Tímarit Bændablaðsins 2015

Page 1

Tímarit Bændablaðsins

1.tbl 2015

17–23 „Mér hefur aldrei leiðst í vinnunni“

24–27 Fæddist borgarbarn en er bóndi í hjarta sínu

28–33 Slow Food-hugsjónin og hátíðin í Tórínó

38–43 Vöruávísanir kaupfélaga 1933–1968

70–99 Kynning á fyrirtækjum og stofnunum

Nýliðun í sauðfjárrækt Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson, tóku við rekstri sauðfjárbúsins að Urriðaá í Miðfirði um síðustu áramót - Sjá bls. 12–16.


ENNEMM / SÍA / NM62074

Auglýsing


Við vitum að allt getur gerst í atvinnurekstri REYNSLA OG SÉRÞEKKING HJÁ VÍS Eins og stjórnendur og starfsmenn vita eru nær engin takmörk fyrir því sem getur komið upp á í rekstri fyrirtækja. Sérfræðingar VÍS bjóða sérsniðna tryggingavernd eftir breytilegum

VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

þörfum hvers og eins. Þannig getur þú einbeitt þér að því sem þú gerir best. VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.


Efnisyfirlit 6–7

Ritstjórnargrein

8–11

Áskoranir í landbúnaði Viðtal við Sindra Sigurgeirsson, formann Bændasamtaka Íslands.

Kornungt og áhugasamt par gerist sauðfjárbændur á Urriðaá

12–16

Einstaklega vel staðið að kynslóðaskiptum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu.

17–23

„Mér hefur aldrei leiðst í vinnunni“ Dr. Ólafur R. Dýrmundsson lét af störfum sem ráðunautur Bændasamtaka Íslands um nýliðin áramót.

24–27

Fæddist borgarbarn en er bóndi í hjarta sínu Dýrahirðirinn Hallveig í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

28–31

Slow Food-hugsjónin Ekki bara hægeldaður matur.

Taðreykt hangikjöt með rófustöppu og skyrsósu

32–33

Dóra Svavarsdóttir og Þórir Bergsson elduðu fyrir gesti Slow Food-hátíðarinnar.

34–37

Vaxandi ferðaþjónusta í sveitum landsins Efstidalur í Bláskógabyggð.

38–43

Vöruávísanir kaupfélaga Reikningar stemmdir af um áramót.

44–49

Mörg ónýtt sóknarfæri í landbúnaði Nýsköpun, framfarir og framtíð í íslenskum landbúnaði.

50–53

Markmiðið er að fækka slysum í landbúnaði Staða búgreinanna

- Svínaræktin: Æ háværari raddir um aukinn innflutning - Sauðfjárræktin: Heildarsala og framleiðsla fór í fyrsta sinn á öldinni yfir 10 þúsund tonn - Eggjaframleiðslan: Nýliðið ár eitt hið besta í sögunni - Ferðaþjónustan: Ferðaþjónusta mikilvægur hlekkur búsetu í hinum dreifðu byggðum - Hrossaræktin: Það er pláss fyrir alla í hestamennskunni

57 58 59

- Nautgriparæktin: Góð staða á markaði og vaxandi eftirspurn - Loðdýraræktin: Ekki ástæða til svartsýni þótt á móti blási - Alifuglaræktin: Möguleikar fyrir vexti og hagræðingu innan greinarinnar - Garðyrkjan: Metnaður til að rækta gæðavöru á góðu verði

60 61 62 63

- Kartöfluræktin: Mikil verðlækkun á liðinu hausti var reiðarslag - Skógræktin: Brýnt að auka framlög til skógræktar svo ekki myndist gap síðar meir

66

- Æðarræktin: Höldum ótrauð áfram við að efla fullvinnslu hér á landi

67

Tímarit Bændablaðsins 2015 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hörður Kristjánsson Blaðamenn Margrét Þóra Þórsdóttir Sigurður Már Harðarson Vilmundur Hansen Auglýsingastjórn og sala kynninga Erla Hjördís Gunnarsdóttir

64

69–98

Kynningarefni

Umsjón og rekstur Erla Hjördís Gunnarsdóttir Tjörvi Bjarnason

54 56

Prófarkalestur Guðrún Björk Kristjánsdóttir Umbrot Ingvi Magnússon, Prentsnið. Hönnun Döðlur Prentun Prentsmiðjan Oddi Dreifing Íslandspóstur

Útgefandi Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík Sími: 563-0300 www.bbl.is Upplag 7.000 eintök Ljósmynd á forsíðu Hörður Kristjánsson Ljósmynd á forsíðu kynningarhluta Odd Stefán ISSN númer 2298-7207


ÍSLENSKA SIA.IS ENN 71090 02/15

www.n1.is

facebook.com/enneinn

Vel í sveit sett Verslanir N1 búa að vöruvali og þjónustu fyrir allan búrekstur. Kaupstaðarferðin tekur skemmri tíma þegar hægt er að fá nýjan samfesting, gúmmístígvélin, olíuna, rafgeyminn og annað sem þarf á einum og sama stað. Líkt og aðrir atvinnurekendur njóta bændur þess að fá góða ráðgjöf og þjónustu í verslunum N1 um allt land.

Hluti af íslenskum landbúnaði


Bændablaðið í tuttugu ár Hörður Kristjánsson

Bændablaðið kom fyrst út undir merkjum nýstofnaðra Bændasamtaka Íslands hinn 14. mars árið 1995. Á blaðið því 20 ára afmæli á þessu ári. Síðan eru komin út 437 tölublöð og nýjasta afurðin er nýtt Tímarit Bændablaðsins sem nú er gefið út af þessu tilefni.

Nafn Bændablaðsins á sér þó lengri forsögu. Það var snemmsumars 1987 að nokkrir bændasynir á mölinni með Bjarna Harðarson í fararbroddi komu sér saman um að stofna til blaðaútgáfu fyrir bændur landsins. Blaðið var nefnt Bændablaðið en á bak við það stóð félagið Bændasynir hf. Blað þetta kom út í tæplega 8 ár og skapaði þegar best var 2 - 3 störf á ritstjórn sem fyrst var til húsa á Skúlagötu í Reykjavík en flutti síðar austur að bænum Einarshöfn á Eyrarbakka. Síðasta árið var blaðið gefið út af Jóni Daníelssyni á Tannstöðum í Hrútafirði sem seldi Bændasamtökum Íslands nafnið í árslok 1994. Tímarit við setningu Búnaðarþings Útgáfudagur tímaritsins er stílaður á 1. mars eða um leið og setning Búnaðarþings 2015 fer fram. Það er von aðstandenda þessa rits að útkoma þess geti orðið árlegur viðburður. Markmið Bændasamtakanna með Bændablaðinu í upphafi var að gefa út 6

blað sem skyldi sent út til allra bænda og vera upplýsandi um málefni stéttarinnar. Því var líka ætlað að kynna fyrir öðrum stefnu Bændasamtakanna og veita gagnlegar upplýsingar um stöðu landbúnaðarins. Jón Helgason, formaður Búnaðarfélags Íslands, sagði í fyrsta leiðara að með slíku kynningarstarfi sköpuðust auknir möguleikar á að hafa áhrif á umræðu um landbúnað og gera hana jákvæðari, eins og hann orðaði það. Svo sagði Jón: „Sérstaklega er það þó eins og staðan er um þessar mundir, þegar afkoma margra bænda er erfiðari en verið hefur um áratuga skeið. Fram undan er því lífróður fyrir bændastéttina til að komast í gegnum þessa erfiðleika og fá aðstöðu til að nýta á árangursríkan hátt þá mörgu kosti, sem landið býður. Bændablaðinu er ætlað að vera öflugt tæki stéttarinnar í þeirri baráttu.“ Þessi orð Jóns Helgasonar eiga enn við í dag þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því Bændablaðið kom fyrst út. Blað-


síðufjöldi hefur aukist og á síðustu árum hefur tölublöðum fjölgað yfir árið, síðast 2013 þegar sumarhlé var aflagt og kemur það nú út 24 sinnum á ári. Samhliða þessu hefur upplag blaðsins aukist jafnt og þétt á 20 árum, eða úr 6.000 eintökum hvert tölublað í 32.000 eintök.

Eins og í upphafi útgáfunnar fá allir bændur sem búa á lögbýlum blaðið sent heim á hlað endurgjaldslaust, en þeir eru samtals um 5.500. Bændablaðið í rafrænu formi Árið 2007 var vef Bændablaðsins, bbl. is, hleypt af stokkunum. Þar er hægt að nálgast PDF-útgáfu af blaðinu frá árinu 2003 en við þau tímamót er 400. tölublaðið kom út 1. ágúst 2013 var blaðið frá upphafi útgáfunnar gert aðgengilegt á timarit.is. Á síðasta ári var enn bætt um betur og ný endurhönnuð vefsíða tekin í gagnið. Er hún miðuð að breyttri tækni í fjölmiðlun með snjallsíma og spjaldtölvur í huga. Er blaðið þannig orðið mun aðgengilegra en áður var bæði í prentuðu og rafrænu formi. Auglýsendur hafa sýnt blaðinu mikla tryggð og traust í gegnum árin, en tekjugrundvöllur blaðsins byggist á auglýsingasölu að mestu leyti. Starfsfólk hefur ætíð lagt hart að sér við útgáfuna og margir pennar lagt ritstjórninni lið. Bændur og aðrir lesendur hafa ekki síst verið góðir bandamenn og verið í miklum samskiptum við ritstjórn. Mikill útbreiðsla staðfest Með aukinni útbreiðslu hefur vægi blaðsins fyrir auglýsendur aukist mikið. Til að staðreyna áhrifamátt blaðsins var á árinu 2012 ákveðið að blaðið tæki þátt í lestrarkönnun Capacent Gallup. Varð það þar í spurningarvagni með stærstu prentmiðlum landsins og voru niðurstöður birtar 24. janúar 2013. Óhætt er að segja

BLAÐALESTUR Á LANDSBYGGÐINNI SAMKVÆMT LESTRARKÖNNUN CAPACENT GALLUP Á FJÓRÐA ÁRSFJÓRÐUNGI 2014

50 45

45,32

40 35 HLUTFALL Í PRÓSENTUM

Nú er blaðinu dreift með markvissum hætti án endurgjalds í matvöruverslanir um allt land, á sundstaði, í sjoppur og bensínstöðvar og víðar þar sem fólk er á ferðinni. Þrátt fyrir að blaðinu sé dreift ókeypis víða um land fær töluverður hópur blaðið sent til sín í áskrift. Þá er einnig ákveðinn hópur á erlendri grundu sem fær blaðið sent til sín í pósti.

%

33,86

30

27,84

25 20

19,41 15

11,3

10 5

5,72

0

að þessi fyrsta lesendakönnun hafi komið mörgum mjög á óvart. Þar var staðfest að Bændablaðið var með yfirburði í meðallestri prentmiðla á landsbyggðinni. Var það þá í fjórða sæti á landsvísu ef höfuðborgarsvæðið var tekið með, eða rétt á eftir Morgunblaðinu og þar innan skekkjumarka. Bændablaðið tók aftur þátt í sams konar könnun sem fram fór á síðasta ársfjórðungi 2013. Skemmst er frá að segja að sama sterka staða blaðsins var þar staðfest, þrátt fyrir að allir prentmiðlar döluðu aðeins í lestri. Í lestrarkönnun Capacent Gallup á síðasta ársfjórðungi 2014 kom síðan í ljós að Bændablaðið var orðið þriðji stærsti prentmiðillinn yfir allt landið á eftir Fréttablaðinu og Fréttatímanum og komið marktækt upp fyrir Morgunblaðið í fyrsta sinn. Öflugasti prentmiðillinn á landsbyggðinni Á landsbyggðinni ber Bændablaðið höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla með 45,32% meðallestur. Næst kemur Fréttablaðið með 33,86%, Morgunblaðið með 27,84% lestur og Fréttatíminn er í fjórða sæti með 19,41% meðallestur. Jafnframt var Bændablaðið eini prentmiðillinn sem gat státað af auknum lestri á meðan allir

hinir prentmiðlarnir í könnuninni voru heldur að dala í lestri á milli ára. Þessi sterka staða Bændablaðsins er afar ánægjuleg og hefur einungis náðst með þrotlausri vinnu starfsfólks og í náinni og ánægjulegri samvinnu við bændur og lesendur. Fyrir þetta ber að þakka og það er von ritstjóra að blaðinu auðnist að halda áfram nánum samskiptum við bændur og almenning um allt land en þar má vissulega alltaf gera betur. Það er líka afar mikilvægt í hörðum fjölmiðlaheimi að Bændablaðinu auðnist að halda landsmönnum vel upplýstum um mikilvægi allra búgreina fyrir land og þjóð. Allar okkar búgreinar eru afar viðkvæmar fyrir utanaðkomandi áhrifum sökum legu landsins. Landbúnaður verður trauðla rekinn á Íslandi nema með velvilja ráðamanna og íbúa landsins. Þá skiptir líka máli að menn átti sig á mikilvægi landbúnaðar til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Þótt mörgum finnist þau rök kannski léttvæg þá er fæðuöryggi samt rauði þráðurinn í málflutningi fjölmargra vísindamanna sem hingað hafa komið og horfa á lífsafkomu á jörðunni til framtíðar í víðu samhengi. Allir leggja þeir mikla áherslu á mikilvægi þess að Íslendingar geti fætt sig sjálfir ef eitthvað bjáti á. Því eins og máltækið segir; enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. 7


Bændurnir Sindri Sigurgeirsson og Kristín Kristjánsdóttir í Bakkakoti 2.

Mynd / Steinunn Þorvaldsdóttir.

Áskoranir í landbúnaði Vilmundur Hansen

Landbúnaður í heiminum tekst á við miklar áskoranir um þessar mundir. Mannfjöldaþróun og aukinn kaupmáttur veldur því að eftirspurn eftir mat mun aukast verulega næstu árin. Bændur um allan heim þurfa því að auka framleiðslu á matvælum verulega til að anna eftirspurninni.

Samhliða þessu verður að huga að stöðu og hlutverki landbúnaðarins í umhverfismálum. Mikilvægt er að draga úr áhrifum manna á loftslag og vatnsgæði og skoða hvernig landbúnaðurinn getur sem best lagt sitt af mörkum.

hefur verið að framleiða sífellt meiri mat, á sífellt lægra verði og með sífellt færri bændum. Þetta hefur leitt til mikillar fækkunar á bændum og um tíma fengu þeir sem eftir urðu sinn skerf af hagræðingunni. En heimsverslunin er harður húsbóndi.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að frá miðri síðustu öld hafi landbúnaður í hinum vestræna heimi þróast sífellt meira á forsendum fjármagnsins. „Markmiðið

Framleiðsla á forsendum fjármagnsins þýðir vissulega að landsvæði með góðar náttúrulegar aðstæður til matvælaframleiðslu, hafa ákveðið forskot á hin harðbýlli. Því miður er raunin líka sú

8


Kúafóður sem hámarkar fitu, prótein og afurðamagn samtímis Inniheldur ríkulegt magn af hágæða fiskimjöli

inniheldur MEGAFAT kalsíumhúðaða fitu (aðallega C:16) t MEGAFAT stuðlar að aukinni fitu í mjólk t MEGAFAT er mjög orkuríkt og dregur úr hættu á súrdoða og lömun t MEGAFAT stuðlar að aukinni frjósemi www.bustolpi.is

er mest selda kúafóður Bústólpa

Bústólpi ehf · fóður og áburður · Oddeyrartanga · 600 Akureyri · bustolpi@bustolpi.is · Sími 460 3350 · Fax 460 3351

9


„Markmiðið hefur verið að framleiða sífellt meiri mat, á sífellt lægra verði og með sífellt færri bændum“ summa þeirra allra að vera hagsmunir almennings.“ Sindri segir að varla hafi farið framhjá neinum undanfarið að málsvarar hagsmuna á sviði verslunar og innflutnings hafi reynt að styrkja sinn málstað með því að kasta rýrð á bændur. „Það er þeirra hagsmunabarátta. Verslunin er mjög samþjöppuð hérlendis og vill ráða stærri hluta af virðiskeðjunni fyrir búvörur. Það er þeirra réttur að reyna það þótt ég telji slíkt rangt á allan máta fyrir íslenskt samfélag í heild.“ Samband bænda og neytenda Þegar Sindri er spurður hvernig samband bænda og neytenda hefði verið að þróast undanfarin ár segir hann bændur finna fyrir miklum stuðningi frá neytendum.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

að framleiðsluhættir sem þaulnýta land, gæta ekki að dýravelferð eða byggja á vinnuafli fátækra samfélaga, hafa forskot á heimsmarkaði. Slíkt er að sjálfsögðu ekki sanngjarnt gagnvart framleiðslu eins og hér á landi sem leggur metnað sinn í að standa vel að málum. Þróunin hefur leitt til þess að ræktun er víða um heim ekki lengur menning heldur verksmiðjuframleiðsla. Hér hafa Bændasamtökin síðustu misseri þurft að minna kröftuglega á hvað tollvernd er nátengd kjörum bænda og hvað hún er þýðingarmikil til að jafna samkeppnisstöðu okkar. Við viljum ekki láta knýja okkur lengra í átt að þeim lífskjörum sem kollegar okkar víða um heim þurfa að búa við. Við eigum að gera sömu kröfur til innfluttra matvæla og eigin framleiðslu.“ Bændasamtökin snúast ekki um sérhagsmuni Því er stundum haldið fram að Bændasamtök Íslands snúist um þrönga 10

Mynd / HKr.

sérhagsmuni og vilji ekki breytingar á kerfi sem hentar hagsmunum þeirra. Sindri segir að hann telji svo ekki vera. „Bændasamtök Íslands eru eins og önnur samtök bænda, um allan heim, samtök um velferð bænda og viðgang samfélaga. Okkar starf og málflutningur byggist á ríkri lýðræðishefð og það sem við berjumst fyrir er yfirleitt búið að fá vandaða umfjöllun innan okkar félagskerfis. Staðreyndin er sú að fólk binst samtökum um margvísleg viðfangsefni til að halda á lofti sjónarmiðum þegar kemur að ákvarðanatöku á æðstu stöðum. Þetta á við um samtök einstaklinga og fyrirtækja, stéttarfélög og stjórnmálaflokka. Þessi samtök halda eðlilega fram þeim málum sem þeim og þeirra umbjóðendum þykja mikilvægust á hverjum tíma. Stundum samrýmast hagsmunir eins hóps hagsmunum annarra, en stundum verða árekstrar. Ég hef stundum sagt að ef eitthvað er til sem kallast sérhagsmunir þá hljóti

„Baráttan um skiptingu kökunnar hefur orðið til þess að bændum er stundum stillt upp á móti neytendum, dæmi um það er umræðan um tollvernd. Aftur á móti hafa sameiginleg hagsmunamál bænda og neytenda um að bæta upprunamerkingar matvæla þjappað okkur saman. Mín upplifun er að neytendur séu þakklátir fyrir þá gæðavöru sem er framleidd hér á landi og oft við krefjandi aðstæður. Ég upplifi líka að neytendur þakki fyrir hreinleikann og að hér sé dýravelferð í fyrirrúmi. Neytendur eru líka ánægðir með að sýklalyfjanotkun í landbúnaði er mjög lítil hér á landi. Og ekki síst eru þeir ánægðir með að landbúnaður hér sé að þróast í átt að sjálfbærni og þannig að lífskjör bænda og fólks í matvælageiranum séu forsvaranleg.“ Sóknarsamningar Eitt af stóru málunum sem fram undan er hjá Bændasamtökum Íslands eru samningar um nýjan búvörusamning við ríkið. „Í mínum huga er ekki annað í boði en að næstu búvörusamningar verði sóknarsamningar af okkar hálfu. Samningarnir eiga að snúast um að skapa starfandi bændum viðunandi lífskjör


Sindri við gegningar.

Mynd / HKr.

og ekki síður að skapa möguleika til nýliðunar í landbúnaði. Þar á ég bæði við ættliðaskipti og fjölgun starfa í greininni.

leggur fyrir Búnaðarþing tillögu að breytingu á samþykktum sem felur í sér innheimtu á veltutengdum félagsgjöldum.

Nýir samningar þurfa líka að snúast um það hvernig rekstrarumhverfið geti aukið stöðugleika fyrir neytendur og bændur og um leið veita landbúnaðinum tækifæri til að stækka og eflast. Enn fremur eiga nýir samningar að fjalla um tollaumhverfið, um innflutning og útflutning landbúnaðarvara, um nýsköpun og verðmætaaukningu og styrkingu samfélaganna í hinum dreifðu byggðum landsins.“

Vissulega verður áskorun að takast á við þann veruleika að einhverjir kjósa að standa utan samtakanna og mikilvægt að muna að búnaðargjaldið hefur verið nýtt til að viðhalda innviðunum í félagskerfi landbúnaðarins. Til að Bændasamtökin geti þróast áfram sem öflugur málsvari íslensks landbúnaðar er því mikilvægt að ná samstöðu um hvernig þau skulu fjármögnuð og jafnframt tryggja góða þátttöku bænda í nýju kerfi.“

Niðurlagning búnaðargjalds Í dag er félagskerfi landbúnaðarins fjármagnað með búnaðargjaldi sem á að leggja niður eða breyta þannig að ekki má nýta það til hagsmunagæslu.

Ólík viðhorf en aukinn skilningur Þegar Sindri er spurður hvernig honum þyki afstaðan og þá sérstaklega afstaða stjórnmálamanna til landbúnaðarins vera, segir hann hana vera ábyrga í megindráttum. „Ég óttast þó að sumir stjórnmálamenn tefli á tæpasta vað þegar kemur að umræðunni um rekstrarumhverfi landbúnaðarins og vilja þeirra til að skapa honum þá aðstöðu sem

„Brottfall búnaðargjalds þýðir í raun bara nýja hugsun fyrir aðild að samtökunum og fjármögnun þeirra. Nefnd sem hefur fjallað um félagskerfið að undanförnu

„Ég hef stundum sagt að ef eitthvað er til sem kallast sérhagsmunir þá hljóti summa þeirra allra að vera hagsmunir almennings“ hann þarf til framtíðar. Grunnurinn undir matvælaframleiðslu í landinu þarf að vera traustur og stundum finnst mér skorta skilning á því. Vissulega eru viðhorfin til landbúnaðar ólík eftir því hvar menn staðsetja sig á hinum pólitíska skala og oft og tíðum ólík viðhorf innan sama stjórnmálaflokks. Í seinni tíð verð ég oftar var við að stjórnmálamenn gera sér grein fyrir því að Íslendingar geta ekki eingöngu reitt sig á heimsverslun með mat, þeir verða líka að framleiða matvæli sjálfir og rækta sína menningu heima fyrir,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 11


Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson með kindunum sínum í fjárhúsinu á Urriðaá.

Mynd / HKr.

Einstaklega vel staðið að kynslóðaskiptum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu:

Kornungt og áhugasamt par gerist sauðfjárbændur á Urriðaá Hörður Kristjánsson

Á bænum Urriðaá í Miðfirði urðu kynslóðaskipti um áramótin þegar kornungt par tók við rekstri sauðfjárbúsins af Sigvalda Sigurjónssyni og Þóru F. Ólafsdóttur sem þar hafa rekið myndarbú um áratuga skeið. Unga parið er Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, sem er búfræðingur að mennt og verður 24 ára á þessu ári og vélvirkinn Ólafur Rúnar Ólafsson, sem verður 25 ára í haust.

Sigvaldi er fæddur og uppalinn á Urriðaá. Hann segist hafi tekið við búinu smátt og smátt um og upp úr 1970. Þau Þóra hafi svo farið að búa saman 1975. Þau eiga því um 40 ára feril að baki á Urriðaá. Dagbjört Diljá er fædd og uppalin á Egilsstöðum, en segist alla tíð hafa verið með annan fótinn í sveitinni. „Mig hafði alltaf langað að búa í sveit, en það var ekki í boði. Svo fór ég í Bændaskólann [Landbúnaðarháskóla Íslands] og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur síðastliðið vor.“ 12

Ólafur Rúnar er frá Þaravöllum í Hvalfjarðarsveit þar sem rekið er blandað bú með kúm og kindum. „Ég er lærður vélvirki sem getur hentað vel í búskapnum. Síðan við kynntumst höfum við stöðugt verið að leita að jörð. Við vorum eiginlega búin að gefast upp á að fá keypta jörð svo við vorum komin á þá skoðun að best væri þá að reyna að fá leigt.“ Dagbjört tekur undir þetta og segir að þetta hafi svo sem ekki litið gæfulega út því jarðnæði er hátt verðmetið.


Urriðaá í Miðfirði.

Mynd / HKr.

„Þá er yfirleitt ekki verið að selja bústofninn með svo við hefðum þurft að byrja á því að kaupa bústofn og kvóta og allt annað sem þurfti til búreksturs. Það var í raun tilviljun að við duttum niður á þessa jörð í Miðfirði.“ Vonaðist eftir að búið lenti í góðum höndum Eigendaskiptin á Urriðaá hafa vakið athygli margra, ekki síst fyrir hvernig að þeim var staðið. Í fyrsta lagi er ekki um neinn skyldleika eða önnur tengsl að ræða milli fyrri eigenda, þeirra Sigvalda og Þóru, við unga parið. Þau hjón höfðu hins vegar um árabil verið að hugsa sér til hreyfings og að hætta búskap meðan heilsan væri enn góð. Þau höfðu hins vegar rekið búið af myndarskap með það í huga að geta bæði haldið áfram og að það væri líka í góðum rekstri ef einhver væri tilbúinn að taka við. Urriðaá hefur lengi verið talið með fyrirmyndar sauðfjárbúum, með góðan bústofn, góðan húsakost og nægt landrými í mesta sauðfjárræktarhéraði landsins. Í samtali við Bændablaðið í haust sagði Sigvaldi að þetta val á kaupendum hafi eiginlega verið tilviljun og báðum hjónum hafi litist vel á þennan ráðahag, en fleiri hafi sýnt jörðinni áhuga. Það var þó líka önnur tilviljun, ef tilviljun skyldi kalla, sem átti þátt í að leiða þau saman. Faðir Ólafs Rúnars hafði keypt folöld af

Örnólfi Björgólfssyni, bónda á Efri-Núpi, innarlega í Miðfirði fjórum árum áður. Að Efra-Núpi hefur líka verið afréttur Sigvalda á Urriðaá þangað sem hann hefur ekið sínu fé á vorin. Segir Ólafur að föður sínum hafi þótt sveitin falleg og hafi í hálfgerðu gríni nefnt það við Örnólf bónda þegar hann sótti folöldin, hvort það væru ekki lausar einhverjar jarðir þarna í Miðfirði. Ekki var það, en þegar þeir töluðust við aftur barst í tal að Sigvaldi vildi kannski selja Urriðaá. Ólafur segir að þá hafi legið beinast við að hringja í Sigvalda, sem bauð þeim svo í heimsókn. Ánægður með unga fólkið Sigvaldi Sigurjónsson segist vera mjög ánægður með hvernig til hafi tekist. „Þau eru áhugasöm og ekki annað hægt

en að vera ánægður með að fá svo ungt og öflugt fólk.“ Hann segir að þegar hann byrjaði að búa hafi bústofninn verið talsvert öðruvísi, enda önnur sjónarmið í gangi varðandi sauðfjárræktina. Segir hann að Kristján heitinn á Jaðri hafi haft mikil áhrif á sína ræktunarstefnu og seinna Gunnar Þórarinsson, ráðunautur á Þóroddsstöðum. Síðan hafi það hjálpað mikið þegar ómsjáin kom til sögunnar. Eftir því sem fleiri bændur hafi farið að taka ræktunina fastari tökum hafi hún svo farið að skila betri árangri. Leist strax vel á aðstæður „Við komum hér í júní og skoðuðum allar aðstæður. Þegar við komum var fyrri sláttur að hefjast og buðumst við til að taka þátt í heyskap allt sumarið

Unga parið á Urriðaá, búfræðingurinn Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og vélvirkinn Ólafur Rúnar Ólafsson. Mynd / HKr.

13


Íbúðarhúsið á Urriðaá í Miðfirði.

Mynd / HKr.

hvenær sem við kæmumst norður. Þau tóku vel í það og við vorum því ekki lengi að ákveða okkur að taka þátt í þessu með þeim og fá að kynnast umhverfinu í öðrum landshluta um leið. Við komum norður um helgar og Ólafur tók sér svo frí í vinnunni til að geta verið með þeim í heyskap á virkum dögum líka. Þannig náðum við að vera með þeim í nær öllum heyskapnum,“ segir Dagbjört. „Þetta var gert án þess að við hefðum nokkra vissu fyrir því að við gætum keypt jörðina. Fyrirfram var reyndar oft búið að segja við okkur að við myndum aldrei fá fjármagn fyrir þessu. Við ákváðum samt að vera bara með þeim í heyskapnum til að byrja með, en höfum svo verið hér meira og minna síðan.“ Tóku okkur eins og börnunum sínum „Sigvaldi og Þóra tóku okkur strax eins og börnunum sínum. Það var rétt eins og við hefðum alltaf þekkt þau hjón, þetta er meiri háttar fólk. Eftir heyskap var komið að smalamennsku og fjárragi og að senda í sláturhús og að velja okkur ásetningslömb. Það var ekki fyrr en að lokinni smalamennsku sem við fengum jákvætt svar frá bankanum. Við náðum því svo að taka þátt í öllum búverkum í framhaldinu, vigtun, smölun og að keyra lömbin í sláturhús.“

Dagbjört Diljá og hrúturinn Runni.

Hrúturinn Runni í góðum félagsskap.

14

Mynd / ÓRÓ.

Mynd / HKr.

Náin samvinna um eigendaskiptin Í byrjun október fékk Dagbjört vinnu sem stuðningsfulltrúi í grunnskólanum á Hvammstanga og flutti þá inn til hjónanna á Urriðaá. Ólafur flutti svo í kjölfarið og október og nóvember einkenndust af mikilli samvinnu hjá unga parinu og hjónunum sem fyrir voru. Dagbjört og Ólafur gengu í öll verk bæði utan dyra og innan og Sigvaldi og Þóra lögðu mikið upp úr að koma unga fólkinu inn í alla þætti er tengdust búinu. Einnig að kynna þau fyrir nágrönnunum í sveitinni. Sigvaldi og Þóra fluttu svo suður um miðjan desember. Einstök upplifun og góðar móttökur „Okkar samvinna gekk vel frá fyrsta degi og gott að geta deilt ólíkri reynslu okkar allra. Það var mjög dýrmætt fyrir okkur að geta komist inn í búskapinn á Urriðaá með þessum hætti með fyrri ábúendum í stað þess að flytja inn um leið og fyrri



Útihúsin eru öll í góðu ástandi en fyrri eigendur höfðu haldið þeim vel við.

ábúendur flyttu út eins og venjan er ef ekki er um skylda eða tengda aðila að ræða. Við mælum því hiklaust með að fólk reyni að viðhafa sams konar ferli í ábúendaskiptum og við fengum að upplifa hjá Sigvalda og Þóru. Þá er gaman að segja frá því hvað vel hefur verið tekið á móti okkur hér í Miðfirði, þar sem við þekktum nær ekkert til áður en við komum. Það hjálpaði okkur líka hvað Sigvaldi og Þóra hafa verið dugleg að kynna okkur fyrir fólkinu á svæðinu,“ segir Dagbjört. Heppin að kynnast ábúendunum „Okkur finnst við vera ótrúlega heppin að hafa kynnst þeim,“ segir Ólafur. „Þetta eru okkar bestu vinir í dag.“ -Það hefur samt ekki verið einfalt mál að fjármagna svona dæmi, eða hvað? „Nei, ekki alveg. Við vorum heppin með þá sem við töluðum við hjá Arion banka og hittum þar greinilega á gott fólk. Þá virðist bankinn mjög hlynntur landbúnaði og tilbúinn að stuðla þar að nýliðun. Án foreldra okkar beggja hefði þetta samt aldrei gengið upp, þau hafa staðið við hlið okkar eins og klettar,“ segir Ólafur. Allt í eins góðu standi og hugsast gat Ólafur segist ekki vilja nefna neinar upphæðir varðandi kaupin en þau telji sig hafa fengið jörðina á mjög góðu verði 16

og allt hafi þar verið í eins góðu standi og hugsast gat. Í kaupunum var jörðin, sem er um 500 hektarar og þar af um 45 hektarar ræktuð tún, húsakostur, bústofn, tæki og allt annað sem tilheyrir búskapnum. Auk íbúðarhúss, fjárhúss og hlöðu er þar nokkru ofar á túninu gamalt fjós og vélageymsla. Þá er þar einnig gamalt tvílyft steinhús sem er vel heillegt þótt það sé ekki í notkun, en neðri hæðin tilheyrir búinu. Draumafjárhús og öllu vel við haldið Þau Ólafur og Dagbjört segja að fjárhúsin á bænum séu alveg eins og þau vildu helst. „Það má segja að þetta séu draumahúsin okkar. Við vorum fyrirfram ekki mjög hlynnt gjafagrindum og vildum helst hafa fjárhús með görðum eins og hér eru. Okkur finnst mun skemmtilegra að fóðra í slíku,“ segir Ólafur. Dagbjört nefnir einnig að mjög sérstakt hafi verið að taka við búinu í svo góðu standi, þar sem öllu var vel við haldið, rétt eins og Sigvaldi hafi aldrei ætlað sér að selja. „Hann var með þetta í fullum rekstri og passaði mjög vel upp á að ekkert drabbaðist niður eins og oft vill verða þegar fólk fer að hægja á með aldrinum. Þetta er eins og að hafa unnið í happdrætti að hafa lent á þessari jörð.“ Nú eru skötuhjúin með 520 fjár á fóðrun,

Mynd / HKr.

og af því eru 122 gemlingar settir á síðastliðið haust, þau segjast hafa fjölgað fénu lítið fyrst um sinn, eða um rúmlega 30. „Við ætlum jafnvel að fjölga eitthvað meira á næsta ári, en fyrst viljum við reyna að komast betur inn í reksturinn í rólegheitunum,“ segir Ólafur. Eingöngu hyrnt fé og allt hið vænsta Athygli vekur að í fjárhúsinu er allt féð hyrnt. Segjast þau Dagbjört og Ólafur bæði vera vön hyrndu fé og kvíða því síður en svo að sauðburðurinn geti orðið erfiðari en hjá kollóttu fé. Féð hjá Sigvalda og Þóru á Urriðaá hefur alla tíð þótt vænt og var útkoman í sláturtíðinni í haust þar engin undantekning. Meðalfallþungi reyndist vera 18,7 kg, gerðin 10,8 og fita 7,6. Var stigunin í haust líklega sú besta sem þar hefur náðst. Meðalbakvöðvaþykkt á gimbrum var 32,3 mm og er það fjórði besti árangurinn yfir allt landið 2014. Þá er í hópnum hrútur sem er 3. stigahæsti lambhrútur landsins 2014, samtals 89 stig með 40 mm bakvöðva og 19 í læri en hann heitir Toppur og er undan Guðna sem er á sæðingastöð. Þar er einnig hrúturinn Runni sem er talinn einn besti alhliða kynbótahrútur landsins og sem aðrir bændur hafa fengið að leiða ær undir. Þá hafa bændur keypt undan honum marga lambhrúta.


Dr. Ólafur R. Dýrmundsson á skrifstofu sinni í Bændahöllinni í janúar 2015.

Mynd / HKr.

Dr. Ólafur R. Dýrmundsson lét af störfum sem ráðunautur Bændasamtaka Íslands um nýliðin áramót:

„Mér hefur aldrei leiðst í vinnunni“ Hörður Kristjánsson

Dr. Ólafur Rúnar Dýrmundsson lét af störfum um nýliðin áramót sem ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands og áður forvera þess, Búnaðarfélagi Íslands. Hann hefur átt giftusamlegan starfsferil í 42 ár í þágu bænda. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim tíma og miklar umbreytingar í búskaparháttum sem og hjá hagsmunasamtökum bænda.

„Mér hefur aldrei leiðst í vinnunni, alltaf haft næg verkefni og hlakkað til að fara til vinnu á hverjum degi,“ segir Ólafur. Það verður ekki af honum skafið að hann nýtur mikillar virðingar fyrir sín störf bæði hérlendis og utan landsteinanna og nær það langt út fyrir raðir bænda. Þá þykir hann einstaklega brosmildur, kátur og óspar á að liðsinna fólki þótt hann sé á kafi í verkefnum. Jafnframt vita þeir vel sem til hans þekkja að fáir eru harðari í

horn að taka við að verja málstað landbúnaðarins þegar á móti blæs. Botnlaus vinna kallar eðlilega á mikla fjarveru frá heimilinu og fórnfýsi af hálfu maka og fjölskyldu. Í hófi við brottför Ólafs úr starfi fyrir Bændasamtök Íslands nú í janúar þakkaði Ólafur sérstaklega eiginkonunni, Svanfríði S. Óskarsdóttur, fyrir umburðarlyndið öll þessi ár. Einnig fyrir að vera í raun hans hægri hönd í vinnunni við að sinna upphringingum og 17


Þessi mynd var tekin þegar Ólafur var að hirða heyið úr fyrri slættinum 2. júlí 2002. Þetta var slegið 22. júní samkvæmt skráningu Ólafs en þurrkar voru dræmir.

fór ég að sinna erlendu samstarfi og fyrstu árin mín hjá Bændasamtökunum, sem þá hét Búnaðarfélag Íslands, var ég undir stjórn dr. Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra. Ég var reyndar búinn að þekkja hann mun lengur og var alltaf í góðu sambandi við hann á námsárum mínum og ekki síst þegar ég starfaði á Hvanneyri. Hann var mjög hvetjandi og hvatti menn til að sækja fundi og ráðstefnur erlendis og viðhalda þekkingunni líkt og hann gerði sjálfur. Hann hvatti mig sérstaklega til að sinna bæði Evrópusamstarfi og norrænu samstarfi. Þannig fór ég t.d. fyrst fyrir hans hvatningu á fund hjá Búfjárræktarsambandi Evrópu sumarið áður en ég hóf hér störf. Ég hef alla tíð síðan sótt fundi og ráðstefnur hjá Búfjárræktarsambandinu og var þar á seinni árum í stjórn um þriggja ára skeið. Þetta er dæmi um erlenda stofnun sem ég hef haft mikið gagn af.“ Lífrænn búskapur, dýravelferð og umhverfismál „Síðan bættist margt fleira við og þegar ég fór að sinna lífrænum landbúnaði fyrir tuttugu árum útvíkkaði ég þetta meira og fór að sækja fundi og ráðstefnur hjá lífrænu landbúnaðarhreyfingunni IFOM. Síðan kom SlowFood sem byggist á skyldri hugmyndafræði.

Hér er snyrtilega gengið frá heyinu við fjárhúsin sem Ólafur byggði sjálfur, en þessi mynd var tekin í september 1964.

öðrum erindum á ótrúlegustu tímum. Enda er Ólafur ekki sú týpa sem eyðir dýrmætum tíma sínum í óþarfa farsímafikt. Miklar breytingar „Það hafa orðið miklar breytingar síðan ég hóf störf hjá landbúnaðinum fyrir 42 árum. Fyrst fimm ár á Hvanneyri og síðan 37 ár hjá Bændasamtökunum. Það hafa bæði orðið breytingar á landbúnaðinum sjálfum og hjá stofnunum landbúnaðarins. Þegar ég hreinsaði til á skrifstofunni minni þá komu í ljós ýmis gögn, bæði ný og gömul, og þá rifjaðist upp fyrir manni hvað breytingarnar hafa verið gríðarlega miklar.

Ólafur R. Dýrmundsson í fjárhúsinu sínu í Reykjavík 24. febrúar 1964.

18

Var hvattur til að sinna erlendum samskiptum „Ég hef á þessum tíma verið í mjög fjölbreytilegu starfi í þágu landbúnaðarins og með afar fjölbreytt verkefni. Fljótlega

Þá fór ég líka að sinna mikið verndun erfðaefnis búfjár. Þar var um að ræða Norðurlandasamstarf, Evrópusamstarf og alþjóðlegt samstarf. Ég hef sinnt þessu öllu meira og minna og sótt hjá þessum stofnunum fundi og ráðstefnur í gegnum tíðina og verið þar tengiliður við Bændasamtökin. Á tímabili fór ég líka töluvert út í dýraverndarmál og dýravelferðarmál. Þá gerðist það mjög fljótlega eftir að ég kom til Bændasamtakanna, eða í kringum 1980, að ég varð sérfræðingur þeirra í umhverfismálum og dýravelferðarmálum.“ Landnýting var alla tíð grunnurinn í starfinu „Grunnurinn í mínu starfi til að byrja með og alla tíð var samt landnýting og kannski sér í lagi mál er varðaði sauðfjár- og hrossabeit. Við það bættust svo alls konar umhverfismál og dýravelferðarmál. Það var svo fyrir 20 árum að lífrænn landbúnaður bættist á mína


Ólafur á skrifstofu sinni í Bændahöllinni í mars 1991.

Eiginkonan, Svanfríður S. Óskarsdóttir, og Ólafur R. Dýrmundsson eftir BSc. Honours-útskrift í Háskólanum í Aberystwyth í Wales í júní 1969. Þá má geta að Ólafur var forseti félags erlendra stúdenta við skólann árin 1967 og 1968. Elstu skólabyggingarnar, um aldargamlar, eru í baksýn.

könnu, en hann féll í raun mjög vel að því sem ég hafði verið að vinna við varðandi landnýtingarmálin og að hvetja til hófsamrar beitar og góðrar meðferðar á landi. Lífræni búskapurinn tekur einmitt sérstaklega á öllum þessum málum sem og gæðum afurða. Ég var einn af þeim sem lögðu grunninn að gæðastýringu í landbúnaði fyrir um aldarfjórðungi. Fyrir þrjátíu árum tók ég svo að mér að hafa umsjón með geitfjárræktinni. Þá tók ég líka við umsjón með mörkum og markaskrám sem nauðsynlegt er að fylgjast vel með. Þar af leiðandi hef ég haft umsjón með útgáfu markaskráa fjórum sinnum, eða á átta ára fresti. Ég hef ritstýrt öllum landmarkaskránum frá upphafi, en þær eru líka orðnar fjórar. Þá hef ég hef sinnt töluvert rannsóknum og fræðilegum skrifum, mest í hjáverkum. Þannig liggja eftir mig einan eða með öðrum um 40 ritrýndar greinar í vísindaritum, í sauðfjárrækt og á fleiri sviðum. Þannig mætti lengi telja en á

þessu sést að ég hef sinnt mjög fjölbreyttum störfum, en samt alla tíð verið í mjög góðum tengslum við grasrótina, bændurna.“ Miklar breytingar á beitarálagi -Ef þú lítur til baka á landnýtingarmálin, hafa ekki orðið viðhorfsbreytingar í þeim málum hjá bændum? „Jú, mjög miklar breytingar. Framan af starfinu var mun fleira sauðfé í landinu en nú er. Þegar ég byrjaði hér var sauðfjárfjöldi sá mesti frá upphafi sauðfjárræktar á Íslandi. Þá voru hér tæplega 900 þúsund vetrarfóðraðar kindur, en nú eru þær um 480 þúsund. Þá voru ýmis beitarvandamál varðandi sauðfjárræktina sem ekki eru til staðar í dag. Hrossum var aftur á móti að fjölga þegar ég byrjaði og fóru upp undir 80 þúsund en fækkaði síðan. Hrossum hefur aftur verið að fjölga undanfarin ár og eru komin upp undir 80 þúsund. Það það þarf að hafa augun með þróuninni þar þótt hrossabeitin sé að mestu í heimalöndum.

Ólafur hefur alla tíð verið afar bóngóður og svo var einnig þegar hann var beðinn um að grípa nál og sauma nokkur spor í Vatnsdalsrefilinn þegar hann átti leið í gamla Kvennaskólann á Blönduósi síðastliðið haust.

Ég vann mikið með Landgræðslunni fyrstu 25 árin. Um 1980 voru ekki nema tveir háskólamenntaðir menn starfandi hjá Landgræðslunni. Þar var landgræðslustjórinn Sveinn Runólfsson og Stefán Sigfússon, fulltrúi hans. Ég vann mikið og ferðaðist víða með þessum ágætu mönnum. Á áttunda áratugnum var farið í að vinna við ítölugerð og að meta beitilöndin í mörgum afréttum á landinu. Einnig í heimalöndum á ákveðnum stöðum. Í lok áttunda áratugarins og á níunda áratugnum var ég í öllum ítölunefndum sem þá störfuðu og í seinni tíð hef ég einnig verið í ítölunefnd fyrir Almenninga sem 19


í landinu, Vegagerðina, Landgræðsluna, Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneyti, ráðuneyti landbúnaðarmála og fleiri.“ Gjörbreytt viðhorf -Fækkun sauðfjár um nærri helming hlýtur að hafa létt á beitarálagi. Hvað finnst þér þá um að menn séu enn að kenna sauðkindinni um jarðvegseyðingu? Jú, það er rétt að víða á landinu er enn í gangi jarðvegseyðing, en það er af mörgum ástæðum. Og víða er sú jarðvegseyðing að eiga sér stað þar sem engin sauðkind er og engin skepna á beit og engin dýr nema fuglinn fljúgandi,“ segir Ólafur.

Ólafur og Svanfríður tóku á móti dr. Richard Sadleir frá Ástralíu sem var í kynnisferð í apríl 1978 og tók hann þessa mynd af hjónunum.

Ólafur á ráðunautafundi á Hótel Sögu í febrúar 1976. Talið frá vinstri: Matthías Eggertsson, dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri, dr. Stefán Aðalsteinsson og dr. Ólafur R. Dýrmundsson.

skilaði af sér árið 2013. Ég hef því komið mjög mikið að beitar- og afréttarmálum á mínum starfsferli. Einnig fjallskilasamþykktum og samþykktum með búfjárhald í þéttbýli þar sem ég hef mikið verið í ráðgjöf bæði fyrir bændur og sveitarfélög. Mitt starf hefur því teygst yfir ansi vítt svið. Þá hef ég ekki aðeins verið að leiðbeina bændum, heldur líka sveitarfélögum. Inn í það spinnast varsla búfjár 20

og vegsvæðamál. Ég lagði mikið upp úr að kynna mér þau mál vel, en oft hefur verið rætt um og deilt varðandi árekstra umferðarinnar og búfjár. Því hef ég komið mikið að mótun aðgerða til að leysa það vandamál. Ég kom t.d. alls staðar við sögu varðandi friðun stórra landsvæða í Landnámi Ingólfs Arnarsonar og þar með friðun fjölfarinna vega fyrir búfé. Þetta þýddi mikil tengsl við stjórnsýsluna

Dæmi um slíkt er að nýverið voru talsverðar umræður um sandfok og uppþornun vatna þar sem jöklar hafa hopað. Er fok af uppþornuðum botni Hagavatns sunnan Langjökuls nefnt sem eitt versta gróðureyðingardæmið á síðustu áratugum. Hefur meira að segja verið lagt til að þar verði gerð stífla sem nýta megi til vatnsaflsvirkjunar til að sökkva leirbotninum og hefta þannig frekari gróðurskemmdir. Þá nefnir Ólafur að bændur hafi líka komið í auknum mæli að uppgræðslu lands. „Það eru allt önnur viðhorf í landbúnaði til beitar í dag og sauðfjárbændur eru að nýta ræktað land mun meira en áður, bæði vor og haust. Svo hefur það líka gerst að skógrækt hefur stóreflst þar sem íslenskir bændur eru aðal framkvæmdaaðilar sem og í landgræðslu. Allt er það í samvinnu við Landgræðsluna og aðrar stofnanir sem um þessi mál fjalla. Það hefur létt það mikið á beit að upp er að koma kjarr, sérstaklega víðikjarr, sem sauðfé og geitfé bítur töluvert. Er jafnvel komin svo að mikil gróska í uppvexti á víði að hann er á sumum stöðum jafnvel talin til skaða á láglendi sem sé af þeim sökum orðið ónýtanlegt, að minnsta kosti að dómi bænda. Við þurfum að þarf að tengja betur landbúnað og skógrækt.“ Virkur í umræðunni Ólafur segist alla tíð hafa tekið virkan þátt í opinberum umræðum um beitarmál. Virkjun Blöndu er t.d. eitt þessara mála sem mikið var tekist á um upp úr 1980. Þar kom Ólafur mjög við sögu í umræðunni sem álitsgjafi fyrir hönd Búnaðarfélags Íslands. Hann átti líka þátt


V E R S Lรญ heimabyggรฐ Aร U Hรบsasmiรฐjan รญ รพinni heimabyggรฐ

Eigum allt fyrir bรฆndur r (JSยฅJOHBSFGOJ r (MVHHB PH IVSยฅJS r .ร MOJOHV

r 4Uร MHSJOEBSIร T r 7JOOVGBUOBยฅ r 7FSLGย SJ PH NBSHU รคFJSB

Ert รพรบ skrรกรฐ/ur รญ Bรฆndaklรบbbinn? Vertu viss um aรฐ vera skrรกรฐur รญ Fagmannaklรบbb bรฆnda. Fjรถldi tilboรฐa og sรฉrkjara sรฉrsniรฐin aรฐ รพรถrfum bรฆnda. HLUTI AF BYGMA


ingarstarfi, eftirliti og jafnvel rannsóknum. Þar hafa orðið miklar breytingar því að ég tengdist rannsóknunum mikið í upphafi. Í raun hef ég alla tíð bara verið að svara ákveðinni eftirspurn eftir þjónustu.“ Átök verða oft vegna vanþekkingar Ólafur segir ekki nokkurn vafa leika á að mikill árangur hafi orðið í landnýtingarmálum. Þá hafi gæðastýring í sauðfjárrækt og aðeins í hrossaræktinni líka haft mjög jákvæð áhrif á þessi mál. Stjórnarfundur í Geitfjárræktarfélagi Íslands á Selfossi í september 2005. Talið frá vinstri: Hinrik á Bóli formaður, Jóhanna á Háfelli, Ólafur og Stefanía í Vorsabæ.

Ólafur tekur við viðurkenningu Búfjárræktarsambands Evrópu (European Association for Animal Production – EAAP) á opnunarhátíð 59. ársþings sambandsins í Vilnius í Litháen 24. ágúst 2008. Frá vinstri; dr. Dunixi Gabina frá Spáni, varaforseti EAAP, Búfjárræktarsambands Evrópu, Jim Flanagan frá Írlandi, forseti sambandsins og dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Sams konar viðurkenningu EAAP (Distinguished Service Award) fengu Gabina og Flanagan síðan í september 2011 ásamt Finnanum Maki-Tanila. Mynd / Cesare Masconi.

í skipulagningu á uppgræðslu á virkjunarsvæðinu og beitartilraunum. Eftir að Herdís Þorvaldsdóttir leikkona fór að gera sig gildandi í umræðunni um jarðvegseyðingu var Ólafur líka oft í sambandi við hana varðandi upplýsingagjöf. Hann segist þó ekki alltaf hafa verið henni sammála. „Það er nú samt með þessa umræðu, eins og oft gengur og gerist með ráðunauta, að fólk er ekki alltaf að taka mark á þeim,“ segir Ólafur. Áherslurnar breyttust með árunum Hann segir að á fyrri hluta starfsferilsins hafi störf hans snúist mikið um 22

landnýtingarþættina og reyndar hefur hann alla tíð stundað leiðbeiningarstörf varðandi beit og landgræðslu. Þar dró smám saman úr beinu samstarfi við Landgræðsluna þar sem hún tók sjálf upp leiðbeiningarþjónustu varðandi hrossabeit og segir Ólafur að það hafi létt nokkuð á álaginu hjá sér. Í framhaldinu hafi hans verkefni þróast meira út í umhverfismál og lífræna búskapinn. Auk þess hafði hann umsjón með verndun geitarstofnsins og verndun erfðaefnis búfjár og fleira. „Landgræðslan er gott dæmi um ríkisstofnun sem hefur stækkað mjög mikið og er að sinna miklu faglegu starfi. Fyrir utan framkvæmdir sinnir hún leiðbein-

„Það er því allt annað að ræða þessi mál heldur en var fyrir 30–40 árum þegar ég var að koma hingað til starfa. Nú er líka fyrirliggjandi meiri þekking og faglegi grunnurinn er töluvert annar. Þá er einnig minna um hrein öfgaskrif í blöðum um svona mál. Það voru oft hörkudeilur sem ég tók virkan þátt í ásamt mörgum fleirum. Þar má m.a. nefna Jónas Jónsson, fyrrverandi búnaðarmálastjóra, sem var formaður Skógræktarfélags Íslands á tímabili og þekkti vel til landnýtingarmála. Þótt minna sé um átök er samt enn alltaf eitthvað um slíkt og oft er það þá vegna vanþekkingar.“ Ólafur bendir á að Búnaðarfélagið og síðar Bændasamtök Íslands séu aðili að Landvernd. Þar var Ólafur í stjórn á tímabili og sat einnig í gamla náttúruverndarráðinu. Þá tók hann virkan þátt í stjórn FENÚR - fagráði um endurnýtingu og úrgang, sem BÍ er aðili að. Segir hann að Bændasamtökin hafi því sinnt vel mörgum umhverfistengdum málum. Ólafur var einnig fyrsti ráðunauturinn í lífrænum búskap á Íslandi, en að baki því starfi standa Bændasamtökin. Umhverfismál, gæði matvæla og dýravelferð „Mín skilaboð inn í framtíðina eru að menn hugi vel að umhverfismálunum og gæðum matvæla. Einnig að huga vel að því hvernig vörurnar eru framleiddar og þá er ekki víst að þegar til lengdar lætur sé alltaf best fyrir þjóðina að miða eingöngu við að vörurnar kosti sem minnst. Slíkt gæti orðið dýrkeypt í framtíðinni. Þeir sem eru í dag að prísa stóru búin og fjárhagslegu hagkvæmnina í slíkum rekstri eru ekki að skoða skuggahliðarnar í þeirri framleiðslu, þær eru gríðarlegar. Það lýtur ekki bara að mengun og röskun


Ólafur í Krísuvíkurrétt haustið 2013.

byggða, því verksmiðjubúskaparvæðingin er mjög fjandsamleg velferð dýra. Velferð dýra er orðið stórmál í dag og miklu meira en áður var. Ég var formaður Dýraverndunarsambands Íslands í fimm ár frá 2007 til 2012 og þá kynntist ég og mitt fólk í stjórn sambandsins vel hvað er að gerast í hinum ýmsu löndum í kringum okkur. Núna er gríðarleg barátta gegn verksmiðjubúskaparháttum, því að það er vitað að slíkt stríðir gegn velferð dýra. Það er alveg sama hvernig á málið er litið, það er ekki neytendum til hagsbóta til lengri tíma að farið verði út í slíkan búskap. Þótt menn fái aðeins lægra vöruverð í skamman tíma, þá verða menn að borga fyrir það í hærri sköttum síðar til að hreinsa upp vandamálin eftir á. Búskapur sem byggist bara á fjárfestum er óstöðugur og getur verið stórhættulegur eins og við þekkjum vel í öðrum atvinnugreinum. Þegar framleiðslan þjappast á hendur fárra, eins og við höfum svolítið kynnst í sjávarútvegi

Mynd / Ingibjörg Pétursdóttir.

okkar, fer það að hafa neikvæð áhrif á byggðirnar í landinu. Það er alveg klárt að ef byggðirnar úti um land og sveitirnar fá ekki að blómstra þá dalar landbúnaðurinn og því þarf að fara að hugsa þessi mál alveg upp á nýtt út frá sjálfbærri þróun, náttúru- og umhverfisvernd. Þá komumst við ekki hjá því að skoða búskaparhættina sem mér finnst ekki vera gert nógu vel í dag.“ Megum ekki kasta frá okkur gulleggjunum „Við eigum fullt af fólki sem hefur burði til að takast á við þetta. Ef við höldum rétt á málum, þá eigum við hér mjög bjarta framtíð. Pössum upp á fæðuöryggið og matvælaöryggið líka, en það lýtur meira að gæðum afurðanna. Ef við gætum okkar getum við gert þetta mjög vel, en ef við förum yfir í það sem ég vil kalla verksmiðjubúskap, þá töpum við öllum þessum kostum. Þá erum við farin að kasta frá okkur gulleggjunum.“

Okkur ber skylda til að varðveita erfðaefni búfjár „Munum það líka að það hvílir á okkur sérstök skylda að varðveita erfðaefni búfjár. Við finnum enga sambærilega stofna í heiminum eins og ef við tökum bara litafjölbreytni í nautgripum og hrossum, það er kannski ekki mjög hagnýtur eiginleiki, en hann finnst ekki annars staðar í svo ríkum mæli. Þessu taka ferðamennirnir eftir og þar hafa Bændasamtökin gert mjög vel með útgáfu veggspjalda sem sýna litafjölbreytni fyrir nær allar okkar tegundir. Það er mikilvægt að með slíkri útgáfu getum við líka komið fræðslu um íslenskan landbúnað til barna og unglinga. Þar er verið að vinna gott starf og ég er viss um að með enn aukinni fræðslu verður viðhorf margra gagnvart íslenskum landbúnaði mun jákvæðara. Landbúnaðurinn þarf að mynda góð tengsl við fólkið í landinu og þar finnst mér mjög gleðilegt hvað Bændablaðið er mikið lesið. Allt skiptir þetta máli,“ segir Ólafur Dýrmundsson. 23


Hallveig Guðmundsdóttir, dýrahirðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, byrjaði fyrst að vinna þar 17 ára og snéri þangað aftur í erfiðum veikindum. Myndir / Úr einkasafni

Dýrahirðirinn Hallveig í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum:

Fæddist borgarbarn en er bóndi í hjarta sínu Sigurður Már Harðarson

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardalnum í Reykjavík er mörgum vin í borgarlandslaginu.

Fjölmörg borgarbörn – og í einhverjum tilvikum fullorðnir líka – komast þar í fyrsta sinn í kynni við húsdýr og búskap. Hallveig Guðmundsdóttir er búfræðingur frá Hvanneyri og dýrahirðir í garðinum. Hún kom ung til starfa í Húsdýragarðinn og þegar hún hafði lokið námi og aflað sér reynslu í búskap sneri hún þangað aftur, þar sem hún fann frið í erfiðri lyfjameðferð sem hún þurfti að undirgangast. Áhuginn kviknaði í fjárhúsunum hjá afa og ömmu „Áhugi minn á skepnum kviknaði í fjárhúsunum á Melum í Hrútafirði þar sem afi minn Jón og amma Þóra bjuggu. Á Melum var aðallega stunduð sauðfjárrækt, en þó var þar nokkuð af hrossum. Paradís borgarbarnsins var að 24

finna í sveitinni hjá ömmu og afa. Þau brugðu búi þegar ég var 12 ára gömul þannig að ég fékk því miður ekki tækifæri til þess að vinna hjá þeim,“ segir Hallveig um fyrstu kynni sín af búskap. „Bæði í grunn- og framhaldsskóla var ég kölluð „bóndinn“. Ástæðan er einföld, ég talaði mikið um sveitina og dýrin og mætti stundum í reiðbuxum í skólann. Ef ég komst yfir blað og blýant – hvað þá krítartöflu kennarans – teiknaði ég hesta. Fyrir mér var þetta uppnefni mikil upphefð enda aldrei notað í niðrandi merkingu. Mér er afar minnisstætt þegar ég var 12 eða 13 ára en þá fékk ég að fara með Gunnhildi, vinkonu minni, í vikudvöl til Fjólu, frænku hennar, á Syðra-Skörðugil í Skagafirði. Gömlu reiðstígvélin mín voru orðin of lítil svo ég


25 5


„Bæði í grunn- og framhaldsskóla var ég kölluð bóndinn“ keypti ný áður en förinni var heitið norður í land. Eitthvað þótti mér hallærislegt að vera í nýjum, glansandi reiðstígvélum þarna svo ég brá á það ráð að klína á þau skít og mold til að „líta betur út“ í bransanum. Draumur minn var að læra búfræði á Hvanneyri. Eitt sinn fór ég með nokkrum ættingjum mínum til að taka út fola sem ég átti í tamningu í Múlakoti í Lundarreykjadal. Auðvitað var rennt inn á Hvanneyri til að skoða og taka myndir af þessum stað þar sem ég hafði hug á að stunda nám.“ Draumurinn um búskap rættist á Bóndhól „Draumurinn að starfa við búskap af alvöru rættist á unglingsárunum þegar ég var ráðin í sveit að Bóndhól í Borgarfirði. Ég hafði lengi gengið með þann

draum í maganum að fá að vinna í sveit. Eftir að árin færðust yfir hef ég vel getað skilið móður mína, að hún hafi ekki verið sérstaklega spennt yfir því að senda mig bara eitthvert í sveit. Mín hestamennska byrjaði af alvöru í hesthúsunum á Sprengisandi við Reykjanesbraut. Þar kynntist ég fjársjóði af gömlum körlum sem höfðu stundað hestamennsku til fjölda ára. Það er óhætt að segja að þeir hafi sýnt mér óbilandi hjálpsemi og væntumþykju. Það sem unglingsstelpunni þótti vænt um þessa krúttlegu karla. Þeir pössuðu vel upp á mig og voru óragir við að lána mér sparihestana sína. Í hesthúsunum á Sprengisandi kynntist ég góðri vinkonu. Hún hafði verið í sveit í Bóndhól í Borgarfirði og líkaði vel. Eftir stutt kynni spurði hún mig hvort ég væri til í að vinna í sveit. Auðvitað var ég það og úr því varð að ég var ráðin í sveitina um sumarið. Það er óhætt að segja að í Bóndhól hafi ég lært að vinna enda í vinnu hjá dugnaðarfólki. Í Bóndhól kynntist ég kúm í fyrsta sinn og varð strax heilluð. Þær hafa verið

í miklu uppáhaldi alla tíð síðan. Eftirminnilegt fannst mér að mýla kindurnar, binda þær við garðann og klippa þær með handklippum eins og gert var í gamla daga. Ég var með eindæmum heppin með sveitaheimili og á þeim Bjössa og Tótu í Bóndhól mikið að þakka. Haustið 2001 fer ég að vinna sem aðstoðardýrahirðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, þá 17 ára gömul með mikla og góða reynslu úr Borgarfirðinum.“ Ákvað á barnsaldri að fara í Bændaskólann á Hvanneyri „Strax á barnsaldri tók ég þá ákvörðun að fara í Bændaskólann á Hvanneyri og læra búfræði. Það var svo haustið 2003 sem ég hóf það nám og útskrifaðist sem búfræðingur vorið 2005. Námið fannst mér einstaklega skemmtilegt og veitti manni dýpri skilning á öllu sem viðkemur búskap og skepnuhaldi. Heimavistin iðaði af lífi og enginn skortur var á hvers lags skemmtanahaldi.“ Greind með eitilfrumukrabbamein í Skagafirðinum „Haustið 2005 réði ég mig á Tunguháls II í Skagafirði. Þar vann ég bæði við kýr og hross. Upp úr áramótum var ég farin að finna fyrir miklum eitlastækkunum á hálsi, reyndi samt að telja mér trú um að þetta væru bara vöðvabólguþrimlar. Á kvöldin var ég farin að nudda mintukremi frá kúnum á háls og herðar í von um að þetta myndi nú hjaðna. Það gerðist ekki og í júní 2006 var ég svo greind með eitilfrumukrabbameinið Hodkins. Það var mikill skellur þó að undir niðri hafi mig grunað það. Við tók átta mánaða lyfjameðferð í Reykjavík.“ Hélt geðheilsunni vegna návistar við dýrin og frábært samstarfsfólkið „Ég réði mig í starf dýrahirðis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í ágúst sama ár. Reyndar í 80% starf þar sem ég þurfti frí á lyfjameðferðardaginn og daginn eftir. Ég get sagt með vissu að vinnan með dýrunum og því frábæra starfsfólki sem vinnur í garðinum eigi mikinn þátt í því að ég náði að halda geðheilsunni í gegnum þetta allt saman. Við erum má segja eins og ein stór fjölskylda. Það hefur reynst mér vel að leita til dýranna þegar eitthvað bjátar á. Þau hlusta og dæma aldrei.“

26


„Fyrir nokkrum árum tókum við inn skriðdýr, en þau hafa vakið mikla lukku og virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til þess að kynnast þeim líka.“

Starf dýrahirðis er afar fjölbreytt „Beitin sem við höfum yfir að ráða hér í Húsdýragarðinum er ekki mikil eins og gefur að skilja, en við höfum fengið að nýta Þerney til beitar fyrir bæði geitur og sauðfé. Á árum áður var nautgripum beitt á eynni. Siglt er með þær frá Gunnunesi út í eyjuna. Þetta er vitaskuld mikið ævintýri fyrir bæði skepnur og menn. Smalamennska okkar er mjög frábrugðin þeirri smalamennsku sem gengur og gerist upp til sveita. Auðvitað eru alltaf skepnur til sýnis í garðinum, en við reynum að skipta þeim upp í tvo hópa sem deila útlegðinni á milli sín. Dýrahirðastarfið er afar fjölbreytt eins og vinnan við búskap í sveitinni. Það sem er frábrugðið sveitinni er að við heyjum ekki sjálf, heldur kaupum allt hey í skepnurnar af Villa í Litlu-Tungu. Eitt af verkum okkar dýrahirða er að gera okkur ferð upp á Hellisheiði til að tína hreindýramosa fyrir hreindýr garðsins. Þegar heim er komið þurrkum við hann til að geta átt mosa allan ársins hring. Hreindýrin hreinlega elska mosann. Fóðrun og aðbúnaður dýranna er okkur mjög hugleikinn en mikill metnaður er lagður í að allur aðbúnaður dýranna og umhverfi sé gott og þrifalegt. Dýrahirðastarfið felst í því að sjá um allt það sem viðkemur dýrafánu garðsins, allt frá því að mjólka kýrnar og upp í það að fóðra eðlur og froska. Stór þáttur í starfi dýrahirðis er svo að taka á móti og fræða

„Ég get sagt með vissu að vinnan með dýrunum og því frábæra starfsfólki sem vinnur í garðinum eigi mikinn þátt í því að ég náði að halda geðheilsunni í gegnum þetta allt saman“ fjölda áhugasamra gesta sem heimsækja okkur á hverju ári. Það er mjög gefandi og skemmtilegt.“ Aðstaðan hefur breyst til batnaðar „Aðstaðan í Húsdýragarðinum hefur tekið nokkrum breytingum síðan ég byrjaði að vinna hér fyrst. Kýrnar sem áður fyrr voru bundnar á bás eru nú komnar í lausagöngu. Júgurbólgutilfelli heyra nær sögunni til og auðvitað fer miklu betur um þær. Hesthúsið hefur einnig allt verið endurnýjað og nú eru þar stórar og rúmgóðar stíur. Fyrir nokkrum árum tókum við inn skriðdýr, en þau hafa vakið mikla lukku og virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til þess að kynnast þeim líka. Mér finnst Húsdýragarðurinn í Reykjavík vera mikill fjársjóður fyrir fólkið í landinu og ekki síst borgarbúa. Börnin í þéttbýlinu, sem mörg hver hafa ekki aðgang að sveit, hafa hér tækifæri til að kynnast dýrunum. Hingað getur fólk komið allan ársins hring og komist í návígi við hin

ýmsu dýr, fylgst með gjöfum, mjöltum, farið á hestbak og tekið þátt í þeirri stórkostlegu upplifun sem fylgir fjölgun hinna ýmsu dýrategunda. Samt sem áður setjum við dýrahirðar dýrin alltaf í fyrsta sæti. Þegar til dæmis gylturnar okkar eru að gjóta eða kýrnar að bera metum við þá á staðnum hvort skynsamlegt sé að leyfa gestum að vera viðstadda eða ekki. Ef allt gengur eðlilega fyrir sig og fjöldi gesta ekki mikill þá höfum við húsin opin. Yfirleitt hefur þetta ekki verið neitt vandamál. Við bjóðum upp á átta mismunandi námskeið þar sem viðfangsefnin eru jafn fjölbreytt og dýrategundirnar eru margar. Sumarnámskeiðin sem við bjóðum upp á hafa heldur betur slegið í gegn. Þar fá börnin tækifæri til að komast í enn meiri nánd við dýrin en hinn almenni gestur. Aldrei hafa fleiri nemendur sótt skipulagt fræðslustarf en á síðasta skólaári, en þá tókum við á móti 10.000 nemendum.“ Draumur að geta boðið hreyfihömluðum á bak „Það er mér mjög hugleikið að bæta aðgengi fyrir fötluð börn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Draumur minn er að garðurinn eignist sérútbúinn hnakk sem myndi gera hreyfihömluðum börnum kleift að fara á hestbak og að t.d. rafstýrð leiktæki yrðu útbúin með pinnastýringu. Þetta hefur komið til umræðu og tel ég það mjög spennandi verkefni að vinna með þennan þátt í samstarfi við fyrirtæki og fagfélög.“ 27


Ein stærsta matarhátíð sinnar tegundar er haldin í Tórínó annað hvert ár:

Slow Food-hugsjónin – ekki bara hægeldaður matur Sigurður Már Harðarson

Hin mikla matarhátíð Slow Food-hreyfingarinnar, Salone del Gusto & Terra Madre, var haldin í Tórínó á Ítalíu síðastliðið haust. Talið er að um 220 þúsund gestir hafi sótt hana heim. Upphaf hreyfingarinnar má rekja til andófs fólks gegn skyndibitavæðingunni á Ítalíu snemma á níunda áratug síðustu aldar. Einn úr þeirra hópi, Carlo Petrini frá Bra í Piemonte-héraði Ítalíu, er talinn stofnandi hennar árið 1986. Þessa hlið á starfi hreyfingarinnar þekkja margir, en margt annað hugsjónastarf er unnið í nafni hreyfingarinnar um allan heim.

Tvær megináherslur voru á þessari hátíð; fjölskyldubúskapur og fyrirbæri sem kallað hefur verið Bragðörkin [e. Ark of Taste.] Eitt af meginviðfangsefnum Slow Food-hreyfingarinnar er að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni. Þar gegnir Bragðörkin mikilvægu hlutverki, en um borð í henni er safnað saman fágætum mat og afurðum víðs vegar úr heiminum

Kóngssveppir eru í hávegum hafðir í matreiðslu Piemonte-búa. Myndir / smh

28


Íslenskar öskjur fyrir íslenska framleiðslu

VELJUM ÍSLENSKT

UMBÚÐIR OG PRENTUN FRÁ A TIL Ö

Ryksugur Sópar

Vatnsdælur Gólfþvottavélar

Þegar gerðar eru hámarkskröfur Háþrýstidælur fyrir heimilið

Gufudælur Háþrýstidælur K Ä R C H E R

S Ö L U M E N N

:RLPMHU , - Ç :xTP Ç YHM]LY'YHM]LY PZ Ç ^^^ YHM]LY PZ


Hér er krydd og cous cous frá Norður-Afríku.

– og upplýsingum um þær. Ströng skilyrði eru fyrir því hvaða afurðir eru teknar um borð, en segja má að þær eigi það sameiginlegt að vera menningarlega verðmætar að einhverju leyti. Þá er þess krafist að um gæðaafurðir sé að ræða. Í dag eru um 2.239 afurðir smáframleiðenda í Bragðörkinni. Yfirlýst stefna hreyfingarinnar er að afurðirnar verði orðnar tíu þúsund innan fárra ára. Hinn vinkill hátíðarinnar kallaðist á við yfirlýst alþjóðlegt ár fjölskyldubúskapar hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, sem var einmitt á síðasta ári. Þar er tilgangurinn að vekja athygli á mikilvægi fjölskyldubúa – og smárra framleiðenda matvæla almennt – í baráttunni gegn hungri og fátækt í heiminum. Menningarlegi þáttur fjölskyldubúskapar er einnig talinn mikilvægur í félags-, efnahags- og umhverfislegu tilliti. Á setningarhátíðinni kom fram að í heiminum væru 500 milljónir fjölskyldubúa, þar sem smáframleiðsla væri stunduð. Hjá 84 prósentum af öllum heimsins býlum, réði hvert býli um sig aðeins yfir minna en tveimur hektara lands. Þessi býli ráða einungis yfir 12 prósent af öllu ræktarlandi heimsins. Fyrst og fremst er Salone del Gusto & Terra Madre þó matvælasýning og sælkerahátíð – eins og myndirnar bera með sér. 30


Á svæðinu þar sem afurðir Bragðarkarinnar voru kynntar. Framsetningin var bæði falleg og aðgengileg.

Slow Food Reykjavík Slow Food Reykjavík var stofnað árið 2001. Dominique Plédel Jónsson tók þátt í stofnun þessarar Íslandsdeildar og hefur síðan verið í fararbroddi starfseminnar hér á landi. Í samanburði við önnur Norðurlönd er óhætt að segja að hér sé öflug starfsemi í gangi. Um áramótin var búið að skrá níu íslenskar afurðir um borð í Bragðörkina. Aðeins Norðmenn voru þá með fleiri afurðir, eða tíu. Dominique segir að gleðifregnir hafi borist fyrir skemmstu frá Ítalíu, þegar tveimur afurðum til viðbótar var komið um borð; rúllupylsunni og magál. Næst sé á dagskrá að skrá landnámshænuna, hverabrauð og laufabrauð.

Vínsmökkun og -námskeið eru fyrirferðarmikil í dagskrá hátíðarinnar.

Áður hafa eftirtaldar afurðir verið skráðar: íslenska geitin, hefðbundið íslenskt skyr, kæstur hákarl, sólþurrkaður saltfiskur, hjallaverkaður harðfiskur (ýsa), hjallaverkaður harðfiskur (steinbítur), hangikjöt, hveraverkað salt og lúra.

Hveraverkaða saltið frá Saltverki.

Aðstæður á Íslandi voru á fyrri tíð ólíkar því sem gerðist í nágrannalöndunum. Hér skorti meðal annars eldivið, salt, korn, grænmeti og krydd. Þess vegna urðu til óvenjulegar geymsluaðferðir; súrsun, kæsing og taðreyking.

Dominique Pledél Jónsson, formaður Slow Food Reykjavík, lagði hveraverkaða saltið frá Saltverki á evrópska hillu Bragðarkarinnar á hátíðinni.

31


Dóra Svavarsdóttir og Þórir Bergsson elduðu fyrir gesti Slow Food-hátíðarinnar:

Taðreykt hangikjöt með rófustöppu og skyrsósu Dóra Svavarsdóttir (Culina) og Þórir Bergsson (Bergsson Mathús) elduðu hangikjöt í Heimseldhúsinu (Terra Madre Kitchen) á Slow Food-hátíðinni í Tórínó í haust. Meðlætið var byggsalat, rótargrænmeti, rófustappa og skyrsósa. Rétturinn var seldur á 10 evrur á staðnum og er skemmst frá því að segja að rétturinn sló í gegn, 100 skammtar seldust og var hann einn sá mest seldi út úr Heimseldhúsinu á hátíðinni.

ingaþemahlaðborð. Culina er ekki með neinn veitingastað, heldur mæti ég með veitingarnar hvert sem mín er óskað; á Hveravelli, Þakgil eða Vesturbæinn,“ segir Dóra um bakgrunn sinn.

Dóra Svavarsdóttir, eigandi Culina.

Dóra á og rekur Culina veisluþjónustu. „Mín fyrstu kynnni af Slow Food var á fundi sem haldinn var í Norræna húsinu. Dominique Plédel Jónsson og Eygló Björk Ólafsdóttir (Vallanesi) héldu þar tölu og kynntu samtökin. Ég skráði mig svo daginn eftir og hef verið félagi síðan.

Slow Food

Hugmyndafræði Slow Food rímar við mína sýn á matreiðslu og umhverfisvernd; mína vitund fyrir því hvaðan maturinn kemur og hvernig á að meðhöndla hann. Ég starfaði í mörg ár á veitingastaðnum Á næstu grösum. Það var grænmetisstaður og við elduðum allt frá grunni án allra aukaefna. Tókum frá íslensku bændunum á uppskerutíma. Ég hef haldið þessari hugmyndafræði í veisluþjónustunni minni, Culina, en þar elda ég reyndar allt sem kúnninn biður um, hvort sem það eru fimm rétta grænmetisveislur eða sjóræn32

Nýting á afgöngum „Þessi misserin er í gangi námskeiðasyrpan Eldað úr öllu þar sem ég fer um landið og kenni fólki að nýta hráefni og afganga betur. Þetta er hluti af stærra verkefni sem heitir ZeroWaste og er á vegum Landverndar, Vakanda og Kvenfélagasambandsins. Ég var beðin um að kenna eftir að við í Slow Food-samtökunum vorum með Ruslamatshlaðborð í Norræna húsinu. Við fengum það sem átti að henda einn dag úr tveimur búðum og einni heildsölu og elduðum mat fyrir 300 manns – og hefðum getað gert meira. Þetta kom mér alveg ótrúlega á óvart og vakti mig til umhugsunar, að á sama tíma og fólk hefur varla efni á mat og við erum að ganga mjög nærri náttúrunni við að kreista fram eins mikla uppskeru og mögulegt er, sé þessu síðan bara hent í stórum stíl.“

Þórir Bergsson og Dóra Svavarsdóttir höfðu í mörgu að snúast við að koma krásunum á disk fyrir svanga gestina sem biðu í röð.


Sterk upplifun að fara á hátíðina „Það var frábært að fá tækifæri til þess að fara á hátíðina í Tórínó. Ég hef ekki farið áður og það tók því alveg fyrstu tvo dagana bara að ná áttum og taka inn allt sem var þarna í gangi. Svo margt að sjá og upplifa. Eitt af því sem heillar mig mest er að þetta eru alþjóðasamtök og þarna var fólk bókstaflega frá öllum hornum heimsins. Ég varð svolítið auðmjúk hvað það er margt til þarna úti; jurtir, krydd, húsdýr og vinnsluaðferðir sem ég hafði ekki hugmynd um. Það gerir mig stolta að vita til þess að ég er félagi í Slow Food sem aðstoðar fólk til dæmis á Madagaskar að viðhalda tegundafjölbreytni og þekkingu sem annars væri í hættu að deyja út.“ Íslenskar afurðir Bragðarkarinnar „Það var með frekar skömmum fyrirvara

sem það kom upp að Ísland yrði með mat í Terra Madre Kitchen þetta árið. Grænlendingar áttu að eiga sinn mann þar en hann forfallaðist. Taðreykt hangikjöt er í Bragðörkinni og hefðbundið skyr og við ákváðum að tvinna það saman. Eins vildum við vera með íslenskt ræktað meðlæti. Við elduðum mest allt hér heima áður en lagt var af stað og svo var það kælt og lofttæmt. Það var heilmikill léttir þegar frauðkassarnir skiluðu sér á færibandið og við rúlluðum með þetta í sýningarhöllina. Kerfið á Terra Madre Kitchen er þannig að tvö lönd afgreiða mat á sama tíma, tvo tíma í allt. Við vorum á sama tíma og Líbanir. Þeir voru með dásamlegan couscous og baunarétt, sjávarrétti og

ferskar jurtir. Við útbjuggum byggið og hituðum rófustöppuna og hituðum kjötið í pokunum. Þegar við svo opnuðum hangikjötspokana yfirtók unaðsleg reyklyktin allt eldhúsið. Það var gaman að skammta matinn og við fengum góðar viðtökur. Fólki fannst það spennandi að kjötið væri reykt með taði, það sem var hins vegar snúnast að útskýra voru rófurnar. Ef fólk hafði heyrt um þær yfirhöfuð, héldu flestir að þær væru bara skepnufóður og urðu því skemmtilega hissa eftir að hafa smakkað. Við seldum 100 skammta af hangikjötinu og allur peningurinn fer í Slow Food-verkefnið „10.000 garðar í Afríku“ sem miðar að því að aðstoða fólk í að vera sjálfbært um mat. Hólsfjallalambið hefur því látið gott af sér leiða á alþjóðavísu.“

Hangikjöt með rófustöppu, skyrsósu og byggsalati Fyrir 4 Hangikjöt 1,3 kg hangikjöt á beini Aðferð:

» Gufusoðið í ofni í 3 tíma, kjötið pillað af beininu og skorið gróflega niður.

» Við kældum og vacumpökkuðum kjötinu með því litla soði sem myndaðist í ofnskúffunum.

Líbanskur fiskréttur var seldur samhliða íslenska hangikjötinu. Í boði var að kaupa drykk með og þá kostaði máltíðin 12 evrur.

» Hituðum svo kjötið í pokunum í vatnsbaði.

Aðferð:

» Byggið soðið í miklu vatni þar til

Rófustappa

lungamjúkt.

1 stór rófa 50 g smjör 2 tsk. salt

» Grænmetið skorið niður í litla teninga og bakað í ofni þar til mjúkt.

» Maukað saman í blandara olíuna og steinseljuna og safann úr sítrónunni, þar til fagurgrænt og vel maukað.

Aðferð:

» Rófan er skræld og skorin gróft, soðin þar til mjúk í gegn.

» Blandið öllu saman og kryddið

» Vatninu hellt af og rófan maukuð

með salti, þurrkuðum, muldum birkilaufum og fíntsöxuðum graslauk.

með kartöflustappara og blandað með smjöri og salti.

Byggsalat 100 g lífrænt íslenskt bygg 300 g íslenskt lífrænt grænmeti, rauðrófur, sellerí, gulrætur, blaðlaukur

4 msk. íslensk lífræn repjuolía 1 knippi af steinselju Safi úr 1 sítrónu Sjávarsalt Birkilauf og graslaukur

» Þetta salat er betra ef það fær að standa í ísskáp í hálfan sólarhring áður en það er borðað. Þá er líka rauðrófan búin að gefa því einstaklega fallegan rauðan lit.

33


Hjónin Snæbjörn Sigurðsson og Björg Ingvarsdóttir hafa á undanförnum árum byggt upp öfluga ferðaþjónustu á Efstadal II í Bláskógabyggð. Myndir / HKr.

Efstidalur í Bláskógabyggð:

Vaxandi ferðaþjónusta í sveitum landsins Hörður Kristjánsson

Ferðaþjónusta er orðin ört vaxandi þáttur í rekstri bújarða á Íslandi. Ýmist hafa bændur þá alfarið hætt hefðbundnum búskap eða farið að hluta út í gisti- og ferðaþjónustu samhliða búrekstri og þá gjarnan í tengslum við matartengda ferðaþjónustu.

Efstidalur II í Bláskógabyggð er ágætt dæmi um þetta. Þar hafa orðið umtalsverðar breytingar á búrekstrinum á undanförnum árum, en sama ættin hefur búið í Efstadal síðan um 1850. Eigendur Efstadals II eru hjónin Björg Ingvarsdóttir og Snæbjörn Sigurðsson. Snæbjörn er fæddur og uppalinn í Efstadal en Björg kemur frá Njarðvík. Snæbjörn segir að allt fé hafi verið skorið niður á bænum árið 1983 vegna riðuveiki á svæðinu og var fjárhúsunum þá breytt í fjós. Eru þau nú með rúmlega 34

100 nautgripi og þar af eru ríflega 40 mjólkandi kýr. Er starfsemin rekin undir nafninu Efstidalur 2 ehf., þar sem Snæbjörn er framkvæmdastjóri en Björg er formaður stjórnar. Í stöðugri þróun Auk hefðbundins kúabúskapar og hrossaræktar reka þau hjón svo ört vaxandi ferðaþjónustu á bænum. Allt hófst það með hestaleigu sem byrjað var á árið 1992. Árið 2002 byrjuðu þau hjón svo að leigja út 4 herbergi á neðri


hæð íbúðarhússins. Síðan var hafist handa við að byggja bjálkahús árið 2004 með 10 rúmgóðum herbergjum og hófst útleiga á þeim 2005. Um jólin 2006 flutti fjölskyldan í nýtt íbúðarhús og gamla íbúðarhúsið fékk nýtt hlutverk sem veitingastaður, móttaka gesta og svefnaðstaða. Árið 2012 var svo hafist handa við að byggja upp veitingahús við fjósið á bænum. Fjölskyldan hefur stækkað ört undanfarin ár, en samtals eiga þau fimm uppkomin börn og sjö barnabörn. Eru börn þeirra hjóna og tengdabörn nú komin inn í reksturinn. Það eru hjónin Sölvi Arnarson og Kristín Ingunn Haraldsdóttir, Guðrún Karítas Snæbjörnsdóttir og Árni Benónýsson. Í fyrrasumar skapaði ferðaþjónustan 16 störf á bænum, en heldur er þó dregið úr rekstrinum yfir vetrarmánuðina þótt opið sé allt árið. „Þetta er farið að ganga mjög vel,“ segir Snæbjörn. „Hér var byrjað að byggja upp í nóvember 2012 og við vorum komin með fullt starfsleyfi á allt húsið 1. júní 2013. Þetta var ekki langur byggingartími, en ég var líka með alvöru verktaka.“ Hugmyndin fæddist í frumkvöðlasamkeppni Það er ekki síst Björg sem hefur verið drifkrafturinn í ferðaþjónustunni í Efstadal þar sem búið er að koma upp fínu veitingahúsi. Hugmyndin um að breyta fjósi í ferðamannabú varð til hjá henni í frumkvöðlasamkeppni á vegum Búnaðarsambands Suðurlands og fleiri aðila árið 2005. Hennar hugmynd ásamt fjárhags-, rekstraráætlun og plani um uppbygginguna lenti þar í öðru sæti. Með þessar hugmyndir í farteskinu reyndist þeim auðveldara að spinna málið áfram þegar þau loks ákváðu að hrinda þessu í framkvæmd.

Björg Ingvarsdóttir hefur verið drifkrafturinn í ferðaþjónustunni í Efstadal. Hugmyndin um að breyta fjósi í ferðamannabú varð til hjá henni í frumkvöðlasamkeppni á vegum Búnaðarsambands Suðurlands og fleiri aðila árið 2005. „Það skiptir mig miklu máli að fólk njóti þess að vera hjá okkur og að ferðast um landið.“

Auk þess að nýta mjólk af búinu út í kaffi og bakstur fyrir ferðamennina, þá lærði Björg að framleiða ís fyrir nokkrum árum. Hefur ísinn í Efstadal öðlast miklar vinsældir og vaxandi straumur ferðamanna leggur leið sína upp í Efstadal beinlínis til að kaupa ís. Einnig til að þiggja þar kaffiveitingar með bakkelsi og heimatilbúnum osti í fínu veitingahúsi staðarins. Þar er líka hægt að njóta matar og annarra veitinga og horfa um leið á kýrnar í gegnum gler. Björg segir að ís- og ostagerðin hafi verið í svolitlu tilraunaferli undanfarin tvö ár, en nú sé ætlunin að taka þetta skrefinu lengra. „Við ætlum að stíga dálítið stórt skref og ég mun fá í lið með mér mjólkurfræðing og reyna að gera þetta þannig að við getum alltaf verið með þessar vörur á boðstólum og alltaf með sömu gæðum.“ Björg segir að þetta sé annar veturinn

sem þau séu með ferðaþjónustuna í gangi. Þótt lítill tími hafi gefist til að sinna markaðssetningu þá sé ánægjulegt hvað aðsóknin sé mikil jafnvel nú yfir háveturinn. Það eigi bæði við um gistinguna og veitingaþjónustuna. Það séu þó fyrst og fremst Íslendingar sem komi í veitingahúsið, en að mestu leyti útlendingar sem sækja í gistinguna. Hún segir líka ánægjulegt að fólk sé í auknum mæli að uppgötva hvað vetrarferðir á Íslandi geti verið mikil upplifun. Framkoma okkar við gesti og upplifun þeirra skiptir öllu máli „Hér er fólk að koma í kyrrðina í sveitinni og upplifa myrkrið og norðurljósin. Þá veit fólk að hér er hægt að ganga að þjónustu, bæði í gistingu og veitingum allt árið um kring. Það skiptir mig miklu máli að fólk njóti þess að vera hjá okkur og að ferðast um

Árið 2012 var hafist handa við að byggja upp veitingahús við fjósið á bænum.

35


Hluti fjölskyldunnar í Efstadal við glugga á neðri hæð veitingastaðarins þar sem gestir geta fylgst með kúnum í fjósinu. Talið frá vinstri; Sölvi Arnarson og Kristín Ingunn Haraldsdóttir, Árni Benónýsson og Guðrún Karítas Snæbjörnsdóttir með barn sitt og Snæbjörn Sigurðsson.

Hluti salarins á efri hæð veitingastaðarins, en hann tekur um 100 manns í sæti.

Árni Benónýsson, tilbúinn að veita gestum einn ískaldan úr bjórdælunni.

landið. Það er algengt að fólk annaðhvort byrji ferðina um landið hér hjá okkur eða endi hana hér. Þá vil ég heyra hvernig upplifun þess er af landinu, gistingu, afþreyingu og þjónustunni sem í boði er,“ segir Björg. Partur af því sé að gestirnir 36

upplifi góða þjónustulund. „Við förum nú senn að sigla inn í þriðja sumarið. Því höfum einmitt verið að líta til baka og skoða hvað við getum lagað hjá okkur. Síðustu tvö sumur hefur verið mjög mikið að gera og þegar svo er

verður oft hætta á að maður geti ekki sinnt öllum nógu vel eða haft þjónustuna eins persónulega og við lögðum upp með. Við höfum því látið fara fram þarfagreiningu og við höfum fengið utanaðkomandi aðila til að taka út aðstöðuna og alla starfsemina. Allt snýst þetta um að við séum vel meðvituð um hvernig þurfi að vinna hlutina og að fá starfsfólkið í lið með okkur. Þar skiptir viðmótið gagnvart viðskiptavinunum öllu máli og að maður láti gestina finna að manni sé ekki sama um þá.“ Hún segir reyndar að það hafi verið vandamál fyrst í stað hversu erfitt hafi verið að fá Íslendinga í þessi þjónustustörf. „Við reyndum mikið að fá Íslendinga þegar við byrjuðum á þessu fyrst, en það var bara útilokað. Við vorum því með Norðurlandabúa, Pólverja og aðra Evrópubúa í vinnu. Maður fann það strax að þó þetta hafi verið ágætt fólk, að það var ekki að ganga. Gestirnir sem hingað komu vildu hitta Íslendinga.“ Er verið að fara of geyst í uppbyggingunni? -Nú hefur verð ört vaxandi ferðaþjónusta og ekki síst í sveitum landsins á undanförnum árum. Óttist þið ekkert að Íslendingar séu svolítið að fara fram úr sér í þessum efnum og það sé verið að keyra of bratt með fjárfestingar og uppbyggingu í þessari grein? „Jú, ég geri það. Ég vil fyrst og fremst sjá að það rísi upp fjölskyldurekin fyrirtæki


Snæbjörn og Björg segja að menn verði að passa sig á að fara ekki út í uppbyggingu í ferðaþjónustu á forsendum einhverrar græðgisvæðingar.

úti í sveitunum og þessi uppbygging fari fram á forsendum fólksins á landsbyggðinni en ekki bara á forsendum fjárfesta. Auðvitað er líka gott að fólk komi annars staðar frá, en þá best að það flytji í sveitina með fjölskyldur sínar til að annast slíkan rekstur.“ Græðgisvæðing í greininni er hættuleg „Við verðum líka að passa okkur á að reyna ekki að fara út í slíka uppbyggingu á forsendum einhverrar græðgisvæðingar. Eitt slíkt dæmi er of mikið því það kemur bara í bakið á öllum öðrum sem í þessu standa. Við verðum að læra að vinna saman og að þetta skiptir okkur öll jafn miklu máli. Verðlagning á gistingu, vöru og þjónustu verður líka að vera sanngjörn.“ Snæbjörn tekur undir þetta. „Uppbyggingin hefur í flestum tilfellum verið drifin áfram af fólki sem er í þessu af áhuga og heilindum. Nú eru hins vegar að koma inn í þetta peningamenn sem er að mörgu leyti hið besta mál, en áhyggjuefnið er samt varðandi það hvað gerist ef reksturinn gengur ekki eins og menn vilja. Standa menn þá upp frá öllu saman og skilja búin eftir gjaldþrota og mannlaus?“ Hann segist óttast að fjársterkir aðilar komi inn með því hugarfari að ná með skjótum hætti til sín viðskiptum með undirboðum sem drepi þá af sér fjölskyldubúin sem fyrir eru. Ef það gerist muni allir á endanum tapa, ekki síst hinar dreifðu byggðir sem oft standi ansi veikt bæði fjárhagslega og félagslega. „Þetta er áhyggjuefni, en ég held þó að bankarnir séu farnir að huga betur að því að lána ekki hverjum sem er í slíka uppbyggingu,“ segir Snæbjörn.

Snæbjörn í fjósinu. Hann segir að draumurinn sé að koma upp litlu sláturhúsi á staðnum þannig að búið verði sem sjálfbærast hvað varðar framleiðslu á eigin kjötafurðum líka.

Þær voru ekkert feimnar að stilla sér upp til myndatöku, kýrnar í Efstadal.

Margar hugmyndir um frekari uppbyggingu Snæbjörn segir að auk þess að framleiða margvíslegar afurðir úr þeirra eigin mjólk, þá sé draumurinn líka að koma upp litlu sláturhúsi á staðnum þannig að búið verði sem sjálfbærast hvað varðar framleiðslu á eigin kjötafurðum líka. Í vor er svo hugmyndin að snyrta til, rífa gömul útihús og endurnýja nýrra hús sem er á þeirri lóð. Þar á að vera uppeldishús fyrir nautgripi. Síðan er annar byggingareitur á bæjartorfunni sem Snæbjörn vill nýta undir sláturhús í framtíðinni. „Fyrr en það verður að veruleika finnst mér ekki rétt

Kálfarnir vekja alltaf gleði hjá gestum.

að við séum að tala um sölu á kjöti frá okkur sem beint frá býli.“ 37


Freyr Jóhannesson byggingatæknifræðingur vinnur að bók sem fjallar um einkagjaldmiðla sem gefnir hafa verið út á Íslandi. Mynd / VH

Vöruávísanir kaupfélaga Vilmundur Hansen

Heimskreppan skall á haustið 1929, en áhrifa hennar fór ekki að gæta að fullu hér á landi fyrr en 1931 með lækkandi verði á afurðum landsmanna, ekki síst bænda. Árið 1932 var verð á framleiðsluvörum bænda orðið mjög lágt.

Afkoma þeirra hafði stórversnað og margir mjög skuldugir eftir mikið uppgangs- og framkvæmdatímabil frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914–1918. Á þeim tíma hafði verið mikil fjárfesting í landbúnaði, ekki síst á árunum 1926– 1930. Freyr Jóhannesson, byggingatæknifræðingur og umsvifamikill safnari til margra áratuga, vinnur að bók sem fjallar um einkagjaldmiðla sem gefnir hafa verið út á Íslandi. Meðal þeirra eru svonefndar kaupfélagsávísanir sem flest kaupfélög gáfu út á árunum 1933 til 1968. Af öðrum einkagjaldmiðlum sem gefnir hafa verið út hér á landi má nefna brauð- og vörupeninga, tékka og víxla, tunnumerki sem síldarstúlkur fengu á síldarplönunum fyrir hverja saltaða tunnu og í dag úttektarkort í verslunum sem gefin eru út í dag af hjálparstofnunum eins og til dæmis Rauða kross Íslands. 38

Safn Freys af einkagjaldmiðlum er líklega það stærsta á landinu og gríðarleg heimild um liðinn tíma. Mynd / VH


einungis notaðar til lánsviðskipta, en ekki til greiðslu á þjónustu viðskiptaaðilans. Þegar menn framvísuðu slíkri ávísanaörk við kaup í versluninni var ætlast til þess að afgreiðslumaður klippti miðana af á staðnum til þess að koma í veg fyrir misferli því að á örkinni stóð að miðarnir giltu ekki væru þeir klipptir af ávísuninni heima. Fyrstu þekktu ávísanaarkir frá KEA og KHB eru gefnar út í febrúar 1933. Síðan fylgdu fleiri kaupfélög á eftir með svipaðar útgáfur. Síðasta þekkta útgáfa kaupfélagsávísana í arkarformi er frá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga á Hofsósi í desember 1944.“ Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík, elsta kaupfélag landsins, stofnað 1882.

Smámiðahefti úr fyrstu útgáfu ávísana frá Kaupfélagi Þingeyinga, gefið út árið 1933. Í því hefti voru ávísunarmiðar fyrir samtals 50 krónur. Lausir miðar úr heftunum voru ógildir og þar af leiðandi verðlausir.

Batinn lét á sér standa „Eftir að fór að sverfa að efnahag bænda kom það niður á kaupfélögum sem lánuðu bændum verulegt fjármagn í þeirri trú að úr rættist fljótlega,“ segir Freyr. „Batinn lét aftur á móti á sér standa og var það ekki fyrr en upp úr 1940 að rofa tók almennt til hjá bændum og þar með kaupfélögunum þótt aftur færi ástandið versnandi um 1950. Viðskipti kaupfélaga og bænda áttu í upphafi að grundvallast á vöruskiptum og jafnkaupastefnu, en lánsviðskipti voru stunduð meira og minna allt frá upphafi samvinnuverslunar, þó lengi vel á ábyrgð félaga í hinum ýmsu deildum kaupfélaganna. Skuldasöfnun bænda hjá kaupfélögunum á fyrstu árum kreppunnar þrengdi mjög efnahag þeirra, ekki síst lausafjárstöðuna.“

Heilmiðaávísanir frá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga á Hofsósi, í þremur mismunandi verðgildum. Þessar ávísanir voru með þeim seinustu sem út voru gefnar, trúlega frá árinu 1968.

Ávísanir í arkaformi „Um áramót 1932–1933 eða snemma árs 1933 fóru Kaupfélag Eyfirðinga og Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi að gefa út ávísanir í arkarformi þar sem þau skuldbundu sig til að afhenda vörur gegn framvísun þeirra. Á hverja örk var áritað nafn viðskiptavinar, félagsnúmer hans ef til var, dagsetning skuldfærslu og undirritun gjaldkera eða annars forráðamanns kaupfélagsins. Áprentað númer var á hverri örk, á hverjum miða stóð vörulán og er því ljóst að hér var ætlast til að þessar ávísanir væru

Smámiðahefti og heilmiðablokkir „Í desember 1933 gaf Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík út vöruávísanir í svonefndum smámiðaheftum og er það fyrsta þekkta útgáfan af því tagi. Í blokkunum voru innheft blöð í mismunandi litum eftir verðgildi og fjórir miðar á hverju blaði. Blokkir af þessari gerð voru allmikið notaðar næstu 20 árin, en síðasta þekkta útgáfan er frá 1953, gefin út af Kaupfélagi Ólafsvíkur og er að því leyti öðruvísi en aðrar sambærilegar útgáfur að á hvern miða er áprentað nafn kaupfélagsins. Þriðja þekkta gerð kaupfélagsávísana, svonefndar heilmiðablokkir, er af svipaðri stærð og smámiðablokkirnar, en með aðeins eitt verðgildi á hverju blaði, og orðið vörulán stendur ekki á þeim. Hvenær þær sáu fyrst dagsins ljós er ekki fullljóst ennþá, en það mun hafa verið um 1950 eða nokkru eftir að hætt var að gefa út smámiðablokkirnar. Ekki er vitað með vissu hvaða kaupfélag gaf fyrst út slík ávísanahefti, en að minnsta kosti 19 kaupfélög gáfu þau út í fjórum mismunandi gerðum allt til ársins 1968. Þá gáfu Kaupfélag Berufjarðar á Djúpavogi og Kaupfélag A-Skagfirðinga á Hofsósi út síðustu þekktu útgáfur kaupfélagsávísana, og hafði slík útgáfa þá þekkst í 35 ár,“ segir Freyr. Vissa er fyrir því að flestallar ávísanaarkir kaupfélaganna voru prentaðar í Prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri. Smámiðaheftin voru flest prentuð í Prentsmiðjunni Eddu í Reykjavík og megnið af heilmiðablokkunum. 39


nýbreytni að gefa út ávísanir sem félagsmenn keyptu og notuðu síðan eins og peninga í sölubúðum félagsins. Nú hefir K.Þ. ákveðið að taka upp þetta ávísanafyrirkomulag og verður því hér reynt að gera mönnum ljóst hvernig þetta er starfrækt. Ávísanirnar gefur gjaldkeri út, eru þær í ýmsum stærðum s.s. 100 krónur, 50, 25, 10 og 5. Hverri ávísun er skift í marga reiti alt niður í 25 aura. Er nú byrjunin sú að viðskiftamaðurinn kemur á skrifstofuna og biður gjaldkerann um ávísun, stóra eða smáa eftir viðskiftaþörf, og er ávísunin um leið færð manninum til gjalda í reikningi hans. Síðan fer hann með ávísunina í búðina og verslar þar, er úttekt hans sett á nótu eins og áður, en þegar nótan er uppgerð tekur afgreiðslumaðurinn við ávísuninni og klippir úr henni upphæð nótunnar og kvittar á nótuna ’greitt með ávísun‘. Enginn annar en afgreiðslumaðurinn má klippa af ávísun.“

Indriði á Fjalli hafði áhuga á ættfræði og notaði bakhlið Mynd / VH vöruávísunarheftisins til að skrá ættartöflu.

Ávísanakerfi samvinnufélaga Freyr segir að til séu ýmsar heimildir sem sýna hvernig ávísanirnar voru notaðar, en þeim ber ekki saman að öllu leyti saman. Flest bendir þó til þess að þær hafi verið notaðar til lánafyrirgreiðslu við þá viðskiptavini sem lofuðu að leggja inn í kaupfélagið innan tiltekins tíma afurðir sínar en það voru aðallega landbúnaðarvörur eða fiskur sem næmi sambærilegri fjárhæð og ávísanirnar hljóðuðu upp á. „Á forsíðu Boðbera K.Þ. 4. nóvember 1933 er tilkynnt að Kaupfélag Þingeyinga ætli að taka upp þá nýbreytni í rekstri sínum sem kallað er „Ávísanakerfi samvinnufélaga“ og er þar einnig tekið fram að kerfi þetta sé mikið notað af samvinnufélögum í Englandi.“ Greinin í Boðbera K.Þ. hefst á þessa leið: „Um áramót í fyrra tók Kaupfélag Eyfirðinga og fleiri kaupfélög upp þá 40

Þann 18. nóvember. 1933 er birt svohljóðandi tilkynning í Boðbera K.Þ.: „Félagsmenn aðvarast um að strax og nýir reikningar verða opnaðir fyrir jólin, verður ávísanafyrirkomul. upptekið, og ekki selt í reikninga á annan hátt. Verða menn þá að hafa fundið deildastjóra sína og fengið hjá þeim heimildir til ávísanakaupa. Við áætlanir heimafyrir í deildunum verður að því er gjaldeyrisvörurnar snertir að byggja á sama verðlagi og nú er áætlað í reikninga og tilkynt í þessu blaði.“

Heilmiðaávísun frá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík um 1960. 500 krónur voru hæsta útgefna verðgildi sem kaupfélögin gáfu út. 500 krónur samsvöruðu launum fyrir 25 vinnustundir hjá verkamanni á þeim tíma, um 30 þúsund krónum á núvirði, eða sem nemur þremur lambaskrokkum.

Hér má sjá ávísanir úr smámiðahefti frá Kaupfélagi Ólafsvíkur. Þetta var eina kaupfélagið sem var með nafn sitt áritað á ávísanirnar sjálfar.

Eins og hér kemur fram var K.Þ. skipt niður í deildir, og var ætlast til þess að deildarstjórar gæfu út heimild til félagsmanna sinna til kaupa á ávísunum, enda báru deildirnar ábyrgð á viðskiptum þeirra við Kaupfélag Þingeyinga. Það er mjög athyglisvert að loforð um væntanlegt innlegg allt að 10–11 mánuðum fram í tímann nægði til þess að fá vöruávísanir afhentar. Í Boðbera K.Þ. kemur einnig fram að félagsmenn gátu skilið eftir hjá gjaldkera kaupfélagsins 10–20% af vöruávísunum til þess að aðrir en eigendur þeirra gætu tekið vörur út á þær þegar það þótti henta. Þetta lánafyrirkomulag var að sjálfsögðu íþyngjandi fyrir rekstur kaupfélagsins, og því voru menn hvattir til þess að staðgreiða sem mest gegn 5% afslætti.

Þegar greitt var með vöruávísun voru reikningar stimplaðir „Greitt með ávísun“, því að sá sem borgaði með ávísun fékk ekki arðgreiðslu af viðskiptunum.


Það er gaman að bæta hestöflum við afkastagetuna. Við aðstoðum með ánægju. Það er stór stund þegar þú tekur við nýju atvinnutæki sem styttir vinnudaginn og eykur afköstin. Og okkur finnst að ánægjan eigi að endast í mörg ár. Þess vegna er það aðalatriðið hjá Ergo að mæta þínum þörfum með faglegri ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja.

Suðurlandsbraut 14

>

sími 440 4400

>

www.ergo.is

>

ergo@ergo.is

41


Notkunarfyrirkomulagi lýst nákvæmlega Í tímariti Samvinnuhreyfingarinnar, Samvinnunni, árið 1935 lýsti Ragnar Ólafsson notkunarfyrirkomulagi ávísananna nákvæmlega. Auk þess að útskýra daglega notkun gefur sú lýsing góða innsýn í afstöðu kaupfélaganna til þess hagræðis sem var samfara þessu greiðsluformi.

Tilkynning um tekjuafgang vegna viðskipta Björns Þórhallssonar við Kaupfélag Norður-Þingeyinga árið 1959. Þeir viðskiptamenn sem staðgreiddu vörur fengu inneign hjá kaupfélaginu í svokölluðum stofnsjóði og mátti ekki innleysa hann nema af sérstökum ástæðum.

Ekki er vitað hvaða kaupfélag gaf út þessa miða.

Þar segir: „Ávísanirnar eru gefnar út á nafn. Þær eru óframseljanlegar og eru aðeins leystar út með vörum. Á skrifstofunni biður viðskiptamaðurinn um ávísanir fyrir þeirri upphæð, sem hann ætlar sér að kaupa fyrir. Sá, sem afhendir ávísanirnar athugar hvort hann hefur lánsheimild fyrir upphæðinni. Sé svo, fær viðskiptamaðurinn afhendar ávísanir, sem eru merktar í töluröð, og kvittar fyrir þær. Síðan fer hann með ávísanirnar í búðir félagsins og greiðir með þeim vörurnar, sem hann kaupir, eins og þær væru peningar. Ef hann þarf ekki að nota alla ávísunina geymir hann afganginn, þangað til hann þarf næst að fara í kaupstað. Að sjálfsögðu ber viðskiptamaðurinn ábyrgð á því, að hann glati ekki ávísunum, sem hann geymir þannig. Þegar vöruávísanir eru teknar út, er viðskiptareikningur viðkomandi manns strax skuldaður fyrir ávísunarupphæðinni og hún færð vöruávísanareikningi til tekna. Þegar þær svo að kvöldinu koma aftur úr búðinni eru þær færðar vöruávísanareikningi til skuldar, en vörureikningi til tekna. Kostir vöruávísananna eru aðallega þeir: Í fyrsta lagi, að eftirlitið með útlánunum er miklu auðveldara. Það er næstum ógerningur í stóru félagi að fylgjast

Vöruávísunarhefti Indriða Þorkelssonar á Fjalli gefið út af Kaupfélagi Þingeyinga 24. október 1940.

42

Mynd / VH

Flokkur þjóðernissinna taldi útgáfu vöruávísana brjóta í bága við lög.

nægilega með útlánunum, ef lánað er beint úr búðunum. Hafa oft myndazt óinnheimtanlegar skuldir þess vegna. Maðurinn, sem afhendir vöruávísanirnar, getur aftur á móti auðveldlega fylgzt með útlánunum til hvers viðskiptamanns og hve mikið þeir eiga eftir af lánsheimildum sínum. Í öðru lagi verður færsla viðskiptareikninganna léttari. Færslurnar eru færri og tölurnar betri í samlagningu en þegar viðskiptareikningarnir eru færðir eftir nótubókunum. Það sparast því töluverð vinna á skrifstofunni. Í þriðja lagi verða viðskiptareikningarnir hreinni og vafalausari, vegna þess, að viðskiptamaðurinn hefir kvittað fyrir allri skuldahliðinni. Og síðast, en ekki sízt: Viðskiptamaðurinn fylgist betur með reikningi sínum; þegar hann kemur í búðina veit hann fyrir hvað mikla upphæð hann getur verzlað og hagar innkaupum sínum eftir því.“ Reikningar stemmdir af um áramót „Um hver áramót voru eldri hefti eða heftisafgangar innkallaðir og reikningarnir stemmdir af og menn hvattir til að greiða inn á viðskiptareikninginn ef eitthvað vantaði upp á, en það mun oft hafa verið á þessum árum. Eftir áramót voru síðan gefin út ný hefti í samræmi við loforð um innlegg á nýbyrjuðu ári. Eldri ávísanir urðu ógildar ef þeim var ekki framvísað fyrir miðjan janúar eða í undantekningartilfellum í janúarlok.


Reynt var að draga úr lánsviðskiptum og þar með notkun vöruávísana eins og hægt var, en það var ekki fyrr en 1942 sem verulega dró úr þeim hjá K.Þ., og væntanlega hefur einnig verið svo hjá öðrum kaupfélögum. Í Boðbera K.Þ. 13. apríl 1942 kemur fram að af vörusölunni 1941 var 68% greitt með vöruávísunum, en þrjá fyrstu mánuðina 1942 aðeins 13,7%. Í árslok 1942 má því segja að staðgreiðsluviðskipti hafi verið orðin almenn,“ segir Freyr.

Örk af ávísunum frá Kaupfélagi Skagfirðinga, gefin út á fjórða áratugnum.

Í byrjun febrúar 1943 birti Kaupfélag Eyfirðinga svohljóðandi auglýsingu í dagblöðum: „Hér með tilkynnist félagsmönnum vorum, er hafa vöruávísanir frá oss í höndum, að eftir 1. MAÍ 1943 verða þær ekki gjaldgengar í búðum vorum. Fyrir því er hér með skorað á alla þá, er vöruávísanir hafa í fórum sínum, annað tveggja að verzla fyrir þær fyrir þann tíma, eða skila þeim á skrifstofur vorar til innleggs í reikninga sína.“ Tími vöruávísananna líður undir lok Um áramótin 1943–44 voru staðgreiðsluviðskipti formlega tekin upp hjá Kaupfélagi Þingeyinga í samræmi við ákvörðun deildarstjórafundar K.Þ. 3. nóvember 1943, og þar með var vöruávísanakerfið lagt niður hjá því kaupfélagi og ekki tekið upp aftur. Notkun vöruávísana hjá öðrum kaupfélögum hefur væntanlega verið háttað á sama veg eða svipaðan, og eru margar heimildir sem styðja það eins og fyrr er getið. Að sögn Freys er enn margt óljóst hvað varðar útgáfu og not af einkagjaldmiðlum

LAMBAMERKI Prentað er á merkin hjá Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi, Akureyri

Micro merki

Lambamerki úr mjúku plasti. Lágmarkspöntun 10 merki. Veittur er 10% afsláttur ef pantað er fyrir 15. febrúar og 5 % aukaafsláttur ef pöntuð eru 1.000 merki eða fleiri. Hægt er að panta merkin prentuð í númeraröð eða eftir þeim óskum sem menn vilja, þ.e. þau þurfa ekki að vera í númeraröð.

Hér má sjá forsíðu ávísunarheftis frá Kaupfélagi Hvammsfjarðar og hvernig framsal ávísunar til eiganda, í þessu tilviki Gunnars Þórðarsonar í Skorravík, var háttað.

hér á landi og segist hann þakklátur öllum sem veitt gætu honum upplýsingar það að varðandi. „Munnlegar heimildir eru til um að kaupfélagsávísanir hafi verið notaðar til að greiða með laun og jafnvel sem skiptimynt í tilgreindri kaupfélagsverslun. Aðrar heimildir nefna einnig sambærilega notkun á vöruávísunum.“ Freyr segir að ekki sé vitað til þess að reynt hafi á það fyrir dómstólum hvort útgáfa þessara ávísana bryti í bága við lögin frá 1901 um bann gegn verðmerkjum og vöruseðlum. Verður því að ætla að svo hafi ekki verið talið og að þetta hafi þótt þægileg ráðstöfun og ekki mjög aðfinnsluverð. Telja verður að útgáfa og notkun þessara ávísana sé einkar athyglisverður þáttur í atvinnu- og verslunarsögu landsins.

Combi Nano lambamerki Örmerkjahluti merkis er endurnýtanlegur. Seljum tangir, nálar í þær og merkipenna. Vinsamlega sendið pantanir á lambamerkjum til: pbi@akureyri.is

Plastiðjan Bjarg – Iðjulundur – Furuvöllum 1 – 600 Akureyri Sími 461-4606 – pbi@akureyri.is

43


Guðjón Þorkelsson, fagstjóri í menntunar- og matvælaframleiðslu hjá Matís og prófessor við Háskóla Íslands.

Matís: Nýsköpun, framfarir og framtíð í íslenskum landbúnaði:

Mörg ónýtt sóknarfæri í landbúnaði Vilmundur Hansen

Möguleikar á fjölbreytileika í landbúnaðarframleiðslu eru miklir en mikið óunnið í þeim málum, sérstaklega í tengslum við ferðaþjónustuna, að sögn sérfræðings hjá Matís. Á landinu eru starfræktar nokkrar matarsmiðjur þar sem bændur og framleiðendur geta leitað aðstoðar til að þróa hugmyndir sínar og koma afurðum á markað.

Matís ohf. er þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustuog nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. Fyrirtækið veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja og samtaka í landbúnaði og sjávarútvegi, sem og opinberra aðila. Matís kemur að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla. Guðjón Þorkelsson, fagstjóri í menntun og matvælaframleiðslu hjá Matís og prófessor við Háskóla Íslands, þekkir vel 44

til þess starfs sem unnið er hjá Matís í tengslum við nýsköpun og þróun í landbúnaði. Matarsmiðjur og smáframleiðendur „Stærstu verkefni Matís í landbúnaði um þessar mundir tengjast breytingum á atvinnuháttum og því að bændur eru farnir að vinna hráefnið sem þeir framleiða sjálfir og búa til úr því matvæli. Á mörgum bæjum er ferðaþjónusta samhliða búskap og þar selja bændur hluta af sinni heimavinnslu og í mörgum tilfellum


„Stærstu verkefni Matís í landbúnaði um þessar mundir tengjast breytingum á atvinnuháttum og því að bændur eru farnir að vinna hráefnið sem þeir framleiða sjálfir og búa til úr því matvæli“ hefur Matís hjálpað fólki að þróa sínar hugmyndir og koma upp vinnslu.“ Guðjón segir að Matís sé með starfsemi á nokkrum stöðum á landinu. Þar á meðal eru svokallaðar matarsmiðjur sem settar voru upp í samvinnu við heimamenn og atvinnuþróunarfélög á nokkrum stöðum á landinu. Sumar þeirra störfuðu í nokkur ár og aðrar hafa komið í staðinn til dæmis á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum. „Matarsmiðjan á Höfn í Hornafirði er sú sem hefur starfað lengst og gengið best auk þess er Matís með matarsmiðju í Reykjavík og starfsemi á Sauðárkróki sem tengist ekki beint matarsmiðjunum og er meira í líftækni. Starfsemin á Flúðum er að hætta en mun halda áfram með nýjum hætti á Suðurlandi. Matarsmiðjan á Höfn tengist vinnslu á hráefni sem kemur bæði úr sjó og af landi og smáframleiðendur á afurðum úr sjávarfangi og landbúnaðarafurðum fengið aðstöðu, aðstoð og stuðning þar. Dæmi um afurðir sem tengjast sjávarútvegi og hafa orðið til í matarsmiðjunni á Höfn eru humarsoð og reyktur makríll. Af landbúnaðarafurðum má nefna heimavinnslu á svínakjöti á Miðskeri og nautakjöti á Seljavöllum og afurðum tengdum grænmetisframleiðslu. Matís er í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um að auka notkun á innlendu korni til manneldis. Sýnt hefur verið fram á að íslenska byggið hentar í margvíslega matvælaframleiðslu. Þá sakar ekki að bygg hefur sérstaka hollustuþætti umfram hveiti, trefjaefnin beta-glúkana og andoxunarefni. Aðkoma okkar á Snæfellsnesi hefur mikið

Að Sjónarskeri í Skaftafelli í Öræfum er verið að vinna með ærkjöt og breyta því í gómsætar og verðmætar afurðir.

tengst vinnslu á þangi og þara og því mitt á milli sjávar og sveita enda mörkin þar á milli ekki alltaf skýr og verið að reykja bæði kjöt og fiski í sama reykhúsinu. Þá hefur Óli Þór Hilmarsson aðstoðað lítil framleiðslufyrirtæki víða um land að prófa sig áfram með að þurrka og reykja kjöt. Dæmi um það er Sjónarsker í Skaftafelli þar sem verið er að vinna með ærkjöt og breyta því í gómsætar og verðmætar afurðir. Aðrir framleiðendur eru meðal annarra Borgarfell, Seglbúðir, Bjarteyjarsandur í Hvalfirði, Hella við Mývatn, Húsavík við Steingrímsfjörð svo og Langholtskot með nautarif og Mýranaut með nauta pastrami. Heimamenn að Laugum í Reykjardal hafa sjálfir komir sér upp matarsmiðju sem þeir reka, en Matís hefur haft hönd í bagga með, og bændur verið að prófa sig áfram með ýmsar afurðir úr kjöti, mjólk og grænmeti. Aðstaðan uppfyllir öll skilyrði eftirlitsaðila og auðvelt fyrir framleiðendur að sækja um starfsleyfi ef þess þarf en einnig að nýta sér hana meðal annars við framleiðslu, pökkun og frágang á matvörum til eigin nota.“ Sveitasláturhús að Seglbúðum „Tímafrekasta og líklega stærsta verkefnið sem við höfum tekið þátt í og tengist landbúnaði á síðustu árum er uppsetning á litlu sveitasláturhúsi eða svokölluðu handverkssláturhúsi að Seglbúðum. Eftir að ábúendur voru

búnir að ákveða að koma upp sláturhúsi aðstoðuðum við Óli Þór þau við að sækja um löggildingu og sláturleyfi. Ferlið var langt og tók langan tíma en í dag er starfandi lítið sláturhús að Seglbúðum sem gengur vel og eykur atvinnu og um leið tekjur í heimabyggð,“ segir Guðjón. Tengsl menntunar og matvælaframleiðslu Matís er í formlegu og óformlegu samstarfi við marga skóla um kennslu og rannsóknir til dæmis við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst og Landbúnaðarháskólann. Starfsmenn kenna og leiðbeina í meistaranámi í matvælafræði við Háskóla Íslands sem er með aðstöðu hjá Matís. Nokkrir nemendur hafa tekið verkefni sem tengjast landbúnaði, þar á meðal um öryggi, gæði og geymsluþol blaðgrænmetis, um folaldakjöt og rekjanleika í kjötiðnaði. „Við kennum og leiðbeinum í námskeiðum sem mörg tengjast gæðum, vöruþróun og nýsköpun og reynum að þjálfa nemendur í að verða frumkvöðlar og stofna fyrirtæki. Í því sambandi höfum við í nokkur ár í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarins staðið fyrir landskeppni háskólanema um vistvæna nýsköpun matvæla. Nemendur keppa í vöruhugmyndum og viðskiptaáætlunum. Sigurliðið hefur svo tekið þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun matvæla þar sem við höfum einu sinni unnið til verðlauna. 45


Frá keppni í vistvænni nýsköpun matvæla.

Um 30 til 40 nemendur vinna á hverju ári að rannsóknaverkefnum í BS-, meistaraog doktorsnámi. Langflest eru verkefnin unnin í samvinnu við fyrirtæki í matvælaog líftækniiðnaði og þannig tengjum við saman atvinnulíf og skóla.“ Fullvinnsla á grænmeti og dreifing á því Guðjón segir að Matís hafi ekki reynt að hafa áhrif á hvort bændur beini framleiðslu sinni í átt að lífrænni framleiðslu eða ekki. „Hér lítum við svo á að framleiðendur verði að gera upp hug sinn sjálfir hvað það varðar. Við höfum aftur á móti unnið með framleiðendum sem gera hvoru tveggja með góðum árangri.Við höfum átt í góðu samstarfi við Samband garðyrkjubænda, Sölufélagið, einstaka framleiðendur og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og fleiri um að auka verðmæti framleiðslunnar með vöruþróun. Annað sem við erum að skoða er dreifikerfið fyrir ferskt grænmeti og hvernig má bæta það og hvort við getum aukið geymsluþol grænmetis. Í dag er tím46

inn sem tekur að koma grænmeti frá framleiðanda og í verslanir stundum tveir til þrír dagar en með því að stytta þann tíma í einn dag lengist sölutímabilið og möguleiki á úrbótum hvað það varðar. Við erum einnig að skoða kælinguna og hitasveiflur sem eiga sér stað við flutninga og hvort þar sé eitthvað sem má bæta.“ Hvernig á að koma hugmynd á framfæri? Þeir sem hafa áhuga á að fá aðstoð hjá Matís vegna hugmyndar sem þá langar að vinna með geta haft samband við Guðjón eða aðra starfsmenn Matís og leitað sér upplýsinga. „Hinn möguleikinn er að leita til atvinnuþróunarfélaga sem eru starfandi víða um land. Ísland er lítið land og yfirleitt auðvelt að komast í samband við aðila sem getur aðstoðað eða bent á einhvern sem getur það. Við fáum mikið af heimsóknum hingað og símtölum frá fólki sem er með hugmyndir og velta fyrir sér hvernig hrinda má þeim í framkvæmd. Fyrsta skrefið af okkar hálfu er að skoða málið og veita ráðgjöf um hvernig má hugsanlega fjármagna hugmyndina.“

Guðjón segir að hugmyndir sem hafi komist almennilega á flot á síðustu árum hafi verið milli 40 og 50 og að 10 til 15 af þeim hafi skilað verulegum árangri. Matur og sjálfbær ferðaþjónusta „Matís vann um tíma að verkefni sem kallaðist Matur og sjálfbær ferðaþjónusta og fólst í því að þróa heimaframleiðslu og skoða áhrif hennar á efnahag, umhverfi og samfélagið til sveita. Eitt af því sem tengdist því var að kanna hvað ferðamenn höfðu áhuga á í sambandi við matvæli og vöruþróun samhliða því. Mín skoðun er sú að við verðum að gera mun meiri rannsóknir á þessu sviði til að fara út í markvissari sölu. Því miður er það svo að Íslendingar eru alltof gjarnir á að breyta lömbunum í hangikjöt eftir slátrun í stað þess að prófa sig áfram með nýjungar. Fyrrnefndar kannanir sýndu að ferðamenn eru forvitnir um söguna í kringum matinn og sérstöðu hans. Reyndar er fiskur mun ofar í huga ferðamanna en íslenskt lambakjöt. Að sjálfsögðu hefur verið vöruþróun í tengslum við lambakjöt en hún hefur ekki


47


dugað til. Lambakjöt líður fyrir hvað það er dýrt í framleiðslu og á markaði annað kjöt sem er ódýrara hvað það varðar. Svína- og kjúklingakjöt er einnig alþjóðlegra og því hægt að heimfæra þekkingu og útfærslur í eldamennsku yfir á það. Tækifærin í kindakjötinu eru í sérstöðunni, vaxandi ferðamennsku og útflutningi. Verkefni okkar hafa snúist um að tryggja gæði, að skjalfesta sérstöðu og koma upplýsingum á framfæri.“ Á netinu er að finna heimasíðuna kjotbokin.is sem Guðjón segir að sé verkefni sem Matís hafi unnið og sé upplýsingaveita um mismunandi kjöttegundir. Á heimasíðu Matís eru upplýsingar um næringargildi matvara frá landbúnaði og sjávarútvegi. Nefna má grænmeti, kornvörur, mjólkurvörur og kjötvörur. Mikið af upplýsingum um næringargildi eru orðnar gamlar svo brýnt er að gera mælingar á þeim vörum sem nú eru framleiddar. Hvannalamb „Við höfum gert rannsóknir sem við köllum bragð og beitarhagar. Ein þeirra er tilraunir Höllu Steinólfsdóttur og Guðmundar Gíslasonar í Ytri-Fagradal. Öll þeirra framleiðsla er lífræn og svo eru þau að prófa sig áfram með að beita löndum á hvönn síðustu vikurnar fyrir slátrun. Lambið er því á vissan hátt kryddað á fæti. Þegar Halla og Guðmundur byrjaðu á þessu hóf Matís í samvinnu við Búnaðarsamband Vesturlands rannsóknir á kjötinu. Kjötið var kynnt fyrir matreiðslumönnum og þeir sögðust finna greinilegan mun á því og samkvæmt mælingum á rokgjörnum lyktarefnum hér innanhúss er afgerandi munur á bragði hvannalambanna og grasbíta. Það dró til dæmis úr villibráðarbragðinu en kryddkeimur jókst. Hvannalambakjöt er til sölu í nokkrum veitingahúsum og víðar sem sælkeravara og verð á því hærra en á öðru lanbakjöti og mér skilst að það hafi selst vel,“ segir Guðjón. Mikill áhugi á innlendum fóðurgjöfum Guðjón segir talsverðan áhuga um þessar mundir á að skoða möguleika á nýtingu innlendra fóðurgjafa, aðallega 48

Óli Þór Hilmarsson með smáframleiðendur osta í Svíþjóð á námskeiði á Matís í tengslum við verkefnið Norrænt matarhandverk.

„Landbúnaður mun gegna gríðarlega stóru hlutverki í framtíðinni þegar kemur að fæðuöryggi og því mikilvægt að það verði framleidd matvara á Íslandi áfram“ byggi, meira en gert er til að fóðra kjúklinga og svín. „Hingað hafa einnig borist spurningar um hvort hægt sé að framleiða galtakjöt og setja á markað.“ Gæði og mælingar á varnarefnum „Eitt af því sem Matís er að skoða er innflutningur á kjöti og grænmeti. Rannsóknin felst í stuttu máli í því að kanna hvort neytendur séu tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir innlenda framleiðslu. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því að erlent kjöt sem er ódýrara er allt fryst í mislangan tíma á meðan innlent kjöt er nánast alltaf ferskt og því ákveðinn gæðamunur þar á. Matís gerir mælingar á varnarefnum, illgresis- og skordýraeitri, í innlendu og innfluttu grænmeti fyrir Matvælastofnun. Á hverju ári eru tekin nokkur hundruð sýni og efnagreind og yfirleitt eru varnarefnin í þeim innan viðmiðunarmarka Evrópusambandsins. Varnarefnin greinast aftur á móti mun oftar í innfluttu grænmeti en innlendu,“ segir Guðjón.

Markaðshlutdeild smáframleiðenda 10 til 15% „Mestu breytingar undanfarinna ára í framleiðslu afurða úr landbúnaðarvörum eru að mínu mati þær að í dag er um tvenns konar framleiðslu að ræða. Annars vegar eru stórir framleiðendur sem framleiða fyrir meginþorra neytenda og svo smáframleiðendur sem sinna sérmörkuðunum. Gróft áætlað gæti ég trúað að smáframleiðendurnir til samans séu með 5 til 10% markaðshlutdeild á móti 90 til 95% hjá þeim stóru.“ Guðjón segir að kröfur sem gerðar eru til framleiðenda matvæla hér á landi séu miklar og að kannanir sýni að bæði stórir sem smáir framleiðendur geri sitt ýtrasta til að framfylgja þeim. „Ég tel reyndar ástæðuna fyrir því að sláturhúsum á landinu hefur fækkað sé að finna í auknum kröfum og að sum þeirra hafi einfaldlega ekki getað staðið undir nauðsynlegum breytingum til að uppfylla kröfurnar.“ Betri nýting aukaafurða Nýting á aukaafurðum í kjötframleiðslu hefur aukist mikið undanfarin ár. „Í gamla daga var nánast allt úr skepnunni notað og allt flokkað í sláturhúsunum og nýtt. Þessi hirðusemi datt út um tíma en er að koma inn aftur eftir að farið var að rukka sláturhúsin fyrir að losa sig við úrganginn. Í dag eru allar garnir nýttar og það fæst gott verð fyrir þær erlendis auk þess


sem önnur innyfli og aukaafurðir sem áður var hent eru líka nýttar ef hægt er. Svínatrýni, rófur og bein eru fryst og sett í gáma og seld til Asíu þar sem ágætisverð fæst fyrir afurðirnar. Íslenskir framleiðendur eru einnig farnir í auknum mæli að velta fyrir sér hugsanlegri nýtingu aukaafurða hér á landi. Til dæmis að vinna kjötkraft úr beinum og auka nýtingu á blóði til próteinvinnslu sé slíkt hagkvæmt. Það mætti svo örugglega nýta innmat betur fyrir veitingahús og jafnvel sem skólamátíðir eða fyrir elliheimili. Nýting á landbúnaðarafurðum til lífefnavinnslu er langt á eftir sjávarútveginum og þar er örugglega hægt að stíga stór skref ef lagt vægi fjármagn til rannsókna. Eina dæmið sem ég þekki og tengist lífefnavinnslu landbúnaðarafurða hér á landi er framleiðsla efna úr merarblóði, hjá Ísteka, sem notuð eru sem frjósemislyf. Erlendis er mjólkuriðnaðurinn víða búinn að taka lífefnaiðnaðinn ansi langt og

verið að framleiða prótein úr mysu sem lækka blóðþrýsting eða í orkudrykki. Það liggja gríðarlegir möguleikar í því sem kallað eru aukaafurðir í landbúnaði. Ýmsir kirtlar eins og hóstakirtlar eru notaðir til lyfjagerðar í Asíu og í raun lítið því til fyrirstöðu að safna þeim saman og selja út eða hafa fyrstu skrefin í lyfjaframleiðslunni hér og selja afurðirnar út.“ Aftur til fortíðar „Eitt af stóru málunum í kjötframleiðslu í dag er að það er ekki til neinn förgunarstaður fyrir þá hluta dýranna sem ekki má nota vegna sjúkdómahættu. Fyrir vikið er verið að urða mikið af sláturúrgangi sem hugsanlega má nýta sem áburð eða til framleiðslu á lífdísil. Á vissan hátt erum við með aukinni nýtingu að hverfa aftur til fortíðar til þess tíma þegar allir hlutar skepnunnar voru nýttir. Við erum bara að gera það á annan hátt og afurðirnar eru aðrar. Hugmyndin um beint frá býli tengist samnorrænu verkefni sem kallast Ný

norræn matvæli en felst í raun í því að endurlífga mat sem var borðaður í gamla daga og nýta allt betur en við höfum gert undanfarna áratugi. Hin hugmyndin er svo að nota líftækni til að búa til nýjar afurðir.“ Landbúnaður og fæðuöryggi „Landbúnaður mun gegna gríðarlega stóru hlutverki í framtíðinni þegar kemur að fæðuöryggi og því mikilvægt að það verði framleidd matvara á Íslandi áfram. Ég sé líka fyrir mér að við getum nýtt bæði hefðbundnar og nýjar íslenskar landbúnaðarvörur meira í tengslum við ferðaþjónustuna og aukið sölu á þeim til ferðamanna í stað þess að selja þeim innflutt kjöt. Auk þess sem framleiðslan á að taka meira tillit til ólíkra markhópa hvort sem það er matur fyrir grunnskólabörn, ellilífeyrisþega og alla þar á milli og auka fjölbreytnina. Tækifærin til að bæta landbúnaðarframleiðsluna eru mörg og vonandi ber okkur gæfa til að nýta þau sem best,“ segir Guðjón Þorkelsson, fagstjóri hjá Matís og prófessor við Háskóla Íslands, að lokum.

VARMADÆLUR RAUNVERULEGUR SPARNAÐUR YFIR 10 ÁRA REYNSLA VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR OG HUNDRUÐ ÁNÆGÐRA NOTENDA SEGIR ALLT SEM SEGJA ÞARF. FJÖLBREYTTIR HITUNARMÖGULEIKAR: Loft í loft Loft í vatn Vatn í vatn FUJITSU LTCN LOFT Í LOFT VARMADÆLAN: Best í prófun hjá SP í Svíþjóð

7ÏA9H=y; 6 &) &&% G:N@?6KÏ@ HÏB> *-, ,%%%

W W W . G A S T E C . I S49


Guðmundur Hallgrímsson vinnur að bættum öryggis- og vinnuverndarmálum með bændum. Hann segir slys í landbúnaði of tíð en algengast er að öryggi í kringum vélar sé ábótavant. Mynd / Oddný Kristín Guðmundsdóttir

Markmiðið er að fækka slysum í landbúnaði Tjörvi Bjarnason

Guðmundur Hallgrímsson, starfsmaður Búnaðarsamtaka Vesturlands, vinnur ásamt fleirum að bættu öryggi og vinnuvernd í landbúnaði. Hann hefur haldið erindi á bændafundum þar sem um 300 manns hafa hlýtt á boðskapinn auk þess að heimsækja um 60 bæi þar sem farið er yfir stöðu öryggis- og vinnuverndarmála. Guðmundur segir til mikils að vinna því slys og tjón í landbúnaði séu of algeng, kostnaðarsöm og bætt öryggismenning geti treyst rekstur búsins. Tilfinningalegt tjón sem verður af slysum er þó oft meira en hægt er að meta til fjár.

Guðmundur hefur starfað við landbúnað alla sína starfsævi. Lengst af var hann bústjóri á Hvanneyri en síðustu ár hefur hann unnið hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands ásamt því að sinna rúningskennslu og vélavinnu. Aðspurður segir Guðmundur að hann hafi starfað í slökkviliði í 35 ár og í tengslum við það hafi hann fengið áhuga á forvörnum ýmiskonar. 50

„Þetta byrjaði allt með brunavarnaátaki á Vesturlandi þar sem ég heimsótti alla bæi og skráði meðal annars byggingarefni í húsum og hvar væri hægt að komast í vatn. Í kjölfarið á því fór ég út í að búa til áhættumat og leiddi jafnframt hugann að því að bændur ættu að vera með innra eftirlit. Þetta var ég að bauka við heima hjá mér en síðan var það Eiríkur Blöndal hjá Bændasamtökunum sem hvatti til


Að sjá verðmæti… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. www.matis.is

Hefur þú velt fyrir þér námi í BÚFRÆÐI ? Viltu auka þekkingu þína og færni í bútækni, jarðrækt og búfjárrækt? Námið er til tveggja ára og er bæði bóklegt og verklegt. Kennsla fer fram á Hvanneyri og einnig á kennslubúum víðsvegar um landið Á Hvanneyri er góð kennslu- og námsaðstaða fyrir nemendur og góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk. Má þar nefna Nemendagarða, leikskóla og grunnskóla. Félagslíf nemenda er gott.

Umsóknarfrestur er til 5. júní Kynntu þér málið á www.lbhi.is

Flestir búfræðingar starfa við búskap eða í þjónustugeira landbúnaðarins. Búfræðiprófið er einnig góður grunnur undir frekara nám í búvísindum og öðrum náttúrufræðum.


þess að gera þetta að alvöru verkefni. Þá má segja að boltinn hafi farið að rúlla,“ segir Guðmundur. Enginn nema bóndinn sjálfur sem ræður hvernig ástandið er „Það er mjög misjafnt hvernig öryggismálum er háttað hjá bændum. Það er auðvitað þannig að þessi vinna bjargar ekki öllum en ef hún getur potað málum áfram á betri veg þá er það hið besta mál. En það ræður því enginn hvernig ástandið á bænum er nema bóndinn og hans fólk, það býr hver með sínu lagi. Verkefnið er lagt þannig upp að það er bóndinn sem fer yfir öryggismálin á sínu býli og fær aðstoð við það,“ segir Guðmundur. Fjöldi slysa er óásættanlegur Guðmundur segir að því miður sé slysaskráningum ábótavant í sveitum. Ástæðan sé ekki alveg augljós en ef til vill megi kenna um skorti á upplýsingum og eftirfylgni. „Það var gerð könnun fyrir margt löngu um þessi mál og niðurstöður hennar voru að fjöldi slysa í landbúnaði er gjörsamlega óásættanlegur. Fyrst þegar ég las um það að á hverjum degi, allt árið, forfallast einn maður frá vinnu í meira en hálfan mánuð þá trúði ég því ekki. Hins vegar kom það í ljós þegar maður hugsaði málið að þetta er alveg rétt. Það er náttúrlega ekkert vit í því!“ Er landbúnaðurinn útsettari en aðrar atvinnugreinar fyrir slysum? „Að vissu leyti eru landbúnaðarstörfin hættulegri en mörg önnur. Ástæðan er sú að bændur sinna svo mörgum og fjölbreyttum störfum. Þeir eru að halda við húsum og byggja hús, gera við vélar, vinna á verkstæðum og sinna stórgripum. Einna algengust eru slys í tengslum við meðhöndlun á stórgripum, sérstaklega þegar verið er að gera eitthvað annað en að sinna daglegum gegningum. Menn eru aldrei nógu gætnir í þessum störfum segi ég. Þetta eru þungar skepnur og það er eins og að lenda fyrir japönskum bíl að verða fyrir þeim!“ Áhugi bænda kom á óvart Guðmundur hefur farið á fjölmarga bændafundi á undanförnum misserum og hafa tæplega 300 bændur hlýtt á erindi hans um vinnuverndarmál. „Á fundunum hef ég farið yfir verkefnið og útskýrt út á hvað það gengur. Við köllum þetta 52

„öryggi, heilsa, umhverfi“. Ég verð nú að viðurkenna það að bændur höfðu miklu meiri áhuga á þessu en ég hélt. Það hefur alltaf verið frekar erfitt að tala um umgengni og öryggismál við bændur og þeir gjarnan viljað leiða talið að einhverju öðru. En þetta hefur breyst. Útskýringuna má að einhverju leyti rekja til slæmra slysa sem urðu á þeim tíma sem við vorum að fara af stað með þetta. Slíkt vekur athygli og situr í fólki. Síðan hefur umræða um umgengni og ásýnd aukist almennt á síðustu árum. Almennt vilja menn hafa þessi mál í lagi hjá sér en það vantar oft herslumuninn.“ Hvað brennur helst á bændum? „Það er nú mjög misjafnt og það skiptist meira að segja á milli kynja,“ segir Guðmundur og hlær. „Það er ekki alltaf samkomulag á bæjunum milli hjónanna og það er nánast undantekningarlaust að það eru konurnar sem byrja umræðu um þessi mál. Þær eru viljugri til þess að tala um öryggis- og vinnuverndarmál virðist vera.“ Varðandi umgengni og ásýnd búsins segir Guðmundur að þar hafi menn misjafna sýn og sitt sýnist hverjum. „Það getur verið að gamall bíll á hvolfi þar sem hugmyndin var að nota hásinguna undir hestakerru. En það vita nú allir að slíkar framkvæmdir geta dregist!“ Góð heilsa er ómetanleg Heilsuvernd og forvarnir er ríkur þáttur í vinnuverndinni. Guðmundur viðurkennir að margir séu ekkert alltof viljugir að ræða heilsutengd málefni. „Þetta er svona eins og í kynfræðslunni í gamla daga, menn skauta yfir þetta og vilja helst tala um eitthvað allt annað. En við höfum tekið heilsufarsmálin fyrir á fundum og það hefur gefist vel,“ segir Guðmundur. „Það er alveg vitaða að mismunandi sjúkdómar fylgja starfsstéttum. Til eru fyrirtæki sem gangast fyrir því að allt þeirra starfsfólk fari í læknisskoðun. Það er til fyrirmyndar og skynsamlegt. Menn fara með bílinn í skoðun og greiða mikla peninga fyrir þjónustusamning með mjaltaþjóninum – en það er minna hugsað um fyrirbyggjandi viðhald á heimilisfólkinu. Ef eitthvað er að er betra að vita það fyrr en seinna.“ Guðmundur vonar að hægt verði að móta heilsuverndarmálin með vinnuverndarverkefninu. Þannig verði

bændum boðið upp á heilsufarsskoðun á sinni heilsugæslu og fræðslu. Þá hafi nú þegar verið haldin námskeið um hjálp í viðlögum sem hafi gefið góða raun. Heimsóknir til bænda skila árangri Guðmundur leggur áherslu á að heimsókn til bónda er af frumkvæði ábúenda. „Maður er ekki að birtast á hlaðinu óboðinn. Það skiptir miklu máli. Þetta snýst um að fara um allan vinnustaðinn og meta þau atriði sem máli skipta. Ég byrja yfirleitt á því að fara yfir það sem hendi er næst, t.d. að fara yfir aðstöðu í gripahúsum, sem þarf að vera með vegna áhættumatsins. Þar er reynt að finna út hvort það séu einhverjar hindranir á daglegum leiðum, fallhætta eða annað slíkt. Við förum yfir loftræstingu, lýsingu, brunavarnir og könnum hvort allir útgangar séu greiðir, bæði fyrir menn og skepnur.“ Hitamyndavél er notuð til þess að meta ástand á rafmagni eins og hægt er. Reynslan af notkun hennar hefur gefist vel að sögn Guðmundar. Eitt af því sem farið er yfir með bóndanum er ásýnd bæjarins. „Það skrái ég yfirleitt í upphafi heimsóknarinnar, skoða til dæmis girðingar og ástand húsa. Aðgengi útivið skiptir líka máli, t.d. blindhorn eða slíkt.“ Hvað er það helst sem á bjátar? „Það eru öryggismál með vélar og þar standa drifsköftin upp úr. Það er algengt að þau séu léleg og stórhættuleg. Menn eru alveg meðvitaðir um það en það vantar frumkvæðið að gera eitthvað í málunum. Það hefur líka komið upp að ástand rafmagnsmála er ekki í lagi. Síðan verður að segjast eins og er að ásýndin er ekki nógu góð allsstaðar.“ Guðmundur segir að sem betur fer sé allt í stakasta lagi hjá flestum bændum. Hann nefnir sem dæmi að umgengni við rúllur hafi batnað mikið á síðustu árum, minna beri á plastmengun og svæði þar sem rúllurnar eru hafðar eru oft til fyrirmyndar. Hvernig er unnið úr upplýsingunum úr heimsóknunum? „Eftir heimsóknina fara gögnin til Bændasamtakanna sem setja þau almennilega upp. Þau eru síðan send til bóndans sem notar upplýsingarnar til þess að gera úrbætur á sínu býli. Hann


ákveður að sjálfsögðu hvað hann gerir við þetta – hvort hann bætir úr eða gerir ekki neitt. Það ræður enginn því hvernig útlit og ástand er á bæjum nema bændurnir sjálfir og þeirra fólk. Það er ekki hægt að benda á einhvern annan í þeim efnum,“ segir Guðmundur. Næstu skref Vinnuverndarverkefnið er nú á sínu þriðja starfsári en BÍ og Framleiðnisjóður hafa komið að fjarmögnun auk

nokkurra búnaðarsambanda. Bændur greiða vissa upphæð fyrir þátttöku í verkefninu en kostnaður er að mestu leyti niðurgreiddur. Tryggingafélög hafa sýnt áhuga á að taka þátt í starfinu með beinum hætti. Á þessu ári er markmiðið að skipuleggja heimsóknir til bænda á Suðurlandi og Vestfjörðum þar sem farið verður yfir stöðu mála. Einnig að gefa út leiðbeininga- og auglýsingaefni sem tengist vinnuverndar- og öryggismálum.

Hvert eiga bændur að leita ef þeir vilja fá heimsókn? „Það er best að bændur hafi samband við sitt búnaðarsamband. Ef það er eftirspurn þá mæti ég á staðinn. Best er að taka marga bæi í sömu ferð til þess að nýta fjármunina sem best. Það er mjög gott að kynna nákvæmlega í upphafi hvað stendur til því þá vita bændur til hvers er ætlast,“ segir Guðmundur Hallgrímsson.

53


Svínakjötsframleiðsla var heldur meiri í fyrra en árið á undan. Innflutningur eykst ár frá ári án þess að bændum sé gefinn kostur á að framleiða meira og upp í meintan skort.

Svínaræktarfélag Íslands:

Æ háværari raddir um aukinn innflutning Margrét Þóra Þórsdóttir

„Svínakjötsframleiðslan er í þokkalegu jafnvægi, en lítils háttar aukning varð í framleiðslunni í fyrra samanborið við árið á undan,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.

Innflutningur á svínakjöti hefur aukist ár frá ári, var umtalsverður á síðastliðnu ári og ekki útlit fyrir að breyting verði þar á þegar horft er til yfirstandandi árs. Hörður segir að innlendir framleiðendur hefðu getað annað þeirri eftirspurn sem er hér á landi eftir svínakjöti. „Það væri hægur vandi fyrir okkur að framleiða upp í þann meinta skort á svínakjöti sem hið innflutta var að sögn látið fylla upp í,“ segir hann. Hagsmunaaðilar berjast fyrir auknum innflutningi Barátta sterkra hagsmunaaðila sem ganga hvað harðast fram í að auka innflutning á matvöru og sá árangur sem þau hafa náð á því sviði, þ.e. að sífellt er flutt inn meira af kjöti, setji hinum innlendu framleiðendum stólinn fyrir dyrnar. „Þessi samtök fara mikinn og telja sig hafa hagsmuni íslenskra neytenda að leiðarljósi. Það er engin tilraun gerð af þeirra hálfu til að bera saman íslenskt svínakjöt og innflutt, m.a. að því er aðbúnað dýra varðar og lyfjanotkun. Eins hvernig stuðningi við landbúnað í viðkomandi ríki á meginlandinu er háttað, en það er þáttur sem hefur 54

gríðarleg áhrif á verðmyndun vörunnar. Á þeim vettvangi skilur himin og haf á milli okkar og hinna erlendu framleiðenda. Við sitjum þar ekki við sama borð og því eru til að mynda verðdæmi alls ekki samanburðarhæf.“ Hörður segir að sem dæmi megi nefna að víða sé leyfilegt að setja sýklalyf í fóður, sem er leið sem farin er til að draga úr afföllum og auka vaxtarhraða gripanna, en slíkt er með öllu óheimilt hér á landi. Hörður segir boltann hjá stjórnvöldum. Sá gríðarlegi mismunur sem sé í starfsumhverfinu hér á landi og þeim löndum sem selja hingað svínakjöt, geti á stuttum tíma orðið til þess að svínarækt leggist af á Íslandi. „Mér sýnist að þeir sem hæst hafa um nauðsyn þess að flytja inn svínakjöt og bjóða neytendum val og ódýrari vöru hafi ekki kynnt sér þessi mál til hlítar,“ segir hann. Margsannað er að verð ræður mestu um hvað keypt er inn hjá bróðurparti neytenda.67 Ekki margir valkostir í stöðunni Svínabændur hafi í raun ekki marga valkosti. Búin séu flest með miklar skuldir

Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.

á herðunum, en reyni á sama tíma að gera breytingar á aðbúnaði gripanna og fara í þær fjárfestingar sem fylgja nýrri reglugerð um velferð dýra. Bændur velti auðvitað fyrir sér hvernig þeir standi undir þeim fjárfestingum á meðan sú staða er uppi að æ háværari raddir kalli eftir enn auknum innflutningi. „Þetta er einkennilegt umhverfi sem við störfum í og vont að sjá ekki hver stefnan verður, en eins og staðan er núna er framtíð greinarinnar fyrst og fremst undir stjórnvöldum komin.“


Íslenskur landbúnaður er grundvöllur byggðar víða um land

Fjöldi manns starfar við landbúnað, þjónustu tengda atvinnugreininni og Y]PUUZS\ I ]HYH kÅ\N[ H[]PUU\SxM x tengslum við landbúnað er allra hagur.

55


Liðið ár var sauðfjárbændum hagstætt. Tíð var almennt góð og heyskapur gekk víða vel.

Mynd / Úr safni Bændablaðsins

Landssamtök sauðfjárbænda:

Heildarsala og framleiðsla fór í fyrsta sinn á öldinni yfir 10 þúsund tonn Margrét Þóra Þórsdóttir

„Ég tel miklu skipta að áfram verði haldið við að byggja upp erlenda markaði fyrir íslenskt lambakjöt. Þar liggja okkar möguleikar til vaxtar fyrst og fremst,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaðurLandssamtaka sauðfjárbænda.

Krefjandi tímar eru fram undan að mati Þórarins. „Við sem erum í forystu sauðfjárbænda þurfum að fylgjast vel með öllum breytingum sem verða annars staðar í heiminum á okkar vettvangi og huga að því hvernig best verði við þeim brugðist,“ segir hann. Markaðsmálin þurfi að skoða gaumgæfilega, þannig sé brýnt að örva markaðsvitund bæði bændanna sjálfra og afurðastöðvanna. „Við þurfum að huga að nýjungum, efla vöruþróun og gera okkar vöru aðlaðandi, en þar tel ég að við höfum ekki verið nægilega vakandi um árin.“ Þórarinn væntir þess að innan tíðar hefjist viðræður um endurnýjun sauðfjársamnings sem og um aðrar breytingar á landbúnaðarstefnunni sem án efa muni hafa áhrif á íslenska sauðfjárbændur og landbúnaðinn í heild. Stefnt er að því, að sögn Þórarins, að ljúka við gerð samningsmarkmiða fyrir aðalfund sauðfjárbænda sem haldinn verður í lok mars. Hagstæð tíð og aukin framleiðsla Liðið ár var sauðfjárbændum hagstætt. Tíð var almennt góð, heyskapur gekk víða vel þó nokkuð skipti í tvö horn, en 56

rigningar settu strik í reikninginn, einkum á sunnan- og vestanverðu landinu. Heyfengur var góður fyrir norðan og austan, meiri en oftast áður, en gæði misjöfn. Fallþungi var hærri og kjötgæði meiri á liðnu hausti miðað við árið á undan. Framleiðsla jókst um rúm 2% á milli ára og þá gekk sala á afurðum vel, „þrátt fyrir umfjöllun á öðrum nótum í byrjun hausts,“ segir Þórarinn. Heildarsalan jókst um 6,5% á milli ára, innanlandssala gaf örlítið eftir, eða um hálft prósent, en á móti kemur að útflutningur jókst um tæpan fjórðung. „Það þýðir að birgðir voru nokkuð minni í loks nýliðins árs, en um áramótin þar á undan,“ segir Þórarinn Sala yfir 10 þúsund tonn Í fyrsta sinn á þessari öld fór heildarsala og framleiðsla yfir 10 þúsund tonn. „Það skyggir auðvitað á að engar hækkanir fengust á afurðaverði til bænda á síðasta hausti. Það er vissulega slæmt því svo sannarlega veitir ekki af að bæta afkomuna í greininni,“ segir Þórarinn. „Vonandi rætist úr og svigrúm verði til hækkunar á næsta hausti. Okkar

Þórarinn Ingi Pétursson.

Mynd / TB

markmið er fyrst og fremst að selja það sem við framleiðum, ef vel tekst til þá ætti að skapast færi á að hækka verð til okkar, en eins og staðan er nú er verðið of lágt.“


Félag eggjaframleiðenda:

Nýliðið ár eitt hið besta í sögunni Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það gekk mjög vel hjá eggjaframleiðendum á liðnu ári, það var eitt besta ár sem við í þessari grein höfum fengið,“ segir Þorsteinn Sigmundsson, formaður Félags eggjaframleiðenda. Sala á eggjum hefur farið vaxandi undanfarin þrjú til fjögur ár, en ekki verið meiri en var í fyrra. Eggjaframleiðendur eru því kátir og ekki spillir fyrir að útlitið fram undan er gott. Ekki er búist við öðru en salan verði góð á komandi ári.

Þorsteinn segir að vel gangi í greininni um þessar mundir og reyni framleiðendur af fremsta megni að uppfylla óskir neytenda. „Við leggjum okkur fram um að verða við þeim óskum sem markaðurinn setur fram og það virðist hafa tekist vel, viðtökur við okkar vöru eru góðar,“ segir hann. Heilsubylgja og aukinn ferðamannastraumur Mikla söluaukningu má, að sögn Þorsteins, rekja til þess að landsmenn

hafa í ríkari mæli snúið sér að hollustuvörum, viðhorf manna til heilsunnar og áhrifa fæðunnar í að viðhalda góðri heilsu hafi breyst á liðnum árum. „Sú vakning hefur í för með sér að neysla á eggjum hefur aukist til muna, æ fleiri hafa tekið egg inn á sinn matseðil og greinilegt er að fólk borðar almennt meira af eggjum en áður,“ segir hann. Þá skipti einnig máli að hingað til lands streyma ferðamenn í stríðum straumum og við það stækki markaðurinn enn frekar. „Það munar auðvitað um svo stóran hóp, markaðurinn stækkar umtalsvert með tilkomu svo margra ferðamanna, en flestir þeirra eru vanir því að borða egg og bregða ekki út af þeim vanda í Íslandsheimsókn sinni,“ segir Þorsteinn. Eggjaframleiðendur hafa brugðist við með aukinni framleiðslu, „en það má segja að við rétt höfum undan,“ segir hann. Meðal annars hafa eggjabændur nýtt bú sín betur í því skyni að auka framleiðsluna, en Þorsteinn segir að stofninn hér á landi sé mjög góður, einn sá besti í heiminum, fuglarnir séu heilbrigðir og engin hjálparefni notuð við eggjaframleiðsluna. Bændur bjóði góða vöru, 100% hreina náttúruafurð og það kunni viðskiptavinir vel að meta.

Eggjaframleiðendur líta björtum augum til framtíðar enda hefur framleiðsla og sala á eggjum aukist umtalsvert á liðnum árum og ekki útlit fyrir annað en framhald verði þar á.

Fjölbreytt úrval Kaupendur vilja að sögn Þorsteins gott úrval og það geti eggjaframleiðendur boðið, hvít egg og brún, úr

Þorsteinn Sigmundsson, formaður Félags eggjabænda. Myndir / HKr.

landnámshænum, frjálsum hænum og hvað eina sem markaðurinn kallar eftir. „Við leggjum okkur fram um að verða við þeim óskum sem fram koma og það hefur tekist vel,“ segir hann. „Við munu áfram halda okkar góða starfi í samvinnu við neytendur.“ Þorsteinn segir yfirstandandi ár líta ljómandi vel út og ekki annað að sjá en framleiðsla og sala á eggjum verði mikil. „Mér sýnist allt stefna í að eftirspurn eftir eggjum verði mikil þannig að við lítum björtum augum til framtíðar.“ 57


Félag ferðaþjónustubænda:

Ferðaþjónusta mikilvægur hlekkur búsetu í hinum dreifðu byggðum Margrét Þóra Þórsdóttir

„Sífellt fleiri bændur sjá tækifæri í því að hefja rekstur ferðaþjónustu, flestir byrja smátt en með vaxandi eftirspurn hefur þjónustan víða vaxið og dafnað,“ segir Sigurlaug Gissurardóttir, formaður Félags ferðaþjónustubænda. Hún segir hljóðið almennt gott í sínum hópi.

Fáni ferðaþjónustubænda blasir víða við þeim sem ferðast um landið.

Ferðaþjónustubændur hafa fjárfest talsvert á umliðnum árum, en Sigurlaug segir ekki síður mikilvægt að huga reglulega að endurnýjun og viðhaldi til að aðbúnaður standist tímans tönn. Víða segir hún að tvær kynslóðir starfi saman að ferðaþjónustu og það sé vel, ungt fólk sjái tækifæri til búsetu í sveitum landsins. Ferðaþjónusta sé þannig orðin mikilvægur hlekkur búsetu í hinum dreifðu byggðum. Undanfarin ár hafa einkennst af mikilli aukningu erlendra ferðamanna hingað til lands, þeir eru á ferðinni árið um kring en dreifingin er nokkuð ójöfn eftir landshlutum. Þeir staðir sem næst liggja suðvesturhorninu eða í námunda við vinsæla ferðamannastaði njóta þeirra í ríkari mæli en aðrir. Flestir finni þó fyrir auknum straumi og lengingu ferðatímabilsins. „Ferðaþjónustubændur mynda traust öryggisnet um land allt, árið um kring, og þekkja vel til staðarhátta í sinni heimabyggð sem og veðrabrigða.“ Gæðamálin í brennidepli Gæðamálin eru ofarlega á baugi meðal 58

hve mjög fjölgar í þeim hópi sem stundar ferðaþjónustu er mikilvægt að huga að sérstöðu, þannig standa menn betur að vígi á markaði,“ segir hún. Þá hafa bændur verið hvattir til að taka virkan þátt í samstarfi heima í héraði og leggja þannig sitt af mörkum við að byggja upp áfangastaði.

Sigurlaug Gissurardóttir, formaður Félags ferðaþjónustubænda.

ferðaþjónustubænda og segir Sigurlaug að þeir íhugi nú að ganga til liðs við Vakann, gæðavottunarkerfi íslenskrar ferðaþjónustu, og leggja af eigið gæðakerfi. „Við myndum þá um leið breyta áherslum og horfa meira til þess hvernig styrkja megi bændur til að skerpa á sérstöðu og aðstoða þá við vöruþróun. Í ljósi þess

Aukin áhersla á vefsölu Sigurlaug segir ekkert benda til annars en að straumur ferðamanna til landsins verði áfram mikill. Þá ferðist Íslendingar æ meira um eigið land og á öllum árstímum. „Markaðsmálin eru alltaf mikilvæg. Undanfarið hefur verið unnið mikið starf við endurgerð á heimasíðum Ferðaþjónustu bænda, www.farmholidays.is og www.sveit.is, og um leið hefur aukin áhersla verið lögð á vefsölu og notkun samfélagsmiðla. Efnið er þannig fram sett að gestir geta bæði valið að kaupa gistingu og afþreyingu. Auk þess er lögð áhersla á kynningu á mat úr héraði og oft einnig lítt þekktar náttúruperlur. „Við erum þannig að byggja undir þá sérstöðu sem sveitin er og hinar dreifðari byggðir,“ segir hún.


Frá setningarathöfn Landsmóts hestamanna á Hellu 2014

Mynd / HKr.

Frá setningarathöfn Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2012

Mynd / HKr.

Félag hrossabænda:

Það er pláss fyrir alla í hestamennskunni Margrét Þóra Þórsdóttir

„Liðið ár var hestamönnum að mörgu leyti hagstætt og mín tilfinning að það sé betra en árin á undan, frá 2011 til 2013. Það er meira jafnvægi komið á og meiri skilningur á því bakslagi sem við fengum á okkar starf og afkomu, en áhrifin sem efnahagshrunið hafði á land og þjóð var svolítinn tíma að koma af fullum þunga á okkur,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda.

Hrossabændur nutu þess um tíma að krónan veiktist og hjálpaði það til við sölu á hrossum úr landi. „Nú eftir að gengið hefur styrkst á það ekki lengur við.“ Sala á hrossum að glæðast Sala á hrossum er heldur á uppleið en Sveinn segir að það sé eftirspurn eftir góðum keppnishestum og eigi það bæði við hér heima og einnig erlendis. „Heilsteyptir, góðir hestar seljast ágætlega um þessar mundir. Það er mikilvægt fyrir hrossaræktendur að meta hross sín vel og snemma í tamningaferlinu með tilliti til þeirra hlutverka sem þeim eru ætluð. Það eykur líkurnar á að þau seljist og skili ræktendum sínum virðisauka.“ Félag hrossabænda hefur lagt mikla áherslu á samstarf hagsmunafélaga í hestamennskunni og segir Sveinn mikilvægt að skilgreina meginhlutverk hvers og eins félags og leggja áherslur í samræmi við það. „Við eigum að leggja áherslu á að það sé pláss fyrir alla og að allir iðkendur stundi jafn mikilvæga og verðmæta hestamennsku. Sömuleiðis er nauðsynlegt að

tryggja að hestar séu til við allra hæfi, það á að vera eitt af hlutverkum okkar sem ræktum hross.“ Vaxandi skilningur sé hjá þeim sem hagsmuni hafa af hestamennsku, að hinn almenni hestamaður sé mikilvægasti hlekkurinn í öllu starfinu. „Þar er fjöldinn og þarf sá stóri hópur að fá verðskuldaða athygli.“ Í mörg horn að líta hjá hrossabændum Sveinn segist bjartsýnn á að árið 2015 verði gott og sömuleiðis næstu ár. Árið hófst með vel heppnaðri uppskeruhátíð þar sem góður andi sveif yfir vötnum. Þá hafi breytingar á mannahaldi hjá félaginu orðið nýlega þegar Hallveig Fróðadóttir tók til starfa á skrifstofu félagsins og Þorvaldur Kristjánsson ráðinn landsráðunautur í hrossarækt. Undirbúningur stendur yfir vegna þátttöku Hestatorgsins í stórsýningunni Equitana í Essen í Þýskalandi í mars og síðar á árinu á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Herning í Danmörku. Stjórn FHB skipaði vinnuhóp til að skoða þátttöku kynbótahrossa á landsmótum

Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda.

og er von á tillögum til stjórnar innan tíðar. „Fram hafa komið áhugaverðar hugmyndir sem gaman verður að kynna þegar þær hafa verið útfærðar nánar,“ segir Sveinn. 59


Bændur hafa brugðist vel við kalli markaðarins og innvigtun mjólkur sló met á liðnu ári.

Mynd / MÞÞ

Landssamband kúabænda:

Góð staða á markaði og vaxandi eftirspurn Margrét Þóra Þórsdóttir

„Markaðsstaða mjólkurframleiðslunnar var gríðarsterk á síðasta ári, en sögulegur viðvarandi vöxtur hefur verið í sölu mjólkurafurða nú hátt á annað árið,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda. Liðið ár var kúabændum hagstætt.

Sigurður segir að eftirspurn hafi ekki hvað síst verið mikil eftir fituríkum vörum og ekki annað í kortunum en svo verði áfram. „Bændur hafa brugðist vel við kalli markaðarins og innvigtun mjólkur sló met á liðnu ári, var í allt 133,5 milljónir lítra,“ segir hann. Greiðslumark yfirstandandi árs var ákvarðað 140 milljónir lítra sem er aukning um 25 milljónir lítra frá liðnu ári. „Sú ákvörðun byggir á spá um mun hóflegri vöxt en verið hefur undanfarin tvö ár. En jafnframt að bæta birgðastöðu, enda hefur hún verið afar tæp síðusu misseri.“ Innlend nautakjötframleiðsla dregst saman Sigurður segir að framleiðsla á nautakjöti hafi dregist verulega saman, var 3.500 tonn í fyrra samanborið við 4.100 tonn árið á undan. Mest munar þar um að færri kúm er slátrað, en ásetningur nautkálfa til kjötframleiðslu hefur heldur ekki verið nægilegur. Hann segir að heldur horfi þó til betri vegar hvað það varðar. 60

„Innflutningur nautgripakjöts óx mjög á síðasta ári og var í heildina 1.050 tonn af beinlausu kjöti, sem er fimmföldun frá árinu 2013. Ígildi þessa innflutnings má reikna til um 1.750 tonna af skrokkum og þar með að markaður fyrir nautgripakjöt hér á landi sé um 5.200 tonn. Það er gríðarleg aukning á skömmum tíma og gerist þrátt fyrir að ekkert sé auglýst,“ segir Sigurður. „Lauslega má áætla að hefði allt þetta innflutta nautakjöt komið frá innlendum framleiðendum hefði framleiðsluverðmæti íslenskrar nautgriparæktar verið nálægt einum milljarði króna meiri en raunin varð. Það munar um minna.“ Mikilvægt að nýta tækifæri Sigurður segir mörg stór og knýjandi verkefni bíða úrlausnar á þessu ári. Unnið er að lagabreytingum um innflutning dýra svo hægt verði að bæta holdanautastofnana í landinu. Það er ein af forsendum þess að efla nautakjötsframleiðsluna og styrkja afkomu holdanautabænda. Úrlausnar er að vænta á því máli fyrir vorið. Þá er brýnt að ljúka gerð nýs mjólkursamnings á yfirstandandi ári til að tryggja starfsumhverfi greinarinnar, en núverandi samningur

Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda. Mynd / HKr.

rennur út í árslok 2016. LK hefur átt í viðræðum við Bændasamtökin um kaup á Nautastöð BÍ, sem er spennandi verkefni ef af verður. „Við finnum fyrir vaxandi bjartsýni innan greinarinnar og vilja til að nýta þau sóknarfæri sem aukin eftirspurn skapar. Því er mikilvægt að skapa bændum umgjörð sem gerir það mögulegt,“ segir Sigurður.


Eftir þrjú góð ár í rekstri loðdýrabúa var liðið ár í slakara lagi og flest búanna gerð upp með 10 til 15% tapi. Þessi mynd er tekin í loðdýrabúinu Mön.

Myndir / HKr.

Samband íslenskra loðdýrabænda:

Ekki ástæða til svartsýni þótt á móti blási Margrét Þóra Þórsdóttir

Umskipti urðu í rekstri hjá íslenskum loðdýrabændum á liðnu ári, að meðaltali voru búin gerð upp með 10–15% tapi eftir heldur slakt ár í greininni. Það eru viðbrigði því árin þrjú þar á undan voru loðdýrabændum einkar hagstæð, „toppár,“ segir Björn Halldórsson, formaður sambandsins, og á það einkum við árið 2013 sem er hið besta í sögunni.

Mikil verðlækkun í fyrra Gríðarleg verðlækkun varð á skinnum á uppboðsmörkuðum í fyrra, allt að 50% verðfall á milli ára setur strik í reikninginn. Hlutfallslega mest lækkaði verð á brúnum skinnum, en íslenskir bændur voru með um 60% sinna skinna í þeim flokki. Gæði þeirra eru á hinn bóginn meiri en til að mynda þeirra kínversku, en Björn segir að þarlendir bjóði iðulega mikið magn en lakari gæði. Ljósu skinnin falla kaupendum betur í geð um þessar mundir og er það til marks um styrkleika greinarinnar að íslenskir bændur eru fljótir að bregðast við og framleiða nú í óða önn skinn í þeim litum. „Við eigum góðan stofn í ljósum litum og eins var innflutningur á kynbótadýrum á liðnu ári meiri en nokkurn tíma áður, um 80% af innfluttum dýrum voru ljós, þannig að óhætt er að segja að bændur í greininni séu vakandi,“ segir Björn. Þarf að styrkja fóðurframleiðslu Hann segir að nefna megi annan styrk-

leika greinarinnar hér á landi sem sé sá að Ísland er laust við ýmsa þá erfiðu sjúkdóma sem herja á minkabú í Evrópu. „Það styrkir okkar rekstur verulega,“ segir Björn. Á brattann er hins vegar að sækja þegar að fóðurkostnaði kemur, en verð á fóðri hefur hækkað umtalsvert á liðnum misserum. Sambandið leggur áherslu á að styrkja fóðurframleiðsluna, bæta hana og gera stöðugri, en til mikils er að vinna að ná árangri. Þekking í greininni hefur aukist og hugarfar er annað en var fyrir áratug. Mikill árangur hefur náðst þegar kemur að velferð dýra og segir Björn að bændur fylgi nú eftir nýrri reglugerð þar um af áhuga. Hann segir ekki ástæðu til svartsýni þótt liðið ár hafi ekki verið upp á það besta og útlit fyrir áframhaldandi tap. Vonir hafi þó glæðst eftir tvö fyrstu uppboð sölutímabilsins, í Finnlandi og Kaupmannahöfn, en þau hafi gengið

Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda.

betur en gert var ráð fyrir. Brún skinn af lakari gæðum lækkuðu, einkum þau sem framleidd eru í Kína. „Allt sem boðið var seldist og fengum við betra verð en við áttum von á, þannig að staðan er ekki alslæm,“ segir Björn. 61


Myndir / Valgerður Gróa.

Félag kjúklingabænda:

Möguleikar fyrir vexti og hagræðingu innan greinarinnar – segir Ingimundur Bergmann formaður Margrét Þóra Þórsdóttir

„Staða greinarinnar hefur farið batnandi frá hruni,“ segir Ingimundur Bergmann, formaður Félags kjúklingabænda. „Almennt er hljóðið gott meðal framleiðenda í þessari grein. Það er þó alls ekki undantekningalaust, allmargir framleiðendur hafa á liðnum misserum þurft að takast á við tjón sem rekja má til þess að salmonella kom upp á nokkrum búum á árunum 2013 og 2014 og enn eimir eftir af veikinni.“

Ingimundur nefnir að íslenskri kjúklingarækt stafi sömuleiðis nokkur ógn af aukinni ásókn í innflutning á kjúklingakjöti frá útlöndum. „Þar er jafnvel um að ræða vöru sem ekki er framleidd við sömu skilyrði og krafist er af okkur, íslensku framleiðendunum.“ Ingimundur segir kjúklingabændur leggja áherslu á að lokið verði hið fyrsta við reglugerðir sem bíða afgreiðslu í atvinnuvegaráðuneytinu. Þar sé annars vegar um að ræða reglugerð um velferð alifugla og hins vegar reglugerð um hollustuhætti, en hann segir að eftir henni hafi kjúklingabændur beðið nokkuð lengi. „Það er áríðandi fyrir okkur að lokið verði við þessar reglugerðir.“ Vaxandi eftirspurn eftir hreinum og heilbrigðum afurðum „Við erum almennt bjartsýn þegar litið 62

er til ársins 2015 og gerum ráð fyrir að landið haldi áfram að rísa hjá íslenskri þjóð og gerist það, þá mun hagur okkar sem og þjóðarinnar allrar batna,“ segir Ingimundur. Hann segir ýmsa möguleika fyrir hendi á vexti og hagræðingu innan greinarinnar. Þeir byggjast bæði á aukinni sölu sem m.a. má rekja til þess að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mjög hér á landi og eins af hagstæðri legu landsins, fjarri helstu smitleiðum meginlandanna. „Það gefur okkur tækifæri á að framleiða hreina og heilbrigða afurð, en vaxandi eftirspurn er hér á landi eftir slíkum vörum.“ Ingimundur Bergmann, formaður Félags kjúklingabænda.

Hann segir að því leggi kjúklingabændur áherslu á að gætt verði að því, hér eftir sem hingað til, að ekki verði opnað á ótakmarkaðan og eftirlitslítinn innflutning landbúnaðarvara. Þá þurfi menn að vera vel á verði og fylgjast með þeirri

vöru sem heimilaður verður innflutningur á. „Að okkar mati þarf að gæta jafnræðis varðandi þær kröfur sem gerðar eru til innlendra og innfluttra landbúnaðarvara af sama tagi.“


„Í heildina erum við garðyrkjubændur ánægðir með liðið ár, vorið var gott og við fórum inn í sumarið með miklar væntingar.“

Garðyrkjubændur fóru í auknum mæli að leita nýrra leiða eftir hrun, til að styrkja sína ræktun.

Samband garðyrkjubænda:

Metnaður til að rækta gæðavöru á góðu verði Margrét Þóra Þórsdóttir

„Í heildina erum við garðyrkjubændur ánægðir með liðið ár, vorið var gott og við fórum inn í sumarið með miklar væntingar. Útiræktun fór vel af stað, tíðar rigningar á sunnanverðu landinu drógu aðeins úr, en góður kafli á haustdögum bjargaði miklu. Uppskera varð almennt ágæt. Garðyrkjubændur eru því bara kátir með síðasta ár,“ segir Sveinn Sæland, formaður Sambands garðyrkjubænda.

Sveinn segir spennandi tíma fram undan hjá garðyrkjubændum sem sífellt leita leiða til að efla og auka sína ræktun, en færst hefur í vöxt hin síðari ár að menn reyni fyrir sér í ræktun berja og ávaxta og hefur árangurinn víða verið góður. Sama er að segja um kryddjurtir, þar sem mikil þróun hefur átt sér stað og sala á innlendum kryddjurtum hefur aukist. „Garðyrkjubændur fóru í auknum mæli að leita nýrra leiða eftir hrun, til að styrkja sína ræktun, stigu út fyrir rammann ef svo má segja og það er að skila sér í nýjungum af ýmsu tagi, aukinni ræktun á tegundum sem áður voru ekki ræktaðar hér. Því ber að fagna. Staðreyndin er sú að neytendur taka ferskri íslenskri vöru mjög vel.“ Margt spennandi fram undan á afmælisári Samband garðyrkjubænda fagnar 60 ára afmæli á árinu og verður þess minnst með ýmsum hætti. Unnið er að sjónvarpsþætti þar sem fjölbreytt starfsemi

garðyrkjubænda verður kynnt, en Sveinn segir að um hátæknivædda grein sé að ræða, „og því viljum við koma til skila til almennings sem og einnig því hversu breið framleiðslan er“. Vörumerki garðyrkjubænda, fánaröndin, gefur til kynna uppruna vörunnar, en unnið er að því innan sambandsins að innleiða gæðahandbók þannig að neytendur séu þess fullvissir að framleiðslan fari eftir ákveðnum gæðastöðlum. „Við höfum metnað til að framleiða gæðavöru á góðu verði. Landsmenn hafa tekið okkar vöru vel, enda er hún bæði heilbrigð og holl,“ segir Sveinn. Sveinn Sæland, formaður Sambands garðyrkjubænda.

Viljum sækja fram Samningur milli garðyrkjubænda og ríkisins rennur út á árinu og meðal verkefna fram undan er að endurnýja hann. Sveinn segir horft til þess að með nýjum samningi verði rekstrargrundvöllur garðyrkjubænda styrktur, horft verði til framtíðar þannig að bændur geti gert áætlanir m.a. um fjárfestingar í greininni til lengri tíma litið.

„Við höfum hug á að blása til sóknar, efla og auka okkar starfsemi, enda teljum við að fyrir því sé grundvöllur. Það er því stemning í okkar hópi að gera nýjan sóknarsamning,“ segir Sveinn. Brýnt sé því að tryggja að þeir garðyrkjubændur sem eru með inniræktun fái nægt rafmagn árið um kring og á viðunandi verði. 63


Bergvin með góða uppskeru.

Landssamband kartöflubænda:

Mikil verðlækkun á liðnu hausti var reiðarslag Margrét Þóra Þórsdóttir

Kartöflubændum hér á landi hefur fækkað á liðnum árum og má segja að á hverju ári heltist einhver þeirra úr lestinni. Margt kemur þar til en miklu skiptir að verð sem bændur fá fyrir afurðir sínar er mjög lágt, en á sama tíma hefur kostnaður við framleiðsluna hækkað umtalsvert, fjármálaumhverfið er óhagstætt og vitanlega setja náttúruöflin á stundum strik í reikninginn með þeim afleiðingum að uppskera verður slök.

Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda, segir að liðið ár hafi byrjað vel, en þróunin orðið sú þegar upp var staðið að hausti að nokkuð skiptist í tvö horn þegar að uppskeru kom. „Uppskera var mjög góða á Norður- og Austurlandi sem og einnig í Hornafirði, en lakari í Þykkvabænum. Á sunnanverðu landinu settu tíðar rigningar og rok sitt strik í reikninginn og ollu bændum tjóni,“ segir hann. Verðlækkun var reiðarslag Það var mikið áfall á liðnu hausti þegar smásalar lækkuðu verð umtalsvert, verðið var um 180 krónur á kíló en fór lægst niður í um 120 krónur. „Þetta var reiðarslag, en við höfum enga samningsstöðu, þeir ákveða verðið, ef við göngumst ekki undir það verð sem þeir bjóða flytja þeir bara sínar kartöflur inn. Fyrir vikið fá bændur ansi lítið fyrir sinn snúð,“ segir Bergvin. Kartöflubændur sjá því ekki mikinn ávinning af sínu starfi sem veldur því að margir hafa hætt eða hugsa sér til hreyfings. 64

Þar sem tekjur eru litlar er lítið eftir til að ráðast í framkvæmdir eða vélakaup. Undanfarin misseri hafa kostnaðarhækkanir dunið yfir og kartöflubændur fengið sinn skerf. Nýjar tilskipanir frá Evrópusambandinu hafa einnig tekið gildi og eru íþyngjandi, en Bergvin nefnir leyfi af ýmsu tagi sem þarf að afla og setur á námskeiðum sem einnig kosti fjármuni. Kostnaður við efnagreiningar og sýnatökur sem fylgja nýjum tilskipunum lenda líka á herðum bænda. Áhersla á að bæta stofnrækt Helstu áherslumál kartöflubænda um þessar mundir og til framtíðar litið snúa að því að efla og bæta stofnrækt, en nauðsynlegt er að þeir hafi yfir góðu stofnútsæði að ráða. Bergvin segir slíka vinnu tímafreka, það taki nokkur ár að rækta hvert afbrigði fyrir sig. Þó ekki blási byrlega um þessar mundir hjá þeim sem stunda kartöflurækt hér á landi segir Bergvin að menn vænti þess

Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda.

að í fyllingu tímans muni betur ára. „Ég vona það svo sannarlega að kaupmenn muni átta sig á því að við þurfum kaup fyrir okkar vinnu. Við höfum þurft að kljást við skakkaföll af ýmsu tagi, sum af völdum náttúrunnar, önnur af mannavöldum og vafamál er hvort hafi valdið meira tjóni.“


ALLT OG MSUร U OG Mร LM Mร LMS ALLT TIL Mร LMSUร U Mร LMSKURร AR ร AR MSKURร MSKURร AR Mร LM Mร LM

'ร LFHITAKERร %KKERT BROT EKKERT ร OT

OERLIKON er einn stรฆrsti rafsuโ บuvรญraframleiโ บandi รญ Evrรณpu. Gร ร I OG GOTT VERร

ร ร rval rafsuรฐuvรฉla frรก KUHTREIBER og GYS KITin 1900 HF TIG Aร EINS 7 KG

PEARL 190 MIG/MAG Aร EINS 12 KG

o ยถยพGILEGUR HITI Gร ร HITADREIร NG o (ITASVEIร UR 3TUTTUR SVร RUNARTร MI o !ร EINS MM ร YKKAR HITADREIร PLร TUR o &LJร TLEGT Aร LEGGJA o %KKERT BROT EKKERT ร OT o $REIร PLร TUR Lร MDAR BEINT ยน Gร Lร ร o 'ร LFEFNI LAGT BEINT ยน DREIร PLร TUR ร ร SAR PARKET o (ENTAR VEL ร ELDRA Hร SNยพร I JAFNT SEM Nร Hร S OG G SUMARHร S

o &LOORร Gร LFHITAKERร ER EINFALT ร Jร TLEGT OG ร ยพGILEGT 3KEMMUVEGUR BLยน GATA +ร PAVOGUR 3ร MI &AX WWW HRINGAS IS

Gastรฆkin frรก AGA og HARRIS hafa รพjรณnaโ บ ร slendingum um รกrabil.

Bรฆndablaรฐiรฐ Meรฐ smรกauglรฝsingarnar sem virka

56-30-300

7ร A9H=y; 6 &) ย &&% G:N@?6Kร @ ย Hร B> *-, ,%%% ย WWW.GASTEC.IS

<6HKyGJG ย G6;HJ JKyGJG ย yGN<<>HKyGJG ย HAร E>KyGJG

Vilt รพรบ bรฆta landiรฐ รพitt? Plรถntur til landbรณta, skรณgrรฆktar, landbรบnaรฐar og garรฐyrkju Hรถfundur Belgjurtabรณkarinnar, Sigurรฐur Arnarson, fjallar um hina stรณru og fjรถlbreyttu รฆtt belgjurta af รพekkingu og reynslu sem garรฐeigandi og fyrrum skรณgarbรณndi. ร bรณkinni er รญtarleg og vรถnduรฐ umfjรถllun trรฉ, runna og jurtir sem gรฆddar eru รพeim eiginleika aรฐ geta nรฝtt gerla til aรฐ binda nitur andrรบmsloftsins sรฉr til hagsbรณta. Slรญkar plรถntur spara รกburรฐargjรถf og stuรฐla aรฐ grรณskumeira vistkerfi. โ Belgjurtabรณkin er mikiรฐ tรญmamรณtaverk og รก eftir aรฐ styรฐja viรฐ skynsamlega umrรฆรฐu um uppgrรฆรฐslu landsins og styrkingu grรณรฐurkerfanna.โ ร lafur S Njรกlsson, garรฐyrkjusรฉrfrรฆรฐingur, Nรกtthaga.

Verรฐ kr. 5.950.-

Hรฆgt er aรฐ panta รก www.rit.is Sendum um allt land aรฐ viรฐbรฆttum sendingarkostnaรฐi kr. 450.-

65 Fossheiรฐi 1 โ 800 Selfoss 65 Sรญmi 578-4800


Landssamtök skógareigenda:

Brýnt að auka framlög til skógræktar svo ekki myndist gap síðar meir Margrét Þóra Þórsdóttir

Brýnt er að stöðugleiki skapist í skógræktinni, að innan tíðar sjái skógarbændur að fjármagn til landshlutaverkefnanna aukist svo hægt verði að setja kraft í nýgróðursetningar. Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður Landssamtaka skógareigenda, segir að ella sé hætta á hruni í atvinnugreininni.

Jóhann Gísli segir að staðan á liðnu ári hafi verið svipuð og nokkur undanfarin ár, fjármagn til landshlutaverkefna í skógrækt hafi jafnt og þétt dregist saman frá efnahagshruni. Það sama gildi því um gróðursetningar, fjöldi gróðursettra plantna hin síðari ár nær vart nema einum þriðja af því sem var þegar best lét. „Það veldur því að margar gróðrarstöðvar hafa hætt rekstri, farið í aðra ræktun eða orðið gjaldþrota. Afleiðingin verður sú að stórt skarð myndast í keðjuna þegar kemur að grisjun og úrvinnslu afurða,“ segir hann. Hætta er á að hrun verði í atvinnugreininni ef upp koma mörg ár þar sem ekki verður hægt að grisja auk þess sem úrvinnsla muni eiga erfitt uppdráttar og þá muni einnig skapast erfiðleikar við að koma keðjunni af stað á ný. „Forsenda þess að hægt sé að stunda hagkvæma skógrækt er sú að ekki komi upp hnökrar á virðiskeðjunni, allt frá ræktun skógarins, umhirðu, uppskeru, vinnslu, markaðssetningu og sölu afurða. Við vinnum því af kappi við að fá framlög til landshlutaverkefna í skógrækt aukin á ný.“ 66

Unnið við grisjun í Hallormsstaðaskógi á liðnu hausti.

Mynd / MÞÞ

Þá standa skógarbændur í ströngu við grisjun enda mikilvægt til að auka verðmæti þess skógar sem eftir stendur sem mest. Þá segir Jóhann Gísli að skógareigendur leggi áherslu á að rannsóknir séu stundaðar í skógrækt, auk þess sem markaðir fyrir skógarafurðir verði kortlagðir. Einnig er unnið að því skoða á hvern hátt skógarbændur geti stóraukið ræktun jólatrjáa með innanlandssölu í huga. Unnið að stofnun afurðamiðstöðvar „Við höfum sett okkur markmið um að vinna af krafti að úrvinnslumálum í tengslum við skógarafurðir og erum nú í samstarfi með Félagi skógarbænda á Austurlandi, Héraðs- og Austurlandsskógum, Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélagi Austurlands um stofnun afurðamiðstöðvar fyrir viðarafurðir í fjórðungnum. Markmiðið er að auka virði skógarnytja, efla áframvinnslu hráefnis, vöruframboð og þróun og að hámarka arðsemi skógræktar sem atvinnugreinar,“ segir Jóhann Gísli. Afurðamiðstöð viðarafurða á Austurlandi yrði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður Landssamtaka skógareigenda.

„Við sjáum fyrir okkur að með stofnun hennar gefist einstakt tækifæri til að byggja upp fjölbreytta atvinnu- og rannsóknastarfsemi í kringum skógrækt. Við vonum að vel muni ganga með þetta verkefni og stefnum að því að færa út kvíarnar í kjölfarið, snúa okkur á þessu ári að Suður- og Norðurlandi.“


Æðarræktin er vaxandi búgrein og verð fyrir æðardún hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum.

Mynd / TB

Æðarræktarfélag Íslands:

Höldum ótrauð áfram við að efla fullvinnslu hér á landi Margrét Þóra Þórsdóttir

„Æðarbændur horfa björtum augum til framtíðar, við sjáum fjölmörg tækifæri í þessari atvinnugrein þegar kemur að fullvinnslu og markaðssetningu. Undanfarin ár höfum við unnið að þeim málum í samstarfi við ráðgjafa á sviði hlunninda og nýsköpunar og hafa nokkrir bændur sýnt frumkvæði, hafið vinnslu og náð góðum árangri,“ segir Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands.

„En betur má ef duga skal. Við munum ótrauð halda áfram að efla fullvinnslu æðardúns á Íslandi og þann virðisauka sem henni fylgir. Það verður eitt af meginverkefnum félagsins til framtíðar litið.“ Æðardúnn er verðmæt útflutningsvara, en verðið á það til að sveiflast nokkuð eftir lögmálum markaðarins. Hvert metárið hefur að sögn Guðrúnar rekið annað, bæði í krónum talið og útfluttu magni. Nokkur samdráttur varð á liðnu ári í magni samanborið við árið á undan. Alls nam útflutningur í fyrra 2.357 kílóum af æðardúni og var verðmætið 475 milljónir króna, en árið á undan var magnið 3.112 kíló. Verð fyrir útflutt kíló (FOB) var í fyrra ríflega 201 þúsund krónur og hefur hækkað umtalsvert á liðnum árum, var t.d. tæplega 165 þúsund árið 2012. Tækifæri á nýjum mörkuðum „Stærsti hluti þess æðardúns sem til fellur hér á landi er fluttur út sem hrávara, Japanir kaupa mest eða ríflega helming þess magns sem í boði er. Þjóðverjar eru næststærstir, en minna magn var keypt

Guðrún segir að dúntekja hafi verið misjöfn milli landshluta og eins einstakra bæja á liðnu ári. Hagstætt árferði á Austurlandi gerði að verkum að dúntekja var góð þar, en mikil úrkoma á vestanverðu landinu fyrri hluta sumarsins 2014 hafi sett strik í reikninginn hjá æðarbændum í þeim landshluta og víða hafi dúntekja verið töluvert undir meðallagi.

Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands. Mynd / GHJ

til beggja landa í fyrra en undanfarin ár,“ segir Guðrún. Ný ríki hafi hins vegar bæst í kaupendahóp æðardúns, þannig voru seld 50 kíló til Jórdaníu á liðnu ári. Vel geti því farið svo að færi séu að skapast til frekari sóknar inn á nýja markaði.

Mikilvægt að halda vargi frá varpinu „Frumskilyrði fyrir farsælu varpi er að vernda æðarfuglinn fyrir ágangi vargs, en bændur hafa tekist á við aukna ásókn minks, refs og flugvargs, sem árlega valda skaða í æðarvörpum, mismiklum eftir veiðistjórn í sveitarfélögum. Bændur hafa borið hitann og þungann af því að halda vargi í skefjum. Við höfum farið fram á aukin framlög og samræmdar aðgerðir ríkis og sveitarfélaga í veiðimálum. Þeim sjónarmiðum að baráttan snúist um einkahagsmuni tiltekins hóps höfnum við og teljum að þýðingarmiklir almannahagsmunir sem lúta að verndun fjölbreytni íslenskrar náttúru séu að baki því að halda mink og ref í skefjum,“ segir Guðrún. 67


Við sjáum tækifæri í íslenskum landbúnaði

Bú Aðföng

5 [xTHSHUKI UHó\Y LY MQ SIYL`[[\Y VN ZRHWHY ]LYóT¤[P M`YPY ôQ}óPUH Með aukinni menntun, fjárfestingu og dugnaði mun landbúnaðurinn vaxa og dafna.


Kynningarefni


Efnisyfirlit Rafnar Hönnun og smíði úr trefjaplasti

Kemi 71

Stjörnublikk Ursus kominn aftur á íslenskan markað

72

Ísmar Í þjónustu við atvinnuvegi þjóðarinnar í yfir 30 ár

ÞÓR HF

Þór

REYKJAVÍK - AKUREYRI

Deutz Fahr á fljúgandi ferð

76–77

78

Arctic trucks Sérhæfð þjónusta við jeppaeigendur

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

79

Öflug umboð frá upphafi

82

70

Allt starfsfólk Vélfangs á sér bakgrunn í sveitum landsins

Pmt Pmt: Gæði - Þekking - Þjónusta

Innigarðar Dótabúð ræktandans

87

88

90

Hagræði fólgið í endurnýjun tækjakosts

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

92

94

Alþjóðleg vottun lífrænnar íslenskrar framleiðslu

Lífland Lífland - í hartnær heila öld

95

96–97

Primex 83

Bústólpi Höfuðáhersla á að jafna og auka gæði fóðurframleiðslu

86

Vottunarstofan Tún 80

Bílanaust Mikil reynsla í framleiðslu á smurolíum fyrir landbúnaðarvélar

Skiptipressur fyrir mjaltaþjóna

Stigvaxandi ráðgjöf til bænda

Íslyft

Kraftvélar

Iðnvélar

86

Arion banki 79

Orkubóndinn

Sérhæfðir skotbómulyftarar fyrir landbúnað

Fjölbreytt úrval af umhverfisvænum vörum

Vélfang 74–75

Jötunn Vélar Öflug þjónusta við viðskiptavini um allt land

...svo allt gangi smurt

84–85

Notað með góðum árangri til að græða sár á dýrum

98


Rafnar ehf.

Hönnun og smíði úr trefjaplasti Rafnar ehf. var stofnað til að þróa hugmyndir Össurar Kristinssonar um nýja hönnun báts- og skipsskrokka. Meginstarfsemi fyrirtækisins er að smíða báta og skip auk þess að vinna á sviði hönnunar og smíði úr trefjaplasti, hvort heldur sem er mótagerð eða framleiðsla fullhannaðrar vöru. Rafnar ehf. Vesturvör 32b 200 Kópavogur Sími: 525 2320 Netfang: info@rafnar.is vatnsskurdur@rafnar.is Vefsíða: www.rafnar.is

Á árnum 2009 til 2010 er markvisst farið að vinna að hönnun skipa og báta og í dag starfa 28 manns hjá fyrirtækinu, starfsmenn í framleiðslu, hönnuðir, verkfræðingar og fjármálafólk. Stöðugleiki, mýkt og aukinn hraði Björn Jónsson framkvæmdastjóri segir að fram til þessa hafi tíminn fyrst og fremst farið í tilraunir með báts- eða skipskrokk sem nú er búið að einkaleyfisskrá í Bandaríkjunum og er einkaleyfisvarin í Evrópu. „Eiginleikar skrokkhönnunarinnar gerir hann stöðugan og mýkri í hreyfingum en aðra skipsskrokka auk þess sem hönnunin býður upp á meiri hraða við erfið skilyrði. „Landhelgisgæslan hefur sagt að þessi tegund henti afar vel við störf þeirra hér við land.“ Fyrirtækið hefur lokið við að smíða 15 metra skemmtibát sem var sjósettur í janúar 2015. Systurfyrirtæki Rafnar ehf., Maloy Verft AS í Noregi, hefur hins vegar smíðað 30 metra löng skip úr trefjaplasti.

Fjölbreytt þjónusta í boði Rafnar ehf. hefur, samhliða eigin þróun og smíði, unnið að verkefnum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina, svo sem hönnun og smíði á ýmsum stærri hlutum úr trefjaplasti. „Innan okkar hóps er öflugt teymi fagmanna í hönnun og framleiðslu úr trefjaplasti sem getur metið og þróað hugmyndir viðskiptavina og unnið samhliða þeim að þróun hugmyndanna. Jafnframt getum við smíðað mót, frumgerð eða fullhannaða vöru úr trefjaplasti. Vélakostur okkar er mjög fullkominn og við bjóðum meðal annars upp á fræsingu á áli, tré, trefjaplasti, frauði og öðrum mjúkum

Fræsiþjarkur með 5 ása veltihaus sem getur snúist 270 gráður í hvaða átt sem er og gerir mögulegt að fræsa út margvísleg form.

efnum í stórum fræsiþjarki. Fræsirinn er með 5 ása veltihaus sem getur snúist 270 gráður í hvaða átt sem er og gerir mögulegt að fræsa út margvísleg form. Við bjóðum einnig upp á vatnsskurð í einni stærstu og fullkomnustu vatnsskurðarvél í Evrópu. Vélin er með fimm ása veltihaus sem getur skorið í allt að 50 gráður. Að auki er vélin með borvél fyrir viðkvæm efni. Björn segir að mýkstu og viðkvæmustu efni séu einungis skorin með vatnsbunu, en að vanalega sé sandi bætt í vatnið til að ná betri skurði. „Vatnsskurðarvélin er mjög hentug til að skera út hluti úr stáli, timbri og granít og öðrum steintegundum. Einnig getur vélin skorið gúmmí, gler og plexigler. Vélin getur skorið út ýmis flókin form, svo sem tannhjól, hnífa í blikkklippur og fiskvinnsluvélar, stóra flangsa og úrtök í rafmagnsskápum.“ Sprautuþjarkur og rennibekkur Rafnar hefur einnig yfir að ráða sprautuþjarki sem er notaður til að sprauta „gelcoat“ og trefjaplasti í mót án aðkomu manna. „Við bjóðum einnig upp á mjög fullkomna rennibekki. Annar getur unnið á báðum hliðum í sömu uppsetningu, sem eykur afköst umtalsvert. Hann er með sjálfvirk verkfæraskipti með 12 mismunandi verkfærum. Í bekknum má meðal annars fjöldaframleiða á hagkvæman hátt hluti sem hafa allt að 65 millimetra þvermál. Hinn bekkurinn er aðallega notaður til að smíða frumgerðir og hluti sem fá eintök eru smíðuð af,“ segir Björn. 71


Stjörnublikk

Ursus kominn aftur á íslenskan markað Stjörnublikk ehf. Smiðjuvegur 2 200 Kópavogur Sími: 577 1200 Fax: 577 1201 Netfang: stjornublikk@ stjornublikk.is Vefsíða: www.stjornublikk.is

Fyrirtækið Stjörnublikk í Kópavogi tók við umboði fyrir Ursus-landbúnaðartæki síðastliðið haust. Þar er ekki aðeins um að ræða dráttarvélar, heldur einnig breiða línu landbúnaðartækja sem nú eru framleidd undir þessu merki í Póllandi. Finnbogi Geirsson forstjóri segir að þótt margir kannist við Ursus-dráttarvélar á Íslandi frá fyrri tíð, þá hafi þær ekki verið fluttar inn lengi. Í dag eigi Ursus nær ekkert sameiginlegt með gömlu vélunum nema nafnið. Ursus er gamalgróið nafn og hefur þjónað pólskum landbúnaði í yfir 120 ár. Ursus var stofnað í borginni Varsjá árið 1893 og upphaflega til að framleiða sprengihreyfla í ökutæki. Það þróaðist síðan yfir í framleiðslu á vörubílum og ýmsum iðnaðarvörum fyrir Rússakeisara. Fyrirtækið varð illa úti í heimskreppunni um 1930 og var í kjölfarið þjóðnýtt til hernaðarframleiðslu undir nafn. inu Panstwowe ´ Zakłady Inzynieryjne. Þá hófst framleiðsla á dráttarvélum til hernaðarnota, skriðdrekum og fleiru. Í seinni heimsstyrjöldinni hirtu Þjóðverjar það sem nýtanlegt var í verksmiðjunum og eyðilögðu það sem eftir var. Eftir stríð var Ursus-verksmiðjan endurreist og hafin framleiðsla á Ursus C-45 dráttarvélum sem var eftirlíking af hinni þýsku millistríðsáradráttarvél Lanz Bulldog. Upp úr 1950 hófst svo framleiðsla á dráttarvélum sem voru byggðar á hönnun Zetor. Árið 1961 var farið í samstarf við Tékka um ýmsa íhluti í skiptum fyrir málmgrýti. Ekki gekk þetta eins og að var stefnt. Árið 1976 hófst svo framleiðsla á Ursus C-330 sem náði miklum vinsældum. Voru framleiddar yfir 400.000 vélar af þeirri gerð fram til 1993. Til að gera langa sögu stutta gerðist það svo árið 2011 að Ursus var sameinað landbúnaðartækjaframleiðandanum POL-MOT Warfarma S.A. Dráttarvélaframleiðslan var flutt í glænýjar verksmiðjur í Lublin árið 2011 og hafin framleiðsla á nýrri gerð dráttarvéla, Ursus 11024. Samhliða dráttarvélaframleiðslunni framleiðir fyrirtækið í dag margvísleg landbúnaðartæki og vagna. Árið 2012 var svo hafin framleiðsla á mörgum stærðum dráttarvéla frá 72

Ursus 11054 með 110 hestafla perkins dísilvél, Ursus-Hema gírskiptingu og Carraro framöxli.

Ursus Z-543 heyrúlluvél.

50 til 148 hestafla og tekin upp samvinna við Tyrki um að nútímavæða framleiðsluna. Ursus-dráttarvélarnar í dag eru með sömu íhlutum og fjölmargar aðrar dráttarvélategundir. Í þeim eru t.d. dísilvélar frá Perkins og Deutz sem standast Euro-mengunarstaðla og eru með Hema og Carraro gírskiptingar og framöxla frá Carraro. Finnbogi segir að munurinn sé helstur sá að Ursus byggi á að vera með einfaldar en traustar vélar með allt að 148 hestafla mótorum, en allt á mjög góðu verði. Stjörnublikk mun ekki taka notaðar vélar upp í nýjar og munu vélarnar verða sérpantaðar eftir óskum hvers og eins og er afhendingartími um 3–4 mánuðir. „Þeir eru nú með besta verðið sem sést á markaðnum en eru samt með gæði sem eru sambærileg við mun dýrari tæki. Menn eru því að borga svipað fyrir glænýjan Ursus og gamlar vélar af öðrum tegundum,“ segir Finnbogi sem er þegar búinn að selja nokkrar vélar.


ÖFLUG ENDURKOMA

AUGLÝSINGASTOFA E. BACKMAN

ÚRVAL NÝRRA OG HAGSTÆÐRA LANDBÚNAÐARTÆKJA

Smi›juvegi 2 200 @ eVkd\jg H b^ 577 1200 Fax 577 1201 hi_dgcjWa^``5hi_dgcjWa^``#^h lll#hi_dgcjWa^``#^h


Ísmar ehf.

Jón Tryggvi Helgason framkvæmdastjóri, Hjálmar Arnarson tæknimaður, Erla Karlsdóttir bókari, Kjartan Þráinsson, tæknilegur söluráðgjafi, Þórir Guðmundsson, forstöðumaður Hústæknisviðs, Ída Guðrún Þorgeirsdóttir skrifstofustjóri, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tæknilegur söluráðgjafi, Kristján Fr. Nielsen, tæknilegur söluráðgjafi, Sæmundur Sævarsson, tæknilegur söluráðgjafi, Finnbogi Reynisson tæknimaður, Sigurjón Hrafnkelsson tæknistjóri, Gísli Svanur Gíslason sölustjóri. Mynd / Eva Björk.

Í þjónustu við atvinnuvegi þjóðarinnar í yfir 30 ár Ísmar ehf. var stofnað árið 1982 og var þá aðallega í að þjónusta sjávarútveginn. Í áranna rás hefur starfsvettvangur fyrirtækisins víkkað og í dag þjónustar Ísmar alla helstu atvinnuvegi þjóðarinnar og er þar landbúnaðurinn ekki undanskilinn. Ísmar ehf. Síðumúla 28 108 Reykjavík Sími: 510 5100

Jón Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri Ísmar, segir að einn stærsti og mikilvægasti framleiðandinn sem Ísmar hefur umboð fyrir sé Trimble.

Fax: 510 5101 Netfang: ismar@ismar.is Vefsíða: www.ismar.is

„Fyrirtækið framleiðir margvíslegan búnað til mælinga vegna framkvæmda eða landamerkjamælinga, vélstýringar og hugbúnað sem notaður er af verktökum, leysiskanna, fjarstýrðar eða forritaðar flugvélar til myndatöku eða mælinga svo fátt eitt sé nefnt.“ Öflug landbúnaðardeild „Landbúnaðardeild Trimble er mjög öflug og er sú deild innan fyrirtækisins sem hefur stækkað mest undanfarin ár. Tækni frá Trimble er mörgum bændum hérlendis kunn 74

CFX-750 og EZ-Guide 250 tækin frá Trimble eru vinsæl meðal bænda.

þar sem Ísmar hefur selt talsvert af tækjum sem við köllum leiðsögutæki landbúnaðarins. Tækin auðvelda bændum að bera nákvæmar á túnin, sá fræjum, eitra eða vökva eftir því sem við á. Um er að ræða nákvæmt GPS tæki sem getur sparað áburð, olíu og önnur efni sem verið er að vinna með.“


viðhalds með því að sjá fyrir rafmagnsbilanir eða bilanir í mótorum og gírum. Á landi eru hitamyndavélarnar einnig hentugar til fyrirbyggjandi viðhalds. Vélarnar nýtast til að sjá hvort einangrun húsa er fullnægjandi þar sem þær sýna hvar hitaútstreymi er frá húsum, hvort heldur er í gegnum veggi, við glugga eða þök. Þá er hægt að sjá með þeim hvort hitalagnir í gólfum séu í lagi og hvar hugsanlegur raki er að myndast vegna.“

Jón Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri Ísmar ehf.

Margvíslegur búnaður Hústæknisvið Ísmar býður margvíslegan búnað til hitunar og loftræsingar í íbúðarog gripahús og er með umboð fyrir sterka framleiðendur á því sviði eins og Honeywell, FlaktWoods og fleiri. Auk fullkominna loftræsikerfa má nefna blásara, skynjara, stýringar og ýmiss konar skyldan búnað. „Talstöðvar og Tetrastöðvar frá Motorola eru vel þekktar hérlendis og víða í notkun,“ að sögn Jóns, „og margir bændur nýta sér slíkar talstöðvar við smalamennsku, veiði eða annað enda býður Ísmar talstöðvar á verði sem henta öllum. Við bjóðum einnig mikið úrval minni mælitækja sem henta bændum og má þar nefna rafmagns- og loftgæðamæla sem skrá loftgæði umhverfisins. Ísmar er einnig með á boðstólum gasskynjara og gasgrímur sem auka öryggið þar sem hætta er á gasmengun.

Jón segir að hitamyndavélar sem líkjast sjónauka séu meðal annars notaðar við leit og björgun og löggæslustörf. Vélarnar henta reyndar mjög vel til slíkra nota vegna þess hversu auðvelt er að sjá með þeim í niðamyrkri. Á sama hátt henta fastar hitamyndavélar vel sem öryggismyndavélar. „Nákvæmni hitamyndavélanna er það mikið að það er farið að nota þær við heilsugæslu til að greina hitabreytingar í vöðvum eða jafnvel til að meta hvort krabbamein er að myndast í brjóstum kvenna. Það gefur því auga leið að tæknin getur nýst til að skoða ástand dýra sem ekki geta sagt hvar þau finna til. Dæmi eru um að hægt sé að sjá með hitamynd af fótum hesta, hvort bólgur séu að myndast og bregðast þannig fljótt við.

Trimble UX5 forritanlega flugvélin hentar vel til að skoða gróðurþekju og ástand á afréttum.

Ísmar hefur um margra ára skeið látið sig umferðaröryggi varða og býður fjölbreytt úrval búnaðar því tengdu. Má þar nefna keilur og grindur ýmiss konar, hraðahindranir,

Notkunarmöguleikum tækninnar eru því fá takmörk sett og í raun ímyndunaraflið eitt sem takmarkar þá,“ segir Jón.

hraðavaraskilti, gátskildi o.m.fl. Auk þess sem við seljum margvíslegan búnað til löggæslunnar í landinu.“

Fullkomið verkstæði Ísmar hefur frá upphafi rekið fullkomið verkstæði þar sem boðið er upp á viðhalds-

FLIR hitamyndavélar „Nýstárlegasta tæknin sem við bjóðum upp á eru hitamyndavélar frá FLIR. Hitamyndavélarnar frá FLIR má nota hvort sem er til sjós eða lands og þær sjá jafnvel í myrkri sem birtu. Í skipum eru vélarnar notaðar sem viðbótar siglinga- og öryggistæki fyrir skipstjórnandann. Minni handvélar henta aftur á móti í vélarrúmum skipa til fyrirbyggjandi

og viðgerðarþjónustu fyrir allan búnað sem fyrirtækið selur. „Við erum að þjónusta framleiðslufyrirtæki sem ekki mega stöðvast vegna bilana og bregðumst því hratt við gerist þess þörf. Og ekki annað að sjá en að þjónustan mælist vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar sem flestir hafa skipt við okkur í mörg ár,“ segir Jón Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri Ísmar ehf., að lokum. 75


Þ ór hf.

Einar Oddsson og Baldur Þorsteinsson, sölufulltrúar hjá Þór hf., við glæsilega Deutz-Fahr dráttarvél úr 7-seríunni.

Deutz Fahr á fljúgandi ferð Þór hf. Krókhálsi 16 110 Reykjavík Sími: 5681500 Lónsbakka 601 Akureyri

Flestir bændur þekkja Deutz dráttarvélarnar enda á Deutz-Fahr sér langa sögu sem nær allt aftur til ársins 1864. Loftkældar Deutz dráttarvélar eru til á mörgum bæjum um allt land og ganga með sama einkennandi ganginum. Í seinni tíð hefur loftkældi mótorinn vikið fyrir vatnskældum.

Sími: 568 1555 Vefsíða: www.thor.is

„Við seldum síðustu loftkældu vélarnar í kringum aldamótin og síðan þá hafa þær allar verið vatnskældar,“ segir Einar Oddsson sölufulltrúi hjá Þór hf., sem hefur verið umboðsaðli Deutz-Fahr dráttarvéla í 27 ár, eða frá árinu 1988. Minni mengun „Breytingin úr vatnskældum mótorum yfir í loftkælda er aðallega tilkomin vegna þess að í loftkældum vélum varð bruninn við mjög hátt hitastig. Kosturinn var lægri olíueyðsla en því miður varð einng til mikið af hinum skaðlegu NOx gastegundum við slíkan bruna. Samfara auknum mengunarvarnarkröfum,76

sem miða að því að minnka NOx gastegundir í útblæstri, var því horfið frá loftkældum vélum og farið að nota vatnskældar.“ Einar segir að vatnskældu vélarnar séu engu síðri og hafa komið mjög vel út hvað varðar eyðslu og endingu. „Reyndar hafa Deutz-Fahr dráttarvélar alltaf komið vel út í eyðslumælingum sem og aðrar dráttarvélar sem nota Deutz mótora.“ Meiri breytingar í vændum „Breytingin úr loftkældum mótorum yfir í vatnskælda er ekki það eina sem hefur verið að gerast hjá Deutz-Fahr. Undanfarin þrjú ár hefur vörulína Deutz-Fahr tekið algerum stakkaskiptum. Í dag fjöldaframleiðir fyrirtækið 340 hestafla dráttarvélar og á næsta ári er stefnt að því að hefja framleiðslu á 11seríunni sem verður allt í 440 hestöfl. „Árið 2011 kynnti Deutz 7 – seríuna og þá hófst ákveði breytingaferli,“ segir Einar. „Línan sló strax í gegn og sankaði að sér verðlaunum og var kosin dráttarvél ársins árið 2012. Það markaði áveðin tímamót og nýtt


útlit Deutz Fahr vélanna sem er að mínu mati einstaklega glæsilegt og vel heppnað. Eins hefur Deutz Fahr sett sér það markmið að allar vélar yfir 110 hestöfl verði fáanlegar annars vegar beinskiptar og hins vegar með stiglausri skiptingu.“ Þýsku hönnunarverðlaunin Árið 2013 fékk Deutz Fahr þýsku hönnunarverðlaunin fyrir MaxiVision ökumannshúsið. „Húsið er flottasta ökumannshús sem ég hef sest upp í og í því er hugsað út í hvert einasta smáatriði og öll stjórntæki á hárréttum stað. MaxiVision húsið er eins á öllum stiglausum dráttarvélum frá 120 hestöflum og upp í 340 hestöfl. Sá sem kann á 120 hestafla vél kann sjálfkrafa á 340 hestafla vél.“ Breytingunum hefur verið vel tekið hjá bændum víðs vegar um heiminn og hafa þær styrkt stöðu Deutz-Fahr sem stórs evrópsks dráttarvélaframleiðanda. Síðustu fréttir frá höfuðstöðvum Deutz Fahr eru að fyrirtækið sé að styrkja sig enn frekar þar sem fyrsta skóflustungan að glænýrri verksmiðju Deutz-Fahr í Lauingen í Þýskalandvar tekin á seinni hluta síðasta árs. Um er að ræða glæsilega verksmiðju sem ber

Nýja verksmiðjan í Lauingen, Deutz-Fahr Land, verður öll hin glæsilegasta og ber óneitanlega svip af vélarhlífinni á Detuz-Fahr dráttarvélunum.

nafnið Deutz-Fahr Land og gerir Deutz-Fahr kleift að stækka vélarnar sem þeir framleiða og auka framleiðslugetuna. „Við hjá Þór ehf. erum ákaflega spenntir fyrir nýju verksmiðjunni og það verður gaman að fara með bændur að heimsækja hana í framtíðinni.“ Hvað er fram undan hjá Þór hf. og Deutz-Fahr? „Árið 2015 leggst vel í okkur og við höfum þegar tryggt okkur ansi skemmtilegar 110 hestafla tækjavélar úr 5 seríunni sem eru væntanlegar seinni hluta mars. Vélarnar eru vel búnar og á verði sem við höfum ekki getað boðið áður. Við höfum orðið varir við aukinn áhuga á Deutz-Fahr dráttarvélunum og okkur gekk betur að selja þær á síðasta árum miðað við undanfarin ár. Það fóru til dæmis tvær 230 hestafla vélar og við fluttum inn eina 250 hestafla sýningarvél sem eru stærstu Deutz Fahr vélar sem við höfum nokkru sinni selt. Þýskar dráttarvélar eru yfirleitt aðeins dýrari en aðar vélar og þar af leiðandi hefur gengið

Nýju 5110C dráttarvélarnar eru einstaklega skemmtilegar tækjavélar og væntanlegar í mars.

hægar að selja þær undanfarin ár enda bændur enn að jafna sig eftir hrunið. Með því að kaupa Deutz-Fahr er verið að fá aðgang að gæðum, reynslu og góðri þjónustu. Deutz-Fahr hefur starfað í áratugi og ekki spillir fyrir að Þór hf. heftur verið í yfir 50 ár á sömu kennitölunni og er langelsta fyrirtækið í sínum geira. Það má því treysta því að þekking og þjónusta er til staðar fyrir öllum þeim vélum sem við höfum selt í gegnum tíðina,“ segir Einar Oddsson, sölufulltrúi hjá Þór hf. 77


Jötunn Vélar

Öflug þjónusta við viðskiptavini um allt land Jötunn Vélar voru stofnaðar í maí 2004 og verða 11 ára í vor. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt ef frá eru talin árin í kringum hrunið þegar ráðast þurfti í markvissan niðurskurð til að aðlaga fyrirtækið breyttum forsendum. Jötunn Vélar hf. Austurvegur 69 800 Selfoss Sími: 480 0400 Fax: 482 4108 Netfang: jotunn@jotunn.is Vefsíða: www.jotunn.is

Í lok árs 2008 voru starfsmenn Jötunn Véla 17 en eru í dag um 40 og velta fyrirtækisins árið 2014 var um 2,5 milljarðar króna. Hröð uppbygging Fyrstu árin byggðist rekstur Jötunn Véla á sölu dráttarvéla ásamt öflugri varahlutaþjónustu en undanfarin ár hefur uppbygging annarra sviða verið hröð. Má þar nefna að verslanasvið félagsins tók fyrst að byggjast upp við kaupin á Remfló árið 2007 en síðan þá hefur sviðið vaxið gríðarlega og gert fyrirtækinu mögulegt að opna stóra verslun á Akureyri og nú síðast á Egilsstöðum í lok árs. Sífellt er unnið í því að auka vöruúrval og bjóða hagstæðara vöruverð með fækkun milliliða og auknum innflutningi beint frá framleiðendum. Mikið er lagt upp úr því að tryggja sérþekkingu starfsfólks til að tryggja viðskiptavinum vandaða þjónustu. Með tilkomu verslana var þjónusta félagsins færð nær viðskiptavinum um allt land. Vélar og tæki Samhliða eflingu verslana hefur úrval véla og búnaðar sem Jötunn Vélar býður aukist

Jötunn Vélar eru leiðandi í sölu dráttarvéla og síðustu þrjú ár hafa Massey Ferguson og Valtra verið söluhæstu dráttarvélategundirnar á Íslandi.

lausnir í innréttingum, gólfum, mykjumeðhöndlun, mjaltabúnaði og fóðrunarkerfum fyrir nautgripi. Sérstök áhersla er lögð á að fjölga lausnum sem henta við minni háttar jafnt sem meiri háttar breytingar á gömlum básafjósum enda er þar víða knýjandi þörf fyrir breytingar vegna aldurs fjósanna og nýrra reglugerða. Oft og tíðum eru básafjósin ágætis byggingar en þurfa breytinga við til að hægt sé að fjölga gripum og bæta vinnuaðstöðu. Ráðgjafarsvið Í byrjun árs 2015 tók til starfa hjá Jötunn Vélum nýtt svið sem einbeitir sér að ráðgjöf og kynningum. Í fyrstu mun ráðgjöfin beinast að fóðrun, heilbrigði og aðbúnaði gripa ásamt jarð- og túnrækt. Verði viðtökur góðar mun sviðið verða elft enn frekar og starfsemi þess víkkað út.

fyrirtækið sé leiðandi í kynningu og tilraunum með nýja tækni og búnað í samvinnu við áhugasama bændur. Í mörgum tilfellum hefur þetta leitt til innleiðingar nýrra tæknilausna sem aukið hafa árangur og bætt afkomu viðskiptavina.

Framtíðin Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn Véla, segir að í sínum huga sé íslenskur landbúnaður að hefja nýtt uppbyggingarskeið þar sem framleiðsla kjöt- og mjólkurvara mun aukast mikið samfara aukinni eftirspurn, innanlands sem utan. „Hjá Jötunn Vélum gerum við okkur fyllilega grein fyrir því að sem leiðandi söluaðili véla og tækja til íslenskra bænda hvílir mikil ábyrgð á fyrirtækinu. Störf okkar og frumkvæði geta haft veruleg áhrif á afkomu viðskiptavina okkar. Því ber okkur rík skylda til að endurskoða stöðugt hvernig við rekum

Undanfarin misseri hefur verið lögð áhersla á að auka framboð af búnaði og tækni til notkunar í gripahúsum og í boði eru fjölbreyttar

fyrirtækið og leita stöðugt nýrra leiða til að auka hagkvæmni og efla þjónustuna okkar. Því þannig stuðlum við best að bættum árangri viðskiptavina okkar.“

jafnt og þétt og býður fyrirtækið gríðarlega fjölbreytt úrval tækja og búnaðar fyrir bændur hvort sem er til notkunar utanhúss eða í gripahúsum. Frá upphafi hefur verið lagt mikið upp úr að

78


Arctic Trucks

Sérhæfð þjónusta við jeppaeigendur Arctic Trucks sérhæfir sig í þjónustu við áhugafólk um jeppa og ferðalög. Fyrirtækið breytir bílum af ýmsum tegundum, bæði til að mæta þörfum almennra jeppaeigenda sem og þeirra sem þurfa stóra sexhjóla bíla til notkunar á Suðurskautslandinu.

viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Toyota. Við bjóðum því viðgerðir, þjónustuskoðanir og ábyrgðarviðgerðir fyrir allar gerðir Toyota-bíla. Staðsetning okkar rétt

Arctic Trucks Ísland ehf. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900

Vörur Arctic Trucks hafa vakið athygli erlendis og rekur fyrirtækið verkstæði í Noregi og Dubai, auk þess sem það er með samstarfsaðila í Rússlandi, Finnlandi, Póllandi, Suður-Afríku og víðar.

Fax: 540 4901 Netfang: info@arctictrucks.is Vefsíða: www.arctictrucks.is

Steinar Sigurðsson, sölustjóri Arctic Trucks á Íslandi, segir að í verslun fyrirtækisins sé að finna flest það sem áhugamenn um jeppa og ferðalög þurfa á að halda. „Auk þess seljum við vönduð jeppadekk sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður og rekum dekkja-, breytinga- og viðgerðarverkstæði sem einnig er

við borgarmörkin er mjög heppileg fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.“ Arctic Trucks er umboðsaðili fyrir Yamaha og auk þess að selja snjósleða, fjórhjól, utanborðsmótora og önnur tæki, þá er í boði varahluta- og viðgerðarþjónusta fyrir Yamaha-eigendur. „Við leggjum okkur fram um að þjónusta allt landið og sendum vörur okkar hvert á land sem er,“ segir Steinar.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Orkubóndinn Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur um nokkurra ára bil staðið fyrir námskeiðum um virkjanir, sem nefnd hafa verið Orkubóndinn. Nýsköpunarmiðstöð Íslands Árleynir 2–8 112 Reykjavík Sími: 522 9000 Netfang: nmi@nmi.is Vefsíða: www.nmi.is

Á námskeiðunum hefur almenningi verið boðið að fræðast um hvernig „heimavirkjanir“ verða best gerðar, hvers vænta má um afköst þeirra og hvernig staðið skuli að undirbúningi og framkvæmd þeirra.Vaxandi áhugi er fyrir því að beisla orku, hvar sem hana er að finna, og á Íslandi er ógrynni af endurnýtanlegri orku sem fellur til og er hægt að nýta. Námskeiðið var haldið víða um land og sóttu um 800 manns námskeiðin sem þóttu takast afar vel. Í lok síðasta árs var enn farið af stað með Orkubóndann 2 sem haldinn var á Höfn í Hornafirði og sóttur af um 30 manns. Nýjasta afsprengi Orkubóndans er nýtt tæki sem nú er verið að leggja lokahönd á en það er lítil rafmagnsframleiðsluvél sem byggist

á jarðhita sem ekki þarf að vera sjóðandi lind heldur er unnt að vinna rafmagn úr lind með hita allt niður í um 85 gráður á Celsius. Upphafsmaður þessa tækis Verðlaunahafar á námskeiðinu Orkubóndinn 2010. Katrín er Þorsteinn Ingi Júlíusdóttir, þáverandi ráðherra, bjartasta vonin, Bjarni Malmquist Jónsson frá Jaðri í Suðursveit, hjónin á ÞorSigfússon, prófessor valdseyri, þau Guðný A. Valberg og Ólafur Eggertsson, og forstjóri, en hann Eiður Jónsson, sem hlaut hverflasmíðaverðlaunin, og og Nils Gíslason Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. þúsundþjalasmiður hafa verið að byggja frumgerð þess og prófa undanfarna mánuði. Í ráði er að halda áfram með Orkubóndann 2 árið 2015 og halda áfram í byrjun mars á Dalvík. Síðan verður farið aftur um landið og er þess að vænta að tilkynningar um námskeiðin verði birtar opinberlega innan nokkurra vikna. 79


Íslyft ehf.

Sérhæfðir skotbómulyftarar fyrir landbúnað Íslyft ehf Vesturvör 32, 200 Kópavogur Sími: 564-1648 Netfang: islyft@islyft.is

Íslyft & Steinbock þjónustan ehf. eru rótgróin fyrirtæki sem starfað hafa óslitið í yfir 40 ár. Íslyft hefur verið söluhæsta fyrirtækið í sölu á lyfturum síðastliðin 18 ár. Mikil áhersla er lögð á þjónustu bæði í viðgerðum og varahlutum. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérhæfðra viðgerðarmanna sem fara hvert á land sem er. Þjónustumenn hjá fyrirtækinu eru mjög vel þjálfaðir eftir að hafa sótt fjölda námskeiða hjá þeim erlendu framleiðendum sem Íslyft hefur umboð fyrir. Íslyft hefur selt og þjónustað Merlo-skotbómulyftara síðan 1977, en síðustu ár hefur Merlo verið annar af söluhæstu skotbómulyfturum á Íslandi. Merlo hefur framleitt skotbómulyftara frá 1981, en fyrirtækið er staðsett í Cuneo á Norður-Ítalíu, í 220.000 fermetra verksmiðju þar sem notuð er nýjasta tækni. Þar framleiðir fyrirtækið árlega 6.000 tæki. Á árinu 1996 var Merlo fyrsti framleiðandi skotbómulyftara til að koma með sérútbúið tæki til notkunar í landbúnaði og í dag eru sjö gerðir framleiddar til notkunar í landbúnaði með bómum; allt að 10 metrum og lyftigetu frá 2,5 tonn upp í 4,2 tonn. Ólíkt flestum öðrum þeim sem framleiða skotbómulyftara koma nær allir hlutir lyftarans; hús, bómur, skrokkar, hásingar og allir fylgihlutir, úr smiðju Merlo. Með því að smíða hluti sjálfir hafa þeir meiri möguleika í hönnun en aðrir framleiðendur, sem kaupa flesta hluti lyftarans frá öðrum. Það sem einkennir Merlo er meðal annars hversu lágt bóman liggur í tækinu, sem gefur betra útsýni fram á gaffla, og hydrostatic-drif sem gefur hnökralausa keyrslu – auk þess sem það nýtir afl betur en hefðbundnar skiptingar sem þýðir minni olíueyðslu. Ökumannshúsið í Merlo er 1.010 millimetra

Einstök hliðarfærsla á bómu upp á allt að 530 mm.

breitt og bæði mjög þægilegt og með frábæru útsýni. Hægt er að fá vélrænt aflúrtak (PTO) sem skilar allt að 90 prósent af vélarafli. Hraði á aflúrtaki er 540 og 1.000 sn./mín. Snúningshraða á aflúrtaki er stjórnað úr ökumannshúsi. Boðið er upp á nokkrar lausnir á dráttarbúnaði svo sem þriggja punkta dráttarbeisli og vökvakrók. Fyrir þá sem draga vagna er hægt að fá tækin útbúin fyrir loft- eða vökvabremsur á vagni. Vélar í Merlo eru frá Deutz eða Kubota. Merlo er hægt að fá með færslu á bómu sem gefur hliðarfærslu upp á allt að 530 mm. Söluaðili Merlo er Íslyft - Vesturvör 32 - 200 Kópavogur - www.islyft.is

80


Einkorna áburður:

Hin fullkomna pakkalausn Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni. Með notkun á einkorna áburði er tryggð jöfn og góða þekja áburðarefnanna og fullkomin nýting þeirra. Ekki er hætta á aðskilnaði áburðarefna þar sem öll áburðarefnin eru í hverju korni.

SS var stofnað árið 1907 og er samvinnufélag búvöruframleiðenda. Það er markmið SS að selja bændum hágæða einkorna áburð á eins hagstæðu verði og mögulegt er. Með því stuðlum við að samkeppnishæfi innlendrar búvöruframleiðslu og úrvals afurðum neytendum til hagsbóta.

Notaðu minni áburð með Yara Sláturfélag Suðurlands svf. • Fosshálsi 1 • 1 10 Reykjavík • Sími 575 6000 • yara@yara.is • www.yara.is


Kraftvélar

Öflug umboð frá upphafi Kraftvélar ehf. Dalvegur 6-8. 201 Kópavogur Draupnisgata 6. 603 Akureyri Sími: 535 3500 Netfang: kraftvelar@kraftvelar.is

Kraftvélar ehf. hóf rekstur árið 1992 með tvö vörumerki, Komatsu vinnuvélar og Toyota lyftara en það var ekki fyrr en árið 2009 sem Kraftvélar tóku sitt fyrsta skref inn á svið landbúnaðar á Íslandi þegar eigendur Kraftvéla keyptu rekstur Véla & Þjónustu í lok árs 2009. Þrátt fyrir svo nýlega innkomu á þennan markað eru Kraftvélar með einhver stærstu og vinsælustu vörumerki sem völ er á. Viktor Karl Ævarsson sölustjóri segir að vorið 2010 hafi verið ákveðið að sameina rekstur þessara tveggja fyrirtækja undir nafni Kraftvéla og að flytja rekstur Véla & Þjónustu á Dalveg 6–8 þar sem Kraftvélar hafa verið með höfuðstöðvar síðan 1998. Góð umboð og öflug þjónusta „Kraftvélar fengu til liðs við sig lykilstarfsmenn frá Vélaver, fyrrverandi umboðsaðila New Holland og Case IH, og með þeirra aðstoð gengið frá umboðssamningi við New Holland og Case IH auk margra annarra vörumerkja á landbúnaðarsviðinu. Þar ber helst að nefna Alö Quicke tækjagálga, Fella heyvinnutæki, Weidemann smávélar, Kongskilde jarðvinnslutæki, Abbey haugsugur, Junkkari sturtuvagna og Zuidberg framlyftibúnað og aflúttök. Frá upphafi hefur fyrirtækið lagt áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini sína því sé þjónustan góð tryggir það framtíðarvöxt og stöðugleika fyrirtækisins.“ Starfsstöðvar á tveimur stöðum Í dag starfa 35 manns hjá fyrirtækinu og eru með starfsstöðvar á tveimur stöðum, annars vegar í Kópavogi og hins vegar á Akureyri. 82

„Útibúið á Akureyri var opnað vorið 2014 og þar er varahlutaverslun og sölufulltrúi nýrra og notaðra landbúnaðartækja. Ásamt því að vera með tvær starfsstöðvar erum við með umboðssamning við fjögur þjónustufyrirtæki sem kynna og þjónusta vörur og tæki sem Kraftvélar hafa umboð fyrir. Þetta eru Kraftbílar á Akureyri, Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki, Pardus á Hofsósi og Rafey á Egilsstöðum. Fimmtán manns starfa á þjónustuverkstæðinu okkar og eru allir sérfræðingar á sínu sviði. Við höfum því hæft, vel menntað og áhugasamt fólk innan okkar raða og má þar nefna vélvirkja, vélfræðinga, rafvirkja, rafeindavirkja sem og nema í ýmsum iðngreinum,“ segir Viktor. Í varahlutaverslun Kraftvéla starfa sex starfsmenn, sem allir hafa áratuga reynslu í starfi. Varahlutaverslunin sérhæfir sig í að útvega varahluti í allar tegundir vinnuvéla, lyftara og landbúnaðartækja. „Allir okkar birgjar eru með neyðarkerfi sem í flestum tilfellum tryggja okkur vöruna innan 24 til 36 tíma frá pöntun, sé varan ekki til á lager hjá okkur.“ Leiðandi í sölu, leigu og þjónustu „Framtíðarsýn Kraftvéla er að vera leiðandi í sölu, leigu og þjónustu á hágæða tækjum og búnaði fyrir jarðvinnumarkað, vörumeðhöndlun og landbúnað á Íslandi og geta veitt viðskiptavinum okkar heildarlausn,“ segir Viktor Karl Ævarsson sölustjóri.


Bílanaust

Mikil reynsla í framleiðslu á smurolíum fyrir landbúnaðarvélar

Bílanaust Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík Sími: 535-9000 Netfang: bilanaust@bilanaust.is

Bílanaust byggir á meira en 50 ára reynslu, en rekur í dag sjö verslanir með varahluti, aukahluti í bíla, smurolíur og glussa, verkfæri, rekstrar- og iðnaðarvörur ásamt söludeild. Bílanaust býður upp á mesta úrval á varahlutum og tengdum vörum og er leiðandi á markaðnum. Starfsmenn Bílanausts eru tæplega 50 talsins. Fyrirtækið býður upp á varahluti frá mörgum af fremstu varahlutaframleiðendum í dag og leitast eftir að selja gæðavöru á góðu verði. Ný glæsileg verslun Ný glæsileg verslun Bílanausts var opnuð 24. nóvember að Dvergshöfða 2. Í kjölfarið var verslun Bílanausts að Bíldshöfða 9 lokað. Viðskiptavinir þurfa því ekki að fara langt, því verslunin var flutt aðeins um 200 metra.

KROON-OIL KROON-OIL hefur framleitt framúrskarandi hágæða smurolíur fyrir bifreiðar, mótorhjól, báta og ýmsan iðnað í meira en hundrað ár. KROON-OIL kemur frá Hollandi og er framleitt samkvæmt ströngum alþjóðlegum stöðlum og eru framleiðslustaðirnir ISO-vottaðir. KROON-OIL býr yfir mikilli reynslu í framleiðslu á smurolíum fyrir landbúnaðarvélar. Nútíma landbúnaðarvélar eru háþróuð tæki sem vinna við erfiðar aðstæður. Þessi tæki eru oft flókin og viðkvæm. Notkun á réttum viðhaldsvörum er því ávallt æskileg svo að tækin starfi sem eðlilegast og skiptir rétt notkun á smurolíum gríðarlega miklu máli. Landbúnaðarlína KROON-OIL er sérstaklega gerð með þessar aðstæður í huga. Með réttu vali á hágæða smurolíu frá KROON-OIL getur

þú verið viss um að vélarnar séu rétt meðhöndlaðar og fái bestu mögulegu olíu sem völ er á. Dæmi um olíu og glussa sem KROON-OIL býður upp á eru Agrisynth MSP 10W-40 olía og Perlus H 32 glussi. Agrisynth MSP 10W-40 er mótorolía sem er sérstaklega þróuð fyrir nýjustu kynslóð stórra díselvéla. Þetta er hágæða olía sem býr yfir lágu súlfati, fosfóri og brennisteini, sem hentar vel vélum sem eru búnar eftirmeðferðarkerfi fyrir útblástursloft. Með olíunni má ná fram eldsneytissparnaði og stuðlar hún einnig að hreinni útblæstri. Perlus H 32 er mjög hentugt til notkunar í glussakerfum stærri vinnuvéla og öðrum tækjum sem eru gerð til að vinna undir miklum þrýstingi og sveiflum í hitastigi. Perslus H 32 er hágæða, fjölnota glussi, til notkunar í háþrýstikerfum. Glussinn er unninn úr hágæða grunnolíu og einstaklega endingargóður og veitir frábæra vörn gegn ryði og tæringu. Á heimasíðu KROON-OIL er hægt að nálgast allar frekari upplýsingar um olíur og glussa. Hér er farið inn á heimasíðuna www.kroon-oil.com/en/specialist-fields/ agriculture og slegin inn tegund tækis í leitarrammanum, þannig fást allar upplýsingar um þær smurolíur og glussa sem mælt er með frá KROON-OIL. Heimasíðan er á ensku en von bráðar verður hægt að nálgast allar þessar upplýsingar á íslensku í vefverslun Bílanausts. Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf hægt að leita til starfsmanna Bílanausts, í síma, tölvupósti eða í næstu verslun. Símanúmerið hjá Bílanaust er 535-9000 og tölvupóstfangið er bilanaust@bilanaust.is 83


Bústólpi

„Við finnum fyrir gríðarlegum áhuga meðal bænda að hefja uppbyggingu á ný eftir erfið ár í kjölfar bankahrunsins,“ segir Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri. Hann er hér með þeim Ásdísi Gunnlaugsdóttur og Sigríði Sigurðardóttur, sem starfa hjá félaginu, við opnun á nýju fjósi á Hóli í Skagafirði.

Starfsemi Bústólpa einkennist af miklum vexti:

Höfuðáhersla á að jafna og auka gæði fóðurframleiðslu

Bústólpi Oddeyrartanga 600 Akureyri Sími: 460 3350 Netfang: bustolpi@bustolpi.is Vefsida: bustolpi.is

„Við finnum fyrir gríðarlegum áhuga meðal bænda að hefja uppbyggingu á ný eftir erfið ár í kjölfar bankahrunsins,“ segir Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri. Starfsemi félagsins hefur einkennst af miklum vexti undanfarin ár. Bústólpi er í hópi „Framúrskarandi fyrirtækja“ að mati Credit Info árið 2014 og er það fjórða árið í röð sem félagið hlýtur þá viðurkenningu. Meginstarfsemi Bústólpa er framleiðsla á kjarnfóðri en umtalsverð aukning hefur orðið í sölu á öðrum vörum og þjónustu við bændur. Þannig hefur velta félagsins og umsvif meira en tvöfaldast undanfarin ár og afkoman verið vel viðunandi. Aukningin er mest í sölu á ýmiss konar rekstrarvörum fyrir landbúnað. Bústólpi hóf að selja og þjónusta mjaltakerfi og annan búnað frá DeLaval árið 2010. „Sú 84

Meginstarfsemi Bústólpa er framleiðsla á kjarnfóðri en umtalsverð aukning hefur orðið í sölu á öðrum vörum og þjónustu við bændur.

þjónusta skapar nú þrjú störf hjá fyrirtækinu og fer stigvaxandi,“ segir Hólmgeir. „Fyrir tveimur árum byrjuðum við að aðstoða bændur með hugmyndir við stækkun og breytingar á fjósum, nú er bjartara yfir bændum og meiri framkvæmdahugur en á árunum eftir hrun.“ Sem dæmi nefnir hann að nýlega seldi Bústólpi 10. DeLaval mjaltaþjóninn frá því þessi vinna hófst.


Endurnýjun með áherslu á gæði og arðsemi Á liðnum árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í fyrirtækinu, en höfuðáherslan hefur að sögn Hólmgeirs verið lögð á að jafna og auka gæði við fóðurframleiðslu. Verksmiðja félagsins er búin bestu tækjum og tækni sem völ er á, sem tryggir gæði en um leið arðsemi í rekstri. Virkt gæðakerfi tryggir eftirlit með ferlum og framleiðslu allt frá vali hráefna til fullunninna vara. Innan tíðar verður ný og glæsileg verslun opnuð, sem bætir þjónustu félagsins enn, en Hólmgeir segir að afar þröngt sé orðið um þá starfsemi nú. Ný starfsmannaaðstaða var tekin í notkun í lok síðasta árs sem gjörbreytti aðbúnaði starfsfólks. Grunnstoð fyrir landbúnaði í héraði „Við lítum á okkur sem grunnstoð fyrir landbúnaðinn fyrir norðan og leggjum mikið upp úr góðri þjónustu við bændur. Reksturinn hefur verið hagkvæmur þannig að við getum boðið mjög gott verð á fóðri. Við leggjum ríka áherslu á gott hráefnaval í samsetningu fóðursins, en hágæðafiskimjöl í miklu magni er okkar sérstaða og það sem við höfum umfram keppinautana,“segir Hólmgeir. „Okkar starfsemi byggist á traustum viðskiptum við bændur þar sem langtímahagsmunir beggja eru í fyrirrúmi. Við höfum verið afar lánsöm með okkar ákvarðanir, uppbyggingu

og sókn undanfarin ár og erum því í þeirri stöðu að vera landbúnaði á norðan- og austanverðu landinu mikilvæg grunnstoð. Það getum við þakkað jákvæðu viðhorfi bænda í okkar garð ásamt því starfsfólki sem vinnur hjá félaginu sem ein heild og slær aldrei slöku við,“ segir Hólmgeir. 85


Kemi ehf.

Fjölbreytt úrval af umhverfisvænum vörum ...svo allt gangi smurt

Kemi ehf. Tunguhálsi 10 110 Reykjavík Sími: 415 4000 Netfang: kemi@kemi.is Vefsíða: www.kemi.is

Kemi ehf. er öflugt fyrirtæki sem hefur starfað í rúm 20 ár. Sérstaða Kemi felst í því fjölbreytta vöruúrvali sem fyrirtækið býður.

síðasta ári bættist Ib Göttler bútæknifræðingur í okkar hóp og á sama tíma hófum við sölu á vítamínum og steinefnum fyrir búfénað auk innflutnings á

Óskar Harðarson, deildarstjóri landbúnaðarsviðs, segir að fyrirtækið bjóði meðal annars smurolíur, vökvakerfisolíur, smurfeiti fyrir allar gerðir vinnuvéla og farartækja auk hreinsiefna fyrir mjaltatæki og mjaltaþjóna. „Við bjóðum einnig undirburðarefni fyrir landbúnað og hreinsiefni fyrir allan annan iðnað. Kemi er leiðandi í innflutningi á örverum sem eru notaðar til niðurbrots í fitugildrum, í holræsum og einnig sérvaldar örverur fyrir haughús.“ Vægi þjónustu við landbúnað hefur aukist mikið frá árinu 2007 og sífellt fleiri bændur eru að bætast í hóp viðskiptavina þess. „Á

sáðkorni.“ Sem dæmi um fjölbreytt vöruúrval segir Óskar að Kemi sé með umboð fyrir öflug loftræstikerfi frá Skov sem henti mjög vel fyrir íslenskar aðstæður. „Okkur hjá Kemi er annt um umhverfið og leggjum metnað í að að auka við úrvalið af umhverfisvænum vörum.“

Kemi ehf. er með mikið úrval olíu og smurefna fyrir allar gerðir farartækja.

Kemi ehf. hefur verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo frá 2011.

Iðnvélar ehf.

Skiptipressur fyrir mjaltaþjóna IÐNVÉLAR ehf. Smiðjuvegi 44 - 46 200 Kópavogur Sími: 414 2700 Netfang: idnvelar@idnvelar.is Vefsíða: www.idnvelar.is

Iðnvélar hafa í 40 ár verið einn stærsti innflytjandi og sölu- og þjónustuaðili á nýjum vélum og tækjum til iðnaðar og annarra atvinnugreina. Hjá fyrirtækinu starfa 15 manns. Hjörtur P. Jónsson framkvæmdastjóri segir að starfsemi fyrirtækisins sé alltaf að eflast. „Árið 2014 stækkuðum við sýningarsalinn hjá okkur verulega og kynntum nýjar vörur sem henta jafnt fyrir áhuga- og iðnaðarmenn. Í salnum má sjá úrval véla og tækja, allt frá smerglum upp í stóra iðnaðarrennibekki og fræsivélar. Ný vörumerki, eins og Holzmann í Austurríki og Huvema í Hollandi, hafa svo bætt framboðið enn betur, sérstaklega fyrir áhugamenn og léttan iðnað.“ Loftpressur og þrýstiloft Úrval loftpressa og búnaðar fyrir þrýstiloft hefur aukist á síðustu árum og eru Iðnvélar eitt af 86

fáum fyrirtækjum hér á landi sem geta útvegað nýjar skiptipressur fyrir mjaltaþjóna. Þekking, reynsla og þjónusta Hjá þjónustudeild Iðnvéla starfa fimm manns, rafvirkjar og vélvirkjar. „Við Í sýningarsal Iðnvéla ehf. má sjá úrval véla og tækja, allt frá teljum betri valkost smerglum upp í stóra iðnaðarrennibekki og fræsivélar. að þjónusta vörurnar sjálfir sem við seljum en að láta aðra gera það. Áratuga þekking og reynsla hefur gert okkur kleift að aðstoða viðskiptavini okkar með lítil og stór verkefni og hvort sem þeir eru að leita eftir stökum tækjum eða heildarlausnum,“ segir Hjörtur.


Vélfang

Allt starfsfólk Vélfangs á sér bakgrunn í sveitum landsins Vélfang ehf. Gylfaflöt 32, 112 Reykjavík Sími: 580-8200 Netfang: velfang@velfang.is

Vélfang ehf. hefur í rúman áratug þjónað bændum, verktökum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum. Frá upphafi til dagsins í dag hefur kjarnastarfsemi Vélfangs snúist um þessa þjónustu. Fyrirtækið hóf starfsemi sína að Gylfaflöt 24 og voru starfsmenn í upphafi þrír. Standsetningar og viðgerðarþjónusta var keypt af MF þjónustunni í Mosfellsbæ og verkstæðum víða um land. Árið 2005 rann MF þjónustan saman við Vélfang og seinna sama ár flutti starfsemin að Gylfaflöt 32 enda rúmaði fyrra húsnæði ekki öran vöxt fyrirtækisins. Frá árinu hefur Vélfang rekið starfsstöð á Akureyri. Lengst af á Óseyri 2 en nýlega flutti sala og þjónusta við Norðurog Austurland að Frostagötu 2a. Sú breyting endurspeglar aukin umsvif og styrkir okkur í þeirri viðvarandi viðleitni að stytta vegalengdina milli viðskiptavina og starfsmanna í dreifbýlu landi. Með samningum við verkstæði um land allt er þjónustnet Vélfangs eins þétt og kostur er. Viðbótar mannafli og öflugt bakland erlendra frameiðenda skilar síbatnandi þjónustu óháð búsetu viðskiptavina. Síðustu skrefin í því ferli eru nýstigin, en í byrjun febrúar var skipuð ný staða þjónsutufulltrúa er þjónar sem tengiliður viðskiptavina og verkstæðis, ásamt því að annast útdeilingu verkefna og tryggja fulla yfirsýn þjón-

CLAAS Atos 76 -109 hestöfl.

Fendt 500 Vario.

ustunnar hverju sinni. Í dag starfa 20 manns hjá Vélfangi. JCB JS 220 Beltagrafa.

Efnahagssveiflur og breytingar á markaðsumhverfi hafa á hverjum tíma sett mark sitt á veltu og afkomu. Jákvæðu afleiðingarnar eru að síbreytilegt markaðsumhverfi getur af sér harðsnúið og sveigjanlegt starfsfólk. Allt starfsfólk fyrirtækisins á sér bakgrunn í sveitum landsins, með langa reynslu af sölustörfum, viðgerðum, varahlutaþjónustu, erlendum samskiptum og öðru sem undir starfssvið hvers og eins fellur. Markmiðið er að frábært fólk sem deilir kjörum og góðum starfsanda frá degi til dags búi yfir kunnáttu er skili sér í þjónustulund og skömmum viðbragðstíma er fullnægi þörfum viðskiptavina okkar. Í sölu og varahlutum starfa menn sem allir búa að langtíma reynslu í sölu og þjónustu á vörum fyrirtækisins og telja sumir starfmenn feril sinn í aldarfjórðungum í stað áratuga eins og hinir. Innflutningur og utanumhald er í höndum

tveggja stúlkna sem þróað hafa verkferla sem gera dagleg störf einföld og skilvirk. Að þeirra sögn er um verkferla að ræða sem ekki eru á færi karlmanna að hanna. Sú víkingasveit sem starfar á verkstæðum Vélfangs á Akureyri og í Reykjavík er öll fædd með koppafeiti á fingrunum. Langreyndir harðjaxlar í bland við unga eldhuga. Þessum mönnum vex enginn vandi í augum. Helstu birgjar Vélfangs á erlendri grund eru CLAAS, FENDT, KUHN, KVERNELAND, JCB, THALER, PARKLAND og SHIBAURA . Þá er ónefndur fjöldi framleiðenda sem, ásamt framantöldum, mynda þétta heild í vöruvali fyrirtækisins. Í góðu samstarfi við þessa aðila setjum við viðskiptavini okkar ávallt í fyrsta sæti með þarfir þeirra og ávinning að leiðarljósi. 87


Pmt

Starfsfólk Pmt leggur sig fram við góða þjónustu í lausnum við pökkun og merkingu.

Pmt: Gæði - Þekking - Þjónusta Pmt ehf. Krókhálsi 1, 110 Reykjavík Sími: 567 8888 Netfang: pmt@pmt.is Vefsíða: www.pmt.is

Upphaf Pmt (Plast, miða og tækja) má rekja til þess er Oddur Sigurðsson stofnandi Plastprents, hóf framleiðslu plastpoka í bílskúr fyrir 60 árum. Oddur byrjaði aftur 20 árum síðar í sama bílskúrnum. Nýja fyrirtækið, Plastos (Plastpokaverksmiðja Odds Sigurðssonar), kynnti nýjungar í umbúðum og lausnir til að létta vinnu við pökkun, vigtun og merkingu. Pökkunarvélar frá Henkovac og Ulma tóku við af pokalokunarvélum. Tölvuvogir frá Ishida Japan ruddu vísisvogum úr afgreiðslu verslana og Ishida-miðavogir voru bylting í merkingu matvæla. Verðmerkibyssur frá Sinsei í Japan urðu ráðandi í verzlunum. Plastos var fyrsti umboðsaðili Ishida og Shinsei í Evrópu. Plastos óx og flutti árið 1996 í fimmta sinn. Þá hafði því verið skipt; í Plastos Umbúðir og Plastos Miða og Tæki (Pmt). Pmt er fjölskyldufyrirtæki í eigu afkomenda Odds Sigurðssonar. Oft hafa þrjár kynslóðir unnið samtímis hjá Plastos/Pmt og reynsla safnast í 40 ár. Oddur yngri er forstjóri Pmt, sem í dag býður heildarlausnir fyrir allt til merkinga og pökkunar. Starfsemin skiptist í innflutning og framleiðslu, sem er prentun límmiða, umbúða og límbanda. Í innflutningi er lögð áhersla á vönduð tæki á sanngjörnu verði. Á þjónustuverkstæði starfa þrír rafeindavirkjar, sem með sölumönnum veita ráðgjöf við val á vélbúnaði fyrir mismunandi framleiðslu. 88

Pmt hóf innflutning véla frá Kína árið 2004. Góa fékk fyrstu samstæðuna, sem var samvalsvog, tékkvog, málmleitartæki, pökkunarvél og færibönd frá HDM og Bohui. Fljótlega fylgdi önnur eins lína til Góu og Hveratún fékk línu

Ishida Nano vigtar, pakkar og merkir.

fyrir salatpökkun. Pmt hefur nú flutt inn og sett upp á þriðja tug pökkunarlína frá Kína fyrir utan alla þá, sem eru með stakar vélar. Of langt mál væri að telja upp allt sem Pmt býður, en rétt að nefna vélar fyrir veitingahús og í eldhús ferðaþjónustu bænda. Að öðru leyti er vísað á heimasíðuna Á þjónustuverkstæði starfa þrír rafeindavirkjar sem veita ráðgjöf með sölumönnum við val á vélbúnaði fyrir www.pmt.is. Pmt mismunandi framleiðslu. hefur haldið uppi merki Plastos að vera feti framar í kynningu tækninýjunga. Nýjasta rósin í hnappagat Pmt er umboð fyrir plast sem brotnar niður án mengunar, eins og gróður að hausti.


PORT&BRÚ Í SAMSTARFI HVER ER ÞINN ÁVINNINGUR af því að leita til okkar? Þú nærð athygli, skapar þér og þinni vöru og þjónustu sérstöðu og samkeppnisforskot.

PORT HÖNNUN og BRÚARSMIÐJAN bjóða fram samanlagða krafta sína sem byggjast á reynslu og þekkingu á hönnun merkja og heildarútlits, umbúða og vefsíðna, textaskrifum, ritstjórn, heimildavinnu og verkefnastjórnun. MÖRG AF VERKEFNUM OKKAR tengjast ferðaþjónustu, menningu, mat og náttúru – en annars látum við okkur fátt óviðkomandi. Nokkur sýnishorn er að finna á PORTogBRU.is Dags daglega vinna fyrirtækin hvort í sínu lagi – en þess á milli tökum við að okkur verkefni í sameiningu. Þegar á þarf að halda köllum við svo til aðra sérfræðinga, eins og t.d. ljósmyndara, forritara, þýðendur og skiltagerðarmenn. VIÐ ERUM ÖFLUGT TEYMI sem hefur gaman af að vinna saman; grafísku hönnuðirnir Edda V. Sigurðardóttir og Kári Martinsson Regal í Porti hönnun og menningarmiðlarinn Margrét Sveinbjörnsdóttir í Brúarsmiðjunni.

PORT HÖNNUN Bolholti 8, 105 Reykjavík www.porthonnun.is port@porthonnun.is 514 1460 / 864 9440

BRÚARSMIÐJAN Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík www.bruarsmidjan.is margret@bruarsmidjan.is 571 0211 / 863 7694

Við erum tilbúin að heimsækja þig og skoða verkefnið áður en nokkrar skuldbindandi ákvarðanir eru teknar. Hlökkum til að heyra frá þér! VERKIN TALA – NOKKUR NÝLEG VERKEFNI OG FLEIRI Á VEFNUM OKKAR

ORGELSMIÐJA BJÖRGVINS TÓMASSONAR

FRIÐHEIMAR

KÁLFHOLT HESTAFERÐIR Riding tours for the whole family

Reykjavík 70

Reittouren für die ganze Familie

km

1 Selfoss

1 Hella

Baksíða

1

Hönnun: PORT hönnun Vistvæn prentun: Prentmet

Selfoss

KÁLFHOLT HESTAFERÐIR

1

288

Hella

KÁLFHOLT HESTAFERÐIR GPS: 63.899859,-20.652915

Kálfholt – Vegur/Route/Straße 288 Kálfholt er á bökkum Þjórsár, tvo km frá þjóðvegi 1, aðeins 70 km frá Reykjavík – eða tæplega klukkutíma akstur. Kálfholt is located by the Þjórsá river in south Iceland, 2 km from Route 1 – the Ring Road – 70 km from Reykjavík – about an hour’s drive. Kálfholt liegt am Ufer des Flusses Þjórsá in Südisland, nur 2 km von der Ringstraße Nr. 1 und nur 70 km oder eine Stunde Fahrt von Reykjavík entfernt.

www.kalfholt.is – kalfholt@kalfholt.is Sími / Tel.: (+354) 487 5176 / (+354) 861 7385 Eyrún Jónasdóttir & Steingrímur Jónsson Kálfholt 2, Ásahreppur, IS-851 Hella

HEILDARÚTLIT

SÝNING

TEXTASMÍÐ

HEILDARÚTLIT

VEFUR

SÝNING

P&B PORTogBRU.is

TEXTASMÍÐ

HEILDARÚTLIT

VEFUR

www.kalfholt.is BÆKLINGUR TEXTASMÍÐ


Innigarðar

Dótabúð ræktandans Innigarðar ehf. Hraunbær 117 110 Reykjavík Sími: 534 9585 Vefsíða: www.innigardar.is

Innigarðar ehf. leggur áherslu á að þjónusta alla sem hafa gaman af ræktun og á það jafnt við um þá sem rækta inni á heimilinu, í gróðurhúsi eða úti í garði. Fyrirtækið rekur verslun með garðyrkjuvörur jafnt fyrir áhugafólk og atvinnumenn. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki rekið af Maríu Norðdahl og Pétri Þórissyni. Upphaflega var það sérverslun með vatnsræktunarkerfi sem hentuðu fyrir heimili og minni stofnanir en með tímanum hefur vöruúrvalið aukist, í dag er að finna í versluninni flest það sem áhugafólk um ræktun þarf. Úrvalið er það fjölbreytt að fyrir ræktunarfólk er um sannkallaða dótabúð að ræða. Ræktum inni allt árið María segir að hvort sem hugmyndin sé að rækta í vatni, kókos eða venjulegri mold gildi alltaf sömu lögmálin. „Til að ná árangri þarf að tryggja að plönturnar fái lýsingu, hita, næringu og vatn. Ef rækta á í vatnsræktunarkerfi er ræktuninni stjórnað á öllum stigum, hita, næringu, pH gildi vatnsins og lýsingu. Þegar rækta á krydd, salat, tómata eða annað um hávetur og það nýtur ekki sólar þarf góða gróðurlýsingu. Við bjóðum mjög gott úrval af gróðurlömpum og perum fyrir hvaða ræktun sem er. Langbest er fyrir fólk að kíkja í búðina til okkar hafi það áhuga á inniræktun, sjá hvað er í boði og leita ráða.“

Jarðarber í vatnsrækt í köldu gróðurhúsi. Fiskabúrahitari settur í tankinn til að tryggja um 20° hita á vatninu.

Alsjálfvirk vökvunarkerfi „Eitt af skemmtilega dótinu sem við bjóðum er alsjálfvirk vökvunarkerfi sem heita Autopot. Kosturinn við Autopot er að það notar ekki rafmagn og ekki þarf að leggja vatnsleiðslur að, nóg er að eiga góða vatnsfötu til að fylla á. Kerfið er frábært í gróðurhús og á skjólgóðum stöðum utandyra. Autopot er ódýrt kerfi sem auðvelt er að stækka eftir þörfum.“

Ræktum utandyra á sumrin Að sögn Maríu er ótrúlegt hvað sjálfvirk vökvun getur auðveldað ræktendum lífið og tryggt um leið meiri vöxt og betri uppskeru. „Við gerum mikið af því að aðstoða viðskiptavini okkar við að hanna og setja saman sjálfvirk vökvunarkerfi fyrir gróðurhús og matjurtagarða.“ Innigarðar bjóða nokkrar

Alsjálfvirkt ræktunarkerfi með flotrofa sem tryggir vökvun í langan tíma.

90

gerðir af vökvunarklukkum frá Gardena sem tengdar eru ýmist á vatnskrana eða vatnstunnu og þaðan með fittings í grátslöngu sem temprar vökvunina. „Enginn þarf að hafa áhyggjur af þurrki í beðunum eða að komast ekki í frí.“

Jöfn og góð vökvun tryggir góðan vöxt.

Allt til ræktunar Þeir sem eiga sér draum um að forrækta sitt eigið grænmeti eða sumarblóm fá allt sem til þarf hjá Innigörðum sem er með yfir 400 tegundir af matjurta- og blómafræjum á boðstólum auk potta og annars sem þarf til ræktunarinnar.


Í rúma öld hefur Landgræðslan starfað með bændum landsins og breytt auðnum í tún, akra og gjöful beitilönd Áfram er stefnt að sjálfbærri nýtingu landsins og þar gegna bændur lykilhlutverki. Þeir eru hvattir til að kynna sér samstarfsleiðir eins og Bændur græða landið, Landbótasjóð Landgræðslunnar og Gæðastýringu í

hrossarækt. Landeigendur – takið þátt í landgræðslufélögunum, sem einkum eru skipuð bændum og hafa víða gert kraftaverk á örfoka landi. Tökum þátt í starfsemi Landgræðslunnar og græðum landið!

Á stóru myndinni má sjá Gunnarsholt árið 1944. Sandflákar eru ekki langt undan. Minni myndin er tekin frá sama stað. Í staðinn fyrir svartan sand og örfoka mela er landið grasi gróið og tugir kílómetra af skjólbeltum umvefja staðinn. Langstærsta bú sem nokkru sinni hefur verið rekið hér á landi var byggt upp á auðninni.

www.land.is


Arion banki

Hagræði fólgið í endurnýjun tækjakosts Arion banki Borgartún 19 105 Reykjavík Sími: 444 7000 Netfang: arionbanki@arionbanki.is Vefsíða: arionbanki.is

Bíla-og tækjafjármögnun Arion banka hóf starfsemi sína í september 2012. Ákveðið var að byrja frá grunni og bjóða upp á nýjar afurðir sem ekki hafa verið í boði áður hjá bankanum. Markaðurinn hefur tekið vel á móti nýrri þjónustu og er bíla- og tækjafjármögnun bankans að þjónusta fjölmarga einstaklinga, ekki síst bændur, og fyrirtæki um land allt. Hagkvæmar lausnir við fjármögnun atvinnutækja Endurnýjunarþörf fyrir atvinnutæki í landinu er mikil enda rekstrarkostnaður á eldri tækjum og bifreiðum yfirleitt óhagstæður og á það ekki síst við um landbúnaðartæki. Í mörgum tilfellum getur því sparnaður í formi olíu- og viðhaldskostnaðar á nýlegum tækjum staðið undir hluta afborgana kaupleigusamninga á nýjum tækjum. Það getur því falist mikið hagræði í því að endurnýja tækjakostinn.

Sævar Bjarnason, forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka.

Sævar Bjarnason, forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka, segir að hagkvæmar lausnir við fjármögnun hvers kyns atvinnutækja séu mikilvægur liður í þjónustu bankans. „Víða á sveitabæjum er kominn tími til að endurnýja tækjakost býlisins og við bjóðum bændum hagkvæmar lausnir til að gera slíkt. Hjá okkur starfar fólk með mikla reynslu af fjármögnun atvinnutækja og áhersla er lögð á gott samstarf við útibú bankans úti um allt land til að tryggja skjóta og góða þjónustu til viðskiptavina.“ Greiðslur miðaðar við tekjuflæði „Kaupleigusamningar Arion banka eru sérstaklega ætlaðir til fjármögnunar á vélum og tækjum til atvinnurekstrar og ætti þjónustan að nýtast bændum sérstaklega vel. Arion banki býður til dæmis viðskiptavinum sínum sem búa við árstíðabundið tekjuflæði að stýra greiðslum með þeim hætti sem hentar þeirra rekstri. Þannig geta bændur valið að greiða hlutfallslega hærri greiðslur þann hluta ársins sem tekjur eru meiri en lægri greiðslur þegar tekjur eru minni,“ segir Sævar. 92

Sigurveig Ágústsdóttir, Jón Ragnarsson, Rósalind María Gunnarsdóttir, Ragnheiður Pétursdóttir, Sævar Bjarnason og Bentína Pálsdóttir. Neðri röð, Thelma Harðardóttir, Freyr Gústavsson og Yngvi Eiríksson.

70% af kaupverði Arion banki fjármagnar allt að 70% af kaupverði tækisins fyrir utan virðisaukaskatt. Þegar um er að ræða landbúnaðartæki getur leigutími verið allt að 84 mánuðir. „Önnur atvinnutæki eru fjármögnuð ýmist til lengri eða skemmri tíma og ræðst leigutíminn af notagildi og endingartíma tækisins. Arion banki er skráður eigandi tækisins á samningstímanum, en við lok samningstíma færist eignarhald tækisins til leigutaka,“ segir Sævar að lokum.


Hagkvรฆm tรฆkjafjรกrmรถgnun fyrir bรฆndur Viรฐ bjรณรฐum bรฆndum kaupleigu og tรฆkjalรกn til aรฐ fjรกrmagna kaup รก landbรบnaรฐartรฆkjum. Viรฐskiptavinir รญ Vildarรพjรณnustu Arion banka njรณta hagstรฆรฐra kjara.

Nรกnari upplรฝsingar er aรฐ finna รก heimasรญรฐu Arion banka, arionbanki.is.

/ = ร ;( / ร : 0 รฐ : ร ( ยถ

Hafรฐu samband og fรกรฐu nรกnari upplรฝsingar รญ sรญma 444 8800 eรฐa sendu inn fyrirspurn รก taeki@arionbanki.is.


Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Stigvaxandi ráðgjöf til bænda Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. Starfsstöðvar um allt land Sími: 516 5000 Netfang: rml@rml.is Vefsíða: www.rml.is

Hinn 1. janúar 2013 var öll ráðgjafarþjónusta í landbúnaði sameinuð í Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML). Meginmarkmiðið með breytingunni var að öllum bændum yrði tryggður aðgangur að öflugri ráðgjöf og einnig að starfsvettvangur ráðunauta byði upp á aukna sérhæfingu. Við það að skilja ráðgjafarstarfsemina frá annarri starfsemi Bændasamtakanna og búnaðarsambandanna hefur starf ráðunauta breyst töluvert þar sem verkefni sem ekki teljast til ráðgjafarþjónustu, s.s. sæðingarstarfsemi, úttektir og ýmis verkefni tengd hagsmunagæslu, fluttust ekki yfir til RML. Okkar verkefni snúa fyrst og fremst að ráðgjöf til einstakra bænda, til hins opinbera og til hagsmunaaðila tengdum landbúnaði auk þess sem við sjáum um framkvæmd kynbótastarfs í einstaka búgreinum. Ráðunautar á starfsstöðvum okkar um allt land þjónusta nærsvæðið með alhliða ráðgjöf en mikið kapp er lagt á að bændur fái þá sérhæfðu ráðgjöf sem þeir óska eftir hvar sem þeir eru staddir á landinu. Aukin rágjöf til bænda Ráðgjöf til bænda hefur verið stigvaxandi á milli ára frá því RML var stofnað og má segja að algjör sprenging sé í eftirspurn á milli ára í áætlunargerð hvers konar. Við erum því ákaflega ánægð með hvernig viðtökur bænda gagnvart fyrirtækinu hafa verið og væntum mikils af áframhaldandi samstarfi á komandi ári. Starfsemi okkar sem lýtur að fræðslu/ráðgjöf til ýmissa aðila og stofnana tengdum landbúnaði hefur einnig farið vaxandi á árinu. Starfsemi tengd skýrsluhaldi og kynbótum er þó enn mjög veigamikill þáttur í okkar starfi sem nauðsynlegt er að þróist áfram í samræmi við væntingar atvinnugreinarinnar. Á þeim tveimur árum sem RML hefur verið starfandi hefur verið bryddað upp á ýmsum nýjungum, ein af þeim er að bjóða upp á skilgreinda ráðgjafarpakka þar sem ákveðin ráðgjöf eða þjónusta er í boði.

94

Sprotinn – jarðrækt Jarðræktarráðgjöf þar sem markmiðið er að veita bændum markvissa ráðgjöf í nýtingu áburðar ásamt því að veita ákveðna grunnþjónustu í jarðræktarskýrsluhaldi Stabbi og Stæða – kúabændur Fóðuráætlun fyrir mjólkurkýr þar sem farið er yfir gróffóðurgæði á búinu og fundið út hvaða viðbótarfóður er heppilegt að gefa með út frá þeim markmiðum sem bóndi setur varðandi framleiðslu, nyt og Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML. efnainnihald. Kálfurinn – kúabændur Þjónustupakki sem innifelur faglegar leiðbeiningar og aðstoð við ýmislegt sem kúabændur þurfa að standa skil á. Tarfurinn Kynbótaráðgjöf þar sem gerð er greining á styrkleikum og veikleikum hjarðarinnar og sæðingaáætlun gerð með hliðsjón af þeirri greiningu og þeim eiginleikum sem bóndi vill leggja áherslu á. Jafnframt er gerð úttekt á frjósemi kúnna á búinu. Þjónustupakki fyrir sauðfjárbændur Pakki sem rammar inn grunnþjónustu fyrir sauðfjárbændur, faglegar leiðbeiningar og aðstoð við ýmislegt sem bændur þurfa að standa skil á. Auknar afurðir – sauðfjárbændur Grunnráðgjöf fyrir sauðfjárbændur til að fá aukna yfirsýn á þróun afurða sauðfjár á búi sínu. Vegvísir að leiðum til betri árangurs. Búseta í sveit Frá og með janúar 2015 bjóðum við upp á ráðgjöf og fræðslubæklinga tengda ættliðaskiptum og upphafi búskapar. Verkefnið kallast Búseta í sveit. Ítarlegar upplýsingar um ráðgjafarpakkana RML og aðra ráðgjöf og þjónustu er að finna á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is


Vottunarstofan Tún

Alþjóðleg vottun lífrænnar íslenskrar framleiðslu Vottunarstofan Tún fagnar tveggja áratuga þróunarstarfi. Með stofnun Túns árið 1994 var orðinn til fyrsti sérhæfði þjónustuaðili landsins við lífVottunarstofan Tún Þarabakki 3 109 Reykjavík Símar: 511 1330 & 820 4130 Netfang: tun@tun.is

ræna framleiðslu. Bændum og vinnslustöðvum var þar með gert kleift að fá alþjóðlega vottun á framleiðslu sína samkvæmt viðurkenndum reglum. Allar götur síðan hefur Tún verið einn helsti miðpunktur þjónustu við lífræna þróun á Íslandi og reyndar einnig í Færeyjum. Auk þess að birta fyrstu ítarlegu reglur um lífrænar aðferðir á íslensku hefur Tún þróað reglur um ný svið, t.d. um ylrækt og nýtingu sjávargróðurs, sem orðið hafa Evrópuþjóðum fyrirmyndir í þróun vottunarreglna. Í lok 20. starfsárs Túns voru 70 framleiðendur lífrænna afurða og aðfanga með vottun Túns. Í þeim hópi voru 33 frumframleiðendur, þar af 10 sem rækta grænmeti, 3 kúabú, 9 sauðfjárbýli og 16 sem safna villtum plöntum. Meðal vottaðra vinnslustöðva er að

Frá vottun fyrstu lífrænu matreiðslueiningarinnar hér á landi, sem er morgunverðarborð Grand Hótels við Sigtún.

finna kaffibrennslu, ölgerð, spíruframleiðslu, fóðurgerð, sláturhús, 3 bakarí, 3 mjólkurbú og 7 snyrtivöruvinnslur. Fjöldi vottaðra vörutegunda er nú kominn vel á fimmta hundrað og vöruþróun er óvíða blómlegri en á þessu sviði. Flatarmál vottaðs lífræns nytjalands 1996-2014 (ha)

Vottun er áfangi í þróunarstarfi Vottun samkvæmt alþjóðlegum kröfum er forsenda þess að traust ríki á markaði fyrir lífrænar afurðir. En vottun er líka grundvöllur þess að framleiðendur fái notið ávaxta erfiðis síns með sanngjörnum virðisauka á seldum afurðum. Að baki vottun liggur þróunarvinna sem hefst með lífrænni aðlögun nytjalands og búfjár, og byggir á ræktun í sátt við umhverfið með velferð búfjár að leiðarljósi, án eiturefna, hormóna og erfðabreyttra lífvera. Heilbrigður jarðvegur er forsenda heilsusamlegra matvæla og fóðurs. Matjurtir eru ræktaðar með náttúrulegum áburðarefnum, lífrænum vörnum og skiptiræktun. Strangar kröfur gilda um aðbúnað, heilbrigði og lífræna fóðrun búfjár. Í vinnslustöðvum er gengið úr skugga um uppruna allra hráefna og notkun hvers kyns aukefna eru þröngar skorður

settar. Með því að láta vottunarstofu taka út starfsemina er óháðum þriðja aðila falið að ganga úr skugga um að þessum kröfum sé fylgt í hvívetna. Það er trygging neytenda fyrir því að varan sé raunverulega lífræn. Vottun er því merkur áfangi í þróunarstarfi bænda og fyrirtækja sem fara inn á þessa braut. Vottunarmerki Túns Vottunarmerki Túns er staðfesting á því að þær afurðir sem bera merkið hafi verið framleiddar í samræmi við alþjóðlegar reglur um lífræna framleiðslu. Vottunarmerkið er tæki framleiðenda til að koma á framfæri með ábyrgum hætti þýðingarmiklum upplýsingum um framleiðsluferli vörunnar. Vottunarmerkið hefur þar af leiðandi gríðarlegt upplýsingagildi fyrir neytendur sem í ört vaxandi mæli leita eftir lífrænum afurðum. 95


Lífland

Ein af fjórum verslunum Líflands. Verslunin við Lyngháls í Reykjavík.

Lífland – í hartnær heila öld Lífland BRÚARVOGI 1-3 104 Reykjavík

Lífland er fyrirtæki sem hefur verið í þjónustuhlutverki við landbúnað og íslenska bændur í hartnær heila öld. Félagið hóf starfsemi sína sem Mjólkurfélag Reykjavíkur árið 1917 og bar þann titil til ársins 2005 þegar honum var breytt í Lífland.

Sími: 540 1100 Netfang: lifland@lifland.is

Hugsunin með nafnbreytingunni var sú að starfsvettvangurinn hefði breyst mikið frá stofnun félagsins, markaðssvæðið væri landið allt og starfsemi þess tengdist mannlífi og dýralífi í landinu. Það má með sanni segja að þessum áherslum hafi verið fylgt eftir, því frá árinu 2005 hefur Lífland opnað þrjár verslanir með búrekstraráherslu um landið, á Akureyri, Blönduósi og í Borgarnesi. Auk þess hefur Lífland um árabil starfrækt verslun með áherslu á þjónustu við hestamenn, bændur og gæludýra- og garðeigendur við Lyngháls í Reykjavík. Fyrirtækið er í samstarfi við trausta endursöluaðila á landsbyggðinni, en þar má nefna Bú Aðföng á Hvolsvelli, Jötunn á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum, KM þjónustuna í 96

Fóðurverksmiðja Líflands að Grundartanga.

Búðardal, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Vélsmiðju Hornafjarðar og ýmsa fleiri.

Fóðurframleiðsla í takt við tímann Árið 2010 var ný fóðurverksmiðja Líflands á Grundartanga tekin í gagnið, en áður var fóður framleitt í verksmiðju við Korngarða í Reykjavík. Verksmiðjan er mjög tæknivædd og þar er viðhafður stranger aðskilnaður á hráefnum og tilbúnu fóðri til að tryggja

Góður bílafloti er skilyrði skilvirkrar dreifingar.


Megastretch-rúlluplastið er rómað fyrir límeiginleika og gæði.

ur ekki látið á sér standa. Kjarnfóðurtegundir fyrirtækisins eru jafnframt í stöðugri þróun og aðlögun að þörfum markaðarins, og er sá þáttur mikið metnaðarmál.

Vel fóðraðar kýr eru forsenda góðrar afkomu.

heilnæmi fóðurvörunnar. Gæðakerfi verksmiðjunnar byggir á HACCP eftirlitskerfinu, sem ætlað er að tryggja öflugt innra eftirlit við framleiðslu og dreifingu vörunnar. Nýverið var tekið í gagnið innrauður greiningarbúnaður fyrir hráefni og tilbúna fóðurvöru, svokallað NIR tæki, sem auðveldar mjög gæðaeftirlit með framleiðslunni. Verksmiðjan hefur geymslugetu upp á 11 þúsund ton af hráefnum og 1.200 tonn af tilbúinni fóðurvöru og frá henna er vörunni dreift til viðskiptavina um stærstan hluta landsins. Þess má geta að fóðurdreifing Líflands er mjög skilvirk og þar fara saman þjónustulipurð, góð skipulagning, öflugur bílafloti ogsamstilltur hópur bílstjóra.

Vandaðar vörur fyrir vandláta viðskiptavini Hjá Líflandi fæst fjölbreytt flora rekstrarvöru sem öll hefur það sammerkt að vera gæðavara. Í boði eru bætiefni og fóður fyrir flestar tegundir búfjár. Á tímum örra breytinga í umhverfi mjólkurframleiðslunnar má svo nefna að Lífland hefur allt sem þarf til standsetningar á gripahúsum, þ.e. innréttingar, steinbita, gúmmímottur og tækjabúnað í gripa- og eldishús. Sáðvöruúrval fyrirtækisins er einnig afar fjölbreytt með yfir 60 vörutegundum grasfræs, grænfóðurs og sáðkorns og er það afrakstur af náinni samvinnu við helstu jarðræktarsérfræðinga landsins. Af öðrum vörum má nefna rúlluplast, girðingaefni, undirburð og hreinlætisvörur.

Fóðurráðgjöf til framtíðar Viðskiptavinir Líflands hafa aðgang að hópi söluráðgjafa sem vinna eftir þeirri stefnu fyrirtækisins að bjóða faglega ráðgjöf, byggða á vísindalegum nálgunum. Hjá Líflandi starfa meðal annars þrír söluráðgjafar með búvísindamenntun og Söluráðgjafar Líflands hafa tekið 400 heysýni á yfirstandandi vetri.

aðrir með víðtæka reynslu og þekkingu á íslenskum landbúnaði. Í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Trouw Nutrition í Hollandi, hefur af metnaði verið byggð upp ráðgjafarþjónusta um fóðrun sem viðskiptavinir Líflandshafa greiðan aðgang að og byggir á Nutri Opt-fóðuráætlunarkerfinu. Annar hluti þessarar þjónustu er fólginn í töku heysýna og skjótvirkri greiningu hjá BLGG AgroXpertus í Hollandi, en heysýnin eru í raun kjarninn í fóðurráðgjöfinni. Þessi þjónusta hefur fallið í góðan jarðveg hjá kúabændum og árangurinn hef-

Aðalskrifstofur og vöruhús Líflands við Brúarvog í Reykjavík.

Fylgdu Líflandi inn í framtíðina Eftir 98 ára starfsemi horfa starfsmenn Líflands um öxl og búa að langri reynslu, en þeir líta ekki síður fram á veginn. Á meðan fyrirtækið hefur markað sér þá stefnu að bjóða nýjustu lausnir á sínu sviði og grundvalla þær á þekkingu, þá munu bændur landsins hér eftir sem hingað til, hlúa að lífi og framleiða afurðir af landsins gæðum í takt við kröfur nútímans. Lífland verður samferða í því verkefni. 97

Lífland er leiðandi aðili í sáðvöruúrvali á Íslandi.


Primex Primex á Siglufirði framleiðir ChitoClear:

Notað með góðum árangri til að græða sár á dýrum Primex ehf. Óskarsgata 7 580 Siglufjörður Sími 460-6900 Vefsíða: primex.is Netfang: info@primex.is

„Viðtökurnar hafa verið sérlega góðar og það er ánægjulegt,“ segir Sigríður Vigfúsdóttir, markaðsstjóri Primex á Siglufirði. Fyrirtækið er eitt fárra hér á landi sem beita líftækni við vinnslu aukaafurða í sjávarútvegi, nýtir kítín sem til fellur úr rækjuskel og framleiðir úr því efnið kítósan. Úr því eru framleiddar snyrtivörur, fæðubótarefni og plástrar. Vinnsla á kítósan er síðasti hlekkurinn í sjálfbærri nýtingu og vinnslu á rækju og segir Sigríður að mikill umhverfislegur ávinningur hljótist af nýtingu rækjuskeljar hjá fyrirtækinu. Alls starfa 14 manns hjá Primex og er ársveltan um 700 milljónir króna.

Rúnar Marteinsson framleiðslustjóri og Sigríður Vigfúsdóttir, markaðsstjóri Primex, taka á móti Nýsköpunarverðlaunum 2012.

Flýtir fyrir að sár grói „Efnið er tært og lífvirkir eiginleikar þess gera að verkum að það er mjög eftirsótt í sárabindi og plástra,“ segir Sigríður en undanfarið hefur fyrirtækið kynnt og markaðssett efnið ChitoClear sáragel- og sprey með góðum árangri. „Þessi vara hefur margs konar eiginleika þegar kemur að meðhöndlun sára, það hægir á blæðingu, dregur úr kláða, flýtir fyrir því að sár grói, er bakteríuog sveppadrepandi og myndar eins konar filmu sem hlífir sárinu,“ segir hún. Frá árinu 2001 hefur Primex unnið með bandarísku fyrirtæki að þróun kítósans til sárameðferðar, en plástrar og sárabindi sem innihalda kítósan hafa um ChitoClear er bæði til í gelformi og einnig í úðabrúsa (sprey) og hefur verið notað á sár dýra með góðum árangri.

árabil verið notaðir á slasaða þarlenda hermenn með góðum árangri. „Við tókum þá ákvörðun að þróa og framleiða okkar eigin neytendavöru og afrakstur98

Sigríður Vigfúsdóttir, markaðsstjóri Primex á Siglufirði, í kynningarbás félagsins á Vitfood í Genf, sem er ein af stærstu heilsuvörusýningum Evrópu.

inn er þetta efni, ChitoClear, sem bæði er til í gel-formi og einnig sem sprey og hefur verið notað á dýr með góðum árangri,“ segir Sigríður. Fleiri vörur væntanlegar á markað ChitoClear kom fyrst á markað fyrir fjórum árum og hafa t.d. hestamenn og gæludýraeigendur nýtt sér það í ríkum mæli þegar dýr þeirra hafa fengið sár. „Við höfum unnið náið með dýralæknum bæði hér heima og í Þýskalandi við rannsóknir og þróun á virkni efnisins og teljum að vel hafi til tekist. Salan hefur gengið vel og á liðnu ári fórum við með vöruna á markað í Bandaríkjunum og þar lofar sala einnig góðu. Við höfum þegar hafið þróun á fleiri vörutegundum úr ChitoClear til notkunar fyrir dýr og hlökkum til að kynna þær fyrir bændum sem og öðrum dýraeigendum,“ segir Sigríður.



Viรฐ rรฆktum sanna vinรกttu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.