunnar vakandi og skiljanlegum nýjum kynslóðum á síbreytilegum tímum. Biblían hefur haldið gildi sínu í gegnum aldirnar, lifað af rangtúlkanir og ofstæki, lifað af því að kjarni hennar er sterkur og óháður sveiflum tímans. Svo mun verða áfram.

Dýpstu bókmenntir heims eru meira og minna sprottnar úr hugmyndaheimi Biblíunnar. Virtustu höfundar, erlendir og innlendir, hafa leitað í Biblíuna: Dostojevski, Shakespeare, Laxness, Gunnar Gunnarsson, Snorri Hjartarson svo fáeinir séu nefndir. Biblían snertir hjarta rithöfunda og stýrir stílvopni þeirra jafnvel þeirra sem telja sig ekki kristna menn. Biblían er ómetanleg menningararfleifð sem hollt er og gott að leita í. Trúarlega er Biblían lykill að orði Guðs, leiðsögn hans og speki en þar vegur Nýja testamentið í mínum huga þyngra enda er þar að finna hina kristnu arfleifð. Fyrir leikmann er ekki alltaf einfalt að átta sig á knöppum texta guðspjallanna því þeim er ekki beinlínis beint til fólks á okkar tímum heldur inn í liðinn menningarheim. En þegar skilningur næst á þessum merku skilaboðum verður aðdráttaraflið magnað. Fyrir allt skapandi fólk er Biblían ómetanleg. Boðskapur Biblíunnar er grundvöllur siðfræði hins vestræna heims sem einnig hefur byggt og aðlagað löggjöf sína að boðorðum hennar. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig sá heimur ætlar að þrífast sem ekki viðheldur þeim kristna mannkærleika sem Biblían boðar.

Biblían er mér mjög mikils virði. Hún hefur fylgt mér frá blautu barnsbeini. Sem barn lærði ég biblíuvers í sunnudagaskóla og ég man þau enn. Faðir minn bað með mér kvöldbæn á hverju kvöldi og las fyrir mig biblíuvers. Þannig lærði ég að meta Biblíuna. Biblían hefur veitt mér styrk í daglegu lífi. Sum orða hennar eru greypt í sálina eins og bænin Faðir vor og mörg lykilvers á borð við „Fel Drottni vegu þína og hann mun vel fyrir sjá“ og að sjálfsögðu Litla-Biblían í Jóhannesi 3.16. Ég notaði mikið biblíulykil með lista yfir biblíuvers sem tala til okkar undir öllum kringumstæðum, eins og þegar við erum þreytt, sorgmædd eða á gleðistundum. Þegar ég var 10–11 ára las ég í gegnum alla Biblíuna. Svo fylgdi ég í nokkur ár lestraráætlun þannig að ég las í gegnum alla bókina á þremur árum. Það hvatti mig að sjá hvað tónlistin lék stórt hlutverk á dögum Biblíunnar, hvernig menn lofuðu Guð með lúðrablæstri, gígjum og trommum í helgidóminum! Ég hugsaði að þannig vildi ég vera!


44   B+

Fimmti guðspjallamaðurinn

Johann Sebastian Bach er eitt af mestu tónskáldum allra tíma en öll kirkjuverk sín samdi hann Guði til dýrðar Guðný Einarsdóttir Öldum saman hafa guðfræðingar reynt að útskýra Guð fyrir mannkyninu. En oft og tíðum reynast orðin of fyrirferðarmikil. Andleg áhrif verða oft sterkust við upplifun á ýmiss konar list og ekki síst tónlist. Í Biblíunni er víða talað um tónlist, stjörnur syngja (sbr. Davíðssálma 148–150) og englarnir sungu á jóla­ nótt svo eitthvað sé nefnt. Í þessari grein verður fjallað lítillega um eitt fremsta tónskáld allra tíma, Johann Sebastian Bach, en hann hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Mig langar til að reyna, frekar af vilja en mætti, að varpa örlitlu ljósi á tónlist Bachs og af hverju hann hefur hlotið þennan titil. Bach fæddist í Eisenach í Þýskalandi árið 1685. Hann var tónskáld, organisti, semballeikari, fiðluleikari og stjórnandi og var lengst af kantor við Tómasar­ kirkjuna í Leipzig sem á þeim tíma var ein virtasta kantorsstaða í Þýskalandi. Listræn fágun og fegurð Eftir Bach liggja ógrynni af tónverkum fyrir kór, hljómsveit og einleikshljóðfæri. Skráð eru rétt rúmlega 1100 verk með BWV-númerum, en BWV er skammstöfun fyrir Bach Werke Ver­ zeichnis. Til viðbótar þessu eru til á annað hundrað verk sem talin eru vera eftir Bach en eru óskráð. Meðal verka hans eru um 200 kantötur og annað eins af orgelverkum, svo eitthvað sé nefnt. Bach fullkomnaði stíl og form barokktímabilsins, og eru lok þess dregin við andlát hans árið 1750. Tónverk Bachs eru þaulhugsuð frá upphafi til enda. Menn hafa í gegnum aldirnar dáðst að flóknum kontrapunkti sem samofinn er listrænni fágun og fegurð.

Bach var afar virtur organisti í lifanda lífi en var þá ekki þekkt tónskáld. Það var ekki fyrr en á fyrri hluta 19. aldar sem verk hans voru endurvakin. Hann hefur síðan þótt eitt af mestu tónskáldum allra tíma. Langstærstur hluti verka Bachs eru kirkjuleg verk, skrifuð til notkunar við helgihald. Þegar Bach var kantor í Leipzig, samdi hann mörg af sínum mikilvægustu verkum, um tíma eina kantötu á viku. Kantöturnar voru til flutnings við messur á sunnudögum og helgum dögum kirkjuársins, þar sem notast er við texta Biblíunnar og sálma tengda textunum. Meðal verka Bachs frá þessum árum eru Jólaóratórían sem í raun er nokkrar kantötur samdar fyrir jólahátíðina allt frá jólum til þrettánda, Jóhannesarpassían, Mattheusarpassían og Messa í h-moll. Bach tók við stöðunni í Leipzig um 200 árum eftir siðbót í Þýskalandi. Mikil gjá var enn á milli kirkjudeilda. Bach sjálfur var evangelísk-lútherskur og skipaði trúin háan sess í lífi hans eins og annarra á þessu tímabili. Menn sóttu kirkju á hverjum sunnudegi og stundum tvisvar. Kirkjutónlistin var miðlæg í lífi manna og í tilviki Bachs var hún aðalsmerki hans. Orð Guðs tjáð með tónlist Tónlist Bachs ber þess vitni að stöðugt samband við Guð sé hluti af því að vera lifandi manneskja. Tilgangur tónlistar á 18. öldinni var: docere, movere, delectare eða að kenna, hreyfa við og gleðja. Þar með var tilgangur kirkjutónlistar að tjá söfnuðinum orð Guðs með tónlistinni og var þetta óumdeilt á þessum tíma. Til er Biblía sem talið er að Bach hafi átt. Biblían er undirstrikuð og á spássíunum eru glósur á víð og dreif, m.a. við 2. Kroníkubók 5.13 þar sem talað er um tónlistarmenn

sem lofa Guð í musterinu, og skrifar Bach: „Þar sem tónlist er flutt af lotningu er Guð alltaf nálægur.“ Bach skrifaði bókstafina SDG á öll kirkjuleg verk sín, en það útleggst: „Soli Deo Gloria“ eða „Guði einum til dýrðar“. Það má því segja að öll kirkjuleg verk hans séu tileinkuð Guði. Í raun og veru má túlka öll kirkjuleg verk Bachs sem tónlistarlega útleggingu eða prédikun í tónum á orði Guðs, túlkun á hinu guðlega, nærveru Guðs á jörðinni og sambandi Guðs og manna. En með hvaða hætti „prédikar“ Bach í gegnum tónlistina? Ótrúleg hæfni og snilld Ótal rannsóknir eru til á verkum Bachs og eftir því sem þau eru rannsökuð meira vex undrun manna á hæfni hans og snilld sem tónskálds. Hann notaðist við ýmsar tæknilegar tónsmíðaaðferðir, t.d. ákveðin þemu sem áttu að tákna krossinn, sorg, gleði o.s.frv. Hann samdi flóknar fúgur þar sem stefin fléttuðust saman á fullkominn hátt. Hann notaðist við kanona eða keðjur sem höfðu ákveðna merkingu og margt, margt fleira. Eins hafa margar rannsóknir verið gerðar á talnafræði í verkum Bachs. Eru þá t.d. taldir taktarnir í verkunum, hversu oft ákveðið stef kemur fyrir o.fl. Bach hafði mjög gaman af að flétta ýmsa talnaleiki inn í verk sín og hefur mönnum sennilega ekki enn tekist að finna út úr öllum dulkóðunum í sambandi við þessar talnaþrautir! Uppáhalds tölurnar hans voru 14 og spegilmyndin 41, en samkvæmt talnafræðinni er summa bókstafanna BACH 14. Þessar tölur er að finna út um allt í verkum Bachs. Eins má oft finna hreinlega tónana BACH (eða stef sem hljómar eins) nálægt enda verka, svona eins og Bach hafi viljað kvitta undir verkið! Á sama hátt notar Bach tölur sem tengjast


B+   45

„Bach skrifaði bókstafina SDG á öll kirkjuleg verk sín, en það útleggst: „Soli Deo Gloria“ eða „Guði einum til dýrðar“. Það má því segja að öll kirkjuleg verk hans séu tileinkuð Guði.“

texta verkanna eða túlka innihald þeirra. Einfalt dæmi um þetta er t.d. að finna í sálmforleiknum „Dies sind die heil‘gen zehn Gebot“ (bein þýðing: „Þetta eru hin tíu heilögu boðorð“) þar sem talan 10 er eðli málsins samkvæmt áberandi. Verkið „Einige canonische Veränderungen über das Weihnachtslied: Vom Himmel hoch, da komm ich her“ (bein þýðing: „Nokkrar tilbrigðakeðjur við jólalagið: Af himnum ofan boðskap ber“) samdi Bach í þeim tilgangi að fá inngöngu í virt tónlistarfélag. Hér er um að ræða verk þar sem Bach lagði sig virkilega fram um að sýna hvað hann gæti í tónsmíðatækni. Orgelsnillingurinn Michael Radulescu hefur fjallað um þetta verk og gert rannsóknir á talnafræði þess og túlkun. Samkvæmt honum er hér ekki aðeins um að ræða

kontrapunkt af flóknustu gerð heldur færir hann einnig rök fyrir því að í verkinu felist sterkar tengingar við tölur sem tengjast afstöðu stjarnanna, enda hér um himneskt sálmalag að ræða! Enginn ósnortinn af Bach En burtséð frá öllum rannsóknunum og þessum flóknu undrum sem hugur manna greinir og getur útskýrt er tónlist Bachs þannig að hún hreyfir við öllum, óháð því hversu mikið fólk veit um tónlistina eða tónskáldið. Það er í raun og veru þetta ólýsanlega sem gerir tónlist hans að því undraverki sem hún er. Maður nýtur þess að heyra hana aftur og aftur, fær ekki leið á henni. Það er vissulega misjafnt hvernig tónlist Bachs hrífur fólk og hvort það fær trúarlega upplifun af því

að hlusta. Auðvitað þarf ekki að vera trúaður til að hlusta á og njóta Bachs. Ég held að enginn verði ósnortinn af þeirri fegurð sem tónlistin býður upp á og þeim andlega auði sem hún færir öllum, óháð trú og trúarskoðunum. Bach hefur hlotið titilinn fimmti guðspjallamaðurinn, sá guðspjallamaður sem í tónum útskýrir Guð fyrir mannkyninu með tónsmíðum sem í senn eru þær fegurstu sem heyrst hafa en jafnframt svo flóknar að menn eru enn í dag að reyna að átta sig á því hvernig hann fór að. Enginn tónn er þar tilviljun og allir tónar tileinkaðir Guði. Soli Deo Gloria. ◾

Höfundur er kantor við Fella- og Hólakirkju

„Ég held að enginn verði ósnortinn af þeirri fegurð sem tónlistin býður upp á og þeim andlega auði sem hún færir öllum, óháð trú og trúar­ skoðunum.“

© GÍGJA EINARSDÓTTIR


46   B+

Bragðað á

BIBLÍUNNI N

„Engar reglulegar uppskriftir að réttum er að finna í þessu mikla ritsafni sem Biblían er en matur kemur þar heilmikið við sögu.“

ú fyrir jólin sendi bókaútgáfan Hólar frá sér matreiðslubókina Biblíumatur — uppskriftir úr landi mjólkur og hunangs. Séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, er höfundur bókarinnar. Við spurðum Svavar um tildrög þess. „Það var forleggjarinn, Guðjón Ingi Eiríksson, sem átti hugmyndina. Við vorum á fundi að ræða aðra bók sem ég er að vinna að og þá sagði hann mér frá þessari hugmynd. Hann hafði frétt að ég hefði gaman af að fást við matseld og spurði hvort ég væri til í að ráðast í verkið. Ég hélt það nú. Aldrei hafði ég fengist við þennan svonefnda biblíumat en við pöntuðum okkur bækur að utan, ég fór að lesa mér til og gera tilraunir í eldhúsinu.“ Hver eru helstu einkenni þessarar matseldar? „Engar reglulegar uppskriftir að réttum er að finna í þessu mikla ritsafni sem Biblían er en matur kemur þar heilmikið við sögu, allt frá fyrstu síðunum til þeirrar síðustu. Vitað er hvaða hráefni voru helst notuð á tímum Biblíunnar.

Grænmeti, ávextir, mjólkurafurðir og bæði kjöt og fiskur. Allt þetta er notað í þessa tegund matar. Maturinn er frekar einfaldur að gerð, heilnæmur og ferskur. Í honum er til dæmis lítið um salt og sykur. Þetta er afskaplega ljúffengur matur og fer vel í maga.“ Hvað varstu lengi að vinna að þessu verkefni? „Þetta ferli hefur tekið hálft annað ár. Þegar búið var að finna uppskriftir sem okkur leist vel á var næsta verk að elda matinn. Oft þurfti að staðfæra hann og laga að því hráefni sem fáanlegt er á Íslandi. Mjólkursamsalan hér er til dæmis ekki farin að bjóða upp á úlfaldamjólk. Fisktegundir þarna niðurfrá eru líka töluvert aðrar en hér heima. Þetta var dálítið grúsk að finna rétta hráefnið en það var alltaf gaman að elda þessa rétti og smakka þá. Stundum bauð ég vinum í mat og fékk þeirra álit. Þegar búið var að elda og áður en maturinn var fram borinn tók ég myndir af réttunum en ég tek allar myndirnar í bókinni. Þar sameinast mörg af mínum helstu hugðarefnum, grúsk, lestur, skriftir, matseld, máltíðir með góðum vinum, ljósmyndun og síðast en ekki síst, bók bókanna.“

© ÞRÖSTUR ERNIR VIÐARSSON


B+   47

© SVAVAR ALFREÐ JÓNSSON

LINSUBAUNASÚPA HIRÐANNA

BIBLÍUFLATKÖKUR

SILUNGUR FISKIMANNANNA

1½ bolli rauðar linsubaunir 6 bollar kjúklinga- eða grænmetissoð 1 meðalstór laukur í bitum 1 niðursneiddur blaðlaukur ½ tsk kúmínduft Salt og nýmalaður pipar 1 niðursneiddur meðalstór laukur 2 saxaðir sellerístönglar 1 söxuð gulrót 1 msk. hvítvínsedik Ólívuolía Harðsteiktir brauðmolar

1½–2 bollar nýpressuð vínberjasaft 4–5 bollar heilhveiti ¼ tsk. salt 2 tsk. ólívuolía

1 kg silungsflök 1 bolli saxaður blaðlaukur 5 msk. ólívuolía 1 bolli saxað ferskt kóríander 1 bolli söxuð fersk steinselja 2 kramin hvítlauksrif 1 tsk. kúmínduft ½ tsk. nýmalaður pipar 1 tsk. salt 1 msk. hvítvínsedik

Setjið linsubaunirnar í pott ásamt soðinu og grænmetinu. Sjóðið í rúman hálftíma eða þangað til linsubaunirnar hafa losnað í sundur. Hellið vatni út í sé súpan of þykk. Bætið saman við hana kúmíni og hvítvínsediki og kryddið með salti og pipar að vild. Steikið niðursneidda laukinn í ólívuolíu þangað til hann er við að karamellíserast og setið saman við súpuna. Berið hana fram heita ásamt steiktum brauðmolum.

Pressið vínberjasaftina með því að kreista berin ofan í skál. Leyfið hratinu að liggja ofan í og kreistið það duglega þegar þið takið það upp. Blandið saman heilhveiti, salti og olíu. Hellið vínberjasaftinni hægt saman við og blandið henni vel saman við þangað til mótanlegt deig hefur myndast. Hnoðið deigið og leyfið því að standa í tvo tíma áður en það er hnoðað á nýjan leik. Skiptið því þá í nokkrar hnefastórar bollur. Fletjið hverja út í stærð pítabrauðs. Bakið á pönnu á báðum hliðum uns þær hafa náð að brúnast vel. Flatkökurnar eru ljúffengar heitar með bragðbættri ólívuolíu eða hunangi og ekki síðri með íslensku smjöri.

Steikið blaðlaukinn mjúkan í ólívuolíunni. Blandið síðan öllu saman og smyrjið yfir silunginn. Grillið þangað til silungurinn er til, á útigrilli eða í ofni.


48   B+

Hvaða gildi hefur Biblían? Skiptir Biblían máli? Hefur hún einhver áhrif?

Prédika þú orðid Helgi Guðnason

H

vaða gildi hefur Biblían? Skiptir Biblían máli? Hefur hún einhver áhrif? Þessum spurningum gætum við öll svarað, jafnvel tekið okkur í munn ummæli trúarhetja úr kirkjusögunni, svarað því til hvernig Biblían sé Guðs orð — lifandi bók. En trúum við því? Í Jakobsbréfinu er fjallað um það hvernig trú okkar opinberast í verkum okkar. Að sjálfsögðu er það ekki svo að allt sem við gerum sé úthugsað og endurspegli meðvitað sannfæringu okkar. Engu að síður eru verk oft mun betri mælikvarði en orð á raunverulega trú. Ef fólk ætti að álykta um hverju við trúum um Biblíuna, en fengi ekki að spyrja okkur, bara að hlusta á hvernig við prédikum, hvaða ályktun myndi það draga? Oft er ósamræmi í gildum okkar, milli þess sem við trúum og svo

þess sem við gerum. Þegar við sjáum að við erum ósamkvæm sjálfum okkur þá gefur það tækifæri til þess að gera betur, láta verkin vera í samræmi við trúna. Mín persónulega sannfæring er sú að Biblían sé Guðs orð, ekki venjuleg bók. Í henni og boðskap hennar er kraftur sem menn geta ekki útskýrt. Ég trúi því líka að kirkja Jesú Krists hafi þá köllun að leiða fólk inn í samfélag við þríeinan Guð. Fólk fái að reyna það að verða ný sköpun fyrir endurnýjun Heilags Anda, ekki bara á einu augabragði heldur að hin nýja sköpun, guðsríkið, fari vaxandi í lífi þess. Til þess duga engin venjuleg verkfæri, það þarf kraftaverk til. Mínar hugdettur og vangaveltur munu hvorki kveikja líf né standast tímans tönn. Til þess að sinna þessu verkefni hef ég aðeins eitt verkfæri sem dugar til: Guðs orð. Fyrir mörgum árum var ég að lesa í Postulasögunni, Páll postuli er þar á

leið til Rómar sem fangi. Hann hefur viðkomu í Míletus þar sem öldungar kirkjunnar í Efesus koma og hitta hann. Þetta eru nánir vinir, börn hans í trúnni. Hann veit ekki hvað bíður hans í Róm og hann felur þeim í hendur verkið sem hann hóf. Orð hans í 20. kafla og versum 26–27 snertu mjög við mér, en þau hljóða svo: Þess vegna vitna ég fyrir ykkur nú í dag að ekki er mig um að saka þótt einhver glatist því að ég hef boðað ykkur allt Guðs ráð og ekkert dregið undan. Það fylgir því mikil ábyrgð að vera prédikari, boðberi Orðsins. Hvað ef Páll hefði ekki boðað þeim allt Guðs ráð, hinir trúuðu verið veikari fyrir og jafnvel villst af vegi? Bæri hann þá sök vegna þess að hann hefði vanrækt að boða þeim allt Guðs ráð? Þetta truflaði mig, hvernig gat ég verið viss um að ég boðaði allt Guðs ráð?

©  GUÐJÓN HAFLIÐASON

Þegar Biblían talaði Chuck Smith var prestur kirkju í Kaliforníu snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þá var mikil trúarvakning meðal ungs fólks, hreyfing sem var oft kölluð Jesúfólkið. Ungt fólk sem hafði lítinn sem engan bakgrunn

„Það fylgir því mikil ábyrgð að vera prédikari, boðberi Orðsins.“


B+   49

í kristinni trú og kirkjulegu starfi en oft á tíðum mun meiri reynslu af vímuefnum og austrænni heimspeki, fór allt í einu að gerast fylgjendur Jesú Krists. Ungmennin pössuðu alls ekki inn í kirkjumenninguna og voru ekki allstaðar velkomin. Chuck Smith tók vel á móti þeim og vildi hjálpa þeim að vaxa í trúnni, en hvar átti hann eiginlega að byrja? Þetta voru fleiri hundruð ungmenni, með allskonar bakgrunn, óteljandi spurningar, vandamál og freistingar sem honum voru mjög framandi. Raunar mættu

reyndist vera ákaflega gott val. Ég var í þeirri stöðu að þjóna söfnuði þar sem flestir voru eldri en ég og lífsreyndari. Ég var kannski ekki í mikilli stöðu að kenna þeim, þ.e.a.s. ef lífsreynsla mín og viska voru grunnurinn sem ég átti að standa á. Þegar ég fór að prédika beint upp úr textanum var það allt í einu ekki lengur ég sem var að tala, þetta voru ekki mín orð heldur Biblíunnar. Að sjálfsögðu útlagði ég og túlkaði, að sjálfsögðu komu orðin í gegnum síu skilnings míns og reynslu, en uppistaðan í prédikuninni var Biblían sjálf.

„Mín persónulega sannfæring er sú að Biblían sé Guðs orð, ekki venjuleg bók. Í henni og boðskap hennar er kraftur sem menn geta ekki útskýrt.“ svo margir til kirkju að færa varð samkomurnar í tjald út á lóð. Þegar maður veit ekki hvar á að byrja fer maður stundum þá leið að byrja bara á byrjuninni. Chuck Smith opnaði Biblíuna, líklega á Matteusarguðspjalli, 1. kafla og 1. versi. Hann las hæfilega langt og útskýrði svo fyrir fólkinu hvað textinn þýddi. Þegar hann hafði talað nógu lengi lét hann gott heita. Þetta féll í góðan jarðveg. Enginn hafði komið til kirkjunnar vegna sérstaks áhuga á Chuck Smith. Þau sem komu vildu læra um Jesú, þau vildu læra um Guð, og orð Guðs svalaði þorstanum í hjörtum þeirra. Á næstu samkomur mætti sífellt fleira fólk, Chuck Smith hélt bara áfram þar sem frá var horfið. Hann bjó til kerfi sem gerði það að verkum að með því að mæta til kirkju á hverjum sunnudegi gat maður á tilteknum tíma heyrt prédikað upp úr allri Biblíunni. Mér fannst þetta mögnuð saga. Svo lærði ég kirkjusögu og komst að því að prédikun eins og Chuck Smith iðkaði tíðkaðist á dögum siðbótarinnar í Evrópu. Þar var einmitt áherslan sú að færa fólkinu Guðs orð. Ég hafði reyndar aldrei sjálfur heyrt svona prédikun, hvað þá flutt slíka prédikun. Fyrir nokkrum árum ákvað ég að láta á þetta reyna, að byrja fremst í einhverri bók Biblíunnar og prédika í gegnum hana alla. Af einhverjum ástæðum varð 2. Korintubréf fyrir valinu. Það

Það kom mér á óvart hvað ég þurfti lítið að hafa fyrir því að tengja efni þessa gamla texta við daglegt líf í dag. Þegar ég útskýrði af hvaða tilefni bréfið var skrifað, hvað það var sem söfnuðurinn í Korintu glímdi við, þá fundu flestir samsvörun við það. Biblían talaði. Undirbúningurinn var svo sem ekki flókinn. Ég valdi mér ritskýringarbækur úr tveimur seríum sem ég hafði góða reynslu af. Þegar ég var kominn með efniviðinn fór ég að grisja. Það getur nefnilega verið freistandi að fjalla mjög mikið um eitt orð sem er magnað, eða eitthvað tæknilegt atriði sem skiptir máli í Biblíutúlkun, en er ekki lykilatriði í boðskap textans. Trúin kemur af boðuninni! Mér var kennd sú regla að ef ég gæti ekki sagt í einni setningu inntak þess sem ég ætlaði að prédika um, þá væri prédikunin ekki nógu hnitmiðuð. Ég spurði mig því: „Hvert er inntak textans?“ Yfirleitt gat ég svarað því með einni setningu, allar upplýsingar sem ekki byggðu undir þann boðskap voru því aukaatriði. Yfirleitt tók ég fyrir 10–15 vers í einu. Með því að einblína á kjarna þess sem hver ritningargrein fjallaði um gafst mér rými til að útskýra textann með tilvísunum í dagleg vandamál sem okkur mæta, freistingar sem við stöndum frammi fyrir, í raun að spegla okkur nútímafólk í textanum. Fyrri

hluti 2. Korintubréfs er algjör veisla fyrir prédikara. Söfnuðurinn var mjög ánægður með þetta. Ég fékk síðan oft fyrirspurnir um hvernig í ósköpunum ég ætlaði að fjalla um eitthvað vers eða kafla sem var nokkuð langt í. Útlistunin á Biblíunni vakti áhuga og fólk fór heim og las bókina sem var verið að prédika uppúr. Prédikun sem hvetur safnaðarfólk til sjálfnáms er prédikun sem skilar árangri. Ferðalagið gegnum 2. Korintubréf tók okkur um hálft ár. Ég hef ekki farið sömu leið og Chuck Smith, þ.e. að prédika eingöngu með þessum hætti. Á síðustu árum hef ég þó prédikað í gegnum bæði Korintubréfin, Rómverjabréfið, Galatabréfið, Markúsarguðspjall, nærri allt Lúkasarguðspjall auk þess sem ég hef prédikað gegnum Hósea, Malakí og Opinberunarbókina með því að taka fyrir lykilkafla í þeim bókum. Áður en ég reyndi þetta fannst mér tilhugsunin ógnvekjandi. Þetta væri eflaust svo mikil vinna og ég óttaðist að fólk hefði ekki áhuga á þessu. Það sem gerðist hinsvegar var að ég fann að ég hafði mun meiri kjark þegar ég prédikaði. Þetta voru ekki ómótaðar hugmyndir sem ég fann í kollinum á mér, heldur texti Biblíunnar sem er grunnur trúarinnar. Það kom mér mjög á óvart hvað ég fékk oft sterk viðbrögð hjá áheyrendum. Biblían forðast nefnilega ekki erfiðu málin. Þegar talað er um það sem oft er feimnismál, viðkvæmt eða umdeilt, og það er gert tæpitungulaust (eins og textinn gerir) þá hefur það áhrif á fólk, og alltaf til góðs. Í raun má draga reynslu mína saman í því, að ég hef fengið að reyna það að fagnaðarerindið sé kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir. Trúin kemur af boðuninni! Þegar Guðs orð er boðað kveikir það trú og þegar trúin kviknar leysist kraftur Guðs úr læðingi. Ég vil taka áskorun 2. Tímóteusarbréfs 4.2 og hvet alla sem bera ábyrgð í kristnum söfnuðum að gera það einnig: „Prédika þú orðið.“ ◾ Höfundur er prestur Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu


50   B+

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN UM HEILSU?

© GÍGJA EINARSDÓTTIR

Eric Guðmundsson

N

ú er í tísku að sinna heilsunni. Forvarnir með áherslu á mataræði, hreyfingu og virðingu fyrir náttúrunni er vinsælt efni nú á tímum. Hvað segir Biblían um heilsu og heilsusamlegt líferni? Öll vitum við um þjónustu Jesú Krists hér á jörð. Hann sýndi heilsu manna og vellíðan mikinn áhuga: „Hann fór um … og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi … og menn færðu til hans alla, sem þjáðust af ýmsum sjúkdómum og kvölum, voru haldnir illum öndum, tunglsjúka menn og lama. Og hann læknaði þá“ (Matt 4.23–24). En löngu fyrr hafði Guð sýnt heilsu fólks síns áhuga þegar hann veitti Móse ráð. Margir telja þessar reglur úreltar, frumstæð boð og bönn sem Móse hafi tínt saman frá öðrum þjóðum. En það kemur skýrt fram í textanum að Guð sjálfur var upphaf þessara laga og að tilgangurinn var, eins og fram kemur í 2Mós 15.26, að blessa þjóð sína með því að vernda hana frá þeim sjúkdómum sem þjökuðu Egypta og aðrar þjóðir, því, eins og hann segir, „ég er Drottinn græðari þinn“.

Í Expositor’s Bible Commentary þar sem fjallað er um 3Mós 11 segir: „Lög Levítanna um hreinlæti eiga sér engar efnislegar hliðstæður á meðal nágrannaþjóðanna … Þessi lög eru einkar mikilvæg hvað snertir lýðheilsu … Þau vernduðu Ísrael gegn skaðlegu fæði, hættulegum meindýrum og smitsjúkdómum … Þetta voru þumalfingursreglur sem Guð í visku sinni gaf þjóðinni“ (1990, Zondervan 2. bindi). Hverjar voru þessar ráðleggingar? Lögmál varðandi fæðu Reglur um mataræði eru þær reglur í Biblíunni um heilsufar sem hvað þekktastar eru, um „hrein“ og „óhrein“ dýr (3Mós 11.1–47). Flestir í dag gera sér þó tæplega grein fyrir að þær eiga sér læknisfræðilega stoð. Eerdmans’ Handbook of the Bible segir um þau: „Þessir listar yfir hrein og óhrein dýr hafa merkingu sem mörgum yfirsést. Þeir eru langt frá því að vera byggðir á hindurvitnum eða hleypidómum heldur undirstrika staðreyndir sem voru ekki uppgötvaðar af vísindum fyrr en tiltölulega nýlega … að dýr

bera með sér sjúkdóma sem eru hættulegir mönnum“ (bls. 176). „Hrein“ landdýr eru jórturdýr, grasbítar, svo sem nautgripir, sauðfé, hjartardýr, o.s.frv., sem hafa meltingarkerfi sem er gert til að umbreyta næringarefnum úr grasi, sem meltingarkerfi mannsins ræður ekki við, í vöðvamassa sem menn geta melt. Flest hinna „óhreinu“ dýra eru rándýr eða hræætur sem geta komið af stað sjúkdómum í mönnum ef þeir leggja þau sér til munns. Hreinir fiskar hafa hreistur og ugga. Óhrein vatnadýr, svo sem skelfiskur, virka sem sía í vatni og hreinsa umhverfið. Við það safna þau eiturefnum og sjúkdómsvaldandi bakteríum í vefi líkama síns. Krabbar og humrar eru hræætur og éta dauðar lífverur af botninum. Flestir óhreinir fuglar eru ránfuglar eða hræætur. Guð í visku sinni setti fram leið­bein­ ing­ar um matarval til að vernda fólk sitt gegn hættulegum sjúkdómum, en einnig til að vernda „hreinsunarkefi“ náttúrunnar með því að banna veiðar á þessum dýrum til manneldis. En fjölmargar aðrar meginreglur eru


B+   51

settar fram í Mósebókunum varðandi mataræði, svo sem bann við neyslu mörs og blóðs. Þetta skiljum við nú á dögum þegar mikil áhersla er lögð á fæðu sem er lág af kólesteróli og mettaðri fitu og við skiljum vel í dag að sýkt blóð getur borið hættulega sjúkdóma. Biblían ber einnig fram þá sögulegu staðreynd að hin upprunalega fæða ætluð manninum var ekki af dýraríkinu heldur plönturíkinu. Í Edengarðinum voru „sáðberandi jurtir“ og ávextir gefnir þeim til fæðu (1Mós 2.29). Eftir flóðið benti Guð manninum á að hann gæti bætt kjötvöru við matseðilinn (1Mós 9.3). Það er samt nærtækt að halda að hinn upprunalegi matseðill sé hinn ákjósanlegri. En þumalfingursreglan sem birtist hérna er að mikilvægast sé að velja það besta fáanlega sér til matar við hverjar aðstæður. Víða annars staðar í Biblíunni er að finna skírskotun til heilsueflandi fæðu. Til dæmis má nefna brauðið sem Esekíel var boðið að baka. Hráefnið var „hveiti, bygg, baunir, linsur, hirsi og speldi“ (Esk 4.9). Þetta var því fjölkornabrauð af bestu gerð. Eða þá sagan um Daníel og vini hans sem fóru fram á einfaldan grænmetismat og vatn í stað víns og fæðu frá konungsborði. Hirðstjórinn var sannfærður um að þeim myndi hraka líkamlega og andlega, en þegar tilraun var gerð í 10 daga að beiðni Daníels komu yfirburðir þess mataræðis sem Daníel fór fram á berlega í ljós. Enn frekar talar Biblían gegn ofáti (Okv 28.7) og gegn ofneyslu sætinda svo sem hunangs (Okv 25.16, 27). Reglur um hreinsun — barnsfæðingar og umskurn (3Mós 12.2–5) Okkur getur fundist þessar reglur frumstæðar. En þegar betur er að gáð kemur heilbrigð skynsemi þeirra í ljós. Lögð er áhersla á að móðir og barn dragi sig í hlé eftir fæðingu. Þessi ráðabreytni verndaði móður gegn barnsfararsótt og barnið gegn sýkingum og smiti. Einnig gaf þetta móðurinni hvíld því þennan tíma var hún undanþegin húsverkum. Móðirin fékk þannig næði til að sinna nýfæddu barni og gefa því hin bestu skilyrði við upphaf tilveru þess. Hver svo sem skoðun okkar er á

umskurn drengja þá var þetta afar mikilvægt sáttmálstákn meðal Ísraelsmanna og er enn. Og það er athyglisvert að bæði í 1Mós 17.12 og í 2Mós 12.3 er tilgreint að sveinbörn skulu vera 8 daga gömul þegar athöfn umskurnarinnar fer fram. Rannsóknir læknavísinda nú á dögum hafa einmitt leitt í ljós að ekki fyrr en á áttunda degi er storknunareiginleiki blóðs ungbarns að fullu þroskaður. Lög um hreinlæti og sóttkví Enginn skildi gildi þessara reglna fyrir tilkomu smásjáarinnar og tilvera sýkla var staðfest. En á seinni árum hafa þessi lög sannað gildi sitt og teljast

fjölskyldunnar og einnig til að vernda heilsu einstaklinganna. Það er alkunna að kynferðislegt lauslæti breiðir út alvarlega sjúkdóma. Þessi heilsutengdu siðferðislögmál eru mjög svo í fullu gildi enn í dag. Það er mjög merkilegt að margar menningarþjóðanna sem voru nágrannar Ísrael áttu sér ríka hefð læknismeðferða. En heilbrigðislöggjöfin sem Móse var gefin lagði litla áherslu á meðferð en mikla á forvarnir. Þess vegna kallar Ralph Major í bók sinni A History of Medicine Móse „mesta hönnuð heilbrigðiskerfis sem heimurinn hefur nokkurn tíma þekkt“ (1. bindi, bls. 62–24). Ummæli Stanleys

„Guð hefur veitt fólki sínu leiðsögn, einnig á okkar tímum, í því að vera trúfastir ráðsmenn yfir öllum gjöfum hans, einnig líkama okkar og heilsu.“

heilbrigð skynsemi í dag. Samkvæmt þeim áttu þeir sem snertu dautt eða veikt dýr eða mannveru — eða jafnvel fatnað eða líkamsvessa sjúklings — að baðast og þvo föt sín og komast hjá snertingu við annað fólk. Sýktan fatnað átti að þvo eða brenna. Húsakynni sem sýndu merki um myglusvepp eða höfðu verið hýbýli sjúklings átti að hreinsa, rífa eða brenna til þess að komast hjá dreifingu sýkingarinnar. Einnig voru lög um urðun úrgangs frá fólki og heimilum. Með því að framfylgja þessum einföldu reglum komust Ísraelsmenn hjá farsóttum svo sem taugaveiki, kóleru og blóðkreppusótt sem kemur upp þar sem úrgangi og saur er fleygt á götur eða í ár og læki eða þar sem húsdýr komast í og þau síðan nýtt til manneldis. Að grafa úrgang rýfur lífshringrás margra sníkjudýra sem valda sjúkdómum. Guð kom þessari meginreglu á framfæri við þjóð sína þúsundum ára áður en vísindi nútímans uppgötvuðu gildi þess. Siðferðislögmálið Mörg siðferðislög Biblíunnar tengjast einnig heilsuvernd. Hórdómur var forboðinn til að vernda stöðugleika

Brown, er vann sem læknir í Afríku í 30 ár (1936–1966), um gildi heilbrigðislaga Móse eru merkileg. Hann sagði að ef einföldum og nær ókeypis aðferðum og reglum Móse hefði verið framfylgt í Afríku myndu 80–90% sjúkdómanna sem hrjáðu fólkið vera úr sögunni. Í kærleika sínum og umhyggju fyrir þjóð sinni gaf Guð henni leiðbeiningar sem gátu leitt fólkið framhjá alls kyns ógæfu og erfiðleikum og jafnvel dauða. Þessi lög leiddu ekki til frelsunar fólksins og eilífs lífs. Fórnarkerfið beindi sjónum þeirra til hans sem koma skyldi til að vera fórn fyrir alla sem trúa. Fyrirgefning fyrir blóð Krists er það eina sem hreinsar okkur af synd og opnar okkur leið til eilífs lífs. En Guð hefur veitt fólki sínu leiðsögn, einnig á okkar tímum, í því að vera trúfastir ráðsmenn yfir öllum gjöfum hans, einnig líkama okkar og heilsu. Þannig getum við verið mörgum blessun og fetað í fótspor Jesú Krists, þjónað öðrum og lifað hamingjusömu, tilgangsríku lífi á meðan við væntum komu hans. ◾ Höfundur er formaður Aðventkirkjunnar á ­Íslandi og prestur í Árnessöfnuði


52   B+

Sköpunarsögur Biblíunnar Þórhallur Heimisson

Á

ður en hægt er að segja „einn“ verður að segja núll. Núllið er í raun ótrúlega vanmetin tala. En í því er samt upphafið fólgið samkvæmt Biblíunni. Allir hlutir eiga sér orsök og eitt vex af öðru. En sé orsakasamhengið rakið aftur til upphafsins hlýtur sá upphafspunktur að koma þar sem ekkert er. Því aðeins þar á orsakasamhengið sér byrjun. Tómið er dularfullt og óskiljanlegt. Við eigum ákaflega erfitt með að sjá fyrir okkur „ekkert“, því í hinu daglega lífi okkar miðum við allt við „eitthvað“. Allt efni kemur frá öðru efni og ekkert efni er óendanlegt né kemur af engu. Hið sama á við um tímann og rúmið. Tíminn tikkar frá stund til stundar. Rúmið, rýmið, byggist á orsakasamhengi. Við erum það sem við erum og erum þar sem við erum vegna þess að þróun hefur átt sér stað. En tómið, núllið, hið óskýrða og leynda hlýtur að vera upphaf allra hluta. Upphaf alls að Guð skapar Upphafsorð Biblíunnar hljóða þannig: „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ Eða með öðrum orðum, það er upphaf alls að Guð skapar. Um leið og Guð skapar verður til tími og rúm, himinn og jörð. Áður en hann skapar er ekkert — tómið. Upphafið, sköpunin, er landamæri tómsins og þess sem er. Guð aðgreinir tómið og tilveruna. Spurningin vaknar því hvort veröldin sé sköpuð úr þessu tómi, úr því sem ekki

er, úr núllinu. Um það er Biblían fámál. Guð er það afl sem allt rekur upphaf sitt til, segir hún. Ógnin er þannig einnig fyrir hendi, að ef Guð dregur afl sitt frá landamærunum milli tómsins og tilverunnar, þá hverfist tilveran aftur inn í tómið og hættir þar með að vera til. Verður aftur núll. Sama stef er endurtekið í fyrsta kafla Fyrstu Mósebókar. Þar greinir Guð milli ljóssins og myrkursins. Sögnin sem er notuð yfir þetta sköpunarverk Guðs á hebreskunni er hívdíl, sem þýðir að halda í sundur, aðgreina. Sköpunarsagan, eins og við köllum fyrsta kaflann, er samin upphaflega á hebresku eins og allt Gamla testamentið. Ljósið lifir og lýsir af því að Guð heldur myrkrinu frá því með útréttum armlegg. Ef Guð sleppti takinu á myrkrinu myndi það falla yfir ljósið og tortíma því. Á sama hátt er sköpunin fólgin í því að Guð aðgreinir tómið frá tilverunni og gefur tíma og rými færi á að vera til. Það er upphafið sjálft. Í því rými og úr engu skapar Guð síðan veröldina. Sagan um Eden í Fyrstu Mósebók túlkar hið sama. Á þeim degi er Drottinn Guð gerði himin og jörð var enginn runni merkurinnar til á jörðinni og engar jurtir spruttu því að Drottinn Guð hafði ekki enn látið rigna á jörðina. Og þar var enginn maður til þess að yrkja landið. En móðu lagði upp af jörðinni sem vökvaði allt landið. Þá plantaði Drottinn Guð aldingarð í Eden, í austri, og setti þar manninn sem hann hafði mótað. Og Drottinn Guð lét spretta

af jörðinni alls konar tré, girnileg á að líta og góð af að eta, ásamt lífsins tré í miðjum garðinum og skilnings­ tré góðs og ills (1Mós 2.4–9). Ógnin alltaf fyrir hendi Eyðimörkin er tákn fyrir tómið í fyrstu Mósebók — núllið. Þar þrífst ekkert líf. Þar er ekkert rými og enginn tími. En í eyðimörkinni dregur Guð landamæri. Innan þeirra sprettur úr engu öðru en sköpunarorði Guðs aldingarðurinn Eden — Paradís. Utan þeirra er ekkert. Og þess vegna er ógnin alltaf fyrir hendi. Að Guð víki mætti sínum frá og eyðimörkin taki á ný yfir. Eða að eyðimörkin sigri í hinni endalausu baráttu við lífið. Að myrkrið sigri ljósið. Að hið illa sigri hið góða. Enn eitt stef í Gamla testamentinu undirstrikar þessa ógn sem af tóminu stafar. Þar er tómið í formi hafsins en sköpunin tekur á sig mynd jarðarinnar. Í 104. Davíðssálmi (v. 6–9) segir: Hafflóðið huldi (jörðina) sem klæði, Vötnin náðu upp yfir fjöllin, en fyrir þinni ógnun flýðu þau, fyrir þrumuröddu þinni hörfuðu þau undan með skelfingu, þangað sem þú hafðir búið þeim stað. Þú settir takmörk (landamæri) sem þau mega ekki fara yfir. Þannig er tómið, núllið, forsenda upphafsins. En um leið býr í tóminu eyðingaraflið sem öllu ógnar.


B+   53

„Og það er hin dýpri merking sköpunartrúarinnar. Guð skapar allt og skapaði veröldina í upphafi. En umfram allt þá er hann sá Guð sem heldur öllu við, og án hans myndi veröldin farast.“

Hættan á upplausn Grikkir kölluðu tómið Kaos. Gríski sagnaritarinn Hesiodos greinir frá því og segir: „Fyrst allra hluta varð Kaos til.“ Kaos er sem sagt hluti heimsins hjá Grikkjum hinum fornu, en ekki tómsins fyrir upphafið. Það er það fyrsta sem verður til. Hesiodos lýsir Kaos ekki frekar en þýðing hugtaksins á íslensku er gapandi tóm — Ginnungagap. Hugtakið Ginnungagap er komið til okkar úr Völuspá. Þannig er Ginnungagap og Kaos hið sama. Kaos er að öðru leyti lýst í bókmenntum FornGrikkja sem blöndu allra möguleika tilverunnar. Það er frumblanda sáðkorna heimsins — semina á grísku — geymir sæði veraldarinnar. Og er þar með eitthvað annað en tómið fyrir sköpunina, þó það sé óskópni, ekki sköpun. Það er ekki sjálft núllið. Ógn grísku sköpunarsögunnar felst ekki í tóminu heldur í því upplausnarástandi sem ríkir í Kaos, þar sem öllu ægir saman. Hættan vofir yfir veröldinni að allt fari aftur í upplausn. Þegar menningin hrynur, skipulagið brestur, siðleysið tekur yfir, þá leysist allt upp í hrærigraut óskópnis. En gegn því stendur sköpunarmáttur Guðs samkvæmt hebresku Biblíunni. Þrjár sköpunarsögur Það eru sem sagt nokkrar sköpunar­ sögur í Biblíunni. Sú fyrsta, í fyrsta kafla Fyrstu Mósebókar — Genesis á latínu, sem þýðir upphafið — fjallar um það hvernig Guð skapar heiminn á sjö dögum. Hún er virðulega skrifuð og sýnir frekar fjarlæga mynd af Guði, skapara heimsins. Markmið hennar

er ekki að útskýra vísindalega tilurð jarðarinnar, heldur að undirstrika blessun Guðs og þá trú að öll veröldin sé góð að upplagi og allt sem í henni er. Önnur saga er líka í Fyrstu Mósebók og byrjar á versi fimm í öðrum kafla og heldur áfram í þriðja kafla. Þar segir frá aldingarðinum Eden og þeim Adam og Evu og höggorminum. Hér er Guð sýndur sem mikill gæðakall og mannlegur að öllu leyti. Hann fer til dæmis í labbitúr í Eden í kvöldsvalanum, til að kæla sig eftir hita dagsins og erfiði sköpunarstarfsins, eins og við myndum gera eftir erfiðsdag í hitasvækju. Þriðju sköpunarsöguna sjáum við svo í Davíðssálmum þar sem Guð setur hafinu mörk og lyftir upp himninum. Ein af grunn trúarstoðum kristni Í þeim öllum er meginstefið að Guð er skapari heimsins. Að Guð birtist okkur sem skapari heimsins er ein af grunn trúarstoðum kristninnar, rétt eins og gyðingdóms og íslam. Guð hefur skapað heiminn „allt hið sýnilega og ósýnilega“ eins og segir í Níkeujátningunni svokölluðu. Það er því grundvallarmunur á Guði og öllu öðru, öllu því sem hann hefur skapað. Þessi sköpunar Guð er almáttugur, en orðið „almáttugur“ er þýðing á gríska orðinu Pantocrator sem þýðir alvaldur, bókstaflega „sá sem öllu ræður“ — en táknar í raun þann sem öllu heldur við. Og það er hin dýpri merking

sköpunartrúarinnar. Guð skapar allt og skapaði veröldina í upphafi. En umfram allt þá er hann sá Guð sem heldur öllu við, og án hans myndi veröldin farast. Þannig verndar Guð okkur hverja stund, aðgreinir hverja stund ljósið og myrkrið, viðheldur lífinu sem almáttugur skapari heimsins, og kallar okkur til þess að vinna með sér að viðhaldi sköpunarinnar. Guð er elska Þennan alvald eigum við síðan að kalla pabba okkar — „Föður“ — segir Jesús. „Pabbi, fyrirgefðu þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera,“ sagði hann á krossinum. Og andlátsorð hans voru: „Pabbi, í þínar hendur fel ég anda minn.“ Um leið kenndi Jesú okkur að tala þannig við Guð í bænum okkar. Eins og hann gerði. Guð er líka pabbi okkar eins og segir í bæninni: „Pabbi, þú sem ert á himnum“ — sem segir okkur að skapari heimsins og alvaldur elskar okkur eins og kærleiksríkur pabbi og ástrík mamma elska börnin sín. Guð er elska. Hann skapar heiminn og viðheldur lífinu og tilverunni hverja stund. Hann greinir ljósið frá myrkrinu. Hann heldur eyðimörkinni í skefjum. Hann stöðvar ógn hafsins. Hann skapar lífinu rými í tóminu. Og hann elskar okkur eins og ástríkur pabbi og kærleiksrík mamma. Um það fjalla sköpunar­ sög­ur Biblíunnar. ◾ Höfundur er sóknarprestur í sænsku kirkjunni í Falun, Svíþjóð


54   B+

Biblían í breyttri mynd Með útgáfu Biblíunnar 2007 voru stigin ný skref og þeim á eftir að fjölga. Biblían er væntan­ leg sem rafbók og hugað hefur verið að fleiri nýjungum, að sögn feðganna Jóhanns Páls Valdimarssonar, útgefanda, og Egils Arnar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra, hjá JPV.

É

g bind vonir við að við getum komið Biblíunni út í rafbókarformi jafnvel síðar á þessu ári,“ sagði Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV. „Það er búið að vinna ákveðna forvinnu. Verkefnið strandar í augnablikinu á því að á sínum tíma afhentu þeir sem brutu bókina um ekki umbrotsgögnin á því formi sem þarf til að geta útbúið rafbók. Þegar gögnin koma þá á ekki að vera mikið mál að koma bókinni út í rafbókarformi.“ Feðgarnir sögðu það ekki síst hafa verið vegna 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélags á þessu ári að þeir fóru af stað með útgáfu rafrænnar Biblíu. Rafræna útgáfan verður seld og kaupendur eignast þau eintök sem þeir kaupa, en eiga ekki að geta dreift þeim ólöglega. Egill Örn kvaðst sjá fyrir sér að rafbókarútgáfan verði með þeim möguleikum sem rafbækur geta boðið upp á, hvort sem það eru bókarmerki, möguleiki til að glósa athugasemdir, orðaleit, tilvísanir og annað. Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi JPV, sagði það í sjálfu sér hafa verið tímaspursmál

Egill Örn Jóhannsson

hvenær rafræn útgáfa íslensku Biblíunnar kæmi út. Biblían eigi að vera til á því formi. Biblían býður upp á marga möguleika En hefur JPV áform um að auka biblíuúrvalið enn meir? „Við vorum síðast að skoða hvort hægt væri að að gefa Biblíuna út í ódýrari búningi,“ sagði Jóhann Páll. „Þegar við öfluðum verðtilboða fannst okkur vera lítill verðmunur á því sem kalla mætti ódýrari útgáfur og þeim bókum sem við eigum til sölu. Okkur fannst hreinlega ekki hægt að fá Biblíuna prentaða á því verði sem gerði okkur kleift að lækka útsöluverðið verulega frá þeirri útgáfu sem við erum með. Verðið á henni helgast af því hvað gengi krónunnar var lágt skráð þegar við lögðum upp með hana.“ Jóhann Páll sagði að draumur hans hefði alltaf verið að gefa út handhægar útgáfur af Biblíunni. Hann nefndi t.d. rennilásabiblíur. „Það er ekki bara gengi krónunnar heldur einnig markaðssmæðin sem gerir okkur erfitt um vik. Ef við

Jóhann Páll Valdimarsson

© HARALDUR GUÐJÓNSSON


B+   55

værum að prenta Biblíur í risastórum upplögum, eins og grundvöllur er fyrir á meðal stærri þjóða, þá gætum við bæði framleitt ódýrari útgáfur og eins vandaðri gerðir á viðráðanlegu verði.“ JPV gaf Biblíu 2007 út í kiljuútgáfu og er það ódýrasta útgáfa nýju þýðingarinnar. Jóhann Páll kvaðst hafa gert sér vonir um að kiljuútgáfan seldist mun meira en raunin varð. Einstakar bækur Biblíunnar hafa oft verið gefnar út í sérútgáfum. Jóhann Páll nefndi að Canongate-útgáfan í Bretlandi hefði gefið út guðspjöllin með formálum eftir þekkta breska höfunda. Bækurnar komu út á prenti, sem rafbækur og hljóðbækur og fengu góðar viðtökur. „Ég hef lengi hugleitt hvort ekki sé hægt að gera fallega gjafabók úr Saltaranum (Davíðssálmum). Orðskviðir Salómons eru líka efni í gjafabók. Við erum með seríu í gjafabroti sem þannig útgáfur gætu passað inn í,“ sagði Jóhann Páll. Til dæmis um frumlega nálgun við biblíuútgáfu nefndi Jóhann Páll bandaríska letur- og bókahönnuðinn, Adam Lewis Greene, sem hannaði nýja framsetningu Biblíunnar. Nálgun hans var að textinn ætti að vera hreinn og ásýndin líkust því sem lesendur þekkja af skáldsögum. Hann hannaði nýtt letur og fjarlægði síðari tíma viðbætur eins og neðanmálsgreinar, versa- og kaflanúmer. Frásögnin fékk að njóta sín í hreinum texta. Verkið kom út 2014 í fjórum bindum undir heitinu Bibliotheca. Útgefandinn leitaði eftir hópfjármögnun í gegnum Kickstarter og stefndi að því að fá 37 þúsund bandaríkjadali (4,9 milljónir króna) til að standa straum af fyrstu prentun. Viðbrögðin urðu gríðarlega góð og á endanum söfnuðust meira en 1,4 milljónir dala (yfir 187 milljónir króna). Fjársöfnunin sló nýtt met á Kickstarter. Til eru fleiri útgáfur texta Biblíunnar, án kafla- og versanúmera og annarra viðbóta. Jóhann sagði að sú nálgun sé ef til vill eitthvað sem velta mætti fyrir sér hér á landi. Minni sala en vonast var til „Ég var fullur tilhlökkunar, þegar við fengum útgáfuréttinn að Biblíunni — að geta búið til fallega og skemmtilega prentgripi. Líklega er ekkert annað lesefni sem býður upp á að gera jafn fjölbreytta prentgripi og Biblían,“ sagði Jóhann Páll. Mjög var vandað til umgjörðar nýju Biblíunnar hvað

varðaði leturgerð, umbrot og bókband. „Ég er stoltur af því hvernig til tókst. Það hjálpaði okkur að gengi íslensku krónunnar var lágt á þeim tíma. Við gátum leyft okkur vandaðri bókargerð og að láta prenta hjá besta biblíuprentara í heimi, sem er í Hollandi.“ Jóhann Páll sagði að prentkostnaður Biblíunnar hefði tvöfaldast við gengisfall krónunnar í kjölfar bankahrunsins og það gerði erfiðara fyrir með útgáfu nýrra gerða. Jóhann Páll sagði að biblíusalan hefði ekki orðið jafn mikil og hann gerði sér vonir um í upphafi. Hann nefndi almennan samdrátt í biblíusölu í nágrannalöndum, en gagnrýni á þýðinguna 2007 hefði einnig haft áhrif. „Salan byrjaði ákaflega vel þegar Biblían kom út 2007. Ég velkist ekki í vafa um að deilur sem risu vegna nýju þýðingarinnar höfðu skaðleg áhrif á söluna. Það gildir almennt í bókaútgáfu að ef upp koma deilur um bækur þá er eins og fólk hræðist að kaupa þær, þótt það viti ekki um hvað deilan snýst.“ Heiður að því að gefa út Biblíuna Forlagið, sem JPV er hluti af, hefur gefið út þúsundir bókatitla. Er eitthvað sem gerir Biblíuna frábrugðna öðrum bókum? Fylgir því heiður að vera biblíuútgefandi? „Sé maður spurður erlendis hvað maður gefi út þá er Biblían eitt af því fyrsta sem maður telur upp af útgáfuverkum sínum,“ sagði Egill Örn. Hann sagði að sér þætti mikill heiður að því að vera útgefandi Biblíunnar. Jóhann Páll tók undir það og kvaðst vera óendanlega stoltur af því að gefa út Biblíuna. „Ég fullyrði að þau tíðindi sem hafa haft mest áhrif á mig í mínu útgáfustarfi séu þau þegar mér var treyst til að gefa út Biblíuna,“ sagði Jóhann Páll. Biblían hefur verið mikill áhrifavaldur í menningu og listum Vesturlanda um aldir. Hefur hún enn áhrif? „Menning okkar er í meginatriðum grundvölluð á Biblíunni,“ sagði Jóhann Páll. „Nefna má öll þau listaverk sem beinlínis eru sprottin úr Biblíunni, sama hvort við tölum um tónlist, myndlist eða ritlist. Verk sem hafa óendanlegar skírskotanir til Biblíunnar. Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst.“ En les útgefandinn í Biblíunni? „Ég hef mest lesið Saltarann og Orðskviðina. Guðspjöllin hef ég auðvitað lesið og flest oftar en

→→


56   B+

Egill Örn og Jóhann Páll

„Ég fullyrði að þau tíðindi sem hafa haft mest áhrif á mig í mínu útgáfustarfi séu þau þegar mér var treyst til að gefa út Biblíuna.“

→→

einu sinni. Fjallræðan er í uppáhaldi hjá mér, enda er það frægasta ræða sögunnar,“ sagði Jóhann Páll. Hann sagði að eftir að JPV var treyst fyrir útgáfu Biblíunnar hefði hann mikið skoðað Biblíuna, hinar ýmsu biblíuútgáfur og fróðleik tengdan Biblíunni. „Ég veit tvímælalaust talsvert mikið meira um Biblíuna, tilurð hennar, efni og útgáfusögu nú en áður. Allt í kringum þetta er óendanlega áhugavert.“ Apókrýfar bækur Gamla testamentisins eru í nýju Biblíunni en þær höfðu ekki verið í íslenskri biblíuútgáfu síðan 1859. Biblíu 2007 er einnig hægt að fá án apókrýfu bókanna og er það í fyrsta sinn í íslenskri biblíusögu að hægt er að velja um mismunandi útgáfur sömu þýðingar hvað innihald varðar. Víst er að biblíuþýðingin sem kom út 2007 verður endurskoðuð með tíð og tíma. Kemur til greina að slík endurskoðun verði fyrst kynnt til sögunnar með uppfærslu á rafbókarútgáfu þannig að til verði Biblía 2007.1, 2007.2 o.s.frv. áður en breytingarnar sjást í prentaðri útgáfu?

© HARALDUR GUÐJÓNSSON

„Þetta þætti mér mjög skynsamleg nálgun af hálfu Bibíufélagsins,“ sagði Egill Örn. „Við vinnum orðabækur okkar að hluta til með þessum hætti. Þegar gerðar eru breytingar á innihaldi þeirra þá birtist það fyrst á Netinu á vefsvæðinu snara.is. Það er ekki fyrr en breytingar og viðbætur eru orðnar miklar að það réttlætir nýja útgáfu á prenti. Fram að því njóta allir breytinganna og viðbótanna á Netinu.“ Yngsta og elsta biblíuútgáfan Jóhann sagði að um svipað leyti og JPV tók við útgáfu biblíuþýðingarinnar, sem kom út 2007, hefði forlagið eignast nokkra tugi óbundinna eintaka af ljósprentun Guðbrandsbiblíu, fyrstu útgáfu Biblíunnar frá 1584. Arkirnar komu úr prentun sem Sverrir Kristinsson lét gera og gaf út 1984. „Þegar við fengum útgáfuréttinn að Biblíunni lét ég mig dreyma um að láta binda þessi eintök inn,“ sagði Jóhann Páll. „Við höfum ekkert aðhafst í málinu, enn sem komið er. Við höfum hugleitt að leita til bókbindara í Eystrasaltslöndunum þar sem handverk er á háu stigi. Mér finnst við liggja á gulli að eiga þetta. Auðvitað munum við einhvern tíma láta binda þetta inn.“ ◾

Viðtal: Guðni Einarsson


B+   57

Ljósmyndasamkeppni

© GRAHAM GODFREY

Þorskastríðin þrjú voru háð á Íslandsmiðum á tímabilinu 1958–1976 en deilurnar snerust um fiskveiði­ réttindi við Íslandsstrendur

Biblían og þorskastríðin S

tundum hafa menn ræðst við með ritningartilvitnunum og er þekkt svonefnt Biblíustríð þeirra Eiríks heitins Kristóferssonar, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, og Andersons, flotaforingja í breska sjóhernum, í þorskastríðinu þegar tekist var á um útfærslu landhelginnar í 12 mílur 1958–1961. Anderson endaði gjarnan skýrslur sínar til breska flotamálaráðuneytisins með ritningartilvitnun en það var ekki óþekkt í breska sjóhernum. Eiríkur tók upp á því að svara í sömu mynt eins og rakið er í endurminningum hans Eldhress í heila öld eftir Gylfa Gröndal. Viðureigninni lauk með því að Anderson hætti að svara Eiríki, sem þar með var talinn hafa sigrað í Biblíustríðinu og það áður en landhelgisdeilan var til lykta leidd. Hér er stutt tilvitnun úr kaflanum Baujur og biblíustríð:

Eitt sinn gætir Anderson fjölmargra breskra togara fyrir utan Patreksfjörð. Allt í einu færir hann þá norður í Ísafjarðardjúp og skipar þeim með harðri hendi að vera þar fyrir innan tólf mílurnar, en sannleikurinn var sá að afli var tregur þar um slóðir, svo að skipstjórarnir höfðu lítinn áhuga á að veiða þar. Af þessu tilefni sendi ég Anderson tilvitnun í Orðskviðina, 23. kapítula, 10.–11. vers: „Fær þú eigi úr stað landamerki ekkjunnar, og gakk þú eigi inn á akra munaðarleysingjanna. Því að lausnari þeirra er sterkur — hann mun flytja mál þeirra gegn þér.“ Anderson svarar um hæl, en með heldur bitlausri tilvísun í Orðskviðina, 27. kapítula, 23. vers: „Haf nákvæmar gætur á útliti sauða þinna, og veit hjörðunum athygli þína.“ ◾

Hið íslenska biblíufélag efndi til ljósmyndasamkeppni í mars. Þema myndanna var páskar. Berglind Guðmundsdóttir ljósmyndari var dómari keppninnar. Berglind útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum vorið 2012 en hefur unnið sem ljósmyndari síðan vorið 2013. Berglind hefur á sínum stutta ferli fengið fjölbreytt verkefni og hafa myndir hennar verið birtar hjá þekktum aðilum, m.a. Gydja Collection, Tefélaginu, Frjálsíþróttasambandi Íslands, Iceland Spring, Mói Design og Birna Design. Biblíufélagið þakkar Berglindi innilega fyrir aðstoðina. Alls bárust 13 myndir í keppnina. Veitt voru þrenn verðlaun, páska­ egg, fyrir þrjú fyrstu sætin. Biblíu­félagið óskar sigurvegurum til hamingju með árangurinn í ljósmyndasamkeppni HÍB. 1. sæti  krossfesting Árni Svanur Daníelsson 2. sæti  páskar Árný Jóhannsdóttir 3. sæti  kærleikur Vigdís Pálsdóttir

1

Sá sem yður kýs … Einu sinni varð að gera hlé á talningu atkvæða í bæjarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum og senda eftir Biblíu, því skrifað hafði verið á kjörseðil ritningarversið Jesaja 41.24 og mönnum lék forvitni á að vita hvaða skilaboð væri þar að finna. Versið hljóðar svo: „Nei, þér eruð ekkert og verk yðar alls ekki neitt, sá sem yður kýs, kýs viðurstyggð.“

2

3


58   B+

Hátíðartextar með augum barnanna B

iblíufélagið fékk börn í Vinagarði, leikskóla KFUM og KFUK, til þess að teikna myndir við hátíðartexta sem valdir voru í tilefni af 200 ára afmælisári félagsins. Leikskóli KFUM og KFUK var stofnaður 17. nóvember 1975 og starfaði að Langagerði 1 í rúm 26 ár. Hann fluttist á Holtaveg 28 í Reykjavík árið 2002 og hlaut þá nafnið Vinagarður, leikskóli KFUM og K. Leikskólastjóri er María Sighvatsdóttir. Vinagarður er staðsettur í Laugar­dalnum í Reykjavík. Starf leikskólans tekur mið af aðalnámskrá leikskóla en auk þess er gengið

út frá forsendum kristinnar trúar og áhersla lögð á kristna fræðslu, kristilegt siðgæði og að barnið öðlist grundvallartraust sem er viðfangsefni í trúarlegri uppeldismótun. Í starfi leikskólans er einnig lögð áhersla á að börnin læri um náttúruna, læri að bera umhyggju fyrir henni og öllu því sem Guð hefur skapað. Vináttan í víðum skilningi þess orðs er eins og rauður þráður í starfi leikskólans og er hún eitt af sérkennum hans. Tengist vináttan ávallt þemanu á einhvern hátt. Skólinn er fyrir

börn frá 18 mánaða aldri og skiptist í fimm deildir eftir aldri barnanna. Yngstu börnin eru á Lambagarði og Ungagarði en Kópagarður og Grísagarður eru fyrir þriggja og fjögurra ára börnin og Uglugarður er fyrir fimm ára börnin. Það voru elstu börnin sem myndskreyttu hátíðartextana sem sjá má hér á opnunni. Biblíufélagið þakkar þessum frábæru börnum fyrir að myndskreyta hátíðartexta félagsins. Um leið minnum við á að boðskapur Biblíunnar á erindi við alla aldurshópa, unga sem aldna. ◾

Sköpunarsagan 1Mós 1.1–2.4

Kærleikurinn mestur 1Kor 13

Sæluboð fjallræðunnar Matt 5.1–11

RÓSA KRISTÍN EINARSDÓTTIR

MATTHILDUR SÓLEY EGGERTSDÓTTIR

ÁSTA DÍSA HLYNSDÓTTIR

Augu þín sáu mig Slm 139

Jerúsalem hughreyst Jes 40.1–11

Friðarhöfðinginn Jes 9.1–6

BJÖRGVIN MÁR REYNISSON

THELMA KRISTÍN BJARTMARSDÓTTIR

JAKOB MAGNÚSSON


B+   59

Listamennirnir í Vinagarði.

© RAGNHILDUR ÁSGEIRSDÓTTIR

Köllun Móse 2Mós 3.1–17

Bæn guðsmannsins Móse Slm 90.1–4, 12–17

Miskunnsami Samverjinn Lúk 10.25–37

ELLEN JÚLÍUSDÓTTIR

SUNNEVA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR

JÓNAS FJÖLNISSON

Páskar og upprisa Mrk 14.12–25 og 16.1–8

Gjöf heilags anda Post 2.1–13

Fæðing Jesú Lúk 2.1–20

SIGURMUNDUR GÍSLI UNNARSSON

GABRÍEL ÓLAFSSON LONG

EVA KARÍTAS BÓASDÓTTIR


60   B+

Lifandi orð Orð Guðs er lifandi, öflugt og beitt, innst inn í hugarins fylgsni fær sneitt, dæmir þar hugsun og hugrenning fljótt, hjarta mitt fyllir af gleði og þrótt. Sverð er það andans til baráttu best, byggir upp trúna og hughreystir mest. Orð Guðs er styrkur í stríði og raun, staðfestir himnesk að bíði mín laun. Heilagt Guðs orð er mér hvatning á braut, haldreipi gott þegar reynir á þraut. Fyrirheit Guðs aldrei fellur á brott fúslega‘ að treysta því reynist mér gott. Jesús er orð Guðs til okkar á jörð, yfir mér vakir, ég er í hans hjörð. Vil ég þú lífið og vegur sért minn vegferð mér greiði æ sannleikur þinn.

Guðlaugur Gunnarsson


B+   61

Jefferson-Biblían Thomas Jefferson, forseti Bandaríkjanna, bjó til sína eigin útgáfu af sögunni af Jesú frá Nasaret

T

homas Jefferson (1743–1826) var þriðji forseti Bandaríkjanna og einn af aðalhöfundum bandarísku stjórnarskrárinnar. Hann var talsmaður lýðræðis og mannréttinda og einn forystumanna í frelsisbaráttu Bandaríkjanna á síðari hluta 18. aldar. Jefferson var þó ekki aðeins áhrifamikill stjórnmálamaður. Hann var líka einn helsti bandaríski forvígismaður þeirrar stefnu sem í hugmyndasögu er kölluð Upplýsingin. Hann talaði fimm tungumál, var eldheitur áhugamaður um vísindi, arkitektúr, heimspeki og trúarbrögð og stofnaði háskólann í Virginíu svo eitthvað sé nefnt. Á efri árum, þegar tók að hægjast um hjá Jefferson, tók hann sér á hendur heldur athyglisvert verkefni, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á Biblíunni og áhrifum hennar. Hann ákvað að búa til sína eigin útgáfu af sögunni af Jesú frá Nasaret. Efniviðurinn í þá útgáfu voru guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu. Jefferson bætti engu við söguna, hann klippti aðeins út það sem honum ekki hugnaðist. Til verksins varð hann sér út um eintök af Nýja testamentinu á nokkrum tungumálum, ensku, frönsku, latínu og grísku og skar þau í sundur með rakhníf. Síðan raðaði hann þeim upp hlið við hlið og úr varð frásögn af Jesú frá Nasaret á fjórum tungumálum, eins og Jefferson vildi hafa hana. Jefferson lauk við verkið í kringum 1820 og gaf ritinu heitið Ævi og siðareglur Jesú frá Nasaret. Jefferson sagði ekki mörgum frá þessu uppátæki sínu. Aðeins fáeinum vinum og vandamönnum enda vissi hann að skyldi það spyrjast út að hann hefði klippt Nýja testamentið í sundur þá kæmist kirkjufólk í uppnám. Og efni sögunnar myndi ekki síður valda fjaðrafoki enda batt Jefferson bagga sína ekki sömu hnútum og kirkjulegir valdamenn þegar kom að trúarskoðunum. Í bréfi til vinar síns frá árinu 1819 segir Jefferson: „Ég er minn eigin trúflokkur“ en hafnaði þó öllum fullyrðingum þess efnis að hann væri ekki kristinn. Í öðru bréfi til annars vinar sagði hann um guðspjallaúrklippur sínar að fegurri og dýrmætari siðareglur hefði hann aldrei komist í tæri við. Útgáfa sín af sögunni af Jesú væri sönnun þess að hann væri kristinn, sannur lærisveinn Jesú frá Nasaret. En hvert var svo efni Jefferson-Biblíunnar, eins og ritið er jafnan kallað? Helstu frávikin frá frumtexta Nýja testamentisins felast í því að í samræmi við trúarskoðanir sínar, klippti Jefferson allt það sem kalla mætti yfirnáttúruleg inngrip, öll kraftaverk, burt. Frásögnin hefst á fæðingarfrásögn Lúkasar og lýkur í 19. kafla Jóhannesarguðspjalls þegar vinir Jesú koma honum fyrir í gröfinni. Jefferson-Biblían er dæmigerður upplýsingartexti. Upplýsingin hvatti menn til þess að nota

Jefferson klippti út það sem honum ekki hugnað­ ist. Til verksins varð hann sér út um eintök af Nýja testamentinu á nokkrum tungumálum, ensku, frönsku, latínu og grísku og skar þau í sundur með rakhníf. Síðan raðaði hann þeim upp hlið við hlið. Hér má sjá síðu í bókinni sem nú hefur verið gefin út.

eigin skynsemi, þora að hugsa sjálfstætt og brjótast undan hlekkjum hugarfarsins. Allt sem stangaðist á við skynsemi mannsins skyldi víkja, þar á meðal kraftaverk Jesú. Jefferson var ekki sá fysti sem setti fram þessa skoðun — það höfðu þýskir fræðimenn gert allnokkru áður — en fáir gerðu það með jafn áþreifanlegum og allt að því táknrænum hætti. Jefferson beinlínis klippti Biblíuna í sundur. Með nokkrum rétti má segja að allar götur síðan hafi kristnir guðfræðingar fundið sig knúna til að horfa aftur til þeirra viðburðaríku tíma þegar menn hófu skærin á loft í fyrsta skipti. Og verkefnið? Að koma brotunum saman, í einni eða annarri mynd. ◾ Haraldur Hreinsson tók saman

JEFFERSON-BIBLÍAN Á VEF SMITHSONIAN-SAFNSINS Í WASHINGTON americanhistory.si.edu/jeffersonbible/


62   B+

„Nær enginn í kirkjunni minni á Biblíu“

Faðir Aþenagoras er prestur grísku rétttrúnaðarkirkjunnar á Kúbu Hans J. Sagrusten

F

aðir Aþenagoras (45 ára) er smávaxinn maður með brennandi, brún augu. Hann hlær þegar ég spyr um fullt starfsheiti hans. „Það er ekki svo voðalegt, þú getur kallað mig föður Aþenagoras,“ segir hann. „En starfsheiti mitt er erkimandrít faðir Aþenagoras,“ segir hann og hlær á ný, svo að brúnt andlit hans verður alsett þúsundum broshrukkna. Svarti kyrtillinn og höfuðfatið hans sýna að hann er prestur í rétttrúnaðarkirkjunni. Hann er fæddur í Kólumbíu, en fjölskylda hans er

„Í Kristi tölum við öll sama tungumálið. Þá ættum við líka að lesa sömu Biblíuna.“

grísk, og hann hefur því alist upp í grísku rétttrúnaðarkirkjunni. Hann hefur helgað líf sitt þjónustunni við Guð sem prestur og munkur innan grísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Um sex ára skeið bjó hann í klaustri í Grikklandi, í hinu heimsþekkta Aþosfjallsklaustri. „Í klaustrinu gat guðsþjónustan staðið yfir í allt að níu klukkustundir,“ segir hann og hlær þegar hann sér viðbrögðin. Fyrir fimm árum kom hann til Kúbu og hóf störf sem prestur í grísku rétttrúnaðarkirkjunni. Litla, gríska kirkjan var stofnuð eftir að nokkrir kristnir innan rétttrúnaðarkirkjunnar skrifuðu patríarkanum í

Faðir Aþenagoras

© DAG KJÆR SMEMO

Konstantínópel fyrir um það bil 20 árum og báðu hann um að leggja grunn að kirkju á Kúbu. Árið 2004 var grísku rétttrúnaðarkirkjunni komið á fót. Í dag telur kirkja föður Aþenagorasar sex hundruð meðlimi í Havana og samtals 1200 manns á allri eyjunni. „Það er svo margt ungt fólk í kirkjunni okkar,“ segir faðir Aþenagoras og augu hans ljóma. „Unga fólkið kemur til guðsþjónustu klukkan níu að morgni á sunnudögum og jafnvel þótt guðsþjónustan standi yfir í þrjár klukkustundir, fer samt enginn. Það er unga fólkið sem er forsöngvarar kirkjunnar.“ „Þú finnur á þér, að kúbverska þjóðin er í meginatriðum alvarlega, andlega hugsandi. Hún þráir ósvikna trú á Guð.“ Margir í kirkjunni hans eru í biblíuleshópum, en erfitt er að safna fólki saman, þegar það býr vítt og breitt um alla stórborgina Havana. Af þeim sökum ætti faðir Aþenagoras að óska eftir því, að fleira fólk í kirkjunni hans eignist sína eigin Biblíu heima, sem það gæti lesið í upp á eigin spýtur. „Allir í kirkjunni okkar óska eftir Biblíum, en nær enginn á sína eigin Biblíu,“ segir hann.

Hann greinir frá því að ekki sé sterk hefð fyrir því að Biblían sé lesin í kirkjunni hans. En í hinu heilaga atferli eru biblíutextarnir miðlægir. Þar er lesið úr guðspjallinu á tveimur tungumálum, bæði grísku og spænsku. Faðir Aþenagoras segir frá því, að draumur sinn sé sá að öll hin ólíku kirkjusamfélög á Kúbu geti sameinast um sömu biblíu­útgáfuna. Slíkt myndi gera eininguna á meðal kristins fólks sýnilega. „Í Kristi tölum við öll sama tungumálið. Þá ættum við líka að lesa sömu Biblíuna,“ segir hann. Áður en hann fer út úr skrifstofunni til fundar við Biblíuráðið, horfir hann á okkur með ákafa í augum sínum og greinir frá því hversu mikilvægt það sé að fá biblíuútgáfur fyrir marga, mismunandi hópa; börn, unglinga og þau sem dúsa í fangelsum. Að lokum nefnir faðir Aþenagoras hóp sem hugur hans dvelur sérstaklega hjá: Eldri konurnar. Þær sem oftast spyrja hann, hvort þær geti fengið sínar eigin Biblíur, eru ömmurnar í kirkjunni hans. „Ömmurnar koma til mín og spyrja eftir Biblíum með stóru letri. Þær hafa ef til vill átt Biblíur sem þær hafa lesið í, en nú vantar þær nýjar Biblíur með stóru letri,“ segir faðir Aþenagoras. ◾ Höfundur starfar hjá norska biblíufélaginu Þýðandi: Þorgils Hlynur Þorbergsson


B+   63

Kirkjurnar eru fullar af fólki, en biblíulausar Alain Montano er framkvæmdastjóri Biblíufélagsins á Kúbu STAÐREYNDIR UM KÚBU

11,5

MILLJÓNIR ÍBÚA

5,4

MILLJÓNIR TILHEYRA RÓMVERSK-KAÞÓLSKU KIRKJUNNI

800.000 MÓTMÆLENDUR

62

MISMUNANDI KIRKJUSAMFÉLÖG BIBLÍUFÉLAGIÐ Á KÚBU ER Í SAMSTARFI VIÐ ÖLL KIRKJUSAMFÉLÖGIN

Börn streyma inn í kirkjuna í borginni Santiago í austurhluta Kúbu. Orðrómurinn hefur borist til nágrennisins: „Þeir deila út barnabiblíum!“ Börn raða sér í kringum Alain Montano og teygja fram hendurnar. Alain útdeilir á meðan birgðir endast.

Hans J. Sagrusten og Bernt G. Olsen

Á

Kúbu hefur fjöldi kristinna tvöfaldast á tíu árum. En skorturinn á Biblíum er mikill. Aðstæðum má lýsa þannig: „Kirkjurnar eru fullar af fólki, en biblíulausar.“ Alain er framkvæmdastjóri Biblíufélagsins á Kúbu. Á félagsfund í Santiago hefur hann meðferðis kassa með barnabiblíum í. Á fundinum eru 700 manns, en aðeins fáir þeirra eiga Biblíu. Vandlega er haldið utan um þær. Alain hefur horft yfir söfnuðinn og telur að hann eigi enn barnabiblíur til þess að útdeila. En þegar hann biður börnin um að koma fram, koma um það bil 30–40 inn af götunni. Ásamt hinum börnunum teygja þau sig í áttina að Alain. Þau síðustu sem koma fram, fá ekki þær barnabiblíur, sem þau höfðu vonast eftir að fá. Alain á nokkur hefti með biblíusögum sem hann deilir út og enginn fer því tómhentur til baka. Samt sjáum við vonbrigðin í augum þeirra síðustu sem komu. Svona eru aðstæðurnar á Kúbu. Það eru engar bókabúðir til sem selja Biblíur hér. Öll dreifing á Biblíunni fer fram í gegnum Biblíufélagið, en það hefur engin tök á því að útvega nógu margar Biblíur. Það er algjörlega háð því að kristið fólk í öðrum löndum borgi fyrir prentun og sendingu á Biblíum til Kúbu. Á biblíudaginn getum við lagt okkar af mörkum til þess að kristið fólk á Kúbu geti fengið það sem það óskar sér heitast: Að eignast sína eigin Biblíu. ◾ Höfundar starfa hjá norska biblíufélaginu


64   B+

Apókrýfu bækurnar og hlutverk þeirra Mikolaj Kecik

H

eil bókasöfn með apókrýfum ritum Biblíunnar eru til og hefur þessi grein því að geyma afar takmarkaða kynningu þeirra. Orðið sjálft merkir eitthvað hulið eða falið og er komið úr grísku, apokryphos; af apo + kryptein; að fela. Fyrst merkti það ritin sem átti að lesa í einrúmi, eins og Ljóðaljóðin, en þau skyldu Hebrear ekki fá að lesa fyrr en þeir væru orðnir þrítugir að aldri. Síðan var hugtakið aðallega notað af kirkjufeðrunum, eins og Íreneusi, til þess að lýsa bókum gnost­ískra rithöfunda, skrifuðum undir nafni þekktrar manneskju úr Biblíunni. Síðar, eða á 4. öld, varð apókrýft tæknilegt heiti sem átti að lýsa öllum bókum sem ekki voru innan kanónsins og fengu ekki sinn sess í Biblíunni. Áhrif siðbreytingarinnar Með siðbreytingunni tók Lúther Biblíu Gyðinga sem hinum innblásna texta, þannig að öll ritin, og hlutar nokkurra rita sem voru í grísku útgáfu Biblíunnar, voru í huga hans apókrýf rit. Þau rit, sem rómversk-kaþólskir menn kalla apókrýf, kalla mótmælendur falsvitnanir (pseudoepigraphams). Þekktust slíkra rita innan Gamla testamentisins eru Enoksbækurnar, Fagnaðarbókin, Sáttmálsbók patríarkanna tólf, Sálmar Salómons, Opinberanir Abrahams og Bækur Sybillu. Listinn yfir þekktar apókrýfar bækur inniheldur um það bil 70 rit. Þau eru hins vegar miklu fleiri innan Nýja testamentisins. Mörg ritanna voru skrifuð til að fylla upp í atvik sem ekki er greint frá í guðspjöllunum, eins og bernsku Jesú (Jakobsguðspjall), eða hvað um postulana varð eftir upprisu Jesú Krists; bréf sem hugsanlegt er að Jesús eða postularnir,

Mikolaj Kecik

© GÍGJA EINARSDÓTTIR

„Listinn yfir þekktar apókrýfar bækur inniheldur um það bil 70 rit. Þau eru hins vegar miklu fleiri innan Nýja testamentisins.“

María eða aðrar persónur Biblíunnar (Pílatus, Jósef frá Arimaþeu) hafi skrifað. Síðan höfum við enn önnur, sem ef til vill eru að fullu glötuð, eins og bréf Páls til Laodíkeumanna. Allt er þetta heillandi, en hér er ekki rými til að rekja það lengra. Það sem lútherskir menn kalla apókrýf rit nefna rómversk-kaþólskir menn annað lögmál. Þetta hugtak var búið til sem rök fyrir því að útiloka þau af skrá yfir rit innblásin af Guði, jafnvel þótt Lúther hefði sjálfur sagt að þau væru „góð og nytsöm til lestrar“. Ákvörðun um þetta var tekin, þegar Lúther kaus hebresku útgáfu Biblíunnar en ekki þá grísku. Þær bækur sem útundan urðu

eru Síraksbók, Speki Salómons, 1. og 2. Makkabeabók, Tóbítsbók, Júdítarbók og Barúksbók. Gríska útgáfan hefur einnig bætt við versum í Esterarbók og Daníelsbók, eins og frásögninni um Bel og drekann, lofsöng ungmennanna þriggja og sögu Súsönnu. Afstaða Lúthers Almennt hefur verið álitið að þessar bækur og bókahluta hafi Lúther ekki samþykkt af því að þeir voru ritaðir á grísku. Núna er erfitt að segja til um hvað réði ákvörðun hans. Sumir rómversk-kaþólskir ritskýrendur halda því fram, að það hafi verið vegna þess að nokkur atriði brjóta í bága við kenningar


B+   65

hans, eins og það að biðja fyrir hinum látnu (jafnvel að borga til musterisins fyrir þá) — Makkabear, staða æðsta prestsins, sem nefndist Símon — Síraksbók; helgi hjónabandsins sem náðarmeðals — Tóbítsbók. Ég hygg að það sé miklu nær lagi að líta svo á að hann hafi talið hebresku útgáfuna vera eldri og upprunalegri. Því miður er hebreska útgáfan, eins og hún var á 16. öld og er enn, einungis frá síðari hluta 10. aldar. Af hinum 350 tilvitnunum úr Gamla testamentinu sem við finnum í Nýja testamentinu eru nærri 300 úr Septúagintu, grísku þýðingunni sem unnið var að í Alexandríu. Árið 70 eftir Krists burð ákváðu rabbínarnir í Jammna að nota ekki grísku þýðinguna, þar sem kristnir menn notuðu hana og til þess að koma í veg fyrir að Hebrear læsu Nýja testamentið. Glæný kenning er á þá leið að Lúther hafi í upphafi viljað útiloka nokkur rit úr Nýja testamentinu, þ.e. rit á borð við Jakobsbréfið, Síðara Pétursbréf, 2. Jóhannesarbréf og Júdasarbréfið. Þetta var samþykkt af vesturkirkjunni (hinni rómversk-kaþólsku) á kirkjuþinginu í Cartagena árið 397, þar sem Ágústínus var viðstaddur. Austurkirkjan (rétttrúnaðarkirkjan) var miklu tregari til að samþykkja sum ritin, eins og Síðara Pétursbréf og Júdasarbréfið, en á 6. öld var sama lögmálið samþykkt í gjörvallri kirkjunni. Skyldleiki Við getum ekki greint frá sögu sérhvers rits hér, sögulegum tíma þess og tungumáli. Nú vitum við að aðeins tvær þessara bóka voru einungis ritaðar á grísku, Síðari Makkabeabók og Síraksbók. Meðal annars hafa fundist brot úr hinum bókunum á arameísku eða hebresku í Kúmran. Hér má tilgreina nokkur áþekk vers: 1Kor 10.20 og Bar 4.7; Mrk 13.14 og 1Makk 1.54; Heb 11.35 og 2Makk 6.18– 7.42; 1Þess 4.6 og Sír 5.3; Opb 15.3 og Tob 13.7; 1Kor 6.2 og SSal 3.8; Matt 9.36 og Júdt 11.19; 1Kor 2.9 og Sír 1.10; Post 20.32 og SSal 5.5; Róm 5.12 og SSal 2.24. Ekki er ætlast til þess að farið verði út í ritskýringar, en sjá má hversu mikla þýðingu þessar bækur hafa haft fyrir

Þessar bækur voru ekki í hebresku Biblíunni, en voru teknar með í grísku biblíuþýðingunni Septúagintu (LXX) og eru þess vegna í Vúlgötu, latneskri þýðingu Biblíunnar. • • • • • • • • • • •

Tóbítsbók, frá því um 180 f.Kr. Júdítarbók, frá því um 150 f.Kr. — Söguleg smásaga Esterarbók hin gríska, 50–10 f.Kr. — Endurskoðun á Esterarbók í Gamla testamentinu Speki Salómons, 100–30 f.Kr. Síraksbók, frá því um 190 f.Kr. — Spekirit Barúksbók hin fyrsta, frá árabilinu 100 f.Kr.–100 e.Kr. Bréf Jeremía, frá því um 300 f.Kr. Viðaukar við Daníelsbók, frá 165–100 f.Kr. — Þrjár smásögur Fyrsta Makkabeabók, frá 150–100 f.Kr. — Sögulegt rit Önnur Makkabeabók, frá 110–70 f.Kr. — Sögulegt rit Bæn Manasse

skilning rómversk-kaþólsku kirkjunnar og rétttrúnaðarkirkjunnar á kristnu lífi. Því miður var það þannig árum saman innan rómversk-kaþólsku hefðarinnar að „hættulegt“ taldist að lesa Biblíuna. Við erum því þakklát mótmælendum fyrir að sýna fram á gildi Orðs Guðs, sérstaklega í daglegu lífi. Páll postuli kemst þannig að orði: „Þetta hefur gerst okkur til viðvörunar til þess að við verðum ekki sólgin í það sem illt er eins og þeir.“ (1Kor 10.6.) Tvær apókrýfra bóka, Tóbítsbók og Júdítarbók, eru ekki sögulegs eðlis. Landafræði og tímaröð geta valdið ruglingi, enda fjalla bækurnar meira um guðfræði sögunnar. Þetta er nær hinu gyðinglega „midrash“-hugtaki, en það merkir sögu sem notuð er til að greina frá gildum eða hegðun. Makkabeabækur eru hliðstæðar hvor annarri, fjalla báðar um mikið örlagaskeið í sögu Gyðinga (frá 175–134 f.Kr.) þegar Gyðingar urðu fyrir miklum

ofsóknum. Speki Salómons og Síraksbók eru áþekkar Orðskviðunum. Þar getum við fundið sögu Ísraels túlkaða í ljósi visku Guðs, eins og persónur Biblíunnar eru túlkaðar í ljósi trúar sinnar (Heb 11). Söngur ungmennanna þriggja í ofninum er vel þekktur innan frumkirkjunnar og til er fjöldi mynda af þeim atburði í grafhvelfingunum. Þær eiga að sýna hvernig biðja ber þegar freistingar sækja á. Liðveisla Guðs Allt þetta hjálpar okkur að sjá hvernig Guð leggur hverjum manni lið, hvernig hann annast lýð sinn og sérhverja manneskju, hvernig hann hefur áætlun okkur til handa, hvernig barist er fyrir hjónaböndum í himnaríki, og einnig hvernig hann býður okkur að berjast fyrir trú okkar og sið, stundum allt til píslarvættisdauða. ◾ Höfundur er prestur Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi


How Great Thou Art / O, store Gud Carl G. Boberg / Stuart K. Hine / Sænskt þjóðlag Þýðing: Kristján Valur Ingólfsson

Ó, Drottinn Guð, ég lofa dásemd þína sem dag hvern leggur þú í hendur mér. Ég þakka lífið, vernd og vegferð mína og vil í trú og auðmýkt fylgja þér. Þá syngur Guð minn, sála mín til þín! Þú mikill ert! Þú mikill ert! Þá syngur Guð minn, sála mín til þín! Þú mikill ert! Þú mikill ert! Ég horfi yfir það sem hönd þín gefur og hugsa um það allt sem skapar þú. Ég heyri þrumur, veit hvar sólin sefur, og sé hve máttur þinn er nærri nú. Þá syngur … Af fjallsbrún horfi yfir fagra dali, við fuglasöng og hljóðan vængjaslátt, og lækjarnið er ljúfur blærinn svali þar lofar Drottins visku, náð og mátt. Þá man ég hvað Guðs gæska varð að þreyja er gaf sinn Son, sem byrðar mínar ber, og synda minna vegna varð að deyja en vekur mig til lífs á ný með sér. Og svo um síðir, þegar Kristur kemur og kallar mig og segir: Hjá mér vert, í auðmýkt lýt ég honum öllu fremur og elsku hans: Ó, Guð, þú mikill ert! Þá syngur …


B+   67

Við óskum Hinu íslenska biblíufélagi til hamingju með tvö hundruð ára afmælið SIGLUFJÖRÐUR Siglufjarðarkirkja

RAUFARHÖFN Raufarhafnarkirkja

AKUREYRI Akureyrarkirkja, Eyrarlandsvegi Dexta orkutæknilausnir ehf, Huldugili 62 Glerárkirkja Grundarsókn Hálssókn, Fnjóskadal Hólakirkja, Eyjafjarðarsveit Hvítasunnukirkjan Akureyri Jafnréttisstofa, Borgum v/Norðurslóð Kaupangskirkja Möðruvallaklausturssókn Raftákn ehf — Verkfræðistofa, Glerárgötu 34 Samvirkni ehf, Hafnarstræti 97 Saurbæjarkirkja Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi Sólskógar ehf, Sómatúni 3 Svalbarðskirkja Tannlæknahúsið sf, Kaupangi við Mýrarveg Þrif og ræstivörur ehf, Frostagötu 4c

ÞÓRSHÖFN Þórshafnarprestakall

DALVÍK Bruggsmiðjan Kaldi ehf, Öldugötu 22 Dalvíkurkirkja ÓLAFSFJÖRÐUR Ólafsfjarðarkirkja, Kirkjuvegi 12 HRÍSEY Hríseyjarkirkja HÚSAVÍK Grenjaðarstaðarkirkja Húsavíkurkirkja Neskirkja Steinsteypir ehf, Stórhóli 71 FOSSHÓLL Lundarbrekkukirkja LAUGAR Einarsstaðakirkja Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal

BAKKAFJÖRÐUR Skeggjastaðakirkja VOPNAFJÖRÐUR Hofssókn Hvítasunnukirkjan Vopnafirði, Fagrahjalla 6 EGILSSTAÐIR Eiðakirkja Eiríksstaðakirkja, á Jökuldal Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri Hjaltastaðakirkja, Svínafelli Sleðbrjótskirkja SEYÐISFJÖRÐUR Seyðisfjarðarkirkja REYÐARFJÖRÐUR Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20 Tærgesen, veitinga- og gistihús ESKIFJÖRÐUR Eskifjarðarkirkja Fjarðaþrif ehf, Strandgötu 46c H.S. Lækning ehf, Bleiksárhlíð 38

Gaulverjabæjarkirkja Gesthús Selfossi, gistihús og tjaldsvæði, Engjavegi 56 Kvenfélag Gnúpverja Laugardælakirkja Ólafsvallakirkja Selfosskirkja Skálholtskirkja Skálholtsstaður, Skálholti Suðurtak ehf, Brjánsstöðum 2 HVERAGERÐI Hveragerðiskirkja Kjörís ehf, Austurmörk 15 Kotstrandarkirkja Litla kaffistofan, Svínahrauni EYRARBAKKI Eyrarbakkakirkja LAUGARVATN Ásvélar ehf, Hrísholti 11 Miðdalskirkja FLÚÐIR Hrunaprestakall, Hruna HELLA Hagakirkja Keldnakirkja, Keldum Suðurprófastdæmi, Fellsmúla 1 Verkalýðsfélag Suðurlands, Suðurlandsvegi 3

FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Loðnuvinnslan hf, Skólavegi 59

HVOLSVÖLLUR Eyvindarhólasókn, Austur-Eyjafjöllum Ferðaþjónustan Hellishólum ehf Gestastofan Þorvaldseyri Krosskirkja Stóradalssókn Stórólfshvolskirkja

BREIÐDALSVÍK Heydalakirkja

VÍK Reynissókn

HÖFN Í HORNAFIRÐI Bjarnanessókn Hafnarsókn, Kirkjubraut Skinney-Þinganes hf, Krossey

KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Grafarkirkja, Hvammi Prestbakkasókn

NESKAUPSTAÐUR Norðfjarðarkirkja Síldarvinnslan hf, Hafnarbraut 6

MÝVATN Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum Reykjahlíðarsókn

HÖFN Í HORNAFIRÐI Kálfafellsstaðarsókn, Smyrlabjörgum

KÓPASKER Skinnastaðarkirkja

SELFOSS Ásólfsskálakirkjusókn

VESTMANNAEYJAR Bergur-Huginn ehf, Básaskersbryggju 10 Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28 Landakirkja Teiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf, Kirkjuvegi 23


Uppspretta friðar . . .

Fyrir 475 árum eignuðust Íslendingar fyrstu meiriháttar útgáfu af orði Guðs, þegar prentun Nýja testamentis Odds Gottskálkssonar lauk árið 1540. Guðbrandsbiblía var fyrsta heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku, prentuð á Hólum í Hjaltadal árið 1584. Það tók 2 ár að prenta 500 eintök. Í ár halda Íslendingar upp á 200 ára afmæli Biblíufélagsins, elsta starfandi félags á Íslandi. Hvítasunnukirkjan á Íslandi óskar landsmönnum til hamingju með glæsilega kristnisögu, um leið og við hvetjum þjóðina til að ganga í fótspor feðranna; að lesa Guðs orð og tileinka sér friðarboðskap Biblíunnar.

www.hvitasunnukirkjan.is • www.filadelfia.is

XEINN HÍ 15 02 001

Hinn heiðni Þorgeir Ljósvetningagoði valdi leið friðar og kaus kristni yfir þjóð sína árið 1000.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.