Tímarit Bændablaðsins 2018

Page 1

Tímarit Bændablaðsins

1. tbl. 2018 - 4. árgangur

20–25 100 ár frá því að fyrsta dráttarvélin var flutt til landsins

30–37 Hjónin á Brúsastöðum í Vatnsdal með afurðahæsta kúabú landsins

48–56 Þorsteinn Ólafsson hefur átt viðburðaríkan starfsferil

64–66 Íslenski hesturinn fer sigurför um heiminn

Ólöf Hallgrímsdóttir í Vogafjósi í Mývatnssveit

Hefur sýnt einstaka þrautseigju og rutt brautina fyrir aðra – bls. 12–18

68–74 Minningarorð um Margréti Guðnadóttur


Þín kjör í vefverslun

husa.is

NÝTT

Verslaðu í reikning á þínum kjörum í vefverslun

NÝTT

Pantað

NÝTT

Þjónustuvefur fáðu yfirlit yfir viðskiptin þín hjá okkur

sótt sæktu til okkar samdægurs

Sparaðu tíma og verslaðu á husa.is

Husa.is er ein stærsta vefverslun landsins og fer stækkandi. Bætum við nýjum vörum vikulega! Kynntu þér þjónustuleiðir vefverslunar Húsasmiðjunnar á husa.is NÝTT

NÝTT

NÝTT

Verslaðu í reikning

Greiðsluleiðir

Heimsent

Pantað

Iðnaðarmenn, bændur og fólk í framkvæmdum geta nú verslað í reikning á sínum kjörum í vefverslun. Sjá nánar á husa.is

Þú getur greitt með kreditkorti eða fengið greiðsluseðil í heimabankann þinn í gegnum Pei.

Verslaðu á husa.is og fáðu sent heim að dyrum eða á næsta pósthús. Hraðsendingar samdægurs einnig í boði á höfuðborgarsvæðinu.

Verslaðu á husa.is og sæktu í næstu verslun.

sótt

Byggjum á betra verði

Þjónustuvefur Hér getur þú fylgst með viðskiptum þínum, fengið yfirlit yfir reikninga, haft umsjón með verkum o.fl.

husa.is


Efnisyfirlit Ritstjórnargrein

4

Stjórnvöld þurfa að bregðast með fullnægjandi hætti við niðurstöðu EFTA-dómstólsins

6–10

Viðtal við Kristján Þór Júlíusson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra

Hefur sýnt einstaka þrautseigju og rutt braut fyrir aðra

12–18

Ólöf Hallgrímsdóttir í Vogafjósi í Mývatnssveit opnaði fjósið fyrir ferðafólki 1999

Akranestraktorinn – 100 ár frá því að fyrsta dráttarvélin var flutt til landsins

20–25

Talnafróðleikur um landbúnað

28–29

Góð hey og ör endurrækt túna skiptir öllu máli varðandi árangurinn

30–37

Hjónin á Brúsastöðum í Vatnsdal með afurðahæsta kúabú landsins á árskú annað árið í röð

38–47

Mjaltaþjónabyltingin í Svarfaðardalnum Hefur skipt sköpum fyrir kúabúskap á svæðinu og nyt kúnna

„Íslenski sauðfjárstofninn er besti stuttrófustofninn í heimi“

48–56

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir hefur átt viðburðaríkan starfsferil

Breytt í lausagöngufjós 2012, er nú með tvo mjaltaþjóna og verið að fjölga kúm

58–63

Gautsstaðir á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð var þriðja afurðahæsta kúabúið 2017

Íslenski hesturinn fer sigurför um heiminn

64–66

Hjónin Anna Elísabet Ólafsdóttir og Viðar Viðarsson fara ótroðnar slóðir

Minningarorð um Margréti Guðnadóttur

68–74

Margrét skilur eftir sig mikið og stórmerkilegt ævistarf, en hún lést 2. janúar 2018

Svipmyndir af bændum - Eggjaframleiðslan: Ágæt staða í eggjaframleiðslu en blikur gætu verið á lofti 76 - Svínaræktin: Svínarækt verður ekki stunduð hér án tollverndar 77 - Garðyrkjan: Ferskleiki og gæði sett í öndvegi 78 - Geitfjárræktin: Geitur eru skemmtilegar skepnur en geta verið ansi óþekkar 79 - Loðdýraræktin: Áhuginn drífur okkur áfram 80 - Sauðfjárræktin: Hér er beitilandið gjöfult og gott 81 - Kjúklingaræktin: Velferð dýranna höfð að leiðarljósi 82 - Skógræktin: Miklir möguleikar og bjartar horfur til framtíðar 83 - Æðarræktin: Tækifærin liggja í útflutningi á fullunnum vörum 84 - Hrossaræktin: Mikilvægt að standa vörð um nýliðun í greininni 85

Eldar matinn í þvottavélinni

86–87

Kynningarefni

Tímarit Bændablaðsins 2018 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hörður Kristjánsson Blaðamenn Erla Hjördís Gunnarsdóttir Margrét Þóra Þórsdóttir Sigurður Már Harðarson Vilmundur Hansen Auglýsingastjórn og sala kynninga Guðrún Hulda Pálsdóttir Umsjón og rekstur Tjörvi Bjarnason

88–114

Prófarkalestur Guðrún Kristjánsdóttir Umbrot Litróf ehf. Hönnun Döðlur Prentun Prentsmiðjan Oddi Dreifing Íslandspóstur

Útgefandi Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík Sími: 563-0300 www.bbl.is Upplag 8.000 eintök Ljósmyndir á forsíðu Margrét Þóra Þórsdóttir, Hörður Kristjánsson Ljósmynd á forsíðu kynningarefnis Hörður Kristjánsson ISSN númer 2298-7209

3


Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands bjuggu alls 348.580 manns á landinu í árslok 2017. Meðallestur Bændablaðsins samsvarar því að ríflega 102 þúsund manns lesi blaðið, eða ríflega 54 þúsund manns á landsbyggðinni og rúmlega 48 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu. Það þýðir líka að ríflega þrír lesendur eru að jafnaði um hvert einasta af þeim 32 þúsund eintökum sem gefin eru út. Samkvæmt lestrarkönnun sem Gallup framkvæmdi 2014 var Bændablaðið þá með 43,2% lestur á landsbyggðinni. Þá tók lesturinn nokkurn kipp 2015 og fór í 45% lestur. Lesturinn var svo 43,8% 2016 og 43,1% 2017, eða nánast sá sami og 2014. Að ná til fjöldans Bændablaðið er gefið að jafnaði út í 32.000 eintökum tvisvar í mánuði, eða 24 sinnum á ári. Blaðið er því nær því að geta kallast tímarit. Benda kannanir til þess að líftími Bændablaðsins á borðum fólks sé mjög langur, ólíkt því sem þekkist varðandi dagblöð. Í eðli sínu er líftími dagblaðs vart mikið meiri en einn dagur, en þá kemur út nýtt blað. Líftími Bændablaðsins getur hæglega verið 14 dagar, eða þar til næsta blað kemur út og jafnvel lengri. Það skiptir miklu máli fyrir auglýsendur þar sem auglýsingarnar eru aftur og aftur fyrir augum fólks í hvert skipti sem lesendur fletta upp á áhugaverðu efni til að lesa. Þar skiptir síðan höfuðmáli að efnistökin séu með 4

Samkvæmt lesendakönnun Gallup

40,0% 35,0% 30,0%

Heimild: Gallup

2017 8,0%

2016 7,3%

2014 5,7%

2015 10,0%

2017 11,2%

2016 10,8%

2015 7,0%

2014 11,3%

2016 11,9%

2014 19,4%

2015 20,0%

2017 22,0%

2015 26,0%

2016 25,3%

2014 27,8%

2017 27,3%

2016 28,6%

2015 31,0%

5,0%

2014 33,9%

10,0%

2016 43,8%

15,0%

2017 43,1%

20,0%

2017 hætti starfsemi

25,0%

2015 45,0%

Þannig hefur Bændablaðið haldið sterkri stöðu sinni undanfarin ár. Þá heldur blaðið sjó í lestri á landinu í heild með 29,4% meðallestur á landinu öllu og 21,6% á höfuðborgarsvæðinu sem eru nær óbreyttar tölur frá fyrra ári. Á meðan hefur þróunin verið neikvæð fyrir aðra stærstu prentmiðla á Íslandi og mikið fall fyrir suma.

Blaðalestur á landsbyggðinni

45,0%

2014 43,3%

Tímarit Bændablaðsins kemur nú út fjórða árið í röð sem hliðarafurð Bændablaðsins. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem framkvæmd var á haustmánuðum 2017 ber Bændablaðið enn höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla utan höfuðborgarsvæðisins með 43,1% lestur.

Grafík: Bændablaðið / HKr.

Góð staða Bændablaðsins er ekki sjálfgefin

0,0%

Bændablaðið

Fréttablaðið

Morgunblaðið

þeim hætti að þau veki forvitni og áhuga og séu að stærstum hluta önnur en í þeim prentmiðlum sem blaðið er borið saman við. Þannig kemst meðfylgjandi boðskapur bænda líka best til skila. Þótt Bændablaðinu sé ætlað að vera málgagn bænda og landbúnaðarins, þá myndi slíkt málgagn aldrei virka nema einhver vilji lesa það. Þröngt afmarkað og faglegt efni gæti aldrei laðað að alla þá lesendur sem sannarlega sækja sér blaðið til lestrar. Því yrði hreint fagrit aldrei rekið nema með veglegum fjárhagsstuðningi eigenda sinna, það þekkja menn af reynslunni. Byggt á útsjónarsemi og miklu álagi Bændablaðinu hefur tekist að ná til fjöldans sem um leið hefur dregið að auglýsendur sem gera það fjárhagslega mögulegt að reka blaðið. Þetta væri þó ekki hægt ef fjárhaldslegt skipulag útgáfunnar væri ekki mjög agað og rekstrinum afar þröngt skorinn stakkurinn í mannahaldi. Álagið er því yfirleitt mjög mikið á starfsfólk. Þetta, ásamt því að það hefur tekist að vekja áhuga lesenda langt út fyrir raðir landbúnaðarins, er lykillinn að þeirri góðu stöðu sem Bændablaðið er í dag, bæði fjárhagslega og í harðri samkeppni um lesendur. Köld krumla ríkisins yfir prentmiðlum Staða Bændablaðsins er því langt frá því að vera sjálfsögð. Ef takast á að

Fréttatíminn

DV

Viðskiptablaðið

bæta stöðuna enn frekar og létta álag, þá verður að horfa til þeirrar köldu krumlu sem ríkið leggur yfir útgáfu á öllu prentuðu máli í landinu í formi margvíslegra skatta. Þetta gerist á sama tíma og menn hrópa upp yfir sig af skelfingu yfir því að sífellt færri nenni að lesa dagblöð, bækur og tímarit. Einnig að fjöldi nemenda í grunnskólakerfinu útskrifast þar án þess að geta lesið sér til gagns. Í raun er staðan á fjölmiðlamarkaði þannig að þeir verða allflestir að treysta á öflug fjármálaöfl sem sjá sér pólitískan hag í að leggja stórfé í bullandi taprekstur ár eftir ár. Undanfarið hafa menn verið að ræða lausnir innan ríkiskerfisins um að hjálpa útgáfu á prentuðu máli. Þar hafa menn helst horft til endastöðvarinnar varðandi sölu prentaðs máls. Það yrði vissulega í áttina en myndi litlu sem engu breyta gagnvart fjölmiðlum sem eru í frídreifingu. Því væri mun gáfulegra að horfa framar í framleiðslukeðjuna og afnema virðisaukaskatt af prentun blaða og bóka. Þar myndi vinnast tvennt. Bætt framleiðslustaða á prentuðu máli, jafnt blöðum sem bókum, og bætt samkeppnisstaða íslenskra prentsmiðja gagnvart erlendri prentun. Það myndi síðan skapa fleiri störf hér innanlands, viðhalda faglegri þekkingu og skila sér aftur til ríkisins í gegnum launatengd gjöld. Hörður Kristjánsson


facebook.com/enneinn ENNEMM / SÍA / NM83526

www.n1.is

Láttu ekki veðrið draga úr þér

K2 kuldagalli

Buckler vetrarhanskar

Dimex úlpa

Vnr. 9616 K2 2001

Vnr. 7151 G005 K100

Vnr. 9609 6691

Vattfóðraður kuldagalli með cordura-efni á álagsflötum. Rennilásar á skálmum. Hægt að fjarlægja hettuna. Litur: grár/svarur Stærðir: XS-5XL.

Hlýir, dýfðir nítrilhanskar fyrir veturinn. Henta vel fyrir iðnaðarmenn, verktaka og bændur. Stærðir: 9-11.

Hlý, vattfóðruð úlpa úr polyester og bómull. Létt og lipur með brjóstvösum, m.a. fyrir farsíma. Litur: svartur. Stærðir: S-3XL.

Dimex Basic buxur

Mobil Delvac XHP ESP 10W-40, 4 l

Vnr. 9609 620

Vnr. 3020 153122

Mobilfluid 426, 20 l

Góðar vetrarbuxur með vatns- og blettavörn, styrktum saumum og hnjápúðavösum. Til í svörtum lit.

Syntetísk olía fyrir flestar nýrri gerðir af dráttarvélum. Má einnig nota á eldri gerðir.

Vnr. 706 472120 Drif- og vökvakerfisolía fyrir traktora og vinnuvélar.

Verslanir N1 um land allt

Akureyri s. 440 1420 • Höfn s. 478 1940 • Ísafjörður s. 456 3574 Klettagarðar s. 440 1330 • Ólafsvík s. 436 1581 • Patreksfjörður s. 456 1245 Reyðarfjörður s. 474 1293 • Reykjanesbær s. 421 4980 • Vestmannaeyjar s. 481 1127

Alltaf til staðar


Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Mynd / VH

Stjórnvöld þurfa að bregðast með fullnægjandi hætti við niðurstöðu EFTA-dómstólsins Vilmundur Hansen

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur verið alþingismaður Norðausturkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2007. Hann var heilbrigðisráðherra frá 2013 til 2017 og mennta- og menningarmálaráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála 2017.

Kristján Þór starfar nú sem sjávarútvegsog landbúnaðarráðherra í stjórn Vinstri grænna, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem mynduð var seint á síðasta ári. Bændablaðið tók Kristján Þór tali og ræddi við hann um stöðu og framtíð landbúnaðar á Íslandi. 6

Byggðastuðningur og lækkun vöruverðs fara saman Kristján Þór segir að stuðningur við landbúnað sé í sínum huga hvoru tveggja í senn stuðningur við búsetu í landinu og aðferð til að lækka verð á matvöru til almennings.


„Í mínum huga á þetta tvennt að fara saman. Það er að segja að með því að styðja við íslenskan landbúnað erum við bæði að stuðla að byggðafestu en á sama tíma að neytendur njóti þess stuðnings í formi lægra vöruverðs. Það verður einnig að hafa hugfast í þessari umræðu að fjárframlög hins opinbera til landbúnaðarins sem hlutfall af landsframleiðslu hafa lækkað verulega síðustu áratugi. Þau hafa farið úr 5% af vergri landsframleiðslu árið 1990 í 1,1% árið 2013. Framlag ríkisins hækkaði hins vegar eftir gildistöku nýrra búvörusamninga. Það liggur aftur á móti fyrir, og að ég tel almenn sátt um, að þessi beini stuðningur ríkisins mun fara lækkandi á næstu árum. Heildarútgjöld ríkisins vegna landbúnaðarins verða nánast þau sömu í lok samningstímans árið 2026 á föstu verðlagi og þau voru fyrir gildistöku samninganna.“ Vandi sauðfjárbænda Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að eitt af fyrstu verkefnum hennar verði að bregðast við vanda sauðfjárbænda til skemmri og lengri tíma. Með 665 milljón króna aukafjárveitingu sem samþykkt var í fjáraukalögum 2017 má segja að brugðist hafi verið við bráðavandanum, en eftir stendur að leysa málið til lengri tíma litið.

Lagt var upp með við gerð búvörusamninganna að losa um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verði ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. Mynd / Hkr.

„Varðandi framhaldið er ýmislegt sem kemur til skoðunar. Ég tel augljóst að við þurfum að ná einhvers konar samkomulagi um hvernig við getum leyst vanda sauðfjárbænda til lengri tíma. Sú lausn mun ekki og á ekki eingöngu að koma frá stjórnvöldum heldur þurfa bændur sjálfir fyrst og fremst að líta meðal annars til þess hvernig sé hægt að styrkja tekjugrundvöll greinarinnar.

„Með aðgerðum sem við kynntum undir lok síðasta árs vorum við að bregðast við fordæmalausum vanda enda hafði afurðaverð til bænda fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðna.“ Sauðfjárbændur hafa lagt til tvo kosti í stöðunni, annars vegar sveiflujöfnun með því að setja á tímabundna útflutningsskyldu eða að nota sama fyrirkomulag og í mjólkuriðnaði og lögleiða heimild fyrir afurðastöðvar sem starfa í innlendri kjötframleiðslu að hafa með sér samstarf. Þá, þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga, yrði afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu sín á milli hvað varðar framleiðslu einstakra kjötvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötafurða. Með þessari heimild yrði afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilað að ráðast í verulegar hagræðingaraðgerðir á næstu árum.

Einnig hvernig sé hægt að ná jafnvægi í framleiðslu og mögulega þarf að taka til skoðunar einhvers konar hvata í því samhengi. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga mun taka þetta til sérstakrar athugunar og huga að leiðum til að fyrirbyggja að álíka aðstæður geti skapast í greininni.“ Endurskoðun búvörusamninganna Nú liggur fyrir að farið verður í fyrstu endurskoðun búvörusamninga á þessu ári. Hvernig lítur þú á framleiðslustýringu í landbúnaði, svo sem í kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Er það framtíðarlausn þar eða sérðu eitthvað annað fyrir þér? „Eitt af markmiðum þeirra búvörusamninga sem voru undirritaðir árið 2016 var að leggja af hið svokallaða kvótakerfi, bæði í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárrækt. Lagt var upp með að losa um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verði ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. Það er hins vegar hlutverk samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga að taka þetta atriði til sérstakrar umfjöllunar eftir atvikum og leggja til tillögur til breytinga á gildandi samningum sem yrðu síðan lagðar fram í samningaviðræðum ríkis og bænda um endurskoðun þeirra. En meðan starfshópurinn er að störfum á grunni erindisbréfs sem ég setti honum vil ég ekki tjá mig ítarlega um einstaka þætti í störfum hópsins.“

Að sögn Kristjáns Þórs er augljóst að ná þurfi samkomulagi um hvernig leysa eigi vanda sauðfjárbænda til lengri tíma.

Áskoranir og tækifæri til breytinga „Ég neita því ekki að það blasa við ýmsar áskoranir í þessu kerfi líkt og í 7


Ég er sannfærður um að Ísland geti verið leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum. Þannig hefur íslenskur landbúnaður töluverða sérstöðu á heimsvísu, meðal annars vegna vatnsins, mikils landrýmis og hversu fáir sjúkdómar eru landlægir hér á landi. Þessi sérstaða er lykilatriði þegar kemur að samkeppni gagnvart innflutningi. Það má heldur ekki gleymast í þessari umræðu að aukinn innflutningur hefur ósjaldan þau áhrif að markaðurinn stækkar. Þannig verða til nýjar hugmyndir og nýjar vörur hér á landi og að því leyti hefur aukin samkeppni eflt innlendu framleiðsluna.“ Innflutningur á hráu kjöti Bændur hafa um árabil varað við því að hingað til lands yrði leyfður innflutningur á hráu kjöti. Nýlegur EFTA-dómur bendir hins vegar til þess að okkur sé óheimilt að banna slíkan innflutning. Stendur til að auka eftirlit, til dæmis vegna bakteríusýkinga, á hráu innfluttu kjöti?

Kristján Þór segir ýmsar áskoranir blasa við í landbúnaði líkt og í öllum öðrum atvinnugreinum.

öllum öðrum atvinnugreinum. Við þeim áskorunum þarf að bregðast og þar munu áreiðanlega birtast okkur tækifæri til breytinga. Lykilspurningin í mínum huga er þessi: Hvernig getum við tryggt neytendum heilnæmar afurðir á góðu verði og tryggt byggðafestu, en á sama tíma styrkt íslenskan landbúnað sem öflugan atvinnurekstur sem sátt er um? Það er margt sem bendir til þess að frá tæknilegu sjónarhorni geti íslenskur landbúnaður framleitt mjólkurvörur og lambakjöt á alþjóðlega samkeppnishæfu verði.“ Tollasamningar og hugsanlegt tap matvælaframleiðenda Kristján Þór segir að ekki standi til að grípa til sértækra aðgerða á vegum ríkisins til að koma til móts við matvælaframleiðendur vegna væntanlegs tekjutaps vegna tollasamninganna sem taka gildi 1. maí á þessu ári. „Slíkar sértækar aðgerðir eru ekki til skoðunar og hefur raunar ekki verið kallað sérstaklega eftir þeim. Það er hins vegar 8

Mynd / VH

rétt að tollasamningar sem gerðir voru 2015 og taka gildi 1. maí næstkomandi munu hafa mikil áhrif. Það ber þó að hafa hugfast að þeir munu taka gildi í tilteknum skrefum og verða ekki að fullu komnir til framkvæmda fyrr en árið 2021. Ég er hins vegar sannfærður um að í þessu felast mikil tækifæri fyrir bæði neytendur og íslenskan landbúnað. Samningarnir munu þannig stuðla að auknu vöruúrvali og vonandi lægra vöruverði til hagsbóta fyrir neytendur. Jafnframt fela þeir í sér ný sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað að koma vörum sínum tollfrjálst á alþjóðlegan markað. Þannig að á sama tíma og ég veiti því fullan skilning að matvælaframleiðendur upplifi þetta sem óvissu um sína framleiðslu að þá vona ég að þeir vanmeti ekki þau tækifæri sem þarna geta gefist.“ Íslensk framleiðsla og innflutningur „Ég met samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar gagnvart innflutningi sterka.

„Ísland leiddi matvælalöggjöf Evrópusambandsins í lög árið 2009 í kjölfar samninga íslenskra stjórnvalda við ESB á árunum 2005 til 2007. Þrátt fyrir þetta tók Ísland einhliða upp á því að banna innflutning á hráu kjöti. Dómur EFTA-dómstólsins kveður á um að Ísland hafi ekki haft heimild til að viðhafa þessar viðbótarkröfur. Það liggur fyrir að íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast með fullnægjandi hætti við þeirri úrlausn EFTAdómstólsins. Nú stendur yfir vinna með helstu hagsmunaaðilum við að reyna að ná sátt um breytingar á þessu regluverki okkar. Hins vegar er það frumvarp aðeins hluti af viðbrögðum íslenskra stjórnvalda. Á sama tíma er unnið að því að móta hvernig hægt er að vernda íslenska neytendur með tilliti til öryggis matvæla, til dæmis með því að sækja til ESA svokallaðar viðbótartryggingar vegna salmonellu í kjöti af alifuglum og eggjum. Þá hefur verið komið á samstarfi við þýsku rannsóknarstofnunina FfR sem mun veita ráðgjöf til að koma í veg fyrir útbreiðslu á kamfílóbakter og salmonellu. Það er því algjört grundvallaratriði að við náum að bregðast með fullnægjandi hætti við úrlausnum EFTA dómstólsins en á


l ó j h r ó j f u d l e s t s Me ! r á 2 n i ð i l t s a ð í s á Íslandi Goes Iron & Cobalt

Verð frá

með vsk

1.259.000

Fjölhæf fjórhjól á góðum verðum

Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbak k i - 601 Akureyri // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is

Jötunn Byggingar kynna sumarhús Vönduð hús, hönnuð og framleidd fyrir íslenskar aðstæður sem henta sérlega vel sem útleigueiningar fyrir ferðaþjónustu. Húsin eru afhent fullbúin og uppsett hjá viðskiptavini. 254

170

850

1808

FRZ

2600

2199

Bað 4,3 m²

95

1950

95

Herbergi 11,1 m²

2199

Eldun/setustofa 17,0 m²

254

4661

95

2716

254

254

Útveggir uppbyggðir í samræmi við íslenska reglugerð. 150mm einangrun klætt að utan með Alusink bárustál eða máluðum panel. Loft einangruð með 200mm einangrun klædd að innan með tilbúinni klæðningu sem ekki þarf að mála. Alusink bárustál á þaki. Raflagnir innanhúss ásamt töflu innifalin. Pípulagnir innanhúss ásamt hitakerfi eru innifalin Gólf eru með parketi og flísum þar sem við á. Elhúsinnrétting, ísskápur, ofn, helluborð og háfur. Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir, klósett, vaskur og sturtuklefi með blöndunartækjum. Ca. 40m2 útipallur. Undirstöður, steyptir bitar 0,2 x 0,6 x 8m 4 stk. Allar flasningar, þakrennur og niðurföll að jörð innifalin. Uppsetning öll innifalin.

5000

• • • • • • • • • • • • •

7980

Akfær t fyrir vörubíl með k rana þar f að vera að staðsetningu húsa, sjái verktak i sér hag í að koma með húsin tilbúin á staðinn.

Verð aðeins

kr. 9.980.000 án vsk

Ekki innifalið í verði: Gröftur og fylling, heimtaugar vatni, heitu og köldu og rafmagni, rotþró, frárennslisagnir utanhússs, flutningur á húsi frá Selfossi og gisting og fæði fyrir uppsetningarteymi. Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Sími 480 0400 & 766 0505 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is


„Ég met samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar gagnvart innflutningi sterka. Ég er sannfærður um að Ísland geti verið leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum.“

sama tíma að við tryggjum öryggi íslenskra neytenda. Ég er sannfærður um að okkur takist það,“ segir Kristján Þór. Tollvernd í landbúnaði „Tollverndin hefur það markmið að jafna samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu gagnvart erlendri og þannig vernda innlenda starfsemi. Þróunin undanfarin ár hefur verið með þeim hætti að tollverndin hefur minnkað. Stærsta breytingin er auðvitað tollasamningar Íslands og Evrópusambandsins sem taka gildi 1. maí en í þeim felst að Ísland mun fella niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum, bæði fyrir unnar og óunnar landbúnaðarafurðir. Auk þess er samið um lækkun tolla á yfir 20 tollskrárnúmerum. Þetta eru miklar breytingar sem óhjákvæmilega eru og við þurfum að mæta þeim með þeirri sannfæringu og trú að íslenskur landbúnaður muni standast þá samkeppni sem af þessu leiðir.“ Landbúnaður og loftslagsmálin Þegar Kristján Þór er spurður hvað ráðherra sjái fyrir sér að íslenskur landbúnaður leggi til umræðunnar um loftslagsvandann segir hann ríkan vilja bæði hjá stjórnvöldum og í íslenskum landbúnaði almennt, að draga úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu með hvötum og stuðningi sem miði meðal annars að kolefnisjöfnun greinarinnar. „Í þessu samhengi þurfum við meðal annars að þróa lífhagkerfið enn frekar 10

og huga að grænum lausnum og efla sérstaklega lífrænan landbúnað.“ Kristján Þór segir raunhæft að lækka umhverfisspor matvöru með því að beina því til opinberra aðila að kaupa íslenskar matvörur þegar því er viðkomið. „Slíkt kemur fyllilega til greina að mínu mati. Þannig má nefna að í greinargerð með nýlegum lögum um opinber innkaup er lögð enn frekari áhersla á vistvæn innkaup en í eldri lögum. Í samræmi við þá stefnu ætti að mínu mati að líta í ríkari mæli til gæða og umhverfisverndar við opinber innkaup en ekki eingöngu á verð tiltekinnar vöru. Þetta er atriði sem við erum með til sérstakrar skoðunar í ráðuneytinu.“ Ræktun lyfjakannabis á Íslandi til útflutnings Aðspurður hvort ræktun á kannabis sé bjargráð íslensks landbúnaðar, segir Kristján Þór svo ekki vera. „Það er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá þeirri þróun sem hefur orðið síðastliðin ár. Sjáum til að mynda mörg ríki Bandaríkjanna sem hafa lögleitt ræktun á kannabis, meðal annars Kaliforníu sem er eitt af stærstu hagkerfum heims. Staðreyndin er þó sú að þessi iðja er ólögleg hér á landi. Ég ætla hins vegar ekki að útiloka að starfsemi sem þessi komi til skoðunar einn daginn.“ Styrkleikar og veikleikar íslensks landbúnaðar „Styrkleikarnir eru meðal annars fram-

úrskarandi gæði íslenskra landbúnaðarafurða og þar leikur hreina vatnið okkar, hreina landið og ósnortin náttúra lykilhlutverk. Í því samhengi má einnig nefna litla lyfja- og eiturefnanotkun og dugmikla og framsýna aðila sem starfa í íslenskum landbúnaði. Þetta og fleira til hefur skilað okkur á þann stað að íslenskur landbúnaður er framarlega á heimsvísu í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum. Varðandi veikleikana þá ber helst að nefna nauðsyn þess að stíga markvissari skref til að tryggja jafnvægi í framleiðslu. Þá má einnig nefna að nýliðun í landbúnaði hefur verið erfið undanfarin ár en til að taka á þeim vanda þarf að innleiða sérstaka aðlögunarsamninga um nýja starfsemi til sveita líkt og fram kemur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.“ Framtíð íslensks landbúnaðar er björt að mínu mati. Lykillinn í mínum huga er að allir þeir sem koma að íslenskum landbúnaði, hvort sem það eru bændur, neytendur, stjórnvöld eða aðrir, sameinist um að sækja fram á þeim miklu styrkleikum sem greinin býr yfir og Ísland býður upp á. Að allir hlutaðeigandi hafi trú á íslenskum landbúnaði því við erum á margan hátt í öfundsverðri stöðu. Þessa stöðu þurfum við að tryggja en á sama tíma að sækja fram enda er í mínum huga augljóst að eftirspurn eftir íslenskum matvælum mun stóraukast á næstu misserum,“ segir Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra.


Yara áburður: Einkorna áburður

Hin fullkomna pakkalausn Yara áburður er einkorna gæða áburður. Ekki er hætta á aðskilnaði áburðarefna þar sem öll áburðarefnin eru í hverju korni. Með notkun á einkorna áburði er því tryggð jöfn og góð þekja áburðarefna og fullkomin nýting þeirra til að tryggja gæði uppskerunnar.

Ný tegund

Ný tegund

SS var stofnað árið 1907 og er samvinnufélag búvöruframleiðenda. Það er markmið SS að selja bændum hágæða einkorna áburð á eins hagstæðu verði og mögulegt er. Með því stuðlum við að samkeppnishæfi innlendrar búvöruframleiðslu og úrvals afurðum neytendum til hagsbóta.

Notaðu minni áburð með Yara Sláturfélag Suðurlands svf. | Fosshálsi 1, 110 Reykjavík | Sími 575 6000 | yara@yara.is | www.yara.is


Ekki eru tök á að koma upp stóru kúabúi á Vogum, til þess er jörðin of landlítil og heyskap þarf að sækja um langan veg niður í Reykjadal með tilheyrandi kostnaði. Á Vogabúinu eru 16 mjólkurkýr og 120 kindur, lítið hefðbundið og blandað fjölskyldubú. Ferðalangar njóta afurða búsins á veitingastað áföstum fjósinu. Mynd / MÞÞ

Ólöf Hallgrímsdóttir í Vogafjósi í Mývatnssveit opnaði fjósið fyrir ferðafólki 1999:

Margrét Þóra Þórsdóttir

Hefur sýnt einstaka þrautseigju og rutt braut fyrir aðra „Þetta hefur verið ævintýri líkast, en margir þættir gera að verkum að vel hefur gengið hjá okkur hin síðari ár. Þannig hefur það langt í frá verið allan tímann, það hefur á stundum blásið verulega á móti,“ segir Ólöf Hallgrímsdóttir, sem ásamt manni sínum, Jóni Reyni Sigurjónssyni, bróður og mágkonu, Leifi Hallgrímssyni og Gunnhildi Stefánsdóttur, á og rekur Vogafjós í Mývatnssveit.

Fjósið í Vogum var eitt hið fyrsta sem opnaði dyr sínar fyrir ferðafólki og bauð því að fylgjast með bændum að störfum við mjaltir. Lítil veitingastofa 12

með einfaldar veitingar úr heimahéraði var opnuð samhliða. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og reksturinn orðinn umfangsmeiri og fjölbreyttari.


Ólöf hlaut síðla liðins árs viðurkenningu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fyrir störf sín í þágu ferðaþjónustu í þeim landshluta, en hún hefur sýnt einstaka þrautseigju og rutt braut fyrir aðra þegar kemur að því að framleiða og selja matvæli beint frá býli. Tengist svæðinu sterkum böndum Bernskuárum sínum varði Ólöf á bökkum Mývatns, en hún ólst upp í hópi þriggja systkina sinna í Vogum og segir taugar til svæðisins sterkar.Hún missti föður sinn fremur ung að árum og stóð þá ásamt systkinum sínum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort halda ætti áfram ævistarfi foreldranna eða láta gott heita og snúa sér að öðru. Vogabúið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í rúmlega 120 ár.

Gamla skiltið vísar ferðafólki heim að Vogafjósi.

Myndir / MÞÞ

„Ég tengist svæðinu sterkum böndum og það fór svo að við systkinin gátum ekki hugsað okkur annað en halda áfram því starfi sem pabbi hafði sinnt hér á jörðinni og byggja upp. Það var samt ljóst að við höfðum ekki tök á að koma okkur upp almennilegu kúabúi, til þess var jörðin of landlítil,“ segir Ólöf. Alls eru á búinu 16 mjólkurkýr og 120 kindur. „Þetta er hefðbundið lítið blandað fjölskyldubú og hentar okkur vel.“ Heyskap stunda þau m.a. á túnum í Reykjadal, fara um 100 kílómetra leið fram og til baka með tilheyrandi kostnaði, til að afla heyja. Túnin heima við eru nýtt sem beitiland fyrir kýr og sauðfé er beitt á túnin að vori.

Ferðalangar leggja leið sína í Vogafjós allt árið um kring.

Eitt fyrsta ferðamannafjósið Fjósið sem fyrir var í Vogum var 50 ára gamalt og var ákveðið árið 1997 að byggja nýtt og hafa þar innandyra litla kaffistofu fyrir gesti sem jafnframt var boðið að líta inn í fjósið og fylgjast með ábúendum við mjaltastörf. „Við horfðum til þess að í Mývatnssveit er mikið um ferðamenn og veltum fyrir okkur hvort við gætum drýgt tekjurnar með því að hefja ferðaþjónustu í bland við búskapinn, opna búið fyrir gestum og gangandi. Á þessum tíma vorum við öll í annarri vinnu með. Við tókum nýja fjósið með kaffistofunni í notkun árið 1999, en þá var eitt slíkt fyrir hendi hér á landi, undir Ingólfsfjalli, og fleiri ferðamannafjós fylgdu svo í kjölfarið síðar. Við renndum blint í sjóinn með viðtökur, en

Glæsilegt útsýni er úr Vogafjósi yfir að Hverfjalli.

Vogafjós er vinsæll viðkomustaður ferðamanna um Mývatnssveit.

Boðið er upp á gistingu í vel útbúnum og rúmgóðum herbergjum.

13


Sú var tíðin að þessi sími var notaður í samskiptum milli manna í Mývatnssveit. Á minnismiða til hliðar eru númer allra bæja á Vogatorfunni.

höfðum alltaf í bakhöndinni að ef þetta gengi ekki upp myndum við snúa okkur að einhverju öðru,“ segir Ólöf.

Ólöf á heimavelli, að knúsa kýrnar í Vogafjósi.

Myndir / MÞÞ

Reksturinn var þungur fyrstu árin, en lifna tók við þegar íslenskir leiðsögumenn fóru að venja komur sínar í Vogafjós með sína hópa. „Þá fóru hjólin að snúast og gestafjöldinn jókst mjög,“ segir Ólöf. Þegar sú þróun hófst að gestum fjölgaði jafnt og þétt kom að þeim tímapunkti í atvinnusögu Skútustaðahrepps að Kísiliðjunni var lokað, en þar hafði Jón Reynir starfað sem vaktmaður. Enga atvinnu var að fá í sveitarfélaginu og ekki leist fjölskyldunni á að hann myndi sækja vinnu um langan veg. Bygging Kárahnjúkavirkjunar stóð sem hæst á þessum tíma og margir fóru þangað, unnu í törnum og voru heima á milli.

Erlendir ferðamenn með sínum leiðsögumanni heilsa upp á kýrnar í fjósinu.

Veitingasalurinn í Vogafjósi tekur um 65 til 70 manns í sæti.

14

„Við lögðumst yfir þetta og fannst ómögulegt að hafa þennan hátt á, svo úr varð að við tókum þá ákvörðun að bæta við reksturinn hér heima, reisa gistihús til viðbótar og skapa okkur vinnu sjálf,“ segir Ólöf. „Hvað viljið þið mikið?“ Ekki hafði fjölskyldan úr digrum sjóðum að spila, en þau leituðu fyrst hófanna hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, sem ekki treysti sér í verkefnið. Næst lá leiðin í Arion banka sem nú heitir þar sem þeim var fáum árum fyrir hrun tekið opnum örmum með hugmynd sína.


FYRIR OKKUR ÖLL

PRÓTEINRÍKT – FITULAUST #iseyskyr


„Það voru greinilega nægir peningar til á þeim tíma því við fengum eiginlega bara eina spurningu: Hvað viljið þið mikið?“ segir Ólöf. „Okkar svör voru þau að við vildum bara eins lítið og við mögulega kæmust af með til að koma okkur af stað. Lánið var í erlendri mynt eins og svo vinsælt var á þeim tíma. Svo eins og allir þekkja varð hér efnahagshrun og allt fór á hliðina og þá hrósuðum við happi yfir að hafa stillt lántöku okkar í hóf, það varð að líkindum til þess að við fórum ekki eins illa og margir aðrir út úr hruninu. Við höfum alla tíð staðið í einhverjum framkvæmdum en erum ekki endilega að fara mjög geyst í hlutina, tökum eitt skref í einu og gætum þess að hella okkur ekki út í of miklar skuldir. Það eru líklega þessi hagsýnu-húsmæðra-gen sem þar ráða ferðinni og hafa án efa verið okkur til gæfu,“ segir Ólöf. Bjálkahús frá Eistlandi Gistihúsin sem keypt voru eru bjálkahús framleidd í Eistlandi, 10 herbergi eru í lengjunni og fjárfestu þau í tveimur slíkum, þriðja húsið bættist við síðar en alls býður Vogafjós nú gistingu í 26 herbergjum, frá tveggja og upp í fjögurra manna, öll eru herbergin rúmgóð, fallega innréttuð og með sér baðherbergjum. Morgunverður er innifalinn og er hann borinn fram í veitingasal Vogafjóss, í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum.

Alls hefur Vogafjós yfir að ráða 26 herbergjum í eistneskum bjálkahúsum. Hér stendur Ólöf á milli húsanna, en í hverri lengju eru 10 herbergi. Mynd / MÞÞ

Gunnhildur Stefánsdóttir ræður ríkjum í ostagerð Vogafjóss, en þar er búinn til allur ostur sem notaður er á staðnum úr afurðum sem fást af býlinu, m.a. mozarella og salatostur. Mynd / MÞÞ

16

Fljótlega eftir að gistihúsin höfðu bæst við reksturinn var farið að huga að því að stækka veitingasalinn. Oft var þröng á þingi í litlu kaffistofunni við fjósið og ekkert lát á ferðamannastraumi. Úr varð að reisa nýjan og bjartan sal í beinu framhaldi af fjósinu, hann rúmar um 65 til 70 manns í sæti og njóta gestir útsýnis yfir Mývatn og upp að Hverfjalli um leið og þeir gæða sér á veitingum. Samhliða stækkun salarins var eldhúsið flutt í hlöðuna sem í raun hafði aldrei verið notuð sem slík en þar voru haldin nokkur hlöðuböll, afmæli og brúðkaup. Áhersla á matvæli úr héraði Ólöf segir að á fyrstu árunum hafi verið í boði fáir og einfaldir réttir, en alla tíð hefur áhersla verið lögð á matvæli úr heimahéraði. Þannig var hverabrauð með silungi í öndvegi í upphafi sem og fleiri staðbundin matvæli, en úrvalið hefur


Í næsta nágrenni við Vogafjósið er Námaskarð með allri sinni litadýrð.

Mynd / HKr.

17


aukist jafnt og þétt og þykir Vogafjós nú í hópi betri veitingastaða á norðanverðu landinu. Leiðarljósið er þó enn hið sama og í upphafi, að bjóða upp á mat úr héraði og sem allra mest af því sem framleitt er heima á búinu. Allt kjöt sem af því kemur er nýtt á veitingastaðnum, m.a. í hina víðfrægu gúllassúpu sem hefur verið í boði um langt skeið. Ostagerð er innandyra í Vogafjósi þar sem m.a. er framleiddur mozarella og fetaostur. Þá er allt brauð bakað á staðnum. „Við reynum að gera sem allra mest sjálf og það hefur tekist alveg ágætlega.Ég held að það sé okkar gæfa að hafa lagt ríka áherslu á heimamatvæli, við reynum eins og kostur er að sækja okkar matvæli hér innan héraðs og sem skemmstan veg og hefur það mælst vel fyrir hjá okkar gestum. Við kaupum töluvert af bændum hér í kringum okkur og þannig styrkjum við hvert annað hér í samfélaginu,“ segir Ólöf, en hún ásamt fleira góðu fólki tók þátt í stofnun samtakanna Beint frá býli fyrir áratug. Annir í eigin rekstri hin liðnu ár hafa dregið úr virkni hennar á þeim vettvangi. Fullbókað um jólin Alkunna er að ekkert lát er á straumi erlendra ferðamanna hingað til lands og segir Ólöf að ólíku sé saman að jafna, nútíð og hinni fyrri. Á árum áður fóru ferðamenn á kreik í Mývatnssveit í kringum þjóðhátíðardaginn og fór svo ört fækkandi strax eftir verslunarmannahelgi. Nú eru ferðalangar á sveimi allan ársins hring, þó mismargir eftir árstíma eins og eðlilegt er. „Fólk er á ferðinni núna allan ársins hring, sem gerir auðvitað að verkum að ferðaþjónusta skapar fleiri störf og stöðugri en áður var,“ segir Ólöf, en starfsmenn hjá Vogafjósi eru í allt um 25 talsins yfir veturinn, ekki allir í fullu starfi, og yfir háannatíma að sumarlagi eru þeir um 40 talsins.

Ólöf Hallgrímsdóttir í Vogafjósi hlaut á liðnu ári viðurkenningu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fyrir störf sín í þágu ferðaþjónustu í landshlutanum, en hún hefur sýnt einstaka þrautseigju og rutt braut fyrir aðra þegar kemur að því að framleiða og selja matvæli beint frá býli. Með henni á myndinni er Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands

á þeim tíma og komust færri að en vildu. Veitingastaðurinn var opinn og í boði hátíðarmatseðill sem gestir voru hæstánægðir með. „Það er greinilegt að tækifæri eru fyrir hendi á öllum árstíma,“ segir hún. Vildu bæta aðstöðu gesta með nýbyggingu Ólöf segir að menn séu ævinlega með eitthvað á prjónunum og nú í vetur stóð til að reisa 120 fermetra viðbót við veitingastaðinn sem bæta átti úr aðstöðu fyrir gesti og starfsmenn.

„Í upphafi var það okkar markmið að geta verið með heilsársstarfsemi og skapað störf allt árið, ekki síst til að styrkja okkar samfélag, það er nefnilega ekkert samfélag ef ekki er fólk,“ segir Ólöf.

„Við búum við það lúxusvandamál að á sumrin komast færri að en vilja og gestir eru hér í röðum að bíða eftir borðum. Nýja viðbyggingin var ætluð undir rúma gestamóttöku og biðsvæði fyrir gesti, sem fram að þessu hafa staðið inn eftir miðju gólfi á meðan þeir bíða eftir borði. Við vorum ekki með hugmyndir um að fjölga salernum og heldur ekki borðum í salnum, þannig að hún var alls ekki hugsuð í því skyni að fjölga okkar gestum, heldur að færi betur um þá þegar þannig háttar til,“ segir Ólöf.

Opið var í Vogafjósi um síðustu jól en það er í fyrsta sinn sem gestum býðst að dvelja þar yfir hátíðina. Það kom Ólöfu gleðilega á óvart að fullbókað var

Tekur hið minnsta ár að fá niðurstöðu Vogafjós fékk hins vegar synjun frá Umhverfisstofnun á framkvæmdaleyfi og

18

á þeim forsendum að ekkert yrði byggt fyrr en komið hefði verið upp ítarlegri hreinsun á frárennsli en tveggja þrepa, og segir Ólöf stofnunina algjörlega hundsa þeirra rök í málinu. Vogafjós er hluti af umbótaáætlun í frárennslismálum sveitarinnar. Búið er að kæra niðurstöðuna til úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála, sem á lögum samkvæmt að skila niðurstöðu í minni háttar málum innan þriggja mánaða og hefur sex mánuði þegar kemur að stærri málum. Vogafjós hefur nú fengið bréf þar sem móttaka kærunnar er staðfest, en þess jafnframt getið að vegna anna muni líða í hið minnsta ár þar til niðurstaða fæst í málinu. „Ég velti fyrir mér hvernig stjórnsýslan er eiginlega orðin, sumir virðast þurfa að fara að lögum en ef um er að ræða hið opinbera virðist ekkert vera heilagt,“ segir Ólöf. Vogafjós er hluti af gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar Vakanum og fyrirtækið hefur komið sér upp umhverfisstefnu. „Hér slær okkar hjarta og við erum miklir umhverfisverndarsinnar, hér lifum við og viljum gera það í sátt við náttúruna.“


Græðum landið!

Landgræðsla ríkisins


Akranestraktorinn. Mynd í eigu Póstsins, unnin af Hlyni Ólafssyni, fyrir frímerki sem kemur út 13. september 2018.

Akranestraktorinn:

100 ár frá því að fyrsta dráttarvélin var flutt til landsins Vilmundur Hansen

Í ár eru eitt hundrað ár síðan fyrsta dráttarvélin var flutt til landsins. Traktorinn var af gerðinni Avery 8-16 og framleidd í Bandaríkjunum. Dráttarvélin vó um 2,5 tonn og stærðarinnar vegna fékk hún viðurnefnið Gríður sem er tröllkonuheiti.

Árið 1918 var viðburðaríkt víða um heim. Spánska veikin, ein mannskæðasta farsótt sem sögur fara af, gekk yfir heiminn og kostaði á bilinu 25 til 40 milljón manns lífið. Rússakeisari var tekinn af lífi 17. júlí 1918 og heimsstyrjöldinni fyrri lauk sama ár. Á Íslandi var veturinn 1918 einstaklega kaldur og kallaður frostaveturinn mikli. Katla gaus og gosið með þeim stærstu frá landnámi og 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. Þá tók gildi sambandslagasáttmáli ríkjanna 20

en í honum fólst að Danmörk sá um utanríkismál og landhelgisgæslu fyrir Ísland, svo lengi sem Íslendingar tækju ekki við því sjálfir. Að öðru leyti fengu Íslendingar full yfirráð eigin mála í sínar hendur frá og með þessum degi. Þennan dag var íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta skipti sem fullgildur þjóðfáni. Hinn 12. ágúst sama ár kom fyrsta dráttarvélin til landsins með gamla Gullfossi og með komu hennar var brotið blað í sögu landbúnaðar á landinu. Vélvæðing var hafin og þögnin rofin í íslenskum sveitum.


Akranestraktorinn kominn að niðurlotum. Síðasta myndin sem vitað er um af fyrstu dráttarvélinni sem flutt var til landsins.

16 hestöfl og 2,5 tonn að þyngd Stefán B. Jónsson, kaupmaður í Reykjavík, sá um að flytja traktorinn inn fyrir félagsskap manna á Akranesi þar sem fremstir í flokki fóru Þórður Ásmundsson, kaupmaður og skipstjóri, og Bjarni Ólafsson skipstjóri.

mundsson, bifvélavirki og sá sem ók fyrstu Ford-bifreið landsins, traktorinn saman. Jóni misreiknaðist eitthvað við samsetninguna eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Að samsetningunni lokinni leiðbeindi Jón Skagamanninum Sveinbirni Oddssyni um notkun hennar.

Dráttarvélin var amerísk að uppruna og af gerðinni Avery 8-16, sem voru í framleiðslu 1916 til 1922. Hún var með flatliggjandi steinolíumótor, tveggja strokka og sextán hestöfl. Dráttarvélin vó 2,5 smálestir en ein smálest jafngildir einu tonni. Hún var 1,5 metri að breidd og 3,5 metrar, á járnhjólum og er sagt að hún hafi dregið þrjá plóga.

Saga Avery-dráttarvéla Árið 1874 stofnuðu tveir bræður fyrirtækið Avery sem sérhæfði sig í framleiðslu á jarðvinnslutækjum. Fimmtán árum síðar hófu þeir framleiðslu á gufuvélum fyrir traktora. Bræðurnir þóttust sjá að framtíðin lægi í framleiðslu á dráttarvélum og fyrsti traktorinn sem fyrirtækið framleiddi kom á markað árið 1909 og kallaðist Farm & City. Farartækið líktist reyndar meira vörubíl en traktor vegna þess hversu pallurinn var stór og bræðurnir ekki ólíkir Gö og Gokke í auglýsingu fyrir vélina.

Almennt var traktorinn kenndur við Akranes og kallaður Akranestraktorinn en stærðarinnar vegna fékk dráttarvélin einnig viðurnefnið Gríður sem er tröllkonuheiti úr skáldskaparmáli. Í stað plóganna mátti láta vélina draga ýmiss konar herfi, vél til þess að taka upp kartöflur, vagna, skurðgröfur, valtara, vegapressur og fleira. Vélin var ósamsett við komuna til landsins og setti Vestur-Íslendingurinn Jón Sig-

Farm & City var með eins strokka gufuvél, tæp þrjú tonn að þyngd og lofað var allt að 65 hestöflum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stóðst traktorinn engan veginn væntingar. Í framhaldinu hóf fyrirtækið framleiðslu á tveggja strokka vél sem reyndist mun betur og bauð upp á alveg nýjan möguleika sem var að geta gengið jafnt aftur á bak sem áfram.

Mynd / Í eigu Þórðar H. Ólafssonar.

Fyrirtækið framleiddi um tíma vélknúna plóga, litla og stóra traktora, stærsta vélin sem það setti á markað var átta strokka og vó tæp tíu tonn. Reksturinn gekk vel og árið 1920 hóf Avery framleiðslu á litlum traktor, 5-10 týpunni, sem átti að keppa við Fordson á markaði. 5-10 týpan reyndist banabiti Avery og fyrirtækið fór á hliðina árið 1924. Nokkrum mánuðum seinna var fyrirtækið endurreist en varð aftur gjaldþrota í kreppunni 1931. Með þrjósku og bjartsýni að leiðarljósi hófst framleiðslan enn á ný en fyrirtækið fór endanlega á hausinn við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Aflvélar til jarðyrkju Í grein í Tímanum frá 7. september 1918, sem ber fyrirsögnina Aflvélar til jarðyrkju og er eftir Björn H. Jónsson, er sagt frá fyrstu reynslu manna af fyrstu dráttarvélinni hér á landi með skemmtilegum formála sem sýnir mikla trú á vélvæðingu. „Til hvers hefir besti og dýrmætasti tími ársins farið hjá íslensku bændunum í þessar rúmu tíu aldir, sem þeir hafa byggt landið? 21


Það er vandlítið verk að svara þeirri spurningu. Hann hefir farið í það að kroppa af þessi fáu og smáu strá, sem komið hafa upp úr þúfunum okkar. Ég er viss um það, að þúfurnar hafa verið þjóðinni þyngri ómagi, en öll börn og gamalmenni. Þær hafa verið örðugasti þröskuldurinn í vegi þess, að hér yrðu notuð ýmis sjálfsögðustu tæki siðaðra þjóða, t. d. vagnar, og þær hafa kennt mönnunum að snúast um sjálfa sig eins og tjóðraðir kálfar í stað þess að komast áfram. Þess vegna hafa líka allir nýtir bændur sagt þúfunum stríð á hendur. Það stríð hefir nú staðið 30-40 ár, og þó að bændur hafi hafið öfluga sókn á hverju vori og orðið eftir ástæðum furðanlega ágengt, þá verðum við að játa það, að enginn sér fyrir endann á því stríði enn þá. Aðstaða landbúnaðarins er þannig löguð nú, að vel getur farið svo, að bændur lúti í lægra haldi fyrir þúfunum, þar sem þær eru í yfirgnæfandi meirihluta enn þá. Það er ekki trúlegt, að landbúnaðurinn standi sig við það framvegis að gjalda mönnum sama kaup og aðrir atvinnuvegir bjóða - fyrir að slá snökt þýfi. Það er því lífsnauðsyn, að ráðast á þúfurnar með öflugri vopnum en hingað til hafa verið notuð. Við verðum að fara að eins og bandaþjóðirnar, að fá Ameríkumenn í lið með okkur. Með öðrum orðum, við verðum að fá nýtísku vélar, sem séu svo mikilvirkar að þær geti lagt meiri hlutann af íslensku þúfunum að velli á örfáum árum. Það er liðið, sem við þurfum að fá frá Ameríku.“ Því næst tíundar Björn fyrstu reynslu manna af dráttarvélinni og segir meðal annars að þrátt fyrir að reynsla manna hér á landi af dráttarvélum sé engin þá séu dráttarvélar engir hvítvoðungar. Mikil reynsla sé af þeim í Ameríku og að þeim hafi smám saman fjölgað á Norðurlöndunum, að hluta til vegna fækkunar hesta í heimsstyrjöldinni fyrri. Björn segir einnig að Norðmenn séu með sérstakt námskeið við Landbúnaðarháskólann í Ási, þar sem kennt er að stjórna dráttarvélum. Eftir prófun dráttarvélarinnar er haft eftir Skagamanninum Sveinbirni Oddssyni að á landi sem áður hafi verið plægt hafi 22

Avery-dráttarvélar eru safngripir í dag.

vélin reynst bæði fljótvirk og velvirk. Aftur á móti reyndist hún ekki eins vel á þýfðri mýri að Elínarhöfða við Akranes og þar var plægingin henni ofraun vegna þess að of mikið afl fór í að knýja áfram sjálfa dráttarvélina. Í tengslum við misheppnaða mýrar­ plæginguna segir Björn að „þó ekki væri hægt að nota þessar vélar til annars en kartöfluræktar og rófna hér á landi, þá væri mikið verk eftir fyrir þær; því ekki megum við láta staðar numið fyrr, en við framleiðum nægar kartöflur handa öllum landsmönnum allt árið. Og þetta þarf nauðsynlega að komast í framkvæmd á næsta ári.“ Af orðum Björns að dæma er ekki annað að sjá en að hann telji fyrstu dráttarvélina sem flutt var til landsins full afllitla.

Mynd / www.youtube.com

Reyndar kom síðar í ljós að við fyrstu prófanir árið 1918 var vélin föst í öðrum gír. Að sögn Ásmundar Ólafssonar, barnabarns Þórðar Ásmundssonar, annars þess sem flutti dráttarvélina til landsins, höfðu verið settir tveir boltar við gírkassann til þess að varna því að vélin skemmdist í flutningum. Boltana átti að fjarlægja áður en vélin var tekin til notkunar en það láðist. „Seinna var Júlíus Þórðarson á Grund, sem oft var að snúast í kringum dráttarvélina, að fikta við hana og fjarlægði boltana og fékk skammir fyrir. En eftir það fannst gírinn sem var týndur.“ Einnig voru þau mistök gerð að með vélinni fylgdu akurplógar en ekki brotplógar, sem hefðu hentað betur, auk þess sem akurplógarnir voru þyngri og því erfiðari í notkun.


DRÁTTARBEISLI Á FLESTAR GERÐIR BÍLA

VÖRULYFTUR Á SENDI- OG FLUTTNINGABÍLA

REIÐHJÓLAGRINDUR OG FARANGURSBOX

LJÓS Á VAGNA OG BÍLA

ALLAR GERÐIR AF KERRUM

VARAHLUTIR Í ALLAR GERÐIR AF KERRUM

SÉRSMÍÐI Á KERRUM EFTIR ÓSKUM VIÐSKIPAVINA

VÍKURVAGNAR EHF.

STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is


Fyrsti dráttarplógurinn Í Vísi 29. ágúst 1918 er að finna viðtal við Jón Sigmundsson, sem setti dráttarvélina saman við komu hennar til landsins. Þar segir hann að litlar upplýsingar um samsetningu dráttarvélarinnar hafi fylgt henni og reynslu hans af notkun vélarinnar. Skortur á leiðbeiningu er sennilegasta skýringin á þeim mistökum að hún var fyrst til að byrja með föst í öðrum gír vegna rangrar samsetningar. „Allir Reykvíkingar kannast við John Sigmundsson bifreiðarstjóra. Hann kom hingað frá Vesturheimi með Sveini Oddssyni, sem kunnugt er, og stýrði hinni fyrstu Ford-bifreið, sem hingað hafði komið. Fáa hefir líklega grunað þá, að bifreiðir ætti sér svo mikla framtíð hér, sem nú er raun á orðin. Nú er John Sigmundsson hættur að stýra bifreiðum og hefir sett á stofn verkstæði, þar sem hann gerir við bifreiðar, og hefir hann mikið að gera. Ég hitti hann af hendingu í fyrradag og sagðist hann nýlega vera kominn ofan af Akranesi. Þar hafði hann dvalist vikutíma, til að setja saman dráttarplóginn nýja og reyna hann. Það hafði verið fulltafsamt verk, því að engar myndir fylgdu vélinni né fyrirsagnir um samsetningu hennar. Þó tókst honum að setja hana saman og miðvikudaginn í fyrri viku var hún reynd fyrsta skiptið. Dráttarvél þessi er kennd við Avery og er í henni 16 hesta mótor. Henni er ætlað að draga3 plóga. En sá galli er á gjöf Njarðar, að henni fylgja akurplógar en ekki brotplógar, og eru þeir þyngri en hinir síðarnefndu; þess vegna getur hún tæplega dregið nema 2 þeirra, þegar hún á að brjóta óplægða jörð, en gamla garða getur hún plægt með þrem plógum. John Sigmundsson plægði tvær dagstundir og giskaði á að hann hefði samtals plægt um 4 dagsláttur. Fyrst plægði hann jörð, sem áður hafði verið plægð, síðan óunnið sléttlendi og loks þýfi. Þúfnaplægingin tókst ekki vel, og vildi hann einkum kenna því um, að vélin væri of afllítil. - Hann sagðist ætla, að 22 hesta dráttarvélar yrði hér hentugri, en ekki efaðist hann um að þessi dráttarvél gæti komið að góðu gagni, þar sem slétt er eða áður hefir verið plægt. 24

Avery-Model-25-50 frá 1919.

Mynd / wellssouth.com.

Dráttarvélar þessar eru nú sem óðast að ryðja sér til rúms um allan heim, og sú tilraun sem hér er gerð, mun síðar þykja merkileg í sögu landbúnaðar Íslendinga. Það munu allir sanna, sem séð hafa þessar vélar að vinnu, að þeir hafi ekki horft á skemmtilegri jarðyrkjustörf. Og það er víst,að þessar vélar munu ryðja sér víða til rúms á Íslandi. Ég vil leyfa mér að gefa mönnum það heilræði, að ráðgast við John Sigmundsson, ef þeir hafa í hyggju að kaupa sér dráttarvél, því að hann hefir stýrt þeim vestan hafs, og mun fara nærri um, hverjar tegundir þeirra muni best gefast hér á landi.“ Avery til varnar Greinilegt er að Stefáni B. Jónssyni kaupmanni, sem flutti vélina til landsins, sárnaði skrif Björns H. Jónssonar í Tímanum 7. september 1918 og að sér vegið með þeim. Í tímaritinu Landið 13. desember 1918 birtir hann grein dráttarvélinni til varnar. „Það sem Tíminn hefur fullyrt um vangildi þessarar dráttarvélar, er því í fyrsta lagi fram komið fyrir tímann eins og allir geta séð og er þess vegna aðeins sleggjudómur, er ég undrast að Tíminn skuli álíta heiðri sínum samboðinn. En auk þess, þá skal ég leyfa mér að fullyrða, að engin önnur tegund dráttarvéla þeirra sem nú eru til, eiga betur við íslenska staðhætti yfirleitt, en einmitt þessi, sem hér ræðir um, það mun reynslan sanna á sínum tíma, hvort sem mörgum

Upphaf dráttarvélaaldar á Íslandi Íslandspóstur hefur í hyggju að gefa út frímerki 13. september næstkomandi til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá komu fyrsta vélknúna landbúnaðartækisins, Akranestraktorsins, til landsins. Verðgildi merkisins er 500 krónur og gildir það fyrir 1000 grömm innanlands. Hlynur Ólafsson hannar merkið. þúsundum króna af landsfé – eða engum eyri – verður kostað til þess að skoða þær vestanhafs. Um það er mér kunnugt, og líklegra kunnugra en flestum hér, því ég hefi lagt mig fram um að kynna mér sem flestar tegundir dráttarvéla, að ég hefi átt kost á, um mörg undanfarin ár, einmitt til þess, að komast að raun um, hver þeirra mundi hentugust til hérlendra nota auk þess sem ég hefi umgengist þessar vélar af og til árum saman og unnið við þær vestanhafs. Þó ég hafi ekki dirfst að frambjóða þær hér fyrri en nú fyrir nálega tveimur árum, að ég ritaði um þær allýtarlega grein í Landið, sem þó varð til þess að sú fyrsta er hérkomin (þó ekki sé alt henni tilheyrandi enn þá komið); og enn fremur til þess að nokkur


stóra fyrirtæki, að kaupa þessa fyrstu dráttarvél hingað til lands, eftir að bæði landsstjórnin og Búnaðarfélag Íslands og Alþingi Íslendinga hafði hafnað kaupi á henni. Að endingu vil ég taka það fram, eins og til frekari tryggingar, að því er snertir útveganir mínar á þessum vélum, að hér í Reykjavík er maður, vélasmiður, hr. Jón Sigmundsson, sem hefur unnið við þessar vélar og stýrt þeim árum saman í Ameríku og mun því vera fullfær (og líklegast færastur allra hér) til þess að kenna meðferð þeirra. Að fengnu samþykki hans get ég því vísað til hans að því er það snertir, sem og um upplýsingar að því er snertir val þessara véla.“

Einn af fyrstu Avery-dráttarvélunum sem sett var á markað.

áhugi er nú vaknaður fyrir því að taka þær í þjónustu landbúnaðarins honum til viðreisnar.“ Hér er Stefán að vitna til auglýsingar sem hann birti í Landinu 16. mars 1917 og var svohljóðandi: „Vélar hafa aukið hagsæld mannkynsins síðustu áratugina meira en nokkuð annað. - Án véla getur engin framleiðsla átt sér stað neins staðar í heiminum nú á tímum, nema með stöðugu tapi og miklu striti. -Hér er landbúnaðurinn rekinn án véla, í miðalda stíl, til kapps á móti tuttugustu aldar sjávarútveginum. - Sjá menn ekki enn, hvert það stefnir? Hentugar heimilis- og búnaðarvélar eru allra nauðsynlegustu nauðsynjavörurnar, og ekki síst núna í dýrtíðinni. - Ég útvega þær.“ Stefán heldur áfram í Landinu 13. desember 1918 að verja Arery vélina en býðst á sama tíma til að útvega aðrar gerðir dráttarvéla óski menn þess. „En svo skal ég taka það fram, að þótt ég hafi valið þessa dráttvélategund, sem þá einna líklegustu til hérlendra nota, - sem sé þá tegund, er hér mundi víðast henta best eða eins vel og nokkur önnur, - þá býst ég við að sums staðar hér á landi muni aðrar tegundir vera hentugri en þessi, - einkum á votlendi, lausum sandi og til skurðagerða o.s.frv. Og þær tegundir þeirra er ég líka fús til að útvega þeim er þess óska,

Mynd / tractors.wikia.com

einnig á verksmiðjuverði að viðbættum flutningskostnaði - án allrar framfærslu - og hefi ég einnig hér myndir af þeim til sýnis. Það, að þessi dráttarvél, er hér ræðir um, sé of afllítil, einkum til að brjóta með stórt þýfi, get ég fallist á, þó að það sé þessu máli eiginlega óviðkomandi, með því að þær fást með svo miklu afli (alt að 60 h.a.) sem hver óskar. Það er nefnilega undir vilja og kröfum hvers einstaks komið, og staðháttum þar sem vélina á að nota, hve aflmikil hún á að vera. En því stærri og aflmeiri sem þær eru, því dýrari eru þær og þyngri, sem líka getur haft sína þýðingu að því er efnahaginn snertir, og svo vegina, en þó einkum brýrnar hér á landi. Stærð þessarar Akraness-vélar, sem er dráttarvél („Tractor“), en ekki „dráttarplógur“ né „mótorplógur“,eins og sumir hér hafa rangnefnt hana, hefur eins og allir sjá, enga þýðingu fyrir gildi þeirrar tegundar véla, sem hér ræðir um, til hérlendra nota, eins og hér að framan er á vikið, þar eð þær fást af öllum stærðum eftir vild. Það atriði varðar því aðeins eigendur hennar og enga aðra, hr. kaupmaður Þórð Ásmundsson og hr. skipstjóri Bjarna Ólafsson á Akranesi, sem hafa þann heiður, að hafa fyrstir allra manna ráðist í það tiltölulega

Nýjungar í sjónmáli Bjarni Guðmundsson bendir á í bók sinni Frá hestum til hestafla að Stefán kaupmaður sé fulldómharður þegar hann ritar að landsstjórnin og Búnaðarfélag Íslands og Alþingi Íslendinga hafi hafnað kaupum á dráttarvélinni. Framleiðsla á dráttarvélum tók örum breytingum á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar. Fordson dráttarvélarnar, sem áttu eftir að valda byltingu í dráttarvélaframleiðslu, voru að koma fram á sjónarsviðið og tími stóru og þungu dráttarvélanna var að enda. Í umsögn Búnaðarfélagsins til Stjórnarráðsins, sem finna má í heild sinni í bók Bjarna, segist félagið ekki „hvetja til þess að kaupa vjelar þessar til jarðræktartilrauna hjer“, enda séu vélarnar þungar og erfiðar í flutningum. „Hins vegar hefur Búnaðarfélag Íslands það í hyggju að afla sér upplýsingar um hentugar hreyfvjel til jarðarbóta og þá væntanlega svo ljetta að vandkvæðalaust væri að flytja hana, sennilega af svipaðri gerð og gerist á vjelavögnum. Hefur smíð slíkra vjela fleygt fram á síðustu árum og mjög líklegt að þær mætti nota við ýmsar jarðarbætur.“ Gríður í brotajárn Líkt og Björn H. Jónsson spáði reyndist Akranestraktorinn betur við kartöflurækt og mykjudreifingu en að brjóta mýrar. Traktorinn var notaður í þrjú sumur og endaði með að hann var rifinn og seldur sem brotajárn. 25


Framtíðin er ræktuð í Landbúnaðarháskólanum (LBHÍ) Náttúra Íslands er einstök og það er ævilangt verkefni mannsins að leggja rækt við hana. Viðfangsefni Landbúnaðarháskóla Íslands er náttúran okkar í víðu samhengi – nýting, hennar, verndun og viðhald. Fyrir þá sem áhuga hafa á náttúru- og umhverfismálum er tilvalið að kynna sér námið við LBHÍ.

Námið á sér hvergi hliðstæður hér á landi en skólinn býður bæði upp á nám á framhaldsskólastigi og á háskólastigi og hægt er að velja á milli fjarnáms og staðarnáms. Háskólanámið er kennt á Hvanneyri í Borgarfirði en garðyrkjutengt starfsmenntanám er kennt á Reykjum við Hveragerði.

Kolbrún Irma Hreiðarsdóttir Ég mun útskrifast af skrúðgarðyrkjudeild í byrjun sumars á þessu ári. Ég ætlaði að verða dýralæknir sem barn en þegar ég varð eldri fór umhverfisvitund mín að aukast, mér líkaði náttúran og vildi fara vel með hana. Ég get litið svo á að með skrúðgarðyrkjunni hafi ég tök á að koma náttúrulegu umhverfi inn í þéttbýlin, að hirða um gróður sem býr ekki við sínar náttúrulegu aðstæður og geti aðstoðað við að gera nærumhverfi fólks fallegt og notalegt. Sumarið 2016 var ég að grúska í garði foreldra minna en mig langaði að búa til beð og planta í það. Mér fannst ég ekki hafa fengið nægilega góðar ráðleggingar í búðunum og þarna kviknaði sú hugmynd að fara í Garðyrkjuskólann. Ég ákvað að láta það verða að veruleika, sótti um námið og fékk inngöngu. Ég var mjög spennt fyrir framhaldinu sem reyndist vera allt öðruvísi en ég bjóst við en á góðan hátt. Það var mjög áhugavert að læra svo djúpt um plönturnar, hvernig þær starfa og hvað er að gerast innra með þeim. Til að byrja með, áður en ég valdi skrúðgarðyrkjubraut (því ég hafði hug á lífrænni ræktun líka) gerði ég mér ekki grein

fyrir öllum þessum tækjum og tólum sem við höfum verið að nota. Ég viðurkenni að ég fann fyrir ónotakennd gagnvart því en um leið og ég prófaði vélarnar og æfði mig varð þetta ekkert mál. Í dag fyllist ég jafnvel hugrekki við svipaðar aðstæður. Árgangurinn minn er frábær og við höfum náð mjög vel saman. Hér er fjölskyldubragur yfir öllu og mér þykir ofboðslega vænt um fólkið sem ég hef kynnst. Prófatíminn er ljúfur því þá sameinumst við; lærum, borðum, höfum gaman, förum í sund og gistum saman í skólastjórabústaðnum. Við gefum hvort öðru svo mikla ást og gleði og ég hefði aldrei viljað sleppa því að fara í þetta nám. Lærdómurinn hér getur verið sá að lifa lífinu, hika ekki við að láta reyna á hlutina og kanna hvort draumurinn eigi vel við. Í sumar verða tímamót hjá okkur, allir fara í sínar áttir og mögulega öðlast reynslu í viðeigandi starfi. Ég mun að öllum líkindum fara í verknám þar sem ég mun efla mig í starfi skrúðgarðyrkjufræðings en þann titil fæ ég eftir að hafa staðist sveinspróf.

Ægir Freyr Hallgrímsson Ég kem til með að útskrifast úr fjarnámi af skógfræðibraut jólin 2019. Upprunalega ætlaði ég mér alltaf að verða fornleifafræðingur en skógfræðin er svosem ekki ýkja fjarri þeim draumi. Ég hef alltaf haft áhuga á náttúrufræðitengdum greinum og eftir að hafa unnið hjá Skógræktinni einn vetur kom ekkert annað til greina hjá mér. Flestum í kringum mig þótti þetta vera prýðisgóð hugmynd. Ég var löngu búinn að sannfæra foreldra mína um að skepnubúskapur væri ekki fyrir mig. Ekki spillir fyrir að tengdaforeldrar mínir eiga þónokkra hektara af skóglendi sem þarfnast viðhalds í komandi framtíð. Námið hefur haft þónokkur áhrif á mig. Umhverfisvitund mín hefur stóraukist og fjarnámið gerir mér kleift að vera áfram í sveitinni með fjölskyldunni. Í framtíðinni stefni ég á að vinna við fagið með einum eða öðrum hætti. Ég vil gjarnan hvetja sem flesta þá sem eiga eftir að velja sér starfsframa eða eru að hugsa um að breyta til, til að kynna sér skógfræðinámið. Það er gífurlega skemmtilegt og hvetjandi nám sem fær mann til að sjá umhverfið í öðru ljósi.


... TIL AÐ LÁTA DRAUMANA RÆTAST

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ.

BÚVÍSINDI

SKÓGFRÆÐI

HESTAFRÆÐI

NÁTTÚRU- & UMHVERFISFRÆÐI

UMHVERFISSKIPULAG

FRAMHALDSNÁM

STARFS- & ENDURMENNTUN

WWW.LBHI.IS · LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS · HVANNEYRI, 311 BORGARNESI · LBHI@LBHI.IS · 433 5000


Talnafróðleikur um landbúnað Hagstofan birtir upplýsingar um fjölda búfjár, uppskeru og kjötframleiðslu. Upplýsingar um fjölda búfjár byggjast á árlegri skráningu búfjáreigenda í gagnagrunninn Bústofn sem Matvælastofnun starfrækir, en upplýsingum um framleiðslu kjöts og mjólkur er aflað frá afurðastöðvum. Fleiri hagtölur í landbúnaði má finna á hagstofan.is og mast.is.

Hvert er framleiðsluvirði landbúnaðarins?

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðar árið 2016 var 65,9 milljarðar króna. Framleiðsluverð er það verð sem framleiðandi fær í sinn hlut frá kaupanda en innifelur ekki vörutengda styrki, s.s. beingreiðslur. Heildarútgjöld hins opinbera til landbúnaðar voru 14,9 milljarðar króna árið 2016. Það eru 1,49% af útgjöldum ríkisins.

Fjöldi býla og umfang starfseminnar

Tæplega 6.700 lögbýli eru skráð á Íslandi og þar af er einhver skráður til heimilis á 3.350 býlum. Bú sem framleiða vörur af ýmsu tagi voru rúmlega 3.150 árið 2015. Á þessum búum eru framleiddar búvörur á borð við mjólk, kjöt, garðyrkjuafurðir, egg og fleira. Auk þessa eru bændur sem stunda ferðaþjónustu, skógrækt og landgræðslu, hlunnindanýtingu eða sinna annarri vinnu utan bús. Fleiri lögbýli eru nýtt til landbúnaðar þótt enginn sé þar heimilisfastur. Það sem út af stendur eru eyðibýli eða jarðir sem nýttar eru til sumardvalar eða annarrar starfsemi. Um 3.900 manns voru starfandi í landbúnaði (þar af 3.600 í aðalstarfi), samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, eða 2,1% fólks á vinnumarkaði. Um 10 þúsund störf tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti, meðal annars á bújörðum, í kjötafurðastöðvum, mjólkurvinnslum, hjá þjónustufyrirtækjum og víðar.

Fjöldi búfjár á Íslandi 2016 Nautgripir, alls Mjólkurkýr Kvígur Geldneyti Sauðfé 80.024

26.347

6.546

22.906

Ær

Geitfé Gyltur

475.893 377.861 1.188 3.451

Kjötneysla

Varphænsni Holdahænsni Minkar Hross Kanínur 196.203

50.590

38.361 67.186

410

Neysla á kjöti var 83,8 kg á hvern íbúa á Íslandi árið 2015. Neysla á alifuglakjöti var að meðaltali 27,6 kg á íbúa, 21 kg af svínakjöti, 19,5 kg af kindakjöti, 14,1 kg af nautakjöti og 1,6 kg af hrossakjöti.

Útflutningur búvara árið 2017 Afurðir

Tonn

Sauðfjárafurðir

Verðmæti, fob milljónir kr.

7.768

2.315

Hrossaafurðir

552

127

Nautgripaafurðir

693

106

Svínaafurðir

29

4

Afurðir minka

40

539

Önnur sláturdýr Mjólkurvörur

47

11

2.414

734

2

391

Dúnn

Útflutningur hrossa

Alls voru flutt út 1.485 hross árið 2017 til 17 landa. Land

Fjöldi

Þýskaland

541 hross

Norðurlöndin

557 hross

Austurríki

88 hross

Annað

299 hross

28


Innvegin mjólk til mjólkursamlaga 1960 –2017 Þús. lítrar

73.637 97.550 107.017 107.011 104.025 109.445 123.178 124.462 125.093 122.914 133.514 146.034 150.322 151.116

150

120

Milljón lítrar

Ár

1960 1970 1980 1990 2000 2005 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017

90

60

30

0

1960

1970

1980

1990

2000

2005

2010

2011

2012

2013

2014 2015

2016

2017

Kjötframleiðsla 2017 10.000

Kindakjöt Nautgripakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt Hrossakjöt

Tonn

Tonn

10.620 4.614 6.265 9.697 1.061

8.000 6.000 4.000 2.000 0 Kindakjöt

Nautgripakjöt

Svínakjöt

Alifuglakjöt

Hrossakjöt

Framleiðsla korns, garðávaxta, grænmetis og eggja 2016 Tonn

Korn Kartöflur Rófur Gulrætur Blómkál Hvítkál Kínakál Tómatar Agúrkur Paprika Sveppir Egg

7.389 9.930 938 778 60 143 41 1.436 1.868 190 585 4.131

Innflutningur á ýmsum búvörum 2017 Tonn

Mjólk, duft og rjómi Smjör Ostur Tómatar Paprika Sveppir

151 2,6 510 1.484 1.576 283

Innflutningur á kjöti 2017* Tonn

Nautgripakjöt Svínakjöt Kjúklingakjöt Kalkúnakjöt Saltað, þurrkað og reykt kjöt Unnar kjötvörur

849 1.368 1.207 120 220 622

1.207

* Innflutningur er nær alfarið úrbeinað kjöt. Heimildir: Hagstofa Íslands og Matvælastofnun

29


Gróa Margrét Lárusdóttir á dráttarvélinni með múgavélina aftan í að gera heyið klárt fyrir hirðingu.

Hjónin á Brúsastöðum í Vatnsdal með afurðahæsta kúabú landsins á hverja árskú annað árið í röð:

Góð hey og ör endurrækt túna skiptir öllu máli varðandi árangurinn Hörður Kristjánsson

Brúsastaðir í Austur-Húnavatnssýslu voru afurðahæsta kúabúið á Íslandi 2017 með 8.937 kg mjólkur í meðalnyt. Er það rétt undir Íslandsmeti sama bús frá 2016 sem er 8.990 kg.

Samkvæmt tölum RML úr skýrsluhaldi kúabænda um nýliðin áramót, þá voru 8 íslensk kúabú með meðalmjólkurnyt á árskú yfir 8.000 kg. Alls eru 573 kúabú í skýrsluhaldi RML. Ekki eru mörg ár síðan það þótti mjög gott að vera með meðalnyt í kringum 6 til 7 þúsund kg. 30

Fjórum sinnum afurðahæsta bú landsins og 10 sinnum hæst í sýslunni Kúabúið á Brúsastöðum er rekið af hjónunum Sigurði Ólafssyni og Gróu Margréti Lárusdóttur undir fyrirtækjanafninu Brúsi ehf. Auk þess að

Mynd / Brúsastaðir


vera með mestar meðalafurðir á hverja árskú voru Brúsastaðir með mestar afurðir að meðaltali á árskú alla mánuði síðasta árs samkvæmt skýrslum RML. Þess má geta að Brúsastaðir voru einnig afurðahæsta kúabú landsins 2014 og 2013. Einnig hefur það verið hæsta búið í Austur-Húnavatnssýslu í 10 af síðustu 12 árum. Á bænum var fjós með mjaltabás fram til 2011 þegar tekinn var inn Lely mjaltaþjónn. Segir Sigurður að tilkoma róbotsins hafi aukið afurðirnar að meðaltali og hafi líka hjálpað mikið hvað varðar júgurheilbrigði kúnna. Afurðahæstu búin öll á Norðurlandi Annað afurðahæsta kúabúið á landinu 2017 var Hóll í Svarfaðardal með 8.356 kg. Það er rekið af Karli Inga Atlasyni og Erlu Hrönn Sigurðardóttur. Þá komu Gautsstaðir á Svalbarðsströnd í þriðja sæti með 8.269 kg, en þar er Pétur Friðriksson við stjórnvölinn.

Hjónin Sigurður Ólafsson og Gróa Margrét Lárusdóttir eru sammála um að góð hey, mikið eftirlit og góð umhirða á Mynd / HKr. kúnum skipti öllu máli til að ná góðri nyt.

Fyrir utan fóðrun, umhirðu og ræktun, virðist innleiðing mjaltaþjóna á íslenskum kúabúum hafa þarna mikið að segja við að hækka nyt íslensku kúnna og auka stöðugleika í framleiðslunni. Tónleikahald í minningu fráfallinna ættingja Þau Sigurður og Gróa á Brúsastöðum taka því með stóískri ró að fá þann titil enn eitt árið að vera með hæstu meðalnyt kúabúa á landinu. Það var reyndar ekki orðið staðfest þegar tíðindamann Bændablaðsins bar að garði í byrjun desember, en var endanlega innsiglað þegar skýrsluhaldstölur lágu fyrir í árslok. Frúin var önnum kafin við að undirbúa aðventutónleika sem stórfjölskyldan stóð að í Undirfellskirkju í Vatnsdal fyrir síðustu jól. Ætlunin var að safna fé í minningarsjóð um foreldra hennar, Lárus Konráðsson, Ragnheiði Blöndal, Áka Má Sigurðsson, ömmur, afa, frændur og frænkur sem hvíla í Undirfellskirkjugarði. Í fjölskyldunni eru fjölmargir tónelskir einstaklingar, þar á meðal tvö systkini Gróu og dóttir þeirra hjóna. Þannig komu 16 manns úr fjölskyldunni, bæði börn og fullorðnir, að þessu tónleikahaldi. Voru þetta reyndar aðrir tónleikar

Brúsastaðir njóta skjólsældar innarlega í Vatnsdalnum.

fjölskyldunnar á síðasta ári en þeir fyrri voru um páskana og má segja að húsfyllir hafi verið í bæði skiptin. Gróa, sem sjálf er gjaldkeri sóknarinnar, segir ekki vanþörf á slíkri fjáröflun þar sem opinbert fé til kirkjureksturs hafi mjög verið skorið niður. Afrakstur styrktartónleikanna og innkoman í minningarsjóðinn er því nýtt til viðhalds á kirkju og kirkjugarði.

Aðeins vantaði 11 kg til að komast yfir 9.000 kg múrinn 2016 Þar sem nytin hefur verið svo há og svo oft á Brúsastöðum, þá fer ekki hjá því að það sé farið að kitla þau hjón að ná afurðunum upp fyrir 9.000 kg að meðaltali á árskú. Það vantaði ekki nema 11 kg árið 2016 en aðeins meira 2017, eða 63 kg. „Maður var óneitanlega farinn að gera sér töluverðar væntingar 2016. Þegar 31


Brúsastaðir í Vatnsdal.

Mynd / Brúsastaðir

maður sá að þetta stefndi mjög hátt var maður farinn að gæla við að talan kæmist í 9.001 kíló, en það varð þó ekki,“ sagði Sigurður og hló, – „en það munaði ekki nema 11 kílóum.“ Gróa er ekki minni keppnismanneskja á þessu sviði og nefndi að þau hafi náð þessu í janúar, febrúar, mars, apríl, maí og í júní 2017, en í síðastnefnda mánuðinum var talan 9.064. Hæst fór talan í 9.105 kg að meðaltali í febrúar. Hún datt svo niður 8.992 í júlí og var innan við 9.000 kg að meðaltali það sem eftir lifði árs. „Þetta stjórnast af svo mörgum þáttum að maður getur ekki almennilega séð það nákvæmlega fyrirfram hvernig útkoman verður,“ segir Gróa. „Þetta helgast þó líka af því hvað við erum með margar góðar kýr. Þannig eru 20 kýr hér með yfir 9.000 kg. eða meira.“ Þetta er hreint afburða góð staða, því samkvæmt heimildum Bændablaðsins voru 38 kýr í Austur-Húnavatnssýslu að mjólka yfir 9.000 kg á síðasta ári og þar af 20 þeirra á Brúsastöðum. Smágerðu íslensku kýrnar standa sig vel í samanburði Sigurður nefnir að allt tal um að íslenskar kýr séu ekki að standast erlendum kúastofnunum snúning hvað afurðir 32

varðar, séu ekki alls kostar réttar. Sér í lagi ef tekið er tillit til stærðarmunar kúa. „Við fórum nú í haust í vikuferð með Kraftvélum á stóru landbúnaðarsýninguna Agritechnica 2017 í Hanover í Þýskalandi. Þá fórum við í heimsókn á kúabú þar sem meðalnytin er sú sama og hjá okkur. Það eina sem var öðruvísi var að kýrnar á þeim bæ voru helmingi stærri en okkar. Ef það fjós væri á Íslandi, þá hefði því verið lokað fyrir tíu árum miðað við þær kröfur sem gerðar eru til bænda um aðbúnað og umhirðu kúa hér á landi.“ Sigurður segir að íslensku kýrnar hafi tekið breytingum með ræktun. Þá sé líka ljóst að kýr í lausagöngufjósum éti meira og verði stærri en kýr sem alltaf eru bundnar á bás. Þær gefi líka meira af sér af mjólk. Gróa er sammála þessu og telur að íslenska kýrin hafi verið að stækka vegna betri aðbúnaðar, ekki síður en mannfólkið sem hafi verið mun smávaxnara við landnám Íslands. Kjöt af ungum kvígum eftirsótt Ekki eru allar kvígur að skila sér sem úrvalskýr til mjólkunar. Það kemur því fyrir að fyrsta kálfs kvígum sé slátrað vegna þess hversu illa þær mjólka. Það er þó ekki eintómt tap fyrir búið því kýrkjöt er á mörgum veitingahúsum eftirsóknarverðara en kjöt af nautum.

Sigurður segir að veitingamenn nefni það við sig að lang eftirsóknarverðast sé að fá kjöt af kvígum, jafnvel þótt þær séu búnar með heilt mjaltaskeið. Af þeim fáist mun meyrara kjöt en af nautum. Þetta eru skepnur sem geta verið í skrokkþyngd 200 til 250 kg. Naut sem eru um 500 kg eru kannski komin á fimmta ár í aldri og kjöt af þeim er mun grófara. Naut sem alin eru sérstaklega til kjötframleiðslu eru þó yfirleitt ekki alin lengur en í 18 til 30 mánuði vegna kjötgæðanna. Er þá gjarnan miðað við að þau séu yfir 250 kg að þyngd. Stærðin segir ekki allt Sigurður segir ekki alltaf samsvörun milli stærðar kúa og mjólkurhæfni. Mjólkurþjónninn á Brúsastöðum vigtar kýrnar um leið og þær láta mjólka sig og er því hægt að fylgjast vel með þessu. Sigurður segir að þyngsta kýrin sem þar hafi stigið á vogina hafi verið um 700 kg á fæti. Hún hafi þó ekki verið að mjólka „nema“ um 1.000 kg á hver 100 kg í lífþunga, eða 7.000 kg á ári. „Á sama tíma áttum við fyrsta kálfs kvígu sem vó 350 kg á fæti og var að mjólka 2.000 kg á hver 100 kg í lífþunga. Við slátruðum því þeirri stóru, en hin er núna á fjórða kálfi. Stærðin segir því ekki allt,“ segir Sigurður. Gróa segir ljóst að ekki sé sama undan hvaða tuddum kvígurnar eru. Þannig komi


Kýrnar á Brúsastöðum hafa staðið sig afburðavel og hvað eftir annað verið með mestu nyt kúa að meðaltali á landsvísu.

alltaf fram einn og einn risastór gripur. Þótt það sé frekar undantekning þá sé ljóst að kýrnar hafi að jafnaði þyngst á undanförnum árum. Sigurður nefnir að áður en róbotinn var tekinn inn árið 2011 hafi kúnum verið gefið töluvert af byggi. Þær hafi þá fitnað mjög og þyngst. Síðan var

fóðursamsetningunni breytt eftir að róbotinn kom, þá léttust þær aftur og afurðir jukust mjög. Meiri vöðvafylling og betri fóðurnýting í lausagöngufjósum Þá segir Sigurður að það segi sig sjálft að í lausagöngufjósi séu kýrnar mikið á ferðinni og því verði vöðvafylling mun

Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna

Mynd / Brúsastaðir

meiri. Þá verði fóðurnýtingin betri þar sem kýrnar fari í mjaltaþjóninn til að láta mjólka sig að jafnaði fjórum sinnum á sólarhring. Gróa segir að með bættri líðan kúnna eiga þær það til að verða ansi fjörugar. Ekki sé þá laust við að þau verði þá stundum smeyk við suma gripina.

Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús

Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb allt fyrir: • Sérverslunina Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið Eigum • • • • • •

Allt fyrir: Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb Alltlínlín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið • Sérverslunina

Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn Heilsulindina • Þvottahúsið • Sérverslunina

Höfðabakka 9, 110 Reykjavík

Þjóninn Kokkinn Gestamóttökuna Þernuna Vikapiltinn Hótelstjórnandann

86 ÁRA

| sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is 33


Kýrnar á Brúsastöðum njóta útivistar og hafa greinilega úr nógu að moða.

Mynd / Brúsastaðir

Lykilatriðið er gæði fóðurs og aðbúnaður Sigurður segir svo sem engin geimvísindi vera á bak við góðan árangur við mjólkurframleiðslu. Þar séu einfaldlega nokkrir þættir sem ráði úrslitum og megi jafnframt teljast til heilbrigðrar skynsemi. Varðar það aðallega gæði fóðurs og aðbúnað.

angurinn. Kýrnar verða að fá mikið af gróffóðri. Síðan gefum við með því kjarnfóður frá Landstólpa. Kjarnfóðrið sem við gefum er bygglaust og samanstendur aðallega af maís, soja og sykurrófuhrati. Kýrnar eru stöðugt á ferðinni og éta jafnt og þétt sem er mun heilbrigðara heldur en ef þær éta sjaldnar og mikið í einu.“

athugasemdir um slíkt. Reyndar sé sojað í heildarfóðrinu hjá þeim mjög óverulegt. Það er ekki nema tæp 22% af kjarnfóðursblöndunni, sem er mikill minnihluti fóðursins. Í þeirri blöndu er maís um 27% og repjumjöl um 24%, hveiti-glúten-fóður 14,8%, sykurrófu-melassi 7,9% og sykurrófuhrat 5%.

„Þegar kúnum líður vel, fóðrið er gott og júgurheilbrigði er gott, þá kemur mikil mjólk. Við gefum mjög mikið af góðu heyi og gæði þess skipta öllu máli varðandi ár-

Í umræðum um sojaofnæmi meðal mannfólksins mætti ætla að soja í fóðri skilaði sér út í mjólkina og í gegnum kjötið. Sigurður og Gróa segjast þó aldrei hafa fengið

Endurrækt túna mjög mikilvæg Varðandi gæði heyja segir Sigurður mjög mikilvægt að stunda reglulega endurrækt túna.

Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson í fjósinu á Brúsastöðum.

34

Mynd / HKr.


„Við erum með um 100 hektara tún og þar af eru um 80 hektarar sex ára og yngri.“ Gróa tekur undir þetta og segir að fyrir utan fóðrið útheimti kúabúskapur stöðuga eftirfylgni og aðgæslu. „Fólk verður að gefa sig í þetta 100%. Þar dugir ekkert kæruleysi. Það er alltaf þessi fasta rútína dag eftir dag. Ef maður getur ekki sinnt því sjálfur, þá fær maður einhvern sem maður treystir til aðstoðar.“

Sigurður tekur undir þetta og bendir á að það sé hægt að stýra heyskapnum býsna mikið þannig að slæm veður verði ekki alltaf til tjóns. „Við höfum í rigningarsumrum náð að heyja án þess að nokkuð rigndi í heyið. Það er kannski ekki þurrt þegar það er slegið, en rúllað strax daginn eftir. Stundum höfum við slegið að morgni og rúllað að kvöldi, bara passað að það rigni ekki í heyið. Það skiptir öllu máli.

Slæma sumarið 2014, þegar hey var víða að hrekjast á túnum vikum saman, náðum við að heyja allt fyrir rigningu. Það var samt alveg hundlélegt fóður. Grasið spratt mjög hratt og magnið var mikið en fóðurgildið lélegt. Þá kláruðum við að heyja fyrir mánaðamótin júní/júlí og daginn eftir byrjaði að rigna og það rigndi nær látlaust í heilan mánuð. Við höfðum ætlað að geyma eitthvað óslegið á Snæringsstöðum, en sáum að

Stærri kúastofn er engin töfralausn Sigurður segir að allar vangaveltur um innflutning á afkastameiri og stærri kúastofni muni alltaf þurfa að taka mið af því að slík uppskipti á stofni sé engin töfralausn í sjálfu sér. Það muni eftir sem áður vera sömu ræktendur sem standi sig vel með nýjan stofn. Þeim sem gangi illa með íslensku kýrnar í dag muni heldur ekki vegna neitt betur þó þeir skipti um kúastofn. „Á öllum þeim búum sem eru að standa sig vel í mjólkurframleiðslunni, þá eru það sömu þættirnir sem skipta öllu máli. Þar er mikið eftirlit og góð umhirða á kúnum.“ Gagnrýnin á eigin vinnubrögð mikilvæg Gróa segir að ef vilji sé til að þróa það sem þau hafa verið að gera áfram, þá sé ekki um annað að ræða en að velta öllum hlutum fyrir sér varðandi það hvar sé hægt að gera betur. „Maður verður þá að vera gagnrýninn á sín eigin vinnubrögð og tilbúinn að gera betur í öllum litlu hlutunum. Kannski liggur það fyrst og fremst í að vanda sig betur við að velja grasfræ sem sáð er. Einnig að reyna að stilla sláttutíma betur af og vanda heyverkun enn meira til að fá meiri heygæði. Eins að ná öllum litlu þáttunum með inn í það ferli. Það er ekkert í þessu, hvorki hjá okkur eða öðrum sem ekki má gagnrýna,“ segir Gróa. - En þið stýrið samt aldrei veðrinu, sem er ansi veigamikill þáttur í þessu öllu saman?

IT

GV O RK E V 8 1 Á 0 T 2 S S M R U A Á .M SJ 1 1 8. -

Plettac vinnupallar - Protekt fallvarnarbúnaður Láttu öryggi og lausnir ráða ferðinni

s. 618 8418 • vinnupallarehf@gmail.com

„Nei, kannski ekki, en maður getur dansað svolítið í kringum það.“ 35


Sláttur á Brúsastöðum á sólríkum degi.

Mynd / Brúsastaðir

var vandamál. Við létum hana bera einu sinni aftur, en það var mikil vinna að eiga við hana fyrsta mánuðinn. Það slapp síðan en það vildi til að spenarnir stóðu beint niður og það þurfti því bara að hækka kubbana sem því sem hún fór upp á í róbotnum. Hún mjólkaði svo ljómandi vel í 600 daga. Fór hún í 19.000 kg á þessu öðru mjaltaskeiði, en hafði áður farið í 10.100 kg.“ Líka komin í ferðaþjónustuna Þótt kúabúskapurinn hafi bókstaflega verið ær og kýr hjónanna á Brúsastöðum um langt árabil þá láta þau það ekki duga heldur byrjuðu að hasla sér völl sem ferðaþjónustubændur í maí á síðasta ári. Sigurður passar vel upp á að þrifin séu í góðu lagi í kringum Lely-mjaltaþjóninn.

það var rigningarspá svo við slógum allt sem við áttum eftir að kvöldi og rúlluðum morguninn eftir. Þótt þetta hafi verið lélegt hey, þá hefði það verið enn verra þegar loksins hefði verið hægt að slá mánuði seinna.“ - Hvernig eru horfurnar varðandi mjólkurframleiðsluna hjá ykkur á nýju ári? 36

Mynd / HKr.

„Það er meira af kvígum og ungum kúm núna svo ég reikna ekki með að við verðum eins há í afurðum og áður. Við slátruðum í haust nokkrum stórum kúm sem hafa mjólkað mikið. Ein hafði mjólkað nær 30.000 kg eftir tvö mjaltaskeið. Önnur hafði mjólkað 40.000 kg eftir þrjú mjaltaskeið. Þessi yngri var bara með svo stórt júgur, strax sem fyrsta árs kvíga og löngu áður en hún bar að það

„Við áttum helminginn af jörðinni Snæringsstöðum hér rétt fyrir utan og keyptum seinni helminginn í janúar 2017. Við höfum verð að taka gamla íbúðarhúsið þar í gegn, en ekki hafði verið þar föst búseta síðan árið 2000. Þar hafa túristar haldið til á síðastliðnu sumri og vonandi verða þeir fleiri næsta sumar.“ Að koma á fót ferðaþjónustu hefur þó verið handtak, því skipta þurfti um allar


hurðir í húsinu, gólfefni, innréttingar og kaupa rúm og húsgögn. Þar eru nú fjögur herbergi fyrir 8 gesti, með sameiginlegu eldhúsi og tveim klósettum. „Við erum svo sem ekki alveg við þjóðveginn, en hingað er um 15 kílómetra krókur, en á móti kemur kyrrðin. Hér var spænsk stúlka í gistingu í haust og hitti þá á heiðskírt og gott veður með miklum norðurljósum á kvöldin. Hún var líka alveg í skýjunum þegar hún fór,“ segir Sigurður. Ekki ónýtt að eiga góða nágranna Hann segir að það sé ekkert mál að sinna þessu þótt þau hjónin séu bara tvö á bænum og með kúabúskapinn líka. „Heyskapurinn er líka voða lítið mál. Við höfum átt svo góða nágranna sem hafa verið tilbúnir að hjálpa okkur þegar við höfum þurft á að halda.“ Sterkt samfélag landbúnaðinum mikilvægt Það er því greinilegt af þessu hvað það skiptir miklu máli fyrir landbúnaðinn

Mikil áhersla er lögð á endurrækt túna á Brúsastöðum, enda segja þau hjón það vera forsendu þess að fá góð hey. Mynd / Brúsastaðir

í landinu að fólk haldist í sveitunum þannig að samfélagið geti virkað sem ein heild. Ef einn hlekkur brestur er hætta á að los komist á samfélagið sem gerir lífið erfiðara fyrir þá sem eftir eru. Þetta eru m.a. þær áhyggjur sem menn

hafa ef los kemst á sauðfjárbúskap í Húnavatnssýslum sem er sá umfangsmesti á landinu. Ef fólk hrekst úr sveitunum getur það líka haft verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna sem hefur verið í hraðri uppbyggingu á undanförnum árum.

37


Karl Ingi Atlason, bóndi á Hóli í Svarfaðardal, nýtur sín greinilega vel í fjósinu.

Myndir / HKr.

Mjaltaþjónabyltingin í Svarfaðardalnum Hefur skipt sköpum fyrir kúabúskap á svæðinu og nyt kúnna Hörður Kristjánsson

Á síðasta ári tóku Karl Ingi Atlason og Erla Hrönn Sigurðardóttir yfir rekstur kúabúsins Hóls fram í Svarfaðardal af foreldrum Karls. Þar hefur verið unnið að myndarlegri uppbyggingu og mjaltaþjónavæðingu á síðustu árum og er búið eitthvert allra snyrtilegasta kúabú landsins.

Kúabúið á Hóli hefur verið í mikilli uppbyggingu á undanförnum árum og er nú komið í fremstu röð hvað nyt kúa varðar. Á síðasta ári var búið með næsthæstu meðalnyt allra kúabúa landsins, eða 8.356 kg á hverja kú. Gullbrá var afurðamesta kýrin í fjósinu og skilaði 11.365 kg á síðasta ári. Góð tún og góð hey eru lykilatriði Karl Ingi segir að góð nyt endurspegli gæði fóðursins á hverjum stað. Bendir hann á Brúsastaði í Vatnsdal sem dæmi, en sá bær hefur verið á toppnum hvað nyt varðar árum saman. Það bú býr við mikla möguleika varðandi endurrækt 38

túna sem skili ávallt kjarnbesta heyinu. Þótt nytin sé góð á Hóli, þá séu túnin þar lakari en á Brúsastöðum. „Hér erum við að glíma við mikið grjót í túnum og eigum því ekki eins auðvelt með að endurrækta, það skiptir öllu máli varðandi útkomuna og hversu mikil nytin getur orðið. Það er fyrst og fremst gæði fóðursins sem skiptir máli og svo auðvitað að kýrnar mæti nokkuð reglulega í mjaltir.“ Miðað við þessi orð ættu kúabúin sem njóta bestu landkostanna að vera í efstu sætunum. Því er þó ekki


Fjölskyldan á Hóli í Svarfaðardal. Erla Hrönn Sigurðardóttir og Karl Ingi Atlason með börnum sínum þremur. Lengst til vinstri er Bríet Þóra, þá Bóas Atli og Bóel Birna. Mynd / Úr safni fjölskyldunnar.

endilega að heilsa, því í toppsætunum eru bú af Norðurlandi sem njóta misjafnra landkosta, en ekki af Suðurlandsundirlendinu þar sem landrýmið er mest og þar ætti að vera einna bestu möguleikarnir til endurræktunar túna. Með um 50 mjólkandi kýr í fjósi Í byrjun desember 2017 voru 58 kýr í fjósi, þar af 50 mjólkandi í nýju fjósi. Í heild voru gripirnir á búinu um 130 og hefur eldra fjósi verið breytt fyrir uppeldi. Alin eru nokkur naut til kjötframleiðslu, eða um 8 til 12 á ári. Eru það alíslensk naut og engir blendingar við innflutta stofna. Karl Ingi segir að kaupin hafi eiginlega verið formsatriði á löngu ferli, en hann hafi alist upp við störf á búinu við hlið foreldra sinna alla tíð. „Pabbi og mamma hafa staðið þétt við bakið á okkur í þessu. Þau aðstoða okkur mjög mikið í fjósinu og við heimilishaldið. Við erum með einn róbot [mjaltaþjón], en hann á að geta annað allt að 63 kúm

Hóll er staðsettur innarlega í Svarfaðardal, en reyndar er annar bær með sama nafni rétt utan við Dalvík.

með góðu móti. Ef farið er að lesta róbotinn meira, þá útheimtir það meiri vinnu við að stýra kúnum í hann.“ Segir Karl Ingi að í nýja fjósinu fari mun betur um kýrnar en í því gamla. Kýrnar verði því mun rólegri og sjaldgæft sé

orðið að heyra baul í fjósinu, nema þegar eitthvað sé að, t.d. að kýr séu nýbornar. Við þessa breytingu hafi heilbrigði kúnna líka orðið betra. Senda börnin í skóla á Dalvík Karl Ingi og Erla Hrönn eiga þrjú börn, 39


Karl Ingi Atlason, bóndi á Hóli í Svarfaðardal, í tölvuherbergi í nýja fjósinu.

sex, fjögurra og eins árs. Grunnskóla sækja börnin í Svarfaðardal niður á Dalvík og er ekið á milli í skólabíl. Leikskóli er líka á Dalvík, en þar njóta börn þeirra hjóna þess að Erla Hrönn er leikskólakennari. Þó gott sé að ala börn upp í sveit, þá segist Karl ekki vilja að börnin þeirra festist í því umhverfi. Frekar að þau hafi möguleika á að velja sér önnur störf ef þau kjósi svo. „Það er alls ekki mottóið að börnin okkar eigi að verða bændur. Ég vona að við getum komið þeim menntaveginn eins langt og þau vilja.“ Það getur snjóað hressilega í Svarfaðardal Mjög snjóþungt getur orðið í Svarfaðardal og erfitt að komast á milli staða. Þegar verið var að byggja nýja fjósið á Hóli árið 2012 skall á afleitur vetur með miklu fannfergi. Reyndist það snjóþyngsti veturinn um árabil þó oft hafi snjóað þar 40

hressilega. Veturinn 2016 til 2017 var mun skaplegri, en samt snjóaði hressilega í nóvember 2016. Í fjóra til fimm daga snjóaði samfellt um 50 sentímetra á dag. Fennti svo að fjósinu á Hóli að Karl Ingi þurfti að moka frá loftræstiglugga sem eru uppi undir þaki til að fá súrefni inn í fjós.

Mynd / HKr.

„Þetta var mesta snjómagn sem ég hef séð falla á svo skömmum tíma. Í kjölfarið kom svo asahláka og má segja að veturinn hafi þá bara verið búinn og enginn klaki var í jörðu. Síðasta sumar byrjaði mjög snemma og uppskeran hefur aldrei verið eins mikil. Það var slegið þrisvar að hluta sem sjaldgæft er í Svarfaðardal. Þá voru heyin mun betri síðasta sumar en árið áður,“ segir Karl Ingi.

Skíðadal voru fyrstir kúabænda til að setja upp róbot á svæðinu, síðan Hóll í Svarfaðardal. Þá töldu menn Karl Inga hálfgalinn þegar hann sagðist telja að það yrðu komnir fimm róbotar í dalinn fimm árum seinna. Sagði hann að það þyrfti bara einn vitleysing til að fara af stað og sýna fram á að þetta gæti virkað þar eins og annars staðar og hinir myndu fylgja á eftir. Þar hefur Karl Ingi sannarlega reynst sannspár, en þó kannski heldur hógvær, því rúmum þrem árum seinna, eða á fyrri hluta ársins 2018, verða komnir mjaltaþjónar á átta bæi í Svarfaðardal og Skíðadal. Þannig verða komnir róbotar á Dæli, Hól, Sökku, Mela, Hofsá, Búrfell, Göngustaði, Grund og að auki á Hól á Upsaströnd, rétt norðan við Dalvík. Þessu hefur fylgt mikil uppbygging á nýjum fjósum.

Bjartsýnistalið reyndist hógværara en veruleikinn Róbotavæðingin í Svarfaðardal hefur verið ótrúlega hröð. Ábúendur á Dæli í

„Þetta hefur skipt kúabúskapinn hér í dalnum miklu máli. Ef menn hefðu ekki gert þetta þá hefði kúabúskapur allt eins lagst af í miklum mæli.“


Þegar við vorum að byggja voru bara tveir möguleikar í boði, DeLaval og Lely, en við völdum DeLaval. Nú eru komnar fjórar tegundir á markaðinn hér. Þegar þeir sem eru að byggja upp hér frammi í Svarfaðardal verða fjórir róbotar og enginn af sömu gerð. Ef fólk langar til að kynna sér öll þessi tæki sem eru á markaðnum á Íslandi, þá dugar að koma hingað í dalinn.“ -Væri ekki heppilegra að bændur á sama svæði séu með sömu gerð af mjaltaþjónum, þó ekki sé nema upp á viðhald og annað? Það er bæði hátt til lofts og vítt til veggja í fjósinu á Hóli.

Trúarbrögð í tækjavali -Nú eru nágrannar þínir hér í Svarfaðardal með mjaltaþóna af öllum þeim gerðum sem þekkjast á Íslandi, þ.e. DeLaval, GEA, Fullwood Merlin og Lely. Þú ert með DeLaval, en er mikill munur á þessum tækjum?

Mynd / HKr.

„Þeir mjólka allir,“ sagði Karl Ingi af mikilli hæversku. „Þetta eru trúarbrögð og ekkert annað, alveg eins og við þekkjum varðandi dráttarvélarnar. Við erum ekkert sammála um að ein dráttarvélategund sé best, það er eins með þetta.

„Ja, ég var fyrstur hér í Svarfaðardalnum, svo það hefði auðvitað verið rökrétt að hinir gerðu eins og ég,“ segir Karl Ingi og hlær. „Sjálfum finnst mér að það hefði verið rökréttast. Það er þó þannig að bóndinn velur sér tæki sem honum hugnast best að vinna með. Það er því greinilegt að við erum

Settu aukinn kraft í búskapinn Nýtt og öflugt atvinnutæki eykur afköst og gerir alla vinnu þægilegri. Við hjá Ergo viljum aðstoða þig við að ná aukinni farsæld í starfi með faglegri ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu við fjármögnun atvinnutækja.

Kynntu þér möguleikana á ergo.is

Hagasmári 3

>

440 4400

>

www.ergo.is

>

ergo@ergo.is

41


Af tölvuskjám getur Karl Ingi fylgst vel með mjaltaþjóninum og öllu öðru sem fram fer í fjósinu.

Myndir / HKr.

auðvelt að leita í smiðju þeirra sem hafa reynsluna og vita hvað um er að vera. Við nýjar tegundir geta menn fyrst þurft að fara í ýmsar prófanir til að finna út úr vandanum. Auðvitað kemur sú reynsla svo smám saman, en þetta er bara spurning um hvað menn þora að gera.

með ólíkar skoðanir á því hér í dalnum. Svo er þetta líka spurning um verð. Það er alveg ljóst að það er hörð samkeppni orðin milli fyrirtækja sem bjóða fjórar ólíkar tegundir, sér í lagi þegar tvær nýjar tegundir hafa bæst við á stuttum tíma. Menn þurfa þá að taka verðið niður til að koma nýjum búnaði inn á markaðinn. 42

Ég hefði aldrei haft þor til að velja úr tveim nýjum tegundum og læra á þær frá grunni einungis með þeim sem eru að sjá um þjónustuna, á meðan ég get stuðst við reynslu bænda sem hafa verið með hinar tvær tegundirnar. Þegar einhver vandamál koma upp varðandi tæki sem hafa verið á markaðnum í mörg ár, þá er

Auðvitað bilar allur tæknibúnaður einhvern tíma, en þessir mjaltaþjónar hafa ekki verið að trufla mann mikið. Ég hef aldrei þurft að kalla út viðgerðarmann til að leysa úr alvarlegri bilun enn sem komið er en það á auðvitað eftir að gerast. Bilanir hafa aldrei verið alvarlegri en svo að ég gæti ekki leyst úr þeim sjálfur með leiðbeiningum gegnum síma. Samt eru þetta tæki sem eru í gangi allan sólarhringinn.“ Það á samt aldrei að tala um hvað hlutir bila lítið því þá fara þeir að bila. Kúnum stýrt með tölvubúnaði Í fjósinu á Hóli er umferð kúanna í mjaltaþjóninn stýrð með sjálfvirku tölukerfi. Þar sést hvenær hver einasta kýr í fjósinu er komin í þörf fyrir að láta mjólka sig. Er þá umferð þeirra


Nám á heilbrigðissviði Heilbrigðisritarar, læknaritarar lyfjatæknar, heilsunuddarar, sjúkraliðar, tanntæknar, viðbótarnám til stúdentsprófs.

Listnám

Nýsköpun- og listgreinar.

Bóknám Félagsgreinar, íþrótta- og heilbrigðisgreinar, raungreinar, tungumál, viðskiptagreinar, afreksíþróttalína.

Fjarnám

Haust-, vor- og sumarönn í flestum bóklegum námsgreinum.

Ný tækifæri Halda áfram í námi Hefja nám Sími: 525-8800 - www.fa.is


Horft heim að bæjarhúsunum á Hóli. Þarna má sjá gömlu gripahúsin en nýja fjósið er lengra til hægri.

Myndir / HKr.

stýrt inn á biðsvæði með opnun og lokun hliða í fjósinu. Þannig næst fram hámarksnýting, bæði á mjaltaþjóni og mjólkurgetu kúnna. Kerfið gerir ráð fyrir að sumar kýr þurfi að fara í mjaltir þrisvar til fjórum sinnum á sólarhring meðan aðrar þurfa að fara sjaldnar.

Það fer sannarlega vel um kálfana hjá Karli Inga.

„Þegar ég kem í fjós þar sem umferðin er frjáls finnst mér helsti vandinn vera að alltof margar kýr eru að þvælast við róbotinn sem eiga ekki að vera þar. Þær eru þá að reyna að komast í fóður sem er notað til að lokka kýrnar í róbotinn, þó þær séu ekki í þörf fyrir að láta mjólka sig. Þannig eru þær um leið að hindra kýr sem þurfa virkilega að komast í róbotinn. Varðandi stýrðu umferðina er það aftur á móti oft mismunandi með kýr sem stýrt hefur verið inn á biðsvæðið, að þær geta verið að hanga þar í einn til tvo tíma og eru bara að jórtra á meðan aðrar stoppa þar ekki mínútu lengur en þær þurfa. Það er bara svo einstaklingsbundið hvað kýrnar eru viljugar að sækja í mjaltirnar.“ Kýrnar viljugar að tileinka sér tæknina Annars er það magnað hvað kýrnar eru duglegar við að nýta sér tæknina. Þær eru ótrúlega fljótar að venjast þessu. Burstinn er gott dæmi um það og er ótrúlega vinsæll og eykur vellíðan kúnna. Menn geta svo sem rétt ímyndað sér líðanina hér áður fyrr hjá kúm sem voru bundnar á bás og voru með kláða og gátu

44


ekkert gert í málinu. Nú geta þær farið í burstann þegar þeim hentar til að klóra sér. Við það að flytja hér í nýja fjósið þá geta kýrnar nú ráðið því sjálfar hvenær þær fá sér kjarnfóður og hey. Þær eru ekki lengur að háma í sig á stuttum tíma með tilheyrandi vandamálum fyrir meltinguna. Nú fá þær sér að éta þegar þeim hentar allan sólarhringinn og nýtingin á fóðrinu og mjaltir verða betri í samræmi við það.“ Skiptar skoðanir um íslenska kúastofninn Árum saman hafa verið uppi vangaveltur meðal kúabænda um kosti og galla þess að skipta hér hreinlega um kúastofn og taka inn stærri og afkastameiri stofn eins og Holstein-kýr sem mikið eru notaðar í Evrópu. Sá kúastofn er mun stórgerðari og þar af leiðandi fóðurfrekari en þær íslensku, en gefa að jafnaði meira af sér af mjólk. Jersey-kýr hafa líka verið nefndar í þessu sambandi.

Það skín vellíðan úr augunum á hverjum grip í fjósinu á Hóli.

Miðað við tölur afurðahæstu íslensku kúabúanna er þó ljóst að sumar íslenskar kýr eru ekki að gefa mun stórgerðari frænkum sínum í útlöndum mikið eftir. Þá hefur líka verið bent á að vegna léttleika

Mynd / HKr.

síns fari íslensku kýrnar betur með tún sem þeim er beitt á. Þær þurfi heldur ekki eins mikið pláss í húsum og séu yfirleitt geðgóðar í meðförum. Einnig er bent á þá skyldu sem hvíli á Íslendingum

NOVA rafhlöðuljós frá

IP67: Vatns- og rykþétt Allt að 14 klst. ending

FOSSBERG IÐNAÐARVÖRUR OG VERKFÆRI

45


Vinsælasta tækið hjá kúnum í hverju fjósi fyrir utan mjaltaþjóninn er burstinn.

gagnvart alþjóðasamfélaginu um að varðveita þennan kúastofn sem orðinn er sérstakur vegna þeirrar einangrunar sem hann hefur búið við um aldir. Ljóst er að sú vernd gerist ekki af sjálfu sér og er ekki ókeypis. Ef mikið fækkar í stofnunum vegna innleiðingar á nýjum kúastofni telja margir að það gæti fljótt orsakað erfðafræðilega hnignun í íslenska kúastofninum.

hverjum grip með notkun mjaltaþjóna. Ég fullyrði að þeir sem eru að ná góðum árangri og góðri nyt með notkun á mjaltagryfjum muni auka nytina umtalsvert við að skipta yfir í róbot eða mjólka hámjólka kýr þrisvar. Ég tel að kostnaðaraukinn sem við það verður náist því til baka auk þess sem ekki þarf að binda eins marga starfsmenn við rekstur búsins. Auk þess verður vinnan skemmtilegri og léttari.

Tilkoma róbotanna veldur straumhvörfum Karl Ingi segir að það sem hafi skipt sköpum varðandi aukna nyt í íslenskum kúm sé innleiðing mjaltaþjónanna. Þeir virðist henta íslenskum kúm mjög vel.

Erlendis má vel vera að það sé hentugra að vera með mjaltagryfjur eða hringekjur þegar kýrnar eru farnar að skipta hundruðum á hverju búi. Slík bú myndu útheimta marga róbota sem kosta mikið. Hér hefur þróunin verið mjög hröð í þá átt að búin eru með 50 til 70 kýr og einn róbot, eða ríflega hundrað og tvo róbota. Menn byggja ekki minni einingar en það í dag.

Íslenska kýrin hefur hækkað gríðarlega í afurðum með tilkomu róbotanna. Það munar miklu að kýr fari úr því að vera mjólkaðar tvisvar á sólarhring í það að vera mjólkaðar þrisvar. Með sömu fóðrun eru menn að ná fleiri mjólkurlítrum út úr 46

Hér í Svarfaðardal hefur þróunin verið mjög hröð í þessa átt. Þetta er líka að

Mynd / HKr.

leiða til þess að Svarfaðardalur verður með mun meiri mjólkurframleiðslu en var þegar kúabúin voru hér flest. Búunum hefur verið að fækka og þau eru að stækka og menn nýta þá tún hjá bændum sem hætta. Við eigum t.d. jörðina Másstaði í Skíðadal og höfum átt síðan 1986. Svo heyja ég líka aðra jörð þar sem er um 15 hektarar, sem og 7 hektara tún við Tungufell. Í heild er ég því að nýta 70 hektara tún með landinu hér á Hóli.“ Karl Ingi segist ekki sjá fyrir sér að stækka búið á Hóli mikið frá því sem nú er t.d. með því að setja upp annan róbot og fjölga kúm. „Þá væri maður að búa sér til svo miklu meiri vinnu við heyöflun og annað. Það er heldur ekkert auðvelt að fá það aukna land hér á svæðinu sem til þyrfti. Þessi stærð sem nú er á búinu hentar okkur ágætlega svo fremi sem við fáum það verð fyrir mjólkina sem dugar.


Fóður fyrir sauðfé hjá Sláturfélagi Suðurlands Ærblanda SS - Óerfðabreytt kjarnfóður framleitt af DLG fyrir íslenska sauðféð • • • • •

Orkurík kjarnfóðurblanda með 17,2% hrápróteini Inniheldur fjölbreytt hráefni með góðan lystugleika Inniheldur tormelt prótein fyrir hámarks ullarvöxt Gott jafnvægi í steinefnum og snefilefnum Rík af kalsíum, fosfór og magnesíum

- 15 kg pokar / 750 kg sekkir

Vitlick Soft Sheep - Bætiefnafata • • • • •

Steinefna- og snefilefnaríkt og hentugt með vetrarfóðrun Inniheldur A-, D- og E-vítamín Án kopars Hátt seleninnihald Inniheldur hvítlauk

- 15 kg fata

Salto får - Saltsteinn fyrir kindur • Inniheldur stein og snefilefni • Ekkert koparinnihald • Inniheldur selen • Inniheldur náttúrulegt bergsalt • Má notast við lífræna ræktun -10 kg steinn

Hafið samband við sölumenn okkar um allt land | www.buvorur.is

Vorum að taka upp nýja sendingu af fatnaði frá Mike Hammer og Insect Shield! Mike Hammer er með fatnað fyrir veiðimenn og útivistarfólk. Peysur, úlpur, skyrtur og fleira! Eigum til í stórum stærðum.

Fatnaður og fylgihlutir sem fælir í burtu flugur, framleiðandi tryggir virkni upp að 70 þvottum.

Vandaður fatnaður á frábæru verði! www.buvorur.is


Þorsteinn Ólafsson dýralæknir á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands, þar sem hann á enn athvarf.

Mynd / smh

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir hefur átt viðburðaríkan starfsferil:

„Íslenski sauðfjárstofninn er besti stuttrófustofninn í heimi“ – segir Þorsteinn sem fann upp aðferð til að nota fryst hrútasæði með árangri við sæðingar Sigurður Már Harðarson

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir lét formlega af störfum á Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti á síðasta ári, enda varð hann sjötugur í apríl fyrir tæpu ári. Hann á að baki viðburðaríkan starfsferil og hefur komið að mörgum áhugaverðum verkefnum. Nú síðast hefur hann aðstoðað á Stóra-Ármóti – í litlu hlutastarfi – við að koma innfluttum fósturvísum úr norskum holdakúm fyrir í íslenskum kúm sem á að verða nýr stofn í nautakjötsframleiðslu á Íslandi.

Blaðamaður settist niður með Þorsteini á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands, þar sem hann á enn athvarf, og fór yfir minnisstæð tímabil frá starfsferlinum. 48

„Ég held að ég hafi verið fenginn í þetta af því að ég hef reynslu af þessu – en það eru orðin allnokkur ár síðan,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður um


Sindra Gíslasyni, starfsmanni Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, leiðbeint um skoðun á sæði.

þessa litlu aukavinnu, kominn á eftirlaun. „Það mætti segja að ég sé stöðvardýralæknir á Stóra-Ármóti í dag.“ Upprunninn úr Árnessýslu Þorsteinn er fæddur og uppalinn Reykvíkingur. „Ég er hins vegar alfarið upprunninn hér í sveitunum milli Þjórsár og Hvítár – og er af Skeiðum, Gnúpverjahreppi og Hrunamannahreppi. Þar er allur minn uppruni í sjálfu sér – í tvær aldir. Ég var alltaf í sveit í Ásum í Gnúpverjahreppi sem strákur hjá ættingjum mínum. Foreldrar mínir eru báðir uppaldir í Eystrihreppnum, þó móðir mín hafi nú verið fædd í Flóanum. Ég fór í sveitina þegar skólanum lauk á vorin og var þar þangað til skólinn byrjaði á ný um haustið. Sveitalífið heillaði, en svo sem ekki í kortunum að ég gerðist bóndi enda held ég að ég hefði ekkert orðið neitt góður bóndi. Mig langaði hins vegar að vinna eitthvað í tengslum við sveitalífið.

Ég var síðan svo heppinn að komast inn í Dýralæknaháskólann í Osló sem var ekkert auðvelt því einungis tveir Íslendingar voru teknir inn á hverju ári. Við fengum meðmæli frá yfirdýralækni sem varð til þess að við komumst inn.“ Fryst hrútasæði til sæðinga Þorsteinn nam svo dýralækningar í Noregi og lauk námi nokkurn veginn á venjulegum tíma árið 1973 og fór síðan í framhaldsnám eftir að hafa verið héraðsdýralæknir í Dalaumdæmi í hálft ár. „Doktorsverkefnið mitt var að finna aðferð til að nota fryst hrútasæði með árangri við sæðingar – og mér tókst það. Það var svo upphafið að sauðfjársæðingum í Noregi með frystu sæði en fram að því voru engar skipulagðar sauðfjársæðingar þar í landi. Ég held að það sé óhætt að segja að það hafi verið algjör bylting vegna þess að engum hafði tekist að nota fryst hrútasæði nema sæða með aðgerð í gegnum kviðarhol. Leiðbeinandi minn,

Mynd / úr einkasafni

John Aamdal, hafði komið hingað til lands þó nokkuð mörgum árum áður og fryst hrútasæði sem hafði verið notað úti í Noregi. Árangurinn var hins vegar mjög lélegur. Í Noregi eru þeir farnir að nota íblöndunarvökva sem gerir þetta aðeins auðveldara hjá þeim, en ég hef haldið áfram að nota mína eigin aðferð. Geithafrasæði er hins vegar fryst með minni aðferð í Noregi. Annars snerist framhaldsnám mitt að mestu leyti um frjósemi nautgripa.“ Áfram viðloðandi sauðfjársæðingastöðina „Ég reikna líka með að vera eitthvað viðloðandi sauðfjársæðingastöðina hér næsta haust því það eru spennandi tímar framundan. Stöðin hér syðra fékk á dögunum Evrópusambandsnúmer sem þýðir að ef við stöndum rétt að málum; til að mynda að því að taka hrútana inn á stöð og blóðsýnatöku, verður okkur leyft að selja hrútasæði innan svæðis Evrópusambandsins. 49


Sjötugsafmæli í Tryggvaskála með Helgu Hallbergsdóttur fjarbúðarkonu, dætrum, tengdasonum og barnabörnum.

Það hefur verið eftirspurn frá Noregi eftir sæði héðan, en reglurnar hafa verið mjög strangar. Mér heyrist að það sé líka talsverður áhugi frá Bretlandseyjum um að fá sæði héðan. Það er nefnilega þannig að sæðingar í sauðfé standa á mjög gömlum merg hér á Íslandi. Þær hófust 15. desember 1939, þegar Guðmundur heitinn Gíslason, læknir á Tilraunastöðinni á Keldum, hafði fundið út ásamt fleirum að ákveðnar ættir af íslensku sauðfé væru með meiri mótstöðu gegn mæði og votamæði. Hann hafði hug á því að rækta upp stofna sem væru þolnari. Síðan gerist það á fimmta áratugnum að það er flutt inn ferskt sæði frá Bretlandseyjum. Það var sætt í Borgarfirðinum og eitthvað fyrir austan fjall með þessu sæði. Hjörtur Þórarinsson á Tjörn stóð fyrir þessum innflutningi að mestu leyti – og taldi að íslenska sauðkindin væri í raun ekki á vetur setjandi. Hún væri holdrýr og með ónothæfa ull. Í kjölfarið voru fluttir inn hrútar sem voru með fótrot og þurfti að geyma í Gróttu. Þeim var fargað og aldrei tekið sæði úr þeim.“ Besti stuttrófustofn í heimi „Menn höfðu verið að nota sæðingar hér öðru hverju, en svo er tekin sú ákvörðun að skera niður á stórum svæðum á landinu til að losna við þessar Karakúl50

-pestir. Það tókst svo á sjöunda áratugnum þegar síðustu kindinni var fargað í þeim niðurskurði. En um leið hvarf nánast allt þetta innflutta blóð sem var komið í íslensku sauðkindina. Ég held því fram að Karakúl-pestirnar hafi bjargað íslensku sauðkindinni frá útrýmingu, því ef þær hefðu ekki komið til landsins – og við ekki farið í þennan stórfellda niðurskurð – þá hefðum við haldið áfram að flytja inn sæði og þetta hefði orðið eitthvert blendingskyn sem við sjáum í Noregi til dæmis. Stuttrófukynið þar er mjög lélegt, en við erum enn með okkar gamla og góða sauðfjárkyn. Menn eins og Halldór Pálsson og Hjalti Gestsson, öflugir ræktunarmenn, taka upp þróaðar aðferðir við að rækta þessa íslensku kind. Ég vil halda því fram að hann sé orðinn besti stuttrófustofn í heimi. Íslenska kindin er mátulega frjósöm og orðin það holdfyllt að ég hef heyrt menn segja að hún sé orðin eins og texel-kynið. Það er ótrúlega hátt hlutfall af skrokknum sem fer í hátt kjötmat í sláturhúsinu af þessari kind sem var alveg óalandi og óferjandi á fimmta áratugnum.“ Íslendingar sæða hlutfallslega mest Að sögn Þorsteins sæða Íslendingar hlutfallslega mest allra þjóða, eða um sjö prósent af ánum. „Það er ótrúlega hátt hlutfall. Norðmenn eru að sæða álíka margar kindur á ári með helmingi stærri fjárstofn.

Mynd / úr einkasafni

Þegar ég kom heim var ég byrjaður að þróa þessa aðferð en þá voru Íslendingar búnir að ná svo góðum árangri með ferska sæðið. Það var komið svo gott kerfi á það að áhugi var lítill á að halda áfram með frysta sæðið. Árangurinn var heldur slakari, því það þarf mikla nákvæmni þegar fryst sæði er notað. Norðmennirnir hins vegar höfðu ekkert notað ferskt sæði og byrja því að kenna mönnum að nota fryst sæði. Hjarðirnar þar eru frekar litlar og bændurnir þar eru miklu agaðri heldur en íslenskir bændur varðandi sauðfjársæðingar. Þannig að það gekk illa að koma þessu af stað. Stöðvarnar á Möðruvöllum, Hesti eða Borgarnesi og hér á Suðurlandi gátu alveg dekkað sín svæði og stóðu ekkert í því að vera að nota fryst sæði. Útflutningur til Ameríku Þorsteinn segir að Stefanía Sveinbjarnardóttir, sem bjó í Kanada, hafi flutt þangað íslenskar kindur og selt svo til Bandaríkjanna. „Það kemur svo fyrirspurn þaðan um að fá að kaupa sæði frá okkur. Ég byrjaði á því að senda út fryst sæði sem aðeins dugði til að sæða í gegnum kviðarhol, en þá er holsjá notuð og svo er sprautað í gegnum legvegginn, og fékk fréttir um að það hefði gengið vel. Svo fór ég að spá í það hvers vegna við tækjum ekki virðisaukann til okkar, þar sem ég kunni aðferð


Gæði fyrir gripahús Benedikt Hjaltason hefur tekið við umboði Garðars Skaptasonar fyrir VDV Andersbeton steinbitagólf. Steinbitagólf frá fyrirtækinu hafa verið notuð í íslenskum gripahúsum í yfir 30 ár og reynst mjög vel.

Auk steinbitanna hefur Benedikt umboð fyrir - Kraiburg gúmmímottur fyrir steinbita og bása - flatgryfjur frá Boschbeton - innréttingar í gripahús frá Jourdain.

Benedikt Hjaltason, Eyjafjarðarsveit Sími 894 6946 – Netfang: fjosbitar@simnet.is

Íslenskt sárasprey fyrir öll dýr, stór og smá Mjög græðandi og bakteríudrepandi Virkar vel á brunasár, bráða- og krónísk sár Hefur reynst vel við hnjóskum á hrossum Dregur úr blæðingu Íslenskt

hugvit, hráefni & framleiðsla

Fæst hjá dýralæknum, hesta- og búvöruverslunum og í völdum apótekum um allt land

Umboðsaðili Icepharma Dreifing Parlogis Sími: 590 0200 pantanir@parlogis.is

www.primex.is

51


Frjósemi sauðfjár og nautgripa Þorsteinn sérhæfði sig sem fyrr segir bæði í frjósemi sauðfjár og nautgripa og hefur á sínum starfsferli sinnt báðum þessum íslensku búfjárkynjum. „Ég kom heim frá Noregi 1979 eftir framhaldsnám og ég starfaði reyndar líka svolítið við skólann. Þegar ég kem heim er nýlega búið að stofna einangrunarstöð í Hrísey og komið að því að það þurfti að fara að taka sæði úr skosku holdanautablendingunum sem voru að alast þar. Ég varð forstöðumaður hennar þetta ár, 1979, og með starfsaðstöðu á Tilraunastöðinni á Keldum. Við störf þar var ég til 1986 með stuttri viðkomu á Ræktunarfélagi Norðurlands – á tilraunastöðinni þar.

Kýr sædd.

Mynd / Bændablaðið

til að frysta sæði til að sæða í blindni eins og gert er hér með ferska sæðið. Það varð því úr að ég frysti sæði með minni aðferð og hingað kom 11 manna hópur frá Bandaríkjunum og Kanada til að læra sauðfjársæðingar af mér. Þetta hefur svo verið gert með þessum hætti öll ár frá 2003, held ég. Sömuleiðis hef ég farið nokkrar ferðir út til Bandaríkjanna til að kenna þarlendum sauðfjársæðingar á íslenskan máta. Guðmundur Jóhannesson ráðunautur hefur svo sagt þeim frá ræktunaraðferðum okkar. Þannig að þessi útflutningur til Bandaríkjanna hefur verið árviss. Þessu háttar öðruvísi til hjá Bandaríkjamönnum en til dæmis Evrópusambandinu, varðandi leyfisveitingar fyrir slíkum útflutningi. Við finnum líka fyrir áhuga frá Evrópusambandslöndum og fáum alltaf reglulega fyrirspurnir þaðan og vonandi getum við fljótlega farið að flytja út til þeirra líka. Mest hafa þó aðilar í Noregi haft áhuga á kyninu okkar. Þau samskipti er hægt að rekja langt aftur. Það voru til dæmis teknir fósturvísar úr íslenskum kindum norður á Ströndum fyrir þó nokkuð mörgum árum. Ég var aðalaðstoðarmaðurinn þar. Þá fengu Norðmenn breska sérfræðinga til að vinna að því með þeim. Norsk yfirvöld samþykktu að það kæmi norskur dýralæknir til okkar til að taka út aðstöðuna. Sæði var tekið á stöðinni hér í Þorleifskoti og ég keyrði 52

með það ferskt norður til þess að nota samdægurs. Kindurnar voru svo sæddar þar, fósturvísarnir teknir svo úr þeim og farið með þá til Noregs til að bæta stuttrófustofninn þar.“ Mikill munur á norska og íslenska stofninum „Norðmenn líta svo á að þetta sé sami stofninn,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður um muninn á þeim íslenska og norska. „Hrútarnir af þeirra stofni, sem eru á sauðfjársæðingastöðvunum, eru hins vegar þannig að venjulegur íslenskur bóndi myndi ekki láta sér detta það í hug að nota þá hér á landi. Það er sá munur á stofnunum. Hingað hafa komið bændur sem verða dolfallnir af því hvað íslenska féð er fallegt. Á Bretlandseyjum eru sauðfjárbændur hvekktir yfir lengd rófunnar á þeirra fé. Það safnast skítur í þetta og bændur eru hrifnir af því að sjá kindur með stuttan dindil – og sem standast þessar kröfur að vera með góða holdsöfnun. Ullin skiptir ekki eins miklu máli því það eru sérstök ullarkyn sem eru notuð til ullarframleiðslu. Það er hins vegar gaman að geta þess að Bandaríkjamenn byrjuðu á að sýna íslensku sauðkindinni áhuga einmitt vegna ullarinnar,“ segir Þorsteinn.

Upp úr 1980 tók ég þátt í mjög stórri rannsókn á frjósemi íslenskra mjólkurkúa, með líffræðingi sem hét Jón Eldon en hann dó langt um aldur fram. Hann starfaði á Keldum og þar var nýlegt mælitæki sem gat mælt ýmislegt eins og til dæmis hormón og Jón fékk það verkefni að vinna með þetta tæki. Rannsóknin var samnorræn, styrkt af Norrænu ráðherranefndinni, og Lars Edqvist, frjósemissérfræðingur frá Svíþjóð sem var á vegum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, mæltist til að við myndum rannsaka frjósemi íslenskra kúa eftir burð – hvernig þær færu af stað. Verkefni Jóns var að mæla prógesteron-hormónið og færa mælingarnar til bókar. Aðrir starfsmenn á Keldum, Baldur Símonarson og Þorsteinn Þorsteinsson, voru í blóðefnamælingum. Ráðunautar hér úti um sveitir, eins og Guðmundur Steindórsson á Akureyri og Sveinn Sigurmundsson hér fyrir sunnan, þeir voru mér til aðstoðar. Ég fór hálfsmánaðarlega á búin og skoðaði kýrnar eftir burð til að sjá hvenær eggjastokkarnir færu af stað; en við vorum með fjögur bú í Eyjafirði og fimm hér fyrir sunnan. Bændurnir tóku mjólkursýni tvisvar í viku og þegar kýrnar voru sæddar til þess að við gætum mælt hvenær eggjastokkastarfsemin byrjaði og hvort þær væru að beiða og ég fylgdist svo með því hvernig legið dróst saman og þess háttar. Þetta var í rauninni doktorsverkefni Jóns Eldon við dýralæknaháskólann í Uppsölum, þar sem hann varði ritgerð um rannsóknirnar. Þetta er rannsókn sem ég hefði viljað sjá einhvern dýralækni endurtaka í dag.


Gleðistund með góðum vinnufélögum á Nautastöð Bændasamtaka Íslands; Sindri Gíslason, Sveinbjörn Eyjólfsson, Þorsteinn og Gunnar Guðmundsson.

Með Sigrúnu dóttur sinni og Jóhannesi Þórarinssyni tengdasyni, Evu Björgu og Emblu Sólrúnu, dætrum þeirra, og Siggu vinkonu í Lakagígum. Mynd / úr einkasafni

Núna höfum við miklu betri upplýsingar úr Huppunni um nyt kúnna og allt miklu áreiðanlegra. Það verður að segjast eins og er að ég hafði ekki næga yfirsýn og hefði viljað gera fleiri rannsóknir. Við hefðum til dæmis þurft að rannsaka fóðrunina á þessum bæjum. Ætli meðalnytin upp úr 1980 hafi ekki verið um 4.000 kíló á ári en núna mjólka þær um 6.000 kíló að meðaltali. Þá voru að mig minnir tíu lausagöngufjós á Suðurlandi, en núna er annað hvert fjós í Árnessýslu lausagöngufjós. Aðstæðurnar eru því allt aðrar og það hefur örugglega breyst hvenær eggjastokkarnir fara af stað til dæmis. Það voru haldnir samnorrænir fundir um slík verkefni, en menn voru ekki eingöngu að rannsaka kýr. Einn góður vinur minn

var að rannsaka svipaða hluti með gyltur, aðrir voru að rannsaka hross og svo framvegis. Við Jón Eldon vorum þeir einu sem voru með slíka yfirgripsmikla rannsókn á kúnum eftir burð. Mér er minnisstætt frá einum af þessum fundum, að þá voru bandarískir sérfræðingir þar og þegar við sögðum frá því að 50 prósent af kúnum hefðu haldið fangi við sæðingu á fyrsta egglosi þá hristu þeir bara hausinn og trúðu því ekki að það væri hægt. Ég held að menn hafi verið afskaplega mikið í gömlum tíma með þekkingu á gangsetningu eggjastokka. Menn hafa miklu betri yfirsýn yfir þessa hluti í dag.“ Björt fjós auka frjósemina „Annað sem mér þótti merkilegt frá

Mynd / úr einkasafni

þessum rannsóknum var að það var mikill breytileiki á milli búa. Ég fór því að velta því fyrir mér hvers vegna það væri sem á sumum búum væri stutt frá burði þangað til kýrnar byrjuðu á hafa egglos, en lengri tími leið á öðrum búum. Tvö fjós sem við skoðuðum voru með mjaltagryfjur, en það voru engin lausagöngufjós í rannsókninni. Í öðru fjósinu fóru kýrnar frekar fljótt að beiða en í hinu fjósinu mjög seint. Þannig að ljóst var að mjaltagryfjufyrirkomulagið virtist ekki hafa bein áhrif á frjósemina. Svo allt í einu rann upp fyrir mér ljós; þar sem kýrnar byrjuðu fyrst að beiða voru ný og björt fjós – að ljósmagnið virtist hafa bein jákvæð áhrif. Síðan er það að ég fer á ráðstefnu í Þrándheimi, líklega í kringum 1992, um frjósemi. Á fyrirlestri hjá ungum fræðimanni, sem var að fjalla um slíkar gangsetningar, spurði ég í fyrirspurnartíma um það hvort menn hefðu gefið gaum að því hvaða áhrif birta hefði á gangsetninguna. Þá höfðu þeir ekki rannsakað hana og töldu það ekki skipta sérstöku máli. Í kaffihléi þá komu dýralæknar frá Norður-Skandinavíu til mín og sögðu mér að það væri þeirra reynsla að birta skipti alvega örugglega máli. Þegar ég var í námsleyfi í Hollandi 1996 fór ég að leita uppi upplýsingar um hvort birta hefði áhrif á gangsetningar eggjastokka. Ég fann ekki eina einustu grein um lýsingu og mjólkurkýr. Þegar ég kom svo til Írlands og var innan um sérfræðinga á þessu sviði þar, þá könnuðust þeir ekkert við málið. Reyndar sögðu þeir að áhrif birtu á kynþroska kvíga væri vel rannsakað. Svo bara nokkrum árum síðar 53


á Nautastöðinni hafi verið mjög farsælt. Nú hefur ekki tekist að manna stöðuna með dýralækni, eftir að ég fór, en ég tel mikilvægt að þar verði ráðinn inn góður dýralæknir,“ segir Þorsteinn. Öfundsverðir af sjúkdómastöðunni Það eru líklega fáir íslenskir dýralæknar sem hafa betri yfirsýn yfir sjúkdómastöðu í íslensku búfé fyrr og nú en Þorsteinn Ólafsson – einkum varðandi nautgripi og sauðfé. Hvaða mat leggur hann á þróun mála? Sögustund í gróðursetningu á Nautastöðinni, Gunnar Guðmundsson og Anna Heiða Baldursdóttir. Mynd / Sveinbjörn Eyjólfsson

Gróðursetning á Nautastöðinni á Hesti með Gunnari Guðmundssyni.

fara þetta að verða viðurkennd vísindi, að það þarf að vera lýsing í 14–16 tíma til að bæta fóðurnýtingu og frjósemi. Íslenska kýrin er ótrúlega dugleg miðað við stærð – en hún er líklega bara í meðallagi þegar kemur að frjósemi. Norskar kýr eru hins vegar allra kúa frjósamastar í heiminum, í það minnsta sem ég þekki til.“ Kallað eftir starfskröftum Þorsteins á Nautastöðinni Þorsteinn hefur á undanförnum árum og áratugum komið við á ýmsum vinnustöðum. „Ég var starfsmaður Búnaðarsambands Suðurlands, Kynbótastöðvar Suðurlands og framkvæmdastjóri hennar um tíma. Sveinn Sigurmundsson tók svo við því og ég varð sérfræðingur Búnaðar54

Mynd / Sveinbjörn Eyjólfsson

sambandsins í sambandi við frjósemi mjólkurkúa, en var í tíu ár í hálfu starfi á Rannsóknarstofu Mjólkurbús Flóamanna hér á Selfossi. Þar var ég aðallega í greiningu á júgurbólgusýnum. Þaðan fór ég til Matvælastofnunar þar sem ég var í fimm ár í stöðu dýralæknis nautgripa- og sauðfjársjúkdóma, eða jórturdýrasjúkdóma því þar innanborðs voru geitur og hreindýr líka. Eftir tíma Þorsteins hjá Matvælastofnun var beinlínis kallað eftir því að hann kæmi aftur til starfa á hans sérsviði, sem er frjósemin, enda hafði staða dýralæknis við Nautastöðina á Hesti þá nýlega verið auglýst laus. Við náðum mjög vel saman, við Sveinbjörn Eyjólfsson, samstarfsmaður minn. Við þekktumst svo sem fyrir, en ég vil meina að samstarf okkar þessi þrjú ár sem ég var

„Það er nú þannig að margir erlendir dýralæknar öfunda Íslendinga af stöðunni. Það eru þá einkum hömlurnar á innflutningi á dýrum og dýraafurðum sem þeir öfundast út í. Vegna þess að þessi opnu landamæri, til dæmis í Evrópu, hafa valdið miklum usla í búfjárstofnum. Ég þekki til dæmis ekki nema brot af þeim svínasjúkdómum sem grassera í Evrópu, miðað við það sem var í Noregi þegar ég var að læra. Það er mjög mikilvægt að við varðveitum þessa stöðu – það er til dæmis næstum óþekkt að veirusjúkdómar komi upp í kúm á Íslandi. Hinir og þessir bakteríusjúkdómar sem eru til vandræða úti eru ekki hérna. Svo erum við ekki heldur með sjúkdóma sem berast með flugum. Við erum með frekar fáa sjúkdóma í nautgripum sem við erum þó alltaf að glíma við, eins og til dæmis júgúrbólga. Við erum samt sem áður með tiltölulega einfalda gerð júgurbólgu. Ég hef það á tilfinningunni að íslenskir dýralæknar, sem annast um kýr, séu miklu passasamari með fúkkalyf í dag en áður var. Ég á von á því að sýklalyfjaónæmum júgúrbólgum fækki á næstu árum. Það er eina ónæmið sem við erum að berjast við. Við erum ekki með þessar fjölónæmu sýkingar sem vaða víða uppi í Evrópu; eins og Mósa-bakterían gerir til dæmis í svínaræktinni í Danmörku. Sýkingar í æxlunarfærum kúa eru mjög hverfandi – ég ætti að hafa einhverja yfirsýn yfir það – og lungnasjúkdóma erum við bara ekkert með í nautgripum. Þannig að þetta er óskaplega mikils virði og að sama skapi mikilvægt að kúabændur átti sig á því að þeir þurfa alltaf að vera á verðbergi með það að verja sín bú eins og hægt er. Þeir þurfa að sýna meiri að-


gætni varðandi heimsóknir ferðamanna í fjósin, en einnig með sjálfa sig þegar þeir koma frá útlöndum. Ef þeir hafa komið einhvers staðar inn á kúabú eiga þeir ekki að hafa neina flík, sem þeir voru þar í, með sér inn í sín fjós.“ Bændur verða að sýna árvekni gagnvart riðunni „Þetta á líka við um sauðféð. Þar erum við líka vel sett,“ segir Þorsteinn um stöðuna varðandi sauðfjársjúkdóma. „Við erum eina þjóðin sem hefur losað sig við mæði-visna og votamæði. Norðmenn eru til dæmis að reyna að berjast gegn þessu sjúkdómum, en það er erfitt. Garnaveikin er nú ekki eins útbreidd og hún var, en það verður afskaplega erfitt að uppræta hana. Ef við hins vegar fylgjum þessum reglum sem gilda um líflambasölu og þess háttar – og bændur passi sig á því að bólusetja þar sem á að bólusetja – þá held ég að hægt sé að halda í horfinu með stöðuna á garnaveikinni. Sýkillinn

Þorsteinn er sáttur við starfsferilinn og ánægður með samstarfið við ráðunauta, frjótækna, mjólkurfræðinga og sérfræðinga Matvælastofnunar og Keldna. Mynd / smh

55


er hins vegar þess eðlis að hann virðist lifa mjög lengi í umhverfinu og virðist jafnvel vera frískir smitberar. Því á vissum svæðum, til dæmis hér í austanverðri Árnessýslu, ef það er trassað að bólusetja á bæjum þá kemur garnaveiki í óbólusettu kindina. Garnaveikin er að því leyti sérstök að sýkillinn er í saurnum og getur borist um langan veg. Það er því alltaf hætta á því að hún berist á milli svæða. Hættan er minni á þessu til dæmis varðandi riðuveiki þótt smitefni þar sé einnig mjög lífseigt. Sýkillinn er í raun mjög dularfullur og við vitum í raun ekki almennilega um eðli hans. Við vitum þó að hann lifir í umhverfinu endalaust – liggur mér við að segja. Það eru þó sett þessi tuttugu ára mörk með riðusvæðin; sumsé ef það kemur ekki upp tilfelli á svæði á tuttugu árum er það lýst riðulaust. Það er einmitt að losna um svæði þar sem farið var í stórfelldan niðurskurð á sínum tíma. Hún er þó lífseig á svæðum í Skagafirðinum og í Svarfaðardalnum. En samt er það svo skrýtið að það hefur aldrei komið upp riða í Hörgárdal, þótt hún hafi verið landlæg í Svarfaðardal. Smitefni sem kemur inn í fjárhús

virðist vera ótrúlega fljótt að skemma út frá sér. Það er óskaplega mikilvægt þess vegna fyrir bændur að ókunnugar kindur eiga ekki að koma inn í hjörðina – sérstaklega ekki á þessum riðusvæðum. Því miður er ég hræddur um að frændur mínir hér í Árnessýslu séu alltof kærulausir í þessum efnum. Ég óttast að það komi upp riðuveiki á Skeiðum og í Gnúpverjahreppnum. Kindurnar í Flóanum eru reknar í Skaftholtsréttir. Síðan eru þær reknar í Reykjaréttir og síðan fluttar heim. Þetta er hlutur sem menn þurfa að velta fyrir sér, þessi gríðarlega langi rekstur á fénu. Ég hefði til dæmis viljað sjá Hrunamenn byggja nýjar réttir fyrir ofan Tungufellsdal og Gnúpverja, Skeiðamenn og Flóamenn rétta fénu fyrir ofan byggð. Bændur þurfa að sýna árvekni gagnvart riðunni. Eldra fólkið man vel hversu gríðarlegur skaðvaldur riðan var, en mér finnst eins og það sé nú ákveðið andvaraleysi meðal yngri bænda.“ Miklar framfarir í dýravelferðarmálum „Núna er komin miklu betri dýravelferðarlöggjöf en við bjuggum við áður,“

segir Þorsteinn spurður um breytingarnar á aðbúnaði búfjár á þessum tíma. „Reglugerðir eru auðvitað mannanna verk og þær þarf alltaf að vera að sníða, endurskoða og bæta. Þótt ég hafi komið að því að búa til aðbúnaðarreglugerðir, bæði fyrir sauðfé og nautgripi, þá held ég að slíkar reglugerðir eigi sífellt að vera í endurskoðun. Þó að í gamla daga það hafi litið þannig út að kýrnar hefði það ágætt liggjandi á sínum básum rólegar, þá er það ekkert líkt því hvað þær hafa það betra í dag í góðu legubásafjósi – og geta rölt út þegar þeim hentar. Menn þurfa samt að vera með smá aðgát því ekkert öll nýjustu fjósin og öll nýjustu fjárhúsin eru alveg eins og best verður á kosið. Hugsunin um dýravelferð er vaxandi og sem betur ekki bara hér á landi. En við þurfum að gera okkur grein fyrir að þessi þróun þyngir kannski samkeppnisstöðu íslenskra bænda vegna þess að betri aðbúnaður felst oft í betri húsum. Hins vegar getur hann aukið afurðirnar og gæði þeirra. Við þurfum líka að hugsa til þess – líka í umhverfislegu tilliti – að innflutningur á vörum sem hægt er að framleiða hér á ekki að vera neitt kappsmál. Það á að framleiða það sem hægt er að framleiða hér heima; smithætta með innflutningi er raunveruleg og það er hætta á að sýklalyfjaónæmar bakteríur berist til landsins. Það er líka óskaplega mikilvægt að frárennslismál séu í lagi, að kerfin séu undir það búin að geta tekið við öllum þessum ferðamönnum sem koma alls staðar að úr heiminum. Ef rotþrær og frárennsli eru ekki í lagi – til að mynda á bændagististöðum – þá er voðinn vís. Á starfsferlinum er ég mjög sáttur við þá leið sem ég fór og ánægður með að hafa verið dýralæknir í Dýralæknafélaginu, þeim ágæta félagsskap, og starfað náið með ráðunautum um allt land, hafa verið kennari og leiðbeinandi og góður vinur frjótækna landsins. Einnig að hafa unnið með mjólkurfræðingum í þeim iðnaði og sérfræðingum Matvælastofnunar og Keldna. Þetta finnst mér hafa verið þvílík gæfa í mínu lífi og að hafa unnið með öllu þessu góða fólki – og auðvitað öllum bændunum sem ég hef verið í samstarfi við.“

56



Pétur Friðriksson, bóndi á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd.

Myndir / HKr.

Gautsstaðir á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð var þriðja afurðahæsta kúabúið 2017:

Kýrnar gjörbreyttust í háttalagi þegar breytt var í lausagöngufjós – er nú með tvo mjaltaþjóna og verið að fjölga kúm Hörður Kristjánsson

Pétur Friðriksson, bóndi á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd við austanverðan Eyjafjörð, er kominn með tvo De Laval mjaltaþjóna í lausagöngufjósið og hefur verið að fjölga kúnum til að fullnýta afkastagetuna.

Pétur hefur undanfarin ár verið með efstu kúabúum landsins hvað meðalnyt á hverja árskú áhrærir. Á síðasta ári var Gautstaðabúið í þriðja efsta sæti með 8.269 kg að meðaltali á 104,1 árskú. 58

Með um 215 gripi í heild og vantar pláss fyrir geldneyti Á Gautsstöðum voru fyrir áramót nær 215 nautgripir í heild. Pétur segir helsta vandann nú að hann hafi ekki pláss til nautaeldis. Einu nautin séu rétt til hátíðabrigða til að sinna kvígunum.


erki

Fjósbyggingarnar á Gautsstöðum eru komnar á fimmtugsaldurinn. Þurrheyshlaðan, sem nú er notuð sem gripahús, var byggð 1973 og nýtt fjós var byggt 1974. „Á sínum tíma var þetta mjög myndarlegt fjós með tveim fóðurgöngum, 84 básum auk geldneytaaðstöðu í endanum. Þá var í því mjaltagryfja. Ég breytti fjósinu fyrir lausagöngu árið 2012. Ég fékk mér róbot 2013 og síðan annan 2015 og tók svo hlöðuna undir skepnur sama ár.“ Í eigu sömu fjölskyldu hátt í 200 ár Gautsstaðir eru búnir að vera í eigu sömu fjölskyldu mann fram af manni síðan um miðja nítjándu öld eða lengur. Pétur var búinn að sjá einn um reksturinn frá 2010 þegar hann tók alfarið við af Margréti Pétursdóttur, móður sinni, en bróðir hans, Kristján, kom einnig inn í reksturinn um áramótin 2016/2017. Áður en Pétur tók yfir reksturinn á búinu var þar básafjós með mjaltagryfju sem skilaði um 5.300 til 5.500 kg að meðaltali á árskú. Munurinn er því verulegur eftir að fjósinu var breytt í lausagöngufjós með mjaltaþjónum. „Þegar við breyttum í lausagöngu þá gjörbreyttust skepnurnar í háttalagi. Áður máttum við helst ekki koma nálægt þeim inni á þeirra rými, en þær voru þá reknar tvisvar á dag fram til mjalta. Nú er alveg sama þótt við löbbum flórinn. Þær eru bara að nuddast utan í okkur, heilsufarið er miklu betra og þær rólegri.

Hluti af þessu er auðvitað að þær hafa nú frjálsan aðgang að heyi og kjarnfóðri. Þá geta þær étið þegar þeim hentar og farið og látið róbótinn mjólka sig.“

LAMBAMERKI

Prentað er á merkin hjá Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi, Akureyri Veittur er 20% afsláttur ef pantað er inn á bufe.is fyrir 21. mars 2018.

Micro lambamerki

Kýrnar í fjósinu létu Pétur þó alveg vita af því að það væri ókunnugur blaðasnápur að sunnan að ráfa um fjósið með myndavél og bauluðu hátt.

Combi Nano blöðkumerki í lömb. Combi Nano örmerki -Örmerkjahluti merkis er endurnýtanlegur.

Seljum tangir, nálar í þær og merkipenna.

Iðjulundur – Furuvöllum 1 – 600 Akureyri. Opið frá kl. 8 - 16 alla virka daga Sími 414-3780 – pbi@akureyri.is

59


Gautsstaðir á Svalbarðsströnd við austanverðan Eyjafjörð.

Myndir / HKr.

Vinnur að fjölgun í 120 kýr „Við erum með 129 bása og þetta yrði passlegt með svona 115 til 120 kýr. Við höfum verið að reyna að fjölga, en það hefur gengið hægt,“ segir Pétur, en hann var búinn að kaupa nær 20 kvígur á árinu 2017.

Fjósbyggingarnar á Gautsstöðum eru komnar á fimmtugsaldurinn. Þurrheyshlaðan, sem nú er notuð sem gripahús, var byggð 1973 og nýtt fjós var byggt 1974, en eldra fjós er nær íbúðarhúsinu.

Þau eru myndarleg nautin á Gautsstöðum.

Kýrnar á Gautsstöðum hafa staðið sig vel í mjólkurframleiðslunni.

60

„Það hefur svo ekki verið vandamál að fá kvígur, bæði hér af ströndinni, inni í Eyjafirði og frá mönnum sem eru að hætta kúabúskap á Tjörnesi. Í fyrra [2016] fengum við m.a. þrjár úr Skagafirði. Svo má búast við að það verði nóg framboð á kvígum þegar þeir lækka gjaldið fyrir umframmjólkina. Það er svo spurning hvaða áhrif það hefur á okkur hér þar sem segja má að nánast allur desembermánuður núna fari í umframmjólk. Það fær flest allt að lifa hjá okkur meðan við erum að fjölga. Svo getum við farið að vinsa úr lélegustu kýrnar þegar fjöldanum er náð. Við slátruðum þó 8 kúm í nóvember, en það komu inn 10 kvígur í október og nóvember í staðinn. Þó við reynum að halda í sem flestar kýr, þá eru takmörk fyrir því hvað við nennum að eiga við erfiðar kýr. Það þurfti t.d. að handsetja á flestar þeirra sem ég lét fara núna í nóvember. Annars lítum við þannig á málið að vegna skuldsetningar við jarðakaup, kvótakaup og breytingar á útihúsum sé staðan þannig að við höfum ekkert efni á því að láta allar kýr fara sem róbótinn ræður ekki við. Jafnvel þótt þær kosti okkur meiri vinnu.


Þegar fram líður og með fleiri góðum gripum, ætti maður samt að geta náð meðalnytinni eitthvað hærra en nú er. Staðan ætti því að verða orðin þægilegri eftir svona fimm ár.“ Er með hundrað hektara og öflugur í nýrækt Pétur og Kristján eru með um 100 hektara af túnum. Þau eru öll í nágrenni bæjarins og lengsta fjarlægð er um einn kílómetri. „Svo erum við með tún á tveim bæjum hér fyrir utan, á Þórisstöðum og Leifshúsum. Ég er því heppinn með tún og þarf ekki að fara langt eða vera mikið að þvælast um þjóðveginn.“

Það væsir ekki um kálfana.

-Þú ert þá væntanlega með góð hey miðað við þessa miklu nyt? „Já, heyin eru mjög góð hjá okkur núna og miklu betri en í fyrra [2016]. Við höfum látið Ráðgjafarmiðstöðina, RML, gera fóðuráætlun og það er verið að gefa 30% minna kjarnfóður en á síðasta ári. Minni kjarnfóðurgjöf nú skýrist líka af því hvað heyin voru léleg 2016. Með breyttri fóðuráætlun í takt við betri hey hefur okkur tekist að halda góðri nyt. Kýrnar éta nú miklu minna kjarnfóður en mun meira af heyi. Fóðuráætlanagerðin hjá RML hefur því virkað vel.“

FYRIR BÆNDUR

„Þegar ég byrjaði með búið var nýræktin hér um 20 ára gömul eða enn eldri. Túnið sem við höfum verið að endurrækta eru frá 1960 eða 1970. Nú erum við búnir að endurrækta mest allt og heyin verða miklu betri.“ Síðasta sumar var einstaklega gott Pétur segir að sumarið 2017 hafi verið einstaklega gott. „Við byrjuðum að slá 8. júní og náðum að slá þrisvar. Það var svo mikil uppskera að við þurftum að henda sumu og gefa eitthvað af heyjum líka. Meirihlutinn af þriðja slætti fór þannig til hestamanna, sem er betra en að það fari í moðhauginn. Það munar strax þegar fóðrið og fóðrunin er góð. Kvígukálfarnir hafa verið sprengaldir og 12 til 15 mánaða hafa þeir annaðhvort verið sæddir eða látnir fara í heimanaut. Vöxturinn er mun betri

CANGURO PRO 1800 SLÁTTUVAGN

Sláħuvagn ধl að slá og gefa grænfóður inanndyra Hentar einnig ধl að halda hreinu kringum bæinn Slær 180 cm og tekur 2100 lítra í graskassann

Askalind 4, Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is 61

Mynd / HKr.


Kvígur í stíu þar sem áður var þurrheyshlaða.

Myndir / HKr.

en áður. Það þótti merkilegt ef kvígur mjólkuðu meira en 20 kg. Nú þykir ekkert sérstakt að þær séu að skila 25 kg á dag. Við höfum meira að segja fengið nokkrar sem mjólka 40 kg. Samfellt tvo til þrjá mánuði.“ 50 nythæstu kýrnar mjólkuðu yfir 9.400 kg Pétur segir að öflugasta kýrin hjá honum 2017 hafi mjólkað yfir 11.500 kg. „Það eru margar mjög öflugar mjólkurkýr í fjósinu núna og til gamans má nefna það að fimmtíu nythæstu kýrnar mjólkuðu tæplega 9.400 kg að meðaltali á árinu 2017.“ Fóðuráætlanir RML hafa reynst vel Pétur segir að þegar hann hafi byrjað að ná aukinni nyt, þá hafi það einkum verið vegna mun meiri kjarnfóðurgjafar en áður. Svo þegar hey náist eins góð og á síðasta sumri, þá sé hægt að halda hárri nyt þrátt fyrir að dregið sé verulega úr kjarnfóðurgjöfinni. „Síðan ég fór að láta RML gera fóðuráætlun þá hefur þetta verið allt annað en ég var vanur og ólst upp við. Bæði meiri og markvissari kjarnfóðurgjöf. Bændur hafa í gegnum tíðina ekki gefið mikið kjarnfóður, en það hefur verið að breytast enda sjá bændur að það er hægt að stýra nytinni verulega með því.

Kvígurnar teygja sig eftir töðunni.

62

Áður þurfti ég að kaupa talsvert af heyi, en á nú talsvert af fyrningum en er með jafn mikið af túnum og fleiri gripi en áður. Þetta skýrist þó líka af því að við


bræðurnir erum búnir að endurrækta mikið og fáum meiri og betri uppskeru. Þannig er hægt að stýra þessu betur en áður var.“ Óttast stóraukinn innflutning í kjölfar tollasamninga við ESB Pétur segist gera sér vonir um að ný ríkisstjórn höndli landbúnaðarmálin betur en sú fyrri. Hann óttast þó að auknar tollaívilnanir og að nýir tollasamningar við Evrópusambandið geti gert íslenskum bændum ljótan grikk. Það sé þegar farið að sýna sig í verulega auknum innflutningi, m.a. á nautakjöti og mjólkurafurðum. Hann segir að fróðlegt verði að fylgjast með hvernig framsetningin á erlenda kjötinu verði í verslunum, en það sé kjöt sem alls ekki verður hægt að skila til afurðastöðva eða birgja, líkt og tíðkast hefur lengi með íslenskt kjöt. Þá nefnir Pétur að niðurstaða EFTA-dómstólsins um að Íslendingum sé ekki heimilt að hamla innflutningi á hráu kjöti og ógerilsneyddri mjólk hafi vakið furðu.

Forvitnin skín úr hverjum haus.

„Ég trúi því bara ekki að menn fái heimild til að flytja hér inn ógerilsneydda mjólk. Þetta er eitthvað skrítið, þegar það má ekki einu sinni selja hérlendis íslenska ógerilsneydda mjólk. Ég trúi ekki að menn láti þetta gerast. Það virðist þó vera þannig að þegar það kemur upp vandamál varðandi landbún-

Mynd / HKr.

aðarafurðir, þá er vandinn alltaf sendur upp í sveit og bændum gert að taka hann á sig,“ segir Pétur. Hann er samt þokkalega bjartsýnn á framhaldið. Allavega sagðist hann vita að þeir Kristján, bróðir hans, þyrftu ekki að láta sér leiðast, nóg væri fyrir stafni og spennandi tímar fram undan.

RÓ G ST NIN SÝ

ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 Stórsýning í Laugardalshöll 12.-14. október MATVÆLASÝNING

Sýningin verður einstaklega fjölbreytt og munu fjölmörg fyrirtæki kynna og leggja áherslu á hreinleika íslenskrar matvælaframleiðslu.

TÆKJASÝNING

Þá verður stórsýning á tækjum og tólum til landbúnaðar og hvers kyns rekstrarvörum og öðrum vörum fyrir íslenskan landbúnað.

ÖFLUG DAGSKRÁ

Unnið er að mótun áhugaverðra fyrirlestra og uppákoma er verða kynnt er nær dregur.

ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018

Hér er í uppsiglingu öflug landbúnaðarsýning sem hentar öllum þeim sem selja vörur og þjónustu til landbúnaðarins. Hafið samband við Ólaf, framkvæmdastjóra olafur@ritsyn.is, 587 7826 eða Ingu, sölufulltrúa inga@athygli.is 898 8022.

63


Þórdís Anna Gylfadóttir er verkefnisstjóri fyrir Horses of Iceland markaðsverkefnið sem framkvæmt er af Íslandsstofu.

Íslenski hesturinn fer sigurför um heiminn Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Markaðsverkefninu Horses of Iceland (HOI) um íslenska hestinn var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni ásamt Íslandsstofu og stjórnvöldum. Tilgangur verkefnisins er að auka vitund um og styrkja ímynd íslenska hestsins á alþjóðavettvangi og hefur árangur vinnunnar skilað sér margfalt, til að mynda eru um 70 þúsund fylgjendur að verkefninu í dag á samfélagsmiðlum HOI.

„Fyrsta áfanga verkefnisins lauk með formlegri stefnumótun sem var lögð til grundvallar í fjármögnun og áætlanagerð til næstu fjögurra ára. Verkefnið er fjármagnað sameiginlega af aðilum í hestageiranum og ríkinu, króna á móti krónu. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Íslandsstofu sem nýtur góðrar aðstoðar 10 manna verkefnisstjórnar sem samanstendur af aðilum víðs vegar úr greininni og stjórnvalda,“ útskýrir Þórdís Anna Gylfadóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland, en verkefnið er framkvæmt af Íslandsstofu. Kraftmikill og ævintýragjarn Með verkefninu er lögð áhersla á að ná víðtæku samstarfi aðila í Íslandshestasamfélaginu um heim allan til að tryggja 64

samræmd skilaboð í markaðsstarfinu og aukinn slagkraft þar sem unnið er með langtímasjónarmið að leiðarljósi. „Verkefninu er ætlað að auka vitund um og styrkja ímynd íslenska hestsins á alþjóðavettvangi. Ímyndin byggir meðal annars á því að íslenski hesturinn verði þekktur á heimsvísu sem hesturinn sem færir fólk nær náttúrunni; kraftmikill, ævintýragjarn, tilgerðarlaus og ósvikinn hestur sem tekur þér opnum örmum,“ útskýrir Þórdís Anna og segir jafnframt: „Markmiðið er að leggja grunn sem leiðir vonandi til aukinnar verðmætasköpunar og aukinna gjaldeyristekna af sölu á hestinum, vörum og þjónustu honum tengdum með faglegu og framsæknu

Mynd / Eyþór Árnason.


VIÐ SJÁUMST Í BREKKUNNI!

LANDSMÓT HESTAMANNA REYKJAVÍK 1.7.–8.7. 2018 VERTU MEÐ FRÁ BYRJUN!

#landsmot2018 • www.landsmot.is facebook.com/landsmothestamanna


Fram undan hjá Horses of Iceland árið 2018:

Stóðhesturinn Sólfaxi frá Sámsstöðum leikur eitt af aðalhlutverkum í kynningarmyndbandi HOI sem hefur hlotið mjög góðar viðtökur á samfélagsmiðlum. Mynd / Marta Gunnarsdóttir

Myndin ber heitið Hestar–Helga. Verkefnið stendur fyrir faglegu og framsæknu markaðsstarfi undir merkjum Horses of Iceland – bringyouclosertonature. Mynd / Gígja D. Einarsdóttir

markaðsstarfi undir merkjum Horses of Iceland – bringyouclosertonature.“ Samstarfsaðilarnir orðnir 60 talsins Nú þegar hefur verkefnið skilað af sér víðtæku samstarfi um 60 aðila í hestageiranum og tengdum greinum. „Allir þeir sem tengjast íslenska hestinum á einn eða annan hátt er velkomið að taka þátt í verkefninu. Þeir aðilar sem rækta íslenska hestinn, framleiða hestavörur eða selja þjónustu tengda hestinum geta gerst aðilar að verkefninu,“segir Þórdís Anna og bætir við: „Það er mikil ánægja með samstarfið og hefur það örugga fjármögnun út árið 2019. Við vitum af miklum áhuga í greininni á að halda áfram og mun Íslandsstofa stuðla að því að svo geti orðið. Það hefur verið einstaklega gefandi fyrir okkur hjá Íslandsstofu að vinna við þetta verkefni. Guðný Káradóttir, forstöðumaður á sviði matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar, hefur leitt stefnumótun verkefnisins ásamt Jelenu Ohm sem er verkefnisstjóri 66

verkefnisins en er nú í fæðingarorlofi. Einnig hafa aðrir starfsmenn Íslandsstofu komið að verkefninu við að skipuleggja sýningar, sjá um hönnun, almannatengsl og fleira.“ Innlegg á samfélagsmiðlum fer víða Kynningarstarfið er mikilvægt og er árangurinn sem náðst hefur á samfélagsmiðlum einstakur, nú eru um 70 þúsund manns fylgjendur þess á Instagram og Facebook. „Vefsíðan Horsesoficeland.is er ætlað að halda utan um efni sem tengist íslenska hestinum og unnið er í nafni verkefnisins. Vefurinn er nú kominn á fjögur tungumál; íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Einnig hefur verið gerður ítarlegur bæklingur um íslenska hestinn, prentaður á fjórum tungumálum; ensku, þýsku, sænsku og kínversku, en unnið er að gerð bæklingsins á íslensku. Í gegnum vefinn hefur verið hægt að skrá sig á póstlista og eru nú tæplega 4.000 manns alls staðar að í heiminum að fá sendar fréttir reglulega frá okkur. Við höfum gert þónokkur myndbönd og

• Þátttaka á stórum sýningum erlendis í Evrópu og Bandaríkjunum. • Aðkoma að viðburðum og keppnum hérlendis og erlendis. • Skrúðreið um miðbæ Reykjavíkur. • Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins 1. maí verður haldinn hátíðlegur víðs vegar um heiminn. • Þátttaka á Landsmóti hestamanna. • Gerð fleiri myndbanda um íslenska hestinn, til dæmis er næsta myndband farið af stað og er innihald þess um þróunina sem hefur átt sér stað í ræktun og reiðmennsku á íslenska hestinum. • Örsögur gerðar í myndbandsformi og klárast senn örsaga um „Flosareiðina“. • Við munum einnig halda áfram að taka fallegar myndir af íslenska hestinum, skrifa um hann sögur og deila með heimsbyggðinni á samfélagsmiðlum.

þar af tvö stór, gangtegundamyndband og kynningarmyndband HOI. Gaman er að segja frá því að tæplega milljón manns hafa horft á gangtegundamyndbandið á samfélagsmiðlum. Það sama má segja um kynningarmyndband sem gert var í fyrra og við köllum gjarnan „hero“ myndband. Kynningin á íslenska hestinum er því gríðarlega mikil,“ segir Þórdís Anna sem bendir jafnframt á mikilvægi samfélagsmiðlanna: „Það sem einkennir okkar fylgjendur er hversu virkir þeir eru, þeir póstar sem við birtum fá mjög hátt „engagement rate“ sem segir til um hversu margir líka við, skrifa athugasemdir og deila efninu okkar. Það gerir samfélagsmiðla okkar að mjög góðum vettvangi til þess að ná til þessa stóra hóps og eru samstarfsaðilar okkar kynntir á samfélagsmiðlum HOI. Lögð er mikil áhersla á notkun stafrænnar miðlunar, vef og samfélagsmiðla, til að ná sem mestri útbreiðslu um heim allan. Einnig er lögð áhersla á samlegð í kynningarstarfi innan Íslandsstofu við aðrar greinar, svo sem ferðaþjónustu í markaðsverkefninu InspiredbyIceland og IcelandNaturally við kynningu á íslenskri menningu.“


Við treystum á íslenskan landbúnað

Íslenskur landbúnaður er mikilvægur fyrir fæðuframleiðslu þjóðarinnar og atvinnulíf í landinu öllu.

67


Margrét Guðnadóttir á Núpshlíðarhálsi 2016 með Keili í baksýn.

/ Myndir úr einkasafni nema annars sé getið.

Minningarorð um Margréti Guðnadóttur – flutt í Neskirkju við útför Margrétar 19. janúar 2018 Páll Valsson

Ofan við hátíðarsalinn í aðalbyggingu Háskóla Íslands eru greypt vísuorð Jónasar Hallgrímssonar: Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð.

Það var að sönnu vel til fundið að gera hugsun Jónasar að einkunnarorðum æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Hér er vísindunum lýst í senn sem aflvaka hugmynda og allra meina bót en að auki muni þau leiða þjóð og land til farsældar. Þetta er framsækin hugsun því þegar Jónas yrkir þetta í hyllingarkvæði til 68

Frakkans Paul Gaimard árið 1839 eru vísindin enn í mótun, Darwin hafði ekki enn birt tímamótarit sitt um uppruna tegundanna og margir menntamenn, þar á meðal Jónas, glíma við að flétta saman guðstrú sína og vaxandi vísindi. Þetta er um margt heillandi tími, eins og mótunarskeið eru oft, og þarna liggja rætur nútímavísinda. Eftir því sem tímar liðu fram


Margrét ásamt öllum afkomendum sínum um jólin 2012.

urðu æ fleiri það sem kalla má vísindatrúar, og þótt mörgum þyki sem hugtakið trú stangist á við þann efa og gagnrýnu hugsun sem er aðall vísinda, þá felur það í sér sannfæringu um æðra hlutskipti, að lífið skipti máli, að við höfum hvert og eitt okkar hlutverk sem okkur ber skylda til að rækta. Því má halda fram að sómakonan Margrét Guðnadóttir prófessor hafi verið vísindatrúar og að óður Jónasar til vísindanna lýsi vel hugmyndum Margrétar og þeirri staðföstu sannfæringu sem kallaði hana til starfa sérhvern dag ævinnar, og þá meina ég sérhvern dag. Gekk menntaveginn fyrir tilstilli fermingarkjóls Margrét Guðmunda var fædd þann 7. júlí árið 1929 í Landakoti á Vatnsleysuströnd, dóttir Guðna Einarssonar, sjósóknara og organista, sem ættaður var af Suðurlandi og Guðríðar Andrésdóttur af Suðurnesjum. Þar ólst Margrét upp í hópi hálfsystkina, sem voru fjögur, Eyrún, Guðmunda, Jón Guðni og Lilja, og síðar yngri albróður, Eyjólfi, en á þessum árum var líflegt samfélag á Vatnsleysuströnd, fjöldi barna á öllum bæjum og

Margrét Guðnadóttir á Búnaðarþingi í Hörpu árið 2017. /Mynd VH.

samgangur góður þeirra á milli. Þarna var samfélag samhjálpar, sagði Margrét, og sá samhugur og hjálpsemi sem einkenndi afstöðu fólks hvað til annars, á tíma þegar berjast þurfti fyrir nauðþurftum,

mótaði lífsskoðun Margrétar. Fólkið í Landakoti dreymdi um menntun, sá hana í hillingum og leit svo á að það besta sem hægt væri að gefa börnum væri menntun. En skólaganga var forréttindi og langt í frá sjálfsögð. Frá tíu ára aldri gekk Margrét í Viktoríuskólann í Brunnastaðahverfi, sem var klukkutímagangur úr Landakoti, nefndur eftir skólahaldara sem var gagnmerk kona og „einn mesti hörkukennari sem ég hef kynnst“ sagði Margrét síðar. Meðal annars mun Viktoría hafa látið börnin læra kvæði og lagði þannig góðan grunn sem gerði Margréti síðar nær ósigrandi í helsta afþreyingarleik þessa tíma, að kveðast á. En hún hafði líka lært ókjör af sálmum þar sem hún sat barn í kirkjunni á Kálfatjörn þar sem faðir hennar var að æfa kirkjukórinn eða spila sálma á orgelið. Sálmarnir soguðust inn í barnshugann sem var eins og límheili. „Ég get ekkert að þessu gert, allt sem rímar situr fast í hausnum á mér“, sagði hún síðar líkt og í afsökunarskyni. Það er síðan merkilegt til þess að hugsa að þessi mikla vísindakona skyldi ganga menntaveginn fyrir tilstilli fermingarkjóls. 69


Þegar ferming Margrétar nálgaðist vorið 1943 var hún send til Reykjavíkur til þess að máta kjól sem Guðmunda og Lilja, hálfsystir hennar, voru að sauma á hana. Þá gerist það að systkini hennar neituðu að hleypa henni heim aftur, Margrét hefði sýnt að hún gæti lært og nú skyldi hún í skóla. Einkum var Jón bróðir hennar fastur fyrir, en ekkert systkinanna hafði átt kost á lengri skólagöngu sem kannski skýrir harðfylgi þeirra og vottar um einstaka velvild í hennar garð. Þar með hófst skólaganga Margrétar sem endaði í læknisfræði, meira af útilokun annarra greina en beinlínis löngun til að verða læknir. En þó hafði Sigurður Þórarinsson sýnt nemendum í jarðfræðitíma í MR mynd af veirum sem tekin var í rafeindasjá. Um það sagði Margrét: „Ég sat uppi með þá sannfæringu að þetta hlyti að vera skemmtilegasta fræðigrein sem um gæti.“ Veirurnar, þessar ófullkomnu og fallvöltu lífverur, urðu svo ævilangir lífsförunautar Margrétar Guðnadóttur. Í samfylgd við veirurnar Og samfylgdin við veirurnar hófst snemma. Í læknadeildinni mættu konur vissri tortryggni á þessum tíma og sumir prófessorar höfðu nokkurn vara á sér gagnvart því að konur væru mikið að hasla sér völl í hinum æðri vísindum. Í munnlegu prófi hjá Níelsi Dungal kom Margrét upp í ormategund sem hún vissi allt um og prófdómarinn, Björn Sigurðsson frá Veðramóti, vildi gefa henni tíu. Dungal var tregur til en varð alltént að hleypa kvenpersónunni í gegn. Björn hringdi hins vegar strax í Margréti og bauð henni vinnu við veirurannsóknir á tilraunastöðinni á Keldum sem hann stýrði. Þar með stígur Margrét inn í hið merkilega samfélag á Keldum og hóf sínar rannsóknir, fyrst á lungnabólgu og inflúensu en síðar mænusótt. Björn verður þannig allt í senn, velgjörðarmaður Margrétar, lærifaðir og mentor. Síðar flytur hún að Keldum, hreiðrar þar um sig í „gamla húsinu“ og gerist þar með alvöru Keldnasvín eins og starfsmenn voru stundum kallaðir. Á vegum Björns heldur Margrét svo í framhaldsnám, fyrst til Bretlands en síðar í Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Það var Margréti mikið harmsefni, að þegar hún snýr aftur heim að Keldum til starfa, að beiðni Björns, er hann hins vegar látinn, langt um aldur fram. Margrét varð því að einhverju leyti að taka við keflinu. Þar var mikil ábyrgð sett á ungar herðar, því oft hefur verið 70

Margrét með Andreas Demosthenous dýralækni á Kýpur árið 2012.

bent á að rannsóknir Björns höfðu vakið heimsathygli og líkur verið að því leiddar að hann hefði vafalítið fengið Nóbelsverðlaun síðar fyrir rannsóknir sínar, hefði hann lifað. Eflaust hefur Björn séð fljótt að í Margréti fór kona sem óhætt var að fela ábyrgð. Sjálf sagði hún að ekki hefði verið annað fyrir sig að gera en að dengja sér í strenginn, hella sér út í vinnu enda verkefnin ærin. Þannig mætti segja að hin langa vinnuævi Margrétar Guðnadóttur hafi verið, því allar götur gekk hún til vinnu hvern dag, og alltaf voru verk sem biðu og þoldu þó helst enga bið. Á sama hátt er starf vísindamannsins þannig að þolinmæði er dyggð, nákvæmni, þrautseigja og ekki sakaði að hún gæti snúist upp í nokkra þrjósku. Allar þessar lyndiseinkunnir hafði Margrét og sumar í ríkum mæli. Á sjöunda áratugnum eignaðist hún líka börn sín tvö, Guðna Kjartan, fæddan 1961 og Eydísi Láru, fædda 1963. Hún fékk góðar konur til að gæta barnanna og taldi sjálfsagt að barnapían fengi helminginn af hennar launum, og að auki eina sjálfstæða herbergið í húsinu á meðan þau bjuggu á Keldum. Annars voru börnin að mestu frjáls og sjálfala í þessu sérstæða samfélagi á Keldum þar sem vísindamenn voru í óvenjulega nánu samneyti og um túnin reikuðu kindur og búpeningur auk barna og vinnumanna af ýmsu tagi.

„Iss, það er bara klukkutími“ Þegar sá fyrir endann á Keldnavistinni festi Margrét fjölskyldunni íbúð í Rofabæ, sem hafði þann ótvíræða kost að vera skammt frá Keldum svo hún gat vel gengið þann stutta spöl, að hennar mati, niður holtið og taldi það ekki eftir sér, sá Göngu-Hrólfur sem hún alla tíð var. Ung hafði hún stundum gengið frá Vatnsleysuströnd og til Reykjavíkur, og á efri árum þegar rannsóknastofa hennar var komin niður í Ármúla, fannst henni heldur ekki tiltökumál að ganga úr Árbænum, „iss, það er bara klukkutími“. Margrét sagði sjálf að hún hefði prjónað fjölskylduna inn í Rofabæinn því hún prjónaði lopapeysur á lausum stundum, eina á virkum dögum og aðra um helgi og seldi svo báðar upp í íbúðina. Göngu-Hrólfur sagði ég, en Margrét var líka staðfastur notandi Strætisvagna Reykjavíkur og var eins og gangandi uppflettibók um áætlanakerfið. Það þurfti ekki alltaf rím til að límheilinn virkaði. Hún kunni nákvæmlega alla komutíma sérhverrar strætóleiðar hvar sem var í bænum. Eins og gefur að skilja var henni meinilla við allar breytingar á áætlanakerfinu, bölvaði þeim aðeins og sjálfsagt bölvað íhaldinu í leiðinni, en svo setti hún bara breytingarnar á sig, uppfærði stýrikerfið og hélt áfram. Síðasta uppfærslan var svo seint sem í sumar leið. Og það var


Margrét á yngri árum.

Margrét mótmælir Kárahnjúkavirkjun við Stjórnarráðið í Reykjavík.

erfitt að fá að skutla henni. Einu sinni bað ég hana að hitta mig útaf tilteknu máli og bauðst til að sækja hana, en það var ekki við það komandi, hún kom í strætó til fundar við mig vestur í JL-hús. Með sjálfum mér hafði ég heitið því að heimta að fá að skutla henni heim að fundinum loknum. Sú orrusta var hins vegar gjörtöpuð áður en hún hófst, Margrét sagði það algeran óþarfa að vera að hafa svona fyrir sér og nánast hljóp af stað, „iss, vagninn kemur eftir sjö mínútur“. Prinsippkona og kennari af lífi og sál Það voru alltaf hreinar línur í samskiptum Margrétar við annað fólk. Hún var prinsippkona, allir vissu hvar þeir höfðu hana og sem yfirmaður var hún áfram um hag samstarfsmanna. Vísindamaðurinn vissi að góðir hlutir gerðust hægt, seigla og dugnaður var það sem gilti í rannsóknum, rétt eins og í lífinu sjálfu. Hún gerði hins vegar miklar kröfur til samstarfsfólks, eins og þeir gera jafnan sem gera miklar kröfur til sjálfs sín. Þess vegna gátu fagleg samskipti stundum verið stormasöm. Margrét átti einkum erfitt með fólk sem henni fannst ekki leggja sig nægilega fram, það átti að vera 100%, ekkert minna. Sérhlífni og leti átti ekki upp á pallborðið hjá henni, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það má tengja beint hennar lífssýn, mönnum bar að sinna hæfileikum sínum og rækta þá, vera trúir sinni köllun og ekki gefa neinn afslátt.

Margrét í kartöflugarðinum í Landakoti.

71


Margrét yngri, Margrét eldri og Eydís á Kýpur 2012.

Eins og títt er um brautryðjendur rak Margrét sig oft á veggi á sinni lífsleið. Það segir sig til dæmis sjálft að ekki hefur alltaf verið auðvelt að vera eini kvenprófessorinn í læknadeildinni, en Margrét var skipuð prófessor í sýklafræði 1969, fyrst íslenskra kvenna að bera þann titil. Um okkar konu má hins vegar fullyrða að hún lét ekki vaða yfir sig. Aldrei. Einhver kann að spyrja hvers vegna Margrét, svo gjörsamlega laus við allan hégóma sem hún var, hafi yfirhöfuð sent inn prófessorsumsókn í háskólann. Eitt svar er að hana langaði að ögra karlveldinu, þótt hún hefði þá prinsippafstöðu í jafnréttisbaráttunni að kyn eitt og sér ætti ekki færa fólki neinn forgang – „hvaða máli skiptir hvernig þú pissar? það sem skiptir máli er hvað þú gerir!“ var hennar sýn á þetta. En það bjó í henni prakkari og hún sendi því inn umsókn til þess að karlarnir neyddust til að taka afstöðu á faglegum forsendum til alvöru umsóknar frá konu sem hafði sannarlega margt að segja um efnið og auðvitað stóðust fáir henni snúning þegar veirurnar voru annars vegar. Mesta ánægja hennar í prófessorsstarfinu var kennslan. Hún byrjaði strax að kenna og þar lagði hún sig alla fram, eins og jafnan, undirbjó sig vandlega 72

fyrir hvern einasta tíma og hafði mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna. Hún vildi að þeim gengi vel, allir áttu að fá hæstu einkunn, það var hennar markmið fyrir þeirra hönd. Hún talaði um nemendur sína af virðingu og hlýju, og ekki síst gladdist hún þegar stúdentar sem hún vissi að bjuggu kannski við erfiðar aðstæður eða kröpp kjör, stóðust prófin. En að sama skapi hafði hún ekkert umburðarlyndi fyrir þeim sem ætluðu sér að sleppa létt, það var afstaða sem hún fyrirleit. Og hún lét ekkert trufla kennslu eða slá sig út af laginu. Einhvern tíma í miðri kennslustund reið jarðskjálfti yfir höfuðborgarsvæðið og hristist allt duglega í stofunni. Margrét hætti um stund að skrifa á töfluna, leit yfir bekkinn og sagði: „Þetta er allt í lagi, þetta er bara jarðskjálfti“ – og hélt svo áfram. Landakot á Vatnsleysuströnd Þegar Margréti barst til eyrna að föðurarfleifð hennar, Landakot á Vatnsleysuströnd, væri komin á sölu brást hún við skjótt og keypti jörðina. Það segir svo sína sögu um hana að henni fannst matið of lágt, jörðin væri meira virði en uppsett verð og þess vegna gerði hún makaskiptasamning við Jón bróður sinn, seljandann, og keypti handa honum raðhús í smáíbúðahverfinu í staðinn. Það

fannst henni sanngjarnt og rétt skyldi vera rétt. Þannig atvikaðist það að hún hóf sinn sérstæða búskap í Landakoti, þar sem hún hafði áður skottast um tún lítil stúlka á eftir föður sínum og móður. Það var enda gaman að sjá Margréti í Landakoti, þar sem hún gekk um sína kæru jörð í vaðstígvélum og stóru, grænu úlpunni og nánast sveif um hlaðið með sínu sérstæða fjaðurmagnaða göngulagi. Hún setti þarna niður 5 ær og einn hrút – sem fékk nafnið Stalín, og hóf þar tilraunir með visnu. Vísindatilraunir hennar þarna urðu að sönnu merkar – en ég held að sama verði vart sagt um búskapinn að öðru leyti. Þegar ég kom í Landakot nokkrum árum síðar hljóp bústofninn á tugum fjár – og nær helmingurinn voru hrútar. Margréti var fyrirmunað að lóga hrútunum þegar þeir höfðu gegnt sínu hlutverki, „Maður drepur ekki vini sína“ sagði hún og því stefndi í hálfgert óefni. Við vinir Guðna vorum því stundum kallaðir til þegar þurfti að glíma við hrútana. Þarna stóðu þeir frammi fyrir manni, gleiðir og sjálfsöruggir, Stalín, Lenín og Trotskí, og þurfti þrjá menn á hvern þeirra til að koma þeim í hús. Einkum var þó Stalín illvígur, mannýgur og mikill fyrir sér. Svo hafði slæðst inn í hjörðina aðkomuhrútur, kollóttur og golsóttur og hálfvesældarlegur allur, og fékk sá nafnið


Gorbatsjov. Til þess var þó tekið að smám saman fóru æ fleiri lömb að taka á sig mynd Gorbatsjovs, kollótt og golsótt, og kom á daginn að meðan þeir Stalín, Trotskí og Lenín voru sífellt að stangast á með látum og hávaða, hafði Gorbatsjov gengið hljóður til sinna skylduverka og uppfyllt jörðina, og unnið frægan sigur. Því ekki má gleyma því að út úr þessu hrútabrölti, sem við getum kallað, þróaði Margrét fyrsta bóluefni í heiminum gegn hæggengum veirusýkingum í samstarfi við kollega á Kýpur og hefur auðvitað vakið heimsathygli. Á menntaskólaárunum vorum við vinir Guðna oft og tíðum heimagangar í Rofabænum. Þangað vorum við alltaf velkomnir og þar mátti nánast allt. Þar var ekki pjattinu fyrir að fara í heimilishaldi og þegar Guðni þurfti vegna líffræðitilraunar að fylgjast með þroska kjúklinga, þá var sjálfsagt mál að fylla stofuna af fiðurfé sem spígsporaði þar um vikum saman. Nema hvað. Vísindin efla alla dáð. En líka listin því Margrét gerði sér grein fyrir mikilvægi listar í uppeldi. Hún taldi ekki eftir sér á Keldnaárunum að fylgja börnum sínum í strætó í Barnamúsíkskólann, bíða þar meðan spilatíminn stóð og svo heim aftur – og bæði börnin urðu atvinnutónlistarmenn. Henni fannst líka sjálfsagt að leggja íbúð sína undir þegar við gerðum á menntaskólaárunum kvikmyndina Svartir páskadagar sem er tekin í Rofabæ. Margrét hafði gaman af þessu brölti öllu og endaði á því að leika í kvikmyndinni, hlutverk símastúlku, og gerði það af innlifun og prýði og leiðbeindi jafnframt aðalleikaranum, Karli Axelssyni, þegar henni þótti lítt sannfærandi og ótrúverðugt hvernig hann hellti upp á kaffi í myndinni. Sá launaði henni leiðsögnina síðar með því að gerast lögmaður Margrétar, samleikkonu sinnar, í margvíslegum málaferlum við þau öfl sem þá vildu nota land hennar í tilgangi sem henni var ekki að skapi. Þarf ekki að fara mörgum orðum um lítinn árangur þeirra til þess að bjóða henni skaðabætur eða bera á hana fé. Sósíalisti og náttúruverndarsinni Sjálf sagðist Margrét hafa orðið sósíalisti á námsárunum í Bandaríkjunum þegar hún starfaði þar á slysavarðstofu til að ljúka kandidatsári í læknisfræðinni. Það stríddi gegn allri hennar lífssýn þegar ekki mátti lækna fólk og græða

Margrét, Guðni, Eydís og Sigríður barnfóstra um 1965.

Guðni og Margrét í Landakoti um 1998.

Guðni, Margrét og Eydís 1966 eða 1967.

73


mein þeirra, án þess að ganga fyrst úr skugga um að sjúklingarnir gætu borgað eða hefðu tryggingar. Í slíku samfélagi vildi hún ekki búa. Hennar samfélag var samfélag samhjálpar eins og hún hafði upplifað í barnæsku sinni á Vatnsleysuströnd. Margrét studdi því vinstri menn mjög einarðlega, fyrst Alþýðubandalagið og síðan Vinstri hreyfinguna - grænt framboð og tók stundum sæti á lista, auk þess sem hún sat í ráðum, þótt hún væri fullkomlega metnaðarlaus um eigin pólitískan framgang, hafði hvorki áhuga né taldi sig hafa tíma í slíkt. Hin síðari ár fann Margrét hugsjónum sínum farveg í baráttunni fyrir náttúruvernd. Hún var einlægur náttúruverndarsinni og þegar Kárahnjúkavirkjun var í aðsigi tók hún strætó í hverju hádegi niður á Austurvöll og stóð þar í mótmælaskyni. Þar varð til samstæður hópur kvenna á hennar reiki sem mótmæltu virkjuninni í hverju hádegi og bölvuðu íhaldinu, og þegar sú orrusta var endanlega töpuð fóru þær að hittast í staðinn á kaffihúsi og kjafta – og bölva íhaldinu. Það var Margréti mikið kappsmál að kjósa í nýliðnum kosningum, þótt hún væri bundin á spítala og hafði miklar áhyggjur af því að atkvæði hennar myndi örugglega skila sér. Þótt hún væri orðin veikburða þá braust hún til að kjósa og kviknaði þá strax gamall prakkaraskapur, af sama tagi og fékk hana til að spila Nallann hátt af svölunum í Rofabænum þegar kosningaskrifstofa vinstri manna í Árbæ var á heimili hennar og kjörstaðurinn í skólanum við hliðina. Hjúkrunarfræðingurinn sem fylgdi henni til að kjósa núna í októberlok, alnafna hennar og sonardóttir, hafði mestar áhyggjur af því að þær yrðu reknar af kjörstað vegna kosningaáróðurs því prófessorinn gat ekki stillt sig um að leiðbeina fólki svolítið um hvað gæfulegast væri að kjósa. Rétt eins og henni þótti ótækt þegar hún uppgötvaði að sjúkraþjálfarnir á Landspítalanum kynnu ekki Nallann, svo hún taldi sér skylt að kenna þeim hann. Ég held að orðið tómstundir hafi ekki verið til í orðabók Margrétar Guðnadóttur. Vinnan var hennar líf og yndi, en hún var samt félagslynd á sinn hátt, ræktaði vini og á efri árum hafði hún ómælt gaman af samverunni með sínum gömlu samstúdentum úr MR sem hélt hópinn af mikilli ræktarsemi, fór í ferðalög og sótti samkomur og alltaf var Margrét með. 74

legan hlátur og smitandi, líkt og ískraði í henni og allur líkaminn hristist en einkum þó axlirnar. Hennar einlægi axlahlátur er ekki síst minnisstæður frá hinum ógleymanlegu þremur vikum í Edinborg árið 1980 þar sem við félagar nutum gestrisni prófessorsins og gistum hjá henni meðan á Edinborgarhátíðinni stóð; við sóttum listviðburði stíft, og Margrét með, og spjölluðum svo um hvaðeina. Þar var prófessor Margrét í essinu sínu; glaðbeitt, hlý og gefandi í samvistum.

Margrét Guðnadóttir við rannsóknir á Keldum.

Gömlu stúdentarnir færðust aftur saman eftir því sem árin liðu og fennti yfir pólitískan ágreining – „við tölum ekkert lengur um pólitík“, sagði Margrét. Hún sótti tónleika og kvikmyndahátíðir af kappi, og bar sig þá oft sérstaklega eftir myndum úr fjarlægum heimshlutum, ekki síst úr austri. En fyrst og síðast fylgdist hún grannt með öllum fjölskyldumeðlimum og lét sig aldrei vanta þegar eitthvað stóð til hjá börnum, barnabörnum eða barnabarnabörnum. Þá skipti engu máli hvort það var messusöngur Þórðar langömmubarns eða framsækinn gítarleikur Tóta ömmubarns, hún mætti jafn staðfastlega í kirkjuna og á rokktónleika hjá Agent Fresco og sýndi hvoru tveggja virðingu. Á nýársdag mætti svo öll stórfjölskyldan í Landakot og snæddi franskar kartöflur sem Margrét Guðnadóttir var sérfræðingur í og tók það auðvitað vísindalegum tökum. Hún ræktaði kartöflurnar sérstaklega alveg frá upphafi, skar svo og steikti með því lagi sem hún hafði þróað og skapað henni orðstír. Það er gaman að segja frá því að síðustu vikurnar á spítalanum hafði þjóðkunnur maður uppi á henni með einhverjum hætti og var síminn réttur Margréti á sjúkrabeð hennar því erindið var talið brýnt; maðurinn vildi semsé þýfga hana um uppskrift að hennar rómuðu frönsku kartöflum. Hló með öxlunum Ekki má gleyma hlátrinum. Margrét var hláturmild, hafði einstaklega skemmti-

Stórfjölskyldan voru börnin, Eydís óbóleikari, sem nú býr í Landakoti, en þær mæðgur voru nánar, stóðu þétt saman í náttúruverndarbaráttunni og í því að verja landareign sína, og Guðni, klarínettleikari og tónlistarmaður, kona hans Lára Stefánsdóttir, og svo börn Guðna sem eru: Margrét hjúkrunarfræðingur, sem gift er Hallgrími Arnarssyni og eiga þau börnin Þórð, Grím Smára og Þórönnu Guðrúnu, Hildur tónlistarmaður, sem á soninn Kára, og svo Þórarinn, Guðrún Halla, Hróar og Stefán Franz. Þetta var fólkið hennar sem hún sinnti af alefli, stóð fast með og fylgdi í blíðu og stríðu. Margrét lést 2. janúar síðastliðinn úr krabbameini. Ef til vill hafði hún látið sjálfa sig mæta afgangi, ekki viljað láta hafa fyrir sér, eða eins og hún sagði einhvern tíma: „Ég fer ekki að æða til læknis áður en ég veit hvað er að mér.“ Margrét Guðnadóttir skilur eftir sig mikið og stórmerkilegt ævistarf sem halda mun nafni hennar á lofti um ókomna tíð. Um leið og við kveðjum hana með virðingu og miklum þökkum fyrir góð kynni, hlýju, vináttu og uppfræðslu, og vitaskuld hennar mikilvæga þjóðþrifastarf, þá langar mig að ljúka þessum minningarorðum með einu af uppáhaldskvæðum hennar eftir uppáhaldsskáld hennar, Stein Steinar: BÚLÚLALA Abbessiníukeisari heitir Negus Negusi, og Negus Negusi segir: Búlúlala. Öllum mönnum, sem íhuga málstað ríkisins, finnst unun að heyra Negus Negusi tala. Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins, sem ekki hlusta á Negus Negusi tala. Ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi, ég er Negus Negusi. Búlúlala.


Við sjáum tækifæri í íslenskum landbúnaði

Búnaðarsamband Austurlands

Nútímalandbúnaður er fjölbreyttur og skapar verðmæti fyrir þjóðina.


Nesbúegg ehf. á Vatnsleysuströnd

Ágæt staða í eggjaframleiðslu en blikur gætu verið á lofti Margrét Þóra Þórsdóttir

Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd, segir stöðu í eggjaframleiðslu góða og svo hafi verið undanfarin ár. Til framtíðar litið gætu blikur verið á lofti, einkum þá og sér í lagi varðandi nýlega genginn EFTA-dóm þess efnis að innflutningstakmarkanir á ferskum matvælum hér á landi samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Þá sjái menn heldur ekki fyrir hver áhrif verða af samningum sem taka gildi 1. maí næstkomandi og varða niðurfellingu á tollum og eða lækkun tolla á fjölda landbúnaðarafurða.

Nesbúegg rekja sögu sína til ársins 1971, en það ár hófst starfsemi fyrirtækisins. Hún hefur vaxið og dafnað í áranna rás og er Nesbúegg nú annað af tveimur stærstu eggjabúum landsins. Höfuðstöðvarnar eru á Vatnsleysuströnd, þar er skrifstofa félagsins og bróðurpartur framleiðslunnar fer þar fram. Þá er félagið einnig með bú í Miklholtshelli í Flóahreppi þar sem starfsemin snýst um framleiðslu á lífrænum eggjum. Í Vogunum hefur félagið rekið eggjavinnslu frá árinu 2002. Starfsemin fer því fram á þremur stöðum. Starfsmenn félagsins eru um 20 talsins. „Staðan í eggjaframleiðslunni er með ágætum og hefur svo verið undanfarin ár, hún hefur verið okkur eggjabændum hagstæð. Markaðurinn hefur stækkað, landsmenn hafa í auknum mæli tekið egg inn á sinn matseðil, enda um hollan og heilnæman mat að ræða, og eftirspurn hefur því aukist jafnt og þétt í takt við breytt viðhorf til matvæla. Þá skiptir líka máli að hin síðari ár hefur ferðamönnum fjölgað mjög hér á landi og eiga þeir sinn þátt í því að stækka markaðinn,“ segir Stefán Már. Stígandi í framleiðslu lífrænna eggja Hann segir að félagið hafi á undanförnum árum fjárfest töluvert í mannvirkjum, reist ný hús og endurbætt önnur, m.a. til að svara kalli nýlegrar reglugerðar um dýravelferð. Áform séu að auki uppi um enn frekari fjárfestingar á því 76

sem og kokkum lífið léttara, en þar eru í boði soðin egg, eggjakökumix, heilegg, bakaraegg, eggjahvítur og rauður, sem hafa í för með sér vinnusparnað fyrir þessar atvinnugreinar. Á meðal helstu viðskiptavina eru einmitt bakarí, hótel, veitingastaðir og stór mötuneyti. sviði. Í Flóanum sé til að mynda nýleg bygging, en Nesbúegg reisti þar hús undir framleiðslu á lífrænum eggjum árið 2015. Nesbúegg reið á vaðið í þeim efnum, var fyrsta íslenska eggjabúið til að bjóða upp á lífræn egg. Viðtökur á markaði voru góðar og ljóst að eftirspurn sé eftir vöru af því tagi í bland við hina hefðbundnu. „Það hefur verið stígandi í þeirri framleiðslu,“ segir Stefán Már. Ströngum gæðakröfum er fylgt við framleiðslu eggjanna sem og eftirliti. Fuglarnir nærast á lífrænu fóðri og hafa góðan aðgang að útisvæði. Nesbúegg hefur að auki framleitt svonefnd hamingjuegg, sem koma frá hænum í lausagöngu. Eggjavinnslan í Vogum býður upp á nokkra vöruflokka sem gera bökurum

Viðbúin að mæta nýjum áskorunum „Til framtíðar litið er ég hæfilega bjartsýnn á stöðu eggjaframleiðslu hér á landi, með þeim fyrirvara þó að við okkur blasir nokkur óvissa um hver framgangur EFTA-dómsins verður. Við sjáum enn ekki að fullu fyrir hver áhrif hans verða í okkar starfsemi. Hið sama má segja um tollasamninginn milli Íslands og Evrópusambandsins sem tekur gildi í vor og felur í sér að tollkvótar verða auknir og tollar felldir niður eða lækkaðir á mörgum landbúnaðarafurðum. Áhrif þessa munu koma í ljós þegar líður á árið og við erum viðbúin því að mæta þeim áskorunum sem þau geta haft á okkar starfsemi,“ segir Stefán Már.


Guðbrandur Brynjúlfsson á Brúarlandi á Mýrum

Svínarækt verður ekki stunduð hér án tollverndar Margrét Þóra Þórsdóttir

„Sé rétt á málum haldið getur íslensk svínarækt átt bjarta framtíð fyrir sér. Greinin nýtur velvildar neytenda og kemst af án beins opinbers stuðnings, notkun innlendra fóðurefna hefur farið vaxandi með aukinni kornrækt í landinu og afurðirnar eru heilnæmar. En greinin þarfnast tollverndar, án hennar er ekki hægt að stunda svínarækt hér á landi,“ segir Guðbrandur Brynjúlfsson.

Guðbrandur Brynjúlfsson.

Hann rekur svínabúið Búvang að Brúarlandi á Mýrum, ásamt konu sinni, Snjólaugu Guðmundsdóttur, og syni þeirra og tengdadóttur, Brynjúlfi Steinari og Theresu V. Olesen. Á Brúarlandi er rekið blandað bú með um 100 gyltum og tæplega 200 fjár. Guðbrandur segir greinina standa á afdrifaríkum tímamótum um þessar mundir. Hún standi frammi fyrir mikilli fjárfestingarþörf, m.a. vegna opinberra krafna um aukið húsrými fyrir dýrin og bættan aðbúnað. Á öðrum Norðurlöndum, þar sem sömu kröfur hafa verið gerðar, hafi svínabændur fengið myndarlegan stuðning, allt upp í 40% af kostnaði frá hinu opinbera, enda litið svo á að um samfélagslegt verkefni væri að ræða. Annað sé upp á teningnum hér á landi þar sem 440 milljónir króna séu í boði samkvæmt gildandi búvörusamningi til aðlögunarbreytinga. Síaukinn yfirgangur Evrópusambandsins „Þá ber þess að geta að svínarækt, sem og annarri kjötframleiðslu í landinu, stendur ógn af dómi EFTA-dómstólsins, þess efnis að ólögmætt sé að banna innflutning á hráu kjöti. „Þessi síaukni yfirgangur Evrópusambandsins með tilheyrandi inngripum í hrein og klár innanríkismál okkar er að verða algjörlega óþolandi. Málið snertir fleiri en kjötframleiðendur, hér er um að ræða lýðheilsumál sem snertir allan almenning í landinu,“ segir Guðbrandur. Hann nefnir einnig að svínabændur, líkt og aðrir, standi frammi fyrir því að nýr

Á Brúarlandi á Mýrum er rekið blandað bú með um 100 gyltur og tæplega 200 fjár. Myndir / Brúarland

tollasamningur taki gildi á vordögum þar sem kveðið er á um stórauknar heimildir ESB til tollfrjáls innflutnings á svínakjöti til Íslands, úr 200 tonnum á ári í 700 tonn. Þó svo að Ísland fái heimild til útflutnings á 500 tonnum af svínakjöti á markaði í Evrópu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að við framleiðum ekki svínakjöt til útflutnings, við erum engan veginn samkeppnisfær við risabúin erlendis og það vita ráðuneytismenn mæta vel. Þar á bæ hafa menn haldið því fram að við höfum beðið um þessa breytingu. Það er einfaldlega rangt, við fórum fram á jafnræði og sanngirni,“ segir Guðbrandur. Hann bætir við að engan veginn sé hægt að stunda svínarækt á Íslandi án tollverndar. „Það er pólitísk ákvörðun hvort rétt sé að vernda innlenda framleiðslu, m.a. með hliðsjón af byggðarsjónarmiðum, hollustu og lýðheilsu. Það er staðreynd sem ekki verður hrakin að hér á landi er einungis notað lítið brot af fúkkalyfjum í svínaræktinni í samanburði við notkun á Spáni, en

stór hluti af því svínakjöti sem flutt er til landsins kemur þaðan.“ Mikil fjárfestingarþörf í greininni en algjör óvissa ríkjandi Guðbrandur segir að afkoma í svínarækt sé sæmileg um þessar mundir, eftirspurn eftir kjötinu sé mikil og þar skipti hinir erlendu ferðamenn miklu, þeir stækki markaðinn umtalsvert. „Innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurn, því hefur innflutningur aukist mikið, innflutt svínakjöt var um 30% af neyslunni á liðnu ári. Það er kaldhæðnisleg staðreynd að íslenskir svínabændur hafi ekki nýtt sér það svigrúm sem gefist hefur á liðnum árum til að auka sína framleiðslu. Ástæðan er einfaldlega sú að við stöndum frammi fyrir mikilli fjárfestingarþörf á sama tíma og óvissan um framtíð greinarinnar er algjör. Íslensk stjórnvöld hafa enga stefnu þegar kemur að svínarækt og hafa aldrei haft. En það er alveg ljóst að atvinnuvegur eins og svínarækt verður að sjá að minnsta kosti tíu ár fram í tímann hvað varðar ytri skilyrði til rekstrar. Svo er nú aldeilis ekki þegar kemur að svínaræktinni,“ segir Guðbrandur. 77


Garðyrkjustöðin Melar á Flúðum

Ferskleiki og gæði sett í öndvegi Margrét Þóra Þórsdóttir

Umfangsmikil ræktun á gúrkum og fjórum afbrigðum af tómötum fer fram á Melum á Flúðum allt árið um kring í raflýstu 5.000 fermetra gróðurhúsi. Til viðbótar eru um þúsund fermetrar í plasthúsum þar sem margvíslegar tegundir eru ræktaðar, kál ýmiss konar, sem síðan er plantað í paprikum og tómataplöntun eftir forræktun.

Litla Melabúðin.

Guðjón og Helga hafa verið þátttakendur í innleiðingu gæðahandbókar fyrir matjurtaneytendur og eru sátt við þá vinnu sem farið hefur fram í kringum gerð hennar sem og hugmyndina sem þar liggur að baki.

Mikil útiræktun á káli fer einnig fram á garðyrkjustöðinni sem hjónin Guðjón Birgisson og Sigríður Helga Karlsdóttir reka. Melar var fyrsta garðyrkjustöðin í einkaeign á Íslandi sem hóf ræktun á tómötum með raflýsingu, en slík lýsing hefur verið á Melum frá árinu 1994. Á Melum eru ræktaðir Heilsutómatar sem innihalda þrefalt meira magn af andoxunarefninu lýpópen heldur en önnur afbrigði af tómötum og segir Guðjón rannsóknir hafa leitt í ljós að það efni veiti viðnám gegn hjartasjúkdómum og krabbameini. Að auki rækta þau hjón hefðbundna tómata, gula kirsuberjatómata og aðeins af papriku. „Kál hefur verið stór þáttur í okkar ræktun frá upphafi, við ræktum í raun allar tegundir grænmetis nema púrru. Gæði og ferskleiki er í öndvegi hjá okkur, allt okkar grænmeti er handplantað, handskorið og sérvalið í neytendapakkningar og fer héðan frá okkur samdægurs til neytenda,“ segir Guðjón. Græn orka í fyrirrúmi Ræktunin er vistvæn, býflugur sjá um að frjóvga tómatplöntur og engin eiturefni eru notuð á grænmetið, en lífrænum vörnum beitt í baráttu við meindýr. „Við höfum græna orku í fyrirrúmi, nýtum auðlindir jarðar við garðyrkjuna. Grænmetið á Melum er m.a. ræktað í vikri frá Heklu og vökvað með ferskvatni, því sama og nýtt er á heim78

ilum í Hrunamannahreppi,“ segir Guðjón. Gróðurhús eru hituð upp með heitu vatni sem nóg er af, kolsýran kemur úr jörðu og rafmagn úr fallvötnum. Tilbúinn áburður er notaður í vistvænni ræktun. Melar hafa sitt eigið merki á öllum pakkningum en Guðjón og Helga eru einnig ötulir stuðningsmenn íslensku fánarandarinnar, bæði merkin eru á öllum þeirra vörum. Þannig er hún að fullu rekjanleg til framleiðenda. „Neytendur hringja beint hingað, jafnt til að hrósa og eins ef eitthvað hefur borið út af, það er hið besta mál og hjálpar okkar að bæta það sem betur má fara,“ segir Guðjón. Hann segir íslensku fánaröndina skipta þau máli og hafi hjálpað til við markaðssetningu, neytendur séu mun meðvitaðri en áður um að þeir séu að kaupa íslenskt grænmeti en ekki innflutt þegar fánaröndin kemur við sögu. „Það eru því miður dæmi um að verið er að slá ryki í augu neytenda, þeim seld innflutt vara en ekki íslensk.“

„Með henni er hægt að búa til staðla sem farið er eftir og ef eftir stöðlunum er farið geta neytendur verið öruggir um gæði framleiðslunnar,“ segir hann. Íslenskir garðyrkjubændur standa framarlega „Það er gaman að vera garðyrkjubóndi, starfið er mjög fjölbreytt, hefur breyst heilmikið á þeim 38 árum sem liðin eru frá því ég hóf störf í greininni. Íslenskir garðyrkjubændur eru tæknivæddir og standa framarlega á sviði ræktunar og tækni. Afkastageta íslensku búanna er svipuð og í Finnlandi og Noregi sem er talsvert afrek þar sem við búum á norðlægari slóðum. Við höfum sótt okkar þekkingu í töluverðum mæli til Finnlands og aðlagað íslenskum aðstæðum með góðum árangri,“ segir Guðjón. Þau hjónin reka markað við Mela, Litlu Melabúðina þar sem vörur þeirra eru seldar beint frá býli, einnig selja þau þar matvöru af ýmsu tagi úr nærumhverfinu. Þá rækta þau salat og kryddjurtir og selja í búð sinni. Alls starfa á Melum 12 manns að vetrarlagi en starfsmannafjöldinn eykst að sumrinu þegar 14 til 17 manns starfa við garðyrkjustöðina.


Fallegar geitur í Keldudal.

Guðrún segir að geitur séu skemmtileg dýr og hver og ein hafi sinn persónuleika.

Guðrún Lárusdóttir í Keldudal í Skagafirði:

Geitur eru skemmtilegar skepnur en geta verið ansi óþekkar Margrét Þóra Þórsdóttir

Guðrún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði, með tvo kiðlinga. Myndir / Keldudalur

„Geitur eru afskaplega skemmtilegar skepnur og miklir karakterar,“ segir Guðrún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði, en þar býr hún ásamt eiginmanni, Þórarni Leifssyni, og þremur börnum, Þórdísi, Sunnu og Þorra, öll svo til uppkomin.

Fyrstu geiturnar fengu þau frá Meyjarlandi á Reykjaströnd, þrjár huðnur og einn hafur, öll hvít. „Við höfum síðan smám saman verið að fjölga í stofninum, flestar urðu geiturnar hér í Keldudal um 20 talsins, en nú eigum við 12. Hjá okkur fæddust síðasta vor 25 kiðlingar, flestir gráflekkóttir,“ segir Guðrún. Reykt geitakjöt algjört sælgæti Hún segir að í Keldudal hafi mest allt kjöt sem af geitunum kemur verið tvíreykt og það sé algjört sælgæti hrátt, „en það bragðast líka ljómandi vel soðið,“ bætir hún við. Karl Bjarnason hefur sútað stökurnar, fiðan er kembd af geitunum en Guðrún segir að þau hafi ekki nýtt hana fram til þessa. Geitur hafa ekki verið mjólkaðar í Keldudal, svo þar ganga kiðlingar undir mæðrum sínum allt sumarið.

Íslenski geitastofninn telst til búfjárstofna í útrýmingarhættu, en um miðja síðustu öld voru innan við eitt hundrað geitur í landinu. Þeim hefur fjölgað til muna hin síðari ár og eru nú yfir 1.100 á landinu öllu. Einungis eitt stórt geitabú er í rekstri í landinu, á Háfelli í Hvítársíðu, en þar eru geitur mjólkaðar og búnir til geitaostar úr afurðunum. Langalgengast er að innan við 20 geitur séu á bæ, „svo það má segja að hjá okkur flestum sé um að ræða tómstundagaman, aukabúskapur með öðru,“ segir Guðrún. „Við hyggjumst ekki fjölga geitum meira að sinni, fyrst ætlum við að þróa úrvinnslu betur og sölu á afurðum.“ Hún nefnir að allnokkrir bændur sem halda geitur hafi unnið við að þróa afurðir af geitunum, t.d. pylsur og reykt

geitakjöt, og eins hafi fiðan verið send út til rannsókna í Noregi. Þá hafi sumir hverjir nýtt horn og klaufir í minjagripi. Geta verið ansi óþekkar Fyrst og fremst segir Guðrún að geitur séu skemmtileg dýr og hver og ein hafi sinn persónuleika. „Þær geta verið ansi óþekkar og þær eru mjög lagnar við að finna göt á girðingum.“ Það hentar alls ekki að hafa geitur þar sem er skógrækt eða skrúðgarðar, þær eru örskotsstund að éta upp úr einu blómabeði. Það er heldur ekki hægt að smala þeim eins og sauðfé, þær hlaupa bara í kringum mann, þannig að annaðhvort þarf maður að hafa fötu af korni við höndina og þá elta þær, eða hund sem þær bera virðingu fyrir,“ segir Guðrún. 79


Jóhann Gylfi Guðmundsson minkabóndi

Áhuginn drífur okkur áfram Margrét Þóra Þórsdóttir

„Ég neita því ekki að það var mjög erfitt að hefja reksturinn einmitt á þeim tíma þegar mikil sveifla niður á við kom í greinina,“ segir Jóhann Gylfi Guðmundsson, sem ásamt unnustu sinni, Fanneyju Guðrúnu Valsdóttur, rekur fyrirtækið Eldfeldur ehf. að Snjallsteinshöfða í Holta- og Landsveit en fyrirtækið stendur þar að minkabúi.

Jóhann Gylfi er ungur að árum, 24 ára gamall, en afskipti hans af loðdýrarækt hófust árið 2012 þegar hann hóf störf á minkabúi. Ári síðar, í byrjun árs 2013, fór hann með félaga sínum til Danmerkur þar sem þeir unnu um nokkurra mánaða skeið á minkabúi. „Þegar við komum heim á ný vorum við ákveðnir í að fara í búfræði á Hvanneyri eða kaupa okkur eigið minkabú. Við komumst ekki inn í skólann þannig að það var bara eitt í stöðunni, að elta drauminn, leita að nothæfu minkabúi og hefja rekstur. Við stofnuðum félagið Eldfeldur og keyptum gömul minkahús að Snjallsteinshöfða haustið 2013, en þau höfðu ekki verið í notkun í 20 ár. Að auki fjárfestum við í um það bil 800 læðum,“ segir Jóhann Gylfi. Félagi hans dró sig síðar út úr rekstrinum.

Fanney Guðrún Valsdóttir og Jóhann Gylfi Guðmundsson reka minkabú að Snjallsteinshöfða í Holta- og Landsveit, félag þeirra heitir Eldfeldur ehf. Myndir / Eldfeldur

hjá Kopenhagen fur, stærsta uppboðshúsi í heimi. Þar selja allir íslenskir bændur sín skinn.

Erfitt að fá niðursveiflu í fangið á fyrsta ári Jóhann Gylfi segir að þegar þeir félagar hafi á sínum tíma farið af stað með sinn rekstur hafi staða á markaði verið góð og svo hafi verið um nokkurra ára skeið. „Verð fyrir minkaskinn hafði verið gott árin á undan, en nánast um leið og við byrjuðum í bransanum fór verðið að lækka og hefur verið mjög lágt allan tímann. Það er auðvitað erfitt að fá það í fangið svona í upphafi, niðursveiflu strax á fyrsta ári. En ætli það sé ekki áhuginn, metnaðurinn og þrjóskan sem haldi í okkur lífinu. Við erum ekkert að gefast upp,“ segir hann. Jóhann Gylfi og Fanney eru bæði í fullri vinnu með því að reka eigið minkabú. Fanney sem tamningamaður, en Jóhann Gylfi starfar á öðru minka- og kúabúi auk eigin bús. „Þetta er skemmtileg búgrein að því leyti að það er ör þróun, ef vel er hugsað um búið og vandað til verka sjást miklar 80

Blackcross-skinn.

framfarir á stuttum tíma. Það er gaman að sjá afurðina verða til og batna frá ári til árs.“ Jóhann Gylfi segir að um þessar mundir séu menn mikið að velta umhverfinu fyrir sér, plastnotkun sem dæmi og dýravelferð. Loðdýraræktin sé umhverfisvæn búgrein sem fullnýti það hráefni sem til fellur við fisk- og kjötvinnslu sem ella yrði urðað. Greinin gefi svo af sér lífræna afurð. Til samanburðar séu gervipelsar unnir úr plasti og öðrum gerviefnum. Minkabúin þurfi að fylgja ströngum reglugerðum við velferð dýra. Á næsta ári þurfi þau að hafa aflað sér sérstakrar „Well fur“-vottunar til að geta selt skinn

Gengismálin spila inn í Á síðasta ári hækkaði heimsmarkaðsverð á minkaskinnum en sú hækkun skilaði sér ekki til íslenskra bænda vegna styrkingar krónunnar. Fyrsta skinnauppboði þessa árs er nýlokið og segir hann að þar hafi ýmislegt gengið á, hækkun og lækkun eða verð staðið í stað, allt eftir því í hvaða gjaldmiðli verðið er reiknað. „Oft hafa miklar sveiflur verið á skinnaverði en við vonumst til að það fari að stíga upp á við og gengið verði okkur hagstætt. Það yrði mikil synd ef minkarækt hér á landi héldi ekki velli vegna þeirra erfiðleika sem greinin er í um þessar mundir,“ segir Jóhann Gylfi. „Mér finnst alveg einstakt að upplifa hvað bændur í greininni eru samheldnir og vinna vel saman, þetta er ekki stór búgrein og menn þekkjast vel. Sjálfur hef ég fengið ómetanlega aðstoð frá þeim bændum sem starfa í greininni og hefði aldrei komist af stað í eigin rekstur án þeirra hjálpar,“ segir Jóhann Gylfi.


Stóra-Vatnshorn, bærinn stendur við austurenda Haukadalsvatns í Dölum. Þar búa Valberg Sigfússon og Jóhanna Sigrún Árnadóttir með sonum sínum, Vigni Smára og Baldri, og reka sauðfjárbú. Kjöraðstæður eru þar til sauðfjárbúskapar, fallþunginn síðastliðin ár hefur verið um 18,5 kíló.

Stóra-Vatnshorn í Dölum

Hér er beitilandið gjöfult og gott Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við trúum því að ef einhvers staðar á landinu sé framtíðarvon í sauðfjárbúskap þá sé það hér, við búum inni í beitilandinu sem er gjöfult og gott og slátrum megninu af lömbunum nánast beint úr fjalli að hausti.

inum og því var ekki um annað að ræða en byggja almennilegt hesthús. Það tók nokkur ár meðfram öðrum verkefnum, en húsið er veglegt og rúmgott og þau eru hæstánægð með útkomuna. „Hrossaræktin á bænum er hins vegar lítilfjörleg og við höfum haldið hrossaeigninni undir 20 gripum, en samt er það nú einhvern veginn svo að hrossin eru alltaf nógu mörg, en bara ekki nægilega góð.“

Þetta eru kjöraðstæður til sauðfjárbúskapar og fallþunginn síðastliðin ár hefur verið um 18,5 kíló. En það hefur ekki blásið byrlega í sauðfjárræktinni undanfarin misseri og allt eins líklegt að verulegar breytingar verði á greininni á næstu árum,“ segir Valberg Sigfússon, bóndi á Stóra-Vatnshorni, bærinn stendur við austurenda Haukadalsvatns í Dölum. Þar býr Valberg ásamt konu sinni, Jóhönnu Sigrúnu Árnadóttur, Hönnu Siggu og tveimur sonum, Vigni Smára, 17 ára og Baldri, 9 ára. Valberg ólst upp í Kópavogi, en rætur Hönnu Siggu liggja að Stóra-Vatnshorni þar sem föðurætt hennar hefur búið nánast óslitið í 300 ár. Bæði eru hjónin búfræðingar frá Hólaskóla, þar sem þau kynntust í lok síðustu aldar. Valberg hefur að auki BS-gráðu í búvísindum frá Hvanneyri og meistaragráðu í erfða- og kynbótafræði frá sænska landbúnaðarháskólanum í Uppsölum í Svíþjóð. Hanna Sigga er grunnskólakennari, lauk B.Ed prófi árið 2000 og meistaraprófi í kennslufræðum frá Háskóla Íslands á liðnu hausti. Hún starfar við Auðarskóla í Búðardal. Tókum við góðu búi „Við fluttum hingað að Stóra-Vatnshorni árið 2002 og keyptum jörðina af foreldrum Hönnu Siggu ári síðar þegar þau fluttu í Búðardal. Við tókum við góðu búi og fórum fljótlega að bæta heldur í.“ Hafist var handa við að rífa allt innan úr fjárhúsunum, endurinnrétta og fjölga fénu.

Vignir Smári, 17 ára, hefur brennandi áhuga fyrir sauðfé og ekki er enn útséð með þann yngri, Baldur, 9 ára.

„Byggingarsaga fjárhúsanna er reyndar ansi skrautleg orðin, en þau voru upphaflega byggð árið 1963 sem taðhús fyrir 300 fjár. Nú eru þau 600 kinda hús með gjafagrindum og vélgengum kjallara. Við erum í vetur með um 550 fjár á fóðrum og er það svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár,“ segir Valberg. Ábúendur á Stóra-Vatnshorni eru að auki með svolitla ferðaþjónustu, gistingu í gamla íbúðarhúsinu og í tveimur sumarhúsum. „Það er eins með það og sauðfjárbúskapinn, við tókum við þessu af foreldrum Hönnu Siggu og lengi vel lögðum við ekki áherslu á að auka við, en segja má að eftirspurnin hafi tekið af okkur völdin. Síðustu ár hafa verið hér full hús af gestum frá vori og fram eftir hausti,“ segir Valberg. Hann er að sögn með ólæknandi hestaáráttu, sem ekki virðist réna með aldr-

Allt er breytingum háð Valberg telur meiri líkur en minni á að verulegar breytingar verði í sauðfjárrækt á komandi árum, enda hafi greinin gengið í gegnum þrengingar undanfarin misseri. „En ef einhvers staðar er framtíðarvon í sauðfjárbúskap þá er það hér,“ segir hann og gerir ekki ráð fyrir öðru en að halda áfram í greininni. „Eldri sonurinn hefur brennandi áhuga fyrir sauðfé en það er ekki enn útséð með þann yngri,“ segir hann. „Það þýðir samt ekkert að vera með einhverja þráhyggju í þeim efnum heldur laga sig að aðstæðum og grípa þau tækifæri sem bjóðast,“ enda stendur til að bæta aðeins í ferðaþjónustuna. Tvö ný sumarhús eru í smíðum, „og þau verða bara tilbúin þegar við klárum að byggja þau. Það er dálítið okkar stíll að nudda verkefnum áfram sjálf og þræla vinum og vandamönnum út í leiðinni, frekar en að skuldsetja okkur um of.“ 81


Litla gula hænan:

Velferð dýranna höfð að leiðarljósi Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við höfum fengið mjög góðar viðtökur á markaði og seljum ævinlega allt sem við framleiðum,“ segir Margrét Gunnarsdóttir, sem ásamt móður sinni, Jónu Margréti Kristinsdóttur, á Litlu gulu hænuna, kjúklingabú sem rekið er á Gunnarshólma, í landi Kópavogs. Býlið hefur verið starfandi frá sumrinu 2014 og gengur reksturinn það vel að mæðgurnar hafa viðrað hugmyndir um stækkun. Eru þær farnar að leita fyrir sér að býli í námunda við höfuðborgarsvæðið.

Margrét Gunnarsdóttir á og rekur, ásamt móður sinni, Jónu Margréti Kristinsdóttur, kjúklingabúið Litlu gulu hænuna, kjúklingabú á Gunnarshólma.

Margrét segir að Litla gula hænan hafi alla tíð stundað landbúnað þar sem velferð kjúklinganna er höfð að leiðarljósi í gegnum allt framleiðsluferlið. „Við höfum yfir að ráða miklu rými þannig að kjúklingarnir hafa nægt pláss til að athafna sig og þá hafa þeir aðgang að útisvæði sem þeir nýta þegar vel viðrar,“ segir hún. Litli guli hænuunginn.

Fóðrið blandað sérstaklega fyrir búið Um 2.000 fuglar eru á búinu í einu og fer slátrun fram á 6 vikna fresti. Margrét segir að aðrar leiðir en hinar hefðbundnu séu farnar þegar kemur að fóðrun fuglanna, en þeir fá einungis byggblandað óerfðabreytt fóður sem sérstaklega er blandað fyrir búið. Engin aukaefni eru notuð í framleiðslunni og kjúklingarnir frá Litlu gulu hænunni eru ósprautaðir. „Við kappkostum að hafa allt framleiðsluferlið sem sjálfbærast, geymum sem dæmi allan skít og nýtum hann sem áburð,“ segir Margrét.

Litlir gulir ungar njóta útiverunnar. Búið hefur rými fyrir um 2.000 fugla í einu.

Hreinleiki og uppruni skiptir neytendur máli Landsbyggðarbúum gefst kostur á að kaupa vöruna og fá senda heim á hlað til sín en eins gefst fólki kostur á að versla beint frá býlinu.

Bróðurpartur afurðanna fer á markað á höfuðborgarsvæðinu, kjúklingarnir fást í völdum verslunum og þá er mikið um sölu beint inn á veitingastaði.

„Það er óhætt að segja að þetta hefur gengið ótrúlega vel hjá okkur, það hefur greinilega átt sér stað mikil vitundarvakning meðal fólks varðandi þá fæðu sem það neytir. Fólk leitar í auknum mæli eftir fæðu án aukaefna og vill vita uppruna matarins. Margir kjósa að versla beint frá býli af þessum sökum.“

„Það kom okkur skemmtilega á óvart hvað veitingastaðir höfðu mikinn áhuga fyrir okkar vöru, þeir kaupa vanalega um helming framleiðslunnar,“ segir Margrét.

Kjúklingabúið er í gömlum útihúsum við Gunnarshólma, skammt austan Reykjavíkur. Þau voru öll gerð upp í samræmi við nýja starfsemi áður en hún hófst.

82

„Hugmyndin að þessum rekstri kviknaði eiginlega bara í kaffispjalli. Okkur þótti sárlega vanta vöru af þessu tagi inn á markaðinn. Víðast hvar erlendis hefur maður val um hvort maður kaupi lífrænan kjúkling, svokallaðan „free range“, eða kjúkling sem elst upp við þessar hefðbundnu aðstæður sem við þekkjum. Við létum slag standa, brettum upp ermar og gerðum þetta bara sjálfar í stað þess að bíða eftir að einhver annar gerði það,“ segir Margrét. Búið hefur rými fyrir um 2000 fugla í einu, en að sögn Margrétar hafa mæðgurnar áform um að stækka búið. „Þessi er ekki sú hagstæðasta og eins er kyndikostnaður á Gunnarshólma of hár en þar er ekki heitt rennandi vatn. Nú erum við því að leita að ákjósanlegum stað til að geta aukið framleiðsluna auk þess sem við leitum að hugsanlegum samstarfsaðila í það verkefni. Áhugasamir mega endilega setja sig í samband við okkur.“


Jónína Zophonísadóttir, skógarbóndi á Mýrum í Skriðdal

Miklir möguleikar og bjartar horfur til framtíðar Margrét Þóra Þórsdóttir

Mýrar á Skriðdal á sunnanverðu Fljótsdalshéraði.

„Það eru miklir möguleikar fyrir hendi í skógræktinni og framtíðarhorfur bjartar. Ég hef fulla trú á því að innan fárra ára hafi hér skapast mörg störf í kringum afurðavinnslu. Flestir eru einnig farnir að gera sér grein fyrir mikilvægi kolefnisbindingar og því er nauðsynlegt að styðja við þessa atvinnugrein sem kostur er svo hún fái svigrúm til að vaxa og dafna og leggi að auki sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvandann,“ segir Jónína Zophoníasdóttir, skógarbóndi á Mýrum í Skriðdal, á sunnanverðu Fljótsdalshéraði, en þar ólst hún upp.

Jónína og maður hennar, Jón Júlíusson, hófu búskap á Mýrum árið 1976 og hafa búið þar félagsbúi ásamt Einari bróður hennar allar götur síðan. Í upphafi var þar blandaður búskapur, einkum kýr og kindur, en árið 1992 létu þau kindurnar frá sér en héldu kúabúskap áfram. „Þegar ég var unglingur starfaði ég á hótelinu á Hallormsstað sem þá var í húsnæði húsmæðraskólans. Ég notaði hverja frístund sem bauðst til gönguferða um skóginn og man enn hálfri öld síðar eftir logninu og ilminum úr skóginum. Þessar góðu minningar hafa hvatt mig áfram, þær kveiktu áhuga minn á skógrækt og urðu til þess að við hófum skógrækt á okkar jörð,“ segir Jónína. Barnabörnin Tinna Sóley og Rakel Birta á leið í plöntun.

Plantað í mela.

í stór og vöxtug tré sem stóðu undir húsveggjum bæjanna í Skriðdal. Þótti honum þá harla ólíklegt að tré gætu ekki vaxið í dalnum. Því hafi verið ákveðið að færa skógarlínuna ofar, „og árið 1996 gátum við hafist handa við þessa nýju og spennandi búgrein,“ segir hún.

vinir þeirra og aðrir unglingar í sveitinni þegar svo bar undir. Tengdasonur okkar er nú farinn að grisja elstu skógræktarsvæðin og barnabörnin hjálpa til við plöntun og áburðardeifingu, þannig að segja má að nýjar kynslóðir séu að koma inn í þetta með okkur og hafi af skógræktinni bæði gagn og gaman,“ segir Jónína.

Tæplega 200 þúsund plöntur gróðursettar á jörðinni Hún segir Skriðdal frekar snjóþunga sveit og liggi bærinn í 170 metra hæð yfir sjó. „Við höfðum áhuga fyrir að ganga inn í Héraðsskógaverkefnið, því með þátttöku í því hefðum við getað skapað búinu meiri tekjur, aukið verðmæti jarðarinnar til framtíðar, tekið þátt í að auka skógarþekju á Héraði og um leið aukið fjölbreytni í búskapnum,“ segir Jónína, en í fyrstu voru svörin á þá leið að tré gætu að öllum líkindum ekki þrifist í dalnum. Hann stóð ofar en sú hæðarlína sem markaði kjörlendi skógræktar samkvæmt útreikningum Skógræktar ríkisins.

Frá því gróðursetning hófst í landi Mýra árið 1996 hafa þau hjón plantað tæplega 200 þúsund plöntum, einkum lerki í mela og móa. Einnig hafa þau plantað töluvert af birki, greni, furum og öspum, en Jónína segir að aspir henti einkar vel á þeim blautu svæðum sem nóg sé af á Mýrajörðinni.

Jónína segir að skömmu eftir að Jón Loftsson hafi tekið við starfi skógræktarstjóra hafi hann farið í rannsóknarleiðangra um sveitir og þá rekið augun

Næstu kynslóðir áhugasamar „Við fjölskyldan höfum að mestu séð um alla plöntun sjálf. Börn okkar þrjú voru lengi við það starf í sumarvinnu sem og

„Þegar sú stund er runnin upp, líkt og í okkar tilfelli, að næstu kynslóðir hafa áhuga fyrir að taka við, tekjur eru farnar að skapast af grisjun og ýmsar skapandi lausnir og hugmyndir eru í gangi um sölu afurða þess efnis sem til fellur, get ég ekki annað en horft björtum augum til framtíðar. Og þá er ég ekki bara að tala um framtíð skógræktar á Íslandi heldur einnig framtíð sveita landsins,“ segir Jónína. 83


Ágætlega gengur að samræma ferðaþjónustu og æðarrækt í Vigur, enda lögð áhersla á að fólk haldi sig á stígum og svæðum sem ætluð eru fyrir ferðamenn.

Salvar Baldursson í Vigur

Tækifærin liggja í útflutningi á fullunnum vörum Margrét Þóra Þórsdóttir

„Staða æðarræktar hefur verið nokkuð góð á liðnum árum, líkt og gildir um aðrar útflutningsgreinar. Verð sem fengist hefur fyrir dúninn hefur verið stígandi, allt fram á síðasta ár þegar verð fór aðeins að lækka. Gengisþróun spilar þar inn í, en við æðarbændur þekkjum sveiflur á markaði vel, þær hafa í áranna rás verið nokkuð reglulegar,“ segir Salvar Baldursson í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Hann og Hugrún Magnúsdóttir, kona hans, hafa búið í Vigur frá árinu 1981, en bræðurnir Salvar og Björn tóku við búi þar árið 1985 af Baldri, föður sínum, og Birni, bróður hans, Bjarnasonum.

Salvar segir að engin ástæða sé til annars en bjartsýni fyrir hönd æðarræktar þó svo verðið hafi farið aðeins niður á við í fyrra. „Tækifærin í greininni liggja að ég hygg einkum í framleiðslu og útflutningi á fullunnum vörum úr æðardún, sængum og fatnaði þar sem æðardúnn er í lykilhlutverki og eins náttúrulegur og hugsast getur.“ Æðarvarpið var bændum í Vigur ekki hagstætt síðastliðið vor, úrkoma var mikil og veður vont, en við slíkar aðstæður segir Salvar ekki gaman að huga að varpi. „Öll vinna verður erfiðari og jafnvel ekki hægt að fara um varpið dögum saman. Þegar það svo loks tekst er dúnninn blautur og þarf að setja hann í þurrkara samdægurs svo hann skemmist ekki. Veðurfarið hafði þau áhrif hér að við fengum um 30% minni dún en árið á undan þegar hreinsun var lokið,“ segir Salvar. 84

Ferðaþjónusta gengur ágætlega með æðarræktinni Ferðaþjónusta hefur verið rekin í Vigur frá árinu 1990 og segir hann að margir spyrji hvernig gangi að samræma hana við æðarvarpið. Salvar segir að leiðsögumenn séu með öllum hópum sem út í Vigur komi og rík áhersla sé lögð á að fólk haldi sig á stígum og þeim svæðum sem ætluð eru fyrir ferðamenn. „Okkar reynsla er sú að þetta gengur upp, en ævinlega þarf þó að fara varlega, sérstaklega þegar fuglinn er að setjast upp. Ferðamenn eru hrifnir af því að komast svona nálægt fuglunum og eru áhugasamir um dúninn og meðferð hans. Þeir fá svo í lok ferðar að líta inn í dúnhreinsunina og við förum yfir það hvernig hann er hreinsaður,“ segir hann. Samdráttur í veiðum á ref og mink valda æðarbændum áhyggjum Minkur hefur í eitt skipti komist í Vigur,

Staða æðarræktar hefur verið góð síðastliðin ár, verð hefur stigið upp á við en lækkaði aðeins í fyrra. Æðarbændur eru vanir sveiflum í verði.

það var fyrir 10 árum og ekki á varptíma, en náði engu að síður að næla sér í 40 teistur sem raðað var vandlega í bóli hans. Salvar segir vel flesta æðarbændur hafa áhyggjur af þróun mála þegar kemur að veiðum á mink og ref, en mörg sveitarfélög hafi dregið verulega úr veiðum og jafnvel alveg hætt þeim. Framlag ríkisins til veiðanna minnki stöðugt. „Allir sem þekkja til vita hvaða skaða þessi dýr geta valdið, einkum er minkurinn afkastamikill, þess eru dæmi að 600 æðarungar hafi verið taldir út úr einu minkagreni. Minkurinn er líka virkur í því að halda mófuglastofni í klemmu,“ segir Salvar.


Garðshorn á Þelamörk í Hörgárdal

Nýja reiðhöllin bætir vinnuaðstöðuna og opnar á nýja möguleika, en m.a. hafa þau boðið upp á reiðskennslu þar við kjöraðstæður.

Birna Tryggvadóttir og Agnar Þór Magnússon á Garðshorni:

Mikilvægt að standa vörð um nýliðun í greininni Á Garðshorni á Þelamörk reka Birna Tryggvadóttir og Agnar Þór Magnússon hrossaræktarbú sitt. Þar búa þau ásamt þremur börnum sínum, Ylvu Sól, Degi Snæ og Yrsu Líf. Birna og Agnar fluttu að Garðshorni árið 2014, tóku þá við sauðfjárbúi í fullum rekstri og reka það samhliða hrossaræktinni. Þau hafa smám saman verið að byggja jörðina upp, en hún er í heild 410 ha að stærð, þar af eru 45 ha ræktuð tún.

Undanfarin ár hafa þau komið með hross til dóms sem sýnt hafa styrkleika ræktunarlínunnar og staðið sig vel. Þau eru fljót til, gangmikil, hreyfingarfalleg rýmishross sem henta breiðum hópi fólks og eru heiðarleg.

„Við erum hér með hesthús fyrir allt að 30 hross og flest allt eins hesta stíur, reiðhöll og beitiland allt í kring. Fjalllendið fyrir ofan okkur er mjög gott upprekstrarland, þar eru hrossin frjáls með hjörðinni og ungviðið elst upp við fjölbreyttar aðstæður, grýtt og grösugt fjalllendi, sem er mikilvægt fyrir ungviðið til að ná líkamlegum og andlegum þroska,“ segir Birna.

„Þetta eru eiginleikar sem stór hluti markaðarins leitar eftir um þessar mundir, hross með fótaburð, hreinar og einfaldar gangtegundir og auðvelt geðslag,“ segja þau.

Vel hefur gengið að koma hrossum á framfæri, „og við höfum verið heppin með kaupendur,“ segir Agnar. „Ef hestar lenda í góðum höndum og vel er að verki staðið við þjálfun er það ekki bara hagur eigenda heldur líka okkar. Sáttur og ánægður kúnni er besta auglýsingin fyrir okkur sem hrossaræktendur.“ Agnar og Birna starfa á breiðum grunni, eru ekki með öll eggin í sömu körfunni, reka tamningastöð, bjóða upp á reiðkennslu, sýningu á hrossum og reka sauðfjárbú. Um 30 hross eru á búinu og vilja þau halda fjöldanum niðri til að njóta þess ef upp koma einstaklingar sem þau vilja halda áfram með. Þau kappkosta að velja góða stóðhesta á hryssurnar og velja þá með opnum huga, útiloka ekkert. „Við höfum verið lánsöm með okkar hryssur, þær virðast gefa af sér hross sem eru fljót

Sirkus f. Garðshorni á Þelamörk sigurvegari 4 vetra stóðhesta á LM2016 ásamt Sveini, Agnari Þór og Birnu.

til en það er dýrmætt í hrossarækt líkt og öðrum búgreinum,“ segja þau. Á réttri leið Búið á Garðshorni hefur fjórum sinnum verið tilnefnt á landsvísu sem hrossaræktarbú ársins og hlaut titilinn árið 2014 sem þau segja einn skemmtilegasta áfangann sem þau hafi upplifað. Hross úr ræktun þeirra hafa staðið ofarlega á lands- og heimsvísu, sem óneitanlega er gaman að sögn Birnu og Agnars og er ákveðinn vegvísir um að þau séu á réttri leið.

Færri hross en betri Agnar og Birna segja mikilvægt í hrossaræktinni að standa vörð um nýliðun, gera yngri kynslóðum auðveldar fyrir að byrja í hestamennsku. „Unga kynslóðin tekur við af okkur hinum eldri og það er nauðsynlegt að í upprunalandi íslenska hestsins sé fyrir hendi sterkur hópur sem bera mun uppi hróður hans á komandi árum.“ Þau telja líklegra en ekki að áfram fækki í hópi þeirra sem rækta hross, það leiði svo til þess að færri hross verði eftir, en gera megi ráð fyrir betri gæðum. „Varan verður betri sem þýðir að allt verður eins og best verður á kosið, færri fá en vilja og slegist verður um hvern grip, þannig að framtíðin í hrossaræktin er björt.“ 85


Það er kannski ekki svo galin hugmynd að skella í eina 40 gráðu vél og elda sér steik í leiðinni?

Eldar matinn í þvottavélinni Erla Gunnarsdóttir

Ísraelski stúdentinn Iftach Gazit hefur hannað matarpoka sem hægt er að setja í þvottavél og þannig er hægt að þvo þvott og elda matinn á sama tíma. Iftach hefur nú vakið athygli víða um heim fyrir nýsköpun sína og kemur inn með ferska vinda í nútíma matargerð. Ef þú ætlar að elda steik við þessar aðstæður þarf að stilla á gerviefnastillingu en fyrir grænmeti er stillt á bómullarþvott.

Sousvide-pokarnir sem Iftach hefur hannað eru gerðir til að elda mat undir vatnsþrýstingi þar sem hráefnið er eldað við stöðugan hita og ætlaðan kjarnhita hráefnisins í plastpoka í vatnsbaði. „Ég hannaði pokana í einum kúrsinum í iðnaðarhönnun við listaháskólann í Bezalel í heimalandi mínu og var allan tímann með sous-vide-eldunaraðferðina í huga. Pokarnir eru gerðir úr vatnsheldum Tyvek-pappír sem kemur í veg fyrir að 86

sápa geti komið að matnum. Inni í pokunum er innsiglaður plastpoki til að koma í veg fyrir leka,“ útskýrir Iftach. Hugmyndin frá heimilislausu fólki Í stað þess að þurfa að fylgja nákvæmlega eftir leiðbeiningum sous-vide-uppskrifta og eldamennsku við 58˚C í tvo og hálfa klukkustund hannaði Iftach pokana með það í huga að mismunandi stillingar á þvottavélinni sjá fyrir háréttri eldamennsku.


Pokana, sem ísraelski listamaðurinn Iftach Gazit hefur hannað, er hægt að setja í þvottavél og þannig elda matinn eftir sous-vide-eldunaraðferðinni þar sem maturinn er eldaður undir vatnsþrýstingi og við stöðugan hita.

„Þetta verkefni á alveg rétt á gagnrýni og ég tek því en þó hafa viðbrögðin víðast hvar verið mjög jákvæð. Hugmyndina fékk ég í upphafi þegar ég hugsaði um heimilislaust fólk og hvernig það gæti eldað sér mat á þéttbýlum svæðum. Ég var búinn að lesa mikið af sögum af þvottahúsum sem eru opin allan sólarhringinn og hvernig sum þeirra eru kærkomið skjól fyrir heimilislaust fólk. Í síðustu efnahagskrísu árið 2008 misstu 1,8 milljónir fjölskyldna heimili sín,“ segir Iftach og útskýrir nánar: Steik úr þvottavél, hægelduð og bragðast afbragðs vel.

Iftach hannaði einnig leiðbeiningarmiða innan í fatnað samhliða sous vide-eldunarpokunum.

„Þetta byggist á sous-vide eldunaraðferðinni og mér fannst það geta gengið upp að tengja hana við þvottavélar. Síðan reyndi ég að láta renna saman skyndibita, frosinn og ódýran sem maður tengir gjarnan við Ameríku og síðan hægeldaðan ferskan og dýran mat sem maður tengir frekar við Frakkland. Með því að blanda þessu saman varð þetta útkoman hjá mér með framtíðareldhúsið sem er að vissu leyti vægðarlaust en getur vel gengið upp. Ég sé það fyrir mér að þetta geti vel gengið upp fyrir heimili og stórar stofnanir sem dæmi, en hvort við förum að sjá nýja veitingastaði sem eru fullir af þvottavélum í stað ofna og eldavéla, verður að koma í ljós!“ 87


Kynningarefni

Dufþaksholt í Hvolshreppi. Myndin er tekin við bugðu á Þverá rétt vestan þjóðvegarins. Í baksýn er Hekla og fjallið hægra megin heitir Kotamannafjall sem er rétt norðan við Fljótshlíðarveg.

88

Mynd / HKr.


Efnisyfirlit Hafrannsóknastofnun

90

Efling vísindalegrar þekkingar á umhverfi og lifandi auðlindum hafs og ferskvatns

BYKO

91

Sértækar vörur fyrir bændur

Landssamtök sauðfjárbænda

92

Tilgangurinn að efla íslenska sauðfjárrækt í sátt við samfélag og náttúru

Lífland

93

Mikil áhersla á gæði fóðurs og vöruþróun

Matís ohf. Heilög jörð og frumframleiðsla

94–95

Matvælastofnun

96

Störf Matvælastofnunar skapa verðmæti

Nítró sport

97

Allt á einum stað

Skógrækt ríkisins

98

Kolefnisbinding í skógum – fjórföldun nýskógræktar

DK hugbúnaður

99

Yfir sex þúsund fyrirtæki nota dk viðskiptahugbúnaðinn

Ergo

99

Sérsniðin þjónusta við bændur

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

100

RML í 5 ár

PROTIS

101

Hrein íslensk afurð – þorskprótín sem slær í gegn

Landssamband kúabænda Kúabændur horfa til framtíðar

Búvörudeild SS Bætt þjónusta og vaxandi þekking VÍNYL PARKET

102–103 104–105

Vínylparket

106

Frábær lausn fyrir gólfið

Kraftvélar

106

New Holland vél ársins á Agritechnika

Vélfang ehf.

107

Jafn vöxtur og góð afkoma skilar öflugri þjónustu á landsvísu

Félag eggjaframleiðenda og Félag kjúklingabænda

108

Hagsmunasamtök kjúklinga- og eggjaframleiðenda Bændasamtök Íslands Merki Pósitíft

Stofnungi ehf.

109

Fagmennska í ræktun

Bændasamtök Íslands Við erum öll í sömu sveit

110–111

Markaðsráð kindakjöts

112

Íslenskt lambakjöt sækir á

Ritsýn sf.

114

Landbúnaðarsýning í Laugardalshöllinni haustið 2018

89


Hafrannsóknastofnun

Efling vísindalegrar þekkingar á umhverfi og lifandi auðlindum hafs og ferskvatns Hafrannsóknastofnun Skúlagata 4 101 Reykjavík Sími: 575-2000 Netfang: hafogvatn@hafogvatn.is Vefur: www.hafogvatn.is

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, tók til starfa 1. júlí 2016 eftir sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar. Markmiðiðer að efla vísindalega þekkingu á umhverfi og lifandi auðlindum hafs og ferskvatns og stuðla að sjálfbærri og arðbærri nýtingu auðlinda. Stofnanirnar voru með skylda starfsemi og margir fiskstofnar sem lifa í ám ganga milli ferskvatns og sjávar. Ferskvatnslífríkissvið Hafrannsóknastofnunar sinnir lífríki og auðlindum í ferskvatni. Áhersla er á sjálfbæra nýtingu veiðihlunninda en rannsóknir á grunnþáttum í vistfræði ferskvatns hafa farið vaxandi. Hafrannsóknastofnun sinnir víðtækum grunn- og þjónusturannsóknum. Á stofnuninni er mikil þekking og reynsla og löng hefð er fyrir ráðgjöf til veiðifélaga, meðal annars til að stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskistofna í ám og vötnum. Rannsóknir og ráðgjöf til hagsmunaaðila og stjórnvalda hafa aukið verðmætasköpun við veiðinýtingu. Á stofnuninni eru gerðar rannsóknir á áhrifum framkvæmda á umhverfi og veitt ráðgjöf til að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra og bent á mótvægisaðgerðir. Fjölbreytilegt umhverfi vatna Á Íslandi er afar fjölbreytilegt umhverfi vatna til lands og sjávar. Fjölbreytni ferskvatnsbúsvæða má tengja jarðfræði landsins. Veðurfar er breytilegt milli landshluta, sem og hafstraumar og sjávarumhverfi í kringum landið. Vatnafar er mjög misjafnt eftir svæðum og oft miklar andstæður í vatnalífi. Hér á landi eru jökulvötn, lindarvötn og jarðhitavatn, sem óvíða finnast annars staðar. Vegna einangrunar er flóra og fána landsins fábreytileg en slíkar aðstæður eru sérstakar og um leið áhugaverðar sem vettvangur til rannsókna. Jarðhitalækir með mismunandi vatnshita eru kjöraðstæður til rannsókna á áhrifum loftslagsbreytinga á lífríki í vatni. Í ám og vötnum finnast lax, urriði og bleikja, en auk þeirra eru hér áll og hornsíli. Þetta eru mun færri fisktegundir en finnast í flestum nágrannalöndum. Tegundir smærri lífvera eru líka fáar. Stofnar laxfiska eru ólíkir innbyrðis og hafa aðlagast að aðstæðum á hverjum stað. Hver laxveiðiá hefur sinn stofn og í stærri vatnakerfum geta stofnar verið margir. Þjónusta og rannsóknir Á ferskvatnslífríkisviði eru unnin fjölbreytt verkefni fyrir tugi veiðifélaga og leigutaka, orkufyrirtæki, Vegagerðina, verkfræðistofur, sveitarfélög og almenning. Að auki eru stundaðar grunnrannsóknir á umhverfi og lífríki vatna. 90

Rannsóknir á botngerð í Laxá í Aðaldal. Botngerð skapar búsvæði til hrygningar og uppeldis fyrir laxfiska en tegundirnar hafa ólíkar þarfir, Mynd / Guðni Guðbergsson sem breytast eftir æviskeiðum.

• Umhverfi: Hafrannsóknastofnun sinnir rannsóknum og mælingum á eðlis- og umhverfisþáttum, efnainnihaldi vatns, vatnshita, sýrustigi, rafleiðni, seltustigi, kortlagningu á búsvæðum áa og framleiðslugetu þeirra. • Þörungar og smádýr: Gerðar eru víðtækar rannsóknir á þörungum og smádýrum í straum- og stöðuvötnum til að meta vistgerð vatna og fjölbreytileika. • Veiðiskráning: Haldinn er gagnagrunnur um veiði í samvinnu við Fiskistofu. Með góðri veiðiskráningu má greina sveiflur í stofnstærðum og ástand fiskstofna. • Stofnstærð, stofngerð og samsetning fiskstofna: Stærð stofna, veiðihlutfall, stærð hrygningarstofna, nýliðun og ástand er metið. Aldur og lífssaga er greind í kvörnum og hreistri. • Merkingar: Ýmiss konar merkingaraðferðum er beitt til að fylgjast með árangri fiskræktar, fari fiska, afföllum, vexti og viðgangi. • Erfðarannsóknir: Segja til um hvaða stofnar finnast á hverjum stað og hvernig best sé að haga verndun og nýtingu. Erfðarannsóknir geta metið innblöndun erfðaefnis frá eldisfiski. • Framkvæmdir: Kortlagning á grunnástandi lífríkisins og mat á áhrifum framkvæmda auk ráðgjafar um hönnun framkvæmda og mótvægisaðgerðir. Fiskeldi Fiskeldi hefur vaxið hér á landi síðustu ár, einkum laxeldi í sjókvíum. Hafrannsóknastofnun hefur metið burðarþol fjarða fyrir laxeldi, en í því felst mat á hversu mikið eldi hver fjörður getur borið án þess að vatnsgæði spillist. Gert hefur verið áhættumat sem miðar að því að meta áhrif strokulaxa úr eldi á villta stofna með viðmiðum til að hindra blöndun við villta laxastofna. Einnig er unnið að ýmiss konar rannsóknum sem tengjast eldinu sjálfu og umhverfi þess.


BYKO

Sértækar vörur fyrir bændur BYKO Skemmuvegur 2a 200 Kópavogur Sími: 515 4000 Fax: 515 4099 Netfang: byko@byko.is Vefsíða: www.byko.is

Auk þess að bjóða almennar byggingavörur eins og kambstál, timbur, festingar, verkfæri og fleira býður BYKO sérhæfðar bændavörur eins og steinbita, innréttingar, loftræstiglugga, gúmmímottur á bása og velferðarmottur á steinbita svo eitthvað sé nefnt. „Við höfum átt í farsælum viðskiptum við bændur um árabil og þau tengsl hafa einungis styrkst frá því við fórum að bjóða sértækar bændavörur,“ segir Halldór Kristinsson hjá sölu-og markaðssviði. „Bændur sem standa í framkvæmdum hafa takmarkaðan tíma til að hafa samskipti við marga söluaðila svo við leggjum okkur fram um að bjóða heildarlausnir.“

Nýja fjósið að Búrfelli í Svarfaðardal er frá BYKO. Fjósið er galvaniserað stálgrindarhús, klætt samlokueiningum.

Nýtt fjós að Búrfelli Að Búrfelli í Svarfaðardal er risið nýtt fjós frá BYKO. Fjósið er galvaniserað stálgrindarhús, klætt samlokueiningum. Áætlað er að taka fjósið í notkun í mars á þessu ári. Auk stálgrindarinnar og samlokueininganna sá BYKO um að útvega steinbita og innréttingar í nýja fjósið ásamt gúmmímottum ofan á steinbita í kálfastíu.

Áralöng reynsla hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að laga að nánast öllum þörfum nútímafjósa.

„Við hófum þessa vegferð með bændum að Búrfelli vorið 2017 og fjósið var komið upp tilbúið fyrir innréttingar um áramótin síðustu,“ segir Halldór og bætir svo við: „Við erum ánægðir með þennan áfanga og ætlum okkur að halda áfram að bjóða uppsettar landbúnaðarbyggingar á hagstæðu verði ásamt tilheyrandi innréttingum.“ Samlokueiningar Það færist í aukana til sveita að eldri byggingar, til dæmis hlöður, séu nýttar undir skepnur. Oftar en ekki eru þessar eldri byggingar klæddar gömlu bárujárni án einangrunar og samrýmast ekki nýjum reglugerðum. Halldór segir að samlokueiningarnar hafi verið mjög vinsælar hjá Byko undanfarin ár. „Samlokueiningar utan á nýjar eða eldri byggingar er hagstæðasta lausnin á markaðnum þegar kemur að klæðningu landbúnaðarbygginga. Með því að nota þær slá menn tvær flugur í einu höggi. Þeir fá endingargott og þrifalegt stálbyrði að utan sem innan auk þess sem einangrunin er innbyggð í einingarnar og því spara menn dýrmætan tíma.“ Innréttingar og steinbitar í fjós Hjá Byko eru í boði heit-galvaniseraðar fjósinnréttingar í samstarfi við Spinder í Hollandi. „Allar vörurnar frá Spinder eru hannaðar og prófaðar eftir ströngustu gæðakröfum og miða að velferð bæði dýra og manna. Áralöng reynsla hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að laga að nánast öllum þörfum nútímafjósa.“

Hjá Byko eru í boði heit-galvaniseraðar fjósinnréttingar í samstarfi við Spinder í Hollandi.

Halldór segir að stíur, jötugrindur og milligerði séu afgreidd í mörgum stærðum, gerðum og að í flestum tilfellum sé afgreiðslutíminn stuttur og varan flutt heim í hlað. BYKO býður einnig steinbita í fjós frá Swaans Beton. Hönnun steinbitanna tekur mið af miklu burðarþoli, stömu og slitsterku yfirborði og auðveldri losun mykju og hlands. „Það er kvarssandur á yfirborðinu sem býður upp á þennan eiginleika,“ segir Halldór. „Við erum einnig að bjóða tilskornar gúmmímottur á steinbita, svokallaðar velferðarmottur. Motturnar er sérlega hentugar á biðsvæðum í fjósum, til dæmis við mjaltaþjóna. Eða í kálfastíur þar sem harður steinninn getur farið illa með nýja kálfafætur,“ segir Halldór að lokum. Nánari upplýsingar um sértækar bændavörur má fá hjá halldorthor@byko.is 91


Landssamtök sauðfjárbænda

Tilgangurinn að efla íslenska sauðfjárrækt í sátt við samfélag og náttúru Landssamtök sauðfjárbænda Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík Sími 563-0350 Netfang: unnsteinn@bondi.is Vefur: www.saudfe.is

Landssamtök sauðfjárbænda eru hagsmunasamtök sauðfjárbænda í landinu. Í þeim eru 1.400 félagmenn sem skiptast í 19 aðildarfélög alls staðar af landinu. Helsta hlutverk samtakanna er að beita sér fyrir bættum kjörum sauðfjárbænda á öllum sviðum, auka faglegt starf innan greinarinnar og standa fyrir kynningu á framleiðsluvörum hennar. Stefnumótun íslenskra sauðfjárbænda til 2027 Víðtæk stefnumótunarvinna var unnin hjá Landssamtökum sauðfjárbænda í aðdraganda búvörusamninga sem undirritaðir voru 19. febrúar 2016. Þessi vinna var nauðsynleg við mótun samningsmarkmiða þar sem sérstök áhersla var lögð á jafnrétti, nýliðun, verðmætasköpun og umhverfismál. Fyrir árið 2027 vilja samtökin ná tíu markmiðum fyrir greinina: • Kolefnisjöfnun • Afurðir án erfðabreytts fóðurs • Vottuð dýravelferð • Rekjanlegar afurðir • Sjálfbærni til framtíðar • Lágmarks umhverfisfótspor • Sanngjörn viðskipti • Vottuð umhverfisstefna • Stefna um samfélagsábyrgð • Alþjóðlega viðurkennd sérstaða 92

Með þessu eru festar í sessi þær áherslur sem hafa rutt sér til rúms í starfsemi samtakanna og íslenskri sauðfjárrækt á undanförnum misserum og árum. Tilgangurinn er að efla íslenska sauðfjárrækt í sátt við samfélag og náttúru þar sem sérstaða, sjálfbærni, fjölbreytni og verðmætasköpun eru höfð að leiðarljósi. Markmiðunum verður einungis náð með því að hlúa að þeirri einstöku menningu sem tengist sauðfjárrækt um leið og stuðlað er að framþróun, nýsköpun, nýliðun og eflingu byggðar. Bændur eru vörslumenn landsins og vita að sjálfbær nýting auðlinda og virðing fyrir náttúrunni er forsenda farsællar framþróunar lands og byggðar. Lækkun afurðaverðs haustið 2017 Verðfall afurða haustið 2017 hefur reynst sauðfjárbændum erfitt. Starf félagsins á síðastliðnu ári hefur að mestu snúist um það verkefni að standa vörð um kjör bænda. Í þeirri baráttu hefur ekki náðst sá árangur sem vonast var eftir og ljóst að þessari vinnu er fjarri því að vera lokið. Góðar viðtökur við innheimtu félagsgjalda Sú staða sem nú eru uppi minnir okkur þó á hversu mikilvægt er að vinna sameiginlega að hagsmunum allra sauðfjárbænda og tala máli þeirra styrkum rómi. Í haust innheimti LS í fyrsta sinn félagsgjöld. Þátttaka var vonum framar og ánægjulegt að finna þá samstöðu sem félagsmenn sýna.


Lífland

Vöruhús og skrifstofur Líflands í Brúarvogi 1–3 í Reykjavík.

Mikil áhersla á gæði fóðurs og vöruþróun Lífland ehf Brúarvogi 1–3 104 Reykjavík Sími: 5401100 Netfang: lifland@lifland.is Vefur: www.lifland.is

Það var mikið um að vera hjá Líflandi á síðasta ári en þá fagnaði Lífland 100 ára afmæli sínu. Félagið tók til starfa árið 1917 og hét þá Mjólkurfélag Reykjavíkur. Félagið var stofnað af bændum í Reykjavík og nærsveitum til að annast vinnslu og dreifingu mjólkur í Reykjavík. Jafnframt því hóf félagið að útvega bændum rekstrarvörur til búskapar. Fyrirtækið hefur tekið breytingum í áranna rás en nafni þess var breytt í Lífland árið 2005. Verslanir Líflands eru nú orðnar fimm talsins og eru staðsettar í Reykjavík, Borgarnesi, Blönduósi, Akureyri og á Hvolsvelli. Í verslunum Líflands er mikið vöruúrval tengt landbúnaði, hestamennsku, ræktun og gæludýrum og lögð áhersla á að þjónusta viðskiptavini fyrirtækisins á sem bestan hátt. Fóðurverksmiðja á Grundartanga – hveitimylla í Korngörðum Lífland rekur tvær verksmiðjur. Á Grundartanga er fóðurverksmiðja fyrirtækisins, þar sem framleitt er kjarnfóður fyrir bændur. Eina hveitimylla landsins er í Korngörðum í Reykjavík, þar sem Lífland framleiðir Kornax-hveiti. Á afmælisárinu jók Lífland við framleiðslugetu sína á fóðri með því að bæta við nýrri framleiðslulínu í fóðurverksmiðjunni, sem tvöfaldar

Á Grundartanga er fóðurverksmiðja fyrirtækisins, þar sem framleitt er kjarnfóður fyrir bændur.

afkastagetu framleiðslunnar. Mikil áhersla er lögð á gæði fóðursins og uppfyllir það ströngustu gæðastaðla hvað varðar næringargildi og lífvarnir. Mikið er lagt upp úr vöruþróun og er fóðrið í stöðugri endurskoðun þar sem reynt er að bregðast hratt og örugglega við öllum athugasemdum sem fyrirtækinu berast.

Fyrsti mjaltaþjónninn Tæknisvið Líflands jók einnig við vöruúrval sitt á síðasta ári og hófst uppsetning á fyrsta Monobox mjaltaþjóninum frá GEA í Þýskalandi núna á haustmánuðum. Uppsetning hefur gengið vel og stendur sú vinna yfir vítt um landið og er lítið lát á fyrirspurnum Lífland fagnaði 100 ára um þennan nýja valkost. afmæli á síðasta ári. 93


Matís ohf.

Heilög jörð og frumframleiðsla Það vekur mér oft umhugsun, í ljósi mannkynssögunnar, hve örstutt er síðan sjálfsþurft og sjálfbærnihugsun var langtum ríkari í okkur en í dag. Það þarf ekki að fara nema fáeina áratugi aftur til að finna samfélag sem var að miklu leyti í sjálfsþurft, ekki síst til sveita. Matís ohf. Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík Sími: 422 5000 Netfang: matis@matis.is Vefur: www.matis.is

Í dag velti ég því stundum fyrir mér hvort börn átti sig á muninum á íslenskri framleiðslu og innfluttri þar sem allt er selt í frauðplasti og plastpokum út úr búð. Þó ég hafi í bernsku minni ávallt búið í borginni, man ég að við fjölskyldan vorum með kartöflugarð fyrir utan borgarmörkin og nýttum líka hráefni hinnar villtu náttúru, 94

tíndum bláskel í fjörum, villt ber og sveppi, fjallagrös og jurtir og nýttum rabarbara, rifsber og fleira úr sveitinni. Ég man líka eftir því að mamma tók alltaf saumaðan innkaupapoka með í búðina. Búðin var lítil og handan við næsta götuhorn. Ég minnist þess ekki að heilu hlössin hafi verið borin heim og þykir líklegt að mamma og fleiri hafi oftast miðað innkaupin við að þau kæmust í innkaupapokann, sem flestir virtust taka með sér. Óþarfi var sjaldgæfur lúxus. Umhverfismat fyrir allar nýjungar Nýjungar eins og plastpokar sem áttu að breyta lífi okkar til batnaðar, einfalda öllum lífið og verða um leið vettvangur auglýsinga


Matís ohf. og markaðs­ setningar til að undirbyggja aukna neyslu, hafa á örfáum áratugum snúist í andhverfu sína, myndað heilar eyjar af fljótandi plasti og komið Rakel Halldórsdóttir starfar sem plastögnum ráðgjafi hjá Matís ohf. í míkrómynd inn í líffæri sjávarlífvera – og okkar. Þetta er bara eitt dæmi um breytingar sem ef til vill eru unnar með hag manna að leiðarljósi, en voru vanhugsaðar til langs tíma með tilliti til virðingar fyrir jörðinni og vernd hennar. Í dag kallast það vafalaust langtíma umhverfismat og ætti að vera í gildi fyrir allar nýjungar, sama af hvaða toga. Mér verður oft hugsað til orða Lao Tzu, sem talinn er hafa verið samtímamaður Konfúsíusar fyrir um 2500-2600 árum, um Tao, innsta eðli heimsins: „Viltu bæta heiminn? Ég trúi ekki að það sé mögulegt. Heimurinn er heilagur. Hann getur ekki orðið betri. Ef þú reynir að eiga við hann, eyðileggurðu hann.“ Það eru sannindi í þessum forna texta. Því meira sem við reynum að bæta jörðina með breytingum sem þjóna eiga okkar sérhagsmunum, því verri verður staða jarðar og okkar sjálfra. Því meira sem við virðum og verndum upprunalegt eðli jarðar og aðlögum framþróun markvisst að því, því betri verður staðan. Stríð, átök, hungur, matarsóun, ofnýting auðlinda, græðgi, auðsöfnun og misskipting er ekki eðli heimsins. Nú sem aldrei fyrr er áríðandi að vinda ofan af breytingum sem hafa orðið af manna völdum án nægilegs tillits til móður náttúru. Að bregðast við plasteyjum og fyrirbyggja þær – hvaða birtingarform sem þær hafa. Að byggja upp í sátt við jörðina. Ofnýting og arðrán Aukin neysla er markmið og stefna þess sem leitar gróða, það liggur í hlutarins eðli. Möguleiki á gróða leiðir af sér tilraunir og aðgerðir til að auka neyslu, sem aftur leiðir af sér hættu á því að einhver mörk verði ofþanin, einhver ofnýting eigi sér stað, auðlindir jarðar ofnýttar/börnum þrælkað út í vinnu/fólki vangreitt fyrir framlag sitt/ neytendur látnir greiða langt umfram eiginlegt verðmæti afurða/neytendur blekktir

um gæði og uppruna vöru. Ég heyrði eitt sinn sagt að ef hreinn arður af rekstri fyrirtækis/ félags færi umfram 10% væri það merki um að verið væri að ofnýta/arðræna einhverja auðlind, mannauð þar meðtalinn. Fyrirtæki sem rekin eru með miklum gróða eru samkvæmt þessu óhjákvæmilega að stuðla að ofnýtingu. Ofnýting auðlinda jarðar er eitt af stóru heimsmálunum í dag, sem menn átta sig nú á að er afar áríðandi að bregðast hratt og víðtækt við, ef tryggja á framtíð jarðar, lífs og mannkyns á jörðu. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett 17 heimsmarkmið um sjálfbærni fyrir öll ríki jarðar fyrir 2030, sem eiga að tryggja þetta. Sérhagsmunir duga ekki lengur. Hvað stuðlar að sjálfbærni okkar? Hvað getum við gert? Við þurfum í fyrsta lagi að gera okkur grein fyrir því hvað stuðlar að sjálfbærni okkar og hvernig við sjálf viðhöldum og tryggjum þessa sjálfbærni í sátt við náttúruna. Frumframleiðsla er grunnur sjálfbærni. Ísland er eyja og samfélag okkar ekki ýkja stórt, sem gerir okkur auðvelt fyrir þegar kemur að skrásetningu frumframleiðslu í landinu, en frumframleiðendur eru allir þeir sem tryggja okkur sjálfbærni með afurðum sem koma beint úr auðlindum okkar, lands og sjávar. Við hjá Matís höfum undanfarið unnið að gerð heildarskrár yfir frumframleiðslu á Íslandi, sem koma mun út í vefsíðuformi og kallast Matarlandslagið/Eat Iceland. Skráin mun sýna fjölda frumframleiðenda og dreifingu þeirra yfir landið myndrænt, unnt verður að flokka þá eftir ýmsum breytum og fletta upp nánari upplýsingum. Slíkt heildaryfirlit yfir þennan grundvöll sjálfbærni lands okkar er mikilvægur grunnur upplýsinga og stefnumótunar um framtíð okkar, sem mun meðal annars gera okkur kleift að vinna á markvissari hátt að markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk Matís í stuðningi við frumframleiðslu í landinu og uppbyggingu hennar í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er gífurlega mikilvægt og fer fram með margs konar hætti í samvinnu við frumframleiðendur. Nefna má hér sérstaklega nýjung sem nýst getur sauðfjárbændum, sem eru námskeið; Heimavinnsla afurða og Smáframleiðsla matvæla, sérstaklega hönnuð með uppbyggingu framleiðslu þeirra fyrir augum, aðgengileg á matis.online. Rakel Halldórsdóttir starfar sem ráðgjafi hjá Matís ohf. Hún er annar stofnenda og fyrrverandi eigandi Frú Laugu bændamarkaðar og stjórnarmaður í Slow Food Reykjavik. Hún starfar í Skagafirði.

95


Matvælastofnun

Störf Matvælastofnunar skapa verðmæti Matvælastofnun Austurvegi 64 800 Selfossi Sími: 530-4800 Netfang: mast@mast.is Vefur: www.mast.is

Er starfsemi Matvælastofnunar íþyngjandi fyrir bændur, eða er um að ræða gagnkvæma hagsmuni sem tengjast markaðssetningu öruggra matvæla, jafnt hérlendis sem erlendis? Opnun markaða Forsenda markaðssetningar matvæla úr dýraríkinu á EES-svæðinu er starfsleyfi frá Matvælastofnun. Samræmd löggjöf innan EES er lykilatriði þar sem sömu reglur gilda um framleiðslu matvæla á Íslandi og innan Evrópusambandsins (ESB). Hlutverk Matvælastofnunar er að sjá til þess að kröfur séu uppfylltar með því að sinna reglubundnu eftirliti með bændum og matvælavinnslum. Við verndum heilsu manna, dýra og plantna og aukum þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar – hlutverk Matvælastofnunar Við útflutning til annarra ríkja eins og Bandaríkjanna, Rússlands og Kína vinnur Matvælastofnun að opnun og viðhaldi markaða, auk þess að votta afurðir. Hvert land gerir sínar kröfur og fæst leyfi til útflutnings eingöngu þegar Matvælastofnun hefur sannreynt að kröfur viðskiptaríkja til framleiðslu matvæla eru uppfylltar. Þungi eftirlitsins þar sem þörfin er mest Nýtt eftirlitskerfi Matvælastofnunar fyrir frumframleiðslu tók gildi í byrjun árs. Nú byggir eftirlit með starfsemi bænda á áhættumati á matvælaframleiðslunni og frammistöðu þeirra. Þannig fá bændur sem uppfylla kröfur stofnunarinnar færri eftirlitstíma með lægri eftirlitsgjöldum. Þeir sem uppfylla ekki kröfurnar fá fleiri eftirlitsheimsóknir með tilheyrandi kostnaði. Góðar smitvarnir, öruggar afurðir Vegna einangrunar er Ísland laust við mörg skæð smitefni sem geta fundist erlendis. Góð sjúkdómastaða opnar markaði fyrir íslenska framleiðslu og eru viðskipti í fiskeldi með sölu hrogna og seiða gott dæmi þar um. Íslenskt búfé getur hins 96

Höfuðstöðvar Matvælastofnunar eru á Selfossi.

Gott samstarf milli bænda og Matvælastofnunar eykur verðmætasköpun innan íslensks landbúnaðar.

Matvælastofnun fer með áburðareftirlit.

vegar verið berskjaldað fyrir þessum smitefnum og því eru miklir hagsmunir í húfi við að viðhalda góðri sjúkdómastöðu. Á þetta einnig við um plöntusjúkdóma og tjón sem getur orðið við ræktun matjurta. Samstarf bænda og Matvælastofnunar um smitvarnir gegnir því lykilhlutverki í að viðhalda góðri sjúkdómastöðu hér á landi. Alþjóðlegar viðurkenningar – svo sem um að Ísland sé kúariðulaust land – auka verðmæti íslenskra afurða. Sóknarfæri og verðmætasköpun Það er beinn hagur íslenskra bænda og afurðastöðva að uppfylla kröfur viðskiptaríkja og EES-löggjafar. Það opnar markaði og lækkar eftirlitsgjöld, auk þess að stuðla að öryggi matvæla og velferð dýra. Gott samstarf milli bænda og Matvælastofnunar eykur því verðmætasköpun innan íslensks landbúnaðar og skapar sóknarfæri erlendis.


Nítró sport

Allt á einum stað Nítró sport Urðarhvarfi 4 203 Kópavogi Sími 557 4848 Netfang: nitro@nitro.is Vefur: nitro.is

Nítró hefur um árabil verið leiðandi í sölu á fjórhjólum, mótorhjólum, buggybílum, vélsleðum, vespum, búnaði, auka- og varahlutum enda ein stærsta mótorsportverslun landsins.

fjórhjólum, BruteForce 300 og 750 og einnig Mule vinnubílana, sem hafa sannað sig sem algjörir vinnuþjarkar og hægt er að fá þá í nokkrum útgáfum, bæði tveggja og fjögurra manna, dísil og bensín.

Traust og góð hjól Eitt af aðalvörumerkjum Nítró er CFMoto, en þeir bjóða upp á fjórhjól og buggybíla í nokkrum stærðarflokkum. Þessi tæki hafa reynst vel við íslenskar aðstæður og fjöldi fjórhjólaleiga er að nota CFMoto hjólin. Einnig hafa nokkrar björgunarsveitir fest kaup á þessum hjólum og BuggyAdventure leigan við Esjumela hefur notað CFMoto bíla í sína starfsemi frá upphafi. En flestir kaupendur eru almennir borgarar og bændur enda eru hjólin tilvalin hvort sem er til vinnu eða leiks. Mikið úrval Fjórar gerðir CFMoto af fjórhjólum eru í boði, CFORCE 520, CFORCE 550, CFORCE 800 og CFORCE 850 XC og tvær tegundir af buggybílum ZFORCE 800 og ZFORCE 1000 sem kemur nýr á þessu ári. Öll tækin eru traktorsskráð með háu og lágu fjórhjóladrifi, rafmagnsstýri, beinni innspýtingu, dráttarkrók, spili og sætisbaki. Svo er mismunandi fjöðrun og annar búnaður eftir gerð tækja, en öll henta þau vel til bústarfa og allir ættu að finna tæki hjá Nítró sem hentar hverjum og einum. Ekki skemmir verðið fyrir því að CFMoto hjólin eru á einstaklega góðu verði og varahlutaverð er einnig mjög hagstætt. Nítró er einnig með umboð fyrir Kawasaki, en það er merki sem allir þekkja. Þeir framleiða tvær gerðir af

Öll þjónusta á einum stað Að sjálfsögðu sér Nítró um að þjónusta öll tæki sem þeir selja og fullkomið verkstæði er í sama húsnæði og verslunin að Urðarhvarfi 4 í Kópavogi. Þar er stór auka- og varahlutalager fyrir þau tæki sem Nítró selur en einnig er mikið úrval af hlutum fyrir flestar tegundir eins og til dæmis síur, olíur, rafgeymar, reimar, dekk, hleðslutæki og fleira. Að auki er mikið úrval af hjálmum, fatnaði og hvers kyns fylgihlutum fyrir mótorsportið að finna í versluninni þannig að þú kemur ekki að tómum kofunum þegar kíkt er í heimsókn. Einnig er hægt að skoða úrvalið á heimasíðunni nitro.is. Umboðsaðilar Nítró á landsbyggðinni eru, Hesja, Glerárgötu 36, Akureyri og AB Varahlutir, Fagradalsbraut 25, Egilsstöðum. 97


Skógrækt ríkisins

Kolefnisbinding í skógum – fjórföldun nýskógræktar Staðið við skuldbindingar Íslands í Parísarsamkomulaginu

Sími: 470 2000 Netfang: skogur@skogur.is Vefur: skogur.is

Íslendingar geta ekki dregið úr nettólosun um eina milljón tonna CO2-ígilda á ári eins og gert er ráð fyrir í Parísarsamkomulaginu nema með því að auka skógrækt. Hefjast verður handa strax því hámark kolefnisbindingar í nýjum skógi næst ekki fyrr en eftir 15-20 ár frá gróðursetningu.

Hekluskógar. 1.400

Áætlun um fjórföldun nýskógræktar Nýskógrækt með sjálfbærum skógarnytjum og endurheimt birkiskóga fellur vel að alþjóðlegum samningum sem Íslendingar eru aðilar að og styður við flest ef ekki öll sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna. 1.400 Íslendingar eru í þeirri óvenjulegu stöðu að nær öllum skógum landsins var eytt og eftir 1.200 fylgdi gríðarleg jarðvegseyðing. Við landnám 1.000 var um 800 þriðjungur landsins þakinn birkiskógum og kjarri, en nú vex birki ekki á nema um 600 1,5 prósentum landsins. Ræktaðir skógar á 400 Íslandi þekja nú 0,42% landsins. Hér er kynnt 200 áætlun um fjórföldun nýskógræktar á næstu 0 árum. 1990 2010 2030 2050 2070 2090 2110

1.200

S1: Óbreytt nýskógrækt 989 ha eða 3,1 milljónir plantna árlega

1.000 1.000 tonn CO2

Miðvangi 2–4, 700 Egilsstaðir

800

S4: Skógrækt fjórfölduð 3.957 h eða 12,4 milljónir plantna árlega frá 2023

600 400 200 0 1990

2010

Ár

Áætlunin felur í sér: • að árið 2023 hafi árleg gróðursetning verið fjórfölduð, úr 3,1 milljón trjáa á ári í 12,4 milljónir • að árið 2030 bindi íslenskir skógar 587.000 tonn CO2-ígilda á ári og flatarmál nýskógræktar verði 75.000 ha. • að árið 2040 verði árleg binding í skógi 886.000 tonn CO2-ígilda og flatarmál nýskógræktar 112.000 ha. • mun meiri samdrátt í nettólosun Íslands á CO2-ígildum en yrði með óbreyttri skógrækt • að Íslendingar verði sjálfbærir um timbur árið 2060 miðað við núverandi innflutning á timbri Nægt land tilbúið til ræktunar Nægt land er tilbúið til ræktunar til dæmis 98

2030

2050

2070

2090

2110

2130

Ár

S1: 989 ha ha eða S1:Óbreytt Óbreyttnýskógrækt nýskógrækt 989 milljónir plantna árlega árlega eða 3,1 3,1 milljónir plantna

1.000 1.000 tonn tonn CO CO22

Skógrækt ríkisins

Ræktun nýrra skóga (nýskógrækt) er ein mikilvægasta náttúrulega aðgerðin sem heimsbyggðin hefur tiltæka í baráttunni við loftslagsvandann. Nýskógrækt dregur bæði úr losun gróðurhúsalofttegunda frá rofnu landi og bindur kolefni í jarðvegi, rótum og stofni.

S4: Skógrækt fjórfölduð 3.957 ha eða

S4: Skógrækt 3.957 hafrá 2023 12,4 milljónirfjórfölduð plantna árlega eða 12,4 milljónir plantna árlega frá 2023

lönd um 650 bænda sem samið hefur verið um í tengslum við skógrækt á lögbýlum um 2130 land allt og víðfeðm uppgræðslulönd Landgræðslunnar. Ýmis verkefni á vegum ríkisins, sveitarfélaga og félagasamtaka í skógrækt eru starfrækt, svo sem Landgræðsluskógar og Hekluskógar. Allir innviðir eru til staðar svo auka megi nýskógrækt, svo sem gróðrarstöðvar, fagfólk, sérfræðingar í rannsóknum og nauðsynlegur tækjabúnaður. Kostnaður við aukningu nýskógræktar árin 2020-2030 er áætlaður á núvirði 15 milljarðar. Er það aðeins brot af þeirri upphæð sem Íslendingar þurfa að greiða náist ekki að standa við Parísarsamkomulagið. Ár

2019

2020

2021

2022

2023

Milljarðar kr.

0,38

0,61

0,76

0,98

1,51

Fjöldi gróðursettra plantna(millj.)

3,1

5,0

6,2

8,0

12,4

Fjöldi ha í nýskógrækt

1.000 1.613 2.000 2.581 4.000


DK hugbúnaður

Yfir sex þúsund fyrirtæki nota dk viðskiptahugbúnaðinn

DK hugbúnaður Smáratorgi 3 201 Kópavogi Sími 510-5800 Netfang: dk@dk.is Vefur: www.dk.is

Fyrirtækið dk hugbúnaður var stofnað 1. desember 1998 og hefur síðan vaxið jafnt og þétt. Það sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir fyrirtæki, með sérstaka áherslu á viðskiptahugbúnað. Þá býður fyrirtækið upp á margvíslegar hýsingarlausnir fyrir fyrirtæki, auk þess að vera með bókunarkerfi fyrir lítil hótel og gistihús. dkBúbót verður til árið 2002 Árið 2002 gerir fyrirtækið samning við Bændasamtök Íslands og hefur framleiðslu á dkBúbót. Árið 2010 tóku 480 ný fyrirtæki dk hugbúnað í notkun á árinu sem var met – og starfsmenn orðnir 35 talsins. Fyrirtækið opnaði starfsstöð á Akureyri árið 2011 í Skipagötu. Þróun á fyrsta appinu hefst 2012 og þá byrjar fyrirtækið líka að selja viðskiptahugbúnað í áskrift. Starfsmenn eru þá orðnir 43. Fyrsta App-lausnin hjá dk, dkiPOS fyrir veitingastaði, kemur út árið 2013. Starfsstöðin á Akureyri er einnig flutt, af Skipagötunni í Hafnarstræti.

DkiPos snjalltækjalausnin – létt afgreiðslukerfi fyrir spjaldtölvur og síma. Hægt að tengja posa við sem sem flýtir fyrir afgreiðslu.

Flestir nýir viðskiptavinir í áskrift og hýsingu DK hugbúnaður flytur í Turninn á síðasta ári, á 15. hæð Smáratorgs 3 í Kópavogi, og starfsmenn orðnir 57 talsins, þar af 6 starfsmenn á Akureyri. Við viðskiptamannahópinn bættust 510 nýir viðskiptavinir á árinu, sem er met, og yfir 6.000 fyrirtæki nota dk viðskiptahugbúnaðinn.

Stefnan er að koma með veglega afmælisútgáfu af bókhaldskerfinu seinnipartinn á þessu ári, auk þess sem kynntar verða nýjungar í kringum snjalltækin og veflausnir.

Ergo

Sérsniðin þjónusta við bændur Þekking Ergo á landbúnaði byggist á rúmlega 30 ára þjónustu við bændur. Ergo Hagasmári 3 Norðurturn 201 Kópavogur Sími: 440 4400 Netfang: ergo@ergo.is Vefsíða: www.ergo.is

Bjössi er fæddur og uppalinn í sveit og starfaði í tvö ár hjá Bændasamtökunum og Framleiðsluráði landbúnaðarins. Hann var framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda um sex ára skeið.

„Okkar hlutverk er að veita sérsniðna þjónustu og slíkt er ekki síst mikilvægt núna þegar nokkuð er um nýliðun í hefðbundnum búskap Guðbjörn Árnason, viðskiptastjóri á þar sem ungir bændur útlánasviði Ergo, eða Bjössi eins og þurfa að mörgu hann er vanalega kallaður. leyti annars konar lausnir og þjónustu. Til dæmis aðstoð við fjármögnun á notuðum tækjum frekar en nýjum.

Ergo hefur ávallt lagt mikið upp úr persónulegum samskiptum við bændur og enn fremur átt góð samskipti við söluaðila tækja og véla. Bjössi hefur lagt sig sérstaklega fram um að sækja bændur heim og heimsótt á milli 30 og 40 bændur á ári síðustu ár.

Mikilvægt er að þekkja vel til landbúnaðarins og geta sett sig í spor bænda. Forsenda ábyrgrar útlánsstarfsemi er að geta lesið í fyrirliggjandi fjárhagsupplýsingar og áttað sig á því hvort bóndi sem sækir um lán vegna kaupa á vél eða tæki geti fætt og klætt viðbótarlán sem greiða á með framtíðartekjum viðkomandi bús.“

Guðbjörn Árnason, viðskiptastjóri á útlánasviði, eða Bjössi eins og hann er vanalega kallaður, hefur haldgóða þekkingu á flestu því sem viðvíkur landbúnaði en hann hefur starfað við fjármögnun atvinnutækja í nær 14 ár.

99


Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

RML í 5 ár Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur nú starfað í 5 ár, eða frá 1. janúar 2013. RML er í eigu bænda en nýtur framlaga til leiðbeiningarþjónustu, framkvæmdar ræktunarstarfs og fleiri verkefna. Framlög til fyrirtækisins hafa tekið miklum breytingum á þessum árum. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. Sími: 516 5000 Netfang: rml@rml.is Vefsíða: www.rml.is

Tekjur fyrirtækisins hafa aukist um tuttugu prósent en hlutur beinna framlaga hafa dregist saman um fjórtán prósent og framlög munu minnka áfram á næstu árum, fyrirtækið stendur hins vegar vel rekstrarlega og má það þakka auknum verkefnum og meiri útseldri ráðgjöf

Ráðunautar RML í DNA-sýnatöku.

Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir.

Ráðgjöf Við höfum það að markmiði að ráðgjöfin skili sér í betri rekstri búa og þar með beinum fjárhagslegum ávinningi eða vinnuhagræði. Fjölmörg dæmi sem við höfum til dæmis úr fóðurleiðbeiningum, rekstrarleiðbeiningum og áburðarleiðbeiningum hafa verið að skila einstaka búum verulegum fjárhæðum. Grundvöllur góðrar bústjórnar er vitneskja um vægi einstakra kostnaðarliða í rekstri. Sú vitneskja fæst m.a. með þátttöku í ýmsum greiningarverkefnum, s.s. verkefni um greiningu rekstrargagna í sauðfjárrækt auk ýmissa áætlana byggða á rekstrargögnum einstakra búa m.t.t. framkvæmdagetu og jafnframt mat á bústjórn viðkomandi bús. Við tileinkum okkur nýjungar í ráðgjöfinni með því að fylgjast vel með hvað er að gerast hjá bændum en einnig erum við í góðu sambandi og samstarfi við erlendar ráðgjafarþjónustur. Nýsköpunar- og þróunarverkefni í skýrsluhaldi og ræktunarstarfi Aukin tæknivæðing landbúnaðarins, hertar reglur og stækkun búanna kallar á sérhæfingu á fleiri sviðum en áður var. Við kappkostum við að koma að þróun og nýtingu ýmissa tækninýjunga sem auðvelda bændum störfin. Sem dæmi um slíkt er beinn úrlestur úr mjaltaþjónum í skýrsluhaldsforritið Huppu. Rafræn gagnasöfnun eykur nákvæmni, ásamt því að minnka vinnu. Starfsfólk RML kemur einnig með beinum hætti að þróun margra forrita Bændasamtakanna ásamt ýmsum verkefnum sem eru grundvöllur að góðum leiðbeiningum. Í mörgum tilfellum eru gríðarlegar fjárfestingar sem 100

Góð ræktun - grunnur að góðum búrekstri.

liggja að baki en starfsfólki á bak við hverja einingu er ekki að fjölga í samræmi við auknar áskoranir. Verkefni til eflingar búsetu í dreifbýli Starfsfólk RML eru þátttakendur í ýmsum þróunarverkefnum á hverjum tíma, m.a. með því að vera virkir þátttakendur í umsóknum í þróunarsjóði búgreinanna auk Framleiðnisjóðs. Verkefni sem oft og tíðum skapa grunn að nýjungum bæði í ráðgjöf og beint til bænda til eflingar á rekstri, hvort sem það á við hefðbundnar greinar eða stuðla að fjölbreyttari starfsemi í dreifbýli. Þjónusta Eitt af skilgreindum hlutverkum RML er að veita bændum alls staðar á landinu þjónustu á sama verði. Skilvirk og góð þjónusta við okkar viðskiptavini er okkur því mikilvæg. Í því skyni höfum við verið að bæta aðgengi bænda í gegnum heimasíðu okkar. Hægt er að skoða þar fræðsluefni, pantaráðgjöf og margs konar þjónustu, ásamt því að skoða reikninga og yfirlit á þjónustuvef.

Mynd / Borgar Páll Bragason.


PROTIS

PROTIS Fiskprótín LÉTT. Hjálpar til við þyngdarstjórnun og hefur góð áhrif á þarmaflóruna. Inniheldur vatnsrofin þorskprótín, glúkómannan trefjar og króm pikkólínat.

PROTIS Fiskprótín LIÐIR. Verndar liði og brjósk. Unnið úr kollagenríkum skráp sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorskprótíni fyrir viðhald vöðva. PROTIS Fiskprótín LIÐIR inniheldur einnig túrmerik sem er þekkt fyrir bólguhamlandi áhrif.

PROTIS Fiskprótín 100%. Inniheldur einungis vatnsrofin þorskprótín. Tilvalinn kostur til að styðja við viðhald og uppbyggingu vöðva á heilsusamlegan máta.

Hrein íslensk afurð – þorskprótín sem slær í gegn Protis ehf. Háeyri 1 550 Sauðárkróki Sími: 455 4471 Email: protis@protis.is Heimasíða: www.protis.is

Fæðubótarefnin frá PROTIS eiga það sameiginlegt að innihalda vatnsrofin þorskprótín sem unnin eru úr afskurði sem myndast við flakavinnslu á þorski. Um einstaka vöru er að ræða sem er alfarið framleidd á Íslandi. PROTIS ehf. er íslenskt líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á hreinu íslensku þorskprótíni og fæðubótarefnum sem innihalda prótínið. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, stofnandi PROTIS, segir að þorskprótínið sem PROTIS framleiðir og notar í sína vöru sé framleitt á einstakan hátt þar sem íslenskt vatn ásamt ensímum er notað til að kljúfa prótínin niður í smærri einingar. „Á þennan hátt verða til svokölluð vatnsrofin prótín sem nýtast líkamanum betur en hefðbundin prótín þar sem þau fara auðveldar í gegnum meltingarveginn og berast fyrr inn í blóðrásina. Við framleiðsluna er einungis notað hágæða hráefni sem fellur til við flakavinnslu á þorski til manneldis, svokallaður afskurður og eru allir framleiðsluferlar hannaðir með það að leiðarljósi að tryggja hámarksgæði vörunnar.“ Í þágu lýðheilsu „Vatnsrofin prótín eru talin hafa marga heilsusamlega

eiginleika. Fyrir það fyrsta nýtast þau líkamanum betur en hefðbundin prótín þar sem búið er að rjúfa þau og eru þau mun fljótari að fara í gegnum meltingarveginn og inn í blóðrásina. Vatnsrofin prótín eru einnig talin hjálpa til við upptöku annarra næringarefna og þá sérstaklega steinefna. Því getur verið gott að taka vatnsrofin prótín með steinefnum til að auðvelda upptöku á steinefnum á borð við kalk,“ segir Hólmfríður. Aukin lífsgæði Hólmfríður segir að til að byggja upp og viðhalda líkamlegum styrk og hreyfigetu þurfum við að gæta þess að næring og bætiefni innihaldi rétt byggingarefni fyrir líkamann. „PROTIS Fiskprótín LIÐIR inniheldur meðal annars sæbjúgna extrakt sem unnið er úr íslenskum sæbjúgum. Sæbjúgu eru rík af brjóski og innihalda því efni sem vernda brjósk og liði eins og kollagen og chondroitin sulphate. Þar að auki innihalda sæbjúgu virk efni sem nefnast sapónín sem hafa bólguhamlandi virkni. Sæbjúgnaextraktið er einnig ríkt af stein- og snefilefnum á borð við sínk, joð og járn,“ segir Hólmfríður. „Auk þess innheldur PROTIS Fiskprótín LIÐIR túrmerik, mangan, D-vítamín og C-vítamín. Allt eru þetta efni sem eru mikilvæg fyrir liðaheilsu.“ 101


Landssamband kúabænda

Sællegar kýr í haga.

Mynd / HKr.

Kúabændur horfa til framtíðar Landssamband kúabænda Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík Sími: 563-0323 Netfang: margret@naut.is Vefsíða: www.naut.is

Í ár fagnar Landssamband kúabænda 32 ára afmæli sínu. Á þeim tíma hafa samtökin unnið að fjölmörgum framfaramálum fyrir greinina og eru mörg verkefni á borðinu hverju sinni. Fram undan eru stór verkefni fyrir stjórn samtakanna til að vinna að. Á síðasta ári tók félagakerfi bænda miklum breytingum þegar búnaðargjald var lagt niður og félagsgjöld tekin upp, sem hefur það í för með sér að félagsmenn þurfa að skrá sig aftur í félagið. Eru nú þegar um 380 bú búin að endurskrá sig og er stöðugt að bætast við. Hvetjum við þá sem eiga eftir að skrá sig að gera svo. Frá stofnun samtakanna árið 1986 hefur orðið bylting í greininni á mörgum sviðum. Kúabúum hefur fækkað en stækkuðu á móti og það er ánægjulegt að í þeirri þróun hefur 102

hlutfallslegur fjöldi búa haldist nokkuð jafnt yfir landið. Í dag eru búin 584. Framleiðslan hefur aldrei verið meiri og var heildarframleiðsla ársins 2017 151 milljón lítrar, meðalframleiðsla búanna er nú 258.000 lítrar og meðalnytin er komin í 6.159 kíló. Þennan árangur í framleiðslugetu íslensku kýrinnar má að mestu leyti rekja til tveggja þátta; annars vegar fóðrunar og aðbúnaðar og hins vegar mismunandi áherslna og árangurs í kynbótastarfi. Kúabændur hafa verið duglegir í framkvæmdum og hefur þróun innan greinarinnar verið nokkuð hröð síðastliðin ár. Meirihluti kúa á Íslandi hefur verið í lausagöngufjósum í nærri áratug og í lok árs 2017 var hlutfall þeirra um 69% og hafa lausagöngufjós tekið við sem algengasta fjósgerðin á Íslandi. Veigamesta breytingin í mjaltatækni síðastliðin ár er mikill framgangur fjósa með mjaltaþjóna.


Landssamband kúabænda

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.

Fjöldi fjósa með mjaltaþjóna fjölgaði um 33% á sl. 2 árum og í byrjun árs voru 180 kúabú með mjaltaþjóna í notkun og eigum við heimsmet í innvigtun mjólkur frá mjaltaþjónabúum.

Erfðamengisúrval handan við hornið og nýtt erfðaefni í holdanaut Á síðasta ári hófst vinna við undirbúning að mögulegri innleiðingu á erfðamengisúrvali í íslenskri nautgriparækt. Markmiðið er að gera okkur kleift að spá fyrir um kynbótagildi gripa á grundvelli arfgerðar þeirra, fljótlega eftir að þeir koma í heiminn. Um er að ræða eina mestu byltingu í kynbótastarfi nautgriparæktarinnar frá því sæðingar komu til sögunnar en með þessari aðferð er vonast til að stytta megi ættliðabilið í nautgriparæktinni verulega og auka þannig árlegar erfðaframfarir sem því nemur. Sýnasöfnun hófst í september og vonir standa til að hún verði langt komin um næstu áramót og að þá verði hægt að taka til við að greina arfgerð gripanna á grundvelli þeirra. Nýir fósturvísar af Aberdeen-Angus holdagripum eru nú komnir frá Noregi og er það í fyrsta sinn í 20 ár sem nýtt erfðaefni er flutt til landsins. Voru fyrstu fósturvísarnir settir upp í desember sl. og eigum við von á fyrstu kálfunum í heiminn haustið 2018. Flytja má gripi úr einangrunarstöðinni við 9 mánaða aldur og sæði úr nautkálfum verður einnig dreift. Stefnumörkun til næstu 10 ára Aðalfundur LK árið 2017 samþykkti að koma á fót vinnuhópum um stefnumörkun mjólkurframleiðslu annars vegar og nautgripakjötsframleiðslu hins vegar til næstu 10 ára. Er þetta í fyrsta sinn sem unnið er að stefnumörkun fyrir greinina í tvennu lagi. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi kúabænda síðastliðin ár, meðal annars vegna gríðarlega aukins fjölda ferðamanna til landsins með fylgjandi söluaukningu á afurðum, tilkomu nýrrar aðbúnaðarreglugerðar og nýrra búvörusamninga. Að stefnumörkuninni koma aðilar alls staðar að úr virðiskeðjunni; bændur, fulltrúar frá afurðastöðvum og matreiðslufólk svo ein-

Framkvæmdir við fjósbyggingu á Kúskerpi í Skagafirði. Mynd / Kolbrún Grétarsdóttir.

Frá haustfundi Landssambands kúabænda í Þingborg 2016.

hverjir séu nefndir. Vinnan hófst í byrjun árs 2018 og hafa nú þegar komið fram fjölmargar hugmyndir um betrumbætur og þróun fyrir nautgriparæktina. Horft er til ýmissa þátta, svo sem markaðsmála, umhverfismála, aðgengi bænda að fræðslu og ráðgjöf, rannsókna og fleiri. Stefnumörkunin er meðal annars byggð á fyrri stefnumörkun samtakanna sem unnin var fyrir árin 2011–2021 og verða drög kynnt á aðalfundi samtakanna 6. apríl nk. að Hótel Selfossi. Vil ég hér koma á framfæri þökkum til þeirra sem komið hafa að vinnunni nú þegar á einn eða annan hátt. Atkvæðagreiðsla um framleiðslustýringu innan mjólkurframleiðslunnar og endurskoðun búvörusamninga fer fram á næsta ári og mikilvægt að kúabændur komi þar vel undirbúnir til leiks. Stjórn LK hefur nú þegar hafist handa við þá vinnu og verður hún meðal þess sem tekið verður fyrir á aðalfundi. Það er eilífðarverkefni að gæta hagsmuna kúabænda og að mörgu að huga. Þar er allt undir, allt frá innleiðingu reglugerða til ímyndar- og kynningarmála. Í síbreytilegum heimi er því mikilvægt að kúabændur hafi sína boðleið sem stendur sig á öllum sviðum hagsmunagæslunnar. 103

Mynd / MG.


Búvörudeild SS

Bætt þjónusta og vaxandi þekking Búvörudeild SS er deild innan Sláturfélags Suðurlands sem selur helstu búvörur s.s. áburð, fóður, plast og sáðvörur. Fyrir tveimur árum hóf deildin innflutning á hágæða fóðri fyrir hross, ásamt fatnaði fyrir knapa og búnað fyrir hesta frá Equsana í Danmörku. Sláturfélag Suðurlands Fosshálsi 1 110 Reykjavík Sími: 575-6000 Fax:575-6090 Netfang: ss@ss.is Veffang: www.ss.is og www.buvorur.is

Deildin hefur sett metnað sinn í að sinna bændum eins vel og kostur er bæði með góðri þjónustu og góðum vörum. Síðastliðið ár stóð deildin fyrir áburðarathugun, gróffóðurkeppni, tók heysýni og nú í desember var opnuð búvöruverslun á Hvolsvelli. Áburðarathugun á Hvolsvelli 2017 Síðastliðið vor lagði búvörudeild SS út 28 athugunarreiti á Hvolsvelli. Markmið athugunarinnar var að skoða áhrif mismunandi áburðarskammta á korni. Einnig var sáð grænfóðri og grasi. Allur áburður sem var notaður er frá Yara. Í korninu var sáð Kríu og Aukusti, alls 12 reitir. Fengu allir reitirnir 70 kg/ha af köfnunarefni en mismunandi magn af fosfór og kalí. Þann 16. október síðastliðinn var kornið þreskt en kornreitirnir voru einu reitirnir sem voru slegnir. Niðurstöðurnar eru ekki marktækar þar sem ekki voru gerðar endurtekningar, en sýna þó sterka vísbendingu um hve mikilvægt er að bera vel af fosfór og kalí til að ná hámarks uppskeru. Reitirnir sem fengu 467 kg/ha af NPK 15-7-12 skiluðu mun meiri uppskeru en hinir reitirnir.

Búvöruverslun SS á Hvolsvelli.

Niðurstöður heysýna 2017 Búvörudeild SS tók nú í haust hátt í 100 heysýni víðs vegar að af landinu en þó mest á Suður- og Vesturlandi. Gæði uppskerunnar voru nokkuð góð. Ef skoðaðar eru meðaltalstölur fyrir fyrri slátt þá er orkan 0,87 FEm og próteinið 152. Steinefnainnihaldið er nokkuð gott í heysýnunum. Meðaltölur heysýna fyrir fyrri fosfór (P), magnesíum (Mg), kalí (K), brennisteinn (S) er á pari eða yfir viðmiðunargildum. Niðurstöður fyrir kalsíum (Ca) sýna að mikilvægt er að huga betur að kölkun þar sem flest

Viðmið fyrir kalsíum (Ca) 4-6, appelsínugula línan sýnir neðri mörk og gráa línan efri mörk. X-ásinn er Þe%. Bláu punktarnir eru öll heysýni úr fyrra slætti. Hinir punktarnir eru keppendur í Gróffóðurkeppni Yara. Ef kalsíum er undir viðmiðunarmörkum þá er nauðsynlegt að kalka.

104


Búvörudeild SS

Uppskera (sem hlutfall af uppskeru Opti-Kas)

350

300

250

200

150

100

50

0

Opti-Kas

NP 26-4 Selen

NPK 27-3-3 Selen Kría

NPK 24-4-7

NPK 20-4-11

NPK 15-7-12

Aukusti

Áhrif mismunandi magns P og K.

sýnanna eru undir viðmiðunarmörkum. Mjög mikilvægt er að kalsíum sé gott því þá getum við vænst þess að áburðarefnin nýtist sem best. Uppskeran verður því meiri og gæðin betri. Almennt eru snefilefnin góð í heyjum. Selen er nokkuð gott, en bændur eru að sjá gríðarlega breytingu á búfé eftir að þeir byrjuðu að nota selenbættan áburð. Hjá kúnum hefur kálfadauði minnkað verulega og er ekki lengur vandamál eins og hann var fyrir nokkrum árum. Gróffóðurkeppni Yara á Íslandi Í sumar stóð búvörudeild SS fyrir gróffóðurkeppni milli útvaldra bænda víðs vegar um landið. Markmið keppninnar er að vekja athygli á gróffóðuröflun og hvetja menn til að leita allra leiða til að bæta gæði og magn uppskerunnar. Valdir voru 6 bændur til að taka þátt í keppninni. Þeir áttu það allir sameiginlegt að kaupa Yara áburð og ekki síður að hafa sýnt metnað og góðan árangur í sinni gróffóðuröflun. Árangur keppenda var metin út frá gæðum og magni gróffóðurs. Eftirfarandi aðilar tóku þátt í keppninni: Á Vesturlandi, Magnús Þór Eggertsson, Ásgarði. Á Norðurlandi, Guðmundur Óskarsson, Hríshól og Halldór Örn Árnason, Grund. Á Austurlandi, Björgvin Gunnarsson, Núpi. Á Suðurlandi, Ágúst Ingi Ketilsson, Brúnastöðum og Stefán Geirsson, Gerðum. Ágúst Ingi Ketilsson sigurvegari Eftir að allar upplýsingar höfðu verið dregnar

Samanburður milli þátttakenda hvað varðar uppskerumagn. Tölurnar inni í súlunum eru FEm/ha og tölurnar fyrir ofan eru einkunn sem fékkst fyrir gæði uppskerunnar. Hægt var að fá 22 stig fyrir hvern slátt. Bændur réðu því hversu marga slætti þeir tóku. Samanlagður stigafjöldi ásamt uppskerumagni skar síðan úr um það hver stóð uppi sem sigurvegari.

saman og reiknuð út stig eftir fyrirfram ákveðnum reglum stóð Ágúst Ingi Ketilsson, Brúnastöðum í Flóa, uppi sem sigurvegari. Það var reyndar ótrúlega lítill munur á milli keppenda, en það sem einkum réði úrslitum var að Ágúst var með mjög góða uppskeru í magni og gæðum bæði í fyrri og seinni slætti. Hvað getum við lært af gróffóðurkeppninni? Fyrir það fyrsta sjáum við mikinn breytileika milli búa varðandi uppskerumagn. Það á sér skýringar í ýmsum þáttum eins og veðurfari, frjósemi jarðvegs og bústjórn. Lykillinn að árangri er að láta greina gróffóðrið og ekki síður að gefa sér tíma til að vigta rúllur og meta uppskeru. Forsenda þess að ná árangri er að hafa upplýsingar um hver staðan er. 105


Vínylparket

Frábær lausn fyrir gólfið VÍNYL PARKET Vínylparket er plastefni með viðaráferð Vínylparket Desjamýri 8 270 Mosfellsbæ

eða náttúrusteinsáferð og bæði eðlilegt og fallegt í útliti. Fólk trúir því varla að vínylparket sé ekki náttúrulegt þegar það gengur á því.

Sími: 517 9604 Netfang: alda@murefni.is / siggi@murefni.is Vefsíða: www.vinylparket.is

Efnið hefur margt fram yfir önnur gólfefni. Til dæmis er það afar mjúkt, ótrúlega slitsterkt og þarf ekkert viðhald. Gæludýr, atorkusöm börn, vatn eða skór eru engin ógnun við vínylparketið. Vínylparket er ekki nýtt undir sólinni. Það hefur verið til í mörg ár og sífellt að ryðja sér meira til rúms. Í rauninni er efnið vannýtt gólfefni á Íslandi en er notað geysilega mikið erlendis. Til dæmis í stórum verslunum og annars staðar þar sem mikill umgangur er – en einnig á heimilum. Vínylparket.is selur gólfefni frá enska framleiðandanum Design Flooring sem býður upp á mikið úrval af litum og gerðum.

Auðvelt er að leggja vínylparket, 2 til 8 millimetra, sem bæði er fáanlegt sem smelluparket eða til að líma á gólf. Afgreiðslutími gólfefnanna er mjög stuttur en ekki er hægt að vera með stóran lager af vörunum þar sem svo margvíslegar gerðir eru í boði og hver velur efni við sitt hæfi.

Kraftvélar

New Holland vél ársins á Agritechnika Kraftvélar ehf. Dalvegur 6-8 201 Kópavogur Sími: 535 3500 Fax: 535 3501 Veffang: kraftvelar@kraftvelar.is Vefsíða: WWW.kraftvelar.is

Kraftvélar hafa boðið bændum landbúnaðarvélar frá árinu 2010 og þrátt fyrir að vera eitt yngsta fyrirtækið í sölu landbúnaðarvéla hefur fyrirtækið náð markaðshlutdeild sem tekið er eftir. Þessu má þakka umboðum fyrir öflugum og þekktum vörumerkjum eins og New Holland og CaseIH dráttarvélar, AlöQuicke ámoksturstæki, Fella heyvinnuvélar, Weidemann smávélar og skotbómur og Abbey haugsugur ásamt Junkkari sturtuvögnum. Í dag starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu og eru starfsstöðvar þess í Kópavogi og á Akureyri. Aukið hefur verið við söludeildina og eru þrír starfsmenn þar sem eingöngu sinna viðskiptum við bændur. 106

Þjónustudeild varahluta og viðgerða hefur sífellt verið að eflast á landbúnaðarsviðinu en fyrirtækið leggur mikla áherslu á að viðskiptavinir þess geti gengið að faglegri þjónustu. Í varahlutaversluninni eru átta starfsmenn og 25 starfsmenn sem sinna viðgerðarþjónustu. Á síðasta ári hefur umboðsmönnum úti á landi fjölgað um þrjá og eru í dag í flestum landshlutum. Í útibúi Kraftvéla á Akureyri starfa að staðaldri tveir starfsmenn sem sinna véla- og varahlutasölu. Kraftvélar leggja mikið upp úr vörukynningu og hluti af því var ferð í nóvember síðastliðinn þar sem farið var með hóp bænda á búvélasýninguna Agritechnika í Þýskalandi. Á Agritechnika var New Holland veitt “Machine of theYear 2018” viðurkenning fyrir T6 DynamicCommand dráttarvélar sem íslenskir bændur fá að kynnast á þessu ári.


Vélfang ehf.

Jafn vöxtur og góð afkoma skilar öflugri þjónustu á landsvísu Vélfang ehf. Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími: 580-8210 Netfang: velfang@velfang.is Vefur: www.velfang.is

Vélfang var stofnað 2004 og hefur allar götur síðan boðið upp á hágæða vörur og úrvals þjónustu með þarfir viðskiptavina sinna í forgrunni. Í dag starfa 22 fastir starfsmenn hjá Vélfangi. Vélfang býr við þá gæfu að hafa hæfilega blöndu af reynslumiklum starfsmönnum og framsæknu ungu fólki sem gerir Vélfang að skemmtilegum og eftirsóttum vinnustað.

Claas-dráttarvél við íslenskar aðstæður.

Hjá Vélfangi á Akureyri starfa þrír fastir starfsmenn og einn sumarmaður. Með þessum tveimur starfsstöðvum og samningum við þjónustuverkstæði um land allt er þjónustan færð nær viðskiptavinum okkar á hverjum stað. Vandað vöruúrval Burðarásar Vélfangs í vöruúrvali eru sem fyrr CLAAS, JCB, Kuhn, Fendt og Kverneland. Þetta eru vörumerki í sífelldri sókn; leiðandi í þróun, nýjungum og endurbótum viðskiptavinum sínum til hagsbóta. Fjöldi annarra framleiðenda styður við starfsemina á öllum sviðum. Samfara síaukinni sölu JCB-vinnuvéla til verktaka og bænda hefur sala aukahluta margfaldast. Í samstarfi við framleiðendur og viðskiptavini okkar leitum við ávallt hagkvæmra lausna. Á landbúnaðarsviði Vélfangs má nefna nýtilkomin vörumerki á borð við Samson-Agro haugtanka, breiða línu af vögnum frá OBE, Augertorque staurabora og Fransgaard flaghefla svo að eitthvað sé nefnt. Þessu til viðbótar hefur sala á fatnaði, leikföngum og ýmsum smávörum frá okkar helstu birgjum aukist jafnt og þétt. Lipur þjónusta Nýverið hafa staðið yfir endurbætur á verkstæðisaðstöðunni í Reykjavík. Aukið var við viðgerðarrými og settar upp tvær aðskildar línur fyrir standsetningu og almennar viðgerðir. Bætt hefur verið við tækjabúnað og bílaflota á þjónustuverkstæðum norðan heiða sem sunnan. Með þessum fjárfestingum er efling þjónustunnar forgangsmál.

Fent-dráttarvél.

JCB 525-60 skotbómulyftari.

Endurmenntun starfsmanna, ásamt eftirfylgni og kennslu til viðskiptavina er nú sem endranær eitt af því sem lögð er mest áhersla á. Fyrirtækið Fyrirtæki sem lifir af landbúnaði fer ekki varhluta af þeim sveiflum sem verða í afkomu viðskiptavina sinna. Sala á ákveðnum vörum hopar tímabundið, en sala á öðrum vörum eflist að sama skapi. Með því að deila kröftum sínum á aðskilda markaði á borð við landbúnað, sjávarútveg, verktaka, sveitarfélög, fyrirtæki almennt sem og stofnanir, getum við lagt mismikla áherslu á markaði fyrirtækisins eftir þörfum þeirra hverju sinni. Niðurstaðan er viðvarandi vöxtur og traust afkoma sem skilað er til baka með því að efla vöruval og þjónustu við viðskiptavinina. Vélfang hefur nú þriðja árið í röð verið útnefnt fyrirmyndarfyrirtæki ársins hjá Creditinfo. Einungis 2,2 prósent af um 35.000 íslenskum fyrirtækjum uppfylla skilyrði þessa eftirsótta titils. Náin og persónuleg samskipti við viðskiptavini eru grundvallaratriði. Hver sala er skuldbinding og tekin mjög alvarlega. Innra markmiðið í starfsemi Vélfangs er þó fyrst og síðast að taka sig ekki of hátíðlega, standa við gefin fyrirheit, vera Vélfangsfjölskyldan og hafa gaman af vinnunni. 107


Félag eggjaframleiðenda og Félag kjúklingabænda

Hagsmunasamtök kjúklinga- og eggjaframleiðenda Félag eggjaframleiðenda og kjúklingabænda Bændahöllinni v/Hagatorg 107 Reykjavík Sími: 563 0300 Netfang: hildur@bondi.is

Félag eggjaframleiðenda og Félag kjúklingabænda eru hagsmunasamtök bænda sem stunda alifuglarækt. Félögin eru sameiginlega meðlimir í samtökum alifuglaræktenda á Norðurlöndum og í Evrópu. Auk þess sem þau eiga og reka Stofnunga. Þorsteinn Sigmundsson, eggjabóndi í Elliðahvammi og formaður Félags eggjabænda, segir að forveri Félags eggjaframeiðenda og Félags kjúklingabænda hafi verið stofnað árið 1949. „Í dag eru átján félagsmenn skráðir félagar í Félagi eggjaframleiðenda. Í eina tíð, þegar eggjabúin voru minni og dreifð úti um allt land, voru þeir um 600. Á þeim tíma voru bændur hugsanlega með 40 til 60 hænur í kofum eða í fjósinu úti um allt land. Síðan þá hefur orðið bylting á heimsvísu í alifuglarækt, framleiðendurnir orðnir mun færri og búin að öllu leyti tæknilega fullkomnari.“ Evrópusamstarf kjúklingabænda og eggjaframleiðenda „Félag eggjabænda er tengt Evrópusamtökum kjúklingaframleiðenda og eggjabænda og vinnur í nánum tengslum við samtökin að því að auka gæði framleiðslunnar. „Fulltrúar landanna, ráðunautar og dýralæknar hittast einu sinni á ári til að ræða málin og kynna nýjungar í greininni. Í ár eru Íslendingar gestgjafar ráðstefnunnar og þar munu mæta milli 160 og 170 erlendir sérfræðingar í alifuglaeldi. Félag eggjabænda og Félag kjúklingabænda fá reglulega til landsins sérfræðinga til ráðlegginga um eldið og til að kynna tækninýjungar. Slíkt samstarf hefur skilað sér mjög vel og leitt til verulegra framfara í greininni í gegnum árin og í dag er eggjaframleiðsla og kjúklingaeldi á Íslandi þannig að hún stenst samanburð við það sem best gerist í Evrópu.“ Sjálfbær í eggjaframleiðslu „Íslendingar hafa lengi verið fullkomlega 108

Þorsteinn Sigmundsson, eggjabóndi í Elliðahvammi og formaður Félags eggjabænda og Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri Félags eggja- og Félags kjúklingabænda. Mynd / VH.

sjálfbærir þegar kemur að eggjaframleiðslu og innflutningur á eggjum vegna skorts ekki verið nefndur svo lengi sem ég man eftir. Það er því fullkomlega óþarfi að fara að flytja inn egg af þeim sökum. Auk þess sem heilsufar bæði í varphænsnum og matfuglum á Íslandi er einstaklega gott.“ Hagsmunagæsla og upplýsingagjöf Jón Magnús Jónsson, Reykjum, Mosfellssveit, formaður Félags kjúklingabænda, segir að félagið hafi verið stofnað árið 1988 og að í dag séu félagsmenn þess um tuttugu. „Stefna og markmið Félags kjúklingabænda er Jón Magnús Jónsson, Reykjum, Mosfellsað gæta hagsmuna sveit, formaður Félags félagsmanna gagnvart kjúklingabænda. Mynd / HKr. þriðja aðila og vinna að aukinni neyslu afurða félagsmanna með upplýsingagjöf, auglýsingum og öðrum markaðstengdum aðgerðum.“


Stofnungi ehf.

Fagmennska í ræktun Stofnungi ehf. Bændahöllinni v/Hagatorg 107 Reykjavík Sími: 563 0300 Netfang: stofnungi@bondi.is

Stofnungi ehf. er félag í eigu Félags kjúklingabænda og Félags eggjaframleiðenda. Markmið félagsins er að flytja til landsins varpfuglastofna fyrir bændur. Stofnungi tók til starfa árið 1990 en áður hafði Ísungi starfað í átta ár. Síðustu ár hafa verið á vegum Stofnunga ehf. flutt til landsins frjóegg frá Steinsland í Noregi, af Lohmann-stofni, bæði brúnn og hvítur fugl. Holdastofninn er af Ross-stofni og kemur frá Aviagen Swe-chick í Svíþjóð. Faglega að verki staðið Mikil fagvinna liggur að baki alifuglaræktunar í heiminum og fylgjast starfsmenn Stofnunga mjög vel með því starfi og hvernig gengur að rækta fjölda stofna. Árið 2015 kom í ljós að Ísland stóð sig best allra landa hvað varðar klakprósentu og lífaldur fugla miðað við fyrstu 30 daga í eldi Ross fugla og er það mikil viðurkenning fyrir alifuglastarfið á Íslandi. Útungun og eftirlit Stofnræktun á Íslandi fer fram með viðurkenndum hætti undir eftirliti Matvælastofnunar. Ferlið þykir bæði skilvirkt og öruggt og skilar hágæðaafurðum til neytenda. Hér á landi er ekki leyfilegt að flytja inn lifandi foreldrafugl. Stofnungi ehf. rekur einangrunarstöð á Hvanneyri en þar eru útungunarvélar fyrir 38.400 egg og í Skorradal er útungunarvél sem tekur 19.200 egg. Frumuppeldi Þegar eggin koma til landsins fara þau beint í sóttvarnarstöð Stofnunga ehf. á Hvanneyri. Stöðin er rekin undir eftirliti Matvælastofnunar og eru eggin í sóttkví í þrjár vikur. Þegar eggin klekjast út og ungarnir dagsgamlir, eru þeir kyngreindir og síðan aldir upp í einangrunarstöð Stofnunga ehf. Reglulega á eldistímanum eru ryksýni tekin og greind á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Eftir um það bil 8 til 9 vikur eru blóðsýni tekin úr fuglunum og send erlendis til rannsókna, þar sem skimað er fyrir öllum algengustu fuglasjúkdómum.

Margrét Jósefsdóttir, Hildur Traustadóttir og Ari Ingimundarson, starfsmenn Stofnunga ehf.

Stofnungi rekur einangrunarstöð á Hvanneyri en þar eru útungunarvélar fyrir 38.400 egg og í Skorradal er útungunarvél sem tekur 19.200 egg.

Mikil fagvinna liggur að baki alifuglaræktunar í heiminum og fylgjast starfsmenn Stofnunga mjög vel með því starfi.

Varp foreldrafugls Þegar fuglinn hefur náð 18 til 20 vikna aldri er hann orðinn nálægt 2 kg að þyngd. Hann er þá færður úr eldisstöðinni í varphús hjá framleiðendum. 20 til 24 vikna gamall verður fuglinn kynþroska og hefur varp. Það eru síðan egg þessara fugla sem tekin eru til útungunar og notuð við framleiðslu á kjúklingum. Kjúklingaeldi Eldishúsin eru þrifin og sótthreinsuð áður en ungarnir koma í þau. Kjörhiti og rakastig fyrir ungana þarf að vera í húsinu þegar þeir koma í það, einnig þarf að vera frjálst aðgengi að fóðri og vatni og lýsing að vera rétt. Á eldistímanum er hitastig lækkað smám saman eftir þörfum fuglsins, frá rúmlega 30 gráðum í byrjun og niður í tæpar 20 gráður í lok eldis. Áríðandi er að undirburður sé þurr, loftræsting góð og allt eftirlit nákvæmt. Starfsmenn hjá Stofnunga eru þrír, Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri, Margrét Jósefsdóttir og Ari Ingimundarson. 109


Bændasamtök Íslands

Bændasamtökin hafa aðsetur á 3. hæð Hótel Sögu.

Mynd / HKr.

Við erum öll í sömu sveit Bændasamtök Íslands eru heildarsamtök íslenskra bænda. Þau eru málsvari bænda og vinna að framförum og hagsæld í landbúnaði.

Bændasamtök Íslands Bændahöllinni v/Hagatorg 107 Reykjavík Sími: 563-0300 Netfang: bondi@bondi.is Vefsíða: www.bondi.is

Þunginn í starfi Bændasamtaka Íslands er margvísleg hagsmunabarátta fyrir landbúnaðinn, allt frá því að kynna störf bænda og afurðir þeirra með fjölbreyttum hætti og til þess að gera samninga við stjórnvöld um stuðning við landbúnað á breiðum grunni. Aðild að samtökunum geta átt einstaklingar og félög einstaklinga og lögaðila sem standa að búrekstri. Auka­aðild er möguleg fyrir einstaklinga sem styðja við markmið samtakanna. Í árslok 2017 voru félagsmenn samkvæmt félagatali rétt um 3.400 talsins. Á vef Bændasamtakanna, bondi.is, er hægt að nálgast nánari upplýsingar um starfsemina og skrá sig í samtökin. Hjá Bændasamtökunum starfa um þrjátíu manns í 27 stöðugildum. Meginstarfsemi samtakanna er í Bændahöllinni en þau eru einnig með starfsstöð á Akureyri, auk þess sem nokkrir starfsmenn hafa aðsetur annars staðar. Þá eiga og reka samtökin Nautastöðina á Hesti og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem rekur 13 starfsstöðvar víðs vegar um land. Hótel Saga ehf. og fasteignafélagið Bændahöllin ehf. eru í eigu Bændasamtakanna. Samtökin eiga hlut í einangrunarstöð fyrir holdanaut á Stóra-Ármóti ásamt hlut í Landsmóti ehf. Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtakanna og Sigurður Eyþórsson er framkvæmdastjóri. Formaður BÍ er talsmaður samtakanna og kemur fram fyrir þeirra hönd. 110

Samtök byggð á gömlum merg Bændasamtök Íslands voru stofnuð árið 1995 með sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda. Fyrrnefndu samtökin rekja sögu sína aftur til ársins 1837 en fyrsta búnaðarfélag á landinu var stofnað þann 8. júlí það ár, Suðuramtsins hús- og bústjórnarfélag. Hvað gera Bændasamtökin? • Þau beita sér fyrir bættum kjörum bænda á öllum sviðum. • Bændasamtökin móta stefnu í málefnum bænda og landbúnaðarins í heild. Fulltrúar bænda á Búnaðarþingi marka stefnuna en starfsmenn og trúnaðarmenn bænda fylgja henni eftir á milli þinga. Stór hluti af starfsemi Bændasamtakanna felst í samskiptum við stjórnvöld og ýmsa skylda aðila. • Samtökin reka tölvudeild sem þróar og rekur skýrsluhaldshugbúnað sem bændur nýta í sínum störfum. • Þau gefa út Bændablaðið og annast ýmsa aðra útgáfustarfsemi og upplýsingamiðlun um landbúnað. Reka vefina bondi.is og bbl.is og halda úti miðlun upplýsinga á Facebook. • Samtökin annast leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði í gegnum dótturfélag sitt, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. • BÍ reka Nautastöðina á Hesti sem er miðstöð kynbótastarfs í nautgriparækt. • Þau reka orlofshús fyrir félagsmenn sína auk orlofs­ íbúðar í Kópavogi. • Þau reka starfsmenntasjóð þar sem bændur geta fengið stuðning vegna sí- og endurmenntunar.


Bændasamtök Íslands • Samtökin annast framkvæmd ýmissa verkefna sem snerta sameiginlega hagsmuni landbúnaðarins. • Bændasamtökin hafa umsjón með verkefnum samkvæmt búnaðarlagasamningi, útgáfu hestavegabréfa, rekstri öryggis- og vinnuverndarstarfs í landbúnaði og fleiru sem skiptir hagsmuni bænda máli. Hver er ávinningur þess að vera félagi í Bændasamtökunum? Félagsmenn eru aðilar að samtökum sem vinna að hagsmunamálum bænda og eru málsvari stéttarinnar. Aðild að BÍ tryggir bændum ýmis réttindi sem eru mikils virði. • Samtakamáttur heildarinnar styrkir hagsmunabaráttu bænda. • Þú ert þátttakandi í samtökum bænda og getur haft áhrif á félagsstarfið. • Félagsmenn eiga rétt til að kjósa um þá samninga sem Bændasamtökin gera fyrir þeirra hönd. • Félagar í BÍ velja fulltrúa úr sínu aðildarfélagi til setu á Búnaðarþingi. • Félagsmenn njóta ráðgjafar um réttindi og um málefni sem snerta landbúnaðinn, þ.m.t. lögfræðiþjónustu. • Félagsmenn fá 30% afslátt af vissum forritum BÍ. Meðal annars dkBúbót, Fjárvís (sauðfé), Heiðrún (geitur), Jörð (jarðrækt) og Huppa (kýr). • Aðild tryggir bændum bestu fáanlegu kjör á gistingu á Hótel Sögu. • Félagar eiga rétt á að nota orlofsíbúð á höfuðborgarsvæðinu og orlofshús á Hólum í Hjaltadal. • Félagsmenn geta sótt um stuðning í starfsmenntasjóð Bændasamtaka Íslands (SBÍ) vegna sí- og endurmenntunar. • Bændablaðinu er dreift frítt á öll lögbýli. Öflug miðlun upplýsinga til bænda og almennings. • Félagsmenn fá árlega sent Tímarit Bændablaðsins. • Aðild eflir kynningar- og ímyndarmál landbúnaðarins. • Samtökin eiga í samskiptum við erlend systursamtök og eiga sterkt tengslanet við félög á Norðurlöndum. Bændur greiða félagsgjöld Bændasamtökin eru frjáls félagasamtök og félagsmenn greiða árleg félagsgjöld. Tekjur Bændasamtakanna eru í meginatriðum þrenns konar. 1) Tekjur af félagsgjöldum bænda, (2) þjónustu- og sölutekjur af rekstri, (3) tekjur af fasteignum og fjármunatekjur.

Hjá Bændasamtökunum starfa um þrjátíu manns í 27 stöðugildum. Í Bændahöllinni er meðal annars starfsfólk á skrifstofu BÍ sem sinnir hagsmunabaráttu bænda, annast fjárreiður, bókhald, launagreiðslur, lögfræðiráðgjöf og rekstur skiptiborðs fyrir samtökin og fleiri tengda aðila.

Á útgáfu- og kynningarsviði Bændasamtakanna starfar samhentur hópur. Bændablaðið, viðhald og umsjón bondi.is og bbl.is og almannatengsl eru meðal verkefna á sviðinu.

Aðildarfélög og búnaðarþingsfulltrúar Aðildarfélög eru annars vegar búnaðarsambönd (alls 11 talsins) og hins vegar búgreinafélög (alls 12 talsins) ásamt Samtökum ungra bænda. Búnaðarþing er haldið á tveggja ára fresti en þar sitja 50 fulltrúar sem kosnir eru af búnaðarsamböndum, búgreinafélögum og Samtökum ungra bænda. Fulltrúar á Búnaðarþingi kjósa fimm fulltrúa í stjórn samtakanna. Milli Búnaðarþinga er haldinn ársfundur BÍ.

Félag eggjaframleiðenda Félag ferðaþjónustubænda Félag hrossabænda Félag kjúklingabænda Geitfjárræktarfélag Íslands Landssamband kúabænda Landssamtök sauðfjárbænda Landssamtök skógareigenda Samband garðyrkjubænda Samband íslenskra loðdýrabænda Svínaræktarfélag Íslands Æðarræktarfélag Íslands

Aðildarfélög 11 búnaðarsambönd Samtök ungra bænda

Nánari upplýsingar um fjölbreytta starfsemi Bændasamtakanna er að finna á vefnum bondi.is 111


Markaðsráð kindakjöts

Afhending „Award Of Excellence“-verðlauna fyrir hönnun, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í hópi verðlaunahafa og dómara. Mynd / Geirix

Íslenskt lambakjöt sækir á Markaðsráð kindakjöts Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík Sími: 563-0350 netfang: svavar@bondi.is Vefur: www.icelandiclamb.is

Innanlandssala á íslensku lambakjöti jókst um 3,5 prósent í fyrra, sem þýðir vöxt tvö ár í röð eftir samdrátt í þrjú ár þar á undan samkvæmt tölum Matvælastofnunar. Þennan góða árangur má rekja til umfangsmikils átaks til að kynna þjóðarréttinn fyrir erlendum ferðamönnum og hins vegar aukinnar vitundar neytenda og umræðu um stöðu greinarinnar og bænda. Nú þegar eru yfir 100 hótel og veitingastaðir í samstarfi um að setja lambakjöt í öndvegi og söluaukningin þar á einstökum stöðum nemur tugum prósenta. Einstakt og sérstakt Reikna má með því að íslenskar gærur og lopavörur seljist fyrir a.m.k. tíu milljarða 112

króna á ári. Gærur, ull og lopi eru mikilvægur hluti af bæði sauðfjárrækt, verslun og ferðamannaþjónustu á Íslandi. Nýju upprunamerki fyrir íslenskar sauðfjárafurðir er ætlað að endurspegla þá sérstöðu og sögu sem aðgreinir íslenska sauðfjárrækt frá öllu öðru sem gert er í heiminum. Lögð er sérstök áhersla á að féð hefur lifað með þjóðinni allt frá landnámi, búskaparaðferðir eru siðlegar og náttúrulegar og afurðirnar einstakar að hreinleika og gæðum. Nútímalegt hugarfar vinnur með lambinu Hugarfarsbreyting er að verða hjá neytendum og hreinleiki, heilnæmi og hollusta skipta stöðugt meira máli. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því að íslenskt lambakjöt er meðal hreinustu og heilnæmustu matvæla sem völ


Markaðsráð kindakjöts fundið og hvernig má kolefnisjafna greinina. Siðlegir og umhverfisvænir búskaparhættir virðast þannig skila sér í aukinni lambakjötssölu til upplýstra neytenda.

er á og ríkt af steinefnum, vítamínum og hollum ómega 3 fitusýrum. Íslensk fjallalömb eru alin á hálendisgróðri og erfðabreytt fóður (GMO) er ólöglegt í íslenskri sauðfjárrækt. Nú er unnið að því að finna litla, sérhæfða og vel borgandi markaði fyrir íslenskt lambakjöt í útlöndum. Þetta er langtíma verkefni en ýmis jákvæð teikn eru á lofti og full ástæða til bjartsýni ef vel helst á spilunum og gæði vörunnar fá að njóta sín.

Verndað afurðaheiti Íslenskt lamb er komið í flokk með Parma-skinku, Camembert de Normandie og Kalix Löjrom og fjölda annarra lúxusmatvæla. Matvælastofnun hefur skráð íslenskt lambakjöt sem verndað afurðaheiti á grundvelli laga nr. 130 frá 2014 um vernd afurðaheita sem geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Enska útgáfan Icelandic lamb er einnig skráð. Lambakjöt er fyrsta íslenska afurðin sem fær vernd samkvæmt lögunum. Flestar fínustu matvörur í Merki um verndað afurðaheiti. Evrópu hafa sambærilega vottun ESB og næsta skref er að sækja evrópsku vottunina og með henni verður lambakjötið komið í flokk með bestu ostunum, olíunum og hráskinkunni í Evrópu. Það mun hjálpa okkur í markaðssetningu gagnvart erlendum ferðamönnum hér og inn á kröfuharða sérmarkaði erlendis.

Umhverfisfótspor Meðvitaðir neytendur um allan heim taka nú meira tillit til umhverfisfótspors þeirrar vöru sem þeir kaupa. Óhófleg sýklalyfjanotkun, ofnotkun á tilbúnum áburði, erfðabreytt fóður, eiturefni og illgresiseyðir skaða umhverfið. Þá fylgir mikil losun á gróðurhúsalofttegundum ýmissi matvælaframleiðslu, sérstaklega ef afurðirnar eru sendar heimshorna á milli. Íslenskur búskapur sem byggir á hefðbundinni beit hefur langtum minni loftslagsáhrif en erlendur stórbýlabúskapur þar sem korn er uppistaða fóðursins.

Icelandic Lamb verkefnið Markaðsstofan Icelandic Lamb stendur fyrir herferð sem beint er til erlendra ferðamanna undir sérstöku merki og á í samvinnu við um 150 aðila í veitingarekstri, smásölu, framleiðslu og hönnun sem setja lambakjöt, ull og aðrar afurðir í öndvegi. Þessir aðilar nýta ráðgjöf Icelandic Lamb og markaðsefni til að hampa afurðum sem unnar eru úr sauðfjárafurðum og veita þjónustu og matreiða ofan í erlenda gesti okkar sem hingað eru komnir til að upplifa, sjá og finna að það er ekta og sannarlega íslenskt.

Kolefnisjöfnuð sauðfjárrækt Sauðfjárbændur stefna nú að því að kolefnisjafna alla greinina og er það raunhæft á næstu árum og stefnt að því í samstarfi við stjórnvöld sem nú þurfa að leggjast á árarnar með atvinnulífinu í landinu. Aðgerðir til að minnka losun og hefja mótvægisaðgerðir til að geta staðist alþjóðlegar skuldbindingar eru komnar á dagskrá og geta haft víðtæk jákvæð áhrif á hinar dreifðu byggðir. Sauðfjárbændur hafa í samstarfi við Umhverfisráðgjöf Íslands látið reikna út hvernig kolefnisspor búa er

Hvatningarverðlaun Icelandic Lamb Völdum samstarfsaðilum í veitingarekstri og hönnun voru veitt í fyrra verðlaunin „Award Of Excellence“ fyrir sérstaklega glæsilegan árangur, vilja og áhuga á því að halda sauðfjárafurðum í öndvegi. 10 veitingahús fengu verðlaunin afhent samhliða aðalfundi sauðfjárbænda í mars og 4 fyrirtæki í hönnun fengu afhent verðlaun í sérstöku samsæti í desember þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhenti verðlaunin.

Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri Icelandic Lamb, og Hinrik Carl Ellertsson, rekstrarstjóri Dill, undirrita samstarfssamning. Mynd / Geirix

113


Ritsýn sf. Íslenskur landbúnaður 2018:

Landbúnaðarsýning í Laugardalshöllinni haustið 2018 Ritsýn sf. Sími: 587-7826 Netfang: olafur@ritsyn.is

Stór og vegleg landbúnaðarsýning verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 12.–14. október. Ár og dagar eru síðan áþekk sýning var haldin í höfuðborginni en það er fyrirtækið Ritsýn sf. sem heldur utan um viðburðinn. Markmið sýningarinnar er að kynna íslenskan landbúnað og leiða saman fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í atvinnugreininni. Ólafur M. Jóhannesson hjá Ritsýn er framkvæmdastjóri „Íslensks landbúnaðar 2018“ en hann hefur haldið fjölmargar sýningar í gegnum tíðina, meðal annars Sjávarútvegssýninguna 2016 og síðast Stóreldhúsið 2017 þar sem fagaðilar í veitingageiranum báru saman bækur sínar. Ólafur hefur metnaðar­fullar áætlanir en hann hefur á síðustu mánuðum rætt við fjölda fyrirtækja og hagsmunaaðila innan landbúnaðarins. „Sýningin verður að uppistöðu kynning á sölu- og þjónustuaðilum landbúnaðargeirans en líka blanda af fræðslu og fyrirlestrum um greinina,“ segir Ólafur. Sala á sýningarplássi er langt komin en bæði verða úti- og innisvæði. Viðtökurnar eru góðar að sögn Ólafs og ekki við öðru að búast en að sýningin verði myndarleg. „Markmið sýningarinnar er meðal annars að kynna fjölbreytni íslensks landbúnaðar og hreinleika matvælaframleiðslunnar. Að kynna fyrir bændum og öðrum gestum tæki og tól til landbúnaðar og hvers kyns rekstrarvörur og aðrar vörur sem til þarf,“ segir Ólafur. Öllum félagsmönnum BÍ boðið á sýninguna Landbúnaðarsýningin verður öllum opin og gert er ráð fyrir að þúsundir gesta láti sjá sig. „Við munum senda prentaða boðsmiða til allra félagsmanna Bændasamtakanna, en við höfum gert samkomulag við Bændablaðið um samstarf. Sýnendur fá einnig frímiða svo þeir geti boðið sínum viðskiptavinum á 114

Landbúnaðarsýningin „Íslenskur landbúnaður 2018“ verður haldin í nýju Laugardalshöllinni 12.–14. október.

Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri segir að í uppsiglingu sé glæsileg landbúnaðarsýning á besta stað sem mun styrkja ímynd íslensks landbúnaðar. Mynd / TB

staðinn. Þannig næst afar góð markaðssetning beint til réttra aðila innan landbúnaðarins. Almenningi gefst einnig tækifæri á að heimsækja sýninguna gegn vægu gjaldi,“ segir Ólafur. Sérhannað sýningarhúsnæði Dagskrá sýningarinnar er í mótun en fyrirlestradagskrá og aðrar uppákomur verða kynntar þegar nær dregur. Bændablaðið mun gefa út sýningarblað í tímaritsformi og senda til allra bænda landsins og annarra áskrifenda í aðdraganda sýningarinnar. Að sögn Ólafs er Laugardalshöllin eina sérhannaða sýningarhúsnæðið fyrir stærri sýningar á Íslandi með þægilegu aðgengi fyrir gesti. Áhugasamir þátttakendur geta haft samband við Ólaf í netfangið olafur@ritsyn.is eða í síma 587-7826 eða Ingu í síma 898-8022 eða netfangið inga@athygli.is

Mynd / ISH


Nýja 6-serían frá DEUTZ - FAHR er mætt Landbúnaður um víða veröld er einstaklega fjölbreyttur. Sérhvert bú gerir hlutina á sinn einstaka máta. Hvort sem um er að ræða stórt, miðlungs-stórt eða lítið bú, verktaka eða bæjarfélag. Allir vinna að sama markmiðinu, að ná árangri. Það er ljóst að þarfir viðskiptavina okkar eru jafn ólíkar og þeir eru margir. DEUTZ-FAHR þróaði nýju 6-seríuna með það að leiðarljósi að hver og einn geti fundið vél við sitt hæfi. Módelin í 6 seríunni eru 12 talsins, allt frá 156 hestöflum og upp í 226 hestöfl. 4 og 6 cylindra mótorar, 3 útgáfur af gírskiptingum og ótrúlegt úrval af aukabúnaði í boði. Sölumenn okkar eru ávallt reiðubúnir að hjálpa til við að setja saman réttu vélina sem hentar hverju sinni.

ÞÓR

H F

REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500

AKUREYRI: Baldursnesi 8 Sími 568-1555

Vefsíða og netverslun: www.thor.is


JÖKLAR

ÍSLENSK HÚS - SÉRHÖNNUÐ FYRIR ÍSLENSKA FERÐAÞJÓNUSTU Forsniðin einingahús Fljótleg í uppsetningu

Upplifun á Íslandi

NÝTT

JÖKLAR - ÍSLENSKU HÚSIN Við kynnum til sögunnar Íslensku húsin í Jöklaseríunni. Fyrirmynd húsanna eru mörg af hinum gömlu fallegu íslensku húsum sem finna má víða um Ísland, t.d. í Stykkishólmi, Akureyri, Flatey og í fleiri bæjarkjörnum. Húsin eru hönnuð alfarið hér á landi og uppfylla íslenska byggingarreglugerð. BREYTINGAMÖGULEIKAR Hægt er að lengja/stytta húsin.

Hægt er að fá glugga og hurðir í stærð, útliti og í þeim fjölda sem óskað er.

Hægt er að færa til glugga og hurðir.

S

24,3 fm

M

29,8 fm

L

38,2 fm

4,62 m

5,26 m

6,46 m

8,26 m

Húsin eru afhent ósamsett. Þegar búið er að setja þau saman uppfylla þau skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan”.

STYRKUR - HAGKVÆMNI - HÖNNUN Landshús - Sími 553 1550 - landshus@landshus.is - www.landshus.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.